Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Ísrael og Saudi Arabía, vilja að Obama styðji herforingastjórnina í Egyptalandi!

Þarna ráða hagsmunir. Ísrael leggur áherslu á fyrst og fremst eitt, stöðugleika í samskiptum við Egyptaland. Ísrael treystir betur egypskri herforingjastjórn til að standa við það samkomulag sem Ísrael gerði á sínum tíma við Sadat.

Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa, styðja gagnbyltinguna í Egyptalandi sem batt enda á stjórn Bræðralags Múslíma hugsanlega af tveim ástæðum. Þessar stjórnir eru allar ólýðræðislegar og þeim stendur stuggur/ógn af hugsanlega velheppnaðri lýðræðisþróun í súnni múslímalandi. Síðan er til staðar trúarlegur vinkill fyrir Sauda a.m.k., en Bræðralagið viðheldur sínum eigin súnni íslam trúarskóla sem ekki er eins og Wahabi trúarskólinn sem Saudar styðja og er ríkistrú Saudi Arabíu.

Þessu má líkja við deilur milli fylkinga mótmælenda innan kristinnar trúar áður fyrr. En fyrir 300 árum var litið á mismunandi túlkanir á Biblíunni af ólíkum fylkingum sem villutrú. Mig grunar að Wahabar hafi svipuð viðhorf til trúarlegrar sýnar Bræðralagsins innan súnni íslam, að þeir séu villutrúarmenn.

Það liggi ekki síst að baki vilja Sauda til að styðja fjöldamorð á fylgismönnum Bræðralagsins.

Hið augljósa hatur sem felst í yfirlýsingum ráðherra Sauda, þ.s. þeir tala um baráttu gegn hryðjuverkum, sem í reynd er absúrd þ.s. Bræðralagið er ekki hryðjuverkasamtök heldur trúarsamtök í samkeppni við samtök Wahaba um "hearts and minds" snúnní múslima alls staðar. En áhrifa Bræðalagsins gætir víðar en innan Egyptalands eins, heldur um N-Afríku alla.

En þ.e. kannski "terrorismi" að vera ekki sammála túlkun Wahaba á Kóraninum.

Allies Thwart America in Egypt

 

Afstaða Obama virðist mótast af því að hann telji það ekki mögulegt að þurrka út Bræðralagið!

Ég er algerlega sammála því, en við erum að tala um samtök stofnuð á 3. áratugnum í Egyptalandi - sem voru framanaf virk í andstöðu við yfirráð Breta. Síðar hafa þau verið í bakgrunni í Egyptalandi í gegnum þá löngu sögu einræðis sem þar hefur verið til staðar nærri samfellt í gegnum sögu sjálfstæðis Egyptalands. 

Það hefur gengið á ýmsu, stundum hefur Bræðralagið verið ofsótt oft árum og árum saman, og stundum ekki. En aldrei virðist sem að þær ofsóknir hafi neitt að ráði veikt þá hreyfingu.

Lauslega áætlað styður milli 30-40% egypsku þjóðarinnar Bræðralagið, en Egyptar eru um 82 milljónir.

Þeir fundu upp skipulag sem byggist á hugmyndum um samfélag íslam, þ.s. fylgismenn eru meðlimir frá vöggu til grafar, en þegar barn fæðist er líklega ljósmóðir frá Bræðralaginu sem tekur á móti barninu, síðan fer það líklega í trúarskóla á vegum þess sem kennir a.m.k. gagnlega hluti eins og lestur, skrift og einfaldan reikning - síðan fá aldraðir sem ekki geta bjargað sér einnig líkn og skjól.

Þetta er sambærilegt mannúðarstarf og kirkjur hafa gjarnan ástundað í Evrópu í gegnum aldirnar.

Í Egyptalandi er enn gríðarleg fátækt, stuðningur Bræðralagsins leiðir eðlilega til mjög útbreidds fylgis meðal fátækra, sem gjarnan eingöngu hafa aðgang að þeirra aðstoð - aðstoð ríkisins sé í skötulíki.

  • Punkturinn er sá, að þetta þíðir að stuðningurinn hefur mikla dýpt, er líklega mjög "robust."
  • En Hamas t.d. beitir mjög svipuðu skipulagi, og Ísrael hefur ekki getað veikt þau samtök, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
  • Hesbollah er annað dæmi þó þau séu samtök shíta, þá þegar þau komu til sögunnar meðan hernám Ísraela á Líbanon stóð yfir á 9. áratugnum, tóku þau upp sambærilegt skipulag þ.e. stuðning við meðlimi af því tagi sem Bræðralagið veitir. Og Ísraelar virkilega gerðu sitt ýtrasta til að eyða þeim samtökum, en samt styrktist Hesbollah í stað þess að veikjast - undir álaginu frá stöðugum árásum Ísraela meðan þeir hersátu Líbanon m.a. svæði líbanskra shíta.

Það eru þessi dæmi sem fær mig til að taka undir þ.s. virðist vera afstaða Obama, að það sé óraunhæft að ætla sér að brjóta Bræðralagið á bak aftur.

Tilraunir til þess séu líklegar til að neyða Bræðralagið til þess að taka upp hernaðarskipulag eins og Hamas og Hesbollah viðhafa, þ.e. koma sér upp hernaðararmi.

Miðað við hinn mikla fjölda stuðningsmanna, ætti það ekki að vera neinn vandi.

Síðan er risastór vopna basar í Líbýu. En stjórnleysið þar hefur skapað þar algert "free for all" og þar m.a. getur hver sem er komið og keypt sér hvaða vopn sem er hvort sem þ.e. skriðdrekaeldflaug - vélbyssa - "RPG" eða jafnvel skriðdreki. 

Þannig að það verður ekkert vandamál fyrir Bræðralagið að vopnast ef það vill, síðan er nóg af radikölum í Líbýu næsta landi við hlið, sem gætu séð þ.s. áhugavert að koma til Egyptaland til að slást við egypska herinn.

Egypt Risks Further Radicalization

Nú hefur æðsti trúarleiðtogi Bræðralagsins verið handtekinn, og talað er um að rétta yfir honum. Augljóslega sýndarréttarhöld því öruggt er að hann verður annaðhvort dæmdur til langrar fangelsisvistar eða til dauða.

Þetta auðvitað er mjög fín aðferð ofan á morð á yfir 800 fylgismönnum, til að sannfæra meðlimi Bræðralagsins - að sækja sér vopn og taka upp vopnaða baráttu gegn egypska hernum.

Ég er nærri því fullviss, að við erum að sjá skrefin stigin í átt að mjög stóru blóðbaði.

Á meðan styðja Persaflóaríkin herstjórnina með 12ma.$ framlagi.

Sem ætti að borga fyrir uppihald hermanna í töluverðan tíma.

 

Niðurstaða

Mér hryllir við líklegri framtíð Egyptalands. En annað af tvennu blasir við. Að það stefni í gríðarlega grimmt lögregluríki þ.s. fyllstu grimmd í stíl Pinochets verður beitt til að brjóta niður hin fjölmennu samtök Bræðralag Múslima. Ef það tekst mun það ekki takast fyrr en miklu blóði hefur verið hellt. Ef það tekst ekki, tja þá blasir við langvarandi borgarastríð og ég er alls ekki viss. Að egypski herinn muni vinna á endanum.

Og þá er eins gott að þeir sem styðja herstjórnina eigi sér heimili B einhver staðar í fjarlægu landi.

 

Kv.


Evrukreppan hefur sparað Þýskalandi 40 milljarða evra!

Þetta á ekki eftir að skapa mikla kátínu í S-Evrópu þ.e. víst, en Der Spiegel segir frá þessu - Crisis Has Saved Germany 40 Billion Euros - en Þjóðverjar hafa einmitt verið sakaðir fyrir "sjálfselsku" þ.e. beita áhrifum sínum innan stofnana ESB með þeim hætti, að sambandinu sé stýrt skv. þýskum hagsmunum, og að auki um að hafa gætt á S-Evr. þjóðunum í góðærinu.

En nú þegar þýska fjármálaráðuneytið áætlar að þýska ríkið muni hafa sparað 41ma.€ í vext frá 2010 til 2014.

Fá menn líklega aðra ástæðu til að "hata" Þjóðverja, meðan á sama tíma og þeir öfunda þá einnig.

Graphic: German profits from the euro crisis.

Það eru áhrif evrukreppunnar sem skapa þennan gróða, því fjármagn leitar í öryggið innan Þýskalands, og aukið framboð þá af því - - leiðir til þess að verðlag á peningum lækkar.

Framboð og eftirspurn - með öðrum orðum.

  1. "On average, the interest rate on all new federal government bond issues fell by almost a full percentage point in the 2010 to 2014 period."
  2. "The interest rate savings combined with unexpectedly high tax revenues generated by the strong economy have also led to a decline in new borrowing." 
  3. "The Finance Ministry is trying to maximize the benefits of the low interest rates by placing more longer-term bonds at favorable rates. "
  4. "Between 2009 and 2012, the proportion of short-term debt issues with maturities of less than three years fell to 51 percent from 71 percent. "
  • "According to the Finance Ministry, the costs of the euro crisis for Germany have so far added up to €599 million. "

41.000 / 599 = 68.

Þar hafið þið það!

Gróði Þýskalands er 68 faldur kostnaður þess af kreppunni, í gegnum svokallaðar neyðarlánsveitingar og fé lagt í neyðarlánasjóði.

Allt talið um það, að Þjóðverjar væri að verja gríðarlegum fjármunum.

Þegar þvert á móti, þeir eru í gríðarlegum nettó gróða.

Ég hef lengi grunað þetta, vegna þess að það hefur verið vitað lengi um vaxtagróða Þjóðverja, en þessar tölur hafa ekki verið teknar saman fyrr en nú.

 

Niðurstaða

Hætt er við því að ofangreindar upplísingar muni koma til með að pirra einhvern hinna mörgu atvinnulausu íbúa S-Evrópu. 

Þjóðverjar hafa verið ásakaðir um að auðsýna ekki nægilegt "solidarity" - hætt er við því að þær tilfinningar, um eigin hagsmunastefnu Þjóðverja, muni magnast.

 

Kv.


Það tekur gjarnan þjóðfélög langan tíma að læra á lýðræði!

Það er vinsæl kenning að lýðræði sé ekki mögulegt í ríkjum múslíma, nema að Íslam sé með einhverjum hætti haldið til hliðar - - íslamistaflokka verði því að takmarka eða halda fyrir utan.

  • Það sem menn þurfa að muna er að - lýðræði er ekki auðvelt.
  1. Það krefst þess að almennt samkomulag sé meðal íbúa um það að leysa ágreining lýðræðislega.
  2. Sem krefst þess, að til staðar sé lágmarks virðing fyrir skoðunum hinna.
  3. Og þá að auki, að bæði stjórnendur og andstaða sýni hana í verki.

Ef við íhugum sögu 20. aldar, þá ættu flesti komnir á miðjan aldur eða yfir, að muna eftir fjölda dæma þess bæði í Afríku og Suður sem og Mið Ameríku, að lýðræðislega kjörinni stjórn sé ýtt til hliðar í byltingu hersins.

Lýðræði virkar illa ef gagnkvæmur skilningur hópa er ekki fyrir hendi, né virðing.

Þá er hættan einmitt sú, að þeir sem komast til valda - hugsi eingöngu um hagsmuni þess hóps sem kaus þá til valda.

Saga 20. aldar sýnir að ef hópur nær slíku taki á valdstólum í gegnum kosningakerfi, og lætur alfarið vera að taka tillit til hagsmuna annarra innan þjóðfélagsins.

Þá virðist sterk freisting þeirra sem urðu undir í kjörklefanum, og sjá jafnvel litlar líkur á að verða ofan á þar, að kalla til herinn og styðja byltingu hans og valdatöku.

Síðan sýnir saga 20. aldar, í löndum þ.s. gagnkvæma virðingu hópa skortir, að í slíkum tilvikum - tekur sá hópur sem þannig gerir bandalag við herinn - einmitt upp iðju þess hóps sem sá hópur hataði; ég á við, þá iðju að hlaða undir eigin stuðningsmenn og varpa alfarið fyrir róða hagsmunum þess hóps sem hafði betur í kjörklefanum.

Í nokkrum löndum, í Afríku og Ameríku, áttu sér stað her-byltingar ofan í her-byltingar. 

Þ.e. hóparnir fóru í það far, að taka völdin til skiptis - - til þess að maka krókinn, það var alltaf þannig að hópurinn sem náði völdum hlóð undir eigin stuðningsmenn og þeir sem urðu undir töpuðu miklu.

En það áttu sér einnig stað tilvik, þ.s. lýðræðisskipulag var endurreist eftir einhver ár af herstjórn, t.d. í Brasilíu - Chile - Í Nígeríu voru nokkrar lýðræðistilraunir gerðar, en þar voru einnig þess á milli ákaflega "repressive" herforingjastjórnir.

Meðan hópar samfélagsins voru ekki búnir að læra gagnkvæma virðingu fyrir hagsmunum og skoðunum hvers annars.

Þá höfðu ríkisstjórnirnar hvort sem þær voru með lýðræðislegu ívafi eða voru herforingja, þá tilhneigingu - að sinna nær eingöngu hagsmunum síns stuðningshóps.

Þær voru gjarnan ákaflega spilltar líka, vegna þess að ekki var horft á heildarhagmuni, heldur eingöngu á hagsmuni valdahópsins.

Sjá lista Wikipedia.org yfir herforingjabyltingar í heiminum á mismunandi tímum!

  • Mig rámar að í Bólivíu hafi þetta verið röð einræðisherra, sem alltaf réðu sjálfan sig til lífstíðar, þeim var eins og mafíósa"bossum" skipt út með þeim hætti, að bossinn var drepinn og hans næstu lykilmenn - annar hópur herforingja tók völdin og foringi þess hóps varð næsti boss.
  • Valdaskipti voru sem sagt, með byltingum.


Egyptaland virðist mér geta farið 2-vegu!

Sættir virðist mér minnst líklega útkoman, svo ég vík þeirri útkomu til hliðar.

Hinar tvær eru - borgarastríð eða lögregluríki.

Hvort verður ofan á fer þá eftir því hvort herforingjaklíkan sem náð hefur völdum, hefur getu til þess að berja andstöðu Bræðralags Múslima niður, og koma á "repressive police state."

Með öðrum orðum, hvort að Bræðralagið hefur nægan styrk eða nægan fjölda að baki sér, til að halda áfram að standa uppi í hárinu á herforingjunum og þeim hluta þjóðfélagsins sem styður þá.

Í seinna tilvikinu, yrði þróun í átt að borgarastyrjöld líklega ofan á.

Væntanlega láta herforingjarnir af hótun sinni, að banna Bræðralagið, og því handtaka meðlimi þess eða dreifa þeim með ýtrustu hörku, hvar sem þeir leitast við að safna saman.

Það mundi þíða - Pinochet stíl "skítugt stríð" þ.s. eins og í Chile gæti vel verið að yfir 100þ. láti lífið, eða þ.e. unnt að bera þetta saman við byltingu herforingja í Alsír fyrir allnokkrum árum síðan, eftir að kosningaúrslit leiddu fram sigur íslamista flokks.

Í Alsír var andstaðan öflug og skærustríð stóð í nokkur ár. En herforingjunum fyrir rest tókst að lama að mestu hreyfinguna sem barðist á móti.

Það er engin leið að segja til um það algerlega með vissu - en Bræðralagið er hreyfing með nærri 100 ara sögu í Egyptalandi, voru lengi í andstöðu við hernám Breta, það virðist hafa þróað það módel sem síðan margar aðrar hreyfingar íslamista hafa apað eftir - - þ.e. að vera "all encompassing" eða með öðrum orðum.

Þeir bjóða fylgismönnum upp á algera tilvist frá vöggu til grafar, þ.e. halda uppi barnafræðslu, heilsugæslu, aðstoð við aldraða meðlimi, reka einnig skóla með sterku trúarlegu ívafi fyrir lengra komna nemendur.

  • Þetta þíðir auðvitað að hreyfing af þessu tagi hefur gríðarlegt fylgi meðal fátækra. 
  • Í landi þ.s. aðstoð við þá sem minna mega sín af hálfu ríkis og sveitafélaga er í skötulíki.

Af þessu leiðir að sjálfsögðu, í landi þ.s. fátækir eru svo rosalega margir - - að grunnur fylgis Bræðralagsins er mjög sterkur.

En sama skapi frekar einskorðaður við þá sem minna mega sín. Fólk sem á þá gjarnan allt sitt að þakka Bræðralaginu.

Og því líklega til að vera fremur viljugt til að láta lífið í baráttu fyrir þess hönd.

----------------------------------------

Sem dæmi um hópa sem hafa afritað aðferðir Bræðralagsins nefni ég Hamas og Hesbollah, önnur er hreyfing sem er súnní íslam hin er shia íslam.

En sömu aðferðirnar virka fyrir báðar, og framkalla í báðum tilvikum mjög sterka stöðu hópsins meðal fylgismanna.

Ólíkt Hamas og Hesbolla hefur Bræðralagið hingað til ekki haft - - eigin her.

Haft hernaðararm - - en það getur breyst ef átökin í Egyptalandi halda áfram að magnast.

En skipulag Bræðralagsins gerir það ákaflega "resilient" þ.e. þú útrýmir slíkri fjöldahreyfingu ekki auðveldlega.

Ísrael t.d. komst að þessu á 9. áratugnum, þegar Hesbolla efldist sem andstöðuhreyfing shía múslíma í Líbanon gegn hernámi Ísraels á þeim áratug, og alveg sama hve hart Ísraels her beitti sér gegn Hesbolla, og trúið mér - - þeir virkilega beittu hörku.

Þá hélt Hesbolla áfram að styrkjast, þeir eru í nákvæmlega sömu vandræðum með Hamas hreyfingu súnni múslíma í "landinu helga" eða nánar tiltekið á svokölluðu Gaza svæði, þeir geta ekki útrýmt hreyfingunni og ef e-h er, hún eflist við andstreymið.

----------------------------------------

Hafandi í huga hve illa Ísraelsher hefur gengið með það verkefni að brjóta niður tvær öflugar hreyfingar sem hafa afritað starfsaðferðir þær sem Bræðralagið upphaflega fann upp.

Þá í reynd held ég ekki að herforingjunum í Egyptalandi muni ganga neitt betur með sitt verkefni, að brjóta Bræðralagið á bak aftur með dæmigerðum tækjum lögregluríkis í anda Pinochet.

  • Ég á því frekar von á því, að við taki mjög raunverulegt borgarastríð með mjög miklu manntjóni.

Ég held að þeir muni þó gera tilraun með lögregluríkis aðferðina, eins og Ísrael reyndi og hefur reynt, muni reyna að brjóta Bræðralagið niður með aðgerðum lögreglu og hers.

Sennilega felur það í sér, að þeir koma sér upp fjölmennum fangabúðum - - þ.s. fylgismönnum verður haldið þúsundum saman jafnvel hundruð þúsundum saman.

Á meðan, smám saman verður Bræðralagið líkara hreyfingum íslamista sem hafa hernaðararm, og Bræðralagið muni þróa slíkan - - og verða því líkari en þ.e. í dag Hesbolla og Hamas.

Þó að Bræðralagið hafi fram að þessu gert sér far um að vera hófsamari en þær hreyfingar.

Muni stríð stjórnvalda gagnvart hreyfingunni, neyða hana til þess að gerast róttækari.

 

Niðurstaða

Ég minni fólk á að í mörgum ríkjum sem í dag eru stöðug lýðræðisríki þá hefur gengið á ýmsu í fyrri tíð. Lönd verða ekki endilega velheppnuð lýðræðisríki í fyrstu tilraun. Á hinn bóginn, eru samfélög sem gera slíka tilraun einnig misjafnlega mikið klofin í fylkingar áður en tilraun til lýðræðis er gerð. Það eru sannarlega til dæmi þ.s. mjög hæfum stjórnendum tókst að leiða samfélög sín framhjá hindrunum. En það eru ekki öll samfélög svo heppin að fá góða stjórnendur á réttu augnabliki. Algengara reyndar er að þau séu ekki það heppin, það eiginlega sýnir saga 20. aldar þ.s. í fjölda ríkja var spilltum og gagnslitlum lýðræðislega kjörnum stjórnum skipt út fyrir a.m.k. eins spilltar herforingjastjórnir og litlu eða engu skilvirkari, oft enn spilltari og lélegri.

Í nokkrum löndum á 20. öld hafa verið borgarastríð, sem tóku enda fyrir einhverja rest eftir mikið manntjón og eyðileggingu. Stundum náðist einhvers konar sátt. En það eru einnig tilvik þ.s. borgarstríð endaði með fullum sigri annars hópsins t.d. Angola þ.s. enn gríðarlega spillt minnihlutastjórn. 

Ég bendi á þessa sögu, því að þ.e. eins og fólk muni ekki eftir henni - þegar það heldur því fram að lýðræði geti ekki virkað í löndum múslíma.

  • Vandinn við lýðræði er að það krefst - samfélagssáttmála.
  • Sem inniheldur leikreglur sem almenn sátt er um, og hópar hafa samþykkt að fara eftir.
  • Án slíks, getur það ekki virkað nema í besta falli illa. 

Þetta er ekki spurning um íslam eða ekki, í mörgum löndum tók langan tíma að skapa þann samfélagssáttmála, sem í dag er sátt um.

Sérstaklega í stórum klofnum samfélögum er það einfaldlega ekki auðvelt.

Langt í frá sjálfsagt að það takist að mynda slíkan.

Egyptaland hefði þurft að hafa sannkallaðan snilling við völd, og þó slíkur hefði verið til staðar, mundi hann ekki hafa átt auðvelt með að leiða landið framhjá hindrunum. Því miður var Morsi ekki snillingur. Heldur dæmi um marga þá misheppnuðu stjórnendur sem síðan var steypt.

Sem þíðir ekki að hann geti ekki orðið mikilvægt tákn í þeim hildarleik sem landið hans líklega er á leið inn í - sjá grein í Foreign Policy eftir Tawakkol Karman, en það má segja að hún líti Bræðralagið og Morsi töluvert öðrum augum en stuðningsmenn herforingjanna í Egyptalandi, þ.e. ekki ólíklegt að leitast verði við að dírlingsvæða hann og ef hann er drepinn af yfirvöldum verður hann að píslarvætti:

Morsy Is the Arab World's Mandela

 

Kv.


Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið!

Skv. mjög áhugaverðri fréttaskýringu Wall Street Journal, eru engar vísbendingar þess að fylgismenn Bræðralags Múslíma sem leituðu skjóls í al Fatah moskunni í Kæró - hafi haft vopn um hönd. En skv. því sem herstjórnin heldur fram, þá hafi öryggissveitir hafið skothríð sem svar við skotum sem hleypt hafi verið af, af þeim sem voru staddir inni í moskunni.

Egypt Mosque Standoff Ends Amid Gunfire

"Reporters inside the mosque, however, said they didn't see any arms there, where supporters of the Brotherhood-led Anti-Coup Alliance were holed up."

Það áhugaverða er, að herstjórnin virðist efast um eigin styrk - - því hún hvetur landsmenn til að mynda sjálfsvarnarsveitir, og koma stjórninni til aðstoðar.

Hún með öðrum orðum, hvetur stuðningsmenn stjórnarinnar og þá hópa sem hata Bræðralagið, til að skipuleggja sig og standa með öryggissveitunum - í baráttu stjórnarinnar gegn Bræðralaginu.

Þegar hefur WSJ sagt frá því, að nokkur fjöldi hverfa í Kæró hafi verið girt af, og settir upp vegatálmar - - og hópar skipulagðir af íbúum sem tilheyra hópum andstæðir Bræðralaginu hafi verið að stöðva bíla og leita í þeim, og á fólki sem hefur ætlað inn í þeirra hverfi. 

Að sögn, í leit að hryðjuverkamönnum - - sem er orðalagið sem stjórnvöld nota nú um fylgismenn Bræðralagsins.

Það eru sem sagt skipulagðar ofsóknir, og stjórnvöld eru að hvetja íbúa til þátttöku.

"As antigovernment protesters and international journalists fled the mosque they were violently beaten by civilian groups, known as popular committees." -  ""We need more support from the Egyptian people to avoid any mistakes while we secure [government] facilities and churches," the spokesman for the prime minister said in televised remarks Saturday afternoon"

-----------------------------------

Þetta minnir mann á margt af því ljótasta sem átt hefur sér stað - munið eftir Júgóslavíu, þegar hatursvírusinn varð til þess að menn réðust á nágranna sína og drápu?

Eða í Afríku skipuleg morð í Rúanda á svokölluðu Tútsí fólki, og stjórnvöld í Rúanda sem þá voru skipuð hinum svokallaða Hútú hópi eða þjóðflokki, hvatti eigið fólk til að rísa upp og drepa alla Tútsa hvar sem til þeirra sást.

Það er ekki enn að því er sést verður verið að hvetja íbúa til að - drepa.

En það virðist vart nema stigsmunur þar á milli, og þess ástand sem nú er til staðar.

 

Síðan virðist Egyptaland vera að verða hættulegt fyrir erlenda blaðamenn!

Egypt Rebukes Foreign Press for 'Biased' Coverage

Skv. þesari frétt er nú fjöldi dæma þess að þeir hópar "stuðningsmanna" stjórnarinnar meðal almennings, sem hafa verið að skipuleggja sig að hvatningu herstjórnarinnar. Hafi haldið einstökum erlendum blaðamönnum um tíma - stolið tækum þeirra. Jafnvel barið þá í tilvikum.

En fjölmiðlar sem styðja stjórnvöld, og stjórnvöld sjálf - hafa verið að kvarta yfir "ósanngjarnri" fréttamennsku erlendra fjölmiðla. 

Sem sannarlega hafa verið gagnrýnir á aðferðir herstjórnarinnar, og að auki viðbrögð erlendra ríkja.

Þetta virðist vera að valda því, að greinlega andar köldu nú gagnvart erlendum blaðamönnum, nokkur dæmi eru nú um það að erlendir fjölmiðlamenn hafi látið lífið í róstunum - - og enginn veit akkúrat hver drap.

En þ.e. engin leið að sjá - að fylgismenn Bræðralagsins hefðu hag af því að vega að blaðamönnum, en ef e-h er, er það helsta von þeirra að áfram sé sagt frá því hvað er að gerast.

En aftur á móti getur vel verið, að stjórnvöldum standi ógn af "réttri fréttamennsku" sem birtir frásagnir, sem ekki passa við opinberar skýringar og þann áróður sem haldið er frammi.

 

Niðurstaða

Ég hef áður sagt að mér líst afskaplega ílla á þessa þróun. En þegar stjórnvöld hvetja landsmenn sem styðja þá, til að rísa upp hlið við hlið með öryggissveitunum. Þá virkilega boðar það ekki gott.

En hópar "vigilantes" hafa í borgarstríðum oft framið mjög mikið af hatursglæpum, t.d. í Mið Ameríku. En þar óðu uppi margíslegir sjálfskipaðir hópar - sem stunduðu morð á andstæðingum ríkjandi stjórnvalda. Þeir voru einnig mjög stórtækir í morðum Hútúa á Tútsum í Rúanda.

Mér virðist það því ógnvænlegt þegar herstjórnin hvetur eigin landsmenn að rísa upp sér við hlið - - og meðan að ríkisfjölmiðlarnir lísa andstæðingunum sem  - - hryðjuverkamönnum eða glæpamönnum, og segja stjórnina í harðri baráttu við öfl sem ógni allri þjóðinni.

Ríkisfjölmiðlarnir virðast í þaulskipulagrði hatursherferð gegn fylgismönnum Bræðralagsins sbr. Wall Street Journal.

Ég óttast að það sé skammt í að þessir "vigilanta" hópar sem eru að skipuleggja sig að hvatningu stjórnvalda, fari að endurtaka sambærilega hegðan við það sem sást í Mið Ameríku í borgarastríðunum þar eða í Júgóslavíu stríðinu eða í Rúanda.

 

Kv.


Þegar hatrið eitrar hugann!

Það er dálítið sérstakt að verða vitni að því hve stækt hatur virðist beinast að Bræðralagi Múslima í Egyptalandi frá menningarelítu landsins og fjölda borgara í Kæró höfuðborg landsins. Það er eins og að slokknað hafi á allri samúð gegn náunganum, ef hann tilheyrir "hataða hópnum."

Þetta er því miður alltof algengt í mannkynssögunni - - gerðist t.d. í borgarastríðinu í fyrrum Júgóslavíu, þegar þúsundir manna voru myrtar og mörg dæmi voru um að menn myrtu nágranna sína sem þeir höfðu þekkt árum saman.

Hatur af slíku tagi hefur einnig lengi verið til staðar á Norður Írlandi, milli Kaþólikka og Mótmælenda. Sem virkilega hata hvorn annan eins og pestina, og þ.e. einmitt þannig hatur - sem virðist gæta gagnvart Bræðralagi Múslíma frá mörgum þeim sem áður börðust gegn ofbeldi og mannréttindabrotum.

En nú fagna sambærilegum aðgerðum, þegar þeir sem þeir hata sjálfir eiga í hlut, og sjá ekki að þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér.

Der Spiegel - Egyptian Elite Succumb to the Hate Virus

NY Times - Working-Class Cairo Neighborhood Tries to Make Sense of a Brutal Day

WSJ - In Egypt Clashes, Civilians Oppose Protesters

 

Yfir 700 manns hafa látið lifið í mótmælum liðinnar viku!

Skv. erlendum fjölmiðlum er dánartalan komin a.m.k. í 700, um 70 bættust við á laugardag í göngum sem kenndar voru við "Day of rage" og skv. talsmönnum Bræðralagsins mun verða gengið með sama hætti í helstu borgum Egyptalands næstu 7 daga.

Það má því reikna með því að næsta vika verði a.m.k. eins blóðug og liðin vika.

 

Nokkur dæmi um hatrið og ofstækið

Egypskur mannréttindafrömuður sem 7 sinnum var fangelsaður fyrir baráttu sína gegn lögregluofbeldi á valdaárum Mubaraks - skiptir algerlega um ham þegar umræðan beinist að mótmælum fylgismanna Bræðralags Múslima!

Amir Salim - "The Muslim Brothers are a sickness and the police have to eradicate them." - um það þegar lögreglan drap yfir 600 manns "The police and the army were only defending themselves." - "the problem will only have been solved when the last Muslim Brother who causes problems is locked away in prison." - - > Svo hann vill koma upp fangabúðum til að hýsa milljónir.

Magnað hvernig hatrið varpar hugann!

"In the working-class neighborhood of Imbaba on Thursday, a teacher, Mohamed Abdul Hafez, said the hundreds of Islamists who died the day before mattered little to him. “It’s about the security of the country,” Mr. Hafez said. "

"“It was necessary,” Akmal William, standing in his auto-detailing shop on Talaat Harb Street, said of the raid by soldiers and police officers. “They had to be strict.”"

"“I don’t like conspiracy theories,” said Ahmed Mustafa, 37, an accountant who sat in a cafe. “I’m against violence. I gave my vote to Morsi, and he disappointed me. They did things their way, and it was a false way.”" - "“We delegated them to fight terrorism,” he said of the military. “And the Brotherhood wanted to show themselves as victims.”" - - > Svo ef pólitíkusar valda mér vonbrigðum, má drepa fylgismenn þeirra.

 

Áhugavert að íbúar hverfa eru farnir að reisa víggirðingar!

Það virðist greinlega vera að margir íbúar Kæró hati Bræðralagið.

"...new security checkpoints going up on major roads and civilians seen patrolling their neighborhoods against what they said was the threat of Muslim Brotherhood protesters."

"We're looking for terrorists," said one of these civilians, as he popped open car trunks in downtown Cairo as Egypt's military curfew approached. 

"Civilian members of so-called popular committees like this one—created amid Egypt's upheaval to patrol their neighborhoods—sprung to duty Friday evening, carrying poles and sometimes guns. At up to a half-dozen points in the city before dusk, members of several of these bands could be seen breaking up sidewalks and piling up the debris to create checkpoints to stop strangers from entering their neighborhoods."

Þetta er áhugavert, en í borgarastríðinu í Líbanon var Beirút skipt í áhrifasvæði milli fylkinga.

Það sem þessar úrklippur sýna - - er hröð útbreiðsla á stæku hatri.

Milli hópa innan egypska samfélagsins.

Það boðar alls - alls ekki gott.

 

Að lokum - - skilaboð konungs Saudi Arabíu til Obama, "hættu að skipta þér af."

Þetta eru virkilega áhugaverð skilaboð, sem hefðu verið gersamlega óhugsandi fyrir nokkrum árum.

Þetta lýsir sennilega betur en nokkuð annað, fölnandi veldi Bandaríkjanna.

Að hann skuli telja sig geta sagt ríkisstjórn Obama fyrir verkum.

‘Day of Rage’ in Egypt leaves dozens dead

King Abdullah - "King Abdullah declared his support for what he called the authorities’ war against ‘terrorism’ and warned other countries not to interfere." - “Those who are meddling in the Egyptian affairs should know that they are fuelling sedition and support the terrorism they claim to fight.

Þessum orðum er augljóslega beint að Obama.

En Obama hefur a.m.k. formlega mótmælt drápum herstjórnar Egyptalands á eigin borgurum, og að auki - - ákveðið að ekki verði að sameiginlegum heræfingum herja Bandar. og Egyptalands í ár.

Þó hann hafi a.m.k. ekki enn, ákveðið að hætta hernaðaraðstoð Bandar. v. Egyptaland.

  • Annað sem er áhugavert er, að Adullah hefur lofað herstjórn Egyptalands 12 milljörðum dollara í aðstoð, "fyrir þeirra hugrökku aðgerð gagnvart starfsemi hryðjuverkaafla."

Þannig að engu máli mun skipta fyrir herstjórn Egyptalands, ef Obama hættir hernaðaraðstoðinni.

En ef Obama gerir það ekki, munu mótmæli hans hljóma ákaflega ósannfærandi.

 

Niðurstaða

Egyptar virðast vera algerlega að missa síg í gagnkvæmu hatri, sem virðist vaxa hröðum skrefum. Það er mjög ílls viti, að almennir borgarar sem styðja herstjórnina a.m.k. þessa stundina. Skuli fagna svo hátíðlega - - fjöldadrápum lögreglu og hers á eigin samborgurum.

------------------------------

Það er algerlega nýtt, að konungur Saudi Arabíu skuli gefa ríkisstjórn Bandaríkjanna formlega aðvörun í beinni - - slíkt hefði ekki mögulega getað gerst fyrir nokkrum árum.

Saudarnir telja sig greinilega geta farið sínu fram, og ætla að fjármagna herforingjana í Egyptalandi sama hver segir.

 

Kv.


Geta vesturlanda til að hafa áhrif á atburðarásina í Miðausturlöndum virðist hverfandi

Það sem ef til vill er áhugaverðast við atburðarás undanfarinna vikna er að Evrópa og Bandaríkin virðast nær engin áhrif hafa á rás atburða. En skv. Reuters hafa Arabaríkin á Persaflóasvæðinu lofað Abdel Fattah al-Sisi hershöfðingja, manninum sem fer með öll raunveruleg völd í Egyptalandi þessa stundina - - hvorki meira né minna en 12ma.$ efnahagsaðstoð fyrir að hafa velt um koll ríkisstjórn Bræðralags Múslima.

Þannig að þó svo að Obama mundi hætta 1,5ma.$ hernaðaraðstoð, mundi það nær engu máli skipta.

Ég held að þetta segi eitthvað um það, hverjir það eru sem ráða för - - en hin ofsalega auðugu olíuríku furstadæmi við Persaflóa eru að ausa peningum hægri og vinstri.

Fyrir utan að því er virðist - að fjármagna gagnbyltingu hersins í Egyptalandi, fjármagna þau skæruliðastríð gegn ríkisstjórn Asads í Sýrlandi.

Og að auki virðist sem að þau séu farin að fjármagna andstöðu súnní múslíma innan Íraks, en skv. fréttum létu yfir 1000 manns lífið í Írak í júlí sl. eða föstumánuðinum Ramadan.

En meðan að olíuríku furstadæmin - berjast í annan stað gegn lýðræðisvakningunni sem tengd var svokölluðu "arabísku sumri" þá samtímis eiga þau í mjög hörðu leynistríði við Íran.

Sem teygir sig um nær öll Miðausturlönd, með hápunkt þessa stundina í Sýrlandi þ.s. Persaflóaarabarnir og Íran styðja sitt hvora fylkinguna - - að endurræsa borgarastríðið í Írak væri þá aðgerð í því samhengi þ.e. til að veikja stöðu Írans. En núverandi stjórn meirihluta shíta í Írak fylgir Íran að málum og fregnir hafa borist af því að róttækir íraskir shítar séu farnir að streyma til Sýrlands til að berjast við hlið sýrlenskra stjv. gegn sýrlenskum súnnítum. Krókur á móti bragði á aröbunum við flóann er þá að fjármagna nýja uppreisn súnníta í Írak - til að stöðva það flæði shíta til Sýrlands.

Reuters - Powerless West gropes for way to sway Egypt

CNN - Bombings, bloodshed mar end of Ramadan in Iraq

Staðan gæti orðið svo slæm að það verði 4 borgarastríð samtímis!

Það er erfitt að ímynda sér annað en að mannfall annaðhvort yfir 500 eða yfir 1000 - eftir því hvort maður miðar v. tölur herstjórnarinnar í Egyptalandi eða Bræðralags Múslíma; leiði til alvarlegra átaka milli stjórnvalda og hins mikla fjölda landsmanna sem taka íslam alvarlega.

Miðað við talsmenn stjórnvalda, sem tala á þá lund að atburðir undanfarinna daga hafi sannað að Bræðralag Múslíma séu hryðjuverkasamtök - - sem þíðir að stjórnin er að lýsa milljónir Egypta sem eru meðlimir Bræðralagsins hryðjuverkamenn; þá virðist fátt benda til þess að stjórnin hætti á næstunni aðgerðum beint að því að lama sem mest hún má starfsemi þess.

Á sama tíma, eru meðlimir samtakanna í sárum og reiðin skiljanlega mjög mikil, og líkindi þess að átök harðni stig af stigi - virðast yfirgnæfandi.

Með öðrum orðum, virðist flest benda til hraðrar stigmögnunar í átt að fullu borgarastríði.

Og það verður svakalega hræðilegt, því þetta er fjölmennasta landið á ölu svæðinu með 84 milljón íbúa, svo við erum að tala um flóttamannavanda sem getur fljótt orðið margfaldur á við flóttamannavandann út af stríðinu í Sýrlandi.

En þaðan hafa þegar um milljón manns flúið til nágrannalanda - - það gætu hæglega 4 - 5 - 6 milljónir eða jafnvel 10 milljónir flosnað upp og flúið til nágrannalanda Egyptalands.

Og þ.e. ekki neitt - virkilega ekki neitt, sem vesturlönd geta gert annað en að horfa á með skelfingu.

-------------------------------------------

4. borgarastríðið sem stór hætta er á, er Líbanon en aðstoð Hesbollah samtaka líbanskra shíta við Sýrlandsher innan Sýrlands, hefur æst upp hatur milli hópa innan Líbanon en þar eru bæði kristnir og súnníta múslímar einnig fjölmennir. 

Átök geta gosið upp þá og þegar.

Ég gæti vel trúað flóa aröbunum til að fjármagna andstæðinga Hesbollah innan Líbanon.

  • Með öðrum orðum - - ástandið í Miðausturlöndum.
  • Gæti orðið eins slæmt og í Afríku sunnanverðri í kalda stríðinu þegar það voru borgarastríð samtímis í Angóla, Simbabve, Mósambík og Namibíu - - milljónir létust allt í allt í þeim átökum. 

Niðurstaða

Það virðist virkilega vera fjandinn laus í Miðausturlöndum. Það eina sem vantar er stríð milli herja einstakra landa. Ég á ekki von á því endilega. En kalda stríðið milli Írans og Persa-flóa Arabanna virðist háð af í engu minna miskunnarleysi en kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna - sem beittu fyrir sig hópum innan fjölda þjóða þ.s. voru háð borgarastríð. Þau stóðu yfir samfellt þangað til að Kaldastríðið hætti - þ.e. bæði í Afríku og Mið Ameríku. En það merkilega er að öll þau stríð hættu eftir að Kaldastríðinu lauk og það voru ekki lengur utanaðkomandi aðilar til staðar til að fjármagna þau stríð og senda stríðandi fylkingum vopn.

Flóa Arabarnir virðast einnig hafa ákveðið að fjármagna gagnbyltingu egypska hersins. En þeim er í nöp við lýðræðisskipulag en þeim löndum er öllum stjórnað af einvalds furstum eða kóngum, mjög gamaldags þannig séð. En þær valdaættir ætla sér að halda í völdin. 

Á meðan virðast vesturlönd þar á meðal Bandaríkin, komin í hlutverk áhrifalítilla áhorfenda.

En meðan að þorstinn í olíu heldur áfram, hafa flóa Arabarnir næga peninga - - og það hafa Íranir einnig.

Fátt bendir til að sú peningalind þverri í bráð. 

Þessi átök geta því staðið lengi - kannski eins lengi og Kaldastríðið.

Fórnarlömb verða fjölmörg, hundruð þúsundir alveg pottþétt - kannski milljónir. Flóttamannavandi hrikalegur í stíl við mannfallið.

Heilu kynslóðirnar geta alist upp í flóttamannabúðum, og það nánast eina sem vesturlönd líklega geta gert, er að undirbúa sig fyrir þann flóttamannavanda.

Kv.


Mældur hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi 2013

Þetta er skv. bráðabirgðaniðurstöðu sjá - Euro area and EU27 GDP both up by 0.3% - en þ.s. ekki síst vekur athygli við þessa útkomu, er að hún virðist neyslutengd. En sem dæmi var mældur vöxtur í Frakklandi 0,3% en á sama tíma var mældur samdráttur í iðnframleiðslu 1,5% skv - Industrial production up by 0.7% in euro area - í Þýskalandi var mældur hagvöxtur 0,7% meðan sveiflan í iðnframleiðslu var 2,5% upp á við. En skv. fréttum virðist það vera vegna aukinnar eftirspurnar innan Þýskalands sjálfs, ekki sé aukning í úflutningi þess í stað smávegis samdráttur í honum. Þetta er rakið til aukins kaupmáttar almennings í Þýskalandi vegna launahækkana fyrr á árinu og minnkunar atvinnuleysis.

  • Það má jafnvel vera að uppsveiflan í neyslu innan Þýskalands skýri algerlega þessa litlu hagsveiflu sem mælist núna.
  • En Þjóðverjar geta hafa farið í auknum mæli í sumarfrí í Frakklandi í ár, fyrir utan að auka einnig neyslu heima fyrir.
  • Það mælist minnkun í samdrætti og aukning í útflutningi landa eins og Ítalíu - Spánar og Portúgals; sem má hugsanlega skýra af aukningu á sölu framleiddra vína til Þýskalands.

Þetta er auðvitað tilgáta - - en sveiflan er ekki stór heilt yfir litið.

Hún virðist einkum geisla út frá stærsta hagkerfinu Þýskalandi þ.s. hún er "neysludrifin." 

Önnur svæði í heiminum hafa almennt ekki verið að auðsýna aukinn hagvöxt þessa mánuði eða aukna eftirspurn, þannig að þessi sveifla virðist ekki tengjast - aukinni eftirspurn frá löndum utan við ESB.

Það má auðvitað spyrja sig - hversu langvæn slík sveifla getur verið?

En þ.e. áhugavert hve vel tímasett hún er - - mánuð áður en þingkosningar fara fram í Þýskalandi?

Getur verið að það sé - tilviljun?

Der Spiegel  - Is Europe Finally Coming Out of Recession?

WSJ - Germany Drives Jump In Output in Euro Zone

Reuters - Germany, France haul euro zone out of recession

Reuters - Germany, France haul euro zone out of recession

FT - Berlin and Brussels credit fiscal discipline and reform for eurozone recovery

 

Menn fagna í Brussel!

Rétt samt að halda til haga að samanburður á 2. fjórðungi 2013 og 2. fjórðungi 2012 leiðir fram að samdráttur milli áranna er 0,7% á evrusvæði. Og ég stórfellt efa að framhald verði á þessum hagvexti - um langa hríð eftir að þingkosningar fara fram í Þýskalandi. En aukning neyslu þ.s. hún virðist ekki drifin af neinu öðru en aukningu kaupmáttar vegna launahækkana fyrr í ár, ætti að fjara út smám saman - þannig að ef ekkert fleira kemur til ætti evrusvæði að snúa aftur við til samdráttar fyrir árslok.

En ekkert sérstakt bendir til þess - - nema að Angela Merkel heimili frekari launahækkanir innan Þýskalands.

En mig grunar að við séum að sjá kosningavíxil hennar - - og meira verði ekki í boði eftir kosningar.

Ef við höfum Frakkland í huga, í ljósi samdráttar í iðnframleiðslu á sama tímabili - - sem er í reynd ekki svo ýkja lítill samtímis því að nýfjárfesting mælist einnig þar í samdrætti. Er erfitt að sjá að þar verði frekara framhald af aukningu neyslu, sem hlýtur að hafa verið töluverð til að skila nettó hagvexti þrátt fyrir hinar samdráttartölurnar. Það getur hafa verið afskaplega góð ferðamannavertíð í sumar.

Ef það var málið ætti það sjást fljótlega af tölum haustsins að þá fjari neysla aftur út, ef samdráttur í iðnaðargeiranum þá heldur áfram af sama dampi - - ætti Frakkland að leita aftur í samdrátt.

Þannig, að fjarandi smám saman neyslu-aukning í Þýskalandi á sama tíma, ætti þá að þíða að mældi vöxturinn fjari aftur út á evrusvæði - - Þýskaland þarf líklega ekki nema að leita aftur þá í ca. stöðnun til að mældur samdráttur nettó yfir allt evrusvæði snúi þá til baka.

 

Niðurstaða

Það kemur í ljós hvort grunur minn er réttur. En vel tímasettar launahækkanir í Þýskalandi virðast eftir því sem ég best fær séð, vera að búa til skammtíma viðsnúning á evrusvæði. Skammtíma vegna þess að ef ekkert frekar kemur til að skapa aukningu. Þá fjarar sá vöxtur út að nýju og vel getur verið að samdráttur verði aftur á lokamánuðum ársins.

En þ.e. ekki að sjá að vöxturinn hafi marga aðra drifkrafta, þ.s. eftirspurn að utan virðist ekki vera að baki þessu, þ.e. útflutningur er annaðhvort í stöðnun eða smávegis samdrætti til landa út fyrir sambandið. Á sama tíma er gríðarlegt atvinnuleysi áfram sem lamandi hönd á neyslu almennings í fjölda aðildarlanda.

En þessi vel tímasetti fyrir Merkel hagvöxtur, gæti dugað henni til að ná endurkjöri í september.

 

Kv.


Er hættulegt að selja Íslandsbanka til kínverskra aðila?

Set þessa spurningu fram m.a. vegna aðvörunar erlends sérfræðings sem telur það óráðlegt að selja banka til kínverskra aðila því kínverskir aðilar hafi svo litla þekkingu á bankastarfsemi, ekki síst vegna þess að bankar í Kína séu ríkisreknir - þeirra rekstur sé ekki á eðlilegum viðskiptagrundvelli.

Varar við fjárfestingum Kínverja

Tilboð í Íslandsbanka gæti borist fyrir lok mánaðar

Kínverjar vilja kaupa Íslandsbanka

Slitastjórn Glitnis ræðir við alþjóðlega fjárfesta um kaup á Íslandsbanka

Glitnir in Talks With Offshore Investors on Islandsbanki Sale

 

Spurning hvaða sjónarmið eiga að ráða?

"Slitastjórn Glitnis greindi frá því í lok síðustu viku að nokkrir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kaupa hlut í bankanum. Þar er meðal annars að ræða aðila frá Asíu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. "

"Ekki er á þessu stigi hægt að fullyrða að þessar viðræður leiði til þess að formlegt tilboð verði lagt fram af hálfu tiltekins hóps fjárfesta, né tiltaka á hvaða verði hugsanleg viðskipti með hluti í Íslandsbanka gætu átt sér stað."

  • Það er vel hugsanlegt að einungis komi fram eitt tilboð í Íslandsbanka.
  • Þó fleiri aðilar hafi rætt við slitastjórn.

Ef það kemur inn kaupfé - þá vonast slitastjórnin eftir því kemur fram í fréttum, að Seðlabankinn veiti undanþágu til að fram fari nauðasamningar "Glitnis" við kröfuhafa - og síðan greiðslur þess fjármagns sem þeir fá í hendur.

Nýtt fjármagn ætti a.m.k. að auðvelda að unnt verði að koma því máli frá, fækka útistandandi vandamálum um eitt.

Spurning hvort það séu nægilega mikilvægir hagsmunir að koma því máli frá, til þess að það sé þess virði að selja til kínv. aðila.

Þrátt fyrir aðvaranir Robert Blohm.

Robert Blohm - "Blohm telur tilgang Kínverjanna með hugsanlegum kaupum á Íslandsbanka, að geta lánað öðrum Kínverjum til ýmissa verkefna, hvort sem er hér á landi eða annars staðar í Evrópu. "

  • Það er líklega rétt hjá honum, að lánastefna Íslandsbanka yrði líklega mjög vinsamleg hagsmunum kínv. fjárfesta, sem áhuga hefðu hugsanlega á að fjárfesta hérlendis.
  1. Þannig séð er það - innlegg í umræðuna þess efnis, hvort við viljum kínv. fjárfesta yfirhöfuð. 
  2. Ef svarið er já, hvort það sé þá ekki í fínasta lagi, að einn viðskiptabanki hér hefði greinilega - trygg viðskiptasambönd innan Kína?

En það yrði örugglega til þess að hvetja fleiri kínverska aðila til að koma hingað með sitt fé - ef af sölu yrði á Íslandsbanka til kínv. aðila.

Ekki má gleyma því að Ísland á sl. kjörtímabili - - gerði gjaldeyrisskiptasamning við Kína.

Þannig að hér er unnt að nálgast með beinum hætti kínv. gjaldeyri, og fá krónum skipt í hann og öfugt.

Ísland þarf á frekari nýfjárfestingum að halda, og við getum ekki gert ráð fyrir því, að erlendir aðilar séu að keppa um hylli okkar í hrönnum - - auðvitað getur meira legið að baki áhuga Kínverja en einungis fjárfesting.

Þ.e. alltaf möguleiki að kínv. stjv. séu á laun með alla stjórn á málum.

Þó það sé alls ekki endilega víst að svo sé.

Kínv. aðildar eru í dag í mikilli útrás víða um heim, þ.e. ekki endilega undarlegt að einhverjir þeirra líti hingað, miðað við fjöldann.

 

Niðurstaða

Að sinni tek ég ekki formlega afstöðu. Ætla að hugsa málið. Fylgjast með fréttum. Fá frekari upplýsingar. En ég fagna öllum innleggjum - sérstaklega þeirra sem telja sig hafa þekkingu á málinu.

 

Kv.


Hagvöxtur í Japan undir væntingum!

Það er áhugavert að veita Japan eftirtekt, vegna ákveðinnar efnahagslegrar tilraunar sem þar er í gangi síðan í febrúar sl. En þá hóf Japansbanki prentunaraðgerð sem ætlað er að 2-falda peningamagn í umferð á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Tilgangur að auka verðbólgu í 2%. En lengst af síðan Japan lenti í kreppu veturinn 1989 og fram á þetta ár, hefur verið mun minni verðbólga en 2% - mörg af þeim árum, verðhjöðnun.

Eins og þekkt er - í verðhjöðnun þá verða peningar verðmeiri á morgun en í dag, jafnvel þó þú eigir þá á bók sem ber 0% vexti, þá færðu töluverða ávöxtun á Það eitt - að halda í peninginn.

Á sama tíma, er líklegt að verð eigna verði minna á morgun, og vöruverð almennt að auki.

Þannig að slíkt ástand hefur bælandi áhrif á fjárfestingu - að auki á neyslu.

Því á hagvöxt - - kenning núverandi stjórnenda Japansbanka og nýrrar ríkisstjórnar er sú, að með því að auka verðbólgu i 2%. Þá umpólist afstaða þeirra sem eiga peninga innan hagkerfisins.

Í stað þess að varðveita þá á bók, verði hagstæðara að verja þeim til einhvers - - þ.e. kaup á eignum, hlutabréfum, eða varningi.

Japansbanki sem hluta af aðgerðaplani sínu, kaupir ekki einungis bréf ríkisins heldur einnig hlutabréf - til að stuðla að hækkun hlutabréfaverðs og húsnæðisbréf þ.e. útgefin af fasteignafélögum til að keyra upp virði eigna.

Tilgangur að snúa við þeirri sýn að verðin verði lægri á morgun - heldur skapa þá að þau verði hærri á morgun.

  • Þetta hefur af árinu hækkað mjög mikið virði hluta á japanska markaðinum. En það virðist að væntingastýring Japansbanka sé að skila sér í auknum fjárfestingum í hlutabréfum.
  • Að auki hefur neysla aukist töluvert þ.s. af er ári, þ.e. meir á þessu ári en nokkur ár t.d. sl. áratugar.
  • Til viðbótar lækkaði töluvert gengi jensins þegar prentun hófst. 

Þróun gengi jensins gagvart dollar í 1. ár: Historical Rates
Click to enlarge
Þróun yfir 5 ára tímabil - sýnir aðeins aðra mynd, að jenið er ekki endilega sögulega lágt.

Click to enlarge

10. ára kort sýnir þetta ennþá betur!

Click to enlarge

Ef maður tekur það alla leið til 1990 - sést þetta enn betur!

Click to enlarge

Jenið er kannski að nálgast - meðalgengi undanfarinna 10 ára. En enn í hærri kantinum.

Sennilega vill Japansbanki og japönsk stjórnvöld, koma því a.m.k. niður í það meðalgengi.

Þegar dæmið er sett í víðara samhengi, verður þróun þessa árs töluvert minna dramatísk.

Þarna er þetta reyndar einungis skoðað dollar vs. yen, í þessu kemur líklega fram - lágvaxtastefna bandaríska seðlabankans eiginlega samfellt megnið af því tímabili. 

Ef kort yfir gengi geng jens vs. evru frá 2000 er skoðað, er jenið skv. því ekki enn komið í neina sögulega lægð, frekar nærri "miðgildi."

Click to enlarge

Hver var þá mældur hagvöxtur í Japan sem er undir væntingum?

Disappointing GDP growth revives Japan sales tax debate

2,6% á 2. ársfjórðungi vs. 3,8% á 1. fjórðungi skv. endurskoðuðum tölum fyrir það tímabil.

Þetta er samt mun betra en var árið á undan, en japanska hagkerfið var statt í algerri stöðnun jafnvel vægum samdrætti, eftir áfallið mikla í Jarðskjálftanum risastóra ásamt flóðbylgju er skók Japan um árið.

Og þetta er einnig betra en þ.s. hagtölur í Bandaríkjunum sýna þ.s. af er ári, þ.e. þeir náðu ekki ársfjórðungsvexti upp í 2% þ.e. 1. fjórðung 2013 1,4% og 2. fjórðung 2013 1,7%.

Það getur verið að Japan nái ársvextinum í 3%. Sem er harla gott miðað við ástandið sem verið hefur.

Sú deila sem er í Japan, snýst um það hvort ríkið á að hækka "söluskatt" - já söluskatt, ekki virðisaukaskatt sbr. 

"The sales tax is scheduled to rise from 5 to 8 per cent next April, the first move in a two-step increase that is to take it to 10 per cent by October 2015."

Rifrildið snýr að áhrifum á hagvöxt, en síðast þegar söluskattur var hækkaður, þá tapaði japanska ríkið á því.

"But the last time Japan raised the tax, known as the consumption tax, in 1997, a recession followed and government revenues ended up falling, making the debt problem worse."

Á hinn bóginn - - getur vel verið óhætt að framkvæma þessa hækkun í ár.

Höfum í huga að þessi söluskattur er miklu mun lægri, en virðisaukaskatturinn sem er hér á landi.

Það sem vekur áhyggjur er - að þó svo að neysla hafi aukist þ.s. af er ári, og þó svo að verðlag hlutabréfa hafi stórhækkað; er ekki að sjá enn -- aukna fjárfestingu.

"But business investment, a crucial element for any sustained recovery that has been largely missing in the Abenomics boom so far, continued to shrink, albeit at a milder pace than in previous periods. It fell by an annualised 0.4 per cent."

Á sama tíma, var töluverð aukning í útflutningi.

"In the latest quarter, private consumption increased 3.1 per cent and the value of exports rose 12.5 per cent,..."

Það er eins og að atvinnulífið sé ekki enn sannfært, að uppsveiflan þ.s. af ári sé - komin til með að haldast.

Sem getur þítt, að aukning fjárfestinga komi síðar, en eins og fram kemur hefur þó samdráttur fjárfestinga minnkað, og var óverulegur.

 

Niðurstaða

Rétt að árétta að í Japan stendur yfir tilraun í hagstjórn. Sem fjöldi aðila er mjög efins um. En ég virkilega sé ekki að mögulegt sé fyrir ríkisstjórn Japans að greiða niður ca. 245% af þjóðarframleiðslu skuldir, nema að hagvöxtur sé aukinn - - stöðnun gangi alls ekki upp.

Munum einnig að japanska ríkið skuldar þetta allt í eigin gjaldmiðli, en það þíðir að ef eins og annars leit út fyrir að þær skuldir væru öldungis ósjálfbærar; þá var í farvatninu - - hrun á trausti á japanska jeninu fyrir bragðið.

Það er því órökrétt í reynd - - að gagnrýna japanska ríkið og Japansbanka fyrir aðgerðaáætlun sem ætlað er að veikja m.a. gengið, þ.s. af er ári - - er gengið einungis að nálgast meðalgengi sl. 10 ára.

Og að auki, í því efnahagshruni er hefði átt sér stað - - mundi gengi jensins hafa fallið miklu mun meir.

Verðbólga orðið mun meiri. Auðvitað hefði það fyrir rest stuðlað að efnahagsl. endurreisn Japans, þ.e. það gengisfall. Ríkið hefði samið um skuldir við aðila, líklega þvingað fram lækkanir.

En þ.e. a.m.k. hugsanlegt að með því að keyra á lækkun gengis nú, og hækkun hagvaxtar. Þá nái japanska ríkið - - vægari lendingu.

A.m.k. tilraunarinnar virði.

 

Kv.


Klassískt dæmi um ofskattlagningu - tap "Regnbogabarna"

Þó þetta virðist ekki risamál, þá finnst mér samt athyglisvert að borgin skuli hafa rukkað sölubás Regnbogabarna um 100þ.kr. svokallað "Aðstöðugjald" fyrir að reka sölubás í einn dag.

Regnbogabörn komu út í tapi: „Gjald borgarinnar fyrir neðan allar hellur"

Stefán Karl Stefánsson - "„Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði.  Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því,"

Stefán segir:

  1. Sölutekjur 130þ.kr.
  2. Nammi kostaði rúml. 30þ.kr.
  3. Leiga á söluvagni 20þ.kr.
  4. Aðstöðugjald til borgarinnar 100þ.kr.
  • Tap 26þ.kr.

Sjálfsagt kemur einhver með þann punkt að hann hafi selt nammið í básnum gegnt of litlu verði.

Sem sjálfsagt unnt er að rökstyðja.

Á hinn bóginn virðist mér gjaldtaka borgarinnar - - langt umfram þ.s. eðlilegt getur talist.

Sérstaklega ef þ.e. rétt að mánaðargjald borgarinnar sé 20þ.kr. öllu jöfnu fyrir að reka sölubása.

Þá virðist þetta líkjast hegðan hóteleigandans, sem hækkar gjald fyrir gistingu yfir tiltekna helgi, þegar ástæða er að ætla að óvenjumargir séu staddir í borginni út af stóratburði.

Sé með öðrum orðum - > peningaplokk!

Eigendur gistihúsa eða bara eða veitingastaða hafa rétt til að gera þ.s. þeim sýnist, en það vekur athygli ef borgin er farin að haga gjaldtöku sinni með þeim hætti.

Að notfæra sér stóratburði sbr. 17. júní - Gleðigönguna - Menningarnótt.

Til að rukka mikið þá daga, því borgin veit að eftirspurn eftir aðstöðu er mun meiri þá daga en aðra daga.

 

Spurning hvort þeir sem stjórna borginni nú hafa velt fyrir sér áhrifum gjaldtöku á hegðan þeirra sem gjaldtakan er beind gagnvart?

Ég skal ekki neita því að borgin hefur verið í rekstrarvanda - - og þarf á fjármagni að halda.

En ef þeir sem eru að reka sölubása fá ekkert upp úr því, hætta þeir að mæta.

Eða að allt sem selt verður úr þeim básum, verðir óheyrilega dýrt!

En ef þetta er orðin stefnan um gjaldtöku á stóratburðum, þá er ekkert um annað að ræða fyrir rekstraraðila sem mæta á þá daga með sína bása, en að rukka gjaldið til almennings í gegnum söluverð.

Það hlýtur eiginlega að hafa nokkur áhrif á neytendur - - básafólk fær þá líklega yfir sig gusur ásakanir um okur.

En líklega dregur úr sölu!

  • Þetta er gjarnan þ.s. er vanmetið - - áhrif gjaldtöku á hegðan.
  • Þ.e. virkilega unnt að ofskattleggja, þannig að skattahækkun minnki tekjur. 


Niðurstaða

Þetta er beint að Framsóknarmönnum; en undirbúningur fyrir framboð í Reykjavík mun hefjast á næstunni. Þá á málefnavinnu, og rannsókn á því - hvaða stefnumál getur verið eftirspurn eftir. 

Hér getur verið komið eitt kosningamál, ef þ.e. virkilega stefna borgarinnar að rukka margfalt meir á tiltekna atburði.

En þarna virðist vegið að áhugahópum sem hefð er fyrir að mæti á fjöldasamkomur, til að safna fyrir málefni af mjög margvíslegum tagi.

Þeir selja eitt og annað á hækkuðu verði, miðað við dæmigerða sjoppudaga - hefur alltaf verið umborið. En ef þeir eiga að auki að rukka fyrir ofgjaldtöku borgarinnar. Er óvíst að umburðarlyndi borgarbúa verði það sama áfram gagnvart slíkri starfsemi. Fólki muni virðast söluverð vera okur.

Sala minnki - tekjur skreppi saman, og básafólk hætti að mæta.

Skemmtanir verði smám saman ekki svipur hjá sjón.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband