Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Meirihluti breska þingsins tók rétta ákvörðun - að hafna breskri þátttöku í árás á Sýrland!

Þessi ákvörðun getur reynst vera ákaflega söguleg a.m.k. fyrir Bretland. Skv. fréttum fór atkvæðagreiðslan þannig að 285 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögu Camerons á móti 272 sem studdu hana. Þar af kusu 30 þingmenn Íhaldsflokksins gegn sínum eigin forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins í málinu. Þannig að atkvæðagreiðslan er ákaflega stórt áfall fyrir David Cameron.

En þ.s. merkilegast er líklega samt sem áður er, að Cameron hafði bakkað töluvert áður en til atkvæðagreiðslunnar kom, til að koma til móts við gagnrýni David Milliband leiðtoga Verkamannaflokksins. Þannig að tillagan var einungis samþykki á prinsippinu, um þátttöku Breta í aðgerð gegn Assad vegna meintra eða raunverulegra gasárásar af hálfu ríkisstjórnar hans. 

Hann var búinn að gefa það eftir, að önnur atkvæðagreiðsla mundi fara fram síðar, þ.s. hann samþykkti að aðgerðum yrði a.m.k. frestað þangað til að starfsmenn SÞ væru búnir að rannsaka vettvang gasárásinnar að fullu. 

  • Þannig að breska þingið hafnaði sjálfu prinsippinu um þátttöku Breta í aðgerðum gegn Sýrlandi vegna tiltekinnar meintrar eða raunverulegrar gasárásar stjórnvalda Sýrlands - spurning hvort það þíði að þingið hafni þátttöku Breta í aðgerðum gegn ríkisstjórn Sýrlands - yfirhöfuð.
  • Margir hafa risið upp, og benda á að Bretland geti verið að stefna að - einangrun.
  • Hið minnsta virðist ný staða komin upp, sú að Bretar treysta sér ekki lengur til að vera litli meðspilarinn, þegar Bandaríkin ákveða að beita sér - a.m.k. ekki í þetta sinn.
  • Á sama tíma, er François Hollande enn ákveðinn fyrir þrátt fyrir óvænt fráhvarf Breta.


Spurning hvort Bretland sé ekki einfaldlega að vakna upp við veruleikann!

En David Cameron hefur tekið mjög djúpan niðurskurð í hermálum. Dregið þar með úr getu breska hersins. Þetta kemur ofan á niðurskurð fyrri ára. Eins og einn Ameríkani komst að orði - "The (American) official remarked that if the prime minister wanted to indulge in sabre-rattling he should make sure he had his own sabre. “Hasn’t he just abolished your army?

Á sama tíma er herinn stríðsþreyttur. Liðið er á leið heim frá Afganistan. Þ.s. að sögn Financial Times mannfall Breta var heilt yfir meira en þegar Bretar tóku þátt í herförinni gegn Saddam, og báru ábyrgð á borginni Basra. Þangað til að þeir bökkuðu þaðan með hraði, eftir að borgarastríðið þar hófst.

Fjöldi herforingja hefur tjáð sig um stöðu hersins, og mælt eindregið gegn frekari þátttöku í hernaðarátökum.

  • Ekki síst þau ummæli ef til vill, gáfu þingmönnum Íhaldsflokksins sem kusu gegn eigin flokksleiðtoga og forsætisráðherra landsins, þá réttlætingu sem þeir töldu sig þurfa.

Bretland er skuldum vafið í ofanálag, efnahagur kannski ekki beint í kalda koli en a.m.k. í veiku ástandi. Ríkið í niðurskurðarferli sbr. m.a. djúpan niðurskurð á sviði hermála.

Bretland með öðrum orðum - virðist ekki í stakk búið fyrir enn ein átökin.

Þingið hafi með öðrum orðum - verið raunsærra en forsætisráðherrann og ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

  • Spurning þó hvort þetta þíði endalok - svokallaðs "special relationship" Bretl. og Bandar.?

Málið með vesturlönd vs. átökin í Sýrlandi, er að það er líklega í reynd vesturlöndum um megn að stilla til friðar!

Margir leggja fram þá spurningu, af hverju gera vesturlönd ekki e-h? Af hverju er blóðbaðið ekki stöðvað?

  1. Ef Vesturlönd ætla sér að gera alvöru tilraun, þá krefst sú tilraun innrásar í Sýrland, alveg sambærilega við innrásina í Írak þegar Saddam Hussain var steypt af stóli. Og sú innrás þarf örugglega a.m.k. svipaðan liðsafla þ.e. yfir 100þ.
  2. Einhvers staðar þarf liðið að safnast saman, rökréttast væri Tyrkland. En Jórdanía er einnig möguleiki ef Tyrkland hefur ekki áhuga á að heimila þann liðsafnað.
  3. Það er líklega enginn vafi á því að fjölmennur NATO her, getur fremur auðveldlega hrakið Assad frá helstu borgum og bægjum. En spurningin er síðan - - hvað svo?
  4. En þ.e. alls ekki óhugsandi, að lið Assads taki upp skæruhernað í staðinn, og muni áfram njóta stuðnings Írans og líbanska Hesbollah. Þannig að svipað ástand geti skapast og hefur verið til staðar í Afganistan. Þegar Talibanar gátu leitað skjóls í Pakistan, hvílt liðið - þjálfað menn, og ráðist fram að nýju. Með svipuðum hætti, má vel vera að Hesbollah veiti því sem þá verða skæruliðar Assads, skjól í Bekah dalnum í Lýbanon. Þ.s. Hesbolla ræður mestu lögum og lofum.
  5. En það er flr. sem flækir stöðuna. Í Sýrlandi er mjög öflugur skæruher sem kallast Jabhat al-Nusra lauslega áætlaður um 10þ. að stórum hluta súnní öfgamenn frá öðrum múslíma löndum, harður kjarni öfgafullra heimamanna virðist einnig vera til staðar. Sem hefur lýst hollustu við Al-Qaeda netið og hugmyndafræði Osama Bin Laden. Þessi samtök njóta stuðnings öfgamanna frá súnní múslíma löndunum í kring. Þennan hóp þarf þá einnig að kveða niður. Sá skæruher keppir við svokallaðan "Frjálsa Her Sýrlands" um það að vera öflugasti einstaki skæruherinn, í andstöðu við ríkisstjórn Assads.
  • Hættan blasir við, að við taki langvinnt skærustríð - - með NATO hermenn beint í því miðju.
  • Að auki, er hættan augljós á því að NATO neyðist til að berja á Hesbollah og skæruliðum Assads innan Lýbanon, þannig að stríð NATO víkki út til Lýbanons.
  • Barátta NATO liða við Al-Qaeda liða Jabhat al-Nusra að sama skapi, getur auðveldlega náð yfir landamærin til Íraks. En þau samtök njóta stuðnings Al-Qaeda liða þaðan, og það blasir við að al-Nusra muni notfæra sér möguleikann að leita skjóls handan landamæra, til að ráðast fram síðan innan landamæra Sýrlands.
  • Það getur meira en verið, að íraskir shítar muni einnig leita frá Írak. En þess gætir í dag að róttækir shítar frá Írak, séu þátttakendur í Sýrlandsstríðinu. Það gæti einnig verið til staðar skæruher shíta sem væri að flakka milli landamæra Íraks og Sýrlands. Þannig, að átökin muni einnig kalla á aðgerðir NATO innan landamæra Íraks.
  • Mitt í þessu verði þá Íran áfram, sem muni að umtalsverðum líkindum styðja við róttæka shíta frá Írak, og við hið líbanska Hesbollah, og skæruher Assads. 

Hættan á endalausu stríði - - er það sem ég er að tala um.

Að NATO lendi í sífellt dýpkandi mýri eða brekku í dýpra og dýpra díki. Og vaxandi manntjóni eða a.m.k. stöðugt viðvarandi manntjóni. 

Endurtekning Afganistan, nema að þetta stríð - - getur orðið ennþá stærra.

Augljós spennu-upphlöðun milli vesturlanda og Írans, gæti skapast eða væri ákaflega líkleg, sem er vel unnt að sjá að geti á endanum leitt til beins stríðs við Íran.

Þannig að á endanum væri þetta orðið að virkilegri stórstyrjöld.

----------------------------------

Punkturinn er sá - - að efnahagslega ráða vesturlönd ekki við stríð af þeirri stærðargráðu.

Sem getur af hlotist, eða er jafnvel - - líkleg útkoma.

Í núverandi efnahagsástandi og erfiðri skuldastöðu sem vesturlönd eru stödd í þessi misserin.

En ef þetta fer alla leið upp í styrjöld við Íran, er heimskreppa algerlega örugg.

  • Og þar með, lenda vesturlönd í djúpri efnahagskreppu á sama tíma, og svimandi hár stríðskostnaður sökkvir þeim enn hraðar í stöðugt dýpkandi skuldakreppu.
  1. Ég sé fyrir mér möguleikann á efnahagslegu "harakiri" vesturvelda.
  2. Þeim hnigni þá mjög hratt í kjölfarið efnahagslega og hernaðarlega, og áhrif þeirra í heimsmálum verði þaðan í frá ekki nema svipur hjá sjón. 
  • Ég bendi á að það er ekki sérdeilis sjaldgæft sögulega séð, að stórveldi yfirkeyri sig og hrynji síðan, vegna þess að stríðskostnaður reynist því offviða.
  • Svíþjóð t.d. í tengslum við Norðurlandastríðið mikla á fyrsta fjórðungi 18. aldar.
  • Bretlandi hnignaði mjög hratt eftir Seinna Stríð, en Bretland var mjög klyfjað af skuldum í stríðslok.
  • Kostnaður við vígbúnaðarkapphlaup og viðhald gríðarlegs hers, hafði örugglega mikið með það að gera að veldi Sovétríkjanna hrundi 1989 og síðan þau sjálf 1991.


Niðurstaða

Málið er að það virkilega er á hæsta máta óráðlegt fyrir vesturlönd að blanda sér í stríðið í Sýrlandi. Líkur séu miklar á því að við það færist stríðið út og verði - enn mannskæðara. Flóttamönnum fjölgi enn frekar. Heldur en að innrás NATO leiði til batnandi ástand og stöðugleika.

Fyrir vesturlönd væri hin efnahagslega áhætta einnig mjög veruleg, þ.e. að stríðskostnaður í samhengi við versnandi efnahagsástand - - sligi hagkerfi vesturlanda. Og leiði þau inn í ákaflega alvarlega kreppu og síðan - - hraða hnignun.

Sjálfs sín vegna - - verði vesturlönd að halda sér utan við þetta stríð.

--------------------------

Ákvörðun breska þingsins að fella tillögu sem gerði ráð fyrir því sem möguleika að Bretland mundi framkvæma árás hlið við hlið með Frökkum og Bandaríkjamönnum á Sýrland. Er ákaflega áhugaverður atburður.

En sá getur markað upphaf þess, að Bretland átti sig raunverulega loksins á því, að tími breska heimsveldisins virkilega er liðinn.

Bretland sætti sig loks við að vera einungis svokallað meðalstórt veldi, með einungis svæðisbundin áhrif.

 

Kv.


Mikill stuðningur við það að halda flugvellinum í Reykjavík!

Eins og frést hefur af er söfnun undirskrifta á Lending.is komin yfir 60 þúsund. Ég er einn af þeim Reykvíkingum sem alltaf hefur líkað það - að Reykjavík á sinn eigin flugvöll. Einmitt vel staðsettur nærri hjarta borgarinnar.

62 þúsund er ca. 26% kjósenda miðað við fjölda á kjörskrá 2013.

Ef ca. 55% eru af höfuðborgarsvæðinu, þá miðað við fjölda í Rvk. Norður og Suður, ásamt Kraganum 2009 við sveitastjórnarkosningar: 145716 2009.

Þá væru það ca. 23% kjósenda höfuðborgarsvæðis, sem hafa skrifað undir söfnunina.

Sjá: Kjördæmi Íslands

Þessa mynd má einnig sjá á Wikipedia: Höfuðborgarsvæðið-kort.png

File:Höfuðborgarsvæðið-kort.png

En það gefur mun fyllri mynd af því hve vel staðsettur flugvöllurinn er, ef menn skoða kort af öllu höfuðborgarsvæðinu.

Hann er mjög nærri því að vera akkúrat í miðju byggðarinnar - ef við miðum við svæðið allt sem kallast höfuðborgarsvæðið.

  • Málið er að ég tel þéttingu byggðar vel leysanlega, án þess að afnema völlinn þaðan þ.s. hann er, en ef kortið er skoðað. Sést ákaflega vel að víða eru auð svæði milli byggðakjarnanna.
  • Sem mynda höfuðborgarsvæðið.
  • Ef menn geta fengið af sér að minnka fólkvanginn sem hefst við Vífilsstaðaspítala. Þá er þar meðfram þjóðbrautinni svæði sem myndu vera mjög hagkvæmt staðsett miðað við samgöngur. En þétting byggðar meðfram línunni mörkuð af Breiðholtsbraut svo áfram - virðist ákaflega hagkvæm, séð frá sjónarhóli heildarmyndarinnar.
  • Heilmikið land er laust á Álftanesi, en hugsa má sér brú yfir voginn frá Rvk. t.d. ca. frá Skerjafjarðarbyggðinni. Og síðan áfram brú yfir til Grafarvogshverfis hinum megin á nesinu. Þá er komin greið samgönguleið, og Álftanes mundi fúnkera eins og hverfi innan borgarinnar, mun nær t.d. miðborg en Breiðholt.
  • Með brú yfir til Grafarvogs, væri það hverfi samgöngulega mun nær miðborginni. Og land sem enn er vannýtt á því svæði einnig.

Það er kannski hinn eiginlegi vandi - - skortur á samræmdu skipulagi á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavík er að skipuleggja sig, einungis frá sjónarmiði Skipulags Reykjavíkur, og síðan gerir hvert sveitafélag það sama að skipuleggja sig í einangrun.

 

Ég held að Reykjavík eigi að skoða tækifærin fyrir borgina af flugvellinum!

Það er ekki það eina að völlurinn er mikilvægur fyrir landið allt. Hann er mikilvæg samgöngumiðstöð einnig fyrir ferðamennsku - - sem Reykjavík einmitt vill efla sem mest.

En eitt enn er hvernig tilvist vallarins getur rímað við hugmyndir um uppbyggingu hátækni-iðnaðar í borginni. En í þeim greinum er oft litið á þ.s. mjög mikilvægt að hafa greiðan aðgang að samgöngumiðstöðvum, en skv. hugmyndum um "just in time delivery" - - er varningur fluttur helst samdægurs og með sem skjótustum hætti til kaupenda.

Það má vel ímynda sér að þróa Rvk.-völl sem útflutningsleið fyrir hátæknifyrirtæki sem framleiða dýran varning beint til útflutnings, með sem mestum hraða.

Það væru þá litlar þotur sem draga samt yfir hafið t.d. 737. Völlurinn þegar þjónar sem varavöllur fyrir Kefló. Svo þotur geta vel lent á Rvk.-velli.

 

Ef völlurinn fer - - þá augljóst er einungis um það að ræða að nota Kefló! En Ísland hefur ekki efni á nýjum flugvelli!

Þá tel ég að rétt væri að reisa nýtt sjúkrahús nærri Kefló. Ætlað að þjóna landsbyggðinni. Hugmyndir um spítala á höfuðborgarsvæðinu væru þá smættaðar niður skv. því. Þá væru spítalar höfuðborgarinnar ekki lengur að þjóna landinu utan við borgina.

Varðandi utanlandsflug, þá verður Rvk.-völlur ekki lengur varavöllur. Heldur eingöngu völlurinn v. Húsavík. Það líklega þíðir að ívið meir þarf að hafa af eldsneyti um borð. Sem a.m.k. að einhverju leiti hækkar fargjöld í ferðum til og frá landinu með flugi.

Spurning hvað gerist með innanlandsflugið, en nokkuð meira umstang er fyrir höfuðborgarbúa að aka til Kefló heldur en að aka að núverandi Rvk-velli. Það getur þítt að færri Reykvíkingar noti þann fararmáta.

Svo kannski er það rétt, að innanlandsflugi myndi hnigna verulega.

 

Niðurstaða

Ég er ekki á því að brýn þörf sé fyrir Reykjavík að losna við flugvöllinn. En tal um þéttingu byggðar. Virðist eingöngu miðast við Skipulag Reykjavíkur í einangrun, þegar sagt er að Rvk. verði að fá þetta land fyrir nýja byggð.  Það virðist hafa skapast nokkur þráhyggja meðal Rvk. miðaðs skipulags, um meinta þörf fyrir brotthvarf Reykjavíkur flugvallar. En það virðist augljóst af skoðun á heildarmynd höfuðborgarsvæðisins, að nóg er af byggingarlandi innan marka byggðarinnar sem heildar. Án þess að afnema völlinn. Völlurinn geti aftur á móti verið ákaflega gagnlegur fyrir höfuðborgarsvæðið sem heild, enda eins og sést af mynd að ofan ákaflega miðlægur. Þannig að starfsemi nærri því hvar sem er innan byggðarinnar, mundi geta hagnýtt sér völlinn. Það er, ef mönnum er alvara með uppbyggingu hátækni-iðnaðar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Kv.


Eldflaugaárás á Sýrland væri sennilega fyrst og fremst pólitísk aðgerð!

Eins og kemur fram í heims fjölmiðlum, virðist stefna hraðbyri í hernaðarárás Bretland - Frakklands og Bandaríkjanna á Sýrland. Líkur yfirgnæfandi að það verði árás gerð úr lofti. Líklega með stýriflaugum.

Bretar hafa lagt tillögu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Sýrlandi á grundvelli Kafla 7 Stofnsáttmála SÞ. Þetta er áhugavert en Kafli 7 sbr. "CHAPTER VII: ACTION WITH RESPECT TO THREATS TO THE PEACE, BREACHES OF THE PEACE, AND ACTS OF AGGRESSION" var notaður sem réttlæting stríðsins í S-Kóreu sem hófst 1949. En þ.e. í eina skiptið sem meiriháttar stríð hefur verið rekið í nafni SÞ. En fulltrúar Kina og Sovétríkjanna höfðu gengið út af fundi - þegar ályktun um aðgerðir gegn innrás N-Kóreu var rædd.

Ólíklegt virðist þó að útkoman verði önnur en sú, að Kína og Rússland beiti neitunarvaldi. Gegn tillögu Breta.

Af hverju segi ég - pólitísk aðgerð?

Aðgerðin virðist eiga að vera ákaflega takmörkuð, talað um 48-72 klst. Eða 2 - 3 daga.

Þ.e. ekki stefnt að því að skipta um ríkisstjórn.

Heldur virðist aðgerðin "punitive" þ.e. - ætlað að refsa Sýrlandsstjórn.

Barack Obama marshals his forces for war of non-intervention in Syria

Concerns mount over risks of triggering deeper conflict

The Cable segir að sannanir séu fyrir sekt Sýrlands: Intercepted Calls Prove Syrian Army Used Nerve Gas, U.S. Spies Say

Sbr. "Last Wednesday, in the hours after a horrific chemical attack east of Damascus, an official at the Syrian Ministry of Defense exchanged panicked phone calls with a leader of a chemical weapons unit, demanding answers for a nerve agent strike that killed more than 1,000 people. Those conversations were overheard by U.S. intelligence services, The Cable has learned. And that is the major reason why American officials now say they're certain that the attacks were the work of the Bashar al-Assad regime -- and why the U.S. military is likely to attack that regime in a matter of days"

Skv. þessu hljómar þetta eins og samskiptaleysi milli vinstri og hægri handarinnar, með öðrum orðum - - mistök. Þó ekki sé klárt hver akkúrat gerði mistök.

Það getur verið að hershöfðingi - hafi framkv. aðgerð án heimildar.

Það getur verið, að stjv. hafi verið búin að gefa almenna heimild til beitingar efnavopna við tiltekin skilyrði skv. mati hershöfðingja "in the field" en gleymst að gefa út aðvörun, um að tímabundið afnema þá heimild meðan aðilar á vegum SÞ voru í skoðunarferð í landinu.

Can military action be legally justified?

  1. Þannig séð - með það í huga að þetta séu líklega mistök! Og ekkert endilega vísbending þess að Sýrlandsstjórn sé að hefja - einhverja hrinu af efnavopnaárásum. 
  2. Að auki má beina þeirri spurningu að, af hverju vesturveldin bregðast ekki við fyrr - þegar a.m.k. 70-80þ. sýrlenskir borgarar eru áður fallnir, yfir milljón börn flúin úr landi - a.m.k. 3 í allt?
  • En einn fræðilegur grundvöllur árásar - - er svipaður þeim sem notaður var þegar Muammar Gaddhafi var steypt, vesturveldin aðstoðuðu uppreisnarmenn.
  • Að vernda þurfi almenna borgara.

En þ.e. þegar búið að drepa töluvert mikið af einmitt almennum borgurum, og það í háu margfeldi miðað við þá sem fórust í gasárásinni. Og þeir munu áfram farast eftir því sem stríðið heldur áfram.

Mér virðist því ekki sá grundvöllur - - halda vatni.

En hvað með fælingarmátt aðgerðarinnar? Að refsa Sýrlandsstjórn, og þannig fæla hana frá því að beita efnavopnum gegn sýrlenskum borgurum í framtíðinni.

Tja, einn ágætur breskur flotaforingi á eftirlaunum komst þannig að orði:

"Admiral Lord West, the former head of Britain’s Royal Navy, played a leading role during the Nato operation against Serbia in 1999. “A two-day bombardment of Syria will make Assad’s eyes water but it won’t achieve much,” he says. “It took 78 days of bombing Serbia before we moved the Milosevic regime out of Kosovo. Even then, people forget that we only succeeded because the US and UK were threatening a land invasion.”"

Akkúrat - - slík aðgerð, sem líklega mun beinast fyrst og fremst gagnvart hernaðarmannvirkjum innan Sýrlands.

En bent er á í grein, að sennilega komi ekki til greina að ráðast á efnavopnabirgðir eða efnaverksmiðjur, vegna hættu á að skapa - hættulegt gasský. Sem gæti drepið miklu mun fleiri en nýleg efnavopnaárás.

Áhrif aðgerðarinnar séu líkleg að vera - - vart mælanleg á gang stríðsins.

Þannig að hugmyndin um fælingu - - haldi ekki heldur vatni.

-----------------------------------

  1. Þar sem aðgerðin, er ekki til þess að skipta um ríkisstjórn.
  2. Hún mun líklega nær engin áhrif hafa á gang stríðsins.
  3. Mun ekki vernda sýrlenska borgara, sem munu áfram falla stöðugt í yfirstandandi átökum.
  4. Og ólíklegt að hafa nokkur hin minnstu fælandi áhrif á Assad. Þvert á móti, gæti hún meira að segja sannfært Assad um það -- að beiting efnavopna hafi engar alvarlegar afleiðingar.

Lord West - “What if our bluff is called and Assad uses chemical weapons again? What if we hit innocent civilians or, more likely, Russian technicians assisting the Syrian army? What is the ‘branch’ or follow-up plan if our aim is not achieved first time round? What if the regime and its backers retaliate by launching scud missiles at the UK sovereign base in Cyprus? I doubt whether people have really thought through how we will respond then.”

Það virðist fyrst og fremst vera einhver pólitísk paník í gangi!

Árás er ekki neitt sérstaklega rökrétt - - þegar málið er íhugað.

Að refsa Assad, virðist vera pólitískt markmið - frekar en hernaðarlegt.

Spurning hvort þetta sé í reynd ótti vesturveldanna - - við það að verða "irrelevant?"

Þau séu að sýna, að þau enn - geti!

En svona veik viðbrögð, augljóst viljaskortur til að gera meira - - er þvert á móti sýning á veikleika.

Og Kínverjar og Rússar, ásamt Assad og Íran. Munu skilja þau skilaboð ákaflega vel.

Niðurstaða

Akkúrat. Meginstilgangur árásar sé líklega til að mæta pólitískum markmiðum ríkisstjórna Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna -- einkum gagnvart aðilum á heimavelli. Kannski smá sýning á mátt og megin þeirra landa. En mér virðist að slík sýning, sanni fyrst og fremst - veikleika vesturveldanna.

Sem hefur farið vaxandi í þeirri efnahagskreppu sem er í gangi á Vesturlöndum í dag.

Síðan gæti Assad komið með áhugaverðan "spoiler" ef hann vildi?

  1. Að handtaka með nokkru "fanfare" þann hershöfðingja sem réð á því svæði sem efnavopnaárás átti sér stað.
  2. Lýsa yfir því, að hann væri handtekinn vegna þeirrar árásar, hann væri ábyrgur.
  3. Að auki því, að til standi að rétta yfir honum.
  4. Réttarhöld fari fram fljótlega.

Þetta gæti flækt verulega þá pólitísku leiksýningu sem er í gangi á vegum bandar., breskra og franskra stjórnvalda.

Herforingi gæti síðan verið náðaður nokkrum árum síðar, og settur á eftirlaun með góðum fríðindum. Eftir að málið væri gleymt af fjölmiðlum.

Kv.


Ótti um indverska efnahagskrísu!

Margir vilja bera saman atburðarás sem nú er að gerast, þ.e. lækkun nokkurra mikilvægra gjaldmiðla í svokölluðum ný-iðnvæddum ríkjum, við upphaf Asíukrísunnar um miðjan 10. áratuginn. En mér skilst af erlendum hagfræðingum að "trigger" atburður hafi einmitt verið, þegar Seðlabanki Bandar. hóf að herða peningastefnu. Sem einmitt er að gerast í dag.

Wall Street Journal var með áhugaverða mynd!

image

Hún sýnir áhugaverðan mun á "emergent Asis vs. emergent Europe" þ.e. að A-Evrópa er aðeins að njóta aukins áhuga fjárfesta, sem WSJ túlkar sem að A-Evr. sé "haven in a storm."

Emerging Europe Is a Haven in Selloff

 

Indland vekur þó mesta athygli! Enda dramatískasta þróunin þar!

Takið eftir þróun rúpíunnar vs. dollar sl. 6 mánuði!

Mér sýnist lauslega að gengisfallið sé að nálgast 18% sl. 6 mánuði.

Sem er töluvert fyrir gjaldmiðil þjóðfélags upp á rúmlega milljarð manns.

En óttinn virðist stafa af þeirri stöðu að Indland virðist hafa stóran viðskiptahalla eða um um 5% af þjóðarframleiðslu, sem verður að teljast töluvert.

Á sama tíma og hægt hefur á hagvexti, en það sennilega magnar upp óttann við viðskiptahallann. Þó sá virðist töluverður á vestrænan mælikvarða eða um 5%.

Þannig séð ætti gengisfallið að laga viðskiptahallann, en á hinn bóginn - - sverfur þá í staðinn að launafólki, og þ.s. skammt er í kosningar - - vill ríkisstjórnin líklega í lengstu lög.

Að sú lífskjaraskerðing komi ekki fyrr en eftir kosningar, sem getur skýrt neyðaraðgerðir ætlaðar að stemma stigu við innflutningi ýmissa munaðarvara, með því að leggja á þær viðbótar gjöld.

Það virðist sem að gengisfall dagsins eða um 2,9% sem telst met á einum degi, hafi komið til vegna þess að ríkisstjórnin - samþykkti að auka niðurgreiðslur á verðlagi hrísgrjóna. Sem fátækir eru mjög háðir.

Greinilega ætlað að stemma stigu við skerðingu kjara þess hóps a.m.k. fram að kosningum, en á móti - eykur hallarekstur ríkisins og skv. frétt Reuters hafi þetta magnað ótta aðila á markaði.

Rupee hits life low below 66, posts biggest fall in 18 years

Ég hef séð umfjallanir um hugsanlega alvarlega skuldastöðu fj. indverskra fyrirtækja, sem hafi tekið risalán - gjarnan í erlendum gjaldeyri til að fjármagna fjárfestingar.

Það gætu því orðið nokkur risagjaldþrot, ef núverandi óróleiki leiðir til kreppu á Indlandi.

India’s reserves squeezed as investors shun rupee assets

Þessi grein úr FT bendir á, að þó svo að Indland eigi nú gjaldeyri fyrir 7 mánaða innflutningi, en viðskiptahallinn valdi verulegu nettó fjárstreymi úr landi.

Og það minnki sjóðinn stöðugt - auk þess að töluvert digrar afborganir erlendra lána detti inn næstu mánuði.

Með öðrum orðum, ef þetta ástand heldur áfram - - sé ekki loku fyrir skotið að Indland lendi aftur eins og á 10. áratugnum, í því að þurfa neyðarlán frá AGS.

"Palaniappan Chidambaram, finance minister, has sought to reassure investors not only that India will cut the current account deficit, from $88bn or 4.8 per cent of GDP in the last fiscal year to $70bn this year, but will also be able to finance the gap with the help of billions of dollars of foreign currency debt issues from state oil companies and financial groups."

Fljótt á litið virðist a.m.k. ástandið ekki vera vonlaust.

En það geti orðið töluverð barátta að halda sjó meðan "US Federal Reserve" herðir peningastefnuna.

En það virðist hafa verulega áhrif á flæði fjármagns milli svokallaðra "emergent markets/currencies" og markaða í svokölluðum þróuðum löndum.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að hert peningastefna í Bandaríkjunum, mun valda eins dramatískri atburðarás og á fyrri hl. 10. áratugarins. En þ.e. ekki bara að þá skall á Asíukreppan fræga. Heldur er áhugavert að rifja upp. Að tími ofurdollarsins sem síðan stóð yfir seinni hl. 10. áratugarins meðan vextir í Bandar. voru háir. Hafði miklar afleiðingar fyrir Argentínu sem þá var með gjaldmiðil sinn geirnegldan við dollarinn í gegnum svokallað "currency bord" - - niðurstaða gjaldþrot þess lands árið 2000.

En meðan "US Federal Reserve" hefur verið að prenta af miklum móð, allra síðustu ár. Hafa gjaldmiðlar "emergent economies" hækkað í verði gagnvart vestrænum gjaldmiðlum ekki bara dollar, og verð á mörkuðum í sömu löndum hafa einnig stigið. Líklega vegna flæðis dollara þangað.

Síðan virðist að þeir flæði til baka nú til Bandar. þegar peningastefnan er hert, sem skilar því að gjaldmiðlarnir lækka til baka og verðin á mörkuðum sömu landa lækka aftur.

Leiðrétting þannig séð - - en þegar slík lækkun á sér stað.

Getur reynt á - - en markaðir stundum yfir leiðrétta, síðan ef fyrirtæki hafa skuldsett sig of mikið þegar erlent lánsfé var mjög ódýrt meðan fjármagn streymdi inn, þá gæti lækkun hagvaxtar líkleg að eiga sér stað í slíkri atburðarás ofan í líklega lækkun virðis bréfa sömu fyrirtækja; leitt til hræðslukasts á mörkuðum um stöðu slíkra skuldugra fyrirtækja.

Nokkur risagjaldþrot gætu alveg hrundið af stað efnahagskreppu t.d. á Indlandi, kreppa þar gæti startað dóminóinu innan Asíu. 

Það þarf ekki að fara ílla, en getur gert það.

Asíukreppa væri óþægilega tímasett - ef hún gerist innan segjum næstu tveggja missera, en vesturlönd eru enn stödd í viðkvæmri efnahagslegri stöðu.

Asíukreppa gæti endurræst heimskreppuna!

 

Kv.


Angela Merkel varar við skuldaniðurfærslu Grikklands!

Það er reyndar önnur áberandi frétt í gangi, en Yannis Stournaras fjármálaráðherra Grikklands tjáði heimsfjölmiðlum að Grikkland þurfi að fá 10ma.€ aðstoð til að ná endum saman. Hann fór mjög fínt í orðalagið sbr:

“We are not talking about a new bailout but an economic support package without new (austerity) terms. Until 2016 the targets – our obligations – have been set and other measures or targets cannot be required.”

Hann afneitar orðinu "björgun" talar um efnahagslegan stuðningspakka - og hafnar fyrirfram frekari niðurskurðarkröfum, segir skilyrðin liggja fyrir og að frekari komi ekki til greina.

Það hefur reyndar legið fyrir um nokkurn tíma að Grikkland þarf frekari fjármögnun, eða a.m.k. síðan snemma í vor á þessu ári.

En einhvern veginn hefur verið farið með þá staðreynd eins og mannsmorð, eins og að þagnarbindindi hafi verið í gangi: Greek finance minister sees need for €10bn fresh support

 

En það sem mér finnst áhugaverðara er afstaða Merkelar!

En jafnvel þó að Grikkland fái með einhverjum hætti 10ma.€ sem enginn veit á þessari stundu hvernig verða útvegaðir - - en ljóst virðist að sú hugmynd að nota fé frá stuðningssjóðum ESB gengur ekki upp.

Á sama tíma er ekki áhugi á að lána Grikklandi meira fé - - þá eru menn komnir að þeim punkti.

Að vera gefa Grikklandi fé án skilyrða - - en ég get ekki skilið orð Stournaras öðruvísi, en að hann heimti að þetta verði hrein peningagjöf og án nokkurra skilyrða.

Merkel Leaves Door Open to Greek Debt Cut

Túlkun blaðamanna Spegilsins þýska er sérdeilis áhugaverð sbr. orð Merkelar: 

"I would explicitly warn against a debt cut,"

Sjá túlkun blaðamanns - "That's just a warning, and it falls far short of the categoric statement made by Finance Minister Wolfgang Schäuble on Sunday when he said that the euro-zone finance ministers had vowed that the first debt cut for Greece was a "total one-off, never again.""

Blaðamanni finnst orðalag Merkelar ekki það ótvírætt - - að hans túlkun er að Merkel sé búin í reynd að opna litla glufu fyrir möguleikann á - niðurskurði skulda Grikklands.

Ég skal ekki segja - - en sjálfsagt hafa Blaðamenn og rýnar Spegilsins mun meiri reynslu af því, að túlka Angelu Merkel en ég!

En andstaðan við niðurskurð skulda Grikklands virðist útbreidd meðal pólit. stéttarinnar.

Jörg Asmussen sem situr fyrir hönd Þýskalands í stjórn Seðlabanka Evrópu - - var ekki skemmt yfir umræðu af slíku tagi - "Repeated talk of a debt cut isn't helpful," - "It distracts attention from what needs to be done under the current program for budget consolidatuon and more growth."

LOL - - einmitt!.

Eins og það skipti engu máli, hve augljóst er að skuldir Grikklands eru gersamlega ósjálfbærar.

Sem að sjálfsögðu hefur slæm áhrif á möguleikann á hagvexti, þ.s. sú staða fælir frá hugsanlega fjárfesta.

"The Greek government expects the debt level to amount to 173 percent of annual GDP by the end of 2013 -- about just as high as before the country's first debt cut. "

Takið eftir að þrátt fyrir að einkaaðilar hafi verið neyddir til þess að afskrifa allt að 70% af andvirði eignar sinnar í ríkisbréfum Grikklands - fyrir tæpum tveim árum.

Er Grikkland nánast komið skuldalega séð í sömu stöðu aftur - ef miðað er við hlutfall af þjóðarframleiðslu.

  1. "A face-saving compromise for Greece could involve prolonging the duration of the loans to Greece,
  2. or reducing interest payments or
  3. even scrapping interest payments if certain conditions are met.
  • That would avoid a formal debt cut, and it would enable Greece's creditors to keep up their pressure on Athens to keep on reforming."
  • "Stournaras, the Greek finance minister, raised this possibility in an interview with German business daily Handelsblatt. The message would be: The money for Greece isn't gone. The Germans just won't be getting it back for the time being."

Þetta verður sennilega lausnin hugmynd Stournaras, að aðildarlöndin gefi alfarið eftir - - vaxtagreiðslur.

Þó það sé í reynd "afskrift" þá sé höfuðstóllinn ekki lækkaður í slíkri sviðsmynd.

Og menn geta hártogað það - - að ekki sé verið að gefa eftir peninga skattgreiðenda.

 

Niðurstaða

Það virðist einmitt málið - - að 2-skuldaafskrift Grikklands blasir við. Ég man eftir því að fyrir 3-árum spáði erlendur fjármálamaður því að Grikkland mundi ganga í gegnum 3-afskriftir áður en yfir lyki. Man ekki hver það var - bara að hann spáði þessu. 

Hún verður líklega ekki kölluð "afskrift" og einnig líklega í samræmi við orð Yannis Stournaras verður 3. eða 4. björgun Grikklands, ekki nefnd því nafni. Heldur bara - stuðningsprógramm.

En það virðist ákaflega mikilvægt af hálfu pólitíkusanna - - að láta ekki standa sig af því að hafa svikið yfirlýsinguna sem gefin var fyrir um 2-árum síðan. Er Grikkland fékk skulda-afskrift. 

En þau orð voru "aldrei aftur" og einnig "að vandi Grikklands væri einstakur og ekki að óttast að fleiri lönd hafi þörf fyrir slíka aðstoð."

Jens Weidmann - “Debt relief that results in us being in the same situation in five years time would be counterproductive and would send the wrong signal to countries with (aid) programmes,”

Yfirmaður Bundesbank sagði það ekki algerlega skýrt, en óttinn virðist við einhverskonar "dómínó" áhrif, ef í annað sinn verði samþykkt að skera af skuldum Grikklands.

En það eru flr. lönd í skuldavandræðum, sérstaklega er Portúgal að leita eftir því að komið sé á móts við erfiða stöðu landsins, og Írland hefur verið með kröfur einnig.

 

Kv.


Springur ríkisstjórn Ítalíu út af Berlusconi?

Eins og flestir vita hefur Berlusconi verið dæmdur sekur fyrir spillingu af ítölskum dómstól. En ennþá nýtur hann friðhelgi sem þingmaður. Fyrirhuguð er atkvæðagreiðsla á ítalska þinginu um vantraust á Berlusconi sem þingmann - þ.s. til stendur að vísa honum af þingi og þar með svipta hann þinghelgi. Svo að dómurinn yfir honum geti fengið fullnustu.

Berlusconi's party says his removal from parliament is 'unthinkable'

Italy’s PDL closes ranks around Silvio Berlusconi

 

Þingmenn flokks Berslusconi ætla að verja sinn foringja!

  • Angelino Alfano, deputy prime minister in Mr Letta’s government as well as secretary of the PDL (People of Liberty party) - "(Berlusconi's) removal from the office of senator is unthinkable and constitutionally unacceptable,"
  • "Angelino Alfano, secretary of Berlusconi's People of Freedom (PDL) warned Prime Minister Enrico Letta this week that the party could bring down the government if the center-left Democratic Party (PD) voted to throw Berlusconi out..."
  • "Mr Letta, who was on a short state visit to Afghanistan over the weekend, said that “threats and ultimatums are not acceptable”
  • "Mr Letta’s Democratic party has said it is “unmovable” in its intention to vote Mr Berlusconi out of the upper house of Italy’s parliament."
  • "“We hope that the PDL finds a way of separating judicial events from the activities of the government, which is working for the good of the country,” said Davide Zoggia from the Democrats."

Síðan er deila um skatt, sem Berlusconi hefur heimtað að sé aflagður - - "Mr Letta’s centre-left has said it would only modify the way it is applied to reduce the impact on lower income households."

En mér virðist það mál geta verið umsemjanlegt, er líklega er atkvæðagreiðslan um Berlusconi "Casus belly" fyrir flokk Berlusconi.

En hann virðist svo gersamlega drottnandi yfir þeim flokki, að eini hugsanlegi foringinn sem kemur til greina, virðist vera dóttir Berlusconi.

  • Það er þó eitt í þessu, að þó svo að flokkur Berlusconi greiði atkvæði gegn brottvísun hans, þá getur verið að samt sé tilskilinn meirihluti fyrir því að vísa honum út af þingi.
  • Því líklega greiða þingmenn 5 Stjörnu Hreyfingar Beppe Grillo atkvæði með brottvísun hans.

En þingmenn Berlusconi geta ákveðið að fella stjórnina - - þá verður það vart meira en, refsing.

Spurning hvort þeir fella hana eða ekki?

 

Niðurstaða

Ég þori engu um það að spá. En ef það verða nýjar þingkosningar á Ítalíu. Er engin leið að spá fyrir hvernig atkvæði munu falla. En það þarf þó að hafa í huga, að varasamt getur verið að beita hótunum ef menn standa ekki við þær. Þingmenn og ráðherrar flokks Berlusconi gætu átt það á hættu, að missa tiltrú ef þeir hóta að fella stjórnina - - og gera það svo ekki er á reynir.

Karlinn hefur sennilega engu að tapa, ef hann sér fram á að fara sjálfur hvort sem er í pólit. útlegð, og gæti verið til í að láta þá stjórnina falla með sér - ef þ.e. niðurstaðan að ráðherrar og þingmenn hinna stjórnarflokkanna velja að vísa honum af þingi.

Nýjar kosningar geta hugsanlega aukið óvissu og spennu á evrusvæði.

Beppe Grillo sjálfur segir - - “The coalition government has only prolonged the agony of the country . . . It is now evident that it was the artificial result of a majority that did not exist after the last round of elections,...”

Spurning hvað 5 Stjörnu-hreyfingin gerir í þeim kosningum ef kosið verður í vetur.

 

Kv.


Kannski gera Bandaríkin stýriflaugaárás á Sýrland!

En það hafa borist fregnir af aukinni herskipaumferð á vegum Bandar. við strönd Sýrlands, hingað til hefur það virst augljóst að stjórn Obama hefur ekki áhuga á beinni þátttöku Bandar. hers í Sýrlandsstríði og ekki fyrir löngu síðan kom það einnig skýrt fram hjá æðsta hershöfðingja Bandaríkjahers "joint chief of staff" að stríðsþátttaka væri óskynsamleg skv. greiningu Pentagon.

Obama hefur haft sterka tilhneigingu til að beita ómönnuðum árásum á skotmörk sbr. róbótískar herflugvélar, sem beitt er í stórauknum mæli af hans stjórn til að gera árásir á meinta eða raunverulega hryðjuverkahópa víða um heim.

Nú eftir mjög nýlega gasárás sem flestir telja að hafi verið framkvæmd af stjórnarher Sýrlands, er Obama undir miklu ámæli á Bandaríkjaþingi og víðar m.a. frá frönskum stjv. og þeim bresku.

Krafan er að e-h sé gert, og miðað við augljósan tregðu Obama við það að fara í stríð, þá virðist mér blasa við að Obama mun beita því sem skapar minnsta áhættu fyrir Bandaríkin sjálf.

  • Stýriflaugar eru einmitt þannig að þeim má m.a. skjóta af skipum sem liggja nægilega nærri strönd þess lands sem árás er gerð á, en sumar þeirra draga nokkur hundruð km.
  • Ofansjávarskip eru búin slíkum skotpöllum en einnig kafbátar.
  • Auðvitað geta flugvélar að auki einnig borið þær.

 
Mig grunar að stýriflaugaárás sé fyrirhuguð!

US moves warships closer to Syria

Obama weighs possible military response after Syria chemical attack

Líkleg skotmörk eru þá efna-verksmiðjur í Sýrlandi sem grunaðar eru um að vera notaðar til að framleiða efnavopn.

Að auki er hugsanlegt að gerðar verði árásir á flugvelli þ.e. herflugvelli, og einhverjar herstöðvar sem grunur er um að hýsi efnavopnabirgðir.

En þær eru einmitt í anda hernaðarlistar Obama að beita ómönnuðum róbotískum tækjum.

Þá friðþægir Obama líklega andstæðinga sína á Bandar.þingi - - gerir eitthvað.

En um leið lætur vera að mæta þeirra ýtrustu kröfum þ.e. um svokallað "safe zone" og "no fly zone."

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að sjá hvort grunur minn reynist á rökum reistur. En Obama kom sér sjálfur í vissa snöru, er hann áður gaf yfirlýsingu um það fyrir rúmu ári - - að ef stjórnvöld Sýrlands beita efnavopnum. Þá sé það rautt strik - - sem krefjist aðgerða af hans hálfu.

Svo eina ferðina enn, gerir hann þá það minnsta sem hann kemst upp með - - þrátt fyrir einbeittan vilja meirihluta Repúblikana í annarri þingdeildinni um að koma Bandar. inn í það stríð.

Og þ.s. áhugavert er, þrýsting ríkisstjórna Frakklands og Bandar. um það sama.

 

Kv.


Hin endalausu vandræði Argentínu!

Rakst á þessa frétt á vef Financial Times: Argentina loses appeal of ruling forcing it to pay bondholders. En alla leið síðan í Argentína varð gjaldþrota kringum árið 2000, hefur Argentína staðið í deilum við sína kröfuhafa. Og margvíslegt vesen hefur fylgt þessu - - t.d. hafa kröfuhafar elt eignir argentínska ríkisins á röndum, sbr. fyrir nokkrum árum var skólaskip argentínska flotans haldið föstu í erlendri höfn er það var í kurteisisheimsókn og ég þekki ekki hvað varð um það skip fyrir rest, þetta hefur einnig komið fyrir ef argentínsk varðskip eitt eða tvö skipti sem hafa komið við í erlendum höfnum.

Ég held að eftir þetta hafi alfarið tekið fyrir siglingar skipa í eigu argentínska ríkisins út fyrir landsteina, nema til að heimsækja tiltekin lönd - eins og Venesúela eða Kúbu, þ.s. stjórnir hafa setið að völdum sem hafa þ.s. stefnu að hundsa slíkar beiðnir.

 

Hver eru vandræðin akkúrat?

Þröngur hópur kröfuhafa hefur neitað að taka sátt sem argentínska ríkisins náði við meirihluta kröfuhafa fyrir nokkrum árum - þetta er svokallað "voluntary agreement" og var gerður undir umsjá réttarkerfis New York borgar. Sem skírir af hverju kröfuhafar sem neita að taka sátt, hafa verið að sækja mál sín gegn argentínska ríkinu þar.

Slíkar "voluntary" sættir hafa byggst á þeirri hugmynd, að ef tilskilinn meirihluti kröfuhafa næst fram - - sem samþykkir sátt um greiðslur skulda, sá tilskildi meirihluti einmitt náðist fram.

Þá sé það ekki réttur annarra kröfuhafa að krefjast meira!

Þeir séu bundnir af meirihlutanum, þó þeir séu ósáttir.

En þröngur hópur kröfuhafa fyrir rúmu ári, náði fram dómsniðurstöðu í New York, þ.s. dómari úrskurðaði að Argentína ætti að greiða þeim sem neituðu að taka sátt þeirri sem meirihluti samþykkti - - í samræmi við þeirra kröfu á argentínska ríkið að fullu.

Með öðrum orðum, úrskurðaði að þeir fái sitt greitt upp í topp.

  • Skv. úrskurði áfrýjunarréttar í New York, kemur fram í frétt - - tapaði argentínska ríkið málinu, og fyrri úrskurður undirréttar er staðfestur.
  • En þ.s. málinu hefur verið vísað til Hæstaréttar Bandaríkjanna, þá er dómurinn ekki framkvæmdur - - heldur býður fullnusta útkomu æðsta dómsstigs Bandaríkjanna.

 

Þetta er í reynd ákaflega mikilvægt mál!

Málið er að ef þeir kröfuhafar sbr. "holdouts" sem neituðu sátt, fá sitt fram fyrir rest - að það verði að greiða þeim þeirra kröfu 100%. Með vöxtum og öllu.

Þá er búið alfarið að eyðileggja þessa aðferð, þ.e. "voluntary dept agreement" leiðina.

Og það getur skipt töluverðu máli fyrir framtíðina, því ef við horfum á heiminn í kring - - þá er afskaplega mikið af þjóðum þarna úti. Sem skulda hættulega mikið.

En engin sátt getur gengið upp, ef minnihlutinn getur alltaf neitað og þvingað sitt fram.

Þess vegna hefur Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, aðstoðað Argentínu í þessu máli í seinni tíð, vegna þess hve "monumental" að mikilvægi það allt í einu varð, er undirréttur í New York úrskurðaði minnihluta kröfuhafa í vil.

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hefur lýst yfir áhyggjum af þessu máli.

 

Niðurstaða

Það er alger grundvöllur "voluntary" sáttar sem leiðar til að endurskipuleggja skuldir ríkja, að slík sátt haldi þ.e. að tilskilinn meirihluti kröfuhafa bindi minnihlutann. Sannarlega virðist þeim sem eiga slíka skuld það ósanngjarnt að fá ekki greitt að fullu. En ef engin sátt er möguleg, þá verður skuldakreppan sú sem til staðar er í heiminum í dag. Jafnvel enn hættulegri en áður.

Ef mál eru þannig að aðilar elta ríki á röndum alveg án endimarka, þá verður mjög erfitt fyrir lönd að rísa aftur upp úr öskustónni.

En skuldir geta gengið kaupum og sölum, þannig að fræðilega er unnt að elda þá lönd næstu hundrað - tvö hundruð - þrjúhundruð árin.

Hættan er þá að þau lendi í endalausri mýri upplausnar og óstöðugleika, sem mundi valda alþjóðasamfélaginu ærnum kostnaði.

 

Kv.


Eiturgasárás undirskorar hve stríðið í Sýrlandi er hræðilegt!

Flestir virðast telja að sýrlenski stjórnarherinn hafi framið hana. Nánast eina vörnin liggur í því, að eftirlitsaðilar frá Sameinuðu Þjóðunum voru á sama tíma á ferð um landið, m.a. til þess að rannsaka ásakanir um - eiturefnahernað. Og eins og utanríkisráðherra Rússlands komst að orði:

“They think that Assad might be ugly but he’s not crazy. To do such a sort of demonstrative attack while inspectors are there is really just an act of madness.”

Það eru rök fyrir því að árásin geti hafa verið framkvæmd af einhverjum hópum uppreisnarmanna, það merkilega er - - að þ.e. alls ekki útilokað.

En á svæðinu eru í dag tveir hópar á vegum al-Qaeda, sem þekkt er að hafa ekki hinn minnsta vott af samvisku, og er trúlegt til alls.

Þó fleiri telji að aðilar á vegum Sýrlandsstjórnar hafi verið að verki, þó svo það virðist vægt sagt sérkennilegt, að framkvæma slíka árás - akkúrat þegar rannsóknarmenn á vegum SÞ eru í landinu.

Syrian Rebels, Supporters Demand Response to Gas Attack Claims

U.N. presses Syria to allow gas attack inspection

Obama faces growing calls to act over Syria gas attack allegations

France hints at use of force in Syria if chemical attack proved

 

Þrístingur á Obama að gera eitthvað?

  • Laurent Fabius - "There would have to be reaction with force in Syria from the international community, but there is no question of sending troops on the ground,"
  • "State Department spokeswoman Jen Psaki said the United States had not "conclusively" determined that chemical weapons were employed but that Obama had directed the U.S. intelligence community to urgently gather information to verify the reports from the Syrian opposition."
  • "But another U.S. official said intelligence agencies were not given a deadline and would take the time needed to "reach a conclusion with confidence.""
  • ""You don't want to lay down a red line and not enforce it," said Andrew Tabler, a Syria expert at the Washington Institute for Near East Policy, who called the Syria crisis the "biggest black mark" on Obama's foreign policy record."
  • "Fred Hof, a former senior State Department adviser on Syria who is now at the Atlantic Council think tank, wrote on Thursday, "The Assad regime, Iran, its Lebanese militia, and Russia have taken the measure of the United States in the Syrian crisis and have concluded they can win.""
  • ""It is long past time for the United States and our friends and allies to respond to Assad's continuing mass atrocities in Syria with decisive actions, including limited military strikes to degrade Assad's air power and ballistic missile capabilities," McCain, a harsh critic of Obama's Syria policy, said in a statement."

--------------------------------------------

Málið með Sýrlandsstríðið er - - að það er löngu hætt að vera "bara borgarastríð."

Þetta er angi af mun stærri átökum, eins og sjá má af stuðningi Írana og Rússa við ríkisstjórn Assads í Sýrlandi, síðan af ástæðum sem liggja ekki fyrir - - velur Kína einnig ásamt Rússlandi að hindra ályktanir í Öryggisráðinu - beint gegn Sýrlandsstjórn.

Á hinum kanntinum eru Arabafurstadæmin og konungsríkið við Persaflóa, sem dæla milljörðum dollara í stuðning við vopnaða andstöðu gegn Sýrlandsstjórn, ásamt vopnasendingum.

  • Inni á milli eins og krækiber í helvíti - virkilega.
  • Er sýrlenskur almenningur, sem ber vitni af því að þeirra lands er leiksoppur mun öflugari landa.

Þegar menn velta fyrir sér stríði, borgar sig að íhuga - - hversu stórt það mögulega getur orðið!

Sýrland er leiksoppur keppni um áhrif og völd í Miðausturlöndum milli Saudi Arabíu sem fer í fararbroddi arabaríkjanna við Persaflóa, sem í bandalagi reka fullt leynistríð við Íran.

Og Íran er þá megin mótherjinn - - andstæðingurinn, og Íran er stutt af Rússlandi og af einhverjum ótilteknum ástæðum, Kína.

Bandaríkin hafa verið væflast - hikandi í málinu, með volgan stuðning við Saudi Arabíu, án þess þó að vera til í að beita sér að nokkrum umtalsverðum krafti, til að styðja framtak Sauda í Sýrlandi.

Obama hefur heimilað CIA að dreifa vopnum til uppreisnarmanna, en þær vopnasendingar virðast þó dropi í hafið við hlið aðgerða Persaflóa-arabanna.

----------------------------------------

En hættan virðist augljós að ef Bandaríkin myndu senda her til Sýrlands, að snjóboltaáhrif gætu mögulega endað alla leið í styrjöld við Íran.

Sem sjálfsagt einhverjir myndu fagna, en þá erum við að tala um allsherjar styrjöld í Miðausturlöndum, þ.s. súnnítar og shítar væri að berjast um þau nánast öll, meðan að Bandaríkin væru þá með her sem berðist við hlið súnníta ríkjanna og leitaðist við að sækja inn í Íran - - í gegnum fjallgarðana í því landi.

Íran er ákaflega fjöllótt - - eins og sést á mynd.

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

Á myndinni sést vel, að Írak er stórum hluta láglendi - sléttlendi. En Íran nærri því allt hálendi.

Teheran er síðan á hásléttu í miðju landi, þangað þarf að sækja í gegnum röð af fjallagörðum.

Íran væri því alger martröð heim að sækja, og þar er nóg af frábærum stöðum til varnar fyrir fjölmennt varnarlið.

----------------------------------------

Svo þarf vart að taka fram að stríðið ef það snjóboltaðist alla leið í bein átök við Íran.

Þá hefði það líklega ákaflega slæm áhrif á olíuverð í heiminum.

Ofurhátt olíuverð örugglega mundi endurræsa heimskreppuna.

Með það í huga að efnahagsleg staða Bandaríkjanna er ekki sterk þessa dagana, skuldastaða óþægileg, stríðskostnaður mundi vera stjarnfræðilegur - - á sama tíma og Kína er að eflast.

En útkoman gæti mjög vel veikt Bandaríkin alvarlega, einmitt þegar Kína er að sækja í sig veðrið.

  • Jafnvel þó að Bandaríkin næðu fram hernaðarsigri.
  • Gætu þau orðið fyrir miklum "strategískum" ósigri, ef efnahagsleg staða þeirra ásamt skuldastöðu versnar það mikið, að Kína nær að auka áhrif sín umtalsvert á þeirra kostnað.

----------------------------------------

Síðan er afskaplega líklegt að slíkt stríð mundi leiða til átaka nánast án enda!

Það væri jafnvel enginn raunhæfur hernaðarsigur í sjónmáli, en stríðið væri samt að veikja efnahag Bandar. og samtímis að veikja stöðu þeirra gagnvart hinum rísandi keppinaut.

 

Niðurstaða

Málið er að varfærni Obama er ákaflega rökrétt. Staða Bandaríkjanna er veikari nú en hún hefur nokkru sinni verið síðan fyrir Seinna Stríð. Þetta er stórum hluta vegna veikrar efnahagsstöðu ásamt óþægilegri skuldastöðu. 

Hættan er veruleg á því, að enn eitt kostnaðarsama stríðið, veiki Bandaríkin heilt yfir - enn frekar. Þ.e. stíðskotnaður geri skuldastöðuna enn verri, og þar með veiki framtíðargetu þeirra til að standa uppi í hárinu á rísandi veldinu í Asíu.

Ég held að Bandaríkin þurfi að gæta sín, þeirra staða er enn hernaðarlega séð miklu mun sterkari en Kína, en þ.e. staða sem er ekki meitluð í stein.

Ef skuldastaðan versnar enn frekar, munu Bandaríkin þurfa að minnka enn frekar en þau þegar eru að gera hernaðarútgjöld, og það þá flýtir fyrir því að Kína nái að jafna þann aðstöðumun sem enn er til staðar. Sá er verulegur ennþá, en ef Bandar. eru að leggja heilu flotadeildunum, á meðan að Kína er að stækka við sig - - þá dregur saman hraðar en ella, augljóslega.

Og auðvitað, ef Bandar. lenda í mjög dýru stríði, gæti höggið sem fylgdi á eftir hvað útgjöld varðar, orðið töluvert mikið - - þ.e. ekki bara flotadeildir aflagðar heldur heilu flotarnir. Þá minnkar bilið hratt.

Síðan má vel vera að stríð mundi verða alfarið án verulegs árangurs sbr. þau endalok sem stríðið í Afganistan stefnir, stríð án augljóss enda þangað til Bandaríkin leggja niður skottið og hætta.

Svo má ekki gleyma, að stækkun stríðsins í Sýrlandi, víkkunn til fleiri landa, mundi að sjálfsögðu leiða til útvíkkunar mannfalls meðal almennra borgara sem og útvíkkunar flóttamannavanda.

  • Punkturinn er þá sá, að þó svo að Sýrlandsstríðið sé ákaflega hræðilegt.
  • Virðist fátt benda til þess að það sé góð hugmynd fyrir Bandaríkin, að hefja beina þátttöku í því stríði.
  • Jafnvel séð frá mannúðarsjónarmiði, væri hættan frekar á þann veg að gera íllt verra, en til þess að bæta ástandið.

 

Kv.


Der Spiegel segir að fjármögnun nýrrar björgunar Grikklands muni koma úr fjárlögum ESB

Þetta hefur verið heitt umræðuefni sem leitast virðist vera um að ræða sem minnst, fram að kosningum í Þýskalandi. En fjármálaráðherra Þýskalands opnaði þó á slíka umræðu er hann um daginn viðurkenndi að Grikkland mun þurfa nýtt björgunarprógramm.

En hvernig á að fjármagna nýja björgun Grikkland, um það þagaði Wolfgang Schäuble?

Tók þó skírt fram að ekki komi til greina að lækka eða fella að hluta niður skuldir Grikklands.

Það er þó talið af erlendum fjölmiðlum jákvætt, að Schäuble hafi sagt þetta, því með því gefi hann merki um það, að ekki standi til að gefa Grikkland upp á bátinn eftir kosningar.

Schäuble breaks German campaign taboo on Greece

Greece Funding May Come from EU Budget 

  1. "The paper claims that Brussels is considering tapping EU structural funds so as to avoid the massive political problems -- first and foremost in Berlin -- that a third bailout would stir up. "
  2. "Furthermore, a second debt haircut for Greece has been ruled out by Schäuble and is seen with skepticism elsewhere as well."
  3. "There is also concern that additional loans would only serve to inflate Greece's already untenable debt load." 
  • "The only option besides debt forgiveness remains a transfer from the EU budget or from the budgets of its partners,"

Þetta er vandinn - - augljóslega þíðir ekki að lána meira.

Grikkland líklega getur ekki borgað þ.s. það þegar skuldar.

Ekki er pólitískur vilji til að afskrifa - - NEIN.

A.m.k. ekki með formlegum hætti, hver veit - - kannski verður þess í stað lengt í lánum og greiðsludögum, raunvirði láns lækkað án þess að það sé kallað "afskrift."

Þessi hugmynd að beita "sjóðakerfi" ESB sem hefur þann tilgang, að styðja við gagnlegar framkvæmdir og fjárfestingar í þeim aðildarlöndum, sem eru fátækari en meðaltalið.

Er óvenjuleg nálgun, en þessir sjóðir eru ekki ætlaðir til þess að þeir séu notaðir, í þeim tilgangi að forða ríkissjóði aðildarlands frá gjaldþroti.

Ég stórfellt efa að slík notkun sé í samræmi við reglur þeirra sjóða.

Þetta kannski lýsir vissri örvæntingu!

 

Niðurstaða

Þ.e. a.m.k. formlega viðurkennt í Þýskalandi að Grikkland þarf frekari fjármögnun. En hvaðan á að sækja peninginn? Hugmyndin að taka fé úr sjóðakerfi sambandsins, virðist mér lýsa nokkurri örvæntingu. En í því kannski felst viss viðurkenning samt að sú aðferð að lána Grikklandi meira fé - sé gengin til húðar. Sú hugmynd að nýtt fjármagn væri styrkur - - er þannig séð, . Og kannski ákveðin nálgun á veruleikann, sem er sá að Grikkland skuldar þegar of mikið. Þrátt fyrir tvær afskriftir.

Þetta er þó a.m.k. vísbending þess að hugmyndagerjun sé í gangi.

Og ef til vill eftir kosningar, verði stærri skref tekin varðandi vanda Grikklands en áður.

Næsta björgun Grikklands verði kannski "raunhæfari" - - eða kannski ekki.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 846658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband