Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Glæpamennska í bankaheimum ekki séríslensk - kýpversku bankarnir einnig uppvísir að svikum!

Ef fólk man eins langt eftir og síðustu 2 árin fyrir hrun. Þá beittu Ísl. bankarnir margvíslegum bolabrögðum til að plata fólk til að færa peninga sína á reikninga sem nutu einskis öryggis þegar til kastanna kom, eða til þess að taka þátt í einhverjum "ávöxtunar"-plönum sem virtust fyrst og fremst vera sett fram, til að plata almenning og fjárfesta. Margir létu gabbast. Sátu eftir með sárt ennið.

Ástæða þessara gylliboða, að bankarnir voru í lausafjárvandræðum, sem á endanum felldu þá - og síðustu 2 árin beittu þeir öllum trixum til að útvega sér lausafé.

Settu m.a. upp margvísleg sparnaðar - og fjárfestingaplön sem hönnuð voru fyrst og fremst sem gylliboð.

Kýpversku bankarnir virðast einnig hafa verið að plata fólk til að - láta þeim peninga í té!

Að ýmsu leiti má tala um Kýpur sem Ísland suðursins þ.e. eyland með færri íbúa en eina milljón, með alltof ofvaxið bankakerfi. 7 og hálf þjóðarframleiðsla skilst mér.

Cyprus investors fear bank bailout losses

"Hundreds of Cypriots protested outside the Bank of Cyprus headquarters on Thursday...Protesters shouted “come out, you thieves!” - "The demonstration highlighted the plight of some 17,000 investors in €1.2bn of convertible bonds issued by Bank of Cyprus and Popular Bank (Marfin), the second-largest lender." - "Much of the issue was bought by customers of the two banks who were attracted by an unprecedented 7 per cent annual interest rate." - "“The bank told me it was the best investment I could ever hope to make,” said Andreas Anastasi, a pensioner living in Nicosia. “But they haven’t paid any interest since last summer and now a big part of my savings will be wiped out.”" - "Aspasia Hajisotiriou, another protester, said: “People are very upset, they are talking about taking legal action. We were misled into buying these bonds.”"

Þetta eins og ég sagði - minnir mann á trixin sum þeirra a.m.k. sem ísl. bankarnir beittu.

Þarna hafa greinilega svokallaðir "ráðgjafar" bankanna eins og hérlendis átti sér stað, spilað þann leik - að "ráðleggja" viðskiptavinum að kaupa "köttinn í sekknum."

Alveg eins og t.d. í samhengi svokallaðra "Icesave" reikninga - er boðin ávöxtun sem hver skynsamur maður ætti að sjá, að gengur ekki upp. En sem því miður laðar alltof marga að.

----------------------------------

Ástæða mótmælanna er auðvitað sú, að skv. áætlun AGS er útlit fyrir að bankarnir á Kýpur þurfi endurfjármögnun ca. á stærð við þjóðarframleiðslu Kýpur.

En ríkið á Kýpur skuldar þegar um 90% af þjóðarframleiðslu - eftir áralanga óstjórn.

Augljóst að 100% þar ofan á getur ekki mögulega gengið upp.

Þess vegna krefst AGS að sjálfsögðu, að áætlanir um endurfjármögnun feli í sér tafarlausa afskrift.

  • Ein leið, er að það verði brotið blað í sögu slíkrar fjármögnunar í sögu evrukrísunnar, og þeir sem eiga hlutafé látnir blæða - þ.e. eign þeirra færð niður sennilega nærri "0."
  • Sem skýrir af hverju nokkur hundruð kaupenda hluta tiltölulega nýlega, voru að mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar eins af kýpversku bönkunum. 

Þessi leið verður líklega valin, vegna þess að aðildarríki evru - eru ekki til í að afskrifa lán kýpverskra stjórnvalda í sinni eigu.

Svo skárra virðist að láta hluthafa blæða.

Þetta er þó áhugavert skref - því hingað til hefur alltaf valin sú leið, að verja eigendur tjóni.

En þarna virðist ekki valkostur alveg eins og er bankarnir hrundu hér, var augljóst að Ísland gat ekki borið tjón - eigenda. Kýpur getur hugsanlega eins og Ísland sloppið skárr út, vegna þess að eins og á Íslandi virðast kýpversku bankarnir svo brjálæðislega útbólgnir að ekki er mögulegt að láta allan reikninginn á kýpversku þjóðina.

  • Brjálæðisleg bankaspilling er þá ekki bara á Íslandi.
  • En ath - -> Þetta er evrulandið Kýpur.
  • Svo brjálæðisleg bankaspilling getur einnig þrifist í evrulandi.
  • Ekki aldeilis rétt, að slík bóla hefði ekki verið möguleg ef Ísland hefði verið meðlimur að ESB og innan evru. Þvert á móti grunar mig, að okkar "banksterar" hefði vel getað notfært sé það umhverfi, til að vaxa a.m.k. síst minna sbr. að kýpv. bankarnir eru 7,5 þjóðarframleiðslur. Svo, hvað er þá að segja að okkar menn hefðu ekki samt náð 10 þjóðarframleiðslum?

 

Niðurstaða

Kýpur er forvitnilegt land. Því þ.e. eyland eins og Ísland, að auki þar búa innan við milljón manns. En ekki síst, sem meðlimur að evru. Virðist Kýpur afsanna ýmsar fullyrðingar evrusinna. Sem hafa blákalt haldið því fram - að það hafi verið krónan sem gerði ofurvöxt bankanna mögulegann.

En ég man ekki betur, en að þeir sem töpuðu mestu fé vegna hruns þeirra, hafi verið Þýskir bankar. Sem fjármögnuðu mikið til þann ofvöxt. Að sjálfsögðu með lánum í evrum.

Hver er munurinn á 7,5 þjóðarframleiðslum og 10? Ekki nema 1 ár af útþenslu miðað við hraða útþenslu ísl. bankanna, síðustu 2-3 árin.

Mér virðist Kýpur einnig afsanna þá fullyrðingu, að innan evru hefðu ísl. "banksterarnir" ekki getað praktiserað þá brjálæðislegu spillingu sem þeir komust upp með, þangað til að allt féll yfir þá.

Sjá einnig frétt Der Spiegel: Berlin Opposition to Cypriot Aid Weakens

Ps: Umfjöllun Der Spiegel um Ungverjaland, sem er áhugaverð:  Hungarian Leader Adopts Policies of Far-Right

Ps2: Mjög áhugavert video frá Rússlandi af 4 eldgosum sem eru í gangi samtímis á Kamsjatka. Ath. þetta er 360° video. Unnt að nota músina og bendilinn til að færa til sjónarhorn. Mjög flott fyrir áhugasama um eldgos: http://www.spiegel.de/static/360grad/kamtschatka/

 

Kv.


Einhliða upptaka annars gjaldmiðils getur leitt til algers fjármálahruns á Íslandi, og stærra falls lífskjara almennings en okt. 2008!

Ég fjallaði áður um þetta í Getur losun hafta með einhliða upptöku annars gjaldmiðils leitt til þjóðargjaldþrots á skömmum tíma?. Kveikjan að því að ég árétta þ.s. ég áður sagði, er eftirfarandi frétt Eyjunnar: Sjálfstæðisflokkurinn að gefast upp á krónunni? Nefnd vill hefja undirbúning að upptöku alþjóðlegrar myntar. Þarna er vísað til tillögu Efnahags- og Viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins sem sögð er verða lögð fyrir nk. landsfund Sjálfstæðismanna dagana 21.-24. febrúar nk.

 

Hver er vandinn við einhliða upptöku annars gjaldmiðils?

  1. Þarf þá að skuldsetja þjóðina fyrir öllum útistandandi krónum hvort sem er innan landamæranna eða utan, og skipta þeim yfir í hinn nýja gjaldmiðil. Það þarf örugglega að gera á sama gengi, sbr. að aflandskrónur eru útgefnar af ísl. ríkinu og sú eign lýtur að sjálfsögðu stjórnarskrárvörðum eignarrétti sem og jafnræðisreglu stjórnarskrár um sambærilega meðferð.
  2. Hinn nýja gjaldmiðil þarf þá að sjálfsögðu að kaupa, sem er ástæða þess að þessi leið felur í sér skuldsetningu þjóðarinnar fyrir því að skipta öllum krónum hvort sem þær eru á erlendri grundu eða ekki.
  3. Ekki síst, að þetta væru allt "gjaldeyrisskuldir" þ.e. í gjaldmiðli sem landið getur ekki prentað. Þannig, að sú skulda-aukning fer þá beint í það að lækka að sama skapi lífskjör almennings.
  4. Fyrir bragðið yrði landið allt í einu orðið sbr. skuldsett og skuldsettustu lönd innan evrusvæðis. Sem þíddi að auki eins og við höfum séð erlendis, mikla þörf fyrir viðbótar niðurskurð ríkisútgjalda og ekki síst, stórfellda minnkun stoðkerfis við almenning.
  5. Að lokum, þaðan í frá væri ekkert sem hindraði flótta fjármagns héðan - munum að banka- og fjármálastofnanir hafa þá ekkert skjól, t.d. væri ekki í boði eins og innan evru, að fá lán frá Seðlabanka Evrópu til að verja fjármálakerfið falli. Við værum búin að afsala okkur helsta valdi Seðlabanka Íslands - það að prenta peninga, og þannig að geta endurfjármagnað bankastofnanir án skuldsetningar ríkisins. Ísl. ríkið væri orðið of skuldsett sjálft til að vera trúverðugur lánveitandi til þrautavara.

Bendi á, að með einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem ekki væri unnt að prenta, væri ástandið orðið það sama og innan evru.

Að einungis væri unnt að "fræðilega" koma bönkum og fjármálafyrirtækjum til aðstoðar, með því að ríkið skuldsetti sig fyrir aðstoðinni.

En þ.s. einhliða upptaka væri þegar búin að bæta verulegu á þær skuldir sem þegar eru miklar fyrir; væri öldungis ljóst - - að ríkið væri ófært um að með trúverðugum hætti baktryggja fjármálakerfið.

Það þíðir einnig að það sama á þá við um Seðlabankann þ.s. ríkið er eigandi hans og búið er að svipta hann þá hinni útleiðinni að prenta.

  • Og ef allt væri opnað upp á gátt án nokkurrar baktryggingar.
  • Fullkomlega án lánveitanda til þrautavara.
  • Þá er búið að skapa nánast fullkomnar aðstæður fyrir - algera hræðslu.


Það er ástæða að ætla að þessi röð atburða myndi geta leitt til algers fjármálahruns!

Vandinn við marga þá sem vilja kasta krónunni sem fyrst, er að þeir horfa mjög þröngt á vanda evrusvæðis. En sá vandi er ekki v. þess að "per se" sé evran slæmur gjaldmiðill. Og sá vandi er ekki heldur af völdum þess, að ríkin hafi verið að eyða of miklu fé áður en kreppan skall á, þ.e. þau sem eru í vanda fyrir utan Grikkland. Nei, vandinn var allt annars eðlis.

Hann er sá að það var mismunandi mikil verðbólga innan hinna ýmsu aðildarríkja evrusvæðis - sjá gamla skýrslu OECD sem sýnir fram á þetta: OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010 - skoða mynd bls. 8.

Eins og þar kemur fram voru Portúgal, Grikkland, Írland, Ítalía og Spánn með frá bilinu 1,5% - 3% stigum hærri verðbólgu að meðaltali á sl. áratug, en stýrivextir Seðlabanka Evrópu á sama tíma.

Hærri meðalverðbólga leiddi til stöðugra kostnaðarhækkana fyrir þeirra atvinnulíf þ.e. þeirra kostnaður hækkaði hraðar en kostnaður atvinnulífs hinna landanna. Þetta dugar fullkomlega til að útskýra af hverju þessar þjóðir lentu í vanda.

En þetta leiddi til hnignunar þeirra útflutnings og smám saman vaxandi viðskiptahalla, og sá framkallaði stöðugt vaxandi skuldsetningu - gagnvart helstu viðskiptalöndum þ.s. stærsti einstaki aðilinn var Þýskaland.

Þessi skuldsetning leiðir fyrir rest til þess, að markaðurinn ókyrrist og fjármagn fer að flýja þaðan, fjármagnskostnaður þeirra rýkur upp úr öllu valdi.

Fyrsta landið var Grikkland, en það var viðkvæmast því þar var einnig ríkið að reka sig með miklum halla þ.e. skuldsetning af þeirri orsök einnig. Síðan kom landið með mesta viðskiptahallann á sl. áratug þ.e. Írland. Svo koll af kolli, Portúgal. Þaðan í frá hafa sjónir beinst að Ítalíu og Spáni.

------------------------------

  • Takið eftir - - að vandinn verður til vegna vaxandi skuldsetningar landanna -> þau glata trúverðugleika.
  • Þau eru innan alþjóðlegs gjaldmiðils - sem er unnt að skipta hvar sem er.
  • Skv. því ef þ.e. meginvandi okkar að búa ekki við alþjóðlegan gjaldmiðil, þá er erfitt að skilja af hverju þessi lönd hafa orðið fyrir álitshnekki á mörkuðum.
  • OK, segja sumir - þau eru of skuldsett. En þeir vilja samt nýjan gjaldmiðil.
  • En, ef þ.e. gert með einhliða upptöku, þá verður búið að skuldsetja ísl. ríkið upp fyrir rjáfur eins og löndin í vanda innan evrusvæðis.
  • Af hverju ætti þá ekki rökrétt að fylgja slíku - - að landið glati enn frekar lánstrausti?
  • Og trausti yfirleitt?
  • Árétta að hrun trausts leiddi til - fjármagnsflótta frá Írlandi. Svo tók landið neyðarlán.
  • En með einhliða upptöku gjaldmiðils á Íslandi, væri enginn lántakandi til þrautavara.
  • Því ekkert og ég meina ekkert, til staðar. Til að stöðva þróun í átt að allherjar flótta fjármagns. Það er, að ef fjármagn fer að flýja um leið og er opnað í kjölfar ofangreinds - sem er alls ekki ólíklegt í kjölfar snögg aukningar skuldsetningar ríkisins sem þar með snögg minnkar trúverðugleika stöðu þess gagnvart skuldsetningu þess. Þá sé ekkert sem komi fyrir að flóttinn sjálfur skapi stöðugt vaxandi ótta um stöðu fjármálakerfisins sem leiði til þess að stöðugt fleiri sendi peninga sína úr landi; svo koll af kolli þar til allt er hrunið innan nokkurra vikna.
  • En AGS er ekki líklegt til að lána okkur í slíku tilviki - því AGS lánar ekki nema AGS sjái möguleika á að viðkomandi land geti endurgreitt. Sem ætti augljóslega ekki v. Ísland í þessu tiltekna tilviki. Það kemur til vegna þess að AGS er ekki heimilt skv. lögum stofnunarinnar, að afskrifa veitt lán. Því þannig séð má AGS ekki lána nema unnt sé að sýna fram á að viðkomandi land geti endurgreitt.


Hversu slæmt getur það orðið?

Ég er að tala um allsherjar flótta mögulega alls fjármagns sem flúið getur. Síðan hrun fjármálakerfis. Og þaðan í frá að langflest starfandi fyrirtæki á Íslandi myndu þurfa að loka eða yrðu gjaldþrota. 

Þá væri landið algerlega án gjaldeyrissjóðs. Ætti enga peninga - raunverulega.

Ekki væri unnt að tryggja innflutning. Taka yrði þegar í stað upp innflutningshöft.

Peningar í umferð myndu megni til hverfa - viðskipti innanland myndu fara í "barter" þ.e. vöruskipti.

Hugsanlega myndi vera mögulegt að búa til ímisskonar bráðabyrgða peninga t.d. að innflutningsfyrirtæki greiði með víxlum í stað peninga, slíkt gangi kaupum og sölum.

Ríkið gæti einnig gefið út víxla og þeir gengið manna á milli.

Þess konar hlutir áttur sér stað er Argentína hrundi 2000. Við værum komin í það ástand, en að sjálfsögðu algerlega rúin öllu fjármagni.

Væri landið orðið ógjaldfært. 

Ekki síst, að lífeyrissjóðir væru eitt af því sem myndu verða fyrir mjög miklu tjóni. En með atvinnuleysi orðið sbr. v. Spán þ.s. þ.e. 26,02% skv. nýjustu tölum. Þá myndu sjóðirnir tapa miklu fé v. þess að lánþegar verða gjaldþrota. Almenningur yrði sennilega gjaldþrota upp til hópa.

Að sjálfsögðu yrði að endurreisa innlendan gjaldmiðil, en annars væri engin leið til að stöðva það að allt nýtt fjármagn sem til verður, hverfi úr landi jafnharðan. Einungis með endurreisn gjaldmiðils, væri unnt að hefja aftur uppbyggingu. Því þá verður aftur mögulegt að reka innlendar fjármálastofnanir. Og því mögulegt að láta fjármagn aftur safnast upp hér innanlands. En kapítalismi virkar ekki án kapítals.

 

Niðurstaða

Einhliða upptaka annars gjaldmiðils myndi líklega leiða mjög hratt til þjóðargjaldþrots Íslands. Tjónið fyrir Ísland yrði líklega verulega stærra en vegna fyrra hrunsins okt. 2008. Tjónið fyrir almennings slíkt að fátækt yrði líklega á ný algeng, eins og hún var fyrir 1960.

-------------------------------

Hætta er á því að "fífl" keyri þjóðina í jörðina - vegna þess að þeir eru haldnir ranghugmyndum um það hvernig hlutirnir virka.

  • Varðandi fjármagnshöftin sjálf, er það mjög slæmt að ríkisstjórnin herti þau sbr:

    Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

    "2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."

  • Málið er að þetta var gert fyrirvaralítið. Af því leiðir, að fjárfestar treysta ekki ísl. stjv. þessa stundina, að þau muni ekki allt í einu breyta reglunum fyrirvaralítið.
  • Af því leiðir, að þessa stundina þorir enginn að fjárfesta á Íslandi.
  • Það þarf að endurreisa það traust á landinu - að festa sé á því hvernig hlutir virka.

Það er í reynd ekki krónan "per se" sem er hindrunin. Heldur hegðan ríkisstjórnarinnar. Þ.e. ekki augljóst að ný ríkisstj. leiði samstundis til þess að slíkur trúverðugleiki komi aftur til baka.

Það þarf að afnema herðingu haftanna sem ríkisstj. framkv. á sl. ári hið fyrsta. Síðan þarf að skapa trúverðuga vegferð í skrefum sem séu sannfærandi. Sem leiða muni til þess að höftin fara af fyrir rest.

Það sem ekki má gera, er að hlaupa eins og lagt er til skv. tillögu "Efnahags- og Viðskiptanefndar" Sjálfstæðisfl. ef frétt Eyjunnar er rétt, og landið lagt í rúst.

 

Kv.


Hans Werner Zinn varar við hönnunargalla hins nýja bankasambands ESB!

Dr. Zinn er þarna að vísa til nýrrar tilskipunar sem mun veita bankasambandi heimild til að leysa upp banka. En Dr. Zinn bendir á að skv. núverandi útgáfu skv. framlögðu frumvarpi Framkvæmdastjórnar. Sé lokað á þann möguleika að eignir eigenda banka séu færðar niður, fyrir 2018.

Eurozone banking union is deeply flawed

  1. "Senior creditor bail-ins are explicitly ruled out until 1 January 2018, “in order to reassure investors”.
  2. "But if bank creditors are to be protected against the risk of a bail-in, somebody else has to bear the excess loss."
  3. "This will be the European taxpayer, standing behind the ESM."

Dr. Zinn bendir einnig á eftirfarandi:

  • " The total debt of banks located in the six countries most damaged by the crisis amounts to €9.4tn."
  • "The combined government debt of these countries stands at €3.5tn."
  • "Even a relatively small fraction of this bank debt would be huge compared to the ESM’s loss-bearing capacity."

Eins og fram kemur, eru heildarskuldir Banka í löndunum 6 í mesta vandanum, 9þúsund og 4hundruð milljarðar evra. Ekkert smáræði það.

Á sama tíma inniheldur ESM eða björgunarsjóður evrusvæðis e-h í kringum 500ma.€.

Hann á einnig að vera til staðar til að aðstoða ríkisstjórnir einstakra aðildarríkja, ef vandi steðjar að þeim.

--------------------------

Ábending Dr. Zinn er að ef áfall skellur yfir t.d. risabanki fellur um koll sem búið er að færa yfir á ábyrgð hins sameiginlega sjóðs - geti sá þurrkast út snögglega.

Og meðan ekki má ganga á eignir hluthafa viðkomandi banka, verði reikningurinn óhjákvæmilega sendur til skattgreiðenda aðildarríkja ESB.

  1. "First, the write-off losses imposed on taxpayers would destabilise the sound countries. "
  2. "The proposal for bank resolution is not a firewall but a “fire channel” that will enable the flames of the debt crisis to burn through to the rest of European government budgets. "

Dramatískt orðalag. En sannleikurinn að baki þessu er sá, að stórfelld áföll sem myndu falla á sameiginlega kerfið, myndu bitna á lánshæfi þeirra landa sem yrðu að taka það áfall á sig.

Dr. Zinn hefur áður varað við "Target2" kerfinu þ.e. millifærslukerfi Seðlabanka Evrópu, en þar innan geta ríki í vanda sókt sér lausafé t.d. til að mæta fjármagnsflótta eða tímabundnum lausafjárvandræðum. 

Smám saman hafa safnast upp miklar "eignir" innan kerfisins af pappírum sem ríki í vanda láta í té gegn lausafé, þeirra virði er ekki endilega 100% öruggt. 

"The European Central Bank has already provided extra refinancing credit to the tune of €900bn to commercial banks in countries worst hit during the crisis, as measured by its payment system known as Target."

Ríki í vanda hafa alls sókt sér 900ma.€ í gegnum seðlabanka sína sem starfa innan vébanda Seðlabanka Evrópu, gegnt því að láta á móti skuldabréf á eigin ríkissjóð.

Hluti af þessu fé getur lent á aðildarlöndum, ef eitthvert landanna sem hafa tekið slík lausafjárlán verða gjaldþrota og/eða yfirgefa evruna.

 

Niðurstaða

Eins og vanalega er Dr. Zinn ásakaður um popúlisma er hann varar við hættunum. Það er þannig séð rétt, að ef tvennt á við: A)Engin hætta sé að einstök ríki flosni upp úr evrunni. B)Engin raunhæf hætta sé á falli risabanka innan ríkja í vanda. Þá er ekkert að óttast og aðvaranir Dr. Zinn óþarfar. 

Á hinn bóginn held ég að báðar hætturnar séu enn til staðar. En þó svo að markaðir séu rólegir í augnablikinu. Fari skuldir aðildarríkja enn versnandi. Samtímis því að þau séu enn í kreppu. Forsendur fyrir vanda af því tagi sem Dr. Zinn varar við. Séu því enn til staðar.

Hættan sé ekki augljóslega minnkuð í ljósi enn vaxandi skulda og enn versnandi efnahags.

 

Kv.


Til hamingu Ísland með sigurinn í Icesave. Aðild að ESB tryggir ekki sjálfbært fjármálakerfi! Uppsögn EES?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að vinningslíkur Íslands væru a.m.k. ekki lakari en helmingur á móti helming. Lögin um innistæðutryggingar hefði í reynd verið skír. Það að, innistæðukerfi væru fjármögnuð af bönkunum sjálfum. Að ríkið væri ekki með bakábyrgð.

Megin óvissan væri hugsanlega í tengslum við þá aðgerð, að Ísland tryggði allar innistæður á Íslandi. En ekki með sambærilegum hætti innistæður í útibúum á erlendri grundu. Dómurinn virðist ekki beint taka á þeirri spurningu. Fræðilega er hægt að taka það atriði upp. Þó ég sjái ekki að hagsmunir Breta og Hollendinga séu í þá átt, þ.s. sigur í slíku máli myndi þíða að þar með væru þeirra lönd ábyrg á innistæðum banka skráðir í þeirra löndum hvar sem þær innistæður væri að finna innan ESB.

Né væri það hagsmunir ESB aðildarríkja, að fá slíka dómsniðurstöðu. Því umfang bankakerfa evrusvæðis sem slíks skilst mér að sé rúmlega 3 þjóðarframleiðslur aðildarríkja evrusvæðis þegar allt er lagt saman. Um innistæður, þá séum við að tala um heildarumfang nærri 1,8 þjóðarframleiðslum. Það gæti haft verulega neikvæð áhrif á lánshæfi aðildarlandanna, ef það yrði staðfest. Að hvert og eitt þeirra væri með 100% bakábyrgð á innistæðum bankastofnana sem skráðar eru í hverju landi fyrir sig.

Fræðilega getur samt hugsanlega ESA tekið það atriði upp. Þó það sé gegnt hagsmunum allra. En ég tel það afskaplega ólíklegt.

Sjá nokkur dæmi um eldri umfjallanir:

10.8.2009 - Verður Icesave gjaldfellt?

19.10.2009 - Icesave 2!

13.12.2010 - Braut Ísland reglur um innistæðutryggingar? Það er áhugavert sjónarmið Tobias Fuchs um það, að hvaða leiti það má vera, að Ísland hafi brotið reglur EES.

1.3.2011 - Hvað gerist ef Icesave fer fyrir EFTA dómstólinn og Ísland tapar? Um þetta atriði er búin að standa undarleg ritdeila á opinberum vettvangi!

 

Hvað á ég við með spurningunni um EES?

Þetta snýr að því hvernig unnt er að forða því að slíkt mál geti endurtekið sig nokkru sinni. En ennþá er EES samningurinn í gildi sjá: Lög um Evrópska efnahagssvæðið. Enn gildir reglan um jafnræði í báðar áttir þ.e. að innlend fyrirtæki hafa sjálfvirkan rétt til að fjárfesta innan ESB og öfugt. Þetta nær einnig yfir bankastofnanir og veitir ísl. bönkum enn þann rétt að stofna til útibúa í ESB aðildarríkjum, út á ísl. innistæðutryggingakerfi. 

Svo fremi sem þeir hafa starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu.

  • Einhver segir ef til vill, að þá eigum við að ganga inn í ESB og gerast meðlimir að hinu samevrópska tryggingakerfi, sem til standi að stofna.

En þ.s. verið er að ræða núna, mun einungis tryggja milli 20-30 stærstu bankana. Að auki stendur ekki til annað en að innistæðutrygging sé fjármögnuð af bönkunum sjálfum.

Okkar bankar verða aldrei þetta stórir - að þeir nái nokkru sinni inn í svo takmarkað kerfi.

Sannarlega vilja margir innan ESB, útvíkka þær hugmyndir svo að allir bankar séu tryggðir. En munið ábendingu mína að ofan um heildarumfang banka innan evrusvæðis.

  • Ég tel að einungs baktrygging Seðlabanka Evrópu myndi verða trúverðug, vegna þess að heildarumfang banka evrusvæðis alls sé rúmar 3 þjóðarframleiðslur þess, auk þess að sjálfar innistæðurnar séu rúmar 1,5 þjóðarframleiðsla -  heyrt töluna 1,8. 

Fyrir utan, að Þjóðverjar standa mjög fastir fyrir gagnvart hugmyndum um slíka útvíkkun.

Leið B sem ég sting upp á, myndi þíða fjármögnun með prentun, sem í augum Þjóðverja er algerlega óásættanleg.

Allsherjar ábyrgð myndi á móti geta skort trúverðugleika, eða geta sett lánstraust Evrópuríkja í hættu eða jafnvel evrusvæðis sem heildar.

--------------------------------------

  • Það sem ég er að velta uppi, er að sú aðferð að ríkin ábyrgist innistæðurnar sé líklega ekki fær.
  • Jafnvel í samhengi allsherjar ábyrgðar allra.

Höfum að auki í huga, að aðild að ESB myndi fela í sér líklega umfangsmikið afsal fullveldis - þá mun meira afsal en miðað við það hvernig ESB hefur verið á sl. áratug.

Til viðbótar, að skuldakreppa Evrópu verður líklega langvarandi - sbr. að Japan er enn í skuldavanda þó vandinn hafi hafist síðla vetrar 1989.

En núverandi ástand Evrópu minnir um mjög margt á útlit Japans, snemma á 10. áratugnum. Líkur virðast miklar á svipaðri útkomu þ.e. langvarandi skuldavanda og langvarandi mjög hægum hagvexti. Þar með, eins og Japan hefur gengið í gegnum, hlutfallsleg hnignun. 

Ég sá einhvers staðar mat á Japan, að framreiknuð staða Japans miðað við forsendur þær sem menn töldu fyrir hrun að væru fyrir hendi, að þá ætti japanska hagkerfið að vera ca. 3-falt stærra en í dag.

Við getum verið að tala því um, að Evrópa verði miklu lakar stödd til langframa, en menn töldu á sl. áratug að yrði líkleg framvinda.

  • Að ganga inn í ESB - sé ekki efnahagslega séð - áhugavert! 

--------------------------------------

  1. Ef við erum ekki að ganga inn í ESB.
  2. Sé sennilega rökrétt að segja upp EES.
  • Fyrir utan eins og ég benti á að ofan, að algerlega óvíst er að við myndum hafa gagn af sameiginlegu evr. tryggingakerfi - þ.s. útlit er fyrir að það verði það takmarkað að líklega nýtist það okkur ekki.
  • Aðild sé því líklega ekki lausn á þeim vanda.

Það geti verið nauðsynlegt að segja upp EES - því annars standi Ísland stöðugt frammi fyrir þeim möguleika að sbr. mál við Icesave geti átt sér stað aftur í framtíðinni.

En ég sé ekki að Ísland miðað við núverandi reglur, geti tryggt að það verði ekki aftur sbr. útrás ísl. banka - þ.e. að þeir á ný stofni útibú erlendis út á ísl. innistæðutryggingar.

En mismunun er bönnuð í báðar áttir þ.e. gagnvart erlendum fyrirtækjum en einnig gagnvart innlendum, ef það væri leitast við að hindra rétt þann sem ísl. bönkum er í reynd tryggður skv. EES - þá sé ég þann möguleika að þeir kæri ísl. ríkið fyrir EFTA dómstólnum.

Það væri alveg krystal tært mál, þ.s. mismunun er raunverulega bönnuð í báðar áttir.

  • Ef aftur á móti EES er sagt upp.
  • Þá gildir gamla reglan, að ísl. fyrirtæki þar með ísl. bankar, verða að fá heimild yfirvalda í hverju Evrópulandi fyrir sig.
  • Þar með væru ísl. bankar háðir heimild fjármálaeftirlits hvers lands fyrir sig, og ef þeir fengu starfsheimild - væru þeir þar með á ábyrgð fjármálaeftirlits þess lands er veitti þá heimild, að auki að þá væri sú starfsemi alfarið á ábyrð þess lands. Aldrei Íslands.

 
Væri uppsögn EES tilræði við almenning?

Nei - þ.s. margir virðast ekki vita er að flest aðildarlönd ESB eru meðlimir að "W.T.O." eða Heims Viðskipta Stofnuninni.

Ísland er einnig meðlimur - - og það þíðir. Að Ísland hefur aðgang að markaði allra aðildarlanda "W.T.O." þar á meðal þeirra meðlimaríkja ESB sem einnig eru meðlimir. Sem eru öll ríku löndin ásamt öllum stærri löndum ESB. Með öðrum orðum, öll okkar viðskiptalönd innan Evrópu.

Þetta er sá sami aðgangur sem lönd eins og Japan, Kína, Tævan, S-Kórea, Bandaríkin, Kanada, Brasilía og mörg, mörg fleiri hafa að Evrópumarkaði. Og hafa ekki hingað til verið í neinum vandræðum.

  • Munum einnig, að vegna þess að Evrópa er komin í langvarandi skulda- og efnahagskreppu.
  • Þá er aðild að EES ekki eins efnahagslega mikilvæg fyrir Ísland í framtíðinni, og væri ef framvinda Evrópu hefði verið sú, sem talin var líkleg áður.
  • En þ.s. hagvöxtur verður minni í Evrópu að flestum líkindum en alls staðar annars staðar í heiminum, munu verð smám saman verða óhagstæðari fyrir okkar afurðir þar en á öðrum heimssvæðum.

Það er því útlit fyrir að fríverslun við Evrópu verði að sífellt minnkandi mikilvægi á næstu áratugum.

  • Svo er vert að muna að tollar skv. "WTO" staðli eru lágir, mun lægri en alþjóðlegt tollaumhverfi var er fyrst var stofnað til evrópska tollabandalagsins fyrir áratugum.
  • Við erum ekki að tala í dag um þá víðu gjá sem var til staðar, þegar "G.A.T.T" var við lýði. 

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá að efnahagslegu rökin fyrir ESB aðild eru hrunin. Vegna efnahagskreppunnar í Evrópu, og skuldakreppunnar sem Evrópa hefur einnig lent í. Þegar haft er í huga að Evrópa er einnig með óhagstæða fólksfjölgunarþróun, sem þíðir minnkandi hagvaxtargetu. Þá virðist ljóst að Evrópa er stödd í nærri sömu stöðu og Japan var v. upphaf 10. áratugarins. Og Japan er enn í skuldavanda mörgum árum síðar, og enn í mjög hægum hagvexti eða stöðnun. Hlutfallsleg hnignun Japans hefur verið mjög mikil - heyrt hef ég að landsframleiðsla Japans væri 3-föld ef ekki hefði þessi vandi skollið yfir sem svo þrálátur hefur reynst vera.

Að auki bætist við, að ég er stórfellt efins um trúverðugleika sameiginlegrar innistæðutryggingar allra aðildarlanda evrusvæðis - vegna þess hve rosalega stórt bankakerfi evrusvæðis er orðið. Umfangið sé það mikið, að meira að segja sameiginleg trygging sé virkilega á ystu nöf þess mögulega. Hafandi í huga að meðalskuld ríkissjóða er þegar ca. 90%.

Auk þess að ekkert bendir til þess að afstaða Þjóðverja til sameiginlegs innistæðukerfis muni breytast - þ.e. þeir vilja að einungis allra stærstu bankarnir séu tryggðir. Og sú trygging sé fjármögnuð af bönkunum sjálfum. Slíkt kerfi myndi aldrei gagnast Íslandi með nokkrum hætti þ.s. ísl. bankar verða aldrei það stórir, meira að segja fyrir hrun voru þeir ekki nægilega stórir.

Aðild sé því ekki leið fyrir okkur til að tryggja sjálfbært fjármálakerfi.

Á hinn bóginn, innan EES eða ESB geti Ísland líklega ekki tryggt að sbr. mál v. Icesave geti aldrei aftur skollið yfir landsmenn, þ.s. skv. reglum ESB sem gilda hér í gegnum EES hafi ísl. fyrirtæki rétt til að fjárfesta í aðildarlöndum ESB, skýlausan rétt - þar með rétt til að reka starfsemi þar ef þeim sýnist svo.

Ef þau eru skráð hér og hafa gilt starfsleyfi. Sé ekki unnt að hindra nýja útrás. Meðan landið sé enn meðlimur að EES og/eða ef það verði meðlimur að ESB. 

  • Eina leiðin sé sennilega uppsögn EES.
  • Eina leiðin til að tryggja að þetta geti aldrei aftur gerst - - sé að ísl. ríkið hafi rétt til að mismuna fyrirtækjum eftir því hvort þau séu innlend eða erlend. Í þessu tilviki innlendum á kostnað erlendra.
  • Að auki, án EES og án aðildar. Þurfi ísl. fyrirtæki að sækja um heimild til að starfa erlendis. Þá sé það á ábyrgð þess ríkis sem veitir þá heimild.

Þetta ætti ekki að vera hindrun fyrir ísl. fyrirtæki í annarri starfsemi sem starfa innan ESB aðildarlands í dag, að fá að starfa áfram ætti að ganga greiðlega fyrir sig.

Þ.s. þetta myndi tryggja, er að Icesave deila geti aldrei framar átt sér stað.

Þetta myndi ekki setja landsmenn út á guð og gaddinn, þ.s. Ísland hefur aðgang að markaði Evrópu í gegnum aðild Íslands að Heims Viðskipta Stofnuninni.

Þeir lágu tollar sem þar eru til staðar - hafa ekki hindrað t.d. Kína eða S-Kóreu eða Japan. Við það verk að dreifa ódýrum varningi um heim allan.

Með það í huga hve fyrirsjáanleg hnignun Evrópu sé - þá er það augljóst að framtíðarmikilvægi fríverslunar við Evrópu. Sé hratt minnkandi.

-----------------------------

Ekki síst að án EES. Þá geta t.d. Kínverjar ekki lengur farið þá hjáleið að stofna fyrirtæki t.d. í Svíþjóð, og notað það sem lepp til þess að mega gera hvað sem þeir vilja hérlendis.

Þá getum við sett reglur sem í dag eru bannaðar, t.d. um forgang Íslendinga til starfa o.s.frv.

 

Kv.


Paul Ryan telur sjálfvirkan niðurskurð taka gildi í mars! Skuldaþaki verður sennilega lyft 3 hvern mánuð!

Eftirfarandi er haft eftir Paul Ryan, formanni fjárlaganefndar efri deildar Bandaríkjaþings - "We think these sequesters will happen because the Democrats have opposed our efforts to replace those cuts with others and they've offered no alternative,":

  • Það sem er áhugavert við þennan sjálfvirka niðurskurð.
  • Upp á eittþúsund og tvöhundruð milljarða dollara. 
  • Er að stór hluti hans fellur á varnarmál.

Það er mjög áhugavert að Repúblikanar virðast vera að sætta sig við þá útkomu, að varnarmál sennilega verði einna helst fyrir barðinu á útgjalda niðurskurði - þessa árs.

Þetta er eitthvað, sem maður hefði talið afskaplega ólíklegt fyrir forsetakosningarnar fyrir rúmlega 4. árum síðan, þegar McKain og Repúblikana töluðu um að styrkja herinn - veita meira fé til varnarmála.

House budget chief: automatic spending cuts "going to happen"

US faces fresh financial shock

Budget battles and careless cuts

Paul Ryan sagði fleira - ""No one is talking about shutting the government down," Ryan said"

Skv. frétt Financial Times:

"At the same time, Republicans in the House led by Mr Ryan are preparing a 2014 budget that is expected to be far tougher in spending cuts than the controversial budget they previously passed that revamped Medicare. This time, Republicans have said they will balance the budget in a decade."

Ég tek orðum Ryan þess efnis, að það standi ekki til að láta alríkið verða greiðsluþrota, þannig.

Að Boehner leiðtogi Repúblikana á þingi, ætli að lyfta skuldaþakinu, eins og var samþykkt um sl. jól að lyfta því um 3 mánuði; og mig grunar að það verði formúlan, að lyfta því á 3. mánaða fresti.

Þannig ætli Repúblikanar á Bandaríkjaþingi sér, að halda svipunni að Demókrötum.

Ná fram þeim útgjaldaniðurskurðar áformum, sem þeir stefna að.

  • Skv. frétt FT þíðir 1.200ma.$ niðurskurður skv. úreikningi óháðs aðila, ca. 0,6% minnkun á hagvexti 2013.
  • Þau áhrif bætast ofan á útgjalda-aðgerðir sem samþykktar voru sl. jól. 

Sá aðili telur samt að hagvöxtur verði á bilinu 1,5-2%. Eða sbr. og sl. ár.

Það finnst mér dálítið bjartsýnt - mat. 

En þá hlýtur sá aðili að gera ráð fyrir að annars hefði hagvöxtur verið milli 3-4%. 

  • Kannski er raunveruleikinn nær því, að Bandaríkin haldi rétt svo sjó, á bilinu 0,5-1%.

Sem sjálfsagt er allt í lagi.

Ef það verða ekki frekari efnahagsáföll.

 

Frekari áföll geta sannarlega átt sér stað!

En ef þ.e. svo, að Repúblikanar ætla sér að viðhalda óvissunni, með því að lyfta skuldaþakinu einungis á 3. mánaða fresti, a.m.k. ekki lengra fram í tímann en 6 mánuði.

Þá getur sú óvissa ein og sér, verið skaðleg.

Að auki er ekki gott að sjá út enn, hvaða áhrif ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar Japans um seðlaprentun, til að virðisfella jenið, mun hafa.

En möguleg áhrif eru m.a. að minnka möguleika í Evrópu til þess að vinna sér þá nýju útflutningsmarkaði í Asíu, sem vonast er eftir að verði þáttur í að lyfta Evrópu úr kreppu.

Þetta getur haft samlegðaráhrif með minni hagvexti í Bandaríkjunum þetta ár.

Þannig að til samans leiði það til - dýpri kreppu í Evrópu en t.d. stofnanir ESB gera ráð fyrir.

Þannig hraðari aukningu atvinnuleysis.

En - dýpri kreppa í Evrópu, getur einnig haft neikvæð áhrif til baka, yfir til Bandar.

---------------------------------

Ekki síst er hættan innan Evrópu fólgin í aukinni hættu á átökum innan samfélaganna. T.d. er 10 daga verkfalli nú lokið í Grikklandi, eftir að lögregla braut sér leið inn, og handtók verkfallsmenn: Athens 10-day metro strike ends

Ríkisstjórn Grikklands ákvað að beita "neyðarlögum" sem takmarka verkfallsrétt. Gera lögreglu heimilt, að brjóta upp verkföll og handtaka þá sem eru í verkfalli. Í þetta sinn var þeim beitt til að stöðva tiltekið verkfall - sem hafði mjög lamandi áhrif á almenningssamgöngur.

En útlitið er sídökknandi, og mér virðist líklegra að slík biturð grafi frekar um sig heldur en að ástandið fari að skána úr þessu, þannig að þetta sé líklega einungis fyrsta skiptið sem þessum neyðarlögum verði beitt á verkfall.

Slík beiting, auðvitað mun enn frekar grafa undan "samfélagssáttmálanum" í Grikklandi.

Suður Evrópa er í "depression" ekki "recession" og það var einmitt eitt af einkennum heimskreppunnar sálugu, slík - setuverkföll. 

Og beiting lögreglu til að brjóta þau upp.

---------------------------------

Ef hagvöxtur í Bandaríkjunum verður minni miðað við árið í fyrra, auk þess að japönsk fyrirtæki fara að taka markaði af evrópskum fyrirtækjum í Asíu; í krafti lægra gengis jens.

Þá grunar mig að full ástæða geti verið að óttast ástandið í S-Evrópu. Það geti reynt á "samfélagssáttmálann" þetta ár.

 

Niðurstaða

Evrópa getur verið við það að fá 2-högg á sig. Það er, minni hagvöxtur í Bandaríkjunum þetta ár en það sem er liðið. Og það að japönsk fyrirtæki, höggvi skörð í tilraunir Evrópu að auka útflutning til Asíu. Til að mæta minnkandi eftirspurn innan Evrópu.

Til samans þíði það að kreppan í Evrópu verði líklega dýpri þetta ár, en annars hefði verið.

Hve djúp, verður að koma í ljós.

En miðað við það hve hræðilegt ástandið er þegar í Grikklandi, og mjög slæmt einnig á Spáni. Þá held ég að full ástæða sé til þess, að hafa áhyggjur.

Grimm setuverkföll af því tagi sem lögreglan var að brjóta á bak aftur í Aþenu, sem voru eitt af einkennum heimskreppunnar á 4. áratugnum. Geta orðið reglulegir atburðir eins og þá.

Ekki endilega einungis í Grikklandi - heldur getur þetta dreifst víðar, um Spán og Ítalíu einnig

Auk þess, þ.s. þá einnig sást - fjölmennar óeirðir milli verkamanna og lögreglu. Og auðvitað, sífellt vaxandi fylgi öfgaflokka bæði til hægri og til vinstri.

Minnkandi fylgi við miðjuflokka að sama skapi. 

 

Kv.


Áróðursstríð milli Tokyo og Berlínar!

Eins og margir vita er árlegur fundur í gangi í Davos í Sviss - svokallað "World Economic Forum" þangað sem þekktustu hagfræðingar heimsins leita, og fjöldi áhrifamanna á pólitíska sviðinu sem og meðal stærri fyrirtækja heimsins. Þannig séð, hittist elíta heimsins þarna í nokkra daga á hverju ári.

Það sem vekur athygli mína eru tvær fréttir Wall Street Journal, sem koma að hnútum sem hafa gengið á milli kanslara Þýskalands og fulltrúa stjórnvalda Japans.

Merkel Takes a Swipe at Japan Over Yen

Japan Rebuffs Currency Manipulation Claims

Angela Merkel: "I don't want to say that I look towards Japan completely without concern at the moment," - "In Germany, we believe that central banks are not there to clean up bad policy decisions and a lack of competitiveness."

Finance Minister Taro Aso - "The criticism of currency manipulation is misplaced," - "Monetary policy easing by the Bank of Japan is aimed at lifting the country out of deflation early."

 

Ótti Merkelar!

Þó farið sé fínt frekar í orðalagið, þá eru áhyggjur Þjóðverja, nánar tiltekið Merkelar, skiljanlegar. En málið er, að Merkel skiljanlega óttast þá þróun sem er í gangi í Evrópu. Þó hún að sjálfsögðu, muni aldrei viðurkenna slíkt á opinberum vettvangi.

En stöðug efnahagshnignun S-Evrópu, er að skaða þýska útflutningsatvinnuvegi. En fyrir kreppu flutti Þýskaland út rúml. 40% allra útflutningsafurða til annarra Evrópuríkja.

Og þar af, voru Spánn + Ítalía, mikilvægari markaðir en Bandaríkin. Þó þau séu mikið fjölmennari.

Nú í seinni tíð, eru Þýsk fyrirtæki - að leitast við að vinna markaði af miklum móð. Einmitt í Asíu.

Ekki síst innan Kína - - og Japan er að sjálfsögðu, skæður keppinautur. Sérstaklega, ef ríkisstjórn Japans, getur með því að lækka gengi jensins. Bætt samkeppnisstöðu japansk iðnaðar miðað við þýska keppninauta.

Þetta er mjög mikilvægt fyrir Þýskaland akkúrat núna en sérstaklega fyrir Merkel, sem leitast við að láta mál líta sem best út - fyrir þingkosningar í Þýskalandi í september nk.

En það væri vatn á myllu hennar pólitísku andstæðinga, ef Þýskaland myndi togast niður í samdrátt.

Með því að afla sér markaða utan Evrópu, eru Þjóðverjar að leitast við að halda sér ofan við "0" þrátt fyrir samdráttinn, í stórum viðskiptalöndum í Evrópu.

 

 

Hvað með viðbrögð Japana?

Að sjálfsögðu réttmæt, en ný ríkisstjórn Japans. Ætlar sér að lækka gengi jensins. Það verði gert með því, að seðlabanki Japans hefji prentun.

Eins og seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands.

Skipunin til Seðlabanka Japans, er að taka upp sbr. stefnu við "US Federal Reserve" þ.e. að halda verðbólgu UPPI í 2%.

Hún hefur verið mun lægri en það í Japan síðustu misseri. Þannig, að til þess að lyfta henni í 2% þarf líklega töluvert mikla prentun.

En sú prentun, mun óhjákvæmilega lækka gengi jensins.

En rétt er að halda til haga, að meðan Seðlabanki Japans hefur ekki verið að prenta síðustu misseri þrátt fyrir prentanir Seðlabanka Bandar. og Bretlands, hefur jenið hækkað verulega gagnvart þeim gjaldmiðlum. En einnig gagnvart evrunni - vegna efnahagskreppunnar í Evrópu.

Þannig séð vill Japan, koma gengi jensins aftur niður á fyrri stöðu gagnvart sömu gjaldmiðlum.

  • Að sjálfsögðu er þetta "currency manipulation."

Líta má þannig séð á, að prentunaraðgerð Japans sé varnaraðgerð gagnvart prentuna hinna ríkjanna - tveggja. Og einnig gagnvart kreppunni í Evrópu.

 

Ógnin fyrir Evrópu!

En þetta mun auðvitað grafa undan stefnu Þjóðverja innan Evrópusambandsins, en þeir standa gegn því að Seðlabanki Evrópu - einnig hefji prentunaraðgerð.

En Þjóðverjar hafa ekki heimilað prentun, þó að innan S-Evrópu sé mjög veruleg verðhjöðnun.

Ætlast til þess, að löndin framkvæmi launalækkanir.

Og beita önnur lönd þrýstingi um, að beita sig slíkum aðgerðum. Í stað þess, að leitast við að lækka gengi sinna gjaldmiðla.

Hingað til hefur Bretland ekki hlustað á þessar ráðleggingar, ekki Bandaríkin heldur.

Og mjög ólíklegt er annað, en að Japan muni einnig skella skollaeyrum við slíkum tilmælum.

  • En aðgerðir Seðlabanka Japans geta ekki einungis skaðað Þjóðverja.
  • En stóra vonin á evrusvæði - - er sú. Að löndin geti haft sig upp úr kreppunni, með því að auka útflutning.
  • Þ.e. planið - að öll löndin í vanda, snúi sér að því að auka útflutning.
  • Með gengislækkun, verða japönsk fyrirtæki einnig samkeppnishæfari gagnvart fyrirtækjum á Spáni og Ítalíu.

Með öðrum orðum, með þessu getur Japan slökkt á eða dregið mjög úr þeim draumum innan Evrópu. Að ná fram þeim hagvexti sem vonast er eftir að verði einkum útflutningsdrifinn á næstu misserum.

Hugsanlega, dýpkar þetta kreppuna í S-Evrópu, og að auki hægir á aukningu útflutnings Þjóðverja til landa utan Evrópu; sem hugsanlega dugar til þess. Að Þýskalandi tekst ekki að forðast efnahagskreppu þetta ár. Sem yrðu slæm tíðindi fyrir vonir Merkelar um endurkjör.

 

Niðurstaða

Prentun Japans getur skipt verulegu máli fyrir Evrópu. Vegna þess, að draumurinn í Evrópu hefur verið að efla útflutning einkum til Asíu. Í von um að, Evrópu takist að snúa yfir til hagvaxtar. Í krafti aukins útflutnings.

Ég hef ekki haft mikla trú á þeim draumum.

En ég hef verið mjög skeptískur á þá stefnu, að Evrópa sem heild, gerist stórfelldur nettó útflutningsaðili.

En ég virkilega stórfellt efast um að, þeir markaðir séu til á plánetu Jörð.

Eða að Kína sé til í að skipta um hluverk, þ.e. að verða nettó innflutningsland fyrir Evrópumenn, í stað þess að Evrópa hafi það hlutverk fyrir Kína.

Frakkland og Þýskaland eru að keyra stíft inn á Asíumarkaði sérstaklega í Kína.

Á Spáni, var aukning útfl. í prósentum talið á sl. ári sbr. v. aukningu Þýskalands sama ár. Á hinn bóginn, er aukning Spánar frá mun minni útflutningi miðað við eigið hagkerfi. Aukinn útfl. Spánar, hefur verið eitt af því. Sem hefur verið að auka bjartsýni markaða í allra síðustu tíð.

Aftur á móti eru japönsk fyrirtæki mun grónari innan Asíu, og með verulega hagstæðari gengisstöðu jensins. Þá ættu þau að geta rænt mörkuðum af Evrópu - innan Asíu.

Þannig hugsanlega slökkt á þeim vonum - um útflutningsdrifin viðsnúning sem nú er uppi innan Evópu sérstaklega Evrusvæðis.

--------------------------------

Ef þetta fer að gerast, þá óhjákvæmilega munu kröfur S-Evrópumanna um aðgerðir Seðlabanka Evrópu, af sambærilegu tagi og aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna, Bretland og nú Japans. Fara hratt stigvaxandi.

En ótti Þjóðverja við verðbólgu er síst minni í dag en í gær, og líklega verður sá ótti ekki heldur minni á morgun.

 

Kv.


Versta kreppa í Bretlandi í 180 ár!

Þetta er dálítið stór fullyrðing, en skv. umfjöllun Daily Telegraph. Er núverandi efnahagsárangur í Bretlandi sá lakasti sem finna má stað innan tímabilsins eftir að Viktoría drottning komst til valda árið 1830. Það á við, lakasti efnahagsárangur allt það tímabil, á friðartímum.

"Economists from the Royal Bank of Scotland said the last four years have produced the worst economic performance in a non post-war period since records started being collected in the 1830s."

Britain is experiencing 'worse slump than during Great Depression'

Warning of triple dip and risk to credit rating

Britain slides back towards recession

En skv. nýjum efnahagstölum var enginn hagvöxtur þegar árið 2012 er skoðað sem heild. Og síðustu 3 mánuði sl. árs, var samdráttur upp á 0,3%. Breska hagkerfið stefnir því á 3. samdráttarskeiðið í þessari kreppu.

Hagkerfið sé smærra en það var 2011, og 3,3% neðan við hámarkið 2008.

"Output in Britain’s factories fell by 1.5pc in the quarter and by 1.8pc in 2012 — the first annual decline since 2009."

"Michael Saunders, UK economist at Citi, warned of a “triple-dip and stagflation”, adding that in terms of GDP per head “the UK is even underperforming versus Japan’s lost decade”."

Það er orðið að viðmiði, hvernig Japan gekk á fyrstu árum 10. áratugarins, eftir hrunið þar síðla vetrar 1989.

 

Vandinn sem blasir við Bretlandi er sá, að fátt bendir til þess að hagkerfisstöðnunin taki enda í bráð!

  • Bretland er með "0" vexti.
  • Þ.e. stöðugt verið að prenta peninga.
  • En þrátt fyrir það er enginn hagvöxtur.

Það er því útlit fyrir að deilurnar um það - hvað skal gera. Muni magnast.

Ein leið sem vaxandi fjöldi radda halda á lofti, er að ríkið hætti alfarið - sparnaðarstefnu sinni.

Og taki upp eyðslustefnu - - skiljanlega virðist þetta fljótt á litið galin hugmynd.

En þ.s. verið er að tala um, er að gera þetta með þeim hætti - að aðgerðin sé fjármögnuð af seðlabankanum, þ.e. ríkið gefi út skuldabréf sem keypt eru jafnharðan af "Bank of England."

Þeir hagfræðingar sem halda þessu á lofti, telja þetta ekki valda verðbólgu - - meðan eftirfarandi helst enn rétt: Að almenningur sé enn að spara við sig, minnka skuldir. Og fjárfesting atvinnulífsins sé enn í lágmarki, það sé einnig enn að fókusa á skuldalækkun. Ef þetta tvennt á við, sé eyðsla ríkisins fjármögnuð með prentun, einungis að fylla upp tómarúm eða slaka sem sé til staðar.

Þetta er umdeilt atriði. 

Bendi á eftirfarandi umfjöllun um kenningar eins af þessum hagfræðingum: 

Bretland á leið í kreppu aftur - - á breska ríkisvaldið nú að eyða peningum?

  • Það sem veldur þessari stöðnun er - að almenningur er mjög skuldsettur.
  • Og atvinnulíf er það einnig á sama tíma.
  • Þannig að neysla og fjárfesting er hvorttveggja í senn, í lamasessi.
  • Við svo bætist, að ríkið er að leitast við að draga úr útgjöldum, á sama tíma.

Það má kalla 3. höggið í sama knérunn - - ef "Bank of England" væri ekki að prenta á fullu, væri hagkerfið líklega í verulega kröftugari samdrætti!

 

Hvernig er Bretland í samanburði við Spán?

Það eru vísbendingar uppi, að hallinn á breska ríkinu geti endað yfir 8% sem hann var 2011, en skv. vísbendingum sem má sjá  - Public Sector Finances, November 2012 - virðist hafa hallað heldur á ógæfuhliðina seinni part sl. árs, í sbr. v. árið á undan. En lokauppgjör 2012 er ekki enn komið fram.

Skv. - UK budget deficit worsens, credit rating at risk - var hallinn 8% 2011.

Mér skilst að fyrirtæki skuldir milli 110 og 120% af þjóðarframleiðslu í Bretlandi, en almenningur í kringum 100%. Heildarskuldir hagkerfisins ca. 500%. - Total UK Debt - sem er nokkru yfir heildarskuldastöðu Íslands, sem ég heyrði 2011 að væri ca. 330%.

Skv. Global Finance - Total Debt in Selected Countries Around the World

Eru heildarskuldir Spánar ca. 370% meðan að heildarskuldir Bretlands séu um 500%. Áhugavert hve Írland er svakalega ílla statt skv. þeim staðli.

Það sem muni milli Bretlands og Spánar, hef ég heyrt - að sé ekki síst. Að bankakerfið á Spáni skuldi verulega mikið minna - en það breska. Þrátt fyrir allt. Að auki, þó skuldugur sé skuldastaða almennings á Spáni þó samt ívið lægri sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, sama um fyrirtæki.

Skv. EUROSTAT: Euro area and EU27 government debt nearly stable at 90.0% and 85.1% of GDP respectively

Eru opinberar skuldir á Spáni aðeins lægri en í Bretlandi, munar ca. 10% af þjóðarframleiðslu. Ég hef einnig heyrt þær vera 10% hærri en það, má vera að enn sé ekki verið að gera ráð fyrir skuldaaukningu Spænska ríkisins v. fyrirhugaðrar bankabjörgunar.

OK, opinberar skuldir á svipuðu róli.

Enn er ekki vitað hver ríkishalli Spánar verður skv. lokauppgjöri sl. ár, en árið á undan var hallinn þar einnig á sbr. róli v. Bretland.

Og mig grunar að eins og í Bretlandi, sé slök efnahagsframvinda líklega - að draga úr getu ríkisstj. Spánar til að ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að, um lækkun halla. En það á enn eftir að koma í ljós.

Bæði Spánn og Bretland, eiga nú í vandræðum með eitt af eigin svæðum þ.e. Katalónía hótar að yfirgefa Spán og í Bretlandi hóta Skotar að yfirgefa sambandið við Bretland.

-------------------------------------------

Það sem er mikið skárra er atvinnuástand í Bretlandi þ.s. 7,8% vs. 26,02% skv. nýjustu tölum.

Að auki, eru vextir mun lægri í Bretlandi - sem dregur skiljanlega úr skuldavanda.

Þar af úr þeim samdrætti sem annars yrði, af þess völdum.

Efnahagsástandið er ívið verra þ.e. þó kyrrstaða sé slæm, er verra að hafa samdrátt.

 

Hvernig væri Bretland ef það hefði verið í evrunni?

Það er auðvitað engin leið að sanna það 100%. En það gekk alvarleg bankakreppa yfir á Bretlandseyjum 2009. Ef Bretar hefðu ekki eins og þeir gerðu, getað endurfjármagnað bankana með aðstoð eigin seðlabanka. Hefði fjárhagslega áfallið lent mun harkalegar á ríkisvaldinu en það gerði.

Mig grunar samt sem áður - að Bretland hefði getað lent í því það ár. Að þurfa "neyðarlán" til að aðstoða við þá fjármögnun. En 3 risabankar voru í reynd yfirteknir af ríkisvaldinu. Dælt í þá peningum.

En seðlabankinn í reynd fjármagnaði þá endurfjármögnun, breska ríkið seldi ekki skuldabréf á alþjóðamörkuðum - til að afla sér fjármagns. En annað hefði verið uppi, ef Bretland hefði verið í evru.

  • Þá eins og kom fyrir írsku bankana 2010, hefðu þessir 3 bankar fengið á sig lokun frá ECB, og ríkið orðið að veita "neyðaraðstoð" - en þá með því, að skuldsetja sig fyrir veittu fjármagni.
  • Breska ríkið líklega, hefði þurft að taka alla endurfjármögnunina í skuld.

Bretland hefði þá líklega verið fyrsta landið í vandræðum á evrusvæði 2009 - - ekki Grikkland 2010.

Og það hefði verið miklu mun alvarlegra mál - - að svo stórt land hefði lent í vandræðum svo snemma í ferlinu, þegar ekki var enn búið að búa til neyðarlánasjóði - né nokkuð af þeim ferlum sem til eru í dag.

  • Hætt við því, að breska ríkið hefði lent í því að fá á sig, stighækkandi vaxtabyrði.
  • Það hefði myndvarpast yfir á þjóðfélagið, eins og átti sér síðar stað í S-Evr.
  • Og mun hærri vextir innan hagkerfisins, hefðu margfaldað skuldavanda heimila - fyrirtækja; og magnað einnig vanda ríkisins.
  • Sem einnig hefði magnast enn frekar, vegna þess að aukinn skuldavandi heimila og fyrirtækja, hefði einnig magnað samdrátt - - og að auki gert atvinnuástand mun verra. 

Ég sé fyrir mér sbr. hjöðnunarástand er varð í Grikklandi, og hugsanlega atvinnuleysi nær 20% en þeim tæpum 8% sem er reyndin í dag.

  • Það hafi skipt þetta miklu máli, að Bretland gat fjármagnað bankana að mestu án skuldsetningar ríkisins.
  • Einnig það, að "Bank of England" hefur stöðugt tryggt mjög - mjög lága vexti, til ríkisins með kaupum á ríkisbréfum, en einnig bönkunum stöðugan aðgang að fjármagni, á mjög lágum tilkostnaði, þannig lágmarkað þeirra tilhneigingu að hækka lántökukostnað og kostnað núverandi skuldara.
  • Lágir vextir aðila innan hagkerfisins - - hafi ekki síst verið lykilatrið um það, að kreppan hafi þó ekki hingað til orðið enn verri! 

 

Niðurstaða

Það er hin óskaplega skuldastaða Bretlandseyja. Sem framkallar það ástand stöðnunar sem er til staðar. Þó svo að vextir séu últralágir. Og seðlabanki Bretlandseyja sé að dæla stöðugt peningum inn í hagkerfið.

Þrátt fyrir þessa lágu vexti. Eru vísbendingar uppi um, að það skuldir almennings og fyrirtækja. Séu einungis að lækka - hægt. En ef vextirnir væru ekki það lágir, væru skuldirnar hjá almenningi og fyrirtækjum líklega í hækkunarferli.

Það má líklega treysta "Bank of England" með það, að viðhalda áfram því lágvaxtaumhverfi sem er til staðar á Bretlandseyjum. Þannig að hæg skuldalækkun aðila þ.e. almennings sem og fyrirtækja, geti haldið áfram.

En meðan þær eru enn svo háar sem þær eru. Þá verði neysla í lamasessi. Og það sama muni eiga við um fjárfestingu.

Þetta geti tekið mörg ár til viðbótar, að losa um þá stíflu. Yfir sama tímabil, sé erfitt að sjá að ríkið geti lækkað að nokkru umtalsverðu ráði. Þann halla sem er til staðar. Því hagkerfisstöðnun muni áfram ríkja.

Þannig að skuldastaða ríkisins muni líklega hækka töluvert - áður en lækkandi staða almennings og fyrirtækja, fer að skila því að hagkerfið taki við sér. Ekki fyrr en það á sér stað, sá viðsnúningur - muni ríkið geta farið að lækka aftur skuldir.

----------------------------

Samhliða þessum líklega margra ára stöðnun sem virðist framundan. Er útlit fyrir að umræða um róttækar aðgerðir í líkingu við þ.s. hagfræðingurinn Krugman leggur til, muni ekki líða hjá.

Sú umræða getur reyndar haldið áfram að magnast. Eftir því sem stöðnunin stendur yfir í flr. ár.

Þessa stundina er ég á báðum áttum með það, hvort það sé rétt að grípa til slíkra aðgerða eða ekki.

  • Evrusinnar eru oft að hníta í Breta fyrir að hafa ekki farið inn - spurning hvort þeir ættu þess í stað ekki að vera fegnir því, að það gerðu þeir aldrei? En það má vel vera, að hrun Bretlands sem mig grunar að hefði átt sér stað ca. 2009, hefði þá pent tekið sameiginlega gjaldmiðilinn með sér niður í fallinu. 
  • Þannig séð sé evran í betri málum án Breta, og Bretar í betri málum án evrunnar.

Kv.


Hvernig getur nokkuð samfélag staðist það, að 60% ungs fólsk sé án atvinnu?

Hörmungarnar á Spáni hafa magnast enn eina ferðina. Og ekkert bendir til annars, en þessi sorgarsaga stigmögnunar haldi áfram. En atvinnuleysi er nú 26,02% heilt yfir, en 60% hjá fólki yngra en 25.

Spanish unemployment hits record high

Spanish joblessness climbs again, no relief in sight

  • "Number of jobless hits 5.97 million"
  • "Unemployment for people under 25 years old hits 60 percent"

Og þróunin í átt að vaxandi atvinnuleysi er langt í frá búin að ná botni.

Skv. AGS verður ívið meiri samdráttur í Spáni þetta ár: Modest Growth Pickup in 2013, Projects IMF

C:\Users\mprimorac\AppData\Local\Microsoft\Windows\Temporary Internet Files\Content.Outlook\W5PDEZDR\WEOtbl_Jan2013 (4).jpg

 Sjáið hve efnahagsástandið er langverst í heiminum - í Evrópu!

Eins og fram kemur, er AGS þrátt fyrir allt bjartsýnt - telur að viðsnúningur verði á Spáni nk. ár, og það sama eigi við Evrópu; að efnahagsáætlanirnar þ.e. fórnirnar muni skila sínu.

Jafnvel þó það væri rétt, þarf miklu mun meiri hagvöxt en skv. þeirri spá, til að minnka atvinnuleysi að nokkru ráði.

Og þegar kemur fram á það ár, getur það staðið í rúmlega 30%.

Þetta er "Depression" ekki "Recession" sem er í gangi á Spáni - Grikklandi einnig.

Persónulega er ég ekki bjartsýnn sem þetta, um hagvöxt 2014.

En höfum í huga, að Evrópa er langstærsti eigandi - AGS.

Það getur verið einhver "bías" í þeirra spám um Evrópu.

 

Niðurstaða

Það má vera að hlutfall af ungu fólki sé í svartri vinnu. En þegar bætur fara lækkandi, þurfa menn að bjarga sér einhvern vegin. Á hinn bóginn, er slíkt ástand. Þ.s. líkur á vinnu eru þá afskaplega litlar. Klassísk gróðastía "glæpa." En þ.e. ekki tilviljun grunar mig, að bandar. mafían reis hæst - í heimskreppunni á 4. áratugnum. Þegar hreysahverfi stóðu meðfram bandar. borgum. Atvinnuástand var svipað og nú er á Spáni. 

Ætli að svipuð þróun muni eiga sér stað á Spáni - að fólk sem sér enga von í löglegri starfsemi, leiti í ólöglega í vaxandi mæli. Og skipulögð glæpastarfsemi, verði hratt vaxandi vandamál?

Glæpir og spilling, er auðvitað form af samfélagslegu niðurbroti.

 

Kv.


Svigrúm Breta til samninga um nýjar undanþágur er líklega takmarkað!

Rétt er að muna þegar svokallaður "Stability Pact" var frágenginn, lokamánuði 2011. Þá beitti Cameron neitunarvaldi. En það neitunarvald stöðvaði ekki málið. Heldur bjuggu aðildarríki evrusvæðis til nýjan sáttmála sem fékk þetta nafn. Og þau ríki sem vildu aðild - fyrir utan að það var álitin skilda fyrir aðildarríki evru - var velkomið að taka þátt. Fyrir rest, var það einungis Tékkland, sem eins og Bretland tekur ekki þátt í "Stöðugleika Sáttmálanum."

Ég tek fram, að mín skoðun er að sá sáttmáli sé sennilega ekki góður fyrir stöðugleika, vegna þess hve hann stíft neyði svokallaða "proc cyclical" efnahagsstefnu upp á aðildarríki hans - þ.e. niðurskurð í efnahagslegri niðursveiflu. Þetta gengur gegn jafnvægisstjórnunarhugsun, þ.e. að viðhafa halla í hallæri, en afgang í góðæri. 

"Pro cyclical" stjórnun, að mínu mati magnar frekar sveiflur í stað þess að tempra þær, þannig að kenna sáttmálann við stöðugleika, sé rangnefni. En hvað um það.

  • Punkturinn er sá - - að hin löndin geta endurtekið þennan leik.
  • Að búa til nýjan sáttmála - ef þeim finnst aftur, Bretland ætla að vera hindrun. 

Mín tilfinning er sú - að meðan þjóðirnar eru uppteknar af því, að semja um þá nýju sáttmála sem eiga að tryggja framtíð evrunnar, þá verði það klárt ekki vel séð að Bretar séu að leitast við að, semja sig frá hinum ýmsu atriðum sem felast í því að tilheyra ESB.

  • Ég á þá við, að þolinmæðin gagnvart slíku - geti verið lítil.
  • Þannig, að árangur Cameron af þeim viðræðum sem hann segist ætla að standa fyrir - verði líklega takmarkaður; líkur á að hann nái ekki því fram sem flokksmenn hans vilja.

 

Þetta sést einnig af viðbrögðum!

"Guido Westerwelle, German foreign minister, said "Germany wants the United Kingdom to remain an active and constructive part of the European Union... But cherry picking is not an option," Westerwelle told reporters. - ""Europe isn't the sum of national interests but a community with a common fate in difficult times.""

"Laurent Fabius, French foreign minister, said: A referendum would be "dangerous for Britain itself," - “If you join a [football] club, you can’t say you want to play rugby.”" - "“The other day I was in a meeting with British businessmen and I said: ‘Listen, if Great Britain decides to leave Europe, we will roll out the red carpet for you’,” Mr Fabius said."

"Carl Bildt, the Swedish foreign minister...: “Flexibility sounds fine, but if you open up to a 28-speed Europe, at the end of the day there is no Europe at all. Just a mess.”"

"Mrs Merkel, the German Chancellor - ""Germany, and I personally, want Britain to be an important part and an active member of the European Union,"" - ""We are prepared to talk about British wishes but we must always bear in mind that other countries have different wishes and we must find a fair compromise. We will talk intensively with Britain about its individual ideas but that has some time over the months ahead.""

"The most positive European reaction came from the Netherlands with Mark Verheijen, Europe spokesman for the governing Liberal party, saying Mr Cameron would find a partner there. “We want a Europe that remains limited to its core tasks. He’s framing the debate sharply,” he said."

----------------------------------

Það er sennilega ekki undarlegt að Angela Merkel sé diplómatísk í svari, en hún virðist líta á Bretland að vissu leiti sem mótvægi við Frakkland innan ESB.

Að einhverju leiti hefur Þýskaland, verið að beita Frakklandi og Bretlandi gegn hvoru öðru til skiptis, stundum náð málum í gegn með stuðningi Frakka - stundum með stuðningi Breta.

Áhrif Frakklands myndu aukast, ef Bretland fer.

Merkel, vill þannig séð - halda í Breta.

En sennilega ekki, á hvaða verði sem er.

 

Það sem ég sé fyrir mér!

Ég er alveg viss um að kreppan í Evrópu er ekki nándar nærri búin - það sé einungis spurning um tíma, hvenær leikir æsast á ný.

En þessa stundina virðist ekkert brjóta þetta "goldylocks moment" - t.d. seldi spænska ríkið mikið magn ríkisbréfa í einni sölu, í sl. viku. Sú stærsta einstaka af þessu ári, og verðið var hagstætt - tiltölulega.

Enn liggur ekki fyrir lokauppgjör sl. árs - svo þ.e. ekki enn vitað hvernig gekk síðustu mánuði sl. árs á Spáni, en þegar eru komnar vísbendingar þess, að Þýskaland hafi verið í 0,5% samdrætti síðustu 3 mánuði sl. ár. Sem er dýpri samdráttur en sama tímabil árið þar á undan, en þá var 0,3% samdráttur.

Það eru vísbendingar frá flr. löndum, að samdráttur hafi aukist lokamánuði sl. árs - en Spánn er ekki enn kominn fram með sínar niðurstöður. 

Enn því ekki ljóst, hver halli spænska ríkisins raunverulega var á sl. ári.

Þessa stundina trúa fjárfestar því, að spænsk stjv. séu að "ná tökum á ástandinu."

En þ.e. að sjálfsögðu ekki staðföst trú.

----------------------------------

  • David Cameron ætlar að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu 2017 eða 2018.
  • Þar sem kosið verður um það hvort Bretland verður áfram meðlimur að ESB eða ekki.

Það er áhugavert að velja þetta tímabil, þ.e. eftir 4-5 ár. En manni finnst líklegt, að þá ætti að liggja fyrir einhverskonar niðurstaða um það, hvaða átt Evrópusambandið er að þróast.

Sumir segja að Cameron sé hræddur við United Kingdom Independence Party eða UKIP. Sem berst hatrammri baráttu, fyrir því að Bretland yfirgefi ESB. Og hefur skv. skoðanakönnunum verið að höggva e-h inn í raðir fylgis Íhaldsflokksins.

Sumir aðrir, segja að Cameron hafi náð að fresta óþægilegu máli, ítt því inn í framtíðina.

  • Eitt í þessu, að ég er viss, að Cameron vill halda Bretlandi inni í ESB.
  • En þá er það einnig spurning - hvaða ESB það verður?

En það er ljóst, að Bretland með vissum hætti, hefur verið leiðtogi ríkjanna - fyrir utan evru.

Nýlega er lokið samningum um svokallað "Bankabandalag" þ.s. ríkjunum fyrir utan virðist hafa verið tryggð þau áhrif sem þau vildu.

----------------------------------

En ég á samt dálítið erfitt að sjá fyrir mér - að sú regla sem þau náðu fram. 

Að hvorttveggja hópur ríkjanna fyrir utan, og hópurinn 17 - verði hvor um sig að mynda meirihluta um mál.

Geti haldið áfram, í gegnum allar þær breytingar á sáttmálum sambandsins, sem þá þarf að klára.

  • Þetta er dálítið stór spurning - hvort að virkilega, muni ríkin 17 halda áfram að sætta sig við, jafnan rétt ríkjanna 10 til áhrifa. 
  • Ég verð að segja, að ég er dálítið skeptískur á það.
  • En það er þó líklega, enn erfiðara að sjá ESB sjálf hanga saman - ef sú regla bregst.
  • Því eitt er víst, að ríkin sem verða fyrir utan, munu ekki sætta sig við að verða "áhrifalaus."

Í þessu samhengi er rétt að skoða kröfur Breta.

Þeirra besti séns til að ná einhverju fram - er að flétta það inn í þetta heildarsamningaferli.

En á sama tíma, er þolinmæði ríkjanna 17 líklega ekki endalaus - - og einnig, það má vera að ef Bretar gæta ekki að sér; að hin ríkin fyrir utan, semji um lausn framhjá Bretum - ef þeir ganga lengra en þeir komast upp með.

Þá gæti endurtekið sig - það sem gerðist, þegar "Stöðugleika Sáttmálinn" var búinn til, þ.e. nýr sáttmáli án aðildar Breta.

  • Eins og ég sagði - Svigrúm Breta er takmarkað.
  • Það getur verið - að það sé ekki nægilegt, til að sætta Breta við áframhaldandi aðild.

 
Niðurstaða

Eru Bretar á leið út úr ESB? Kannski. David Cameron ætlar ekki að leiða Breta úr sambandinu. Á hinn bóginn, má vera að hans eigin flokkur - bindi hendur hans að nægilegu marki, og á sama tíma, gefi aðstæður Breta innan ESB Cameron ekki heldur nægilegt svigrúm. Svo að þegar á hólminn er komið, - geti Cameron ekki boðið upp á það samkomulag. Sem dugar til að "Já - ég vil halda Bretlandi innan ESB" verði ofan á í atkvæðagreiðslunni eftir 4 eða 5 ár.

Verður það hræðileg útkoma fyrir Breta? Líklega ekki. Í reynd, er ég þeirrar skoðunar. Að aðild að ESB skipti ekki mjög miklu máli, frá efnahagslegu tilliti. 

Þetta sé meir pólitískt bandalag aðildarríkjanna - í von um að sameiginleg rödd, hafi meiri áhrif. Þannig séð, visst hræðslubandalag - þ.e. hræðslu við það, að rödd Evrópu verði of mjóróma, ef hún er drifin af einstökum löndum.

Meintur efnahagsskaði - sé upp blásinn. Líklega óverulegur - ef hann þá mælist yfirleitt. ----------------------------------

En nær öll aðildarlönd ESB eru einnig meðlimir að Heims Viðskiptastofnuninni. Sem tryggir markaðsaðgang - hvort sem er. Því fylgja einhverjir tollar. En ekki slíkir að það hafi truflað viðskipti Japana eða Kínverja eða S-Kóreumanna, o.s.frv. Og mjög sambærilegar reglur um viðskipta- og markaðsfrelsi. 

Munurinn á þeirri stöðu og því sem tollabandalagið veitir, sé ekki lengur krýtískt mikilvægur. Því alþjóðlegt tollaumhverfi, sé orðið miklu hagstæðara en það var, er tollabandalagið var stofnað.

 

Kv.


Bretland á leið í kreppu aftur - - á breska ríkisvaldið nú að eyða peningum?

Ég var að lesa áhugaverða ritgerð eftir fyrrum forstjóra Pimco, en nú sjálfstæður fræðimaður - nefnilega: Does Central Bank Independence Frustrate the Optimal Fiscal-Monetary Policy Mix in a Liquidity Trap?. Í þeirri ritgerð er tekin sagnfræðileg greining en samtímis hagfræðileg, tekin dæmi af því hvernig gullfóturinn virkaði fyrst sá klassíski fyrir Fyrra Stríð, síðan sá síðari sem tók við af því afloknu. Síðan er farið yfir það, hvernig nokkur lönd yfirgáfu gulltengingu á mismunandi tímum - í heimskreppunni.

Hann tekur sömu afstöðu og Krugman, nefnilega að við tilteknar aðstæður sem ríkja í dag - - sé rétt að prenta mikið af peningum, og ríkið eigi að eyða þeim.

Að auki - þurfi það ekki endilega að auka raunverulega skuldsetningu ríkisins, því ef Seðlabankinn kaupir jafnóðum þau ríkisbréf sem ríkið gefur út, þá sé ríkið í reynd að skulda sjálfu sér - - en ríkið eftir allt saman á Seðlabankann. Að auki sé skuldin við sjálft sig, í þeim gjaldmiðli sem Seðlabankinn ræður yfir.

  • Það áhugaverða við lestur ritgerðarinnar, er að það virðist sem að "sjálfstæði seðlabanka" sé ávallt afnumið - - þegar kreppurnar verða mjög slæmar.
  • Aftur á móti, sé yfirleitt snúið til baka til sjálfstæðra seðlabanka, eftir að kreppum er lokið - sérstaklega þegar verðbólga lætur á sér kræla í efnahagsuppgangi - - þeim falið að sjá um baráttuna gegn verðbólgu.
  • Þetta virðist hafa gerst nokkrum sinnum á 20. öld.

Sjálfstæðir seðlabankar komi greinilega ekki í veg fyrir kreppur - - en þeir séu ágætis tæki til að berja á verðbólgu, meðan efnahagsmál eru í sæmilega góðu lagi.

En aftur á móti, hlutir fara ílla úrskeiðis, þá virki hefðbundnu meðulin ekki lengur.

Og þá þarf að taka til drastískari aðgerða - - sem yfirleitt mæti harðri andstöðu áhrifamikilla menntamanna hvers tíma - sem menntaðir hafa verið skv. ríkjandi kenningamódelum.

Ekki fyrr en vandræðin séu komin á alvarlegt stig - - verði sú uppreisn, sem skófli ríkjandi hugmyndum til hliðar - - þannig að unnt sé að beita þeim meðölum. Sem virka við - óvenjulegar aðstæður!

 

Paul McCulley segir að nú sé til staðar "liquidity trap"!

  • Eitt sem kemur fram í sögugreiningunni - - er að elítan vill stöðugt verðlag, og að mál séu leyst með því að lækka laun, frekar en að tekin sé verðbólga til að ná fram sömu niðurstöðu.
  • Því að elítan vill ekki að peningarnir hennar, tapi virði.
  • Núverandi tímar eru um sumt svipaðir 4. áratugnum einnig að því leiti, að einnig áratuginn á undan þ.e. þann 3. var í gangi uppgangur; og mikil aukning ríkidæmis hinna auðugu.
  • Þeir, vilja að sjálfsögðu ekki, að peningarnir þeirra séu - minnkaðir að verðgildi.

Eins og fyrsti hluti sögugreiningar hans sýnir, virkaði sú aðferð að lækka laun um leið og á bjátaði - best, þegar réttur til verkfalla var takmarkaður, rétt til að kjósa höfðu bara efnamenn - ekki lýðræðisumhverfi í okkar skilningi, lögreglan send á skrílinn ef hann var með uppsteyt.

Það á eftir að koma í ljós enn, hvort núverandi samræmd aðhaldsstefna ESB, muni eins og aðhaldsstefna sú er tengdist gullfætinum, leiða til kreppumögnunar - hratt vaxandi fátæktar og að lokum víðtæks óstöðugleika, uppreisnar kjósenda gegn ríkjandi hugmyndafræði.

---------------------------------

Hvað á hann við með "liquidity trap" - > þ.e. þegar í kjölfar þess að stór hagkerfisbóla hefur sprungið - hagkerfið er allt þrungið af ofvöxnum skuldum.

Þá er ég að tala um - almenning og einkafyrirtæki.

Þetta sannarlega á við í dag, eins og það átti við í Japan eftir hrunið þar síðla árs 1989, og virðist hafa einnig átt við í heimskreppunni í kjölfar hrunsins 1929.

  • Punkturinn er að hans mati sá, að við þær aðstæður - - dugi "0" vextir seðlabanka, engan veginn til að "örva hagkerfið" því - eftirspurn eftir lánsfé sé ekki til staðar.
  • Þegar almenningur og atvinnulíf samtímis, er að skera niður skuldir.
  • Við erum sannarlega í þessum fasa hérlendis - Bretland mjög áberandi svo.
  • Þessa sést mjög vel merki einnig, innan Evrópu.

Punktur hagfræðinga eins og McCulley, er að við þessar aðstæður.

Verði ríkið að eyða fé! Og gera mjög mikið af því.

Hann bendir sérstaklega á velheppnaða að hans mati eyðslu nasista er þeir tóku völdin, þó kaldhæðið sé að beita þeim sbr. - en þeim hafi tekist að minnka atvinnuleysi úr 6 milljónum í 800 þúsund. Á tíma sem rúmast innan eins kjörtímabils.

Að mati hans og Krugman, er ekki hætta á verðbólgu - meðan almenningur og einkahagkerfið er enn, að leggja áherslu á að greiða skuldir; í stað þess að fjárfesta eða eyða peningum.

Ríkið sé í reynd við slíkar aðstæður, eingöngu að eyða þeim umfram sparnaði sem er þá til staðar innan heildarkerfisins.

  • Einfaldast og öruggast sé að þetta sé gert með beinni seðlabanka-fjármögnun. Þ.e. ríkið gefi út skuldir, og Seðlabankinn kaupi.
  • Ríkið skuldi þá - eins og ég benti á að ofan - sjálfu sér í reynd.

 

Bretland getur verið á leið í 3. niðursveifluna þetta ár, í kreppunni!

Höfum í huga, að stefnan í Bretlandi er langt í frá eins harkaleg og stefnan á evrusvæði. Þ.s. meðan breska ríkið sker niður - - er "Bank of England" að prenta á fullu. 

McCulley, vill þess í stað að ríkið hefji - massífa eyðslu.

En Bretland er mjög augljóst í alvarlegum efnahagsvanda.

Mjög skuldsettur almenningur, er að greiða niður. Fyrirtæki víða, eru einnig enn að leggja áherslu á uppgreiðslu skulda, að lækka þær.

"Bank of England" hefur mildað niðursveifluna - - með því, að tryggja bönkum stöðugan aðgang að pundum, á "0" vöxtum. Þannig haldið fjármagnskostnaði últra lágum.

Þó svo þetta - mildi álagið fyrir þá sem skulda. Þannig að skuldarar í Bretlandi hafa ekki orðið fyrir vaxtasjokki eins og skuldarar í S-Evrópu.

Þá sé það ekki að ganga hjá ríkinu, að minnka sinn halla - með því að skera niður. Eða hefur ekki gert það fram að þessu.

Að einhverju verulegu leiti, er sú útkoma af völdum þess - - að hagkerfið hefur verið annaðhvort í mildum samdrætti eða mjög nærri kyrrstöðu.

Miðað við það hve útbreidd skuldsetning er víða stórfelld innan Bretland - - virðist manni, að á þessum dampi geti Bretland verið. Í mörg - mörg ár.

  • Umræðan um beitingu róttækari aðgerða, þ.e. láta það lönd og leið - að minnka hallann á ríkinu.
  • Þess í stað, að fara í stórfellt eyðsluplan.
  • Að sjálfsögðu, er brot á þeirri hugsun, að ekki eigi að eyða um efni fram - ekki að safna skuldum.

****Ekki síst, líklega ekki möguleg, meðan að Bretland er enn meðlimur að ESB - -> En þá þarf Bretland, að hunda með öllu tilmæli Framkv.stj. ESB um tilhögun ríkisfjármála.

Það er óskaplega umdeilt - hvað skal gera í slíkri stöðu.

En ef maður tekur Japan sem dæmi, getur slík kyrrstaða staðið ákaflega lengi.

Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess, að breska einkahagkerfið sé við það að - koma hagkerfinu á einhvern verulegan skrið, í náinni framtíð.

Og skuldsettur almenningur, virðist ekki líklegur til að drífa hagvöxt heldur, um töluvert árabil til viðbótar.

 

Hvað ætti breska ríkið þá að eyða í?

Það klassíska eru samgöngumannvirki.

Mér skilst af ímsum sem skrifa í Bretlandi, að bresk samgöngumannvirki séu í verulega lakara ásigkomulagi, en þ.s. telst vera standardinn núna á meginlandi Evrópu.

Ákveðin kaldhæðni í því - en einmitt sá lakari standard, getur þítt að breska ríkið geti aukið framtíðar skilvirkni síns hagkerfis, þannig framtíðar skatttekjur; með því að endurnýja úr sér gengin samgöngumannvirki - leggja nýja vegi o.s.frv.

Fleira kemur til greina að sjálfsögðu - það má byggja skóla, ef skólabyggingar eru lélegar eða vantar fleiri skóla. En ef samgöngumannvirki er eitt sem getur aukið skilvirkni til lengri tíma litið - þá er menntun atriði nr. 2.

  • Hið mun betra ásigkomulag samgöngumannvirkja á meginlandinu, þíðir á móti - að á meginlandinu verður líklega lítill gróði af því, að leitast við að örva hagkerfin með því að fjárfesta í samgöngumannvirkjum.
  • En slík fjárfesting, lýtur að sjálfsögðu eins og margt annað, lögmálinu um "dimnishing return."
---------------------------------

Fræðilega, getur ríkið farið í eigin atvinnurekstur, þ.e. farið að reka eitt og annað í samkeppni við atvinnulífið - - notað prentaða peninga, til að starta nýjum verksmiðjum og öðrum slíkum hlutum.

Með öðrum orðum, ný iðnvæðing - en fyrir prentað fé.

Fræðilega unnt að selja síðar - þegar hagerfið tekur við sér.

En ef margir eru á móti prentun, er það ekkert við hliðina á því ramakveini sem myndi hefjast, er ríkið allt í einu myndi fara að, reysa verksmiðjur fyrir peninga ríkisins - svona eins og Sovétið sáluga gerði.

  • Best að muna, að iðnvæðing Sovétsins virkaði um tíma, meðan að það var skortur á verksmiðjum - landið var lítt iðnvætt.
  • En auðvitað má velta fyrir sér, hvort "De-industrialization" sú sem átt hefur sér stað í Evrópu, sl. 2 áratugi, v. samkeppninnar v. Asíu.
  • Skapi svigrúm, fyrir tímabundin - inngrip ríkisins í atvinnulífið með slíkum hætti.

Nefni þetta fyrst og fremst sem eitt af því fræðilega mögulega - því ég er alveg viss, að þetta gerist ekki - nema menn stari mjög á mjög djúpt efnahagshrun, þá þegar. Og flokkar sem eru hlinntir slíkum ríkisafskiptum, væru komnir til valda.

Ekki síst, að slík aðgerðaáætlun er ekki möguleg, nema að viðkomandi ríki sennilega fyrst hverfi alfarið út úr ESB.

---------------------------------

Ef um allt þrýtur, er eitt lokaúrræði eftir, þ.e. að efla herinn!

Fara í hernaðaruppbyggingu. Stríðsrekstur eins og hann var rekinn á 20. öld, felur í sér mjög djúp ríkisinngrip í allt atvinnulíf.

Og stöðuga peningaprentun.

  • Bretland getur sennilega eytt í samgöngumannvirki.
  • Bandríkin einnig.
  • En Evrópa - tja, vöntunin þar er líklega einna helst innan hagkerfisins sjálfs, þ.e. í formi þeirrar "af"-iðnvæðingar, sem hefur verið í gangi sl. 20 ár. 

En allsherjar atvinnu-uppbygging. Væri ekki einungis brot á öllum nútíma samkeppnisreglum, og sjónarmiðum um lágmörkun ríkisafskipta. Heldur, mjög sennilega, einnig brot á reglum Heims Viðskipta Stofnunarinnar.

Hugsanlega ekki möguleg, nema að - eftir að niðurbrot heimskerfisins sé þegar orðinn hlutur.

Ef kreppan verður það djúp.

 

Niðurstaða

Við erum sennilega stödd inni í einni af hinum stóru sögulegu kreppum. Mig grunar að sú kreppa, sé langt í frá búin að ná botni. Ég held t.d. að Evrópa muni ekki eins og vonast er eftir. Fara að lötra inn í hagvöxt fyrir árslok. Heldur, muni í besta falli samdráttur verða að stöðnun. En í því ástandi. Muni skuldastaða ekki geta náð sjálfbærni. Þær muni áfram hlaðast upp. Samtímis muni atvinnuleysi ekki geta heldur minnkað. Heldur líklega áfram aukast.

Spurning hvort að það verði eins og átti sér stað á 4. áratugnum, uppreisnir gegn ríkjandi stefnu?

Menn fyrir rest, fari í aðgerðir til að örva hagkerfin?

----------------------

En ég á erfitt með að trúa því, að slík stefnumörkun nái fram innan evrusvæðis - í samkomulagi heildarinnar.

En andstaða við slíka peningalega örvun, sé of sterk í tilteknum löndum - sem a.m.k. enn eru ekki í alvarlegum vanda.

Hætta sé á að togstreitan milli Norður og Suður, haldi áfram að magnast. Þangað til að aðskilnaður Norður og Suður á sér stað. Þá einhvers konar uppbrot atburður.

  • Bretland þyrfti sennilega að fara úr ESB, ef það vill beita "stimulus" með þeim hætti, sem Krugman og McCulley leggja til.

Það má vera, að tímaramminn varðandi evruna verði lengri en þetta ár - kannski einnig lengri en það næsta.

Eftir allt saman tók það tíma fyrir gullfótinn að hætta alfarið, Frakkland t.d. yfirgaf hann ekki fyrr en 1938. 9 árum eftir hrunið á Wallstreet. Ekki fyrr en eftir þá ákvörðun, að hagvöxtur hófst aftur í Frakklandi.

Ég á erfitt með að sjá aðra útkomu en þá, að kreppan eða stöðnun, og vaxandi skuldir. Haldi áfram, þangað til að einhver stór lykilatburður - starti stefnubreytingu.

-------------------------

En hingað til - er hagvöxtur megin leiðin til að lækka skuldir.

Megin B leiðin, er verðbólga. 

  • Hvað með Ísland: Fræðilega getur ríkið farið í framkvæmdir fyrir prentaðar krónur skv. formúlu Krugman og McCulley. Það er enn til staðar eitt og annað, sem má bæta í okkar samgöngukerfi, til að auka skilvirkni.
  • Sennilega eru hagkvæmustu jarðgöngin á Austurlandi. Þ.e. tengingar fyrir Reyðarfjörð og Seyðisfjörð. En þá geta hafnir á A-landi farið að þjóna sem inn-/útflutningshafnir fyrir allt NA-land alla leið til Akureyrar, og SA-land alla leið að Höfn í Hornafirði.
  • Það getur lækkað kostnað íbúa á þeim svæðum, miðað við að fá sömu þjónustu frá Reykjavík. Þannig lyft upp þeirra lífskjörum.
  • Ríkið getur einnig lagt Sundabraut fyrir Reykjavíkursvæðið, sem myndi bæta mjög samgöngur.
  • Ég held að snjallara væri að reisa risaspítala á Vífilstaðalandinu. 
  • Meðan einkahagkerfið er enn í doða - getur þetta verið fær leið.
  • Jarðgangagerð er þó sennilega auðveldari, og vegagerð - - en byggingaframkv. hafa þann galla, að kosta verulegan gjaldeyri. Meðan að vegaframkvæmdir og jarðgangagerð, kosta mun minna af honum. Það getur verið krítískt atriði fyrir Ísland.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband