Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017

Pútín fyrirskipar fækkun starfsfólks á vegum sendiráðs Bandaríkjanna um 755 manns

Ef upplýsingar frá bandaríska utanríkisráðuneytinu eru réttar er heildar starfsmannafjöldi sendiskriftstofa Bandaríkjanna í Rússlandi -- 1.279.
--Þar af 301 bandarískur ríkisborgari!

Skv. frétt Reuters fyrirskipar Pútín fækkun starfsfólks sendiskrifstofa Bandaríkjanna í Rússlandi niður í sama fjölda og Rússar hafa innan Bandaríkjanna, þ.e. 455.

Putin says U.S. must cut 755 diplomatic staff, more measures possible: As of 2013, the U.S. mission in Russia, including the Moscow embassy and consulates in St. Petersburg, Yekaterinburg and Vladivostok, employed 1,279 staff, according to a State Department Inspector General's report that year. That included 934 "locally employed" staff and 301 U.S. "direct-hire" staff, from 35 U.S. government agencies, the report said.

http://img.thedailybeast.com/image/upload/c_crop,d_placeholder_euli9k,h_1440,w_2560,x_0,y_0/dpr_2.0/c_limit,w_740/fl_lossy,q_auto/v1501436903/170730-putin-cheat_ci5ksu

Mér virðist tjónið af þessari aðgerð fyrst og fremst bitna á Rússlandi sjálfu!

  1. Það áhugaverða við þetta, að skv. þessu fæ ég ekki betur séð en að, einungis rússneskum starfsmönnum sendiskrifstofa Bandaríkjanna þurfi að segja upp til að fullnægja þessari nýju kröfu.
  2. Líkleg afleiðing virðist einna helst sú, að framkalla gríðarlegar tafir fyrir rússneska ríkisborgara er hafa áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna - en skv. bandarískum reglum eru það sendiskrifstofur og sendiráð er veita "VISA" eða dvalarleyfi - og á þeim skrifstofum er farið yfir mál hvers og eins umsækjanda fyrir sig.
    --Sem væntanlega felur í sér mikla skriffinnsku.
    --Og skýrir sennilega þennan umtalsverða fjölda rússneskra starfsmanna!

Aðgerð Pútíns er hefnd fyrir hertar refsiaðgerðir á Rússland sem Bandaríkjaþing með algerlega yfirgnæfandi meirihluta samþykkti í sl. viku.
--Hinn bóginn, virðist þessi aðgerð ekki skaða Bandaríkin.

Þetta virðist því afskaplega veik aðgerð.
Eins og að stjórnvöld Rússlands hafi ákveðið -- táknræna aðgerð.
--En eiginlegt tjón Bandaríkjanna virðist ekki fyrir hendi!

 

Niðurstaða

Ef marka má tölur um samsetningu starfsmanna sendiskrifstofa Bandaríkjanna innan Rússlands, virðast afleiðingar fyrirskipunar Pútíns um fækkun starfsfólks sendiskrifstofa Bandaríkjanna innan Rússlands - vera rússneskt sjálfsmark!

En aðgerðin virðist eingöngu bitna á rússneskum borgurum.

 

Kv.


Trump hótar að afnema styrki sem gera milljónum fátækra Bandaríkjamanna mögulegt að hafa efni á heilsutryggingum

Það sem um er að ræða, er fé sem bandaríska ríkið greiðir til einkarekinna tryggingafélaga, á móti kaupendum trygginga sem hafa lágar tekjur.
--Þannig niðurgreiðir bandaríska alríkið að hluta til kostnað lágtekjufólks við kaup á heilsutryggingum.
--Þetta hafa neikvæðir hægri menn í Bandaríkjunum titlað - "bailout" til tryggingafyrirtækjanna, sem er í raun og veru form af lýgi, eða m.ö.o. að verið er að veita afar villandi mynd!

http://cdn1.thr.com/sites/default/files/2015/08/splash-trump-a1.jpg

Trump threatens to end insurance payments if no healthcare bill

Donald Trump -- If a new HealthCare Bill is not approved quickly, BAILOUTS for Insurance Companies and BAILOUTS for Members of Congress will end very soon!

  1. Kostnaður bandaríska alríkisins við þessar niðurgreiðslur eða styrki - nemur 8 milljörðum bandarískra dollara.
  2. Þetta mótframlag alríkisins - tryggir að milljónir bandarísks lágtekjulaunafólks, nær að skrapa fyrir heilsutryggingum, og þar með hefur fullt aðgengi að heilsugæslu; sem það annars hefði ekki.

--Tvít Trumps lýsir þarna afar andstyggilegum viðhorfum.
--En í staðinn hyggst Trump fjármagna skattalækkun til handa auðugum Bandaríkjamönnum, og hátekjumönnum - m.a. skattalækkun er mundi gagnast fjölskyldu Trumps.

Um þetta virtist tilraun Donalds Trumps og þingrepúblikana snúast, að fjármagna skattalækkanir til auðugra Bandaríkjamanna -- á kostnað rýflega 20 milljón Bandaríkjamanna er hefðu misst aðgengi að heilsugæslu. Ef þeim hefði tekist ætlunarverk sitt, að afnema "Affordable Care Act" oftar þekkt sem "ObamaCare."

 

Niðurstaða
Donald Trump virðist æfur yfir hruni tilrauna hans og Repúblikana til þess að afnema ObamaCare.
Í staðinn virðist Donald Trump vera íhuga áform um -- vísvitandi skemmdarverk á gildandi fyrirkomulagi.
Með því að afnema með lagabreytingu fjárframlög til kerfisins.
Til þess að þannig ná fram þeim skattalækkunum til auðugra er Donald Trump virðist alltaf hafa stefnt að -- á kostnað aðgengis lægri tekjuhópa í Bandaríkjunum að hælsugæslu og almennri læknisþjónustu.

  • Þetta er þ.s. hann á við er hann talar um, að láta "ObamaCare" í staðinn hrynja.
    --Ef hann gerir það, þ.e. vísvitandi fremur skemmdarverk á kerfinu, til þess að svipta rýflega á annan tug milljóna Bandaríkjamanna aðgengi sínu að heilbrigðiskerfinu og almennri læknisþjónustu.
    --Þá mun hann eiga fullkomlega skilið það fár meðal almenns launafólks og verkafólks í Bandaríkjunum, sem hann þá uppsker.

--Ég áttaði mig á því heilu ári fyrir kosningarnar 2016 að Trump væri andstyggðar karakter.
--Hann virðist ekkert hafa breyst til batnaðar!

 

Kv.


A-Úkraína svokallaðra uppreisnarmanna - ekkert himnaríki fyrir íbúa

Rakst á þessa umfjöllun í Der Spiegel: Pro-Russian Separatists Harden Split from Ukraine.
Á þessu ári hafa 53 fyrirtæki verið þjóðnýtt af Alþýðulýðveldunum tveim í A-Úkraínu, undir stjórn svokallaðra - uppreisnaramanna.
--Þ.e. áhugavert hvað virðist hafa gerst með þessi fyrirtæki, eftir þjóðnýtinguna.
--Þ.e. yfirtöku stjórnenda alþýðulýðveldanna á þessum verkmiðjum og námum.

A pro-Russian rebel guards as workers work at the Uzov Metallurgical Works in Donetsk.

Miðað út frá frétt Spiegel, er Rússland ekki að standa sig vel í því að halda hagkerfi Alþýðulýðveldanna í Donbass í gangi!

"Using WhatsApp, we finally manage to contact one of the best-known men in the Donetsk Republic, Alexander Khodakovsky, the former military head of the republic and commander of the Vostak ("East") militia battalion, and later the head of state security and a member of the separatist parliament."

Alexander Khodakovsky: "All the plants, he says, were placed under the control of a company called Wneschtorgserwis. It is registered in South Ossetia, the small Caucasus republic that was de facto taken over by Russia after the 2008 war against Georgia. This approach was used to cover up what was happening in the nationalized plants and Moscow's role in the matter, he explains, adding that it was necessary to avoid the imposition of international sanctions on the companies involved." - "Khodakovsky says entire factories are being dismantled and sold to Russia, including the equipment from the October mine."

  1. "In early June, the Donetsk Republic decided to stop pumping water out of several mines and to dismiss the miners."
  2. "Even in mines still in operation, like the Sassyadko mine in Donetsk, workers are pressured to quit, while others are advised to join the people's militias."
  3. "The working week in government-owned coal companies was reduced to two days on July 1, and wages were reduced by more than half."
  4. "The confiscated Donetsk smelting works has suspended operations because diesel fuel is no longer available."
  5. "And the situation in the vicinity of the wagon manufacturing plant in Stakhanov is now so dramatic that the management requested 1,500 food packets from the leadership of the people's republic."
  • "Dennis Denissov admits that Russia needs neither the steel nor the coal from the Donbass mines, which is what makes the situation so dramatic."

 

Viðskiptabanns aðgerð Úkraínu virðist miðað við frétt Spiegel hafa gengið vel!

En í 3 ár höfðu þessi fyrirtæki verið starfandi án mjög mikilla truflana. En snemma á þessu ári - lokaði Úkraína á öll viðskipti við - Alþýðulýðveldin eða svæði svokallaðra uppreisnarmanna í A-Úkraínu.
Þá strax í kjölfarið voru fyrirtækin þjóðnýtt eða yfirtekin af yfirvöldum hinna svokölluðu uppreisnarmanna.
--Og síðan eins og fram kemur í frétt Spegilsins þýska.
--Þá gengur ekki vel hjá hinum svokölluðu uppreisnarmönnum og stjórnvöldum Rússlands, að halda hagkerfi alþýðulýðveldanna svokölluðu eða svæða hinna svokölluðu uppreisnarmanna - gangandi.

  • Atvinnuleysi hlýtur að vera óskapleg.
  • Höggið fyrir kjör verkafólks fullkomlega svakalegt.

--En aðgerð stjórnvalda Úkraínu er rökrétt, að loka á öll efnahags samskipti.
--Eiginlega er ég einna helst hissa, að viðskipti sem héldu starfseminni í A-Úkraínu gangandi, var leyft að halda áfram svo lengi sem 3-ár eftir að átök hófust.

 

Niðurstaða

Miðað við upplýsingar sem koma fram í grein þýska spegilsins - þá virðist viðskiptabanns aðgerð úkraínskra stjórnvalda á uppreisnarhéröðin innan Lugansk og Donetsk héraða - Úkraínu; vera að skila miklum árangri. Ef haft er mið af því að greinilega gengur hinum svokölluðu uppreisnarmönnum ákaflega erfiðlega að halda starfseminni gangandi í kolanámunum og stáliðjuverunum.
--Atvinnuleysi og högg fyrir kjör fólks á þeim svæðum hlýtur að vera mjög verulegt.

Það sé að sjálfsögðu markmið að auki í sjálfu sér.
Að hámarka kostnað stjórnvalda í Moskvu við það að halda þessum svæðum gangandi.

 

Kv.


Bandaríska þingið vísvitandi lokar á það að Donald Trump geti mildað nýjar hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Báðar deildir bandaríska þingsins hafa nú samþykkt með mjög miklum meirihluta, þ.e. Fulltrúadeild 419 atkvæði á móti 3 atkvæðum, Öldungadeild 98 atkvæði á móti 2 atkvæðum - hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi! Íran og N-Kóreu einnig.
--Ekki þekki ég hvað felst í nýjum hertum refsiaðgerðum.

  • Tvennt vekur athygli varðandi nýju refsiaðgerðirnar.
  1. Að lögin innihalda ákvæði - sem beinlínis hindrar Donald Trump í því, að beita sér gegn hinum hertu refsiaðgerðum: Senate slaps new sanctions on Russia, putting Trump in corner.
    "Under the new sanctions bill, Mr Trump would no longer be allowed to lift sanctions against Russia, Iran or North Korea unilaterally." - "Instead, he would need to provide a written letter to Congress explaining why he wanted to lift sanctions, after which Congress would have 30 days to consider whether it wants to honour the president’s request."
    M.ö.o. Trump skv. þessum lögum - þarf að óska eftir því við þingið með formlegu bréfi ásamt rökstuðningi, síðan mundi þingið taka ákvörðun.
    Mér virðist þetta lýsa algerlega einstöku vantrausti þingsins gagnvart sínum forseta!
  2. Síðan hitt, að Evrópusambandið er allt í einu farið að beita hótunum gegn þessum nýju lögum, sbr: EU ready to retaliate against US sanctions on Russia.
    En það virðist að þessar hertu refsiaðgerðir -- beiti úrræði að refsa einnig erlendum fyrirtækjum er eiga í viðskiptum við rússnesk ríkisfyrirtæki - sett undir refsiaðgerðir Bandaríkjaþings.
    --Það virðist þíða, að verkefni svo sem "NordStream" leiðslan, sé í hættu af þess völdum.
    --Þýsk stjórnvöld hafa sókt fast á að fá þá leiðslu kláraða - en deilur milli aðildarríkja ESB hafa á sama tíma tafið verkið -- t.d. Svíþjóð beitt sér gegn því, bannað t.d. að leiðslan fari um sænska landhelgi. Það stafar af því, að leiðslunni sé ætlað að tryggja óhindrað flæði á rússnesku gasi til Þýskalands, framhjá Úkraínu. Sem veikir samningsstöðu Úkraínu, ef frekar framhald verður á deilum Rússlands og Úkraínu.

--Það kemur í ljós hvað verður úr þessum mótmælum frá Brussel.
--En nú er bandaríska þingið búið að formlega samþykkja lögin.

  • En þau innihalda samtímis -- hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, Íran og N-Kóreu!
  1. Sjálfsagt vísvitandi gert, til að minnka líkur á að Trump beiti neitunarvaldi.
  2. Hinn bóginn, í ljósi hins mikla meirihluta fyrir frumvarpinu - er ljóst að 2/3 meirihluti er fyrir því í báðum þingdeildum; svo að beiting neitunarvalds mundi ekki svara tilgangi.

--Þingið mundi einfaldlega jafnharðan samþykkja lögin í annað sinn!

 

Niðurstaða

Það að þingmenn Repúblikana og Demókrata náðu svo rækilega saman í þessu máli. Og það beinlínis gegn Donald Trump - en ákvæðið sem lokar á möguleika Trumps til að milda lögin um refsiaðgerðir greinilega er beint sérstaklega gegn Trump sjálfum. Þetta virðist mér greinilega þróun sem Trump ætti að óttast.

En tæpast ber það vott um að þingmenn beri virðingu fyrir forseta sínum.
Er þeir með ofangreindum hætti fyrirfram takmarka svo ákveðið svigrúm forseta síns til athafna.
--Greinilega er þarna í gangi eitthvert vantraust.
--Og það vantraust er nú bersýnilega ekki lengur einskorðað við þingmenn Demókrata.

Krafan um impeachment kraumar undir, er þ.s. ég á við.
Ef Trump missir stuðning þingmanna Repúblikana.
Þá getur sá möguleiki myndast að þingmeirihluti myndist fyrir því að hefja "impeachment."

  • En ég hef bent áður á þann möguleika að Donald Trump klári ekki kjörtímabil sitt.


Kv.


Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum

Óhætt að segja að þetta bann gangi þvert á þróun mála í langflestum vestrænum löndum, þar sem réttindi samkynhneigðra og fólks sem telur sig af öðru kyni en það fæddist sem skv. litningagreiningu -- hefur fengið í vaxandi fjölda landa að starfa fyrir opnum tjöldum í samræmi við sína hneigð, án tillits til tegundar starfs.

Trump to ban transgender military personnel, reversing Obama

Transgender soldiers, veterans shaken by Trump's ban on their service

Trump bars transgender people from military service

http://img.thedailybeast.com/image/upload/v1491941164/articles/2017/02/22/bully-trump-s-new-target-transgender-students/170222-Trump-Guidance-on-trans-rights-tease_arrzac.jpg

Óhætt að segja bann Trumps stílbrot við þann farveg sem þróun mála hefur verið á Vesturlöndum sl. 20 ár!

Donald Trump:

  1. "After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military,"
  2. "Our military must be focused on decisive and overwhelming victory and cannot be burdened with the tremendous medical costs and disruption that transgender in the military would entail,"

Sanders: "This was about military readiness," - "This was about unit cohesion. This was about resources within the military, and nothing more."

Þetta virðist afar stórt bann - þ.e. bann við því að starfa innan hersins, óháð tegund starfs. M.ö.o. hvort viðkomandi vinnur á skrifstofu hersins - eða eldhúsi t.d.

Það fylgir ekki sögunni, hvort að þeir sem nú eru starfandi innan hersins - verða þá reknir, eða mega reikna með brottrekstri í framtíðinni.

Fram kemur hjá Sanders - að ákvörðunin hefði verið tekin á þriðjudag, og helstu yfirmönnum hermála innan Bandaríkjanna, verið tjáð ákvörðun Trumps.

Ekki kem ég auga á það, hvernig þetta getur skipt máli fyrir bardagahæfni hersins - en yfirlýst transfólk kvá vera milli 4-5þ. innan hersins, síðan Obama formlega heimilaði þeim að koma opinberlega fram sem slíkir.

  1. Eina sem gæti verið "medical cost" er ef herinn væri beinlínis að borga fyrir kynskipta-aðgerðir, það þekki ég ekki.
    --Ég efa að slíkt sé "covered."
  2. Að auki fyrir mitt litla líf - sé ég ekki hvað það hefur áhrif á "unit cohesion" -- en þetta sé svipuð ásökun og heyrðist á árum áður, er umræðan um að heimila konum að vera hermenn var í gangi.
    --M.ö.o. vitneskjan að einn hermanna sé transpersóna - ætti að hafa svo stuðandi áhrif á hina hermennina, sömu rök og kona væri meðal þeirra á sínum tíma.

--Mér virðist m.ö.o. þarna blasa við skýrir fordómar!

 

Niðurstaða

Þá vitum við það, að Donald Trump hefur ákveðið að opinbera eigin fordóma gagnvart sokölluðu transfólki - með ákvörðun sinni um bann við því að slíkir einstaklingar gegni störfum hvers konar innan bandaríska hersins.
--Slík viðhorf á 21. öld séu fyrst og fremst - sorgleg.

 

Kv.


Trump virðist stefna að því að reka dómsmálaráðherra sinn

En Trump hefur sl. 2. vikur sent frá sér röð svokallaðra -tvíta- þar sem hann gagnrýnir Sessions. A.m.k. tvisvar í tvíti hefur hann gagnrýnt Sessions -- fyrir að hafa stigið til hliðar, þannig að Rod Rosenstein, hefur staðið síðan vaktina sem - starfs-dómsmálaráðherra, þegar hefur komið að því að fjalla um rannsókn bandaríska þingsins og FBI á aðilum innan ríkisstjórnar Trumps.
--Um er að ræða rannsókn á meintum eða raunverulegum afskiptum ríkisstjórnar Rússlands af forsetakosningunum 2016.
--Vegna þess, að Sessions er einn þeirra aðila sem rannsókn FBI og þingsins hefur náð til, þá steig hann til hliðar; enda þá um að ræða ákvörðun er viðkom hans persónulegu hagsmunum.

  1. Hinn bóginn er eins og að Donald Trump virði það ekki við Sessions - að skv. reglum um "hæfi/vanhæfi" hafi hann vegna persónulegra tengsla við þær rannsóknir sem um er að ræða; eðlilega verið vanhæfur til þess að fjalla um þau mál.
    --Því rétt verið að stíga til hliðar eins og hann gerði.
    M.ö.o. eðlileg stjórnsýsla af hans hálfu.
  2. Þvert á móti, hljómi gagnrýni Donalds Trumps eins og hann, líti svo á að Sessions hefði átt að hundsa - vanhæfisreglur, og að auki að hann hefði átt að hindra/stöðva - bandaríska þingið í því að fá sérstakan saksóknara, til að rannsaka ofangreind mál.
    --En þegar Sessions steig til hliðar í apríl.
    --Skipaði Rod Rosenstein - Robert Mueller fyrrum yfirmann FBI, sérstakan saksóknara skv. beiðni meirihluta þingsins. Og Mueller hefur síðan unnið að rannsókn ásakana um meint eða raunverulega óeðlileg tengsl aðila nærri Trump og/eða innan ríkisstjórnar Trumps við ríkisstjórn Rússlands - fyrir kosningarnar 2016.
  3. Viðbrögð Trumps nú, mánuðum eftir að Sessions steig til hliðar í þessum tilteknu málum.
    --Virðast á þau leið, að hann líti svo á að Sessions hafi svikið sig.

Trump líklega þungur á brún!

http://www.telegraph.co.uk/content/dam/news/2017/06/16/131977074_AP_Donald-Trump-large_trans_NvBQzQNjv4BqUCYckNcOUmVVnxje3SYnLW69MAdYDrhjcFUQSi4VAWo.jpg

Nýjasta gagnrýni Trumps á Sessions!

Trump: “Attorney-general Jeff Sessions has taken a VERY weak position on Hillary Clinton crimes (where are emails & DNC server) & Intel leakers!” - “So why aren’t the Committees and investigators, and of course our beleaguered A.G., looking into Crooked Hillarys crimes & Russia relations?”

  1. Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða:Rétt að ryfja upp, að James Comey sagði það mat FBI að eyðing e-maila á vefþjóni Clinton, benti ekki til þess að um hefði verið - tilraun til að fela upplýsingar.
    --FBI benti á að allir notendur eyða e-mailum, annars fyllast vefþjónar af opnuðum mailum.
    --FBI rannsakaði eydda maila, en þ.e. hægt að kalla eyddar upplýsingar fram. FBI gekk meira að segja svo langt, að rannsaka vefþjóna þeirra sem höfðu verið í samskiptum við Clinton. Og grafa upp harðdisk sem hafði verið tekinn úr notkun.
    ::Sagan um tíndu meilana virðist -- ekki staðreyndum skv.
  2. Síðan sagði Comey, að FBI hefði ekki tekist að sína fram á -- gagnaleka.

Þannig að Trump hefur nákvæmlega ekki neitt fyrir sér með þessar ásakanir!
Má eiginlega segja að hann sé að halda því fram að FBI-hafi logið.

 

Enda fékk Trump strax gagnrýni á þessa sendingu!

Republican lawmakers rally around Sessions as Trump intensifies pressure

Trump steps up attacks on attorney-general

"Lindsey Graham, a Republican senator from South Carolina - “highly inappropriate” -- “prosecutorial decisions should be based on applying facts to the law without hint of political motivation”."

"Mitch McConnell, Senate majority leader: Sessions "is doing a fine job and made the right decision to recuse himself from the Russia matter.""

Adam Kinzinger, Republican representative: “Mr. President, maybe just try a meeting? This is beneath the office - of any held office - from city councilman to POTUS,” 

Það sem er einnig áhugavert við gagnrýni Trumps á Sessions.
Að Sessions var fyrsti áhrifamaðurinn innan Repúblikanaflokksins, sem gekk til liðs við framboð Donalds Trumps -- mánuðum áður en Trump náði útnefningu Repúblikanaflokksins.
--Greinilega er þakklæti Trumps til Sessions ekki lengur til staðar!

Sjá viðtal við Donald Trump þ.s. hann meðal annarra hluta, segist aldrei hefði skipað Sessions ráðherra -- ef hann hefði vitað af því að Sessions mundi stíga til hliðar: Excerpts From The Times’s Interview With Trump.

 

Niðurstaða

Erfitt að skilja gagnrýni Donalds Trump forseta Bandaríkjanna á Jeff Sessions með öðrum hætti en þeim. Að hann hafi viljað að Sessions hefði hundsað grunnregluna um hæfi/vanhæfi - þ.e. að ef þú ert undir ásökun persónulega, þá fjallar þú ekki um málið. Þess í stað - stígur þú til hliðar sem ráðherra í því máli, og skipar varamann í hlutverk ráðherra um það tiltekna mál.
--Það einmitt gerði Sessions í apríl sl. og varamaður Sessions skipaði sérstakan saksóknara skv. beiðni þingmanna beggja flokka!

Trump virðist hreinlega líta þetta sem svik í tryggðum við hann af hálfu Sessions.
Og virðist vera að efla sig upp í það að reka Sessions.

Áhugavert að nokkrir þingmenn Repúblikana hafa risið upp Sessions til varnar.
--En Trump þarf sín sjálfs vegna að muna, að hann hefur ekki efni á því að þingmenn Repúblikana flokksins verði of pyrraðir á honum.
--En þingið eftir allt saman, má reka forsetann úr embætti - sbr. svokallað "impeachment" ferli, en Demókratar hafa ítrekað heimtað slíkt - það þarf ekki nema nokkra þingmenn Repúblikana til að styðja þá kröfu, að þingmeirihluti fyrir slíku geti orðið til.

 

Kv.


Getur Donald Trump náðað sjálfan sig? Ef Trump náðar ráðgjafa sína og fjölskyldu yrði mögulegt að knýja þá einstaklinga til að vitna gegn Trump sjálfum!

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum um helgina hafa sagt frá því að Donald Trump forseti sé með rannsókn í gangi á umfangi réttar forseta Bandaríkjanna til náðana. Sá réttur byggist á stjórnarskrárákvæði nánar tiltekið: Article II, Section 2, Constitution of the USA of America.

"...and he shall have Power to grant Reprieves and Pardons for Offenses against the United States, except in Cases of Impeachment."

 

Lagatæknilega er ekkert sem segir að Donald Trump forseti, geti ekki náðað sjálfan sig.

Hinn bóginn væri hann þá að brjóta 1-grunn reglu lagakerfa, að menn geti ekki verið dómarar í eigin máli.
--Sú regla er sannarlega mjög mikilvæg í bandaríska "common law" kerfinu.

Niðurstaða Richard Nixon fyrrum forseta Bandaríkjanna a.m.k. var sú, að forseti geti ekki náðað sjálfan sig: Can the President Pardon Himself?.

"...according to legal experts and memos written by President Richard Nixon’s Office of Legal Counsel days before Nixon resigned in the Watergate scandal in 1974." ... "The memos stated that “under the fundamental rule that no one may be a judge in his own case, the President cannot pardon himself.”"

Eftir afsögn Nixons - þá tók Gerald Ford við, varaforseti Nixons, og náðaði Nixon sjálfan.
--Trump getur auðvitað sagt af sér, og Pence getur þá náðað hann!
--Þá auðvitað reyndi á traust Trumps til Pence.

Þessari lagaspurningu hefur á hinn bóginn, aldrei verið formlega svarað af Æðsta-dómstól Bandaríkjanna: Trump team seeks to control, block Mueller’s Russia investigation.

"No president has sought to pardon himself, so no courts have reviewed it. Although Kalt says the weight of the law argues against a president pardoning himself, he says the question is open and predicts such an action would move through the courts all the way to the Supreme Court."

Það sé a.m.k. greinilegt að Richard Nixon skoðaði í fyllstu alvöru hvort forseti geti náðað sjálfan sig - en komst að þeirri niðurstöðu; að grunn regla sjálfs lagakerfis Bandaríkjanna - að enginn geti verið dómari í eigin máli, ætti einnig við forsetann sjálfan.
--Enda forsetinn ekki hafinn yfir lög!

 

Lagatæknilega getur forseti Bandaríkjanna - líst sjálfan sig ófæran um að gegna embætti sínu - tímabundið - varaforsetinn tekið við sem forseti um hríð:

25fth Amendment:

  1. "One option remains according to the memo drawn up by Nixon’s legal counsel. Under the Twenty-Fifth Amendment of the Constitution, the President could declare “that he was temporarily unable to perform the duties of the office.”
  2. "Vice President Mike Pence would then become Acting President “and as such could pardon the President,” the memo reads. “Thereafter the President could either resign or resume the duties of his office.”"

Hinn bóginn, skv. því ákvæði getur varaforsetinn og ríkisstjórnin innan 4. daga frá því að forsetinn tilkynnir þinginu að hann sé aftur tekinn við störfum -- sent þinginu formlega tilkynningu þess efnis - sem tjái þinginu þá afstöðu ríkisstjórnarinnar og Pence, að Donald Trump væri sannarlega enn ófær um að gegna störfum forseta.
--En ef Donald Trump beitti þessu ákvæði, mundi reyna virkilega á það - hversu vel hann gæti treyst, Pence.
--Pence hefði þá öll völd forseta á meðan, gæti þar með tæknilega - rekið alla ráðherra skipaða af Trump, sem ekki væru t.d. sammála Pence um það, að Pence héldi áfram að vera forseti.

  • Rétt að benda á, að Richarcd Nixon kaus að beita ekki þessu ákvæði!
    --Hann sagði einfaldlega af sér!
    --Þegar hann vissi að hann var búinn að tapa í Watergate.

 

Réttur forseta Bandaríkjanna til að náða fyrir glæpi gegn alríkinu, er á hinn bóginn óvéfengjanlegur! En á hinn bóginn, getur það reynst tvíeggjað að beita þeim rétti!

  1. "In a message to Trump on Twitter posted Friday, Harvard Law School constitutional law professor Laurence Tribe  warned the president that “anyone you pardon can be compelled to testify without any grant of immunity, and that testimony could undo you.” This testimony could be used to back up an impeachment case against Trump."
  2. "If Trump pardoned his aides and family members, they could be called to testify without the protection of the Fifth Amendment—this amendment means defendants can avoid giving testimony that incriminates themselves."

5th. Amendment: "... nor shall be compelled in any criminal case to be a witness against himself..."

Til þessa ákvæðis geta einstaklingar vísað - ef þeir meta að vitnisburður komi þeim sjálfum í koll.

En ef Donald Trump náðar sína ráðgjafa, og/eða fjölskyldu - væri unnt að lögþvinga þá einstaklinga til að vitna gegn Donald Trump.

Og þá væru þeir einstaklingar háðir þeirri almennu reglu bandaríska lagakerfisins - að mega ekki bera fram ljúgvitni fyrir dómi.

En meðan að þeir hafa ekki enn verið náðaðir - og ekki enn farið sjálfir fyrir dóm um þau mál sem ég vísa til -- þá gildi 5ta. stjórnarskrárbreytingin fyrir þeirra tilvik.

 

Niðurstaða

Það sem sé áhugaverðast við þetta allt saman, sé sú staðreynd að Donald Trump forseti skuli virkilega kominn í hugleiðingar af þessu tagi. En sá forseti sem vitað er til að síðast íhugaði þessi atriði - var sjálfur Richard Nixon er sagði af sér er hann sá fram á sæng sína uppbreidda, er hann vissi að bandaríska þingið fyrirhugaði að þvinga hann úr embætti.
Forsetinn getur líklega ekki náðað sjálfan sig!
Tæknilega getur hann tímabundið stigið til hliðar - en þá rís upp spurningin hversu vel hann getur treyst á Pence.
Ef forsetinn náðar sína ráðgjafa og/eða fjölskyldu, gæti það aukið í stað þess að minnka persónulega áhættu Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna.

 

Kv.


Pólland tekur stór skref í átt að einræði -- lýðræðistilraun Póllands er þá lokið!

Pólland virðist eins og Þýskaland gerði á 4. áratugnum - hafa kosið lýðræðið í burtu. En síðan flokkurinn er kallar sig - Lög og Réttlæti - var kjörinn til valda innan Póllands. Hefur flokkurinn skref fyrir skref veikt þær stofnanir sem eru þau tæki sem viðhalda nútíma lýðræðisríkjum.

Fyrst var það stjórnlagadómstóllinn og fjölmiðlar - og nú eru það dómsstólar landsins.
--En miðvikudag í sl. viku og sl. fimmtudag tókst valdaflokki Póllands, skammstafaður "PIS" að knýja í gegnum þingið, lög sem að fullu virðast afnema sjálfstæði dómstóla landsins - og leggja dómsvaldið algerlega undir þingið.

  • Það þíðir að sjálfsögðu, að "PIS" þar með fer þá með öll raunveruleg völd í landinu.
  • 3-skipting valds hefur þar með, með öllu verið afnumin í Póllandi!

Subjugation of the courts to political control seen as ‘a denial of European values’

  1. "PiS deputies last week pushed through two bills that give the justice minister the power to fire the heads of lower courts and give parliament greater control over the body that appoints judges."
    -Með þessu er almenna dómskerfið sett undir beina pólitíska stjórnun.
  2. "On Thursday they passed another that will force all Supreme Court judges to step down — except for those kept on by the president."
    --Sem tryggir þá að einungis verði í æðsta dómstól Póllands, einstaklingar skipaðir af PIS.
  • Þegar þessu er bætt við það, að flokknum hefur tekist að setja stærstu fjölmiðla landsins undir beina pólitíska stjórnun flokksmeðlima.

--Þá er umbreyting Póllands fullkomnuð, yfir í kerfi afar svipað því er Pútín forseti Rússlands kom þar á, eftir 2003.
--Það verða áfram kosningar, en PIS muni tryggja að lítil hætta stafi af tilraunum stjórnarandstöðu, með beitingu dómstóla - fjölmiðla og lögreglu!

--Þessu má einnig líkja við umbreytingu Tyrklands nýverið í einræðisríki!

Takið eftir hvernig varadómsmálaráðherra Póllands túlkar þetta:

"Marcin Warchol, the deputy justice minister..." - “If we do not ensure a minimum of democratic control over the judiciary, there will be no counterbalance for the growing corporatism of judges. And that would mean the creation of a new order: a judiciocracy instead of democracy,”

  • En málið er, að grunn prinsipp nútíma lýðræðislanda - er 3. skipting ríkisvalds, þ.s. dómsvald er sjálfstætt frá hinu pólitíska valdi, þ.e. ekki undir hinu kjörna þingi, né ráðherrum einstakra ráðuneyta - síðan fer þingið eitt með valdið til lagasetningar - og í 3. lagi fer ráðherra með framkvæmdavald.
    --Þ.e. misjafnt eftir löndum, hve rækilega er klippt á milli þessara 3ja sviða.
    --En hvergi tíðkast það, að ráðherrar eða þingmenn eða forseti geti rekið dómara!
  1. Öfugt við það sem margir halda -- er dómsvaldið æðsta valdið í reglukerfi, þ.s. stjórnmálamenn verða að fara eftir lögum, og dómstólar mega dæma ráðherra sem og þingmenn seka, ef á þá sannast ávirðingar fyrir dómi.
    --En kerfið byggist á "rule of law" þ.e. er reglukerfi.
  2. Pópúlískir einræðisherrar - hinn bóginn, gjarnan halda því fram að -- æðsta valdið eigi alltaf að vera fólkið. En það sé vegna þess, að þeir vilja sannfæra fólkið um að brjóta niður það reglukerfi -- sem tryggir að fólkið verði ekki svipt þeim grunnréttindum, sem vernduð eru af kerfi með 3-skiptingu valds.

    --Einmitt af slíku erum við vitni - en "PIS" hefur fullyrt að stofnanir Póllands séu setnar af "óvinum fólksins" og það sé því mikilvægt, að hreinsa til innan þeirra!
    --En um leið og "PIS" fær það vald, sem felst í algerri pólit. yfirtöku á öllum þrem sviðum valds, þ.e. dómsvaldi - löggjafarvaldi og ríkisvaldi!
    --Þá að sjálfsögðu snúast þær hreinsanir um það akkúrat það sama - og hreinsanir Erdogans í Tyrklandi, þ.e. að hreinsa út alla aðra innan þeirra stofnana, en trygga flokks-sauði!

--En einmitt sú aðgerð felur í sér grunn kerfisbreytingu, þ.e. umbreytingu yfir í einræðiskerfi.
--Þó svo að áfram verði kosið í Tyrklandi og Póllandi, eins og í Rússlandi í dag - og var einnig viðhaft í Sovétríkjunum í gamla daga; þá verði kosningarnar meiningarlitlar.

  • Þ.e. kjósendur verði sviptir þeim möguleika, að þeirra atkvæði geti haft áhrif á stjórnun landsins.
    --En þetta er þ.s. pópúlískir einræðisherrar gera, þ.e. í nafni lýðræðis, afnema þeir lýðræðið.
  1. Fylgismenn þeirra gjarnan fullyrða að það sé nóg til að uppfylla skilyrði um lýðræðislegt val!
  2. Að kosið sé á 4-ára fresti, að meirihluti kjósenda mæti, og að þeir kjósi valdaflokk landsins meirihluta talsins.

En þá leiða menn hjá sér, að þannig var það einmitt í valdatíð kommúnistanna í A-Evrópu.
En skv. lögum urðu allir að mæta til að kjósa, sem þeir gerðu.
Og kosningar voru í reynd ekki leynilegar, þannig að allir kusu - rétt!
--En þegar valdaflokkurinn stjórnar dómstólunum, er unnt að dæma hvern sem er í fangelsi fyrir hvað sem er sem hentar þeim valdaflokki á hverjum tíma!

 

Niðurstaða

Það er stórfelld kaldhæðni að Jaroslaw Kaczynski sem barðist gegn stjórn Kommúnista á sínum tíma. Tók þátt í baráttu "Samstöðu" gegn Jaruselski síðasta leiðtoga kommúnista í Póllandi. Var þar með einn af helstu baráttumönnum þess, að tekið væri upp lýðræði í Póllandi.
Skuli nú sjálfur standa fremstur í brúnni við það verk að jarða það lýðræði nú nærri 28 árum síðar!
Það er útlit fyrir að pólska lýðveldið 1989-2017 verði nokkurs konar Weimar lýðveldi Póllands.

  1. Pólland.
  2. Ungverjaland.
  3. Tyrkland.

--Virðast nú öll á sambærilegri siglingu, í þá átt að færa kerfið yfir í eins flokks kerfi, þar sem kosið verður áfram, en án þess að kjósendur hafi nokkur raunveruleg áhrif lengur.
--Með því að ganga svo langt sem "PIS" í Póllandi virðist hafa gert, standi flokkurinn sennilega mjög nærri þeim stað -- að geta staðið fyrir sýndarréttarhöldum, eftir að hafa komið dómstólum undir beina pólitíska stjórnun.
M.ö.o. að flokkurinn geti hótað pólitískum andstæðingum því, að þeir verði hnepptir í fangelsi.
Eins og við höfum orðið vitni sl. ár í Tyrklandi!
--M.ö.o. héðan í frá standi pólit. andstæðingar "PIS" frammi fyrir því sem raunverulegri hættu, að þeir verði handteknir og dæmdir fyrir sakir - af pólit. rótum.
--Þessu verði líklega beitt nú eins miskunnarlaust af PIS, og við höfum orðið vitni sl. 12 mánuði í Tyrklandi!

 

Kv.


Donald Trump og þing Repúblikanar virðast íhuga enn stærra pólitískt sjálfsmorð

Þeir sem hafa fylgst með því sem er að gerast í Bandaríkjunum, vita að þing Repúblikanar og Donald Trump forseti Bandaríkjanna - hafa verið með í gangi tilraunir til að skipta svokölluðu "Affordable Care Act" þekktar undir viðurnefninu "ObamaCare" út fyrir frumvarp sem óhjákvæmilega hefur fengið viðurnefnið "RepublicanCare."
--Því hefur fyrst og fremst verið ætlað að draga út útgjöldum alríkisins.
--Svo Repúblikanar geti fjármagnað skattalækkun er drjúgum hluta fer til vel stæðra og auðugra Bandaríkjamanna!

Því felst í því frumvarpi - djúgur niðurskurður á stuðningi við kaup þeirra sem minna mega sín - á heilbrigðistryggingum.
Ásamt drjúgum niðurskurði á niðurgreiðslum alríkisins á kostnaði við kaup á heilbrigðisþjónustu - til þeirra er minna mega sín.
--Í báðum aðgerðum felast að sjálfsögðu - mjög umtalsverðar raunverulega kjaraskerðingar til verkafjölskylda innan Bandaríkjanna, í lægri launaþrepum.

Skv. fréttum er Donald Trump nú reiður þingrepúblikönum!

http://i.telegraph.co.uk/multimedia/archive/03372/Donald-Trump_3372655b.jpg
En nú virðist til umræðu hugmynd, sem mundi skerða enn meir aðgengi launafólks að heilbrigðiskerfinu innan Bandaríkjanna!

Trump scolds Republicans on healthcare; CBO sees 32 million uninsured

En höfð eru eftir Donald Trump eftirfarandi orð fyrr í vikunni: 'We'll just let Obamacare fail'

Donald Trump: "Let Obamacare fail; it'll be a lot easier," -. "And I think we're probably in that position where we'll just let Obamacare fail." - "We're not going to own it. I'm not going to own it. I can tell you the Republicans are not going to own it. We'll let Obamacare fail, and then the Democrats are going to come to us and they're going to say, 'How do we fix it? How do we fix it?' Or, 'How do we come up with a new plan?'"

  1. Congressional Budget Office -- tók sig til og framkvæmdi reikning á afleiðingum þess fyrir bandarískan almenning, ef Donald Trump forseti ásamt þing Repúblikönum.
  2. Mundu vísvitandi með aðgerðum á þingi, stuðla að því að AffordableCareAct mundi hrynja - án þess að samstundis mundi taka við nýtt lagaumhverfi um sambærilega þætti.

Niðurstaðan er að sjálfsögðu sú, að afleiðingar fyrir almenning yrðu ákaflega alvarlegar!

  1. "...The number of uninsured would be 17m higher next year..."
  2. "...then climb to 32m by 2026, CBO said."
  3. "The legislation would also cause premiums on individual plans to roughly double..."
  4. "The repeal-only legislation would also result in about half of the nation’s population  living in an area with no insurer offering plans in the non-group market in 2020, thanks to pressures from lower enrolment and rising premiums, CBO said."
  5. "The legislation is projected to shave about $473bn from federal deficits in the coming decade, the estimate found."

Eins og kemur þarna fram!

  1. 32 milljón Bandaríkjamanna, mundu tapa aðgengi að heilbrigðis-tryggingum, þannig verða fyrir stórfenglegum skerðingum um aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu.
  2. Meðal tryggingakostnaður þeirra er kaupa heilbrigðis-tryggingar mundi - 2 faldast.
  3. Um helmingur íbúa Bandaríkjanna mundi búa á svæðum þ.s. fólk sem hefur fjölskyldusögu er setur það í - háan áhættuflokk með að fá sjúkdóma; mundi ekki geta tryggt sig yfirhöfuð.
  4. Á móti sparast 473 milljarðar Dollara af útgjöldum alríkisstjórnarinnar á nk. áratug.

--Erfitt er að sjá hvernig afleiðingar þess að Donald Trump og þingrepúblikanar hrintu ofangreindu í framkvæmd, mundu geta orðið aðrar - en einhvers konar sprenging innan samfélagsins.

Ekki liggur þó fyrir að þessi stefna sé örugg um að verða ofan á!
En að taka þátt í slíkri aðgerð, væri alveg örugglega pólitískt sjálfsmorð fyrir Trump forseta!

Það má vera að einhver verulegur hluti þing Repúblikana telji sig í það öruggum sætum, að þeir telji það ekki ógn við sína stöðu að styðja slíka útkomu.
--Hinn bóginn, er ástæðulaust að ætla það endilega, að þing Repúblikanar séu endilega vinir forsetans, þ.e. að þeir vilji honum það sem forsetanum sé fyrir bestu!

 

Niðurstaða

Í minni síðustu færslu, benti ég á hvernig Donald Trump virtist mér vera að fremja hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð: Donald Trump virðist vera að fremja hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð - heilsugæsla í sveitahéröðum innan Bandaríkjanna að hrynja.
En þá tók ég ekki tillit til þeirrar hugmyndar - að láta það kerfi sem starfar undir "AffordableCareAct" vísvitandi hrynja - með lagabreytingum á þingi, t.d. niðurskurði á fjárframlögum til kerfisins ætlað að stuðla að hruni þess til grunna, án þess að annað kerfi tæki strax við.
Það þíddi auðvitað, að þá væri ekkert starfandi kerfi til staðar - til að tryggja aðgengi almennings að heilbrigðistryggingum, þannig aðgengi almennings að bandaríska heilbrigðiskerfinu á viðráðanlegum kjörum.

En slíkt er þvílíkt brjálæðis feygðarflan, að mér hreinlega kom ekki til huga að taka tillit til þeirrar hugmyndar er ég ritaði þá færslu.
En í kjölfar hruns "ReplublicanCare" á þingi, sem er sannarlega stór pólitískur ósigur Donalds Trumps, þá lét hann frá sér ummæli sem ég vitna í að ofan.

Þau ummæli eru ástæða þessa tiltekna greinarstúfs!
--Eftir að fyrir liggur mat "CBO" á afleiðingum slíks feygðaflans!

  • Ef Donald Trump og þingrepúblikanar fremja slíkt skemmdarverk á kjörum almennings innan Bandaríkjanna, og samtímis á lýðheilsu innan Bandaríkjanna!
    --Ætti Donald Trump og þing Repúblikanar allt það skilið, sem á þeim mundi dynja í kjölfarið án vafa!

 

Kv.


Donald Trump virðist vera að fremja hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð - heilsugæsla í sveitahéröðum innan Bandaríkjanna að hrynja

Rétt að taka strax fram að hrun það sem ég nefni er ekki Donald Trump að kenna -- fram að þessu!
Heldur er að ræða afleiðingu þess, að það hefur verið að smám saman að fækka í sveitahéröðum.
Á sama tíma streymir fólk til borga - afleiðing að umsvif spítala og heilsugæslustöðva í sveitahéröðum minnka, án þess að fastur kostnaður þeirra minnki að sama skapi.
Í örvæntingu eru þessar sjálfseignarstofnanir, sem reka sig þar með fyrir eigið rekstrarfé, að skera saman seglin eins og þær geta, með því að minnka þjónustu.
En samt hafa 119 sveitaspítalar eða heilsugæslur lokað síðan 2005.

Mynd sýnir þróun í Alabama - einu því fylkja sem verst hafa orðið úti:

More hospital closings in rural America add risk for pregnant women

Málið er að ef þingfrumvarp það sem Repúblikanar eru með á þingi, og Donald Trump styður, nær fram að ganga --> Mun þessi slæma þróun ágerast hratt!

En ástæðan er sú, að mörg sveitahéröð eru mjög háð greiðslum frá MedicCare. Og í þingfrumvarpi Repúblikana, "Repuplican-Care" eru framlög til MedicCare skorin niður um milljarða dollara.
Þó svo að MedicCare greiði einungis hluta af kostnaði sjúklinga, dugar það oft til að brúa bil - svo fólk með takmarkaðar tekjur geti notast við þjónustu sveitaspítalanna eða sveitaheilsugæslanna.
Þannig að ef sá niðurskurður á MedicCare nær fram að ganga, fækkar þeim sem hafa fjármagnslegt bolmagn til þess að leita til þeirra sjálfseignarstofnana -- enn frekar en orðið er.
--Í staðinn ætla Repúblikanar að fjármagna skattalækkun til þeirra sem betur mega sín!

Afleiðingin verður þá sú, að þessum stofnunum fækkar enn hraðar -- þ.s. enn fleiri lenda þá í hallarekstri, loka þá óhjákvæmilega fyrir rest.
Skv. því stefni í að hátt hlutfall sveitahéraða innan Bandaríkjanna verði eftir nokkur ár, nærri algerlega án heilsuþjónustu þar á meðal talið - án bráðaþjónustu.

  1. Obama-Care náði ekki að stöðva þessa þróun, þ.s. fjármögnun kerfisins var ekki nægilega rausnarleg af hinu opinbera.
  2. En með því, að skera enn frekar á opinbera fjármögnun -- þá getur það ekki haft aðra afleiðingu en þá, að þróunin ágerist af enn meiri hraða en fyrr.

Kort yfir kosningasigur Trumps

 

https://intf.nyt.com/newsgraphics/elections/2016/assets/screenshots/president-leader.png

Til samanburðar, kort yfir svæði þ.s. heilsuvernd er í hraðri hnignun! Eins og sést á samanburði milli korta er hnignun heilsugæslu hröðust á svæðum er kusu meirihluta Donald Trump

Endurtek: Hnignunin fram að þessu er ekki Trump að kenna! En á hinn bóginn, hljóta kjósendur á þessum svæðum að kenna Trump um, ef Trump framkvæmir aðgerðir er skerða enn frekar verulega þeirra aðgengi að heilsugæslu!

Af hverju pólitískt sjálfsmorð fyrir Donald Trump? Svar - Donald Trump fékk mjög öflugan stuðning frá verkafólki í einmitt sveitahéröðum Bandaríkjanna. Einmitt því fólki, sem stefni í að missi bráðnauðsynlega þjónustu á nk. árum - og að auki verði svipt þeim möguleika að geta haft efni á heilsu-tryggingum.
--Ef "Republican-Care" sem Donald Trump styður - nær fram að ganga!

----:Donald Trump, með því að styðja aðgerðir þing Repúblikana - er að míga í eigin skó!

 

Niðurstaða

Aðgerðir Donalds Trump að afleggja Obama-Care, með þeim hætti að stuðningur við heilsugæslu í dreifbýli yrði fyrir stórskerðingu - ásamt því að milljónir kjósenda hans einmitt í sömu sveitahéröðum mundu verða sviptir þeim möguleika að geta haft efni á heilsu-tryggingum.
--Sú stefna Donalds Trump hlýtur að teljast hægt en öruggt pólitískt sjálfsmorð.
--En allar kannanir sýna að þessi stefna sé óskaplega óvinsæl.

Sjá umfjöllun mína um skoðanakönnun innan Bandaríkjanna, þar sem m.a. þessi tiltekna andstaða kemur ákaflega skýrt fram: 48% Bandaríkjamanna andvígir Trump forseta - Trump forseti nýtur stuðnings 36% Bandaríkjamanna á sama tíma.

Ef Donald Trump heldur áfram að eyðileggja sinn eigin fylgisgrunn, getur það vart haft aðra afleiðingu en þá að stuðningur við hann haldi áfram að koðna niður.
--Skv. þeirri könnun styður einungis 24% kjósenda - "Republican-Care."

Það þíðir, þ.s. Trump enn hefur 36% fylgi - að verulegt hlutfall hans kjósenda, séu andvígir "Republican-Care."
--Skv. því getur 12% af núverandi stuðningi Donalds Trumps verið í hættu, ef tilraunir hans og Repúblikana um að skipta "Obama-Care" út fyrir miklu minna rausnarlegt við almenning prógramm - halda áfram.

Stuðningur Donalds Trumps við "Republican-Care" er klárlega ákaflega ósnjallt fyrir Donald Trump sjálfan!
--Hinn bóginn, má Trump alveg mín vegna - fremja pólitískt sjálfsmorð!

Það þíði einfaldlega að það verður annar forseti kjörinn í kosningunum 2020!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband