Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2022

Auknum mæli spurt, hvar er stórárás Úkraínuhers í S-Úkraínu? Rússar hafa fært mikið lið til að mæta henni! Ekki bólar á þeirri árás enn! Sl. 2 - 3 vikur, hafa sáralitlar breytingar orðið á víglínum Rússa/Úkraínu í A-Úkraínu!

Eiginlega fyrir utan dramatískar árásir - er mikla fjölmiðlarathygli hafa fengið - af hálfu Úkraínu-hers, á svæði vel handan við víglínu Rússa. Sérstaklega nokkur skipti á Krím-skaga, þ.s. meðal annars fjöldi flugvéla var eyðilagður á rússn.herflugvelli.
Sú árás vakti auðvitað mesta athygli, ekki síst vegna fjölda mynd-banda sem óttaslegnir rússn.ferðamenn á Krím-skaga, sendu út á netið -- á Youtube má leita uppi fj. slíkra.

HlekkurUkraine Conflict Updates

 

Videó er sýnir myndir teknar af rússn. ferðamönnum á Krímskaga fyrir 3-vikum!

Besta mynda-syrpa af flugvellinum ég veit um: Zelenskyy says 9 Russian jets were destroyed in Crimea blasts. Þar sjást þessar 2-myndir betur.

Image: Saki airbase

En fyrir utan, að sýna getu til árása á svæði undir herstjórn Rússa!
Hefur ekki mikið gerst - auðsjáanlega!

Ukraine has telegraphed its big counteroffensive for months. So where is it?

Frankly, from a military point of view, absolutely it does not make sense, because if you are a Ukrainian military commander you would much rather fight, let's say, the seven Russian battalion tactical groups that were in northern Kherson a month ago, not the 15 or 20 there now,

Eins og kemur þarna fram, hafa Rússar fært verulega mikið lið á Suður-Svæðið.
Til að mæta, væntanlegri stórsókn Úkraínuhers!
--Sem ekkert bólar á enn!

  1. Nú veit maður ekki hvað fyrir Úkraínu vakir!
    En þ.e. út af fyrir sig árangur, að Rússar hafa fært allt þetta lið þangað.
  2. Því, það er sennilegasta skýring þess -- hvers vegna, sókn Rússa í Donbas.
    Hefur að virst hafa nánast alveg lognast niður sl. 3-vikur.
  • Ef það var allt og sumt tilgangur Úkraínu.
    Að plata Rússa til að færa lið, frá sóknar-vængjum er þeir höfðu í Donbas.
    Þannig, að þær sóknir -- virðast nú þessar mundir, nokkurn veginn stöðvaðar.

Þá ef út í þ.e. farið, hafa þá Úkraínumenn, stöðvað sókn Rússa í Donbas.
Með þeim ódýrasta mögulega hætti þeir gátu!
--En ef þetta var allt saman eitt stórt gabb, fatta Rússar það væntanlega fljótlega.

 

Sóknarlínur Rússa í Donbas, hafa nánast ekkert hreyfst í nokkrar vikur nú!

Hinn bóginn, þá gæti það - verið tilgangur Úkraínumanna!

  1. Að plata Rússa til að færa lið frá Donbas.
  2. Vegna þess, að Úkraínu-menn, ætla -kannski- einmitt að hefja sókn þar.

Hið minnsta, hafa liðsluftningar Rússa á Suður-Svæðið í Úkraínu.
Augljóslega gert það minna áhugavert, að hefja stórsókn á þeim slóðum.
--Rússar eru vart svo grænir, að þeir hafi sent lið þangað, án þess að sjá nokkurt á gerfihnatta-myndum, er benti til úkraínskra liðslutninga á það svæði.

Ef þ.e. e-h plat í gangi, þyrfti það að vera - sniðuglega útfært.
Því, e-h hefur þurft að hafa verið á hreyfingu, er leit e-h svipað her.
--Hvort sem það var það eða ekki, þ.e. her.

 

Úkraínumenn, halda samt sem áður áfram að ráðast að mannvirkjum Rússa!

Sú hegðan, er a.m.k. nokkuð í samræmi við undirbúning fyrir árás.
Hinn bóginn, kosta það ekki endilega e-h rosalega mikið!
--Að senda sprengjur við og við!

Má velta því fyrir sér, hvort stríðið er að verða að - pattstöðu.

  1. Það getur vel verið, að Úkraínumenn séu með mikinn liðsafnað, sem Rússar sáu.
    En Úkraínumenn séu lengi að ákveða sig -- er hafi gefið Rússum nægan tíma.
  2. Þannig séð, þá væri það samt sem áður - einhver árangur.
    Að hafa - þvingað Rússa til að færa það mikið lið frá Donbas.
    Að, sókn Rússa á því svæði, sé nánast alfarið stopp.

Það eitt að færa lið, a.m.k. þíðir að það lið er þá enn til staðar, óskemmt.
Hvort það voru Úkraínumenn er færðu lið, eða Rússar.
--Ef Úkraínumenn eru þarna einnig í miklum styrk.

Þá standa herirnir þá gráir fyrir járnum beint á móti hvorum öðrum.
Meðan, hvorugur ræðst fram, þá a.m.k. hafa hermennirnir það sæmilega náðugt!
--A.m.k. meðan báðir herir eru ekki að berjast sjáanlega að ráði á svæðinu.

  • Fyrir utan - artillery duels - virðist lítið sl. 2-3 vikur, gerast!

 

 

Darya Dugina, dóttir Alexander Dugin þekkts stuðningmanns Pútíns, látin!

Spurning hvaða dilk á eftir sér - sá atburður hefur. En ef marka má fregnir, var sprengja falin undir bifreið þeirri hún ók -- og bamm. Talið er að sprengjan hafi frekar verið ætluð föður hennar, en hver veit!

Daughter of Putin ally killed in Moscow car blast

Einfaldlega ekkert vitað um þetta mál annað, en að konan lést í bílsprengju.

 

Niðurstaða

Eftir litlar hreyfingar sjáanlega á herjum Rússa og Úkraínumanna sl. 2-3 vikur. Líkist stríðið í Úkraínu, vaxandi mæli -- tja: Pattstöðunni á víglínunni 1916-1917.
M.ö.o. fyrra stríði!

Nánast eina sem er markvert fyrir utan - áhugaverðar sprengju-árásir langt að baki víglínu Rússa. Er loforð Bandaríkjanna -- um: 775millj.$ vopnasendingu: US announces new $775m Ukraine military aid package.

Speaking on condition on anonymity, the official said the assistance would include 15 Scan Eagle surveillance drones, 40 mine-resistant, ambush-protected vehicles known as MRAP, and about 1.000 Javelin anti-tank missiles. - It will also include additional ammunition and 16 105mm Howitzer systems ...

Fréttin virtist benda til þess, að slíkar sendingar verði reglulegir atburðir.
Áhugavert af hverju er verið að senda, smærri gerð fall-stykkja, sbr. 105mm.
Kannski: M119 Howitzer!
--Ekki sérlega nýtt vopn, ef þessi tegund. Nýrri útgáfur með - digital kerfum.
Drægi ekki nema á bilinu 10km - 20km. Eftir týpum af skotum.

Eini kostur þessa vopns, hve létt það er. Miðlungs þyrlur bera auðveldlega. Og margvísleg létt farartæki, draga það auðveldlega. Og má henda út í fallhlíf.
--Gæti hreinlega, hentað í skæruhernað!
------------

Varðandi stríðið almennt, þá leiðir tíminn allt í ljós.

 

Kv.


Trump getur verið í mjög alvarlegum vandræðum - eftir FBI fann haug af leyniskjölum í eigu bandaríska ríkisins á Mar-a-Lago

Ég get ekki að sjálfsögðu lagt kalt mat á líkur þess að dómsmál verði höfðað, en hugsanleg viðurlög þegar kemur að háleynilegum ríkis-skjölum í Bandaríkjunum, eru mjög stórfelld.
Stóra málið í augum ríkisins í Bandaríkjunum, er væntanlega hvort leyndarmál láku!

Fyrir áhugaverða: Húsleitarheimild FBI!

Bendi fólki á að lesa skjalið, en þar kemur fram langur listi yfir þ.s. var tekið.
Þ.e. ekki sagt í honum, akkúrat hvað skjölin heita - heldur einungis, tegund þeirra.
Skv. honum, lagði FBI hald á fjölda leyniskjala, þar á meðal með -Top-Secret- stimpil.

Skv. húsleitarheimildinni er vísað í eftirfarandi lög:

  1. 18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information
  2. 18 U.S. Code § 2071 - Concealment, removal, or mutilation generally
  3. 18 U.S. Code § 1519 - Destruction, alteration, or falsification of records in Federal investigations and bankruptcy

Ég hlekki beint á lýsingar á viðkomandi lögum!

Þetta gefur vísbendingu um, hver er fókus rannsóknar FBI.



Einhverju leiti má líkja þessu við vandræði Hillary Clinton:

Rétt að ryfja upp rök Director Comey fyrir því að fara ekki í mál við H. Clinton!: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.

Ath, skjalið inniheldur fullan texta skýrslu Director Comey!

  1. All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here.
  2. Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case.

Hillary Clinton -- var rannsökuð fyrir hugsanlegt brot á, U.S.C. 793.

(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer—

M.ö.o. H. Clinton, var rannsökuð út frá þeim möguleika!
Að mikilvægar ríkis-upplýsingar, hefðu hugsanlega lekið.

  • Það að einnig er vísað til sömu lagagreinar, varðandi húsleitina á Trump.
    Bendi til þess, að FBI sé einnig að skoða hugsanlegan leka á leyndar-gögnum.
  1. Ef hefði sannast að leyndargögn hefðu lekið af völdum staðsetningar vefþjóns á heimili Hillary Clinton.
  2. Þá er ljóst skv. skýrslu Comey - ég hlekkja á að ofan - að FBI hefði lagt til málsókn á hendi H. Clinton.

En þ.s. ekki taldist sannað, að gögn hefðu lekið -- lagði FBI, að sögn Comey, ekki til þess við Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, að málsókn yrði hafin.

  • Mig grunar, að nálgun FBI gagnvart Trump verði svipuð.


Áhugavert að FBI er einnig að athuga, hvort Trump hafi hugsanlega spillt eða eytt leyndar-gögnum, í heimildaleysi -- sbr. U.S.C. 2071.

Að auki, sbr. U.S.C. 1519 -- hvort Trump hafi leitast við að, spilla fyrir réttvísi - sbr. - obstruction of justice.

  1. Áhugavert, að skv. U.S.C. 2071 -- varðað það við 3ja ára banni við því að gegna opinberri stöðu af nokkru tagi, ef sannast sek.
  2. Meðan, viðurlög tengd U.S.C. 1519 -- virðast einungis vera, sekt.
  • Hugsanleg viðurlög tengd, U.S.C. 1519 eru miklu mun krassandi.

Þ.e. upp skalann, frá nánast engu -- upp í æfilangt.

 

Vona fólk muni hvernig Trump -- söng: Fangelsum Clinton!

Ég hef enga persónu-skoðun á, hvort Trump ætti að sitja í fangelsi.
En Trump, virkilega skóf ekki af því.

Fangelsum Clinton -- var flutt í auglýsingum, og nánast hvert tækifæri er Trump flutti ræðu, síðustu vikur baráttunnar fyrir forsetaembættinu 2016.

  1. Þó svo að gögnin hafi fundist á heimili Trumps.
  2. Er það ekki talið fullvíst, að málsóknar verði krafist.

En grein 793 -- virðist krefjast þess, að gagnaleki sannist.
Ef gagnaleki sannast ekki!
--Er líklegt -grunar mig- Trump sleppi með skrekkinn, eins og Clinton!

Ég geri ráð fyrir að rök Director Comey um að sleppa Clinton, eigi þá einnig við mál Trumps.

 

Niðurstaða

Ég hef ekki hugmynd hvort mál Trump fyrir dóm.

Hinn bóginn, má velta fyrir sér -- af hverju í andskotanum, skilaði Trump ekki skjölunum.
Er honum áður var boðið að skila þeim, án nokkurra eftirmála?
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að halda eftir haug af skjölum, eftir að bandaríska ríkið er formlega búið að óska eftir að þeim verði skilað.

En eftir að Trump var ekki lengur forseti Bandaríkjanna, hafði hann enga heimild til þess lengur, að hafa í sínum fórum -- ríkisleyndarmál Bandaríkjanna!

Því er forsetatíð hans lauk, varð hann að nýju -- almennur borgari.

  1. Rétt að muna, að H. Clinton var rannsökuð fyrir, hugsanlegt mysferli er átti sér stað, meðan hún gegndi skildum sem ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
  2. Þá hafði hún formlega heimild til aðgengi að ríkisleyndarmálum Bandaríkjanna.

Það má vera, að það að Trump er í dag - almennur borgari.
Umbreyti lagalegri stöðu hans, þannig!
--Að það megi, lögsækja hann fyrir: Possession.

M.ö.o. að hafa skjölin enn undir hendi. En ég þekki það ekki.

 

Kv.


Rússar bregðast við sókn Úkraínu nærri Kherson og Zaporizhzhia í S-Úkraínu, m.ö.o. Rússar hafa fært lið frá nágrenni Slovyansk og Siversk í A-Úkraínu. Rússar sækja enn að Bakhmut í A-Úkraínu, einnig nærri Donetsk borg!

Það sem ég hef verið að spá sl. 2-3 mánuði, loks að gerast -- sókn Rússa að fjara út, m.ö.o. tveir sóknar-vinklar Rússa, virðast hafa verið gefnir upp. A.m.k. í bili!
Það er tilraunir til að sækja að Slovyansk! Og tilraunir til að sækja að Siversk!
Hvort tveggja í A-Úkraínu.

Ástæðan séu, liðsflutningar Rússa frá þeim svæðum, á svæði í S-Úkraínu, nánar tiltekið Zaporizhzhia og Kherson; greinilegt að Rússar eru að styrkja varnir á þeim svæðum.
Vegna ógnar sem liði Rússa á þeim svæðum, stafar af sókn Úkraínuhers á þeim svæðum.

Rússar sækja enn fram í grennd við Bakhmut, sú sókn hefur haft nokkurn árangur á undanförnum vikum, samt sem áður nálgast her Rússa - Bakhmut, á hraða snigilsins.
Samtímis, eru bardagar nærri Donetsk borg, þ.s. Rússar leitast við að þvinga Úkraínuher í meiri fjarlægð frá þeirri borg, nýlega var í fréttum bardagar grennd v. kolanámu.

  1. Það má segja, að tekist sé nú á um frumkvæðið í stríðinu.
  2. Hingað til, hafa Úkraínumenn, orðið að þola það, að þurfa að bregðast við aðgerðum Rússa -- en nú séu Rússar, þvingaðir til að bregðast við aðgerðum Úkraínu-hers.

 

Bakhmut og Avdinka grennd v. Donetsk borg, sóknarvængir Rússa í A-Úkraínu!

Ég hef talið, að frumkvæðið -- færist rökrétt til Úkraínu!
Hef nú sagt það um töluvert skeið.

  1. Vandi Úkraínuhers í sumar, var sá --> Úkraína kláraði 152mm skothylki, afleiðing þess var alvarleg, þar eð Sovésk smíðuð stórskota-vopn nota 152mm skothylki, m.ö.o. megnið af stórskota-vopnum Úkraínuhers, urðu ónothæf, eins og öll vopn án skotfæra verða.
    --Þetta leiddi til, tímabundinna yfirburða Rússa í stórskotaliði.
    Sem Rússar sannarlega notfærðu sér í sumar.
  2. Hinn bóginn, eru NATO stórskota-vopn sem Úkraínu-her hefur verið að fá, loks sl. vikur að breyta stöðunni, aftur til baka, þ.e. Rússar hafa ekki lengur, einleik.
    --Ekki síst, HIMARS stórskota-vopn frá Bandar. 16 talsins.
    Merkilegt, að Úkraína hefur ekki fengið nema, 16 HIMARS - samt hafa þeir mikil áhrif, meira að segja rússn. fjölmiðlar virðast viðurkenna það.
  3. Þar fyrir utan, er Úkraínuher að berast fjölmennur liðsauki. Nú þegar nærri 6 mánuðir eru síðan stríðið hófst, er fjöldi almennra borgara er kvaddur var í herinn við upphaf stríðs, komnir með nægilega herþjálfun!
    --Ef marka má Zelensky, rýflega 1.000.000 talsins.
    Það þíðir, að líklega er her Úkraínu nú -- meir en 3-falt fjölmennari en innrásarher Rússlands.

 

HIMARS eldflauga-skotvagn Bandaríkjahers!

HIMARS - missile launched.jpg

Þessir þættir breyta auðvitað hernaðarstöðunni, því liðsfjöldinn þíðir - Úkraína getur væntanlega nú, beitt línur Rússa þrýstingi - ekki einungis í S-Úkraínu, heldur víðar.
Ef Rússar styrkja ekki varnir þ.s. þrýstingi er beitt.
Hætta þeir á að - tapa landsvæðum, þ.e. að Úkraínuher brjótist í gegn, taki þau aftur.
--Þetta er auðvitað vandi fyrir Rússa, því þeir eru mun fámennari.

  • Rökrétt, hef sé sagt, ættu Rússar taka sér varnarstöðu.

Rússar eru enn að bögglast við að viðhalda sókn nærri Bakhmut, grennd v. Donetsk borg.
Og hafa náð einhverjum smærri sveitafélögum sl. vikur, a.m.k. einni kolanámu.
--Þeir geta slíkt, einungis ef þeir hafa yfirburði í liði, á sóknar-punktinum.

  • Það, m.ö.o. -local- yfirburðir, verða sífellt erfiðari að ná fram.
    Við þær aðstæður, að her Úkraínu er hratt að styrkjast.


Tek fram, að Úkraína hefur ekki - yfirburði í stórskotaliði, þ.s. hefur breyst er að Rússar hafa ekki lengur -- algera yfirburði í stórskotaliði!
Rússar hafa enn, mikið flr. stórskota-vopn, hinn bóginn eru NATO vopnin - langdrægari og einnig til mikilla muna, nákvæmari.
Úkraínumenn, geta nú loks -aftur- sókt fram, en greinilega háði skortur á stórskota-vopnum, eftir að birgðir af 152mm skothylkjum kláruðust, Úkraínuher mjög svo það sumar sem nú er að klárast. Þannig, að Rússar greinilega höfðu ekki miklar áhyggjur.
--Það sást á því, að Rússar brugðust lítt við sóknartilraunum Úkraínuhers frá sl. vori fram eftir sumri, þangað til nýverið.

Nú er annað uppi, og sóknar-tilraun í S-Úkraínu, er tekin alvarlega.

Líklega hafa rússn. hernaðar-yfirvöld áttað sig á því, að þegar Úkraínuher er loks kominn með töluverðan fj. NATO stórskota-vopna er nota 155mm NATO skothylki í notkun.
Og það fer saman við það, að Úkraínuher - er að fá afar fjölmennan liðsauka.
--Þá er er ekki lengur hægt annað, en að taka sóknar-tilraunir Úkraínu-hers alvarlega.

Það sjáist á liðsflutningum Rússlandshers sl. vikur, er hafi leitt til þess -- að klippt hafi verið nánast alveg á 2-sóknar-brodda Rússl. hers í A-Úkraínu.
--Sá her í staðinn, færður til að styrkja varnir á Kherson, og Zaporizhzhia svæðunum í S-Úkraínu.

  1. Auðvitað veit enginn, hvort Úkraínuher nær einhverju verulegu gegnumbroti á þeim svæðum á næstunni.
  2. Hinn bóginn, hafa 3-mikilvægar brýr verið nánast eyðilagðar, sem flæki flutninga Rússa í grennd við Kherson.

Besta vísbendingin -- eru auðvitað viðbrögð Rússa-hers að færa lið.
Meðan Úkraínu-menn sjálfir, eru þögulir sem gröfin um það hvernig gangi.

A man crosses a road near the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant in the course of Ukraine-Russia conflict outside the Russian-controlled city of Enerhodar in the Zaporizhzhia region.

Kjarnorkuverið á Zaporizhzhia svæðinu er nú undir smásjá fjölmiðla, vegna gagnkvæmra ásakana Úkraínu-hers og Rússl-hers, vegna árása á það kjarnorkuver!
Eitt er viðurkennt, að Rússar hafa komið fyrir stórskota-vopnum á lóð kjarnorkuversins, og beita þeim miskunnar-laust til árása á sókn Úkraínu-hers þar um slóðir.
--Greinilega eru Rússar sjálfir að spila hættuleik með það kjarnorkuver.

  1. En skv. fregnum, eru ekki einungis vopn á lóð versins, heldur skotfæra-geymslur að auki, augljóslega skapar það gríðarlega hættulegt ástand.
  2. Því, að það tiltekna kjarnorkuver -- er eitt það stærsta í heimi.
    Miklu mun stærra, en alræmt Chernobyl kjarnorkuver.

Talið er - af mörgum - Rússar séu með, háværum ásökunum, að leita eftir því að skapa þrýsting í V-Evrópu á Úkraínu, að slá af sóknina í því héraði.
Engin leið er að vita, hvað er satt í ásökunum um árásir!
--Hinn bóginn, má reikna með því, að Úkraínuher, sé ekki sama um -- stórskota-árásir, sem koma frá lóð þess kjarnorkuvers!
--Rússar, augljóslega staðsetja þau vopn þar, vegna þess að þeir halda að Úkraínumenn, þori ekki að ráðast á þau vopn þar.

Ukraine atomic plant attacked again

Úkraínumenn - vilja meina, að fregnir um árásir á verið, séu svokallað -- False flag.
M.ö.o. Rússar sjálfi skjóti nærri byggingum versins, valdi sjáanlegu tjóni.
--Og æpi síðan á fjölmiðla!

  • Ég ætla ekki að tjá mig um þá kenningu.

Þetta hefur nú verið megin-frétta-efnið frá Úkraínu sl. daga.
Sýnir hvernig fókusinn, færist á sókn Úkraínuhers.

 

 

Niðurstaða
Mín skoðun í dag, er sú -- að nk. vetur muni ráða úrslitum um stríðið.
Rússar eru ekki enn, að framkvæma almennt herútboð -- eins og Úkraína gerði, fyrir nærri 6 mánuðum.
--Fregnir um milljón sterkan nýjan her, rýflega svo, eru ekki órökréttar í ljósi rýflega 40 millj. manna íbúa-tölu Úkraínu. Ath. allir karlmenn á herskildualdri kallaðir í herinn.

Málaliðar virðast stöðugt fjölmennari í rússn. innrásar-liðinu. Skv. fregnum sé verið að mynda fj. slíkra hersveita innan fj. rússn. héraða, einkum virðist fókusinn á fátækari svæði Rússl.
--Engar upplýsingar eru um, hvernig gengur að ráða í þær sveitir. Það kvá eiga að mynda hugsanlega allt að 40 nýjar herdeildir með þeim hætti.

Samtímis, virðist sá fókus undir nokkurri gagnrýni innan Rússlands, þ.s. þessi aðferð virðist bitna mest á hópum er búa innan Rússlands; sem ekki eru ethnic-Rússar.
--Engin leið er að vita, hve útbreidd slík óánægja sé.

Manni gæti dottið í hug, að slíkt gæti skapað - spennu milli íbúa Rússlands.
Þar fyrir utan, virðist að slíkir málaliðar -- fái afar litla herþjálfun.
Mun minni en þá, er virðist að nýr Úkraínuher hafi fengið!
--Það ætti að auka líklegt mannfall slíkra. Er gæti aukið á líkur á spennu innan Rússl.

  • Manni grunar að illa þjálfaðir málaliðar, verði ekki - góður her.
    Ívið lakari m.ö.o. en ný-þjálfaður nýr Úkraínu-her.
  • Því gæti komið í ljós, að þeir gagnist síður, en vonast sé til af rússn. heryfirvöldum. Þó, rökrétt eiga slíkir betri séns, í varnar-stríði.

Hver veit, kannski sé það eftir allt saman, vísbending þess.
Að það stefni í það að fókus Rússl.-hers færist yfir á varnartaktík.

Tíminn mun leiða það allt fram!

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 127
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 846848

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 200
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 116

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband