Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024

Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dollara sekt hann fékk á sig skv. dómi í New-York! Spurningin er hvort dómurinn í New-York hefur stórfellt eignarnám í eignum Trumps, eða ekki!

Þetta mál er greinilega alvarleg krísa fyrir Donald Trump, þ.s. að Trump nýlega hefur viðurkennt, að honum sé ómögulegt að afla sér -- skammtíma láns, sem tryggingu fyrir sektar-greiðslunni!

  1. Málið er, að Trump hefur áfrýjað dómnum, en skv. reglum -- ber honum samt sem áður, að leggja inn, tryggingu fyrir sektar-greiðslunni. 
    Að sjálfsögðu fyrir allri greiðslunni.
  2. Þess vegna voru auðvitað starfsmenn Trumps, að falast eftir láni fyrir allri upphæðinni -- því skv. gildandi reglum, verður að leggja fram slíka tryggingu.
  3. Trump hefur formlega óskað eftir því, við áfrýjunar-dómstól, að beðið verði með -- innheimtu skuldar. En það er ekki sjálfsagt endilega, þ.s. að tíminn sem Trump hefur formlega til að leggja fram trygginguna, er fljótlega að renna út.
  • Ef það gerist, þá getur dómurinn í New-York, einfaldlega hafið innheimtuferli, þ.s. lagt yrði hald á eignir Trumps -- þær seldar á bruna-útsölu, auðvitað á undirverði.
  • Dómurinn, væri einfaldlega að sækja peningana -- ekki endilega víst, að dómurinn líti svo á, að honum beri að - leita eftir, besta verði fyrir þær eignir.
  • Í versta hugsanlega tilviki, mundi dómurinn -- pent taka yfir eignir, hverja eftir annarri, selja jafnharðan -- taka ekkert tillit til markaðssjónarmiða.

Fjárhagslegt tjón Trump gæti orðið fyrir bragðið -- miklu meira, en 464 milljón Dollarar.
Ég get meira að segja ímyndað mér, að dómurinn mundi þvinga fram sölu, bróðurparts eigna Trumps.

Eftir slíkt högg, gæti viðskipta-veldi Trumps verið fyrir bý.
Spurning hvort hann gæti viðhaldið þeim lífstíl hann hefur verið vanur.
Að auki, má velta fyrir sér hvort möguleikar til að fjármagna kosninga-baráttu, gætu skaðast.
Þar fyrir utan, velti ég fyrir mér, hvort hann gæti í kjölfarið, jafnvel lent í hallæri með fé -- til að borga sínum lögfræðingaher, er ver hann í fjölda dómsmála!

  1. Punkturinn í þessu, er sá -- að þetta getur leitt til stærstu krísu, Trump hefur nokkru sinni lent í.
  2. Það á eftir að koma í ljós, hvort að áfrýjunar-dómstóll, samþykkir beiðni Trumps -- að fresta öllum innheimtu-aðgerðum; meðan málið er í frekari dóms-meðferð.

Ætli það væri ekki málefnalegri útkoma.
Að samþykkja slíkan frest!

En ég auðvitað ræð engu í New-York.

Trump laments $464M judgment

Trump can’t post $464M bond in New York civil case

 

Niðurstaða
Ég held að verulegar líkur séu á slíkum innheimtuaðgerðum er gætu gert viðskiptaveldi Trump, hugsanlega slíkan skaða að -- því biði hugsanlega bani. Kemur í ljós hvort áfrýjunardómur samþykkir ósk hans um, frest á innheimtu-aðgerðir. Eins og ég benti á, held ég að málefnalegra væri, að samþykkja þá beiðni. Frekar en að fara strax í aðgerðir er gætu hugsanlega lagt Trump fjárhagslega í algera rjúkandi rúst.

Bendi fólki á, fyrst að Trump tekst ekki að fá nokkurn til að lána sér slíkan pening.
Er Trump líklega ekki, milljarðamæringur.
En greinilega meta aðilar á markaði það svo, að fjárhagsleg staða veldis Trumps, réttlæti ekki lán að slíkri stærðargráðu.
--Ergo, skv. því líklega er Trump ekki raunverulega, milljarðamæringur skv. dollaramælingu.

 

Kv.


Skoðanakannanir líklega ofmeta fylgi Donalds Trumps -- sem eru góðar fréttir fyrir Joe Biden! Samanburður á kosningaúrslitum í prófkjöri Repúblikana vs. fylgiskannanir gefa slíkar vísbendingar!

Þetta getur verið mjög mikilvægt atriði - sannarlega vanmátu kannanir 2016 fylgi Trumps. Hinn bóginn, bendir greining á kosninga-niðurstöðum vs. fylgiskannanir rétt á undan; til þess að - þetta ferli hafi snúist við:

  1. 2016, var gjarnan talað um - dulda Trumpara - vegna þess að það virtist svo að sumir einstaklingar það ár, væru tregir til að opinberlega viðurkenna stuðning við hann, en þeir studdu hann síðan þegar kosið var.
  2. 2024, virðist þetta öfugt, þ.e. þeir sem - ekki styðja Trump, eru baka til; og tregir til að viðurkenna að, styðja hann ekki - í opinberri umræðu; en í kjörkassanum, styðja þeir hann ekki.

Ef marka má niðurstöðu Super-Tuesday - er þetta töluverður hópur sem er þannig!

Þessi mynd sýnir þetta ágætlega!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/mynd_trump_fylgi.jpg

  1. Winning margin - þ.e. með hvaða mun Trump annars vegar er spáð sigri.
  2. Vs. með hvaða mun, hann hafði sigur.
  • Í mörgum tilvikum reyndist sigur Trumps, ívið smærri en kannanir spáðu.


Skv. 538 vefsvæðinu er birtir yfirlit yfir skoðanakannanir!

  1. Hefur Trump af er Mars, meðaltali: 42%.
  2. Meðan Joe Biden, af er Mars, hefur meðaltali: 37%.
  • Áfram eru báðir, mun óvinsælli meðal kjósenda, en þeir mælast vinsælir.

Miðað við það á hinn bóginn, að til staðar séu -- Repúblikanar er líklega kjósa ekki Trump; en niðurstöður prófkjörs benda til slíks -- kannski 10-15% hópur líklega skili auðu.

Þá er Trump - langt langt frá - öruggur með sigur nk. haust.

A chunk of Republican primary and caucus voters say they wouldn’t vote for Trump as the GOP nominee

  1. Um er að ræða, minnihluta Repúblikana - er líklega skilar auðu.
  2. Hinn bóginn, í fylkjum þ.s. munur milli Bidens og Trumps væri lítill:
    Getur 10-15% hópur skráðra Repúblikana-kjósenda, er skilar auðu, ráðið úrslitum.

Þá meina ég, þeir láta reitin þ.s. valið er um forseta-efni, vera auðann!
En, líklega kjósa um það hvað annað, þeir hafa valkosti til að kjósa um.

Trump hefur enn tækifæri til að - ná til þessa fólks.
Hinn bóginn, er afar líklegt að það hafi þegar fast mótaðar skoðanir gegn honum.

 

Niðurstaða
Er einföld, að sigurlíkur Joe Bidens séu líklega ívið betri en kannanir benda til.
Joe Biden sé líklega í hlutverki Trumps, 2016 -- að vera vanmetinn í könnunum.
Meðan, að Trump sé líklega í hlutverki Hillary Clinton, að vera ívið ofmetinn.

 

Kv.

 


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 439
  • Frá upphafi: 847086

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 416
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband