Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

Komið að því að ef ná skal fram loftslagsmarkmiðum, þarf að setja mikinn kostnað á samfélögin! Gæti samfélags-uppreisn gegn loftslagsmarkmiðum brotist út ef kostnaðurinn lendir fyrst og fremst á fátækari hluta almennings?

Skv. áhugaverðir umfjöllun Financial Times stendur til að setja á afar háan kolefnis-skatt í Evrópusambandinu, sbr.:

Who will pay? Europe’s bold plan on emissions risks political blowback

  1. Since January, the EU’s largest economy has introduced a de facto tax of €25 per tonne of carbon on petrol, diesel, heating oil and gas to ramp up the cost of dirty energy and incentivise greener ways of living. 
  2. It means millions of Germans will be paying more at the petrol pumps and in their heating bills.
  • The German carbon pricing model may soon go Europe-wide.
  • Brussels is using it as a blueprint for its plans to extend the emissions trading scheme  — its carbon pricing market — to swaths of the economy this summer as part of its goal of becoming the world’s first net zero emissions continent by 2050.

For a growing number of EU governments and some green activists, Brussels ambitions’ risk throwing Europe’s poorest inhabitants further into energy poverty by making them shoulder the burden of the bloc’s rush towards net zero.

They fear that without an accompanying system of mass state subsidies and financial compensation, carbon pricing will be a regressive tool that will punish millions of Europe’s poorest families who live in rented or social housing and are stuck with petrol-driven cars — ultimately serving to undermine public support for the EU’s ambitious climate goals.

  1. Right now the people directly impacted by Europe’s carbon price are a few thousand companies rather than millions of people,says Pascal Canfin, -- a French MEP and head of the European parliament’s environment committee.
  2. He warns that Brussels will have to offer ways to alleviate the hit on consumers who face higher electricity bills, or risk -- creating a major economic shock for the poorest households.

------------------

Allt þetta er augljóslega rétt, að ef fjölmennir hópum er ítt út í fátækt, þá klárlega verður gríðarleg reiðibylgja! Gilets jaunes -- gæti þá orðið stormur í tebolla í samanburði.

  1. Hinn bóginn er einnig augljóst, að ef ekki er verulega mikið dregið úr losun! Verður hitun lofthjúps meiri þar með þau vandamál er hitun lofthjúps fylgja.
  2. Á móti kemur, að mesta hættan er fyrir lönd nærri Sahara svæðinu fyrir Sunnan og Norðan, þ.s. stór svæði líklega verða að auðnum sem nú ekki enn eru -- er leiði þá fram svakalegar flóttamanna-bylgjur.
    --Og hugsanlega útbreitt hungur í mörgum löndum í Afríku.

Spurningin er einfaldlega hvort samfélög Vesturlanda - eru fær um að takast á við þetta vandamál, að minnka losun nægilega mikið.
--Til þess að þær hamfarir verði ekki.

  1. Auðvitað er rétt að það eykur mjög vandann, stjórnlaus mannfjölgun í fætækustu löndum heims.
  2. Afríku-búum getur fjölgað nær 2-falt fram til 2050.

--Yfir sama tímabil og Vesturlönd ætla sér að stefna að -- net zero.

Hinn bóginn er augljóslega svo að verulega mikil hætta er á samfélags uppreisn, því það er alveg á tæru að -- net zero. Næst ekki fram án líklega verulegrar kararýrnunar!
--Þá er spurningin, hvernig geta menn deilt henni niður þannig að fátækir hópar upplyfi það ekki sem frámunalega ósanngjarnt?

Ef það tekst ekki, ef fjölmennir hópar almennings upplyfa breytinguna ósanngjarna. Þá gæti komið fram sú samfélagslega uppreisn.
--Sem margir eru farnir að óttast.

  1. Þá gætum við séð pólitíska hreyfingu til þeirra sem hafna prógramminu rísa það hátt.
  2. Að hreyfingar er vilja hafna því, eða draga a.m.k. verulega úr því.

--Gætu hugsanlega náð fram pólitískum meirihluta.

Þessi deila gæti orðið hin stóra samfélagsdeila nk. ára.
Það er deilan um skiptingu kostnaðarins af aðgerðum gegn loftslags-hlínun!
--Ég held að möguleikinn á samfélagsuppreisn sé raunverulegur.

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss um að þ.s. margir vara við er raunveruleg hætta.
En hvað mundi gerast - segjum - ef allt fer á versta veg og prógrammið mistekst?
Þá meina ég, meirihluti almennings þvingar fram að markmiðin nást ekki?

Þá auðvitað líklega verður fyrir rest, það sem margir spá, hungursneyðir í fjölda fátækra landa, sérstaklega út frá Sahara svæðinu - eftir því sem þurrkar breiðast út til sístækkandi svæða og hungur-vofan breiðist þar til fleiri landa!
Þá getur vart gerst annað en ósakplegur flóttamannavandi brjótist út.

Segjum að harður pópúlismi sé þá ríkjandi í Evrópu.
Þá gæti stefnan endað í þeim farvegi, að tekin yrði upp afar hörð stefna gagnvart slíkum flóttamanna-bylgjum.
--Nettó útkoma; íbúar Evrópu pent leyfðu umfram fólksfjölda Afríku að deygja út.

Ég fullyrði ekki að sú voða-framtíð verði að veruleika.
En möguleikinn á henni er sannarlega hærri 2n '0'.
--Veruleg fækkun ibúa fátæku landanna, mundi tæknilega séð hjálpa því að hlínun loftslags næði fyrir rest jafnvægi.

 

Kv.


Hvít-rússnesk yfirvöld framkvæmdu flugrán á Sunnudag er þau þvinguðu flugvél á alþjóðlegri flugleið yfir landið til þess að handtaka farþega um borð! Evrópusambandið er að taka ákvarðanir um harðar refsiaðgerðir er taka gildi fljótlega!

Í mörg ár hefur verið samkomulag við stjórnvöld landsins um yfirflug farþega-véla sem fljúga yfir án lendingar í Hvít-Rússlandi, að þvinga slíka flugvél til lendingar er greinilegt brot á því samkomulagi. Það sem virðast ætla vera viðbrögð ESB eru þá hárrétt!

  1. Útlit fyrir að allt yfirflug milli Evrópulanda yfir landið, hætti snarlega.
  2. Ekki liggur enn fyrir akkúrat, en útlit fyrir hertar refsi-aðgerðir gegn stjórnvöldum í Minsk, og einka-aðilum er tengjast stjórnvöldum í Minsk.

Þetta eru augljóslega tilfinnanlegar aðgerðir fyrir stjórnvöld og aðila starfandi þar.

  • Ekki er enn ljóst hvort frekari aðgerðir verða.
    Sbr. frekari efnahags-refsiaðgerðir.

EU agrees sanctions on Belarus for forcing down flight

Roman Protasevich, 21 eins árs andófsmaður og Hvít-Rússi, er hefur landvistarleyfi í Litáen, hefur búið þar síðan 2019, var handtekinn.
Sakarefni að hafa skipulagt fjöldamótmæli innan Hvít-Rússlands, og almennt andóf gegn stjórnvöldum í Minsk.
Hann hefur starfað sem blaðamaður fyrir pólskan fjölmiðil, sem birt hefur mikið af efni um mótmæli innan Hvít-Rússl. gegn Minsk stjórninni.

Þannig að Minsk uppnefnir hann -foreign ageng- sem virðist orðið að standard hnjóðs-yrði um alla þá sem eiga þátt í umfjöllun um eða skipulagningu mótmæla þarlendis.

  1. Rétt að benda á, að mótmæli eru alls staðar heimiluð á Vesturlöndum.
  2. Þarf ekki til þess sérstaka heimild.
  • Hinn bóginn, hafa Hvít-Rússn. yfirvöld tekið upp sömu reglu og í Rússl.
    Þ.e. reglan sé að mótmæli séu bönnuð.
    Nema sérstök heimild fáist.
  • Sem er auðvitað aldrei veitt - ef um er að ræða mótmæli í andstöðu v. stjv.

Þannig að skv. því er andstaða við stjórnvöld hreint og beint, ólögleg!
Sama gildir í Rússlandi, að tæknilega er ólöglegt að lísa sig andvígan stjv. landsins á opinberum vettvangi.
--Hin klassíska regla einræðisins, að banna skoðanir sem þeim hentar ekki.

Yfirvarp sem gefið var er Mig-29 vél skipaði RyanAir vélinni að lenda, að sprengja væri um borð -- síðan var Roman Protasevich handtekin strax í og vélin var lent.
--Að sjálfsögðu trúir enginn heil-vita maður því að yfirvöld í Minsk, hafi haft upplýsingar um sprengu -- heldur hafi tilgangurinn einungis verið handtaka Roman Protasevich.

  • Eðlilega líta yfirvöld grann-landa sem á málið sem alvarlegt brot stjórnvalda Minsk á settum samningum og gildandi alþjóðalögum um -- alþjóðlegt yfirflug.

Minsk rífur kjaft - þar virðast menn nú viðhafa sama kjaftinn og heyra má frá Kreml.

 

Niðurstaða

Það kemur engum á óvart að Kreml styðji við aðgerðir Minsk stjórnarinnar. Sennilega duga aðgerðir Evrópusambandsins ekki til að breyta afstöðu Minsk. 
Hinn bóginn, með aðgerð sinni hefur Minsk greinilega brotið gildandi samkomulag um yfirflug.

Tæknilega er til leyfi-leg undanþága sem heimilar aðgerð svipaða þeirri er Minsk greip til.
Hinn bóginn, á sú undanþága alls ekki við þetta tilvik.

  • Undanþágan vísar til þess, að ef grunur er um að -- flugvél sé að yfirfljúga í öðrum tilgangi en þeim að flytja farþega, sbr. ef um njósna-flug væri að ræða t.d. 

RyanAir flugið flutti greinilega einungis farþega milli landa, almennt farþegaflug - með birtan farþegalysta, o.s.frv.

 

Kv.


Ekki héldu blessuðu stíflurnar lengi er reistar voru ætlað að stoppa að hraun flæddi að Suðurstrandavegi!

Eins og fram kemur á RÚV flæddi hraunið pent yfir varnargarða sem hróflað var upp dagana á undan í von um að stoppa hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi.
Virðist sem að varnargarðar hafi verið nánast -- engin fyrirstaða.
Enda þótt reistir upp í 8 metra.
Voru varnargarðarnir samt lægri heldur en hraunstraumurinn.
--Hraun-straumurinn virðist eins og mulnings-vél.

Skv. Rúv mynd tekin í morgun laugardag er hraunáin ruddist hratt að garðinum ca. metri að það næði yfir m.ö.o. hraun 7 metra þykkt við hann garður 8 metra hár!

 

Nokkru seinna náði hraunið yfir Eystri-varnargarðinn og fór að renna niður Nátthaga!

Hraunið rann á töluverðum hraða niður í Nátthaga.

Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg og að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg.

Einhverjar efasemdir hef ég að það virki frekar að stífla hraunið þar fyrir neðan.
Greinilega virkaði ekki að stífla það nær gosstöðinni.
Af hverju ætti stífla frekar að virka þegar nær dregur sjó?

Áhugavert Myndskeið frá Víkurfréttum!

Annað myndskeið frá RÚV!

  1. Sannarlega er hraunið kaldara fjær.
  2. En það þíðir það verður úfnara.
  3. Og rennur þá hægar og enn þykkara.

Ekki dugði 8 metra garður nær gosstöðinni.
Hraunið verður líklega töluvert þykkara þegar það nálgast Suðurstrandaveg.
En það var er það rann yfir 8 metra garðinn.

Það sem bent er á, hversu gríðarlegir kraftar eru í gangi.
Straumurinn er ekki einungis heitur.
Hann er einnig eins og risastór mulnings-vél.

Ef menn ætla sér að stoppa tja - t.d. 15 metra hraun-vegg.
Mundi líklega þurfa afar myndarlegan garð.
Ekki gleyma hraunið mundi hækka við hann er hann myndaði hindrun.

Ég held að Suðurnesja-menn verði að sætta sig við -- bæ bæ Suðurstranda-vegur.
A.m.k. í þann tíma sem gosið stendur.
Það gætu verið einhver ár.
--Það gæti streymt svo lengi þarna niður, að hraunið myndi töluvert nes á þeim stað það nær sjó, ef maður gerir ráð fyrir að gosið vari um áraraðir.

 

Niðurstaða

Mér virðist að það sé ljóst að það virki alls ekki að stífla fyrir hraun-straum. Ekki einungis það að hraun sé afar heitt m.ö.o. yfir 1000°C glóandi, heldur að hraun er mun seig fljótandi en vatn er þíðir - að hraun rennur yfirleitt verulega þykkar en vatn gerir - þar fyrir utan þá þíðir massinn í hrauni að hraun-straumur hafi gríðarlegt afl.
Ef menn mundu prófa aðra stíflu neðan við Nátthaga, þá mundi hraunið án vafa hrannast upp við garðinn, og pent hækka þar til það færi yfir -- þó garður væri hugsanlega allt að 2-falt hærri en 8 metra garðurinn sem hraun streymdi yfir eftirmiðdag laugardag nánast að virðist án nokkurrar sjáanlegrar umtalsverðrar fyrirstöðu.

Mig grunar að þetta gos eigi eftir að standa lengi, þ.e. um árabil.
Og að hraunflæðið líklega muyndi nokkurt nes út frá þeim stað það rennur í sjó.
Það verður örugglega flott sjónarspil, mikil gufa - gríðarlegar gufusprengingar.
Það er sveitabær rétt utan við Grindavík, þaðan verður örugglega frábært útsýni með handsjónaukum.

Ég held að alls all ekki verði óhætt að fara verulega nær látunum er verði er glóandi hraun og haf mætast -- en flott sjónarspil verður það án efa.

 

Kv.


Eru einhverjar líkur á að varnar-garður gegn hraunstraum haldi? Mér finnst efasemdir þar um afar skiljanlegar - eftir allt saman er hraun ekki vatn og vatn er ekki 1000°C heitt!

Hugmyndin virðist að varnar-garður búinn til úr efni hróflað upp með gröfum úr næsta nágrenni, síðan þjappað niður með vélum; geti stöðvað hraun-straum.
Þetta er ekki svokallaður - leiðigarður.
Heldur raunveruleg stífla.
M.ö.o. lokað er á þá leið sem hraun-straumurinn liggur.
--Í von um að það leiði til þess að hraunið hækki meðfram garðinu.
--Garðurinn haldi.

Fyrir rest leiti hraunið síðan inn í annan dal - í aðra átt.
Sem er stór og hraun tæknilega ef hugmyndin virkaði gæti verið lengi að safnast fyrir í.

Vilja beina hraunflæðinu í Merardalabaðkerið

Mynd tekin af hluta hraunsins úr gosinu!

 https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/gos_mynd_hraun.jpg

En eru raunverulega einhverjar líkur á að garðurinn haldi, burtséð frá hve mikið hann er hækkaður?

Gosið hefur stækkað -- eina ferðina enn, eins og mér kom til huga að það gæti:

Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?

Meiri kraftur hefur komst í steymi hrauns, menn fóru í skyndingi að hrófla upp garði fyrir strauminn --> Þetta virðist skyndi-hugmynd, eins og menn allt í einu skyldu, að það væri yfirvofandi að hraunið mundi taka Suður-stranda-veg.

  1. Spurningin er hvað gerist með garðinn, þegar hraunið far að safnast upp við hann.
    --Ekki gleyma því, að þó yfirborð hraunsins sé storkið.
    Þá er undir storknaða yfirborðinu, bráðið hraun.
  2. Spurningin sem ég velti upp, hvaða áhrif hefur það á garðinn.
    Þegar hraunið hleðst upp -- þá hlýtur bráðið hraun á einhverjum punkti að liggja upp við hann, undir storknaða yfirborðinu.
  3. Sjálfsagt dreyma menn um, að garðurinn stoppi hraunið - þá kólni það þar við hann.
    Það sem undir sé, storkni þá einnig.
    --Hinn bóginn, er einnig stöðugt að hlaðast meira hraun frá eldstöðinni.
    Hún mundi halda stöðugt að bæta meir við.
    Þar með, bæta stöðugt við nýju bráðnu hrauni, er væri að streyma undir yfirborðinu.
  4. Vegna þess, grunar mér að -- bráðið hraun muni haldast undir, meðan hraunið safnast upp við garðinn.
    --Ekki gleyma heldur, að hraunið hefur gríðarlegan kraft, eins og risastór jarðíta.
    Hraunð sem bætist við, þrýstir sér ekki bara undir storknaða yfirborðið.
    Það einnig ítir storknaða hluta nýja hraunsins á undan sér, við sem höfum gengið meðfram hrauninu - höfum heyrt brothljóðin, þegar með brauki og bramli nýtt streymi hrauns ítir á þ.s. fyrir er komið, og virkar eins og jarðíta.
  5. Þ.s. ég vísa til, að hraun er mun þéttara en vatn.
    Þar með mun þyngra, m.ö.o. líklega ekki minna þétt en efnið í garðinum.
    Að auki, verður líklega bráðið hraun uppi við garðinn sjálfan mjög fljótlega.
    --Þ.s. mig grunar, að bráðna hraunið -- byrji að bræða sig undir garðinn.
    M.ö.o. fari að grafa undan honum.
  6. Sannarlega tæknilega, geta verktakar skóflað stöðugt meira efni ofan á, er garðurinn hótar að gefa sig.
    --En spurning er einnig, hve mikla áhættu með líf og limi þeirra má taka?
    En, eftir því sem meira bráðið hraun safnast upp.
    Verður atburðurinn sífellt hættulegri.
    --Þega garðurinn líklega gefur sig eftir rest.
  7. En mig grunar, að þegar það gerist - líklega allt í einu.
    Þá fari stór foss af bráðnu hrauni niður dalinn sem þeir eru að verja.
    Ef menn eru ekki búnir að færa tæki frá, þá fari þau líklega undir hraun með hraði.
    Fólk gæti átt fótum fjöri að launa.

Málið er að mig grunar að -- garðurinn gefi sig löngu áður.
En uppsöfnun hraunsins er búin að ná þeirri 8 metra hæð garðs sem er fyrirhuguð.
--Þ.e. bæði það að hraunið er eðlisþungt, mun meir svo en vatn, því með mikinn kraft.
--Og samhengið að gríðarlegur hitinn af hrauninu, mun -grunar mig- veikja garðinn.
Þegar það fari saman, þá held ég að garðurinn endist mun styttri tíma.
En þeir sem eru að reisa hann, virðast halda.

 

Niðurstaða

Ég skil vel að þessi garður er tilraun. Hinn bóginn, er þetta ekki sambærilegt við það þegar menn kældu hraun í Eyjum á 8. áratugnum. Það virkaði í Eyjum, vegna þess að gosið hætti fyrir rest. Annars hefði hraunið einfaldlega haldið áfram, burtséð frá gerðum mannsins.

Mig grunar að hitinn af hrauninu, m.ö.o. hugsanlega svo mikið sem 1000°C undir yfirborðinu, er hraunið safnist við garðinn -- muni veikja undirstöður garðsins.
Þar fyrir utan, sé þéttleiki hraun mun meiri en þéttleiki vatns, svo krafturinn af hrauni sé mun meiri -- en ef vatn væri að safnast upp við.
--Þéttleiki garðs úr efni, hróflað upp með hraði -- sé sennilega ekki gríðarlega mikill.
--Því styrkur þess garðs, ekki það rosalegur.

Þess vegna grunar mig að garðurinn -- fyrir rest einfaldlega taki af stað.
Þ.e. hraunið, íti honum fram og hann blandist við strauminn.
En er hann gefur sig, gæti orðið foss af hrauni niður í dalinn sem þeir eru að leitast til við að verja -- það gæti orðið hættuleg stund.
--Vonandi að enginn láti lífið.

 

Kv.


Átök í Palestínumanna við Ísrael færast á nýtt stig - með áherslu á réttindi íbúa landsins sem ekki eru gyðingar! Óeirðir gyðinga-hópa og Ísraels-araba vekja ekki sömu athygli, og átök við Hamas! En þau láta Ísrael lítur út sem land á barmi borgarastríðs!

Spurning hvort Ísrael er -- kannski á barmi borgara-stríðs. En átökin sem hófust fyrir viku, fóru af stað vegna deilna um íbúa-byggð í Jerúsalem, hinum gamla borgar-hluta.
Mál er fyrir dómi, þ.s. fullvíst er talið af gagnrýnendum, að dómur mundi falla ísraelskum aðilum í vil, sem vilja úthýsa fólkinu er býr á því svæði, þó svo það hafi búið þar í margar kynslóðir -- þá einhvern veginn virðast réttindi íbúa til eigin húsnæðis þeirra sem ekki eru gyðingar í hinum gamla borgar-hluta Jerúsalem er fyrir 6-Daga-Stríðið laut Jórdaníu; alls ekki vera virt í Ísrael.
En marg-ítrekað hafa ísraelskir dómstólar, vísað frá réttindum fólksins sem þar býr til eigin húsnæðis, burtséð frá kynslóða-byggð þess þar; síðan svæðinu verið úthlutað til gyðinga.

  1. Þetta er að sjálfsögðu merki um djúpstætt óréttlæti.
  2. Um þetta mál, sýður upp úr í ísraelsku samfélagi.

Auðvitað fléttast inn í þetta, átök um Al Aqsa moskuna í Jerúsalem, en dagana þar á undan hafði lögreglan í Ísrael, gert ítrekuð áhlaup á mótmæla-stöðu sem þar hefur verið.
Sú mótmælastaða tengist öðru deilu-máli, um svokallað -- temple mount.

Áhugavert hvernig Hamas óbeint hjálpar ríkisstjórn Ísraels!

U.S. Says It Has 'Limited' Ability to Stop Raging Israeli-Palestinian  Conflict

En það er viðvarandi misrétti, sem fullkomlega bersýnilega er þaul-skipulagt innan Ísraels.
Sem veldur að sýður upp, öll reiðin brýst fram, og það sem lítur vaxandi mæli út sem víðtæk samfélags-átök hafa brotist út.
--Það er hvað er nýtt, að hópar gyðinga og araba, eru í óeirðum á götum úti.

Enda lýsir forsætisráðherra Ísraels því margsinnis yfir - að þessi ólæti verði ekki liðin.
En stjórnin í Ísrael, virðist máttvana gagnvart þeim!
--Það er einnig nýtt!

  1. En ég hef lengi velt því fyrir mér, hvenær sýður þetta óeðlilega samfélag upp.
  2. En það hefur litið í langan tíma út sem samfélag, á leið í borgarastríð.

--Spurning, er það borgara-stríð að hefjast?
Átökin við Hamas, virðast mér fyrst og fremst -distraction- ekki -the real event.-

  • En ímsu leiti má segja þau séu hentug fyrir ríkisstjórn Ísraels.
  • Nánast eins og Hamas, sé að koma ríkisstjórn Ísraels til aðstoðar.

Því þau átök, dreifa athyglinni frá því atriði -- samfélagið sjálft í Ísrael virðist vera að sjóða upp úr.

Arab-Israeli uprising: ‘This time it’s different’

Tamer Nafer, a Palestinian rapper from Lod, the Israeli city gripped in a paroxysm of communal violence between Jews and Arabs, thought he had seen it all.

This time it is different, a kind of reawakening born of 70 . . . years of oppression, -- In this country, equality is a technicality — this is a Jewish country, and its national anthem itself ignores two million Arabs and Christians.

The Arab-Jewish violence has challenged the Israeli narrative of peaceful coexistence and its assertion that all citizens are treated equally.

Arabs, who make up a fifth of the population, say their daily lives are circumscribed by the bureaucratic and legal discriminations ingrained into Israeli law.

Israel has dozens of laws that discriminate or apply only to Arabs, according to Adalah, a group which advocates for equality for Arabs and Jews.

  1. The immediate trigger for this week’s unrest was a volatile mix of issues on a crowded calendar — a court ruling due on the anniversary of Israel’s conquest of Jerusalem that would have seen Palestinians in occupied East Jerusalem evicted from their homes ...
  2.  images of heavy-handed Israeli police beating Muslim protesters at al-Aqsa mosque during Ramadan prayers ...
  3. Jewish extremist and settler mobs marched through Haifa and Tiberias chanting -death to Arabs-.
  4. Arab protesters have burnt synagogues and Jewish schools. Dozens of Jews have been assaulted, hundreds of their cars have been burnt.

Israel faces existential questions with uprising by Arab citizens

David Gardner bendir á hvernig Netanyahu hefur sjálfur - tekið þátt í því að dreifa sundrung haturs innan ísraelsks samfélags!

  1. Síðast þegar kosið var í Ísrael -- on election day itself, he used social media to sound the alarm that -Arabs- were -voting in droves-
  2. The dog-whistle insinuation was that Israel’s citizens of Palestinian origin, although a fifth of the population, were a fifth-columnist threat to the Jewish state.
  3. As Gershon Gorenberg, an activist in Israel’s much diminished peace camp tweeted: For once Bibi [Netanyahu] didn’t ask us to fear Iran today. He asked us to fear each other.
    --Nákvæmlega, hreinn og beinn haturs-áróður.
    --Nánast eins og Netanyahu væri að bregða sér í líki Hitlers, er Hitler var að dreifa hatri gegn Gyðingum.
    Slíkar aðferðir verða ekker heilagari, þegar gyðingur vísvitandi dreifir hatri og tortryggni gagnvart hluta íbúa eigin lands.
  4. Netanyahu followed this in July 2018 by getting a so-called nation-state law through the Knesset, declaring that Jews alone have an exclusive right to self-determination in Israel.
    --Þannig innsigla stöðu annara borgara Ísraels, sem annars flokks borgara.
    --Með lakari réttindi.
    Samtímis, og hann var að kóa með gyðings-legum haturshópum fyrir sitt leiti.

Þessi hegðan að sjálfsögðu fór ekker framhjá íbúum Ísraels öðrum en gyðingum.

 

Trúað fólk trúir að réttur gyðinga byggist á því að guð hafi gefið þeim landið fyrir nærri 3.000 árum! Hinn bóginn, þá getur vel verið að Palestínu-menn séu hluti af tíndum kyn-kvíslum hins forna Ísraels.

  1. Fyrsta forsenda, er að guð sé til - guð sé almáttugur - guð sé einnig alvitur - guð hafi skapað alheiminn - guð hafi sent trúboða til Jarðar - Abraham hafi verið einn af þeim, guð hafi raunverulega gefið þetta land fyrir nær 3.000 árum til kyn-kvísla Ísraels hins forna.
    --Ef maður gefur sér þær forsendur, sem trúaðir gefa sér.
    --Og ályktar síðan út frá þeim forsendum.
    En einnig því sem Gamla-Testamentið segir um Ísrael hið forna, og sögu þess.
  2. Þá auðvitað blasir við, Assirýa hin forna, réðst inn í landið helga fyrir meir en 2.500 árum, nam burt stóran hluta íbúa hins upphaflega Ísraels.
    --Það fólk eftir það, telst til svokallaðra -- tíndra kynkvísla.
    --Hinn bóginn, ef guð er alvitur, þá þekkir guð samt sitt fólk.
    Burtséð frá því hvort það fólk þekkir sjálft sig eða ekki.
  3. Núverandi Gyðingar skv. trúar-sögunni, eru einungis ein til tvær af hinum fornu kyn-kvíslum Ísraels hins upphaflega forna ríkis.
    --Hinn bóginn, er engin ástæða að ætla að brottnumdir íbúar hins forna Ísraels hafi verið allir drepnir, mun sennilegar að þeir hafi tínt uppruna sínum og þeirra afkomendur séu þar af leiðandi enn til.
  4. Ef við gefum okkur, að stofnun Ísraels sé guðs vilji.
    Einnig að guð sé almáttugur og alvitur.
    Og að auki, hann þekki sitt fólk burtséð frá hvort það þekkir sig sjálft.
    --Þá blasir við að guði sé lófa lagi að tryggja, að tíndar kynkvíslir hópist einnig til landsins helga, þó þeir hafi gleimt sínum uppruna.

Punkturinn er sem sagt sá, að ef menn trúa á alvitran - almáttugan guð, að sá ætli kyn-kvíslum Ísraels hins forna sérstakt hlutverk.
--Þá skv. trúar-sögunni, er það hlutverk ætlað öllum kyn-kvíslunum. Einnig þeim tíndu.
Bendi aftur á, alvitur - almáttugur guð, þekkir þá sitt fólk allt með tölu burtséð.

Þannig að ef slíkur guð raunverulega vill að Ísrael sé endur-stofnað.
Þá líklega skv. því innra röksamhengi trúar-innar.
Hefur guð tryggt einnig að afkomendur tíndra kynkvísla Ísraels séu þar líka.

  1. Þá verða átök Ísraela innbyrðis við annað það fólk sem býr í landinu helga.
  2. Að átökum kynkvísla hins Ísraels forna.

En tíndar kynkvíslir hafa skv. trúar-sögunni, sama rétt og þær sem ekki tíndu sér.
Ef sú greining á trúar-setningum Biblíunnar er rétt ályktuð.
--Þá er það rétt nálgun, að vilja bera klæði á vopnin, m.ö.o. sætta hópana.

Þá er það einnig rétt afstaða, að vilja fá gyðinga til þess að veita hinum hópunum -- sama rétt á við þá.

 

Niðurstaða

Hópa-átökin innan Ísraels sjálfs, eru miklu stærri ógn fyrir líklega Ísrael. En sennilega stríð Ísraels við Araba voru, fyrir utan -- sjálfstæðis-stríðið 1948.
Hamas á meðan, er nær engin ógn!
Það eru samskiptin við milljónir íbúa landsins annarra en gyðinga, sem eru hættuleg þróun.
Netanyahu hefur sjálfur tekið mikinn þátt í því að skapa þá spennu.
Með því að færast sífellt nær - haturs-hópum gyðinga, sem vilja færa Ísrael yfir í ástand, er væri nánast það sama og ríkti í Hitlers Þýskalandi fyrir Seinna-Stríð.

En áður en nasista-stjórnin fór að myrða gyðinga, skipulega afnam hún þeirra réttindi - svipti þá eignum sínum, tróð þeim síðan í gettó þ.s. mann-þröng var óskapleg.
Eftir að hafa einangrað gyðinga frá samfélaginu, hófst síðan seinni hluti áætlunar.
--Það sem þessir öfgahópar gyðinga vilja, sem Netanyahu dillar við -- er að framkvæma fyrri hluta sambærilegrar áætlunar við aðgerðir nasista gegn gyðingum.
--Þ.e. afnema borgara-réttindi öll þeirra sem ekki eru gyðingar, svipta þá einnig eigna-rétti yfir sínum eignum, síðan troða þeim í -- gettó.

Það er einmitt hin sorglega þróun, hvernig samfélagið í Ísrael -- virðist stefna hraðbyri í að endurtaka margt af því sorglega sem -- nasistar gerðu gyðingum.
--Ekki er enn of seint að snúa við frá slíkri -- haturs-stefnu.

Rökrétt eflir skipulagt misrétti, reiði þeirra sem slíkt misrétti beinist gegn.
Og slík reiði getur einmitt brotist fram í óeirðum.
--Spurning sem er mikilvæg fyrir framtíð Ísraels.

Hvaða vinkil tekur Ísrael á þær innanlands-óeirðir.
--Macron forseti, tók sig til og ræddi við hópa svokallaðra gul-stakka, og þeir fengu nokkrar tilslakanir í gegn -- sem fækkaði þeim er tóku þátt í óeirðum; þá átti lögreglan auðveldar við að binda endi á þær er þær ekki lengur nutu fjölda-stuðnings.
--Getur Netanyahu tekið slík skref, þ.e. rætt við það fólk sem hefur risið upp - og veitt raunverulegar tilslakanir er geta dugað eins og Macron gerði - til að draga úr óánægjunni?

Eða tekur Netanyahu það skref sem Assad steit í Sýrlandi sumarið 2011?
--M.ö.o. skref er leiddu til borgara-stríðs er lagði Sýrland algerlega í rúst.

  • Ísrael getur verið á barmi borgarastríðs.

 

Kv.


Yfirvofandi brottrekstur Liz Cheney úr leiðtogasæti fyrir Repúblikanaflokk - sýnir tök Donalds Trumps á flokknum styrkjast frekar en veikjast! Það gætu verið góðar fregnir fyrir Demókrata -- stuðningur Bidens nú: 53,5%! Trump náði aldrei yfir 50% múrinn!

Það er einmitt ástæða þess, að vaxandi tök Trumps á Repúblikanaflokknum.
Líklega eru góðar fréttir fyrir Demókrata!
Það hve óvinsæll vs. vinsæll Trump er!
--M.ö.o. hann var alltaf ívið óvinsælli en hann er vinsæll!
En á sama tíma er Biden, ívið vinsælli en hann er óvinsæll!

  • Þetta sást á þróun -approval/disapproval rating- á sl. kjörtímabili.
    Trump hékk alltaf -- nettó óvinsæll. Þó munur milli talna væri aldrei mikill.
    Meðan Biden, hengur vinsælli en óvinsæll, með ívið meiri mun milli talna.
  • Því eru það góðar fregnir fyrir Demókrata, að tök Trumps séu að styrkjast.
    Því -- Trump ef e-h er, fælir meir frá atkvæði, en hann laðar þau að!
    M.ö.o. fyrir sérhvern þann hann laðar að, fælir hann annan frá.
    Og það hallar ef e-h er, ívið meir í það hann sé atkvæðafæla.

Fyrir þá sem mótmæla því að Biden sé þetta vinsæll!
Rétt að benda á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum!

  1. Biden: 81.268.924 eða 51,3%.
  2. Trump: 74.216.154 eða 46.9%.

Ég get ekki séð í ljósi staðfestra kosninga-úrslita.
Að 53,5% -approval rating- sé klárlega ótrúverðug.

  • Bendi fólki á, að það er ástæða að ætla að ánægja meðal almennings í Bandaríkjunum hafi vaxið -- en líklegast leiddi útbreiðsla kófsins í Bandaríkjunum, til taps Trumps í forseta-kosningunum; meðan að almenn ánægja virðist nú ríkja í bandar. samfélagi með það hver tök nýrrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna hafa verið!
    --Meira að segja ca. 40% Repúblikana virðast taka undir það.
  • Skv. meðaltali kannana i Bandar. eru 62,6$ ánægðir með COVID aðgerðir stjórnarinnar.
    Með kófið í hraðri hnignun -- er rökrétt að sú ánægja skýni e-h inn í vinsælda-kannanir.

Sjá vef FiveThirtyEight: approval rating 53,5% -- Coronavirus crisis responce 62,6%.
Það sem gerir þann vef trúverðugan, þetta er raunverulegt meðaltal kannana!

Liz Cheney - Elise Stefanik!

 

Trump, House GOP leaders endorse Elise Stefanik to replace Liz Cheney -  Axios

Það áhugaverða, í stað Liz Cheney - kemur þingmaður með miklu mun, vinstri sinnað -voting record!

Ég er eiginlega sammála -Maga- hópnum í gagnrýni á Stefanik, m.ö.o. grunar hana um að vera klassískan tækifæris-sinna!

Það sem vekur athygli er, að Stefanik þegar skoðað er hvað hún greiddi atkvæði með vs. atkvæði gegn - sem þingmaður.
Þá er hún greinilega verulega vinstra megin við Liz Cheney.

  1. Sbr. Stefanik 78% með Trump, voting record.
  2. Liz Cheny 93% með Trump, voting record.

--Cheney er eftir allt saman, erki íhaldsmaður. Þrátt fyrir ruddalega framkomu til hennar.

Liz Cheny hefur sem sagt, mun oftar greitt atkvæði með laga-tillögum frá Trump.
En Elise Stefanik!
--Hinn bóginn, hefur Stefanik virst gæta sín á, að vera alltaf opinberlega sammála pólitískum yfirlýsingum Trumps.

Þannig að ég er alveg sammála -Maga- pressu gagnrýninni, að Stefanik líti ekki út eins og Trumpisti -- eina ástæða þess að verið er að bola Cheney frá.
--Er að Cheney hafnar - fullkomlega ósannaðri kenningu Trumps um stolnar kosningar.

En það virðist nú orðin að -loyalty- prófraun í Repúblikana-flokknum.
Ertu með eða ekki með Trump - í því að kosningarnar hafi verið stolnar.
--Þeir sem lísa sig ósammála, eru útmálaðir sem svikarar.

Hræðslan við Trump-sinna innan flokksins er greinileg.
Og þ.e. ástæða til að gruna - að margir séu Trumparar-in-name-only.
--Þarna vísa ég til ruddalegrar skilgreiningar -RINO- m.ö.o. Republican_in_name_only.

Það eru þeir kallaðir, sem voga sér að vera ekki - sammála Trump.
M.ö.o. lísa sig ósammála honum, í einhverju mikilvægu máli!

  • Þ.e. alveg klassísk mannleg hegðan, að spila með.
    Ef menn eru hræddir. M.ö.o. þykjast sammála!
  • Það virðist líklegt, margir Repúblikanar séu nú - að spila með.
    Í von um að tími Trumps líði hjá.

Menn auðvitað sjá hve hart er gengið gegn, sérhverjum er - lísir sig ósammála.
Þannig það eru yfrið nægar ástæður að ætla, að ímsir haldi hausnum niðri, vonist til að sigla í gegn meðan Trump er þarna enn til staðar.

MAGAworld pans Stefanik

 

Vandinn er auðvitað sá, er flokkurinn er - Trump-ista-flokkur-eingöngu - að þá mjókkar skírskotun hans augljóslega!

Það verður líklega gróði Demókrata!

  1. Það er enginn vafi, að Repúblikanar töpuðu þingsætum í Georgíu. Vegna deilna um - meintar stolnar kosningar!
  2. Bendi hérna á áhugaverða könnun: Könnun tekin í Apríl. Því ekki gömul!

    66% óháðra hafa neikvæða skoðun á Trump! 33% þeirra hafa jákvæða!
    --Þ.e. til muna mikilvægari stærð, en skoðanir þeirra er kjósa Demókrata.
    En þ.e. afar erfitt að sjá Trump vinna nokkra stóra kosningu - með drjúgan meirihluta óháðra á móti honum og skoðunum hans.

    50% óháðra hafa jákvæða sýn á Biden. 49% óháðra hafa neikvæða sýn.
    Biden hefur þarna greinilega ákveðið forskot í að nálgast óháða.
    Þó margir óháðir séu greinilega skeptískir - eru þeir minna neikvæðir.

    Þegar lítill munur er í kosningu. Getur þetta verið nóg til að skila sigri.

    60% óháðra eru ósammála Trump um stolnar kosningar. 24% sammála!
    29% Repúblikana eru ósammála Trump um stolnar kosningar. 60% sammála!

  3. Ég sný þessu svona -- því þ.e. áhugaverðara að sjá, hlutfall ósammála Trump.
  • Ca. 1/4 Repúblikana skv. því, er ósammála því kosningunni hafi verið stolið.

Að sjálfsögðu skiptir þetta máli.
Því þetta er fylgi, sem Repúblikana-flokkurinn gæti hrist af sér.
Ef -grievance- kenningin verður höfð afar hávært í fyrirrúmi í Repúblikana-flokknum.
--Sem flest bendi til að verði.

  1. Ef Repúblikana-flokkurinn fær ekki 1/4 af sínu venjulega fylgi.
  2. Vinna Demókratar nær pottþétt.

--Það gerðist nákvæmlega í Georgíu.
Þ.e. þegar Trump rétt fyrir þing-kjör þar, keyrði hart á -grievance- kenninguna.
Þá sat hluti Repúblikana heima.

Í kjöri þ.s. munur var lítill, var það meir en nóg að tryggja tap.
-------

Ofurháhersla á -grievance- kenninguna, er því líkleg að skila slæmum kosninga-útkomum.
Ef svo fram sem horfir, að hún taki algerlega flokkinn yfir.
--Þannig að enginn Repúblikani vogi sér að múkka við henni.

Síðan verði hamrað á henni áfram!

  1. Vegna þess, að 1/4 Repúblikana-kjósenda er ósammála.
  2. Og samtímis, eru 3/5 óháðra það einnig.

--Það pent þíði, meðan -grievance- kenningin sé í hávegum.
Líklega geti Repúblikana-flokkurinn ekki unnið almenna kosningu.

  • Nema í algerlega öruggum kjördæmum.
  • Þ.s. flokkurinn hafi ekki öruggt meirihluta-fylgi, geti verið að kenningin útiloki alla sigur-möguleika, svo lengi sem hún sé ríkjandi innan flokksins.

Kreppur og uppgangur í Bandaríkjunum, mynd: Merk Research. Nýjasta kreppan frá Mars 2020!

Merk Research: U.S. Business Cycle -- recession??

Þetta er ein af þeim ástæðum af hverju ég tel að Demókratar muni vera ríkjandi í bandarískum stjórnmálum líklega nk. 10-15 ár!

  1. Trump hefur á móti sér, vera tiltölulega óvinsæll - verra fyrir hann.
    Fjölmennir kosninga-hópar er áður voru ekki á móti honum.
    Tóku afstöðu gegn honum.
    Erfitt getur verið að ná þeim til baka.
  2. Þar fyrir utan, heldur hann fast á lofti kenningu -- sem 60% Bandar.m. er ósammála.
    Hann ætlast til þess að allir flokksmenn hans, fylgi henni.
    Eða verði ella hraknir frá embættum innan flokksins.
  3. Síðan mun Biden '24 hafa svokallað -incumbent- forskot, þ.e. forskot sitjandi forseta.
    Afar sjaldgæft er í sögu Bandar. að forsetar nái ekki öðru kjörtímabili.
    --Trump lenti í kófinu, einu sinni per 100 ár atburði, margir Bandaríkjamenn töldu hann ekki hafa staðið sig í stykkinu - þar fyrir utan, að kófið leiddi fram kreppu.
    Líklega hefði hann unnið, með sitjandi forseta forskotið, ef þetta hefði ekki gerst.
    --Biden verður með sama - sitjandi forseta forskot.
  4. Líklegast mun Biden erfa nýja hagsveiflu.
    M.ö.o. ný uppsveifla fljótlega hefjast.
    Og Biden sennilega græða stuðning út á hana - skiptir engu hvort hún sé honum að þakka eða ekki.
    --Sitjandi forseta er yfirleitt þakkað, er vel gengur.
    --Og samtímis kennt um, ef illa gengur.
    Trump fékk að kenna á því síðar-nefnda er kófið hófst.
    En áður en það skall yfir, naut hann efnahags-uppsveiflunnar stóð yfir, þar til kófið hófst.

Þegar þetta fer allt saman!

  • Trump ívið óvinsælli.
  • Trump með óvinsæla kenningu, sem hann getur ekki sleppt að halda samt á lofti.
  • Biden verður sitjandi forseti í endurkjöri.
  • Og örugglega verður efnahags-uppsveiflan enn í gangi upp á leið.

Þá ætti rökrétt Biden að vinna frekar örugglega!

  1. Það mun að sjálfsögðu ekki hjálpa Repúblikönum, að Trump þvingi þá til að fylgja -- hans greinilega óvinsælu kenningu.
  2. Né, að Trump þvingi það fram, að flokkurinn verði að -slavish- fylgja duttlungum Trumps.
    --Eins manns skoðana-flokkur m.ö.o.
  3. Samtímis, njóta Demókratar eðlilegrar fylgis-aukningar vegna efnahags-uppsveiflu í þeirra tíð.
    --Skiptir engu öðru máli, en það - hún gerist í þeirra valda-tíð.

Þegar þetta fer saman, að sennilega verði önnur hagsveifla líklega í áratug.
Eins og hagsveiflan á undan!
Það fer saman, að - lamandi hönd Trumps, hangir á flokknum.
--En það að, þvinga flokkinn inn á eina skoðun, er rökrétt lamandi.
--Auk þessa, að gera að skildu - að fylgja skoðun sem 60% Ameríkana er ósammála.

Þá á ég von á því að Demókratar ráði landinu í a.m.k. ca. áratug, ef ekki ívið lengur.

Trump sé í reynd að gera flokknum ómöglegt að vinna almennar kosningar.
Nema á svæðum þ.s. Repúblikana-meirihluti er sterkur fyrir.
--Þannig líklega tapi Repúblikanar víðast þ.s. þeirra staða er tæp.
--Og líklega eigi ekki raunhæfan möguleika á að taka fylgi af Demókrötum.

Trump með því að negla flokkinn í -- eins manns skoðana-flokk.
Og geirnegla þeir verði að fylgja -- kenningunni hans.
--Tryggi þá útkomu.

Pólitíska útlegð Repúblikana-flokksins um töluverða hríð.

 

Niðurstaða

Flest bendi til þess að Trump sé að ná fullum tökum á Repúblikana-flokknum, þar með að þvinga flokkinn til að taka einarða afstöðu með -- kenningu um stolnar kosningar. Sem 60% Bandaríkjamanna er ósammála, þar með ca. 1/4 skráðra Repúblikana-kjósenda.

Augljóslega er þetta vandamál fyrir kjör-möguleika flokksins.
Tap flokksins í Georgíu þ.s. 2-þingsæti töpuðust til Demókrata.
--Sýndi þetta svart/á hvítu, m.ö.o. hversu atkvæða-fælandi sú kenning er.

Þar töpuðust 2-áður talin örugg þingsæti, til Demókrata.
Flest bendi til þess, að -slavish- fylgi-spekt við óvinsæla kenningu Trumps.
--Leiði fram frekari slíkar kosninga-ófarir Repúblikana.

Það er einfalt, ef stór minnihluti Repúblikana - er ætlast að fylgi skoðun sem þeir eru ósammála. Er líklegt að þeir -- sitji heima.
--Slík heima-seta, er meir en nóg til að tryggja Demókrata, hvarvetna þ.s. fylgis-munur er ekki mjög stór milli flokkanna.

Republicans drift ever further into Trumpism: Financial Times bendir á -

Trump lost the presidency, but his party did far better in non-presidential races. Millions of voters who endorsed Biden switched to Republicans down ballot.

Ábendingin, milljónir Repúblikana-kjósenda, skiptu seðlinum -- kusu Repúblikana til þings, en létu vera að kjósa Trump.
Eins og þekkt er, unnu Repúblikanar á í Fulltrúa-deild.
Samtímis er Trump sjálfur tapaði.
---------
Þess vegna er rétt að árétta aðvörunina um Georgíu. Að ef eins of flest bendi til, að Trump ætli að þvinga flokkinn yfir á stífa línu.
--Þannig að þingmenn verði að tala eins og Trump, og þeir geta.

Þá er hættan sú, að þeir skráðu Repúblikana-kjósendur sem ekki eru sammála Trump.
Muni ekki lengur fylgja flokknum - ef hann verður bara, Trump flokkur.
--Ef það eru svo margir sem þessir 1/4 sem eru ósammála því kosningunni hafi verið stolið.

Þá er algerlega á tæru, að Trump getur vissulega verið á leið með að leiða flokkinn yfir í töluverða útlegð frá helstu valda-stólum landsins.
--Flokkurinn megi vart við því, að verða eins manns flokkur - með óvinsæla kenningu sem kjarna-kenningu.

Samtímis og Demókratar eru svo ljónheppnir að stjórna þegar ný hagsveifla hefst, og líklega geta notið þeirrar fylgis-aukningar sem því vanalega fylgis sögulega.
--Að stjórna þegar uppsveifla er í gangi meðan viðkomandi stjórnar.

Eins og bent er á, þeir sem ráða er vel gengur - fá yfirleitt fylgi fyrir.
Meðan sérhverjum er stjórnar, er kennt - ef illa gengur.
--Skipti engu máli hvort þ.e. sanngjarnt/ósanngjarnt.

Dómur alþýðu sé yfirleitt þessi.
--Þess vegna eru Demókratar svo ljónheppnir að erfa nýju uppsveifluna.

Trump sé eiginlega að líklega að gera þeim greiða.
--Með því að þrengja fylgis-grunn Repúblikana-flokksins á sama tíma.

 

Kv.


Er Japans stund Kína komin? Skv. fréttum hefur íbúafjöldi Kína minnkað í fyrsta sinn á sl. ári - skýr vísbending Kína sé nú að umsnúast í fólksfækkun! Góðar fregnir fyrir Vesturlönd því útkoman óhjákvæmilega er slæm fyrir framtíð hagvaxtar í Kína!

2013 las ég áhugaverða skýrslu Alþjóða-Gjaldeyris-Sjóðsins:
Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?.
Það sem skýrsluhöfundar bentu á var, að flest benti til þess að fólksfjöldaþróun í Kína mundi snúast yfir í -- fækkunar-ástand á þessum áratug.

Þetta skrifaði ég 2013: Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!.

  1. Megin-munurinn á því sem nú blasir við og þ.s. þessi spá AGS setti fram er.
  2. Að útkoman er birtist nú, virðist svartari heldur en - dökku spárnar sem skýrslan setti fram 2013!

Skýrslan var ekki að íkja, ef eitthvað voru höfundar óþarflega varfærnir.

China set to report first population decline in five decades

Is China’s population shrinking?

China population: census expected to show decline, spur debate on key policy issues

In an unusual move, the country’s central bank earlier this month called for the immediate liberalisation of China’s birth policies, warning that the nation faces the risk of having a smaller share of workers supporting a higher burden for elderly care than the United States by 2050.

China’s Looming Crisis: A Shrinking Population

China to report first population drop in five decades

 

Að sjálfsögðu hægir afar mikið á hagvexti í Kína!

Auðvelt að útskýra af hverju!

  1. Þegar fólki fjölgar, þarf stöðugt að fjölga störfum - reisa nú hús fyrir vaxandi fjölda - leggja nýja vegi því umferð vex og vegna nýrra byggða - brýr og allt meðfylgjandi, rafmagn, vatn o.s.frv.
    Allt þetta skapar störf og því hagvöxt.
  2. Þar fyrir utan kaupir vaxandi mannfjöldinn sífellt meir af þörfu sem óþörfu.
    Og það skapar einnig störf og þar með hagvöxt.
  3. Ríkið fær meðfram þessu - sífellt auknar skatt-tekjur.

Þegar er fólksfækkun!

  1. Þarf mun minna að byggja, frekar að húsnæði losnar - vaxandi mæli enginn til að búa þar þannig svæði byrja að fara í eyði - það þíðir að ríkið lendir í sívaxandi mæli í því að vera með - infra-strúktúr - sem er vaxandi mæli stærri og dýrari en þörf er fyrir.
    Það fer að skorta fé til að viðhalda vegum og brúm, og mörgu fleiru - því skatt-tekjur ríkisins dragast saman.
  2. Samtímis, er vaxandi fjöldi á leið á eftirlaun, og þeir þurfa aukna sjúkraþjónustu, sem er dýr -- sem sagt, vaxandi fjöldi ómaga lenda á ríkinu --> Samtímis skatttekjur minnka.
    Þetta þíðir, að afkoma ríkissjóðs versnar stig af stigi.
    --Skuld-setning verður líkleg.
  • Þessa þróun sáum við á 10. áratug 20. aldar í Japan.
    Skulda-staða ríkissjóðs Japans hefur nú í ca. 20 ár verið kringum 300%.

 

Það þíðir ekki endilega að hagvöxtur verði 0 - en rökrétt hann verði afar lítill!

Meðaltali liðlangann 10. áratug 20. aldar, er áætlað að hagvöxtur í Japan hafi verið mjög nærri '0'.

  1. Kína aftur á móti, fer ekki líklega alveg svo langt niður.
  2. A.m.k. ekki alveg strax.

Ástæðan er sú, að Kína hefur enn liklega borð fyrir báru að efla innlenda neyslu.
Með því að heimila verulegar launa-hækkanir.

Þannig smám saman umbreyta hagkerfinu í fyrst og fremst neyslu-hagkerfi.
Það getur drifið hagvöxt kannski allt að 3% í einhvern tíma.

En auðvitað þá einnig vex kostnaður starfsemi innan Kína.
Kína hættir að vera kostnaðarlega aðlaðandi land til að framleiða.

  • Þróast yfir í svipað far og líklega Vesturlönd eru í - í dag.
    Sennilega mun Kína hagvaxtarlega svipa meir til Evrópu.
    Heldur en Bandaríkjanna.
  • Ég eiginlega á nú von á, eftir 2040 sennilega hafi Bandaríkin meiri hagvöxt en Kína.
    Ekki mikið meiri.
    Sennilega svipað og munurinn hefur verið á Bandar. og Evrópu sl. 25 ár.

 

Þetta þíðir auðvitað að völlurinn / swagger - fer af Kína!

Eftir því sem tekju-staða ríkissjóðs Kína versnar, er dregur úr skatt-tekjum vegna minnkandi hagvaxtar. Þá auðvitað minnkar það fé sem ríkið í Kína hefur aflögu, til þess að fjármagna útþenslu út um heim.
M.ö.o. samkeppni við Vesturlönd.

Þetta þíðir að sjálfsögðu allt.
Að sennilega innan nk. 20 ára, hafa Vesturlönd fullkomlega aftur náð fullri sameppnis-stöðu við Kína að nýju; líklegar innan nk. 10 ára en 20.
--Miða við innan við nk. 20 er væntanlega nú, varfærin spá.

  1. Ég m.ö.o. er ekki sammála þeim sem halda því fram að Kína munu drottna yfir heiminum til framtíðar.
  2. Ég held að það hafi þegar blasað við skv. því er lág fyrir þegar 2013, að svo væri ólíklegt.

--Væntanlega verða Vesturlönd -- enn ríkjandi vald heimsins 2100.
Miðað við það hrap í hagvexti er blasir við að Kína muni ganga í gegnum.
Verður Kína alls ekki það hnattræna yfirburða vald sem sumir hafa verið að spá.

  • Ég hef í reynd verið fremur rólegur út af Kína.
  • Eiginlega mælt gegn -drastískum- aðgerðum gegn Kína.

Því ég hef talið mig vita, að hættan af Kína væri ofmetin.
Eftir 20 ár, mun líklega allt slíkt umtal vera hætt.

 

Niðurstaða

Ég fæ eiginlega deja-vu tilfinningu, því ég man enn eftir skrifum seint á 9. áratug 20. aldar, er Bandaríkin á Reagan tímabilinu höfðu áhyggjur af -- hratt vaxandi risi Japans. Þá voru virkilega til spár er spáðu Japan drottnunar-stöðu á 21. öld.
Eins hlægilegt og það hljómar í dag.

Vandinn er að margir stara á núið - hinn bóginn er núið alltaf síbreytilegt.
Það sem nú blasir við er - að það er að fara svipað fyrir Kína og Japan við upphaf 10. áratugar 20. aldar.

Japan er sannarlega til í dag enn -- Kína verður áfram til.
Japanir hafa það ekki slæmt -- Kínverjar þurfa ekki endilega að hafa það heldur.

Hnignun hagvaxtar í Kína, á þó eftir að vera áhugaverð áskorun fyrir stjórnendur Kína.
En Þeir munu rökrétt þurfa að fást við alla sömu hlutina og Vesturlönd sjálf eru að byrja að fást við fyrir ca. áratug, þ.e. hnignandi hagvöxtur.

Fólksfjöldaþróun virðist megin ástæða þess hnignandi hagvaxtar.
Eftir 30 ár verða sennilega nær öll Evrópulönd í fólksfækkun einnig.

  1. Kínverjar eru vanir því að allt vaxi hratt.
  2. Það verður áhugavert að sjá, hvernig stjórnvöld Kína glíma við að aðlaga væntingar íbúa Kína að hinum nýja veruleika.

Á Vesturlöndum hafa slíkar aðlaganir átt til að brjótast út í fjöldamótmælum.
Og fylgi við jaðarflokka að auki.

Ég er ekki að spá hruni valdaflokksins, einungis að segja að það verði áhugavert að sjá hvernig valdaflokkurinn glímir við þann aðlögunar-vanda sem nú steðjar að.
En Kína gæti í framtíðinni átt eftir að sjá sambærilega óánægju gjósa upp, og Vesturlönd hafa séð við og við sl. ár.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband