Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022

Rússland ákvað í vikunni að hefja sókn í Suður-Úkraínu, með einungis 10þ. viðbót við liðsstyrk! Markmið Rússa virðist hvorki meira né minna en vera, að taka gervalla S-Úkraínu! Stríðið sýnir þróun dróna sem hættuleg vopn!

Ég átti von á að Pútín mundi bíða eftir því að -- Norður-herinn sem hörfaði frá Norður-Úkraínu, 40 herdeildir þ.e. ca. 40þ. - mundi hafa verið endurreistur svo hann gæti að nýju tekið þátt í átökum. Þess vegna áætlaði ég a.m.k. mánuð áður fyrir nýja átaka-syrpu.
Hinn bóginn, virðist Pútín ekki hafa enst þolinmæðin, því fyrirskipað að sókn í S-Úkraínu er hófst í vikunnu, færi af stað -- með einungis 11 herdeilda liðs-aukningu.
--Þ.e. milli 10 og 11þ. styrkingu þess liðs Rússar þegar höfðu í S-Úkraínu.

  1. Málið er að ég er sterkt efins, að 10-11þ. viðbótar lið sé nóg.
  2. Vandi sóknar Rússa, hefur verið -- að dreifa liðinu of mikið, ætlast til of mikils af hernum.
  3. Málið er: Sókn Rússa var nær hvergi. Í nægum styrk, til að hafa sigur.
    Það að dreifa liðinu - leiddi til þ.s. má kalla - defeat in detail.
    Í stað þess að ná mörgum stórum sigrum - náði Rússlandsher - afar fáum.
  4. Mér virðist Pútín vera að endurtaka sömu mistökin, nokkurn veginn nákvæmlega.

Vika af átökum - virðist mér klárlega birta þá sýn - m.ö.o. Úkraínuher, sem sé nú nær alls staðar í niður-gröfnum vígjum, sé pent að halda!

Fierce battles raging in eastern Ukraine

Það sé ólíklegt að breitast, meðan að Rússar - feila í því - að þjappa liðinu nægilega saman á punkta, svo á þeim punktum myndist - nægilega yfirgnæfandi liðsstyrkur til að taka þann punkt á víglínunni.
--Þ.e. hvað mér virðist vera að gerast, að aftur séu Rússar að misnota þann liðsstyrk þeir hafa, enn beri yfirmenn hersins greinilega ekki næga virðingu fyrir andstæðingnum, enn sé Rússn. herinn ekki að endurskipuleggja sókn sína -- sem hann ætti að gera!

  • Í reynd þyrfti hann að fókusa á afar þröng markmið.
  • Því liðsstyrkurinn sé ekki nægur fyrir meira.

En enn, á að sópa borðið -- enn er planið, fullkomlega óraunsætt!

Russia says it plans -full control- of Donbas and southern Ukraine

Skemmtilegur húmor, að Igor Strelkov er sammála mér: 
Soldier-spy Strelkov snipes from the sidelines at Russia’s setbacks in Ukraine

  • Strelkov er firebrand er tók þátt í átökum 2014, vill að Rússlandi gangi vel.
    En, sér það sama og ég, að áætlanir um framgöngu stríðsins eru óraunsægjar.
    Og er sammála greiningu minni um það, hvað það þíðir að fylgja fram óraunsægjum plönum
    .

 

Þessi mynd sýnir dreifingu hveiti-framleiðslu Úkraínu!
Skv. frétt: What Russia’s advance in east Ukraine means for food security
Hefði fall S-hluta-Úkraínu, gríðarleg áhrif á matvæla-framleiðslu Úkraínu.
Þegar sé barist um svæði þ.s. rúmlega 20% matvæla-framleiðslunnar fer fram!
Rússar blokkera útflutning frá Odesa!

INTERACTIVE - WHEAT PRODUCTION UKRAINE

Ég er þess fullviss nú - Rússland getur ekki náð slíku markmiði.
Rússn. herinn hafi sannað sig að vera miklu mun veikari en allir héldu.
Hann hafi einfaldlega ekki getu til að taka S-Úkraínu.

  1. Hinn bóginn, eins og fréttin sýni, sé gríðarlega mikið í húfi.
  2. Að halda Suður-Úkraínu, og höfninni Odesa.

Annars væri landið Úkraína, á vonarvöl efnahagslega!
Líklega sé að birtast loksins hvað Rússar vonast til að taka.
Þ.e. svarta moldin fræga í Úkraínu, brauðkarfa Rússlands keisaranna!

Hinn bóginn, sé það nú ljóst að Rússlands-her sé ekki fær um það markmið!
Er mundi fela í sér töku gervallrar S-Úkraínu!
--Vandi Rússlands-hers, sé þá, að yfirstjórn hersins og Rússlands sjálfs.
Séu ekki enn kominn niður á Jörðina, ekki enn komnir niður á - markmið sem séu raunsæ!

  • Það þíði, að enn sé verið að skipa hernum að gera þ.s. hann ekki ræður við.
  • Sem þíði, að Úkraínu-her geti án mikils vafa, varist - því sókn Rússa er þá ennþá dreifð, og liðsstyrkurinn þar með - hvergi líklega nægilega sterkari en vörnin, til að taka þá vörn neyða þá vörn til flótta.

Aftur sé það líklega - defeat in detail - sem Rússar standa frammi fyrir.

INTERACTIVE Russia-Ukraine map Who controls what in Donbas DAY 60

  1. Auðvitað á einhverjum enda - kemur Norður-her Rússa aftur inn í myndina.
    Líklega tekur það a.m.k. þann tíma ég áætlaði.
    Þ.e. lágmarki mánuð, því þann her þarf nýjan liðsstyrk.
    En hann gæti hafa misst helming liðsstyrks.
    Ef við teljum bæði særða og látna.
  2. Það tekur tíma að leita uppi, 20þ. liðsstyrk við þ.s. var 40þ. manna her.
    Nema auðvitað, að Pútín sætti sig við að senda, einungis þau 20þ. sem voru eftir af þeim 40þ. manna her. Sem er hægt.
    En samt sem áður, þarf það lið að fá -- ný tæki í stað þeirra töpuðust.
    Þannig hann þarf að stoppa einhvers staðar innan Rússlands um hríð.

Kosturinn fyrir Úkraínu, að bráðlæti Pútíns að fyrirskipa sókn nú!
Er auðvitað að - líklega eru 10-11þ. manna liðs-aukning sem her Rússa hefur fengið.
Einungis á móti manntjóni, þ.e. ef maður telur líklega særða og fallna.
M.ö.o. herinn sé einungis færður upp í þá stærð, hann hafði er stríðið hófst.
Á móti kemur, að Úkraína hefur án nokkurs vafa, fært verulega liðsstyrk Suður.
Nettóið af þessu, er líklega að Rússneski herinn getur ekki rofið patt-stöðuna!

  • Einhvern-tíma mætir Norður-her Rússa, en þá er herinn sem fyrir er, líklega þegar búinn að missa verulegan lið-styrk, í árásum daganna/viknanna á undan.
  • Er þeir reyndu að brjóta varnir Úkraínu-hers, en tókst ekki.

Þannig, að sennileg útkoma er þá að er sá her loksins nær að mæta.
Hafi Úkraínuher haft nægan tíma til að veikja her Rússa, þannig að lyðsstyrkur Rússa, nái ekki að breyta stöðunni -- heldur haldi patt-staðan enn áfram!

  1. Mig grunar nú að við sjáum þegar hvernig þetta stríð endar.
  2. Þ.s. rússn. herinn bræði smám saman út, fyrir rest t.d. undir lok Maí.
  3. Geti hann ekki gert neitt frekar, burtséð frá fyrirmælum frá Moskvu.
  • Og stríðið fjarar út!

Ég sé fyrir mér möguleg endalok -- svipað Kóreu-stríði 1949-1953.
Þ.e. stríð endi með vopnahléi, vopnahléslínan verði - demarcation - landamæri.
Viðhaldist síðan, eins og milli S-Kóreu og N-Kóreu, vopnaður og afar óvinveittur friður.

 

Enn er margt á huldu um beitiskipið Moskvu!
Mjög forvitnileg frétt al-Jazeera um beitiskipið Moskvu!

Eins og sést í videói, þá er á tæru að beitiskipið varð fyrir árás.
Að saga Rússa um málið gengur ekki upp, þ.e. sagan um eld innanborð.
Og að skipið hafi sokkið í stormi - en klárlega er enginn stormur, engin alda!
Líklega - eins og myndir benda til - voru eldar um borð.
Og fyrir einhverja rest, springur eitthvað mikilvægt -- og skipið sekkur.
Það virðist sennilegasta sagan!

Under pressure, Russia admits one dead, 27 missing from Moskva

Þar fyrir utan, er algerlega ómögulegt að ég trúi því - einungis 1 maður hafi látist um borð, og nokkrir slasast. 

Hafandi í huga, þegar Rússar sýndu myndir af áhafna-meðlimum.
Var tala þeirra á hópmynd, einungis rýflega 100!
Áhöfn var um 400 hundruð á Beitiskipinu Moskva!
Manntjón gæti því raunverulega verið milli 200 og 300.

 

Switchblade-drón í flugtaki!

US to possibly give Switchblade antitank and antipersonnel kamikaze drones  to Ukraine | Defense News March 2022 Global Security army industry |  Defense Security global news industry army year 2022 | Archive News year

Úkraínu-stríð er virkilega að sýna að drónar skipta miklu máli nú í stríði!

Meet ‘Phoenix Ghost,’ the US Air Force’s new drone perfect for Ukraine’s war with Russia

  1. Washington virðist hafa þróað nýjan drón, sér-sniðinn fyrir Úkraínu-stríð.
  2. Hann hefur fengið nafnið - Fönix-draugurinn.

Upplýsingar eru af mjög skornum skammti, en virðist svipað svokölluðum Switch-blade-done.
Þ.s. sagt er um - Phoenix-ghost - hljómar þannig, hann sé - stærri útgáfa af - Switch-blade.

En Switch-blade er í reynd fljúgandi sprengja, stjórnað af hermanni í fjarlægð.
Er getur stýrt dróninum til að taka út með sprengju á stærð við hand-sprengju það hvað hæfir þeim sprengi-krafti.

Hinn bóginn, kvað - Phoenix-ghost - hafa stærri sprengju, meiri flugtíma, og meiri fjarlægð.
Hafa færni til að eyða léttari tegundum bryndreka.

  • Úkraínuher hefur með miklum árangri beitt - Bayraktar drónum - frá Tyrklandi.
  • Sem geta borið 4 sprengjur undir búk, og eru nánast ósýnilegir á radar.

Það virðist greinilegt að töluverður hluti tjóns Rússa skýrist af drón-hernaði.
Úkraínu-stríð er greinilega orðið að tilrauna-stofu fyrir drón-hernað.
Rússar eru í hlutverki fórnarlamba!

 

Sarmat flaug - tilraunaskot

Photo of a missile test

Stórfelld hnignun Rússlands er augljós afleiðing stríðsins!
Eina spurningin er, hversu stórfelld hnignun Rússlands verður - ekki hvort.
Það hversu herfilega illa Rússneski herinn hefur staðið sig.
Það hver herstjórn Rússa hefur verið í molum.
Og hve vopn Rússa hafa virkað - mun síður en búist var við.
Er yfrið næg ástæða þess að Rússlandi hnignar verulega.

  1. Málið er að sýnin á Rússland er önnur nú.
    Rússland er herveldi.
    Sýnin á Rússn. herinn -- þíðir að staða Rússlands sem herveldis.
    Er metinn niður og það verulega stórfellt.
  2. Þetta færir valdastöðu Rússlands, nú þegar niður -- og líklega verulega.
    Ef Rússland getur ekki unnið, og stríðið endar með hætti sem túlkast sem ósigur.
    Færist valda-staða Rússlands niður enn frekar.
  • En hún er þegar verulega niður-færð, vegna þess hve rússn. herinn er miklu lakari í átökum, en langsamlega flestir reiknuðu með.
    Af þessa völdum, eru sjálfsögðu allir að - endurmeta styrk Rússlands.
    Og endurreikningurinn er að sjálfsögðu - niður.
  • Það þíðir, að minna tillit verður tekið til Rússlands.
    Þetta á jafnt við um - vinveitt Rússlandi lönd - sem og óvinveitt.

Russia’s Sarmat and China’s YJ-21: What the missile tests mean

Sarmat: Er risastór ballistísk flaug Rússland hefur verið að þróa í nokkur ár.
Rússland sýndi myndir af tilrauna-skoti -- hinn bóginn, verður afar kostnaðar-samt að setja þær flaugar í framleiðslu, og koma þeim fyrir í niðurgröfnum skotpöllum.
Þar sem þeim er ætlað að skipta út áratuga-gömlum úreltum sovéskum flaugum.
Má alveg hafa efasemdir um að, Rússland hafi efni á að fjöldaframleiða það dýra flaug.

Alex Gatopoulos al-Jazeera - With the reputation of the new professional Russian military in tatters, any future alliance between Russia and China will be on very different terms from the cooperation before the war.

Þ.s. Gatopoulos bendir á, er að hröð hnignun Rússlands nú, af völdum stríðsins.
Leiði augljóslega til þess, að sýn Kína á Rússland sem bandamann.
--Mun taka mjög verulegum breitingum.

  1. Ég hef tekið eftir því, Kína hefur í reynd lítið gert til að hjálpa Rússlandi.
  2. Mig grunar, að endurmat Kína á mikilvægi Rússlands - sjáist í þeim skorti á stuðningi við aðgerðir Rússland.

En í umræðu innan Kína, hafa þ.s. mætti kallast - Vesturlanda-sinnar og Rússlands-sinnar togast á - þ.s. annar aðilinn bendi á mikilvægi Vestrænna markaða, hinn á mikilvægi Rússlands sem framtíðar bandalags-ríkis.

  • Mjög líklega, hafi augljós vangeta Rússlands í stríðinu, veikt til muna stöðu þeirra innan Kína, er vildu að Kína stæði með Rússlandi.
  • Á móti, hafi þeir sem vilja fara varlega í samskiptum við Vesturlönd, sennilega unnið á.

Hnignun skipi máli - því hún hafi áhrif á alla þá aðila sem veldi/power á í samskiptum við.
Þegar -veldi- styrkist, er endurmatið á einn veg, er það veikist, færist það endurmat í hina áttina.
--Þ.e. hvað þetta - war of choice - er að skapa, skarpt endurmat niður á Rússlandi.

Rússlandi getur átt eftir að hnigna af völdum stríðsins - enn frekar en þegar orðið er.
Ef Rússlands-her verður fyrir frekari verulegum tjónum í stríðinu.
Án þess að ná að nokkru verulegu leiti fram markmiðum sem stefnt er að.

Það er auðvitað hið mikla tækifæri sem Rússland sjálft skapar fyrir NATO.
Það er, tækifærið til að afnema Rússland -- sem keppinaut.
En ég held það markmið sé á sjón-deilar-hringnum, að enda stöðu Rússlands sem meiriháttar herveldis, hugsanlega fyrir fullt of fast.

En til þess að svo geti orðið, þarf Rússland að halda áfram að henda inn herjum, og þeir herir að halda áfram að bíða ósigra -- þannig að her Rússlands veikist stig af stigi.
Á einhverjum punkti, gæti Rússland lent í 1917 atburði.
En fyrri byltingin varð, er herinn sagði Nicholas II að segja af sér.

Það áhættan sem Pútín tekur, ef hann er of lengi í þessu stríði - ef Vesturlönd halda áfram að nota stríðið - hið augljósa tækifæri að veikja Rússland, síðan enn frekar.

Ég er í reynd að segja, Pútín ætti sjálfs sín vegna að hætta stríðinu!
Á þessum punkti, er það - standandi kenning mín - hann stoppi stríðið.
Einhvern-tíma sennilega undir lok Maí.

  • Hann m.ö.o. hætti því, áður en - plan um að veikja Rússland - geti náð lengra.
  • En, ef hann heldur áfram, ef sært stolt knýr hann fram.

Gæti það gerst fyrir rest, að við sjáum -- 1917 endurtaka sig innan Rússlands!

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Tjón Rússa í formi tækja!
    3128, of which: destroyed: 1653, damaged: 51, abandoned: 253, captured: 1169
  2. Tjón Úkraínu í formi tækja!
    879, of which: destroyed: 403, damaged: 22, abandoned: 35, captured: 419

Ítreka, að tölur Oryx eru þeirra eigin!

 

Takið eftir hve fáir tiltölulega hafa farið til Rússlands - skv. Zelensky var fólk flutt frá Mariupol til Rússlands, ekki skv. eigið vali!

INTERACTIVE Russia-Ukraine war Refugees DAY 60 April 24 5GMT

Úkraínu-stríðið virðist styrkja mjög samkennd Úkraínu!
Málið er að svo mikið af árásum Rússa eru á byggðir í A-Úkraínu.
Þ.s. flestir tala Rússnesku, og margir voru a.m.k. vinveittir Rússlandi.
Þ.s. mikið af rússn. mælandi hafa látið lífið, hafa þurft að flýgja byggðir.
Er stríðið að valda stórfelldri viðhorfs breytingu fólks í A-Úkraínu.

Forged by war: Ukraine’s new sense of nationhood

Innrásin virðist vera að afnema þann klofning íbúa um megin-afstöðu, er var til staðar.
Eftir að átökun linnir, ég geri nú ráð fyrir -- ekki með sigri Rússlands.
Verða það líklega afar fáir er mæla Rússlandi bót.

 

Nokkur lönd hafa ákveðið að færa sendiráð aftur til Kíev, og háttsett heimsókn frá Bandaríkjunum!
ESB í sl. viku tók ákvörðun að færa sendiráð til Kíev. Nokkrir aðilar flr. hafa bæst við!

UK to reopen embassy in Kyiv

Bretar hafa stutt Úkraínu fremur vel ef maður miðar út frá vopnasendingum. Boris líklega á það Pútín að þakka - þannig séð - hann sé enn forsætisráðherra.
Svokallað - Party gate - virðist ekki ætla að leiða til embættis-missis.
Öfugt við þ.s. um sl. jól og áramót leit út fyrir.

Top U.S. officials heading to Kyiv as war shifts focus

Fókus hátt-settrar heimsóknar frá Bandar. að ræða - hvaða vopnakerfi akkúrat Úkraína þarf.
Undanfarið hefur Washington fundað með vopnaframleiðendum.
--Nýr drón er klárlega einn af fyrstu vísbendingum þess, að Bandar. vopnaframleiðendur, séu farnir að framleiða - vopn sérstaklega fyrir Úkraínu.

  • Ég á von á því, það sé einungis blá-byrjunin á því ferli.
  • Héðan í frá, munum við sjá sífellt stærri vopnasendingar frá Bandar.

Þar til stríði líkur, jafnvel e-h lengur en það, til að byggja Úkraínuher, enn frekar.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði að ofan, er -- spá mín núna sú.
Stríðið endi með vopnahléi líklega fyrri hluta sumars 2022.
Það endi án þess að Rússlandsher nái að sækja fram að nokkru verulegu leiti.
Það endi, er Rússlandsher verði búinn á því - verði ómögulegt að ráðst frekar fram.

  1. Ef Pútín hættir á þeim punkti, þá líklega haldi hann völdum.
    En friður, með vopnahléi eingöngu -- verði afar óvinveittur.
    Og harðar refsiaðgerðir halda áfram.
  2. Líklega í kjölfarið fær Úkraína, fulla NATO aðild.
    Ég á nú frekar en ekki von á að: Finnland og Svíþjóð gangi einnig inn.
    Tjón Rússlands verði slíkt, að NATO sjái enga ástæðu lengur til að taka tillit til afstöðu Rússlands -- þannig allar mótbárur verði daufheyrðar.

Það verði varasamt fyrir Pútín, að gera tilraunir til að halda stríði fram lengur!
En NATO mun halda áfram að dæla vopnum, og fyrir einhverja rest.
Yrði þá her Úkraínu, nægilega sterkur til að hefja sókn gegn þeim stöðum er Rússar enn halda, ef ég miða út frá Sviðsmynd 1.

Ég meina, að Pútín eða Rússland, þurfi vopnahlé og eigi sjálfs sín vegna að bjóða það án skilyrða - á punkti ca. snemm sumars. Og það yrði þá erfitt fyrir Úkraínu að hafna því.

  1. En ef Pútín, sér ekki ljósið þá -- mun NATO ná að byggja Úkraínuher svo upp.
  2. Að gagnsókn Úkraínuhers, er væri þá --: 3 kafli stríðs.
    Mundi líklega hefjast af krafti -- síð-sumars.
  3. Sú gagnsókn, yrði líklega árangurs-rík, því Úkraínuher væri á þeim punkti.
    Mun betur vopnaður en þ.s. eftir verður af Rússlandsher á þeim punkti.

Staðan fullur ósigur Rússlands: Það gæti orðið, 1917 sviðsmynd.

-------

Ég sé sigur Rússlands, ekki sem raunhæfa sviðsmynd lengur.

 

Kv.


Spurning hvort Úkraína hafi undanfarið, tekist að gera Svartahafs-flota Rússlands gagnslausan fyrir stríð Rússlands í Úkraínu; en undanfarið hefur Úkraína eyðilagt 4 stór rússnesk herskip þar af flaggskip þess flota!

Úkraínu virðist hafa tekist að þróa eigin - skipa-eldflaug: One Of Russia’s Biggest Cruisers Has Sunk Off Ukraine.
Neptúnus flaugin: Neptune.
Neptúnus flaugin hefur skotist þannig séð á stjörnu-himininn, eftir að Úkraínumenn hafa sl. vikur beitt henni ítrekað í árásum á rússnesk herskip, þau er tilheyra Svarta-hafs-flota Rússlands.
Þetta virðist manni, magnað afrek að Úkraínumenn hafi þróað eldflaug sem hefur að best verður séð, sambærilega hæfni við margar af bestu -- skipa-eldflaugum annara þjóða.

Tilraunaskot á Neptune 2019

  1. Það sem Úkraína virðist hafa gert, er að stórfellt uppfæra eldflaug sem upphaflega er frá Sovét-tímanum: Kh-35.
  2. Neptúnus flaugin er tekin í notkun 2021, í samanburði við Sovét tímabils flaugina, hefur - nýjar tölvur og radar. Sprengihleðsla 150kg.

Lauslegt viðmið, hver flaug geti grandað allt að 5þ. tonna skipi.
Úkraína hefur auðvitað fullan aðgang að vestrænum tölvum.

 

Tvær Neptúnus flaugar virðast hafa hæft beitiskipið Moskva!

Russian cruiser Moskva.jpg

Það sem vekur athygli, að tveim flaugum er skotið - tvær hæfa.
Og 12þ. tonna skipið er nú á hafsbotni.

  • 12.490 tonn
  • Lengd 186,4m
  • Breidd 20,8,
  • Rysti 8,4m
  • Áhöfn 419

Þetta kvá vera stærsta herskip sökkt síðan Seinni-Styrrjöld.
Herskipið var gríðarlega öflugt, það merkilega er: áhöfn mistekst að verja skipið.
Nú er það á hafsbotni - neita að trúa því enginn úr áhöfn hafi meiðst eða látist.

 

Neptúnus flaugin, drægi 300km

Russian Telegram accounts with links to the Wagner Group claim Bayraktar drones were used to distract the Moskva's radar systems before a coastal battery opened fire somewhere near Odesa, hitting the ship with two Neptune missiles

Áhrifin af tilvist Neptúnus-flaugarinnar, getur verið - area denial!

Eftir að Úkraína hefur nú eyðilagt 4 herskip Svarta-Hafs-flota.
Á vikum, þá þarf líklega flotinn að halda sig -- utan 300km.

  1. Ef svo er, þá pent getur rússneski flotinn -- ekki lengur tekið þátt í stríðinu um Úkraínu.
  2. Fyrir bragðið, er líklega -- innrás af hafi t.d. í Odesa.
    Líklega nú útilokuð.
  3. Fyrir bragðið, sé megin höfn Úkraínu.
    Nú mun öruggari en áður, síðan innrás Rússlandshers hófst.

Ef þetta er rétt túlkun -- þá er þetta annar meiriháttar sigur Úkraínu.
Ekki gleyma, Tyrkland hefur lokað aðgengi að Svarta-hafi.
Rússland getur því ekki sent flr. herskip. inn á Svarta-haf.

Bayraktar Drón á flugi

Bayraktar TB2 Drone Is In The Spotlight: Turkish Deputy Foreign Minister Says Ukraine Is Buying, Not An Assistance

Hvernig árásin líklega fór fram!
Sennilegast virðist, að Úkraína hafi flogið Bayraktar drone -- í grennd við beitiskipið Moskva, slíkur drón er afar hægfara ca. 200km. hámarks-hraði -- fljótt á litið gæti manni virst sá vera auðvelt skotmark.
Á móti kemur, að slíkur drón er afar - stealthy - þ.e. mjög lítill á radar.
Og þegar sá flýgur í nokkur þúsund metra hæð.
Er hann nánast ósýnilegur!

Ukraine war: Kyiv claims successful hit on Russian warship

  1. Lykillinn af velheppnaðri árás, er líklega þetta - stealth drone - sem staðsetur skipið nákvæmlega.
  2. Dróninn, sendir nákvæmlega staðsetningu til skotpalls falinn í grennd við Odesa.
  3. Flaugum er þá skotið, meðan dróninn flýgur áfram yfir skipinu - án þess að radar skipsins greini að flestum líkindum, dróninn.
  4. Dróninn heldur áfram, að leiðbeina eldflaugum að skotmarki.
  5. Báðar eldflaugar hæfa skotmark, og útkoman skipið sekkur innan nokkura klukkutíma.

Líkillinn að árásinni, virðist einmitt þetta að Úkraína ræður yfir - drónum - sem eru nánast fullkomlega ósýnilegir á radar, þó hægfara -- eins og sjáist af þessu.
Þá virðist að rússneskir radarar eigin engan hægan leik við að sjá þá.

  • Eldflaugarnar fljúga lágt yfir haf-fletinum - sea skimming.
  • Þær nota þotu-hreyfil til flugs - cruise missiles.
  • Er skotmarkið nálgast, er - eldflaugar-hreyfill ræstur - sá gefur aukinn hraða.

Skipið tæknilega á að geta skotið slíkar flaugar niður, sbr. langdrægur radar.
Ásamt varnarflaugum, og byssu-turnum.
En greinilega brást varnarkerfið -- óþekkt hvort áhöfnin yfir höfuð sá eldflaugarnar áður en þær hæfðu.

Mikilvægt atriði getur verið, að skipið er smíðað á 9. áratugnum.
Uppfærslur á búnaði skipsins, virðast ekki hafa verið - umfangsmiklar.
M.ö.o. þó stórt og mikið, hafi skipið verið orðið úrelt.

  1. Þetta virðist vandamál mikils hlutfalls búnaðar Rússlands.
  2. Sannarlega er herinn stór.

En Rússland hefur ekki nema -- brota-brot af fjármagni þess, sem önnur stór lönd hafa.
Og sú fátækt Rússlands -- þ.e. skortur á fjármagni er örugglega að birstast.

  • M.ö.o. Rússland, vegna fátæktar, hafi ekki haft efni á að -- uppfæra nægilega gömul tæki og tól, frá Kalda-stríðinu, sbr. Mosku.
  • Þegar búnaður er orðinn úreltur -- eins og sést á eyðileggingu skipsins.

Þá kannski er sannleikurinn sá -- sá búnaður á ekkert erindi í nútímastríð.

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 52

Niðurstaða

Ef ég er ekki að offtúlka að Úkraínu hafi tekist að núlla út áhrifamátt Svarta-hafs-flota Rússlands, þá erum við að tala um: Stórsigur Úkraínu nr. 2.

En ég sé ekki hvað annað það getur talist, því Rússland hefur ráðið yfir hæfni til að gera árás frá hafi, á móti kemur að sú árás gat ekki verið stórfelld - því fjöldi innrásar-skipa sé ekki það stór, því ekki sá her þau skip geta sett á land.
Eitt af skipunum sem eyðilagt var sl. vikur, var einmitt eitt af þessum innrásar-skipum, og nú með eyðileggingu stóra beiti-skipisins, en styrkur þess lág ekki síst í öflugum eldflaugum sem skipið var búið, sem var hægt að nota til að styðja við slíka aðgerð, þ.e. hugsanlega innrás í Odesa frá hafi.

Árás frá hafi, hafi líklega hlotið að vara þáttur í árás frá landi.
Vegna þess að þrátt fyrir allt, var Svarta-hafs-flotinn ekki það öflugur.
En nú virðist sem að Úkraína, þurfi lítt að óttast þann flota.
M.ö.o. tennurnar hafi verið dregnar úr honum.

Enn er reiknað með meiriháttar árásum í Suður-hl.-Úkraínu innan vikna.
Rússland hörfaði með 40 herdeildir frá Norður-hl.-Úkraínu.
Þær herdeildir snúa líklega aftur til átaka.
En líkur á að það taki a.m.k. vikur að gera þær færar til átaka að nýju.
Fyrir utan að þær þurfa að fara töluverða vegalengd, þ.e. hörfuðu í gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands -- síðan langt í Suður, til að geta aftur farið yfir landamærin til nýrrar árásar á Úkraínu.

  • Margir velta því þó fyrir sér, hversu öflugur sá her sé þ.e. herdeildirnar 40, eftir að þær biðu stórtjón í átökum á Kíev svæðinu.
  • Það er vanalega talið, herdeildir þurfi mánuði að ná sér -- eftir svo umfangsmikið tjón. En líklegt talið, að Rússlands-forseti skipi að þeim sé beitt sem fyrst.
  • Því velta ýmsir fyrir sér að verið geti að þær séu ekki mjög sterkar.
    Þó þær hafi fengið nýtt fólk, tja - ef um er að ræða minna þjálfaða einstaklinga, einstaklinga er aldrei hafa tekið þátt í átökum -- og ef hópurinn skortir alla samhæfingu.
  • Spurning einnig um móral, blanda saman nýju fólki í hóp er þegar beið ósigur.

Þ.e. auðvitað opin spurning hversu öfluga árás Rússlands-her getur enn gert.
Sumir tala unn um möguleika á sigri Rússlands: The weapons being sent to Ukraine and why they may not be enough.

Rússlandsher er í betri stöðu á Suður-svæði-Úkraínu, með styttri flutninga-leiðir.
Og mikilvægara, hefur flutningaleiðir a.m.k. úr tveim áttum.
Víglínan er einnig flóknari.

  • Hinn bóginn, held ég að útilokað sé, að her Rússlands í Suður-hl. hafi ekki beðið verulegt tjón í átökum t.d. hörðum átökum um Mariupol, er hlýtur fljótlega að ljúka.
  • Sumir hafa talað um, með falli Mariupol, muni Rússlands-her gera tilraun til að umkringja megin-her Úkraínu í Lugansk, ca. 40þ. manna lið sem hefur haldið varnarlínu þar - síðan átök hófust.

Hinn bóginn, þá er stöðugt verið að senda Úkraínu flr. vopn, sannarlega þarf Úkraína stöðugar vopnasendingar -- en punkturinn er: Tjón hers Rússlands á Suður-svæðinu hlýtur einnig að vera töluvert.
Þó hann hafi ekki beðið ósigur, tennurnar séu ekki úr dregnar.
Hefur stríðið í Suður-Úkraínu, virst mjög nærri pattstöðu.

Það sé langt í frá öruggt, að herinn sem mætir aftur innan nokkurra vikna.
Sé í reynd nægilega öflugur liðsstyrkur, eftir þær ófarir sá her áður beið.
Og ekki láta hjá líða að muna -- Úkraína mun einnig færa sitt lið frá Kíev svæðinu.

Ég er því orðinn sæmilega bjartsýnn um það, að Rússland geti ekki unnið.
A.m.k. ekki með hefðbundnum aðferðum!

 

Kv.


Samþykki Bandar.þings á Lend-Lease gagnvart Úkraínu - tel ég frétt sl. viku! Eftir Rússar hafa hörfað alfarið frá N-hl.-Úkraínu. Virðist stefna NATO, henda sem flestum vopnum í Úkraínu áður en næsti kafli stríðsins hefst!

Það virðist ljóst, fyrsta kafla Úkraínu-stríðsins er lokið -- 1 / 0 fyrir Úkraínu.
Rússneskur her virðist allur á brott, hafa hörfað í gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands.
40 herdeildir Rússneska hersins, voru í N-hl.-Úkraínu. Þær virðast allar farnar.

Talið þó, herdeildirnar 40 þurfi ca. mánuð, áður en þær eru fullfærar aftur.
Enda biðu þær sveitir mikið manntjón, þar fyrir utan að tapa mikið af herbúnaði.

  1. Þetta kemur mér ekki á óvart -- enda benti ég í sl. færslu, að Rússn. herinn yrði líklega að hörfa í gegnum Hvíta-Rússland.
  2. Hinn bóginn, finnst mér áhugavert, að sú leið sé farin -- þ.e. Norður svæðið alfarið gefið eftir af Rússlands-her.
  • En augljóslega, þíðir það, að úkraínskar hersveitir í Norður-hl.-landsins, geta nú færst sig Suður.
  • Og sú leið sem þær þurfa að fara, er ívið styttri.
  • Þar fyrir utan, eru þær líklega allar - bardaga-færar nú þegar.

Spurning, hvort Úkraínumenn - nota þann glugga, áður en 40 rússn. herdeildirnar mæta aftur, til að -- snúa vörn í sókn á Suður-vígsstöðvunum?
A.m.k. er víst, að NATO ætlar að nota þann glugga, til að dæla vopnum til Úkraínu!

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 45

Bandaríkjaþing samþykkir - Lend-Lease - fyrir Úkraínu!

In the fight against Putin, Senate unanimously approves measure that once helped beat Hitler

Sl. miðvikudags-kvöld, ath. - mótatkvæða-laust, samþykkti Öldunga-deild Bandar.þings.
Heimild fyrir svokölluðu - Lend-Lease - fyrirkomulagi fyrir Úkraínu!

  1. Fyrir þá sem ekki þekkja, þá þíðir þetta að - vopn eru afhend skv. láns- og leigusamning.
  2. Bandar. beittu þessu fyrirkomulagi gagnvart Bretlandi frá fyrri hl. árs 1941. Fyrsta orrustan sem Bretar unnu með bandar. vopnum þannig fengnum, var orrustan um -- El-Alamein. Með M3 einnig kallaðir Grant eða Lee. Fyrir-rennari M4 Sherman.
  3. Bandar. síðar létu Breta fá mikinn fj. M4 skriðdreka, ásamt miklu magni flugvéla sem og öðrum hertólum.

Sannarlega framleiddu Bretar einnig eigið dót - en sumarið 1944, var magn bandar. hertóla í breska hernum, meir en magn -- bresk smíðaðs.

  • Ekki liggur fyrir, akkúrat hvað Úkraínu-menn fá skv. nýja fyrirkomulaginu.

En það blasir við, að Bandar.þing - er það samþ. - Lend-Lease - telur sig ekki vera að kasta peningnum, m.ö.o. þingmenn töldu, að Úkraína hefði möguleika á sigri.
Bandar.þing m.ö.o. sé að veðja á Úkraínu!

Mikil stemming virðist fyrir því, að henda sem flestum vopnum í Úkraínu.

Nato states agree to supply heavy weapons to Ukraine

  1. Antony Blinken -- We are looking across the board right now, not only at what we have provided [but] whether there are additional systems that would make a difference.
  2. Liz Truss -- There was support for countries to supply new and heavier equipment to Ukraine, so that they can respond to these new threats from Russia, - And we agreed to help Ukrainian forces move from their Soviet-era equipment to Nato standard equipment, on a bilateral basis.

Sem sagt, Úkraínumenn fá líklega - ekki einungis aukið magn vopna.
Heldur einnig, vopnakerfi sem eru dýrari og öflugari en þeir hafa fengið til þessa.
--Ekki liggur enn fyrir, akkúrat hvaða vopnakerfi.

  • Ég skynja ákveðið - swagger - hjá NATO, eftir þ.s. NATO líklega sér sem sigur - í N-hl.-Úkraínu.

T64 BulatM2 Úkraínuhers með 1000hö. dísil framleidd í Úkraínu!

Fyrir stríð, réð Úkraínuher yfir rýflega 2000 T64 skriðdrekum.
Úkraína hefur smíðað eigin - uppfærslu-pakka fyrir þá skriðdreka.
En uppfært ca. 700 - mismikið þó. BulatM2 uppfærslan sú nýjasta, frá ca. 2020.
Þá erum við að tala um nýja vél, 1000hö. dísil, uppfærða brynvörn, og nýjar tölvur, á skynjara -- skv. vestrænni tækni.
--Megnið af T64 drekum Úkraínuhers, líklega þó enn - með sovéskri tækni. Hinn bóginn, þíði það ekki, þeir séu - ónothæfir. Örugglega, vel nothæfir í varnarlínur.

  1. Þ.s. gerir T64 áhugaverðan, sá skriðdreki er í reynd öflugari en -- T72 sem Rússland notar mest, einnig öflugari en T90 sem er þróaður frá T72.
  2. En T64 hefur ívið betri brynvörn en T72, auk öðru-vísi auto-loader, sem ræður við lengri skothylki - þau eru einnig röðuð lóðrétt í skriðdrekanum, ekki lárétt eins og í T72 og T90.
  3. Á móti kemur sá galli, að T64 er ívið veikari gagnvart hliðar-skotum, því skotin standa hærra inni í skriðdrekanum, hjól T64 eru einnig minni - hann hefur öðruvísi fjöðrun -- sú kvá mýkri og þægilegri, en einnig krefst meira viðhalds.
    Hjólin m.ö.o. verja minna gegn hliðarskotum sbr. við T72.
  4. Hinn bóginn, vegna lengri skota - er þíðir stærri sprengi-hleðsla - hefur byssa T64 meiri skotkraft, m.ö.o. drýfur lengra og í gegnum þykkari brynvörn.
    T80 sem er þróaðri týpa af T64, hefur samskonar - auto-loader.

Samt sem áður, virðist að mest tjón sé orsakað af - smáum hópum Úkraínuhers, með skriðdreka-flaugar frá NATO löndum að vopni -- oft virðast rússn.drekarnir hreint springa í tætlur, jafnvel gersamlega!

Án vafa hafa skotfærin sprungið - sprengingin þeytt turninum upp í loft.

Stórsókn Rússlandshers í Suður-hl.-Úkraínu, er ekki enn hafin!

Það er líklega enn, nokkrar vikur þar til sú sókn hefst, enda hefur her Rússa í Suður-hl.-landsins, staðið í ströngu og örugglega beðið þar einnig verulegt tjón.
Eftir stöðuga bardaga þar einnig í mánuð rúman.

En þegar endurnærður her Rússa, sem kallaður var frá Norður-hl.-Úkraínu mætir.
Líklega eftir einhverjar vikur, jafnvel mánuð.
--Verður líklega blásið til stór-sóknar.

Þangað til, er greinilega stefnan að dæla sem allra allra mest af vopnum.
Til Úkraínuhers!
Og auðvitað, Úkraínuher mun einnig án vafa, nota þann tíma til undirbúnings.

  • Spurning, hvort Úkraínu-her, kannski blæs til sóknar.
  • Áður en rússn. liðssveitirnar mæta aftur til leiks.

En mér virðist hugsanlegt tækifæri til þess, enda sbr. að ofan, Úkraínuher er rökrétt fljótari á vettvang, og þarf líklega ekki að byggja sig upp fyrir bardaga.
Eins og rússn. herinn, er hörfaði frá Norður-hl.-landsins.

Rjúfa kannski umsátrið um Mariupol?

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Rússland, hertól og tæki:
    2702, of which: destroyed: 1419, damaged: 39, abandoned: 236, captured: 1008
  2. Úkraína, hertól og tæki:
    717, of which: destroyed: 323, damaged: 24, abandoned: 37, captured: 333

Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.

Ef marka má Oryx -- tap Rússa á skriðdrekum:

  • 456, of which destroyed: 223, damaged: 8, abandoned: 41, captured: 184

Úkraína á móti skv. Oryx -- glataðir skriðdrekar:

  • 98, of which destroyed: 39, damaged: 2, abandoned: 9, captured: 46

Ef maður samþ. þær tölur, hafa Úkraínumenn hertekið flr. skriðdreka en þeir hafa misst.
Sama á við um önnur brynvarin hertæki -- eftir NATO, er Rússland megin uppspretta hertóla fyrir Úkraínuher.

 

Niðurstaða

Ég vænti frétta á nk. dögum af því, hvað Bandaríkin ætla að gera með þá vald-heimild sem þingið virkjaði, þ.e.: Lend-Lease fyrir Úkraínu.
Það fyrirkomulag var notað í Seinni-Styrrjöld, til að skófla óskaplegu magni hergagna til Breta, síðan Frakka -- eftir frelsun Frakklands 1944.
--Fyrir utan, að svokallaðir -Frjálsir Frakkar- fengu bandar. hergögn.

Það getur verið að - Lend-Lease - sé risabreyting!

Hið minnsta bendir til, eftir NATO fundi liðinnar viku.
Að til standi að nota tímann, þar til sókn Rússa hefst í Suður-hl.-Úkraínu.
Til að skófla sem mestu magni vopna til Úkraínumanna.

Rússneskur her virðist nú allur á brott frá Norður-hl.-Úkraínu. Sá her, farið sömu leið heim og hann mætti á svæðið - þ.e. til baka gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands. Síðan munu þær 40 herdeildir Rússlands-hers, þurfa að stoppa um hríð - meðan sá her fær ný vopn í stað þess sá her tapaði í Úkraínu, fyrir utan að sá her þarf þúsundir nýrra liðsmanna, í stað þeirra þúsunda sem liggja nú vegnir í Úkraínu.

Það mun klárlega taka nokkurn tíma, fyrir þann her - verða aftur bardagafær.
Og auðvitað, hann þarf að fara um nokkurn veg innan Rússlands, síðan aftur inn fyrir landamæri Úkraínu -- langt fyrir Sunnan.
--Ég reikna með því, að stór-sókn Rússa í Suður-hl.-Úkraínu, fari ekki af stað. Fyrr en herdeildirnar 40 eru aftur mættar til leiks.

Þangað til, gæti verið gott tækifæri fyrir Úkraínuher, að nota tímann.
Hugsanlega ekki einungis til að koma sé fyrir í Suður-hl.-landsins, frá Kíev svæðinu.
Heldur hugsanlega, til þess -- að hefja eigin sókn, áður en her Rússa í Suður-hl.-Úkraínu, fær liðsstyrkinn!

Það verður að koma í ljós, hvort Úkraínuher -- notar tímann, fyrst og fremst til að undirbúa varnir -- eða hvort að her Úkraínu, notfærir sér það.
--Að sá her, þarf mun styttri tíma, til að færa sig Suður, og auk þessa líklega er bardaga-fær þegar.

  • Klárlega hefur Úkraína unnið fyrsta hluta stríðsins.
  • Annar hluti, hefst innan einhverra vikna - væntanlega.

Þangað til, er hugsanlegt að lágdeyða verði í stríðinu.
Nema, auðvitað að Úkraínumenn -- sjái sénsinn, að sækja fram.
Áður en rússn. herinn í Suður-hl.-landsins, fær liðsstyrkinn, sem sá her á von á!

 

Kv.


Fjöldi líka, flest lík karlmanna, fundist á Kíev svæðinu, hendur bundnar aftan back, myrtir með skoti í hnakka -- stríðsglæpir! Sveitastjóri Bucha nærri Kíev, segist yfir 280 lík hafa fundist á víð og dreif - enn að fynnast fleiri!

Það að vísvitandi myrða karlmenn á aldrinum 16 og upp úr. Er augljóst dæmi um það sem nefnist -- haturs-glæpir.
Myndirnar gefa til kynna, glæpirnir séu skipulagðir.

Hundreds buried in mass grave in Bucha, near Kyiv: Skv. bægjarstjóranum í Bucha - hafa yfir 280 lík almennra borgara fundist liggjandi á víð og dreif um sveitafélagið.
Sveitafélagið talið sig nauðbeygt að grafa fólkið í einni gröf.
Segjast enn vera að fynna lík borgara, er virðast hafa verið skotnir þ.s. þeir voru.

Bodies litter Ukraine town's street of death

Another 280 people have been buried in mass graves in Bucha while the bodies of whole families still lie in shot-up cars, he said. --  All these people were shot, killed, in the back of the head, -- mayor Anatoly Fedoruk told AFP. -- Bodies lie randomly around the town: outside a railway station, by the side of a road. --  But the violence that came to this one street appears to be more systematic. The victims, all of whom appeared to be men, are scattered over several hundred metres of debris-strewn tarmac. Sixteen of the 20 corpses were lying either on the pavement or by the verge. Three were sprawled in the middle of the road, and another lay on his side in the courtyard of a destroyed house. Some lie in groups, like the two men lying face up in a puddle next to each other, one in a green parka and the other in a black jacket. Others died alone. The cyclist with orange gloves and a black balaclava lying on his side with his bike on top of him, as if he has fallen and cannot get back up. All were wearing civilian clothes -- winter coats, jackets or tracksuit tops, jeans or jogging bottoms, and trainers or boots.

Ef ég skil þetta rétt!

  1. Voru lík 20 karlmanna á víð og dreif um eina götu Bucha.
    Allir almennir borgarar.
    Allir með hendur bundnar aftan bak. Skotnir í hnakka.
  2. Þar fyrir utan, hafi önnur 280 lík - fólks af ímsu tagi, verið grafin í fjöldagröf.
    Dæmi um heilu fjölskyldurnar fundnar látnar í bílum.
    Líklega flótta-tilraun.

Bæði tilvikin teljast stríðsglæpur.
-Þ.e. vísvitandi pikka karlmenn, og myrða þá.
-Og, vísvitandi drepa tilviljanakennt, almenna borgara með skothríð.

Skv. reglum um stríð - SÞ Sáttmálar - undirritaðir eftir Seinna-Stríð.
Er bannað að myrða - almenna borgara.
--En að skjóta þá, sem þú veist eru óvopnaðir borgarar, flokkast sem morð.

  1. Bucha er einungis hvað hefur fundist í einu sveitafélagi.
  2. Augljóslega vaknar ótti um það, hvað er að gerast í öðrum sveitafélögum.
    Þ.s. átök eiga sér stað.

Þetta er ein þeirra ljósmynda sem birtar hafa verið! Hlekkur!
Takið eftir hvernig hendur eru bundnar fyrir aftan bak!

Illia Ponomarenko 🇺🇦 on Twitter

Sjá frétt: Bodies, destroyed tanks line streets as Russia retreats.

Heil fylking brynvarðra tækja virðist gersamlega eyðilögð, Bucha!

A dog stands between destroyed Russian armored vehicles

Úkraínskir hermenn, Bucha, við lík - næst líkinu með létta vélbyssu!

Ukrainian servicemen stand next to the body of man

Kort frá AljaZeera, dagur 39
INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 39

Blaðamenn BBC fynna dæmi um morð á vegi í grennd við Kíev, þ.s. rússn. skriðdreki virðist hafa setið í launsátri og skotið almenna umferð á veginum:
BBC - Gruesome evidence points to war crimes on road outside Kyiv.
Sjá einnig Videó!

Eins og líst í videóinu, virðist skriðdrekinn -- hreinlega hafa skotið allt á þeim vegi, og eyrt engum - almennum borgurum ekkert frekar en öðrum!

Hér er mjög hjartnæm saga fjölskyldu er var öll send á spítala í Póllandi, eftir að fjölskyldumeðlimir fengu allir alvarlega áverka af völdum sprengju:
Polish doctor saves family's sight after bombing.

Nazar 5 ára búinn að missa annað augað!

Nazar and Timur playing

Eitt er víst, að vísvitandi morð á almennum borgurum - mun ekki draga úr vilja Vesturlanda til að styðja Úkraínu gegn Rússlandi!

  1. Rétt fyrir helgi, var NATO búið að ákveða -- að senda brynvarin hergögn til Úkraínu.
    En þ.e. - escalation - en hingað til hefur NATO ekki sent brynvarin þungavopn.
  2. Líklegast virðist, sú leið verði farin -- að senda Úkraínu.
    Sovésk tæki sem nokkur aðildarlönd NATO eiga.
    En þau lönd er áður voru handan svokallaðs, járntjalds.
    Þau eiga - eins og Úkraína - tæki og tól, frá Kaldastríðinu.
  3. Pólland er eitt þeirra landa, í dag hefur Pólland lagt flestum af þeim bryntækjum, svissað yfir í Vestrænan búnað.
    Ekki liggur enn fyrir fj. þeirra tækja sem til stendur að senda yfir.
  4. Það að auki -- sá ég einhvers staðar.
    Pólsku Mig 29 vélarnar -- verði sendar yfir, eftir allt saman.

Ekki liggja enn fyrir formleg viðbrögð Vesturlanda, vegna frétta um fjöldamorð í Bucha.
En það mundi ekki koma mér á óvart!
Að það leiði til þess, að NATO bæti enn frekar í.

 

Rússar hafa að virðist ekki hörfað langt, hörfað tugi km. frá Kíev, einnig fært sig fjær Cherniv -- þeirra hersveitir séu enn í styrk í N-Úkraínu!
Ekki liggur skv. því enn - staðfest fyrir.
Að Rússar ætli að fókusa á stríðið í Suður-hluta-Úkraínu.
En þeir gáfu þess lags yfirlýsingar út í sl. viku.

  1. En ef Rússar virkilega ætla að einblýna á það svæði, þá ættu þeir að færa megnið af herliðinu þangað -- en það væri ekki einföld aðgerð.
  2. Eins og sést á kortinu, er greiðasta leiðin -- til baka til Hvíta-Rússlands.
  3. Síðan frá Hvíta-Rússlandi, til Rússlands.
  4. Síðan nægilega langt suður, þar til það lið gæti streymt aftur yfir landamærin við Suður-Úkraínu.
  • Þeir flutningar -- gætu tekið mánuði.

Ef þeir á hinn bóginn, einfaldlega hafa liðið í varnarstöðu í N-hluta-Úkraínu.
Þá auðvitað, felst ekki í því, liðsstyrkur við átök í Suður-hl.-Úkraínu.

Hinn bóginn, væri það mun einfaldara -- en aftur til baka, þá þarf í því tilviki stöðugt að halda þeim her uppi þar; og auðvitað Úkraínumenn, hætta ekki að ráðast að flutningum þess hers! Meðan flutninga-línur liggja um svæði þ.s. Úkraínuher með skæru-liða-taktík, getur beitt sér til árása á umferð á vegum.
Þá er Rússland auðvitað stöðugt að blæða hertækjum á þeim vegum!

  1. Þetta er klárlega ekki einföld staða sem Rússland hefur komið sér í.
  2. Ég sé enga þægilegri leið, ef ætti að nota liðið í S-hl.-Úkraínu.
  3. En að flytja það, langa sveiginn í gegnum Hvíta-Rússland.
    Sú leið væri langsamlega öruggust, þó hún taki tíma.

Það sé rökrétt -- lítil hjálp af þeim herjum nú.
Fyrir stríð Rússa - í S-hl.-Úkraínu.
Nema það eitt, að halda fjölmennu Úkraínsku herliði, í N-hl.-Úkraínu.
En þá kemur á móti, stöðugt tap -- tækja á vegum, því her staddur þar sem flutningar þurfa að fara í gegnum óvinveitt svæði, þíðir stöðugt manntjón og tap í formi eyðilagðra tæka.
--Spurning hvort Rússland hefur pent efni á því, að halda hernum þarna uppi.

  • En þ.e. mjög sennilegt, að skilvirkni hers Úkraínu, við árásir á umferð rússn. tækja á vegum, skýri erfiðleika við útvegun vista fyrir her Rússa í N-hl.-Úkraínu.
  • Rökrétt, þá er Rússland stöðugt ekki einungis að tapa þeim sem láta lífið í þeim tækjum, heldur einnig þeim vistum og tækjunum sjálfum að auki.

Þess vegna set ég spurningu við, hvort Rússland hafi efni á að halda þessum her uppi í N-Úkraínu? Hvort, hann hljóti ekki allur að hörfa á nk. dögum - og vikum?

 

Auðvitað, það líklega þíðir, að lið Rússa í S-hl.-Úkraínu, er líklega ekki að fá þann liðsstyrk með hraði -- m.ö.o. liðsflutningar gætu tekið mánuði!
Skv. tilkinningu Herráðs Rússa, á að fókusa á stríðið í Donbas, og við Asov-haf.

  • Hinn bóginn, velti ég fyrir mér, hvaða lið á að flytja þangað.
  • Þ.s. eftir allt saman, virðist mér ekki - einfalt að flytja liðið nú í N-hl.-Úkraínu, til S-hl.-Úkraínu.

Málið, að ég sé enga sæmilega örugga flutninga-leið.
Er ekki þíddi, verulega mikla áhættu á eigin tjóni.
Aðra, en löngu leiðina - til baka til Hvíta-Rússlands.
Og langan krók í gegnum Rússland, síðan aftur yfir landamærin þ.s. Rússar ráða öruggum flutningaleiðim í S-hl.-Úkraínu.

  1. Galli fyrir Rússa, að augljóslega -- tekur það skemmri tíma fyrir Úkraínumenn.
  2. Að færa sitt lið Suður.

Ef þeir færa liðið burt -- færir Úkraína stóran liðsstyrk strax Suður.
Úkraínumenn, gætu þá hafið sterka sókn til t.d. að rjúfa umsátur við Mariupol.

Og það tæki Rússa líklega það langan tíma að hafa herinn aftur tiltækan í S-hl.-Úkraínu, að Úkraínuher gæti verið búinn, að vinna verulega sigra.
--Áður en sá her, væri aftur mættur til leik.

 

Eignlega grunar mig, Rússar geti ekki hörfað í burtu í N-hl.-Úkraínu!
Þetta sé -- worst of both worlds -- m.ö.o.
Þeir geti ekki verið, þeir geti ekki hörfað.

  1. Klárlega hefur rússn. herinn í N-hl.-Úkraínu, nokkuð hörfað.
  2. Það þíðir, hann hörfar úr þeim hörðu orrustum, sem hann stöðugt var í.
  3. Það þíðir, manntjón minnkar - álag á flutninga, minnkar.
    Því her þarf minni vistir, ef sá her er ekki stöðugt að berjast.
  • Það getur verið:
    Rússland sé einungis, að bregðast við.
    Vandræðum með vistir til þess herliðs.
  • Með því að hörfa, þá sé auðveldar að viðhalda flutningum.

Yfirlýsing - um fókus á Donbas - sé pólitísk.

  1. Rússar séu nauðbeygðir að halda hernum þarna.
  2. En hafi ákveðið að minnka kostnaðinn við það.

Síðan er það spurning um þá glæpi sem hafa komið í dagsljósið.
Þ.s. hundruðir hafa verið vegnir af herliði á förnum vegi, allt almennir borgarar!

  • Augljós ótti, að Bucha - sé einungis toppurinn á ísjakanum.

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Rússland, hertól og tæki:
    2345, of which: destroyed: 1187, damaged: 41, abandoned: 232, captured: 885
  2. Úkraína, hertól og tæki:
    668, of which: destroyed: 291, damaged: 19, abandoned: 37, captured: 321

Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.

Skv. Oryx, 404 rússn. skriðdrekar eyðilagðir eða herteknir.
Af þeim, 168 herteknir. Móti skv. Oryx, 92 úkraínskir skriðdrekar tapaðir.
Magnað ef þetta eru réttar tölur -- Úkraínumenn, hertaki flr. tæki en þeir missa.

 

Niðurstaða

Glæpirnir í Bucha, vekja augljósa hræðslu um - víðtæka hatursglæpi rússn. hermanna gegn almennum borgurum Úkraínu, víðar um Úkraínu -- þ.s. rússn. her er í styrk.
Ástæðulaust á þessum punkti, álykta - Bucha - sé augljóslega einangrað tilvik.

Ég á von á hörðum viðbrögðum Vesturlanda, m.ö.o. viðbótar refsiaðgerðum, en ekki síður enn frekari hjálp frá NATO við Úkraínu.
Rétt fyrir helgi, var kynnt að til standi að senda brynvarin hertæki, sem er nýtt.
Að auki, taldi ég mig heyra, að pólsku Mig 29 vélarnar verði sendar eftir allt saman.

Ég á nú von á, einhverju enn frekar þar ofan á, sem viðbrögð NATO við -- fjöldamorðum í Úkraínu.

Og ég tel víst, að morðin -- auki enn frekar, bardaga-gleði Úkraínumanna.

  1. Eins og ég lýsti, er ég efins að Rússar flytji herlið frá N-hl.-Úkraínu.
    Vegna augljósra vandamála við það verk.
  2. Einnig vegna þess, Úkraínumenn, geta mun hraðar flutt sitt lið Suður.
    En Rússar, líklega geta flutt eigið lið - eftir krókaleiðum, svo það geti tekið þátt í bardögum í S-hl.-Úkraínu.

Ég sé því ekki alveg - hvaða liðsstyrk Rússar ætla að nota í S-hl.-Úkraínu.
Ef til stendur að - fókusa frekar á þau átök.

  1. Átök í S-hl.-Úkraínu, virðast sl. vikur mestu í pattstöðu.
  2. Stærstu átökin, enn um Mariupol.
    Umsátrið um hana, er nú í hugum margra orðið að legend.

Líklega leggja Rússar allt á að taka hana.
Varnir hennar skv. öllum fregnum standa enn.
--Manntjón Rússa er óþekkt þar, en hlýtur að vera mikið.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 151
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 234
  • Frá upphafi: 846872

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 223
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband