Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018
Ég sagði í gær frá átökum hreyfingar aðskilnaðarsinna og hersveita ríkisstjórnar Yemens svokallaðrar - er hefur setið síðan 2014 í borginni Aden á strönd Yemen. Þetta er lítið meir en leppstjórn á vegum Saudi-Arabíu, og bandalags Saudi-Araba gegn því sem upphaflega var uppreisn svokallaðra Hútha sem er Shíta hreyfing í Yemen er 2014 í bandalagi við fyrrum forseta landsins og Arabahersveitir þess aðila - hertóku þáverandi höfuðborg Yemen, Sana og stór landsvæði í Norðanverðu landinu.
--Saudi-Arabar hafa sl. 3 ár barist fyrir endurreisn sinnar leppstjórnar yfir landinu öllu.
--En þrátt fyrir mjög harkalegar loftárásir og mikinn peninga-austur hefur bandalag Saudi-Araba og furstadæma við Persaflóa - ekki haft erindi sem erfiði.
--Stríðið hefur sl. 2-ár verið mestu í pattstöðu, og horfur ekki á að það breytist.
En á meðan er manntjón stöðugt og ástandið í landinu orðið svo alvarlegt, að nýlega var landið lýst versti staðurinn á Jörðinni fyrir barn að alast upp.
Sjá færslu: Stríðsbrölt Sauda í Yemen í klúðri - hernaðarbandalagið molnar.
Hermenn aðskilnaðarsinna í Aden á þriðjudag, ánægðir íbúar!
Það áhugaverða er að hertaka Aden virðist njóta hylli íbúa borgarinnar. Bárust fréttir af því að hersveitum aðskilnaðarsinna hafi verið vel tekið -- sbr. mynd að ofan.
--Ég hugsa að ég skilji málið, að íbúar líklega voni að þessi nýja þróun marki það að endalok stríðsins hafi færst nær.
Yemen Prime Minister Holed Up As Separatists Seize Most Of Key Southern City
Yemen separatists surround presidential palace in Aden
Aden crisis: alliances of convenience unravel across Yemen
Yemen separatists capture Aden, government confined to palace: residents
Skv. fréttum voru hersveitir Saudi-arabísk studdu ríkisstjórnarinnar, gersigraðar í 3-ja daga löngum bardögum um borgina. Svo alger sé sigur aðskilnaðarsinna í Aden, að ríkisstjórnin er í reynd í "de facto" stofufangelsi í forsetahöllinni.
En að sögn frétta, þá námu hersveitir aðskilnaðarsinna staðar við höllina, umkringdu hana - en lögðu ekki til atlögu við lýfvörð hennar; sem er skipaður saudi-arabískum hermönnum.
Að sögn aðskilnaðarsinna, séu viðræður um brottför ríkisstjórnarinnar frá Aden hafnar. En með höllina umkringda, sé sú brottför greinilega háð vilja hersveita aðskilnaðarsinna.
Norður vs. Suður Yemen -- fyrir sameiningu landsins 1990!
Fram til 1990 var Yemen skipt í -- Arabíska-lýðveldið Yemen eða Norður-Yemen, og Alþýðulýðveldið-Yemen eða Suður-Yemen. Hafði S-Yemen staðið með Sovétríkjunum, meðan að N-Yemen stóð með Vesturveldum.
En eftir lok Kalda-stríðins 1989, hvarf stuðningur við S-Yemen. Hófust þá fljótlega samningaviðræður um sameiningu landanna -- en verulegur hluti íbúa fyrrum S-Yemen voru alltaf ósáttir við þau málalok. Og milli 1990-2000 var stutt en snarpt borgarastríð, sem þáverandi forseti sameinaðs Yemen fór með sigur í.
En áhugi fyrir aðskilnaði virðist ekki hafa horfið - og greinilegt virðist að langvarandi strðíðsátök hafa nú leitt til aukins stuðnings íbúa fyrrum S-Yemen, við þá hugmynd að endurreisa S-Yemen.
- En það virkilega áhugaverða, sé snúningur Sameinuðu-arabísku furstadæmanna, er virðast hafa tekið þá ákvörðun -- að styðja hreyfingu aðskilnaðarsinna með vopnum og peningum.
- Það sé sá stuðningur sem líklega ráði nú mestu um þann styrk í bardögum um Aden sem aðskilnaðar sýndu í verki.
Erfitt að sjá hvernig þessi nýja þróun valdi ekki vanda fyrir tilraunir Saudi-Arabíu að sameina allt Yemen að nýju -- undir stjórn sinna leppa.
Niðurstaða
Eins og ég sagði í gær, þá er líst mér nokkuð vel á þessa þróun, vegna þess að aðskilnaður gæti raunverulega verið lausn til þess að binda endi á stríðsátök í Yemen. Enda ef löndin væru að aðskiljast að nýju - vart lengur ástæða að halda stríðinu áfram frekar.
--Þar sem að víglínur liggja nokkurn veginn á landamærum fyrrum S-Yemen/N-Yemen.
Hinn bóginn hlýtur slík útkoma að vera umtalsverður álitshnekkir fyrir krónprins Saudi-Arabíu, Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud -- er leitt hefur mjög hatramma stefnu gegn Íran í Saudi-Arabíu. Og hefur verið megin hvatamaður þess að Saudi-Arabía væri að stríða í Yemen.
--Mér líst hreinlega vel á það að stríðið sem hann leiddi, endi með álitshnekki fyrir hann persónulega.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2018 | 01:00
Stríðsbrölt Sauda í Yemen í klúðri - hernaðarbandalagið molnar
Frétt Aljazeera virðist skýra nýjustu þróunina í styrrjöldinni í Yemen. En flest virðist benda til alvarlegs klofnings innan þess hernaðarbandalags sem Saudi-Arabía hefur haldið uppi sl. 3 ár í Yemen.
--Harðir bardagar hafa staðið yfir í Aden-borg í nokkra daga.
--Aden borg virðist nú klofin milli fylkingar aðskilnaðarsinna, er virðast snjóta fjármögnunar Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
--Meðan að hin svokallaða viðurkennda ríkisstjórn landsins, sem Saudar enn halda í gangi - virðist nú hafa misst stjórn á ca. helming Aden, sem hefur verið aðsetur þeirrar ríkisstjórnar - sem studd hefur sl. 3 ár af hernaðarbandalagi Sauda, gegn Húthum Shítahópi er hefur stuðnings Írans, sem hefur í sömu ár barist í bandalagi við hluta af arabískum íbúum landsins.
Húta-bandalagið ræður en Sana sem var höfuðborg landsins áður en borgaraátök brutust út fyrir þrem árum.
Yemen's complicated war just got more complicated
Bloodshed Roils Yemen's South, Further Complicating An Already Complicated War
Death toll rises on second day of clashes in Yemeni port of Aden
Bendi á eldri umfjallanir:
Yemen gæti aftur klofnað í Suður vs. Norður Yemen
Alvöru friðarviðræður geta verið á döfinni í Yemen
Norður vs. Suður Yemen -- fyrir sameiningu landsins 1990!
Staða stríðsins í Yemen ca. í dag!
Venjulegt kort af Yemen
Líkur virðst greinilega vera á klofningi Yemens
Eins og sést á kortunum - þá var Yemen 2-lönd fyrir 1990. Aðskilnaðarsinnar í S-Yemen hafa áður barist fyrir því að endurreisa skiptingu landsins. En á áratugnum milli 1990-2000 fór fram stutt borgarastríð þegar þáverandi forseti sameinaðs Yemen fór með sigur.
- Eins og sést á kortunum, væri fremur einfalt að kalla aftur fram skiptingu landsins.
- Enda víglínur ekki víðsfjarri landamærum gömlu Yemen-ríkjanna.
Ég hef ályktað því áður - að ný skipting landsins gæti verið leið til þess að binda endi á stríðið, er hefur leitt til slíks ástands í landinu að það nýlega var skilgreint - sem versta land í heimi fyrir barn að alast upp í.
Skv. frétt Aljazeera, þá hafa Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, ákveðið að spila sinn eigin leik -- skv. frétt þá er "UAE" eins og landið skammstafast á ensku að hugsa um eigin hagsmuni.
En öryggi siglingaleiðarinnar um Rauðahaf, sé mjög mikilvægt fyrir "UAE." Vegna mikilla olíuviðskipta við Evrópu.
"UAE" sé því að leggja höfuðáherslu á að tryggja sína hagsmuni með því að ná völdum í SV-hluta Yemen, einkum Aden-borg og nágrenni.
Með rausnarlegum peninga-austri hafi "UAE" tekist að kaupa tryggð nokkurra hópa er búa nærri strönd landsins -- og "USA" sé að styðja vopnaðan hóp.
Sem kalli eftir nýrri skiptingu landsins - það sé sá hópur sem hafi hafið atlögu um daginn að Adenborg, með það markmið að steypa stjórninni er hefur setið í Aden sl. 3 ár.
- Prinsinn í Saudi-Arabíu er vart ánægður, en hann hafi ekki boðið upp á nokkra lausn - en að halda áfram að stríða gegn Húthí fylkingunni.
- Meðan að varnarlínur hafi lítt hreyfst í langan tíma.
M.ö.o. að sigur hafi ekki verið í augsýn um töluvert langa hríð.
"U.A.E." hefur greinilega ákveðið að nú sé tími fyrir "Plan B."
Niðurstaða
Mér virðist eitt og annað benda til þess að stríðsbrölt krónprinsins af Saudi-Arabíu í Yemen, nálgist endalok sem líklega verði fremur auðmíkjandi fyrir - Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud. Slíkur álitshnekkir gæti veikt stöðu hans innan valdakerfisins í Saudi-Arabíu. Það gæti þá hugsanlega leitt til nýrrar gerjunar innan Saud-valdaættarinnar.
Endurreisn skiptingar Yemens gæti raunverulega bundið endir á stríðið.
En það virðist einfaldlega að hóparnir er byggja löndin 2-sem áður voru Arabíska lýðveldið Yemen eða N-Yemen, og S-Yemen -- geti einfaldlega ekki búið saman.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2018 | 22:01
Opinber stefnumótun valdaflokks Kína - að siglingaleið um Norður Íshaf framhjá Norðurpól, sé angi af svokölluðum - framtíðar silkileiðum Kína
Um stefnumótandi gagn er að ræða, sbr. "white paper" eins og þ.e. nefnt á ensku máli, en skv. Financial Times leggur plaggið áherslu á eftirfarandi:
China reveals Arctic ambitions with plan for Polar Silk Road
- Kína virði rétt þjóða á norðurslóðum.
- En áskilur sér, jafnan rétt á við þær.
--Sem getur hugsanlega einnig átt við kröfu til aðgengi að auðlyndum. - Þetta væntanlega þíðir, að hið opinbera mun áfram styðja við tilraunir - Cosco skipafélagsins, að sigla um Íshafið.
- Þetta þíðir væntanlega, eða er líklega - staðfesting með formlegum hætti, á áhuga Kína á siglingum um Norðuríshaf framhjá Norðurpól.
Gömul færsla um siglingu kínversks kaupskips framhjá pólnum: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!
Ímynduð höfn í Finnafirði!
Íslenskir áhugamenn hafa verið að rannsaka möguleika á höfn í Finnafirði
Gömul færsla: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?
2013 var greint frá samstarfi við "Bremenports" rekstrarfélag Brimarhafnar. Ég hef ekki fylgst með málinu síðan - en einhverjar grunnrannsóknir fóru fram á því hvort eitthvert tæknilega væri því til fyrirstöðu að reisa risahöfn við Finnafjör.
--Mér skilst að grunnrannsóknir hafi a.m.k. ekki bent til nokkurs ómöguleika.
Frétt frá 2016: Aukin trú á höfn í Finnafirði.
Kenningin um umskipunarhöfn virðist á þá leið, að sérsmíðuð skip yrðu líklega notuð til pólsiglinga!
Rétt að benda á að skipið Yong Sheng er sigldi 2013 var held ég ekki sérútbúið - en þurfti í staðinn stöðuga meira eða minna fylgd ísbrjóts. Tæknilega er það hugsanlega fær leið að nota ekki sérsmíðuð skip - en spurning hvað Rússar rukka fyrir fylgd með ísbrjót, og einnig hve marga ísbrjóta til slíks Rússar eiga.
Hin hugmyndin væri að nota sérstyrkt skip sem gætu siglt í gegnum eitthvert íshrafl án aðstoðar -- mér skilst að á grunni slíkra væntinga séu hugmyndir um umskipunarhafnir byggðar.
- Að sérsmíðuðu skipin væru ekki hagkvæm nema á leiðinni yfir pólinn.
- Væntanlega í bland lægri tryggingakostnaður í stað eitthvað meiri eldsneytiskostnaðar og það að þurfa síður ísbrjót til meðfarar.
- Sérsmíðuðu skipin væru stöðugt á pólrútunni.
Þá er auðvitað spurning hvaða hafnir væru notaðar
- N-Noregur hefur tæknilega forskot, vegna þess að vera nær, þannig siglingatími skemmri.
- En manni grunar að járnbrautir í N-Noregi mundu ekki hafa næga flutningsgetu, og mjög dýrt væri að auka við hana -- vegna landslags í Noregi.
- Skip geta auðvitað siglt á umskipunarhöfnina annars staðar frá í Evrópu.
- N-Noregur væri auðvitað einungis hentugur staður fyrir fókus á siglingar til Evrópu.
- Kanada - jafnvel Grænland, kemur einnig auk þessa til greina.
- Vandamál við Grænland auðvitað að lítið er um starfsfólk einhvers staðar norðan við Ísland, t.d. við Scoresby-sund.
--Þyrfti líklega mikið til að flytja inn -- Kína mundi líklega bjóða sína eigin starfsmenn.
--Þá auðvitað vakna spurning - hver réði höfninni?
--Mundu dönsk og grænlensk yfirvöld treysta Kína? - Hvort tveggja Grænland sem Kanada, mundi auðvitað fókusa á N-Ameríku.
- Menn hafa ætíð bent á að höfn í Finnafirði mundi geta þjónað Ameríku- sem og Evrópusiglingum, vegna legu Íslands ca. miðsvæðis á milli Ameríku og Evrópu.
- Ísland líklega hefur betri möguleika en Grænland til að útvega nægilegan starfsmannafjölda, til að þjónusta risahöfn en a.m.k. Grænland.
- Það að siglingaleiðin til Íslands er lengri en annars vegar til Scoresby-sunds eða N-Noregs, er ákveðinn ókostur.
- En á móti komi, tæknilegt hagræði af því að reka einungis -- eina uppskipunarhöfn ásamt öllu tilheyrandi, er eðlilega þyrfti mjög mikið landrými.
--Hvort tveggja rekstrarsparnaður og sparnaður við að reisa einungis eina.
Enginn vafi að áhrif á Ísland yrðu óskapleg, af slíkri höfn - sbr. umfjöllin mína frá 2013: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?.
- Ekki síst, að NA-land yrði þá líklega raunverulegt mótvægi við SA-land.
- Rétt að nefna einnig, að líklega græddi Ísl. á stóraukinni skipa-umferð við landið, í formi aukinnar samkeppni í siglingum hingað -- sömu áhrif og við sjáum nú í því að aukin flug-umferð hingað er að lækka flugfargjöld hingað.
--Vöruverð á Íslandi gæti þá lækkað a.m.k. eitthvað, vegna lægri flutningsgjalda.
--Þetta virkar einnig á hinn veginn, að útflytjendur græddu líklega á hagstæðari flutningum.
Ég ætla ekki að spá nokkurt í líkindi þess að af þessu verði.
En Kínverjar séu þó líklegir til að ætla að etja löndunum saman á Norðurslóðum.
Láta þau keppa um þeirra athygli, til þess að prútta niður skilyrði er væru sett og verð.
- Varðandi öryggi, þá tel ég að varnarsamningurinn og NATO aðild, dragi verulega úr líkum á því að Kína geri tilraun til að seilast hér til valda.
- Hinn bóginn yrðu mjög umtalsverð kínversk áhrif óhjákvæmileg.
--Ég hef velt því fyrir mér, hvort Bandaríkin mundu bregðast við með því að koma aftur upp herstöð.
--En þau mundu án vafa gefa umsvifum Kína hér, nánar gætur.
Niðurstaða
Stefnumótunarplagg kínverskra stjórnvalda virðist staðfesta áhuga kínverskra stjórnvalda á svokallaðri Norðurpóls-leið. Kannski eykur það líkur á því að hugsanlega verði af höfn í Finnafirði. En rétt að benda á að Kína mundi líklega etja okkur saman við Noreg - Grænland - jafnvel Kanada. Til að sjá hver býður best. Það þurfa ekki endilega einungis að vera kostnaðarlegir þættir sem ráða mestu - allt eins spurning að hvaða marki Kína fengi að hafa eigin starfsmenn, og að hvaða marki Kína hefði yfirráð yfir höfn.
Þar um þarf auðvitað að auðsýna fyllstu gætni ef samið væri við Kínverja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.1.2018 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.1.2018 | 00:40
Tilboð Trumps til Demókrata sýnir vel hvernig Trump ætlar sér að hafa betur í deilum um vegginn fræga, sem og í innflytjendamálum almennt
Tilboð Trumps skv. frétt Reuters hljóðar upp á að tryggja 1,8 milljón svokallaðra "dreamers" fái varanlegan búseturétt í Bandaríkjunum.
--En á móti vill Trump greinilega fá heilmikið!
Trump rolls out plan for path to citizenship for 1.8 million 'Dreamers'
- Eins og ég benti á um daginn - hefur Trump vísvitandi blandað máli svokallaðra "dreamers" inn í veggmálið, deilur um innflytjendamál almennt - og deilur um fjárlög.
- Hann ætlar sér bersýnilega að hafa betur í þeim deilum, með því að setja málið þannig upp að þetta séu skipti - þ.e. Demókratar fái "dreamers" á móti því að Trump fái vegginn sinn full fjármagnaðan á fjárlögum með atvæðum Demókrata, auk þess að þeir kyngi að margvílegu leiti stórlega hertum reglum um innflytjendamál.
--Fjárlögin eru einnig undir í þeirri deilu, en skv. loforði Trumps nokkurra mánaða gömlu - sagðist hann frekar til í að loka á ríkisstjórnina, en að gefa eftir vegginn fræga.
--Ég held að eftir að Trump ítrekað hafnaði samkomulagi milli þingmanna Demókrata og Repúblikana, sem ekki uppfyllti persónuleg skilyrði Trumps - að veggurinn væri fullfjármagnaður og að skv. mati Trumps væri innflytjendalöggjöf nægilega hert -- að hann hafi þannig vísvitandi tekið þá áhættu að fjárlagaumræðan mundi renna út á tíma, sem hún gerði; þannig að það koma stutt lokun á hans ríkisstjórn.
Fyrst að svo fór geta menn ekki efast um, að Trump er mæta vel tilbúinn að taka áhættu á annarri lokun - ef mótherjarnir í þingliði Demókrata -- sættast ekki á kröfur Trumps.
- Þetta er afar hörð pólitík hjá Trump - og alls ekki án áhættu.
- Því ekki sé fyrirframljóst - hverjum Bandaríkjamenn mundu kenna um, ef það mundi aftur koma til lokunar á ríkið eins og um sl. helgi.
- En að í annað sinn mundi ekki koma til samkomulag til að binda fljótlega endi á þá lokun.
- En lokun þíðir að stjórnvöld lamast - flestir ríkisstarfsmenn fá ólaunað frý, fyrir utan mikilvæga toppa og hermenn/sjóliða/herflugmenn á vakt.
--En það þíði einnig óþægindi fyrir almenning, er margvísleg þjónusta lamast - þar á meðal greiðslur bóta.
Hvað vill Trump í staðinn?
- "Trumps plan...would require Congress to set up a $25 billion trust fund to build a wall on the southern border with Mexico, and invest in better protections at the northern border with Canada."
- "It would also require Congress to limit family sponsorship of immigrants to spouses and minor children and end a visa lottery system for certain countries, the officials said."
- "Congress would have to allocate additional money to border guards and immigration judges"
- "change rules to allow for the rapid deportation of illegal immigrants from countries other than Mexico and Canada who arrive at the U.S. border, the officials said."
Þetta mundi leiða fram heilmikla breytingu ef Trump fengi allt þetta fram -- á móti því að heimila "dreamers" að vera áfram í Bandaríkjunum til frambúðar.
Dálítið harðir að vilja ekki hleypa inn börnum foreldra - sem eru orðin sakhæf. Einungis ólögráða börn fái að koma með foreldrum innflytjenda til Bandaríkjanna.
Þeir vilja fjölga dómurum er starfa í innflytjendamálum - hafa reglur með þeim hætti, að unnt sé að senda einstaklinga snarlega úr landi -- sem séu ólöglega í landinu.
--Það væntanlega þíddi að tekið væri fyrir það, að unnt væri að áfrýgja úrskurðum um brottvísun.
--Ég er samt sem áður ekki viss að lagabreytin sé næg til að tryggja lögmæti slíkrar afgreiðslu.
Það mundi geta farið eftir afstöðu æðsta dómstóls Bandaríkjanna - hvernig sá metur mikilvægi réttarins til að leita til dómstóla -- hvort að innflytjendur ættu að hafa þann rétt skýlausan, eða ekki.
En nokkuð öruggur að "ACLU" t.d. mundi láta reyna á það atriði snarlega.
Niðurstaða
Mig grunar að Trump vinni vegg málið fyrir rest - en eins og ég sagði síðast er ég fjallaði um þessi mál, tel ég nú að Trump líklega hafi slegið af prógramm er hélt utan um þann hóp sem gjarnan er nefndur í bandarískri fjölmiðlaumræðu "dreamers" til þess að beita þeim hópi í - skiptum við Demókrata.
--En mér fannst ástæður þær er Trump á sínum tíma gaf upp, ósannfærandi.
En síðan í nóvember í deilunni um fjárlög, hefur Trump ítrekað hafnað samkomulagi um "dreamers" á þeim grunni að samkomulagsdrög þau væru "weak on immigration." Á sama tíma hefur hann ítrekað heimtað að fá fjármögnun fyrir vegginn hans afgreidd, auk þess að hann vill takmarka verulega aðgengi nýrra innflytjenda sem og gera auðveldar að vísa þeim úr landi -- sbr. kröfulistann að ofan.
Ég er ekki viss að sjálfsögðu hann nái öllu fram.
En trúi því að Trump sé tilbúinn að láta aftur steita á sínum kröfum í deilum um "dreamers" þær vikur sem bráðabirgðasamkomulag það sem framlengdi fjármögnun fyrir bandaríska ríkið varir -- m.ö.o. að hann sé til í að taka áhættu á að aftur lokist á ríkið sem hann er sjálfur yfir.
--Þarna er klassískt "test of wills" eins og þ.e. nefnt á ensku, þ.e. hvor þorir meira.
--En Trump er þekktur fyrir vilja til að taka áhættu í viðskiptum, og það getur vel verið að hann reynist áhættusæknari en Demókratar sjálfir - m.ö.o. til í að taka málin lengra en þeir þora.
--En það sé einnig möguleiki að "standoff" endi aftur í lokun, og að lokun síðan vari um hríð.
En ef Demókratar mundu geta sannfært sjálfa sig að almenningur mundi frekar kenna Trump fyrir þau óþægindi sem mundu af hljótast - gætu þeir látið sjálfir reyna á hve langt Trump er til í að ganga.
--Þetta á allt eftir að koma í ljós síðar.
En deilan nk. vikur getur reynst áhugaverð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2018 | 23:12
Erdogan í símtali við Trump heimtar að Bandaríkin hætti stuðningi við sýrlenska Kúrda, hótar árásum á bæinn Manbij þ.s. bandarískar sérsveitir eru staðsettar
Ef marka má það sem haft er eftir heimildamönnum um innihald símtals Trumps og Erdogans. Þá fór Trump fram á að Tyrkir mundu takmarka aðgerðir við Afrin hérað eingöngu, og binda endi á þær aðgerðir sem fyrst.
Hinn bóginn ef marka má heimildir, þá heimtaði Erdogan á móti að Bandaríkin hættu öllum stuðningi við sýrlenska Kúrda, og hótaði að víkka út árásir tyrkneska hersins til svæðisins í kringum bæinn Manbij -- rúmlega 100km. austar en Afrin hérað.
Trump warns Erdogan to avoid clash between U.S., Turkish forces
Turkey's Erdogan calls on Trump to halt U.S. arms support for Syrian Kurdish militia
Erdogan says to extend Syria operation despite risk of U.S. confrontation
Erdogan threatens to extend Afrin operation to Manbij
Þetta kort virðist sýna nokkurn veginn stöðuna í dag!
Bandaríkin eru talin af erlendum fréttaskýrendum vilja halda í Incirlik herstöðina í Tyrklandi
Þaðan hafa Bandaríkin einna helst flogið til að gera loftárásir á stöðvar ISIS liða. Þó tæknilega gætu Bandaríkin sent flugmóðurskipadeild inn á Miðjarðarhaf og staðsett nægilega nærri á hafinu undan strönd Sýrlands.
Þetta hafi takmarkað viðbrögð Bandaríkjanna fram að þessu - sem leitist við að blíðka Tyrki með eftirgjöfum. Nýjasta útspilið - frá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Tyrkir geti fengið 30km. öryggissvæði innan Sýrlands.
--Tyrkir hafa kallað það áhugaverða hugmynd en ekki samþykkt.
Vilja líklega miklu meira -- en veik viðbrögð Bandaríkjanna fram að þessu, gætu talið Erdogan trú um að Tyrkjum sé óhætt að ganga skrefinu lengra.
En ef Tyrkir ráðast að Manbij svæðinu -- væri áhættustigið hækkað töluvert, þar sem bandarískir sérsveitamenn hafa aðstöðu á því svæði.
Þannig að möguleiki er að bandarískir sérsveitamenn gætu fallið í árásum Tyrkja á það svæði, eða að árekstrar geti orðið milli tyrneskra hersveita og bandarískra sérsveitaliða.
Ef Tyrkir hefja árásir þar um slóðir líka -- en skv. fréttum hafa YPG sveitir Kúrda mannað víglínur á því svæði, og búa sig undir átök.
Þá er erfitt að sjá hvernig Bandaríkin geta lengur komist hjá því, að velja.
- Enn er reynt að halda í bandalagið við Tyrkland.
- En ef Bandaríkjamenn falla í tyrkneskri árás, þá mundi það óhjákvæmilega skapa reiðibylgju innan Bandaríkjanna -- sem erfitt væri að sjá að Trump gæti leitt hjá sér.
Niðurstaða
Bandalag Tyrklands og Bandaríkjanna virðist í dauðateygjum -- Tyrkland virðist afar nærri þeim stað að stíga þau skref sem geta tafarlaust bundið endi á hið langvarandi bandalag Bandaríkjanna og Tyrklands.
Erdogan virðist telja sig ekki minni spámann en Donald Trump ef marka má samræður forsetanna tveggja. Þar sem Erdogan virðist gera kröfur á Bandaríkin - og ekki hlusta á tilmæli Trumps, þess í stað hóta árásum á svæði þ.s. bandaríska sérsveitamenn er að finna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2018 | 01:34
Með árás á Kúrda í Afrin héraði í Sýrlandi réttir Erdogan upp fingurinn til Trumps
Einungis örskömmu eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna um daginn lýsti því yfir að Bandaríkin ætluðu að vera í Sýrlandi til frambúðar - hóf her Tyrklands árásir á Afrin hérað.
--Eins og sést er Afrin svæðið afskekkt.
--Þannig að kúrdar á svæðum Austar í Sýrlandi, eiga ekki hægan leik með að koma Kúrdum í Afrin til aðstoðar.
--Sjálfsagt hvers vegna Erdogan velur að ráðast að Afrin.
En sjálfsagt ræður einnig miklu að Bandaríkin hafa enga herstöð í Afrin.
Erdogan er greinilega ekki tilbúinn að hætta á bein átök við bandaríska hermenn.
En samt sem áður, vart er unnt að líta með öðrum hætti á þetta, en að þessi árás sé beint a.m.k. að verulegum hluta gegn því sem nú virðist yfirlýstur tilgangur Bandaríkjanna í Sýrlandi - þ.e. að viðhalda her sér hliðhollur innan Sýrlands.
--Sbr. yfirlýsingu utanríkisráðherra Bandaríkjanna um daginn, að Bandaríkin mundu þjálfa rúmlega 30þ. manna liðssveitir til að verja landamæri þess svæðis - sem Bandaríkin virðast taka sér sem "protectorate."
Tyrkland hefur hins vegar valið að taka þetta afar óstinnt upp svo vægt sé sagt:
Moscow holds sway in Syrias proxy battles: "How would you feel about your allies arming your enemies and asking you not to fight against them?"
Tyrknesk stjórnvöld skilgreina sýrlenska Kúrda - óvini. Það er algerlega skýrt, og reyndar virðist - síðan átök hófust aftur í Tyrklandi sjálfu, að fullur fjandskapur sé aftur milli Tyrkja og Kúrda í Tyrklandi sjálfu.
Síðan tala tyrkensk hernaðaryfirvöld og embættismenn -- alltaf með þeim hætti, sem að sveitir Kúrda sem njóta stuðnings Bandaríkjanna - séu hryðjuverkasveitir.
Turkey kills at least 260 Kurdish, Islamic State fighters in Syria offensive -military (Það er að sjálfsögðu ekkert Islamic State þarna, Tyrkir með klassískt "misinformation"):"Our goal is not to clash with Russians, the Syrian regime or the United States, it is to battle the terrorist organization..." - "Terrorists in Manbij are constantly firing provocation shots. If the United States doesnt stop this, we will stop it,"
Cavusoglu var þarna með skýrar hótanir um að ráðast að öðru svæði -- en hótanir Tyrkja ganga það langt, að þeir hóta að eyða sveitum Kúrda í Sýrlandi hvar sem þær sé að finna.
Síðan um samskipti við Bandaríkin:
"The future of our relations depends on the step the United States will take next,"
Cavusoglu virðist segja Bandaríkin verði að velja milli Kúrda og Tyrkja ("ultimatum").
En Tyrkir virðast nú ákaflega ákveðnir í því -- að kremja sveitir Kúrda.
Í því virðist blossa að nýju upp afstaða Tyrklands að halda Kúrdum niðri - en sá möguleiki að hérað Kúrda innan Sýrlands gæti byggst sig upp sem "de facto" sjálfstætt - virðast Tyrkir álíta algerlega óásættanlegt.
--Hinn bóginn, er alveg klárt að Bandaríkin vilja áfram geta haft not af sveitum Kúrda, er hafa reynst mjög skilvirkar í því að fást við "Islamic State."
Og aðgerðir gegn ISIS virðast enn standa yfir, sbr:
Strikes kill 150 Islamic State militants in Syria: U.S.-led coalition: "The precision strikes were a culmination of extensive intelligence preparation to confirm an ISIS headquarters and command and control center in an exclusively ISIS-occupied location in the contested middle Euphrates River Valley,"
Innan Tyrklands fóru síðan fram fjöldahandtökur á fólki, sem reyndi að mótmæla aðgerðum Tyrklandshers í Afrin - einnig var fjöldi blaðamanna handteknir fyrir þ.s. tyrkensk stjórnvöld kölluðu að dreifa áróðri hryðjuverkamanna, en blaðamennirnir virðast hafa verið að benda á aðrar söguskýringar en þær sem stjórnvöld Tyrklands halda á lofti:
Turkey arrests scores over social media propaganda on Syria offensive
Sem sagt, ef þú segir eitthvað í fjölmiðli sem passar ekki við þá frásögn sem tyrknesk stjórnvöld halda frammi - máttu búast við snarlegri handtöku.
Kortið er úrelt að því leiti að umráðasvæði ISIS eru miklu minni nú en þarna er sínt - m.ö.o. er ISIS nærri alveg þurrkað út, einnig eru umráðasvæði Kúrda stærri en þarna er sínt -- umráðsvæði Kúrda og súnní hersveita er Bandaríkin hafa þjálfað nær nú að Efrat á, og eru nú ca. 1/3 Sýrlands - enda sveitir bandamanna Bandar. nú í Dar-el-Zour og Raqqa!
Skv. frétt ætlar Donald Trump að ræða við Erdogan yfir síma - bandarískir embættismenn hafa farið fram á að Tyrkir bindi enda á sína aðgerð hið fyrsta!
Trump to speak soon with Turkey's Erdogan on Syria offensive
Afstaða Tyrkja virðist sú að ISIS sé ekki lengur veruleg ógn - þess í stað skilgreinir Tyrkland sveitir sýrlenskra Kúrda sem þá helstu ógn sem stafar að Tyrklandi á Miðausturlandasvæðinu.
- Hinn bóginn, hafa Kúrdar reynst nytsamir bandamenn fyrir Bandaríkin - ef Bandaríkin draga sig úr Sýrlandi, þá missa Bandaríkin þar með öll áhrif á rás atburða innan Sýrlands.
- Síðan mundi Sýrland, óhjákvæmilega - eftir að Tyrkir mundi kremja sveitir Kúrda, þá tilheyra aftur bandamanni Írans -- og þar með gervallt að nýju verða áhrifasvæði Írans.
- Niðurstaðan væri þá að staða Írans hefði styrkst -- því stjórnin í Damaskus er miklu veikari aðili en áður og nú algerlega háð Íran, fyrir utan að Íran er nú með fjölmenn herlið sem það áður ekki hafði innan Sýrlands.
- Þetta gengi þvert gegn yfirlýstri stefnu Donalds Trumps -- að veikja Íran. Að álíta Íran megin andstæðing Bandaríkjanna á Miðausturlandasvæðinu.
- En á sama tíma, virðist Erdogan hafa samið við - Pútín og væntanlega hefur hann þar með einnig óformlegt samþykki Írans; fyrir því að berja Kúrda niður: Moscow holds sway in Syrias proxy battles.
Klárlega eru markmið Tyrkja og Bandaríkjanna nú á skjön!
Ég sé enga lausn á þessu - nema að Tyrkir takmarki aðgerðir við Afrin.
Það sé auðvelt að sjá hvað vakir fyrir Pútín að heimila aðgerð Tyrkja í Afrin - en Rússland virðist hafa dregið herflokka sem Rússland var með innan svæðisins í burtu, en um hríð virtist Rússland einnig gera sér dælt við Kúrda.
--En tækifærið að rústa endanlega bandalagi Bandaríkjanna og Tyrklands - sé líklega einfaldlega of gott til að sleppa.
- En ég kem ekki auga á hvernig það bandalag geti lifað af, nema að annaðhvort Bandaríkin lyppist niður gegn Tyrklandi Erdogans -- en ég mér virðist ekki Trump maður til slíks.
- Eða að Erdogan slái af kröfum sínum, og takmarki aðgerðir Tyrklandshers við Afrin - bindi síðan fljótlega endi á þær aðgerðir.
Hinn bóginn virðist margt benda til þess að endalok bandalags Bandaríkjanna og Tyrklands blasi við.
- Enda eru Tyrkir að gera sér dælt við Íran - meðan Trump skilgreinir Íran óvin nr. 1.
- Og Tyrkir skilgreina sýrlenska Kúrda sinn óvin nr. 1 - meðan að Bandaríkin hafa fullan hug á að halda áfram stuðning við svæði Kúrda, þó það væri ekki nema til þess að halda því svæði utan áhrifasvæðis Írans.
Skilgreindir hagsmunir virðast ganga algerlega þvert!
Rússland mundi að sjálfsögðu fagna mjög vinslitum milli Tyrkja og Bandaríkjanna!
En erfitt er að sjá hvernig NATO aðild Tyrklands getur gengið áfram í því kjölfari.
Hinn bóginn þíðir það ekki endilega að Erdogan fari í bandalag við Rússland.
ESB mund líklega áfram leitast við að viðhalda samskiptum við Tyrkland - sennilega mundu lönd sem Frakkland og Ítalía, a.m.k. gera tilraun til að halda með einhverjum hætti í bandalag við Tyrki.
Vegna þess að þeim löndum er mjög á um að halda Rússum frá Miðjarðarhafi - um það hefur bandalagið við Tyrki alltaf snúist. Hinn bóginn sé óvíst að Bandaríkin mundu taka þá þróun eins alvarlega og Suður-Evrópa.
--Bandaríkin horfa á sína hagsmuni í stærra samhengi.
Það virðist þó líkur á að endalok bandalags Bandaríkjanna og Tyrkja blasi nú við.
En varla samþykkir Trump að raunverulega afhenda þau svæði sem Bandaríkin nú halda uppi innan Sýrlands -- beint yfir til Írans, sem það þíddi að heimila Erdogan að eyða sveitum Kúrda innan Sýrlands; en Erdogan virðist þar um hafa einhvers konar skilning við Íran og Rússland -- sem líklega felur það í sér að Tyrkland mundi síðan draga sitt herlið til baka og þá væntanlega bandamaður Írans taka svæðið aftur yfir.
--Trump hefur verið mjög andstæður Íran, hefur lagt áherslu á það að þrengja að Íran.
Þannig að ég á erfitt með að sjá það gerast að Donald Trump samþykki útkomu er mundi án vafa þíða að staða Írans væri sterkari en áður.
--Sama tíma og Bandaríkin yrðu áhrifalaus innan Sýrlands!
Niðurstaða
Það hefur komið manni að sumu leiti á óvart hversu hratt er að fjara undan bandalagi Tyrklands og Bandaríkjanna -- rétt að ryfja upp á seint á sl. ári tóku Tyrkir þrjá bandaríska sendiráðsstarfsmenn í Tyrklandi í -gíslingu- þ.e. þeir voru handteknir og kærðir fyrir sakir sem augljóslega eru kjaftæði -- sem líklega þíðir að þeir væru afhendir bandarískum stjórnvöldum, ef Bandaríkin gerðu eitthvað tiltekið sem Tyrkland vill.
--Um nokkra hríð bundu Bandaríkin enda á afgreiðslu á "VISA" til Bandar. innan Tyrklands.
Nýjasta deilan, kemur síðan fljótlega í kjölfar hinnar deilunnar - en ég hef ekki frétt að Bandaríkin séu enn búin að fá sitt fólk frá Tyrklandi.
Tyrkland er greinilega að setja Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar - það verður að koma í ljós eftir samtal Trumps og Erdogans hvernig fer.
- En Trump blasir ekki við mér að sé líklegur að samþykkja kröfur Tyrkja - sem eru ekki smærri en þær að Bandaríkin hypji sig snarlega frá Sýrlandi.
- Í reynd virðist mér Tyrkland hafa "delivered an ultimatum." Annaðhvort veljið þið bandalag við Tyrki - eða Kúrda.
Eins og ég bendi á, þíddi eftirgjöf gagnvart kröfum Tyrkja að heimila Tyrkjum að ráðst fram í Sýrlandi til að kremja sveitir Kúrda þar -- Erdogan virðist hafa óformlegt samkomulag við Pútín og Íran; sem heimili slíka aðgerð -- en væntanlega gegnt því að Tyrkir síðan dragi sig til baka.
--Pútín hefur sagt, að sjálfstæði Sýrland verði að virða - sem skorast einnig sem krafa að Bandaríkin hipji sig -- en útkoman yrði án vafa sú að aftur yrði allt Sýrland undir stjórn bandamanns Írans.
Sú útkoma gengur þvert á stefnu Trumps - að veikja stöðu Írans; en sú útkoma hefði akkúrat öfug áhrif að gera stöðu Írans sterkari á Miðausturlandasvæðinu en nokkru sinni áður.
--En Trump hefur eins og er kunnugt skilgreint Íran óvin no. 1 innan Miðausturlanda.
Nú séu markmiðin sjáanlega fullkomlega ósamræmanleg!
Ef Trump neitar að bakka, og Erdogan einnig - er erfitt að sjá annað en endalok bandalags við Tyrki blasa við; er væri mjög stór alþjóðapólitískur atburður.
Sá atburður þíddi ekki endilega að Erdogan hæfi bandalag við Rússland - en það mundi líklega binda endi á NATO aðild Tyrklands í kjölfarið, og það væri þá algerlega undir vilja Tyrkja komið hvort þeir mundu hleypa rússneskum herskipum óhindrað um Bosporus eða ekki.
--Pútín yrði auðvitað himinlifandi yfir slíkri útkomu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um er að ræða nokkurra vikna frest sem notaður verður til að halda áfram samningaviðræðum bandarísku þingflokkana um stór útistandandi deilumál - er virðast orðin tengd umræðunni um fjárlögin, hvort sem menn vilja eða ekki.
--Þ.e. spurningin hvort veggurinn hans Trumps fær fjármögnun skv. kröfu Trumps.
--Og spurningin hvort að samkomulag næst um hóp sem í bandarískri umræðu eru gjarnan nefndir "dreamers" sem komu til Bandaríkjanna ólöglega á barns aldri - skv. bandarískum lögum þá er að sjálfsögðu ekki unnt að ákæra börn fyrir það að foreldrar komu þeim yfir landamærin - það fólk hefur síðan flest hvert dvalist það lengi í Bandaríkjunum að það er í raun og veru Bandaríkjamenn í öllum háttum - hefur gengið í bandaríska skóla, og eru oftast nær í vinnu.
- Áframhaldandi dvöl þessa hóps í landinu varð að opinni spurningu er Trump slóg af prógramm sem hélt utan um þann hóp á sl. ári -- Trump hefur þó alltaf sagst áhugasamur um að veita þessum hóp viðvarandi dvalarleyfi.
- En Trump hefur alltaf tengt það við kröfuna um að Demókratar samþykki fulla fjármögnun á vegginn hans -- -- Þess vegna túlka ég það þannig, að það sé Trump sem hafi blandað málefni svokallaðra "dreamers" inn í umræðuna um fjárlög.
- Trump virðist mér, klárlega beita þeim hópi - sem Demókratar vilja ólmir halda í innan landsins - fyrir sinn vagn í von um að það þrýsti Demókrötum að samþykkja vegginn.
--Ég er eiginlega orðinn nærri alveg viss, að Trump hafi líklega slegið af prógrammið sem hélt utan um þann hóp -- í því skyni að nota þá til að smala Demókrötum til að samþykkja vegginn hans, enda þá þegar löngu ljós andstaða Demókrata við þann vegg.
--Það mætti sannarlega kalla - harða pólitík. En hún sé a.m.k. ekki heimsk pólitík - þ.e. ef það virkar.
Senators strike deal to end government shutdown
Lawmakers strike deal to reopen US government
Trump er greinilega full alvara að fá vegginn fjármagnaðan!
Eins og rás atburða sl. daga sýni - sé hann til í að taka áhættuna á því, að deilan um vegginn leiði til einhverra stöðvana á ríkinu -- en ef þær vikur sem nú fara í hönd leiða ekki til samkomulags; þá mundu mál aftur koma að sama punkti.
--En Trump lofaði því fyrir nokkrum mánuðum, að hann mundi frekar loka á ríkið en falla frá kröfunni um vegginn.
Trump virðist mér greinilega nota málefni "dreamers" þ.e. undanfarna tvo mánuði hefur hann í um 4-skipti hafnað samkomulagi sem þingflokkarnir höfðu náð sín á milli skv. þeim orðum "weak on immigration" sem þíðist sem - ekki gengið frá samkomulagi um vegginn.
--Trump hefur allan tímann tengt þau tvö mál saman -- þannig að það sé alveg á tæru hvað mig snertir að Trumpurinn beiti máli þessa hóps sem þvingun á Demókrata.
- Þannig sé það því Trump sjálfur -- sem blandar málefni "dreamers" inn í umræðuna um fjárlögin.
- Með því að neita að samþykkja nokkurt samkomulag um þann hóp -- án þess að samtímis fylgi samkomulag um vegginn hans.
Þetta er minn skilningur -- ég held að sá skilningur sé réttur.
Þetta er ekki "partisan" skilningur -- því mér er slétt sama hvort veggurinn verður reistur eða ekki, og þannig séð einnig sama hvort hópurinn verður í Bandar. eða ekki.
Ég hef þar með ekki ástæðu fyrir "bias" í greiningu um þau mál.
- Sannarlega er ég andvígur afstöðu Trumps í tilvikum sérstaklega er kemur að afstöðu hans til alþjóðaviðskiptasamninga -- um hríð var ég andvígur afstöðu hans til NATO enda notaði hann þá orðalag sbr. NATO úrelt, virtist skapa óvissu um það hvort Bandaríkin mundu verja öll NATO lönd - hvort tveggja mjög áhættusamt ef hann hefði haldið þesskonar afstöðum til streitu.
En það þíði ekki að einhver allsherjar andstaða við Trump liti mína sýn á hans aðgerðir.
Ég hef auðvitað aldrei talist til hans aðdáenda - og mun áfram gagnrýna þau atriði sem ég verð ósammála ef og þegar þau koma fram.
--Alveg eins og ég gjarnan gagnrýndi á sínum tíma Bush forseta harðlega fyrir sumt.
Niðurstaða
Ef Trump samþykkir það bráðabirgðasamkomulag sem náðst hefur milli flokkanna - þá er lokun frestað um nokkrar vikur meðan gerðar verða frekari tilraunir til sátta um stóru deilumálin. Greinilega er algerlega trúverðugt að Trump mun slá af sérhvert samkomulag sem ekki inniheldur fjármögnun á veggnum hans - nú þegar Trump hefur blandað málunum saman, þá sé ljóst að Demókratar fyrir sitt leiti munu hafna sérhverju samkomulagi um þann vegg og fjárlögin -- sem ekki innihaldi samkomulag um hópinn sem gjarnan í bandarískri umræðu nefnist "dreamers."
--Þetta hafi greinilega þróast í "standoff" þ.s. hvorugur vill bakka, en þó báðir þurfa að gefa eftir ef þeir ætla að fá sitt fram!
Það sé væntanlega einmitt sú útkoma sem Trump hefur verið að leita eftir - að þvinga Demókrata til að samþykkja veginn sinn - út á það að hann samþykki að "dreamers" fái áfram landvist.
--Mér virðist stefna í að Trumpurinn hafi betur að því leiti þ.e. að gambýtturinn hans að beita þeim hópi fyrir þann vagn sinn, líklega heppnist fyrir rest.
Það sé hörð pólitík hjá Trump -- en ekki heimsk.
-------------------
Ps: Eins og síðar hefur komið fram í fréttum samþykkti Trump samkomulag flokkanna þannig að bandaríska ríkið hefur aftur opnað í samræmi við bráðabirgðasamkomulag bandarísku þingflokkanna frá því í gær.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.1.2018 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2018 | 02:07
Donald Trump þvingar fram "government shutdown" í von um að fá vegginn sinn fullfjármagnaðan!
Þetta er alveg örugglega í fyrsta sinn að sjálfur forsetinn -- þvingar fram lokun eigin ríkisstjórnar. En tilgangur Trumps virðist sá að þvinga fram fulla fjármögnun á veggnum fræga á landamærum við Mexíkó sem hann lofaði að láta reisa.
--En deilur um þann vegg, eru ekki einungis við Demókrata, heldur einnig hluta þingmanna Repúblikana.
--En tæknilega gæti Drump samt fengið sitt fram gegn andstöðu hluta Repúblikana, ef Demókratar samþykktu að greiða atkvæði sitt með fjármögnun veggsins fræga eða ófræga.
Hinar árlegu -skuldaþaks- umræður á Bandaríkjaþingi hafa fjölda skipta reynst skrautlegar - en alveg eins og á Íslandi þarf að samþykkja fjárlög; en ólíkt því sem tíðkast á Íslandi. Hefur bandaríska alríkið ekki heimild að taka skammtímalán til að brúa bil þangað til að næstu fjárlög hafa verið samþykkt.
Þannig ítrekað stendur bandaríska ríkisstjórnin frammi fyrir lokunum, ef viðræður milli flokka á þinginu stranda á skeri.
Trump's dealmaker image tarnished by U.S. government shutdown
Trump to Democrats: no immigration talk until U.S. government reopened
Factbox: What happens in a U.S. government shutdown?
Rétt í samhenginu er að ryfja upp skoðanir Trumps á "government shutdown" sem hann setti fram í tíð Obama forseta!
Donald Trump 2013:"The problems start from the top and have to get solved from the top," - "The president is the leader, and hes got to get everybody in a room and hes got to lead."
- Þetta sagði Trump í viðtali á FoxNews. En eins og frægt var þá stóð Obama í tvö skipti frammi fyrir lokunum ríkisstjórnar sinnar - vegna harðrar deilu við þingmeirihluta Repúblikana.
- En Repúblikanar gerðu þá stífar kröfur um - niðurskurð á ríkið, er gengu mun lengra en það sem Obama lengi vel vildi sættast við.
- Á endanum náðist samkomulag -- eitt þeirra atriða sem áhugavert er að ryfja upp, er að m.a. þvingaði meirihluti Repúblikana fram niðurskurð á útgjöldum til hermála.
--Áhugavert vegna þess, að ein helsta krafa Trumps forseta, hefur verið um aukið fé til hermála.
Hvað segir síðan Donald Trump í dag, um það hverjum þetta er að kenna?
Donald Trump 2018: "This is the One Year Anniversary of my Presidency and the Democrats wanted to give me a nice present," - "DemocratShutdown."
- Í þetta sinn stendur styrrinn annars vegar um ákvörðun Donalds Trumps á sl. ári, að loka á prógramm um hóp einstaklinga sem nefndir eru "dreamers" í bandarískri umræðu. En um er að ræða hóp af fólki sem kom til Bandaríkjanna sem börn, hafa síðan dvalist það lengi í landinu að þeir eru flesti fullorðnir orðnir í dag - uppaldir í Bandaríkjunum, bandarískir að siðum, og þekkja ekki sitt heimaland sem þeir upphaflega komu frá.
--Rétt að ryfja upp, að Donald Trump hefur sjálfur sagt: "I love these kids"
Trump hefur ítrekað í umræðunni, sagst elska þetta fólk - og vera tilbúinn í samvinnu við Demókrata að leita uppi lausn sem tryggi áframhaldandi veru þeirra innan Bandaríkjanna.
--En þrátt fyrir það, hafa tilraunir til að ná slíku samkomulagi nú ítrekað strandað á síðustu stundu -- eftir að Donald Trump hefur lýst yfir andstöðu. - En Trump heimtar að fá samþykki Demókrata fyrir fullri fjármögnun síns veggs.
--Nú í fjögur skipti, hafa menn talið samkomulag í höfn -- nema að Trump sjálfur hefur í hvert skipti; eftir að menn töldu sig hafa hann með - líst yfir andstöðu.
--M.ö.o. Trump hefur skipt um skoðun.
Vilja ímsir meina að Trump flipp floppi milli afstöðu harðlínu andstæðinga innflytjenda, er vilja reka þetta fólk úr landi.
Og þess að vera einungis volgur í þeirri afstöðu að vilja fólkið áfram í landinu.
Hinn bóginn grunar mig sterklega að -- Trump sé raunverulega sjálfur að stunda "brinkmanship" þ.e. notar "dreamers" sem agn á Demókratana, segist vilja hafa þá áfram í landinu - virðist ætla að samþykkja að þeir verði áfram; en bakkar síðan á síðustu stundu - heimtar að fjármögnun veggjarins sé afgreidd.
En rétt er að ryfja upp að fyrir nokkrum mánuðum sagði Trump sjálfur í flimtingum, að hann mundi frekar sjálfur loka alríkinu -- en að veggurinn fengi ekki fjármögnun.
--Virðast margir hafa gleimt þeim brandara eða kannski ekki brandara, Trumps.
Mér virðist nú að Trump hafi raunverulega ekki verið að grínast!
- Rétt að nefna að Repúblikanar hafa enn nauman þingmeirihluta í báðum þingdeildum.
- Þetta kvá fyrsta "government shutdown" þegar forseti hefur meirihluta þingmanna síns flokks í báðum deildum.
Hinn bóginn, er hópur íhaldssamra Repúblikana sem vilja hafa ríkið sem minnst -- eru fyrst og fremst fókusaðir á niðurskurð; ekki sérdeilis áhugasamir um slíka kostnaðarsama framkvæmd.
--Trump hefur aldrei verið viss um atkvæði þess hóps.
En ef hann getur þvingað Demókrata til að greiða veggnum atkvæði - fengi hann vegginn fram án þess að þurfa að hafa áhyggjur af litlum hópi Repúblikana þingmanna.
Mér virðist ljóst að Trump sé að spila -- í þeirri von að ná þeirri þvingan á endanum fram.
Trump segir nú, hann muni ekki samþykkja að "dreamers" fái framlengingu á dvöl í landinu, nema að Demókratar fyrst samþykki fjárlög með fullri fjármögnun á sínum vegg!
- Demókratar virðast lítt áhugasamir - kannski geta þeir hugsað sér að láta lokun ríkisstjórnar vara um einhverja hríð.
- Þetta er þá spurning um það, hverjum bandaríska þjóðinn kennir málið.
En líklegt virðist að Donald Trump haldi fundi með fólki, þ.s. hann leitist við að setja málið upp þannig -- að það snúist um innflytjendamál fyrst og fremst.
Í von um að fá hópa innflytjenda-andstæðinga að fullu sér að baki.
- Hinn bóginn, ef lokun ríkisins heldur áfram -- þá hætta margvíslegar opinberar þjónustur að virka.
- Og það er líklegt að skella á almenningi innan tíðar!
Sbr. fólk hættir að fá bæturnar - bætur frá MediCare og MedicAid stoppa.
--Fatlaðir og aldraðir hætta þá að fá sínar bætur.
--Einnig þeir sem eru sjúkir, og eiga réttindi í sjúkratryggingakerfinu opinbera.
Starfsmenn alríkisins fá ekki heldur launin sín!
Og þjóðgarðar reknir af alríkinu loka, t.d. var frétt um að fólk hefði komið að lokuðum dyrum á frelsisstyttunni á laugardag.
- Það gæti því orðið áhugavert að sjá -- hver fær sökina af hálfu almennings, ef lokun alríkisins helst lengur en nokkra daga.
Niðurstaða
Spurning hvort það er ekki rétt að það meinta orðspor sem Trump hélt á lofti í kosningabaráttunni 2016 "dealmaker" hafi ekki beðið verulegan hnekki nú. En deilan um "dreamers" og vegginn hefur nú staðið samfellt a.m.k. síðan nærri mánaðamótum okt./nóv. Trump hefur ávalt sagst síðan hann lokaði alríkisprógramminu er hélt utan um þann hóp einstaklinga - ákvörðun sem hann hefur aldrei raunverulega útskýrt. En er hann lokaði því prógrammi, var þar með engin trygging lengur fyrir því að sá hópur væri ekki rekinn úr landi. Þó sá hópur hefði alist upp í Bandaríkjunum og hefði enga jarðtengingu við það land sem hver og einn þeirra kom frá - sem barn. Fólk komið á fullorðins ár, með vinnu í Bandaríkjunum og skólagöngu.
--Fæstir þeirra virðast hafa orðið ríkisborgarar.
Allan tímann eftir sína ákvörðun, hefur Trump ítrekað sagst elska þetta fólk og það vera sjálfsagt að leita uppi lausn til að það fólk fái áfram að vera í Bandaríkjunum -- en samtímis hefur hann alltaf heimtað að veggurinn sem hann lofaði í kosningabaráttunni, fái fulla fjármögnun.
--Afar kostnaðarsöm framkvæmd, sem meira að segja ekki allir Repúblikanar vilja fjármagna.
Hingað til hefur Trump ítrekað hafnað á 11-stundu þegar samkomulag milli þingmanna flokkanna virtist nálgast höfn.
Þar af leiðandi er mjög erfitt að líta málið með öðrum hætti en þeim --> Að það sé Trump sjálfur sem hafi þvingað fram "government shutdown."
- Hann sé að spila þann leik, að þvinga fram lokun ríkisstjórnar sinnar.
- Í þeirri von, að hann geti þvingað fram fulla fjármögnun á veggnum.
--Hann m.ö.o. vonist til þess, að Demókratar gefi eftir - til þess að vernda þennan hóp "dreamers."
- Ég held það hljóti vera í fyrsta sinn, að sjálfur Forseti Bandaríkjanna þvingar fram lokun alríkisins er það lýtur hans stjórn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
19.1.2018 | 02:37
Önnur kynslóð Nissan Leaf - mest selda rafbíls í heimi, býður upp á betra drægi og bætta aksturseiginleika
Nissan Leaf hefur ekki fengið eins mikla fjölmiðlaathygli eins og Tezla bílar -- en Elon Musk hefur sannað sig sem frábær sölumaður, og hefur reynst einkar snjall í því að halda Tezla fyrirtækinu í heimsfréttum. Hinn bóginn, er vandi Tezla að þær bifreiðar eru seldar í lúxusbílaklassa á sambærilegum verðum við stóran Range Rover eða stóran Mercedes Bens.
--Hinn bóginn, er mest seldi rafbíll í heimi, Nissan Leaf seldur á verðum miklu mun nær því sem fólk almennt hefur efni til --: Nissan.is.verðlistar.
--Eins og sést ef menn kíkja á verð, eru þau samkeppnisfær við verð fjölskyldubíla af sambærilegri stærð knúnir með sprengihreyfli.
--Það auðvitað skýrist af því, að ríkið enn sem komið er tekur engin gjöld.
--Það verður að sjálfsögðu ekki þannig alltaf, en líklegt er talið að eftir því sem meiri reynsla kemst á bætta rafhlöðutækni og framleiðsla vex frekar, þá batni smám saman stærðarhagkvæmni þeirrar framleiðslu - þannig að verðin á endanum verði í framtíðinni samkeppnisfær án slíkrar eftirgjafar af sköttum.
Hvert er drægi?
Menn eiga að leiða hjá sér tölur frá Evrópu eins og hvern annan brandara - þ.e. hins evrópska staðals en skv. honum á ný og bætt rafhlaða 2018 Nissan Leaf að vera 235 mílur eða 380km.
--En þetta er þvættingur sem menn eiga að leiða hjá sér, þó svo að umboðið á Íslandi muni nota þær tölur.
Réttari tölur eru skv. alþjóðlegum staðli er heitir -- "WLTP" og sá gefur upp 168 mílur, eða 270km.
--Þetta virðist standast ef marka á prófanir óháðra aðila!
Vandamálið virðist vera að hið evrópska prófunarkerfi sé meira eða minna undir stjórn evrópskra bílaframleiðenda - er hafi leitt til þess að opinberar tölur frá ESB um drægi eða eyðslu bifreiða sé - fantasía frekar en veruleiki.
--Bílarnir séu prófaðir við aðstæður sem séu fullkomlega óraunhæfar, en innan ESB hefur lengi staðið til að innleiða bættan staðal -- sem mætt hafi andstöðu framleiðenda.
"Our test drive suggested you should expect more like 160- to 170 miles from this car between charges, in mixed real-world use."
Sem er akkúrat í samræmi við "WLTP" staðalinn.
Enn langdrægari rafhlaða kvá þó vera í farvatninu - getur verið að sú verði í boði innan nk. tveggja ára, grunar mig að þá gagnvart hærra verði -- fyrir þá sem kjósa að borga meira fyrir bíl með stærri hlöðunni -- meðan að sú sem boðið verður upp á frá byrjun verði þá áfram í boði í ódýrari útgáfum.
- Þetta þíðir að maður er ekki enn að aka alla leið til Akureyrar í einu.
- Heldur þarf að stoppa í Hrútafyrði borða þar meðan bifreiðin hleður sig.
En samt þetta kvá vera nokkrir tugir kílómetrar til viðbótar - við það raunverulega drægi sem hefur fram að þessu verið í boði.
- 270 km. raunverulegt drægi þíðir væntanlega að óþarfi er að hlaða sérhvern dag ef bifreiðin er notuð á höfuðborgarsvæðinu í daglegum rúntum.
- Eða unnt er að aka þægilega rúnta um nærsveitir borgarinnar án þess að hafa áhyggjur.
Það verður áhugavert síðar að vita hversu gott drægi sú rafhlaða sem á eftir að koma fram síðar mun hafa.
Ef marka má erlendar prófanir eru aksturseiginleikar betri og bifreiðin er hljóðlátari í akstri en áður!
Veg og vindhljóð kvá hafa minnkað - þannig að bifreiðin er hljóðlátari en áður á ferð úti á vegum. Bifreiðin er einnig aflmeiri en áður þannig að hröðun er bætt, er ætti að gera bílinn ákaflega lipran innanbæjar vegna afleiginleika rafmótora. Bættir aksturseiginleikar eru síðan rjóminn ofan-á.
- Eiginlega er helst spurningin sem eftir er hjá mér -- af hverju er ekki boðið upp á "Leaf station" - "Leaf Sedan" - einungis "Leaf Hatchback."
- En ef framleiðendum er alvara með að bjóða upp á rafbíla fyrir almenning, eiga þeir að bjóða upp á allar sambærilegar týpur og t.d. eru í boði af sambærilegum bifreiðum með sprengihreyfli.
Niðurstaða
Meðan aðdáendur Tezla reikna með því að Elon Musk taki allt yfir - þá hefur hið risastóra Renault/Nissan fyrirtæki framleitt miklu fleiri rafbíla af gerðunum "Zoe" og "Leaf." Þó svo að líkur séu á að rafbílar Tezla fyrirtækisins séu þekktari -- þá er rétt að benda á að risastórir framleiðendur sem vanir eru að framleiða bifreiðar í milljónum eintaka per ár, að slíkt þíðir að þeir framleiðendur eru væntanlega síður líklegir að lenda í þeim vanda sem Tezla fyrirtækið nú hefur lent í er það er nú að markaðssetja bifreið á lægri verðum en það hefur áður boðið upp á.
--Mér skilst að biðlistar séu allt að 2-ár nú.
En á meðan, munu þeir sem kaupa Leaf geta fengið sinn afhentan með miklu mun skemmri fyrirvara. Og án vafa verða mun fleiri Leaf framleiddir, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar eiganda Tezla.
Og á endanum þegar menn velta fyrir sér rafvæðingu verður það geta framleiðenda að bjóða upp á bifreiðar á mannsæmandi verðum og í nægu magni - er mun mestu skipta um rafvæðingu framtíðarinnar.
Kv.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.1.2018 | 00:52
Bandaríkin ætla vera í Sýrlandi til frambúðar - meðan Tyrkland er með hótanir um hernaðaraðgerði gegn sýrlenskum Kúrdum
Myndin að neðan er mjög viðeigandi - en í annan stað segir Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi.
Þetta er auðvitað gegn vilja - Tyrkja, Rússa, Assads, og Írans.
Tyrkja, vegna þess að Tyrkir eða nánar tiltekið Erdogan, vill hjóla í sýrlenska Kúrda.
Assads, vegna þess að Assad með aðstoð Írans vill ráða öllu landinu að nýju - getur verið að Íran raunverulega stjórni Sýrlandi nú að Assad sé smættaður í stöðu lepps.
- Augljósi vandinn er sá, að ef Bandaríkin hefðu dregið sig út - þá væri Sýrland fullkomlega í eigu Írans. En þ.e. Íran sem hefur fjölmennar landhersveitir innan Sýrlands -- Rússland skipti máli, en Íran ræður þarna sennilega mun meiru.
- Höfum í huga, að forseti Bandaríkjanna - Donald Trump hefur þ.s. yfirlýst markmið, að veikja stöðu Írans á Miðausturlandasvæðinu. Þannig, að brottför frá Sýrlandi mundi klárlega ganga þvert á það markmið -- því þá hefði Íran Sýrland sem óskorað yfirráðasvæði; og hefði þá í raun og veru styrkt stöðu sína - miðað við stöðu mála fyrir 2011 árið sem borgaraátök í Sýrlandi brutust út.
- En staða Írans sé þá sterkari, vegna þess að sýrlenska ríkið er miklu mun veikara í dag -- eftir allt það gríðarlega tjón sem það hefur orðið fyrir.
- Og auðvitað, var Íran ekki með fjölmennan her í landinu þá.
Þannig að það stefni í "open ended presence" Bandaríkjanna innan Sýrlands.
Og þar með -virðist mér- "de facto" skiptingu Sýrlands.
En ég held að það séu engar líkur á friðarsamningi formlegum í landinu í langa hríð - munum að enn hefur ekki formlegur friðarsamningur komið til milli Norður-Kóreu og Suður-Kóreu, þó Kóreustríðið hafi legið niðri síðan 1953, eftir að samið var um vopnahlé.
--Við erum þar með að tala um pattstöðu er getur varað í áratugi, grunar mig nú!
Tillerson hittir Erdogan!
Miðað við það að Trump talaði gegn langtímahersetum Bandaríkjanna í kosningabaráttunni 2016, er varanleg viðvera Bandaríkjanna í Sýrlandi áhugaverð útkoma!
En þetta sé veruleikinn - ef Kanar draga sig út, yrðu þeir áhrifalausir í Sýrlandi.
Þeir mundu svíkja sína bandamenn í mjög nýlega afstöðnum átökum við ISIS.
Sem mundi að sjálfsögðu varpa upp þeirri spurningu, hver mundi treysta Bandaríkjunum þaðan í frá - ef slík svik mundu eiga sér stað fyrir allra augum?
Og ekki síst, staða Írans endaði sterkari innan Miðausturlanda - í stað þess að veikjast.
Standandi frammi fyrir þeim veruleika - sé það skiljanlegt að Trump hafi samþykkt þá útkomu. Honum mundi sennilega líða hálfu verr með þá niðurstöðu, að sjá Íran græða yfirráðasvæði og frekari áhrif - að hluta til vegna hans ákvörðunar.
U.S. signals open-ended presence in Syria, seeks patience on Assad's removal
Turkey says it could act in Syria unless Washington withdraws support for Kurdish force
Turkey will take steps in Syrian border region if demands not met: Deputy PM
Hótanir Tyrkja um aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum, eru skýrar - en ég stórfellt efa það virkilega að þeir sendi her sinn inn í Sýrland inn á svæði Kúrda þar. Meðan Bandaríkin halda yfir þeim verndarhendi - meðan bandarískar hersveitir hafa enn aðsetur á svæðum Kúrda þar - meðan Bandaríkin virðast harðákveðin í því að halda þeim svæðu uppi sem nokkurs konar "protectorate."
Tyrknesk innrás meðan Bandaríkin verja Kúrda - væri í raun og veru stríðsaðgerð gegn Bandaríkjunum -- Tyrkir fara ekki þangað, burtséð frá því hve reiðilega þeir tala í fjölmiðlum.
Niðurstaða
Líklega blasir varanleg skipting Sýrlands við, eins og mig hefur grunað að mundi gerast nú í nokkur ár samfellt - yfirráðasvæði Bandaríkjanna óformlegt virðist markast af Efrat ánni og þar sem í bland bandarískt þjálfað súnní Araba herlið og YPG hersveitir sýrlenskra Kúrda manna varðstöðvar og viðhalda nægum herstyrk til að halda fullri stjórn -- svo fremi að Bandaríkin tryggja áfram að Tyrkir sendi ekki sinn miklu mun sterkari her á vettvang.
Erdogan kallar hersveitir þær sem Bandaríkin vopna og þjálfa með frekar "brasing" hætti, hryðjuverkasveitir. Sama orðalag og Assad beitir, og Íran auðvitað.
En ákvörðun Bandaríkjastjórnar, virðist sýna að Tyrkjum hefur mistekist að þvinga Bandaríkin til að hætta við uppihald sinna bandamanna innan Sýrlands.
Ég bendi á að Kóreustríðinu lauk einungis með vopnahléi 1953. Ég vil m.ö.o. nú meina að þessi nýja skipan innan Sýrlands - gæti þess vegna varað allt eins lengi. En mér virðist afar ólíklegt að friðarsamningar fari raunverulega fram, frekar að stefni í þarna langa pattstöðu.
Það er engin gríðarleg áhætta fyrir Bandaríkin að halda svæðum Kúrda og þeirra arabahersveita sem þeir bjuggu til uppi - þeir aðilar eiga allt sitt undir Bandaríkjunum; og verða því ákaflega auðsveipir og þægir bandamenn. M.ö.o. ættu Bandaríkin ekki að þurfa þarna að standa í einhverjum stríðsátökum, þ.s. hersveitir bandamanna þeirrs séu nægilega sterkar til að stjórna svæðunum sem þær ráða yfir -- hlutverk Bandaríkjanna sé þá að tryggja að Tyrkland og Íran, ráðist ekki á þau svæði.
En það geri þau alveg örugglega ekki, þegar ákveðin yfirlýsing Bandaríkjanna um áframhald veru sinnar í Sýrlandi nú liggur fyrir. En þá erum við að tala um - stríðsaðgerð gegn Bandaríkjunum. Hvorki Tyrkland né Íran fer þangað!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar