Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Gleðilegar forsetakosningar! - Hvert er vald forseta?

Búinn að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta okkar til margra ára. Ég þræti auðvitað ekki fyrir að hann sé búinn að vera lengi. Oft finnst fólki það sjálfstæð ástæða - að skipta um. Mjög líklega var það stór ástæða þess hve mikið fylgi Þóra Arnórsdóttir fékk framan af.

En síðan má velta fyrir sér - af hverju sveiflan stóra á milli hennar og Ólafs á sér síðan stað?

Mín kenning er, að því meir sem Þóra tjáði sig um þá stefnu sem hún vildi framfylgja um embættið, því hraðar hafi hennar fylgi minnkað - það hafi verið mikið fyrst, en áður en hún var búin að tjá sig neitt að ráði.

Sjá athyglisverða mynd sem Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur tók saman!

Hún sýnir ekki nýjustu kannanirnar þ.s. Ólafur fær rúmlega 50% fylgi!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/forsetakosningar_-_fylgi.jpg

Ég ætla ekki taka þátt í þeim leik sumra að tala ílla um hina ágætu Þóru!

Ég kaus hana ekki, m.a. vegna þess að ég var og er ekki sammála henni um valdsvið forsetaembættisins!

Að auki, vil ég að forseti sé afskiptameiri en sá forseti sem hún segist vilja vera!

 

Hvert er þá vald embættis Forseta Íslands?

Sjá fyrri umfjöllun mína: Snýst vald forseta um að segja "Nei"?

Ég hef hugsað heilmikið um þetta - en skrif Skúla Magnússonar dósents um valdsvið embættisins, hafa haft umtalsverð áhrif á þær skoðanir, sjá grein Skúla: Forsetavaldið.

Sjá einnig: Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Ég er á því að við eigum að lesa Stjórnarskrána heildrænt!

Allar greinarnar skipti máli - líka sú 13, þ.s. segir "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."

Um sé að ræða í reynd fyrirkomulag sem mætti kalla "Forsetaþingræði" þ.e. að forseti og þingið í sameiningu fara með löggjafarvaldið, og ráðherrar og forseti í sameiningu með stjórnvaldið.

En hlutverkum sé skipt - forseti sé mjög lítt í hlutverki geranda.

Það sem Stjórnarskráin heimilar forseta að hafa frumkvæði um er einungis:

  • Forseti getur náðað sakamenn, fyrir utan ráðherra sem dæmdir hafa verið af Landsómi.
  • Forseti getur skipað dómstólum landsins að fella niður sakamál gegn tja, hverjum sem er. 
  • Forseti getur lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga.

Aftur á móti, þarf forseti að staðfesta eftirfarandi ákvarðanir svo þær taki gildi:

  • Skipun ráðherra.
  • Skipun embættismanna.
  • Samninga við önnur ríki.
  • Þingrof.
  • Neitað útgáfu bráðabirgðalaga.

Punkturinn er - að ég sé ekki að unnt sé að neyða forseta með nokkrum hætti til að undirrita þ.s. forseti ekki vill setja sína undirskrift við.

Þetta sé kjarninn í valdi forseta - að geta stöðvað, ef forseti telur nauðsyn til!

Embætti forseta sé stjórnskipunarlega - jafn rétthátt Alþingi og Stjórnarráði.

Fræðilega er unnt að nýta betur þá möguleika sem það vald sem Stjórnarskráin þannig veitir embætti Forseta Íslands, ég er samt á því að forseti eigi ekki að vera yfirlísingaglaður, og almennt skuldi sækja eftir að kveða niður deilur frekar en að skapa þær, en á hinn bóginn getur það einmitt verið liður í slíku, að beita valdi forseta - forseti getur einnit lagt áherslu á að knýgja fram umbætur:

  • Skipun ráðherra - við höfum stundum velt fyrir okkur af hverju einhver tiltekinn fær að vera ráðherra yfir tilteknum málaflokki, en vanalega er þetta pólitísk hrossakaup, en ekki svo að viðkomandi hafi nokkuð hundsvit á viðkomandi málaflokki - endilega.
  • Spurning hvort forseti geti ekki beitt valdi sínu - til þess einmitt að knýja flokkana til að koma fram með, aðeins frambærilegri einstaklinga?
  • Skipun embættismanna - við þekkjum ótal dæmi þess, að embættismenn eru ekki ráðnir skv. faglegu mati, heldur er oftast svo að ekki er besti maðurinn valinn heldur sá sem er pólitískt séð "sá rétti." Það hefur þá slæmu afleiðingu, að fylla ráðuneyti af þeim sem ekki eru þeir bestu sem völ er á, sem dregur úr hæfni þeirri sem ríkisvaldið hefur upp á að bjóða, þegar verið er að skipuleggja stjórnsýsluna - framkv. hennar og semja lög, reglugerðir og þess háttar. Þetta minnkar klárlega skilvirkni og skapar hættu á mistökum.
  • Þarna getur forseti gripið inn í ráðningarferli, og sagt "Nei." Beðið um hæfari einstakling.
  • Samningar við önnur ríki - þetta getur verið stærsta jarðsprengjusvæðið af öllum. Skv. þeim skilningi að forseti hafi rétt til að hafna undirritun. Þá ræður forseti í reynd mjög miklu um gerð samninga við önnur ríki. Og hefur því mjög mikið vald á sviði utanríkismála.
  • Embætti forseta þarf því að vera í mjög nánu samstarfi við Utanríkisráðherra hverju sinni. Því skv. stjórnarskránni ræður forseti því, hvort af samningi endanlega verður.
  • Þingrof - þetta er mjög einfalt, Sveinn Björnsson sýndi fram á, að forseti ræður yfir þingrofsréttinum, þ.e. vald forseta. Þó svo forseti geti ekki rofið þing nema skv. beiðni ráðherra, þá getur forseti hafnað þeirri beiðni.
  • Svo þ.e. aftur forseti sem endanlega ræður einnig þeirri útkomu.
  • Bráðabirgðalög - þau eru greinilega eins og lög gefin frá Alþingi, verða að lögum skv. undirritun forseta og ráðherra, svo skv. stjórnarskránni getur forseti hafnað slíkri undirritun.
  • Þá eru afleiðingarnar aðrar virðist vera, en ef forseti segir "Nei" skv. ákvæðum 26. gr. Þ.e. að þá þarf lagasetning að bíða þangað til að þing er kvatt saman næst, eða ráðherra semur við forseta.

Ekki hef ég hugmynd hvernig Ólafur Ragnar mun nýta sitt síðasta kjörtímabil, en höfum í huga að hann þarf ekki lengur að velta fyrir sér endurkjöri, að auki er traust á Alþingi og stjórnvöldum í algerlega sögulegu lágmarki. Ólafur hefur einmitt talað um að beita sér til þess, að koma skikk með einhverjum hætti á þau mál.

Þess vegna ekki síst vek ég athygli á ofangreindum þáttum.

Ólafur hefur ímsa möguleika ef hann vill beita embættinu á sínum lokaárum sem forseti, í því skyni að setja varanlegt mark á stjórnarfar landsins, í umbótaskini.

Lokatækifæri fyrir Ólaf, að skapa sér "legacy" eða orstír.

 

Niðurstaða

Það má vera að síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar verði áhugavert. En hann mun örugglega beita sér. En að hvaða marki er engin leið um að spá. Það veit Ólafur Ragnar Grímsson einn manna.

 

Kv.


Er búið að bjarga evrunni?

Samkomulag Merkelar, Rajoy, Monti og Hollande á föstudagsmorgun, við fyrstu sýn virðist vera stór eftirgjöf fyrir Angelu Merkel. Þar sem, hún virðist hafa gefið eftir þann meginpunkt, að það megi ekki lána bönkum nema ríkissjóður viðkomandi lands taki ábyrgð á lánveitingunni.

Á hinn bóginn, er undanhald Merkelar ekki endilega eins stórt og fyrst virðist.

Því, skv. samkomulaginu, á ekki að veita þessa undanþágu fyrr en nýtt sameiginlegt bankaeftirlit er komið til skjalanna.

Og það skv. samkomulaginu skal taka til starfa - fyrir nk. áramót!

Undanþágan er þá veitt í krafti þess, að ríkið er þá ekki lengur - eftirlitsaðilinn með þeim bönkum.

En frá þessu á náttúrulega enn eftir að ganga!

Það getur margt gerst á þeim mánuðum.

 

Der Spiegel:

Italy and Spain Get Their Way at EU Summit

How Italy and Spain Defeated Merkel at EU Summit

Smart Concessions from a Seasoned Negotiator

 

FT:

Dublin hails eurozone ‘game changer’

Europe agrees crisis-fighting measures

Markets rebound after eurozone deal

 

WSJ:

Euro Zone Sees Single Bank Supervisor

Doubts Linger Despite Show of Euro-Zone Unity

 

Markaðir í Evrópu tóku stórt stökk!

  • In London the FTSE 100 is up 78 points - 1.42pc - to 5371.15.
  • In Frankfurt the DAX 30 rose 4.33pc to 6,416.28 points and
  • Paris' CAC 40 soared 4.75pc to 3,196.65 points.
  • Milan rocketed up by 6.59pc,
  •  Madrid by 5.66pc and
  • Athens by 5.68pc.
  • ...the Dow Jones has finished up 2.2pc, its second-biggest gain this year, to hit 12880.09.
  • Olíuverð fór einnig upp.
  • Evran hækkaði um 2% gagnvart dollar, endaði í 1.2692$

Svo markaðurinn tók stórt bjartsýniskast!

 

Kannski er Merkel hinn raunverulegi sigurvegari vikunnar!

Það er mjög áhugavert að björgunarsjóði evrusvæðis er nú ætlað að verða allsherjar reddari, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að hann fái meira fjármagn en hann nú "fræðilega" ræður yfir þ.e. 500ma.€.

En ESM er ekki enn tekinn til starfa, en skv. Stjórnlagadómstóll Þýskalands, ætlar að skoða hvort reglur um hann, standist þýsku stjórnarskrána - sem mun tefja gildistöku hans a.m.k. nokkra hríð.

• Spanish banks will be recapitalised directly by allowing a €100bn EU bailout to be transferred off Spain’s balance sheet after the European Central Bank takes over as the single currency’s banking supervisor at the end of the year.

• Relief for Spain was accompanied by a pledge to begin purchases of Italian bonds using EU bailout funds to reduce Italy’s borrowing costs with a lighter set of conditions, based on meeting Brussels fiscal targets rather than intrusive IMF oversight.

• A promise was also made to “examine the situation of the Irish financial sector” offering possible relief to Ireland by relieving the government balance sheet debt burden.

• The Spanish bank bailout, to be agreed on 9 July, will initially use the euro’s European Financial Stability Facility (EFSF) before it is transferred into a new permanent fund later this year."

Það er mikill kostur fyrir Spán, að losna við að bera ábyrgð á lánveitingum til banka - enda svo augljóst að spænska ríkið engan veginn getur staðið undir þeirri endurfjármögnun.

En auðvitað, áður en það getur raunverulega átt sér stað, er margt sem um þarf að semja!

  • Einn stór vandi er að ESM eða nýi björgunarsjóður Evrusvæðis, er ekki sérlega stór þegar mið er tekið af umfangi þess vanda sem hann á að glíma við.
  1. En nú hann, auk þess að vera til taks ef aðildarlönd lenda í vanda með eigin skuldir.
  2. Að styðja við bankakerfi aðildarlanda.
  3. Og fara inn á markaðinn fyrir ríkisbréf, og taka upp afskipti af þeim markaði með beinum inngripum, ef útlit er fyrir að land er á leið í vandræði.
  • Spánn er þarna augljósa dæmið!

Ég set aftur inn myndina sem Gavyn Davies hefur sett saman!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img.jpg

  • Eins og fram kemur myndi það kosta cirka 3-falt það fjármagn sem nú er til í ESM, að halda Ítalíu + Spáni uppi í 3 ár!
  • Fræðilega getur ESM þó aðstoðað Spán einan sér um nokkra hríð - með inngripum á markað, og með lánveitingum til spænskra banka!
  • Það verður þá efnahagsleg framvinda Spánar næstu mánuði sem allir munu á horfa!

En Spánn er í versnandi efnahagskrýsu - og ekkert bendir til annars en að haldi áfram að versna!

  1. En Merkel vann einn mikilvægan sigur skv. frétt Der Spiegel, er hún átti fund með Hollande sl. fimmtudag, en þá samþykkti hann að staðfesta "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar.
  2. Það getur því verið rétt, hjá þeim blaðamanni sem telur Merkelu vera sigurvegara vikunnar, að það hafi í reynd verið stærri sigurinn.

Því hinn er alls ekki raunverulega enn í öruggri höfn!

En sá sáttmáli er virkilega drakonískur - og ég hef ekki hugmynd hvernig í ósköpunum, Ítalía á að fara að því, að minnka á nokkrum árum skuldir í 60% út 120%, á sama tíma og Ítalía er í kreppu.

Öll S-Evrópa einnig. En sáttmálinn er einmitt að gera þ.s. ég átti von á, því skv. honum eru nær öll aðildarríki evrusvæðis, að framkvæma viðbótar niðurskurð ríkisútgjalda - beint upp í kreppuna.

Með öðrum orðum, hraðinn á niðursveiflu efnahagslífs landanna - er að aukast, því nær allir skera samtímis.

Og nær engin grið eru gefin!

Ekki að furða að Merkel segist ekki hafa gefið í reynd svo mikið eftir!

Hún ruddi einu hindruninni fyrir "Jafnvægissáttmálann" sinn, sem eftir var - sem skipti máli!

En hótun Hollande að eyðileggja þann sáttmála, var nánast eina takið sem hann hafði á Merkelu, og það virðist hann hafa látið eftir - fyrir mjög lítilfjörlegt samkomulag, um stuðning við hagvöxt.

En Merkel virðist raunverulega halda, að sá sáttmáli sé leið til björgunar - en ég held, að hann muni á endanum jarða evruna!

 

Hvað mun þá gerast?

Með gildistöku "Jafnvægissáttmálans" sennilega á næstunni, mun hann virkjast. Og spennitreyjan sem Merkel heimtar að fá, verður langleiðina komin á leiðarenda.

En fjöldi hagfræðinga hefur bent á hve varasamt það er, að skera niður beint á móti kreppu!

En sú hagfræði sem mest fylgi hefur innan Þýskalands, telur niðurskurð leið til hagvaxtar.

En það álykta þeir með oft mjög sérkennilegum túlkunum á raunverulegum dæmum, t.d. Brasilíu á 10. áratugnum "Program Real" og auðvitað það nýjasta - Eystasaltlöndin. Ekki gleyma, hvernig þeir mistúlka árangur þjóðverja á sl. áratug.

En lönd sem hafa náð með vel heppnuðum hætti að fylgja niðurskurðarstefnu, hafa að jafnan getað það - vegna þess að útflutningsatvinnuvegir hafa tekið upp slakann.

Þá sbr. Brasilíu og Þýskaland, hjálpaði hagstæð hagsveifla í alþjóða umhverfinu, mjög mikið. Þannig, að launalækkanir og annað aðhald, skapaði hratt flr. tækifæri til útflutnings.

Og auknar útflutningstekjur, báru uppi hagkerfið meðan ríkið var að draga sig til baka - ný störf komu í stað þeirra sem fóru.

  1. Vandinn er, að ytri aðstæður eru ekki hagstæðar!
  2. Að auki, man ég þess ekki dæmi að svo mörg og að auki stór hagkerfi, hafi ætlað að fylgja slíkri stefnu öll í einu samtímis.
  3. Maður veltir fyrir sér - hvar öll þessi lönd ætla að finna sér nýja markaði?
  4. Því samdráttaraðgerðir samtímis í nær öllum aðildarlöndum evrusvæðis, þíðir að sá markaður verður að vera annars staðar en innan Evrópu.
  5. Að auki, munu þær aðgerðir auka hlutfall skulda landanna sem hlutfall af hagkerfinu, vegna samdráttar einmitt hagkerfanna - - sbr. gjaldþrot. En sáttmálinn mun þá knýja á sífellt aukinn niðurskurð, eftir því sem samdrátturinn magnast vegna þessara áhrifa. Svo hraðinn á niðurspíralnum fyrir bragðið, magnast eftir því sem lýður.
  • Ef ekki koma ný störf í stað þeirra sem fara - þegar ríkið dregur sig til baka, samtímis því að laun almennt lækka í hagkerfinu, fjárfestingar standa almennt í stað eða minnka því atvinnulíf og almenningur einnig er skuldum vafinn.
  • Þá spíralar hagkerfið niður - og það sífellt meir, því lengur sem stefnunni er fram haldið.
  • Atvinnuleysi mun þá stöðugt aukast og aukast sífellt hraðar. Munum að nasistar unnu stórann kosningasigur 1932 þegar atvinnuleysi náði rúml. 30% í Þýskalandi. Spánn getur náð því ástandi á nk. ári. Hættan á samfélagsóróa er augljós.
  • Svo fóru nasistar í stórfellt eyðsluprógramm þ.e. hervæðingu. Minnkuðu atvinnuleysi með hraði. Urðu fyrir bragðið verulega vinsælir um tíma meðal þýsks almennings.
  • Magnað að þýsk stjv. - einmitt þýsk stjv., sjái ekki þessa hættu.

Það sem mér virðist hafa gerst, er að evrusvæði hefur keypt sér meiri tíma!

En það einungis tryggir að "Stöðugleika Sáttmáli" Angelu Merkelar fær meiri tíma, til að vinna sína vinnu.

Í því, að magna upp kreppuástandið - þvert yfir evrusvæðið.

Þegar eru komin fram fyrstu teikn þess, að atvinnuleysi sé aftur á ný farið að aukast í Þýskalandi.

3 mánuði í röð hefur dregið úr pöntunum til þýskra iðnfyrirtækja.

Samdráttur hefur verið í iðnframleiðslu nú í Þýskalandi 2 mánuði í röð.

Miðað við það, getur verið að Þýskaland mælist með efnahagssamdrátt á öðrum ársfjórðungi.

Frakkland er pottþétt þar statt einnig - vitað er að Spánn og Ítalía munu vera með samdrátt fyrir alla 4 fjórðunga ársins.

  • Það er því alltof snemmt að álykta að evrunni hafi verið reddað!
  • En eftir því sem kreppan ágerist, þá mun sífellt meir fjármagn þurfa að renna út úr ESM.
  • En þ.s. Þýskaland mun einnig vera komið í kreppu - þá munu þjóðverjar hafna öllum beiðnum, um aukið fjármagn í sjóðinn.
  • Þá verður hann væntanlega þurrausinn einhverntíma snemma á nk. ári! Ekki mikið seinna en það. Má vera að það gerist fyrr.

Þá væntanlega þarf aftur að halda stórann neyðarfund - vart þá eftir annað úrræði en að beita Seðlabanka Evrópu.

 

Niðurstaða

Mér sýnist að með samkomulaginu, gefum okkur að því verði fylgt fram þannig að það á endanum taki fullt gildi; hafi Evrusvæði keypt sér gálgafrest. Héðan í frá verður áhugavert að fylgjast með sífellt dýpkandi kreppuástandinu innan Evrópu. En stefna Merkelar gerir sífellt dýpkandi kreppu fullkomlega óhjákvæmilega. Við það, mun þörfin fyrir fjármagn úr neyðarsjóðnum stöðugt aukast. En eftir því sem atvinnuástand heldur áfram að versna á Spáni, Ítalíu einnig - en nú loks er það einnig farið að versna innan Þýskalands. Þá mun markaðurinn aftur fyllast ótta. Og stöðugt meir fé mun þurfa að verja, til að halda Spáni og Ítalíu frá greiðsluþroti. Ekki má gleyma því, að flest bendir til þess að 3. björgunarprógramm Grikklands verði afgreitt í sumar, og að "önnur björgun" Portúgals og Írlands verði afgreidd einhverntíma nk. vetur fyrir jól. Það fé mun einnig renna út úr ESM. Svo hann mun hratt minnka nk. vetur.

Erfitt verður að tímasetja næsta "crunch" en mér sýnist algerlega pottþétt að sá tími kemur.

Þannig að 3-tilvistarkrýsa evrunnar muni koma upp.

Það getur mjög vel verið innan þess árs, svo að þær verði tilvistarkrýsurnar 3 fyrir evruna á þessu sama árinu.

En það getur verið - að friður verði um hríð!

 

Kv.


Lönd evrusvæðis náðu hugsanlega mikilvægu samkomulagi á föstudagsmorgun!

Það er ný frétt á Financial Times: Spain wins restructuring deal for banks

Þjóðverjar virðast hafa veitt hugsanlega mikilvæga eftirgjöf! Þetta gerðist á morgunfundi föstudagsmorgun!

  1. 100 ma.€ lán það sem Spánn hefur verið að óska eftir, mun ekki lengur vera á ábyrgð spænska ríkisins.
  2. Heldur, fari það beint og milliliðalaust til bankanna spænsku. 
  3. Ítalía og Frakkland, muni geta fengið einnig slík milliliðalaus lán fyrir eigin banka.
  4. En skv. samkomulaginu, verður þó einhver bið á því að þessi möguleiki opnist því "the leaders agreed it would come only after the eurozone set up a single banking supervisor to be run by the European Central Bank."

Slíkt sameiginlegt bankaeftirlit, mun þá taka yfir eftirlit með tilteknum kerfilega mikilvægum bönkum. 

Það verður að koma í ljós hversu mikilvægt það samkomulag reynist vera!

Væntanlega kemur meira fram um þetta í fréttum síðar í dag!

En eitt af því sem margir hafa bent á, er þörfin fyrir að aftengja fjármálakrísuna og skuldakrísu aðildarríkjanna.

En fjármálahrun er stóra hættan - sem fellt getur evruna!

Fyrstu viðbrögð markaða virðast jákvæðs skv. frétt!

------------------------------------------

Financial Times er með stöðuga vakt á fundi leiðtoga ESB sem hófst á fimmtudag. Skv. því sem þar kemur fram, þegar ég skrifa þetta, hafa aðilar gengið fúlir og reiðir út af fundarstað.

Fundur hefst aftur á föstudagsmorgun.

Engin niðurstaða náðist í gær, og miðað við ástandið sem rýkti á fundinum - hafa menn ekki nálgast samkomulag. 

Mikil fýla rýkti skv. "a eurozone diplomat said the Italian tactics had soured the summit before Friday’s session, when proposals for short-term measures were to be discussed. “The atmosphere is horrid,” said the diplomat.""

En Mario Monti - Mariano Rajoy og François Hollande, hafa greinilega staðið við fyrirheit þau sem þeir gáfu fyrir fundinn; að beita ítrasta þrýstingi.

Þannig, að það virðist að fulltrúar þjóðverja á fundinum, hafi ekki getað hindrað, að þeirra hugmyndir um að styðja Ítalíu og Spán; væru teknar til umræðu.

Skv. fréttum, funduðu í gær embættismenn fjármálaráðuneyta aðildarríkjanna um málið. 

Ekkert liggur fyrir um það - hvort af slíkri aðstoð verður.

Eða - hvaða form hún myndi taka.

En þ.s. fundi lauk í gær án niðurstöðu, verður málið væntanlega rætt áfram á föstudag.

 

Ítalía og Spánn heimta aðstoð! Strax!

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með, þá vill Mario Monti að björgunarsjóður evrusvæðis verði nýttur, til að kaupa ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu á markaði, til að halda niðri vaxtakröfu beggja landa.

Á fimmtudag stóð krafa fyrir 10 ára bréf í um 7% fyrir spönsk ríkisbréf, og rúml. 6% fyrir ítölsk. 

Hvort tveggja talið ósjálfbært til lengdar.

Annar valkostur er að láta Seðlabanka Evrópu sjá um slík kaup!

Fræðilega getur hann keypt bréf án takmarkana - ef hann prentar fé til slíkra kaupa.

En þjóðverjar fram að þessu, hafa ekki verið til í að umbera kaup fyrir prentað fé.

Hin aðferðin að láta björgunarsjóðinn kaupa - hefur einnig galla, því þá þurfa ríkin að tryggja sjóðnum nægilegt fé.

En óvíst er að - ESFS myndi geta fjármagnað svo umfangsmikil kaup sjálfur á markaði, miðað við núverandi ástand.

Svo má ekki gleyma því, að slík kaup verða mjög - mjög dýr, ef þau standa lengi.

Sjá mjög áhugaverða mynd sem hagfræðingurinn Gavyn Davies birti nýlega á eigin bloggi!

 

Takið eftir að upphæðirnar sem myndi þurfa til ef halda á þessum löndum uppi - eru all svakalegar! Í milljörðum evra!

 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img.jpg

  • Eins og sést, þá þarf Spánn að fjármagna á þessu ári 20,8% af þjóðarframleiðslu, þegar búinn að fjármagna a.m.k. helming þess.
  • Og Ítalía þarf að fjármagna samtals á þessu ári 28,8% af þjóðarframleiðslu.
  • Svo bætist við, ef 2013 er bætt við og síðan 2014. Samtalst út 2014 gerir þessa svakalegu tölu.

Ég held það sé ekki einu sinni fræðilegur möguleiki að þjóðverjar samþykki nokkuð umfram - mjög takmarkað prógramm.

Maður getur ímyndað sér, að tiltekin upphæð verði tekin út fyrir sviga, og lögð ESFS til - svo sjóðurinn geti nýtt hana, til að aðstoða þessi 2 lönd við baráttu þeirra við þ.s. annars er yfirvofandi gjaldþrot.

Því lægri sen sú upphæð er - því minni áhrif mun slíkt útspil hafa!

Upphæðin þarf að nema a.m.k. nokkur hundruð milljörðum evra - tel ég - ef á að kaupa einhvern umtalsverðan tíma, segjum 500ma.€ geti hugsanlega frestað vandanum fram yfir áramót.

 

Þetta er þ.s. stóð til að ganga frá, á fundinum í gær. Og var það fyrst kynnt! En þegar á reyndi, varð ekki einu sinni þetta mál klárað!

EU Approves Jobs, Growth Plan With 10 Billion-Euro EIB Boost

"European Union leaders approved a 120 billion-euro ($149 billion) plan to promote growth in the 27-nation bloc that includes a capital boost for the European Investment Bank." - "The government chiefs agreed on a 10 billion-euro capital increase for the EIB today as a centerpiece of the long-term growth plan, which includes infrastructure financing, tax-policy pledges and more focused use of EU funding. It also calls for project bonds and support of small and medium-sized businesses."

Þetta er auðvitað einungis dropi í hafið - munið að björgunarlán skv. "björgun2" Grikklands, er upp á rúmlega 100ma.€. Sjáið að ofan, hvað myndi kosta að halda uppi Spáni og Ítalíu.

En þetta inniheldur í reynd litla nýja peninga, megnið af þessu fé var þegar til á sjóðum sambandsins, en var ekki notað ekki síst vegna þess, að krísan hefur raskað fjölda fjárfestingaráforma innan Evrópu.

Ekki það að nýta þá peninga geri ekki nokkuð gagn, en miða við umfang vandans - munu áhrifin vart mælast.

----------------------

En þetta gefur ef til vill einhverja hugmynd um umfang þess, sem ríkin ef til vill verða til í að ákveða, þegar kemur að því, að aðstoða Ítalíu og Spán - vegna "tímabundins" vanda á mörkuðum.

 

Italy Withholds EU Growth Pact Approval as It Seeks Debt Deal

"Italian Prime Minister Mario Monti may block the 120 billion-euro ($149 billion) growth initiative announced by European Union President Herman Van Rompuy without an effort to reduce its borrowing costs, two Italian officials said."  - "Italy is withholding its official endorsement as it pushes for collective action at an EU summit in Brussels to push down its bond yields, said the officials who spoke on the condition that they not be named."

Það er augljós örvænting í þessari hótun Monti, að hindra að þetta "útspil" nái fram að ganga.

En sjálfsagt veit hann mæta vel, að ofangreind upphæð skiptir nær engu máli.

En pólitískt myndi það líta ílla út, ef fundurinn endar - og ekki einu sinni þetta útspil, kemur fram.

Sjálfsagt hefur sú hótun því einhverja vikt, þó ekki líklega mikla.

En þetta sýnir þó sennilega, að Monti ætlar að standa við stóru orðin, og berjast fyrir málstað Ítalíu.

 

Skv. frétt Financial Times, enduðu fundahöld dagsins á þessum punkti: 

  1. Engin niðurstaða liggur enn fyrir.
  2. Og Ítalía og Spánn, blokkera litla útspilið að ofan - sem samningsútspil.

 

Niðurstaða

Fundahöld gærdagsins enduðu í algerri sundurþykkju. Rýkti reiði og gagnkvæmar ásakanir. Ástand sem minnkar enn meir ástæðu til nokkurrar bjartsýni um niðurstöðu fundahalda - föstudagsins.

Á leiðinni út af fundarstað, sagði Hollande að umræðum um hugsanlegar stórar breytingar á skipulagi evrusvæðis, hefði verið frestað til nk. október. Þetta lítur ekki vel út.

Sjá einnig frétt Telegraph: Italy and Spain threaten to block 'everything' at tense EU summit

Ég hvet alla til að lesa þessa mjög svo áhugaverðu skýrslu, en ef maður lítur framhjá rósamáli, þá viðurkennir hún í meginatriðum þá gagnrýni sem evran hefur verið undir, í gegnum árin:

Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe

----------------------------

Skv. nýjustu fréttum hafa þjóðverjar veitt hugsanlega mikilvæga eftirgjöf á fundi snemma á föstudagsmorgun.

Það verði heimilað að lána beint og milliliðalaust til banka í vandræðum, þegar búið verður að setja upp sameiginlegt eftirlitsfyrirkomulag með tilteknum kerfislega mikilvægum bönkum, sem Seðlabanki Evrópu myndi þá sjá um.

Þetta er ein tillagan í skýrslu, sem hlekkjað er á að ofan - sem Delors ritaði formála fyrir.

Ekki er enn búið að setja upp þetta eftirlit!

Einhvern tíma mun taka að setja það upp.

Ekki enn ljóst hvenær það verður!

Svo samkomulagið tekur ekki gildi strax.

En svo lengi sem markaðurinn trúir því, að 100ma.€ skuldin muni ekki vera á ábyrgð spænska ríkisins, í framtíðinni, þá mun hún hætta að hafa neikvæð áhrif á vaxtakjör spænska ríkisins.

Svo það virðist að Ítalía, Spánn og Frakkland hafi náð fram því lágmarks samkomulagi sem þau töldu sig þurfa.

Þetta bindur þó að sjálfsögðu ekki nokkurn enda á skuldakrísu ríkissjóðanna.

En ef til vill - a.m.k. um hríð, bjargar evrunni frá því sem var farið að líta út sem yfirvofandi fall!

 

Kv.


Angela Merkel ítrekaði enn eina ferðina, að það komi ekki til greina að samþykkja sameiginlega skuldir í nokkru formi!

Fundurinn stóri sem ekki má mistakast hefst á fimmtudag, og á að standa fram á föstudag eftmirmiðdag. Þó hann sjálfsagt geti dregist á langinn. Mario Monti hótaði á þriðjudag, að láta fundinn dragast fram á sunnudagskvöld - ef það gengur ílla að ná samkomulagi af því tagi, sem hann telur sig þurfa.

Mario Monti (þriðjudag) - "Itali's technocratic prime inister's frustration with Germany surfaced in a combative speec to parliament, saying he would not go to Brussels to rubber-stamp a pre-written document and was ready to extend the two-day summit undit Sunday night if needed to reach agrements before markets reopent on Monday."

Forsætisráðherra Spánar tjáði sig aftur á móti á miðvikudag, og hann sagði:

Mariano Rajoy - sjá - "We can't finance at current prices for too long," - "There are many institutions and financial entities that have no market access. It's happening in Spain, it's happening in Italy and in other countries, that's why this is a crucial issue." - "Mr. Rajoy said he would push for a euro-zone banking and fiscal union at a summit of European leaders on Thursday and Friday. But he added this wouldn't be enough unless the currency bloc agrees on emergency steps to ensure Spain and other troubled economies maintain access to debt markets at reasonable costs."

Rajoy er einfaldlega að segja frá ástandinu eins og það er, að Spánn er í herjans vandræðum, og stutt sé í greiðsluþrot - eins og hann lýsir. Spánn verði að fá aðstoð - hann er að segja HJÁLP!

Því miður verð ég að segja - að ekkert bendir til þess skv. nýjustu yfirlísingum, að leiðtogar evrusvæðis séu að nálgast.

Merkel gekk ekki eins langt í yfirlísingum á miðvikudag og á þriðjudag, en hún hélt ræðu á sambandsþinginu, þ.s. hún samt sem áður - hafnaði með öllu hverju nafni sem það nefnist, að leggja skattfé þýskra skattborgara að veði fyrir skuldir annarra landa, hvort sem það er til að tryggja stöðu bankakerfa eða til að tryggja stöðu einstakra aðildarlanda evru.

Merkel er að hugsa um hagsmuni þjóðverja, ekki heildarhagsmuni evrusvæðis!

Sem leiðtogi Þýskalands er afstaða hennar algerlega rökrétt - séð út frá frekar þröngri túlkun um það akkúrat hverjir þeir hagsmunir eru!

En mér sýnist þetta líklega leiða það fram, að hagsmunir evrusvæðis sem heild - tapa!

Merkel Blasts Euro Partners on Eve of Summit

Angela Merkel dismisses Spain and Italy's pleas for aid

Merkel dubs quick bond solutions ‘eyewash’

Merkel Rebuffs Rajoy Plea, Shuts Door to Euro Area Bonds

Merkel stands firm on euro bonds before EU summit

Merkel rebuffs pleas for debt action on summit eve

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/angela_merkel_1159739.jpg

Svo það virðist óhætt að segja - að ríkisstjórn Þýskalands, afneiti algerlega:
  1. Að gera skuldir sameiginlegar.
  2. Að beita sameiginlegum sjóðum, til að kaupa skuldir annarra landa - til að halda niðri þeirra lántökukostnaði.
  3. Og ekki síst, sameiginlegum innistæðutryggingum. 

Ég sé þess engin teikn, að Merkel og ríkisstjórn Þýskalands - sé að "bluffa."

Þ.e. að þetta sé samningsstaða - til standi að ná sem mestum tilslökunum, og síðan komi peningurinn.

Heldur virkilega meini ríkisstjórn Þýskalands - að ofangreindir þættir komi ekki til greina.

 

Hvers vegna er hún svo ákveðin í "Nei"?

Eitt sem er áhugavert er að afstaða hennar er ennþá vinsæl innan Þýskalands. Og ein skýring er einfaldlega, að hún sé "vinsælda" pólitíkus - sem láti stjórnast af skoðanakönnunum, sem hver eftir annarri tjáir henni - að þýskur almenningur vill ekki taka á sig kostnað.

Hún sé ekki einn af þeim leiðtogum, sem skapi stórar sviðsmyndir og leitist við að leiða fólk þangað, heldur dæmigerður viðbragða pólitíkus - sem einskorðast af skammtímahugsun.

Við skulum ekki gleyma þegar jarðskjálftinn mikli varð í Japan á sl. ári, og það varð kjarnorkuslys þar af völdum risaskjálftans - þá söðlaði hún um á einni nóttu, og ákvað að loka kjarnorkuverum landsins, þó svo að ekki sé mögulegt að í Þýslalandi geti orðið sambærilegar náttúruhamfarir og ekki er ástæða að ætla, að Þýsk kjarnorkuver séu verri eða lélegri en þau japönsku. En allt í einu skapaðist óttabylgja, en í stað þess að útskýra - að ekki væri nokkur hætta á sambærilegri atburðarás í Þýskalandi, þá tók hún eftir breytingunni á almenningsálitinu, og tók skyndiákvörðun að fylgja því nýja almenningsáliti sem fram var komið. Þarna er skýrt dæmi, að Merkel söðli snögglega um, þegar vindur almenningsálitsins breytist skyndilega.

Germans back euro by small majority, poll finds

Nokkrar áhugaverðar niðurstöður:

  1. 43% þjóðverja styðja evruna.
  2. 41% vilja frekar markið.
  3. 51% þjóðverja eru hlynntir ESB aðild.
  4. 28% þjóðverja eru á móti ESB aðild.
  5. 64% þjóðverja telja evrukrýsuna mestu efnahagsógnina fyrir Þýskaland.
  6. 67% þjóðverja, telja að ríkisstjórm Þýskalands, sé líkleg að leiða þjóðina í rétta átt, þegar kemr að framtíð ESB og evrusvæðis.

Það er nefnilega hin áhugaverða staðreynd, að innan Þýskalands nýtur stefna Merkelar stuðnings almennings.

Og þ.e. einmitt þess vegna - sem Merkel mun ekki gefa litla fingur eða nöglina á litlu tá.

Þingkosningar eru eftir ár - - ég er 100% viss að Merkel mun tapa þeim, því þá verður Þýskaland komið í alvarlega efnahagskreppu.

Og Merkel verður kennt um hana!

En akkúrat núna - nýtur stefnan stuðnings heima fyrir, Merkel virðist traust í sessi.

Og hún með bæði augu á almenningsálitinu, læsir sig á þá stefnu er nýtur vinsælda heima fyrir.

 

Svo má ekki gleyma "hleypidómum" á grunni kolrangrar hagræði

En eitt sem vekur athygli er það orðalag sem hún notar um hugmyndir Mario Monti, og ímissra annarra.

"Our work must convince those who have lost confidence in the euro zone, not by self-deception and sham solutions but by fighting the causes of the crisis,"

Þannig afgreiðir hún þær hugmyndir - verð að segja, ruddalega!

"Joint liability can only happen when sufficient controls are in place. I would point out that neither the federal government and states in Germany nor countries like the United States or Canada have total joint debt liability for the bonds they issue."

Þetta með Bandaríkin er mjög villandi málflutningur hjá henni, en þ.e. sannarlega rétt að fylkin ábyrgjast ekki skuldir hvers annars. Í staðinn hafa Bandaríkin alríki og það sér um eitt og annað sbr. atvinnuleysisbætur sem greiddar eru af alríkinu, síðan eru það stuðningskerfi við aldraðra MedicCare og MedicAid, sem tryggja þeim sama stuðning hvar sem þeir búa. Þetta felur í sér mjög mikinn stuðning í reynd fyrir t.d. svæði með atvinnuleysi, en þá koma bæturnar utan frá en ekki af skattfé þess fylkis, og sama á við svæði þ.s. mikið er af gömlu fólki, að þá streymir þetta fé inn frá alríkinu. 

Þetta felur í sér mjög mikinn stuðning við fátækari svæði. Að auki hafa Bandaríkin seðlabanka sem viljugur er til að beita sér að fullu, og sem má veita einstökum fylkjum neyðarlán ef þau komast í vandræði.

Alríkisstjórnin, hefur líka í tilvikum aðstoðað fylki í skuldavandræðum.

"What we need instead to develop a union of stability is more enforcement rights on the European level when budget rules are breached," she said. "I will sound out in Brussels whether other member states are prepared to go down such a path, including making the necessary treaty changes."

Þrátt fyrir 3 ár í krýsu - þá vill hún enn leiða löndin enn dýpra inn í sömu blindgötuna!

Það eina sem hún sér - er harðari beisli og axlabönd.

Elítan sem stýrir Þýskalandi, þverneitar að horfa á vandann með öðrum gleraugum, en þeim að þetta sé vegna ríkishalla og skuldasöfnunar.

Algerlega er horft framhjá því, að t.d. á Spáni hafa ríkisskuldir fram að þessu verið lægri en í Þýskalandi. Ítalía er með hærri afgang af frumjöfnuði ríkisreiknings, en Þýskalands sjálft - en vegna þess að skuldir eru 120% er greiðslubyrði það þung, að heildardæmið er í halla.

Á Spáni er raunverulegi vandinn skuldakreppa almennings og fyrirtækja, sem lamar hagkerfið - og leiðir síðan til vanda innan bankakerfisins, vegna gríðarlegra útlánatapa.

Að pína Spán mitt í slíkum vanda, til þess að fara í mjög harkalegan niðurskurð áður en hagkerfið er byrjað að rétta við sér - í aðstæðum, þ.s. allt hagkerfið er svo skuldum vafið þvers og kruss; mun frekar augljóslega framkalla mjög alvarlegt ástand efnahagshruns þar.

En spænska hagkerfið er eins og spilaborg þessa stundina - staðan mjög viðkvæm, þörf á nærgætni.


Hvað er þá unnt að gera?

Mér sýnist Þýskaland í reynd útiloka allar skammtímareddingar - hverjum nöfnum sem þær nefnast.

En hugmyndir Merkelar, að setja fyrst upp svokallaða sameiginlega hagstjórn - sem er ekki það sama og þ.s. Bandaríkin hafa, en Merkel er bara að tala um að setja mjög ströng beisli og axlabönd á aðildarríki evru. 

Svo að ekki verði mögulegt að brjóta markmið um ríkishalla og skuldir - það verði sjálfvirkar refsingar, og Framkvæmdastjórnin geti kært ríkisstjórnir fyrir Evrópudómstólnum!

Galli við slíkt fyrirkomulag - að slík hagstjórn er gersamlega "pro cyclical" - áhugavert, í reynd mjög í takt við hagstjórn þá sem ríkti á 4. áratugnum, og sem Kanes gagnrýndi mjög fyrir að hafa gert kreppuna "verri."

Áhugavert að sagan þannig endurtaki sig. En "pro cyclical" hagstjórn, einmitt heimilar ríkinu að eyða þegar tekjur eru góðar því þá er nægur peningur, en síðan neyðir fram harðan niðurskurð þegar næsta kreppa skellur á.

Þetta gerir toppana hærri og dalina dýpri sbr. "pro cyclical."

--------------------------------------

Mér sýnist lokaúrræðið vera Seðlabanki Evrópu.

En Merkel hefur a.m.k. ekki tjáð sig að ráði um þá stofnun undanfarna daga.

Fræðilega getur hann haldið Ítalíu og Spáni á floti.

Rajoy er t.d. að biðja um annaðhvort stuðning þaðan eða frá aðildarríkjunum.

Merkel í reynd útilokar stuðning frá aðildarríkjunum - nema í formi svokallað "björgunarprógamms" en þau hingað til alltaf gera stöðuna verri.

Svo þá er bara hugsanleg beiting Seðlabankans eftir sem fræðilegur valkostur.

Því miður eru þjóðverjar líklegir einnig til að leitast við að hindra beitingu hans.

En mér sýnist þýska elítan sem er við stjórn - raunverulega halda, að lausnin liggi í því að aðildarríkin fylgi hörðum niðurskurði nægilega einarðlega!

Það er bent á Eystrasaltlöndin sem sönnun - þó mjög fljótlegt sé að sjá, að sambærilegur hagkerfis samdráttur og þau gengu í gegnum þ.e. á bilinu 20-25% myndi framkalla óleysanlega skuldakrýsu fyrir hver einasta land S-Evrópu.

Pælið aðeins í því, hvað gerist fyrir Ítalíu með 120% skuldir, ef skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu aukast um 1/5 - 1/4, vegna samdráttar hagkerfisins eins og sér.

Það yrði annar kostnaður, líklega endurfjármögnun bankakerfis - viðbótar halli á ríkissjóði.

Þetta er ekki minna augljóslega ófært fyrir Spán með þ.s. verður 90% skuld, eftir að hann tekur 100ma.€ björgunarlán fyrir bankana.

Ekki gleyma, að bæta við um 10% við atvinnuleysið. Sem þegar er um 25% á Spáni.

Heinrich Brüning í Þýskalandi sem var kanslari Þýskalands frá 1930-1932 fylgdi mjög harðri niðurskurðarstefnu, og árangur var rúmlega 30% atvinnuleysi og kosningasigur nasista 1932.

Þetta er leikurinn af eldinum!

Ég virkilega skil ekki - af hverju þýska elítan sér ekki hættuna!

Ps: Hvað gerðu síðan nasistar er þeir komust til valda? Þeir tóku upp gríðarlegt eiðsluprógramm - hervæðingu. Þannig minnkuðu þeir hratt atvinnuleysi. Þannig bötnuðu kaup og kjör alþýðu framanaf undir þeirra stjórn. Árin 1934 - 1938 var nasistastjórnin því mjög vinsæl. 

 

Niðurstaða

Ég er gríðarlega skeptískur á útkomuna af leiðtogafundi aðildarríkja ESB sem hefst á fimmtudag, og er ætlað að standa fram á eftirmiðdag eða kvöld á föstudag. En má vera að standi lengur - sbr. hótun Mario Monti að láta fundinn standa fram á sunnudagskvöld.

Það virðist afskaplega ólíklegt að fundurinn leiði fram nothæfa niðurstöðu.

Miklu mun líklegra en ekki, að fárviðri muni ríkja á mörkuðum frá og með nk. mánudegi.

Ásamt því að flóðgáttir flótta fjármagns frá ríkjum S-Evr. munu þá væntanlega opnast fyrir alvöru.

Vegna þess hve þjóðvejrar kyrfilega loka á flestar lausnir - virðist mér einungis eitt spil vera mögulega eða hugsnlega eftir að spila.

Það er Seðlabanki Evrópu.

En þá þarf að nást samkomulag um að beita honum.

Án þess að fá slík skilaboð frá aðildarríkjunum - mun líklega ekkert stórt úspil þaðan koma heldur.

Og ef svo fer - þá stefnir virkilega sýnist mér, í brotthvarf evrunnar!

 

Kv.


Angela Merkel - engin evrubréf eins lengi og ég lifi!

Það er magnað að fylgjast með þessu. En í stað þess að nálgast sátt. Virðist sem að leiðtogar evrusvæðis séu að fjarlægast hana. Og hver dagurinn eftir öðrum, færir þá að því er virðist - lengra í sundur.

 

Bilið milli leiðtoga Evrusvæðis fyrir fundinn mikilvæga "breikkar enn"

Tveir fjölmiðlar heimsins vitna nú í orð Angelu Merkel sem hún lét frá sér á þriðjudag!

Merkel buries euro bonds as summit tension rises

""I don't see total debt liability as long as I live," she was quoted as saying, a day after branding the idea of euro bonds "economically wrong and counterproductive"."

Angela Merkel rules out eurobonds for 'as long as I live'

Ummælin lét Merkel falla í fundi sem hún átti með þingmönnum samstarfsflokks síns í ríkisstjórnarsamstarfinu innan Þýskalands. En Merkel hefur nú dag frá degi, verið að stigmagna "neitun" sína gagnvart "sameiginlegum skuldum" í hvaða mynd eða formi.

Monti lashes out at Germany ahead of summit

Á sama tíma, knýja forsætisráðherrar Ítalíu og Spánar mjög fast á um einmitt þörf á slíku, og Mario Monti lét einmitt sama dag, hörð orð falla á ítalska þinginu - þ.s. hann lofaði að berjast af ítrustu hörku fyrir hugmyndum sínum, sem fela akkúrat í sér sameiginlegar skuldbindingar.

Merkel hefur einnig ítrekað hafnað hans hugmyndum, eins og ég sagði í gær, líkur á samkomulagi fara ekki "sjáanlega" batnandi, heldur þvert á móti!

"Itali's technocratic prime inister's frustration with Germany surfaced in a combative speec to parliament, saying he would not go to Brussels to rubber-stamp a pre-written document and was ready to extend the two-day summit undit Sunday night if needed to reach agrements before markets reopent on Monday."

Monti er þekktur fyrir að vera mildur í framgöngu, en sannarlega ákveðinn einnig - enda eftir allt saman sá hann um samkeppnismál innan Framkvæmdastjórnarinnar á sínum tíma, og vakti stjórnun hans verulega athygli svo ekki sé meira sagt. Það má örugglega reikna með að honum sé alvara!

"Italian officials close to the government said they were extremely concerned how markets might react Monday if the Brussels talks fail to break new ground. The summit was heading towards "complete uncertainty", Mr Monti said."

Mér sýnist af rauðlituðu orðunum sem höfð eru beint eftir Monti, að hann sé að sjá það sama og ég, að fundurinn lítur stöðugt verr og verr út.

Og mjög eðlilega óttast hann viðbrögð markaða nk. mánudag!

Monti er enginn asni - og þau viðbrögð verða pottþétt "harkaleg" - ef!

 

Merkel og Hollande ætla að hittast á miðvikudag 27. til að ná fram einhvers konar samkomulagi þeirra á milli?

Hollande pressed to show his hand

Í tíð Sarkozy, þá hittust Merkel og hann reglulega, og lögðu svo fram sameiginlega yfirlísingu á næsta fundi - sem aðrir þurftu að kokgleipa.

En Hollande hefur verið að hegða sé með öðrum hætti, þ.e. hann hefur í reynd safnað liði gegn Merkelu, með því að tala sig saman með Rajoy á Spáni og Monti á Ítalíu. Að auki hefur hann AGS í reynd í sínu liði, með fyrrum franskan ráðherra sem æðsta yfirmann, Lagarde.

Að auki, áttar Hollande sig örugglega á því, að Frakkland hefur ekki efni á að Ítalía og Spánn fari í gjaldþrot - heldur verði hagsmuna Frakklands vegna, að halda báðum löndum einhvern veginn á floti.

Þá kemur hugmynd Monti til sögunnar!

En hún er alls ekki óframkvæmanleg - en myndi verða mjög dýr ef beitt lengur en í skamman tíma.

Ég hef trú á að Hollande geri ekkert Sarkozy samkomulag við Merkelu á þeim fundi.

Heldur verði látið brjóta á málum á aðalfundinum sjálfum!

Merkel veit greinilega af þessu - sem líklega skýrir stöðugt stigmögnun þess orðalags sem hún beitir á síðustu dögum, til að hafna þeim hugmyndum með öllu.

 

Málið er að Spánn og Ítalía verða að fá stuðning!

Ég sé enga leið til þess, að þau lönd komist hjá gjaldþroti - meðan þau framkvæma niðurskurðarleið Angelu Merkel, ef þau fá ekki á sama tíma aðgang að mjög ódýru lánsfé.

Síðar meir mætti beita aðferð sem Bretar hafa beitt þrisvar beitt síðan á 18. öld, þ.e. útgáfa 100 ára skuldabréfa.

Ef þau fá ekki slíka aðstoð - verða þau bæði gjaldþrota, er þau reyna að beita innri niðurskurðarleið Merkelar.

Það skiptir ekki megin máli fyrir þau - hvort þetta er gert með því, að björgunarsjóður evrusvæðis myndi kaupa þeirra ríkisbréf á mörkuðum á undirverði, til þess að skapa það ástand.

Eða, að það væri Seðlabanki Evrópu sjálfur sem væri látinn framkvæma þau kaup - þá yrði að heimila honum að gera það fyrir prentað fé, og líklega til að hann fáist til þess - þarf að lofa Seðlabankanum að reglum verði breitt -þ.s. það tekur tíma- síðar, afnumið bannið við því að hann veiti aðildarríkjum svipaða lánaþjónustu og hann veitir bönkum.

Þess vegna trúi ég mæta vel Mario Monti - að hann muni berjast af hörku á fundinum, að það muni fleiri, m.a. Hollande - því eins og ég sagði, Frakkland sjálft má ekki við því að Ítalía lendi í þroti.

Þannig, að varnarlínan fyrir Frakkland sjálft er Ítalía. 

Þess vegna mun Hollande sennilega ekki gera sér samkomulag við Merkel!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/mervyn_king.jpg

Mervyn King seðlabankastjóri Bretlandseyja, var ómyrkur í máli, orð hans eru áhugaverð!

Recovery still five years away, Mervyn King warns

King warns MPs crisis not even half over

Hann er í reynd að segja, Bretland sé statt í tíndum áratug.

Annað merkilegt - er að hann segist ný búinn að henda hagspá fyrir Bretland sem Seðlabanki Bretlands gaf út fyrir einungis 6 vikum síðan.

Segir óvissuna slíka - að hagspár séu ómögulegar!

"“When this crisis began in 2007, most people did not believe we would still be here. I don’t think we’re yet half way through this. I’ve always said that and I’m still saying it. My estimate of how long it will take to recover is expanding all the time."

“We have to regard this as a long-term project to get back to where we were, but we’re nowhere near starting that yet. We’re in a deep crisis with enormous challenges.”

"“In the last six weeks... I am struck by how much has changed since we produced our May inflation report,” - "Over two years now we have seen the situation in the euro area get worse and the problem being pushed down the road.”

"I have no idea what is going to happen in the euro area." - "It is impossible to imagine a situation in which you just do not know what the situation will be in a part of the world that is close to you and is half of your trade. And that makes it impossible to engange in any sensible forecasting."

Mikill mannamunur milli okkar Seðlabankastjóra og Mervyn King - en nýlega voru okkar helstu bankastofnanir að gefa út sýnar spár fyrir árið og það næsta, eins og að engin óvissa sé til staðar.

 

Niðurstaða

Það er sorglegt að fylgjast með málum á evrusvæði. En jafnvel enn á þessum tímapunkti er unnt að hindra algeran skell. Einn fræðilegur biðleikur er einmitt hugmynd Mario Monti, að dubba upp björgunarsjóð evrusvæðis til að kaupa bréf Ítalíu og Spánar, halda uppi markaðsvirði þeirra.

Fræðilega má ákveða slíka aðgerð, gefa henni ákveðið fjármagn - t.d. 500ma.€.

Það fé yrði síðan gert að skuld allra, með útgáfu takmarkaðs magns skulda út á sameiginlega ábyrgð allra landanna.

Auðvitað er sú upphæð hvergi nærri nóg! En þetta gæti fræðilega keypt einhvern tíma - kannski hálft ár.

Ég er að tala um þetta - sem algera lágmarksaðgerð!

Þann tíma væri unnt að nýta, til að útfæra lengri tíma lausnir nánar!

En núna verður að framkvæma skammtíma reddingu - sem er nægilega stór.

Eða, það verður sankallað fárviðri á mörkuðum í næstu viku.

 

Kv.


Stefnir í að neyðarfundur leiðtoga evrusvæðis sem ekki má mistakast, það einmitt geri!

Það virðist hreinlega stefna í niðurbrot evrunnar. Með hvaða hætti? Líklegast er að það eigi sér stað með þeim hætti - fyrst í stað - að evrusvæði klofni í lokuð hólf. Þá á ég við, að lönd í vanda eins og Spánn, loki á flutninga á fjármagni yfir landamæri, mjög líklega skömmu síðar - jafnvel innan sömu viku, Ítalía. Svo myndi mjög fljótt önnur lönd í S-Evrópu neyðast til að gera slíkt hið sama.

Það getur hugsanlega allt gerst innan sömu vikunnar. Svo er það löndin í N-Evrópu. En þangað mundi flóð peninga leita. 

Og það má vera að þau muni einnig setja á höft, en þá frekar á innstreymi en út. Þannig, að á einni til tveim vikum, getur það verið búið - að frjálsir fjármagnsflutningar taki enda.

Áfram er hvert land með evru - en nú fer hvert fjármálakerfi fyrir sig að þróast í sjálfstæðar áttir. Það getur þítt, eða mun líklega þíða, ólíka verðþróun.

Um leið og að þessum punkti er komið - - verður mjög líklega ekki aftur snúið.

Þetta er mín persónulega sviðsmynd - - með tíð og tíma, myndu löndin hvert eftir öðru, endurvekja sinn gamla gjaldmiðil.

Heildarferlið gæti tekið allt að 2 ár, frá því að það ástand myndast - að evran er inni í lokuðum hólfum.

En höftin væru biðleikur - sem unnt er að grípa til, sem redding á neyðarstundu.

En þróunin yrði líklega sú, að þau myndu reynast mjög lek, þannig að fjármagn myndi áfram leka úr löndum, þaðan sem það vill flýgja - þannig að þau yrðu fyrst til að hefja prentun eigin peninga.

Því valkosturinn væri - peningaþurrð sem getur endað í "barter" eða upptaka eigin peninga, þá er meginhættan "verðbólga" sem er þó mun skárra ástand, en að peningar séu vart lengur til innan hagkerfisins.

Þá grasserar svarti markaðurinn sem aldrei fyrr - tekjur ríkisins hrynja mjög saman, því það getur mjög erfiðlega skattlagt "barter."

Ef á að verja félagleg þjónustukerfi, væri gersamlega óhjákvæmilegt að taka á ný upp eigin gjaldmiðla í þeim löndum.

Og eftir því sem þeim myndi fjölga - og flr. hætta alveg með evruna, því meir magnast tapið í bönkum sem eiga eignir í öðrum löndum í evrum, sem verður þá boðið að fá greitt í pesetum eða drögmum eða lírum o.s.frv.

Og ef allir hætta, þá verður það væntanlega útkoman, þ.s. evran hættir þá að vera til, að af skuldbindingum verður greitt í gjaldmiðli hvers lands - skuldum sem tilheyra hverju hagkerfi þó svo þær séu í eigu erlendra banka, verða þá hluti af því gjaldmiðilsskerfi.

Það er eina leiðin - að binda enda á það "kaos" sem mun upp spretta. Lagalega kaos.

En tapið verður óskaplegt!

Upphæðirnar eru svo svimandi - að fólki örugglega sundlar!

Takið eftir, innistæður í bankakerfi Evrusvæðis: 17.000ma.€.

Og heildareignir bankakerfis Evrusvæðis: 34.000ma.€.

Til samanburðar, landsframleiðsla samanlagt 2011 á evrusvæði: 9.410,73ma.€

Heildarþjóðarframleiðsla Þýskalands 2011: 2.570ma.€.

  • Umfang bankakerfis evrusvæðis er 3,6 föld þjóðarframleiðsla alls svæðisins.
  • Og innistæður eru, einungis 1,8 föld þjóðarframleiðsla sameinaðs evrusvæðis.

Þessir peninga munu miklu leiti gufa upp!

Myndin sýnir hvað fellur á Þýskaland - þegar evran dettur um koll!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/germany_total_claims_within_the_ez_system.jpg

"Even if Germany is willing, it's too small to save the eurozone on its own, according to analysts at Lombard Odier. In a note published today, Stephanie Kretz says Germany cannot support ailing eurozone economies without its debt burden rising "explosively": "With €17 trillion of deposits and a total asset base of €34 trillion, the eurozone banking system dewarfs the €1.2 trillion German tax base [...] Yet, Germany is putting vast sums of money into the eurozone rescue system, acting as if it can prevent the GIIPS countries (Greece, Ireland, Italy, Portugal, Spain) from defaulting. The chart shows Germany's total claims within the euro system as a percentage of its GDP...According to the IFO institute, German losses via all European bail-out funds if the GIIPS countries were to default amount to €704bn. Whilst this would not bankrupt the country, this would apply a very worrying increaqse in Germany's debt to GDP ratio."

 

Ágreiningur leiðtoga evrusvæðis virðist magnast fremur en hitt, á sama tíma og klár andstaða við þær aðgerðir sem klárt þarf, ef bjarga á málum - magnast í fj. aðildarríkja!

Bendi á mjög góða grein Der Spiegal International:

The Disastrous Consequences of a Euro Crash

Sjá einnig grein mína frá sl. sunnudag: Enn einn misheppnaði fundurinn krystallar ágreining leiðtoga Spánar, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands!!

 

Eitt er t.d. ljóst - að einungis er mögulegt að bjarga málum með: 

  1. Prentun.
  2. Eða búa til Bandar. Evrópu.

En samtímis er klárt, að andstaðan við slíkar hugmyndir fer hratt vaxandi!

--------------------------------------

Sjá t.d.: Anti-austerity mood strikes Dutch voters

Vandamál evrusvæðis eru allt í einu orðin meginkosningamálið í Hollandi, og fylgi fer hratt vaxandi við - stefnumörkun sem myndi ganga þvert á þá stefnu sem ríkisstjórn Þýskalands hefur verið að standa fyrir; þ.e. líkur á að Holland eins og Frakkland, muni taka aðra stefnu eftir kosningar.

Svo það eru komnar vöflur á forsætisráðherrann - sem nú vill allt í einu bakka með aðgerðir, sem hann hafði áður lýst yfir. 

Að auki, hafa bæði megin hægri flokkurinn og megin vinstri, lýst yfir einarðri andstöðu við hugmyndir - um frekara afsal sjálfstæðis.

Svo alveg sama hvort verður hægri- eða vinstristjórn í Hollandi, munu hollendingar hafna frekara samruna.

Það er nánast val um að - hverfa frá evrunni! Hvort sem þeir átta sig á því eða ekki!

"Mr. Rutte - "I don't believe in a Europe where you hand over sovereignty," -"Mark Harbers, the Liberal's finance spokesman, told the Financial Times the Netherlands would resist "more political intergration, an unconditional banking union or eurobonds." - "And on Saturday Mr Rutte disavowed some of the austerity measures promised in the government's 2013 budget to meet EU deficit limits, saying he would find different ones if he won the election, possibly including billions in cuts to development aid."

"Ewout Irrgang the Socialist' finance spokesman" - "We're no supporters of a European political union. We don't want a United States of Europe."

--------------------------------------

Þessi dásamlega mynd sem sýnir Merkel rífast við Mariano Rajoy og François Hollande í beinni fyrir framan fjölmiðla heimsins, meðan Mario Monti stendur eins og ílla gerður hlutur!

 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/merkel_rajoy_hollande_monti.jpg

Þetta sagði Merkel þann dag: ""Each country wants to help but if I am going to call on taxpayers in Germany, I must have guarantees that all is under control. Responsibility and control go hand in hand,"" - ""If I give moneystriaght to Spanish banks, I can't control what they do. That is how the treaties are written,""

Þetta sagði Hollande þá: "There will be no transfer of sovereignty without greater solidarity, " he said acidly." - - hótar að hindra allar breytingar á stjórnkerfi evrusvæðis, nema að hann fái fyrst Merkelu til að samþykkja, verulegar tilhliðranir við Ítalíu, Spán og Frakkland. En þau 3, hafa ekki áhuga á að fara í það spennitreyju kerfi sem Merkel hefur hannað, og þ.e. þ.s. hún meinar, þegar hún hafnar að afhenda peninga án skilyrða - þ.e. kerfið sem felur í sér afhendingu sjálfstæðis gegn afhendingu peninga. Þeir eru ekki alveg til í að láta Þýskaland, ráða yfir sér! Og Þýskaland vill ekki afhenda peninga, nema að það ráði yfir því - hvernig þeir peningar eru notaðir!

Hvað sagði svo Merkel á mánudag, daginn eftir sunnudagsfundinn með þeim félögum?

Merkel Hardens Resistance to Euro-Area Debt Sharing

Orð hennar sína að hún hefur ekki gefið eftir "tánögl."

"Merkel, speaking to a conference in Berlin today as Spain announced it would formally seek aid for its banks, dismissed “euro bonds, euro bills and European deposit insurance with joint liability and much more” as “economically wrong and counterproductive,” saying that they ran against the German constitution."

"Merkel said. “I say quite openly: when I think of the summit on Thursday I’m concerned that once again the discussion will be far too much about all kinds of ideas for joint liability and far too little about improved oversight and structural measures.”"

"“Liability and control have to be in balance,” she said. “So the goal has to be a political union in which the standard is whatever is the best, not mediocrity.”"

  • Eitt vandamálið er - að Merkel vill bara tala um framtíðar-ráðstafanir. Sem tekur marga mánuði til upp í einhver árafjöld, að hrinda í framkvæmd.
  • Meðan að vandi evrunnar nú - er bráðavandi, sem þarf reddingu á þegar í stað, ekki einhverntíma á næsta ári eða þarnæsta.

Auðvitað getur verið - að hún ætli sér að vera veggurinn sem allt brýtur á.

Og er hún hefur fengið allt sitt fram, fái menn þær aðgerðir sem beðið er um - en þá verður evran væntanlega hrunin!

  • En eitt er ljóst, að hugmyndir hennar þ.s. hún segir, að fyrirmyndin eigi að vera sú besta - þá meinar hún Þýskaland - getur ekki gengið upp.
  • Það geta ekki öll löndin orðið eins og Þýskaland - það er ekki bara að ekki er tími til þess, það er ekki heldur vilji til þess í hinum löndunum, að verða eins og Þýskaland.
  • Fyrir utan, að niðurskurðarleiðin - sem hún vill fara, og hefur ekki gefið eftir enn tánögl gagnvart, er gersamlega ófær fyrir þjóðir sem skulda svo óskaplega mikið - eins og þjóðir S-Evrópu gera.

Reynið að ímynda ykkur, Ítalíu - að ef hennar hagkerfi skreppur saman um 20-25% eins og hagkerfi Eystrasaltlandanna gerðu, auk 10% viðbót á atvinnuleysi.

Ímyndið ykkur Spán þegar með um 25% atvinnuleysi.

Sjáið fyrir ykkur ríkisskuldir þeirra aukast um 1/4 eða 1/5, og sennilega nær helming a.m.k. þegar allt er talið.

Það er mikill munur að vera í upphafsskuldastöðunni milli 20-30% eins og var með litlu Eystrasaltlöndin, þess vegna var það hægt!

Það er eins og að enginn, alls enginn, skilningur sé innan Þýskalands - að efnahagsplanið er ófært fullkomlega með öllu.

Og harða andstaðan sem er að brjótast fram í Frakklandi - með Hollande í broddi fylkingar, er ekki síst vegna þess, hve augljóslega fullkomlega óframkvæmanlegt það er.

Að auki ekki síst, vegna þess að það mun einnig óhjákvæmilega leiða fram ríkisþrot Frakklands.

Afstaðan er að harðna - mjög sjáanlega.

Og viljinn til að ná samkomulagi - fer að því er virðist hratt minnkandi!

--------------------------------------

Útspil Framkvæmdastjórnarinnar er eins og "álfur út úr hól" í þessu samhengi!

Delors and Schmidt back eurozone debt agency

EU could rewrite eurozone budgets

Allt útspilið virðist fylgja grunni hugmynda Merkelar um "sameiginlega hagstjórn" sem byggist að því er virðist, fyrst og fremst á mjög stórfellt aukinni yfirsjón stofnana ESB með því, að aðildarríki evrusvæðis muni í framtíðinni - fylgja þeirri hagfræðilegu spenniteygju sem Merkel vill að öll aðildarríkin fylgi; þ.e. stefnan sem ég segi að ofan "fullkomlega óframkvæmanlega."

Og takið eftir þessum dásamlega texta: "A group of leading European figures are to propose creating a debt agency to issue commonly backed eurozone bonds in return for governments ceding more control over national budgets." - "The core principle should be: sovereignty end when solvency end." - "the economist write in a 49-page report to be published on Tuesday." - "At the same time, the euro area as a whole should ensure that adequately priced access to sovereign financing is generally possible, also in crisis time."

Maður getur séð fyrir sér François Hollande fölna við tilhugsunina!

En það er svo gersamlega ljóst - að stefnan, mun framkalla röð gjaldþrota Spánar, svo Ítalíu og þá kemur röðin að sjálfu Frakklandi.

Þess vegna var Hollande að tala um "solitarity" þ.e. heimtar peningana á borðið núna, en ekki gegnt því sem í reynd yrði - afnám sjálfstæðis Frakklands sjálfs.

Ég er að tala um raunverulegt afnám þess!

Í slíku ástandi, myndi Þýskaland í reynd ráða öllu!

Ef maður ímyndar sér, að kerfið hryndi ekki sem það gerir, en þá myndi Merkel ráða nánast ein - því öll hin stóru löndin væru búin að afhenda sjálfstæði sitt til stofnana ESB, því í reynd til Þýskalands því Þýskaland myndi vera þar innan við þær aðstæður nær einrátt.

--------------------------------------

Evrusvæði yrði "Pax Germanicum."

Þess vegna - því þetta er orðið að sjálfstæðismáli:

  1. Munu Frakkland - Ítalía og Spánn, hafna þessari leið.
  2. Og Merkel mun hafna þeirra tillögum.
  • Og fundurinn sem ekki má misheppnast - mun einmitt það gera!

 

 

Niðurstaða

Það virðist virkilega stefna á að evran sé á leið í sögubækurnar, sem misheppnuð tilraun - sem nokkurs konar ofris svokallaðrar samrunaþróunar; sem leiddi til hruns hennar. Líkurnar eru sterkar á þeirri útkomu, þó ekki sé útilokað að ESB lifi af í smættuðu hlutverki.

Horfið væri til baka, til þess tíma er það var einungis Evrópubandalagið þ.e. megni til frýverslunarbandalag.

En hættan er að það springi alveg í tætlur, og við taki algerlega ný sviðsmynd.

--------------------------------------

Hvað gerist í næstu viku? Sú vika verður líklega spennandi. En ég á ekki von á að það gerist þá strax, að evrusvæði klofni í einingar utan um hver ríki fyrir sig. Heldur, reikna ég með að þá fari fyrir alvöru að bera á auknum flótta fjármagns frá S-Evrópu til N-Evrópu.

Að auki, mun sennilega vaxtakrafa Spánar hækka um vikulok í kringum 8%, krafa Ítalíu getur þá farið nærri 7% jafnvel í 7%. Með öðrum orðum "hröð contagion."

Svo er það spurning hvort það tekur einhverjar vikur eða skemmri tíma, fyrir fjármagnsflóttann að ágerast svo hann verði að slíku flóði, að löndin verði hvert og eitt fyrir sig, að setja á höft.

Má jafnvel vera, að Þýskaland geri það sjálft á undan sumum - þá á innflæði. 

En atriði sem þarf að fylgjast með - er hve hratt lausafé streymir út úr "Target2" kerfinu, sem megni til er haldið uppi af Þýskalandi - - en Þýskaland, gæti ákveðið að skrúfa fyrir kranann, svo að skuldbindingar sem falla á Þýskaland sjá mynd að ofan blási ekki hratt út, sem mun einmitt gerast - - ef fjármagnsflótti verður að flóði! Ef Þýskaland skrúfar fyrir þann krana - geta lönd með fjármagnsflótta ekki lengur fjármagnað hann í gegnum seðlabankakerfið. Og þá einnig, er það kerfi hrunið. Þá neyðast þau lönd, að hefja prentun eigin peninga eins fljótt og þau geta.

Danmörk - Sviss og nokkur lönd með eigin gjaldmiðil, munu líklega taka upp drakoníska aðgerði, til að berjast við innflæði peninga.

Bæði lönd hafa lýst yfir, að þau muni beita "neikvæðum vöxtum" þ.e. "þú mátt koma með peninginn inn en þú greiðir varðveislugjald."

Spennandi tímar eru að fara í hönd!

 

Kv.


Ný ríkisstjórn Grikklands virðist vera að yfirgefa björgunaráætlunina!

Ég tek fram að ég átti ekki von á neinni byltingu með gömlu flokkana aftur við völd, en hin nýja gríska ríkisstjórn skv. frétt Wall Street Journal, virðist vera að taka þegar á fyrstu dögum ákvarðanir, sem líklegar eru til að stuða fólk í Brussel og Berlín.

En hún er samsett úr:

  1. Nýju Lýðræði, nokkurs konar Sjálstæðisflokki Grikklands.
  2. PASOK, sem er sambærilegur við Samfylkingu.
  3. Lýðræðislegt Vinstri, sem er hófsamur vinstrisinnaður flokkur, sem stofnaður var af hófsömum vinstrimönnum sem eru andvígir björgunaráætluninni. En þeir samt ákváðu fyrir rest að vera 3. flokkurinn, spurning hvort þeirra áhrifa sé að gæta, eða hvort að hinir tveir flokkarnir séu eitthvað sjálfir að söðla um. Má velta fyrir sér hvort Samstaða eða flokkurinn hennar Lilju, sé sá ísl. flokka sem stendur þessum flokki næst.

Greece Agrees on Tax Cuts, Other Stimulus

Það sem greinin er að vitna í, er nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Grikklands. En hann virðist gera ráð fyrir umfangsmiklum tilslökunum gagnvart Grikklandi:

  1. "the conservative New Democracy, the Socialists Pasok and the leftist smaller partner Democratic Left—agreed on the commitments, along with a plan to extend the terms of Greece's rescue package from the European Union and International Monetary Fund "by at least two years" beyond the agreed financing period that ends in 2014"
  2. "The budgetary targets for the end of the adjustment period will be spread over more years to support demand, growth and employment," the document said."
  3. "the government agreed this week to reduce the value-added tax on restaurants and farming-supply products and to support low-income pensioners by reversing some recently adopted cutbacks."
  4. "Other moves include reducing the public sector through retirement plans, rather than layoffs, gradually increasing the tax-free threshold to European averages and extending the payment of unemployment benefits by a year."
  • ""The general aim is for no more reductions to salaries and pensions and no more additional taxes," it said."
  • "Government spokesman Simos Kedikoglou said - "We need to help out small-to-medium-size businesses, this is where you can really hit out at unemployment," he said."

Það sem er að koma á daginn, er að þeir sem sögðu - "ný ríkisstjórn Grikkland mun ekki geta fylgt björgunaráætluninni" - er að reynast rétt.

  • En fyrirliggjandi kröfur frá svokallaðri þrenningu, eru um mjög umfangsmiklar viðbótar niðurskurðaraðgerðir.
  • Þar á meðal - stórar beinar launalækkanir, lokanir fjölda stofnana og uppsagnir þúsunda starfsmanna ríkisins á þessu ári einu, og hundruða þúsunda næstu 3 árin.
  • Meðan hin nýja ríkisstjórn Grikklands er að stefna í þveröfuga átt.

Það er ekki unnt að álykta með öðrum hætti - en að gömlu flokkarnir sjálfir hafi gefist upp á að fylgja fram björgunaráætluninni.

Og það þíðir - að enginn möguleiki, ekki einu sinni fræðilegur, er að mynda ríkisstjórn í Grikklandi sem það myndi gera.

Svo alveg sama hvað verður gert eða ákveðið á næstunni, þá er Grikkland að stíga ákveðin skref út fyrir þá björgunaráætlun, sem Grikklandi hefur verið skipað að fylgja.

Ég get ekki ímyndað mér, að þessum skrefum verði tekið fagnandi af hinni svokölluðu þrenningu þ.e. AGS, Seðlabanki Evrópu + aðildarríki evrusvæðis sem eiga ESFS (björgunarsjóð evrusvæðis).

Það skiptir í reynd engu máli þó svo að ríkisstjórn Grikklands myndi fá þann 2-ára frest sem hún er að biðja um, því ekki er hinn minnsti möguleiki að hún muni geta staðið við þau hallaviðmið um 3% ríkissjóðshalla, eftir önnur 2 ár.

Nema - aðeins nema, að jafnvel megnið af skuldum gríska ríkisins verði pent afskrifaðar.

Aðgerðir grísku ríkisstjórnarinnr munu þó líklega stuðla að samfélagssátt - að því leiti eru þær ef til vill skynsamlegar.

Þeim er greinilega ætlað að hægja á því hruni sem er í gangi í gríska hagkerfinu - en það hrun er að hratt auka á atvinnuleysi, og samtímis að orsaka frekara hrun í skatttekjum ríkissjóðs.

Það veitir í reynd ekki af því, að hefja baráttu við það hrun sem er í gangi - en ég stórfellt efa að þær aðgerðir muni njóta samúðar þeirra sem mestu ráða, þ.e. þjóðverja - sem einmitt hafa verið arkítektar þeirra efnahagsaðgerða sem hafa verið að efla það hrunástand.

En fram að þessu hafa þeir ávallt krafist frekari aðgerða af því tagi sem hafa verið að efla hraðann á samdrættinum og auka hraðann á hruninu - svo ég á von á því að þjóðverjar muni taka þá hörðu afstöðu, að gríska ríkisstjórnin sé ekki að standa við gerða samninga, ítreka með öðrum orðum kröfur um frekari niðurskurð - hafna ákvörðunum sem taka slíkar aðgerðir til baka; það væri a.m.k. í takt við þeirra fyrri afstöðu fram að þessu.

Svo mér sýnist stefna í harðan árekstur milli hinnar nýju ríkisstjórnar Grikklands og sérstaklega, ríkisstjórnar Þýskalands, sem mestu ræður um vald yfir peningum innan ESB.

 

Niðurstaða

Ný ríkisstjórn Grikklands kemur mér skemmtilega á óvart. Málið er að gríska hagkerfið er statt í mjög alvarlegu hrunástandi - ástandi sem er komið á svo alvarlegt stig, að stór hluti hagkerfisins getur lokað fyrir árslok. Þannig, að má segja - að ríkisstjórn Grikklands standi frammi fyrir rústabjörgun, að passa að lífsneystinn kulni ekki í því sem enn starfar innan gríska hagkerfisins.

En fram að þessu hefur afstaða þjóðverja alltaf verið - að krefjast enn frekari niðurskurðar, þegar grikkir fóru í kosningar, þá stóðu þeir frammi fyrir kröfum um mjög umfangsmiklar viðbótar niðurskurðaraðgerðir sem fyrri ríkisstjórn PASOK og Nýs Lýðræðis var búin að skrifa upp á - og sú krafa stendur enn uppi af hálfu þrenningarinnar.

Mig grunar að þessi þróun muni koma ráðamönnum í Berlín á óvart, sem væntanlega reiknuðu með því að ný ríkisstjórn Nýs Lýðræðis og PASOK, myndi verða þeim eins þægur ljár í þúfu og sú fyrri.

En þ.e. eins og að eitthvað hafi gerst, sennilega þeim í hinum tveim kosningabaráttum sem Grikkland hefur gengið í gegnum, og þeir sáu fylgi hins mjög svo vinstrisinnaða Syriza stóraukast, og aukast svo aftur.

Ekki síst að það er mikill og skýr meirihluti grikkja mótfallinn niðurskurðaráætluninni.

Svo þ.e. eins og þeir hafi séð sig um hönd - gefist sjálfir upp á þeirri áætlun.

Stefnir í árekstur milli Grikklands og Þýskalands á næstunni.

-----------------------------

Í reynd er ný ríkisstjórn Grikklands að biðja um "Björgun 3" því svo stór skref frá fyrri áætlun virðast þeir vera að taka, að klárt virðist að þau rúmast ekki innan hinnar nýlegu "Björgun 2."

Þá mun þurfa viðbótar lánsfjármagn - til að halda Grikklandi uppi, allt sem mun þurfa að afskrifa síðar.

Einhvern vegin í ljósi þess hver staðan er nú orðin á evrusvæði, með Spán í algeru klandri - þá verð ég að segja, að ég stórfellt efast að ríkisstjórn Grikklands fái þann nýja samning sem óskað er erftir.

 

Kv.


Enn einn misheppnaði fundurinn krystallar ágreining leiðtoga Spánar, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands!!

Þessi síðasti fundur í Róm, þið sjáið á myndinni að neðan milli hverra, fyrir fundinn stóra nk. fimmtudag og föstudag, sem allir eru sammála um að má ekki mistakast - virðist ekki gefa góð fyrirheit einmitt fyrir þann fund.

Því fundurinn í Róm virðist staðfesta þann djúpstæða klofning sem er til staðar!

Mér finnst þetta helvíti góð mynd, sjáið hvernig Mariano Rajoy, François G. G. N. Hollande, klárt eru báðir að segja e-h v. Angelu Merkel, meðan Mario Monti virðist bara standa á milli en skrefi aftar.

Oft sagt að ein mynd geti sagt meira en þúsund orð!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/merkel_rajoy_hollande_monti.jpg

Þetta segir held ég hvernig fundurinn hefur verið - Rajoy og Hollande hafi sókt að Merkelu, meðan að Monti hafi leitast við að vera sáttasemjari, þó svo hann sé þó einnig með ívið meiri varfærni, að leitast einnig við að beita hana þrístingi.

Angela Merkel defies Latin Europe and the IMF on bond rescue

Eurozone rift deepens over debt crisis

EU Leaders, Divided, Push Growth

Euro's big four agree growth boost, split on bonds

Merkel Parries Push for Euro Debt Plan as Growth Outline Agreed

Merkel - ""Each country wants to help but if I am going to call on taxpayers in Germany, I must have guarantees that all is under control. Responsibility and control go hand in hand,"" - ""If I give moneystriaght to Spanish banks, I can't control what they do. That is how the treaties are written,""

Fyrri setningin eiginlega hafnar hugmynd Mario Monti, að aðstoða ríki - án þess að um formlegt björgunarprógramm með fullum tékkum sé að ræða.

Seinni setningin, hafnar þeirri hugmynd, að lána bönkum beint og milliliðalaust, án þess að heimaríki taki ábyrgð á lánveitingunni.

Í reynd hafnar Merkel með öllu, að fara aðrar leiðir en það svokallaða "björgunarferli" sem hefur verið í gangi - og við höfum séð hvernig farið hefur með 3 ríki þegar.

 

Hollande -  ""There will be no transfer of sovereignty without greater solidarity, " he said acidly."

Þarna stendur stál í stál - en Hollande hafnar þarna að gefa nokkuð eftir af sjálfstæði ríkja, nema að evrubréf eða eitthvert annað form af "debt mutualization" komi til, en hugmyndir Þýskalands hafa verið, að ríki undirriti þ.s. hún kallar "sameiginlega hagstjórn" sem í reynd, er nokkurskonar spennitreyja, en hugmynd þýsku ríkisstj. virðist vera - að stórauka eftirlit með því að ríki raunverulega farið eftir svokölluðum "stöðugleika markmiðum" - það verði til staðar sjálfvirkar refsingar, Framkvæmdastj. hafi rétt til að grípa inn í, og beinlínis stefna ríkjum fyrir Evrópudómstólinn, ef þau fara ekki eftir "spennitreyjunni" í öllum atriðum. 

Ef þetta allt fæst í gegn, svokölluð "sameiginleg hagstjórn" þá hefur Merkel talað um að "íhuga" evrubréf eða annað form af "debt mutualization."

En Hollande hefur verið að hóta að drepa "Stöðugleika Sáttmálann" svokallaða, ef hann fær ekki þjóðverja til að, samþykkja dýrar peningatilfærslur.

Og mér sýnist orð hans vera bein hótun um að gera alvöru úr því, að einmitt drepa það "project."

 

"The Latin Bloc's soft diplomacy has essentially failed." 

Það sýnist mér akkúrat vera reyndin. Að ágreiningurinn hafi magnast, þó svo að Monti leitist við að gera sem minnst úr því, og bendir á plagg sem þau undirrituðu - sem er viðurkennt að í reynd inniheldur nær engin ný fjárframlög, heldur einfaldlega stefnumörkun um að nýta peninga sem þegar voru til í sjóðum stofnana ESB.

 

"The EFSF/ESM machinery can be used to cap bond yields, yet Germany is sticking to its position that any use must be activated by a formal request according to EU rules -- entailing draconian controls. There is no sign she is willing to drop her vehement opposition to banking licence for the funds enabling them to draw on the full firepower of the ECB." - "Italian officials say Mrs Merkel is hiding behind legal technicalities."

Það er einmitt málið, að skv. breyttum reglum um ESFS, þá má sá sjóður - grípa inn í markaði og kaupa bréf. Þessar reglur voru settar inn í sl. haust. Þar sem ríkisstjórnirnar eiga ESFS, geta þau heimilað starfsmönnum sjóðsins, að fara einmitt í slík kaup - skv. hugmynd Mario Monti.

Það þarf ekki að skrifa neina nýja reglu inn í sjóðinn - svo hann geti hafið slík kaup. Að auki, geta ríkin gersamlega stýrt því, hve mikið umfang þeirra kaupa myndi vera, og hve lengi.

Hvar hnífurinn stendur í kúnni - er líklega um það, að til þess að slíkt sé í reynd mögulegt, þarf þá að leggja sjóðnum til fé. En ESFS í reynd hefur enga sjóði, einungis ábyrgðir á aðildarríkin, sem ESFS þarf síðan að virkja með sölu skuldabréfa. En núna eins og ástandið á mörkuðum er - er það dálítið "iffy" hvort hann myndi vera fær um að, selja bréf í nægilegum mæli til að fjármagns slíkt kaupprógramm.

  • Þýskaland þyrfti að leggja fram bróðurpart þess fjármagns - augljóslega.
  • Miðað við þetta - þá lítur fundurinn í næstu viku ekki vel út.
  • Það er mjög klassískt - að deilan í reynd snúist um peninga!

 

Niðurstaða

Eins og ég útskýrði í gær: Hvað kostar að halda evrusvæði gangandi út 2014? Þá verður kostnaðurinn við björgun evrunnar mjög mikill. Reynd er kostnaðurinn við björgun Ítalíu og Spánar það mikill, að Þýskaland hefur ekki efni á því. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Að raunhæfu möguleikarnir eru: Prentun - eða að setja skuldir á sameiginlega ábyrgð allra.

Fyrri leiðin felur í sér, að farin væri verðbólguleið. Seinni, að það líklega þarf að setja á fót raunverulegt miðstjórnarvald, með sameiginlegum fjárlögum miklu stærri en þeim sem Framkvæmdastjórnin nú hefur til umráða ásamt rétti til útgáfu skulda á ábyrgð þess sameiginlega ríkissjóðs. Bandaríkin fóru í gegnum þetta ferli 1790. Þá var einnig skuldakrýsa, sum fylki í vanda meðan önnur voru í betri málum. Sá vandi var einmitt leystur á þann hátt, að alríkið fékk rétt til að skattleggja öll Bandaríkin, og samtímis tók yfir að verulegu leiti þær skuldir sem tiltekin fylki réðu ekki við. Skv. því fordæmi er þetta fræðilega a.m.k. einnig mögulegt í Evrópu.

En umræðan milli leiðtoganna virðist ekki vera á því plani, heldur virðist hún einfaldlega snúast um að Þýskaland leggi fram fé - meðan að Merkel verst!

Það má vera að meira að segja Frakkland, Ítalía, Spánn - séu ekki til í Bandaríki Evrópu.

Ég held að Þýskaland sjáft sé klárt ekki til í þau.

-----------------------------------

Þýskaland - vill ekki afhenda eigið skattfé, nema að þegar lönd þurfi á slíku, þá afhendi þau í reynd mikið til sjálfstæði sitt til Brussel, sbr. hugmynd Merkelar um "sameiginlega hagstjórn."

Merkel ver þýska skattgreiðendur með oddi og egg. Ef málið er einungis skoðað frá sérhagsmunum Þýskalands, og skattgreiðenda Þýskalands - þá er stefnan að ímsu leiti skiljanleg.

En vandinn er að löndin í vanda geta ekki bjargað sér án aðstoðar. Núna er krýsan komin að Spáni, Ítalíu og meira að segja Frakkland er ekki öruggt. Þessi lönd sem enn hafa töluvert þjóðarstolt, virðast ekki vera til í að - fara sjálf í þá spennitreyju sem Merkel vill setja upp.

Þau vilja með öðrum orðum fá þá aðstoð sem þau vita að þau þurfa - án spennitreyjunnar, sem þíðir í reynd verulegt tímabundið fullveldis afsal.

En Merkel áréttar - að hún afhendi ekki fé eigin skattgreiðenda, án skilirða.

Þessi grunn ágreiningur virðist vera að stigmagnast - frekar en hitt.

Hætta er því á að, fundurinn nk. fimmtudag og föstudag, krystalli þann ágreining og endi án nothæfrar niðurstöðu.

Þá stefnir evran einfaldlega í "endanlegt hrun."

 

Kv.


Hvað kostar að halda evrusvæði gangandi út 2014?

Þetta er einna stærsta spurningin uppi núna. En ég er að tala í reynd um, hvað kostar að halda Ítalíu + Spáni uppi, t.d. með þeirri aðferð sem Mario Monti hefur stungið upp á.

Ég bendi á mjög áhugaverða: Some unpleasant eurozone arithmetic

Gavyn Davies fjallar þar á bloggi sínu um vanda Spánar og Ítalíu.

Og hann birtir þessa mjög svo áhugaverðu mynd!

 

Valkostirnir: Sameiginlegt ríki eða hrun!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img.jpg

Ég geri ráð fyrir að, það verði ekki farin svokölluð VERÐBÓLGULEIÐ!

En mjög mikil andstaða virðist fyrir hendi í N-Evrópu fyrir verðbólgu.

Þannig að það sennilega útilokar verðbólguleið, þó það sé ekki endilega svo - að hún sé óhugsandi.

En til þess að sú leið verði ofan á, þurfa einhvern veginn S-Evrópuþjóðir að ná tökum á Seðlabanka Evrópu. En staðar þjóðverja er mjög sterk innan hans, ekki síst vegna þess að þ.e. í reynd "Bundesbank" eða Seðlabanki Þýskalands starfandi sem eining innan Seðlabanka Evrópu, sem heldur uppi svokölluðu "Target2" lausafjármögnunarkerfi Seðlabanka Evrópu. En það kerfi mjög líklega hefur komið í veg fyrir að evran væri þegar búin að hrynja - fyrir heilum misserum. En lönd í vanda, geta sókt sér lausafjárlán í gegnum það, en þá lánar sá Seðlabanki starfandi innan ECB sem hefur fé aflögu, færi í staðinn skuldabréf á það ríki sem sækir sér fé með þessum hætti í gegnum seðlabankann sinn sem einnig starfar sem eining innan ECB.

"Bundesbank" hefur útvegað megnið af slíku fjármagni síðan evrukrýsan hófst - í dag er það komið í 27% af þjóðarframleiðslu Þýskalands, sem Þýskaland hefur þannig lánað.

Það gerir litla 634ma.€

Meðan Seðlabankakerfi evrunnar stendur, þá er þetta fé á ábyrgð allra aðildarlandanna.

En uppbrot evrunnar getur leitt til þess, að það fé í megni til falli á Þýskaland.

Að vera lausafjárlind evrusvæðis - veitir "Bundesbank" nánast neitunarvald á tilteknar lykilákvarðanir Seðlabanka Evrópu.

Svo mjög ólíklegt er að seðlaprentun verði heimiluð gegn andstöðu þjóðverja.

Þó fræðilega geti Frakkland + Ítalía + Spánn, hugsanlega nurlað saman nægilegum fj. atkvæða í bankaráði Seðlabanka Evrópu. Ef þau væru virkilega til í að skeyta að sköpuðu, með það í hve mikla fýlu þjóðverjar gætu farið.

En þá þarf sennilega örvæntingarstigið að verða nokkru meira en - enn er það orðið.

--------------------------------

Svo ég set valkostina fram sem "sambandsríki" vs. "hrun."

En ef verðbólguleið er tekin út, þarf sennilega að ganga alla leið og búa til Bandaríki Evrópu.

 

Samkvæmt myndinni að ofan - kostar út 2014 uppihald:

  1. Spánar......564ma.€
  2. Ítalíu.........996,6 ma.€
  • Samtals...1.560,6ma.€ 

Þetta er stór hluti þess verðmiða sem kostar að halda uppi evrunni!

Því hrun þessara landa, tekur hana örugglega niður.

Þessi tvö lönd mega ekki hrynja.

Auðvitað eru þarna inni Grikkland, Portúgal og Írland.

En þau lagt saman, er minni peningur en Spánn einn og sér, þó svo Kýpur sé bætt við.

Allt í allt getum við verið að tala um kostnað í kringum: 2.000ma.€

Þetta er auðvitað mjög mikill peningur!

Heildar þjóðarframleiðsla Þýskalands skv. Wikipedia: 2.570ma.€ árið 2011.

Skv. Eurostat er þjóðarframleiðsla evrusvæðis: 9.410,73ma.€ 2011.

Mælt skv. þjóðarframleiðslu Þýskalands, er upphæð af þessu tagi gersamlega óviðráðanleg, en miðað við evrusvæðið í heild, er kostnaðurinn kringum 20% af þjóðarframleiðslu sl. árs.

Skv. Seðlabanka Evrópu er heildarskuld evrusvæðis miðað við þjóðarframleiðslu, ef það væri ríki: 87,3%.

Hækkun um 20% er auðvitað ekki lítið - og þ.s. verra er, að svæðið er í kreppu þannig að þjóðarframleiðsla þess sem heild er að skreppa saman, fræðilega getum við verið að tala um að hún fari upp í um eða rétt yfir 110%.

  • Fræðilega séð, er þetta þó viðráðanlegt - fyrir evrusvæði séð sem eitt heildarhagkerfi.
  • Ef það fær alvöru miðstjórn eins og í Washington DC, með fjárlög a.m.k. 10-15% af heildarþjóðarframleiðslu, þ.e. 10 föld núverandi.
  • Og rétt þann sem alríkisstj. bandar. hefur til að gefa út skuldir á eigin vegum.

En þá þurfa aðildarríkin þar á meðal Þýskaland, að gefa að fullu og öllu eftir sjálfstæði sitt!

En hugsanlegt, er að breyta skuldinni í langtímalán - bendi á að Bretar hafa þrisvar gefið út 100 ára skuldabréf - fyrsta sinn eftir svokallað "South Sea Bubble."

Þetta virðist hafa verið svakalegt fjárhagl. áfall fyrir ríkissjóð Bretlands, því hluti af skuldinni var endurnýjaður með öðrum 100 ára skuldabréfum seint á 19. öld. Svo Bretar voru vel rýflega 100 ár að koma allri þessari skuld í lóg.

Það kom ekki í veg fyrir að breska heimsveldið væri að vaxa jafnt og þétt allan tímann.

 

Bendi samt á að, kreppan á evrusvæði heldur samt áfram!

Þó svo að gripið sé til aðferðar Mario Monti, og löndum í vanda haldið á floti - með því að björgunarsjóður evrusvæðis væri látinn kaupa öll útgefin ríkisbréf þeirra landa. Þannig væri þeim stöðugt jafnt og þétt lánað eftir þörfum, á kjörum sem væru viðráðanleg fyrir þau.

Þá er samt áfram efnahagskreppan í gangi - en þeim væri þá haldið uppi meðan að þau væru að framkvæma innri aðlögun þ.e. lækkun launa, endurskipulagningu atvinnulífs og ríkiskerfis.

Gert væri ráð fyrir að það taki a.m.k. 3 ár. En hugsanlegt er að það taki lengri tíma.

Það er ekkert útilokað gersamlega - ræði ekki um líkur, að Suður Evrópa myndi geta framkvæmt slíka innri aðlögun, ef hún fær aðstoð af þessu tagi.

En það getur verið að þjóðir S-Evr. muni ekki alveg ráða samt nægilega fram úr vanda sínum, án beinnar efnahags aðstoðar - þannig að aðrar aðildarþjóðir evrusvæðis, fjármagni í ofanálag fjárfestingar t.d. í samgöngukerfum, en einnig atvinnuuppbyggingu.

Maður getur ímyndað sér, að það kosti: 1.000ma.€

Þá væri kostnaður rúml. 30% af þjóðarframleiðslu heildar. En ég geri ráð fyrir, að þessar skuldir verði teknar á sameiginlega ábyrgð.

Að auki er hugsanlegt að lána þurfi löndum í vanda í lengri tíma en 3 ár, sem getur bætt við öðrum 1.000ma.€ eða jafnvel upp í 2.000ma.€.

Þá getum við verið að tala um kostnað allt að 50% af heildarþjóðarframleiðslunni.

Þó ætti heildarskuld ekki að ná alveg því að verða eins há, og mér skilst að skuldastaða breska heimsveldisins hafi verið eftir Fyrri Heimsstyrrjöld, eða um 160%.

Breska heimsveldið varð ekki gjaldþrota - en þessi skuldastaða var örugglega stór hluti af ástæðu þess, að því veldi hnignaði mjög eftir Fyrra Stríð.

  • Nota má trixið sem Bretar hafa beitt, þ.e. 100 ára skuldabréf.
  • Þannig, að jafnvel í skuldastöðunnni 160%, þarf ekki dæmið að verða gjaldþrota.

------------------------------------------

Á hinn bóginn, er útkoman líklegast -> (þá gef ég mér að dæmið gangi upp með þessari leið, það verði ekki farin verðbólguleið heldur innri aðlögun þ.e. verðhjöðnun, en með mikilli aðstoð hafi S-Evr. það af, en kostnaðurinn leggist á sameiginlega sjóði sem verði fyrir rest mjög skuldugir) <- japönsk stöðnun.

Þetta sé "besta" útkoma sem hafi einhver umtalsverð líkindi. Ef við gerum ráð fyrir því, að N-Evr. þjóðirnar fái því ráðið, að verðbólguleið verði ekki farin - heldur farin ofangreind leið, sem felur í sér mjög líklega verulega verðhjöðnun, eins og Japan fór í gegnum.

Eins og Japan hefur Evrópa mjög takmarkaða hagvaxtarmöguleika sbr. stefnir í fólksfækkun eins og er í Japan, eins og Japan er Evrópa fullbyggð og fullþróuð, það er því ekki mikil þörf fyrir nýjar brýr - vegi eða byggingar á næstu árum jafnvel áratugum, á sama tíma eins og í Japan er samfélagið mjög að eldast - - svo verður komin há til mjög há skuldsetning eins og í Japan.

Miðað við svo takmarkaða vaxtarmöguleika - er ólíklegt að Evrópa myndi sigla út úr þessari skuldastöðu, þegar loks er þangað komið; nema hugsanlega á mjög löngum tíma.

Ekki sem sagt í lífi nokkurs sem nú er lifandi.

--------------------------------------

Ég er á því að verðbólguleið myndi skila "skárri" útkomu - en þá í stað þess að fjármagna allar ofangreindar aðgerðir með skuldsetningu, væru þær sömu fjármagnaðar með prentun.

Kostnaður liggur þá í umtalsverðri verðbólgu - hugsanlega að meðaltali allt að 20-30%. Og þannig myndi hún geta staðið um eitthvert árabil. Síðan hjaðna, þegar hagkerfin byrja að rétta úr kútnum.

Væri því endurtekning svokallaðs "stagflation" tímabils.

Ég er þeirrar skoðunar, að sú verðbólguleið sem farin var á 8. áratugnum, hafi mildað mjög kreppuna sem þá skall á, og að auki skilað vægari eftirköstum.

Þeir sem eru móti slíkri leið benda á lífskjaraskerðinguna sem bólgan veldur, en það þarf hvort eð er að skerða lífskjör. Annars geta hagkerfi S-Evr. ekki snúið til baka til hagvaxtar.

Að auki, myndi endanleg skuldastaða verða mun lægri, því hagvaxtargeta fyrir rest - þegar kreppa er afstaðin, meiri. Mun síður hætta á útkomunni - langvarandi stöðnun.

En sú stöðnun, mun einnig skerða lífskjör - þá á ég við "framtíðar."

En sú hagfræði sem ríkjandi er í N-Evr. er mjög uppsigað við verðbólgu, sem aðferð.

Stefnan að peningar eigi að hafa sem fastast virði - er ríkjandi.

Þá þarf auðvitað að taka allan kostnaðinn út, með beinni skuldsetningu og því, þeirri skertu hagvaxtargetu til langframa - sem mun fylgja ofurskuldsetningu sem mjög langan tíma líklega tekur að vinda ofan af.

 

Hinn valkosturinn!

Að þjóðverjum og bandamönnum þeirra, takist að blokkera verðbólguleið, og samtímis eru ekki til í að taka á sig þann kostnað sem til þarf ef bjarga á evrunni með öðrum hætti. Þá verður stór breyting, framtíð Evrópu verður verulega mikið önnur.

  1. Þá tekur Evrópa hrunið - evran hættir að vera til.
  2. S-Evrópa verður gjaldþrota, en líka nokkur fj. annarra aðildarlanda þ.e. Frakkl. og Belgía a.m.k.
  3. Væntanlega verður einhvern tíma, framkv. alþjóðleg aðgerð eins og Bandaríkin gengust fyrir með svokölluðum "Brady Bonds" og Evrópuríki aðstoðuð við endurskipulagningu skulda.
  4. En Bandaríkin aðstoðuðu þannig S-Ameríkuríki í skuldavanda, og nokkur Afríkuríki, með mjög rausnarlegum hætti.

Ég á því ekki von á því, að skuldakreppan vari að eilífu í kjölfarið. En þó S-Ameríka hafi verið í vanda út 10. áratuginn, vandi sem hófst á seinni hl. 9 áratugarins. Þá hefur henni gengið vel eftir 2000.

Mín tilfinning er að hugsanlega a.m.k. rétti einstök Evrópuríki hraðar við sér - í þessari sviðsmynd.

Þ.e. með eigin gjaldmiðil - því með stórfellt meiri efnahagslegan sveigjanleika.

Eftir gjaldþrot, hluta-afskriftir skulda, og endurskipulagningu þeirra. Þá standa ríkin einnig eftir minna skuldsett, en sambandsríki væri skv. sviðsmyndinni fyrir ofan.

Á móti yrði mjög stórfellt efnahagslegt högg fyrir heimshagkerfið - í sviðsmyndinni "hrun."

Og það myndi geta tafið fyrir því, að þjóðirnar nái til baka í lífskjör nærri þeim núverandi.

Að auki, virðist mér ekki loku skotið fyrir að sjálft Þýskaland yrði meðal þeirra landa, sem myndi neyðast til að fá einhvers konar aðstoð síðar meir, vegna erfiðrar skuldastöðu - í þessari sviðsmynd.

  1. En þá fellur líklega megnið af þeim skuldabréfum sem Bundesbank hefur lánað í gegnum "Target2" kerfið á þýska skattgreiðendur.
  2. Sem þá eykur ríkisskuldir Þýskal. í 100% a.m.k.
  3. En auk þessa, myndi þýska hagkerfið dragast verulega saman, er eftirspurn í Evrópu eftir þýskum vörum skreppur verulega saman - sem þá hækkar skuldahlutfallið enn meir.
  4. Í ofanálag, er líklegt að þýska ríkisstj. myndi þurfa að aðstoða eigið bankakerfi - taka líklega marga þeirra jafnvel flesta yfir, með gríðarl. kostnaði fyrir skattgreiðendur.
  5. Það myndi geta lyft skuldsetningu í 140-160%. 

En slík ofurskuldsetning myndi vera mjög íþyngjandi fyrir þýska hagkerfið, sem er í fólksfækkun fyrir utan aðflutning fólks annars staðar frá.

Og í slíku ástandi, myndi ekki veita af því að leita hófana við kröfuhafa, um lagfæringu á lánskjörum. T.d. að fá lánalengingar. En það myndi líklega duga - en þarna geri ég ráð fyrir að metnaður þjóðverja sé slíkur, þeir vilji ekki festast í japanskri stöðnun. Það væri þá nauðasamningar.

Til lengri tíma litið, þá njóta þjóðverjar þess að hafa sitt sterka framleiðsluhagkerfi.

Og eftir skuldbreytingu ættu þeir að standa samt bærilega vel miðað við aðrar Evrópuþjóðir - þrátt fyrir áfallið af hruninu.

Einhverntíma réttir heimshagkerfið við sér á ný, og þá standa þeir vel að vígi með sitt framleiðsluhagkerfi.

En mig grunar, að í þessari sviðsmynd muni þjóðverjar verða kumpánlegir við rússa - (en sviðsmyndin gerir ráð fyrir að ESB hafi ekki framtíð eftir hrun) - en Rússland er eftir allt saman fjölmennt land og stór markaður. En ég sé fræðilegan hag fyrir bæði lönd, fyrir þjóðverja væri það bættur aðgangur að stórum markaði tiltölulega nærri þeim. Fyrir rússa væri það, aðgangur að fjárfestingu og hugsanlega einnig tækni þjóðverja. Efling hagkerfis, sem myndi bæta stöðu Rússland gagnvart Kína.

En mig grunar að heimshagkerfið muni nokkuð brotna niður í kreppunni, ekki þó alveg endilega í ástandi 4. áratugarins. Þýskaland muni þá spila úr sínum spilum í Evrópu. Kína gera það sama í Asíu.

Frakkland verði sennilega ekki lengur megin bandamaður Þýskalands, eins og nú er. Heldur leiðtogi S-Evrópu. En mig grunar að S-Evr. myndi bregðast við bandal. rússa og þjóðv. með bandal. v. tyrki.

Skandinavía mig grunar, myndi ekki sjá hag af bandalagi við þjóðv. á sama tíma, og þeir væri nánir v. rússa. Þá eiga þau lönd fyrst og fremst valkosti, að vera í bandal. v. Breta og Bandaríkin. 

Evrópa verði því 3 ríkjahópar. Atlantshafshópurinn smæstur.

Helsta hættan á spennu væri milli Norðurs vs. Suðurs. Á þó ekki von á þróun í átt að stríði.

En hrunið tel ég muni skapa mjög verulegan pirring milli Norðurs og Suðurs - sem væri ástæða þess að ESB myndi hætta að vera til í kjölfarið. Kreppan í suðrinu verði þá mjög djúp, hyldjúp - algerlega sambærileg við 4. áratuginn. Það muni skapa pólitík reiðinnar í S-Evr. Sem sagt, líklega frekar stæka þjóðernisstefnu. Dýrin í skóginum verði ekki lengur vinir.

En þau einnig ættu að ná sér á strik, þegar heimshagkerfið bærir við sér á ný. En samkeppnisstaða t.d. Spánar, Ítalíu og Frakklands - ætti að vera góð eftir hrunið. Svo að, um leið og fallið í heimshagkerfinu er búið. Ættu þau að byrja að ná sér á strik.

En það mun þó líklega þurfa flr. ár í hagvexti, áður en fólk fer að upplifa að góðir tímar séu komnir á ný. Svo stórt verði fallið.

 

Niðurstaða

Ég hef aðeins fjallað um þá valkosti sem evrusvæði stendur frammi fyrir. Þeir eru ekki fallegir. Allir meö tölu eru þeir mjög kostnaðarsamir. Þó hvernig sá kostnaður kemur fram, sé ólíkt eftir því hvaða leið væri farin. Að auki skilar leiðirnar verulega ólíkri framtíð.

Fræðilega getur verðbólguleið sem dæmi virkað án þess að evrusvæði sé gert að sambandsríki. En þá getur það verið, að ESB klofni í tvö megin gjaldmiðilssvæði. Að N-Evr. þjóðirnar kljúfi sig frá evrunni og myndi nýtt gjaldmiðilssvæði. Það er sennilega besta mögulega sviðsmyndin. Að S-Evr. þjóðirnar knýgji fram verðbólguleið með einhvers konar hallarbyltingu innan Seðlabanka Evrópu. Þá fari N-Evr. þjóðirnar í fýlu, og stofni nýjan gjaldmiðil. Eina mögulega sviðsmyndin þ.s. ESB heldur áfram með öllum núverandi ríkjum innanborðs.

Að gera evrusvæði að Bandaríkjum Evrópu, myndi fæla frá sum af núverandi aðildarríkjum ESB. Bretland er öruggt að myndi hætta í ESB, í þeirri sviðsmynd. Það getur meira að segja verið, að það yrði ekkert ESB. Heldur stækkað EES svæði. Einhver núverandi meðlimaríkja sem ekki eru enn inni í evru, myndi þó líklega kjósa að gerast fylki í hinum nýgju Bandaríkjum. Þetta myndi gera framtíðar valkosti mjög skýra.

Hrun væri alveg ný framtíð, þá leggur samrunaferlið sjálft upp laupana. Evrópa snír til baka í ástand, nærri því eins og að ef, aldrei hefði verið neitt samrunaferli. Því fylgir heimskreppa, veruleg skerðing lífskjara; en einhverntíma fer heimshagkerfið að rétta við sér.

Það myndi þó falla hressilega saman í framhaldinu af hruninu í Evrópu. Síðan hægt og rólega fara að rétta við sér. Þá hefst hagvöxtur fyrir alla, í umtalsvert lægri stöðu.

------------------------------------------

PS: Smá aukaglaðningur. Þetta hefur verið svo niðurdrepandi. Að ég ákvað að lyfta fólki aðeins upp með þessu myndbandi. Það er þó fyrst og fremst áhugavert fyrir bílaáhugamenn :)

Pagani Huayra (2012) supercar CAR video review

Þá geta menn látið sig dreyma, að verða ríkir olíubarónar :)

 

 

Kv.


Spænskir bankar taldir þurfa 62 milljarða evra endurfjármögnun!

Niðurstaða tveggja óháðra matsaðila á gæðum eignasafna helstu spænskra banka er nú komin inn, og var niðurstaða mataðilanna annars vegar 62ma.€ og hins vegar 51,8ma.€. Nokkru munar greinilega á þessu mati. En þ.e. ekki endilega undarlegt þ.e. virði eigna fer svo mikið eftir því hvaða forsendur eru gefnar, fyrir framvindu efnahagsmála á Spáni.

 

Talið að Spánn muni óska eftir láni á föstudag! 

Spain to seek bank aid as borrowing costs soar

Spain’s Banks Need Up to $78 Billion, Report Shows

Spanish borrowing costs soar despite fresh audit putting pressure on eurogroup

"To pave the way, the leaders of Germany, Italy, France and Spain will meet in Rome on Friday."

Talið er líklegt að formleg ósk um lán fyrir þessum kostnaði muni koma frá ríkisstjórn Spánar, á fundinum á föstudag.

Sú niðurstaða er fram komin, að peningarnir muni koma frá ESFS eða núverandi neyðarlánssjóði evrusvæðis. En staðfestingarferli ESM eða framtíða neyðarlánasjóðs evrusvæðis sem taka á við af fyrri sjóðnum, taka yfir lán á þess vegum og skuldbindingar sem og eignir, er ekki lokið enn.

Ekki er ljóst hvenær verður lokið. En skv. fréttum hefur Stjórnarskrár Dómstóll Þýskalands óskað eftir að skoða ítarlega hvort nýi sjóðurinn stenst ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar.

Germany Faces Delay in Ratifying Euro Rescue Fund

Þessi skoðun líklega mun tefja gildistöku ESM um einhvern tíma.

 

Seðlabanki Evrópu - ákveður að taka enn verra rusl!

Europe Central Bank Prepares to Relax Collateral Rules

Þetta er áhugaverð frétt, en ef af verður - er þetta ekki fysta sinn sem Seðlab.Evr. minnkar kröfur um gæði þeirra veða, sem bankar mega koma fram með á móti neyðarlánum frá Seðlab.Evr.

Ekki bara í annað sinn heldur - en áhyggjur hafa farið vaxandi að t.d. spænskir bankar eigi ekki lengur nægilegt framboð af fullnægjandi veðum.

Ein aðferð til að forða því að bankar fari í þrot því þeir eiga ekki lengur nothæf veð, er að slaka á reglunum um gæði veðanna.

Ég velti því fyrir mér hvort ECB eigi ekki að ganga alla leið - gera kröfuna um mótveð, eingöngu að formsatriði. Þannig að hvaða málamynda gang sem er, sé gilt veð.

 

AGS gagnrýnir stefnu Þýskalands!

Spanish Aid Plan Is Flawed, Says IMF

"The euro zone needs to quickly set up a mechanism that allows it to directly recapitalize weak banks, "in order to break the negative feedback loop that we have between banks and sovereigns,""

"Ms. Lagarde also called for "creative and inventive" measures from the European Central Bank, suggesting that the bank could restart its bond-buying program to keep struggling countries&#39; funding costs in check or further cut already-low interest rates."

AGS hefur ítrekað áður óskað eftir því, að evrusvæði beiti Seðlabanka Evrópu í mun meira mæli en gert er, og sérfræðingar AGS eru verulega frústreraðir á því - að margendurteknar ábendingar þeirra, séu látnar sem vindur um eyru þjóta.

AGS hefur einnig áður bent á þörfina fyrir að, aftengja fjármálakrýsuna á evrusvæði, og skuldakrýsu einstakra aðildarríkja. Þess vegna er AGS mjög á um, að tekið verði upp sameiginlegt innistæðutryggingakerfi, og að sameiginlegir sjóðir taki að sér að endurfjármagna mikilvæga banka.

En bankar séu í mörgum tilvikum það stórir, eða viðkomandi ríki sem ber ábyrgð á þeim það skuldugt fyrir, að viðkomandi ríki getur ekki staðið sjálft fyrir nægilegri endurfjármögnun.

-------------------------------

AGS hefur varað við þeirri leið, að lána einstökum aðildarríkjum - fyrir bankaendurfjármögnun sbr. lán sem stendur til að veita Spáni.

Því slík lánveiting, magni upp skuldakreppu ríkissjóðs í þessu tilviki Spánar, og þá aukist svartsýni markaðarins á getur hans til að standa undir eigin skuldum - - > vaxtakrafa ríkissjóðs Spánar hækkar, eins og við höfum séð gerast.

Það þíðir frekara verðfall skuldabréfa ríkissjóðs Spánar - og þar af leiðandi, að spænskir bankar tapi enn frekar á þeirri miklu eign sem þeir hafa einmitt í ríkisbréfum eigin lands. 

Þannig víxlverkar skuldakrýsa ríkissjóðs og bankakrýsan.

En þjóðverjar hafa gersamlega verið ófáanlegir til að, lána án þess að viðkomandi rikissjóðir taki þá bankábyrgð á lánveitinunni - - sem þíðir lánveitingin gerir ekki það gagn sem hún á að gera.

Því eins og ég sagði, þá falla ríkisbréfin enn frekar - - og hola myndast á ný, í eignasafni bankanna. Þetta er svona eins og að hundur elti rófuna á sér.

Það kvá - eins og ég sagði - ríkja mikil frústrasjón ríkja meðal sérfræðinga AGS!

 

Markaðir féllu á fimmtudag, einna helst í Bandaríkjunum!

Wall Street suffers worst loss in three weeks

Bleak Outlook Whips Stocks

"Business activity across the euro zone shrank for a fifth straight month in June and Chinese manufacturing contracted, while weaker overseas demand slowed growth by U.S. factories."

Málið er að skýrar vísbendingar eru uppi, að óvissan í Evrópu sé farin að skaða verulega hagvöxt í heiminum - þetta sést á nýlegum tölum frá Kína, Indlandi, Bandar., Brasilíu og víðar.

Heimshagkerfið er farið að hægja á sér - mjög greinilega.

 

Niðurstaða

Evrukrýsan heldur áfram að gerjast. Meðan óveðursskýin hrannast upp í heimshagkerfinu. Rífast aðildarþjóðir evrusvæðis innbyrðir um framhaldið. Engin leið er að vita fyrirfram hvort einhvers konar redding sem nægilega er bitastæð mun koma fram á fundi leiðtoga ESB aðildarríkja 28/6 nk. 

Þangað til, gerjast mál áfram.

Óvissan magnast.

Ef engin raunhæf lausn kemur fram á þeim fundi - þá mun líklega, upphaf endaloka evrunnar hefjast.

Það er mikið í húfi - hvort það verður hrun og heimskreppa eða ekki!

Á meðan heimurinn stendur með öndina í hálsinum - áhorfendur að sirkusnum!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 844893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband