Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Eru bankarnir á leiðinni á hausinn?

Ég varpa þessari spurningu fram, ekki í neinum hálfkæringi, heldur í alvöru.
----------------------

*Framundan eru mestu afskriftir lána í Íslandssögunni. Enn áætlað, 65% fyrirtækja skuldi meira en þau standi undir. Ríkisstj. viðurkennir að 20% heimila eigi í vandræðum, en vitað er að mun fleiri heimili en 20% eiga í alvarlegum skuldavanda, þ.e. heimili með svokölluð fryst lán, eru flokkuð sem heimili í skilum.

*Vitað er að bankarnir viðhalda rekstri fjölda fyrirtækja, er vonast er eftir að verði rekstrarhæf síðar þegar árar betur. En, á meðan hafa bankarnir af þessu uppihaldi, þ.e. aðföng, laun og flr. verulegan kostnað, sem getur ekki annað en hlaupið á millörðum.

*Fréttir hafa borist um að innlánsreikningar bankanna, séu fullir að fé - þ.e. hátt á annað hundrað milljarða, í inneignum einstaklinga og fyrirtækja. Þetta er ekki góð frétt, þ.e. innlán eru skuldameginn á efnahagsreikningi bankanna, þ.e. þeir hafa einungis af þeim kostnað. Lítil eftirspurn virðist eftir nýjum lánum, til að vega upp öll þessi innlán.

-----------------------

*Sagt er að eigið fé Glitnis og Íslandsbanka sé ríflegt, þ.e. 12% þegar lágmarkið svk. lögum sé 8%. En, þetta þurfum við að vega og meta á móti öllum hinum slæmu fréttunum. Þó borð sé fyrir báru til afskrifta, að umtalsverðu leiti, er það ekki ótakmarkað heldur - og ég ítreka, mestu afskriftir Íslandssögunnar.

*Sagt er einnig, að þessir bankar séu til sölu,,,en sú sala hefur ekki enn farið fram, og persónulega á ég ekki von á að það muni gerast. Því, ef kröfuhafar samþykkja það, þá allt í einu bera þeir ábyrgð á þessum stofnunum, sem fylgir augljóslega nokkur áhætta. Þá þurfa þeir að treysta fjárhagsstöðu þeirra, til að standa undir afskriftum, sem hljómar ekki í mín eyru sem díll er þeir séu líklegir til að velja. ----Hinn díllinn, er að veita viðtöku skuldabréfum, er bankarnir 2. gefa út. Þau eru sárabót, en á móti áhættulaus. Með öðrum orðum, bankarnir borga þeim vexti af þessum bréfum, en á móti þurfa kröfuhafarnir ekki að gera nokkurn skapaðann hlut, nema að skrifa undir lokauppgjörið og þannig einnig loka-afskriftir. Þessi leið hefur þann kost fyrir þá, að viðbótar áhætta er engin. Aftur á móti, er það fé er bankarnir munu greiða þeim, hreinn gróði. Ég held að valið sé augljóst, þ.e. að þeir muni samþykkja að gera bankana 2 að mjólkurkúm sínum, en láta ísl. stjórnvöld sytja eftir með allann vandann og þar með einnig allann kostnaðinn.

-------------------------

Ég held að flest bendi til, að bankakreppan, sé ekki að leisast - þ.e. að endurfjármögnun bankanna, sé á það veikum grunni, að þeir séu enn sem áður, nánast eins mikið lamaðir og áður.

Stór hluti af vandamálinu, er afstaða Seðlabankans er viðheldur óraunsægju vaxtastigi. Á meðan vextir eru svo háir, þá hafa aðilar einfaldlega ekki efni á að taka ný lán, þ.e. sennileg skýring þess, hvers vegna innlánsfé hleðst upp í bönkunum, í stað þess að vera lánað út aftur - eins og vera ber - til að veita bönkunum tekjur, til að nákvæmlega standa undir vaxtakostnaðinum af innlánunum.

Seðlabankinn, er eiginlega orðinn að alvarlegu sjálfstæðu vandamáli, og augljóst virðist að ákvörðun um ráðningu þess manns sem Seðlabankastjóra, er var eiginlegur höfundur hávaxtastefnu síðasta áratugar, var ekki líkleg til að leiða til stefnubreytingar. Ráðningin er því klárlega, mjög misráðin og flest bendir til, að Seðlabankinn muni keyra allt þjóðfélagið, í mklu mun verri samdrátt en þegar er kominn fram.

Að auki, getur hann framkallað, annað gjaldþrot viðskiptabankanna, en stefna hans magnar upp öll hin vandamálin, er bankarnir eiga við að stríða.

--------------------------

Þegar þetta er allt lagt saman, óttast ég að bankarnir lendi í eiginfjárþurrð þegar um mitt næsta ár, jafnvel fyrr.

Þá mun ríkið þurfa að nurla saman í nýja fjárinnspítingu, einmitt þegar það er að reyna að spara 60 milljarða skv. eigin plani í ríkisrekstrinum, og draga þar með úr halla á ríkissjóði.

Einhvern veginn, sé ég ekki dæmið ganga upp, og óttast að líkurnar séu mjög verulega á því, að ríkissjóður komist í greiðsluþrot.

Kv.


Draumar um hækkun krónu, um 30%!

Baldur Péturson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og Þróunarbanka Evrópu (EBRD) í London, hélt því fram í stuttri viðtalsgrein, sem tekin var af Grétari Júníus Guðmundssyni, og byrt í Morgunblaðinu, mánudaginn þann 21. september s.l.; að eitt stærsta velferðarmál fyrir Ísland, þ.e. allt í senn almennings, einka-aðila og hins opinbera-aðila, væri hækkun krónu um 30%, þ.e. upp í þ.s. hann kallaði langtíma-jafnvægisraungengi. Það myndi skila hvorki meira né minna, en lækkun erlendra skulda og aborgana þeirra um 1.000 milljarða króna, eða cirka 14 milljón per 4. manna fjölskyldu.

------------------------------------------

Beinar tilvitnanir:

„Sá vandi sem við er að glíma myndi minnka verulega ef gengi krónunnar væri leiðrétt og styrktist um 30%, þar sem erlend lán og afborganir þeirra myndu lækka um þúsund milljarða (frá 3.400 milljörðum í um 2.400 milljarða króna), og vísitölubundin lán myndu einnig lækka vegna lækkandi verðlags. Skammtímavanda lántakenda mætti minnka með því að miða afborganir við gengi og vísitölu vorið 2008 (teygjulán), til að kaupa meiri tíma þar til gengið hækkar og eðlilegu jafnvægisgengi er náð.“

„Gengisfallið ógnar hratt stórframkvæmdum og undirstöðufyrirtækjum þar sem þau eru sum hver ekki lengur bankahæf hjá erlendum bönkum þar sem eigið fé hrundi niður fyrir viðmiðunarmörk - vegna hruns krónunnar þar sem erlendar skuldir hækkuðu mikið. Gengisfallið veldur einnig mun meiri samdrætti og minni tekjum og því að skera þarf meira niður í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga en ella sem um leið magnar niðursveifluna og gerir hana enn erfiðari. Þrátt fyrir að einstaka útflutningsgreinar njóti ávinnings lágs gengis í meiri tekjum hækka erlendar skuldir þeirra meira og heildartjón þjóðarinnar verður mun meira af gengisfallinu en ávinningurinn, eins og blasir við, vegna þess hversu miklu meira þjóðin er skuldsett í erlendum gjaldmiðlum en áður var. Þetta er kjarni vandans, og því er lausn gjaldmiðlavandans og styrking krónunnar svo aðkallandi.“

-----------------------------------------

Að mati Baldurs er eini möguleikinn á að leysa vandann sá að auka trúverðugleika krónunnar og styrkja hana að jafnvægisgengi með samstarfi og samningum við Seðlabanka Evrópu og ESB um fjármála- og gjaldmiðilsstöðugleika. Þetta verði gert á grunni EES-samningsins og umsóknar um aðild að ESB. Eftir það mætti minnka eða afnema gjaldeyrishöftin.

Eins og margir vita, er þetta einmitt stefna Samfylkingarinnar í dag. Nú er rétt, að velta fyrir sér, nokkrum staðreyndum:

  • Gjaldmiðlasamstarf Evrópu, skammstafað skv. ensku "ERM II" er eins og margir vita, fordyri að aðild að Evru samstarfinu.
  • Skv. lögum ESB, er hægt að sækja um aðild að ERM II, þegar aðildarsamningur hefur tekið gildi, þ.e. eftir að umsóknarríki hefur samþykkt og staðfest með þjóðaratkvæðagreiðslu aðildarsamning, og eftir að öll 27 aðildarríki ESB hafa samþykkt og þing þeirra einnig staðfest, þann sama aðildarsamning.
  • Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, hefur staðfest það, aðspurður, að Framkvæmdastjórnin eigi aldrei frumkvæði að því, að leggja til undantekningar frá reglum eða lögum Sambandsins.
  • Skv. ERM II, fær gjaldmiðill +/- 15% vikmörk, og seðlabanki Evrópu (ECB) kemur til aðstoðar, ef viðkomandi gjaldmiðill virðist ætla að sveiflast út fyrir þau mörk.

Hvað hefur áhrif á gengi gjaldmiðils?

  1. Sterkur gjaldeyrisvarasjóður, en sjóðir sem slíkir eru vanalega eignasjóðir, byggðir upp í gegnum eitthvert árabil, með skattfé. Ef hann er nægilega stór, til að teljast trúverðugur sveiflujöfnunarsjóður, en akkúrat hvaða stærð þ.e. er umdeilt atriði, getur slíkur sjóður aukið trúverðugleika tiltekins gjaldmiðils, með þeim hætti að með honum eru skarpar gengissveiflur rúnnaðar af, og þannig aðstoðar hann við það verkefni, að halda genginu nálægt skilgreindu jafnvægisgengi, þannig er gengisóvissa lágmörkuð og einnig kostnaður atvinnulífs og annarra, er þurfa reglulega að versla með verulegar upphæðir í öðrum gjaldmiðlum, einnig lágmarkaður. Almennt séð, er þetta mjög jákvætt, meðan kerfið virkar. En, ósannað er að sjóður tekinn að láni, skv. stefnu núverandi ríkisstjórnar, virki með sama hætti og eignasjóður, þ.s. skili sama aukningu trúverðugleika,
  2. Trú á hagkerfið, þ.e. atvinnulífið. Gjaldmiðillinn, er að mjög mörgu leiti, byrtingarmynd þess hvort aðilar, hafi trú á viðkomandi hagkerfi eða ekki. En, þegar trúverðugleiki hagkerfis er góður, þá streymir inn fé til fjárfestinga, og einnig hagkerfið sjálft gengur vel, þ.e. mikið er framleitt. Því fylgir að öllu jöfnu, sterkur gjaldmiðill, þ.s. innstreymi fjármagns styrkir gjaldmiðil og það gerir einnig, styrkur atvinnulífsins - þ.e. öflugur útflutningur og sterkt atvinnustig.
  3. Fjármagnsstreymi. Eins og kom fram að ofan, er það mjög tengt trúnni á hagkerfið. En, innstreymi fjármagns eykur eftirspurn eftir gjaldmiðlinum, og ef ekki er prentað á móti þá hækkar gjaldmiðillinn í verði. Mikið af þessu átti sér stað, þegar bóluhagkerfið ísl, var í hámarki, en þá gleymdu menn að þ.e. hægt að hafa of mikið af góðu. Í dag erum við að upplifa það öfuga, og sennilega næstu ár, þ.e. stöðugt útstreymi fjármagns. Ástæðan er gríðarlega erfið skuldastaða. Einmitt það fjármagnsútstreymi lækkar gengi krónunnar. Skuldir í erlendum gjaldmiðli, er hægt að borga með gjaldeyrisafgangi - en gjaldeyrisafgangar vanalega hverfa hér á landi cirka 2. árum eftir að hagvöxtur hefst á ný, sbr. Skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um Icesave. Þá er eftir, að skipta krónutekjum yfir í erlenda mynnt, þ.e. taka fé úr hagkerfinu. Þá annaðhvort minnkar fé í umferð, sem er klassísk samdráttaraukandi aðferð ef á að hægja á þenslu sem er ekki gott akkúrat í dag, eða að krónur eru prentaðar á móti - sem setur þá í staðinn, þrýsting á gengið niður-á-við, þ.e. stuðlar að verðfalli krónunnar. Seinni aðferðin er líklegri. Einka-aðilar, er ekki hafa krónutekjur, og einnig sveitarfélög, geta einungis greitt af sínum erlendu skuldum með þessum hætti. Þessi skuldastaða, mun því fullkomlega fyrirsjáanlega, stuðla að lággengi krónunnar, sennilega næsta áratuginn og jafnvel áframhaldandi lækkun gengis hennar, þ.e. ef eins og flest bendir til hagvöxtur verður slakur yfir sama tímabil.
  4. Greiðslustaða, þ.e. geta hagkerfisins til að standa undir skuldum, þessa stundina er hún mjög viðkvæm, þ.e. kominn niður í BBB hjá Moodies, sem er lægsti flokkur í B. Horfurnar eru enn metnar neikvæðar, sem bendir til að líkur á lækkun mats í C flokk, séu verulegar. Það þarf einnig að hafa í huga, að greiðslustaða þjóðfélagsins alls hefur mjög mikið að segja, þ.e. nettó skuldastaða ríflega 3.5 þjóðarframleiðslur, skv. mati Seðlabanka Ísl. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á gengi krónu, því þetta hefur áhrif á allt hitt, þ.e. trúna á hagkerfið, vilja fjárfesta til að fjárfesta, o.s.frv. Margir spekingar hjá ríkinu, láta eins og skuldir annarra en ríkisins, komi því ekki við. En, þ.e. ekki rétt, þ.s. ríkið þarf að keppa við óopinbera aðila um þá takmörkuðu auðlind, sem gjaldeyririnn er sem fæst fyrir útflutning, og þau fyrirtæki greiða að sjálfsögðu fyrst eigin skuldbindingar áður en ríkið á séns að fá sinn skerf. Síðan er það svo, að þeir aðrir aðilar, er skulda í erlendri mynnt, en eru í sömu stöðu og ríkið að hafa ekki eigin gjaldeyristekjur, þurfa einnig að greiða sínar skuldir. Ef mikið af þeim skuldum, lenda í vandræðum þá að sjálfsögðu skaðar það orðstí ísl. enn frekar en orðið er, gerir erlenda fjárfesta enn neikvæðari en þegar er orðinn hlutur, sem getur haft þá byrtingarmynd gagnvart ríkinu að því gangi enn erfiðar að fá lán til að velta eigin skuldum áfram á viðunandi kjörum. Síðan einnig eins og koma fram að ofan stuðla þær skuldir þessara einkaaðila að stöðugu útstreymi fjármagns, er hefur á næstu árum stöðug lækkunaráhrif á gengi krónu.

----------------------------------------------

Baldur vill skilvirkari gjaldeyrishömlur, t.d. skiptiskyldu á erlendum gjaldeyri vegna útflutnings yfir í íslenskar krónur á innlendum gjaldeyrismarkaði, í því markmiði að styrkja krónuna sem allra fyrst, lækka verðbólgu og erlendar skuldir og gera mögulegt að lækka vexti mun fyrr en ella.

Ef slíkar hömlur myndu virka, þá gætu þær sannarlega skilað inn meira fjármagni en ella, sem myndi þá vega upp á móti því gjaldeyrisútstreymi sem er til staðar, og þannig sannarlega hið minnsta dregið úr þrýstingi til lækkunar krónu.

En, ég tek fram, að ég er skeptískur, á að slíkt myndi raunverulega virka. Eins og vitað er, þá fara viðskipti útflutningsaðila í gegnum gjaldeyrisreikninga, sem mörg þeirra hafa komið sér upp í erlendum bönkum, frekar en í Seðlabankanum. Fyrir þau, eru slíkir reikningar, miklu mun öruggari þ.s. þá eru þau með reikninga í bönkum er njóta trausts, sem þíðir að þau geta fengið fyrirgreiðslu út á þá reikninga, sem langt í frá er öruggt að þau myndu fá út á sambærilega reikninga hérlendis. Þessir reikningar, eru því mikið hagræði fyrir okkar útflutningsaðila, sem eðlilega gera sér far um að tryggja eigin stöðu, sem mest þeir geta. Spurningin hér er, hve góð tæki ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefur, til að vita akkúrat hvar þessi fyrirtæki viðhalda þessum reikningum, og hvaða fjármuna-streymi akkúrat, fer þar fram? En, hið augljósa er að sjálfsögðu að þessi fyrirtæki, afhenda ekki fjármuni fyrr en eigin skuldbindingar hafa verið tryggðar, þ.e. borgað af þeirra eigin erlendu lánum.

Með öðrum orðum, hef ég ekki trú á, að hertar reglur ásamt hertum viðurlögum, muni skila umtalvert auknu gjaldeyrisinnstreymi, til að vega upp á móti óhjákvæmilegu stöðugu útstreymi fjármagns úr hagkerfinum, eins og ofan er útskýrt.

----------------------------------------------------

Þá kem ég aftur að draumnum, um hækkun krónunnar um 30%, sem ég tek fram, að ég tel mjög litlar líkur á að geti átt sér stað. En, eins og ég hef útskýrt, þá veldur skuldastaða þjóðfélagsins í erlendum gjaldeyri, stöðugu útstreymi fjármagns úr hagkerfinu. Á meðan að á góðærinu stóð, var öflugt innstreymi fjármagns á móti, en í dag eru erlendir fjárfestar fráhverfir Íslandi og áhugi erlendra aðila á ísl. krónubréfum einnig horfinn, svo að innstreymi fjármagns hefur stórlega minnkað. Afleiðingin er að í dag, er viðvarandi nettó útstreymi, og eins og var útskýrt að ofan, sem mun halda áfram svo lengi sem skuldastaða okkar minnkar ekki mjög verulega, því ekki eru efnahaghorfur í heiminum slíkar að einhverjar líkur virðist vera að öflugur hagvöxtur komist á, hvort sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum, á næstu árum, sbr. Paul Krugman.

Síðan kem ég aftur að Evrópusambandinu (ESB), en eins og Olli Rehn sagði, á það ekki frumkvæði að því að gera undantekningar frá aðalreglu. Gagnvart gjaldmiðlamálum, þá er gildandi aðferð sú að aðildarríki fái aðild að ERM II, eftir að aðild er um garð gengin. Ekki get ég séð, að þó svo að Ísland fari fram á undantekningu vegna alvarlegrar gjaldeyriskreppu og mjög erfiðra fjárhagslegra aðstæðna, að nokkur möguleiki sé til þess að ESB geti gengið lengra en að beita viðmiðum ERM II, þ.e. að veita það skjól sem fælist í -/+ 15% vikmörkum.

Það ber að hafa í huga, að undantekningar verða að fá einróma samþykki aðildarríkjanna 27.

Sannarlega, myndi slíkt bæta stöðu krónunnar eitthvað, en það breytir ekki þeirri grunnstöðu að við skuldum allt of mikið, þannig að flest bendir til að nettó fjárútstreymi myndi halda áfram, um eitthvert árabil hvernig sem þessu veltur. Þ.e. því, að mínu mati, ekki í kortunum að gengi krónunnar hækki að einhverju verulegu marki, yfir það tímabil, jafnvel þó við reiknum með að fá þessa tilhliðrun frá ESB, sem við getum að mínu mati ekki reiknað með sem nándar nærri öruggu í ljósi að slík tilhliðrun þarf að fá einróma samþykki allra 27 aðildarríkja, en er samt ekki fullkomlega útilokað að fáist.

Slæmar efnahagshorfur í heimshagkerfinu, verða þá einnig óbreyttar þær sömu, sbr. Paul Krugman, sem takmarkar möguleika okkar til hagvaxtar.

-------------------------------------------------------------

Niðurstaða mín er í stuttu máli sú, að þó það væri vissulega huggulegt ef gengi krónunnar hækkaði um 30%, eins og Baldur Pétursson talar um, þá séu líkur þess að það gerist hverfandi, í ljósi raunstöðu ísl. og einnig burtséð frá því, hvort við fáum sérstaka tilhliðrun frá ESB eða ekki.

Kveðja


Reddum öllu, með því að taka meiri lán og með því að eyða Lífeyrissjóðunum!!

Einhvern veginn, virðast ísl. stjórnvöld vera pikkföst, í hugsunarhætti góðærisins, þ.s. litið var á lán svipuðum augum og sjálfsaflafé er viðkomandi hafði unnið sér inn, þ.e. eins og um eigin fé væri að ræða en ekki lánsfé. Eitt sem var líka einkenni, gróðæriskónganna er keyrðu atvinnulífið í rúst, var sú hugsun að sjóðasöfnun væri af hinu ílla. Hvar sem þeir fundu sjóði, sem tekið hafði mörg ár að safna, töluðu þeir um óvirkt fjármagn, sem greinilega var í þeirra augum mjög slæmur hlutur, og þörf fyrir að virkja það, þ.e. að þeir kæmust sjálfir yfir það, til að eyða því í misvitrar fjárfestingar. Svo nú í dag, þegar ekki bara okkar bóla er sprunginn, heldur einnig bólan sem einnig var til staðar í heimshagkerfinu, standa fyrirtæki eftir í sárum, eftir þessa kóna, rúin af eygin fé, en ofhlaðin skuldum, allir sjóðir tæmdir og fjárfestingarnar, að mestu tapaðar. Hvarvetna sviðin jörð. Hvers vegna nefni ég þessi tvö atriði?

-------------------------------

Sko, lausnir stjórnvalda, virðast í grófum dráttum vera, að redda öllu með því að taka frekari lán, sbr. lánin frá AGS og Norðurlöndunum og fleirum, samanlagt hvorki meira né minna en 40% af áætluðum skuldum ríkisins í erlendri mynnt á næstu árum; og hins vegar, með því að spreða þeim síðasta sjóði sem eftir er, þ.e. lífeyrissjóðunum, í misvitrar framkvæmdir, til að auka atvinnustig til skamms tíma, þ.e. óþarft Háskólasjúkrahús, Búðarhálsvirkjun, og síðan vegaframkvæmdir. Samtals, vel yfir 100 milljörðum.

--------------------------------------------

Hvenrnig fara Lífeyrissjóðirnir að þessu? Ekki sitja þeir með þvílíkar upphæðir í lausafé. Þeir þurfa annaðhvort að slá lán, eða að selja eignir. Hvorir tveggja eru slæmir kostir, þ.s. lán til alls, sem ísl. er, eru mjög dýr akkúrat núna vegna hrunsins, og þess slæma orðspors er fer af Íslendingum í viðskiptum, þessa stundina. Á hinn bóginn, vegna þess að heimurinn er enn í kreppu, þó ef til vill sé farið að sjást fyrir endann á þeirri kreppu, þá er ljóst að enn eru öll verð, er fást fyrir eignir "depressed", þ.e. kreppt saman af kreppunni. Valið er á milli, lána er munu kosta Lífeyrissjóðina langt yfir 100 milljörðum, annars vegar - og - hins vegar, að fá fram lausafé með því að selja miklu meiri verðmæti en 100 milljarðar, miðað við ókreppt verðmæti þeirra eigna í eðlilegu árferði. Þetta er vitfyrring, segi ég. Ég er ekki að segja, að alls ekki undir nokkrum kringumstæðum, komi til greina að nota fé Lífeyrissjóða. En, arðsemiskrafa þess sem er gert fyrir það fé, þarf að vera há, svo sjóðirnir tapi ekki á öllu saman. Við erum hér, að tala um lífeyrisrétt þjóðarinnar, kjör þeirra er hafa skilað sínu, en einnig þeirra sem í dag eru að borga í sjóðina. Þ.e. ekkert minna en bilun, að setja þetta í hættu. Að mínu viti, kemur Háskólasjúkrahús ekki til greina - arðsemin langt frá því að vera ásættanleg. Vel hægt að notast við núverandi byggingar áfram, með einhverjum örfáum milljörðum í lagfæringar. Virkjun, gæti komið til greina, ef hún væri alfarið í eigu sjóðanna, og ef þ.s. rafmagnið er notað fyrir, hefur mikla þjóðhagslega arðsemi. En annað sem hefur verið nefnt, kemur ekki til greina fyrir utan hugmynd norsks fjárfesta, að hafa samvinnu við Lífeyrissjóðina, um að setja upp nokkurskonar nýsköpunar-fjárfestingar-sjóð. En, eins og ég sagði, arðsemiskrafan þarf að vera há, einmitt vegna þess, hvað það er dýrt í dag fyrir sjóðina að losa veruleg fjármagn.

----------------------------------------

Varðandi gjaldeyrislánin, þ.e. lánin sem eiga að fara í það að byggja upp varasjóð upp á cirka 1.100 milljarða, þá eins og kom vel fram í Sylfri Egils í dag, virðast menn alveg fastir í þeirri hugsun, að við verðum að fá þessi lán, til að losa hluti úr frosti. En, er það svo?

-----------------------------------------

Hvað hefur áhrif á gengi gjaldmiðils?

  • Gjaldeyrisvarasjóðir, eru vanalega eignasjóðir, sem ríki byggja upp yfir eitthvert árabil, fyrir skattfé. Hvernig, geta menn haldið því fram, að lánsfé sé sjóður? Er þetta ekki nákvæmlega hugsun 2007? Það þarf eftir allt saman, að borga af þeim lánum, og þ.s. ríkið hefur ekki eigin gjaldeyristekjur. Skuldir í erlendum gjaldmiðli, er hægt að borga með gjaldeyrisafgangi - en gjaldeyrisafgangar vanalega hverfa hér á landi cirka 2. árum eftir að hagvöxtur hefst á ný, sbr. Skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um Icesave. Þá er eftir, að skipta krónutekjum yfir í erlenda mynnt, þ.e. taka fé úr hagkerfinu. Þá annaðhvort minnkar fé í umferð, sem er klassísk samdráttaraukandi aðferð ef á að hægja á þenslu sem er ekki gott akkúrat í dag, eða að krónur eru prentaðar á móti - sem setur þá í staðinn, þrýsting á gengið niður-á-við, þ.e. stuðlar að verðfalli krónunnar. Seinni aðferðin er líklegri. Þá eru menn komnir með þá skemmtilegu hringavitleysu, að það þarf stöðugt að eyða hluta af þeim láns-sjóði, til að gera ekkert annað en að vega á móti því að það hvernig hann var búinn til, stuðlar að lækkun krónunnar. Þannig minnkar hann smám saman, alveg með sama hætti og lán sem þú tækir sem einstaklingur minnkar smám saman, ef þú hefðir lagt það inn á eigin reikning og kostnaðurinn við það að taka það væri smám saman sjálfvirk tekinn af þeim sama reikningi. Sjálfsagt, í einhverjum skilningi, meðan það lán endist, getur það virkað að einhverju leiti sem varasjóður. Auðvitað, ef þú notar það sem slíkan, þá þurrkast það upp enn hraðar - síðan á endanum, þarftu að borga lánin upp, hvort sem þú er búinn að eyða þeim öllum eða ekki, yfir það tímabil sem þú ætlar þér að nota lánið sem sjóð. Stóra spurningin, er sú hvort þ.e. virkilega þörf á þessu?
  • Trú á hagkerfið, þ.e. atvinnulífið. Gjaldmiðillinn, er að mjög mörgu leiti, byrtingarmynd þess hvort aðilar, hafi trú á viðkomandi hagkerfi eða ekki. En, þegar trúverðugleiki hagkerfis er góður, þá streymir inn fé til fjárfestinga, og einnig hagkerfið sjálft gengur vel, þ.e. mikið er framleitt. Því fylgir að öllu jöfnu, sterkur gjaldmiðill, þ.s. innstreymi fjármagns styrkir gjaldmiðil og það gerir einnig, styrkur atvinnulífsins - þ.e. öflugur útflutningur og sterkt atvinnustig.
  • Fjármagnsstreymi. Eins og kom fram að ofan, er það mjög tengt trúnni á hagkerfið. En, innstreymi fjármagns eykur eftirspurn eftir gjaldmiðlinum, og ef ekki er prentað á móti þá hækkar gjaldmiðillinn í verði. Mikið af þessu átti sér stað, þegar bóluhagkerfið ísl, var í hámarki, en þá gleymdu menn að þ.e. hægt að hafa of mikið af góðu. Í dag erum við að upplifa það öfuga, og sennilega næstu ár, þ.e. stöðugt útstreymi fjármagns. Ástæðan er m.a. gríðarlega erfið skuldastaða. Einmitt það fjármagnsútstreymi lækkar gengi krónunnar, eins og var útskýrt að ríkið mun neyðast til að prenta peninga til að mæta útstreyminu svo almennt peningamagn skreppi ekki stöðugt saman, og skortur á innlendu fjármagni verði of mikill sem myndi magna innlendan samdrátt enn meira. Þessi skuldastaða, mun því fullkomlega fyrirsjáanlega, stuðla að lággengi krónunnar, sennilega næsta áratuginn og jafnvel áframhaldandi lækkun gengis hennar, þ.s. ef hagvöxtur verður slakur yfir sama tímabil. *Greiðslustaða, þ.e. geta hagkerfisins til að standa undir skuldum, þessa stundina er hún mjög viðkvæm, þ.e. kominn niður í BBB hjá Moodies, sem er lægsti flokkur í B. Horfurnar eru enn metnar neikvæðar, sem bendir til að líkur á lækkun mats í C flokk, séu verulegar. Það þarf einnig að hafa í huga, að greiðslustaða þjóðfélagsins alls hefur mjög mikið að segja, þ.e. nettó skuldastaða ríflega 3.5 þjóðarframleiðslur, skv. mati Seðlabanka Ísl. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á gengi krónu, því þetta hefur áhrif á allt hitt, þ.e. trúna á hagkerfið, vilja fjárfesta til að fjárfesta, o.s.frv. Margir spekingar hjá ríkinu, láta eins og skuldir annarra en ríkisins, komi því ekki við. En, þ.e. ekki rétt, þ.s. ríkið þarf að keppa við óopinbera aðila um þá takmörkuðu auðlind, sem gjaldeyririnn er sem fæst fyrir útflutning, og þau fyrirtæki greiða að sjálfsögðu fyrst eigin skuldbindingar áður en ríkið á séns að fá sinn skerf. Síðan er það svo, að þeir aðrir aðilar, er skulda í erlendri mynnt, en eru í sömu stöðu og ríkið að hafa ekki eigin gjaldeyristekjur, þurfa einnig að greiða sínar skuldir. Ef mikið af þeim skuldum, lenda í vandræðum þá að sjálfsögðu skaðar það orðstí ísl. enn frekar en orðið er, gerir erlenda fjárfesta enn neikvæðari en þegar er orðinn hlutur, sem getur haft þá byrtingarmynd gagnvart ríkinu að því gangi enn erfiðar að fá lán til að velta eigin skuldum áfram á viðunandi kjörum. Síðan einnig eins og koma fram að ofan stuðla þær skuldir þessara einkaaðila að stöðugu útstreymi fjármagns, er hefur á næstu árum stöðug lækkunaráhrif á gengi krónu, sem væntanlega stendur til að mæta með gjaldeyrisvarasjóði - eða hvað?

------------------------------------------

Ef málin eru skoðuð í samhengi, eins og ég hef nú gert, í stuttu máli - þá held ég að það verði bersýnilegt, að núverandi stefna, er ekki skynsamleg. Það eru ekki bær svör, sem koma, að ef aðilar hafi ekki rétt flokksskýrteini, þá séu þeirra aðvaranir sjálfvirkt ómarktækar. Slík svör, bera vott að menn eru rökþrota, og kjósa þess í stað, að hleypa málum á dreif. Stóra vandamálið í dag, eru hve háar skuldir - ekki bara ríkisins, heldur einnig - þjóðfélagsins alls, eru orðnar. Stóra málið, er því að lækka þær skuldir sem mest við meigum, en ekki að bæta þar ofan á öðrum 1.000 milljörðum. Eins og sést að ofan, má gjaldeyrisvarasjóður síns lítils, ef hinir þættirnir sem ég hef nefnt, eru í ólagi. Ég tala ekki um, í ólagi allir á sama tíma. Í því tilviki, þá einfaldlega breytir sá sjóður nokkurnveginn engu um hegðun krónunnar, þ.e. ef hugsunin er að koma gengi hennar upp. Miklu fremur, skapar sá sjóður enn frekari hættu á nýju gengishruni, þ.s. þessi gríðarlega skuldaaukning í erlendri mynnt, getur ekki annað en gert greiðslustöðu Ísl. enn tæpari en áður. Greiðslumat Ísl. er það tæpt, að ekki má miklu muna, að það fari yfir B múrinn yfir í C, þ.e. ruslflokk. Þá er gríðarleg hætta á, að af stað fari atburðarás er endar í gjaldþroti.

---------------------------------------------

Hættum að gera frekari mistök, þ.e. spreðum ekki lífeyrissjóðunum í einhverja vitleysu sem engu reddar, og hættum að taka lán til að byggja upp sjóð, sem vonlaust er að geti híft upp gengi krónunnar, eins og málum er háttað.

Kv.


Mun réttlætið sigra eða tapa?

Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað á að gera fyrir skuldugar fjölskyldur þessa lands.

Ríkisstjórnin hefur flaggað þeirri niðurstöðu Seðlabankans, að 80% fjölskyldna séu í skilum, á meðan að 20% sé það ekki. En, til þeirra er standa í skilum, teljast þær fjölskyldur, er hafa fryst lán sín. Það gera menn ekki, ef þær skuldir eru viðráðanlegar.

Augljóst er því, að fleiri en 20% fjölskyldna er í skuldavandræðum. 20% er 1/5 fjölskyldna, en við getum hæglega verið að tala um 1/3 fjölskyldna, þ.e. cirka 33%.

En vandinn er enn erfiðari en það, þ.s. að af þessum 33% sem hugsanlega er nálægt réttri tölu, er að finna mjög hátt hlutfall ísl. barnafjölskyldna í dag, en þ.e. einmitt barnafjölskyldur sem eru á því þróunarstigi í lífi sínu að vera skuldugar, vegna þess að hafa stækkað við sig, ekki svo mörgum árum fyrr.

Ef rétt heildarhlutfall, er rúmlega 30%, hugsanlega nálægt 33%, þá verður að teljast hæsta máti líklegt, að hlutfall barnafjölskylda í þeim hópi sé enn hærra, sennilega nálægt 50/50.

En, veltum nú fyrir okkur, afleiðingum þess, að nálægt helmingi núverandi barna, muni alast upp við minni efni, en foreldrar þeirra gerðu, en þ.e. að ef einhvers konar almenn skuldaniðurfelling að hluta, verður ekki framkvæmd. Þá erum við að tala um, að þessi börn muni hafa ekki bara minni efni, heldur einnig minni tækifæri. Síðan má einnig reikna með hærri tíðni félagslegra vandamála, en tíðni þeirra hækkar að jafnaði við minni efni.

Reiknum inn að auki, að barnafjölskyldur eru vanalega sá hópur er stendur á baki við hvað hæst hlutfall af veltu samfélagsins, þ.e. aðal vinnualdurinn, öll eyðslan sem þarf að standa undir vegna blessaðra barnanna, o.s.frv. Þannig, að ef nálægt helmingi barnafjölskyldna, verða fyrir svo alvarlegu áfalli, sem þær standa frammi fyrir í dag, þá getur virkilega munað svo um munar um þau áhrif, sem þá verða til framtíðar, á ísl. þjóðfélag.

Þá erum við ekki einungis að tala um félaglegu hliðina, heldur einnig minni framtíðar hagvöxt, minni framtíðar tekjur ríkisins, og að auki, vegna minni framtíðar hagvaxtar þjóðfélag er hefur í heildina minna til framtíðar.

Punkturinn, er sá, að ef allt er tekið inn í reikninginn, þ.e. ekki bara vandamál dagsins í dag, heldur líklegar afleiðingar dagsins á morgun; þá sennilega er miklu mun ódýrara fyrir ísl. samfélag, að gera frekar stóra almenna skuldaniðurfellingu.

Sleppum þessum IMF lánum, lánunum frá Norðurlöndunum; whoha, minnka skuldir um nær 1.000 milljarða - og þá getum við þess í stað, gert eina stóra skuldaniðurfellingu. Fyrir þá sem tóku lán í erlendri mynnt, þarf ríkið að kaupa þau, og síðan að færa niður. Fyrir aðra er voru með verðtryggð krónulán, er hægt að beita einni almennri niðurfellingu. Þetta samanlagt mun sennilega ekki hækka skuldir þjóðarinnar eins mikið, jafnvel þó almenna niðurfelling verðtryggðra lána yrði 33%, en ekki 20%.

Þessi skuldaniðurfelling, að sjálfsögðu dugar ekki alveg öllum. Einhver gjaldþrot verða samt, þ.e. gjaldþrot þeirra er raunverulega höguðu sér af stórfelldur fjárhagslegu gáleysi. En gjaldþrotum mun samt stórfækka, og þannig minnka þau framtíðar félagslegu vandamál, og einnig sá þjóðfélagslegi kostnaður sem mun annars fylgkja þeim gjalþrotum. Síðan, fyrir aðra, þá er hefðu ekki orðið gjaldþrota. Þeir sem teljast geta borgað, verður allt í einu meira borð fyrir báru en áður; og sem er þá einfaldlega, vítamínsprauta fyrir atvinnulífið, þ.s. þá getur almenn eyðsla aukist á ný. Það mun vera hraðasta leið sem hægt er að fara, til að slá á atvinnuleysið.

Ég fullyrði, að hraðari vítamínsprautu fyrir atvinnulífið, er ekki hægt að finna. Mun skila miklu meiri jákvæðum áhrifum fyrir hagkerfið og þjóðfélagið allt, heldur en eyðsla fjármagns lífeyrissjóða, í framkvæmdir - sem hugmyndir eru uppi nú.

Svo, hvað er ekki réttlátt við þessa leið?

Bendi fólki, er telur þetta óréttláta leið, á að lesa eftirfarandi frétt á Visi.is:
http://www.visir.is/article/20090919/VIDSKIPTI06/845234713

Síðan er einnig þessi frétt áhugaverð, en Ragnar H. Hall, telur dómstólaleiðina vel mögulega:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item299571/

Kv.


Bretar og Hollendingar, samþykkja ekki fyrirvara Alþingis!

Niðurstaðan, ef marka má fréttir dagsins, sem ekki hafa alveg verið kýrskírar, er að Bretar og Hollendingar, samþykki ekki þá niðurstöðu sem Alþingi komst að, um fyrirvara við Icesave.

En, í stað þess, að loka öllu í lás, virðist sem að þeir hafi komið með gagntilboð, þ.e. að sumir fyrirvara verði samþykktir, en aðrir ekki. Ljóst virðist, að þeir þverneiti að samþykkja þann fyrirvara, að eftistöðvar lánsins falli niður, eftir 15 ár- ef það þá verður ekki fullgreitt.

Hvað skal segja? Ef Þetta er rétt skilið, virðast Bretar og Hollendingar, raunverulega auðsýna miklu mun meiri sveigjanleika, en aðstoðarmaður Fjármálaráðherra og Fjármálaráðherra, héldu ítrekað fram, í gegnum alla Icesave deiluna á Alþingi; þ.e. sú fullyrðing, að ekki væri hægt að endursemja um Icesave. Einnig, að sá samningur, sem náðst hefði, væri sá besti, er hægt væri að ná fram, miðað við aðstæður.

Ljóst, virðist að þau ummæli, falli nú öll, dauð og ómerk.

Hvað kemur svo, útlitið virðist benda til, að nú fari fram raunverulegar samningaviðræður milli sendimanna, Breta og Hollendinga, og Alþingis.

Hver veit, ef til vill, stefnir í miklu mun þolanlegri niðurstöðu, á Icesave deilunni, en útlit var fyrir í upphafi.

Þ.e. - svo fremi - að rétt hafi verið frá sagt, í fréttum.

Ef einhverjar efasemdir hafa enn verið til staðar um það, þá ættu þær að þagna nú - um það að upphaflegi samningurinn, hafi verið virkilega ömurlegur, svo ömurlegur, að hann verði samningamönnum þeim er fóru út fyrir Íslands hönd, og einnig núverandi ríkisstjórn; til ævarandi háðungar!

Kv.


Ríkisstjórnin hvetur til spillingar!

Fyrst, til að fyrirbyggja misskilning, á ég ekki við, að ríkisstjórnin, sé vitandi vits að stuðla að spillingu, frekar að spilling sé líkleg afleiðing tiltekinna aðgerða hennar.

Fyrst, smá umfjöllun um nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar; þ.e. tekjutenging greiðslna af lánum, einkum húsnæðislánum, almennings.

Hvernig, tengi ég hvata til spillingar, við þetta? Svarið er einfalt, að þ.s. þú greiðir minna af lánum, eftir því sem tekjur þínar eru minni, þá skapar það hvata til að fela það gagnvart ríkinu, með öllum tiltækum ráðum, hverjar tekjur þínar eru, ef þú ert einn af þeim sem skulda slíkar upphæðir, að þú átt rétt á að komast inn í þetta nýja fyrirkomulag. Þar getur verið um, aukningu svartrar vinnu, en einnig einfaldlega að menn fara að beita brögðum til að láta líta út, að launatekjur séu lægri en þær eru, þ.e. skattsvik.

Eins og flestir vita, þá er hvatning til skattsvika, af nokkrum hugsanlegum rótum. Fyrst það augljósa, hrein græðgi. En, aðrir hvatar geta komið til, sem dæmi, geta skattahækkanir, fjölgað þeim sem telja skattkerfið, ósanngjarnt, sem getur leitt fólk til skattsvika sem einhvers konar hefndarráðstöfun, viðkomandi einstaklings, er réttlætir sig á þeim grunni, að kerfið sé ranglátt. Síðan getum við bætt við hinum nýja hvata sem ríkisstjórnin virðist ætla að búa til, en þá getur hugsanlega munað verulega fyrir lífskjör fjölskyldna viðkomandi einstaklinga, að fela hluta tekna sinna.
----------------------------------

Áhugavert, er að ríkisstjórnin, hefur í reynd nú, ítrekað vegið í sama knérunn, þ.e. gagnvart þeim sem taldir eru HIN BREIÐU BÖK.

*Tekjutengingar bóta, svo sem barnabóta og einnig vaxtabóta, hafa verið auknar - sem felur í sér rauntekjulækkun fyrir hin svokölluðu BREIÐU BÖK.

*Skattar á svokallaðar, hærri tekjur, hafa auk þessa verið hækkaðir.

*Nú, bætist enn eitt við, þ.e. tekjutenging afborgana, sem leiðir óhjákvæmilega til enn frekari hlutfallslegrar tekjuskerðingar þessa hóps.

Umtalsverðar líkur verða því að teljast á því, að þess hópur - HIN BREIÐU BÖK - upplifi það þannig, að ríkisstjórnin sé einfaldlega óvinur þeirra. Með öðrum orðum, upplifi aðgerðir þessar, þegar allt er tekið saman, sem freklega árás á þeirra lífskjör. Þeir séu sem hópur, sérstaklega tekinn fyrir.

Ábendingin, er sú, að ef þetta er rétt, þá getur einmitt sú reiði gegn ríkisstjórninni, sem líkleg er til að vera til staðar, meðal þessa hóps, verið öflugur hvati til að beita ólöglegum aðgerðum, t.d. skattsvikum, til að rétta sinn hlut, gagnvart ríkisstjórninni.
-----------------------------------

Við verðum að muna, óvarlegt er að ganga með áberandi hætti harkalegar gegn, tilteknum þjóðfélagshópum, en öðrum. Sérstaklega, getur það skapað mögulega háskalega stöðu, ef stór og/eða áhrifamikill þjóðfélagshópur upplifir það þannig, að stjórnvöld séu beinlínis, að vinna skipulega gegn þeirra grunnhagsmunum, þ.e. efnahag og velferð.

Málið er, að ef öflugir hópar, fara að upplifa sig með þeim hætti, að stjórnvöld séu þeim óvinveitt, þá skapast mjög öflugur hvati hjá þeim tilteknu hópum, til að beita ólöglegum úrræðum, til að rétta sinn hlut.

-------------------------------------

Mig grunar, að stjórnvöld séu ekki einfaldlega að átta sig, á þeirri gríðarlegu reiði, sem er smám saman að byggjast upp, á meðal fólks í milli- og efri-millistétt. Þ.e. fólk, sem hefur tekjur, verulega yfir grunntekjum, án þess að vera endilega, með ofurtekjur.

Flest er þetta einfaldlega, venjulegt fjölskyldufólk, sem býr ekki endilega í flottum villum, t.d. einfaldlega raðhúsum, sem í góðærinu kostuðu hæglega 20 - 40 milljónir, upp í betur statt fólk, er býr í einbýli. Þetta fólk, sér að ríkisstjórnin, hefur skert barnabætur til þeirra, umfram aðra. Það sér að ríkisstjórnin, hefur sennilega tekið alveg af þeim vaxtabætur. Og nú, ætlar hún að auki, að láta það borga meira af húsnæðislánum, en aðra.

Þrjú högg í sama knérunn - sbr. Njálu, þ.s. 3. víg í sama knérunn, voru talin skapa stórfellda hættu, á víðtækum átökum. Ég reikna nú ekki með mannvígum, en veruleg hætta er á, að nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, muni vera upplifuð af þessum hópum, sem enn eitt tilræði hennar gagnvart þeirra lífskjörum, umfram aðra hópa.

Ég held að ég þurfi ekki að segja meira; hættan hlýtur að vera ljós, þ.e. hætta á að þetta fólk í hreinni örvæntingu, til að tryggja sinn hag, leiðist til víðtækra ólöglegra aðgerða, ekki síst í því augnamiði að fela tekjur sínar.

Kv.


Hvað ætlar ríkisstjórnin, að gera fyrir heimilin?

Flest bendir til, að hugað sé að því að tekjutengja greiðslur af lánum, þannig að afborganir taki mið af tekjum.

Einnig, virðast hugmyndir uppi um að afskrifa að einhverjum hluta lán, hjá þeim sem hafa yfirveðsettar eignir.
------------------------------

Fyrri hugmyndin hefur hið minnsta einn slæmann, ágalla. En sá er, að eftir því sem þú hefur lægri laun, því minna greiðir þú af þínu láni. Þetta framkallar hvata, til að minnka við sig vinnu, eða jafnvel til að skipta yfir í lægra launað starf. Sumir gagnrínendur, hafa nefnt möguleika þess, að menn einfaldlega hætti að vinna, til að borga enn minna, jafnvel ekki neitt. Frekar slæmur hvati með það í huga, að þjóðfélagið berst í bökkum, og þarf á allri sinni framleiðslugetu að halda.

Annar augljós ágalli, er sá að með þessu eru engin augljós takmörk fyrir því, um hve langan tíma, lán getur lengst með þessum hætti. Áður, með lánalengingum, voru menn að tala um allt að 70 ára lán. Nú, getum við verið að tala um enn lengri lánstímabil, en 70 ár.

Ég velti fyrir mér, hvernig almenningur mun taka þessu, þ.s. í þessu felst einnig að öllum hugmyndum um svokallaðar leiðréttingar, er hafnað áfram. Einungis, mun koma til greina, að afskrifa að einhverjum hluta, hjá því fólki þ.s. lán eru komin umfram verðmæti eigna.

Kv.


Eigum við að henda krónunni - Stiglitz?

Með fyrirsögninni, er ég að vísa til orða, Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Stiglitz - sem ekki er hægt að skilja með öðrum hætti, en að hann mæli með að við höldum krónunni. Þetta kom fram í viðtalinu við hann, í Silfri Egils, á sunnudaginn s.l.

En, skv. því sem hann sagði, þá þurfa lítil hagkerfi á sveigjanleika að halda, og þegar við leiðum huganum að því, þá þurfum við að velja, hverju akkúrat við viljum halda sveigjanlegu.

Hann mælti með, að gengi gjaldmiðils væri haldið sveigjanlegu, þ.s. að það væri skárra en að taka þörf fyrir sveigjanleika út í öðtum þáttum, þ.e. launum eða atvinnustigi.

Ég bendi á, að þetta eru ekki neitt ný rök, þ.e. talsmenn þess að halda krónunni, hafa alla tíð. haldið því fram, að ef við köstum krónunni, fyrir aðra mynnt, sem hegðar sér ekki í samræmi við okkar eigin hagsveiflu, þá komumst við ekki hjá því, að taka út þörf fyrir efnahagslegan sveigjanleika í akkúrat, atvinnustigi eða launum. En, þá er átt við að laun þurfi að getað lækkað, þegar kreppa gengur í garð, eða, að fólk verði þess í stað að sætta sig við verulegt atvinnuleysi.

Stiglitz, benti einmitt á, að eitt af höfuðeinkennum Ísl. atvinnulífs, hafi verið mun hærra atvinnustig en gerist og gengur, í flestum öðrum löndum, þ.e. lágt atvinnuleysi. Hann sagði í Sylfrinu, að þetta væri gott því þá værum við að nýta okkar "resources" - en þ.e. orðalagið sem hann notaði.

Þ.s. ég er að velta upp hér, þ.s. þ.e. nánast orðið að almennum skilningi, í ísl. samfélagi, að krónan sé ónýt, og henni þurfi að skipta út, og þess vegna þurfi að ganga í ESB; þá er áhugavert að fá svona heimsókn, og heyra frá svo merkilegum einstaklingi, einmitt margt af því sem sagt hefur verið hérlendis í gegnum árin, þ.e. að þrátt fyrir allt, höfum við gagn af krónunni.

Sannarlega, er það vandamál í vissum skilningi, að gengið sveiflist, sem veldur kostnaði vegna hærri vaxta, og einnig kostnaði vegna svokallaðs gengiskostnaðar - en hann felst í kostnaði vegna óvissunnar um framtíðargengi, sem veldur vanda í áætlanagerð, t.d. varðandi samninga um verð. Síðan, má bæta við kostnaði, vegna þess að aðilar hafi lán í erlendum gjaldmyðli, en tekjur í krónum; en fyrir slíka aðila, geta gengissveiflur valdið miklum vandamálum - sem akkúrat er í dag, mjög í umræðunni hérlendis.

Á hinn bóginn, er sjálfstæður gjaldmiðill, mjög hagkvæm leið fyrir þjóðfélag, til að mæta kostnaði vegna efnahagslegra áfalla, þ.e. með því að fella gengið. En, þá sjálfkrafa lækka lífskjör, kaupmáttur, og launakostnaður fyrirtækja; sem hjálpar atvinnulífinu að halda velli þrátt fyrir efnahagsáfallið, sem skilar sér í færri gjaldþrotum fyrirtækja en ella, sem um leið skilar sér í minna atvinnuleysi en ella.

Þetta er sú leið sem ísl. þjóðfélag og atvinnulíf hefur fylgt í gegnum allann lýðveldistímann, og þrátt fyrir allt, hefur skilað umtalsveðrum árangri, þ.s. þrátt fyrir nýleg efnahagsleg áföll, eru Íslendingar enn á meðal ríkustu þjóða.

Hérna verða menn að vega og meta, hvaða kostnaður er þolanlegur. Eins slæmar og sveilfur, og hærri vaxtakostnaður er; þá er einnig slæmt að fá yfir ísl. þjóðfélag tímabil mikils atvinnuleysisi, jafnvel um lengri tíma.

Ef til vill, er stóra málið, að losna við verðtrygginguna. En, fólk sem tók erlend lán, var ekki einungis að sækjast eftir lægri vöxtum, heldur einnig því, að losna við vertryggðar krónur.

Ég held, að ef til vill, sé það einmitt stóra málið í augum svo fjölmargra, sem langar að skipta út krónunni, að losna þannig við verðtrygginguna. En, við getum alveg lagt hana niður sjálf.

Einhvern veginn, hefur það þó fram að þessu verið erfitt. Ástæðan, er visst vanheilagt bandalag á milli verkalýðshreyfingar - sem vasast með lýfeyrissjóði - og banka. En, eignir Lífeyrisjóða í krónum eru verðtryggðar, og standa lýfeyrissjóðslán sem eru verðtryggð einnig að hluta undir lífeyrisgreiðslum. Þetta bandalag, lífeyrissjóða sem reknir eru í tengslum við verkalýðshreyfingu og þannig þá í reynd bandalag verkalýðshreyfingar - annars vegar - og banka - hins vegar - hefur fram að þessu verið svo öflugt, en bankar og verkalýðshreyfing hefur mjög mikil ítök innan stjórnmála; að ekki hefur verið pólitískt mögulegt í cirka 30 ár, að leggja niður verðtryggingu.

Í reynd er núverandi ríkisstjórn, ekki mögulegt annað en að afgreiða málið, með mjög óljósu loforði, einhverntíma í framtíðinni, ef og þegar hægt væri að taka upp Evru. Ljóst er þó, að verið er að tala um minnst 10 ár, og þá reiknað með að verði að ESB aðild, sem vart er hægt að telja neitt öruggt.

Þannig ætlar ríkisstjórnin, að því er virðist, að afgreiða sitt kosningaloforð, að stefna að niðurfellingu verðtryggingar, með gúmmítékk inn í framtíðina, löngu eftir að hún er farin frá. Þetta er ekki annað en vesældarleg uppgjöf gagnvart málinu.

Ef við samþykkjum þá ráðgjöf Stiglitz, að rétt sé að halda krónunni, þá verðum við að losna við verðtrygginguna, þ.e. ljóst. Góðir Íslendingar, leggjum þetta skrímsli af.

Kv.


Hlustum ekki á þá!

einar_bjorn_bjarnason-1_896236_903998.jpgÉg hef orðið var við töluvert útbreitt viðhorf, sem er að fólk og aðilar, sem hafi viss flokksskýrteini, séu ómarktækir, og að ekki beri að hlusta á þá.

Margir þeirra, sem hafa þessar skoðanir, benda einnig á að þeir séu þess fullvissir að núverandi efnahags ástand, hafi mest verið þessum tilteknu aðilum að kenna, og að ekki síst vegna þeirra saka, ættu þeir að skammast sín, fara út í horn, og þegja, og láta þá sem séu önnum kafnir við að hreynsa til eftir þá, í friði við hreinsunarstarfið.

Fleiri rök hafa verið nefnd, eins og að menn spyrji ekki þá sem hafi klúðrað, ráða. 

Ég vil benda hér á, að þegar Davíð og Dóri réðu, þá gilti einnig að skoðanahópar þurftu að hafa rétt flokkskýrteini, til að á þá væri hlustað. Sú hegðun þótti þeim hópum, sem það bitnaði á, ekki vera til fyrirmyndar. 

Það lítur því ílla út, ef þeir hópar er áður gagnrýndu þá hegðun Dabba og Dóra, í dag taka upp og beita sambærilegum meðulum, þ.e. virða að vettugi skoðanir þeirra, sem hafa röng flokksskýrteini. Þó, í þeirri hegðun, geti  falist virt "poetic justice" þ.e. ákveðin hefnd, sem unnið hafi verið til.

En, ég held samt, að slík hegðun sé alltaf óskynsamleg, þ.e. það hafi verið rangt af Dabba og Dóra, að beita þessu, og það sé einnig nú. Eins og sagt er "two wrongs don't make a right".

 

Skoðum þetta aðeins betur

  •  Við vitum, að á bak-við stjórnmálaflokkana, nefnum engin nöfn, eru hópar kjósenda. Kjósendur, velja sér flokka, sem hver og einn, telur koma næst því, að vera samnefnari, sinnar skoðunar.
  • Einnig, standa hagsmuna hópar, á bak við flokka, sem viðkomandi hagsmunir, telja helst ganga erindi sinna hagsmuna.

Hið klassíska hérlendis, er að hagsmunahópur bænda, styðji Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn, en við síðustu kosningar, virðist fjöldi bænda hafa kosið Vinstri Græna. Hagsmunahópurinn, Alþýðusambandið, hefur lengst af stutt Alþýðuflokkinn, og í dag Samfylkinguna. Einhverjir hópar svokallaðs, vinandi fólks, styður reyndar Sjálfstæðisflokkinn. Síðan, hafa útgerðar- og fiskvinnslufólk, einkum stutt Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn, hafa einnig stutt margir úr hópi atvinnurekenda, og kaupmanna.

Allir flokkar, hafa aðgang að fylgi einhverra hagsmunahópa, þó enginn flokkur hafi algera einokun, á einhverjum tilteknum hópi.

 

Allir hagmunir og skoðanahópar, eiga sinn tilverurétt.

  • Það sem fólk þarf að hafa í huga, er að í lýðræðisþjóðfélagi, þarf að bera virðingu fyrir frelsi allra hópa, til að koma sínum skoðunum og einnig, hagsmunum að. Ef þ.e. ekki gert, sýnir reynsla erlendis, að þá stefnir í voða. Þá á ég við, vaxandi átök.
  • Með öðrum orðum, þarf að taka ákveðið gagnkvæmt tillit, til sjónarmiða hvers annars, og einnig hagsmuna hvers annars, til að lýðræðisþjóðfélagi, geti þrifist án verulegra þjóðfélags átaka.
  • Með öðrum orðum, er mjög óskynsamlegt, að einn hópur taki sig til, og gangi freklega á hagsmuni einhvers annars hóps, t.d. með því að skattleggja þann hóp fram úr hófi, eða með því, að taka upp eitthvert fyrirkomulag, sem sá hópur er mjög sterkt mótfallinn, dæmi gæti verið eignaupptaka á kvóta.
  • Punkturinn er sá, að ef einum hópi fynnst gengið freklega á sína hagsmuni eða sinn tilverurétt, þá má búast við, að sá hópur beiti öllum brögðum - löglegum sem ólöglegum - til að hindra framgang þeirra breytinga, sem viðkomandi hópur er svo sterkt mótfallinn.

Menn þurfa að skoða sinn gang, og átta sig á því, hvert þeir vilja stefna. Spurningin, er þá, hvort aðilar eru tilbúnir í þau átök, sem stefna þeirra getur leitt til? Eða jafnvel það, að menn hreinlega átti sig ekki á, að stefnan geti leitt til átaka.

 

Hlustum ekki á þá!

Enginn vafi er á, að ráðandi öfl innan Sjálfstæðisflokks, og Framsóknarflokks, stjórnuðu mjög umdeildu einkavæðingar ferli bankanna sálugu. Davíð og Dóri, tóku reyndar sjálfir allar þær ákvarðanir. Aðrir ráðherrar og þingmenn viðkomandi flokka, voru aukaleikarar. 

Síðan þá, hefur annar þeirra flokka, þ.e. Framsóknarflokkurinn, skipt alveg um forystu, þ.e. nánast öll miðstjórn flokksins er ný, einnig þingmenn fyrir utan einn. Hlutlaus aðili, myndi segja að það nýja fólk, sem engann hlut átti í spillingu eldri forystu, ætti ákveðið tilkall til, að vera dæmt af verkum sínum, en ekki fortíð er það átti engan þátt í að móta.

Sjálfstæðisflokkurinn, hefur gert mun minni breytingar innan sinna raða, en þó skipt um formann, en sá er þó ekki nýr á þingi, og einnig er nokkur fjöldi nýrra þingmanna, en þó ekki meirihluti. Ég ætla ekki að fella dóm á hvort það geri Sjálfstæðisflokkinn óalandi og óferjandi, en ég bendi á, að á bak við hann, standa fjölmennir hópar kjósenda, og einnig mikilvægir hagsmunahópar, sem óvarlegt gæti verið að virða að vettugi, hvaða skoðun menn hafa annars á flokknum.

Samfylkingin, var einnig í síðustu ríkisstjórn, og ég man ekki betur en að enginn ráðherra hennar, eða þingmanna, hafi varað við hættunni á hugsanlegu bankahruni. Þvert á móti, að þingmenn hennar og ráðherrar, hafi dansað sama "hafið ekki áhyggjur" dansinn, og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Hún bar einnig sameiginlega ábyrgð á neyðarlögunum. Hún, einnig skipti um formann, og þar má einnig finna nokkra nýja þingmenn, en breytingar innan hennar, eru einnig minni í sniðum en innan raða Framsóknarflokksins. Á bak við Samfylkinguna, standa stórir kjósenda hópar, sem og mikilvægir hagsmunir innan launþegahreyfingar. Einnig, hefur henni tekist, að afla sér nokkurs fylgis innan raða vinnuveitenda.

Ég beini ekki spjótum mínum, að Vinstri Grænum, enda má með sanni segja, að þeir séu saklausir, nema af verkum þeim sem þeir taka nú þátt í. En, í dag er VG öflugur flokkur, og hefur aðgang að landsbyggðarfólki, bændum, einhverjum úr hópi launþega, og þeim sem róttækastir eru um svokölluð græn málefni.

En, hvað hina flokkana varðar, er enginn þeirra með hreinan skjöld, þannig séð. Ef til vill, er ábyrgðin að óförunum, meiri hjá sumum en öðrum. 

 

Höfum vaðið fyrir neðan okkur

Í dag eigum við að stríða við mjög alvarleg efnahagsleg vandamál. Skuldir eru sennilega óviðráðanlegar. Á sama tíma, tíma bætir það ekki ástandið, að efna til mjög alvarlegra pólitískra deilna.

Það besta væri, að flokkarnir sýndu hverjum öðrum hæfilega virðingu, og hefðu ekki uppi þau sjónarmið, að talsmenn og/eða fylgismenn, einhvers tiltekins flokks eða flokka, hefðu ekkert gott í hyggju. En í dag, ganga samsæriskenningar ljósum logum, og alið er á tortryggni. 

Slíkt er óheppilegt, þ.s. á bakvið alla flokkana, eru hópar sem hafa réttmæt sjónarmið að verja, og munu klárlega beita sér, og það með hörku, ef þeir upplifa það, að sjónarmið sín séu virt að vettugi.

Þannig, að ef mjög einstrengingslegri stefnu er beitt, er hætta á að pólitísk átök, muni færast enn í aukana. 

En, leiðin til að forðast átök, er einmitt sú, að sýna hverjum gagnkvæmann skilning, og taka nægilegt tillit til hvers annars.

 

Hætta á alvarlegum átökum

Frammi fyrir okkur, eru mjög erfið mál, þ.e. stærstu niðurskurðar aðgerðir, í gervallri lýðveldissögunni. Augljóst ætti að vera, að líkur á átökum um þær aðgerðir, eru mjög miklar. Enda, verða þær mjög sársaukafullar, þ.e. ekki verður komist hjá umtalsverðum niðurskurði í viðkæmustu geirum efnahagslífsins, þ.e. menntakerfi, heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi.

Sennilega, er Icesave málið ekki úr sögunni heldur, þ.s. mjög ólíklegt verður að teljast, að hollensk og bresk stjórnvöld muni samþykkja, fyrirvara Alþingis við ábyrgð þá sem veitt fyrir Icesave.

Þannig, að mjög erfið og viðkvæm mál, verða áfram til umfjöllunar, á Alþingi. Það væri því, að mínu mati, mjög óskynsamleg að stjórnvöld hegðuðu sér með þeim hætti, að stórum kjósendahópum þætti hagsmunum sínum ógnað, þ.s. þeir munu þá beita sér, er óhætt að fullyrða, gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Ef menn vilja, tryggja að þjóðfélagsátök, harðni ekki - með hugsanlega ófyrirsjáanlegum afleiðingum - þarf að beita lausnum, sem hafa eins víðtæka pólitískan stuðning, og mögulegt er að ná fram. 

Eftir að ríkisstjórnin, gafst upp á að koma Icesave málinu í gegn, í krafti þingmeirihluta; þá náðist að lokum samkomulag, sem hefur mikið meiri stuðning úti í þjóðfélaginu. Þó svo, að það samkomulag, leiði ekki endilega til endanlegrar niðurstöðu eins og þjóðin væntir, þá er þetta aðferðin sem þarf að beita, þ.e. samráð.

Öruggt, er að niðurskurðar tillögur, verða hið allra minnsta, ekki minna umdeildar en Icesave, held ég að ljóst sé, þannig að nauðsynlegt einnig sé að ná breiðri sátt um það mál, því því máli er líklegt annars að fylgi fjölmennar mótmæla-aðgerðir í þjófélaginu. Ef þær myndu færast í aukana stig af stigi, gæti skapast raunverulegt hættuástand, hérlendis.

Ölum því ekki á gagnkvæmri tortryggni.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband