Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Efa Píratar fái nokkurn til að starfa með sér - upp á að aftur verði kosið eftir nokkra mánuði

Eins og fram kemur í -ræðu Birgittu- og skv. fréttum að aðalfundur Pírata hafi samþykkt - Píratar vilja tvö mál á stutt þing - þá samþykktu Píratar þá hugmynd Birgittu. Að næsta þing mundi sitja einungis í 9 mánuði, þar af að það starfaði í 6. Og á því væru einungis 2-þingmál, þ.e. að samþykkja nýja stjórnarskrá, væntanlega - tillaga Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá: Frumvarp til stjórnskipunarlaga, til samanburðar sjá einnig; Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands - og að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort á að hefja að nýju viðræður um aðild að ESB.

Það eru reyndar til fordæmi fyrir því að ríkisstjórnir sitji í skamman tíma, til þess að koma í gegn tiltekinni breytingu: Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, Emilía, sat í skamma hríð í skjóli Sjálfstæðisflokksins 1959.

Sú stjórn hafði þann tilgang að framkvæma breytingar á kosningakerfi landsins, síðan var kosið aftur skv. þeim breytingum - og við tók svokölluð "Viðreisnarstjórn."

En þá voru Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. þegar búnir að semja um samstarf eftir þær kosningar.

 

Ég hef heyrt þá hugmynd, að ræða við aðildarsinnaða flokka!

Segjum að Píratar hefji formlegar viðræður við Bjarta Framtíð, og Samfylkingu. Báðir flokkar ákaflega áhugasamir um aðild Íslands.

  1. Þá finnst mér afar afar ósennilegt - að þeir samþykki stutt kjörtímabil.
  2. Því augljóslega ætla þeir þá að starta viðræðum að nýju, og gera tilraun til þess að landa samningi innan kjörtímabilsins.

Ef maður les ræðu Birgittu - er eins og að hún átti sig ekki á þessu atriði. En þ.e. eins og að hún sé einungis að miða - starfstíma þings, við þau 2-atriði. Að atkvæðagreiðslan sé haldin, og að þingið taki stjórnarskrármálið fyrir, geri þær breytingar sem taldar séu bráðnauðsynlegar - afgreiði það mál síðan sem lög frá Alingi. Þingið hætti störfum þegar þessu tvennu sé aflokið - að halda atkvæðagreiðsluna og koma í gegn nýrri stjórnarskrá.

  • Hún talar niður fyrirbærið stjórnarsáttmála, vegna þess að þá þurfa flokkar að gefa eftir sín stefnumál að einhverju leiti a.m.k.
  • Talar um bútasaums aðferð, þegar breytingar eru gerðar án þess að ferli sé heildar-endurskoðað.

En þ.e. sannarlega rétt að mun algengara er að lagfæringar séu gerðar innan ferlis, heldur en að það sé allt tekið upp - heildarendurskoðað. En punkturinn er auðvitað sá - - að mun auðveldara er að gera mistök þegar menn heildarendurskoða, en þegar tilteknar afmarkaðar breytingar eða lagfæringar á kerfi eru unnar.

En þumgalfingursregla er sú, að því stærri breytingu sem þú vilt gera.

Því meiri hætta sé á mistökum, og að þú þurfir eftir á að framkvæma lagfæringar.

Síðan finnst mér það harkaleg afstaða, að heimta heildarendurskoðun í hvert sinn, í stað þess eins og er venja að einstök atriði atriði eru skoðuð ef vankantar hafa komið upp í ferli eða kerfi - til að lagfæra þá, sbr. bútasaum.

En það eðli sínu skv. er mun líklegra til að valda mistökum, að taka allt kerfið upp í heild, en að lagfæra á því einstaka vankanta - þegar þeir birtast, einfaldlega vegna þess að heildarendurskoðun er miklu mun flóknara ferli. Fyrir utan að þ.e. mun tafsamara og til mikilla muna kostnaðarsamara, að fara í þá vinnu - að taka heildarendurskoðun.

 

Mér finnst þetta dálítið hljóma sem svo, Píratar eru öðruvísi flokkur, þess vegna þarf hann að haga sér öðruvísi - - ekki endilega vegna þess að öðruvísi sé betra

Það verður merkilegt að fylgjast með því - hvernig Pírötum gengur með sína hugmynd.

Það er til ágætt máltæki - - "If it aint broke, don't fix it."

Mér finnst þetta ágætis svar við tali Birgittu, bersýnilega með nokkurri fyrirlitningu, um bútasaumsaðferð.

En samfélagið er síbreytilegt - þess vegna er eðlilegt að það komi upp vankantar, gjarnan vegna þess einfaldlega að samfélagið er síbreytilegt. Það sem virkaði í gær, smám saman hættir að virka.

Vegna þess að Birgitta hugsar svo mikið tengt tölvum - - þá er ágætt að nota líkingu við forrit. En flestir forritarar, beita -bútasaumsaðferð- þ.e. þeir skrifa ekki alfarið nýtt forrit í hvert sinn, þegar gallar koma upp eða að einhver annar hugbúnaður breytist svo að forritið virkar ekki lengur sem skildi.

  • Heldur uppfæra þeir sín forrit.
  • Oft eru forrit uppfærð oft og mörgum sinnum, löngu áður en íhugað er að skrifa alfarið nýtt.

Gamalt forrit er ekki endilega ónýtt - ef það virkar enn. Svo fremi sem það hefur alltaf verið uppfært reglulega.

Það þíðir að það þá inniheldur það enn að stórum hluta gamla kóðann. En uppfærslur eru gjarnan eins og plástrar á forrit: Skoða t.d. hvernig gamla stjórnarskráin hefur verið marguppfærð -  Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

  1. Menn gera þetta með þessum hætti -vegna þess að þ.e. miklu mun kostnaðarsamara að skrifa alfarið nýtt.
  2. Heldur en að lagfæra það gamla.
  3. Að auki bendi ég fólki að íhuga, hvort að það muni nokkru sinni eftir flóknu forrits kerfi, sem var - nýtt. Sem virkaði alveg án galla frá fyrsta degi?
  4. Þurfti ekki strax að lagfæra sand af göllum, sem komu í ljós?

Málið er að þetta á allt saman einnig við þau atriði sem Birgitta gagnrýnir.

Hún nefnir t.d. Tryggingastofnun, þar er sannarlega til staðar afar flókið kerfi. Og alveg með sama hættinum, og ef þú værir með afar stórt og flókið forritunarkerfi, þá vex mönnum í augum að -skrifa alfarið nýtt- heldur er það valið að framkvæma "bútasaum."

En það sama heldur, að ef þú ákveður að semja alfarið nýtt kerfi - vegna þess hve þau mál eru flókin - - > Þá er nærri alfarið öruggt, að nýtt kerfi væri verulega gallað, einfaldlega vegna þess hve þessi mál eru flókin þá er erfitt að sjá fullkomlega fyrir hvernig mál víxlverka. Þannig að eins og að ef nýtt forritunarkerfi væri innleitt - þá mundi fljótlega í kjölfarið þurfa að hefja "bútasauminn" svo kerfið raunverulega virki eins og það á að gera.

  • M.ö.o. virðist mér Birgitta vera að hníta í aðferðafræðina, án þess að gera sér grein fyrir því, að það eru góðar og gildar ástæður fyrir því - að menn leiðast í þá tilteknu aðferð. Að gera litlar breytingar, bútasaum, heldur en að skrifa upp alfarið nýtt stýrikerfi fyrir það kerfi sem menn eru að vinna með.

Það má ef til vill líta á Stjórnarskrána sem stýrikerfi landsins.

Síðan er Tryggingastofnun með sitt eigið.

  1. Ef ég væri spurður, þá sé ég ekkert óframkvæmanlegt við það að gera lagfæringar á núverandi stjórnarskrá - - en þó svo að margt í textanum sé gamalt, þá þíðir það ekki endilega að sá texti sé nærri alltaf úreltur. T.d. er mannréttinda hluti hennar frá 10. áratug sl. aldar. M.ö.o. ca. 25 ára. Þannig hefur hún verið smá uppfærð í gegnum árin. Þ.e. ekki svo að Ísland hafi verið að nota hana í marga marga áratugi, án þess að uppfæra þ.s. þurft hefur nauðsynlega að uppfæra.
  2. En þ.e. mikilvægur punktur, að fjöldi dóma liggur fyrir sem byggja á núverandi texta stjórnarskrárinnar - sem skíra þann texta. Þ.s. dææmt hefur verið í málum - - en lögfræðingar hafa bent á að ef sá texti er algerlega endurskrifaður jafnvel þó sá sé efnislega svipaður að innihaldi, þá mundi þurfa ný dómsmál að skera úr því hvort að sá nýi texti - hafi nákvæmlega sömu merkingu.
  3. M.ö.o. er ég að segja, að heppilegra væri að láta gamla textann eftir óbreyttan -ef texti "Tillögu um Stjórnarskrá" er efnislega að segja það sama. En ný stjórnarskrá skilgreinir flestu leiti sömu atriði og sú gamla - - og þegar maður les hana í gegn. Er í reynd ekki mjög margt sem er nýtt. En margt er endursagt í öðrum orðum, og köflum er raðað upp með öðrum hætti.
  4. Síðan eru innan um raunveruleg ný atriði - - það væri unnt að taka þau fyrir sérstaklega. Og fella inn í stjórnasrkána, skipta út gömlum köflum eða setja inn nýja í þeim tilvikum að fjallað er um mál sem ekki er um fjallað í þeirri gömlu.

Mér finnst alltof mikið sem að fólk tali illa um stjórnarskrána.

Mér finnst mjög oft ekki mikil hugsun að baki slíku tali.

 

Niðurstaða

Mér finnst Birgitta og Píratar vera töluvert úti á túni með þá hugmynd, að ætla láta næsta þing starfa í 6 mánuði, kjósa aftur að 9. mánuðum liðnum.

En fyrir utan þau atriði er ég nefndi, þá mun samstarfsflokkur alltaf hafa sín eigin baráttumál, sem sá vill koma í gegn. Þetta hljómar pínu, eins og að Píratar séu að segja - að hvað hinn flokkurinn leggur til skipti ekki máli.

Eins og t.d. að hugsa ekki það atriði, að ef farið er í kjör um það að hefja kannski aftur viðræður ef þjóðin segir já - að þá detti ekki Birgittu eða öðrum Pírötum í hug, að þá mundi líklegur samstarfsflokkur heimta að þingið starfaði a.m.k. þangað til að aðildarviðræðum væri lokið, og samningur í höfn - svo að unnt væri að leggja samning fyrir þjóðina; eins og aðildarsinnar tala alltaf um að þeir vilji gera.

Ég held því að afar ósennilegt sé að þeir fái samstarfsflokk með sér, upp á þau býti að þing starfi bara í 6-mánuði.

Eða að þeir sleppi frá því að fara í samninga um gerð stjórnarsáttmála til 4-ára. Eiginlega eins og Pírataflokkurinn og Birgitta talar, þá mundi hann þurfa að fá hreinan meirihluta.

Þá þarf hann ekki að semja við neinn, ekki gefa neitt eftir af sínu.

 

Kv.


Er það í reynd snjallasta leiðin að bjóða 5 þúsund flóttamönnum hingað?

Spurningin er - hvert væri yfirmarkmiðið? En ef sá tilgangur er að hámarka fjölda flóttamanna sem Íslendingar mundu aðstoða. Að þá væri það ekki endilega augljóslega - mest skilvirkasta form slíkrar aðstoðar. Að senda þá hingað til Íslands.

  1. En ímyndum okkur að sama fjármagn sem til þarf - ég hef heyrt töluna 20 milljarða, væri varið til þess að aðstoða flóttamenn í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Sýrlands?
  2. Þá grunar mig sterklega, að það fjármagn mundi nýtast mun betur - þ.e. til að hjálpa mun fleiri flóttamönnum en 5.000 - ef t.d. því fjármagni væri beitt innan landanna í næsta nágranni við Sýrland, þangað sem stærstu hópar sýrlenskra flóttamanna hafa leitað.

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2013/07/20/article-2371311-1AE19CB8000005DC-348_964x545.jpg

Það eru t.d. yfir 600.000 sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu:

Jordan | Syrian Refugees.

Jórdanía er mjög fátækt land!

Jórdaníumenn, væru örugglega mjög fegnir því - ef einhverjir mundu aðstoða þá við það verkefni, að aðstoða það örvæntingarfulla fólk sem hefst þar við.

Málið er auðvitað - að hver Dollar eða Evra - - dugar fyrir miklu meiru í Jórdaníu.

Þannig að sama féð sem þyrfti að nota, til að halda uppi 5.000 manns hér á Íslandi.

Mundi sannarlega - duga miklu mun fleira fólki, meðal sýrlenskra flóttamanna í Jórdaníu.

 

Það getur verið varasamt, að flytja fjölmenna hópa til annars lands, þar sem er mjög ólík menning og siðir

Ég er alls ekki að gagnrýna þá sem múslima - sami vandi væri ef við værum að tala um 5þ. Indverja, ef þar væru upplausn.

Þ.e. auðvitað aðlögunarvandi - því má ekki gleyma, að sá er - gagnkvæmur.

Þ.e. aðlögunin er bæði erfið fyrir samfélagið sem tekur við.

Og fyrir flóttamennina, sem leita til mjög ólíks samfélags.

Þetta er ein af þeim meginástæðum, að mig grunar að heppilegra sé að beina aðstoðinni að flóttamannabúðunum innan Mið-Austurlanda sjálfra. Aðstoða fólkið - til að búa þar áfram.

  1. Höfum í huga, að fyrir örfáum árum voru óeirðir í Svíþjóð meðal ungmenna af innflytjendafjölskyldum.
  2. Það kemur til af því að atvinnuleysi er mun meira, meðal þeirra - en sænskra ungmenna. Það er mjög eðlilegt - að ungmenni sem finna að þau hafa mun minni möguleika á vinnu en sænskir jafnaldrar - að þau verði pyrruð.
  • Ég þekki ekki nákvæmlega, af hverju svo er - að þau eru mun frekar atvinnulaus.

En ungmennin ættu að vera orðin vel fær í sænskunni, ég held að það sé ekki vandinn.

Það getur verið að sannleikur máls, liggi í - tortryggni samfélagsins, sem erfitt sé að yfirstíga.

Eins og ég sagði - aðlögunarvandinn er gagnkvæmur.

  • En um leið og það kemur upp pyrringur meðal innflytjenda.
  • Þá verður það alltaf vatn á myllu öfga-afla sem eru gegn innflytjendum.

---------------

  1. Eins og dæmið frá Svíþjóð sýnir!
  2. Er það mjög mikilvægt, að ekki sé tekið við fjölmennari hópi en svo, að samfélagið hér ráði við það að koma þeim til vinnu, að hóparnir - sætti sig við hvorn annan.

Í Svíþjóð vegna hins mikla fjölda sem þeir hafa tekið við.

Séu komin heil afmörkuð innflytjenda-samfélög, sem séu orðin eins og sérsamfélög - til hliðar við það sænska.

Þau séu ekki að renna inn í það sænska.

Og það sé að myndast greinilegur hópur - sem hætt er við að verði alltaf, undirmáls.

Sem fær mjög erfiðlega vinnu - er því mun fátækari en meðal Svíinn.

  1. Slíkt er hættuleg, vegna þess að slíkir hópar upplifa samfélagslega höfnun.
  2. Það er líklega úr röðum slíkra hópa sem séu pyrraðir fyrir, sem róttæklingar sækja í - til að afla sér fylgismanna. Til að fá einstaklinga til að snúast gegn samfélaginu.

Þegar hópar verða útundan - þá skapast hætta.

 

Niðurstaða

Það er full ástæða að ræða hérlendis hvað Ísland getur best gert, til að aðstoða við hinn gríðarlega flóttamanna vanda sem hefur sprottið upp í seinni tíð. Stærsta einstaka orsökin, virðist vera stríðið í Sýrlandi - milljónir Sýrlendinga eru flúnir út fyrir landamæri Sýrlands.

Flestir þeirra flóttamanna - eru þó enn tiltölulega nærri Sýrlandi. Það er, í nágrannalöndum Sýrlands.

Í þeim löndum eru gríðarlega fjölmennar flóttamannabúðir.

Í þeim búðum er mikil neyð.

Mig virkilega grunar að það jákvæðasta sem við getum gert, sé frekar en að - flytja 5þ. manns hingað. Og gera tilraun til þess að aðlaga það fólk Íslandi. Að frekar beina því sama fjármagni til að aðstoða við flóttamenn í nágrannalöndum Sýrlands.

Ég bendi einna helst á Jórdaníu - sem er bláfátækt land. Og er örugglega ekki fært um að veita rausnarlega til hins mikla fjölda flóttamanna sem þar eru.

Slík aðstoð væri örugglega mjög vel þegin af ríkisstjórn Jórdaníu. Og örugglega af því örvæntingarfulla fólki, sem þangað hefur leitað.

 

Kv.


Obama virðist nærri því að tryggja að Repúblikunum takist að hindra afnám refsiaðgerða Bandaríkjanna á Íran

Um er að ræða það að Repúblikanar þurfa tiltekinn aukinn meirihluta þingmanna í báðum deildum Bandaríkjaþings - svo að þingið geti hafnað -neitunarvaldi- Obama forseta.

Obama on cusp of winning Iran nuclear vote :"To override a veto from the president, 67 senators and 290 members of the House of Representatives would need to vote against the agreement."

Staðan nú skv. frétt Financial Times er að:

Obama on cusp of winning Iran nuclear vote :"White House now has 29 senators supporting the agreement and another four who are leaning towards supporting, according to the Washington Post, with eight other Democrats still undecided."

Forsetinn þarf að tryggja sér 34 atkvæði í Öldungadeildinni.

Það virðast því ágætar líkur á að Obama tryggi sér það lágmarks fylgi sem hann þarf í Öldungadeildinni, þannig að Repúblikanar á Bandaríkjaþingi nái ekki því takmarki að fá báðar deildir Bandaríkjaþings til að hafna -neitunarvaldi- Obama skv. tilskildum meirihluta í báðum deildum.

  • Þá stendur samningurinn við Íran - hvað Bandaríkin áhrærir.

 

Rétt að árétta það, að alþjóðlegar refsiaðgerðir á Íran - eru dauðar, burtséð frá þátttöku Bandaríkjanna í afnámi refsiaðgerða á Íran eða ekki!

Það sem ég er að segja, að - önnur svokallaðra 6-velda er tóku þátt í því að semja við Íran, ætla að leggja af eigin refsiaðgerðir á Íran - burtséð frá því hvað gerist á Bandaríkjaþingi.

En 6-veldin fyrir utan Bandaríkin, eru Rússland - Frakkland - Bretland - Þýskaland og Kína.

ESB hefur þegar hafið það ferli að lyfta refsiaðgerðum af Íran. Evrópskir orkurisar eru þegar mættir með fulltrúa til Teheran. Og franski bifreiðaframleiðandinn Peugeot - sagði nýlega Íran verða mikilvægan þátt í hnattrænni áætlun þess fyrirtækis til framtíðar.

  1. Til þess að endur-ræsa alþjóðlega refsiaðgerðir.
  2. Þarf samþykki Rússlands og Kína, auk Bretlands og Frakklands.
  3. Ekkert af þeim löndum væri líklegt að ljá máls af nýjum refsiaðgerðum - - > Í þeirri sviðsmynd að Íranar standa við samninginn, en Repúblikönum tekst að hindra að Bandaríki standi við hann fyrir sitt leiti.

Ein megin afleiðing þess væri sú - að bandarískir orkurisar mundu tapa af því tækifæri, að fá að taka þátt í frekari uppbyggingu olíu-iðnaðar í Íran.

Bandarísk fyrirtæki að auki missa af gullnu tækifæri til að fjárfesta í landi er mjög líklega verði á uppleið efnahaglega séð á nk. árum.

  • Og ekki síst, að Bandaríkin yrðu einangruð í afstöðu til Írans, ásamt Ísrael.

 

Slík staða mundi veikja orðstír Bandaríkjanna, og að auki veikja stöðu þeirra meðal þjóða heimsins, gæti jafnvel veikt bandalög Bandaríkjanna

Bandaríkin væru þá að viðhalda aðgerðum - sem nær enginn í heiminum væri samþykkur, utan Bandaríkjanna og Ísraels. Meðan að Íran mundi standa við undirritaðan samning, samtímis því að Bandaríkin ekki hefðu gert slíkt hið sama.

Þá væri samúð heimsins líklega öll með Íran.

Slík staða gæti valdið orðstír Bandaríkjanna - töluvert miklu tjóni.

Og þar með flækt verulega fyrir Bandaríkjunum - í framtíðinni, þegar þau þurfa að sannfæra lönd t.d. í Asíu, um það atriði - að þau séu t.d. heppilegri bandamaður heldur en Kína.

  • En það skiptir máli að geta sannfært!
  1. Ég hugsa að í slíku samhengi, mundi ESB kaupa olíu af Íran, með evrum - án hiks.
  2. Og Kína - án hiks - kaupa olíu af Íran með Júönum.
  • Viðskipti með íranska olíu - gætu þá lent alfarið utan við Dollarakerfið.

En Bandaríkin mundu geta flækst fyrir viðskiptum með íranska olíu í Dollurum.

Þessi útkoma gæti þar af leiðandi, fært ESB og Kína - nær hvoru öðru.

  • M.ö.o. ef Repúblikanar ná sínu fram - - > Þá væri sú útkoma augljóslega, tap - tap fyrir Bandaríkin.

 

Niðurstaða

Nálgun Repúblikana á málefni Írans - virðist m.ö.o. dæmi um einskæra heimsku. Þar sem sú útkoma er þeir vilja ná fram. Mundi verða Bandaríkjunum ákaflega skaðleg. Frekari skaði mundi verða á áhrifum Bandaríkjanna - en stór hluti þeirra áhrifa er í gegnum orðstír þeirra. Þ.e. vilja ríkja í heiminum, að standa við hlið Bandaríkjanna - að kjósa þau fram yfir einhverja aðra sem þau annars gætu valið að fylgja að málum.

  • Fyrirbærið - "soft power."

 

Kv.


Nauðsynjatæki nútímaflóttamannsins - GSM snjallsími

Google-maps, Facebook, og GSM snjallsými - virðast í sameiningu vera orðin að megin hjálpartækjum nútíma flóttamannsins. Facebook hópar, þar sem flóttamenn tjá reynslu sína af ferð sinni í gegnum Evrópu, við aðra sem eru að íhuga svipaða ferð. Gjarnan fylgja með í frásögnum, GPS-hnit - sem þeir sem á eftir koma geta notað, til að feta sína leið sjálfir á áfangastað.

Það að nútímasnjallsímar hafa yfirleitt hæfni til að staðsetja viðkomandi með nákvæmni í gegnum GPS og Googlemaps, og hugbúnaðurinn getur síðan - eftir að þú hefur sett inn næsta GPS hnit, leiðbeint þér á rétta stefnu - - þá gerir þetta flóttamanninum það mögulegt að ferðast sjálfur fótgangandi í gegnum ókunnug lönd, finna leið sína samt með - hárnákvæmni.

Á þessum spjallsíðum sé enginn formlegur skipuleggjandi - endilega. En gjarnan auglýsa -smiglhringir- sína þjónustu á þeim síðum.

En skv. frásögn NyTimes þá sé það í vaxandi mæli svo, að flóttamennirnir velja að fara alla leið á eigin vegum - þ.s. frásagnir þeirra sem hafa náð á leiðarenda, ásamt uppgefnum GPS-punktum á þeim viðkomustöðum þar sem þeir áðu á leið sinni; marki sæmilega öruggar leiðir fyrir aðra.

A 21st-Century Migrant’s Essentials: Food, Shelter, Smartphone

"Afghans used a generator-powered charging station this month at a camp in Calais, France. The camp's inhabitants hope to cross the Channel to Britain. Credit Peter Nicholls/Reuters."

 

Það hefur verið vitað um nokkurn tíma - hve öflugt tæki til að stuðla að hópa skipulagningu netið ásamt Gemsum er

Ég hugsa samt að -nútímaflóttamaðurinn- sé þrátt fyrir það óvænt þróun. En ekki endilega -eftir á að hyggja- þróun er ætti að koma á óvart.

Slík net gagnast líka í þróunarlöndum í dag, þ.s. hópar skipuleggja jafnvel samfélagsþjónustu, þ.s. hún er af skornum skammti - í gegnum Facebook síður.

GSM væðing er t.d. mjög mikil orðin í Afríku, og er þar að gerbreyta samfélögum, þ.s. víða áður voru þorp símasambandslaus - gerir Gemsinn þorpurum nú mögulegt að semja um verð á sínum afurðum -milliliðalaust- við kaupendur í borgum. Og að semja sjálfir um kaup á því sem þá vanhagar um.

Myndavélagemsinn er einnig farinn að hafa veruleg áhrif á baráttu gegn spillingu í Afríku, þ.s. hún hefur verið og er stórfellt vandamál.

  • Í Afganistan og Sýrlandi, gerir netið og Gemsinn fólki mögulegt að vara hvert annað við - hvar hættulegar sprengjugildrur eru staðsettar.
  • Og því fylgja gjarnan GPS - hnit.
  • Einnig hvar vopnaðir hópar - hafa komið upp vegatálmum.
  • Að auki hvar enn eru til staðar - vatnsból, sem ekki hafa verið eyðilögð.
  • Hvar er verið að dreifa mat.

Þessháttar skipulagning venjulegs fólks í gegnum netið, hafi staðið nú í nokkurn tíma, gert mörgum tilveruna aðeins bærilegri - mitt í andstyggð og eyðileggingu stríðs.

  1. Þegar síðan fólk frá þessum löndum, skipuleggur flótta til - Evrópu.
  2. Þá beiti það sömu samskiptatækni, með aðstoð GSM snjallsímans.

 

Það er augljóslega mjög erfitt að eiga við hópa sem skipuleggja sig með slíkum hætti

Enginn miðlægur skipuleggjandi sem unnt er að handtaka, heldur skiptast einstaklingarnir sjálfir á upplýsingum - á spjallinu. Svo margir séu á ferðinni, að alltaf sé í boði einhver reynsla - þess er hafi komist á leiðarenda og hvaða leið sá fór.

Það þíðir væntanlega að - þó svo að yfirvöld setji upp tálma.

Um leið og einvher finnur færa leið framhjá - sé því komið á netið.

Og þá fljótlega viti þeir sem á ferð séu - svo fremi að þeir fylgist með sama vef - af þeirri hjáleið.

Þannig geri vefurinn og snjallsíminn flóttamanninum það mögulegt, að bregðast fljótt við - aðgerðum yfirvalda í einu landi, og leið sú sem hópurinn feti geti tekið snöggum breytingum.

Með þessum hætti - finni flóttamenn að miklum líkindum fremur fljótt, hvar næsta glufa liggur.

 

Niðurstaða

Nútímaflóttamaðurinn er eitt afsprengi nútíma samskiptatækni. Sem gerir óformlega skipulagningu afskaplega auðvelda. Það að sjálfsögðu leiðir til þess, að mjög erfitt verður líklega að skipuleggja aðgerðir til að - hindra eða stöðva flóttamannastrauminn.

Straumurinn sé alltaf fljótur að finna glufurnar.

Sá gríðarlegi straumur flóttamanna sem nú er skollinn ár.

Er bersýnilega orðinn að stórfelldri áskorun fyrir stjórnvöld ríkja í Evrópu.

Og auðvitað þá skipulags einingu sem nefnd er Evrópusambandið.

 

Kv.


Rússland óvart segir frá fjölda fallinna og örkumlaðra hermanna í Úkraínu, og bótafjárhæðum

Þær tölur sem fram koma eru virkilega áhugaverðar:

  1. 2.200 fallnir. Fjölskylda látins hermanns fær 3 milljónir Rúbla eða 50þ.USD í bætur.
  2. 3.200 örkumlaðir. Bætur fyrir örkumlun 1,5 milljón Rúbla, eða 25þ.USD.
  3. Greiðslur til málaliða sem berjast í A-Úkraínu, 1.800 Rúbblur per dag.

Vantar upplýsingar um heildartölu launa til málaliða - en það að það sé staðfest að til eru á rússn. fjárlögum skilgreind daglaun fyrir málaliða - - er samt sem áður mjög áhugaverð afhjúpun.

  • Heildarbótaupphæð ca. 20 milljón USD til látinna og örkumlaðra.

Skv. þessu hafa 5.500 rússneskir hermenn fallið eða örkumlast í A-Úkraínu.

Þ.e. alls alls ekki óverlulegt mannfall.

Miðað við það að tölur SÞ segja rúmlega 7.000 hafa fallið í átökum í A-Úkraínu hingað til. SÞ hefur þó skort tölur um fallna rússn. hermenn. Það má þá bæta 2.200 rússn. hermönnum þar við.

Heildar tala látinna er þá sennilega að nálgast 10þ.

Forbes birti þessar upplýsingar:

Russia Inadvertently Posts Its Casualties In Ukraine: 2,000 Deaths, 3,200 Disabled

Guardian fjallaði einnig um þetta mál:

Russia 'accidentally reveals' number of its soldiers killed in eastern Ukraine

 

deaths

Þessar upplýsingar voru teknar úr rússneskum miðli er heitir - "Delovaya Zhizn" eða Viðskiptalíf - sem að sögn umfjöllunar Forbes er miðill er fjallar um málefni er tengjast viðskiptum.

Í þetta sinn, var umfjöllun fréttar - beint að kostnaði á fjárlögum Rússlands hvað varðar hermál.

Ekkert bendi til þess, að fjölmiðillinn hafi verið að pæla sérstaklega í þeim kostnaðarliðum; sem hafa vakið alþjóðlega athygli.

  • Fréttin hafi skömmu síðar - verið fjarlægð af netmiðlinum.

 

Fyrr á þessu ári, voru lög samþykkt af Dúmunni sem gerðu það að glæpsamlegu athæfi, að gafast fyrir um tölur fallinna og særðra rússneskra hermanna á friðartímum

En áður fyrr var slíkt einungis bannað - þegar Rússland var statt í opinberu stríði.

Þannig að fjölskyldur er vilja afla nánari upplýsinga um þau tilvik er leiddu til láts síns ástvins - eiga það á hættu að lenda í fangelsi.

Að auki eiga þær á hættu - að missa bæturnar.

Þannig að með því er sköpuð mjög öflug hvatning fyrir fjölskyldur örkumlaðra sem látinna, til að - halda kjafti.

 

Niðurstaða

Þessar óvæntu upplýsingar - koma engum á óvart sem hefur lengi fylgst með átökunum í A-Úkraínu. En mér hefur verið ljóst sl. 12 mánuði, eða síðan að sókn úkraínska hersins gegn uppreisnarmönnum - er framarlega af sumrinu í fyrra leit svo út að mundi enda með loka sigri hers Úkraínu. En snögglega í þann mund er her Úkraínu var að byrja umsátur um borgirnar Luhansk og Donetsk -- þá gerbreytist vígsstaðan á örfáum klukkutímum til hins verra.

Hinn gríðarlegi munur á bardögum milli tímabila - þ.e. fyrri hluta sumarsins á sl. ári þegar um var að ræða hraða sókn hers Úkraínu í átt til landamæra Rússlands, og síðan frá og með þeim degi undir lok júlí á sl. ári; er vígsstaða Úkraínuhers snögg breytist á nokkrum klukkustundum til hins miklu mun verra.

Hafi bent til þess mjög svo sterklega að þá hafi rússneski herinn - skipt sér af átökum með beinum hætti. Og það hljóti að hafa falið í sér, verulegan liðsstyrk rússneska hersins.

Og vegna þess að orrustur voru harðar alveg fram í september 2014. Þá hlaut að hafa orðið töluvert mannfall í liði Rússa er þá - a.m.k. þá - hafi verið á svæðinu.

-------------------

PS: Kort sem sýnir dreifingu flóttamanna frá Úkraínu

Kortið er frá UN-reliefweb - sjá hlekk: Ukraine Refuges 10. July 2015

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ukraina_flottamenn.jpg

 

Kv.


2 nýlegir dómar í Rússlandi vekja upp ásakanir um pólitísk réttarhöld

Fyrsta lagi, er það dómur frá sl. viku, þegar Eystneskur landamæravörður var dæmdur sekur af rússneskum rétti fyrir þá meintu sök að hafa stundað njósnir í Rússlandi.

Russia jails Estonian found guilty of spying

"The Pskov regional court on Wednesday found Mr Kohver guilty of espionage, illegal crossing of the border and carrying of a weapon." - - > 15 ára fangelsi.

  • Skv. eystneskum yfirvöldum, er ákæran og dómurinn út í hött, Eston Kohver, er sagður hafa verið staddur í skóglendi - Eystlandsmegin landamæranna, en skammt frá þeim.
  • Að rússneskir landamæraverðir hafi farið yfir landamærin og tekið hann.

Hann tilheyri öryggis-stofnun, er fylgist með brotum við landamærin. Sú öryggis-stofnun hafi enga starfsemi utan landamæranna.

-----------

Öðru lagi er það dómur yfir úkraínskum kvikmyndagerðarmanni, sem kveðinn var á þriðjudag í borginni Rostov við Don.

Russia sends Ukrainian film-maker to labour camp

"A Russian military court has sentenced Oleg Sentsov, a Ukrainian film director, to 10 years in a labour camp,..." - "The judge in the south-western city of Rostov-on-Don delivered the sentence after declaring Mr Sentsov and Alexander Kolchenko, a Ukrainian leftwing social activist, guilty of plotting to organise a terrorist group in Crimea."

  1. Það áhugaverða við þennan mann, er að hann var mjög framarlega í flokki meðal þeirra sem mótmæltu á Maydan torgi.
  2. Hann var á Krím-skaga þegar togstreitan um skagann var í gangi, og skipulagði matarsetningar til úkraínskra lögreglumanna er voru í nokkrar vikur umkringdir rússn. sérsveitarmönnum.
  3. Hann er ákærður fyrir að hafa - skipulagt árásir á 2-fyrirtæki þ.s. urðu brunar, og sagður hafa verið að skipuleggja hryðjuverkahóp.
  • Að manni læðist sá grunur - að hans raunverulegi glæpur, hafi verið að hafa verið áberandi meðal mótmælenda á Maydan torgi.

---------------

Svo eru 3-réttarhöldin í gangi, þar mun án nokkurs vafa falla í 3-sinn fangelsisdómur, en sá sennlega mun lengri. En úkraínskur herflugmaður sem handtekinn var af uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, sytur undir morðákæru í borginni Rostov.

"Ukrainian pilot Nadia Savchenko, who was captured by pro-Russian fighters in eastern Ukraine last year, is being tried for murder in the southern Russian city of Rostov."

Það verður örugglega lengsti dómurinn.

En þ.e. vægt sagt óvenjulegt, að handtaka flugmann annars ríkis - og dæma hann fyrir morð í landinu þar við hlið; sérstaklega þegar meint atburðarás á sér stað á landsvæði þess lands sem flugmaðurinn er frá.

 

Dómar yfir úkraínumönnunum, hafa sennilega einna helst áróðurs tilgang - meðan að tilgangur dóms yfir Eystanum sé minna augljós

Það að dæma -kvikmyndagerðarmanninn- og -flugmanninn- sé hluti af þeim áróðri rússn. stjv. að úkrínsk stjórnvöld séu - stórhættuleg.

Þeirra stuðningsmenn séu hættulegt fólk.

Og auðvitað að aðgerðir þeirra, séu glæpsamlegar í einhverjum skilningi.

Passar við skoðun Amnesty International - "“This whole trial was designed to send a message. It played into Russia’s propaganda war against Ukraine and was redolent of Stalinist-era show trials of dissidents,” said Heather McGill, Eurasia Researcher at Amnesty International."

  • Hvað dóminn yfir Eystanum varðar.

Þá séu rússn. stjv. ef til vill, að sýna Eystum, og öðrum Eystrasalt ríkjum fram á.

Að þeim sé lítil vörn af NATO aðild.

Rússn. stjv. geti hvenær sem er - sent flugumenn inn fyrir landamæri þeirra. Má kalla þann dóm - - því hótun.

Hluti af þrýstingi rússn. stjv. á þau lönd.

Sjá viðbrögð Amnesty International - Crimean activists sentenced after ‘fatally flawed’ military trial

 

Best að nefna, að þessir dómar passa inn í ferli dóma yfir þekktum pólitískum aðgerðasinnum í Rússlandi

En það vekur athygli - hve margir aðgerðasinnar sl. nokkur ár, hafa verið dæmdir sekir af rússneskum rétti.

Gjarnan fyrir mjög lítilsvirðandi sakir t.d. þjófnað úr fyrirtæki sem viðkomandi bar ábyrgð á, fyrir spillingu sem viðkomandi á að hafa tengst, eða, þjófnað af öðru tagi.

  • En í öllum tilvikum - á viðkomandi hafa verið að auðga sjálfan sig persónulega.
  • Yfirvöld eiga að hafa aflað upplýsinga þar um.

En það áhugaverða við þetta.

Er að dómur fyrir slíkar sakir.

Einnig svertir mannorð viðkomandi.

  • Þ.e. ekki síst það atriði sem varpar grun á þessa dóma.
  • Því að vera í fangelsi um nokkur ár er eitt - en þegar um "mannorðsmorð" er að ræða, þá getur það skaðað viðkomandi æfina á enda.

Eins og ég sagði - mér finnst virkilega grunsamlegt.

Að pólitískir aðgerðasinnar, eru hver eftir öðrum dæmdir fyrir slíkar - mannorðs svertandi sakir.

 

Niðurstaða

Margir vilja meina að breytingar sem Pútín gerði á dómskerfi Rússlands ca. 2003, hafi grafið undan réttvísi innan Rússlands.

"Russian legal professionals say that key to these changes was a new system of assessing judges based on numbers of convictions, giving a strong incentive for guilty verdicts."

Það áhugaverða er, að réttarhöldin líta vel út - fljótt á litið. Þ.e. sakborningar fá verjendur. Og þeir verja viðkomandi.

Aftur á móti virðast þeir verjendur, ekki mega sín mikils - þegar opinber saksóknari fer fram á dóm. Og ég trúi saksókn Rússlands alveg til þess, að falsa gögn eftir þörfum - vel gerðar falsanir, ekki illa gerðar. Og opinber vitni segi þá sögu sem þeim sé sagt að segja.

Þó að réttarhöldin líti rétt út á yfirborðinu.

Þá sé niðurstaðan, þegar hinu opinbera henti að fá tiltekna niðurstöðu, ávalt því í vil.

 

Kv.


Eðlilega eru allir að tala um stóra verðfallið í Kína

Það er þó mjög á huldu hversu miklu máli það verðfall skiptir. En t.d. er haft eftir kínverskum sérfræðingi - "But Xu Sitao, the chief China economist in the Beijing office of Deloitte, said in a speech in Hong Kong that the effect on the economy could be muted because equities represent only 7 percent of the overall wealth of urban Chinese households, which continue to rely very heavily on real estate in their holdings." - Sem bendir þá ekki til þess að líkur séu á miklum áhrifum á almenning í Kína.

Stock Markets Tumble as Upheaval Continues

Síðan auðvitað eru viðskiptabankar innan Kína í eigu - stjórnvalda. Þannig að ekki er víst, að þeir nálgist málefni fyrirtækja - með alveg sama hætti, og Vestrænir bankar mundu gera.

  1. Svo er áhugavert að nefna, að hlutabréfavísitalan í Sjanghæ, hefur hækkað gríðarlega sl. 12 mánuði.
  2. Þetta "comment" sá ég á vef FT.com "Shanghai was 2200~ last August. Seems to be a classic bubble and pop. Even at 3200 there could be a long way down to go."

 

Það er alveg unnt að halda því fram að áhrif hlutabréfahruns - verði sára lítil

  1. Það er vel unnt að líta einfaldlega svo á - að hækkun markaðarins í Sjanghæ, yfir 100% sl. 12 mánuði, hafi ekki haft neinn efnahagslegan veruleika til að styðja sig við.
  2. Það sé því eðlilegt að markaðurinn lækki aftur.
  • Í vestrænu hagkerfi, mundi maður óttast um það - að þegar virði fyrirtækja á markaði lækkar.
  • Þá geti það leitt til þess, að andvirði þeirra fari undir andvirði skulda þeirra.

En eins og ég benti á, þá er ekki ljóst - að kínverskir bankar fylgi alfarið sambærilegum viðmiðum, þ.e. ef fyrirtæki fer í neikvætt eigið fé - að þá sé það gert upp, eða neytt til þess að afla sér frekara hlutafjár.

Það má vel hugsa sér, að kínversk yfirvöld - til þess að róa ástandið þannig séð, hafi skipað bönkum að halda að sér höndum - > Þó svo að einhver kínv. fyrirtæki lendi í neikvæðri eiginfjárstöðu.

 

Það eru þó marvíslegar stærðir sem valda ugg

Sbr. að það virðist að Kína hafi notað meira sement síðan kreppa hófst í Evrópu 2010 heldur en Bandaríkin hafa gert sl. 100 ár. Það bendir til -epískra- byggingabóla.

En þarna virðast vera heilu borgirnar nýlega reistar, er safna ryki - enginn að nota.

Síðan hafa skuldir kínverskra einka-aðila vaxið um meir en 100% af þjóðarframleiðslu, síðan kreppa hófst í Bandaríkjunum 2008 - undirmálslánakreppan svokallaða.

Svo gríðarlega hröð aukning skuldsetningar - bendir sterklega til "rangfjárfestinga."

Mikið hefur verið gefið út af -sérkennilegum lánum- sem virðast virka nokkurn veginn þannig, að kínverskur viðskipta-banki býður út lán, sem nokkurs konar fjárfestingartækifæri, þegar nægilega margir hafa lagt inn fé í púkk; er lánað.

Viðskiptabankinn er þá eingöngu - milligönguaðili.

Þetta kvá vera stór hluti aukningar skulda fyrirtækja eftir 2008.

  1. Það sem mér virðist áhugavert við lán á þessu formi, er - að tap af þeim dreifist þá á marga aðila.
  2. Þannig gætu þau haft svipuð áhrif, og þegar undirmálslánakrísan gekk yfir, að margir aðilar er stunduðu þær lánveitingar höfðu selt þau lán frá sér -jafnharðan- og kært sig því kollótta um gæði þeirra lána - - > En þeir dreifðu þeirri áhættu yfir heimshagkerfið. Með tja - þekktum afleiðingum.
  3. Vegna þess að mikið virðist hafa verið gefið út af lánum á þessu formi í Kína - - -> Gæti efnahagskrísa, er mundi orsaka lánatöp, geta dreift þeim töpum afar víða um hagkerfið. Og ef til vill - skilað sambærilegum eitrunaráhrifum.

 

Ef kreppa er framundan í Kína, á ég ekki von á að sú verði langvarandi

Ég held það geti veruð skynsamlegt fyrir stjv. í Kína - að leyfa "fasteignabólunni" - "byggingabólunni" og "fjárfestingabólu í hluta hagkerfisins sem tengist þeim þáttum" - - > Að koðna niður í hrinu gjaldþrota.

Síðan að - afskrifa þær skuldir.

Það mundi eðlilega - hægja verulega á hagkerfinu, jafnvel ýta því í skammtíma kreppu.

En útflutningshagkerfið mundi sennilega ekki verða fyrir, neikvæðum áhrifum af þessu. Rétt að árétta þann punkt. Það gæti jafnvel styrkt stöðu sína - ef laun fara nokkuð niður aftur í Kína. Og framboð vex af vinnuafli - vegna samdráttar í öðrum geirum.

  • Ég hugsa að í kjölfar þess að slík leiðrétting fer fram.
  • Mundi kínversk stjv. geta fremur fljótt, komið hjólunum aftur í fullan gang.
  • Með því að - skipa viðskiptabönkunum, aftur að veita ofur-ódýr lán.

En þannig hefur kínverska ríkið í reynd - prentað peninga í gegnum viðskiptabankana í þess eigu.

 

Niðurstaða

Mér finnst það afar ólíklegt - að dómsdags spár um stórfellt hrun framundan eigi við rök að styðjast. En ef það hægir verulega á í Kína t.d. yfir 2-ja ára tímabil, jafnvel skammvinn kreppa. Þá eðlilega má reikna með kreppu í svokölluðum "ný-iðnvæðandi hagkerfum." Og það verða einhver neikvæð áhrif á vöxt t.d. í Evrópu.

---------------

  1. Einna stærsti taparinn gæti orðið Rússland.
  2. En það má reikna með frekari lækkunum olíuverðs.
  3. Að auki væru kínverjar líklegir til að fresta stórum fjárfestingarverkefnum.

 

Kv.


Rússneska rúbblan virðist hafa fallið í kringum 30% síðan í maí

Ég sá frétt um það að Medvedev væri að skipta rússneskum ríkisfyrirtækjum að styrkja Rúbbluna með sölu gjaldeyris í þeirra eigu: Russia piles pressure on exporters to sell foreign currency.

En það getur a.m.k. tímabundið lyft gengi hennar, eða að lágmarki - frestað eða jafnvel stöðvað frekara fall.

Gengi Rúbblu miðað við Dollar

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ruble.jpg

Skv. XE.com þá fór gengi Rúbblunnar hæst í 0,02055 í maí. Núverandi staða er 0,01449.

Það gerir 29,49% gengisfall.

 

Það er áhugavert að sjá hvernig gengi Rúbblunnar jó-jóar í takt við verðlag olíu

En einmitt þegar gengi Rúbblunnar stóð áður lægst í janúar, þá voru heimsmarkaðsverð olíu að sveiflast milli 40-50 USD. Síðan kom hækkunarferli í verðlag á olíu, og hagur Rúbblunnar fór að vænkast. Eins og sjá má á kortinu - - hæst fór olíuverðið í nærri 60 USD per fatið akkúrat um svipað leiti og gengi Rúbblunnar toppar.

Síðan eins og sjá má, er gengi Rúbbblunnar aftur að fylgja verðlagi á olíu niður. Og er heims olíuverð nú aftur og svipuðum slóðum og það var statt í - - sl. janúar. Sem væntanlega skýrir af hverju gengi Rúbblunnar hefur aftur farið niður í ca. svipað far og þá.

  1. Eitthvað væri nú vælt hér á landi.
  2. Ef gengi krónunnar væri að rokka með þessum hætti.

 

Eins og ég benti á í mínum síðasta pistli: Sannleikurinn er sá að Rússa markaðurinn er líklega hvort sem er hruninn á nk. ári

Þá mun Rúbblan væntanlega - hrynja töluvert til viðbótar á nk. ári. Þegar heims markaðsverð á olíu -mjög líklega- lækkar verulega til viðbótar.

  1. Það stafar af því að þá fara refsiaðgerðir á Íran af.
  2. Og Íranar eiga 40 milljón föt af olíu í uppsöfnuðum birgðum af völdum erfiðleika við útflutning vegna refsiaðgerðanna.
  3. Sem fastlega má því reikna með að Íranar - hefji sölu á um leið og bannð fer af við upphaf nk. árs.

 

Ég hef heyrt -hauka er styðja Rússland- tala um "olíudollar" en þeir hafa þá kenningu að olía sé grundvöllur Dollars

Á hinn bóginn hef ég ekki orðið þess vitni að heims markaðsverðlag á olíu - hafi nein tilfinnanleg áhrif á verðlag á Dollar. Ef eitthvað er - - þá virkar það í öfuga átt. Að lægra verðlag a olíu - - hefur stöku sinnum virst skapa aðeins hærra gengi dollars. Og öfugt ef olíverð hækkar. Ekki er um að ræða - - stórar sveiflur í gengi Dollars.

  • En Rúbblan rokkar upp og niður.
  • Og það eru stórar sveiflur.

Mér virðist augljóst að Rúbblan sé - olíugjaldmiðill.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með málefnum Rússlands. En verðbólga hefur verið á niðurleið í sumar. En þess má vænta að aftur fari hún nú í aukana. Til viðbótar þessu, hafði staða gjaldeyrissjóðs Rússlands - náð nokkrum stöðugleika að nýju. En nú má vænta þess að hann fari aftur að minnka.

  1. Síðan nk. ár - þegar Íranar hefja sölu sinna olíubirgða.
  2. Guð blessi Rússland, segi ég.

Afleiðingarnar verða harkalegar.

 

Kv.


Sannleikurinn er sá að Rússa markaðurinn er líklega hvort sem er hruninn á nk. ári

Það hefur kannski farið framhjá einhverjum - en heims olíuverð hefur lækkað síðustu vikur, þegar það fór hæst fyrr á árinu fór það nærri 60 Dollurum per fat, en skv. fréttum föstudags er heims olíuverð komið niður í einungis: 45,1$/fat af olíu.

"Brent fell...touching $45.10 a barrel."

Þetta fall hefur snúið við alfarið þeirri hækkun á olíuverði frá því er það var áður lægst ca. í apríl.

  1. Ég er samt ekki að vísa í þetta, þegar sé segi rússneska markaðinn fyrir makríl og aðrar fiskafurðir sennilega hruninn á nk. ári.
  2. En að sjálfsögðu, þá styrkir þessi lækkun þau áhrif sem eru framundan á olíuverð.

 

Ég er auðvitað að vísa til þess að í upphafi nk. árs fara refsiaðgerðir af Íran

Iran: The oil and gas multibillion-dollar ‘candy store’

  1. "Bijan Zanganeh, Iran’s oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
  2. "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
  3. "He wants western expertise to revive Iran’s ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
  4. "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."

Þessi frétt kom í Financial Times í júlí skömmu eftir að samkomulag Írans og svokallaðra 6-velda var kynnt. Mikilvægasta afleiðing þess fyrir nk. ár er auðvitað - að þá fara alþjóðlegar refsiaðgerðir sem takmarka útflutning Írans af. '

  • Takið eftir að Íranar eiga 40 milljón föt af olíu af uppsöfnuðum birgðum. Þetta kom fram í máli olíumálaráðherra Írans.
  • Og að hann stefnir að því að auka framleiðslu Írana í 5 milljón föt per dag.

 

Heimsmarkaðsverð á olíu gæti farið niður fyrir 30 Dollara

Höfum í huga að ef núverandi þróun á verðlagi olíu helst. En hún virðist stafa af því - að það hægir á hagvexti í Kína. Þróun sem virðist líklegt að haldi áfram. Sem leiðir til þess að það einnig hægir á hagvexti í fjölda landa - sem hafa orðið háð útflutningi hrávara til Kína.

Útkoma - að það dregur úr eftirspurn án þess að framboðið minnki.

Svo verð lækkar!

Ég reikna fastlega með því að Íranar hyggist hefja sölu oliubirgða sinna þegar í upphafi nk. árs - - þannig að þá verði einhver umtalsverð viðbótar verðlækkun á heimsmarkaðs verði.

Síðan er ekki gott að segja hversu hratt aukning framleiðslu Írans dettur inn - sennilega ekki strax nk. ár. Hafandi í huga, að það þarf fyrst og fremst að skipta um úreltan búnað við borholur. Fá það nýjasta og besta - - þá má vera að aukningar á framleiðslu fari þegar að gæta fyrir lok nk. árs.

  1. Fyrir bragðið virðist mér stefna í alvarlega kreppu í Rússlandi á nk. ári.
  2. En mér virkilega dettur í hug, að verðið geti farið niður fyrir 30 Dollara.

Það er ekki spurning - að Íranar hefja sölu birgða sinna á nk. ári.

Og sú sala mun hafa - einhver umtalsverð áhrif á heims markaðsverð.

Og það ofan í núverandi - lækkunar þróun!

 

Niðurstaða

Ég held að við sem búum á Íslandi ættum ekki að vera óskaplega stúrin yfir því að Rússland ákveður að loka á viðskipti við okkur sem búum á skerinu. En hafandi í huga fregnir þess efnis, að seljendur hafi verið að fá greiðslur - seint upp á síðkastið. Sem og að verð hafi lækkað miðað við sl. ár. Auk þess að samdráttar hafi þegar gætt á sölu til Rússlands.

Að það hafi þegar legið í loftinu - veruleg hnignun Rússlands markaðar.

Á nk. ári verður líklega ekki einungis hnignun - heldur hrun.

Nk. ár gæti orðið mjög áhugavert í rússnesku samhengi - langsamlega versta kreppuár sem Rússland mun hafa upplifað í mjög langan tíma.

 

Kv.


Grikkland fær fyrstu greiðslu af 3-björgun, og greiðir skuld við Seðlabanka Evrópu

Það hefur ef til vill farið framhjá einhverjum, að 3-björgun Grikklands er hafin: Greece Makes Payment to European Central Bank, Avoiding Default. En skv. fréttinni fékk Grikkland á fimmtudag 13 milljarða evra - frá björgunarsjóð Evrusvæðis. Samdægurs greiddi gríska ríkið skuld upp á 3,2 milljarða evra við Seðlabanka Evrópu - þannig að Grikkland forðaðist -tæknilegt gjaldþrot.-

 

Þetta þíðir að Grikkland skuldar 13 milljarða evra til viðbótar, sem Grikkland mun aldrei greiða

Mikilvæga spurningin er þó um annað atriði - en þ.e. hvort að skuldirnar séu sjálfbærar. Þá meina ég, að landið ráði við að greiða af þeim og það sé ekki svo íþyngjandi að hagkerfið geti ekki vaxið.

Við höfum frá því fyrr í sumar - mat AGS á því, að skuldir Grikklands séu "highly unsustainable." Það án þess að tekið sé tillit til - frekari viðbóta við þær skuldir.

Enn bendir ekkert til þess að andstaðan meðal mikilvægra aðildarþjóða ESB - við það að afskrifa að verulegu leiti skuldir Grikklands hafi brotnað.

En rétt er að árétta, að AGS fyrr í sumar - - ákvað að hafna þátttöku í frekari "lánapökkum" til Grikklands - - fyrr en að þeirra mati staða landsins væri að nýju metin af þeirra hálfu -sjálfbær.-

Krafan frá AGS var um - sjálfbærni að háum líkum.

------------------

Þetta er nánast eini áhugaverði punkturinn eftir - þ.e. að ef aðildarþjóðum ESB er alvara með að vilja hafa AGS með.

Þá þurfa þær að mæta kröfum AGS - og mér virðist AGS alvara í þetta sinn.

Annars taka aðildarþjóðir evrusvæðis - á sig allt viðbótar tap af fjárframlögum til Grikklands.

  1. Mér virðist ákveðnar líkur á að stefni í þá útkomu, að AGS verði ekki með.
  2. Því að andstaðan við það af hálfu ráðandi pólitíkusa aðildarríkja evrusvæðis, að viðurkenna formlega fyrir eigin skattgreiðendum - - að þeir hafi tapað stórfé af þeirra framlagða skattfé í gegnum árin; sé sterk.
  • En það hefur að sjálfsögðu þann galla í för með sér - að þá leggja þeir enn meira tjón á sína skattgreiðendur.

Þ.e. nánast eins og að 3-björgun Grikklands, af hálfu ráðandi afla innan evrusvæðis, snúist einungis um þessa - afneitun.

Að fresta því sem allra lengst, að formlega viðurkenna tjónið - þá sé betra að auka það tjón enn meir. Sem er sérkennileg rökleysa sem fólk virðist hafa leitt sig til.

 

Aðgangur Grikkja að sínum bankareikningum verður enn áfram takmarkaður

Það er þó búið að lyfta þakinu - þannig að nú má hver Grikki taka út ca. 62þ.kr. per viku. Það kostar minna að lifa í Grikklandi en hér - - þannig að sjálfsagt dugar það fé flestum.

Það fylgdi þó ekki sögunni - hvernig háttar heimildum til rekstraraðila. En þegar skömmtunin var hvað mest, þá gátu fyriræki ekki leyst út innfluttar vörur. Þannig að verslanir voru á leið í vandræð. Sem og fyrirtæki er þurfa að flytja inn rekstrarvörur.

Þetta ætti samt að - - leyfa hagkerfinu að rétta nokkuð við sér. Eftir fjárskortstímabil júlímánaðar og - - fram í rúml. miðan ágúst.

Hvert tjónið mun þó verða af völdum þessa tímabils á eftir að koma í ljós.

  1. Enn sem fyrr hef ég að sjálfsögðu enga trú á að dæmið gangi upp.
  2. Með því að auka mjög mikið inngrip sín í stjórnun á Grikklandi, þá hafa kröfuhafar samtímis tekið þá áhættu - að þeir geti ekki lengur næst þegar prógrammið virkar ekki, þegar markmið nást ekki - falið sig að baki grískum stjórnmálamönnum eða embættismönnum.

 

Skv. nýjustu fréttum ætlar Alexis Tsipras að láta kjósa til þings í september

Tsipras resigns and calls snap elections for September 20

Ég get alls ekki giskað á líkleg viðbrögð kjósenda í Grikklandi - en því er í dag haldið statt og stöðugt á lofti. Að Tsipras hafi barist eins og hetja - og náð fram þeim besta samningi sem mögulegt var.

  1. Sem auðvitað -lítur alfarið hjá því- að í stað þess að fá fram mun mildari skilyrði en áður.
  2. Þá fékk hann þess í stað, til mikilla muna meir íþyngjandi. Hann samþykkti skilyrði sem fyrri stjórnir höfnuðu, tókst að hafna. Þó hafði hann áður - farið fram gegn þeim stjórnum. Og talað um þær sem - leppa kröfuhafa.
  3. Þannig að tal um það -að hann hafi barist af hetjuskap- og náð því besta fram sem mögulegt var; lyktar gríðarlega sterklega af kaldhæðni.

En ef ég væri Grikki - væri ég mjög reiður og vonsvikinn.

Ef ég hefði kosið Syriza - og viljað betri kjör, og lækkaðar skuldir.

Mundi ég hugsa um Tsipras - sem svikara.

M.ö.o. er ég að meina, að úrslit kosninganna í september gætu orðið óvænt. Nema auðvitað að grískur almenningur hafi gefist upp. Hvort á við þori ég ekki að spá!

 

Niðurstaða

Harmleikur Grikklands heldur áfram. Að hann endi illa, virðist ljóst. En akkúrat hvenær og hversu illa. Hvort tveggja er óljóst.

En ég á mjög erfitt með að trúa því, að þessi nýja áætlun endist lengi. Jafnvel þó að kröfuhafa hafi nú nánast tekið yfir að stjórna Grikklandi.

Varðandi fyrirhugaðar kosningar af hálfu Alexis Tsipras, eftir að hann hefur svo með eftirminnilegum hætti, svikið sín kosningaloforð - þá grunar mig að margir kjósendur séu reiðir, en samtímis viti þeir ekki hvert þeir geta snúið sér.

Það gæti gefið möguleika fyrir - nýjan mótmæla flokk að rísa upp, og fá óvænt fylgi.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband