Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018

Hafði Kim Jong Un sigur á Donald Trump? Það segir Vladimir Vladimirovich Putin

Fyrir tæpri viku sagði Vladimir Vladimirovich Putin forseti rússneska sambandsins, eftirfarandi: ‘Shrewd & mature N. Korean leader has won this round'

I believe, Mr Kim Jong-un has certainly won this round,” - “He has a nuclear [charge] and a … missile with a range of up to 13,000 kilometers that can reach almost any place on Earth or at least any territory of his potential adversary,” - “He is already an absolutely shrewd and mature politician,”

Umfjöllun Reuters um sama mál: Putin says 'shrewd and mature' North Korean leader has 'won this round'

Rétt að muna, að Russia Today "RT" er ríkisfréttamiðill rússneska sambandsins.
Hann mun alltaf túlka allar aðgerðir rússneskra stjórnvalda - yfir jákvætt.

  • Hinn bóginn, er alveg full ástæða að velta fyrir sér því -- hvort Kim hafði betur?

http://fpif.org/wp-content/uploads/2016/12/Kim-Trump-722x361.jpg

Það má auðvitað ekki skilgreina fyrirbærið - sigur, of þröngt!

Kim Jong Un situr undir hertum refsiaðgerðum - sem sverfa harðar að ríki hans en líklega eru dæmi til áður. Það  hafa verið ásakanir um að rússnesk skip rjúfi það herta viðskiptabann og einnig einhver kínverks skip - ásakanir sem ríkisstjórnir beggja hafa hafnað; en skv. þeim ásökunum þá sigla kínversk og rússnesk skip upp að N-kóreönskum skipum úti á rúmsjó - og olíu er lestað á milli skipanna.
--Þannig olíu smyglað til N-Kóreu framhjá viðskiptabanninu af báðum löndum, með  hætti sem þau geta snyrtilega afneitað að eigi sér stað.

Tek fram að ég tek enga afstöðu til þess hvort þær ásakanir eru sannar eða lognar. En nefni þær þó! Bendi þó að að bæði löndin hafa langa sögu þess, að halda N-Kóreu uppi.
--Þannig að þær ásakanir virðast manni ekki þess eðlis, að þær geti ekki staðist.

  • Það sé því a.m.k. hugsanlegt að Pútín og Xi -- séu að fara á bakvið Donald Trump, og rétta með leynd Kim Jon Un hjálparhönd, svo Kim geti haldið velli þrátt fyrir stórhertar alþjóðlegar aðgerðir.

Þó svo að þessar ásakanir séu hugsanlega sannar - þá er það auðvitað eitthvert vesen og kostnaður að þurfa að standa í þessu, í stað þess að skipin sigli beint til rússn. hafna eins og áður, eða kínverskra.

  1. Hvort sem slíkar aðgerðir hafa hjálpað Kim - þá klárlega hefur ríki hans ekki hrunið saman.
  2. Síðasta eldflaugatilraun NK - var vissulega á eldflaug er virðist virkilega hafa "intercontinental" drægi -- þó rétt sé að nefna að ein tilraun er ekki sama og að NK eigi slíkar flaugar tilbúnar á skotpöllum.
  3. En Kim eigi að síður tókst ætlunarverkið sem Donald Trump lofaði að hindra, að stoppa NK í því að koma sér upp kjarnorkuberandi flaugum er gætu hitt Bandaríkin hvar sem er.
  4. Í þeim skilningi - að Kim lafir enn, hvort sem þ.e. smygl rússn. og kínv. skipa er halda NK á floti eða ekki, og Kim ræður enn yfir kjarnavopnum, og Kim að auki virðist ætla að takast það yfirlýsta markmið, að ráða yfir flaugum er geta borið kjarnavopn er geta flogið til hvaða lands sem er á hnettinum.

Þannig að vissulega er unnt að halda því fram í einhverjum skilningi, að Kim Jong Un hafi haft betur gegn Donald Trump.


Niðurstaða

Pútín virðist a.m.k. hafa það rétt fyrir sér að Donald Trump virðist hafa mistekist það verk sem hann tók að sér - að stoppa kjarnorkuprógramm og eldflaugaprógramm NK.

Rétt að benda á að ásakanir um rússneska aðstoð við NK ná til fleiri sviða - á sl. ári bentu sérfræðingar í eldflaugahreyflum á það skv. myndum sem NK hafði sent af prófunum á nýjum eldflaugahreyfli, að sá væri sláandi líkur gömlum sovéskum eldflaugahreyfli. Eftir hrun Sovétríkjanna, væru tvær verksmiðjur er framleiddu þá hreyfla þ.e. í Úkraínu og í Rússlandi. Praktískt séð væri mun auðveldara fyrir Rússland að aðstoða NK með leynd.
--En athygli hefur vakin hröð framþróun eldflaugatækni NK - síðan Kim Jong Un komst til valda, en um nánast stökkbreytingu er að ræða, þrátt fyrir harðar refsiaðgerðir.

Það sé m.ö.o. mjög freystandi að álykta að líklega sé Pútín að leika í þessu máli - tveim skjöldum, meðan hann þykist ekkert vita og hafni allri ábyrð eða vitneskju.
Og þegar stökkbreytt tækni NK sé höfð í huga - geti verið að ásakanir um olíusmygl séu einnig sannar - en það mundi passa í það samhengi, að Pútín væri að spila refskák með NK.

En ef út í þ.e. farið getur Pútín ákaflega litið á NK - sem óþægan ljá fyrir Vesturveldi. Að kostnaður Rússlands við smávægilega aðstoð sé lítilfjörlegur og áhætta nær engin - vs. það sem Rússland hafi upp úr því; þ.e. vaxandi óþægindi og kostnaður fyrir Vesturveldi.

--Smávægileg hefnd Pútíns vegna refsiaðgerða Vesturvelda á Rússland, kannski.

 

Kv.


Trump hættir við heimsókn til Bretlands - Trump hefur ekki enn opinberlega heimsókt Bretland, spurning hvort það eru einhver skilaboð í þessu frá Trump

Afar óvenjulegt að forseti Bandaríkjanna heilu ári við völd hafi ekki enn komið opinberlega til Bretlands. Heimsóknin umrædda í frétt - var ekki sú opinbera heimsókn sem lengi hefur verið umrædd og ekki hefur enn komist til framkvæmda.

Heldur opnun nýrrar sendiráðsbyggingar - sjá tölvumynd að neðan - í stað eldri byggingar er verður seld m.ö.o. salan ekki enn farið fram enda bandaríska sendiráðið alveg nýflutt.
Skv. frétt, var ákvörðun tekin á seinna kjörtímabili George Bush - ekki af Obama.

Nýja byggingin kvá vera ákaflega rammbyggð - verið líkt við virki.
Og eins og sést á mynd að neðan - er fjarlægð milli hennar og nærstaddra bygginga.

Gamla sendiráðið var ekki metið nægilega öruggt í tíð George Bush í kjölfar þess að öryggismál voru endurskoðuð eftir 9/11 atburðinn.

Sú bygging stendur í afar virðulegu hverfi.
Staðsetning nýja sendiráðsins - er þannig séð ekki eins virðuleg, ef menn meta virðulegt sem staðsetning í hverfi fullt af margra alda gömlum byggingum, í næsta nágrenni við helstu gömlu stjórnseturs byggingar Breta.
--Trump greinilega finnst virðuleikinn/myndugleikinn setja niður!

Byggingin er risin - en þessi tölvuteikning virtist mér gefa betri hugmynd um stöðu byggingarinnar í umhverfi sínu

https://uk.usembassy.gov/wp-content/uploads/sites/16/2016/01/NewUSEmbassyRender02.jpg

Ummæli Trumps: Trump cancels Britain trip, blames Obama for 'peanuts' London embassy dea

"(The) reason I canceled my trip to London is that I am not a big fan of the Obama Administration having sold perhaps the best located and finest embassy in London for 'peanuts,' only to build a new one in an off location for 1.2 billion dollars,"

“Bad deal. Wanted me to cut ribbon-NO!”

  • "The decision to acquire a new London embassy site on the south bank of the Thames was announced in 2008 under George W. Bush along with the plans to put the old Grosvenor Square site in upscale Mayfair up for sale."

Byggingin er auðvitað reist meðan Obama er forseti - Obama greinilega sá ekki ástæðu til að endurskoða ákvörðun tekin rétt fyrir lok kjörtímabils Bush.

Gamla sendiráðs byggingin!

  1. Athygli hefur vakið það sem virðist vaxandi gjá milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
  2. Og ríkisstjórnar Bretlands í fjölda mála!

Það er ekki langt síðan, Bretland greiddi atkvæði með tillögu innan SÞ-þar sem áréttað var að Jerúsalem væri ekki viðurkennd höfuðborg Ísraels.

Það var ljóst að Trump var ekki kátur þegar sú ályktun var samþykkt miklum meirihluta til.

Theresa May mótmælti fyrir ekki löngu ummælum Trumps - er beindust að samskiptum múslima innflytjenda innan Bretlands við íbúa Bretlands almennt.
--Rétt að nefna að núverandi borgarstjóri Lundúna er múslimi.

Hún sagði þau ummæli - óásættanleg.
Meðan Trump svaraði henni á móti - áréttaði hvað May gagnrýndi.

Það liggur alveg á tæru að innan Bretlands er mikil andúð til staðar á Donald Trump.

Síðan er alveg einnnig á tæru að afstaða Bretlandstjórnar til alþjóða viðskiptamála -- er alveg á hinum pólnum við afstöðu Donalds Trumps og ríkisstjórnar hans til alþjóða viðskiptamála.

T.d. nýlega sagði viðskiptaráðherra Bretlands að áhugavert væri að ganga í klúbb ríkja "TPP" - - en ein fyrsta ákvörðun Trumps var að segja Bandaríkin frá því samstarfi.

En Bretlands stjórn horfir mjög til alþjóða viðskiptamála, ekki síst eflingu viðskipta við Kyrrahafssvæðið -- sem viðbrögð við yfirvofandi BREXIT.

TPP - löndin eftir að Trump sagði Bandaríkin frá því samstarfi - hafa eigi að síður ákveðið að halda áfram með þann samning; en eftir afsögn Bandaríkjanna frá honum, hefur TPP verið í endurskoðunarferli sem enn er ekki formlega lokið - vegna þess að breytingar þurfi að gera á samningnum eftir þá uppsögn/úrsögn.

En viðskiptaráðherra Bretlands álítur að hentugra væri fyrir Bretland að ganga í TPP - en að semja sérstaklega við hvert meðlimaland fyrir sig um fríverslun.
--En Trump hefur öfuga skoðun að sá samningur hafi verið herfilega slæmur - þeirrar skoðunar að marghliða samningar hafi komið illa út, hefur þess í stað haldið á lofti - tvíhliða viðræðumódeli.

En hingað til hefur honum ekki gengið það vel að fá lönd í slíkar tvíhliða viðræður.

 

Niðurstaða

Það eru með öðrum orðum margvíslegar vísbendingar um kulnun samskipta Bretlands og a.m.k. við núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Að mörgu leiti er sýn Bretlands og Bandaríkjanna um alþjóðamál "poles apart."
--A.m.k. í tíð núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

Þó Trump segist ekki koma út af því að honum mislíki nýja sendiráðið.
Má velta því fyrir sér hvort raunveruleg ástæða geti ekki verið, atkvæði Bretlands nýlega í SÞ-þar sem Bretlands stjórn greiddi atkvæði með ákaflega skýrum hætti gegn vilja Trumps.

Mig grunar einnig að framtíðar heimsókn Trumps sem enn a.m.k. hefur ekki formlega verið slegin af -- geti verið í verulegri óvissu.

En ég held það hafi aldrei gerst síðan eftir Seinni Styrrjöld að forseti Bandaríkjanna hafi ekki komið í opinbera heimsókn til Bretlands á sínu fyrsta ári.

Það bendi margt til að Bretland og Bandaríkin stefni frá hvoru öðru.

 

Kv.


Kanadastjórn að búa sig undir yfirvofandi uppsögn NAFTA af hálfu Trumps

Þessu er a.m.k. haldið fram af Reuters - sú frétt var tekin nægilega alvarlega af mörkuðum til að hafa áhrif á gengi Kanadadollars og gengi hlutabréfa í kanadískum fyrirtækjum.
Síðastlíðnir 12 mánuðir hafa einkennst af stigvaxandi viðskiptaátökum milli Bandaríkjanna og Kanada - mesta athygli vakti furðuleg ákvörðun Lighthizer að setja 300% refsitoll á nýja farþegaþotu sem kanadíska fyrirtækið Bombardier hafði þróað, vegna þess að Kanadastjórn hafði lagt Bombardier til fjármagn til að forða gjaldþroti Bombardier.
--Það hafði Boeing nefnt, ólöglegan stuðning, sagði að án stuðnings stjórnvalda, hefði þotan aldrei verið sett á markað -- sem án vafa var rétt.
--Hinn bóginn, þá vita allir sem vita vilja að Boeing sjálft hefur fengið gríðarlegan stuðning bandarískra stjórnvalda í gegnum árin - í gegnum samninga bandarískra stjórnvalda um kaup á margvíslegum vélum framleiddum af Boeing.

  1. Kanadísk stjórnvöld virðast hafa fyrir bragðið gefist upp á að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld í gegnum viðræður um NAFTA.
  2. Hafa þess í stað leitað til "WTO" eða Heimsviðskiptastofnunarinnar -- formlega kært aðgerðir bandarískra stjórnvalda sl. 12 mánuði, gegn kanadískum fyrirtækjum.

U.S. says Canada's WTO complaint over trade remedies 'unfounded''

Canada takes US to WTO over anti-dumping system

Mexican currency, stocks weaken on Canada NAFTA report

Canada increasingly convinced of Trump NAFTA pullout - sources

 

Kæra Kanada - beinist að notkun Roberts Lighthizer á svokölluðum "anti dumping" reglum - sem hann virðist beita með afar frjálslegum hætti

Robert Lighthizer - "Canada’s new request for consultations at the WTO is a broad and ill-advised attack on the US trade remedies system," - "Canada’s claims are unfounded and could only lower US confidence that Canada is committed to mutually beneficial trade."

Ég hugsa að Kanada hafi einfaldlega fengið upp í kok og meir, af herra Lightizer - og stefnu ríkisstjórnar Bandaríkjanna varðandi viðskiptamál í tíð Donalds Trump.

Furðulegar hugmyndir - eins og að endurskoða ætti NAFTA á 5-ára fresti, en að sú regla gilti að NAFTA yrði sjálfkrafa aflagt ef samkomulag næðist ekki í slíku tilviki.
--Slík regla hefði verið sama og að eyðileggja NAFTA samkomulagið.
--Því undir slíkri óvissu, mundi ekkert fyrirtæki fjárfesta á grunni NAFTA.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist ekki enn hafa slegið af þá steypu.
Ráðherrar frá Kanada og Mexíkó hafa einfaldlega neitað að ræða þá hugmynd.

Hin meginhugmyndin - sem áhugavert er að bandaríski bílaiðnaðurinn er á móti - er að setja reglu um lágmark 50% bandarískt innihald allra bifreiða framleiddar innan Bandaríkjanna.

En bandarísk fyrirtæki hafa sagt eigin ríkisstjórn - að slík regla yrði dýr í rekstri; og að líklega mundu fyrirtækin þá í staðinn - kaupa íhluti frá löndum utan NAFTA.
--Þannig komast alfarið framhjá reglunni, er gilti einungis innan NAFTA svæðis.

Hinn bóginn, virðist að samningamenn Bandaríkjastjórnar, hafi ekki heldur gefið þá reglu eftir.

 

Bandaríkin - Kanada og Mexíkó eru meðlimir að Heimsviðskiptastofnuninni

Þannig að það er ekki alveg svo að það dúkki upp háir tollmúrar.
--Það sem þó breyttist er að ekki giltu lengur, samræmdar reglur milli landanna þriggja.
--Og NAFTA samningurinn hafði tryggt, mjög hagstætt umhverfi fyrir landbúnaðarvörur.

Sem er hvers vegna bandaríski landbúnaðargeirinn hefur margítrekað varað við því að NAFTA sé slegið af -- enda hefur útflutningur á tilbúnum landbúnaðarvörum til Mexíkó stórfellt vaxið síðan NAFTA komst á koppinn.

Sá útflutningur mundi komast í hættu - vegna þess að NAFTA samningurinn er til muna hagstæðari á landbúnaðarsviðinu - - en viðskiptafyrirkomulag á grunni Heimsviðskiptastofnunarinnar.
--Meðan að lágtollaumhverfi mundi áfram vera til staðar í flokkum iðnframleiðslu.

Það sem þó breyttist væri að bandarísk fyrirtæki hefðu ekki -- ástæðu að versla frekar við Kanada og Mexíkó; en önnur lönd innan Heimsviðskiptastofnunarinnar.

Það hætta þá -- landamæralaus viðskipti.
Fyrirtæki hafa starfað -- eins og löndin 3-séu eitt hagkerfi.

Allt í einu spretta upp landamæri - landamæraeftirlit -- kostnaður sem því fylgir.

 

Viðhorf Trumps gagnvart erlendum viðskiptasamningum eru röng í öllum höfuðatriðum

  1. Trump hefur kennt viðskiptasamningum um þ.s. hann kallar, hnignun Bandaríkjanna.
  2. En hann er þá að bera stöðu Bandaríkjanna í dag við þá stöðu sem þau höfðu er hann var ungur maður fyrir 50 árum.

--Á 7. áratugnum, voru Evrópa og Asíulönd enn í því að klára endurreisn sína, eftir Seinni Styrrjöld.
--En Seinni Styrrjöld - skildi Bandaríkin eftir sem nánast eina ósnortna iðnríkið er ekki hafði beðið stórfellt tjón.

Það hafi verið yfirburðastaða sem engin leið sé að hafi verið mögulegt að viðhalda, a.m.k. ekki í frjálsu opnu fyrirkomulagi.

Bandaríkin studdu við uppbyggingu Evrópu - Japans og S-Kóreu með fjárframlögum, þannig flýttu fyrir þeirri endurreisn -- það hefur Trump gjarnan kallað, svik Washington elítunnar við bandaríska verkamenn.

En hann sér að því er virðist málið einungis út frá -- tapaðri yfirburðastöðu.
--En ég hef aldrei heyrt nokkurn útskýra það, hvernig Bandaríkin hefðu átt að tryggja eða viðhalda þeirri stöðu, sem þau höfðu tímabundið er nær öll önnur iðnríki stóðu í rjúkandi rústum.

  1. En þeirra endur-uppbygging, hlaut að binda síðar meir endi á þá tímabundnu stöðu.
  2. Auk þess, að frekari fjölgun iðnríkja -- hlaut að enn frekar að auka samkeppni Bandaríkjanna í alþjóðlegu samhengi.

--Ég sé ekki að mögulegt hefði verið fyrir Bandaríkin -- að viðhalda þeirri stöðu; án þess að beita einhvers konar þvingunar-aðgerðum á sín bandalagsríki.
--Og að sjálfsögðu, hefðu þvingunar-aðferðir leitt fram óánægju og andstöðu, líklega kallað á hernám og sambærilegt hersetukerfi sem Sovétríkin viðhéldur á "COMECON" Warsjárbandalags árunum.

M.ö.o. kem ég ekki auga á nokkra þá aðferð að viðhalda -- stýrðu fyrirkomulagi til að tryggja áframhaldandi yfirburði Bandaríkjanna; sem ekki hefði falið í sér stórfelldar þvingunaraðferðir.
--Þá hefði bandarískt herlið í löndunum, orðið að -- hernámsliði.

  • Þetta hefði þá verið -- gamaldags "imperium."
  1. En það var val þeirra er stjórnuðu Bandaríkjunum eftir stríð, að innleiða frjálst módel í viðskiptum.
  2. Og auk þess, að innleiða það prinsipp, að bandalagsríki Bandaríkjanna - væru frjáls og fullvalda lönd, með sinn eigin rétt.
  3. Og að bandarískt herlið væri einungis statt í bandalagríkjum skv. heimild stjórnvalda í þeim löndum -- m.ö.o. engin þvingun.

Slík leið hlaut að leiða til þess, að iðnríkin er urðu fyrir eyðileggingu í Seinni Styrrjöld, byggðust upp að nýju.

Að auki, hefur frjálsa hagkerfiðmódelið sem Bandaríkin útbreiddu, stuðlað að frekari fjölgun iðnríkja.

--Hingað til hafa menn litið á þá þróun sem "win win" því að fjölgun iðnríkja, þíðir einnig samhliða því að samkeppni vex á bandarískan iðnað.
--Að velmegun skapast í þeim nýiðnvæddu löndum er ekki var fyrir, sem þíðir að neytendum í þeim löndum fjölgar.

  1. Það var litið svo á, og ég lít einnig þannig á málin, að útbreiðsla velmegunar -- þíddi að heildarmarkaðurin stækkaði.
  2. Og að það einnig þíddi, vaxandi tækifæri fyrir bandarískan iðnað og bandarísk fyrirtæki.

Ég er þeirrar skoðunar að þessi stefna hafi heppnast stórkostlega vel.
Þvert á þær fullyrðingar að hún hafi verið svik við almenning í Bandaríkjunum.

--En það geti ekki verið nokkur vafi, að útbreiðsla velmegunar í heiminum hefur lyft sennilega hátt á 2-milljörðum manna upp úr fátækt.
--Þetta er fólk sem í dag, kaupir m.a. i-phone.

Margir halda því fram að bandarískri iðnframleiðslu fari hnignandi!
Think nothing is made in America? Output has doubled in three decades

Það sé vissulega rétt að störfum hafi fækkað mjög mikið í bandarískum iðnaði.
En það sé vegna sjálfvirknivæðingar -- ekki vegna hnignunar bandarísks iðnaðar!

En fækkun starfa hafi skapað þann víðtæka misskilning, að bandarískum iðnaði fari almennt séð - hnignandi.

Einnig sú staðreynd - að Kína hefur farið fram úr Bandaríkjunum í "manufactured output."
--En Bandaríkin framleiða meira en Japan - Þýskaland og S-Kórea, samanlagt.

  1. Menn rugla hlutfallslegri hnignun.
  2. Við raunverulega hnignun.

--En Kína hefur vaxið mun hraðar sl. 30 ár - en það þíði ekki að Bandaríkjunum hafi hnignað, þó að hlutfall Bandaríkjanna í heildar heimsframleiðslu hafi minnkað.
--Það sýni einfaldlega að, heildar heimsframleiðslan hafi vaxið hraðar, en nam aukningu framleiðslu innan Bandaríkjanna.

  • Þvert á fullyrðingar, er alþjóðaviðskiptamódelið sem Bandaríkin komu á fót -- sennilega best heppnaða stefna sem Bandaríkin hafa nokkru sinni innleitt.
  • Þvert á fullyrt, sé gróði Bandaríkjanna af heimskerfinu - óskaplegur. Það sé ekki af ástæðulausu að bandarískur her hefur um áratugaskeið, ítrekað refsað löndum er gera tilraun til ógna heimskerfinu er Bandaríkin komu á fót.
  • Kína valdi í stað þess að ógna því kerfi -- að ganga inn í það.

Enginn vafi að það flýtti fyrir efnahagslegri uppbyggingu Kína - þar með flýtti fyrir því að Kína tæki yfir þann kyndil, að vera stærsta framleiðsluhagkerfi í heimi.
En ég lít samt ekki á það sem slæma útkomu fyrir Bandaríkin, að þau hafi samþykkt að hleypa Kína inn í fulla aðild að því heimskerfi er þau bjuggu til.

--Í staðinn, hafi friður a.m.k. enn verið tryggður milli Bandaríkjanna og Kína.
--Ég efa að ef hin leiðin hefði verið farin, að hleypa Kína ekki að -- að það hefði skilað sambærilega friðsamri lendingu mála a.m.k. fram að þessu.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna á þeim tíma - einfaldlega valdi, frið við Kína.
Ég held ekki að það hafi heilt yfir verið - slæmt val.

Stóru bandarísku fyrirtækin, hafa einnig notið uppbyggingar Kína -- flest ef ekki öll þeirra með starfsemi einnig innan Kína; og Kína markaðurinn sjálfur fer hratt vaxandi að mikilvægi.

 

Niðurstaða

Ef þetta er rétt að stefni í endalok NAFTA - gæti það verið upphaf að því að Donald Trump fari fyrir alvöru að framfylgja þeirri viðskiptastefnu er hann boðaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2016.

En mín skoðun er sú að slík stefnumörkun væri "self defeating" fyrir Bandaríkin.
En öllum einhliða tolla-aðgerðum hljóti að vera mætt með því sama.

Ég bendi fólki á að lesa um "Smoot–Hawley Tariff Act" lögin. En síðast er Bandaríkin innleiddu verndartollastefnu var það í tíð -- Hoovers forseta árin 1929-1933.

  1. Í dag yrðu afleiðingarnar líklega aðeins aðrar, þ.e. í stað þess að heimskerfið þess tíma brotnaði niður -- held ég núverandi kerfi standi sterkari fótum.
  2. Að í stað þess að gagnkvæmir tollar breiðist út um allan heim -- mundu aðildarlönd heimskerfisins halda sig við lágtollastefnu sín á milli; einungis refsa Bandaríkjunum sameiginlega á móti hverjum þeim verndartolli sem þau mundu innleiða.

Tæknilega gæti það skilað Bandaríkjunum - einum með hátollaumhverfi. Eiginlegri viðskiptaeinangrun er ég er fullkomlega öruggur að mundi landa Bandaríkjunum hraðri og djúpri efnahagshnignun.

Það þyrfti ekki einu sinni skapa heimskreppu!
--Ef atvinnuleysi í Bandaríkjunum yrði mörgum milljónum meira 2019-2020 mundi Trump örugglega ekki eiga möguleika á endurkjöri.

 

Kv.


Framboð Oprah Winfrey gegn Donald Trump 2020 yrði áhugavert "show" þó litlar líkur virðist að Oprah sé raunverulega áhugasöm

Skv. erlendu pressunni, vaknaði verulegur áhugi meðal sumra áhrifamikilla Demókrata innan Bandaríkjanna á hugsanlegu framboði Oprah Winfrey - eftir öfluga og um leið vinsæla ræðu sem Oprah Winfrey hélt á Golden Globe verðlaunaafhendingunni þ.s. hún talaði gegn kvenfyrirlitningu og skoraði á Hollywood að tryggja að kvenleikonur yrði ekki fyrir frekara aðkasti í framtíðinni!
--Eins og Donald Trump er Oprah Winfrey milljarðamæringur.
--En ólíkt Trump - hefur Oprah Winfrey orðið milljarðamæringur algerlega á eigin rammleik.
--Eins og slíkt er kallað á ensku, er Oprah Winfrey "self made."

Ræða Ophru á Golden Globe verðlaunaáhtíðinni

Það að menn eru alvarlega að íhuga að fá ópólitískan "celebrity" kandídat til að keppa við Trump - sé frekari vísbending þess að bandaríska lýðræðiskerfið sé í krísu

En í stöðugum flokkakerfum, þá eru kandídatar þjálfaðir upp innan starfandi stjórnmálaflokka -- en gríðarlegt vantraust virðist ríkja innan Bandaríkjanna gagnvart báðum pólitísku flokkunum; sem og þingmönnum beggja flokka!

Það áhugaverða er, að þó Donald Trump sé líklega óvinsælasti forseti Bandaríkjanna á sínu fyrsta ári sl. 100 ár - er meðalstuðningur við bandaríska þingið, enn lægri.

  1. Sögulega séð, þá meina ég í löndum almennt - leiðir stórfellt vantraust á stjórnmálakerfinu -- til aukins pólitísks óstöðugleika.
  2. Að auki, hámarkast líkur þess við slíkar aðstæður, að utankerfis frambjóðendur - sérstaklega ef þeir eru þekktir með einhverjum hætti fyrir; komist að.
  3. Það samtímis hámarki líkur á því, að pópúlískir frambjóðendur nái kjöri.

Donald Trump var kokhraustur að vanda: Trump says he would beat Oprah Winfrey in White House race.

Trump: "Yeah I’ll beat Oprah. Oprah would be a lot of fun." - "I know her very well. ... I like Oprah. I don’t think she’s going to run,"

Gayle King: "I do think she’s intrigued by the idea, I do think that," - "I also know that after years of watching ‘The Oprah (Winfrey) Show’ you always have the right to change your mind. I don’t think at this point she’s actually considering it."

Náinn vinur hennar heldur hún muni ekki fara fram - en íjar að því undir rós að hún gæti mögulega skipt um skoðun.

 

Oprah Winfrey mundi auðvitað höfða með mjög öflugum hætti til kvenna, enda lengi verið baráttukona gegn kvenfyrirlitningu og ofbeldi á konum!

Sem "self made billionaire" þá samtímis hefur hún virðingu þeirra Bandaríkjamanna - sem líta alltaf upp til þeirra sem vegnar vel í lífinu.

Hún er ef eitthvað er, með enn dýpri þekkingu en Donald Trump á því að nýta fjölmiðlun sér til framdráttar, enda starfað í "media industry" meira eða minna alla sína starfsæfi.

Að auki hefur hún gripið í að leika í kvikmyndum og þáttum, með misjöfnum árangri - en hún fékk t.d. óskars tilnefningu a.m.k. í eitt skipti "best supporting actor - Colour Purple."

Hún fengi að sjálfsögðu atkvæði svartra og mjög líklega annarra minnihlutahópa - og án vafa fjölmargra hvítra.

  • Ég hugsa m.ö.o. hún ætti ágæta möguleika.

Hinn bóginn er hún óskrifað blað hvað varðar stefnu um ákaflega marga þætti, enda ekki fram að þessu verið viðloðandi pólitík að einhverju ráði.
Óþekkt hve víðtæk hennar þekking er á erlendum málefnum Bandaríkjanna.

--En vegna þess hve tortryggni gegn pólitíkusum er sterk innan Bandaríkjanna - ætti hún líklega mun betri möguleika á kjöri, en ef Demókratar mundu velja innanhús pólitíkus með reynslu.

--Mig grunar að hún ætti að geta leikið svipaðan leik og Obama á sínum tíma, er tókst að skapa öfluga kosningahreyfingu utan um sig - en þrátt fyrir fjárhagslegan stuðning frá auðugum aðilum einnig, þá hafi framlög í gegnum mikinn fjölda smáframlaga heilt yfir skilað honum meira.

--Ég hugsa að framboð hennar snerist um mun jákvæðari þætti, en framboð Trumps á sínum tíma -- sem virtist einkennast af því að höfða til þeirra hópa er höfðu hvað neikvæðasta sýnina á stöðu bandarísks þjóðfélags.

Kannski að Opruh tækist að koma bjarsýninni aftur að!

 

Niðurstaða

Ef Oprah Winfrey færi fram 2020 held ég að hún ætti ákaflega góða möguleika, enda er hún gríðarlega vinsæl eftir langan starfsferil í kvikmynda- og fjölmiðlageiranum. Svo vel hefur henni gengið að hún hefur á eigin rammleik orðið milljarðamæringur mælt í bandarískum dollurum -- ólíkt Trump er erfði sína milljarða stærstum hluta.

Það hún hefur fram að þessu ekki tengst pólitík - er sennilega kostur um þessar mundir, þegar bandaríska pólitíska kerfið er greinilega statt í alvarlegri krísu.

Ég held hún stæði fyrir mun jákvæðari gildi en Trump hefur fram að þessu virst hafa áhuga á að halda á lofti.

 

Kv.


Donald Trump afar ólíklegur að fyrirgefa Bannon -- miðað við hugsanir úr bók eftir Trump "Think Big and Kick Ass!"

Bókin "Think Big and Kick Ass" var upphaflega gefin út 2007 - Bill Zanker var meðhöfundur bókarinnar ásamt Donald Trump.
Þessi bók er áhugaverð vegna þess, að í henni má sjá lýsingar Trumps á því hvernig hann refsar fyrrum starfsmanni sínum -- fyrir ákvörðun sem Trump greinilega tók sem persónuleg svik.
--Þess vegna má vera að kafli bókarinnar "Revenge" veiti innsýn í líklega meðferð Trumpa á Steve Bannon í framtíðinni!

Der Spiegel fjallaði um þessa bók á sl. ári skömmu eftir kjör Donalds Trumps: No One Loves the 45th President Like Donald Trump.

 

Í umfjöllun sinni, talar Trump einungis um starfsmanninn sem "kona"

  1. "Trump hired the woman in the 1980s. "I decided to make her into somebody,""
  2. "...gave her a great job, Trump writes, and "she bought a beautiful home.""
  3. "In the early 1990s, when his company ran into financial difficulties, Trump asked the woman to request help from a friend of hers who held an important position at a bank."
  4. "The woman, though, didn't feel comfortable doing so and Trump fired her immediately."

Það er þekkt að í viðskiptasögu Trumps - hafa í allt 4. fyrirtæki í hans eigu orðið gjaldþrota.
Að auki veit ég, að á tímabili - eftir dýr gjaldþrot, var fyrirtækjum Trumps neitað um fyrirgreiðslu af flestum bandarískum bönkum.
Það kvá hafa verið hvers vegna viðskiptaveldi Trumps hóf viðskipti við Deutche Bank.

Eins sjá má á textanum að ofan - þá vildi starfsmaður Trumps ekki beita sér í gegnum vin sinn, sem að sögn Trumps hafi verið áhrifamaður innan þess tiltekna banka.

Það getur verið vegna þess, að konan hafi óttast að koma vini sínum í vanda, eða vegna þess að hún hafi talið slíkt - "unethical."
--Hinn bóginn er Trump þekktur fyrir að krefjast skilyrðislausrar hlýðni, og hollustu.

 

Eins og síðan kemur fram, lætur hann ekki duga að reka konuna!

  1. "Later, she founded her own company, but it went broke. "I was really happy when I found that out," Trump writes in his book."
  2. "Ultimately, the woman lost her home and her husband left her, Trump relates. "I was glad.""
  3. "In subsequent years, he continued speaking poorly of her, he writes. "Now I go out of my way to make her life miserable.""

M.ö.o. þá virðist Trump viðurkenna að hafa beitt sinn fyrrum starfsmann - ofsóknum.
--Hann virðist skv. þeirri hegðan, hafa skilgreint hana sem óvin.


Bókarkaflinn heitir "Revenge" - Trump síðan segir lesendum að ætíð hefna sín á sérhverjum þeim er gerir á þeirra hlut!

  1. "At the end of the chapter called "Revenge," Trump advises his readers to constantly seek to take revenge."
  2. ""Always make a list of people who hurt you. Then sit back and wait for the appropriate time to get revenge."
  3. "When they least expect it, go after them with a vengeance. Go for their jugular.""

M.ö.o. ráðleggur hann lesendum sínum að hreinlega - eyðileggja líf þeirra sem hafi gert á hlut þeirra.
--Miðað við umfjöllun Trumps um sinn fyrrum starfsmann - fylgdi hann einmitt eigin ráðum.

 

Það sem bókin "Think Big and Kick Ass" gefur vísbendingu um, er hver sé líklega lífssýn Donalds Trump!

  1. Sérhver sá sem bregst Donald Trump, að mati Trumps sjálfs - sé uppfrá því óvinur Trumps.
  2. Og Trump muni skv. eigin ráðum - skipulega ofsækja viðkomandi og leggja líf viðkomandi í rúst, eins og Trump er framast unnt.

Mér finnst persónulega þessi lífssýn Trumps - afar ógeðfelld!
Eins og ég sagði frá, er ég síðast fjallaði um þessa bók:

Hef á tilfinningunni að Trump sé afar ógeðfelld persóna.

Sannast sagna finnst mér þetta -- hreinlega klikkuð nálgun.
Að óvinavæða sérhvern þann að því er virðist skv. bókinni -- sem Trump telji hafa brugðist honum persónulega!

  1. Skv. því að Trump virðist krefjast skilyrðislausrar  hlýðni, að það var þar um sem konan brást Trump -- er leiddi til þeirrar ofsafengu viðbragða Trumps er hann sjálfur lýsir, hreikinn greinilega af eigin verkum.
  2. Þá held ég að Steve Bannon virkilega eigi ekki von á góðu frá Trump. Því Steve gekk miklu lengra grunar mig í augum Trumps - því að hann hafi ekki einungis brugðist Trump persónulega; hann hafi ráðist að fjölskyldu Trumps - en þannig líti Trump örugglega á málið, sbr. ummæli Bannons er beindust að syni Trumps og önnur ummæli Bannons er beindust að eiginmanni dóttur Trumps.

Skv. því muni Trump væntanlega standa fyrir nokkurs konar krossferð gegn Steve Bannon - þangað til að Trump hafi tekist að gersamlega eyðileggja líf Bannons.

 

Niðurstaða

Hafið í huga að bókin "Think Big and Kick Ass" er gefin út 9. árum áður en Donald Trump nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Bókin sé skrifuð af Trump og meðhöfundi Trumps.
Sú lífssýn sem virðist birtast úr kafla bókarinnar "Revenge" virðist gefa sterkar vísbendingar í þá átt, að engar líkur séu á að Trump muni fyrirgefa Bannon.

Þvert á móti, sé Trump líklega rétt í startholum á því sem hann líklega ætlar sér að gera Bannon -- í samræmi við þá lífssýn er Trump heldur á lofti í bók sinni, að ávalt eigi að leggja líf óvina sinna gersamlega í rúst.

Það eru vísbendingar um lífssýn Trumps er höfðu legið fyrir árum saman áður en hann varð réttkjörinn forseti Bandaríkjanna - er gáfu skýrar vísbendingar í þá átt, að Trump væri líklega ógeðfelld persóna!
--En sú lífssýn er Trump heldur á lofti í kaflanum "Revenge" sé að mínu mati, fullkomlega fyrirlitleg!

 

Kv.


Steve Bannon biðst afsökunar, og gerir tilraun til að bakka frá ummælum að hluta - er gerðu Trump snælduvitlausan út í hann

Þau ummæli sem mesta athygli hafa vakið snerust um fund í Trump turni. Á þann fund mættu Donald Trump yngri, Jared Kushner eiginmaður Ivönku Trump og Paul Manafort þáverandi kosningastjóri Trumps - m.ö.o. fór fram nokkru fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
--Ástæða þess að sá fundur hefur vakið athygli, er að upplýsingar um hann láku út er fjölmiðlar komust yfir e-maila frá Donald Trump yngra - sem neyddu Donna Jr. til að viðurkenna að sá fundur hefði farið fram, og að hann hefði verið á þeim fundi.
--Og hitt, að á þann fund mætti einnig rússneskur lögfræðingur sagður í sambandi við stjórnvöld Rússlands - skv. e-mailunum er láku, bauð lögfræðingurinn til sölu upplýsingar er hugsanlega gætu skaðað framboð Hillary Clinton.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/7b/Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg/1200px-Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg

Rétt að taka fram, að þetta er á biksvörtu svæði lagalega séð í Bandaríkjunum, vegna eftirfarandi lagagreina:

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

Þetta þíðir, að þátttaka á slíkum fundi er líklega lögbrot -- sem skýrir af hverju Bannon fór svo harkalegum orðum um þann fund, sbr:

  1. "The three senior guys in the campaign thought it was a good idea to meet with a foreign government inside Trump Tower in the conference room on the 25th floor – with no lawyers. They didn’t have any lawyers."
    "Even if you thought that this was not treasonous, or unpatriotic, or bad shit, and I happen to think it’s all of that, you should have called the FBI immediately."
  2. "...if any such meeting had to take place, it should have been set up in a Holiday Inn in Manchester, New Hampshire, with your lawyers who meet with these people".
    "Any information, he said, could then be “dump[ed] … down to Breitbart or something like that, or maybe some other more legitimate publication".
    "You never see it, you never know it, because you don’t need to … But that’s the brain trust that they had."

Nú aftur á móti, segist Bannon ekki hafa átt við son Trumps, er hann talaði um "treason" eða landráð -- og baðst afsökunar, sagðist enn styðja Trump heilshugar:

Under fire, Bannon backs off explosive comments about Trump's son

Steve Bannon apologises as aides defend Donald Trump’s fitness

  1. "Donald Trump, Jr. is both a patriot and a good man. He has been relentless in his advocacy for his father and the agenda that has helped turn our country around,"
  2. "I regret that my delay in responding to the inaccurate reporting regarding Don Jr. has diverted attention from the president’s historical accomplishments in the first year of his presidency,"
  3. "My support is also unwavering for the president and his agenda," - "I am the only person to date to conduct a global effort to preach the message of Trump and Trumpism, and I remain ready to stand in the breech for this president’s efforts to make America great again."

Rétt að hafa í huga, að hann sagði fleira í bókinni - Fire and Fury:

  1. "The chance that Don Jr did not walk these jumos up to his father’s office on the twenty-sixth floor is zero."
  2. "They’re going to crack Don Junior like an egg on national TV."
  3. "You realise where this is going," - "This is all about money laundering. Mueller chose [senior prosecutor Andrew] Weissmann first and he is a money-laundering guy. Their path to fucking Trump goes right through Paul Manafort, Don Jr and Jared Kushner … It’s as plain as a hair on your face."
  4. "It goes through Deutsche Bank and all the Kushner shit. The Kushner shit is greasy. They’re going to go right through that. They’re going to roll those two guys up and say play me or trade me."
  5. "They’re sitting on a beach trying to stop a Category Five."

Svo ég sé ekki að hann geti bakkað frá ummælum úr bókinni - Fire and Fury með þetta ódýrum hætti.

En hann segir með hætti er hljómar fremur neikvætt - að ekki sé möguleiki að Don Jr. hafi ekki rætt málið við föður sinn -- bein ásökun að Trump hafi í raun vitað um fundinn.

Síðan segir hann rannsóknina sérstaks saksóknara Mueller, greinilega beinast að peningaþvætti -- leiðin liggi í gegnum Manfort, Kushner og Don Jr.

Og hann segir Jared Kushner - spilltan.

Og hann virtist gefa í skyn - sbr. líkinguna við 5. stigs fellibyl - að Trump eigi ekki möguleika.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða er að ég er fullkomlega sammála ummælum Bannons eins og þau eru höfð eftir í bókinni Fire and Fury - að fundurinn hafi greinilega verið ólöglegur, að því hafi verið óskaplega heimskulegt að mæta á hann persónulega og að auki einnig að halda fundinn í Trump turni.
--Ummæli Bannons úr bókinni er benda til þess að hann telji Trump standa fyrir 5. stigs fellibyl -- bentu ekki til þess að Bannon hefði trú á að Trump ætti möguleika.

Ég var að sjálfsögðu ekki hissa hvernig Trump brást við.
Eða að teymið í kringum Trump mundi bannfæra um leið Bannon, og bókina að auki.
En það var algerlega augljóst að það mundi vera gert.
--En hingað til hafa viðbrögð Trumps alltaf verið með þeim hætti, að tala um lygar.

Hafandi í huga hve mikið Bannon sagði, er ég ákaflega efins að honum verði fyrirgefið af Trump, og þeim stuðningsmönnum Trumps sem enn eru ekki til í að segja skilið við Trump.
Ég efa meira að segja Bannon yrði fyrirgefið ef hann kallaði ull ummælin höfð eftir honum, skáldskap eða lygar þess er skrifaði bókina.
--Það verðu áhugavert að fylgjast með því, hvort spádómur Bannons rætist að Donni Jr. verði fyrir rest tekinn fyrir í réttarsal í beinni útsendingu, og brotinn þar niður.

 

Kv.


Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump - Trump segir Bannon hafa tapað glórunni

Það er óhætt að segja að kastast hafi í kekki milli Steve Bannon fyrrum samstarfsmanns Donalds Trumps forseta, eftir að áhugaverð ummæli höfð eftir Bannon í nýrri bók "Fire and Fury" - Þar sem hann fer hæðnisorðum um fund sonar Trumps, Trump Jr. með rússneskum lögfræðingi -- kallar fundinn, landráð.
--Það virðist augljós túlkun frekari tilvitnana að Steve Bannon telji að Donald Trump eigi ekki möguleika gegn rannsókn sérstaks saksóknara, Mueller.

Trump statement on former White House strategist Bannon

Viðbrögð Donalds Trump forseta:

"Steve Bannon has nothing to do with me or my Presidency. When he was fired, he not only lost his job, he lost his mind."

Takið eftir í yfirlýsingunni í framhaldinu af fyrstu setningunni - hvernig Trump nú gerir lítið út hlutverki Bannons - sem þó var gerður að sérstökum ráðgjafa Trumps um hríð innan Hvítahússins.

Ef þetta eru ekki vinslit -- veit ég ekki hvað vinslit eru. En Trump á alveg örugglega ekki eftir að fyrirgefa Bannon þau ummæli sem eftir honum eru höfð.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/7b/Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg/1200px-Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg

Hvað á ég við er ég segi, Steve Bannon hafa líklega afskrifað Trump: Trump Tower meeting with Russians 'treasonous', Bannon says in explosive book

Bálreið viðbrögð Trumps sýna greinilega að Trump er sannfærður um að rétt sé haft eftir Bannon - þau ummæli sem höfð eru eftir honum í hinni nýju bók "Fire and Fury."

  1. Hvað segir Bannon um fund sem sonur Trumps, Donald Trump yngri hafði með rússneskum lögfræðingi í Trump turni, rétt fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2016?
    "The three senior guys in the campaign thought it was a good idea to meet with a foreign government inside Trump Tower in the conference room on the 25th floor – with no lawyers. They didn’t have any lawyers."
    "Even if you thought that this was not treasonous, or unpatriotic, or bad shit, and I happen to think it’s all of that, you should have called the FBI immediately."
    Takið eftir að Bannon segir það sama um þann umdeilda fund og margir - að starfslið framboðs Trumps hefði átt að hringja í FBI -- í stað þess að mæta á slíkan fund.
  2. Hvernig segir Bannon að nálgast hefði átt málið í staðinn?
    "...if any such meeting had to take place, it should have been set up in a Holiday Inn in Manchester, New Hampshire, with your lawyers who meet with these people".
    "Any information, he said, could then be “dump[ed] … down to Breitbart or something like that, or maybe some other more legitimate publication".
    "You never see it, you never know it, because you don’t need to … But that’s the brain trust that they had."
    Ég er fullkomlega sammála þessu - að það hafi verið á hæsta máta heimskulegt að mæta persónulega á fundinn af hálfu Trumps Jr. - Jared Kushner og Paul Manaford voru einnig viðstaddir - og fundurinn fór fram í Trump turni.
  3. Hvað segir Bannon að muni gerast?
    "You realise where this is going," - "This is all about money laundering. Mueller chose [senior prosecutor Andrew] Weissmann first and he is a money-laundering guy. Their path to fucking Trump goes right through Paul Manafort, Don Jr and Jared Kushner … It’s as plain as a hair on your face."
    Og Manaford sætir akkúrat kærum í tengslum við peningaþvætti - þó hann geri sitt besta til að sprikla sbr: Trump's ex-campaign manager Manafort sues Special Counsel Robert Mueller.
  4. Og Bannon heldur áfram.
    "It goes through Deutsche Bank and all the Kushner shit. The Kushner shit is greasy. They’re going to go right through that. They’re going to roll those two guys up and say play me or trade me."
    Þetta passar allt - Mueller hefur samið við Flynn nú þegar. Og ekki fyrir löngu fréttist af því að Mueller hefði fengið afrit af gögnum frá Deutche Bank, sé farinn að rannsaka fjárreiður Trumps sjálfs.
  5. Bannon heldur síðan enn áfram nú með spádómi!
    "They’re going to crack Don Junior like an egg on national TV."
    Bannon er greinilega að vísa til formlegra réttarhalda - með Trump Jr. ákærðan formlega --: Þennan möguleika benti ég á einnig, sbr.
    Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump
    Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum
    Ég persónulega á erfitt með að sjá að Trump Jr. eigi þægilega undankomu auðið, þegar fyrir rest líklega - Mueller hjólar í hann.
    En Bannon virðist ekki reikna með því að Mueller gangi á son Trumps, fyrr en hann hefur fyrst farið í gegnum Manaford og eiginmann Invönku, Kushner.
  6. Bannon klikkir síðan út með eftirfarandi.
    "The chance that Don Jr did not walk these jumos up to his father’s office on the twenty-sixth floor is zero."
    Það gæti einfaldlega verið rétt tilgetið -- þannig að kannski fyrir rest væri veðjað á að Donald Trump brotni niður í beinni útsendingu, biðjist vægðar -- og segi frá því að hann hafi rætt málið við pápa.
  7. Bannon endar með tilvísun til núverandi Hvítahúss.
    "They’re sitting on a beach trying to stop a Category Five."
    Bannon á greinilega ekki von á að Hvítahúsinu takist að stoppa Mueller.

--Mér virðist Bannon líklega hafa afskrifað forsetatíð Trumps.
--Að í orðum Steve Bannons felist sá spádómur að Trump verði fyrir rest, úthýst úr Hvítahúsinu.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með því 2018 hvort að spádómur Bannons rætist - en eins og ég skil orð þau sem höfð eru eftir Steve Bannon - þá virðist hann reikna með því að Donald Trump forseti verði undir þeirri skriðu sem fór af stað, í kjölfar þess að Bandaríkjaþing skipaði sérstaka saksóknara til að rannsaka ásakanir gagnvart framboði Donalds Trumps forseta um meint óeðlileg/ólögleg tengsl hans framboðs við aðila á vegum stjórnvalda Rússlands - fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 er Donald Trump núverandi forseti og hans samstarfsmenn enn höfðu einungis réttarstöðu almenns borgara.

Skv. orðum Bannons, sé stór akkílesarhæll fundurinn sem fór fram í Trump turni.
Sem Bannon segir að hefði átt að hafa farið fram með allt öðrum og mun afneitanlegri hætti.
Ég held að ég verði að samþykkja greiningu Bannons, að fundurinn hafi verið augljós og sennilega að auki ótrúlega heimskuleg mistök.

--Eins og ég hef ítrekað sagt, er óvíst að Trump klári sitt kjörtímabil.
Það má meira að segja vera að hann endist ekki í gegnum þetta nýhafna ár.

 

Kv.


Eitthvað þótti Trump fara fram úr sér með því að hæla sér af öruggu ári í flugi 2017

En -Twít- Trumps sem vakti athygli var eftirfarandi:

https://www.usatvnews.org/wp-content/uploads/2017/10/t3.jpg

Eftir nánari eftirgrennslan komst ég að eftirfarandi:

  1. "There has not been a fatal passenger airline crash in the U.S. since 2009, according to the National Transportation Safety Board."
  2. "The last deadly commuter plane crash took place in Hawaii in 2013."
  3. "Overall, there were 10 fatal commercial passenger and cargo plane crashes that killed 44 people. Those crashes involved small propeller planes and cargo aircraft."
  4. "Airlines recorded zero deaths on commercial passenger jets worldwide, according to a report published by the group Aviation Safety Network."

Trump takes credit for no air travel deaths in 2017

2017 Was Safest for Air Travel Industry

M.ö.o. vísaði Trump væntanlega til skorts á dauðsföllum í almennu farþegaflugi - en í skipulögðu farþegaflugi á vegum flugfélaga, hafði enginn farist síðan 2009; þegar talað er um farþegaþotur.

Og þegar talað er um skipulagt farþegaflug á vegum flugfélaga á skemmri leiðum, líklega með skrúfuþotum eins og innanlands á Íslandi - hafi dauðsfall síðast orðið 2013.

Að sjálfsögðu er það áhugavert að enginn fórst á vegum bandarísku flugfélaganna utan Bandaríkjanna heldur -- en erfitt er að sjá með hvaða hætti Trump ætti að hafa haft nokkur hin minnstu áhrif á öryggi á flugleiðum á erlendum vettvangi.

Enda þá er stjórnun á öryggisatriðum ekki á hendi bandarískra stjórnvalda.

--Að baki þessum árangri liggur auðvitað margra ára barátta, aðila er hafa öryggi í flugi á sinni könnu.

--Eiginlega broslegt af nokkrum pólitíkus að hreykja sér með þessum hætti, sérstaklega þegar sá hefur enn ekki lokið sínu fyrsta ári við völd - en Trump klárar ekki 12 mánuði fyrr en er dregur nær nk. mánaðamótum.

--En engin leið sé að benda á nokkra þá ákvörðun Trumps er ætti að hafa haft byltingarkennd áhrif á öryggi í flugi.

  1. Á það hefur verið bent, að Trump hafi tekið þá ákvörðun að banna stafræn tæki í handfarangri fólks frá tilteknum löndum á Miðausturlandasvæðinu. Sem þíðir að þau eru samt enn um borð í viðkomandi flugvél.
  2. Hinn bóginn, benda sérfræðingar á að það bann -- sé tvíeggjað, sbr:
    Donald Trump takes credit for zero passenger flight deaths in 2017
    ""We have had numerous incidents of devices with lithium batteries suddenly bursting into flames. If that is in the aircraft cabin, it can be dealt with. If in the aircraft hold, the fire-suppression systems are unlikely to be able to contain it and there is a lot of material to exacerbate such fires including other baggage, the aircraft structure, fuel and systems in an area which is inaccessible in flight. "The consequences could be catastrophic.""

Þeir eru í raun og veru að segja - að vél sé líklegri að farast, ef slíkt tæki lendir í sjálfsíkviknun ef það er stattsett í farangurstösku í farangursgeymslu niðri í lest flugvélar -- ef í handfarangri séu flugliðar með þjálfun í því að slökkva smáelda með handslökkvitækjum ef slíkur eldur kviknar í farþegarými; og ættu að geta brugðist fljótt við.

Þetta er eina ákvörðunin sem Trump gat hreykt sér af svo ég hafi getað fundið út.

 

Niðurstaða

Stundum finnst mér -twít- Trumps gersamlega óskiljanleg, ef maður gerir tilraun til að hugsa þau í röksamhengi -- en ég kem ekki auga á nokkurn skynsaman tilgang í því fyrir Trump, að hreykja sér af ánægulegum skorti á flugóhöppum á sl. ári.

En það getur vart verið að nokkur heilvita maður trúi því að sú útkoma sé í raun og veru Trump að þakka -- einn grínisti þakkaði Trump fyrir fókus sinn á flugöryggi og bað hann að beina sjónum sínum næst að skógar- og kjarreldum innan Bandaríkjanna.

 

Kv.


Aldrei þessu vant sammála Donald Trump - er hann gagrýnir stjórnvöld Pakistans

Donald Trump -twítaði- á nýárinu eftirfarandi:

Þó svo að ég sé miklu mun oftar ósammála Trump en sammála - er allt í lagi að nefna það er ég er sammála; eins og ég hef áður verið duglegur að nefna það er ég hef verið honum ósammála!

Trump blasts Pakistan 'deceit' in first tweet of the year

Donald Trump threatens to withhold US aid to Pakistan

Svar stjórnvalda Pakistans: Pakistan hits back after Trump accuses its leaders of 'lies and deceit'.

Málið er að Pakistan hefur nú samfellt síðan 2003 veitt Talibönum skjól innan landamæra Pakistans!

Talibanar eru ekki fram að þessu - ósigranlegir, vegna þess að Talibanar séu skipaðir öfurmennum -- meðan að þann rúma áratug er sameinaðar hersveitir NATO landa voru þar; hafi þær sveitir eingöngu verið skipaðar lyddum.

Vandinn er sá, að Talibanar hafa ávalt notið skjóls innan fjallahéraða nærri landamærum Afganistan - innan landamæra Pakistans. Þar er enn að finna fjölmennar flóttamannabúðir fólks er upphaflega flúði innrás Sovétríkjanna 1978/9.

Að auki virðast Talibanar njóta umtalsvert samúðar íbúa þeirra fjallahéraða.

Ef þetta er ekki nóg - hefur lengi verið sterkur grunur að leyniþjónusta Pakistan "ISI" leynt og ljóst - styrki starfsemi Talibana innan Afganistans.

Og ekki má gleyma því - að Osama Bin Laden fannst í Pakistan - þ.s. hann reyndist hafa notið skjóls aðila innan pakistanska hersins, en nánast útilokað sé að aðilar innan hers Pakistans og leyniþjónustu - hafi ekki haft nokkra vitneskju um málið.

En Pakistan neitaði alltaf að hafa nokkra vitneskju um Osama Bin Laden. Þar til að bandarísk sérsveit drap hann - eins og frægt er og síðan var gerð áhugaverð kvikmynd um.

Samvinna við pakistönsk stjórnvöld hefur alltaf verið mjög erfið.

  1. Það má því alveg kasta fram þeirri spurningu, hvort það sé þess virði að vera að púkka upp á Pakistan.
  2. Rétt þó að halda til haga, að hingað til hefur Pakistan verið álitið of mikilvægt land - til að leiða hjá sér. Auk þess hefur verið umfangsmikil samvinna milli Pakistans og Kína -- m.a. þróað sameiginlega skriðdreka (Al-Khalid) og orrustuflugvél (JF-17).
    Það geta alveg verið rök, að leitast við að viðhalda einhverjum áhrifum innan Pakistan - svo landið verði ekki að óskoruðu áhrifasvæði Kína hugsanlega.

En það þíðir, að stjórnvöld Pakistan hafa getað að því er virðist farið sínu fram - í trausti þess að Kína annars vegar og Bandaríkin hins vegar, hafa bæði tvö verið til í að selja Pakistan háþróuð vopnakerfi -- burtséð frá hegðan stjórnvalda Pakistans.
--Minnir mig helst á 9. áratuginn, er í um áratug Saddam Hussain tókst að spila Bandaríkin á móti Sovétríkjunum, fá aðstoð frá báðum!

Ekki viss hvort að Pakistan er að slíku - að spila Kína gegn Bandaríkjunum, eða öfugt -- í von um að geta leikið sitt eigið spil þar á milli.

 

Niðurstaða

Ég er ekki með nokkrar ráðleggingar um það hvernig Bandaríkin eiga að hegða sér gagnvart Pakistan. En augljóslega hefur Pakistan ekki verið í nokkru samhengi - auðsveipt gagnvart Bandaríkjunum. Heldur komist upp með að hegða sér með hætti er hefur greinilega skaðað hagsmuni Bandaríkjanna. Ég er ekki klár á því, hvort að hegðan Pakistans er síður ógn við hagsmuni Kína. En rétt þó að nefna, að útbreiðsla öfgaíslam er að sjálfsögðu hugsanleg ógn við Kína, er á landamæri að mörgum löndum Mið-Asíu. Sem eru Súnní Íslam.

Það mætti jafnvel hugsa sér að Bandaríkin ættu einfaldlega að draga sig út. Og skilja Kína eftir með þá pyllu - hvernig Kína ætti að ráða fram úr þeim vanda, sem eru Talibanar og hvernig Pakistan virðist hafa spilað sinn eigin leik innan Afganistan.

En það virðist rökrétt að þá mundi aftur Afganistan umbreytast í miðstöð alþjóða hryðjuverka -- verða að uppsprettu vanda fyrir löndin í kring ekki síður en lönd lengra í burtu.

  • Trump gæti alveg rætt það við Kína - að þeir nenni þessu eiginlega ekki lengur, og þá fundið út hvort áhugi vakni hugsanlega ekki innan Kína, að sjálft beita Pakistan þrýstingi.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 712
  • Frá upphafi: 846642

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 650
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband