Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022

Hefur Rússland þegar tapað stríðinu um Úkraínu? A.m.k. einn fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjahers nú á eftirlaunum - meinar að svo sé, færir eigin rök fyrir!

Þegar horft er á kort er sína stöðu herja, sést að Rússar virðast hafa hertekið ca. 20% af Úkraínu, síðan innrásin hófst undir Febrúarlok.
Ég held það verði að skoðast sem stórfelldur árangur liðs Úkraínumanna, að hafa varið þ.s. nálgast að vera 80% af landsvæði Úkraínu - undir stjórn stjórnvalda Úkraínu, er innrásin hófst.

Kort frá Aljazeera, dagur 26

 

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 26

  1. Vísbendingar eru að rússnesk stjórnvöld séu að íhuga að færa fókus yfir á Donbas svæðið - hinn bóginn, gæti slík hreyfing verið erfið í framkvæmd!

    Frétt byggð á yfirlýsingu herráðs Rússlands á laugardag 26/3 sl:
    Hinn bóginn, er ekki sjá a.m.k. enn nokkra tilfærslu af því tagi.
    Russia scales back its military ambitions but the war in Ukraine is far from over


    Umfjöllun al-Jazeera um yfirlýsingu herráðs Rússlands!
    What does Russia’s shift of military focus mean for Ukraine war?

  2. Vegna þess, að mjög fjölmennur rússneskur her er staddur í Norður-hluta Úkraínu, sá her virðist nú -- lítt fær um að hreyfa sig.
  • M.ö.o. gæti Rússlands-her verið bundinn í báða skó, þ.s. liðið nærri Kíev, af ímsum ástæðum -- virðist ófært um að færa sig úr stað.
  • Vísbendingar séu síðan sl. viku, að sá her hafi tekið sér -- varnarstöðu.

En fregnir hafa bent til - erfiðleika við vista-flutninga til þess hers.
Það gæti verið vísbending þess, að það sé rétt!
Fregnir þess, að sá her hafi hópað sig saman í nokkrar þyrpingar, og líklega grafið sig niður í skotgrafir.

Þar fyrir utan, hafa verið fregnir um að, Úkraínuher hafi gert -- sóknar-tilraunir nærri Kíev. Þær fregnir hafa þó verið afar óljósar.
--Sumar fréttir halda því fram, Úkraínuher hafi borist liðssauki frá Norð-Vestur hluta Úkraínu, svæði sem hingað til hafa alfarið verið laus við rússn. innrásarlið.

  • Það kemur í ljós, hvort að - yfirlýsing herráðs Rússlands - um fókus á Donbas, leiði fram einhvern nýjan fókus Rússlandshers.
    Hinn bóginn, var ekki að sjá að nokkur hafi breyst á sunnudag 27/3.
  • Bendi aftur á, að rússn. herinn á Kíev svæðinu.
    Virðist í þeim vanda, að vera nánast ófær um að hreyfa sig.
    Erfitt a.m.k. enn að trúa því að Rússland sé að afskrifa þann her.

Það má því vel vera að Rússlands-her verði í erfiðleikum með að færa til lið.
Er gæti þítt, að hann muni eiga í erfiðleikum með, að framkvæma slíka umpólun á átökum.

Krasukha 4 electronic-jammer hertekinn á Kíev svæðinu ca.f. 4. dögum!

Krasukha 4 Mobile Ground-based Electronic Warfare System

Frétt:

Ukraine captures one of Russia's most advanced electronic warfare systems, which could reveal military secrets, reports say

Sumar fréttasíður virðast telja - hertöku þessa tækis, merkilega.
En tækið virðist geta truflað - fjarskipti, einnig radara.
Gæti t.d. truflað búnað sem stjórnar, fjarstýrðum drónum.
Væntanlega einnig, radarbúnað flugvéla!
Hugsanlega einnig ætlað að trufla fjarskipti milli Kíev og nágrennis.

Rússar virðst farnir að beita - litlum sjálfsmorðsdrónum!
Mynd sýni módel af drón af þeirri týpu!

A model of an unmanned combat aerial system manufactured by the Kalashnikov Group and ZALA Aero Group, is on display at the International Defense Exhibition in Abu Dhabi, United Arab Emirates, in February 2019. According to reports in March 2022, photos have surfaced on social media of a roughly four-foot-wide tan, airplane-shaped drone that had fallen out of the sky in Ukraine’s Kyiv region.

Sjá frétt: Exploding 'kamikaze' drones are ushering in a new era of warfare in Ukraine.

Bandaríkin virðast vera senda til Úkraínu, sambærilegan búnað!

Bandarískur Switchblade drón!

Special Operators Break Down the Switchblade Drones Headed to Ukraine

Switchsblade er greinilega skotið á loft úr röri!

Ukraine Will Get Switchblade Suicide Drones As Part Of New U.S. Aid Package  Lawmaker Says

  1. Mér virðist - sá flottari tækni.
  2. En greinilega liggja vængirnir meðfram búk.
  3. Síðan, sveigjast þeir út - örskömmu síðar.

Efri myndin sýni drónan á flugi!

  • Sprengihleðsla virðist ca. á stærð við handsprengju.
    Mætti því nefna þá. Fljúgandi handsprengju.
  • En tilgangur þeirra, virðist sá að vera fljúgandi sprengja.
    Þannig að hermenn geti ráðist á herflokk, utan venjulegs færis.

Ekkert bendi til þess að rússn. dróninn, hafi samanbrjótanlega vængi.

Úkraínskir hermenn skjóta Javelin Anti-Tank-Missile!

A video screen grab showsUkrainian soldiers using a launcher with U.S. Javelin missiles in the Donetsk region of Ukraine, on Jan. 12, 2022.

Samkvæmt frétt fjölmiðils bandaríska hersins, hafi fjöldi rússneskra hershöfðingja fallið -- ef það er rétt, er það áhugavert!

Russian generals are getting killed at an extraordinary rate

Drepnir rússn.hershöfðingjar:

Magomed Tushayev, Andrei Sukhovetsky, Vitaly Gerasimov, Andrey Kolesnikov, Oleg Mityaev, Yakov Rezanstev and Andrei Mordvichev

Eðlilega taka menn slíkri fregn með fyrirvara - það hafa samt sem áður ítrekað borist fregnir um lát rússn. hershöfðingja í Úkraínu.
--Ef marka má slíkar fregnir, hafi flestir þeirra verið vegnir í launsátri.

Su-25 á rússneskum flugvelli, undirbúin fyrir brottför

russia air force

Hér er frétt er fjallar um vandræði rússneska flughersins í Úkraínu:

Why the skies over Ukraine have proven so deadly for Russian pilots

En þrátt fyrir yfirburða stöðu rússn. flughersins á pappírnum.
Hefur hann ekki náð drottnunar-stöðu í lofti yfir Úkraínu!
--Vandræði rússn. flughersins hafa ekki vakið eins mikla athygli og vandræði landhersins.

  • Úkraínumenn segjast hafa skotið niður - mikinn fj. rússn. véla.

Þær fregnir á hinn bóginn, eru óstaðfestar.
A.m.k. mundi það skíra - takmarkaðan árangur rússn. flughersins.
--Ef það sé rétt, að Rússar hafi misst margar flugvélar.

Augljós tregða rússn. flughersins að beita sér, er rökrétt í slíku samhengi.

 

Mjög áhugavert viðtal við David Petraeus, þekktur bandarískur hershöfðingi!

Russian forces 'clearly have very poor standards,' Gen. Petraeus says

Petraeus bendir á hvað margir hafa bent á, að þjálfunar-standard rússn. hersins virðist lélegur -- margir hermenn, séu á herkvaðningu sem standi yfir ca. 1-ár.
Petraeus, bendi á að 1-ár sé einungis þ.s. hann kallar -- basic training.

Skortur á bardaga-vilja, hve hermenn oft eru ungir, hvað þeir vita lítið - o.s.frv.
Styður þá ábendingu, að mikill fjöldi hersins -- séu ungir lítt þjálfaðir, algerlega bardagaóreyndir menn.

Úkraínuher, virðist hafa hertekið verulega mikinn fj. tækja, algerlega óskemmd, sbr. truflunar-búnaðinn mynd að ofan, er hermenn yfirgáfu tækið eða tækin!
--Það er einnig í samræmi við það, að of mikið sé af lítt reyndum,viljalitlum hermönnum.

 

Annað áhugavert viðtal við, Brig. Gen. Kevin Ryan - sem segir Pútín innan skamms þurfa að binda endi á stríðið!

Putin will soon have 'no choice' but to stop his invasion of Ukraine, former US general says

  1. Putin will have to halt his war in Ukraine sooner or later and probably in a matter of weeks, -- not because he wants to halt his military operation but because he has no choice, -- has basically reached the capacity of what his military can do for him in Ukraine,
  2. There is almost no part of the Russian military that's not dedicated, committed to Ukraine, so if he has to escalate, how does he escalate? -- There is no significant military unit left in Russia outside of Ukraine. They are all in the fight,
  3. Russian leadership overestimated what their military was capable of. -- a great achievement by Ukrainian people to have prevented an overthrow of their government and a total seizure of all their land.
  4. in the near future -Putin- can increase the violence and do more damage and destruction in Ukraine -- But even if he does all of those things, he cannot strategically do much more with his military. -- They're out of troops, they're out of units, they are fully committed to doing just what they are now.

Þetta gæti passað.
En fregnir hafa borist af því að Pútín sé að leita eftir liðsstyrk frá Sýrlandi.
Sé að tína upp herflokka, svo langt sem til - S-Ossetíu við landamæri Georgíu.
Og beiti Lukashenko þrýstingi um að, demba sér inn í stríðið.
--Allt í samræmi við það - álit - Pútín skorti lið.

 

Frétt vakti athygli á örvæntingar-fullri tilraun rússn. hermanna, í tilraun til að verja skriðdreka gegn skriðdreka-flaugum! Nokkurs konar fugla-búr fest ofan á turninn!

Russian soldiers appear to be fixing makeshift cages to the turrets of their tanks in a crude effort to protect themselves against Ukraine's anti-tank missiles

Russian tanks with cages on turret enter Ukrainian town of Voznesensk.

  1. Flaugar sbr. Javelin, þær lyfta sér síðan sprengja skriðdrekann ofan-frá.
    Vegna þess að topp-brynvörn er yfirleitt þynnst.
  2. Hinn bóginn, kvá Javelin hafa - tvær sprengihleðslur. Þ.s. fyrri hleðslan án vafa þeitir í burtu slíku járnarusli. Sú síðari sprengi skriðdrekann.

 

Frétt segir að rússneskir hermenn hafi ráðist á eigin yfirmann, eftir hrakfarir!

Russian troops attack own commanding officer after suffering heavy losses

Ómögulegt að vita hvort þetta sé satt, á hinn bóginn - eru nú fj. dæma þess að einstakar hersveitir hafi misst hátt hlutfall liðs.
Það má því vel satt vera að tilvik séu til, yfirmenn hafi þá verið vegnir af hermönnum er lifðu af.


Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Rússland, hertól og tæki:
    1951, of which: destroyed: 967, damaged: 35, abandoned: 232, captured: 717
  2. Úkraína, hertól og tæki:
    560, of which: destroyed: 211, damaged: 16, abandoned: 37, captured: 296

Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.

  • Mig grunar, að lestin langa til Kíev frá S-Úkraínu.
    Hafi reynst Úkraínuher, einkar gjöful mið hertóla.
  • Ef fólk man eftir 40km. löngu halarófunni,er var 2-vikur föst á vegi í einfaldri röð - fullkomnara skotmark fyrir launs-sáturs-árásir þekki ég ekki.

Ég get því mögulega trúað þeirri sögu, að mögulega hafi Úkraínuher.
Hertekið flr. tæki en hann hafi hingað til tapað í átökum.

 

Niðurstaða
Eiginlega blasir vaxandi mæli við, Rússland hafi þegar tapað stríðinu um Úkraínu.
Líklegt virðist, að Rússlands-her haldi áfram - eins og sl. ca. tvær vikur.
Þ.e. fókus á stórskota-árásir og eldflauga-árásir.

Eins og Gen. Petreaeus, og Gen. Ryan segja. Þá blasir við að - Pútín hafi sent herlið Rússlands í vegferð, sem Rússlandsher ræður ekki við.
Ef marka má Gen. Ryan, þá hafi Rússlands-her ekki neitt umtalsvert bardagafært lið til viðbótar, til að senda í stríðið.
--Rússn. herinn, sé þegar með nær allt bardagahæft lið hann ráði yfir í stríðinu.

Ályktun Gen. Ryan, að Pútín verði að skera stríðið niður eða hætta því, innan vikna. Er hugsanlega dregið af því, að Rússland skorti bjargir til að halda því fram -- lengur en það.
--Það skorti varalið, til að skipta út liði sem falli. Það hafa borist vísbendingar þess, að svokallaðar snjallsprengjur séu að klárast.

Það getur einfaldlega verið, að Rússn. herinn, skorti -- dýpt í stuðningskerfi, til að viðhalda stríði á þeim skala, í lengri tima.

Petreaeus bendir á, að það sé mikil bersýnilegur skortur á hæfni innan rússneska hersins, vegna skorts á reyndu fólki - skorts á þjálfun.
--Það birtist síðan í skorti á bardaga-áhuga, tól og tæki yfirgefin út um hvippinn og hvappinn, og margvíslegum mistökum - stórum sem smáum.

  • Á sama tíma, hafi her Úkraínu sjáanlega gert engin mikilvæg mistök.
    Samtímis, verið afar lipur í því að notfæra sér mistök rússn. hersveita.
  • Og hann hafi fólkið í landinu í liði með sér.

Ályktun út frá því, getur verið sú!
Pútín þurfi sjálfs sín vegna, að leita samninga til að binda endi á stríðið.
Það þíði ekki endilega að átök hætti.
En rökrétt ætti nú að beita rússn. hernum fyrst og fremst, sem tæki til að ná sem skárstum samningum.
--Pútín getur reynt að hanga á land-vinningum meðfram, Azovshafi.

  • Það sé þó óvíst, ef Úkraínuher fer að vinna á, að Úkraína hafi áhuga á að binda endi á átök, meðan rússn. her er enn innan landamæra.
    Það sé a.m.k. mögulegt, það snúist þannig -- Rússland vilji vopnahlé. En Úkraína telji það ekki sér í hag. Ef stríðsgæfan er að snúast við.

 

Kv.


Á fjórðu viku innrásar Rússa í Úkraínu, vekur athygli - rússneski flugherinn gerist ragur við að fljúga yfir Úkraínu, vaxandi skotið langdrægum vopnum úr lofti yfir Rússlandi rétt við landamærin! Stríðið öðru leiti lítt breytt frá sl. viku!

Fregnir hafa borist af breyttri taktík rússn. flughersins, þ.e. tiltölulega stórum vopnum er skotið á lofti, flugvélarnar virðast ragar við að fara yfir landamærin yfir til Úkraínu.
Flaugarnar virðast af nýrri gerð -- Kinzhal.
Sú flaug er auglýst af Rússum, sem hyper-sonic.
Eftir lestur um hana, virðist þetta svokölluð ballistísk flaug.
Slíkar flaugar fljúga í para-bólu, svipað um margt hvernig sprengi-kúlur svífa.

Russia says it used hypersonic missiles in Ukraine again

  • V2 flugskeyti Þýskalands Nasista, voru fyrstu - ballistísku flaugarnar.
    Ballistískar flauga -- hafa alltaf verið ofurhljóðfráar.
  • Hinn bóginn, eru þær ekki þær flaugar - sem vanalega er talað um.
    Þegar nenn ræða - ofurhljóðfráar flaugar.

    En þá meina menn yfirleitt -- stýriflaugar
    . En þ.e. mjög erfið tækni, að búa til ofurhljóðfráar stýriflaugar. Hitt er mun auðveldara að búa til - ballistískar.
    Eins og bent er á, slíkar fyrst búnar til af Þjóðverjum 1944.
    Werner Von Braun sem síðan fór til Bandaríkjanna, frumkvöðull slíkra flauga.

  • Ballistískar flaugar - eftir allt saman eru 80 ára gömul tækni.
  • Eina nýung Rússa - að setja slíka flaug undir flugvél.
    Og skjóta henni á lofti.

Mig 31 á flugi, enn notaðar af Rússlandi!

Russian Air Force Mikoyan-Gurevich MiG-31P.jpg

Til þess þarf þá nægilega stóra burðarvél.
Vélarnar sem skjóta þeim flaugum, virðast vera -- Mig 31.
En Mig 31 er afar stór fyrir orrustuvél, og hefur þá stærð og burð er til þarf.

  1. Mér virðist aðferðin, þó sannarlega valdi flugin miklu tjóni - ef hún hittir skotmark, greinilega nýja vísbendingu þess, stríðið gangi ekki Rússum sérlega í hag; hið minnsta í Norður-hluta Úkraínu.
  2. En menn beita ekki þessari aðferð - ef þeir treysta sér til að senda vélarnar yfir landið, beint yfir skotmörkin -- en árás af slíku tagi, er þá auðvitað miklu mun nákvæmari.
    --Líklega virkar þessi aðferð að skjóta af miklu færi, einungis fyrir stór skotmörk.

Ég verð að reikna með því, að sendingar NATO á loft-varnar-flaugum, séu orsökin.
Sannarlega er loftvarnarkerfi Úkraínu, enn virkt. Gamalt Sovéskt kerfi.
Það hefur skotið niður flugvélar, jafnvel eldflaugar.
Hinn bóginn, virðist sennilegar að nýleg breyting á hegðan flughers Rússa, skýrist af sendingum frá NATO.

Rússneskur skriðdreki í Úkraínu með fjölda ERA tiles aukabrynvörn!

See the source image

Mesta hættan fyrir Úkraínumenn, gæti verið ef yrði rof í vopnasendingum!
Ef Rússum tækis t.d. að valda töfum í þeim, með árásum á svæði þ.s. þær vopnasendingar fara í gegnum - eða eyðileggja t.d. geymslu þ.s. mikið er geimt - eða einhverra hluta vegna, NATO mundi verða ragt við að senda frekari vopn.
--Gæti staðan aftur breyst, Rússum í vil.

  1. Rússar virðast viðhalda stöðugum þrýstingi.
  2. Þó herir þeirra á Kíev svæðinu, hafi lítt hreyfst sl. 3 vikur.
  3. Þá virðist það ekki þíða, að ekki séu stöðugir bardagar.

Þ.s. virðist í gangi, að Úkrínuher, standi fastur fyrir þar!
Og sókn Rússa sé ekki síst föst út af því, að varnarherinn sé fastur fyrir.
Stöðugir bardagar á þeim skala - auðvitað valda miklu stöðugu mannfalli!

  • Þess vegna má auðvitað ekki verða rof í vopna-sendingum til Úkraínu.

Eyðilagður Rússneskur skriðdreki Úkraínu!

See the source image


Netbloggarar halda enn áfram að safna gögnum um stríðið!
Þeirra tölur eru þeirra eigin!

Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
Takið eftir að þessi vefur birtir mikinn fj. mynda.

Tjón beggja í formi brynvarinna farartækja!

  1. Rússland: 1616, of which: destroyed: 774, damaged: 30, abandoned: 224, captured: 588
  2. Úkraína: 389, of which: destroyed: 154, damaged: 5, abandoned: 49, captured: 181

Ef marka má tölur þessara bloggara -- er tjón Rússa greinilega meira.
Áhugavert ef þ.e. virkilega rétt að Úkraínumenn hafi hertekið flr. tæki en þeir hafa misst.

  1. Bendi á, það þarf ekki vera - ósennilegt. Að tjón Rússa sé meira.
  2. En hertól Rússa, eru mun veikar brynvarin en -- dæmigerð sambærileg tæki Vesturlanda, er rökrétt gerir þau auðveldar að eyðileggja.
  3. Þar fyrir utan, að Úkraínumenn hafa fengið þúsundir af skriðdreka-flaugum frá NATO, sl. vikur.
  • Skv. lýsingu á NATO skriðdreka-flaug, hafa þær í dag -- 2 sprengi-hleðslur.
    Sú fyrri springur fyrst, til að taka úr svokallaða ERA (Explosive Reactive Armor) sem Rússar nota mikið sem - viðbótar brynvörn. Seinni hleðslan springur síðan strax örskömmu síðar, og eyðileggur skriðdrekann. Eða brynvarða farartækið.

Hertól eru alltaf í þróun -- 2 sprengi-hleðslur, séu svar við ERA aukabrynvörn.
Sem ætlað er einmitt að núlla - svokallaðar shaped charge warheads.
Sem sagt, sprengi-hleðslur sem eru hannaðar til að granda skriðdrekum.
Með því að bera tvær sprengi-hleðslur, snúi NATO flaugin dæminu við, og núlli ERA aukabreynvörnina -- þar með vörn rússn. skriðdrekanna gagnvart flaugum af þessu tagi.

Mynd frá Aljazeera 6. Mars. sl. Ekki miklar breytingar síðan!

See the source image

Niðurstaða

Geta Rússar enn unnið stríðið -- auðvitað. En ég held að til þess, þurfi Vesturlönd að slaka á - m.ö.o. verða minna dugleg við vopnasendingar. En lykilatriðið fyrir Úkraínu, er áframhaldandi vopnasendingar.
--Mjög sennilegt að það sé vopnasendingum stórum hluta að þakka, að Úkraínumenn eru a.m.k. ekki enn i vonlausri stöðu í Norður hluta landsins.

Sannarlega er her Rússlands mun stærri - á teikni-borðinu.
Hinn bóginn, það að Pútín sé að snapa hermenn frá Sýrlandi.
Beita Lukashenko þrýstingi, að senda sinn her inn.
Fær mig til að efa að, Rússland geti raunverulega beitt verulega meira liði en fram til þessa.

  1. Eitt sem mér finnst vanta í umræðuna -- er flutnings-geta.
    En her getur ekki beitt meiri liðsstyrk, en þeim er geta hersins til flutninga á vistum, ræður við að halda uppi.
    --Þetta er algert lykilatriði.
  2. Her sem ekki fær nægileg vopn, eldsneyti eða skotfæri.
    Getur lítt beitt sér.
  3. Ef þeir þættir renna til þurrðar.
    Þyrfti sá her að gefast upp hreinlega.
    Þess vegna er svo mikilvægt - að NATO sendi áfram vopn.
  4. Sama gildir um rússn. herinn á Kíev svæðinu.
    Að ef, vista-flutninga-vandræðin versna.
    Gæti versta sviðsmynd þess hers orðið, allsherherjar uppgjöf.

Ég er ekki að spá slíku - einfaldlega að benda á, verstu sviðsmyndir.
Úkraínumenn virðast með velheppnuðum hætti, ráðast á flutninga Rússa.
A.m.k. í Norður-hluta landsins, virðist það virka.
Þær árásir geta skírt vandræði Rússa á þeim vígsstöðvum.

Þ.e. því þörf ábending -- hversu stór ógn þær árásir eru.
Því eins og bent er á, í versta falli mundi það knýja þann rússn. her til uppgjafar.
Það eru því eingar íkjur -- að flutningar séu algert lykilatriði.
Það gildir að sjálfsögðu fyrir báða heri.

  1. Það að Rússum vegnar betur í Suður hluta landsins, er líklega vegna þess.
  2. Að flutningar þeirra þar, eru mun öruggari.

Styttri flutninga-línur, en einnig úr fleiri áttum.
-------------
Það gæti auðvitað hugsanlegs skapað þá sviðsmynd.
Að Úkraína hafi sigur í Norður-hluta landsins.
En reynist síðan ómögulegt, að þvinga Rússa frá Suður-hluta landsins.

Hinn bóginn, hafa Úkraínumenn -- enn Suð-Vesturhlutann.
Meðan að flest bendi til að, Rússar nái alfarið ströndinni við Azovshaf.
Þannig land-tengingu milli Krím og Donbass.
--Tæknilega gæti Rússland hugsanlega hangið á því svæði.

  • Ef Úkraína heldur Odessa, þá er landið enn efnahagslega sjálfbært.
    En megnið af útflutningi landsins, hefur farið um borginar tvær, þ.e. Mariupol og Odessa, að missa Mariupol er reiðarslag, en tæknilega mögulegt að auka við mannvirki á hafnarsvæði Odessa.

Það er rétt að meirihluti íbúa - Donetsk og Lugansk, tali Rússnesku.
Hinn bóginn, virðast flestir þeirra samt telja sig Úkraínumenn.
Þetta sést á gögnum frá manntali frá 2001.

Sjá hlekk á mynd: https://en.wikipedia.org/wiki/Russians_in_Ukraine#/media/File:UaFirstNationality2001-English.png. Ath. bláu svæðin, þ.s. meirihluti leit á sig sem Rússa.
--Magir hafa álitið augljóst, rússn. mælandi mundi telja sig augljóslega Rússa.
En skv. 2001 manntali, virðist annað uppi á teningnum.

---------------

Skv. nýjustu fréttum, virðist Mariupol borg vera falla - harðir bardagar í borgarmiðju segja fréttir nú, sjálfsagt verður vart steinn yfir steini er yfir lýkur:
Hell on earth.

Russian troops have now entered the city centre with heavy fighting reported on some of its main shopping streets and near Theatre Square, a key landmark. - The front line runs right through Mariupol now - Russian forces are already in control of Livoberezhnyi Raion, or left-bank district, in the east of the city - s well as Mikroraiony 17-23, a string of residential neighbourhoods in the north-east

Hljómar sem verjendur berjist til síðasta manns. Mannfall hlýtur að vera óskaplegt.
Með falli Mariupol, ráða Rússar allri ströndinni við Azovshaf.
Hafa þar með fulla landtengingu milli Krím, og Donbass.

 

Kv.


Úkraínustríðið er líklegt að valda miklum matvælaverðs-hækkunum í heiminum! Matvælaverðshækkanir bætast ofan á olíuverðshækkanir! Pútíns-stríðið gæti því ræst nýja öldu óstöðugleika í fátækum 3heims löndum!

Mig rámar í að vorið 2010 er svokölluð - Arab Spring Movement - fór af stað, hafi einmitt matvælaverð verið tiltölulega hátt, vegna tímabundinna vandamála í stórum matvælaframleiðslulöndum út af uppskerubrest!
--Hinn bóginn, verða afleiðingar Úkraínustríðsins í tengslum við matvælaverðshækkanir, líklega mun alvarlegri en -- skammtíma uppskerubrestur!


Afleiðingar tengdar Úkraínu-stríðinu, gætu ræst alvarlega heimskrísu!

Skv. aðvörun frá Sameinuðu Þjóðunum -- gæti matvælaverð hækkað um 20%.
Hafið í huga, að olíuverð er einnig að hækka -- af völdum stríðsins!

Russia’s war in Ukraine could cause a 20% jump in food prices, the UN agency says

  • Til samans, geta matvæla og olíuverðshækkanir ræst stórfelldum heims-vanda.

Frétt CNN: War has brought the world to the brink of a food crisis

The biggest problem is wheat, a pantry staple. Supplies from Russia and Ukraine, which together account for almost 30% of global wheat trade, are now at risk.

Þar fyrir utan, eru bæði löndin stórir framleiðendur á áburði.
Verðlag á áburði hefur rokið upp -- vegna stríðsins!
--Sú hliðarverkun mun einnig víxlverka við matvælaverð!

The number of people on the edge of famine has jumped to 44 million from 27 million in 2019, the UN's World Food Programme said this month.

Ath. sú þróun tengist -- hnattrænni hlýnun, ekki afleiðingum stríðsins.
Þær afleiðingar, augljóslega munu fjölga -- verulega enn meir!
Þeim fjölda fólks í heiminum sem býr við hungurs ástand, eða nær hungur!

  • Augljóslega þíðir þetta, aukinn fjölda flóttamanna frá 3ja heims löndum.
  • Beint ofan í, flóttamanna-krísu tengda Úkraínu.
    Er gæti orðið svo stór sem, 10-15 milljón.
    Þegar 2,6 milljón flúnar frá Úkraínu -- ath. á einungis 3-vikum.

Financial Times: Russia’s invasion to have ‘enormous impact’ on world food supplies.

Together with Russia, Ukraine is a leading grain and sunflower oil supplier to world markets, accounting for just under a tenth of global wheat exports, about 13 per cent of corn and more than half the sunflower oil market, according to UN Comtrade.

The Independent: More countries will ‘feel the burn’ as food and energy price rises fuel hunger, warns WFP

A report just published by WFP warns that the costs of its global operations look set to increase by $29m (£22m) a month. When added to pre-existing increases of $42m (since 2019), the total additional costs facing WFP are $71m per month.

Við vitum að sjálfsögðu ekki hversu alvarlegar afleiðingar hækkanir matvæla, ofan í hækkanir olíuverðs -- verða, sérstaklega í 3-heims löndum!

Hinn bóginn, varar reynsla sögunnar okkur við því -- að þær geta orðið stórfelldar!

 

Stríðið í Úkraínu heldur áfram að mala -- eftir 3 vikur af stríði, virðist höfuðborg Úkraínu ekki í nokkurri stórelldri hættu á að falla!

Skýrar vísbendingar eru um að -- rússn. herinn sé hreinlega illa búinn til stríðs.
Hvað akkúrat veldur því er ekki nákvæmlega vitað.
--En mikill skortur virðist á búnaði þeim, er herinn ætti að hafa til umráða.

Sem leiði til vandræða af margvíslegum hætti, sem hafa komið í ljós.

  • Ein hugsanleg skýring -- sé kannski -- útbreidd spilling.
  • T.d. að búnaður sé einfaldlega, seldur úr birgða-geymslum.
  • Eða að - milli-liðir innan hersins - hirði peninga - búnaður sem átti að kaupa, berist þá aldrei til hersins.

Skortur á samskipta-tækjum, svo hermenn eru að nota -- eigin síma.
Og frámunalega léleg dekk, sem mörg farartæki hersins virðast hafa.
--Séu vísbendingar!

Mikill fj. tækja er virðist hreinlega hafa fests sig, má sjá á gerfihnöttum.
Herinn virðist ekki hafa þau dekk sem hann þarf, svo tækin drífi við lélegar aðstæður.
Þetta gæti verið stór hluti skýringar, af hverju 40 mílna löng lest tækja, hefur nú ca. 2-vikur verið nær alveg föst að sjá má á veg er liggur til Kíev borgar!

 

Pantsir-S1 wheeled gun-missile system -- Úkraínumenn náðu, eftir að tækið var skilið eftir af rússneskum hermönnum! Takið eftir ástandi dekkja!

Image

  1. Twitter þráður er útskýrir er, hvað ástand dekkja tækisins gefur vísbendingu um :Poor Russian Army truck maintenance practices.

  2. Annar Twitter þráður:
    Intelligence acquired since the beginning of the Russian military operation over Ukraine has shown an immense lack of logistic support, making this war one of the most unique in 2022 when it comes to surveillance.

    Á þeim þræði eru varðveitt nokkur fj. skilaboða milli rússn. hersveita.
    Sem áhugamenn náðu - út af notkun rússn. hermanna á GSM-símum.
    Er virðast ekki hafa haft nokkurt form af - encription - til að tryggja að símtölin væru ekki hleruð.
    --Það að fj. rússn. hersveita virðist nota - civilian - búnað til samskipta.
    Er vísbending um það, að e-h verulega mikið sé að innan rússn. hersins.

  3. Bloggarar sem sérhæfa sig í að fylgjast með stríðinu, telja að mannfall Rússa
    hafi verið mjög mikið, einnig tap rússn. hersins á tækjum
    :
    Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
    Takið eftir að þessi vefur birtir mikinn fj. mynda.

    Russia - 1161, of which: destroyed: 485, damaged: 14, abandoned: 179, captured: 483.
    Tjón Úkraínuhers á tækjum er einnig mikið ef marka má þann vef, sbr:
    Ukraine - 324, of which: destroyed: 121, damaged: 5, abandoned: 45, captured: 153.
    Eins og sést er tjón Rússa meira, þrátt fyrir yfirburði í lofthernaði.

Útbreidd notkun lélegra dekkja, gæti skýrt það að mikill fj. rússn. tækja, sé lagt á vegum Úkraínu -- þ.s. þeir eru auðveld skotmörk úr lofti!

Image

En það eru vísbendingar að rússn. herinn sé mjög ragur til utan-vega-aksturs.
Og að leggja tækjum utan vega.
--Sem auðvitað gerir - drónum Úkraínuhers - auðveldar um verk að valda miklu tjóni, er þeir drónar gera árásir um nætur.

  1. Það að hersveitir Úkraínu, virðast of geta hlustað á rússn. hersveitir - því þær nota - civilian - búnað, án - encription - þannig auðvelt er að hlera.
    Hefur örugglega komið sér vel.
  2. Þar fyrir utan, hlýtur úkraínski herinn hafa gert margar árásir á þá löngu lest tækja, er hefur nú nær 2-vikur verið í langri beinni röð á veg til Kíev.

Það sé alveg á tæru -- að rússn. herinn virðist illa búinn!
Við ættum ekki að rífast um það atriði.
Hinn bóginn -- af hverju er það svo?

  1. Spillingar-tengdar skýringar eru freystandi.
  2. Hinn bóginn, gæti það einnig einfaldlega verið það -- að fátækt Rússlands sé nú að koma fram í dagsljósið.

Rússland er að reka - 900þ. manna her á skóstrengs-fjárlögum!
Nú getur það verið að birtast - hvað það þíðir að reka stórann her á skóstreng!

  • Kannski er það, fátækt Rússlands er birtist í -- skorti á búnaði er ætti að vera til staðar.
  • Skortur er nú kemur niður á innrás Rússlands-hers með margvíslegum hætti.

M.ö.o. herinn sé með hætti sem vel sést á gerfihnöttum, illa búinn.
Samskipti hersins séu hleranleg af - civilian amatours - því ekki sé með nægilegum hætti notast við samskipta búnað sem sé nægilega varinn gegn hlerun.

  • Þar fyrir utan, virðast hermennirnir sjálfir illa búnir.
  • Og aginn ásamt móral, lélegur.

Það tónar við -- kenninguna, fátækt Rússlands komi niður á hernum!
Í því ljósi -- virðist möguleikinn á sigri Rússlands, fjarlægari enn frekar!

 

Niðurstaða

Vegna margvíslegra vandamála er rússn. herinn glímir við, vandamál sem hafa komið mörgum í opna skjöldu. En flestir virðast hafa haldið að rússn. herinn væri betri en sú mynd af honum er nú birtist.
Vandamál rússn. hersins að sjálfsögðu hafa bætt mjög möguleika Úkraínuhers.

Margir svokallaðir sérfræðingar héldu Úkraína mundi verða sigruð a.m.k. fyrir viku.
En á 3ju viku stríðs, virðist stríðið á leið í þróun í átt að, stíflu eða teppu.
M.ö.o. að líkur virðast vaxa, að Úkraínumenn haldi velli líklega í Norður og Vesturhluta Úkraínu, meðan að þeim vegnar síður vel í Suður-hluta.
--Af þessa völdum, virðist flest benda til langs stríðs!

  1. Sem leiðir til vandamála tengd matvælum.
  2. Og olíu.

En langt stríð í Úkraínu - eiginlega tryggir hátt matvæla-verð kannski um árabil.
Sama getur þá átt við olíuverð, að átökin um Úkraínu - leiði samhliða til mjög hás olíuverðs um árabil.

  1. Hátt verðlag sannarlega bitnar á Vesturlöndum einnig.
  2. Hinn bóginn, verða afleiðingar langvarandi verðhækkana á mat og orku, miklu mun alvarlegri í -- 3heims löndum!

Mér virðist alveg raunhæft að það geti risið upp -- stórfelldar krísur í 3-heims löndum! Þannig að - Pútíns-stríðið, geti hrint af stað mjög umfangs-mikilli röð slæmra afleiðinga!
--Flóttamanna-straumur frá Úkraínu, gæti því einungis verið byrjun á miklu stærri flótta-manna-bylgju, sem óbeinar afleiðingar átakanna gætu átt eftir að ræsa.

 

Kv.


Ég átti von á helvíti á Jörð af hálfu Rússa í umliðinni viku í Úkraínu - það rættist í Suður hluta landsins; en í Norður hlutanum hefur stríð Rússa virst á bakfætinum. Margir velta fyrir sér, af hverju!

Þegar ég skrifaði síðast um Úkraínu-stríðið, taldi ég að vikan sem er liðin -- mundi verða óskaplega erfið fyrir íbúa landsins. En fregnir sunnudags sl. viku voru þær, að 60km. löng lest farartækja væri á leið til Kíev. Skv. fregnum, voru og eru í þeirri lest farartækja -- tugir þúsunda rússneskra hermanna!
Hinn bóginn, nam sú lest staðar sl. þriðjudag, og hefur vart færst úr stað síðan.
--Margar pælingar uppi, af hverju sá her - nam staðar, hefur síðan lítt færst sig.

Í Suður-hluta Úkraínu hefur allt annað verið á teningnum, þ.e. þar hafa Rússar farið mikinn, látið rigna sprengjum - viðhaft harðar árásir á borgir landsins.
Og talið hafa tekið a.m.k. eina stóra þ.e. Kherson!

Kortið sýnir stöðuna fyrir innrás Rússlands nýverið!

See the source image

Af hverju Rússum vegnar vel í Suður-hluta Úkraínu!
Eins og sjá má, eru flutninga-leiðir mun styttri, þ.e. það eru án vafa birgðastöðvar á Krím-skaga, og einnig í Lugansk og Donetsk hluta landsins er þegar fyrir núverandi innrás voru undir stjórn Rússa (þó Pútín viðhéldi skröksögu um uppreisnamenn).

  1. Ég ætla að gera ráð fyrir því að e-h sé til í sögum um, vandræði Rússa við skipulag flutninga -- sé a.m.k. að hluta að baki vanda hers þeirra nærri Úkraínu, þ.e. þess hers er var greinilega ætlað að gera stór-árás á þá borg.
    En síðan sl. þriðjudag verið staður tugi km. frá Kíev.

    Ég veit, það virðist nánast farsa-kennt, að Rússar ráði ekki við flutninga.
    Þ.s. flutninga er hægt að skipuleggja nákvæmlega þ.s. menn eiga að vita eldsneytis-eyðslu farartækja, dæmigerða neyslu hvers hópa hermanna, og þörf fyrir fyrir skofæri o.s.frv. -- geta því reiknað hve mörg farartæki þarf til þeirra flutninga.
    --En vísbendingarnar eru einmitt á þá leið, stór hluti sögunnar um herinn, sem ekki hreyfist, sé vegna vandræða með vistaflutninga.

    Þar fyrir utan má reikna með, að Úkraínumen hafi sprengt brýr, en nútímaher á að ráða við það -- geta lagt bráðabirgðabrýr.
    Og, einnig er sennilegt Úkraínuher hafi grafið sprengjur undir vegi -- en það er einnig viðráðanleg, meina -- í Seinna-Stríði höfðu menn fattað ráð við því.

  2. Þess vegna, virðist manni sterk vísbending -- að skipulag innan hers Rússa sé í molum, fyrst að herinn er enn í dag sunnudag nær viku seinna, enn staður.
    --Þetta er auðvitað katastrófa fyrir áætlanir Rússa í Norður-hl. landsins.
    --Þ.s. staði herinn, gefur Úkraínumönnum meiri undirbúnings-tíma.

    Þar fyrir utan, að staður her -- er frábært skotmark, ef Úkraínumenn eiga enn eitthvað til að ráðast að þeim úr lofti.
    En einnig, staður her -- veitir einnig tækifæri til árása á landi á þann her.
    --Ég meina, Úkraínuher ættu að geta skipulagt - árásir með skæruliða-aðferðum.
    Ef þeir hafa ekki þegar hafið einhverjar slíkar skærur, væri ég hissa.

    Eftir að verða vitni að -- staðna hernum í viku.
    Þá er hugun mín sú -- að Rússland sé líklega veikari en maður hélt.
    --En í alvöru, ef rússn.herinn ræður ekki við það vandamál að halda í gangi her - tja sennilega á bilinu 40-50þ. sterkum - sem er í nokkur hundruð km. fjarlægð frá stórum hergagna-miðstövðum.
    Þá er rússn. herinn í dag, hreinilega miklu mun lélegri her - skipulagslega séð - en rússneski herinn var, í Seinna-Stríði.

    Þetta leiðir mann til að velta fyrir sér, að kannski sé skipulag orðið lélegt á fleiri sviðum hugsanlega innan Rússlands.
    En ef herinn ræður ekki við verkefni af þessu tagi.
    En herinn hefur fengið hvað mesta athygli Pútíns.
    Skipulag þar ætti því að vera - með því besta í Rússlandi.
    Þá velti ég fyrir mér, hvernig er skipulag þess, er Pútín hefur síður fylgst með.

  3. En þ.e. þekkt vandamál, að einræði er yfirleitt meira spillt en lýðræðis-stjórnarform, hinn bóginn geta góðir stjórnendur samt gert e-h til að halda spillingu niðri, en illa skipulagt einræði getur á hinn bóginn orðið virkilega hræðilega spillt.
    Spilling kemur niður á skipulagi og framkvæmd verkefna, er spilling er orðin virkilega hræðilega slæm.
    Kannski er Rússland Pútíns komið einmitt á þann stað, að vera orðið það lélegt innra skipulagi ekki síst vegna alvarlegrar útbreiddrar spillingar, að alvarlegt rot ástand sé farið að -- ágerast.

 

Ef þ.e. svo að spilling er það alvarleg að rússneski herinn hefur ekki lengur skipulagslega getu til að viðhalda stríðinu svo vel sé!
Þá þurfum við ekki að ræða það frekar, hvort Pútín vinnur.
Hann gerir það þá klárlega ekki!

  1. Skv. nýlegum upplýsingum, gafst borgarstjóri Khersons upp.
    M.ö.o. borgin var ekki tekin með áhlaupi.
    Ég ætla ekki að gagnrýna borgarstjórann.
    Þ.s. Rússar höfðu þá í nokkra daga þegar gert harðar stórskota-árásir.
  2. Hinn bóginn, sýnir þetta það - að rússneski herinn virðist ekki ráða við það verkefni, að taka stóra - skipulega varða borg - með áhlaupi.
    Minni borgir hafa fallið, en enn sem komið er - engin af stærri borgum.
    Nema, Kherson -- sem var gefin upp.
    Þetta er frekari vísbending þess, að rússn. herinn sé lélegri en ég hélt.
  3. Athugið einnig, hvernig rússn. herinn hefur verið að ráðast að borgum í Suður-hluta, þ.e. með stórskota-regni, og eldflaugum.
    Mariupol heldur enn úti, þrátt fyrir að borgin sé nær öll í rústum.
    Líklega heldur hún ekki út mikið lengur.
    En þ.e. hve tregir Rússar eru til áhlaupa, sem er athyglisvert.

En það eru vísbendingar að herþjálfun Rússa, sé lakari en haldið var.
Og þar fyrir utan, að mórall hersins, sé mun lakari en búist var við.
Her sem ekki er vel skipulagður, slæmur í móral, illa þjálfaður.

  • Væri her sem einmitt hegðar sér með þeim hætti, sem rússn. herinn gerir.

Bretar sem segjast ætla til Úkraínu að berjast!

Leon Dawson and Tom Konarzewski plan to join Ukraine's defence effort despite having no military experience

Hve rússn. herinn virðist arfa lélegur, þó hann sé stór, þó hann ráði yfir miklu af stórskota-vopnum!
Gefur manni vonir að Úkraínumenn, hafi betri séns en margir bjuggust við.

Þetta er mjög áhugavert - upplyfun þeirra sem ætla að berjast virðist sú.
Að árás Rússlands á Úkraínu, sé árás á lýðræði sem fyrirbæri.
Og einnig að um sé að ræða árás á Vesturlönd sem slík.
En einnig, að ef Pútín sé ekki stöðvaður, geti hann haldið áfram!
Einnig virðist fljóta undir, hugmyndin um, réttlátt stríð!


Á meðan halda Vestræn fyrirtæki áfram að - segja skilið við Rússland!
Visa and Mastercard suspend operations in Russia

  1. Sumir vilja meina þetta sé veik aðgerð.
    Þ.s. að kortunum er ekki lokað.
    --Ég held á hinn bóginn, VISA og MasterCard hafi ekki getað gert það.
  2. En skv. reglum í Rússlandi, urðu þau að starfa innan kerfis.
    Sem er rekið í Rússlandi!
    Þ.s. fyrirtækin gera, þau hætta að veita - kortahöfum þjónustu!
  • Skv. mínum skilningi, þíðir það -- að kortin eru einungis nothæf við viðskipta í Rúbblum, og einingis nothæf í Rússlandi sjálfu!

Í mínum augum er það ekki smá aðgerð, því að þar með lokast á - leiðir fyrir rússn. almenning, til að eiga í viðskiptum með gjaldeyri!
Það sé einmitt tilgangur Vesturlanda, að loka eins mikið og praktískt mögulegt er, á aðgengi Rússlands -- að viðskiptum í Vestrænum gjaldmiðlum!

  1. Ef það þíðir, að Pútín getur einungis fjármagnað stríðið í Rúbblum.
  2. Gæti það þvingað hann til - stöðugrar prentunar.

Og það gæti leitt til, klassískrar óðaverðbólgu sbr. Zimbabwe, eða Venezúela.

  1. Aðgerð Vesturlanda er auðvitað -- efnahagsleg árás á annan kannt.
  2. Síðan, stuðningur með vopna-sendingum við Úkraínu, á hinn kannt.

Ef fjöldi íbúa Vesturlanda gengur til liðs sjálfviljugir til að berjast með Úkraínu, er það einfaldlega bónus þar ofan á!

 

Niðurstaða

Það var mikill beygur í mér um horfur mála í Úkraínu sunnudag vikuna áður, sbr. fregnir um risa-fylkingu rússn. hers er þá bárust fregnir af að væri á leið til Kíev.
60km. löng var sú lest farartækja, en sú hefur ekki hreyfst síðan sl. þriðjudag!

Sérfræðingar telja orsakir í bland vera - lélegt skipulag Rússa, og aðgerðir Úkraínuhers.
Það er hið fyrra, sem er athyglisvert!

En ég tel aðferðir Rússa sbr. augljós tregða til áhlaupa á borgir, heldur setið um þær og látið rigna sprengjum -- styðja orðróm á þann veg, að rússn. herinn sé ekki nærri eins sterkur of margir hafa haldið!
Kherson, virðist einungis hafa fallið, er borgarstjóri þar skipaði að leggja niður vopn.

Sem þíðir, að Rússar hafa ekki tekið eina einustu stóra borg, með öðrum hætti.
Vandræði Rússn. hersins í Norður-hl. Úkraínu, veita Úkraínumönnum nýja von.
Þar fyrir utan, hafa þau vandræði gefið meiri tíma, en ég bjóst við að Úkraínumenn hefðu til að efla varnir þar enn frekar!
Þar fyrir utan, verður her sem ekki hreyfist -- að skotmarki.

En sá her virðist enn, í langri röð á sama veginum!
Þannig séð, fullkomnara verður skotmark ekki, til loftárása!
Ef Úkraínumenn hefðu enn flugher, væri búið að sprengja lestina í tætlur þegar.

Síðan, getur lélegt skipulag í hernum -- einnig gefið vísbendingar þess.
Að ríkið sjálft í Rússlandi, sé veikara en menn héldu!
Sem kannski þíðir, að rússn. ríkið hafi - kannski - mun minna mótstöðu-afl, en menn hafa áætlað.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 352
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband