Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Mun Grikkland lafa í evrunni?

Það virðist í dag liggja fyrir niðurstaða svokallaðs "þríeykis." Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands tilkynnti á þriðjudag, að ríkisstjórn Grikklands væri búin að ná samkomulagi um framhald "björgunar Grikklands."

Það virðist að í farvatninu, sé nú atkvæðagreiðsla á Gríska þinginu sem getur orðið spennandi.

En tveir stjórnaflokkanna, hægri flokkur Samaras, Nýtt Lýðræði, og grískir kratar í PASOK. Að því er virðist ætla að styðja ný "fjárlög" fyrir nk. ár, sem munu innihalda mikið af þeim ráðstöfunum sem skv. hinu nýja samkomulagi við "þrenninguna" Grikkland á að undirgangast.

Á sama tíma, hefur þriðji stjórnaflokkurinn, hinn hófsami vinstriflokkur, Lýðræðislegt Vinstri. Lýst yfir andstöðu við suma þætti samkomulagsins. Samtímis því, að flokkurinn talar um að sitja hjá þegar þau atriði sem flokkurinn er ekki beint á móti, koma til atkvæðagreiðslu.

Spenningurinn er sá - - að fræðilega er meirihluti til staðar, ef allir þingmenn Nýs Lýðræðis og PASOK kjósa með hinum nýja aðgerðapakka.

En, andstaða Lýðræðislegs Vinstris, getur hugsanlega ítt við hluta þingmanna PASOK, sem hugsanlega óttast samkeppnina frá Lýðræðislegu Vinstri, flokkur sem hefur höggið í raðir PASOK fylgislega.

FT - Athens heralds bailout agreement

WSJ - Greek Leader Warns of Chaos If Austerity Is Blocked

Reuters - Greek government gets more backing on reforms

Bloomberg - Greek Coalition Allies Balk as Samaras Says Austerity Talks Done

Der Spiegel - 'EU Should Admit that Greece Will Need Debt Cut'

 

Það liggur ekki fyrir akkúrat hvert innihald samkomulagsins er!

En eins og Spiegel segir frá, er sterkur orðrómur uppi um, að það geri ráð fyrir "nýjum niðurskurði" skulda Grikklands. Það þíðir, að svokallaðir "opinberir aðilar" sleppa ekki.

En málsmetandi aðilar á erlendum fjölmiðlum, hafa haldið því fram að "contaktar" innan AGS, segi þeim að AGS þverneiti að taka þátt í frekari fjármögnun Grikklands, nema að skuldum Grikklands sé komið niður í "raunhæfara" umfang.

Seðlabanki Evrópu hefur á síðustu vikum, ítrekað að afsláttur af skuldum komi alls - alls ekki til greina, það væri "dept financing" sem bankanum sé ekki heimilt að framkvæma, sbr. bann í lögum ESB um Seðlabanka Evrópu, sem bannar með beinum hætti að "ECB" fjármagni ríkissjóði.

Þó "ECB" sé í seinni tíð, með margvíslegum hætti, að teygja á þeim valdmörkum.

Það þíðir þá, að aðrir aðilar þurfa að skera meir niður, þá skattborgarar aðildarríkjanna. En, talsmenn ríkisstjórnar Þýskalands, hafa í vikunni sagt, að það komi alls ekki til greina - að skattborgarar Þýskalands fyrirgefi nokkuð af skuldum Grikklands í eigu Þýska ríkisins.

  • Þetta þarf þó að leysa með einhverjum hætti.

Ég bendi á yfirlísingu ráðherra Frakklands og Þýskalands á þriðjudag sbr.:

German, French finance ministers push for Greek solution in November

  • Þ.e. þá ekkert um annað að ræða, að fara í feluleik með það gagnvart kjósendum, að það sé í reynd verið að fyrirgefa hluta af skuldum Grikklands. 
  1. Lengja bilið milli greiðsludaga, án þess að upphæðir séu hækkaðar.
  2. Lækka vexti, þó svo það geti þítt að verið sé að niðurgreiða lántökukostnað niður fyrir lántökukostnað margra aðildarríkja evru sem eru eigendur að björgunarsjóði evrusvæðis.
  • Svo er það spurning um, hvaða viðbótar skilyrði - þjóðþing aðildarríkjanna, koma til með að "heimta" að Grikkir undirgangist. En þau verða örugglega einhver, og ekki af þægilegu tagi.
  • Sem getur framkallað, aftur pólit. drama í Grikklandi, frekari mótmælaaðgerðir o.s.frv.

Pólitíska dramað á þjóðþingum aðildarríkja evru er enn eftir!

Þó fyrsti parturinn í leikritinu, muni fyrst fara fram á þjóðþingi Grikklands.

Langt í frá klárt enn - - að Grikklandi verði fyrir nk. áramót forðað frá falli úr evru!

 

Niðurstaða

Spennusagan um Grikkland heldur áfram. Líklega munu PASOK og Nýtt Lýðræði, ná málum í gegnum gríska þingið á næstu dögum. En þá tekur við næsti kafli. Og sá getur reynst til muna áhugaverðari. Ef þ.e. rétt sem haldið er fram, að hin nýja björgun Grikklands, geri ráð fyrir verulegum afskriftum skulda Grikklands. Sem þíðir í ljósi algerrar neitunar Seðlabanka Evrópu að taka þátt í afskriftum, og stefnu AGS að afskrifa aldrei. Að, þær afskriftir verða þá að bitna af fullum þunga á skattgreiðendum aðildarríkja evru. Og það getur reynst þung pilla að kyngja.

En þ.e. a.m.k. enn möguleiki á því að evrukrýsan gjósi upp fyrir nk. áramót, ef ekki tekst meðal aðildarríkja evru, að ná fram samkomulagi um "3 björgun Grikklands."

Þá dettur Grikkland algerlega óhjákvæmilega "very messily" út úr evrunni. 

Og, enginn veit í reynd hve miklu umróti það mun valda.

--------------------------------------

Nýjar upplýsingar: - Af vef Daily Telegraph.

 "The Greece 2013 budget details are in:

  • Public debt to GDP will hit 189.1pc (179.3pc in previous draft) 
  • Target for general government deficit of 5.2pc (vs 4.2 in previous draft) 
  • An economic contraction of 4.5pc in 2012 (vs previous estimate of a 3.8pc contraction) 
  • primary surplus of 0.4pc of GDP (vs 1.1pc in previous draft) 
  • The budget has to be approved by 11 November - brought forward from Nov 20 - on the orders of the troika as a condition of the next tranche of bailout funds."

Auðvelt að sjá af hverju, AGS er líklega að heimta að skuldir séu fyrirgefnar að hluta í annað sinn.

Erfitt að trúa því að minnkun hagkerfisins verði minni á nk. ári en þessu þ.e. kringum 6%, v. stórfelldra nýrra niðurskurðaraðgerða.

 

Kv.


Spár um hnignun Bandaríkjanna virðast orðum auknar!

Ég hef tekið eftir því, að hugmyndir um "hnignun Bandaríkjanna" hafa verið sérstaklega vinsælar, meðal áhugamanna um aðild að Evrópusambandinu. En þ.e. gamall draumur svokallaðra Evrópusinna, að Evrópa í sameiningu "sigli framúr Bandaríkjunum." Á sl. áratug, höfðu menn gaman af því, að benda á það að samanlögð landsframleiðsla ESB 27 væri stærri en landsframleiðsla Bandaríkjanna. Síðan, þegar kom að hinum sameiginlega gjaldmiðli, hefur umræðu um "hnignun dollarsins" verið mjög haldið á lofti árin á undan upphafi evrukrýsunnar. Oft rætt um þann möguleika, að evran myndi koma í stað dollarsins.

Í dag virðist þetta "hjal" allt meira eða minna hljóma eins og hver önnur óskhyggja.

Því, sama hve ílla gengur í Bandaríkjunum, þá gengur Evrópu til muna verr.

Og hið minnsta, alveg sama hve ílla hugsanlega getur gengið í Bandar. - þá er engin hætta á að dollarinn hætti að vera til.

  1. Svo ekki síst, er sannleikurinn sá - að forsendur fyrir hagvexti til framtíðar, eru margfalt - margfalt betri í Bandaríkjunum.
  2. Og að auki, í Bandaríkjunum er að eiga sér stað "bylting" sem hingað til hefur ekki komist að í íslenskum fjölmiðlum, vegna ofuráherslunnar á umfjöllun um "Evrópu."

 

Hver er sú bylting?

Mjög mikilvæg þróun er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, sem er útlit fyrir að muni stórfellt bæta efnahag Bandaríkjanna á nk. árum.

En þetta snýst allt um "shale oil" og "shale gas."

"Shale" líklega er þ.s. við köllum "leirstein."

En til þess að ná að vinna gas og/eða olíu úr slíkum jarðlögum, þarf að beita ferli sem heitir á ensku "fracking." Sjá Wiki síðu.

Sem felst í því að dæla gríðarlegu magni af vökva beint niður í jarðlögin, þ.s. vökvinn víkkar út hárfýnar sprungur í jarðlögunum, og losar um gasið og/eða olíuna, svo unnt sé að dæla hvoru tveggja upp á yfirborðið.


  • Við hér á Íslandi höfum kynnst einni tegund af afleiðingum þess, að dæla vökva niður í jarðlög - sbr. dælingu á heitu vatni í jarðlög á Hengilssvæðinu, sem er að vökvinn getur losað spennu í jarðlögum og valdið röð smáskjálfta.

Eitthvað kvá vera um slíkt á þeim svæðum, þ.s. þessari aðferð er beitt. En eins og þið sjáið eru leirsteinslögin, vanalega lárétt.

Og þ.e. einmitt tækniþróun í tengslum við "lárétta borun" sem hefur gert það hagkvæmt að ná gasi og/eða olíu úr slíkum jarðlögum.

  • Svo óttast menn að jarðvatn mengist af þeim vökva sem er notaður, en honum er dælt undir þrýstingi, til að skapa nægan vökvaþrýsting í jarðlögunum svo gasið eða jafnvel olían losni úr læðingi.

Eins og sést af textanum á Wiki síðunni, þá hefur skv. bandarískri rannsókn verið 36 dæmi þ.s. grunur hefur verið uppi um að mengun jarðvatns stafi af slíkri starfsemi.

Það þarf eftir allt saman gríðarlegt magn af vatni, milljónir lítra dag hvern. Mig grunar, að vandinn sé ekki síst - hvað er síðan gert við vökvann eftir að honum er pumpað upp á yfirborðið. En þá þarf að losna við hann einhvers staðar - og hann er þá gjarnan mengaður af efnum úr jörðinni.

Í reynd er þetta sami vandi, og við glímum við hér á Íslandi, í tengslum við hitaveitur. Hvað gert er við afgangsvatnið. Nema í þessu tilviki, eru til staðar "bætiefni" sem notuð eru til að láta vatnið smjúga betur inn í sprungur - - sem sum eru ekki "heilsusamleg." Þ.e. ein deilan, hvaða efni má nota.

Það flækir auðvitað lausnir í tengslum við það, hvað síðan skal gera við vökvann, ef hann er mengaður af "varasömum" efnum. En þau eru ekki öll varasöm - eins og fram kemur á Wiki síðunni.

Kannski að sama leið verði farin fyrir rest, og menn eru komnir niður á hérna - að dæla þessu aftur niður. Eða, að dæla þessu í gegnum "skólphreinsikerfi" en þá þarf að flytja vökvann með einhverjum hætti.

  • Eitthvað hefur þess gætt, skilst mér að á svæðum þ.s. þessari aðferð er beitt, hafi bakgrunns geislun aukist, en það getur verið vegna þess að það losni um geislavirkar lofttegundir t.d. argon, um leið og losnar um aðrar nytsamar gastegundir úr jarðlögunum.

 

OK, það stendur yfir hörð deila um umhverfisáhrif! En hver eru efnahagsáhrifin?

Þetta kemur fram í grein:  Europe left behind as shale shock drives America’s industrial resurgence

  • Ég var búinn að heyra áður, að Bandaríkin eru vegna þessa, allt í einu orðin sjálfum sér næg um jarðgas. Bara á sl. 5 árum.
  • Og þau stefna að því, að framleiða um 80% af olíu til eigin notkunar eftir áratug.

Það virðist sérstaklega vera einkum gas í leirsteinslögum, og hin mikla aukning í framboði á gasi er auðvitað að hafa mjög jákvæð efnahagsleg áhrif, í þeim fylkjum í Bandaríkjunum. Þ.s. þessi vinnsla fer einna mest fram.

Það þýðir auðvitað, að orkukostnaður hefur "hrunið" - sem í framhaldinu, skapar grundvöll fyrir starfsemi á þeim svæðum, sem áður hafði þar ekki grundvöll.

Eins og fram kemur í greininni, þá er þetta farið að skila "nýrri iðnvæðingu á þeim svæðum í Bandaríkjunum."

Þ.s. er ekki síst kaldhæðið í ljósi "drauma Evrópusinna um hnignun Bandaríkjanna" er að stöðugt hækkandi orkuverð í Evrópu, er farið að hrekja margvíslega starfsemi sem þarf á ódýrri orku að halda, nefnilega til - - Bandaríkjanna.

Þá einmitt á þessi vaxtarsvæði, þ.s. offramboðið á gasi hefur framkallað "verðhrun" á seldri orku.

Að auki, er gas notað í efnaiðnaði, til að búa til plast. Þó einnig sé unnt að nota til þess olíu. Og efnaiðnaðarfyrirtæki, kvá vera farin að færa sig frá Evrópu til Bandaríkjanna.

Þetta hlýtur að vera sannkölluð hrollvekja fyrir þá sem dreymdu um hnignun Bandaríkjanna - - en andúðar á Bandaríkjunum gætir töluvert meðal aðdáenda Evrópusamruna.

En Evrópu hefur verið að blæða vegna samkeppni frá Asíu, en nú er henni einnig farið að blæða vegna samkeppni frá Bandaríkjunum.

  • Tvöfalt högg, það ofan í skuldakreppu og evrukreppu.

Svo er það hin magnaða tilraun sem Þýskaland er að framkvæma:

Power Failures Germany Rethinks Path to Green Future

Vandinn við hana er, að raforka með vind eða sól, er dýrari. Að auki mjög sveiflukennd. Þar að auki, getur verið næg sól á einu svæði á einum tíma, en skuggi á næsta svæði, eða vindur á einu svæði og logn á öðru. Svo víxlverkar það þvers og kruss.

Þetta kallar á gríðarlega aukningu á rafstrengjum, en flutningsgeta hefur komið í ljós á milli svæða er hvergi nærri nóg. Svo það þarf að keyra "kolaorkuver" til að fylla upp í götin.

Með því að tryggja hverjum og einum örugga sölu á rafmagni inn á landsdreifikerfið, sem setur upp sólarhlöður eða vindmyllur, þá sannarlega hvetur það til mikillar aukningar í notkun vindmylla og sólarhlaða.

En samtímis, eykst stöðugt kostnaður notenda - - þ.e. rafmagnsverð hækkar stig af stigi.

Að auki, þ.s. rafmagnið frá sólarhlöðum og vindi fær forgang, minnka stöðugt tekjur þeirra sem eru að reka kolaverin, sem ef fram horfir mun fækka þeim. En þá er eins gott, að menn verði mjög duglegir að krosstengja landið, ef endurnýtanlega orkan á að koma í staðinn.

Allir þessir strengir auka kostnað auðvitað, ofan á þá staðreynd að framleiðsla rafmagns með þessum aðferðum er dýr. Fyrir utan að Þýskaland, er ekkert sérstaklega heppilegt land til að framleiða rafmagn með sólarhlöðum - hafandi í huga að þar snjóar á vetrum, og mikið er um daga þ.s. ekki er sól á öðrum tímum.

Og ég velti fyrir mér, í hvaða hæðir rafmagnsverð mun fara fyrir rest. 

  • Í samhengi við þ.s. er að gerast í Bandaríkjunum.
  • Þá er Þýskaland, undir stjórn Angelu Merkel búið að taka þá ákvörðun að leggja af kjarnorkuver sem áður framleiddu a.m.k. 20% af rafmagninu, og auka í staðinn á rafmagn framleitt með vindi og sól. Þó er eins og ég sagði, Þýskaland land þ.s. oft er skýjað, og að auki snjóar töluvert gjarnan á vetrum.
  • Ég velti fyrir mér, þ.s. orkuverð er mikilvægur þáttur í samkeppnishæfni orkufreks iðanaðar, sbr. stálver og önnur framleiðsla úr málmum, en þýska stálið hefur verið kjarnastarfsemi síðan iðnvæðing hóft þar um miða 19. öld.
  • Hvað mun það þíða fyrir þýsku iðnaðarmaskínuna, að orkuverð innan Þýskalands er á stöðugri uppleið þegar með því hæsta á jarðríki? Aukning kostnaðar hefur aldrei verið hraðari, síðan Merkel tók hina afdrifaríku ákvörðun eftir skjálftann mikla í Japan fyrir nærri tveim árum.
  • Á sama tíma, og verið er að skipta yfir í dýrari orkuframleiðslu, er hún samtímis minna áreiðanleg, sem hefur framkallað fyrirbæri sem ekki hefur sést lengi, þ.e. óstöðug spenna.
  • Óstöðug spenna getur valdið miklu tjóni á viðkvæmum tækjum, þýsk fyrirt. kvá hafa mörg hver brugðist við með því að fjárfesta í eigin aflstöðvum.
Þetta er allt auðvitað viðbótar kostnaður sem minnkar samkeppnishæfni - - en þýski iðnaðurinn hefur hingað til verið kjarninn að baki þýska hagkerfinu, það verður áhugavert að sjá hvernig Þjóðverjar leysa þann heimatilbúna pólit. vanda, eða hvort það þíðir að fljótlega fari að bresta á "flótti fyrirtækja úr landi."

 

Niðurstaða

Það er ekki einungis það að Bandaríkin hafa hagstæðari fólksfjöldaþróun en Evrópa, nú er orkuverð í Bandaríkjunum og Evrópu að færast í öfuga átt. Meðan orkuverð hækkar stöðugt í Evrópu, er stórfelld aukning á gasvinnslu á allra síðustu árum að framkalla umtalsverða lækkun á orkukostnaði í Bandaríkjunum.

Það auðvitað er mikilvæg breyting, því orkuverð skiptir miklu máli fyrir mikilvæga kjarnastarfsemi nútýma hagkerfa, sem er:

  • Framleiðsla á málmum.
  • Framleiðsla á plasti.

Málið er að ofan á þetta, er svo unnt að byggja heilan mýgrút af frekari vinnslu og framleiðslu. Styrkir í reynd grundvöll fyrir framleiðslugrunn af margvíslegu tagi, sbr. bíla, skip, tæki - hvort sem þau eru smíðuð úr málmum eða plasti, eða hvoru tveggja í bland. 

Að auki hafa Bandaríkin mjög öflugann hugbúnaðar og tölvuiðnað í Kaliforníu. 

Lækkun orkukostnaðar, getur hugsanlega snúið við þróun þeirri er átt hefur sér stað í Bandar. sem mætti kalla "af-iðnvæðingu" þ.s. gömul iðnsvæði urðu ósamkeppnishæf og störfin fóru, þannig að í staðinn verði "ný-iðnvæðing."

Á sama tíma, getur Evrópa verið á hraðri leið inn í "af-iðnvæðingu" af auknum krafti.

Það ofan í óhagstæða fólksfjöldaþróun.

Og slæma og versnandi skuldastöðu.

Allt lagt saman, tja - - útlitið er vægast sagt hræðilegt fyrir Evrópu eins langt fram í tímann og augað eygir.


Kv.


Mario Draghi álasar skuldugum ríkjum fyrir að skilja ekki, að þau séu þegar búin að tapa sjálfstæði sínu!

Mario Draghi virðist hafa verið grimmur í viðtali í Der Spiegel. Daily Telegraph vakti athygli á orðum hans. En í viðtalinu virðist hann styðja hugmynd sem fjármálaráðherra Þýskalands kom fram með nýverið, þ.s. Framkvæmdastjóra Efnahagsmála" hjá Framkvæmdastjórn ESB væri gefið "alræðisvald" yfir fjárlögum aðildarríkja evru.

  • Hann hefði rétt til að hafna fjárlögum! Ef honum þætti þau of eyðslugjörn.
  • Og senda þau til baka, með fyrirmælum um - tja, meiri niðurskurð eða hærri skatta, eða hvað það annað, sem hann myndi telja rétt að gera.

Þetta var tillaga sem Wolfgang Schäuble kom fram með á leiðtogafund aðildarríkja ESB sem haldinn var fyrir nærri tveim vikum, en fékk ekki áheyrn vegna andstöðu forseta Frakklands, forsætisráðherra Ítalíu og Spánar.

Það þarf varla að taka fram, að Frakkland hefur engan áhuga á að, leggja með þessum hætti niður sitt eigið sjálfstæði, um þetta atriði virðist nú standa - grundvallar ágreiningur milli núverandi forystusveitar í Frakklandi, og ríkisstjórnar Þýskalands.

En í nýlegu viðtali, koma það skýrt fram að Hollande taldi slíkar hugmyndir "ótímabærar." Sem sennilega þýðir "nei alls ekki."

Mario Draghi, setur í viðtalinu í Der Spiegel, sitt lóð undir vogarskálarnar þessum hugmyndum til stuðnings.

Mario Draghi backs Wolfgang Schaeuble's 'super commissioner' plan

Mario Draghi - - "Several governments have not yet understood that they lost their national sovereignty long ago. Because they ran up huge debts in the past, they are now dependent on the goodwill of the financial markets," - "I am certain: if we want to restore confidence in the eurozone, countries will have to transfer part of their sovereignty to the European level," - "Governments have taken steps that would have been unthinkable a year ago. That is progress but it is not enough,"

  • Þetta eru hreint mögnuð skilaboð frá seðlabankastjóra evrusvæðis.
  • Þeim er nánar tiltekið beint til, Ítalíu og Spánar. En smærri löndin, eru ekki "virkir" þáttakendur í deilunni.
  • En, ljóst er að Frakkland mun einnig taka þetta til sín. En ríkisstj. Frakklands, veit að ef löndin tvö lenda undir skriðunni sem er í gangi á evrusvæði, þá sleppur Frakkland ekki heldur.

Spurning hvort þetta sé deilan sem á eftir að sprengja samstarfið um evruna?

En stjórnvöld á Spáni, hljóta að sjá þessi ummæli sem hnefahögg í andlitið, en það eru þau sem hafa nú vikum saman, hafnað að taka við þeim kaleik sem Mario Draghi rétti fram.

Sem er, að óska eftir aðstoð til björgunarsjóðs evrusvæðis, svo Seðlabankinn geti hafið kaup sín "án takmarkana" skv. tilboði sem Mario Draghi kom fram með fyrir nú nærri tveim mánuðum.

Það væri blindur maður, sem ekki sæi að þessum ummælum, er sérstaklega beint að ríkisstjórn Spánar.

Og þ.e. nákvæmlega ástæða þess, að Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, hefur fram að þessu ekki stigið það skref, að hann veit að þá "afhendir hann sjálfstæði Spánar" til björgunarsjóðs evrusvæðis, þar sem ríkisstjórn Þýskalands ræður langsamlega mestu.

Það má segja, að Mario Draghi, sé án þess að segja það beint, að ásaka Mariano Rajoy fyrir baráttu við vindmyllur, með því að þverskallast við einmitt það, að afhenda sjálfstæði lands síns, eins og Mario Draghi greinilega ætlaðist til að ætti sér stað, fljótlega eftir að hann kom fram með tilboð sitt fyrir nærri tveim mánuðum síðan.

Einhvern veginn, grunar mig, að þessi orðræða muni hafa öfug áhrif, en allt í einu er Mario Draghi hættur að vera diplómati, búinn að taka niður silkihanskana, og það mun líklega - magna upp spænsku þrjóskuna.

Það er eins og ég Spáði þegar tilboð Mario Draghi koma fram, að ríkisstjórn Spánar myndi - bíða eins lengi og stætt er, líklega þíðir það nú að Spánn mun ekki óska aðstoðar fyrir nk. áramót. 

En ríkisstjórn Spánar, vill semja um skilyrði við Þjóðverja fyrirfram, en hingað til hafa þeir hafnað þvi að sýna þannig hönd sína, segja að Spánn verði fyrst að senda inn "formlega beiðni."

Þetta er leikur kattarins að músinni - - nema, að í þetta sinn er það spurning hvor er kötturinn og hvor er músin. Því, ef Spánn yfirgefur evruna, þá er ljóst að evran líklega hefur það ekki af. Tap Þjóðverja væri óskaplegt. Á sama tíma, vill hvorugur aðilinn blikka fyrst.

Eins og ég sagði þá, á ég ekki von á samkomulagi fyrr en evran er aftur komin á brún hyldýpisins - en akkúrat hvenær sú stund kemur, er ekki gott að segja. Það getur dregist fram yfir á fyrstu mánuði nk. árs, því það virðist að ríkisstj. Spánar hafi tekist að klára fjármögnun þessa árs. Svo þrýstingurinn er þá í reynd farinn, fyrir fjármögnun þessa árs. Þannig, að líkur eru því á að þessi deila haldi áfram í sama farveg, fram yfir áramót og inn á nk. ár. 

Spurning hvenær kemur að því, að spennan eykst á ný? Örugglega ekki mikið seinna en þegar lokauppgjör þessa árs liggur fyrir einhverntíma seint í febrúar eða snemma í apríl 2013. En það uppgjör fyrir Spán, mun örugglega sýna meiri halla á ríkissjóði vegna meiri samdráttar í hagkerfinu, en ríkisstj. Spánar reiknar með nú. Þá endurmeta markaðir framvindu Spánar - eina ferðina enn.

 

Niðurstaða

Hvað sem má segja um Hollande, þá hefur hann tekið upp allt aðra stefnu en þá er Sarkozy viðhafði. En stefna fyrri forseta, var að hengja sig á stefnu Angelu Merkel, og leitast við að hafa einhver áhrif innan ramma þeirrar stefnu. Meðan, að Hollande hefur tekið upp beina andstöðu, við mikilvæga þætti þeirrar stefnu.

Ekki síst virðist um beina andstöðu við stefnu ríkisstjórnar Þýskalands, að færa mikilvæga þætti sjálfforræðis aðildarríkja evru, undir hatt sameiginlega stofnana.

Hollande, heimtar þ.s. hann kallar "solidarity" en þá meinar hann, að ríki í kröggum verði aðstoðuð með rausnarlegri hætti - sbr. "evrubréf" þ.e. sameiginlega ábyrgð á skuldum, sameiginlega bankatryggingu og sameiginlegt bankaeftirlit.

Þessa þætti virðist ríkisstj. Frakklands vera til í, en ekki í það að löndin afhendi í sameiginlegt púkk, yfirráð yfir eigin fjármálastjórnun.

En ríkisstj. Þýskalands, segir beinum orðum, að ekki komi til greina að afhenda aukið fé eða samþykkja frekari ábyrgðir, án stórfellds aukins aðhalds sameiginlegra stofnana yfir fjármálastjórnun einstakra ríkja.

Þetta getur verið deilan - - sem á endanum brýtur evruna.

Ps: Önnur áhugaverð grein, en mjög áhugaverð þróun er í gangi í dag, þ.s. orkuverð í Bandarikjunum fer hríðlækkandi, meðan að orkuverð stöðugt hækkar í Evrópu, þetta virðist vera farið að valda straumhvörfum. Ef fram sem horfir, er Bandaríkin langt í frá í hnignun. Þau séu á leiðinni með að rísa aftur upp á lappirnar af krafti: 

Europe left behind as shale shock drives America’s industrial resurgence

 

Kv.


Ótrúlegt atvinnuleysi á Spáni!

Það komu fram nýjar tölur um atvinnuleysi á Spáni á föstudag, og skv. þeim eru 5,78 milljón manns án atvinnu, og þar af 1,74 milljón fjölskyldur þ.s. enginn fjölskyldumeðlima hefur atvinnu. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Spáni síðan landið varð að lýðræðisríki.

  1. "The third quarter saw the rate of Spain’s jobless rise from 24.63 per cent to 25.02 per cent leaving one in four Spaniards out of work..."
  2. "Spain’s youth unemployed rate stood at 52.34 per cent in those aged between 16-24..."
  • "The Popular Party government has launched a vast austerity programme to save 150 billion euros between 2012 and 2014, introducing stringent public sector cuts and hiking taxes."
  • "Government forecasts the economy to shrink by 1.5 per cent this year and for the recession to continue into 2013, although many analysts believe this to be optimistic."

Það sem ekki kemur fram, að ríkisstjórn Rajoy segir hagkerfið skreppa saman um 0,5% á nk. ári, sem ég trúi ekki, en sem dæmi telur AGS að samdráttur það ár verði meiri en 1%. Þetta er líka minni samdráttur en Seðlabanki Evrópu spáir fyrir Spán. Þessar tvær stofnanir hafa hingað til, hið minnsta - ekki verið of svartsýnar í sínum hagspám um framvindu mála í löndum innan evrusvæðis í kreppu.

Hið öfuga hefur þvert á móti átt við, að þær hafa frekar en hitt vanmetið samdráttaráhrif, samdráttaraukandi niðurskurðaraðgerða. En eins og kemur fram, þá hefur mjög kröftugu niðurskurðarprógrammi verið hrint af stokknum af ríkissjórn Rajoy.

  • Alls staðar innan evrusvæðis, þ.s. svo harkalegum aðgerðum hefur verið beitt, hafa þær aukið samdrátt - ekki minnkað hann.

Svo spá fjármálaráðuneytis Spánar virðist "órökrétt" að samdráttur nk. árs verði 1/3 af samdrætti þessa, þvert á móti er mun líklegra að sá samdráttur verði meiri en samdráttur þessa árs.

En það er rökrétt afleiðing þess, að ríkið ákveður að draga sig enn kröftugar til baka - þegar kreppa ríkir enn í einkahagkerfinu.

En þegar það er í kreppu, þá er það ekki í aðstöðu til að stíga inn með auknum umsvifum á móti, er ríkið minnkar sín.

Því eykst samdráttur hagkerfis - og það hefur einnig neikvæð áhrif á einkahagkerfið, með því að minnka enn frekar neyslu. Og að sjálfsögðu kemur þá meira atvinnuleysi.

Eins og einn hagfræðingur sagði í vikunni, getur atvinnuleysi nk. árs á Spáni farið í á bilinu 26-27%.

Það finnst mér trúverðug spá.

 

Lönd með ósveigjanlegan vinnumarkað verða að fara út úr evru!

Ríkisstjórn Mariano Rajoy er að ástunda stórfellda efnahagslega tilraun.  En skv. aðalhagfræðingi AGS í nýjustu skýrslu AGS, sbr. World Economic Outlook October 2012 (Sjá Box 1.1. bls. 43). Þá er virðist samdráttur útgjalda ríkisvalds ekki valda í þessari kreppu auknum samdrætti í hagkerfinu um einungis 0,5% eins og virðist hafa verið talið, heldur á bilinu 0,9-1,7%. Punkturinn er sá, að fyrra viðmið AGS var meðaltal fengið út úr kreppum fyrri áratuga.

  • En aðstæður eru ekki venjulegar innan evru.
  • Málið er, að vanalega í kreppum, verður stórt gengisfall.
  • En innan evru er það ekki í boði, þ.e. lykilatriði.

Það þíðir að vanalega, er verið að framkv. niðurskurðaraðgerðir eftir að gengisfall hefur orðið, sem þá hefur örvað útflutningsatvinnuvegi. Og þá geta þeir með auknum umsvifum - stigið inn í skarðið þegar ríkið dregur sig til baka, útkoma að viðbótar samdráttur verður ekki svo íkja mikill.

En innan evru, getur slík snögg örvun ekki átt sér stað, afleiðing að í löndum í vanda, er einkahagkerfið í kreppu - - ef ekki hefur tekist að aðlaga laun með launalækkunum. Ef löndin eru skoðuð, á þetta við um Spán - við um Ítalíu, og við um Portúgal. Í Grikklandi eru laun loks farin að lækka, en þurfa að lækka verulega meir. Enn er einkahagkerfið þar í samdrætti. Meðan það ástand varir, getur einkahagkerfið ekki stigið inn í skarðið þegar ríkið dregur sig til baka.

  • Þess vegna kemur út mun meiri samdráttur - en ef ríkið er að draga sig til baka, í ástandi þegar einkahagkerfið er í vexti.
  • Hagkerfið spíralar niður í fyrra tilvikinu, því meir sem er niður skorið.

Það veldur því, að eins og við höfum séð í Grikklandi, að vegna aukins samdráttar af völdum niðurskurðarins, þá næst ekki að minnka hallan á ríkinu eins og stefnt var að - því fall hagkerfisins minnkar tekjur á móti.

Þetta er allt fyrirsjáanlegt á Spáni, vegna þess að laun hafa nærri því ekkert lækkað. Þetta á ekki við Írland, þar er líklega neikvæð áhrif samdráttar ríkisins smærri, því einkahagkerfið er farið að örvast. Því launalækkunarstefna hefur virkað. Sem er þ.s. þarf að gera, í staðinn fyrir gengisfellingu.

En á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal  - - er vinnumarkaðurinn með svo öfluga vernd gegn brottrekstri fólks sem hefur "fastráðningu" að atvinnulíf, getur ekki rekið fólk og ráðið atvinnulausa í staðinn.

  • Sem þíðir, að vaxandi atvinnuleysi skapar ekki þrýsting á laun.

Af því leiðir að einhahagkerfið getur ekki annað en dregist frekar saman, og það ofan í samdráttaraðgerðir ríkisins - - þíðir, hraðann og enn hraðari niðurspíral. Með gjaldþroti ríkis sem rökréttri endaafleiðingu.

Sambærilegan niðurspíral sáum við einnig í Argentínu, á seinni hl. 10. áratugarins, sem lyktaði með ríkisþroti Argentínu árið 2000. Líklega hefur vinnumarkaðurinn í Argentínu haft svipað reglukerfi, og það sem rýkir í löndum eins og Spáni, Grikklandi, Portúgal, Ítalíu og má bæta við að það á einnig við Frakkland. 

  • Þessi regla sem veitir svo öfluga vernd gegn brottrekstri, þannig að fólk getur kært fyrirtæki fyrir ólöglega brottvikningu, fengið starf sitt til baka, og skaðabætur að auki. 
  • Líklega þíðir, að þessi lönd - - öll með tölu, geta líklega ekki þrifist innan evru. Því þar mjög líklega, verður ekki mögulegt að framkvæma sambærilega innri aðlögun eins og hefur tekist á Írlandi.

Af því leiðir sívaxandi kreppuspíral - eins og við sáum í Argentínu, eins og við höfum séð í Grikklandi, og mjög líklega við munum nú sjá af vaxandi krafti í Spáni. 

Ítalía er skemur komin, Frakkland ívið skemmra. En líklega eru bæði þau tvö lönd einnig á leið inn í þá vegferð.

Nema auðvitað að takist að afnema þessar reglur - - en það tókst ekki í Argentínu. Mario Monti gerði tilraun til þess á árinu, það leiddi til mikilla mótmælaaðgerða svo hann "bakkaði." Í Frakklandi voru gríðarlegar mótmælaaðgerðir vegna mun smærri breytingar á sl. ári þ.e. hækkun eftirlaunaaldurs um 5 ár. Það yrðu miklu mun stærri mótmælaaðgerðir ef reynt væri að afnema "vinnuverndar regluna." Ég sé ekki ríkisstj. sósíalista framkvæma slíkt. Meðan hún er til staðar, er ekki unnt að gera neitt annað en að beita fortölum. En það virðist ekki vera að virka. Því þar virkar alltaf slæmur "díll" að samþykka launalækkun. Menn gera slíkt ekki óþvingað "almennt séð."

Þ.e. einmitt málið að þ.e. algert lykilatriði að vinnumarkaður sé "sveigjanlegur" í staðinn, ef sveigjanlegt gengi er afnumið. Lönd með ósveigjanlegan vinnumarkað, verða að redda sveigjanleikanum í gegnum gengi.

  • Líklega verða því öll þessi lönd að yfirgefa evruna þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn, Ítalía og Frakkland."

Hún verði N-evr. gjaldmiðill - - ef hún hefur það af að svo mörg lönd fara. Auðvitað þíðir það mjög langvarandi kreppu, öll löndin sem yfirgefa evruna með þeirri aðferð verða gjaldþrota. Það verður þá mikið fjárhagsl. áfall í hvert sinn fyrir þau lönd sem eftir eru. Einhverntíma, verður áfallið sennilega of dýrt einnig fyrir þau. Þá væntanlega endar "evrudæmið" alfarið.

Spurning á hvaða tímapunkti - - varla síðar en það stendur frammi fyrir því að Ítalía er á leið út. Nema auðvitað, að S-Evr. löndin geri hallarbyltingu innan Seðlabanka Evrópu, og hefji massíva prentunaraðgerð. Þ.e. verðbólguleið. 

  • Þvingi N-Evr. löndin út í staðinn.

Þetta drama getur enn tekið einhver ár að spilast í gegn. Allan tímann verði vaxandi kreppa.

 

Niðurstaða

Framtíðin á evrusvæði er ekki björt, sífellt svartari og svartari. En vaxandi kreppa í S-Evr. mun einnig bitna á löndum N-Evr. Því þetta eru það stór hagkerfi í vaxandi samdrætti, að það minnkar verulega heildareftirspurn. Þau fyrirtæki í N-Evr. sem hafa verið að selja til S-Evr. missa þá spæni úr sínum öskum. Fyrirtæki í N-Evr. sem hafa verið háð mörkuðum í S-Evr., verða þá að leita sér nýrra markaða. Og það tekur alltaf einhvern tíma. Á meðan, hægir einnig á í N-Evr.

Að hvaða marki þau verða einnig toguð niður í kreppu, mun fara eftir því hve dugleg fyrirtæki í löndum N-Evr. verða við það að koma sér upp nýjum mörkuðum í stað þeirra sem eru að þverra í S-Evr.

Ef N-Evr. tekst almennt séð að forðst kreppu, þá eykst bilið á milli hagkerfa Suður og Norður Evr. Flótti fjármagns Norður mun ágerast, sem og streymi farandverkamanna Norður frá Suðri. Spennan innan gjaldmiðilskerfisins þá vex - sífellt.

Engin leið er að vita fyrirfram hvenær kemur að "brotpunkti" en ef Seðlabanki Evrópu mun raunverulega hefja kaup á skuldabréfum S-Evr. ríkja án takmarkana, ath. þau kaup eru ekki enn hafin. Þá er "fræðilega" unnt að fresta ríkisþroti S-Evr. ríkja um einhver ár. Svo fremi, að samfélagsleg upplausn komi ekki til, þ.e. uppreisn almennings eins og í Argentínu, sem gafst upp og Argentína tók aftur upp sitt fyrra gjaldmiðilsfyrirkomulag, samtímis því að landið lýsti yfir gjaldþroti út á við.

Evrusvæði er sennilega í mestu hagfræðitilraun sögunnar, þegar lýðræðisríki eiga í hlut.

--------------------------------------

PS: Ein rökrétt afleiðing er sú, að íslendingar þurfa líklega að huga að nýjum mörkuðum fyrir fisk. En það sama á við okkur, að þegar löndin dala þangað sem við seljum okkar afurðir, þá leiðir það til þess að við dölum einnig - nema að við getum skipt yfir á aðra markaði sem ekki eru í niðursveiflu.

 

Kv.


Huang Nubo í Der Spiegel

Ein af þeim vefsíðum sem ég les reglulega, er "Spiegel.de/international" þ.s. endurbirtar eru greinar þýddar úr þýsku. Í dag má sjá þar áhugaverða umfjöllun um Kína, þ.s. tekin eru viðtöl við nokkra kínv. kaupsýslumenn, í tengslum við þá umfjöllun, áhugavert fyrir Ísland að sá fyrsti sem er tekinn fyrir er enginn annar en "Íslandsvinurinn Huang Nubo."

China at a Crossroads in Shift from World's Factory to Industrial Power

Ég bendi fólki á að lesa greinina alla, en umfjöllunin um framtíðarstefnu Kína er áhugaverð - ásamt umfjöllun um kínv. umsvif á í Evrópu.

------------------------------------------------

"A visit with Mr. Huang, one of the richest and most controversial men in the People's Republic of China, is full of surprises. Take, for example, the four pairs of climbing boots lined up like exhibits behind the door to his office. "I was at the South Pole and North Pole, and twice on Mt. Everest with these," says Huang, pointing proudly to a series of photos that serve as proof of his adventures. There are Buddha statues and various animals in the adjacent rooms, including rhesus monkeys and pygmy rabbits in cages, as well as small sharks swimming in circles in a large aquarium leaning against a wall.

"I love nature," says Huang Nubo, 56, a businessman with an estimated net worth of at least $1 billion (€772 million). The founder and chairman of the Beijing Zhongkun Investment Group, Huang discovered a market niche: He builds resorts with an emphasis on sustainable design. His company benefits from the new wanderlust and "green" consciousness of the affluent Chinese upper and middle classes.

"He tells the short version of life story while a Siam cat purrs on his lap. He was orphaned at 13, and in 1960 his father committed suicide after a quarrel with a party secretary. His mother later died of grief. He attended Beijing University, joined the Communist Party to further his career and became an official in the party's propaganda division. Then he withdrew from politics and founded his company."

""As an entrepreneur, you have more freedom than you do in politics, and you can usually move around more," says Huang, whose party connections certainly didn't hurt his growing business. But, as he points out, "Chinese society has developed unevenly, which isn't good. Too many people are losing out." This is why Huang gives a substantial portion of his profits to the needy. With charitable donations of about $5 million a year, he is seen as one of the country's most generous philanthropists."

"Huang has trouble understanding why his latest project is so controversial. "I'm hurt by the mistrust with which I and the entire Chinese nation were met." He is talking about Iceland and, more specifically, about an almost virgin piece of land in the northeastern part of the island, complete with waterfalls and snow-covered peaks, called Grimsstadir a Fjöllum. Huang fell in love with this wildly romantic stretch of wilderness during a visit to Iceland. He wanted to acquire 30,639 hectares (about 120 square miles) of land and invest about $200 million in the property. The plans included a 120-room hotel, a golf course and a riding facility, which could all be reached via a new airport built specifically for the site."

"Some of the public in Iceland, a NATO country, saw the potential deal as a sellout and even envisioned looming geopolitical problems. One commentator even likened the entrepreneur to Dr. No, the villain of the 1962 James Bond film of the same name. Huang's party connections were brought up, to support the theory that it was merely a cover for sending an agent to Iceland. Many had their suspicions about the "noticeable" proximity of the Grimsstadir site to a deep-water port. Was this man really working for the Communist Party and planning to build a base for Chinese polar ambitions?"

"Huang has lost his initial enthusiasm for the Iceland project, and now he is retreating more and more into his third passion, next to making money and conquering nature: writing poetry. Several volumes of his prizewinning verses have already been published. At night, after the employees have gone home, he sits among his sharks and pygmy rabbits, writing verses like: "Whose smiling face would be no mask / And whose heaven no exile.""

"The fears of some Icelanders make sound like paranoia, but they are not unfounded. China and its entrepreneurs are acquiring all kinds of assets all over the world, and in many cases their actions are strategic in nature, including the acquisition of farmland in Mozambique, copper mines in Afghanistan and ports in Greece. China is on a global buying spree, and it sees the current economic crisis in Europe and the United States as an historic opportunity to energetically press ahead with its offensive. The financial services firm PricewaterhouseCoopers estimates that China's so-called red capitalists spent $23.9 billion on shares in foreign companies in the first half of 2012, or three times as much as in the same period last year."

------------------------------------------------

Hvað sem má segja um Huang Nubo - þá virkar hann ekki beint á mann sem þessi "kaldlyndi kommúnisti" sem ímsir hafa kosið að sjá hann sem, en greinilega fyrst hann hefur klifið Everest, farið á báða pólana, þá er hann eða virðist raunverulega vera áhugamaður um "náttúru."

Svo eins og fram kemur, semur hann ljóð sér til dægrastyttingar. 

Það sé hið minnsta hugsanlegt að hans áhugi á Grímsstöðum á Fjöllum, stafi af því að hann hafi hrifist af staðnum, frekar en að þetta sé hluti af "kínv. samsæri um heimsyfirráð."

Það þíðir ekki að við eigum ekki að hafa vökult auga með umsvifum Kínverja hér í framtíðinni - en, ef menn hafa ótta í tengslum við auðlyndanýtingu.

Þá er frekar að óttast uppbyggingu nærri sjó - þaðan sem unnt er að stunda útflutning. 

Á hinn bóginn má reikna með því, að hann noti enn þau sambönd sem hann hefur innan flokksins, en það er einnig alveg örugglega nauðsynlegt fyrir öll kínv. fyrirtæki, sem hafa áhuga á að starfa erlendis.

Því kínv. kommúnistafl. þarf að veita heimild fyrir hverri erlendri fjárfestingu.

Þannig, að hið minnsta þíðir tilboð Nubos, að hans áætlanir hafa fengið slíkt samþykki, sem þarf ekki endilega að þíða neitt mikið.

Svona fjarri sjó - og svo hátt uppi, þá er ekki til staðar aðstaða til útflutnings á vatni eða hverju því öðru sem þarna er hugsanlega til staðar.

Það virðist líklegra en flest annað, að tilgangur fjárfestingarinnar sé akkúrat þ.s. Nubo heldur fram, þ.e. að fjárfesta í hótelrekstri á svæðinu, með kínv. ferðamenn sem meginmarkað.

Reikna má þá með, að það væru skipulagðir hópar.

Slíkt er þá augljós lyftistöng fyrir ferðamennsku á svæðinu, og atvinnulíf.

 

Niðurstaða

Kína eins og lýst er í grein Der Spiegel, er í miklu kaupæði víða um heim, þ.s. kínv. aðilar eru víða hvar að kaupa mikilvægar eignir, sem koma til með að nýtast Kína í framtíðinni til frekari uppbyggingar. Vek sérstaklega athygli á kaupum kínv. aðila á kanadísku þjónustufyrirtæki tengt olíuvinnslu, sem greinilega styrkir grundvöll Kína til leitar og vinnslu olíu á kínv. landgrunni, jafnvel víðar.

Fjárfestingar kínv. fyrirt. þurfa að fá samþykki valdaflokksins, og þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að þeim fjárfestingum sé a.m.k. að einhverju verul. leiti stýrt, með langtíma uppbyggingarmarkmið flokksins á Kína í huga. Hið minnsta, virðast margar fjárfestingar kínv. fyrirt. á vesturlöndum benda til, undirliggjandi áætlana eða strategíu.

Fyrir bragðið þarf auðvitað - eins og ég sagði - að hafa vökult auga með starfsemi kínverja á Íslandi.

Á móti, má einnig ofgera ofsóknarbrjálæðinu.

Það hefur verið mín afstaða - - að fjárfesting Hunang Nubo sé ekki tiltakanlega áhættusöm.

Kostirnir séu meiri en ókostirnir!

Íslandi vantar fjárfestingar, þarf á þeim að halda, ef á að auka framtíðar hagvöxt svo landið komist út út viðjum alltof mikilla skulda.

Varðandi fjárfestingar Kínv. hér, þurfi að meta hvert tilvik fyrir sig.  

 

Kv.


Samdráttur í peningamagni innan evrusvæðis - Grikkir færast nær "Björgun 3"

Ambrose Evans-Pritchard vakti athygli á þessu, en skoðun á þeim gögnum sem hann vísar á, sem eru staðsett á vef EUROSTAT sjá: Gögn. Sýna einmitt að svokallað vítt peningamagn eða M3 dalaði í september. Það sama kemur fram, ef maður skoðar M2 eða M1.

Eurozone nears Japan-style trap as money and credit contract again

Sjá útskýringu Wikipedia á þessum hugtökum.

Að auki eins og sést á þeim gögnum, er samdráttur í útlánum til fyrirtækja og einnig til almennings, í sömu heildartölum yfir svæðið.

Þetta eru allt kreppueinkenni - - ef maður skoðar peningamagnið, þá má sjá að það varð aukning í því í júní og ágúst, en síðan hart í bak í september.

Samdráttur í því er almennt talið af hagfræðingum - vísbending um aukinn samdrátt í hagkerfinu framundan.

Þó ef til vill sé of snemmt að álykta mjög mikið á þessum tölum, því enn virðist vanta tölur fyrir október, svo ekki unnt að fullyrða að þetta sé nýtt "trend."

 

Ríkisstjórn Grikklands virðist ekki einhuga að baki "björgun 3"

Greeks fail to agree on bailout terms

"Fortis Kouvelis, head of the moderate Democratic Left, told his party’s executive committee last night that changes were needed in the labour measures for the package to be acceptable, according to a person at the meeting."

Greinilega er pólit. drama í gangi, en flokkurinn "Lýðræðislegt Vinstri" gekk inn í ríkisstjórnina, eftir að hafa áður verið í stjórnarandstöðu. Frekari pólit. drama er einnig framundan, í öðrum aðildarríkjum evru, þegar kemur að því að taka formlega afstöðu til enn einnar björgunar Grikklands.

En það virðist stefna óðfluga í "björgun 3" - en ennþá liggur ekki fyrir, akkúrat hvernig skal fjármagna hana. 

  • En eitt og annað hefur heyrst - t.d. að til greina komi að lengja í lánum Grikklands.
  • Eða, að lækka vexti á lán Grikklands.
  • Í stað þess, að lána Grikklandi nýtt fé.

En það virðist pólit. erfitt að lána Grikklandi viðbótar peninga, þannig að stjv. evrusvæðis hugsanlega ákveða, að lengja bilið milli greiðsludaga eða lækka vexti, til að brúa það kostnaðarbil sem verður til - - ef það verður af því að Grikkland fær viðbótar 2 ár til að hrinda í framkv. samkomulagi því sem gert var við Grikkland, er samið var um "björgun 2." Fyrir cirka ári síðan.

 

Niðurstaða

Gríski harmleikurinn heldur áfram, stefnir í að aðildarríki evrusvæðis velji að framlengja hengingaról Grikkland eina ferðina enn, og líklega mun pólit. stéttin í Grikklandi samþykkja þau skilyrði sem aðildarlönd evrusvæðis, munu heimta. En örugglega verða e-h ný. Heyrst hefur, að Þjóðverjar muni líklega krefjast þess að erlendir aðilar muni "aðstoða Grikki" við skattheimtu, og sölu ríkiseigna - laun þeirra verði greidd af Grikkjum. Líklega endar ríkisstj. Grikklands á að samþykkja hvað sem er, til að halda í heningarólina nokkra mánuði til viðbótar. En ég stórfellt efa að um sé að ræða annað, en enn eina skammtíma reddinguna. Algerlega sé af og frá, að Grikkland muni í reynd geta staðið við slíkt samkomulag. En kannski nær Grikkland að fljóta yfir kosningar í Þýskalandi í sept. 2013.

--------------------------------

Það verður að koma í ljós hvort peningamagn er að dragast saman á evrusvæði þetta haust. Að það hafi minnkað í september er fyrsta vísbending. Ef slíkur samráttur var einnig í október. Þá væri það vísbending þess, að kreppan sé að versna.

Of snemmt að álykta nokkuð mikið út frá tölum eins mánaðar.

En slíkur samdráttur væri rökréttur!

 

Kv.


Grikkland fær Björgun 3?

Þetta er þ.s. fréttir dagsins virðast segja, að ríkisstjórn Grikklands sé við það að ná fram lágmarkskröfu sinni, um 2-ára framlengingu á fyrri björgunaráætlun sem var sú nr. 2. En sú framlenging þíðir, að í reynd þarf frekari fjármögnun - - > Sem í mínum augum réttlætir að tala um "Björgun 3."

Það sem grísk stjv. ná fram er að, krafan um niðurskurð er "tónuð niður" þ.e. í stað 3% niðurskurðar per ár miðað við þjóðarframleiðslu verður þess í stað krafist 1,5% per ár miðað við þjóðarframleiðslu.

FT -Greece urged to hire foreign technocrats

Der Spiegel - Report Says Greece Will Get More Time

Reuters - Greece says has been given more time on austerity

Daily Telegraph - Greece plans to cut wages and pensions

 

Samkomulag náð við "þríeykið"

Samkomulag virðist hafa náðst milli ríkisstjórnar Grikklands og svokallaðrar "þrenningar" eða "þríeykis" um framhald "björgunar Grikklands." Og það samkomulag virðist fela í sér, að fyrri áætlun er framlengd um 2 ár - án þess að krefjast viðbótar sparnaðar miðað við þá fyrri áætlun. Heldur sé honum dreift á þau viðbótar 2 ár.

Með þessu sé niðurskurðurinn "mildaður" og tekið tillit til verri kreppu en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

  • "...the debt-laden country will cut €6.3bn in public sector wages and pensions, with pension incomes above € 1,000 a month set to be cut."
  • "The public sector will be hit further with at least 2,000 civil servants put on a one-year notice of dismal with reduced wages until the end of 2012."
  • "At least a further 6,250 would enter the same programme every three months during 2013, starting from end-February."
  • "In the labour market, it has been proposed that severance payments are reduced and capped."
  • "Other allowances, such as automatic wage increases that kick in with seniority, are also set to be abolished."
  • "On the contentious issue of tax, selected tax credits and allowances are to be abolished and taxation of the self-employed and farmers will be in line with the corporate taxes."
  • "A flat capital gains tax rate will also be introduced to replace the banding system in force at present."
  • "According to the draft deal Greece will be given a two-year extension, until 2016, to meet the budget targets and generate a budget surplus – which excludes debt servicing – of 4.5pc of GDP."

Þó þetta samkomulag hafi náðst við fulltrúa AGS, Seðlabanka Evrópu og Björgunarsjóðs Evrusvæðis, þá er algerlega eftir að fá fram samþykki ríkisstjórna aðildarríkja evrusvæðis, ekki síst þjóðþings Þýskalands.

Sérstaklega getur það reynst þrautin þyngri, að fá þýska þingið til að samþykkja frekari framlög til Grikklands.

Ekki held ég að þessum hugmyndum verði tekið fagnandi í Grikklandi, skv. frétt FT:

"The German government is urging “compulsory” hiring of outside experts to help collect taxes, fight corruption and privatise government assets in Greece in return for agreeing an overhauled bailout that would include two more years of EU aid for Athens." - "The measures would go further than ever before in asserting international control over Greek budgetary decision-making." - "The proposals, which EU officials said have support in France and the European Commission, would also require automatic, across-the-board spending cuts if Greece veered off the bailout’s revised deficit targets, according to a copy of the plan obtained by the FT."

Það er eins og það sé fleira en eitt uppkast í gangi, og báðum hefur verið lekið í fjölmiðla.

  • Hugmyndirnar sem FT birtir, virðast gefa til kynna að Grikkland verði sett í enn þrengri spennitreyju en áður.
  1. Hvernig Grikkir sjálfir myndu taka því, að "útlendingar" myndu sjá um innheimtu skatta -
  2. og sölu eigna ríkisins.
  • Tja, hætt við því að viðvera slíkra, geti magnað upp fylgi grískra "ný nasista."

Pólitísk umfjöllun í aðildarríkjum er ekki enn "formlega hafin" en mun hefjast nú á næstu dögum!

Það líklega munu líklega dúkka upp ný skilyrði, t.d. þegar málið fer fyrir þýska þingið!

Það eru því líklega enn nokkrar vikur í að málið sé fullklárað!

 

Niðurstaða

Áhugavert er að blaðamenn Der Spiegel, spáðu þessari útkomu í september: Why Merkel Wants To Keep Greece in Euro Zone: By Konstantin von Hammerstein, Christian Reiermann and Christoph Schult. En þessir ágætu menn, töldu að útkoma "þríeykisins" yrði pólitísk frekar en "fagleg" þ.e. vegna pólit. þrýstings myndi vera séð til þess, að niðurstaða hinna svokölluðu "fagaðila" yrði á þá leið, að Grikkland væri fært um að koma sér út úr kreppunni. Og greiða upp allar sínar skuldir.

Þetta er augljós fantasía, en líklega stenst allt þ.s. þessir ágætu blaðamenn sögðu, að í augum Merkelar væri það afskaplega mikilvægt að Grikkland væri enn innan evru, þegar kemur að þingkosningum í Þýskalandi í sept. 2013.

Fleira virðist lúta þessum sept. 2013 kosningum, þ.e. niðurstaða leiðtogafundarins sl. fimmtudag, bendir til þess að Merkel vilji fyrir alla muni forðast það að þurfa að leggja umtalsverðan kostnað á þýska skattgreiðendur fyrir þær kosningar.

Í tilviki Grikklands, sé hún að reikna út að það líti betur út fyrir hana, að það land sé enn innan evrunnar. Þannig gangi henni betur að verjast gagnrýni, um það að stefna hennar sé ógn við tilvist hins sameiginlega gjaldmiðils. 

Gefin verði út sú fantasía, að hið nýja gríska plan sé raunhæft - síðan verði kapp lagt á að láta hluti líta vel út.

Varðandi Spán, keppast þýsk stjv. við að halda því fram, að Spánn þurfi ekki björgun - að Spánn sé ekki í hættu, að aðgerðir þær sem ríkisstjórn Spánar sé að innleiða séu fullnægjandi.

Með öðrum orðum, virðist að ríkisstjórn Þýskalands - sé sjálf að leitast við að fresta því í lengstu lög, að Spánn óski formlega aðstoðar.

Allt vegna hagsmunamats tengt þörfum stjórnarflokks Þýskalands, í tengslum við nk. þingkosningar.

 

Kv.


Mikið verðfall á mörkuðum!

Þetta verðfall sem hefur orðið stendur ekki nema "óbeint" í samhengi við vandræði evrunnar. En þau vandræði hafa ekki gosið upp nú - eina ferðina enn. En líkur eru þó á, að um sé að ræða að einhverju verulegu leiti "hliðarverkan" þeirra vandræða.

  • En ástæða verðfalls, beggja vegna Atlantshafsins, einnig á mörkuðum í Asíu, er að fjöldi stórra fyrirtækja var að gefa út ársfjórðungsuppgjör. 
  • Og þau voru undir væntingum - bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Þetta er greinilegt kreppueinkenni - en megin ástæða hennar, eru vandræðin í Evrópu.

Þó það hafi verið tiltölulega kyrrt yfir evrukrýsunni allra síðustu mánuði, er það efnahagstjón sem af henni hefur hlotist, enn að skila sér í gegnum pípurnar.

Þar að auki er enn mjög umtalsverð óvissa um framhaldið, og sú óvissa heldur áfram að skaða, sjá t.d. áhugaverða lýsingur Der Spiegel á samskiptum stjórnvalda í Berlín og París, sem hafa víst ekki verið verri síðan a.m.k. á 6. áratugnum: 

Parallel Universes in Paris and Berlin Is the Franco-German Axis Kaput?

Það er meira að segja hugsanlegt, að augljós gagnkvæmur pirringur Hollande og Merkel á fundi leiðtoga aðildarríkja ESB sl. fimmtudag, eigi sinn þátt í verðfalli markaða undanfarinna 3. daga - en versnandi samskipti mikilvægustu leiðtogar evrusvæðis, boðar ekki gott fyrir lausnir á vanda evrunnar.

Skapar væntingar í þá átt, að vandræði Evrópu haldi áfram að toga niður heimshagkerfið, þar með framtíðartekjur helstu stórfyrirtækja.

European Stocks Decline to Seven-Week Low on Results

Dow Drops Most Since June Amid Disappointing Earnings

Stocks Tumble on Downbeat Earnings

Stocks Tumble, Oil Slides to Three-Month Low on Economy

Skemmtilegt krydd í tilveruna, var yfirlísing fjármálaráðherra Þýskalands, og aldrei þessu vant - er ég 100% sammála honum:

Euro Crisis Lull Schäuble Warns Worst Is Yet to Come

Það er ekki ólíklegt að aukinnar svartsýni um framhaldið hjá þeim sem eru að spá og spekúlera með verð hlutabréfa stórfyrirtækja, sé að hluta að rekja til hugsanlegrar aukinnar svartsýni um framhaldið á evursvæði - - eftir augljósan skort á samkomulagi á leiðtogafundinum á evrusvæði sl. fimmtudag.

Þó svo að RÚV hafi flutt mjög jákvæðar fréttir um útkomu þess fundar, sem af hafi mátt skilja að útkoma fundarins, hafi verið miklu mun jákvæðari - - en sú mynd sem blasir við er maður les erlenda fjölmiðla.

  • Málið er - - að framtíðarhagvaxtarhorfur í Evrópu og Bandaríkjunum eru afskaplega daprar.

Það er ekki bara vandræðum evrunnar að kenna að þær eru það - - en samfélög beggja vegna Atlantshafsins eru djúpt sokkin í skuldir eftir bankabólu sl. áratugar, en lakari hagvaxtarhorfur í Evrópu miðað við Bandaríkin, þó hagvaxtarhorfur í Bandaríkjunum séu þó ekki neitt stórfenglegar; þíða að lengri tíma mun taka fyrir samfélög Evrópu að hafa sig upp úr núverandi skuldavanda.

  • En til þess þarf hagvöxt- -það eru fá ef nokkur samfélög, hagsögulega séð, sem ná sér á strik úr skuldakreppu, samtímis og kreppa rýkir.
  • Yfirleitt er hagvöxtur forsenda þess, að sparnaðaraðgerðir skili árangri - og lækkun skulda í framhaldinu.

Þess vegna er það svo ógnvekjandi, hve hrikalega litlar líkur virðast á viðsnúningi til vaxtar í Evrópu, sérstaklega á evrusvæði.

Það þíðir að meiri líkindum en minni, að skuldakreppan að líkindum heldur áfram að ágerast - svo ég tek heilshugar undir með Wolfgang Schäuble, að það versta sé enn eftir.

 

Niðurstaða

Best að halda til haga að markaðir eru enn þrátt fyrir verulegt verðfall þ.s. af er þessari viku, hærra en þegar ástandið á evrusvæðis virtist sérdeilis dökkt í júlí. En verðfallið á WallStreet er það versta síðan í sl. júní. 

Í dag staðfesti einnig Seðlabanki Spánar að landið hefur verið í kreppu nú samfellt 3. ársfjórðunga. Og Mody's felldi lánshæfi 5 af héruðum Spánar þ.e. Katalóníu, Murcia, Andalucia,  Extremadura og Castilla La Mancha.

Ísland er þegar farið að finna fyrir kreppunni í Evrópu í því að fiskverð fara lækkandi, menn óttast í Noregi nú hrun á fiskmörkuðum, ekki síst vegna stóraukins framboðs á þorski ofan í vaxandi kreppu. 

Flest bendir til þess, að sagan haldi áfram með þeim hætti, að þó stefni í að evran hafi þetta ár af, þá verði 2013 ár enn stærri erfiðleika. En fókus verður áfram á lykilríkin Spán og Ítalíu, sem bæði eru í versnandi kreppu. Þau tvö verða að hafa það af, ef evran á að lifa af.

Ég reikna fastlega með dýpri kreppu á nk. ári en þetta ár, en þ.e. rökrétt afleiðing þess - að öll aðildarríki evru eru nú samtímis í niðurskurðaraðgerðum, ofan í samdrátt - sem nú nær yfir nærri öll aðildarhagkerfi evrusvæðis. Ekki öll, en þú eru nú mjög fá sem eru ofan við "0." Og fer fækkandi.

Sem væntanlega þíðir, að rökrétt - - ættu bréf frekar en hitt að lækka! Þ.e. hlutir fyrirtækja.

 

Kv.


Er aukið persónukjör í reynd sniðug hugmynd?

Til að forðast allan misskilning, þá var ég hér á landi er hrunið átti sér stað, hef upplifað umræðuna bæði rétt fyrir hrun, rétt eftir og síðan. Ég tók snemma eftir þessum mikla áhuga á hugmyndinni um "persónukjör" sem virðist njóta mjög víðtækra vinsælda ef marka má úrslit kosningarinnar um sl. helgi.

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum
til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
 Nei 
 Reykjavíkurkjördæmi suður82,0%18,0% 
 Reykjavíkurkjördæmi norður83,1%16,9% 
 Suðvesturkjördæmi81,5%18,5% 
 Norðvesturkjördæmi68,5%31,5%
 Norðausturkjördæmi68,6%31,4% 
 Suðurkjördæmi73,1%26,9%
 Allt landið78,4%21,6%

Það eru nokkur dæmi um persónukjör!

  • Prófkjör flokka - en merkilega nokk, þegar umræðan um aukið persónukjör gaus upp í kringum hrunið, þá samtímis gaus upp umræða sem var mjög andvíg "prófkjörum" taldi þau spillt. Þó eru "prófkjör" þau tilvik um "persónukjör" sem mest reynsla er á hérlendis.
  • Forsetakosningar á Íslandi, hafa alltaf verið "persónukjör." Hvernig það virkar sáum við mjög vel í síðustu forsetakosningum.
  • Biskupskjör er auðvitað "persónukjör."

 

Forsetakosningar eru að sjálfsögðu, líkasta tilvikið!

  • En í pakkanum í tengslum við hugmyndir um aukið persónukjör, er yfirleitt sú hugmynd að landið sé "eitt" kjördæmi, því séu þeir viðkomandi sem séu að bjóða sig fram - að bjóða sig fram fyrir landið allt.
  • Þá er það orðið mjög sambærilegt við forsetakjör - og því fylgja mörg vandamál að bjóða sig fram á landsvísu, sem eru töluvert umfram að bjóða sig fram innan eins kjördæmis í dæminu um prófkjör tiltekins flokks.
  1. Í síðustu forsetakosningum, sáum við þ.s. ég hef alltaf bent á sem galla persónukjörs á landsvísu, nefnilega að það höfðu einungis tveir frambjóðandanna raunverulega möguleika.
  2. Almenningur einfaldlega kýs ekki þann eða þá sem hann þekkir ekki, sem þíðir að þekktir einstaklingar hafa alltaf mjög mikið forskot - hvort sem það eru einstaklingar þekktir úr þjóðlífinu, fjölmiðlum eða að þeir eru þegar í embætti.
  3. Að kynna sig, sérstaklega ef sá eða sú er lítt þekktur, er afskaplega kostnaðarsamt.
  4. Þannig, að persónukjör á landsvísu er fyrst og fremst, fyrir þá sem þegar eru ríkir fyrir eða hafa ríka bakhjarla - - nema þeir séu þegar þekktir af almenningi fyrir.
  • Það eru því þekktir úr fjölmiðlum, hugsanlega geta komið til greina einhverjir sem eru þekktir úr félagsstarfi ef það hefur nægilega verið mikið í fjölmiðlum, og ríkir eða með sterka bakhjarla.
  • Ef við ímyndum okkur, að einhvern veginn væri unnt að takmarka aðgang peninga, þá detta þeir ríku út og ríku bakhjarlarnir, eftir verða sjónvarpsstjörnur eða aðrir landsþekktir fjölmiðlamenn, eða aðrir landsþekktir sem koma nægilega títt fram í sjónvarpi, síðan þeir sem fyrir eru í embætti.
  • Þeir sem ekki eru þekktir fyrir - þeir sem ekki hafa peninga - þeir sem ekki hafa sterka bakhjarla, þeir eða þær, virðast ekki eiga raunhæfa möguleika.

Hvernig aukið persónukjör, á að stuðla að minni spillingu - - er mér hulin ráðgáta!

 

Alvarlegir galla!

Þær hugmyndir sem ég hef heyrt, snúast fyrst og fremst um að veikja núverandi stjórnmálaflokka, þ.e. svokallaðan 4 flokk. Sem menn segja spilltan, jafnvel líkja við krabbamein.

Hugmyndin, að unnt sé að kjósa í persónukjöri þvert á flokka, virðist fyrst og fremst, snúast um að leitast við að veikja jafnvel brjóta upp, þá núverandi starfandi flokka. Sem taldir eru tálmi eða hindrun.

Þetta er dálítið öfug hugsun við þá sem tíðkast á Norðurlöndum, þ.s. stjórnmálastarf innan flokkanna er álitið mjög mikilvægur þáttur í lýðræðinu - og þ.e. skv. þeirra fyrirmynd, sem flokkarnir fá ríkisstyrki.

  • Pælið aðeins í þessu - - ef þ.e. svo, að einstaklingar sem bjóða sig fram fyrir flokkana, vita af því að unnt er að velja þvert á lista.
  • Þá munu þeir, auglýsa sig upp - sjálfir persónulega.
  • Sem þíðir, að ofan á auglýsingaflóðið frá flokkunum sjálfum, rétt fyrir kosningar.
  • Mun koma annað auglýsingaflóð, frá þeim sem eru að bjóða sig fram fyrir flokkana - eru að kynna sínar eigin persónur og sjónarmið. 
  • Það mun að sjálfsögðu, auka mjög kostnað einstaklinga sem eru að bjóða sig fram, í reynd útiloka alla þá sem ekki eru í álnum persónulega - eða hafa sterka að.
  • En þ.e. í reynd gersamlega útilokað, að hindra aðila í því að auglýsa sig - með miklum kostnaði, en mjög auðvelt er að komast framhjá takmörkunum þeim sem gilda lögum skv. Tja, fáðu einfaldlega styrktaraðilann til að kaupa auglýsingar fyrir eigin reikning - þannig að sá reikningur fer aldrei í bókhald frambjóðandans. 
  • Þetta stuðlar þá að "stjörnupólitík." Eða "celebrity politics."

Ég held að pólitík fengi mun meiri elítustimpil á sig! Þvert á þ.s. margir halda!

 

Ég held að aukið persónukjör sé óþarft!

Í dag þarf sjálfsagt töluvert hugrekki til að segja þetta, miðað við kosningaúrslitin að ofan. En málið er, að ef tillagan um nýja stjórnarskrá nær fram að öðru leiti. Hefur almenningur, svo stórfellt aukin tækifæri til aðhalds að stjórnmálum, þ.e. :

  1. Getur krafist þjóðaratkvæðagreiðsla.
  2. Getur lagt mál fyrir þingið.
  3. Getur áfram, sent bænaskjöl til forseta.

Ég vil meina, að þessar 3 leiðir - séu nægilegt aðhald á milli kosninga sem áfram eru á 4 ára fresti!

Þar að auki, tel ég að það framkalli margvíslega galla! Sé í reynd ekki til bóta!

 

Niðurstaða

Mig grunar að fjölmargir hafi ekki íhugað það af mikilli dýpt, hverjir kostir vs. ókostir aukins persónukjörs eru. Líklega er mjög stór þáttur í vinsældum þessarar hugmyndar, hve stjórnmál og stjórnmálamenn eru í dag óvinsælir og njóta lítils trausts. Sú hugmynd, að unnt væri að kjósa fólk "framhjá flokksræðinu" virðist í fljótu bragði "aðlaðandi."

Þ.e. einmitt þ.s. mig grunar - að vinsældir þessarar hugmyndar markist einna helst, af óvinsældum núverandi stjórnmálamanna, frekar en því að fólk sé í alvöru að halda að sé svo sniðugt fyrirkomulag.

Kannski sú hugsun, að það geti ekki verið verra! En ég vara einmitt við slíkri hugsun - - þ.e. alltaf mögulegt að fara úr öskunni í eldinn!

 

Kv.


Tillaga að sanngjarnri málamiðlun um atkvæðavægi!

Kosningaúrslit helgarinnar ættu öllum að vera kunn - Nýjustu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslu - þeir sem mættu á kjörstað samþykktu umvörpum tillögu Stjórnlagaráðs, sjá - Frumvarp til stjórnskipunarlaga - af einstökum spurningum er þó ljóst að deila um atkvæðavægi er greinileg, þegar farið er yfir úrslit eftir kjördæmum um þá spurningu.

Ákveðin hætta er á að þeir sem telja að "atkvæðavægi" skuli vera jafnt - - líti svo á að rétt sé að láta kné fylgja kviði, keyra málið í gegn.

Gallinn við slíka nálgun, er að það mun framkalla mjög örvæntingarfulla andstöðu, landsbyggðarmanna sem óttast, að meirihlutinn á SA-horninu, muni í framtíðinni keyra yfir þeirra hagsmuni.

Í stað þess að umræðan um Stjórnarskrármálið verði málefnaleg, getur hún í staðinn farið í sambærilegt örvæntingarfullt karp, og deilan um "icesave."

 

Tillaga að málamiðlun!

  1. Mín tillaga er að Alþingi komi saman í tveim deildum, önnur landskjörin en hin kjördæmakjörin.
  2. Flokkar bjóði fram landslista annars vegar og kjördæma-lista hins vegar.
  3. Flokkur megi ef hann kýs svo, bjóða aðeins fram annað hvort.

Einhverjir muna ef til vill að Alþingi áður fyrr kom saman í tveim þingdeildum, efri og neðri. Það var vegna þess, að lengi framanaf 20. öld var mismunandi kosningafyrirkomulag. En smám saman hvarf sá munur, eftir því sem tvímenningskjördæmi og einmennings, voru afnumin. Og mun stærri með hlutfallskosningarfyrirkomulagi voru tekin upp í staðinn. 

Þegar það kom saman í tveim deildum, þá var það þannig að hvor deild tók hvert mál í 3 umræður. Síðari árin, voru seinni 3 eiginlega meir formsatriði en að miklum tíma væri í þær varið.

Það að auki þíddi, að sambærilega málefnanefndir sátu í báðum deildum. Í minni tillögu, mun að auki þurfa til "samstarfsnefnd" beggja deilda. Eins og í Bandaríkjaþingi.

  • Ef Alþingi kemur aftur saman í tveim deildum skv. ofangreindri tillögu, þá aftur verða mál rædd í hvorri deild - - sem auðvitað þíðir að umfjöllun um mál tekur meiri tíma.
  • Fræðilega getur það skilað því að meira sé vandað til mála, að síður sé verið að keyra mál í gegn lítt eða jafnvel nærri því alveg án umræðu. 
  • Með því að þingið sé skipað með þeim hætti sem tillaga mín gerir ráð fyrir, þá getur landsbyggðin áfram komið sínum málum að - a.m.k. í annarri deildinni.
  • Meðan, að sjónarmið þéttbýlisins verða mjög ríkjandi í hinni.
  • Samstarfsnefnd deildanna, jafnar síðan deilur - - ef upp koma.

 

Niðurstaða

Ég held að tillaga mín sé sanngjörn málamiðlun milli ítrustu sjónarmiða um jöfnun atkvæða og milli sjónarmiðsins sem vill viðhalda kjördæmafyrirkomulagi, og ójöfnu atkvæðavægi.

Það eru rök fyrir því, að ef Alþingi kemur saman í einni deild sem sé landskjörin, verði mjög hallað á "sérhagsmuni" landsbyggðarfólks.

Að auki má benda á, að kjör landsbyggðarfólks eru almennt ívið lægri en fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Það hallar að auki á byggð víða á landsbyggðinni.

Með öðrum orðum, það eru rök fyrir "extra" tillitsemi, á þeim grundvelli að landsbyggðin eigi undir högg að sækja, þurfi "vernd."

---------------------------

Með því að önnur deildin sé landskjörin, þá verða mál ekki að lögum. Nema, að sjónarmið séu jöfnuð. Þannig, að hvorugur hópurinn getur valtað yfir hinn.

Heldur, verður þá að leysa deilur með málamiðlunum.

En það ætti einmitt, að leiða smám saman til þess, að skilningur á þörfum hvors hópsins fyrir sig, ætti að vaxa hjá báðum hópum. 

Ætti í reynd smám saman, að kveða þær deilur niður, leiða til sáttar milli aðila.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband