Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023

Rússar virðast ætla taka í notkun 70 ára gamla, T54/55 skriðdreka í Úkraínu! Árás Rússa á Bakhmut A-Úkraínu -- getur verið að kulna! A.m.k. sjáanlega veikari í rýflega viku!

Vísbendingum fjölga er benda til að Rússar ætli að innleiða T54/55 línuna í Úkraínustríð - fyrsta framleiðsluár T54 var 1947, uppfærð útgáfa T55 fór í framleiðslu ca. um svipað leiti og svokölluðu Kóreustríði lauk. T55 er þá
Hinn bóginn, var þessi lína skriðdreka lengi í framleiðslu, a.m.k. fram á 9. áratug 20. aldar, og í notkun í varasveitum Sovét-hersins, a.m.k. fram að hruni Sovéts, 1993.

  • Aldurinn, er því á bilinu 76 - 40 ára.
  • Þetta voru góðir skriðdrekar, á 6. áratug 20. aldar.
    En úreltust á 7. áratug 20 aldar.
  • Er leiddi til þess að Sovétríkin þróuðu nýjar kynslóðir skriðdreka.

Í dag eru þessi tæki fullkomlega úrelt.
Og því með afar takmarkað notagildi til hernaðar.

 

Myndir náðust af T55 skriðdrekum fyrir nokkrum dögum á flutningalest!

Image

T54/55: Línan skipti út T34 skriðdrekum er framleiddir voru í Seinni-Styrrjöld.
Ég á afar erfitt með að ímynda mér, Bandaríkin nota -- M47/M48 línuna.
En þeir voru samtíma, Bretar á sama tímabili notuðust við -- Centaurion.

Byssa: 100mm. ryffluð!
Það væntanlega þíðir, sú byssa notar ekki sömu skot og 100mm smoothbore byssa, T62.
Spurning hve mikið af þeim skotum, Rússar enn eiga.

Brynvörn: 205mm turn framan - 100mm. búkur framan.
Þynnri allsstaðar annarsstaðar.
--Stórfellt efa, sú bynvörn haldi skotum frá -- nýrri skriðdrekum.
Þ.e. öllum týpum - er þróaðar hafa verið eftir 1960.

  1. Það er magnað ef þ.e. satt, að Rússar ætla að taka þessa forngripi í notkun.
  2. Það væri í sjálfsögðu augljós vísbending örvæntingar.

Ef það staðfestist síðar meir, notkun þessara úreltu tækja.

  • Þ.e. ekki hægt að ímynda sér, bardagi milli þeirra.
    Og nýrra þróaðrs skriðdreka.
  • Sé jafn leikur.

Skipti þá sennilega ekki máli - hvort um er að ræða, T72. Eða e-h enn nýrra.

 

T54/55 safngripur!

Victory park (Kazan) (262-14).jpg

Ég sá e-h halda því fram, að þ.s. T54/55 séu ódýrari en Vestrænar skriðdreka-flaugar.
Sé það ekki svo slæm hugmynd, að Rússar beiti þeim.
En það leiðir hjá sér, að í hvert sinn ferst -- 4. manna áhöfn.

Ekki má heldur gleyma því, að allir skriðdrekar þróaðir eftir 1960, hafa betri vopn.
Samtímis betri brynvörn, og að sjálfsögðu betri miðunarbúnað.
Skriðdreka-bardagar yrðu afar ójafn leikur.

  1. Augljóslega ef Rússar beita þessum tækjum af einhverju verulegu leiti.
    Veldur það miklu mannfalli meðal raða Rússa sjálfra.
  2. Þ.s. þessi tæki, eiga svo litla möguleika.
    Að það sé eiginlega morð á áhöfnum þeirra, að notast við þá.

Það verður forvitnilegt að vita hve marga T54/55 Rússar eiga.
A.m.k. 30 ár í geymslu fyrir beru lofti í öllum veðrum, hefur vart farið vel með þá.
Getur þar af leiðandi vel verið -- flestir séu ónýtir af ryði og annarri tæringu.

Breska varnamálaráðuneytið, telur árásir Rússa í Bakhmut fjara út!

Image

Það hefur verið sjáanlega minni kraftur í árásum Rússa -- a.m.k. í nokkra daga.
Það getur vel þítt að, Rússneski herinn sé að niðurlogum kominn.
Auðvitað einnig þítt, að verið sé að færa lið til -- til standi að fókusa á annað.

Eina sem við vitum, að árásir hafa virst minni í sniðum -- liðlega viku.
All annað er hrein ágiskun -- en kannski eru þær að minnka.
Vegna þess að Rússn. herinn sé að niðurlotum kominn.

Ljósmynd tekin af skjá -- Bakhmut 25/3.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_3.jpg 

Staðan í Bakhmut þann 4/3 sl. til samanburðar!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_2.jpg

Í mars mánuð, hörfaði Úkraínuher innan Bakhmut -- að línu þ.s. á liggur í gegn.
Það var stærsta breytingin innan borgarmarka Bakhmut!
Þar fyrir utan, hafa Rússar víkkað töluvert út svæðið þeir ráða, Norðan við Bakhmut.

Úkraínuher virðist hafa náð að hindra að Rússar næðu -- að ráði lengra Vestur.
Og klárlega hefur Rússum ekki tekist að umkringja Bakhmut.

  1. 8 mánuðir nú ca. síðan bardagar um Bakhmut hófust.
    Langsamlega lengsta orrusta stríðsins.
  2. Stalingrad Pútíns?

Átökin hafa verið afar hörð -- síðan 2023 hófst.
En, Rússar virðast ekki enn -- vera augljóslega að ná, Bakhmut.

Mannfall hefur án vafa verið mjög mikið -- tugir þúsunda a.m.k. hjá Rússum.
Óþekkt hve margir Úkraínumenn hafa farist - samhliða.

  • Þ.s. Rússar hafa verið að ráðast fram, Úkraínumenn -- í vörn nær allan tímann, á ég frekar en hitt von á að Rússar hafi misst - fleiri.
  • En varnarlið vanalega býður minna tjón -- svo fremi vörnin heldur velli.
    Ef vörn brotnar, þannig flótti skellur á - undanhald ekki skipulagt, getur slíkt snúist við.

 

Niðurstaða
Ef Rússar taka T54/55 í notkun, þá er það viðurkenning Rússa á því, að þeir hafi beðið gríðarlegt tjón á sínum skriðdreka-flota, þ.s. eiginlega geta vart aðrar ástæður verið til staðar. Ég meina, tæki 40-70 ára gömul. Eru það úrelt.
Framleiðsla fyrstu útgáfu, hefst 1947, rétt eftir 1950 heft framleiðsla T55.
Framleiðslu hætt, 1981. Líklega í notkun til 1993. Örugglega ekki eftir það.

Get ekki slegið því föstu að Rússar séu komnir að niðurlotum á Bakhmut svæðinu.
Eina sem vitað, að stærð og umfang árása Rússa voru ívið minni í sl. viku.

 

Kv.


Donald Trump kallar eftir fjöldamótmælum, til að mótmæla yfirvofandi handtöku Trumps - mál er tengist greiðslum 2016 til Stormy Daniels!

Trump virðist ekki hafa birt nokkrar sannanir fyrir því að handtaka standi til.
Sem auðvitað segir ekki, að það geti ekki verið að handtaka sé yfirvofandi.
Að sögn, stendur til að handtaka hann nk. - þriðjudag!
--Sumir segja, einhvern tíma í vikunni - ekki nk. þriðjudag.

Hinn bóginn, er haft eftir lögfræðingi Trumps.
Að engin formleg boð hafi borist.
--Svo hver veit!

Trump og Stormy - þegar þau voru vinir!

Stormy Daniels claims Trump showed her a photo of Melania and Barron before  they had sex | Daily Mail Online

Eins og gjarnan með yfirlýsingar Trumps - óljóst hvað er satt, hvað ekki!
Skv. Trump barst honum leki frá skrifstofu saksóknara í Manhattan umdæmi, New York.

Donald Trump says he expects to be arrested over hush money paid to Stormy Daniels

Trump Rants Fans Must PROTEST, TAKE OUR NATION BACK!

No Notification Former President Will Be Indicted

Donald Trump arrest would be politically motivated

  1. Eina sem ég veit fyrir víst, að -- handtaka Trumps, skv. formlegri ákæru.
  2. Væri auðvitað -- risastór pólitísk sprengja.

Ég sannarlega reikna með afar fjölmennum mótmælum, ef Trump væri raunverulega handtekinn, og væntanlega að auki, fjölmennri mótmælastöðu fyrir framan, það dómshús réttað væri.
Enginn vafi, að það væri settur mjög fjölmenn löggæsla.
--Væntanlega, svæðinu í grennd við það dómhús, breytt í virki.

Ég auðvitað get ekki tjáð mig um það, hvort handtaka stendur til í vikunni.

Pence tekur sér þó strax þá stöðu, að handtaka væri -- pólitísk.
Það virðist á hreinu, Trump og flestir Repúblikanar, ætli að halda slíku fram.

  1. Auðvitað, getur það skoðast sem - árás á réttar-ríkið.
  2. Og maður á auðvitað, að ekki ákveða - hand-tekinn maður sé augljóslega, sekur.

Tæknilega eiga menn alltaf að njóta vafans, ef slíkt gerist.


Trump hefur sjálfur sagt, hann mundi græða pólitískt á handtöku!
Það má auðvitað velta því upp, hvort Trump sé sjálfur með pólitískan leik.
Þ.e. yfirlýsing um yfirvofandi hand-töku, sé tilhæfulaus.

Trump er í framboði, nýlegar kannanir innan Repúblikana-flokksins, sína staða Trumps sé ekki lengur -- einskoruð.
M.ö.o., De Santis virðist í dag - í nokkrum könnunum - hafa á bilinu nærri sama fylgi og Trump, yfir í jafnvel meira fylgi.

Kannanirnar virðast a.m.k. benda til, að Trump geti ekki verið viss um útnefningu.
Það gæti verið - Trump haldi, leikrit tengst yfirlýsingu um meinta handtöku, geti lyft upp fylginu.

Hinn bóginn, væri það einnig hugsanlega -- áhætta, að hrópa: úlfur úlfur.
Tja, eins og í sögunni, gæti fólk hætt að hlusta.

 

Niðurstaða
Á þessum punkti óljóst hvort handtaka strumps stendur til.
En ég ætla hvorki að ákveða - Trump segi satt.
Eða, að hann segir ósatt.

Látum tímann leiða fram hvort verður af handtöku.
Ef ekki verður af henni, hver veit.
Kannski Trump segist hafa hrætt yfirvöld frá því að handtaka hann.

 

Kv.


Íran og Saudi-Arabía taka aftur upp stjórnmálasamband -- með milligöngu Kína! Líklega forvitnilegasti atburður sl. viku - vísbending um aukin áhrif Kína í Mið-Austurlöndum!

Það eitt að taka aftur upp stjórnmálasamband -- þíðir ekki endilega að hafin sé vegferð sem jafnvel hugsanlega endar með formlegu friðarsamkomulagi milli Írans, og Saudi-Arabíu.
Fyrir þá sem ekki þekkja, hafa löndin 2 eldað grátt silfur -- alla tíða síðan Íran/Írak stríðinu, 1980-1988.
--Þá studdu Saudi-Arabar, í fylgd með Araba furstadæmum við Persaflóa, Saddam Hussain.

Innrásarstríð Saddams Hussain, er áætlað samanlagt hafa lagt allt að milljón manns að velli, en að verulega fleiri Íranar hafi fallið í átökum herja landanna, en Írakar.
--Hinn bóginn, endaði stríðið fyrir rest, með því að Saddam Hussain skyndilega dróg allt sitt lið til baka, er enn var innan landamæra Írans.

  1. Punkturinn í þessu, er að Íran hefur aldrei fyrirgefið þessa aðstoð Saudi-Arabíu, né annarra araba-fursta við Persaflóa, við árás Saddams Hussain á Íran.
  2. Þannig, að samfellt síðan -- hafa verið átök, ekki alltaf stöðug, en þannig að löndin nota sérhvert tækifæri - til að skaða hagsmuni hvers annars.
  • Þessi átök, hafa ekki síst hitnað, síðan stríð hófst í Yemen, þ.s. Íran styður hreyfingu Hútha, sem er Shíta-hreyfing, meðan að Saudi Arabar, ásamd Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, dæla vopnum í andstæðinga Hútha innan Yemen.
    --Talið a.m.k. 300þ. manns hafi látist í landinu, síðan það stríð hófst.
  • Þessi lönd, áttu einnig í - óbeinum átökum - meðan borgarastríð í Sýrlandi geisaði, þ.s. Íranar studdu Assad, meðan Arabafurstar dældu vopnum í vopnaða Súnní skæruhópa, er börðust við ríkisstjórn Assads - þau ár er það stríðið stóð yfir.

Sýrland er nokkurn veginn enn í rjúkandi rúst.
Yemen sannarlega er það einnig.

Iran Saudi Arabia China

China’s top diplomat Wang Yi, Ali Shamkhani, the secretary of Iran’s Supreme National Security Council, and Minister of State and national security adviser of Saudi Arabia Musaad bin Mohammed al-Aiban

Svæðisbundið Kalt-Stríð -- má sannarlega nefna þau átök.
Þ.s. aðferðafræði er sú hin sama, og er Sovétríkin og Vesturveldi börðust um áhrif heiminn vítt, frá ca. 1950 - 1989.

Iran and Saudi Arabia to renew ties after seven-year rift

What to expect after Iran, Saudi Arabia agree to restore ties

Of snemmt er að spá fyrir um hugsanleg víðtæk áhrif formlegs sambands.

  1. Þ.e. auðvitað forsenda þess, að hugsanlega binda endi á átök í Yemen, að Saudi-Arabía og Íran, geti ræðst við með formlegum hætti.
    Óþekkt á þesum pukti hvort slíkt geti verið í farvatninu.
  2. Þetta vekur upp hugsanlegar spurningar um stöðu samskipta Bandar. og SA.
    En, augljós áhugi Kína á bættum samskiptum við - auðug Arabaríki.
    Augljóslega veitir þeim ríkjum - annan valkost.
    Það eitt, getur minnkað áhrif Bandaríkjanna á svæðinu.
  • Þ.e. einfalt að skýra það - því ef Arabaolíuríkin hafa Kína sem valkost.
  • Veikir það bersýnilega, samnings-stöðu Bandar. gagnvart olíuríkum Aröpum.
  • M.ö.o. Bandar. geta þá síður, beitt þau ríki þrýstingi - til að fylgja sinni stefnu.

Með öðrum orðum, verða þá araba-olíuríkin við Persaflóa sjálfstæðari.

  1. Það þíði ekki endilega þau kúplí yfir til Kína.
  2. Enda, er það klárlega þyrnir í þeirra augum -- jákvæð samsk. Kína v. Íran.

Þess vegna er það augljós lausn fyrir Kína, að stuðla að friði þeirra í millum.
Þannig, að sú fjand-vinátta, ógni ekki áfram möguleikum Kína, til að vingast við olíuauðugu arabaríkin.

Hinn bóginn, verður það langt í frá auðvelt að leysa deilur Írana og Arabaríkjanna.
Ekki má gleyma því, að hatrið þarna á milli hefur náð að byggjast upp í töluverðan tíma.

Það hatur er slíkt, að um nokkurt árabil nú, hafa Arabaríkin álitið Íran sinn mesta óvin.
Sem hefur leitt til þess, sl. 10 ár hefur þiðnað mikið í samsk. milli Arabaríkja, og Ísraels -- skv. því forna, óvinur óvinar míns er vinur minn.

Hvað sem öllu því lýður er líklega kominn upp nýr áhugaverður vinkill.
Þ.s. sátta-tilraunir Kína, sem vert sé að fylgjast með.

Tel fram, í mínum augum væri það allra besta mál ef Kína gæti bundið endir á þá löngu óvináttu er hefur staðið yfir síðan upp úr 1980.
Ég ætla þó hvorki að spá árangri þar um, eða að það augljóslega mistakist.
Einungis vert að hafa í huga, að hatrið er mikið fyrst að átökin hafa leitt til friðsamlegra jafnvel nærri vinsamlegra samskipta Arabaríkja og Ísraels.
--En einu sinni virtist það óhugsandi, að Arabaríkin mundu friðvæðast við Ísrael.

 

Niðurstaða
Þetta er líklega áhugaverðasta frétt mánaðarins í alþjóðasamskiptum, það að Íran og Saudi-Arabía hafa tekið upp formælegt stjórnmálasamband, eftir þeim var ryftað er átök geisuðu í Sýrlandi á sl. áratug.
Í tíð, Donalds Trumps, virtist ganga mjög nærri formlegu stríði milli Írans og Saudi-Arabíu, þegar Húthí-menn, með augljósum stuðningi Írans, gerðu ítrekaðar árásir á olíumannvirki Saudi-Arabíu.
Sl. 2-3 ár, hafa átök þau ekki verið eins heit.

Sem er kannski af hverju Kína telur sig sjá tækifæri.
Vert að fylgjast með þessu.

Kína virkilega má stilla þarna til friðar.
En ég reikna ekki endilega með slíkum árangri.
Segi einungis að það væri afar gott mál.

Ég sé ekki í þessu, einhverjar verulegar líkur á að Kína skipti Bandar. út við Persaflóa.
Þó að ég bendi á, að það eitt að Saudi-Arabar og aðrir olíuríkir Arabar hafa Kína sem valkost, muni sennilega hafa áhrif á samskipti þeirra við Bandaríkin.
Þá meina ég, að jafnvægið í þeim samskiptum breytist.

En það á allt eftir að koma í ljós í því síðar meir.

 

Kv.


Rússneski herinn hefur sókt nokkuð fram Norðan við Bakhmut, A-Úkraínu -- að öðru leiti vígsstaðan í Úkraínu, afar lítt breytt milli vikna! Enn töluvert í að Rússum takist að umkringja rústir Bakhmut!

Megin-breyting vígsstöðunnar í Úkraínu, virðist við rústir Bakhmut borgar, þ.s. enn er barist hart, afar hart -- Rússar hafa greinilega náð nokkrum krafti í sóknar-væng Norðan við Bakhmut. Fyrir utan þetta:
Sé stríðið stærstum hluta, kyrrstöðu-hernaður.

Gætt dæmi, mynd frá sl. viku!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_1.jpg

Ný mynd af stöðunni í Bakhmut!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_2.jpg

Með samanburði á myndunum sést megin-breytingin -- Rússar séu greinilega með töluverðan kraft í sókn, á Norður-væng við Bakhmut. Náð að þröngva sér í gegnum, sveitafélag það síðasta er enn var Norðan við Bakhmut, Yahidne.
--Yahidne sé greinilega fallin, því Norður-vængur sóknarinnar, á Norður-útjaðri Bakhmut. Þ.e. nokkur breyting!

  • Bakhmut, er þá umkringd - á 3 vegu.
  • Enn er þó opin hlið - beint í Vestur.
  1. Úkraínuher, hlýtur þó vera farinn að alvarlega íhuga, undanhald.
  2. Eftir allt saman, hafa bardagar staðið yfir í 7-mánuði,um Bakhmut.

Þetta er því orðin, langsamlega lengsta -- orusta stríðsins til þessa.

Hlekkir á sömu kort:

  1. Sl. vika: MilitaryLandNet.
  2. Þessi vika: MilitaryLandNet.


Þetta sýnir samt, rússneski herinn er miklu mun veikari en fyrir 12 mánuðum!
Það var miklu - miklu - miklu meiri kraftur í sókn Rússa sl. vor og sumar.
Þá vísa ég til bardaga er stóðu frá apríl 2022 - til Júlí 2022.
Er Rússar þvinguðu Úkraínu-her frá síðustu svæðum Úkraína réð í Lugansk héraði.
--Þá voru 2-borgir teknar, Lysychansk og Sivierodonetsk.

  1. Rússar eru að taka þarna, á ath. 7-mánuðum, mun smærra svæði en þeir tóku á 3-mánuðum sl. sumar.
  2. Og ekki gleyma, að Rússar hafa ekki enn tekið, Bakhmut.
  • Ath. yfir sama tímabil -- er Rússar hafa tekið milli 600/700 ferkm. - tóku Úkraínumenn, rýflega 7000ferkm. -- sbr. sókn út frá Kharkiv, er náði nærri öllu því héraði sem kennt er við þá, nærri alla leið að rússn. landamærunum - og Úkraínumenn náðu aftur, smá sneið af Lugansk héraði; ekki síst með töku Lyman, náðu Úkraínumenn -- skotfærageymslum, er innihéldu mikilvæg skotfæri.
  • Seinni sóknin var við Kherson, endaði með þvinguðu undanhaldi Rússa.
  1. Sannarlega hafa Rússar verið að sækja fram -- allan liðlangan tímann, samhliða þessum atburðum -- í Donetsk héraði.
  2. Og þ.e. ekki hægt að gefa sér að, Úkraínumenn hafi kraft í aðra stórsókn -- en hver veit; orðrómur er til staðar að Úkraína safni liði og vopnum.
    --Tja, eins og þ.e. orðrómur, um meinta yfirvofandi stórsókn Rússlands.

En þ.e. ekki hægt að halda því fram -- að það sé yfirvofandi líklegt!
Að Rússar sópi gólfið -- eins og gjarnan var haldið fram enn sl. sumar.

Það virðist einfaldlega líta þannig út.
Að vindurinn sé stórum hluta farinn, úr hinum rússneska her.

  1. Hvað sem fullyrt er um stöðu Úkraínu, er vígsstaða Úkraínu, greinilega heilt yfir skárri en á sama tíma á sl. ári.
  2. En á ca. sama tíma á sl. ári, var innrás Rússa í fullum gangi í Norður-hluta Úkraínu, í grennd við Kharkiv, og alla leið að hliðum Kiev borgar - eða Kænugarðs.
  3. Og þá einnig réðu Rússar -- svæðinu við Kherson, og hótuðu sókn í átt að -- Odessa.
  4. Úkraína, í dag ræður yfir -- líklega afar fjölmennu varaliði, þ.e. einhvers staðar á bilinu 3mn. grunar mig sem hafi fengið fulla herþjálfun -- meðan að Úkraína, hafi ekki vopn næg, til að halda uppi meir en ca. 500.000 undir fullum vopnum.
  5. Ég er að vísa til þess, Zelenski fyrirskipaði allsherjar - vígvæðingu.
    Þannig, að allir karlmenn á herskyldu-aldri voru þjálfaðir, og teknir í störf er tengjast stríðinu -- þó líklegast sé einungis hluti þeirra við vopn.
    Og þar með, beinir þátt-takendur í átökum.

Í rússn. fjölmiðlum er sífellt haldið uppi augljósum þvættingi um óskaplegt mannfall.
Að Úkraína - eigi einungis eftir aldraða og unga drengi!
--Alger dómadags vitleysa.

  • Video sem Wagner militia tók um daginn, er augljós fölsun.
    Staged - eins og það heitir.

Úkraína -- hefur í mesta lagi, misst 200.000 særða og látna.
Langt - langt - langt innan við þær 3.000.000 sem líklega fengu herþjálfun.
--M.ö.o. Úkraínumenn - eigi mjög langt í þann stað, að skorta hermenn!

  1. Úkraínumenn, skorti vopn.
  2. Ekki, hermenn.

Þess vegna, vopni Úkraína ekki - milljón eða meir.
Heldur, ca. 500.000.
--Úkraína, líklega getur róterað fólki af víglínunni, til að hvíla hermenn.
Ekki síst, einnig til þess að sem flestir í varaliði, hafi bardaga-reynslu.
Og á virkilega nóg af búkum, til að fylla skörð - vegna mannfalls.

  1. Einhverra hluta vegna, hefur Pútín -- ekki framkv. sambærilega -- hervæðingu Rússlands.
  2. Heldur, virðist Pútín einungis -- fyrirskipa, takmarkaða hervæðingu -- í hvert sinn, að mannfall í röðum Rússa -- þrýstir á fleiri séu kallaðir í herinn.

Gallinn við þá aðferð, er að -- Rússar hafa ekki, þjálfað upp, eins og Úkraínumenn -- stóra púlíu af fólki, sem unnt er þá að kalla inn -- með litlum eða nær engum fyrirvara.
Margir telja að, þetta sjáist á einfaldri taktík Rússa, þ.e. frontal attacks.
--M.ö.o. ekki verið að gera neitt flókið, ráðist beint framan á víglínur Úkraínu.

  • Það er rökrétt, ef lið Rússa er í dag -- stórum hluta skipað, nær algerlega óþjálfuðum einstaklingum.

 

Niðurstaða
Það er heilmikill munur á umræðunni um stríðið nú og fyrir ári -- fyrir ári, var mikil umræða um það, hvort Úkraína geti haldið velli. Enda margir þá að spá fullum sigri Rússlands, maður sá og heyrði stöðugar væntingar frá -- Rússavinum, á þann veg að Rússar mundu sópa gólfið -- sækja alla leið að Odessa, gera Úkraínu landlukt.
Væntingar um sigur Rússa, háværar meðal Rússa-vini, fyrir ca. akkúrat ári.

Í dag, er þessi hávaði um - meintan sigur Rússa, að mestu hljóðnaður.
Enda greinilegt af vígsstöðunni, og hvernig her Rússa ber sig fram.
--Að her Rússa, er var nema skugginn af þeim her er réðst inn fyrir ca. 12 mánuðum.

Hinn bóginn, er enn eftir að koma í ljós, hvaða orku Úkraína sjálf á eftir.
Ég er í engum vafa að, Úkraína á nóg af fólki er vill berjast, og vill berjast.
Spurningin sé einungis um það, hve mikið af vopnum -- NATO vill eða getur látið Úkraínu fá.

  1. Þrátt fyrir harða bardaga við Bakhmut, einkennist stríðið af Kyrr-stöðu-hernaði.
  2. Árásir Rússa séu víðast hvar of veikburða, til að rugga víglínunni.

Það kemur í ljós, eftir að Úkraína fær milli 100-150 vestræna skriðdreka.
Hvort það verður Úkraínuher, sem hefur stóra vorsókn!
--En ég er farinn að efa að, meint stórsókn Rússa er hefur átt að vera yfirvofandi, eigi sér stað yfir höfuð -- efa sannast sagna nú, Rússland eigi eftir næg vopn og skotfæri, til að vopna þann stækkaða her er til þess þyrfti.

En vaxandi vísbendingar eru um skort á mörgum vopnakerfum, og einnig á skotfærum.
Á móti, skortir Úkraínumenn -- einnig vopn og skotfæri.
Ef það á við báða heri, þá auðvitað er það -tæknilega séð- næg skýring fyrir því, að hernaður sé - a.m.k. að einhverju verulegu leiti - lamaður.

Það getur einfaldlega verið - að málið sé frekar, skortur á vopnum og skotfærum hjá báðum. En, að það sé skortur á búkum, hjá báðum.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband