Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!

Þetta er alveg nýtt í ísl. samfélagi, sannarlega hafa innheimtu lögfræðingar alltaf verið grimmir, en þ.e. ekki þ.s. ég á við. Heldur er það grimmd heilla hópa þjóðfélagsins gagnvart öðrum hópum þess, þ.e. þ.s. ég á við þegar ég tala um grimmd.

  • Þá útbreiddu afstöðu að fólk í skuldavandræðum í dag, þ.s. þ.e. er að missa húsin sín eða íbúðir sínar, hundruðum saman, eigi sjálft alla sökina á óförum sínum og því enga samúð skilið.
  • Það eru gjarnan pikkuð út gróf dæmi um ofneyslu sem auðvitað er til nokkur fj. af, fjárfestingar í of stórum íbúðum, að tekin hafi verið of stór lán - ekki síst að fólk hafi átt að hafa vit fyrir sér að taka ekki slíkar ákvarðanir, en samt tekið þær - það sé því heimskt og eigi ekki kröfu til okkar hinna að því sé veitt aðstoð sem kosti okkur nokkrar umframbyrðar.
  • Síðan er að auki reynt að gera eins lítið úr vandamálinu og hægt er, þ.e. bent er á að fólki á vanskilaskrá hafi einungis fjölgað um 2000 frá hruni, að langflestir íbúðaeigendur standi í skilum (eins og skil eru skilgreind), greiðslur séu almennt því viðráðanlegar (skv. viðmiði Seðlab. um 30% af brúttótekjum) - enginn hafi rétt til að æskja þess að viðráðanlegar greiðslur séu lækkaðar.
  • Fyrir aðra sem almenn úrræði þau sem veitt hafa verið fram að þessu duga ekki, þá sé gjaldþrot rétta leiðin - að selt sé ofan af þeim og viðkomandi teknir til gjaldþrota skipta.
  • Ég bendi á að skv. gildandi lögum, þá afskrifast skuldir ekki við þrot einst. heldur má viðhalda þeim æfilangt. Þannig, að einu aðilarnir sem græða á því eru fjármálastofnanirnar. Reyndar miðast þessi afstaða öll að því er ég best fæ séð, við hagsmuni fjármálageirans.

Ég bendi á að lán í skilum teljast m.a. lán í frystingu. Síðan hefur um 51% lánþega íbúðalána þegið tímabundna lækkun greiðslubyrði með þeim hætti að mismunur sé færður aftan á skuld. Að auki, hafa 38.000 manns tekið út viðbótar lífeyrissparnað á þessu ári - sennilega til að ná endum saman.

Ég á von á því að fólki í greiðsluvandræðum fjölgi til muna á næsta ári - því sparnaður af slíki tagi hann gengur til þurrðar á endanum. Að auki eru þessar lánafrystingar ekki til langs tíma.

Viðmið Seðlabanka 30% af brúttótekjum telst viðráðanleg greiðslubyrði:

  1. Hjón með með samanl. 300.000 skila 90.000 afb.
  2. Hjón með með samanl. 400.000 skila 120.000 afb.
  3. Hjón með með samanl. 500.000 skila 150.000 afb. 
  • Af hverju er viðmiðið 30% en ekki 25% eða 20%. Maður veltir fyrir sér hvort þessi tala er sett til þess einmitt, að fá fram lágar tölur yfir fólk í vandræðum.
  • Ofangreint tekur ekki tillit til skatta - annarra skulda.
  • Ég get ekki séð að fólkið með lægstu tekjurnar - geti endurnýjað heimilistæki, geti keypt ný föt og verði því að ganga í notuðum, geti átt bíl, hafi efni á ferðalögum eða skemmtunum af nokkru tagi er kosta peninga.
  • Fólk þarf líka að muna eftir því að jaðarskatta áhrif hafa verið stóraukin - þ.e. vaxta- og barnabætur lækka hratt með auknum tekjum.
  • Í ofanálag - þá eru líkur á að tekjuhærra fólkið skuldi meira af öðrum lánum.
  • Ég er því alls ekki viss um að meira að segja efsti tekjuhópurinn valinn að ofan, geti leyft sér nokkuð að ráði aukreitis.


Grimmdin í þessari afstöðu er óskapleg

  • Þ.e. eins og það sé búið að afnema þ.s. kallað er "náungakærleik" úr hópum almennings.
  • Menn sjá að fólk á það bágt - en fólki er skítsama, afgreiðir þ.s. bara heimskt pakk sem á ekkert gott skilið.
  • Einstaklings hyggja virðist ráða þeirri afstöðu í bland - þ.e. ég er ekki til í að taka á mig umframbyrðar til að redda þeim.
Sjá hópa fólks sem bíða eftir afgreiðslu matargjafa við aðstöðu Fjölskylduhjálparinnar

Fjölskylduhjálpin liðsinnir nauðstöddum með því að sjá hundruðum fyrir mat og öðrum nauðsynjavörum endurgjaldslaust.
  • Fjölskylduhjálpin kvá vera með í kringum 1800 manns á skrá og milli 400-600 koma reglulega í þeim tilgangi að fá matargjafir - sem þíðir í hverri viku. Er einungis rekin með frjálsum framlögum og sjálfboðaliðastarfi einst. - Fjölskylduhjálpin
  1. Af hverju er ríkið eða sveitarfélögin hér í kring, ekki að aðstoða þetta fólk?
  2. Þ.e. hneyksli að ekki skuli fyrir mörgum mánuðum síðan verið búið að beita því úrræði sem beitt var á áratugum áður - þ.e. að prenta matarmiða svo fólk geti framvísað þeim í verslunum og þurfi ekki að bíða í röð fyrir allra augum -eins og sjá má á mynd- eftir matargjöfum og fá þannig á sig aumingjastimpil!
  3. Er hugsunarhátturinn - þetta fólk á ekkert gott skilið að þvælast fyrir? Eða er það, mér kemur þetta ekki við? Eða, mér er skítsama?
  • Dæmi hafa sést um að börn á skóla-aldri, séu að róta í ruslakörfum eftir einhverju sem þau geta selt, aðspurð svo þau eigi fyrir mat í skólanum.
  • Mér sýnist stutt í að sá gamli draugur vannæring sem útrýmt var hér fyrir áratugum, stingi sér upp aftur.
  • Aðeins á undan því, mun fara að bera á að hluti skólabarna sé í vaxandi mæli áberandi ílla til fara.
  1. Sko - þetta er ekkert grín.
  2. Við erum að standa frammi fyrir raunverulegum samfélags harmleik, og stjv. gera ekki neitt.
  3. Á sama tíma flissa og sveia stuðningsmenn þeirra, segja ekki benda á mig og reyna að gera sem allra minnst úr vandanum.
  • Skv. fréttum vikunnar standa 227 fjölskyldur frammi fyrir því að heimili þeirra verði seld ofan af þeim í þessum mánuði - " Uppboðum fjölgar stöðugt " Sennilega úr þessu kemst það ekki til framkv. fyrr en í næsta mánuði.
  • Þetta kemur ofan á þau nokkur hundruð sem hafa lent í því sama mánuðina á undan.
  1. Eru menn að bíða eftir einhvers konar alvarlegri sprengingu - þ.e. alvöru óeyrðum. Fólk fari að kveikja í bílum, brenna byggingar?
  2. Þetta er einfaldlega næsta skref - eftir 8000 manns mótmæltu á Austurvelli, er klárt að ekki þarf mikinn viðbótar neista.
  3. Ég sé fyrir þ.s. alvarlega og mjög raunverulega hættu, þ.e. stjórnleysi í kjölfar óeyrða þ.s. löggæsla lætur undan síga, og lög og regla brotnar niður, fólk fer að taka lögin í eigin hendur. Stjv. missa alla stjórn á ástandinu og stjórnleysi / kaos tekur við.
 
Í því samhengi vakti mikinn ugg yfirlísing ríkisstjórnarinnar - Vilja hverfa frá sjálfseignarstefnu íbúða og tryggja félagslegt íbúðakerfi
  • Ef til vill er hræðslan ofaukin.
  • En áhyggjur fólks eru að bankarnir í samkrulli við ríkisstj. ætli sér að halda þeim hundruð íbúða sem þeir hafa tekið yfir og eru á leið með að taka yfir af - markaðinum, svo verð hrynji ekki. 
  • Þá þarf að finna einhvern aðila, sem geti keypt þær allar í einu - en hrun íbúðaverðs yrði áfall fyrir bankana. 
  • Að auki taki sá viðkomandi íbúðirnar yfir ásamt lánum - svo bankar þurfi ekki að afksrifa vegna þess að þeir geta það ekki.
  • En ljóst er að eiginfjárstaða bankanna er sennilega neikvæð - sbr. 45% lána skv. bókfærðu verðgildi sé skv. AGS "Non performing".
---------------------------------

Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review

Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".

  • Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing". En bókfærða virðið er hið lækkaða verð sem bankarnir fengu lánin á - það er því með tilliti til þeirrar lækkunar.
  • En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.
-----------------------------------
  • Skv. útskýringu lögfræðimenntaðs manns, verða bankarnir ekki gjaldþrota nema þeir verði ógjaldfærir.
  • En, það geta þeir alveg orðið ef slæmum lánum bankanna heldur áfram að fjölga. Hvort um sig getur fellt þá - fjölgun slæmra lána og hrun húsnæðisverðs.
  • Spurning hvort þá þurfi ekki að breyta lögum um starfsemi banka - ef stjv. vantar valdheimildir til að taka yfir banka, áður en þeir falla - þ.e. þegar eiginfjárstaða þeirra er bersýnilega svo slæm þeir geta fallið þá og þegar.

Þannig eins og ég skil útspil ríkisstjórnarinnar, er verið að róa lífróður til að halda bankakerfinu á floti.
 
Þ.e. megin áherslan - íbúðaeigendur í vandræðum eru þeir sem lenda undir.
 
Skilaboðin - því miður ekkert hægt að gera!
 

Að bankarnir séu gjaldþrota kemur heim og saman við hegðun þeirra:

  1. Afskrifa einungis skuldir sem þeir vita að eru óinnheimtanlegar.
  2. En, ríghalda í allt annað - verða í reynd blóðsuga á hvort tveggja í senn, atvinnulífinu og almenningi.
  3. En, miðað við sína stöðu, verði þeir að kreysta hverja krónu sem þeir geta úr öllu og öllum - sem er akkúrat þ.s. þeir hafa verið að gera.
  4. En augljóslega þá hafa bankar með betri fjárhagslega stöðu - meira svigrúm til að koma til móts við skuldara. Þ.e. einnig þeirra hagur, að koma nægilega á móti - svo að skuldarar sjálfir séu ekki svo aðþrengdir að þeir neyðast til að ganga á allt sem þeir eiga, til að standa í skilum.
  5. En gjaldþrota bankar - neyðast til að koma harðar fram en ella. Þeir hafa ekkert svigrúm til sanngyrni.
  • Ríkisstjórnin er ekki enn til í að viðurkenna, að endurreisn bankanna sé runnin út í sandinn.
  • Gerir það sennilega ekki sjálfviljug!
 
 
Hvað er hægt að gera?
-------------------------------
 
1. breyta vísitölunni - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes
  • 1200 milljarða skuldir heimila. 20% kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
  • En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
  • Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
  • Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
  • Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
  • Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
  • Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
  • Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
Jón Magnússon fyrrum hæstaréttarlögmaður, sendi mér þetta svar:

Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 18:06: Einar Björn ég ætla ekki að skrifa neitt varðandi þessa færslu heldur um þá dóma Hæstaréttar sem þú varst að tala um varðandi verðtrygginguna. Þessir dómar eru frá árinu 1991 og eru 3 einn á bls. 348 mál nr. 53/1990 Árni Árnason gegn Samvínnusjóði Íslands hf. ril réttargæslu viðskiptaráðherra Seðlabanka Íslands.

Svo er það dómur í máli  nr. 210/1990  Lífeyrissjóður byggingarmanna gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs bls. 367 árið 1991.

Svo dómur í máli 211/1990 Lífeyrissjóður byggingarmanna gegn Húsnæðisstofnun ríkisins bls. 385 árið 1991

Staðfest var í Hæstarétti niðurstaða héraðsdóms í öllum þessum málum að heimilt hefði verið að breyta ákveðnum forsendum varðandi útreikning verðtryggingar.  Ég tel sömu heimildir vera fyrir hendi í dag.

Kær kveðja,

  • Jón Magnússon telur með öðrum orðum, svokallaða lagfæringu vísitölu þ.e. að henni verði breytt og lán endurreiknuð skv. þeirri breyttu mynd hennar, vera mjög vel færa leið skv. ofangreindum hæstaréttar dómum.
-------------------------------
 
2. Vek athygli aftur á hugmyndum Ottós B. Ottósonar hagfræðing -   Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings
  •  Hans hugmyndir eru góðra gjalda verðar og sannarlega ástæða til að taka til greina.
 
------------------------------- 
 
3. Það þarf að gera bankana gjaldþrota - með einhverjum löglegum hætti. Svo hægt sé að endurtaka þá aðgerð, að búa til nýja banka í annað sinn. Færa lán yfir á nýjum afsláttum. Svo hægt sé þannig að létta skuldum af hagkerfinu.
 
------------------------------- 
 
4. Ein leið til lausnar húsnæðiskreppunnar - er að fylgja fordæmi Roosewelt forseta á 4. áratugnum.

Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).

Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota bönkum yfir í íbúðalánasjóð. Þ.e. ríkið taki þau lán yfir - þetta getur verið valkostur við að gera bankana gjaldþrota. En, yfirtaka ríkisins á slæmum lánum myndi styrkja þeirra eiginfjárstöðu.

  • Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti. 
  • Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
  • Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
  • Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
  1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
  2. Kaupleigu fyrirkomulag þ.e. markaðsleiga + álag.
  3. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
  • En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.
-------------------------------
 
 
  • Hún eykur áhættusækni lánveitenda.
  • Hún heldur uppi vaxtastigi í þjóðfélaginu - sem eykur áhættusækni fjárfesta.
  • Hún viðheldur stöðugum spíral skulda almennings, er virðist einungis upp á við.
  • Hún gerir vexti minna skilvirkt stjórntæki fyrir stjv. - sem þá neyðast til að viðhafa hærri stýrivexti en ella, til að ná sömu áhrifum stýrivaxta.
  • Ég sé ekki nokkurn jákvæðann punkt við hana - vill hana burt sem allra fyrst, svo möguleiki verði til að Ísland verði normal land.
-------------------------------  

7. Mjög róttæk aðgerð - frysta með lögum alla vexti við t.d. 6%, síðan frysta í 1. ár vísitölu neysluverð þannig að hún hækki ekki, síðan að afnema gjaldeyrishöftin - ætti að skila milli 40-50% raunlækkun lána í krónum. Allt er þá lækkað jafnt þ.e. allar eignir bundnar í krónum og skuldir. Fjöldagjaldþrot þeirra er skulda í erlendum gjaldeyri væru þó óumflýjanleg í kjölfarið sbr. mjög sennilega öll útgerðin.
 
 
Niðurstaða
Ég hef miklar áhyggjur af samfélaginu okkar - þ.e. að sá slæmi spírall sem er í gangi, muni framkalla mjög alvarleg átök milli hópa samfélagsins, þ.s. mismunandi hópar takast á - á götum úti, að lög og regla bíði hnekki, að fyrir rest verði tjón allra óskaplegt og mun meira en, ef einhver ofangreindra aðgerða væri farin.
 
Ekkert er hættulegra en samfélagsleg átök, fyrir utan innrás óvinaherja og/eða stórfelldar náttúruhamfarir.
 
Innanlands átök, er það allra hættulegasta sem hagkerfi getur lent í ásamt þeim þáttum - raunverulega getur valdið algeru hruni þess, þannig að Ísland falli ekki einungis aftur á 1980, nei miðað við að fólk á ekki fyrir mat - börn eru í vandræðum með að geta borgað skólamáltíðir - erum við þegar að stefna mun lengra aftur þ.e. a.m.k. upphaf 8. áratugarins rétt þegar landið var að byrja að rétta við sér eftir að síldin hvarf. 
 
En, ef alvarleg átök spretta upp - þá getum við lent enn aftar en þetta, jafnvel alveg að byrjunarreit 1904 þegar heimastjórn var komið á fót - þ.e. hrun allra grunnkerfa. En, þá var ekkert almennt skólakerfi í landinu, ekkert almennt heilsugæslu- eða sjúkrakerfi, né var hér tryggingakerfi og ekki heldur ellilýfeyrir.
 
Kv.

Merkel vinnur hlutasigur! Áfram með spurninguna - er Þýskaland á leiðinni með að verða drottnandi land innan ESB?

Í síðasta pistli mínum, fjallaði ég um afleiðingu Evrunnar sem virðist vera að byrtast á þessu ári, þ.e. stóraukin völd og áhrif Þjóðverja innan ESB og sérstaklega innan Evrusvæðisins, sjá pistil: - Eru Þjóðverjar á leiðinni með að verða drottnandi ríki innan ESB? 

Ég benti fólki á að fylgjast með fréttum, því að einhverju leiti myndi niðurstaða 2-ja daga ríkjaráðstefnu innan ESB vera mæling á þau auknu áhrif. 

  • En, Merkel lagði upp í hana með nýja kröfu - þ.e. þess efnis að núverandi sáttmála ESB yrði breytt. 
  • Niðurstaðan er að breyting er samþykkt!
  • En, hún fékk ekki allar kröfur sínar inn!

En fyrir ráðstefnuna höfðu fulltrúar Framkvæmdastjórnar sagt að það komi ekki til greina að opna núverandi sambands sáttmála.

Það sama höfðu fulltrúar fjölmargra ríkja einnig gert - svo það má alveg halda því fram, að þrátt fyrir alla þá andstöðu sé það merkilegt af Merkel skuli samt takast að fá því framgengt að núverandi sáttmáli verði opnaður, sem sé þá samt skýr vísbending um stóraukin áhrif Þjóðverja, þó þeirra áhfir séu þó enn ekki slík greinilega slík að þeir séu algerlega drottnandi innan sambandsins. En valdahlutföll virðast samt klárlega breitt!

  1. Það sem henni tókst að ná fram - er að gildandi sáttmála ESB verði breytt með þeim hætti, að björgunarkerfi af einhverju tagi hugsanlega svipað núverandi björgunarpakka ESB er samþykktur var í sumar verði með varanlegum hætti hluti af stofnanakerfi ESB.
  2. En henni tókst ekki að ná því fram - að tekin væru upp sjálfvirk refsi ákvæði þegar ríki brjóta reglur um hámarsk halla eða skuldir.
Ritstjórar Financial Times eru klárlega sammála minni túlkun!

FT.com - The Iron Lady makes her mark

  1. As an illustration of where power lies in Europe, the outcome of this week’s European Union summit was instructive.
  2. The same EU leaders who had objected for months to rewriting the bloc’s Lisbon treaty changed tack on Friday and endorsed a proposal for limited alterations.
  3. The reason was not hard to find: it was Germany’s proposal.
  4. This was the latest lesson in how the eurozone’s debt troubles have propelled Germany into a leadership role even more prominent than in the pre-crisis days.
  5. German leadership in the eurozone and EU is natural and desirable, but it needs to be exercised with care and vision.

Síðan kemur skírt fram að andstaðan við þær breitingar á Lissabon sáttmálanum - eru miklar og því full ástæða til að halda áfram að fylgjast vel með málinu, þ.e. akkúrat hver verður lokaniðurstaðan í Desember nk.:

FT.com - EU leaders back limited treaty change

  • Herman Van Rompuy, the EU’s permanent president, said that he had been tasked with coming up with an amendment to create a new, permanent bail-out system intended to rescue any future Greek-like collapses. The amendment would be presented in December.
  1. During the summit, European leaders said they were backing Germany’s move on treaty change only reluctantly, and only after full-scale arm twisting by Ms Merkel.
  2. And even then, most officials said they would only support limited amendments – perhaps as little as a sentence or two added to the treaties.
  3. The treaty’s clause barring bail-outs would not be changed, officials said, but another measure allowing for the EU to take emergency measures in times of crisis was likely to be widened to make room for the fiscal rescue system.


Evran stóreykur völd Þjóðverja innan ESB!
Þetta hefur verið að koma með margvíslegum hætti fram á þessu ári efnahagskrísa, þ.e. að skuldakreppan innan sérstaklega Evrusvæðisins, vegna þess eins og mál hafa æxlast þá eru þær skuldir að miklu leiti tilkomnar vegna þess að fólk í aðildarríkjum þess hefur verið að velja það að kaupa þýskar vörur umfram framleiðsluvörur eigin landa, þ.s. innflutningur kostar allaf eitthvað þá hafa smám saman á umliðnum áratug hlaðist upp miklar skuldir vegna þessara viðskipta sem Þjóðverjar í miklum mæli eiga.

Þetta eykur völd og áhrif Þjóðverja vegna þess að sá sem á skuld öðlast völd og áhrif yfir þeim aðila sem skuldar viðkomandi.

Ríkin í verstu skuldakreppunni, verða á næstu árum fyrirsjáanlega mjög háð velvilja þjóðverja um það hvernig skuldamál þeirra verða meðhöndluð.

Sem gefur vísbendingar um að á næstu árum, muni þjóðverjar eiga þeirra atkvæði vís þegar atkvæði verða greidd um mál innan ESB.

 

Kv.


Eru Þjóðverjar á leiðinni með að verða drottnandi ríki innan ESB?

Þetta er kaldhæðnisleg niðurstaða sannarlega. Upphaflega var Evrópusambandið stofnað að stórum hluta fyrir frönsk áhrif, sem ein leið að lausn á því vandamáli Frakka að búa með hinu mun sterkara ríki - Þýskalandi, sér við hlið. Með því að binda Frakkland og Þýskal. mjög nánum efnahagslegum böndum, í gegnum flókið net gagnkvæmra skuldbindinga, yrði stríðshætta vonandi afnumin í Evrópu milli Frakkl. og Þýskal.

Það skaðaði ekki, að eftir seinna stríð, var Þýskal. mun veikari eining en áður. Að auki - voru margir þýskir stjm.menn sakbitnir eftir seinna stríð og sóktu ekki fram af mikilli festu. Lengi framan af, voru frönsk áhrif þar af leiðandi mjög drottnandi innan Evrópusambandsins.

En, síðan austantjaldið hrundi 1989 hefur mjög margt breyst. En frá sjónarhóli Frakka var stóri atburðurinn sameining A- og V-Þýskalands 1990, í eitt ríki sem í dag heitir einungis Þýskaland. Eins og fram hefur komið í seinni tíð, fyrst í stað reyndi Mitterand þáverandi forseti Frakklands, að hindra þá sameiningu. En, þá hafði Frakkl. um nokkurt skeið gert kröfu um hina svokölluðu sameiginlegu mynnt Evrópubandalagsins, og Mitterand virðist hafa gert samþykki þjóðverja þar um að skilyrði fyrir að láta undan varðandi sameiningu Þýskal. - þá skv. því sem fram hefur komið t.d. skv. fréttum Der Spiegel í sumar - samþykktir Helmut Kohl þáverandi kanslari að þjóðverjar myndu styðja tillögur Frakka um sameiginlega mynnt fyrir rest.

Hugmynd Frakka virðist hafa verið, að bregðast við styrkingu Þýskalands við sameiningu, með því að -sbr. söguna af Gúllíver í Putalandi sem var bundinn niður af putunum með ótal strengjum er hann lagðist fyrir og sofnaði um stund þannig að þeir gátu beitt Gúllíver þrýstingi- að tengja enn eina skuldbindinguna á þjóðverja ígildi strengja Putanna í gegnum samstarfið um þ.s. síðan var kallað Evran. 

Ef Frakkar héldu að Evran myndi gagnast Þjóðverjum síður en öðrum--, en margir hafa talið að Evran þíði að aðildarlönd með minni til lítil hagkerfi öðlist nokkurs konar "free ride ticket" sem haldið sé einkum uppi á kostnað Þjóðverja þ.s. þau njóti sömu vaxtakjara og Þýskal. sem þau aldrei myndu geta af eigin rammleik og að auki sama gjaldmiðilsstöðugleika og þjóðverjar bjuggu við í gegnum Markið sitt - sem þá feli í sér nettó gróða hinna ríkjanna óbeint á kostnað þjóðverja sem verði þá við það hlutfallslega veikari þegar aðrir græða meir; --þá því miður fyrir Frakka virðist þetta einmitt ekki hafa skilað þeirri niðurstöðu.

Þvert á móti, virðist niðurstaðan eins og hún lítur út í dag vera sú, að þjóðverjar standa uppi með pálmann í höndunum, og hafa styrkt til mikilla muna stöðu sína á sama tíma og flest önnur aðildarlönd Evrusvæðis, standa veikari fyrir gagnvart þeim en áður.

  • Þessi niðurstaða kemur til fyrst og fremst fyrir slóðaskap stjórnenda annarra aðildarríkja Evrusvæðisins. 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eurozone_labor_costs.jpg

  • Eins og sést á myndinni að ofan - þá hefur í engu aðildarlanda Evrusvæðis, laun hækkað minna en í Þýskalandi - þ.e. síðan Evrunni var komið á fót. 
  • Öll löndin með mesta launakostnaðar hækkanirnar, eru í efnahags vandræðum - nema Finnland sem hefur tekist að framleiða það dýran hátækni varning, að þeirra hagkerfi stendur undir þessari launabyrði og vel það, eitt af fáum Evrópusambands löndum sem einnig hefur hagnað af erlendum viðskiptum, fyrir utan Þýskaland.

 

  • Á myndinni að ofan, er borin saman verðbólga milli aðildarlanda Evrusvæðisins - en hækkun raungengis felur í sér verðbólgu, því meiri sem raungengishækkanir eru stærri.
  • Öll löndin 4 í efstu sætunum, eru í efnahags vandræðum. Takið eftir að Þýskaland er með lægstu verðbólguna á Evrusvæðinu. 

 

  • Eins og sést að ofan, er staða Finnlands raunverulega best. Eina landið sem er nálægt að uppfylla skilyrðin um Evruna skv. svonefndum "convergence criteria". 
  • En Þýskaland er ofarlega - hallin á útgjöldum er ekki alvarlegur og skuldir ekki hættulega miklar, og að auki þ.s. hallinn er ekki mjög mikill þá eru þær ekki á hröðu flugi upp á við eins og hjá nokkrum hinna landanna.


Hvað gerði Þýskaland betur en hin löndin?

  • Með því að frysta nær alveg hækkanir launa á umliðnum áratug - meðan laun hækkuðu meira í öllum öðrum aðildarlöndum Evrusvæðis - þá skapaðist vaxandi samkeppnis forskot þýsks vinnuafls á vinnuafl hinna landanna - - afleiðing vaxandi viðskiptahalli hinna landanna við Þýskaland.
  • Á sama tíma gekk þýskum hagstjórnendum einnig betur en hinum meðlimalöndunum, að halda aftur af hækkunum verðlags - sbr. raungengishækkanir.
  • Samanlagt - var þetta eins og að þjóðverjar hefðu framkv. gengislækkun gagnvart hinum löndunum.
  • Vandinn fyrir hin löndin, með vaxandi viðskiptahalla við Þýskal. - er að mörg þeirra höfðu einnig nettó viðskiptahalla á þjóðhagsreikningum, svo þau gátu ekki mætt kostnaði vegna hallans af viðsk. v. Þýskal. með hagnaði af viðsk. annars staðar - þannig að það upphófst stöðug og vaxandi uppsöfnun viðskiptaskulda; sem að háu hlutfalli voru lánaðar af þýskum bönkum þannig í dag í eigu þýskra aðila.
  • Í því felst nefnilega ástæða hinna auknu áhrifa Þýskalands í dag - en ef þú ert í vandræðum með skuldir, þá hefur sá er á þær skuldir mikið tak á þér og þínum -  ekki satt?
  • Svo í dag virðist sem að Þýsk stjv. séu komin í aðstöðu til að heimta tiltekna niðurstöðu af aðildarlöndum - sérstaklega um málefni Evrusvæðisins - og fá þá niðurst. nokkurn veginn óbrenglaða fram.
  • Þetta er algerlega ný þróun - og þýðir að viðbótar fullveldis afsal aðildarlanda Evrusvæðisins hefur í reynd átt sér stað, yfir til Þýskalands.

Ég er ekki sá eini sem sér þetta!

George Soros (um Þýskal.) - “They have emerged as the hegemon of euro-land, who set the policy for euro-land; they write the operating instructions for the new common fiscal policy,” Mr Soros said. “Europe, because of the fiscal rectitude imposed by Germany, faces I think a prolonged period of economic stagnation, conceivably decline.”

  • Sterk orð "hegemon of Euroland" en áreiðanlega rétt!
  • Hann bendir einnig á - að Þýskalandi hefur tekist á þessu ári að beygja hin aðildarlönd Evrusvæðisins til að samþykkja niðurskurðar aðgerðir til að minnka halla sinna ríkissjóða.
  1. Þetta mun óhjákvæmilega framkalla enn frekari samdrátt þeirra hagkerfa - og þannig gera þau enn háðari Þjóðverjum um það, hvernig þeir taka á þeirra skuldavanda.
  2. Skila þannig, enn sterkari völdum þjóðverja um þeirra efnahagslegu framtíð.

 

Nú er komin glæný krafa frá Þjóðverjum! - Merkel insists on EU treaty change

"“It is a single package,” she declared, saying the summit must issue precise instructions for Herman Van Rompuy, the European Council president, to draft a limited treaty amendment before the end of March 2011."-"There are still decisive further steps that need to be taken. We must get down to business now, and not at some time in the future.”

  • Þetta snýst um að setja umtalsvert strangari reglur um Evrusvæðið.
  • Það skiptir Ísland síðan máli - þ.s. þjóðverjar vilja strangari reglur um það þegar ríki stefna í að halli ríkissjóða fari yfir sett mörk eða skuldir, eða hvort tveggja.
  • Það stefnir því í að sú regla sem hefur fram að þessu heimilað upptöku Evru við nokkru hærri skuldir en 60% - svo fremi sem þær skuldir séu taldar vera að nálgast markið af ásættanlegum hraða, verði vikið til hliðar og reglan gerð öllu ósveigjanlegri.
  • Þeir vilja mun strangari eftirfylgni ásamt sjálfvirkum refsingum.
  • Að auki - að björgunarsjóður ESB verði gerður að varanlegum björgunar mekkanisma, fyrir Evrusvæðið, svo að í framtíðinni geti redding vegna skyndilegra vandræða einhvers ríkis, verið skjótvirkari en hefur verið fram að þessu.
  • Það verður mjög góð mæling um aukin áhrif Þýskalands - að hvaða marki þjóðverjar með Merkel í broddi fylkingar, ná fram þessum markmiðum sínum!
  • Fylgist með fréttum næstu daga!

En hvað með Bretl - Svíþj. og Danmörku?
  • Sumir hafa litið á þessu lönd sem hægfara eða treg um samvinnu, í átt til frekari sameiningar Evrópu.
  • En var ef til vill ákvörðun þeirra að standa utan við Evruna - snjöll?
  • Takið eftir - að Þjóðverjar hafa ekki öðlast sambærilegt tak á þeim löndum- hið minnsta ekki að sama marki!
  1. Aðildarlönd Evrusvæðis í vanda - eru nefnilega aðþrengd að reglum þess um einungis 3% ríkissjóðs halla - meðan löndin utan Evru geta haft þann halla sem þeim sýnist og þannig mildað áfram áhrif efnahags kreppunnar með eyðslu.
  2. Auk þess, munu þyngd refsiákvæði ekki ná yfir þau.
  3. Auk þessa, hafa þau að mestu þegar náð til baka töpuðu samkeppnisforskoti með þeim hætti, að þeirra gjaldmiðlar -fyrir utan dönsku krónuna sem haldið er fastri við Evru- hafa fallið umtalsvert í verðgildi á móti Evrunni.
  4. Þetta er sérstaklega eftirtektarvert í tilviki Svíþjóðar sem þegar er búið að hefja sig upp úr kreppunni, hagvöxtur hafinn og sænski seðlabankinn að íhuga vaxahækkanir. En Bretl. sem varð fyrir þyngra efnahags höggi, er enn í vanda þó svo að lækkað verðgildi Punds hjálpi þeim nokkuð.
  5. Danmörk á hinn bóginn - er ekki í neinum umtalsverðum vanda, þ.s. þeir forðuðust með skynsamri stjórnun vandræði margra annarra landa - svo þ.e. ekkert erfitt fyrir Dani að viðhalda tenginunni við Evruna, - en þó hefur nokkuð gengisfall Evru á þessu ári örugglega komið sér vel.
  • En spurningin er - sáu þessi lönd þá útkomu er varð á Evrusvæðinu fyrir?
  • Þessi lönd hafa alltaf verið mjög passasöm upp á að eitthvert þriðja land, öðlist ekki um of vald yfir þeim, eftir allt saman!
  • Það má velta því fyrir sér - hvort að embættismenn þeirra hafi séð þann möguleika fyrir, og að það hafi spilað rullu um ákvörðun þeirra um að standa fyrir utan Evrusvæðið.
  • Fyrir bragðið sleppa þau við þá viðbótar eftirgjöf sjálfsforræðis, sem virðist vera að eiga sér stað á Evrusvæðinu yfir til Þýskalands.
  • Ég er alveg viss um að í dag, sjá þessi lönd ekki eftir þeirri ákvörðun að halda sínum gjaldmiðlum og þar með, sleppa við það viðbótar fullveldis afsal, sem nú virðist í framkv. innan Evrusvæðisins.


En hvað með Frakkland?

  • Þeir munu augljóslega ekki sætta sig vel við þessa þróun - sem í þeirra augum, hlýtur að vera öfugþróun.
  • Þeir eiga þó ekki auðvelt um vik - þ.s. eini stóri bandamaðurinn sem þeir eiga möguleika á, til að einhverju leiti vega á móti vaxandi áhrifum þjóðverja - er Bretland!

Spurningin er líka hvernig þjóðverjar sjálfir spila með þetta:

  1. En í gegnum það að eiga mikið til skuldir tiltekinna landa í vandræðum.
  2. Geta þjóðverjar sennilega tryggt sér þeirra atkvæði nokkurn veginn þannig að þeir geti treyst því að þau kjósi nokkurn veginn alltaf með þeim hætti sem stjv. í Berlín vilja.
  3. Þá dugar þeim til viðbótar atkvæði Frakklands eða Bretl. eins og sér, sennilega til að hafa meirihluta um hverja ákvörðun.

Ef Þjóðverjum tekst að beita þeim til skiptis fyrir sinn vagn - þá stjórna þeir ESB í reynd.

Einungis ef bæði ríki eru samtímis á móti - fá Þjóðverjar ekki sínu framgengt!

Svo - tekst Merkel að vera Bismark eða verður hún eins og Vilhjálmur II keisari?

  • Bismark tókst að einangra Frakkl. og var meistari leiksviðs alþjóðastjórnmála, á meðan að ungi keisarinn eftir að hann kom fyrir rest Bismark frá, var mun minna diplómatískur og sameinaði Frakka og Breta í andstöðu gegn Þýskalandi.


Niðurstaða

Það virðist stefna í að Evran færi þjóðverjum stóraukin völd og áhrif yfir aðildarlöndum Evrusvæðisins. Eða, það virðist nettó útkoma áratugs tilvistar Evrusvæðisins.

Þessi útkoma er hlutur sem rétt er fyrir Íslendinga að íhuga, meðan þeir velta fyrir sér sinni framtíð. 

En eins og Evrumál virðast vera að þróast, þá felur Evruaðild í sér raun fullveldis afsal til Þýskalands -  til viðbótar ofan á það fullveldis afsal sem aðild að ESB inniber til stofnana ESB.

Þ.e. eitthvað sem fram að þessu hefur ekki komist að í umræðunni hérlendis.

 

Kv.


Áróður er uppi þ.s. því er haldið á lofti að sjávarútvegur sé lítill hluti þjóðarframleiðslu. Með þessu er reynt að halda því fram, að Ísland sé fært um að taka upp Evru. En, því miður er verið að draga upp kolranga mynd!

Það er undarlegur áróður í gangi þ.s. virðist leitast við að gera sem allra minnst úr vægi sjávarútvegs á Íslandi. Sbr. ummæli - Dr. Magnús Bjarnason Stjórnmálafr. - sem heldur því fram að landbúnaður + sjávarútvegur sé einungis samanlagt um 10% af hagkerfinu.

En, þetta tengist áróðri fyrir ESB aðild þ.s. þessu er haldið fram til að leitast við að styðja þá túlkun - sem stenst reyndar ekki skoðun - að íslensk hagþróun hafi verið nálgast það ástand efnahagsmála er ríkir á meginlandi Evrópu.

  • En, bakgrunnur þessa tegundar áróðurs er rifrildið um það hvort Ísland sé hagkerfislega séð fært um að taka upp Evru eða ekki. 
  • Eða, hvort ísl. hagkerfi sé með þeim hætti, að mjög ólíklegt sé að aðild að Evru geti gengið upp - sbr. að það sveiflist með mjög ólíkum hætti. Sé um of háð sveiflukenndum þáttum - eins og sjávarútvegi.
  • Með því að gefa í skyn að sjávarútvegur skipti litlu máli - þá er einmitt verið að halda fram þeirri mynd, að hann sé ekki hindrun við það að taka upp Evru.

 

Til að Evruaðild gangi sem skildi þurfa löndin að hreyfa sig í takt

En, þ.e. einmitt grunnskilyrði þess að aðild að Evru geti gengið upp, að ísl. hagkerfi sé ekki að sveiflast mjög ólíkt hagkerfum meginlands Evrópu.

Þetta kemur til vegna þess, að sem meðlimur að Evrusvæði þá gildir -

  1. Aðrir stjórna vöxtum.
  2. Aðrir stjórna gengi.

- þess gjaldmiðils sem þá væri sá gjaldmiðill er væri notaður hérlendis.

  • Þ.e. þó ekki víst að allir átti sig á - af hverju þ.e. vandamál að vera með Evru, ef ísl. hagkerfið hefur mjög ólíka hagsveiflu. 
  • En, ástæðan er einfaldlega sú - að ef okkar hagþróun væri mjög ólík, þá þíðir það að þ.s. gengið og vextir eru miðstýrðir frá Brussel, að þá yrði gengisskráning eða vextir, eða jafnvel hvorttveggja, önnur en hentaði okkar hagkerfis aðstæðum.

 

Á síðasta áratug voru vextir mjög lágir í Evruhagkerfinu sem einfaldlega var peningastefnuleg ákvörðun.

Á þeim áratug, alveg fram að kreppu 2007 - var samfeldur stígandi í hagkerfum Evrópu - bæði þeim innan Evrusvæðis sem utan. Einnig var slíkur stígandi í Banda. og Kanada.

Gengi Evrunnar hækkaði jafnt og þett frá upphafi útgáfu hennar fram að kreppu 2007. 

  • Munum - aðrir stýra vöxtum og aðrir stýra gengi. Þ.s. gengi fór hækkandi - þá stuðlaði Evran að stöðugt hækkandi kaupmætti á umliðnum áratug - sem kynti undir neyslu og fjárfestingum. Á sama tíma, þá voru vextir lágir - en lágir vextir kynda einnig undir neyslu og fjárfestingum.
  • Spurningin er hvernig fer hagstjórnandi að - ef neysla og fjárfesting í hans hagkerfi er að verða of mikil, þ.e. hagkerfið er farið að ofhitna?
Munum hann getur ekki hækkað vexti til að hamla á móti - né getur hann fellt gengi til að minnka kaupmátt og þannig slá á þenslu.
  • Leiðirnar sem eftir eru:
  1. Með því að hækka skatta.
  2. Með því að skera niður framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga.
  3. Einungis hægt að beita aðila vinnumarkaðar fortölum.
  • Ef aðilar vinnumarkaðar taka ekki þátt í því með ríkinu, að halda aftur af hagkerfinu með því að frysta launahækkanir þegar stefnir í ofþenslu - þá verður mjög erfitt að komast hjá þróun er getur endað í bóluhagkerfi. En þá er allt þrennt í gangi að hita hagkerfið -
  1. Lágir vextir.
  2. Hækkandi gengi.
  3. Hækkandi laun.

 

  • Það sem ég er í reynd að segja er að hagstjórnun innan Evrusvæðis er erfiðari - ekki auðveldari.
  • En, þú þarft að snúa venjulegum hagstjórnar aðferðum alveg á hvolf:
  1.  - þ.e. í stað þess að láta gjaldmiðilinn aðlagast aðstæðum hagkerfisins-
  2. lætur þú hagkerfið aðlagast gjaldmiðlinum.
  3. Að auki hefur þú færri stýritæki til umráða þ.e. aðrir stýra vöxtum og gengi - svo þetta er á vissan hátt eins og að stýra hagkerfinu, með aðra hönd á stýri.

  • Þ.s. þú hefur færri stýritæki - þá þarftu að vera mjög flótur að bregðast við og einnig mjög ákveðinn snemma í ferlinu.
  • Ef þú ferð að berast af leið - magnast sú hætta hratt að stjórntækin sem þú átt eftir - muni ekki duga.
  • Ég held að það hafi ekki verið tilviljun að 4 aðildarlönd Evrusvæðis lentu í þróun er endaði í bóluhagkerfi og svo krassi - en eitt slíkt getur verið tilviljun en ekki 4.
  • Þ.s. það segir okkur er að hagkerfisstjórnun innan Evrusvæðisins, sé raunverulega mjög erfið.

 

Þetta er alþjóðlega viðurkennt vandamál - þ.e. að hagsveiflur megi ekki verða mjög ólíkar - sem er einmitt ástæða þess, að ákveðið var að setja upp sérstakar reglur "convergence criteria" til að stuðla að aðlögun ríkja, að hinu miðlæga hagkerfi.

Staðallinn sem var settur "convergence criteria" átti einmitt að tryggja að Evrusvæðið myndi virka, þ.s. svo lengi sem ríkin myndu uppfilla þau, þá ætti ekki hagþróun einstakra ríkja að verða það misvísandi að alvarlegt vandamál skapaðist.

En, því miður hefur það ekki gengið betur en svo, að stórfelld efnahags vandræði standa einmitt yfir í ríkjum Evrópu - einmitt vegna þess að hagþróun varð misvísandi - sbr.:

The Economist: Euro follies

 

  • En þ.s. myndin frá "The Economist" sýnir er að hagþróun varð einmitt mjög misvísandi - þrátt fyrir að ef einungis var litið á hagvöxt þá virtist sumum að ríkin væru að hreyfa sig í takt.
  • En, þ.s. myndin sýnir er munur á verðbólgu milli aðildarríkja Evrusvæðisins. En, hærra raungengi segir að verðbólga í því landi hafi verið hærra.

 

Skoðum aðeins íslenskar hagtölur:

Hagstofa Íslands - Landsframleiðsla

 2009
1. Einkaneysla765.405 = 51% 
2. Samneysla396.945 = 26%
3. Fjármunamyndun207.931 = 14%
4. Birgðabreytingar-1.133 = 0,075%
5. Þjóðarútgjöld1.369.149=91%
6. Útflutningur alls794.811 = 53%
6.1 Vörur, fob500.855 = 33%
6.2 Þjónusta293.956 = 20%
7. Frádráttur: Innflutningur alls663.195 = 44%
7.1 Vörur, fob410.575 = 27%
7.2 Þjónusta252.620 = 17%
8. Verg landsframleiðsla1.500.76

 

Til að sjá raunverulegt vægi greinanna fyrir hagkerfið, ber að skoða tölur yfir útflutning - Hagstofa Íslands útflutningstölur:

                                          2009     2010

Sjávarútvegur......................42,3%....39,1%

Orkufr. iðnaðu.....................36,6%....43,6%

Landbúnaður.........................1,5%.....1,3%

Fiskur + Orkufr.iðn...............78,9%....82,7%

 

  • Útflutningur er sem sagt 2009 53% af landsframleiðslunni.
  • Hluti sjávarútvegs af því 2009 er 42,3%
  • Sem sagt sjávarútvegur hefur átt það ár cirka 22,4% af landsframleiðslunni - þ.e. mæld sem hlutdeild hans í útflutningnum.

Mér þætti því vænta að vita - hvernig sú tala er fengin að sjávarútvegur sé 7,8% af landsframleiðslunni.

 

Útflutningur stendur á hinn bóginn undir öllu hagkerfinu

En, fyrir utan matvæli, þarf að flytja inn nærri því 100% alls varnings sem fæst í verslunum. Ef við íhugum sem dæmi byggingarstarfsemi - þá eru nær öll aðföng flutt inn þar á meðal járnið í járnbindingar. Spítala - flest lyf innflutt, öll tæki, lyf framleidd hér eru framleidd með innfluttum hráefnum að mestu, föt og rúmföt o.flr. Fyrirtæki hérlendis kaupa nær allt inn að utan sem þau nota hérlendis.

Ástæðan er sú að landið er mjög snautt af hráefnum, t.d. engar málm-námur. Við erum einnig fjarri flestum mörkuðum - svo það er umtalsverður flutnings kostnaður á innflutningi. Það borgar því sig ekki hér, að flytja hingað inn íhluti svo hægt sé að reka samsetningar verksmiðjur. Flutningskostnaður er einnig hár frá landinu á markað - leggst því á tvöfalt.

Við höfum því ekki farið hérlendis í hefðbundna iðnframleiðslu þ.s. hún getur ekki borið sig. Þess í stað er allur slíkur varningur innfluttur. 

  • Svo - við af íllri nauðsyn höfum þurft að treysta á auðlindir þær sem við höfum til umráða þ.e. fisk og orku. 
  • Þ.s. nær ekkert hér annað er framleitt - fyrir utan þ.s. landið gefur beint þ.e. hefðbundinn landbúnaður - þá má alveg smætta hagkerfið niður í tvenns konar grunn starfesmi.
  1. Útflutnings iðnaður.
  2. Annað.

2009 er útflutningur 53% af þjóðarframleiðslunni - þannig að hinum 47% af hagkerfinu er þá haldið uppi af útflutningnum.

  • Getum líka hugsað þetta sem "debit" og "kredit".

Þ.e. útflutningur sé "kredit" en allt annað sé "debit" þ.e. kostað af útflutningnum.

 

Hafandi þ.s. viðmið að hagkerfinu er haldið uppi af útflutningnum:

  • Þ.s. 80% útfl. eru fiskur og afurðir orkufreks iðnaðar.
  • Þ.s. fiskur er skv. tölum frá 2009 42,3% útflutnings og orkufrekur iðnaður 36,6% á móti.

Má alveg skv. þeim tölum halda því fram að sjávarútvegur nálgist að vera helmingur grundvallar hagkerfisins - sem að sjálfsögðu gefur allt aðra mynd af aðstæðum en þeirri er áróðursmeistarar Samfylkingar eru að leitast við að halda á lofti.

 

  • Þessar tölur íkja þó vægi orkufreks iðnaðar í reynd þ.s. til að sjá raunveruleg vægi, þarf að draga frá útfl. áls innflutning súráls - sem er nokkurn veginn sama magn þó álið fullunnið sé verðmætara.
  • Að auki - þarf að draga frá hagnað eigenda sem sendur er úr landi.
  • Þannig að sjávarútvegur er okkar mikilvægasta grein - þegar allt er á litið!
  • Ísland er komið aftur á byrjunarreit - með það að aðlaga sig að hagkerfum ESB ríkja - þ.e. nú eftir hrun á ný í svipaðri stöðu hvað mikilvægi sjávarútvegs varðar og á 10. áratug síðustu aldar.

 

Þetta segir mér að hagkerfið sé aftur á ný orðið mjög háð sveiflum í sjávarútvegi - sem dragi stórlega úr möguleikum þess að búa við annan gjaldmiðil en eigin - þ.e. krónu. 

Þ.s. að með svo sveiflukenndan grunn - sé þörf fyrir skjóta aðlögun of brýn - til að upptaka annars gjaldmiðils sé í reynd praktískur möguleiki.

Það þíðir ekki endilega að svo verði um aldur og æfi - en ég vill meina að ef á að stefna á annan gjaldmiðil, þá sé langt uppbyggingar starf fyrir höndum, þ.s. fleiri stoðum verði að skjóta undir okkar framleiðslu hagkerfi - áður en upptaka annars gjaldmiðils verði praktískur möguleiki á ný.

Skilyrði þess þurfi fyrst að skapa - þau séu ekki fyrir hendi í dag eða náinni framtíð!

 

Ps. auðvitað er ferðamennska ígildi útflutnings iðnaðar þ.s. hún skapar gjaldeyri. Höfum hann með í myndinni.

 

Kv.


Gríðarlega villandi umfjöllun á Silfri Egils - sjávarútv/landb. sagður 10% af þjóðarframl.

Það er hneykslanlegt hve langt er í dag seilst með ESB áróðrinum.

Sjá umfjöllun: Dr. Magnús Bjarnason Stjórnmálafr.

Þ.e. alveg rétt hjá stjórnmálahagfræðingnum, eins og hann vill kalla sig, að sjávarútv. flytur inn olíu - vélar og tæki. Einnig rétt, að það sama gerir landbúnaður.

  • Á hinn bóginn er það alveg klárt að sjávarútvegur flytur miklu mun meira út af verðmætum, en hann þarf að flytja inn - þ.s. þ.e. eftir allt saman útflutningur sem landið lifir á ekki satt! 
  • Á hinn bóginn, eins og sést af tölum að neðan, þá erum við ekki að lifa á útfl. landbúnaðarvara, en á hinn bóginn þá gerir landbúnaður annað fyrir okkur, þ.e. hann sparar okkur þann gjaldeyri sem annars myndi fara í innflutning þeirra vöruflokka er hann framleiðir.
  • Þannig, að ef sú framleiðsla minnkar til muna, þá þarf minnka einhvern annan innflutning á móti, nema að landið fari yfir í enn stærri vöruskipta halla en er hér vanalega - sem er varasamt þ.s. vöruskiptahalli getur leitt til skuldasöfnunar og síðan gjaldþrots, ef það kemur ekki nægilegt mótframlag á móti í formi erlendra fjárfestinga. Þá verður nettó skuldsöfnun fyrir þjóðfélagið - hagkerfið lifir um efni fram.
  • Landbúnaður er einnig að framleiða úr því sem landið sjálft gefur, fyrir utan innflutning á tækjum og eldsneyti fyrir þau tæki. En, landbúnaður getur alveg minnkað þann innflutning með því að láta tækin ganga fyrir metani, sem landbúnaðurinn sjálfur getur alveg framleitt. Ef, við gerum ráð fyrir þeim möguleika - þá getur þessi framleiðsla verið rekin fyrir mjög lítinn gjaldeyriskostnað á hvert tonn af framleiðslu. Þ.s. engin leið að komast hjá því, að ef landið fer yfir í að flytja hækkað hlutfall sinna neysluvara inn - að það feli í sér að aukna noktun á gjaldeyri per tonn per neysluvarning - þá þarf að minnka annan innflutning á móti ef við viljum forðast hættuna sem fylgir skuldsöfnun við útlönd. Það má alveg segja - að það sem við græðum á landbúnaðinum þjóðhagslega séð, sé einmitt þessi sparnaður á gjaldeyri.
  • Þ.s. fólk þarf að muna eftir, er að þó svo tekinn sé samanburður t.d. landbúnaði í Svíþjóð, þá er mjög - mjög mikill stærðarmunur á Svíþjóð og Íslandi - þ.e. milljónaþjóðfélag með landbúnað á allt öðrum skala. Hér er framleiðslan dæmd til að vera mjög litlum skala sbr. milljónaþjóðfélög alveg burtséð frá hugmyndum um stækkun búa hér þ.s. Ísland er svo smátt - raunveruleg stæðrarhagkvæmni er einfaldlega ekki möguleg vegna smæðar hagkerfisins - sem þíðir að framleiðslukostnaður verður alltaf ósamkeppnisfær við framleiðslu sem er á mun stærri skala en hér verður nokku sinni möguleg, þannig að ég verð að segja að miklar líkur eru til að framleiðsla hér myndi að stærstum hluta leggjast af eftir inngöngu í ESB, þ.s. mjólk framl. þ.s. hún er framl. í milljónum lítra verður alltaf hagkvæmari en framl. í þúsundum lítra, sama að kjötframl. þ.s. talið er í milljónum tonna fremur en þúsundum, þá á það sama við.
  • Það þíðir ekki að öll framleiðsla leggist af - en ég tel að massaframleiðsla fyrir almennan neyslumarkað muni gera það. Þ.s. muni lifa er þ.s. er nægilega sérstætt til að geta þrifist á jaðarmörkuðum þ.e. ekki í samkeppni við framl. milljóna þjóðfélagsins - sbr. hestarækt (en ísl. hesturinn hefur raunverulegt sérstæði), má vera að sauðfjárrækt (en ísl. kindakjöt er sérstæð vara) leggist ekki af alveg heldur fari yfir á markaði sem borga há verð fyrir sérstæða vöru - en nauta-, svína-, kjúklingarækt sem og framl. mjólkurvara myndi hverfa að mestu.
  • Niðurstaðan verði - heildar aukning á innflutningi. Sem þarf þá að mæta með aukningu útflutnings á einhverju öðru - hvað sem það er.

 

Ísland er þó ekki spennandi fjárfestingar kostur:

  1. Fjarlægð frá mörkuðum sem ekkert breytir.
  2. Laun þó lág sbr. Norðurlönd eru ekki lág á heimsbasís svo þrátt fyrir allt eru laun hér ekki nægilega lág til að það sé ástæða þess að koma hingað með starfsemi til að njóta lágu launanna.
  3. Að auki eru fiskimiðin fullnýtt ef við gerum því skóna að fiskifræðingar séu ekki vitleysingar sem mæli ekki rétt, þannig að ekki er hægt að auka útfl. með auknum veiðum.
  4. Þannig að þá er eftir það að búa til nýjar greinar eða auka aðrar sem fyrir eru sbr. ál. Það tekur slatta af árum - eitthvað í kringum 15-20 ár að byggja upp nýjar greinar.
  5. Þannig að við erum í reynd að tala um ál sem eina raunverulega mótvægið til að tryggja jafnvægi á móti þessum aukna innflutningi - ef við miðum við tímalínu ESB sinna. 

  • Það ætti því engum að koma á óvart að Samfó mælir í dag mjög ákveðið fyrir uppbyggingu fleiri álvera - þeir eru búnir að sjá þetta sama og ég sé.

 

Til að sjá raunverulegt vægi greinanna fyrir hagkerfið, ber að skoða tölur yfir útflutning - Hagstofa Íslands útflutningstölur:

                                          2009     2010

Sjávarútvegur......................42,3%....39,1%

Orkufr. iðnaðu.....................36,6%....43,6%

Landbúnaður.........................1,5%.....1,3%

Fiskur + Orkufr.iðn...............78,9%....82,7%

 

  • 80% útfl. eru fiskur og afurðir orkufreks iðnaðar.
  • Þessar tölur íkja þó vægi orkufreks iðnaðar þ.s. til að sjá raunveruleg vægi, þarf að draga frá útfl. áls innflutning súráls - sem er nokkurn veginn sama magn þó álið fullunnið sé verðmætara.
  • Að auki - þarf að draga frá hagnað eigenda sem sendur er úr landi.
  • Þannig að sjávarútvegur er okkar mikilvægasta grein.
  • Þessar tilraunir ESB sinna að draga upp villandi mynd af raunmikilvægi sjávarútv. - sbr. að benda á að hann sé einungis 7-8% af þjóðarframleiðslunni - það einungis sýnir hve gríðarleg sú uppbygging er orðin sem haldið er uppi af útflutningsgreinunum.
  • Ísland er komið aftur á byrjunarreit - með það að aðlaga sig að hagkerfum ESB ríkja.

 

Fullyrðingar þess efnis að tölur síðasta áratugar sýni að Ísland sé komið nær hagsveiflu ESB ríkja, eru stórlega villandi í besta falli.

  • Þú þarft virkilega að skoða umliðinn áratug eins og hálfviti til að halda slíku fram.
  • Síðasta áratug sannarlega var að því er virtist rífandi gangur og vaxandi á sama tíma og það var rífandi og vaxandi gangur í hagkerfum ESB, sérstaklega Evru svæðisins.
  • Ef þú gerir ekkert annað en að bera saman þessar tölur og álykta að þær tölur sýni að Ísland sé komið nær því að aðlagast Evru svæðinu - þá ertu hálfviti
  • Þetta var þegar bóluhagkerfi ríkti hérlendis - hagkerfi sem allir vita í dag að var ósjálfbært og hlaut að hrynja. Að þvert á móti, var jafnt og þétt að grafa undan grunnstoðum hagkerfisins samtímis sem þetta gékk á - þ.e. í dag fer megnið af fiskvinnslu fram erlendis vegna þess að á þessum tíma fluttist hún út vegna þess að hún bar sig ekki hér þá. Þess í stað er fiskurinn fluttur út óunninn. Svo við erum aftur kominn á þann stað, að þurfa að endurreisa hér fullvinnslu eins og fyrir mörgum áratugum.
  • Það skemmtilega kaldhæðnislega er að á sama tíma á Evrusvæðinu - voru bóluhagkerfi í eftirtöldum löndum: Írlandi, Spáni, Grikklandi og Portúgal. Eitt getur verið tilviljun en 4 eru það alls ekki. Þetta er ekki tilviljun - en þ.s. var í gangi var það að peningastjórnun Evru svæðisins, ól á slíku.
  1. Lágir vextir - sem ESB sinnar dásama og vilja endilega komast í. Þeir auka eftirspurn og hvetja til skuldsetningar þvert yfir þjóðfélagið, þ.s. þeir gera lánsfé ódýra leið til að fjárfesta í frekari munaðarvarningi sem þú vanalega hefur ekki efni á. Þannig magnar þetta upp neyslu.
  2. Síðan ef fer saman við það fyrra, að gengið fer jafnt og þétt hækkandi - en hækkandi gengi eykur kaupmátt sem einnig hvetur til frekari neyslu. Þá ertu með 2-falda kyndingu á hagkerfin þ.e. frá genginu og lausri peningahagstjórn.
  • Liðir 1 og 2 hefur mikla orsakatengingu við myndun bóluhagkerfa. En þau verða til þegar neyslua og fjárfesting, fer yfir strikið og hagkerfi fara að yfirhitna.
  1. Þ.s. aðrir stjórna vöxtum.
  2. Þ.s. aðrir stjórna gengi.
  • Innan Evruhagkerfis hafa stjv. einungis möguleika til að forðast myndun bóluhagkerfa, ef peningastjórnun er of laus og gengið fer hækkandi, með því að:
  1. Hækka skatta.
  2. Með því að skera niður framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga.
  3. Það getur einungis beitt aðila vinnumarkaðar fortölum.
  • Ef aðilar vinnumarkaðar taka ekki þátt í því með ríkinu, að halda aftur af hagkerfinu með því að frysta launahækkanir - þá verður mjög erfitt að komast hjá bóluhagkerfi. En þá er allt þrennt í gangi að hita hagkerfið -
  1. Lágir vextir.
  2. Hækkandi gengi.
  3. Hækkandi laun.
  • Þjóðverjum tókst þetta betur en öðrum ríkjum Evrusvæðisins, þ.e. þ.s. þeir héldu launum hjá sér í frystingu allan umliðinn áratug, meðan laun hækkuðu annars staðar - mismikið þó, þá í reynd átti sér stað lækkun raungengi í Þýskalandi sbr. hin aðildarlönd Evrusvæðis.

The Economist: Euro follies

 

  • Misgengi raungengis í aðildarlöndum Evrusvæðis kemur mjög vel fram á myndinni tekin af vef The Economist. Takið eftir að bóluhagkerfis löndin eru einmitt löndin þ.s. raungengi hækkaði mest.

 

The Economist: Euro follies

 

  • Og þau 4. lönd eru akkúrat löndin sem í dag glíma við mestu efnahags örðugleikana innan Evrusvæðis.

Málið er, ef þú skoðar tölur eins og heimskingi: Þá er dregin sú sama ályktun og þegar Ísland var í bóluhagkerfi. En, fyrir utan Grikkland, þá var það í hinum 3. löndunum alveg eins og hér:

  1. Hagkerfin virtust vera farin að fylgja sömu hagsveiflu og hin löndin á Evrusvæðinu - en þó var ríkjandi hagkerfis ástand fullkomlega ósjálfbært í löndunum þrem ásamt Íslandi.
  2. Skuldir ríkisins fóru lækkandi í öllum þeim þrem og á Íslandi, þ.s. bóluhagkerfin framkölluðu mikla veltuskattheimtu, og ríkissjóðir greiddu niður sínar skuldir.
  3. Almennt séð uppfylltu öll ríkin fyrir utan Ísland er var með of háa verðbólgu og vexti öll skilyrði Evrusvæðisins. Ísland uppfyllti þá skilyrði um skuldir.
  4. En í dag er ekkert af þessum löndum þar með talið Ísland neins staðar nærri því að uppfylla nokkur skilyrða Evrunnar.
Í reynd er talnafræði ESB sinna stórlega gölluð og hefur alltaf verið.

Kallað að ljúga með tölum!



Kv.

Er breyting laga sem á að gera almenningi kleyft að losna við skuldir 2. árum eftir gjaldþrot - fyrirfram ónýt?

Mér verður spurn er ég les texta frumvarpsins eins og það lítur út á Alþingisvefnum.

Einfaldast er að setja textann hingað inn óbrenglaðann - og þá geta lesendur séð sjálfir hvað þ.e. sem mér líst ekki á!

Mín tilfinning er sú að lokatextinn sé hroðvirknislega unninn - eins og að hann sé útkoma fundar þ.s. deilur voru uppi um texta frumvarpsins, og að undir lokin er allir voru orðnir þreyttir hafi þetta verið útkoman!

 

Atriði vert að skoða!

  1. Hvað akkúrat eru sérstakir hagsmunir!
  2. Hvaða líkur akkúrat þurfa að vera fyrir hendi. 
  3. Ef þú veitir tryggingu innan fyrningafrests - þá fyrnist ekki sú krafa!
  • Ég vil fá það tekið fram - þá með upptalningu atriða - hvaða tilvik það eru nákvæmlega og án frekari undantekninga, sem skapa sérstaka hagsmuni.
  • Síðan vil ég að auki fá þær líkur sem vísað er til skilgreindar nánar þ.e. að lágmarki t.d. 25% líkur skv. mati óháðra matsaðila, sem dæmi.
  • Auðvitað - ef einhver er svo heimskur að veita tryggingu innan fyrningafrests - þá sjálfsagt er eðlilegt að sú skuld hverfi ekki.

 

Áhugasamir virkji hlekkinn á þingskjalið og þá geta þeir einnig lesið greinargerðir meðfylgjandi!

 

-------------------------------Texti frumvarpsins - hér!

Þskj. 116  —  108. mál.



Frumvarp til laga

um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991,
með síðari breytingum (fyrningarfrestur).

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)



1. gr.
    Í stað 2. mgr. 165. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma.
    Fyrningu krafna sem um ræðir í 2. mgr. verður aðeins slitið á ný með því að lánardrottinn höfði innan fyrningarfrests mál á hendur þrotamanninum og fái þar dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum. Slíka viðurkenningu skal því aðeins veita með dómi að lánardrottinn sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu, svo og að líkur megi telja áfullnusta geti fengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma, en að gengnum slíkum dómi gilda almennar reglur um fyrningu hennar. Hafi lánardrottinn fengið tryggingarréttindi fyrir kröfu sinni í eign þrotamannsins áður en frestur skv. 2. mgr. var á enda fyrnist krafa hans þó ekki að því leyti sem fullnusta fæst á henni á síðari stigum vegna þeirra tryggingarréttinda.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

-------------------------------Texta frumvarpsins lokið

 

Niðurstaða

Ofangreinda punkta þarf að skýra - því annars getur svo farið að dómstólar framkvæmi það verk, og þá getur útkoman orðið umtalsvert önnur en flutningsmenn vonuðust til.

Mikil hætta sýnist mér vera á því, að tilraun til mikilvægra réttindabóta til handa almenningi ónýtist fullkomlega.

 

Kv.


Raunhæfasta spá ASÍ um efnahagsmál til þessa!

Nýjasta spá Alþýðusambands Íslands er til mikilla muna varfærnari en fyrri spár hafa verið - sem skv. minni skoðun stórlega eykur hennar trúverðugleika. 

Þ.e. ekki reiknað með álveri í Helguvík en þó er reiknað með stækkun Straumsvíkur ásamt byggingu Búðarhálsvirkjunar - en þó hefur LV nú tvisvar í röð verið neiðar um afgreiðslu láns, frá Þróunarbanka Evrópu.

Öll aukning fjárfestinga í atvinnulífinu virðist skv. áætlun þeirra, vera fyrir tilstilli þessa verkefnis.

Þeir telja svo mikla óvissu vera um Helguvík, að þeir treysta sér ekki að gera ráð fyrir henni, en einhverra hluta vegna, komast þeir ekki að sömu niðurstöðu um st. Straumvíkur / Búðarhálsvirkjunar verkefnið.

Augljós ábending:  Ef ekki verður af st. Straumvíkur / Búðarhálsvirkjunar verkefninu, þá minnkar hagvöxtur næsta árs. Sú aukning fjárfestingar verður ekki, en sennilega í staðin lítil aukning t.d. 10%.

Þá erum við sennilega að tala um hagvöxt innan við prósent.

Spá Hagdeildar Arion banka um 0,5% getur þá ræst. En sú gerir ekki ráð fyrir stórframkv.

Hvernig framvinda verður þá þaðan í frá - augljóslega verður ekki eins mikil aukning útflutnings, en þeir reikna með að aukning starfsemi Straumsvíkur, skili sér inn í tölur um útflutning frá 2012 en verði komið að fullu inn 2013.

Þeir eru bjartsýnir um að endurskipulagning skuldamála atvinnuvega verði komin á góðan rekspöl frá 2012, sem létti vaxtabyrði innlendrar starfsemi, svo að innlend fjárfesting muni skila jafnri aukningu í rúmum 20% eftir það. Því fylgir þá eðlilega aukning innflutnings, eins og þeir réttilega benda á.

2012 hefjist nýbyggingar húsnæðis, þ.s. þeir meta svo að uppsafnaður lager húsnæðis verði þá kláraður, svo að þörf fyrir nýbyggingar skapist frá og með 2012.

Mér lýst ílla á þann vaxandi viðskiptahalla, sem þeir reikna með.

Einna áhugaverðast: Er þ.s. þeir segja um atvinnuleysi - þ.e. að minnkun þess skýrist fyrst og fremst af fækkun fólks á vinnumarkaði - þ.e. í nám eða úr landi.

 

Spá ASÍ

                2010    2011   2012    2013

Hagvöxtur -3,7%   1,7%    1,7%   3,8%

Samneysla -3,3% -3,8%   -1,8%  -0,4%

Fjárfesting -24%   16%     22%    20%

Atvinnuv. -12%    33,9%  29,9%  22,6% (fjárfesting atvinnuvega)

Húsnæði  -21,9%   0,0%    8,0%   20,0% (fjárfesting húsnæði)

Opinbera  -30,5% -23,5%  -0,9%   1,0%  (fjárfesting opinbera)

Þj.útgj.    -3,7%     1,9%     4,2%   4,5%

Útflufl.     -1,9%     1,0%     2,7%   5,4%

Innfl.       -1,5%     1,0%     8,6%   7,2%

Verðbólga   5,4%     1,9%     1,7%   1,9%

Atv.leysi    8,2%     7,7%      6,8%   6,1%

Viðsk.jöfn.-0,9%   -0,3%     -4,1%  -4,7%

 

Punktar teknir úr greinargerðinni er fylgir spánni:

  • "Til að setja vaxtakostnað ríkisins í samhengi má nefna að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 75 milljarðar króna á næsta ári sem er tæplega 16% af áætluðum heildartekjum ríkisins það ár."
  • "Til samanburðar eru heildarútgjöld ríkisins til menntamála á árinu 2011 áætluð 56,5 milljarðar og til heilbrigðismála 97,6 milljarðar."
  • Efnahagsáætlun stjórnvalda byggir á hagfelldari þróun efnahagsmála, en hér er dregin upp. Gangi spá hagdeildar eftir eru líkur á að skatttekjur ríkisins verði lægri og útgjöldin meiri en (fjárlaga) frumvarpið gerir ráð fyrir og því þarf mögulega að grípa til strangari aðhaldsaðgerða. Aukinn niðurskurður og skattheimta mun hægja enn frekar á innlendri eftirspurn og seinka efnahagsbatanum.
  • "Í nýlegri könnun meðal forsvarsmanna stærstu fyrirtækja landsins segjast þorri þeirra gera ráð fyrir því draga saman eða halda óbreyttum fjárfestingum sínum á næstunni en aðeins tæplega fimmtungur hyggst auka fjárfestingar."
  • "Fækkun starfsfólks er fyrirhuguð hjá 28% fyrirtækja, 14% hyggst fjölga starfsmönnum en 58% býst við óbreyttum starfsmannafjölda. Þetta er heldur dekkri sýn en kom fram í síðustu könnun."
  • "Á árinu 2011 er áætlað að fjárfesting atvinnuveganna verði borin upp af umræddri uppbyggingu í Straumsvík og þeim verkefnum sem flutt verða frá hinu opinbera í einkaframkvæmd en á árunum 2012 og 2013 muni aðrar atvinnuvegafjárfestingar taka við sér í kjölfar þess að draga fer úr óvissu í rekstrarumhverfi og vinnu við endurskipulagningu fyrirtækja lýkur."
  • "Talið er að enn séu til byrgðir af nýju húsnæði til allt að tveggja ára eftir miklar offjárfestingar í íbúðabyggingum á árunum 2005-2008. Því er gert ráð fyrir að íbúðafjárfestingar verði takmarkaðar næstu tvö árin en að þær taki að aukast á ný á síðari hluta árs 2012 og á árinu 2013."
  • "Þegar staða heimilanna fer að vænkast á árunum 2012 og 2013 og fjárfestingar atvinnuveganna taka við sér er gert ráð fyrir að innflutningur bæði neyslu og fjárfestingarvara fari vaxandi."
  • "Minni eftirspurn eftir vinnuafli leiðir óhjákvæmilega til aukins atvinnuleysis. Á móti kemur að fólk lagar sig að breyttum aðstæðum, t.d. með því að hverfa af vinnumarkaði tímabundið, fara í nám eða flytjast af landi brott. Þessi sveigjanleiki veldur því að atvinnuleysið verður minna en ella."
  • "Á þriðja ársfjórðungi 2009 höfðu t.d. tapast um 12 þúsund störf miðað við sama tíma árið áður. Fjöldi atvinnulausra hafði hins vegar aðeins aukist um sex þúsund þar sem fjöldi á vinnumarkaði hafði minnkað um önnur sex þúsund."
  • "Á öðrum ársfjórðungi í ár fjölgaði starfandi einstakingum milli ára í fyrsta skipti síðan fyrir hrun og atvinnulausum fækkaði. Minna atvinnuleysi virðist þó fyrst og fremst skýrast af því að karlar hafa yfirgefið vinnumarkaðinn, hugsanlega á leið úr landi. Mikil umskipti urðu einmitt í brottflutningi til og frá landinu árið 2009 en þá fluttu 4.835 fleiri frá landinu en til þess, 2.466 fleiri Íslendingar og 2.369 fleiri erlendir ríkisborgarar."


Niðurstaða

Það sem þessi spá sýnir mjög vel, er þann dauða er ríkir í hagkerfinu í dag. Samt tel ég hana ívið í bjartsýnni kantinum miðað við mína sýn á þróun næstu missera.

Sennilega er áhugaverðasta ábendingin frá Hagdeild ASÍ, að minnkun atvinnuleysis - sem Steingrímur hefur státað af - sé sennilega tilkomin vegna brottflutnings vinnandi handa af landi brott. En, hann hefur greinilega verið að íja að árangri ríkisstj. við efnahagsstj. sé um að þakka. En, störf í ár eru einungis í kringum 500 fleiri en í fyrra, en mun meira muna í tölum um fj. atvinnulausra - svo ábending Hagdeildar ASÍ er sennilega rétt.

---------------------

Hvað vil ég gera - skoðið þessa færslu: Eigum við að láta erlenda aðila reisa virkjanir fyrir álver hér á landi?

 


Kv.


Eigum við að láta erlenda aðila reisa virkjanir fyrir álver hér á landi?

Þetta er mjög stór samvisku spurning fyrir þjóðina. En, fyrir liggur nú að fullkomlega virðist útilokað að orkufyrirtækin í eigu ríkisins eða hins opinbera, öðlist á næstunni það lánstraust erlendis - að þau stóru lán er þarf til að byggja þær risavirkjanir er slík álver þarfnast, fáist. Ef virkjana framkvæmd fer til erlends aðila, er sá líklegasti til verks - Magma Energy í eigu Ross Beaty.

  • Ofangreint er ástæða þess að engar af þeim orkufreku framkvæmdum er ríkisstjórnina planlagði að setja af stað, hafa komist til framkvæmda.
  • Ekki einu sinni virkjun við Búðarháls, sem er þó til mikilla muna smærra verkefni en þau hin, og að auki til að knýja stækkun þegar starfandi álvers. 
  • Eina leiðin til að starta þessum framkvæmdum, virðist vera að fela Magma Energy að reisa virkjanir fyrir þau álver - eða eitthvert ónefnt annað fyrirtæki ef til vill kínv.


Viljum við fleiri álver - Já / Nei!

Til að vera viðræðuhæft þarf fólk að mynda sér þessa grunnskoðun.

  • Já - þíðir að menn eru til í erlenda eignaraðild á þessum virkjunum.

Hver sá erlendi aðili verður, þá tekur hann fjárhagslegu áhættuna við verkið - sem eigandi virkjunar mun sá ráða orkuverðinu að sjáfsögðu, auk þess að viðkomandi mun hafa rétt til að flytja hagnaðarhlut af starfseminni úr landi.

Útflutningur hagnaðar - lækkar eitthvað þjóðarframleiðsluna samanborið við það, að innlendir aðilar hefði átt þá virkjun, og hagnaður væri því skattlagður hérlendis.

Virkjun hefur fáa starfsmenn í eðli sínu og því tekjur af launum litlar.

Ríkið mun þó fá auðlindagjald - sem þó er lágt, og eðli sínu borgar virkjunarfyrirtækið þá lágu skatta sem annar rekstur hérlendis borgar.

Sem sagt, ríkið fær minni tekjur vegna þess að það á ekki virkjunina - en á móti kemur, að þ.s. það hefur enga möguleika til þess að reisa virkjun af slíku tagi á næstu árum, þá í raun og veru er það í þessu tilviki að fá tekjur sem það annars mun ekki fá.

  • Gallar?

Pólitísk áhrif:  Þetta ætti að vera augljóst - en segjum t.d. að fyrirtæki Ross Beaty Magma Energy, reisi virkjanir fyrir hvorttveggja virkjanir fyrir Húsavíkur álver og Helguvíkur álver.

Þá erum við að tala um að skapa langtímaaðstæður þ.s. gríðarlegt fjármagn streymir í sjóði þess fyrirtækis, frá orkusölu til þessara tveggja álvera.

Mikið fjármagn er sama og mikil pólitísk áhrif. Þetta höfum við séð eftir innleyðingu kvótakerfis og svokallaðir kvótakóngar urðu til. Þetta sáum við enn meir, eftir einkavæðingu bankanna og eigendur þeirra urðu til mikilla muna enn ríkari en kvótakóngarnir. Áhrif Ross Beaty verða einhvers staðar á skalanum þarna á milli.

Því miður hafa íslenskir stjórnmálamenn a.m.k. reynst vera eins spillanlegir og stjórnmálamenn annars staðar. Svo, ef þessar aðstæður eru skapaðar, má búast við að Ross Beaty muni þaðan í frá öðlast mjög mikil áhrif á framtíðar stefnumótun í sambandi við nýtingu jarðhita- og vatnsaflsauðlinda Íslendinga.

Við skulum segja, að pólit. áhrif kvótakónga og síðar eigenda bankanna, hafi verið augljós - ákvarðanir stjórnvalda t.d. verið grunsamlega hlinntar hagsmunum bankanna alla tíð síðan þeir voru einkavæddir. Þar á undan, þ.e. áratuginn þar á undan, sem má kalla áhrifatíma kvótakónga, hafi það sama gilt að ákvarðanir stjórnvalda voru grunsamlega mikið í samræmi við hagsmuni kvótakónga.

Þannig, að skv. því, má reikna fastlega með - að framtíðar auðlinda stefna varðandi nýtingu orkuauðlinda, verði mjög í samræmi við sjónarmið hins nýja stórtæka rekstrareiganda á því sviði hérlendis.

  • Eigum við ekki að segja, að vera má að auðlindanýting fari ekki bara í hraðgýr heldur fluggýr. 

Er einhver leið að girða fyrir þetta?

  1. Það má auðvitað hugsa sér þá reglu, að sólarlags ákvæði verði sett í slíka virkjana samninga - sbr. að eftir 40 ár að hámarki eignist ríkið eða hið opinbera viðkomandi virkjun að fullu. Möguleiki er einnig um að fyrirkomulagið verði kaupleiga. En hitt kemur einnig til greina, að samningur kveði einfaldlega um að ríkið/hið opinbera eigi virkjun eftir 40 ár án þess að greiðslur komi til.
  2. Að passa sig á að ef Ross Beaty fær annað verkefnið. Þá verði annar algerlega óskildur aðili látinn fá hitt verkið - þannig álaginu dreift.

Ef Ross Beaty fær bæði - held ég að ofangreind útkoma verði óhjákvæmileg.

Eign verður að renna út innan temmilegra tímamarka - 40 ár skv. minni skoðun er sanngjarnt viðmið.

  • Varðandi álverin sjálf!

Þau eru auðvitað langt frá því versta sem hægt er að byggja, þegar kemur að verksmiðjum. Gallar eru auðvitað nokkrir - varðandi gagnrýnina sbr. hve dýr störfin þar eru þá er augljósa ábendingin að þann kostnað borgar eftir allt saman fyrirtækið sem á og reisir það álver. Svo sá kostnaður kemur okkur ekki með neinum beinum hætti við. Við njótum launanna og ríkið skatta af þeim launum. Þetta eru líka ágætlega borguð störf.

Hinn bóginn er dálítið villandi að skoða þjóðhagsleg áhrif útfrá útflutningi á áli - þ.s. á móti útfluttu áli kemur innflutningur á hrá- eða súráli sbr. "bauxit". Síðan þarf einnig að draga frá hagnað eigenda - þegar metin eru áhrif á þjóðarframleiðslu.

Árið 2009 skv. Hagstofu:

Fiskur 42%

Orkufr. iðn. 36%

Samt. 78%

  • Þetta segir okkur sbr. ofangreint að fiskur aftur sé orðinn okkar mikilvægasti útflutningur.

Svo auðvitað þurfum við einnig að meta áhrif skv. hugtakinu "opportunity cost" þ.e. hvað annað hefði verið hægt að gera við þau svæði sem eru virkjuð.

Þ.e. auðvitað megin inntak gagnrýnenda - að umhverfisskaði sé slíkur að þeirra mati, að betra sé að sleppa frekari framkvæmdum -  þ.e. nýting af öðru tagi sé annað af tvennu verðmætari til lengri tíma litið - eða eins og jafnvel sumir segja að þau svæði hafi slíkt verðmæti í sjálfu sér óháð öllum nýtingarsjónarmiðum að þau verði að verja.

Ef ekki verður af álverum!
Þ.e. ekki endilega heimsendir fyrir ísl. efnahagsmál - jafnvel í ljósi núverandi stöðu.

Vandi hagkerfisins þ.e. starfandi fyrirtækja og fjölmennra hópa almennings, er gríðarleg skuldsetning sem að öllu óbreyttu mun takmarka til mikilla muna möguleika þeirra til að standa undir nýfjárfestingum - og það til margra næstu ára, sennilega vart skemmri tíma en næsta áratuginn.

  • Þetta þíðir á mannamáli - að þá verður hagvöxtur hér á landi mjög - mjög lítill yfir sama tímabil, þ.e. ástand sem við köllum stöðnun.
  • Hún getur sem sagt skv. því staðið yfir í heilann áratug, jafnvel rúml. áratug.
  • Það mun þíða fjölda-atvinnuleysi og fólksflótta frá landinu, yfir allt það tímabil.

Leiðin sem fara verður er krystal klár - ef ekki verður af álverum - en efla á samt sem áður hagvöxt:

  • Lækkun skulda!

Það er þá engin önnur leið þá fær en lækkun skulda - og þ.e. mjög vel möguleg aðgerð, og er sannarlega hægt að framkalla hagkerfislegann viðsnúning með þeim hætti, og þá geta álverin alveg verið óþörf.

Þ.s. þarf að gera er að framkalla nýtt gjaldþrot bankakerfisins - en þ.e. í dag starfandi gjaldþrota sem dauð hönd á hagkerfinu, sem ljóst er af tölum skýrslu AGS þess efnis að slæm lán séu 45% af bókfærðu verðmæti.

"Bad bank approach"  - skuldir skildar eftir í gamla banka sem gerður er gjaldþrota. 

  1. Nýr banki stofnaður og innlán færð yfir í hann.
  2. Að nýju farið í það að semja við þrotabú um yfirfærslu lánapakka gegn djúgum afslætti.
  3. Nýr banki fær frá ríkinu skuldabréf til eignar svo hann geti hafið útlánastarfsemi.
  4. Til að lágmarka kostnað ríkisins, væri best að gera alla 3. bankana gjaldþrota í einu, en síðan mynda úr þeim aðeins einn banka - og bjóða þrotabúum sameiginlega eignaraðild.
  5. Innlán væru færð yfir á genginu 0,5 þ.e. lækkuð í verðgildi um helming.

Samanlagt - með þessu á að vera hægt í eitt skipti - án þess að sökkva ríkinu 50 föðmum undir  - að framkalla stóra afskrift skulda sem hvort tveggja fyrirtæki og einstaklingar fái síðan að njóta.

Sú lækkun vaxtagjalda þeim til handa - síðan orsakar aukningu umsvifa innan hagkerfisins þ.e. sjálfssprottinn hagvöxt.

Ég er skotnari í þessari leið en álveraleiðinni!

 

Kv.


"Skuldir fyrnist á 2 árum" - ég fagna breytingunni, en mun skuldugur almenningur óska eftir eigin gjaldþroti, til að losna við allar skuldir eftir 2 ár?

Það er engin vafi á að þessi breyting mun hafa mikil áhrif á íslenska lánastarfsemi til lengri framtíðar.

 

Skuldir fyrnist á tveimur árum Ríkisstjórnin samþykkti nú í hádeginu frumvarp sem gerir ráð fyrir því að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot...Verði frumvarpið samþykkt verður ekki hægt að viðhalda skuldakröfum lengur en sem þessum tíma nemur.

 

Fyrningafrumvarp kom fjármálastofnunum í opna skjöldu Nýja frumvarpið felur hins vegar í sér að kröfuhafar, það er að segja bankar og aðrar lánastofnanir, geta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum fengið kröfu sína endurnýjaða eftir tvö ár með því að höfða mál á hendur skuldaranum fyrir dómstólum.

Fjármálastofnanir þurfa þá að sýna fram á að brýn ástæða sé til að viðhalda kröfunni, og að líkur séu á að eitthvað fáist upp í hana. Skilyrðin eru meðal annars að skuldari sé staðinn að saknæmu athæfi eða annarri ámælisverðri háttsemi, eftir því sem næst verður komist.

 

Skemmri tíma afleiðingar

Spurning er þó einnig um skemmri tíma afleiðingar: Er búið að opna nýja útleið fyrir skuldugann almenning? Ég að fara fram á gjaldþrots úrskurð yfir sjálfum sér!

Mér sýnist að allt í einu sé gjaldþrot orðin vænlegasta leiðin fyrir skuldara sem í boði er. Ég velti fyrir mér, hvort þeir sem hokra undir sligandi skuldabyrði, jafnvel þó lán hafi verið lækkuð niður að 110% veðhlutfalli og að auki fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði, fari ekki að athuga hvort þeir geti farið sjálfir fram á gjaldþrots meðferð yfir sjálfum sér.

 

  • Með stöðu bankakerfisins í huga er virðist á barmi gjaldþrots nú þegar - skv. AGS 45% lána skv. "book value" þ.s. kallað er "non performing". Sem þíðir að þau lán eru lítils til einskis virði.
  • Á sama tíma, er enn talað um 17% eiginfé að meðaltali.
  • Skv. þessu fæ ég ekki séð annað en að eigiðfé þeirra sé nemi rétt við brúnina - ekki viss hvorum meginn!
  • En, ef óskir um gjaldþrot fá náð í verulegum fj. - en ég held þá þurfir úrskurð dómara - þá geti fj. "non performing" lána aukist umtalsvert - svo þeir einfaldlega rúlli!


Segi, að mér myndi ekki koma það á óvart að ef fj. einstaklinga í kjölfar þessarar lagasetningar fari að kanna rétt sinn og lagaskilyrði fyrir því að geta fengið gjaldþrots úrskurð.

En, ég er alveg viss, að fólk geti reddað sér því, að það missi vinnuna svo tekjurnar hrapi úr öllu valdi - ef e-h viðbótar ít, þarf til að dómari samþykki þann úrskurð.

En, mig grunar, fyrir utan eðli sínu sjálfsmiðaða sjálfsbjargar viðleitni, - en að vera laus allra skulda sbr. að vera staddir í því er annars lítur út fyrir að vera æfilangur skuldaklafi hlýtur að höfða sterkt til hópa af fólki-, þá einfaldlega séu töluverður hluti þjóðarinnar fyrir utan það alveg til í að sjá bankana rúlla, enda margir í dag pirraðir útí þá.

Ég velti því fyrir mér hvort ríkisstjórnin hafi áttað sig á þessum möguleika - eða hvort hún sé haldin slíkri blindri sýn á ágæti þeirra leiða er hún hefur fram að þessu boðið skuldurum landsins - að henni hafi ekki komið hann til hugar!


Lengri tíma afleiðingar

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda: „Þetta er mjög góð og löngu tímabær réttarbót og ég vil hrósa ríkisstjórninni fyrir þessa tillögu. Hún gæti leitt til vatnaskila í skuldaskilum landsmanna.“

 

  • Til lengri tíma litið, er verður mikilvæg sú mikla tilfærsla samningsstöðu milli skuldara og eigenda þ.e. til skulda. 
  • Klárlega verður ekki lengur eigendum skulda það í hag eins og verið hefur, að óska eftir gjaldþroti einstaklings er skuldar þeim.
  • Nú geta allt í einu skuldunautarnir farið að hóta af fara í gjaldþrot - nema að þeir gjöri svo vel og gefi eftir hluta skulda.
  • Það tekur enda sú óskaplega grimmd er ríkt hefur, þ.s. dæmi eru þess, að fólk hafi verið elt fram á gamals aldur, jafnvel gerðar kröfur í dánarbú!

 

Andri Geir Arinbjarnarson:  Ný gjaldþrotalög kalla á áhættumat

Ný gjaldþrotalög virðast um margt góð.  Þessi lög munu veita lánastofnunum gríðarlegt aðhald.  Aðeins verður hægt að lána til þeirra einstaklinga sem standast strangt og heilstætt áhættumat.  Gamla greiðslumatið mun heyra sögunni til og það sama á við uppáskriftir ættingja.

Líklegt er að svona gjaldþrotalög kalli á áhættumat eins og gerist í Bandaríkjunum, þar sem hver einstaklingur fær áhættueinkunn frá 300 til 850, þar sem 300 er lægsta einkunn en 850 hæsta.  Aðeins þeir sem eru með einkunn upp á 700  fá lán á góðum kjörum.  Þá munu vextir einnig taka mið af veðhlutfalli.  Þannig munu þeir sem taka lán fyrir aðeins um 50% af verðmati eignar og hafa áhættueinkunn yfir 700 fá bestu kjörin.  80% lán verða aðeins í boði til allra traustustu kúnnanna.

Þó skuldir hverfi á tveimur árum mun það taka mun lengri tíma að vinna aftur upp lánshæft áhættumat.

En svona lög munu einnig hafa önnur áhrif sem fasteignasalar verða síður hrifnir af.  Þar sem erfiðara verður að fá lán og upphæðirnar verða lægri mun það hafa áhrif á framboð og eftirspurn sem mun leiða til verðlækkunar.  Afrakstur af leiguhúsnæði mun batna.

Þó þessi gjalþrotalög munu koma fólki sem verst er statt í augnablikinu til góða, munu lögin líklega í framtíðinni gagnast fjársterkum aðilum best, þeir munu fá bestu lánskjörin og geta nýtt sér fallandi fasteignaverð.

 

  • Það þykir mér alls ekki ólíklegt, að þessi breyting muni leiða til varfærnari lánastarfsemi - þ.s. áhætta þeirra er lána er allt í einu stórlega aukin - jafnvæginu breytt skuldurum í hag, þá ætti það að leiða til þess, að lánveitendur sjálfir verði varfærnari í mati sínu á því hverjum þeir lána. 
  • Þetta er þannig sennilega rétt ábending, að bankarnir muni taka upp til muna nákvæmari áhættumat - má vera að þeir sæki sér þá tilteknu fyrirmynd er hann nefnir.
  • Lánsupphæðir sennilega verða lægri - og krafan um eigið fjárframlag mun hækka, þ.e. engin 90% lán lengur. Sennilega ekki umfram 70-80% og einungis þeir sem lengi hafa verið í viðskiptum við viðkomandi stofnun líklegir til að fá slík lán.
  • Síðan má vera að útlánabólur af því tagi sem núverandi kerfi skapaði - muni heyra fortíðinni til og aldrei koma aftur! En klárlega hvetur það til áhættuhegðunar um lánveitingu, hve áhætta lánveitenda hefur verið lítil - einmitt vegna þess að lánþega hefur verið hægt að elta jafnvel út yfir gröf og dauða.
  • Auk þessa einnig spurning, hvort þá heyri einnig svo svæsnar fasteignaverðbólur sbr. þá sem átti sér stað á umliðnum áratug sögunni til - þ.e. að verð á eignum verði aftur eðlilegri og betra jafnvægi komist aftur á fasteignaverð.

 

Þetta eru allt jákvæðar breytingar - ríkir munu alltaf á öllum tímum hafa betri lánskjör.

Þ.s. mun gerast er að allt í einu mun skapast öflugur hvati til sparnaðar.

  • Það verður til mikilla bóta fyrir bankakerfið í framtíðinni - sem getur þá farið að fjármagna sig með sparnaði.
  • Þetta mun líka breyta hegðun almennings - þ.e. eina leiðin til að eignast íbúð, mun vera að spara sér fé og safna - í flestum tilvikum árum saman.
  • Þá mun lífsstandard unga fólksins snar breytast og virðing þess fyrir fé - þ.e. mjög mun draga úr þeirri tilhneygingu til skuldasöfnunar frá unga aldri þ.e. eignast allt strax, er hefur verið síðustu 15 árin.

Það þíðir þá - að fólk fer út á leigumarkaðinn - og ver þar mörgum árum. Er ekki að eyða í óþarfa. Safnar sér þeim 2 eða 3 milljónum, (eða 3-4) sem það mun þurfa að eiga til að geta keypt sér sína fyrstu íbúð (fær auðvitað lánið þ.s. það hefur sparnaðarreikninginn).

  • Það má vera að þá fækki þeim ungu, sem eiga bíla en fjölgi þeim er ferðast með strætó eða á reiðhjóli.
  • Ég sé fyrir mér heilbrigðara þjóðfélag - til muna líkara því sem tíðkast í Evrópulöndum. 
  1. Auðvitað verður Íbúðalánasjóður áfram til staðar. 
  2. Það einnig verða lífeyrissjóðir.
  3. Lífeyrissjóðslán og lán Íbúðalánasjóðs verða sem sagt áfram til.
Ég hugsa þó að þær stofnanir muni einnig laga sig að þessum nýju aðstæðum - þ.e. einnig gera strangari kröfur sem þó má vera að verði e-h myldari en kröfur bankanna, einmitt til að mæta meiri eigin áhættu vegna sterkari stöðu skuldara.



Niðurstaða

Ég fagna breytingunni og vonast til þess að hún nái fram að ganga. Jafnvel þó svo að skammtíma afleiðingar geti orðið umtalsverðar - þ.e. framkallað fall bankakerfisins, þá tel ég samt að svo stórfelld réttarbót sé þetta, sem að auki sé líkleg til að framkalla margvíslegar jákvæðar breytingar á Íslandi í framtíðinni - að ég styð hana heilshugar.

Bankakerfið þarf þá bara að gera upp á nýjan leik! Þá hryndum við einfaldlega þeirri aðgerð í verk!

-------------------

Einn stórann varnagla þarf þó að setja - en þ.e. hvernig akkúrat ákvæðin sem virðast gefa bönkum færi á að fara í mál við skuldunauta og kæra sig inn á hann á nýjan leik eru útfærð.

Marínó G. Njálsson: ég fæ ekki betur séð út frá þessum texta (hef ekki séð frumvarpið) en að hægt verði að rjúfa fyrningu.  Spurningin er aftur hvað gerist ef það er gert.  Mun þá hefjast 10 ára fyrningarfrestur eða nýr 2 ára.

Marinó G. Njálsson, 20.10.2010 kl. 00:45

 

Þessi ákvæði geta huganlega grafið undan þessari viðleitni til að framkalla alla þær hinar jákvæðu breytingar, sem ég nefndi að ofan. 

Jafnvel ónýtt málið! Þannig glutrist þetta mikla tækifæri niður, fari forgörðumþ

 

 

Kv.


Kreppan á Evrusvæðinu var eins óhjákvæmileg og bankakreppan á Íslandi!

Stóra vandamál Evrunnar, er viðskipta ójafnvægi er byggðist upp smám saman innan Evrusvæðisins á umliðnum áratug.

Svo rammt kvað af því ójafnvægi, að ég fullyrði að kreppa innan Evrusvæðis var eins óhjákvæmileg og bankakreppan á Íslandi var!

En, það einfaldlega er ósjálfbært ástand, þegar aðilar A safna bara skuldum, á meðan aðilar B, safna bara eignum. Á endanum, er kreppa fullkomlega óhjákvæmileg.

 

Hvernig gerðist þetta?

Meðan Þýskaland hélt innlendum kostnaðarhækkunum í skefjum, slökuðu mörg önnur lönd á klónni eftir að þau voru kominn inn á Evrusvæðið, og misstu kostnaðarhækkanir úr böndum - þ.e. laun og verðlag.

Þetta framkallaði það ójafnvægi sem myndaðist, og hélt áfram að magnast allan umliðinn áratug, þ.e. að vörur landanna þ.s. kostnaðurinn hækkaði mikið vs. Þýskaland, þeirra vörur töpuðu samkeppnishæfni einmitt við Þýskar vörur, þannig að umliðinn áratug skapaðist vaxandi viðskipta ójafnvægi "current account imballances / trade immballances" - þ.e. löndin með hallan fluttu í vaxandi mæli inn þýskar vörur og söfnuðu viðskiptaskuldum við þýskaland, á sama tíma og þau í reynd héldu uppi atvinnu í þýskalandi samtímis því að þau fjármögnuðu mikla lána-útþenslu þýskra banka.

 

The Economist: Euro follies

 

 

Takið eftir hinum gríðarlega mun milli landanna þ.s. verðbólga - en kostnaðarhækkanir eru ekkert annað en verðbólga - var svo greinilega miklu hærri en í Þýskalandi.

 

The Economist: Fixing Europe's single currency "Ireland and Spain did not flout the fiscal rules in the boom years, yet both are in trouble now. The bigger failing is that several (mostly Mediterranean) members have suffered a huge loss of competitiveness against Germany and other northern countries. This shows up in yawning imbalances inside the zone. Too many governments believed that, once in the euro, they could worry less about competitiveness. Actually, they should have worried more, because they have lost for ever the let-out of devaluation."

 

Nákvæmlega málið -"they should have worried more"- þau áttuðu sig ekki á, að innan Evru eru lönd í þráðbeinni samkeppni við Þýska hagkerfið innan sama gjaldmiðils.

Ef samkeppnishæfni glatast innan svæðisins, er hún ekki með neinum auðveldum skjótum hætti unnin til baka.

Eins og Economist bendir á, þá er ekki hægt að fella gengi lengur - sem þíðir að ef slaki í hagstj. hefur leitt til þess, að þínir atvinnuvegir hafa tapað samkeppnishæfni vegna þess að laun og verðlag hafi hækkað meir en í samkeppnislöndum innan sama svæðis, þá er eini möguleikinn að vinna þá samkeppnishæfni til baka, að lækka þau laun og verðlag aftur.

Ástandið er kallað - verðhjöðnun. Þetta er þ.s. ríkin sem létu innlendan kostnað fara langt framúr þýskalandi standa frammi fyrir.

  

Viðskiptahallanum fylgdi líka skuldasöfnun

The Economist: Euro follies

 

 

 

  • Eins og sést eru mörg lönd komin með halla langt yfir 3% sem er hámark þ.s. heimilt er að hafa skv. reglum Evrusvæðisins. 
  • Að auki eru mörg lönd komin framúr því skuldahámarki, þ.e. 60%, sem heimilt er.

 

Þess vegna, eru stofnanir ESB að þrísta á að löndin skeri níður, sýni fram á hvernig þau ætla sér að vinna hallann niður og á sama tíma skuldirnar.

Þ.e. auðvitað ekki heyglum hent, að framkvæma niðurskurð á halla - sama tíma og þú getur ekki fellt gengi - og einnig þar fyrir utan þurfa samtímis að keyra niður laun og almennt verðlag.

Efnahagslega séð - er þetta fullkomin stormur!

 

 "The Economist: Euro follies Adjustment by cutting wages is quite brutal, especially without the support of an expansionary fiscal policy."

 

Nákvæmlega - það verður brútalt!

Fullkomlega fyrirsjáanlegt að þetta mun framkalla efnahags samdrátt í þeim ríkjum.

Það mun síðan flækja málið þegar kemur að því að standa við hinar hratt vaxandi skuldir - sbr. "sovereign debt crisis".

Þ.e. nánast öruggt fullyrði ég - að eitthvert ríkjanna mun "defaulta" þ.e. fara í greiðsluþrot. Jafnvel fleiri en eitt.

 

Hefur The Economist einhverjar lausnir?

Þeir nefna hugmyndir Keynes!

"John Maynard Keynes believed that in a fixed exchange-rate system, the burden of adjustment to trade imbalances should fall equally on deficit and surplus countries. So he proposed that excess trade surpluses should be taxed (see article)."

 

En þ.e. ekki möguleiki að Þjóðverjar muni samþykkja sérskatt á sig. 

 

Hvað með það að búa til verðbólgu?

"It is possible to come up with other heretical answers to the euro area’s imbalances—for instance, tolerating a higher inflation rate, at least temporarily. Workers are usually reluctant to accept the pay cuts required to regain competitiveness. A higher inflation rate would make it easier for relative wages in different countries to adjust, because a cut in real wages would be easier to disguise with inflation of, say, 4% or 5% than the 2% that the ECB now aims for."

 

Ágætlega rökstutt hjá þeim - en þ.e. ekki heldur nokkur séns, að Þjóðverjar sætti sig við þá aðferð.

Einnig er ljóst, að Þjóðverjar munu ekki losa um sína hagstjórn, og heimila kostnaðarhækkanir hjá sér - þ.s. þeir eru einfaldlega ekkert að bera sig saman við önnur Evrópuríki, nei þ.s. þeir eru að bera sig við eru ríki Asíu þ.s. laun eru enn lægri.

Síðan að lokum nefni ég eina mögulega lausn til bjargar Evrunni?

  • Hún er sú að Þjóðverjar sjálfir yfirgefi hana, taki upp nýtt "D-Mark".
  • Þá verðfellur Evran væntanlega stórt.
  • Það framkallast sú kostnaðarlega aðlögun, sem ríkin með innlendan kostnað umfram Þýskaland þurfa að framkvæma, til að endurvinna tapaða samkeppnishæfni sína gagnvart Þýskalandi.
Þetta myndi raunverulega virka - og má vera að Þjóðverjar á endanum hrindi þessu í framkvæmd!

 

Niðurstaða

Ofangreint er ástæða þess, að ég er skeptískur á framtíð Evrunnar og tel hrun hennar líklegt - en þó ekki öruggt.

En, svo brútalt verður næsta ár fyrir fjölmörg aðildarlönd Evrusvæðisins, að ég hef miklar efasemdir um að efnahagslega muni hlutir ganga upp.

Þegar land eftir land stendur frammi fyrir þroti, þá getur ímislegt skeð!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 844896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband