Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017

Fulltrúar ESB og Afríkusambandsins funda - vegna krísu í samskiptum í kjölfar afhjúpunar á skipulagðri þrælasölu í Líbýu á afrísku flóttafólki

Afhjúpun CNN fyrir tveim vikum, hefur valdið töluverðu uppnámi - mótmæli hafa farið fram í nokkrum fjölda Afríkulanda og í sumum Evrópulöndum, í grennd við sendiskrifstofur Líbýu.
Afrískar þjóðir einnig hafa sakað aðildarþjóðir ESB um að eiga þátt í því að skapa þann vanda!

Frægt Videó CNN er sýnir þrælasölu!

Þetta Videó hefur beint sjónum að afskaplega illri meðferð sem flóttafólk lendir í - sem streymir frá fátækum löndum yfir Sahara auðnina. En gjarnan á það flóttafólk í viðskiptum við margvíslega glæpahópa, sem beita flóttafólkið oft á tíðum - óskaplegu harðræði.
--Skipulögð þrælasala virðist hafa viðgengist um einhverja hríð.

Guardian sagði fyrst frá þessu í apríl: Migrants from west Africa being ‘sold in Libyan slave markets’

Fréttaveitan CNN hefur fjallað um málið í nóvember: People for sale

Libya opens investigation into slave auctions following CNN report

  1. Tveggja daga ráðstefna fulltrúa ESB og fulltrúa Afríkusambandsins fór fram í þessari viku - sat Donald Tusk m.a. fyrir ESB.
  2. Miðað við frétt, er talað um að búa til sameiginlegar liðssveitir - til að bæta öryggi flóttafólks á leiðinni yfir Sahara - halda aftur af glæpahópum.
  3. En á hinn bóginn, þó það minnki hugsanlega harðræði flóttafólksins - þá vart er það endanleg lausn; en áætlað er að milli 700.000 - 1.000.000 afrísks flóttafólks sé í Líbýu nú.
    --Langsamlega fæst af því á raunhæfa möguleika á að fá að fara til Evrópu.

EU's Tusk: Africa, EU must cooperate to end 'horrifying' migrant abuses

U.N. welcomes move by Libya to help find refugee solutions

Erfitt er að koma á nokkra lausn á þessum vanda, en ef öryggi flóttafólksins á leiðinni er bætt - þá væntanlega fjölgar þeim frekar er komast til Líbýu.

Á sama tíma, er ESB að borga líbýskum strandgæslubátum fyrir að hindra flóttafólk í því að leita út á haf - síðan sl. sumar hafa líbýskir strandgæslubátar ítrekað rekið flóttabáta aftur að landi.

Hinn bóginn, er erfitt að sjá það sem einhverja endanlega lausn, að breyta Líbýu í risastórar - flóttamannabúðir.

Þó svo að ESB mundi borga verulega fyrir uppihald - þá mundi aðstreymið smám saman leið til þess, að flóttafólkið mundi telja margar milljónir.

  • 6,3 milljónir íbúa bjuggu í Líbýu fyrir upphaf átaka þar 2011.

Þegar það er haft í huga, þyrfti ekki endilega mjög mörg ár til þess, að Afríkumenn frá löndum sunnan Sahara - gætu orðið fjölmennari en Berbar og Arabar er búa í Líbýu - jafnvel samanlagt.

Væntanlega þarf þá að skipuleggja - nauðungaflutninga til baka til heimalands.

En vart sætta Líbýumenn sjálfir sig við það - að fólk frá löndum sunnan Sahara taki landið yfir.

Og ekki vilja Evrópumenn heldur taka við þessu fólki.

 

Niðurstaða

Það er alls enginn vafi að mjög margir Afríkubúar sem leita yfir Sahara í von um betra líf í Evrópu, hafa átt mjög grimm örlög. Óþekktur fjöldi bera beinin ár hvert einhvers staðar í Sahara sjálfri - þ.e. eru annað af tvennu myrtir af smyglurum eða látast af margvíslegum öðru harðræði á þeirri leið. Vitað hefur verið um nokkurt skeið að loksins er þeir koma til Líbýu er Afríkufólkið leiksoppar miskunnarlausra smyglara -- en CNN er fyrsti fréttamiðillinn til að afla skýrra sannana fyrir skipulagðri þrælasölu á vegum smyglhringja.

Þeir Afríkumenn sem leita Norður í veikri von um betra líf. Eru sennilega einn af þeim flóttaamannahópum í heiminum er á fæsta möguleika. En á sama tíma og ekkert stopp er sjáanlegt í aðstreymi bláfátækra efnahagsflóttamanna yfir auðnina. Þá fer afstaða Evrópumanna gagnvart efnahagsflóttamönnum - sífellt harðnandi.

Tæknilega er auðvitað unnt að skipuleggja nauðungaflutninga aftur til baka til heimalands - svo fremi að heimalönd samþykki móttöku þeirra. Í því samhengi blasi sennilega við að ESB aðildarlönd eiga þá fáa kosti aðra - en að lofa þeim löndum umtalsverðum peningum. Til að tryggja að þau taki sína landa aftur til baka.

En það eina sem virðist fullkomlega öruggt - sé að vandinn muni valda ESB aðildarríkjum miklum kostnaði í framtíðinni. M.ö.o. þau líklega þurfi að múta Líbýu til að stoppa áfram flóttafólk frá því að halda út á Miðjarðarhaf. Á sama tíma líklega þurfi ESB síðan að múta einnig heimalöndum flóttafólks - til að taka aftur við því flóttafólki til baka. Fyrir utan það, að ESB líklega þarf að fjármagna alla umsýslu og uppihald aðstöðu í tengslum við þetta flóttafólk - innan Líbýu.

En hafandi í huga vaxandi andstöðu innan aðildarlanda ESB gagnvart móttöku efnahagsflóttamanna frá fátækum löndum -- sé líklega fátt annað í stöðunni fyrir aðildarríki ESB; en að kyngja þessum framtíðar kostnaði.

 

Kv.


Norður-Kóreu virðist hafa tekist að þróa eldflaug er getur náð til allra borga í Bandaríkjunum eða allra borga í Evrópu

Skv. bandarískum stjórnvöldum var flauginni skotið frá héraði rétt sunnan við Pyongyang kl. 18:17 GMT. Það þíðir 17 mínútum yfir 6 skv. íslenskum tíma þ.s. miðtími er notaður hér.
Flaugin er áætluð hafa flogið ca. 1000km. áður en hún féll í Japanshaf, en í stað þess að fljúga yfir Japan í gennd við Sapporo eins og flaug skotið var 15. sept sl., virðist hún hafa fylgt ferli sem leiddi til hærri hámarks flughæðar en áður hefur sést, sbr:

North Korea launches new high-altitude missile

North Korea fires ICBM, splashes in Sea of Japan

James Mattis - "It went higher, frankly, than any previous shot they’ve taken," - "It’s a research and development effort on their part to continue building ballistic missiles that could threaten everywhere in the world basically."

Eins og sést skv. áætluðum endapunkti - hefur hærri ferill þítt að flaugin endaði í Japanshafi, áður en hún náði að Japansströndum.
Ég verð að gera ráð fyrir að NK - hafi vísvitandi ákveðið að taka ekki að nýju áhættuna af því, að flaugin mundi fljúga yfir Japan eins og flaugin er skotið var upp í september.

https://ichef.bbci.co.uk/news/624/cpsprodpb/7841/production/_90658703_north_korea_hwanghae_missile_mapv2.jpg

Þessi flaug er virðist þar með mun öflugri en flaugin sem skotið var 15. sept sl.

Skv. nýjum fréttum var flughæð flaugarinnar yfir 4000km - NK segir 4.750km. Þ.e. miklu hærra en lægsta svokölluð - brautarhæð þ.s. gerfihnettir geta svifið í geimnum. Í sept. náði flaug rúmlega 3000km. en flaug nokkru lengra.

Fyrst að hún féll samt niður, eins og sú fyrri - var hún ekki á nægum hraða til að ná á sporbraut. flaugin frá sept. var metin geta farið í ca. beinni línu nærri 6000km.

En nú er sagt að hin nýja flaug hafi hámarks fluglengd upp á 13þ.km.

North Korea says new ICBM puts U.S. mainland within range of nuclear weapons

Takið eftir hversu langt flaug er fer 6000km. dregur og síðan flaug er fer 10þ.km.

https://cdn.images.express.co.uk/img/dynamic/78/590x/secondary/North-Korea-news-Hawaii-missile-range-how-far-attack-1030028.png

Eins og sést vantaði síðast ca. 2000km. upp á drægið til að slík flaug mundi tæknilega ná til A-Evrópu. Hin nýja flaug virðist vera öflugari og hafa haft verulega lengra drægi.

En NK þarf flaug með 10þ.km. drægi til að ná Bandar. almennilega -- ef nýja flaugin hefur 13þ.km. drægi þá sannarlega tæknilega nær hún öllum helstu borgum Bandar. og sama gildi þá einnig um Evrópu. Slík flaug næði einnig tæknilega til Íslands.

  • Eins og sést á kortinu, dekka varnarflaugar NATO í Póllandi og Rúmeníu þessa hættu töluvert vel.

Val NATO á staðsetningu í þeim löndum, virðist vel valið ef marka má kortið.

  • En alls ekki er unnt að útiloka að NK - nái síðar meir að þróa slíka stærri eldflaug.

Ef þetta er allt rétt virðist NK-hafa náð markmiðum sínum í eldflaugatækni.
Þó enn sé ekki vitað hvort NK-hafi tekist að þróa "reentry vehicle."

Ég leyfi lesendum að ráða í viðbrögð Donalds Trumps.
En ég ætla ekki að gíska á hvað hann nákvæmlega meinti.

Donald Trump: "We will take care of it," - "It is a situation that we will handle."

--Nú eru mjög margir með getgátur hvað hann akkúrat meinti.
--Þ.e. auðvitað til þekkt bandarísk ensk merking á hugtakinu "I'm gonna take care of it."
En óvíst að hann hafi meint þetta akkúrat þannig.

 

Niðurstaða

Kom Jong Un sýnir bersýnilega að hann ætlar ekki að láta hertar refsiaðgerðir - sem m.a. Kína stjórn tekur þátt í -- stöðva þróun langdrægra eldflauga. Ekki er enn vitað hvort NK hefur tekist að þróa svokallað "reentry vehicle" þ.e. geimhylki utan um kjarnaodd með hitaskjöld - til að forða því að kjarnasprengjan brenni upp á leið inn í gufuhvolfið. En slík eru forsenda þess að langdrægar flaugar er fara alla leið upp í geim - geti flutt kjarnasprengjur alla leið til skotmarks þúsundir km. í burtu.

Hinn bóginn þurfa skammdrægar flaugar ekki slíkan búnað - þ.e. þær fara aldrei það hátt að þær yfirgefi alfarið andrúmsloftið -- þá dugar "aerodynamic fairing" væntanlega. Þannig að NK getur þá væntanlega beitt kjarnavopnum með notkun skammdrægra flauga er mundu t.d. ná um allan Kóreuskaga, og hugsanlega eitthvað inn fyrir landamæri Kína - tæknilega séð.

Þetta þíði að - innrás í NK sé líklega útilokuð. Þ.s. NK mundi örugglega ekki hika að beita kjarnavopnum gegn sérhverri innrás, þó það kostaði marga borgara eigin lands lífið.
--Óvíst að Bandaríkin geti tryggt örugga eyðingu kjarnavopna NK - með lofthernaði.
--En skammdrægar flaugar er unnt að fela víða, þær geta auk þess verið í einhverjum þeirra fjölmörgu neðanjarðarbyrgja sem stjórnvöld NK hafa byggt í gegnum árin.
--Það væri rökrétt af NK að dreifa sprengjuberandi slíkum flaugum á a.m.k. nokkra staði. Til að lágmarka líkur á að allar væru eyðilagðar.

Ég held þar með að mjög miklar líkur séu á að NK-mundi geta beitt kjarnavopnum gegn innrás.

Þ.s. innrás sé líklega óhugsandi - þá sé erfitt að sjá hvað mikið meira sé unnt að gera, í tilraunum til að stöðva NK.

  • En ólíklegt virðist að Kínastjórn sé tilbúin að taka áhættu á hugsanlegu falli stjórnarinnar í Pyongyang - innanfrá ef aðgerðir væri hertar frekar.
  • En, ef átök mundu hefjast innan valdastéttar NK - er ekki hægt að útiloka beitingu kjarnavopna.

Geislun gæti þá borist til Kína með vindum og valdið miklu tjóni.

 

Kv.

 
G
M
T
      
 
 
 
Text-to-speech function is limited to 200 characters

Bandaríski landbúnaðurinn virðist stefna á stórfellda róbótvæðingu, er fækka mun mjög landbúnaðarstörfum - sem viðbrögð við stefnu Donalds Trumps

Ástæðan fyrir þessu virðist vera harkan gegn ólöglegum innflytjendum sem Donald Trump hefur innleitt - en víða í Suður-ríkjum Bandaríkjanna, og öðrum ríkjum nærri landamærum við Mexíkó; hafa ólöglegir innflytjendur verið allt að 70% vinnandi handa við tínslu á ökrum.

  1. "The number of people caught trying to enter the United States illegally from Mexico dropped almost 60 percent between February and May compared the same period last year, according to government figures."
  2. "Between late January to early September, the number of individuals arrested in the interior of the country by U.S. Immigration and Customs Enforcement (ICE) rose almost 43 percent over the same period in 2016. "
  3. "In addition, Republican lawmakers in Congress have introduced legislation that would require all employers to check social security numbers against federal databases to ensure their workers are in the country legally, something that is now voluntary in all but a handful of states."
  • ""I get calls on a daily basis and it typically starts with, ‘I don’t want to deal with this labor headache any more’," said Fried, sales manager for Lely North America, which makes robotic dairy milking and feeding systems."

Skv. frétt Reuters: As Trump targets immigrants, U.S. farm sector looks to automate.

Þá virðist landbúnaðargeirinn vera að snúa sér að sjálfvirknivæðingu starfa - stefnan þá að sjálfvirknivæða eins mikið og mögulegt er.

Við erum auðvitað þó að tala um atburðarás er mun taka tíma -- það kemur líklega eitthvert tímabil, sem fyrirtækin í landbúnaðargeiranum og bændur - munu ráða til sín fleiri bandaríska verkamenn.

En gegnt verulega hærri launum - og samtímis dembist yfir eftirlits-kostnaður þ.s. regulega sé gert ráð fyrir að fyrirtækin og bændur þurfi að sanna fyrir yfirvöldum að verkafólk í störfum hjá þeim - hafi atvinnu- og dvalarleyfi, eða séu ríkisborgarar.

En til lengri tíma litið - segjum nk. 10 ár.
Þíði þetta sennilega raunverulega stórfellda fækkun starfa við landbúnaðarvinnslu innan Bandaríkjanna.
--Þannig að svar fyrirtækjanna við stórfellt auknum launakostnaði, verði að útrýma vinnandi höndum með róbótískum tækjum sem fyrirtækin og bændurnir geta.

  1. Ég hef ítrekað bent á að þetta sé sennilegasta afleiðing stefnu Trumps - að loka á aðstreymi ódýrs vinnuafls.
  2. Ásamt tilraunum hans að færa störf og verksmiðjur til Bandaríkjanna.
  • Að stuðla að auknum hraða á sjálfvirknivæðingu starfa!

M.ö.o. að miklu mun færri störf líklega skapast til lengri tíma við þetta brambolt en Trump og stuðningsmenn halda.

 

Niðurstaðan

Ég ítreka eina ferðina enn - þá ábendingu að hin raunverulega ógn við framleiðslustörf. Sé sjálfvirknivæðing - sem sé í hröðum vexti.
--Ódýra vinnuaflið á ökrunum á landbúnaðarsvæðum Sunnanlega í Bandaríkjunum, hafi líklega -- ekki haft raunverulega þau áhrif helst að útrýma bandarískum störfum; eins og gjarnan hefur verið haldið fram.
--Heldur frekar haft þau megin áhrif, að fresta sjálfvirknivæðingu þeirra tilteknu framleiðslustarfa.

Þannig að nú þegar fyrirtækin eru svipt hinu ódýra vinnuafli - bregðast þau rökrétt við stórfellt auknum fyrirsjáanlegum launakostnaði - nú þegar öld sjálfvirknivæðingar er þegar í startholum, með því að flýta til muna áformum um sjálfvirknivæðingu!

Líklega ef fyrirtæki yrðu að færa framleiðsluna heim frá útlöndum--mundu nýju verksmiðjurnar vera með afar háa prósentu sjálfvirkni. Til þess að spara launakostnað.

Þetta er vandinn við stefnu Trumps - að hún hittir á tímabil, þegar sjálfvirknivæðing er þegar í hröðum vexti!

Líkur eru á að sjálfvirknivæðing þurrki út langsamlega flest framleiðslustörf á nk. 20-30 árum.

--Hugmyndir Trumps um að færa störfin heim -- séu einfaldlega fallnar á tíma.

 

Kv.


Brúnkol skaffa enn 24% af raforku Þýskalands, steinkol 17% - enn stefnt af lokun kjarnorkuvera

Sá þessa umfjöllun á vef Der Spiegel: Can Germany Break Its Lignite Habit?. Þar sem þess er spurt hvort Þýskaland geti hætt að nota brúnkol.

Brúnkolavinnsla veldur óskaplegum umhverfisskaða!

Photo Gallery: A Painful Exit from Brown Coal

Eins og sést á myndinnil, er stórvirkum moksturstækjum beitt, sem skófla brúnkolunum upp úr jarðlaginu - eftir að mokað hefur verið niður á brúnkolalagið.

Áður en þetta gert, þarf svæðið að hafa verið rækilega þurrkað - þ.e. vatn leitt á brott. Sú aðgerð að sjálfsögðu er ákaflega skaðleg náttúrunni -- sjá tilvitnun í grein Spiegel:

"RWE was permitted to pump ground water from hundreds of square kilometers in the Rhineland to make way for its open-cast mines. This caused enormous damage to the landscape in the form of fissures, sinkholes and erosion." - " No one knows what will happen if the water level rises again in 20 or 30 years. Some experts fear that entire stretches of land, including villages, could be flooded."

Þegar grunnvatnið er leitt í burtu - eðlilega súnkar jarðvegurinn saman. Ef um mjög djúp jarðvegslög er að ræða - geta sjáanleg ummerki verið töluverð.

Þessi vinnsla er enn stórfelld:

"And each year, 170 million tons of brown coal are mined in Germany...." - "Even the most modern lignite power plants only have an efficiency rate of just over 40 percent. Older plants from the 1970s and 1980s, many of which are still in operation, only reach rates of around 30 percent."

Brennsla brúnkola er afar óskilvirk - orkulega séð, og skilur eftir sig mikla mengun.

Síðan er rafmagnið frá brúnkola-orkuverunum selt á lægra verði en orka frá orkuverðum er brenna gasi - brennsla sem mengar hlutfallslega mun minna; sem þíðir að brúnkolavinnslan a.m.k. miðað við núverandi verð - hindrar uppbyggingu gasvera er áttu að brúa bilið meðan skipt væri yfir í - endurnýjanlega orkuvinnslu.

"The electricity it produces exerts downward pressure on prices and makes natural gas-fired power plants unprofitable. Natural gas, though, was supposed to bridge the gap until a functioning system for renewables, including distribution and storage, could be established."

Umhverfisverndarsinnar mundu að sjálfsögðu svara þessu þannig - að greinilega sé óskaplegur umhverfis-kostnaður brúnkolavinnslu - ekki lagður á orkufyrirtækin er brenna brúnkolum.

Ef svo væri, mundi verð á rafmagni frá brúnkolaverum - vera það allra dýrasta.

Tvö fyrirtæki með öflug pólitísk ítök, og tvö héröð í Þýskalandi háð brúnkolavinnslu - beita ítökum sínum til að stoppa tilraunir til að binda endi á þessa vinnslu.

"The two firms combined employ 17,000 people and are fighting hard for the right to continue mining coal." - "...the Lausitz region and Leag in eastern Germany."

  1. Þetta eru héröð þ.s. AdD flokkurinn nýverið vann stóran pólit. sigur.
  2. Þ.s. að kostnaður við endalok brúnkolavinnslu er óskaplegur - en skv. lögum þarf að færa landið aftur í fyrra horf; sem augljóslega kostar óskaplega fjármuni.
  3. Og niðurlagning vinnslunnar mun kosta störf.

Þá er augljóst með hvaða hætti AfD mundi beita sér.

"The AfD immediately went on the attack, shrieking: "Saxony's CDU sells Lausitz jobs and demands money from the taxpayers!" Jörg Urban, the head of the AfD group in the Saxony state parliament, said the state would soon be "a new, regional poorhouse with no future, but a lot of wolves.""

Flokkur sem amast ekki við nýnasistum meðal eigin raða - á sennilega ekki í vandræðum með, að leiða hjá sér óskaplegan umhverfis-kostnað í því falinn; ef brúnkolavinnslu er fram haldið.

Fyrir utan ef hún heldur áfram, klárlega mun Þýskaland ekki geta dregið verulega úr útblæstri koltvíyldis - eins og er fyrirhugað.

  • En ástæðan fyrir óskaplegum kostnaði við stöðvun vinnslu - er auðvitað vegna þess gríðarlega inngrips í náttúrulegt umhverfi sem vinnslan veldur - auk mikils skaða á landinu sjálfu þ.s. vinnslan fer fram.

Til viðbótar þessu bætist - að RWE orkufyrirtækið er að nota tekjur af brúnkolavinnslunni - til að fjármagna kostnað við lokun kjarnorkuvera í sinni eigu.

"...profits from brown coal plants have already been earmarked to finance the phase-out of nuclear power. If those plants are shut down, the state would then not only have to pay for the reclamation of the open-cast mines but also for the expensive demolition of the nuclear power stations."

Þetta sýnir eina ferðina enn - hversu yfirmáta heimskuleg aðgerð það var hjá Merkel, að fyrirskipa lokun kjarnorkuvera.

Þvert á móti hefði átt að fjölga kjarnorkuverum - - eða a.m.k. halda þeim gömlu gangandi þangað til að kjarnaofnarnir væru úr sér gengnir.

--Þá hefðu kjarnorkuverin getað staðið til að brúa bil, meðan fókusað væri á að taka úr orkuvinnslu er brennir kolefna-eldsneyti.

  1. En í staðinn, þarf Þýskaland að fjármagna hvort tveggja samtímis.
  2. Loka kjarnorkuverunum og loka brúnkolavinnslunni.
  3. Til viðbótar auðvitað, að afnema vinnslu steinkola.

Áherslan á að loka kjarnorkuverunum - kom í kjölfar kjarnorkuslyss í Japan!

En sambærileg atburðarás þeirri er þar varð, er einfaldlega fullkomlega útilokuð í Þýskalandi.
M.ö.o. hvað gerðist í Japan - gaf í engu til kynna að þýsk kjarnorkuver væru hættulegri en menn áður héldu.

  1. Í Japan varð 9,5 Richter skjálfti - einn sá öflugasti er hefur mælst. Þýskaland á sama tíma er ekki jarðskjálfasvæði -- litlir skjálfar verða öðru hvoru. Sem í engu ógna byggingum.
  2. Japanska kjarnorkuverið stóð samt af sér skjálftann - en það stóð ekki af sér risaflóðbylgju er skjálftinn orsakaði.
  3. Þ.s. japönsku kjarnorkuverin eru við sjávarströnd vegna þess að Japan skortir stór vatnsföll, þannig að vatnskæld kjarnorkuver þar hafa verið reist meðfram sjó.
  4. Hinn bóginn eru þýsku kjarnorkuverinn inni í landi - þ.s. þýskaland hefur stór vatnsföll. Fyrir utan að svo stórar flóðbylgjur geta líklega ekki orðið við sjávarströnd Þýskalands.

Lokun kjarnorkuveranna verður mjög dýr - þann kostnað þurfti ekki að taka nærri strax. Þau gátu enn starfað a.m.k. 20 ár til viðbótar - jafnvel 30.

Þýskaland virðist standa frammi fyrir tveim kostum - þ.e. að leggja kostnaðinn á skattgreiðendur, í gegnum beina skattlagningu.

Eða að leggja kostnaðinn í orkuverð - er þíddi óskaplegan háan orkureikning.

Þegar Þýskaland glýmir við hægri sinnaða pópúlisma bylgju - væri greinilega ósnjallt að stórfellt hækka orkureikninga almennings.

 

Niðurstaða

Ég er alls ekki að tala gegn því að Þýskaland skipti yfir í endurnýjanlega orkugjafa - þrátt fyrir mikinn kostnað við þau umskipti. Enda sé umhverfis-kostnaður brúnkolavinnslu sérstaklega hennar óskaplegur augljóslega, einnig án þess að íhuga gríðarlega koltíyldismengun brúnkolavera.

Hinn bóginn, séu öll vandamálin að hrannast upp í einu - þ.e. vegna heimskulegrar ákvörðunar Merkel, að loka kjarnorkuverum - er gátu verið starfandi a.m.k. 20 ár til viðbótar; og þjónað því hlutverki að brúa bil innan orkukerfisins. En kostnaður við lokun þeirra hlaut alltaf að vera mikill - þann kostnað mátti bíða með að takast á við.

Þess í staðinn, er Þýskaland að takast á það samtímis - kostnaðinn við lokun kjarnorkuveranna og kostnaðinn við endalok, steinkola- og brúnkolavinnslu.

  1. Þessi kostnaður hlýtur að detta nú loks inn á þessu kjörtímabili.
  2. Þ.s. útlit virðist nú fyrir samsteypustjórn aftur milli Kristilegra Demókrata og þýskra krata -- eftir að í kjölfar gríðarlegs þrýstings frá atvinnulífinu, Schultz formaður krata samþykkti að skoða slíka samsteypustjórn.

Klárlega munu andstæðingar hægra megin við stjórnina, hamast á henni út af kostnaðinum.
Mun litlu skipta hvor leiðin verði farin - nema að ef stjórnin hræðis meir AfD en Frjálsa Demókrata, væri rökréttara að leggja kostnaðinn beint á skattgreiðendur.
--Enda AfD að fá mörg atkvæði þeirra sem eru ósáttir við sitt hlutskipti.
--Að stórfellt hækka orkuverð til almennings, mundi alveg örugglega skila enn fleiri atkvæðum til AfD, auk þess sennilega smætta aftur kjörfylgi stóru flokkanna.

Þó að sannarlega verði skattahækkanir líklega ekki vinsælar heldur - grunar mig að það sé skárri lendinging af tveimur slæmum.

 

Kv.


Sérfræðingar telja gríðarlega hættu á kjarnorkustríði fyrir mistök - fylgja langdrægum landeldflaugakerfum Rússlands og Bandaríkjanna

Ábending sérfræðinganna - vísar til langdrægra eldflauga sem varðveittar eru í sérhertum sílóum. Eða með öðrum orðum - flaugar sem alltaf eru á sama stað.
Vandinn er sá að mati sérfræðinganna, að kjarnorkuveldin tvö rökrétt - ef þau óttast kjarnorkuárás í gangi, munu líta svo á að þessi tilteknu eldflaugakerfi verði fyrir árás strax.
Vegna þess að staðsetning þeirra er þekkt, og líklega álitið heppilegt að eyðileggja flaugarnar meðan þær enn eru í sílóunum.

Special Report - Nuclear strategists call for bold move: scrap ICBM arsenal

  1. Vandinn í því er hve skammur ákvörðunartíminn er:
    "Bruce Blair, a Princeton specialist on nuclear disarmament who once served as an ICBM launch control officer, says the president would have at most 10 minutes to decide whether to fire America’s own land-based ICBMs at Russia." - ""It is a case of use or lose them," Blair says."
  2. Í tilviki Rússlands sé ákvörðunartíminn enn styttri - því Rússland í dag skorti svokallaða "early warning" gerfihnetti og þurfi því að treysta á radarstöðvar sem sjá ekki flaugarnar fyrr en þær fara yfir á sjóndeildarhring þeirra, meðan Bandaríkin með sína gerfihnetti sjái flaugarnar um leið og þeim er skotið á loft í Rússlandi:
    "The United States has about 30 minutes from the time of warning to assess the threat and launch its ICBMs. Russia for now has less, by some estimates only 15 minutes."
    --Það fara augljóslega verðmætar mínútur í súginn í það að ná sambandi við hæstráðendur.
    --Þess vegna tala menn um það að forseti Bandaríkjanna, hafi líklega ca. 10 mínútur, þó bandarískir hnettir sjái flugarnar um leið og þeim er skotið, og flugtími sé 30 mínútur.
    **Skv. því hefur Pútín nánast engan raunverulegan tíma.

Það sé þessi litli tími sem magni upp hættuna á mistökum við ákvarðanatöku!

  • Minuteman flaugarnar bandarísku séu þess eðlis - að eftir að þeim sé skotið á loft, verði ekki aftur snúið.
  • M.ö.o. ekki sé unnt að senda boð til þeirra um sjálfseyðingu.

Minuteman III flaug - tilraunaskot

https://i.pinimg.com/originals/82/84/7a/82847a65a7a72e88209596866b3d22cb.jpg

Það séu mörg þekkt tilvik þess að hurð hafi skollið nærri hælum!

  1. "In 1995, then-Russian president Boris Yeltsin had his finger on the button, because the Russians had detected a missile launched from Norway, which they assumed to be American. Russian officials determined just in time that it was not a nuclear missile."
    "They later learned it was a harmless scientific-research rocket. Norway had warned Russia well in advance of the launch - but the information was never passed on to radar technicians."
  2. "In 1985, for example, a full nuclear alert went out when a U.S. Strategic Command computer showed that the Soviet Union had launched 200 ICBMs at the United States."
    "Fortunately, Perry recounts in his book, “My Journey at the Nuclear Brink,” the officer in charge realized there was a fault in the computer and that no missiles had been launched."
    "The problem was traced to a faulty circuit board, but not before the same mistake happened two weeks later."

Þetta séu langt í frá einu þekktu tilvikin.

Bent er á að Minuteman flaugunum sé einungis unnt að skjóta á Rússland!

  1. "ICBMs, detractors say, are largely useless as a deterrent against threats such as North Korea. They argue the land-based missiles can be fired only at one conceivable U.S. adversary: Russia. "
  2. "That’s because, to reach an adversary such as North Korea, China or Iran from North America, the ICBMs would have to overfly Russia - thus risking an intentional or accidental nuclear response by Moscow. (A small number of U.S. ICBMs are aimed at China, in case Washington finds itself at war with both Moscow and Beijing.) "

Það þíði að önnur notkun þeirra en gegn Rússlandi - komi ekki til greina.

Það sem sérfræðingarnir leggja til!

Bent er á að sprengjuvélar taka langan tíma að komast á leiðarenda, sem gefi mun drýgri tíma til ákvörðunartöku - og þ.e. unnt að senda boð til þeirra um að snúa við. Ekki sé veruleg hætta á að þeim sé eytt án þess að þær nái í loftið, vegna þess að Bandaríkin séu alltaf með sprengjusveitir tilbúnar í loftið innan mínútna.

Síðan er bent á það hve öruggar kafbátaflaugar séu - kjarnorkuknúnir kafbátar séu nánast algerlega ósýnilegir í undirdjúpunum. Ofurhljóðlátir sé afar erfitt að leita þá uppi. Vegna þess hve ólíklegt sé að þeim yrði eytt - væri unnt að gefa sér tíma til að meta stöðuna gaumgæfilega áður en skipanir væru sendar.

http://defense-update.com/wp-content/uploads/2012/06/topol-m.jpg

Það er reyndar rétt að nefna að Rússar eiga nokkurn fjölda landeldflauga sem eru á færanlegum skotpöllum - sem haldið er á hreyfingu, og leitast um að dylja þeirra ferðir eins og mögulegt er.

http://srmsc.org/images/000106m0.jpg

Með því að þeim er haldið á hreyfingu, sé ekki unnt að miða á þá með sambærilegum hætti og á flaugar sem eru kyrrstæðar í rammgerðum sílóum, eins og Minuteman.

Það blasir þá við ein tæknilega möguleg lending á málinu!

  1. Bandaríkin leggi niður Minuteman flaugarnar og sílóin.
  2. Rússar þær gömlu flaugar sem enn eru reknar í sílóum.

--Bandaríkin og Rússar halda eftir eldflaugakafbátum.
--Rússar halda eftir landflaugum á færanlegum skotpöllum.
--Bandaríkin halda eftir langdrægum flugsveitum sprengjuvéla.

Skv. rökum sérfræðinganna mundi slík lausn minnka til muna hættuna á kjarnorkustríði fyrir slys eða mistök.

 

Niðurstaða

Punkturinn að baki rökum sérfræðinganna sé að flaugar sem séu eðli sínu kyrrstæðar þó þær séu í rammgerðum sílóum - séu rökrétt skotmörk þegar í upphafi hugsanlegra kjarnorkuátaka. Vegna þess að staðsetning slíka flauga sé þá þekkt, þannig að eigendur slíkra flauga gera þá ráð fyrir því að á þær verði ráðist strax í fyrstu öldu kjarnorkuárásar.

Þar sem að ekki sé tryggt að sílóin séu nægilega sterk til að þola öflugar kjarnorkuárásir, þá skapist öflug freysting að nota þær flaugar áður en menn telja eyðileggingu þeirra blasa við.

Þetta minnki til muna ákvörðunartíma þeirra sem sjá um ákvarðanir á æðstu stöðum í Bandaríkjunum og Rússlandi - sem magni stórfellt upp hættuna á mistökum og slysum.

  1. Það gildi að því öruggari sem vígbúnaðurinn sé gagnvart - fyrstu árás.
  2. Því rólegri séu þeir sem taka ákvarðanir - því líklegri til að gefa sér nægan tíma til að skoða stöðuna, áður en fyrirmæli eru gefin.

Því miður séu engar líkur á að hlustað verði á áskoranir sérfræðinganna.
Fyrirhugað sé að uppfæra Minuteman flaugarnar í Bandaríkjunum - skv. tilskipun Trumps sjálfs, um mikilvægi kjarnorkuvígbúnaðar, og mikilvægi þess að uppfæra þann vígbúnað tæknilega.

Minuteman flaugarnar séu frá 8. áratugnum.

Þessi ógn muni því voma yfir heimsbyggðinni áfram - á sama tíma og spenna fer vaxandi í heiminum í tengslum við deilur Bandaríkjanna við Norður Kóreu, og Bandaríkjanna við Rússland.

--Rússar séu þó með áætlanir um að setja upp nýja "early warning" gerfihnetti í stað þeirra sem Rússland áður hafði.
--Það mundi a.m.k. vera til bóta út frá því sjónarmiði, að lengja viðbragðstíma Rússlands - veita þannig rússneskum yfirvöldum lengri frest til að skoða stöðuna áður en ákvörðun þarf að taka.

Færa Rússland hvað það varðar á sama stall og Bandaríkin, og Kína.

 

Kv.


Robert Mugabe virðist eiga fá vernd gegn lögsókn, fá að halda öllum eignum, og ásamt fjölskyldu að dvelja áfram í landinu

Valdaránið í Zimbabwe virðist líkjast meir og meir - innanflokks átökum í valdaflokki landsins, Zanu PF. En mig grunar í vaxandi mæli að lítið breytist annað en það, að 75 ára karl sé forseti landsins og í stað 93 ára karls.
--Að áfram sé sami flokkur við völd, Zanu PF.

Robert Mugabe offered immunity from prosecution after resigning

 

Emmerson  Mnangagwa og Robert Mugabe - á góðum degi

http://img.bulawayo24.com/articles/Mnangagwa-Mugabe-Shakehands.jpg

Þó rétt sé að hafa í huga, að Financial Times var að ræða við sérstakan talsmann Roberts Mugabe - fullyrðingar George Charamba virka þó á mann afar sjálfsöruggar!

George Charamba: "There will not be a repudiation of Robert Mugabe. Forget it, forget it," - "Mr Charamba...said that once the “madding crowd had calmed down”, they would forget their criticisms of Mr Mugabe who, like the late Chinese leader Mao Zedong, would remain a core element of the ruling Zanu-PF’s ideology and legacy."

Áhugaverð samlíking - við goð valdaflokksins í Kína.

Nýr forseti landsins, starfaði öll 37 valdaár Mugabe honum við hlið - auk þessa barðist hann með Mugabe þar á undan, er þeir báðir voru skæruliðaforingjar gegn hvítu minnihlutastjórninni í því er þá hét - Ródesía.

Skv. þessu, að Mugabe fái að lifa óáreittur í landinu og eiginkona. Það verði alger friðhelgi eigna og gagnvart lögsóknum.
--Þá sé líklega trúverðug fullyrðing Charamba, að Mugabe verði ekki felldur af stalli.

Og þar með getur vel verið að líking hans við Mao sé ekki út í hött.
Að Zanu PF muni í framtíðinni, draga upp helgimynd af Mugabe.

Það þíddi auðvitað - ef maður geri ráð fyrir að Kína sé fyrirmyndin - að flokkurinn stefni að því að einoka völdin í landinu áfram.
--Að einungis hafi verið skipt um einræðisherra.

En vart verður með öðrum hætti tryggt að goðinu sé ekki steypt af stalli.

 

Niðurstaða

Það virðist í vaxandi mæli sennilegt að valdaskiptin feli einungis í sér skipti á einstaklingi á sjálfum toppnum. Fremur en eiginlega stórfellda breytingu á stjórnarfari. Að líklega tryggi Zanu PF sér áfram völdin í landinu - með aðstoð öryggissveita, annarra þeirra tækja sem stjórnin þar ráði yfir.
--Að annar einræðisherra sé tekinn við.
Eins og þegar valdaskipti verða innan kínverska valdaflokksins.

Kv.


Kortaupplýsingar Íslendinga - geta hafa lekið hjá UBER fyrirtækinu, er hefur viðurkennt yfirhylmingu á upplýsingaleka um 57 milljón viðskiptavini fyrirtækisins er varð 2016

Úbbs - UBER hátæknifyrirtækið sem rekur þekkta þjónustu þ.s. unnt er að taka sér far með bifreið með notkun síma-apps sem UBER dreifir -- hefur viðurkennt að stórfelldur upplýsingaleki varð 2016, af völdum hakk árásar.

Að auki hefur fyrirtækið viðurkennt að hafa greitt hökkurunum 100.000$ - fyrir að eyða þeim gögnum. Óþekkt er þó með hvaða hætti UBER fyrirtækið taldi sig hafa gengið úr skugga um að hakkararnir hefðu raunverulega eytt öllum hugsanlegum afritum af hinum stolnu gögnum.
--Ég persónulega veit ekki um nokkra leið til að tryggja slíkt með fullkomnu öryggi.

Uber breach, cover-up trigger government probes around the globe: "The stolen information included names, email addresses and phone numbers of 57 million Uber users around the world, and the names and license numbers of 600,000 U.S. drivers, according to a blog post by Uber’s new chief executive, Dara Khosrowshahi, who replaced co-founder Travis Kalanick as CEO in August."

Þar sem ég veit að fjöldi Íslendinga hefur notað þjónustu UBER á ferðalagi erlendis, þá virðist afar líklegt - að korta-upplýsingar, mailföng, símanúmer - Íslendinga sé að finna í þessum leka.

Yfirvöld í fjölda ríkja eru þegar í startholum með opinberar rannsóknir: Uber faces investigations by regulators over massive data breach.

Alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum eru þegar að hefja skoðun á málinu, ásamt yfirvöldum í fjölda fylkja innan Bandaríkjanna - auk þess að rannsókn á vegum Evrópusambandsins virðist einnig í startholum - fyrir utan að komið hefur fram að bresk yfirvöld séu farin að skoða málið.

  1. Sektagreiðslur eru algerlega öruggar - skv. fréttum er sekt við slíku athæfi þó ekki sérlega há í Bretlandi t.d. "British law carries a maximum penalty of 500,000 pounds ($662,000) for failing to notify users and regulators when data breaches occur." - "Deliberately concealing breaches from regulators and citizens could attract higher fines for companies,"
  2. Það má væntanlega einnig velta því fyrir sér hvort viðurlögum verði hugsanlega beitt gegn fyrrum forstjóra UBER, Travis Kalanick.

Nýr forstjóri UBER, Dara Khosrowshahi, situr uppi með málið.

Travis Kalanick baðst afsökunar: “None of this should have happened, and I will not make excuses for it,” - “While I can’t erase the past, I can commit on behalf of every Uber employee that we will learn from our mistakes. We are changing the way we do business.”

Hinn bóginn virðist blasa við algerlega augljóst stórfellt högg fyrir fyrirtækið varðandi traust sem viðskiptavinir bera til þess. Mig grunar að margir svissi yfir á samkeppnisaðila þ.s. slíkir eru fyrir hendi.

Grunsemdir um að þetta sé ekki endilega það eina sem fyrirtækið hefur falið, geta varað lengi á eftir.

Auðvitað, getur þetta leitt til aukinnar tortryggni almennt gagnvart fyrirtækjum í sambærilegum viðskiptum - hjá viðskiptavinum.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að allir Íslendingar sem hafa notað þjónustu UBER erlendis - þurfa ekki að fá sér nýtt kort - í stað þess sem þeir hafa gefið upp númer á í gegnum UBER. Auk þess að skipta um lykilorð á sínum - mailum. Setja upp sterkara lykilorð - en klárlega getur vitneskja um mailfang viðkomandi og kortaupplýsingar viðkomandi, hafa verið selt af hökkurunum er stálu upplýsingunum frá UBER til margvíslegra þriðju aðila.

En ég kem ekki auga á nokkra þá aðferð sem fyrri forstjóri UBER hefur getað viðhaft til að vera 100% öruggur að hakkararnir hafi ekki tekið fleiri afrit af viðkomandi gögnum - og síðan selt aðgengi að þeim út um víðan völl; þó svo þeir hafi þegið peninga frá UBER.

Það að UBER leyndi þessu í heilt ár, að sjálfsögðu mun skaða orðstír fyrirtækisins verulega meir - en ef fyrri forstjóri hefði látið vita strax og lekinn varð. Fyrri forstjóri hefur þá væntanlega með þeirri ákvörðun að hylma yfir - stórkostlega skaðað framtíðarmöguleika UBER.

  • Þetta auðvitað beinir sjónum að því - hversu vel er unnt að treysta margvíslegum öðrum aðilum sem stunda viðskipti í gegnum netið.
    --En UBER er ekki eina fyrirtækið sem gæti hafa valið að fela skaðlegan leka.
    --Þ.e. örugglega ekki eina fyrirtækið er getur haft skammsýna forstjóra.

 

Kv.


Hlutur Kína í valdaskiptum í Zimbabwe vekur áhuga

Financial Times vakti athygli á áhugaverðri staðreynd, nefnilega þeirri að Constantino Chiwenga hershöfðingi - sem stjórnaði aðgerðum hers Zimbabwe við valdatöku hers Zimbabwe í sl. viku.
--Var nokkrum dögum fyrr staddur í Peking borg.

Zimbabwe crisis turns spotlight on China’s role in Africa

Constantino Chiwenga hershöfðingi ásamt Robert Mugabe fyrir nokkrum dögum

https://image.iol.co.za/image/1/process/620x349?source=http://ana-baobab-prod-eu-west-2.s3.amazonaws.com/public/ana/media/media/2017/11/17/CnynysE000008_20171118_TPPFN0A001.jpg&operation=CROP&offset=0x454&resize=5568x3118

Ekki misskilja það þannig að ég amist við þessum líklegu afskiptum Kína

Þetta gæti veitt vísbendingu um stefnubreytingu í Kína - en fyrir nokkrum árum tapaði Kína stórfelldum fjárhæðum í formi tapaðra olíu-samninga við Gaddhafi; er Kína stóð með Gaddhafi fram í andlátið -- og nýir stjórnendur landsins rifu samningana sem Gaddhafi hafði gert.

Kína stendur mjög líklega frammi fyrir öðrum fjárhagslegum skandal - þegar nú er ljóst að Venezúela er formlega gjaldþrota. En Kína hefur lánað stjórnvöldum í Caracas stórfé.
--Og það má sennilega fullyrða þ.s. öruggt, að stórfé tapist.

Það var orðið ljóst, að Zimbabwe var á leið að nýju fram af bjargbrún - en að nýju stefni í óðaverðbólgu; en enn sé ekki of seint að framkvæma efnahagslegar neyðaraðgerðir.
--Það hljómar ekki ólíklega, að möguleikinn á 3ja áfallinu, hafi verið of mikið.

  • Það mundi alls ekki koma mér á óvart, ef kínverskir aðilar hafa verið í óformlegum samskiptum við - áhrifamikla einstaklinga innan Zanu PF, valdaflokk Zimbabwe.

Kína hefur þó formlega neitað að hafa haft nokkur afskipti af málum.
Hinn bóginn, þarf ekki endilega að taka þá "formlegu neitun" alvarlega.
--En Kína hefur enn samskipti við stjórnvöld í Venezúela, og ekki má gleyma stjórninni í Súdan, auk S-Súdan.

  1. Hinn bóginn, þíðir þetta væntanlega það - að Maduro t.d. í Caracas - gæti þurft að spyrja sig þeirrar spurningar; hvort Kína gæti ákveðið að semja við stjórnarandstöðuna í landinu - um hugsanleg eða jafnvel væntanleg valdaskipti.
  2. En úr því sem komið er, held ég að valdaskipti í Caracas séu öruggt mál. Þó Maduro virðist keikur og öruggur í augnablikinu -- fjari mjög hratt undan landinu efnahagslega.
    --Og landið nú formlega "default" þíðir að kröfuhafar geta ákveðið hvenær sem er, að beita dómstólum erlendis - til þess að taka lögtak í olíuförmum frá Venezúela.
    --Sem mundi snarlega loka á eina tekjustreymi Caracas sem eftir er.

Ég held að Kína muni leita leiðar til að gæta hagsmuna sinna í Venezúela eins og það virðist vera að gera í Zimbabwe. En Kína líklega vill frekar að -- Maduro semji við stjórnarandstöðuna. En að það verði hugsanlega "messy" valdataka.

Bandaríkin geta þar um hafa opnað þægilega útleið - því skv. lögbanni sem Donald Trump lagði á nýjar útgáfur ríkisbréfa Venezúela - - er opin glufa þ.s. sala útgefinna ríkisbréfa Venezúela er heimil, ef formleg blessun kjörins þings Venezúela liggur fyrir.

Það sé alls ekki loku skotið - að í og með, megi lesa í stöðuna sem nú er komin upp í Zimbabwe að valdaskipti virðast þar fara fram með blessun Kína.
--Þrýsting einnig af hálfu Kína á Maduro, sem verður að fara frá greinilega, ef á að vera mögulegt að tryggja hagsmuni kröfuhafa, sem Kína telst tilheyra.

  • En annars stefnir hagkerfið hvort sem er í algert skipbrot innan skamms.
    --En vart bíða kröfuhafar mjög lengi með að grípa til lögtaka í þær einu eignir Venezúela sem nokkru máli skipta.

Kína vill örugglega frekar - að valdaskipti eða framtíðarlausn um stjórnun þess lands, liggi fyrir - fyrir þann punkt.
Sannarlega veitti Kína fyrir nokkrum dögum Caracas greiðslufrest, en það sé vart nema mjög tímabundin líflína; og það mundi virkilega ekki koma mér á óvart, að sendimenn Kína tjái sig skýrt við Maduro undir 4-augu.


Sjálfsagt fór ekki hjá nokkrum að Mugabe sagði formlega af sér!

Þeirri afsögn var fagnað á ákaft á götum Harare af fjölmenni er þusti út á götur og torg við fregnir af afsögninni: Zimbabwe's Mugabe resigns, ending four decades of rule. Emmerson Mnangagwa, varaforseti landsins sem Mugabe hafði sett af í innanflokks hreinsunum er hófust nokkrum vikum fyrir valdarán hersins í landinu - verður skipaður forseti landsins skv. frétt út kjörtímbil Mugabe þ.e. 2 ár: Mnangagwa will be sworn in as Zimbabwe president: ZANU-PF.

Rétt að nefna að Mnangagwa starfaði öll 37 valdaár Mugabe honum við hlið, var yfirmaður öryggismála - því sá sem sá um að berja á andstæðingum með öryggissveitum landsins. Það virðist því ekki sennilegt, að Mnangagwa sé lýðræðissinni.
--Þó rétt sé að veita honum tækifæri til að sýna hvernig hann velur að stjórna.

 

Niðurstaða

Kína getur verið að beita sér með öðrum hætti en áður - skv. þeirri áhugaverðu staðreynd að hershöfðingi Zimbabwe hers, sem stjórnaði aðgerðum hersins í valdaráni hers Zimbabwe; virðist örfáum dögum fyrr hafa heimsókt Peking. Í ljósi þess að Kína tapaði mjög miklu fé á falli Gaddhafis, og stefnir í að á nýjan leik að tapa stórfé á lánum veittum til stjórnvalda í Caracas í Venezúela. Þá getur það vel hugsast, að þegar stefndi í að efnahagur Zimbabwe væri að falla óðfluga fram af bjargbrún - að stefndi að nýju í óðaverðbólgu. Að Kína hafi einfaldlega fengið nóg af töpum af slíku tagi.

Í ljósi þessa, mundi það ekki koma mér á óvart, ef það geti dregið fljótlega til tíðinda einnig í Caracas. Enda stendur Kína þar - eins og ég benti á - frammi fyrir stórfelldu tapi. En að á sama tíma, er enn að einhverju leiti með snörum aðgerðum unnt að minnka það tap. Í tilviki Zimbabwe sé líklega ekki enn of seint með snörum efnahagslegum neyðaraðgerðum að bjarga efnahagnum fyrir horn - og þar með getu Zimbabwe til að standa við skuldbindingar gagnvart Kína.

--Skilaboðin frá Kína til þeirra landstjórnenda aðra sem Kína hefur lánað stórfé, gætu orðið á þann veg - tryggið okkar hagsmuni, eða þið víkið.
--Það vill þó svo heppilega til, að líklega eru það í báðum tilvikum einnig hagsmunir landsmanna Zimbabwe og Venezúela - að skipt sé um hendur við valdatauma.

 

Kv.


Áhugaverð pattstaða í þýskri pólitík - flest bendi til nýrra þingkosninga - samtímis vísbendingar kosningar skili áframhaldandi pattstöðu

Ummæli áhrifamanns meðal Frjálsra Demókrata eru áhugaverð þ.s. Merkel var harðlega gagnrýnd - daginn eftir að formaður flokksins sleit stjórnarmyndunartilraun við Kristilega Demókrata annars vegar og þýska Græningja hins vegar.

Forsvarsmenn Græningja gagnrýndu Volker Flissing á móti, sögðu Christian Lindner formanns flokksins ekki hafa verið í viðræðunum af fullum heilindum - komu auk þessa fram með þá nýstárlegu kenningu, að Lindner hafi ákveðið að gera tilraun til að koma höggi á Merkel.

Merkel left searching for route out of crisis

Merkel refuses to resign despite breakdown of coalition talks

Volker Flissing: "Volker Wissing, blamed Ms Merkel for the failure of talks, saying they had been “chaotic” and accusing the chancellor of “completely misjudging the situation”." - "He said that after four weeks the partners could still not agree on more than 200 points."

Simone Peter: "Greens said the FDP were alone responsible for the breakdown. The FDP had “deceived the public” for four weeks, said Simone Peter, and had been “irresponsible, unserious, calculating”.

Jürgen Trittin: "a senior Green leader, said he suspected that in quitting coalition talks Mr Lindner had wanted to weaken Ms Merkel, or drive her from power." - "“But the way he did it could have the paradoxical effect that Ms Merkel comes out of this talks process strengthened . . . because she was seen as sensible and reliable,” - “He wanted to topple her,  and he has strengthened her.”"

Þessi skot fram og til baka - virðist mér ekki benda til þess að samskipti Græningja og Frjálsra Demókrata í viðræðunum hafi verið góð.

Hinn bóginn, varðandi kenningu Jurgen Tritting, þá er a.m.k. sá hluti að kjósendur gætu varpað sök hugsanlega á Frjálsa Demókrata - ekki endilega al galin.

En ef marka má orð forseta Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, þá er þetta versta pólitíska krísa sem Þýska sambandslýðveldið hefur átt við síðan stofnun - væntanlega talið frá stofnun V-Þýska Sambandslýðveldisins í Kalda-stríðinu.

Ekki hafi áður, stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn.
Kannski verða þýskir kjósendur, a.m.k. einhver hluti þeirra, reiðir yfir því ástandi.
Og kannski er það rétt hjá Tritting - að Merkel geti mjög auðveldlega komið sök á Christian Lindner, formann Frjálsra.
--Það gæti jafnvel farið svo að Merkel bæti stöðu síns flokks.

https://static.independent.co.uk/s3fs-public/thumbnails/image/2017/05/30/12/angela-merkel.jpg

Staða í nýrri skoðanakönnun bendir til svipaðrar niðurstöðu:
Merkel signals readiness for new election after coalition talks collapse

  1. Kristilegir Demókratar...31% (32,9% í sl. kosningum)
  2. Þýskir Kratar............21% (20,5% í sl. kosningum)
  3. AfD......................12% (12,6% í sl. kosningum)
  4. Græningjar...............12% (8,9% í sl. kosningum)
  5. Frjálsir Demókratar......10% (9,2% í sl. kosningum)
  6. Vinstri...................9% (8,9% í sl. kosningum)

Rétt að halda til haga, að kosningaslagur flokkanna getur haft nokkur áhrif.
Og Merkel og Græningjar gætu ákveðið að varpa sökinni eingöngu á formann Frjálsra.
Merkel getur vel átt inni nokkuð fylgi með velheppnaðri kosningabaráttu.

Í viðtali sagðist Merkel ekki hrædd við nokkurt og frekar kjósa kosningar en möguleikann á minnihlutastjórn.

Meðan Frjálsir Demókratar gagnrýna Merkel, þá hafa þýskir kratar ítrekað neitun sína að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum - líta svo á að mikið fylgistap flokksins er skv. könnun virðist ekki á leið til baka, komi í veg fyrir stjórnarþátttöku að þessu sinni.

  • Þetta virðist framkalla - pattstöðu!

German president says all parties have duty to try to form government

Frank-Walter Steinmeier, skoraði á flokkana að mynda stjórn hið fyrsta - sagði það skildu stjórnmálamanna að stjórna landinu.
--Greinileg áskorun til annars hvors þeirra flokka er sögulega hafa getað myndað stjórn með Kristilegum Demókrötum Angelu Merkelar.

En eins og sakir standa, virðast líkur sáralitlar!

Merkel hefur verið í 12 ár helsti stjórnmálaskörungur Þýskalands - fullyrt er af fréttaskýrendum, að t.d. Græningjaflokkurinn treysti engum af foringjum Kristilegra, nema Merkelu.

Ef Kristilegir Demókratar, mundu leita til hægri, í kjölfar hugsanlegs falls Merkelar sem leiðtoga flokksins - segjum að afloknum kosningum, ef sambærileg pattstaða blasir við áfram.
--Þá væri alls óvíst að slíkur nýr foringi Kristilegra, ætti í nokkru betri möguleika.

  1. En einungis ef staðan sem skoðanakannanir sýna breytist mikið.
  2. Mundu Kristilegir og Frjálsir ekki hafa nægt fylgi til að mynda 2ja fl. stjórn.
  3. Þó sannarlega væri tæknilega möguleg 3ja flokka stjórn -: Kristilegra, Frjálsra og AfD.

--Það væri kannski helst þessi möguleiki sem gæti orðið til við hugsanlegt fall Merkelar.
--Það þarf ekki að efast um að slík sveifla á stjórnun landsins mundi þíða stórfellt aukna hörku í málefnum innflytjenda, stefnumörkun nær núverandi ríkisstjórn Austurríkis.

  • Hinn bóginn, virðist Merkel enn hafa mjög sterka stöðu innan flokks Kristilegra Demókrata, sbr. fylgismælinu stuðning 85% félaga.

"Manfred Güllner, head of pollster Forsa said 85 per cent of CDU supporters want her to stand again. “She still has very strong backing in her own party,” he said. “I don’t think she’s been weakened in any way.”"

Hvað sem hver segir þá er flokkur Merkelar enn - langsterkasti flokkurinn.
Ef Merkel nær að klóra fram einhverja fylgisaukningu, mundi sennilega mikið þurfa að gerast til þess að hennar eigin flokkur - mundi yfirgefa hana.

 

Niðurstaða

Pattstöðuna í þýskum stjórnmálum er ekki endilega rétt að skrifa algerlega á sök Angelu Merkel. Þýskir Kratar töpuðu einnig stórt.

Það getur aftur á móti verið, að ákvörðun Merkel að sækja inn á miðjuna í stað þess að mæta AfD - með því að sækja á móti þeim flokki, hafi þrengt fylgislega stöðu þýskra Krata.
--En það mundi þá einnig segja, að þá hafi Merkel unnið slaginn við Schultz formann þýskra Krata.

En niðurstaðan var samt stórt fylgistap, en áður voru Kristilegir með í kringum 40%. Aukning fylgis til AfD var mjög svipað stór og fylgistap Kristilegra. Það geti bent til þess að hluti kjósenda Kristilegra hafi svissað yfir til AfD.

Það takast á þarna sjónarmið - hvort Kristilegir eiga að fylgja systurflokki sínum í Austurríki, og taka sjálfir harðlínustefnu í innflytjendamálum -- sem þíddi án vafa formannsskipti; eða að halda sig við ca. núverandi línu, með flokkinn staddan nær pólitísku miðjunni.

Formannsskipti gætu gert mögulega stjórn; Kristilegra, Frjálsra og AfD.
Ef kosningaúrslit væru nærri niðurstöðu skoðanakönnunar birt að ofan.

  • Það þíddi þá væntanlega endalok um nokkuð langa hríð, möguleika á samsteypum helsta hægri flokks Þýskalands við þýska stjórnmálaflokka vinstra megin við miðju.

Slík útkoma væri bersýnilega draumur a.m.k. sumra!
-----------------
Ef Merkel er áfram, er auðvitað þesskonar 3ja flokka stjórn útilokuð.
En þá í staðinn pattstaða, ef annaðhvort Frjálsir vilja ekki vinna með Græningjum.
Eða, ef þýskir Kratar neita að vinna með Kristilegum og Frjálsum.
--Þá er eiginlega framtíð þess pólitíska kerfis, frekar í höndum forystu Frjálsra og þýskra Krata, en Angelu Merkelar!

  • Þetta snýst um framtíðarstefnu Þýskalands!

 

Kv.


Spurning hvort valdaferill Angelu Merkel er á enda?

Skv. fréttum hafa tilraunir hennar til stjórnarmyndunar runnið út í sandinn. Flokkur Frjálsra Demókrata yfirgaf stjórnarmyndunartilraun Merkelar ásamt hennar eigin flokki Kristilegum Demókrötum og Græningjaflokknum þýska.
--Skv. yfirlýsingu Christian Lindner hafði ekki tekist að ná ásættanlegri lendingu um málefni fátæks fólks frá löndum utan Evrópu sem sækist eftir landvist í Þýskalandi.
--Sama gilti um umhverfismál.

Christian Lindner: “Today there was no progress but rather there were setbacks because targeted compromises were questioned,” - “It is better not to rule than to rule falsely. Goodbye!” 

Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir, að hans eigin flokksmenn hafi gagnrýnt þær málamiðlanir sem voru á umræðustigi á milli flokkanna. Lindner þá orðið ljóst, að þíðingalaust væri að halda áfram.

Merkel's fourth term in doubt after would-be partner pulls out

Euro slides after German coalition talks break down

https://static.independent.co.uk/s3fs-public/thumbnails/image/2017/05/30/12/angela-merkel.jpg

Hugsanlega verða nýjar þingkosningar!

En Merkel sagðist ætla að hitta forseta Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, til að tjá honum að henni hafi mistekist stjórnarmyndun.
--Það þyki benda til þess, að hún ætli ekki að prófa myndun minnihlutastjórnar með Grænum.

Eftir slæma kosningu virðist ekki sérdeilis líklegt að þýskir kratar verði áhugasamir um myndun annarrar samsteypustjórnar með Kristilegum Angelu Merkelar.
--Þó það sé ekki heldur unnt að fullyrða, alls ekki.

Ef kosið verður aftur, ef Steinmeier rýfur þing - þá óttast hópur stjórnmálaskyrenda að AfD auki fylgi sitt frekar.
--Ef það gerist, gæti staða Merkelar sem formanns Kristilegra orðið fallvölt - þá eiginlegur stjórnmálaferill hennar hugsanlega á enda kominn.

Ég er ekki að óska henni falls - hún hefur verið valdamesti leiðtogi evrópsks ríkis í rúman áratug -- og það er óhætt að segja, að ekki eru allir sáttir við útkomuna.

Sumir hafa gengið svo langt að - álíta hana, leiðtoga hins Vestræna heims.
Vegna þess leiðtogaleysis sem sé til staðar af hálfu Bandaríkjanna síðan Trump tók við.
--Þ.s. tómarúm virðist ríkja í Hvíta-húsinu, fremur en leiðsögn.

  • Merkel hefur þó alls ekki verið í nokkurri þeirri aðstöðu til að standa undir vonum af slíku tagi, og ef stefnir í aðrar kosningar - og þær leiða til frekari taps fyrir Kristilega; og aftur til fylgisaukningaf AfD.
  • Þá gæti stjórnmálaferli hennar þar með snarlega lokið.

Það gæti þá breyst töluvert stefnan í Þýskalandi, ef Kristilegir mundu taka hægri kúrs.
En í síðustu þingkosningum, leiddi Merkel Kristilega inn á miðjuna í stað þess að sækja á móti AfD - þá greinilega þrengdi hún fylgislega að þýskum Krötum er fengu hraklega kosningu.
En sá kúrs gæti snarbreyst ef Merkel fellur, við hugsanlegan annan kosningaósigur - ef maður gerir ráð fyrir að sá armur Kristilegra er vill þrengja að AfD mundi ná völdum í flokknum.

Ef það yrði, gætu þýsk stjórnmál farið í svipaðan kúrs og Austurrísk. Með stórhertri innflytjendastefnu, og megin hægri flokkinn í sókn gegn megin innflytjenda andstöðuflokknum - sem þíddi, í því að taka að verulegu leiti upp stefnu þess flokks.

  1. Þetta er ekki orðið enn.
  2. Kannski verður önnur samsteypustjórn yfir miðjuna.
  3. Eða að Merkel heldur velli eftir aðrar kosningar, þ.e. tekst að halda sjó í næstu kosningabaráttur.

Engin niðurstaða er fyrirfram gefin!

 

Niðurstaða

Punkturinn í þessum vangaveltum er sá, að stjórnmálaferill Angelu Merkel getur verið kominn í hættu - eftir hrun tilraunar hennar til að mynda stjórn. Óvarlegt virðist a.m.k. við fyrstu sýn að gera ráð fyrir því að þýskir Kratar slái sér til aftur í hægri-vinstri stjórn. Þannig að líkur virðast manni a.m.k. töluverðar á nýjum þingkosningum. Ef það verður ofan á, þá mundi verða spennandi að fylgjast með velgengni Kristilegra Demókrata annars vegar og hins vegar velgengni AfD.

Ef Merkel er heppin, þá fölnar innflytjendamálið í hugum þýsks almennings, eftir allt saman hefur aðflutningur til Evrópu verið ívið minni þetta ár, þ.s. samvinna ESB við stjórnvöld í Tripoli eða V-Líbýu virðist hafa þetta ár dregið úr streymi flóttafólks yfir Miðjarðarhaf, og samningurinn við Erdogan sem gerður var 2016 virðist vera að virka.

Og önnur mál fara þess í stað í forgrunn.
Óþarfi að gefa sér fall Merkelar fyrirfram - fram að þessu hefur hún sennilega haft fleiri pólitísk líf en 9.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 844891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband