Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

Sameinuðu Þjóðirnar óttast stórfellda hungursneyð - ef Rússland lokar aftur á korn-útflutning frá Úkraínu! Spurning hvort Rússland telji, hungursneyð í Mið-Austurlöndum, muni einna helst bitna á Vesturlöndum!

Samningurinn um útflutning á korni sem Pútín - ónýtti sl. föstudag. Leiddi til útflutnings 8,5mn. tonna af korni. Án þess, hefði hnattrænt verðlag á korni verið afskaplega hátt - nokkra sl. mánuði.
En nú með ónýtingu samkomulagsins, Pútín valdi sem tilliástæðu, að Úkraína framkvæmdi árás á herskip í Sevastopol höfn, herskip sem sannarlega eru lögmæt skotmörk í stríði; þá stendur heimurinn aftur frammi fyrir þeirri ógn!
--Að gríðarlegar matvæla-verðs hækkanir, eru líklegar að skella yfir.

  1. Þetta er ekki flókið, ef t.d. Vesturlönd lokuðu á útflutning olíu frá Rússlandi -- mundi það valda miklu olíuverðs-hækkunum hnattrænt.
  2. Sömu rök virka fyrir korn, þ.e. að taka út eitt af 5-stærstu útflutnings-ríkjum á korni, sama og ef eitt af 5 stærstu olíu-útflutnings-ríkjunum væri slegið út af heimsmörkuðum fyrir olíu; að miklar korn-vöru-verðs-hækkanir verða.

Kort 2021, hungur í heiminum - Afríka verst stödd!

File:Hunger Map 2021 World Food Programme.svg

  • 35% vannærðir.
  • 25-34,9% vannærðir.
  • 15-24,9% vannærðir.
  • 5-14,9% vannærðir.

Vegna þess kortið er árs-gamalt, verða þessar tölur mun verri nú!

Að sjálfsögðu verða fátæk lönd verst úti.
Þegar er hungur í A-Afríku. Sahel lönd Afríku, standa mörg tæp.
Þar fyrir utan, er enn í dag mikil fátækt víða í N-Afríku.

Það er því augljós hætta á að, stórfelldar korn-verða-hækkanir.
Valdi ekki einungis -- hungur-dauða á skala erfitt að reikna út fyrirfram.
Heldur hitt -- að hungurs-neyðir, leiða gjarnan til upplausnar í samfélögum.

Shashwat Saraf - yfirmaður Alþjóða-hjálparstarfs SÞ í A-Afríku

Shashwat Saraf (@shashwatsaraf) / Twitter

Sjá: Russia halting Ukraine grain exports will most heavily hit those already facing extreme hunger, warns IRC.

Shashwat Saraf, IRC East Africa Emergency Director said: The renewed blockade is prompting grave concerns about the growing global hunger crisis, especially in East Africa where over 20 million people are experiencing hunger or in  places like Yemen which relies on Russia and Ukraine for almost half its wheat import and where over 19 million people need food assistance. The UN-brokered deal brought a ray of hope - now this hope is shattered again - the recent suspension of grain exports will hit those on the brink of starvation the most. Like Yemen, the East Africa region relies on Russia and Ukraine for much of its wheat imports and as Somalia teeters on the brink of a catastrophic famine, a further disruption of critical grain exports could push Somalia over the edge by impacting affordability and availability of grain within the region.

Spurning hvort Pútín vill framkalla meiriháttar flóttamannabylgju til Evrópu?
Það sem er áhugavert við tímasetningu Pútíns, hún kemur á punkti þegar Rússland hefur hafið -- undanhald í Úkraínu, nærri borg er heitir Kherson.
Blaður Pútíns um - hryðjuverka-árás - er atriði sem við eigum að leiða hjá okkur.
Einfaldlega tylliástæða sem hann notar! Hann hefði getað veifað einhverju öðru.

  1. Ríkisstjórn Pútíns er undir vaxandi gagnrýni innan Rússlands sjálfs, sú gagnrýni kemur frá -- rússneskum þjóðernis-fasistum, er hafa stutt Pútín fram til þessa.
  2. Þessi gagnrýni virðist vera að veikja grund-völl stjórnar Pútíns -- ekki leiða hjá ykkur, að undanhald nærri Kherson, er stór ósigur.
    Ofan á röð ósigra.
  3. Þannig, Pútín er þá væntanlega -- að fiska fram e-h, eiginlega hvað sem er.
    Sem hann getur notað, til að refsa Úkraínu.
    Og samtímis Vesturlöndum, fyrir stuðning við Úkraínu.
  • Hann notar líklega -- hafnbannið sem Rússland enn viðheldur á Úkraínu.
  • Vegna þess, að Pútín sé að verða uppi-skroppa með, önnur þau tæki hann getur beitt.

En í sl. viku, útilokaði Pútín, beitingu kjarnaorku-vopna.
Þ.e. merkilegt, að beiting hungur-vopnsins, kemur við sömu viku.

Ég verð því að álykta, að Pútín ætli sér að beita, hungri sem vopni.

 

Niðurstaða
Ég reikna með því að Pútín hafi líklega ákveðið að beita hungri sem vopni.
Með því að loka á útflutning á 10mn. tonnum af korni frá Úkraínu, sem er ca. meðal-uppskera í Úkraínu, ár hvert - stundum meiri stundum e-h minni.
Þá skapar Pútín þrýsting í gegnum hækkað verðlag á matvælum hnattrænt.
Það virðist komið þegar í ljós, að líklega tekst Pútín ekki að skapa orkukreppu í Evrópu, þ.s. ESB virðist hafa tekist að grípa til nægilegra aðgerða þegar til að forða slíku.
Þegar við bætist að Rússland er að bíða herfilegan ósigur nærri Kharkiv.
Ósigur er á líklega eftir að auka þrýsting á ríkisstjórn Rússlands.
Þá í stað þess að gefa í einhverju eftir -- leitar Pútín eftir nýrri krísu.

  1. Hann haldi sennilega enn í draum um sigur, nú haldi hann að matvæla-verðlag sé málið.
  2. Að skapa hungurkrísu í löndum, Sunnan Miðjarðarhafs, og í Afríku.

Skapa þannig nýja flóttamannabylgju til Vesturlanda.
Í leiðinni, drepa þannig með óbeinum hætti -- hugsanlega milljónir.
----------
Pútín enn útiloki að gefa í nokkru eftir.
Þannig, skilur hann samtímis eftir einungis þann möguleika einan.
Að NATO lönd haldi áfram að senda vopn til Úkraínu.

En sannarlega sýnir undanhald Rússa nærri Kharkiv - í gangi.
Að sigur Úkraínu er langt í frá ómögulegur.

Þegar hafa Rússar tapað, áætlað nú: 80þ. hermönnum, látnir.
Með notkun sífellt úreltari vopnakerfa, því Rússl. vaxandi mæli skorti nýrri en - made in 60's and 50's - vopn. Og með því, að senda í stríðið, mikinn fj. óþjálfaðra hermanna.
Þá er vart hægt að sjá að mannfall Rússa minnki - frekar að það líti sennilegar út að það þróist á hinn veginn.

Spurningin er einföld, hve lengi geta Rússar haldið út - mannfalli á þessum skala.
Her Úkraínu vaxandi mæli er bæði betur búinn, og með hermenn í betri gæðum.
Þar fyrir utan, hefur herstjórn Úkraínu fram til þessa, virst betri.

Rússn. herinn lítur ekki vel út -- þegar hann er þvingaður að nota, óþjálfað lið - og samtímis vopn í vaxandi mæli, áratuga úrelt.

 

Kv.


Undanhald Rússa á Kherson svæðinu í S-Úkraínu, virðist hafið - líklega hörfað yfir Donets fljót, það gert að nýrri varnarlínu! Niðurstaðan samt sem áður stórfelldur sigur Úkraínu!

Ef tekið er mark á orðum frá Rússneskum aðilum, er brottflutningur í gangi frá landsvæðum sem barist hefur verið um -- Norðan við Donets á. Rússnesk yfirvöld, ítrekað sl. daga hafa óskað eftir því, íbúar Norðan megin við Donets á, flýi Suður.

Úkraínumenn, hafa sakað Rússa um að hafa sett sprengjur á risa-stóra stíflu í Donets á, en vatnið sem sjá má á mynd, er risastórs lón.
Ef það flæðir fram, verður borgin Kherson klárlega langt í frá óskemmd á eftir.
Ég veit ekki að Rússar ætli að sprengja hana, en skv. ásökun Úkraínumanna, þá sé tilgangur að tefja sókn Úkraínu-hers, er mundi náttúrulega elta Rússa.

Varðandi það, að Rússar hafa verið að óska eftir við borgara á svæðinu, flýi.
Skýringar Rússa, hafa verið þær, íbúar séu í hættu vegna yfirvofandi átaka.
Hinn bóginn, gæti einnig verið, að Rússar sú að leitast við að fækka þeim.
Er gætu drukknað, ef stíflan verður sprengd - og flóðbylgja streymir fram.

 

Myndin að neðan sýnir svæðið sem vísð er til!
Donets fljót er bláa línan á myndinni, Kherson borg beggja vegna ár!

Ef stíflan yrði sprengd, enginn vafi það yrði stórfelldur voða-atburður!
A satellite image shows a view of the location of the Nova Kakhovka dam and the surrounding region in Kherson Oblast

Ukraine’s Zelenskyy accuses Russia of planning to destroy dam

Endurtek, að þ.e. ekki vitað að þetta standi til.
En á tæru hinn bóginn, að flóð-bylgjan mundi valda gríðarlegum flóðum!
Við það gæti mikill fjöldi fólks drukknað!

  1. Við vitum einungis, að Rússar eru farnir að flytja sitt eigið fólk.
  2. Og, þeir staðhæfa - íbúum almennt standi ógn af, yfirvofandi aðkomu Úkraínu-hers, þannig að þeir þurfi að leggja á flótta.
    --Úkraínumenn, að sjálfsögðu hafna því, að íbúum sé ógnað að komu Úkraínu-hers.
  • Eina sem við vitum: Rússar telja rétt, að íbúar flýi.
  • Ástæða gæti, verið tilraun til að lágmarka manntjón, ef stíflan er sprengd.

En hafandi í huga, íbúar Kherson eru -- í hundruðum þúsunda.
Og flæði-dalurinn sem borgin stendur, hefur mikið af smærri byggðalögum.
Þá er á tæru, að mikið af fólki gæti mögulega drukknað!

Ég er ekki að sjá nokkra ástæðu þess, að Úkraínu-her ráðist á eigin borgara!

Save your lives, Russia tells Kherson civilians as battle looms

  1. Russian Education Minister Sergey Kravtsov said in a video message:
    It’s vital to save your lives. It won’t be for long. You will definitely return.
  2. We again recommend you to leave the city and the western bank of the Dnipro -- Stremousov said in a video message published on Telegram. -- We are not going to give up Kherson.

Íbúar með pinkla á leið upp í Rútu -- Kherson! Ekki vitað hvort fólk fær valkost

Civilians evacuated from the Russian-controlled city of Kherson walk from a ferry to board a bus heading to Crimea, in the town of Oleshky, Kherson region, Russian-controlled Ukraine October 23, 2022. REUTERS/Alexander Ermochenko

Institute For Study of War - segir brottflutnings liðs Rússa hafinn!

Institute For Study of War!

  1. The Russian withdrawal from western Kherson Oblast has begun. Russian forces likely intend to continue that withdrawal over the next several weeks but may struggle to withdraw in good order if Ukrainian forces choose to attack.
  2.  Ukraine’s Southern Operational Command stated on October 21 that Russian forces are - quite actively - transferring ammunition, military equipment, and some unspecified units from the Dnipro River’s west bank to the east bank via ferries.
  3. Operational Command added that Russian forces deployed 2,000 mobilized men to hold the frontlines and are continuing to shell Ukrainian positions, likely in an effort to cover their withdrawal.
  4. The Russian withdrawal from western Kherson requires that a Russian detachment left in contact hold the line against Ukrainian attack, covering other Russian forces as they withdraw. Such a detachment must be well-trained, professional, and prepared to die for its compatriots to effectively perform that duty.
  5. Russia’s poorly trained, newly mobilized reservists are very unlikely to stand and resist a Ukrainian counterattack if Ukrainian forces chose to attack them and chase the withdrawing forces. The collapse of a mobilized reservist detachment left in contact would likely lead to a Ukrainian rout of Russian forces on the same scale as Ukraine’s rout of Russian forces in Kharkiv.
  6. Russian forces are preparing a series of delaying actions with mixed efficacy. Russian forces are likely preparing to destroy the dam at the Kakhovka Hydroelectric Power Plant (KHPP), flooding and widening the Dnipro River to delay any Ukrainian advances.
  7. Russian occupation authorities in Nova Kakhovka are likely attempting to moderate the resultant flooding; Nova Kakhovka Occupation head Vladimir Leontyev said on October 22 that Russian authorities are lowering the volume of water from the reservoir behind the dam to minimize damage in case the KHPP is destroyed but stayed true to the false narrative that Ukraine, not Russia, would blow the dam.
  8.  Ukraine has no interest destroying the dam and every interest in preserving the energy supply in newly-liberated parts of Kherson Oblast. 
  9. Ukraine’s Southern Operational Command reiterated that Russian military leadership has moved their officer corps across the river but left newly-mobilized men on the western bank of the Dnipro River as a detachment left in contact.
  10. Using such inexperienced forces to conduct a delaying action could prompt a Russian rout if Ukrainian forces choose to press the attack, as ISW previously assessed.

Mikið af þessu virðist byggt á frásögnum frá Úkraínskum aðilum.
Ef maður tekur þetta - á orðinu!

  1. Ætla Rússar, að skilja eftir -- einmitt þá hermenn sem þeir nýlega hafa sent á svæðið, þ.e. einmitt þá er hafa lítt til enga reynslu.
    Á sama tíma, ætli Rússar að gera tilraun til að -- bjarga þeim hluta hers síns á svæðinu, er búi yfir bardaga-reynslu og þjálfun.
  2. En, eins og ISW bendir á -- þá sé ekki líklegt að, óreyndu/óþjálfuðu hermennirnir standi í Úkraínumönnum.
    Þannig, þeir mundu þá brotna -- og undanhald verða að -rout.-
  3. Nema, Rússar hafi einhvern -ás- uppi í erminni.
    Sem sagt, vilja menn meina, Rússar ætli einnig að sprengja stífluna í ánni.
    Það gæti þítt, að mikill fjöldi fólks drukkni - en einnig, að töluverður hluti þess liðs sem Rússar skilji eftir, geti orðið undir flóð-öldunni.
  4. Sama tíma, er allt svæðið verður umflotið - þá hindri það möguleika Úkraínu-hers, að elta rússneska herinn, yfir á.
    Væntanlega, tekur flóð-aldan einnig allar brýr.
    Auðvitað alla vegi er fyrir henni verða - líklega mikið af byggingum.
    --Mikið af fólki getur drukknað augljóslega.
    --Og kannski, hluti af her Rússa einnig.

Allt dæmið hljómar afar desperat!
Tilgangur flutnings íbúa, gæti verið sá - að lágmarka drukknun a.m.k. eitthvað!
Hinn bóginn, gætu síðustu hermenn er verja undanhald, verið í drukknunarhættu.
Þetta er einhvern veginn orðið að sögu -- eins og úr spennusögu!

 

Niðurstaða
Það að Rússar hörfa frá Norður-bakka Donets, er augljós sigur Úkraínu.
Hinn bóginn, vaxandi ótti að Rússar ætli að sprengja Nova Kakhovka stífluna.
Ef þ.e. virkilega rétt, að Rússar séu að skipa sínum - lélegustu hermönnum, að verja undanhaldið, verkefni sem vanalega er talið ákaflega erfitt.
Þá gæti í því einmitt falist vísbending að þeir ætli að sprengja stífluna.
Því, það verkefni að verja undanhald - tefja sókn hins hersins, er vanalega talið það erfitt, að í slíkt séu einungis settir þrautreyndir hermenn.
Það lið sem Pútín sendi nýverið á svæðið - hafa litla sem enga reynslu, og samtímis nær enga þjálfun, því eins langt frá þrautreyndum hermönnum og komist verður.
Þar með ljóst, öllu jöfnu brotna þeir -- Úkraínuher flæðir þá fram beint í bakið á hörfandi hernum, og brottflutningur verður að -- rout.
Ef þ.e. raunverulega rétt, að lélegustu hermennirnir séu aftasta liðið.

  1. Annaðhvort eru Rússar að gera herfileg mistök, þannig að -- undanhald líklega snúist yfir í enn stærri sigur Úkraínu.
  2. Eða, að Rússar virkilega ætla að sprengja stífluna.
    Í leiðinni, að fórna óreyndu hermönnunum, í þá hættu að hugsanlega drukkna.

M.ö.o. aðgerðin að sprengja stífluna, sé þá aðgerðin -- sem ætlað sé að stoppa Úkraínuher; að leyfa óreyndu hermönnunum að drukkna að enhverju verulegu leiti, sýni þá að í augum rússneskra yfirvalda, séu þá líf þeirra -- nær einskis virði metin.

Það kemur í ljós á næstunni, hvað akkúrat er satt!
Fylgist með fréttum!

 

Kv.


Harðir bardagar sl. daga í Úkraínu: Í Donetsk þ.s. Rússar hafa sókn, á móti sækir Úkraínuher fram í Lugansk og Suður-Úkraínu! Sl. viku virðast sóknarlínur lítt hafa færst, þrátt fyrir harðar orrustur!

Rússar virðast verjast með betra skipulagi sl. 2-3 vikur, sem skýrist kannski af því -- Rússar verja í dag minna landsvæði. En sl. 2-mánuði, hefur Úkraína náð að minnka heildar-landsvæði er Rússar halda í niður í 17% af heildar-landsvæði Úkraínu.
Víglínur eru samt ennþá, yfir 1.000 mílur að lengd.
Með minna landsvæði, geta Rússar betur varist með það lið þeir hafa.
Að auki, má vera að -- Rússar hafi nú ívið betri herstjórnendur í Úkraínu.

  1. Þ.s. Úkraína, sækir nú fram á - tveim víglínum.
  2. Rússar á einni.
  • Má vera, mannfall halli nú á Úkraínu.
  • Hinn bóginn, hefur Úkraína nú - a.m.k. 4 sinnum stærri her.
    Auðvitað í Úkraínu.
    Þannig, að líklega hefur Úkraína nú, frekar efni á mannfalli.

Úkraína, er að rembast við að ná sem mestum árangri í sókn.
Áður en eiginlegur vetur hefst í Úkraínu.

Heimildir:

  1. Institute For Study of War.
  2. MilitaryLandNet.

Rússland fullyrðir að eigin her hafi orsakað mikið mannfall í liði Úkraínu.
Hrundið mörgum árásum -- á sama tíma, lætur Úkraína ekkert uppi.

  • Miðvikudag, óskaði landstjóri Rússa á Kherson svæðinu, eftir því formlega við yfirvöld Rússlands, að brottflutningur almennra borgara hæfist sem fyrst.
    Landstjóri Rússlands útskýrði ekki ástæður þessa, fyrir utan að halda því fram að Úkraínuher hefði gert sprengju-árásir á svæðum er ógnaði skv. fullyrðingu landstjórans, lífi og limum íbúa.

Kherson svæðið í Úkraínu!

Frétt Reuters - 2ja daga gömul:
Kherson plan is for 'deportation', not 'evacuation - Ukrainian official.

  • Ég held það sé alveg ljóst, að stjórnvöld Rússlands, hefðu ekki formlega samþykkt aðgerðina, ef engin veruleg ástæða væri að ætla; að sókn Úkraínu næði að skila árangri.
    Úkraína, stefnir að því að hrekja lið Rússa, yfir Donets fljót, sem sést á mynd sem blá lína að baki víglínu Rússa þar.

Það eru deildar meiningar - hvað Rússum akkúrat gengur til.

  1. Sem dæmi, fullyrða sumir aðilar -- að Rússum gangi til, að þvinga íbúa til Rússlands; m.ö.o. sé hafið svokallað -ethnic cleansing.-
  2. Einnig hef ég heyrt haldið fram, að Rússar séu að flytja á brott, aðila er hafi unnið með Rússlandi, er gætu verið í hættu síðar meir.

Ég legg ekki fram nokkra skýringu sjálfur. Enda engin leið að vita hvað er í gangi.
Það væri a.m.k. rökrétt, að flytja brott svokallaða -collaborators.-
Hinn bóginn, gæti einnig verið rökrétt, að þvinga brottflutning íbúa, pent til þess að þeir íbúar geti ekki hugsanlega aðstoðað Úkraínuher, með marvíglegum hætti.

Það ætti fljótlega að sjást á umfangi brott-flutnings, hvað sé í gangi.
En það ætti ekki að vera mögulegt að fela, að ef sá er afar stórfelldur.

Donbas svæðið, þ.e. Lugansk og Donetsk!


Skv. MilitaryLandNet:

Ukrainians are slowly, but surely advancing towards Svatove. The enemy attempted to regain lost positions in the direction of Lyman, but was not successful.

Russian forces increased the number of attacks in Donetsk Oblast, primarily in the vicinity of Donetsk, but the main force remains focused on Bakhmut.

  1. Á þessari mynd, er sókn Úkraínu í Lugansk, í efsta horninu.
  2. Meðan, svæðið nærri Bakhmut þ.s. Rússar hafa beitt hörðum árásum nú í 2-vikur, er fyrir miðju.

Eftir því sem best fáist séð, haldi varnir Úkraínu, í Donetsk gegn sókn Rússa við Bakhmut - Rússar hafi tekið 4 þorp vikuna á undan, en í sl. viku hafi bardagar verið harðir áfram; en að virðist án nokkurra tilfærsla á víglínum.

Á sama tíma, séu Úkraínumenn -- að nálgast Svatove í Lugansk héraði.
Sem sé a.m.k. ekki minna mikilvæg, en Bakhmut.
Sú sókn seiglist fram, meðan Rússar efli þar varnir.

 

Niðurstaða

Má segja að þoka stríðsins rýki nokkuð þá viku sem er liðin, þ.s. aftur virðast Úkraínumenn - lítið vilja segja. Meðan að Rússar virðast í dag, mun tunguliprari en þeir voru almennt talið -- mánuðina á undan. Það geti verið breyting.
Hinn bóginn, sé varlegt að treysta yfirlýsingum Rússa.
Að Úkraínumenn, séu aftur í -- þagnar-bindindi, þarf ekki að þíða mikið.

Sennilega er markverðasti atburðurinn, beiðni landstjórnanda Rússa á Kharkiv svæðinu, um brottflutning. Ekki er vitað - akkúrat hverja á að flytja á brott. Né er fjöldi þeirra þekktur.

Orðræðan á netinu hefur verið hvöss -- :

  • allt frá ásökunum að Rússar ætli að stunda þjóðflutninga á Úkraínu-búum, ásökun um þjóðernis-hreinsanir m.ö.o. Tilgangur að gera her þeirra auðveldar fyrir að berjast á svæðinu.Þ.e. þurfa ekki samtímis, að gæta sín gagnvart óvinveittum almennum borgurum.
  • yfir í að, menn reikna með því, að Rússum gangi einungis til, að bjóða þeim er hafi unnið með Rússum, þann valkost að fara yfir á Krímskaga.

Hvað akkúrat sé í gangi ætti að blasa fljótlega við. T.d. ætti umfang flutninga, annað-hvort að útiloka sögur um þjóðflutninga, eða styðja við þær.
En það ætti ekki vera mögulegt að dylja það ef flutningar á fólki eru stórfelldir.

Við á litla Íslandi getum einungis haldið áfram að fylgjast með.

 

Kv.


Virðist hafa hægt á sókn Úkraínu-hers sl. daga, eftir hraða sókn dagana á undan - Rússland virðist hafa hert árásir í Donetsk héraði, þó án mikils árangurs - spurning hve mikið skemmd Kerch brúin er?

Það er ekki undarlegt að hraðri sókn fylgi síðar - minni sóknarhraði.
Fyrsta lagi, þarf her að melta þau svæði sem tekin hafa verið yfir, þ.e. skipuleggja varnir þar gegn hugsanlegri gagnsókn, tryggja öryggi á þeim, og að sjálfsögðu þurfa hermenn einnig hvíld.
Fyrir utan, að andstæðingurinn leitast við að skipuleggja nýja varnarstöðu, þá mætir her í sókn, aftur vaxandi einbeittri mótspyrnu, þarf þá að þétta raðir að nýju - það eitt hægir einnig á sókn.
Af margvíslegum ástæðum sé ekki undarlegt, sóknarhraði sé breytilegur.

MilitaryLandNet - hefur einnig kort af sömu stöðum!
Afar áhugaverð kort, hvet fólk til að opna þann hlekk og skoða!

Gegnumbrot Úkraínu-hers var einkum á Norður-sóknarvæng við Kherson.
Þar náði Úkraínu-her tuga kílómetra framrás, er leiddi til töku á annan tugs af smærri byggðalögum á svæðinu. Sókn Úkraínuhers, Norð-Vestan megin, náði samt þrýsta Rússum aftur um - einhverja kílómetra, náði þar með -- nokkrum smærri byggðalögum.
--Rússar gerðu gagnárás á þann sóknarvæng, rétt fyrir helgi, þeirri árás virðist hafa verið hrundið.


Árásir Rússlands-hers sl. daga í Donetsk eru forvitnilegar!

Umliðna viku framkvæmdu Rússar töluvert þéttar árásir á víglínu Úkraínu-hers, ath. -- sunnan við þau svæði þ.s. Úkraínuher hefur haft öfluga framrás undanfarnar vikur í A-Úkraínu.

Skv. lýsingu MilitaryLandNet - : Sjá einnig kort, opna hlekk.

  • Ukrainian forces repelled a Russian attack in the vicinity of Yakovlivka.
  • Fighting continues on the streets of Bakhmutske and Soledar.
  • The enemy pushed south of Bakhmutske and attacked Ukrainian positions in the direction of Krasna Hora. The attack was repulsed.
  • Russian forces advanced by a few meters towards Bakhmut.
  • The enemy entered Vesela Dolyna and the nearby Zaitseve. Ukrainian forces reportedly retreated from both settlements amid the worsening situation. However, as we lack evidence that Russian forces are indeed in full control of the said settlements, they are marked as contested for now.
  • Russian sources reported the capture of Odradivka and Mykolaivka Druha. This was indirectly confirmed by Ukrainian General Staff, because they reported a repelled attack in the direction of Andriivka.
  • Ukrainian defenders repelled Russian attacks towards Kurdyumivka, Mayorsk and in the area of Zaitseve (southern one).

Skv. því, hörfaði Úkraínuher frá Vesela Dolyna, Zaitseve - Odradvika, Mykolaivka Druha.
Rússlandsher gerði frekari árásir í átt að Bakhmut, Kurdymivka, Mayorsk og Krasna Hora.

  1. Ástæðan að ég segi þetta forvitnilegt.
    Þarna virðist einkum á ferli, málaliðaher - undir nafninu Vagner.
    Og tilgangur þeirra sveita, er líklega stórum hluta pólitískur.
    Þ.e. í samhengi Rússlands.
  2. M.ö.o. Vagner sveitirnar séu þarna líklega að fórna stórum hluta eigin sveita.
    Til að þrýsta á Úkraínuher, í Donetsk.
    Þó Úkraínuher virðist hafa hörfað frá 4 þorpum, þá virðast varnirnar þ.s. skipti mestu máli við Bakhmut, halda.
    Að auki sennilegt að Vagner sveitirnar séu að bíða mikið mannfall.
  3. Vagner-sveitirnar á hinn bóginn, styrkja pólitískt -narrative- í rússn. samhengi.
    Þ.e. ásakanir að aðal-herinn sá hinn rússn.
    Sé undir lélegri herstjórn.
    Vagner-virðist krefjast aukins krafts í stríðið.
    Og auki, þetta eflir orðstír Vagner-sveitanna, þannig þær kannski fá flr. nýja meðlimi; á móti komi líklegt mannfall hljóti vera mikið.
  • Móti komi, að líklega væri það skynsamara, að þessi her væri að styrkja varnir Rússlands -- í Lugansk, þ.s. Úkraínu-her, er í hraðri sókn.
  • Það sést vel á kortinu, hve bláa svæðið er nú miklu stærra - en þessi nýja framsókn Rússa í Donetsk. Fyrir utan sókn Úkraínu í Lugansk, er enn í gangi.
    Samanborið við sókn Úkraínuhers -- eru þessar árásir, pinpricks.
  1. Það er eins og að mála-liða-sveitirnar, er í vaxandi mæli virðast manna línur Rússa, sl. 3 mánuði!
  2. Séu ekki að vinna með meginher Rússa; nema þegar þeim er stjórna þeim, sýnist svo.
  • Þær séu m.ö.o. ákveðið -kaos-element- er ég tel heilt yfir, lýsa vaxandi hnignun stríðs Rússa í Úkraínu.

Einhverju leiti megi líkja þessu við Ardenna-sókn Hitlers 1944.
(Ath. önnur Ardenna-sókn 1940 leiddi til falls Frakklands það ár)
Er frekar flýtti fyrir stríðs-lokum, en að tefja fyrir þeim.
Því, Þýskaland Hitlers hafði þá færri hermenn til að verjast þ.s. máli skipti.

En ég er töluvert viss, að mun gagnlegra væri að senda lið, til að hægja eða jafnvel leitast við að stoppa sókn Úkraínu - í Lugansk.
Sem blússar enn fram, en að gera árásir með miklu mannfalli á varnir Úkraínu í Donetsk.

Það er eins og að -- málaliðs-sveitirnar, séu orðnar að nokkurs konar, vinstri hönd.
Sem eigi nú í vaxandi mæli í minnkandi samskiptum við, hægri hönd regular-hers Rússa.

Sergey Surovikin!

Russia appoints new overall commander for its military in Ukraine

Sergey Surovikin er nýr yfirmaður herafla Rússa í Úkraínu!
Skv. fregn AljaZeera, er mikill fögnuður meðal háværra fastista er styðja Pútín.

  1. Surovikin er yfirmaður frá flugher Rússlands.
  2. Ekki landher Rússlands.

Who is Surovikin, Russia’s new commander for the war in Ukraine?

Í Sýrlandi, stóð hann fyrir skipulegum loftárásum á uppreisnarmenn í sýrlenskum borgum.
Þær árásir voru þekktar fyrir harðneskju og miskunnarleysi almennt.
Hinn bóginn, fæ ég ekki séð að sömu aðferðir séu nothæfar í Úkraínu.

  1. Uppreisnarmenn í Sýrlandi - höfðu engar loftvarnir.
  2. Aftur á móti, ræður Úkraína yfir, afar öflugum loftvörnum.

Þ.s. Surovikin kemur frá flughernum, fæ ég ekki séð, þekking hans.
Sé líkleg að valda einhverjum straumhvörfum.

  • Kannski verður aukin áhersla á, eldflauga-árásir, og loftárásir.
  • Hinn bóginn, virðast Rússar nær eingöngu beita þeim á byggðir Úkraínu.
    Þó það valdi mannfalli almennra borgara.
    Hafi slíkar árásir nánast enga hernaðarlega þíðingu.
  • Eins og kom fram í Seinni-Styrrjöld, þá brjóta árásir á almenna borgara.
    Ekki niður bardaga-vilja.
    Ég meina, t.d. ekki tókst nasistum er þeir börðust um Leningrad, að brjóta niður varnarvilja borgarbúa, þó árásis Nasista á þá borg dræpu yfir milljón af íbúum þeirrar borgar.
    Sögulega séð m.ö.o. virðast árásir á almennar byggðir, litlu skila.
    Þá meina ég, í hernaðarlegu samhengi.

Mér virðist samt sam áður, skipun Surovikin benda til þess.
Að slíkar árásir aukist!

Það gæti þítt, að afstaðan í Rússlandi sé orðin sú -- öll Úkraína sé óvinur. Ef Rússland geti ekki stoppað sókn Úkraínu-hers. Muni Rússland leitast við á móti, um að refsa Úkraínu - eða hefna sín á Úkraínu - með því að drepa eins marga almenna borgara og framast unnt er; með eldflauga-árásum á almennar byggðir Úkraínu.
--Kannski, muni Surovikin einnig beita flughernum meir, þó óhjákvæmilega mundi á móti Úkraína skjóta enn flr. Rússn.herflugvélar niður.

Kerch-brúin er ekki sjáanlega það mikið skemmd!
This satellite image provided by Maxar Technologies shows damage to the Kerch Bridge

Hluti brúarinnar sem er hærri, er fyrir lestir.
Hluti neðri brúar fyrir umrferð bifreiða virðist hafa hrunið!

  1. Rússar hleyptu lest í gegn um brúna, á hinn bóginn - skv. fregnum var hún tóm af varningi; þannig að óvíst sé að - brúin þoli fullan þunga hlaðinnar lestar.
    Það verði því að skoðast sem, hugsanlegt að -- járnbrautar-brúin sé einnig skemmd.
    --En mér var sagt af manni sem taldi sig skilja hlutina, að það geti verið þ.s. eldur lék um tíma um styrktarbita brúarinnar er halda járnbrautar-teinunum uppi á kafla, að það geti hafa leitt til þess; að stál-styrkingar í þeim styrkar-bitum hafi skemmts, þar með burðar-geta brúarinnar á þeim kafla -- rénað.
    --Það geti því verið, að brúin á þeim kafla, beri - ekki þá þyngd sem hún var smíðuð fyrir lengur. Það komi í ljós, hvað það þíði fyrir flutninga Rússa þar yfir.

  2. Umferð léttari bifreiða þ.e. einkabíla, hafi einungis verið heimil um vega-brúna, neðan við járnbrautar-brúna. Það bendi sterklega til þess, að burðar-virki þess hluta brúarinnar sé klárlega skemmt á kafla.

Skv. því, minnkar flutningageta brúarinnar!
Þ.s. flutningabílar geta ekki notað hana a.m.k. um hríð.
Það geti einnig verið, að lestar-brúin ofan við vega-brúna, beri ekki heldur fullan þunga.
--Tjón Rússa gæti því verið mikið!

  • Þetta getur skipt verulegu máli.
    Þ.s. her Rússa í S-Úkraínu er undir miklum þrýstingi.
    M.ö.o. minnkun flutninga til þeirra, það eitt.
    Getur skipt máli. Þegar sá her þurfi stöðugar vista-sendingar.

Traffic resumes on Crimea bridge, probe into blast under way

Íbúðablokk stórskemmd í borginni, Zaporizhzhia

This picture shows a residential building damaged after a strike in Zaporizhzhia.

Deadly Russian missile attack hits Ukraine’s Zaporizhzhia city

Þetta er líklega þ.s. við sjáum meira af, þ.e. árásum beint á byggðir.
Hefndar-árásir Rússlands, þ.s. Rússar geta ekki stoppað framrás hers Úkraínu.

  1. Minnir um sumt á áherslu Adolf Hitlers -- á hefndarárásir.
    V1 og V2 flugskeyti Hitlers, gegndu þeim tilgangi.
  2. Hernaðarlegt gagn þeirra árása.
    Var ca. núll.
    En í þær var gríðarlegu miklu púðri varið af hálfu Nasista, skv. skipunum Hitlers.

Mér virðist skipan, Surovikin -- benda til sambærilegrar áherslu.
Hefndarárásir, eins og hjá Hitler, á almenna borgara.
--Hernaðarleg gagnsemi, líklega nákvæmlega engin eins og hjá Hitler.

Þetta virðist gerast hjá fasískum ríkisstjórnum, að þegar grefur undan þeim.
--Þá verða þeir reiðari, svo áherslan verður á -- dráp án tilgangs.

Bendi hér á nýlegt viðtal við David Petraeus hershöfðingja!
 

 

 

Niðurstaða
Mig grunar að Rússland sé að endurtaka hugsana-gang Adolfs Hitlers, er fjaraði undan.
V - stóð fyrir -Vergeltungswaffen- þ.e. hefndar-vopn.
Hver var hefndin? Fyrir það, að stríðið fór að ganga illa.
V-vopnin voru tekin í notkun, 1943 og 1944, einmitt er stríðið var að tapast.

Nasistarnir voru reiðir, áherslan fór yfir á það að - drepa almenna borgara.
Vegna þess, að þegar á þann punkt stríðsins var komið.
Var ósigur þá þegar orðinn nær algerlega öruggur.

Mér virðist, að Rússar séu komnir í sambærilegan þanka-gang.
Þ.e. skipun yfirmanns úr flugher sem yfirstjórnanda Úkraínu-stríðs.
Lýsi líklega breytingu á fókus, af sambærilegu tagi.

Þ.e. á það sem mætti nefna, hefndarárasir - alveg sama hugsun og hjá Hitler.
Þannig, að héðan í frá verði enn meir ráðist með eldflaugum á byggðir Úkraínu.
Þó svo að sögulega séð virki þær árásir - eiginlega, aldrei.

Þá sé samt gripið til slíks, vegna þess -- menn eru ekki enn tilbúnir til að hætta.
Þó stríðið sé tapað - líklega þegar, eins og hjá Hitler.
Þá séu hóparnir í Rússlandi er styðja stríðið, og Rússlandsstjórn.
Alveg eins og Hilters-Þýskaland 1943-1944, ekki til í að hætta.

Þetta hljómar vaxandi eins og, að Rússlands-stjórn ætli að berjast þar til yfir líkur.
Vegna þess, að þó svo að ákveðin samkenni séu með 1943-1944, þá er samtímis margt ólíkt -- sbr. Úkraína sé ólíkleg að sækja að Moskvu.

Þá geti það þítt, að þó svo að Úkraína mundi halda áfram að sækja fram.
Þá geti svo farið, að Rússland hætti ekki eldflauga-árásum á byggðir Úkraínu.
Jafnvel þó að Úkraína hugsanlega sparkaði Rússlands-her alfarið úr landi.
--Kannski svo snemma sem ca. um nk. jól eða áramót.

Það gæti jafnvel farið svo, að Rússar reyndu 3ju innrásina í Úkraínu.
M.ö.o. þeir neituðu að hætta, alveg burtséð hvað!
Segjum, kannski rúmlega ári seinna - Úkraína mundi sjálfsögðu grafa sig niður á landamærunum, og undirbúa heitar móttöku slíks hers - ef af yrði.
--Þ.e. Rússland gæti ekki hugsað sér að hætta, þrátt fyrir að hafa tapað.

 

Kv.


Er Pútín að gefa a.m.k. einhverjum hluta - Donbas? Pútín virðist styrkja lið sitt í S-Úkraínu, a.m.k. ekki enn sjáanlega hersveitir Rússlands í Donbas! Fall Lyman í A-Úkraínu, skapar nýja gagnrýni í Rússlandi á stjv.Rússl. -- hvar er liðsstyrkurinn?

Menn eru farnir að velta fyrir sér hvort Pútín sé að gefa Donbas-svæðið eftir.
A.m.k. að enhverju leiti, því -- enn er Pútín að styrkja her sinn í S-Úkraínu.
Meðan að sjáanlega eru lítil merki þess, að sveitir Rússa í Donbas fáið aðstoð!

Þetta er farið að skapa nýja gagnrýni á rússnesk stjórnvöld, frá últra þjóðernissinnuðum Rússum, er hafa til þessa stutt stjórnvöld Rússlands!
--Þeir auðvitað, velta fyrir sér, hvað er í gangi.
Af hverju fái liðið í A-Úkraínu, ekki nýjan liðsstyrk - ekki flr. tæki?

Institute for Study of War - Ukraine Conflict Updates

The defeat around Lyman also indicates that Russian President Vladimir Putin – who has reportedly been micromanaging Russian commanders on the ground – is deprioritizing defending Luhansk Oblast in favor of holding occupied territories in southern Ukraine. Ukrainian and Russian sources consistently indicate that Russian forces continued to reinforce Russian positions in Kherson and Zaporizhia oblasts, despite the recent collapse of the Kharkiv-Izyum front and even as the Russian positions around Lyman collapsed.[6] The decision not to reinforce vulnerable Kupyansk or Lyman front lines was almost certainly Putin’s, not that of the military command, and suggests that Putin cares far more about holding the strategic terrain of Kherson and Zaporizhia oblasts than he does about Luhansk Oblast.

Er m.ö.o. Pútín að gefa Donbas svæðið - a.m.k. einhverju leiti - eftir?

  1. Pútín getur hafa ákveðið, Rússland skorti lið til að halda samtímis - Donbas, og Suður-Úkraínu svæði þ.s. Rússland einnig hersetur.
  2. Og getur hafa ákveðið, að það skipti meira máli, að halda Kherson og Zaporizhia svæðunum í S-Úkraínu.

Hinn bóginn, þarf ekki heldur vera að slík formleg ákvörðun sé til staðar.
Einfaldlega að Pútín - haldi að liggi meir á að stykja varnir nærri Kherson, og Zaporizhia.
--Þar eru hörð átök, en þau eru minna í fréttum, þ.s. stærsti hluti hers Rússa í Úkraínu virðist á þeim slóðum -- og þar mætir hann, að virðist, megin-kjarna hers Úkraínu.

  1. Það getur bent til þess, mannfall í þeim átökum sé mikið.
  2. Þó átökin hafi ekki komist mikið í fregnir, þ.s. engir stórir staðir hafi enn fallið.

Það gæti skírt, af hverju Pútín, sendir lið til að styrkja varnir þar.
Þrátt fyrir að Rússland sé að tapa stærri landsvæðum í Donbas.

Við getum ekki vitað auðvitað nákvæmlega hvað Pútín gengur til.
En ef Donbas svæðið fellur fyrir rest, þá gæti her Úkraínu náð nýjum vinkli að Suður-Svæðinu, þ.e. her Úkraínu í Donbas, mundi fyrir rest leita Suður í nálgast þá her Rússa á Suður-svæðinu frá Suð-Austri.
--Stefna að Mariupol, síðan lengra S-Austur ef Mariupol félli aftur til Úkraínu.

  • Til lengri tíma litið, mundi stefnan að fórna Donbas -- skapa því nýjan sóknarvinkil í átt að vörnum Rússa á Suður-svæðinu.

Spurning -- gæti stríðið verið búið með úkraínskum sigri, fyrir Jól?

Kadyrov blamed the commander of the Central Military District (CMD), Colonel General Alexander Lapin, for failures around Lyman. Kadyrov’s attacks gained significant traction within the Russian information space and indicate that the rift between Russian traditional and non-traditional forces is likely growing. Kadyrov stated that Lapin, responsible for the ”central” group of forces in Ukraine, failed to properly equip units operating in the Lyman area and moved his headquarters far from the frontlines. Kadyrov also accused the Russian General Staff and specifically Chief of the General Staff, Army General Valery Gerasimov, of covering up Lapin’s failures. Wagner Group financier Evgeniy Prigozhin publicly agreed with Kadyrov’s criticism of Lapin, saying that the higher military command should fight “barefoot with machine guns on the frontlines.”[4] Milbloggers and state television hosts praised Kadyrov‘s and Prigozhin’s critiques of the Russian military command, adding that the command is corrupt and disinterested in Russian strategic goals.[5] Kadyrov, Lapin, and Prigozhin are all operating in the Donbas sector, and such comments indicate the strains within the Russian forces operating in Ukraine and their leadership. The Kremlin may be amplifying such criticism to set informational conditions for personnel changes within the higher military command in weeks to come.

Gagnrýni leiðtoga Téténa og stjórnenda málaliða-hópa er vinna fyrir Rússland í Donbas, virðist sýna vaxandi -- skort á trausti milli þeirra hópa.
Og herstjórnar Rússlands!
--Það virðist almennt samþykkt meðal þeirra, herstjórnin sé í molum.
Ásakanir um spillingu eru áhugaverðar.

Það getur auðvitað verið, að Pútín sé e-h að spila með þá gagnrýni.
ISW t.d. heldur að Pútín sé í seinni tíð, að gefa skipanir beint til hersins.
--Hinn bóginn, kannski hentar honum, að nota herinn sem blóraböggul, fyrir skipanir sem hann sjálfur gefur.

Sbr. mína síðustu færslu: Alexander Khodakovsky yfirmaður herafla 'Donetsk People's Republic' - virðist ekki telja herútboð Vladimir Pútíns líklegt að skila árangri fyrir Rússland í stríðinu við Úkraínu, og Vesturlönd! Mjög forvitnileg skoðun, er kemur á óvart!

Yfirmaður hers -Donetsk Peoples Republic- er einnig ósáttur með stöðu mála.
Gagnrýni hans, var einnig afar hörð - og hann dróg upp afar dökka mynd.
Af stöðu mála í Donbas, fyrir hersveitir Rússa undir hans stjórn.

Það sé því ljóst að vaxandi gjá sé til staðar milli hersveita á svæðinu.
Og yfirstjórnar hersveita Rússa!
--Ef Pútín er sá í dag, sem ákveður alla hluti.

Þá er þetta óbeint gagnrýni á ákvarðanir Pútíns.
Þ.e. undir rós, þ.s. líklega þori þeir ekki - að nota nafn Pútíns.
Er þeir gagnrýna með hörku, ákvarðanir teknar er varða hersveitir Rússa.

 

Mynd frá Úkraínuher - Lyman sést í baksýn!

Russia Ukraine War Day In Photos
Fall Lyman er auðvitað vítamínsprauta fyrir Úkraínu! Tímasetningin er pínleg fyrir Pútín, þ.s. Lyman fellur daginn eftir yfirlýsingu Pútíns um innlimun!
Hersveitir Úkraínu, virðast strax á hreyfingu -- lengra en Lyman.
Að sögn féll þorpið Torske - á veginum Vestan megin við Lyman, á laugardag.

Það kemur í ljós hvað meira Úkraínuher gerir í kjölfarinu.
En fall Lyman að sögn þeirra er telja sig þekkja.
Veikir stöðu Rússa á svæðinu, því í Lyman - er mikilvæg samgöngu-miðstöð.
Vegir og járnbrautir mætast þar, þannig að flutningar Rússa verða erfiðari.

Það væntanlega þíði, að hersveitir Rússa sem her Úkr. nærri Lyman mæta næst.
Þurfa þar með, að fá flutninga lengra að -- er líklega veldur töfum á vistaflutningum.
Að fá ekki næg skotfæri, jafnvel matvæli - styrkir ekki vilja hers til að veita viðnám.

  • En greinilega er sókn Úkraínu í Donbas ekki hætt.

Skv. frétt er Úkraína að fá nýtt tæki! 155 mm SpGH Zuzana 2
File:Slovak Ground Forces Zuzana 2 first time outside Slovakia (1).jpg

Þetta virðist nýtt tæki hers Slóvakíu.

German Defence Minister Christine Lambrecht has announced the delivery of 16 wheeled armoured howitzers from Slovakia to Ukraine for the coming year in a deal Berlin is partly financing.

The systems of the type Zuzana would be produced in Slovakia and financed together with Denmark, Norway and Germany, the minister told public broadcaster ARD after returning from her first trip to Ukraine since the beginning of the Russian invasion on February 24.

The relevant production facilities are available in Slovakia, Lambrecht said. “This shows how important it is to keep exploring such possibilities together with one’s partners, but then also to implement them,” the minister added.

Ég veit sára lítið um þetta tæki, þ.s. það er á hjólum líklega hentar það síður utanvegar, en getur líklega notast utan vega þ.s. jörð er nægilega hörð undir.
Hinn bóginn, er marka má Wikipedia er vega hraði hámark, 80km/klst.

Mesta drægi fallstykkis, 155mm NATO -- 40km.
Fljótt á litið virðist þetta henta vel Úkráinu - að flestu leiti.
Ef marka má Wikipedia, er þetta tæki nýlega lokið þróun.
--Þ.e. framleiðsla hófst 2022.

Er flaggskip hergagna-iðnaðar Slóvakíu.

Þetta sýni, að þetta sé ekki síður -- Evrópu-stríð.
En óbeint milli Bandar. og Rússlands.

 

Niðurstaða
Hegðan Rússa í seinni tíð er lýsir greinilegri örvæntingu.
Stórskrítin ræða Pútíns á föstudag þ.s. hann kallaði Vesturlönd fasískt einræði, án gríns, og setti málið fram sem baráttu góðs og ílls, Rússl. í hlutverki réttlætis.
Pútín getur nefnt hluti því sem hann vill.
En honum lág svo mikið á, Rússland var ekki búið að skilgreina nákvæmlega mörk þess lands, sem skv. skipun Pútíns er tekið hernámi og innlimað í Rússland!

  1. Kremlin spokesperson Dmitry Peskov declined to specify the borders of the newly annexed territories in a September 30 conversation with reporters:
    [the] Donetsk and Luhansk People's Republics [DNR and LNR] were recognized by Russia within the borders of 2014. As for the territories of Kherson and Zaporizhia oblasts, I need to clarify this. We will clarify everything today.
  2. DNR head Denis Pushilin added that even the federal district into which the annexed territories will be incorporated remains unclear:
    What will it be called, what are the borders—let's wait for the final decisions, consultations are now being held on how to do it right.

Í ákveðnum húmor -- þíðir það, að Pútín hefur sveigjanleika.
Þ.e. hver landmörkin -- raunverulega endanlega verða!
Einu landmörkin er liggja fyrir, séu um svæði er Rússl. hafi stjórnað síðan 2014.
Hitt virðist ekki enn ákveðið -- þannig, fljótandi.

Og auðvitað á meðan, halda Úkraínu-menn áfram sókn sinni!
Ef Pútín, bíður lengi mað ákvörðun landa-merkinga.
Gæti tæknilega það farið svo, að landsvæðin undir stjórn Rússa, verði verulega minnkuð áður en þeim ákvörðunum er fullu lokið.

Það setur spurningar um raunverulega merkingu þeirrar ákvörðunar frá föstudag.
Fyrir utan, að þ.s. eginn utanað-komandi hefur viðurkennt yfirtöku Rússlands!

  • Ekkert af löndum Mið-Asíu, ekki Xi - ekki Modi, ekki í Asíu né Afríku, eða Ameríkum, né Evrópu.
  • Þar fyrir utan, er her Úkraínu í dag -- greinilega sterkari en her Rússlands.

Ekkert er bendir til þess að Úkraína sé á þeim buxum að hægja hvað þá að stöðva sína sókn. Alexander Khodakovsky herstjóri - Donetsk Peoples Republic - lýsti vel vanda hersveita Rússa á Donbas-svæðinu:
--Skort á hæfu fólki - skort á fólki - skort á hergögnum, tækjum.
M.ö.o. virtist Khodakovsky mér afar svartsýnn vera.
Hann sagði fullum fetum -- að senda 300Þ. óþjálfaða einstaklinga.
Mundi ekki að hans mati, snúa stríðinu Rússlandi í hag.
Þvert á móti, óttaðist hann þ.s. hann kallaði -- að Rússland gæti drukknað í jarðarförum.
Án þess að þær fórnir skiluðu árangri er réttlætti þær fórnir.

Þ.s. lýsing Khodakovski passar við aðrar upplýsingar. Virðist staða hersveita Rússa í Donbas, afar afar slæm -- ef þ.e. svo að Pútín sé að auki að svelta þær sveitir með hergögn og liðsstyrk, væntanlega þíði það að sókn Úkraínu í Donbas heldur líklega áfram að skila góðum árangri.
--Ég gæti trúað því að hugsanlega allt Donbas svæðið falli fyrir jól, eða jafnvel ívið fyrr en það.

Hugsanlega eins og ég stakk upp á, að stríðinu gæti lokið fyrir jól.
Þá auðvitað með fullum ósigri Rússlandshers í Úkraínu.

Varðandi hugsanlega notkun á kjarnorkuvopnum.
Hafa Bandar. sagt Rússlandi -- það yrði -catastrophic.-
Bandar. hafa ekki útskýrt þau orð.
En það eru hörðustu orð ég man eftir að Bandar. hafi notað nokkru sinni.
Síðan svokölluðu Köldu-Stríði lauk.

Mig grunar það geti þítt, hernaðarárásir á skotmörk innan Rússlands.
Þ.e. bandar. stýriflaugar með venjulegar sprengjur.
--Hótun Bandar. er auðvitað til þess, að fæla Pútín frá því að nota kjarnabombur.
En ef Pútín gerði það, yrðu Bandar. væntanlega að standa við stóru orðin.
--Það muni væntanlega setja málin á nýtt stig, stórfelldar sprengju-árásir innan landamæra Rússlands. Ekki síður, en að ef Rússar beita kjarnabombum.

Ég sé ekki ástæðu að ætla að Bandar. meini ekki þ.s. þau segja.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband