Sl. helgi tilkynnti ríkisstjórn Írans það að stjórnvöld Írans og Kína hefðu undirritað 25 ára víðtækan samstarfs-samning í sl. mánuði. Áhuga vekur að tilkynningin var gerð er röð heilagra frýdaga stóðu yfir í Íran -- en fréttir um viðræður ríkisstjórnanna er höfðu borist nokkru áður, vakti nokkra andstöðu meðal almennings í Íran.
Óttinn er auðvitað um sjálfstæði landsins meðal þeirra er vilja verja það sjálfstæði.
- Um hvað akkúrat var samið, hefur ekki verið -- birt.
- Þannig að innihald samningsins er á huldu stærstum hluta.
Því ekki vitað hve djúpt hann raunverulega rystir. Þar með ekki hve mikið Kína býður.
Eiginlega er ómögulegt að álykta út frá þeirri leynd.
--Hún gæti hvort-tveggja þítt, samningur gangi skammt, og að hann gangi mjög langt.
Spurningin um bandalag Kína og Írans!
Ég hef velt þeirri spurningu upp mörgum sinnum!
- 23/11/2014 - Prúttið um Íran - vaxandi hætta á nýju köldu stríði, hefur sennilega styrkt verulega samningsstöðu Írans.
Þarna fjalla ég um samninga er þá voru ókláraðir um kjarnorkusamning Obama við Íran.
En í þeirri umfjöllun, bendi ég einnig á að Íran hefur samstarf við Kína klárlega sem hugsanlegan valkost - jafnvel bandalag.
Varpa þeirri hugmynd fram hvort sú möguleiki hafi haft áhrif á stórveldaviðræðurnar við Íran, þó það hafi aldrei formlega komið fram. - 9/5/2018 - Nýjar refsiaðgerðir Donalds Trumps á Íran - gætu smalað Íran upp í fang Kína.
Þarna tala ég mjög skírt um þann möguleika.
Að refsi-stefna Bandaríkjanna geti leitt fram bandalag Írans við Kína. - 12/5/2018 - Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína.
Í þeirri færslu, árétta ég punktinn frekar - bendi á að stefnan um harðar refsi-aðgerðir, ætlað að lama efnahag landsins, leiða fram uppgjöf þess --> Væri nánast klæðskerasniðin til þess, að hámarka líkur á bandalagi Írans við Kína.
Ég bendi á að slíkt bandalag væri mjög skaðlegt fyrir hagsmuni Vesturlanda.
Og því væri ég afar ósammála þeirri stefnu, það er hún skv. mínu mati skaði Vestræna hagsmuni, og hagsmuni Bandar. að auki.
--Þetta er ekki tæmandi listi yfir þau skipti ég hef fjallað um samskipti Bandar. og Írans!
Og hvernig refsi-stefnan hafi takmarkað aðra valkosti Írans.
En einmitt þann, að gera samninga við Kína!
Þess vegna hef ég árum saman verið fullkomlega ósammála þeim sem voru móti Írans-samningnum.
Því hann hafi verið eina tryggingin sem Vesturlönd höfðu, að Íran tæki ekki valkostinn að gerast bandalagsríki Kína.
--Ástæðan er sú, að skv. minni bestu þekkingu, eru Íranar með metnað um sjálfstæði.
- Ég nefni það hreinlega til sönnunar því, að Íran sé þetta lengi að taka slíka ákvörðun!
Það sýni augljósa tregðu! - Það tek ég til sönnunar því, að matið á Írans samningnum hafi verið rétt.
Að með því að tryggja opnun Írans að alþjóða-mörkuðum, ef Bandar. hefðu ekki gengið út úr honum skv. vilja Trumps -- þá hefði Íran frekar valið það að taka fjárfestingu frá mörgum áttum, ekki vera einum einstökum aðila of háð.
Það skrítna við stefnu bandarískra Repúblikana í málum Írans! Er það hvernig þeir hafa algerlega horft framhjá Kína -- sem valkosti fyrir Íran!
Framsetning stefnunnar í tíð Trumps var einföld.
Það er, framsetningin var þannig sett fram að um væri að ræða -- binary model.
- Aðgerðin snerist um að loka á aðgengi Írans að mörkuðum, þvinga Íran til uppgjafar.
- Engu orði var minnst á Kína!
Binary -- þ.s. látið var svo að samskiptin væru eingöngu -- Íran vs. Bandaríkin.
En ekki -- 3. hliða, þ.e. Íran - Kína - Bandaríkin.
--Sem er hin raunverulega staða.
Mér fannst afar sérstakt hvernig Trump stjórnin -- algerlega leiddi hugann frá Kína.
Í samhengi Mið-Austurlanda, þó er Kína í dag stærsti fjárfestirinn í Írak.
Og einn allra stærsti kaupandi olíu af ríkjum við Persaflóa.
--Sama tíma, hafði Trump stjórnin afar miklar áhyggjur af vaxandi veldi Kína í heims-málum.
Þess vegna var ég allan tímann svo fullkomlega - dolfallinn, að Kína var aldrei höfð í módelinu sem Trump stjórnin bjó sér til, varðandi hvernig aðgerðin ætti að ganga fram gegn Íran.
- Trump stjórnin, virtist sem sagt -- alls ekki reikna með Kína sem geranda í deilu Bandaríkjanna við Íran.
- Ég er einfaldlega fullkomlega forviða yfir slíkri afstöðu.
--Þegar menn fullkomlega blinda sjálfa sig gagnvart mikilvægum leikmanni.
Þá auðvitað skapa þeir sjálfum sér þá hættu, að leikar fari ekki með þeim hætti þeir ætla sér.
Seint á sl. ári bárust fregnir óljósar af því að Kína og Íran væru að semja! Nú er samningurinn er gerður, er á tæru að hann klárlega styrkir samningsstöðu Írans!
Þó ekki sé vitað nákvæmlega hvað í honum er -- geta Bandaríkin ekki lengur látið sem.
Að Kína sé ekki mikilvæg breyta/gerandi í samskiptum við Íran!
Iran and China sign 25-year cooperation agreement
Eina sem vitað er - Belt and Road - er hluti af samningnum.
Íran virðist standa í boði einhverjar verulegar fjárfestingar.
Og ég reikna með því að framtíðar olíukaup séu tryggð.
--Annað er eiginlega óþekkt.
En löndin 2 gætu vel gert með sér skipti-gjaldmiðils-samning.
Þannig að opin viðskipti gætu farið fram þeirra milli, milli frjálsra aðila.
--Að Kína kaupi olíu, ætti rökrétt finnst mér að þíða með formlegum verslunar-samningi, að Íran standi nánast allar vörur er Kína framleiðir aðgengilegar.
- Ekki vitað hvort vopna-sala sé innifalin.
En Kína getur séð Íran fyrir miklu betri vopnum en Íran ræður yfir í dag.
En flest vopn Írans, eru í dag áratuga-gömul. - Þ.e. einmitt punktur til fólks.
Að velta því fyrir sér.
Hvað getur Íran gert, með miklu betri vopnum? - Ef menn halda að Íran hafi verið erfitt áður.
Þann punkt hef ég komið fram með mörgum sinnum áður.
Nýr samningur Írans við Kína, hlýtur að hafa áhrif á samninga Írans að nýju við Bandaríkin. Styrkt samningsstaða Írans, þíðir að sjálfsögðu að Íran mun lítt til ekkert frekar gefa eftir miðað við það er Íran áður hafði lofað!
En þessi veikari samningsstaða -- hafa Bandaríkin sjálf skapað sér.
En ef Bandaríkin hefðu ekki sagt upp, Írans samningnum við valdatöku Trumps 2017.
--Tel ég ólíklegt að Íran hefði gegnið svo langt í samningum við Kína.
En skv. Írans samningnum, átti að galopnast aðgengi Írans að mörkuðum.
--Sem og að fjárfestingum! Sem hefðu þá komið að hvaðan sem er.
Íran hefði örugglega frekar valið sér það ástand.
Þannig að í mínum huga er enginn vafi að Írans stefna Trumps, sé beinn orsakavaldur hinnar nýju og klárlega mun veikari samningsstöðu Bandaríkjanna nú.
--Eins og fram kemur í eldri bloggfærslum hlekkjað á að ofan, var ég frá upphafi fullkomlega andvígur stefnubreytingu Trumps í málum Írans, taldi hana mistök þá -- tel það fullkomlega staðfest nú svo klárlega hafi verið.
U.S. says indirect nuclear talks with Iran to resume on Thursday
Held þær viðræður verði mjög erfiðar.
Íran muni lítt til ekki nokkurt eftir gefa.
Iran almost ready to start enriching uranium to 60% purity - IAEA
Á meðan virðist ljóst Íran hafi bætt tækni sína við skilvindur.
Sem gegna því hlutverki að - auðga úran.
Er færir Íran nær takmarki að smíða svokallaða, úrans-kjarna-sprengju.
--Með þessu, sýnir Íran á að tilraunir Trump stjórnarinnar til að útiloka að Íran geti smíðað kjarna-vopn hafi ekki skilað árangri.
- Hvort-tveggja styrkir samningsstöðu Írans: nýi samningurinn við Kína. Að tæknin við auðgun sé betri nú, þannig að Íran nái nú hærri styrk kjarna-kleyfra sameinda en áður.
- Íran á þegar eldflaugar, þannig að Íran vantar bara sprengjuna.
Ekkert bendi til þess að Bandaríkin nái fram drauma-markmiðum!
- Að þvinga Íran til að leggja af langdrægar eldflaugar.
- Að yfirgefa tækni er geri mögulegt smíði kjarnasprengja.
- Né þau áhrifa-svæði er Íran hefur aflað sér sl. 20 ár í Mið-Austurlöndum.
Ég fæ ekki betur séð en að refs-stefna Bandaríkjanna sl. 40 ár.
Hafi beðið endanlegt skipbrot.
--Hún hafi skilað þeim árangri:
- Íran eitt helsta veldið í Mið-Austurlöndum.
- Íran sé nærri því að smíða kjarnavopn.
- Og möguleikinn á bandalagi við Kína, sé mjög raunverulegur nálægur möguleiki.
Það eru líklega fá dæmi um það að stefna hafi skilað svo neikvæðum árangri.
Fyrir það land sem hefur fram-haldið-þeirri stefnu.
--En allar útkomurnar eru afar neikvæðar fyrir Bandaríkin sjálf.
Því verri verða þær fyrir Bandaríkin sjálf, því lengur sem Bandaríkin framhalda slíkri stefnu.
Obama forseti hafði fullkomlega rétt fyrir sér 2014 - er hann vildi semja frið við Íran.
--Því það hafi verið skársti valkosturinn er Bandaríkin stóðu frammi fyrir.
- Öll gagnrýnin á þann samning - hafi líst fullkomlega óraunsægjum hugmyndum.
- Um það hvað Bandaríkin væru fær um að ná fram!
Niðurstaðan er því sú, að líklega verður -- nýr samningur ef e-h er, ívið lakari.
En samt skárri, en að halda deilum við Íran -- áfram!
Niðurstaða
Eins og kemur fram er ég á þeirrar skoðunar að stefnu-útúrdúr Trumps er hann sagði upp Írans samningnum, hafi verið stórfelld mistök -- er nú eins og ég spáði þá er sú stefna var að birtast eins og sést í hlekkjuðum gömlum færslum, að mundi líklega leiða til ófarnaðar fyrir Bandaríkin.
Sú staða virðist mér blasa við, að samningsstaða Bandaríkjanna sé nú - veikari en í tíð Obama, vegna þess að stefnan hafi leitt fram hvað ég óttaðist, nálgun Írans og Kína.
Líklega er enn hægt að beita Íran fortölum að ganga ekki enn dýpra inn í bandalag við Kína.
En einungis með því að leggja af allar refsiaðgerðir gagnvart Íran, þar með allar hindranir af hálfu Vesturlanda gagnvart Íran - er það leitar eftir viðskipta- og fjárfestinga-tengslum við 3-ju ríki.
Ég er enn á því, að ef sá valkostur opnast, velji Íran frekar að forðast að verða einum aðila of háð, samningur við Kína væri samt til staðar fyrst um hefur verið samið.
--En Íran væri þá líklegt til að nota hann mun síður, m.ö.o. samskiptin yrðu grynnri en annars.
Það sé líklega úr því sem komið er, skársta lending sem Vesturlönd geta náð fram.
Að halda deilum enn lengur fram -- leiði til enn verri valkosta.
--Þetta sé ekki, win win - heldur, lose lose.
Ef deilum væri framhaldið.
Best sé að sætta sig við það er við blasir, að Íran er sigurvegari.
Taka tapið sem orðið er, og hætta að grafa holuna dýpra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.4.2021 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Málið með Mitch McConnell, hann var aldrei Trumpari -- Trump er í reynd að ráðast að honum fyrir það, að aldrei hafa verið stuðningsmaður Trumps sérstaklega, m.ö.o. fyrir að aldrei hafa verið Trumpari.
Skv. því ég man eftir, tók McConnel aldrei formlega afstöðu með Trump, í kjölfar kosninganna!
Aftur á móti, ítrekað sagði McConnel að Trump hefði fullan rétt til að kæra kosninganiðurstöðuna.
--Sem Trump sannarlega gerði í 62 dómsmálum, tapaði 61 - eitt endaði í dómssátt.
Það er fyrir utan 2-skipti er Hæsta-réttur Bandaríkjanna vísaði frá máli!
Donald Trump: If that were Schumer instead of this dumb son of a bitch Mitch McConnell they would never allow it to happen. They would have fought it,
Hann virðist íja að því, að Schumer hefði líklega staðið betur með honum, en McConnel -- ef hlutverkum hefði verið umsnúið.
Stóri glæpurinn skv. ræðunni, virtis skv. Trump vera sá -- McConnel hafi ekki gert sitt til að hindra embættistöku Joe Biden.
Hann beindi sjónum einnig að Mike Pence, sem hann einnig taldi hafa svikið sig -- m.ö.o. ekki gert þ.s. honum hafði verið uppálagt.
Trump Calls McConnell a Dumb Son of a Bitch and Stone Cold Loser at Donor Event
'Dumb son of a bitch': Trump rips McConnell at Mar-a-Lago
Aftur á móti virðist það orðinn að -trúisma/truthiness- meðal meirihluta Repúblikana kjósenda, og samtímis þeirra er vilja vera áfram í pólitík!
Að kosningunni hafi verið stolið!
--Þó svo að allar tilraunir til að kæra málið fyrir rétti, hafi ekki skilað árangri.
--Samtímis, hafi meira að segja Dómsmálaráðherra Trumps - og hans ráðuneyti, tekið þá afstöðu í formlegum yfirlýsingum ca. mánuði eftir kosningar, að ráðuneytið hefði ekki fundið sannanir fyrir umfangsmiklu kosningasvindli er hefði getað haft áhrif á kosninga-niðurstöðu.
- Vandamálið við -trúisma- eða -truthiness- að það snýst ekki um lógík.
Einungis um spurninguna að trúa. - Bendi á, að fjölda tilvika sáu dómarar er Trump sjálfur hafði skipað um mál.
Skipti það engu máli. - Bendi auki á að -- Trump skipaði a.m.k. 2 dómara í Hæsta-rétt, var kominn íhaldssamur meirihluti þar -- samt vísaði rétturinn báðum tilraunum Trumps frá, og að auki máli framsettu af aðilum í Texas-ríki.
M.ö.o. þ.e. ekki hægt að segja að -- það hafi verið -partisan- afstaða gegn Trump í þessu.
Þ.s. greinilegt var, að í mörgum tilvikum - stóðu skipaðir Repúblikanar ekki með honum!
En Trump hefur alltaf gert kröfu um -- skilyrðislausa fylgisspekt.
Trump hefur síðan hann tapaði -- uppnefnt Repúblikana er ekki stóðu með honum RINO (Republicans in Name Only)!
Sem sagt, að ef menn standa ekki og sitja nákvæmlega eins og Trump vill, séu menn falskir Repúblikanar!
Það sem ér er að gera í þessu, er að útskýra af hverju Trump í ræðu, kallaði McConnel -- Son of a bitch.
--Hann getur ekki fyrirgefið, skort á fylgis-spekt.
Nokkru fyrir embættisútnefningu Joe Biden -- lýsti McConnel því yfir, Biden væri réttkjörinn. Og að auki, mælti með því við Repúblikana, að þeir hættu að berjast gegn yfirvofandi embættisútnefningu Joes Biden. Í kjölfar mótmæla er leiddu til þess að múgur stuðningsmanna Trumps réðst inn í þinghúsið í á Capitol Hill Washington, þá brást McConnel þannig við með því að gagnrýna Trump og lísa yfir ábyrgð Trumps.
--Þessi atriði mun væntanlega Trump aldrei fyrirgefa.
Skv. Trump -speek- þíðir þetta að Mitch McConnel hafi svikið Trump.
Þó McConnel hafi aldrei lýst yfir formlegri fylgis-spekt!
--McConnel hefur alltaf staðið með McConnel, tja eins og Trump stendur með Trump.
Báðir tveir eru m.ö.o. stór ego þó Trump væntanlega taki McConnel fram í að líta stórt á sig.
Niðurstaða
Eiginlega verður að segjast að þrátt fyrir væntingar um Trump - þá virðist hann mér eiginlega hafa gert miklu mun minna en margir væntu, m.ö.o. sem dæmi virðast flestar stuðnings-yfirlýsingar frá Trump til '22 framboða vera til - þekktra Repúblikana.
M.ö.o. ekki að sjá stað að Trump sé að gera tilraun til að skipta út þeim sem ekki eru augljóslega harðkjarna Trumparar, fyrir þá sem lengi hafa verið í pólitík.
M.ö.o. að ekki virðist mikið fara fyrir hinni meintu -- Trump byltingu.
Eiginlega virðist mér sífellt fleira benda til þess, að þ.s. sumir aðrir spáðu sé farið að gerast, að Trump hreyfingin hægt og rólega lognist út af - m.ö.o. fjari út.
Sannarlega virðast flestir talsmenn innan flokksins gæta þess að styggja ekki Trump og Trump-sinna.
En menn geta treyst því að langsamlega flestir þeirra, gleyma Trump fljótt og öllum hugsanlegum loforðum gagnvart honum -- um leið og þeir óttast hann ekki lengur.
--Þess vegna er svo áhugavert, að Trump virðist ekki sjálfur nenna að keyra þá -byltingu.-
Ég hugsa að Trump muni líklega ekki hafa nokkur langtíma áhrif á flokkinn.
En meðan hann vofir enn yfir honum, ca. áratug í mesta lagi, haldi flokkurinn hugsanlega áfram í ræðum að tala um þau atriði Trump og Trump-arar halda á lofti.
--En mér virðist fátt benda til þess, að það rysti dýpra en - umtal.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.4.2021 kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
6.4.2021 | 13:10
Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?
Síðan hamfarirnar hófust ca. 20/2 sl. með jarðskjálftavirkni tengt rekhreyfingu er þá varð - er maður verður að reikna með að hafi ræst allt ferlið með þeim hætti að opna fyrir kvikuflæði alla leið upp frá sjálfum möttli Jarðar þarna undir - ca. 20km. niður í beinni línu; þá virtist kvikuflæði á svæðið undir yfirborði liðlangan tímann vera ca. 5rúmm./sek.
Nú er gosið áætlað ca. 10rúmm./sek.
Kort vísar til upphaflegu rekhreyfingarinnar
Lengst af var kvikan undir yfirborðinu að er virtist leikmanni, stöðugt að leit að leið upp á yfirborð - væntanlega muna allir eftir jarðskjálfavirkninni er markaði það tímabil.
Allir muna gangavirknina er stóð í 3-4 vikur
Gangavirknin bjó til gang er virðist liggja frá SV til NA. Gos hefst síðan þann 20/3, gos sem margir landsmenn þustu til að skoða! Afar fallegt gos! Mynd tekin 1. dag goss!
Í gær þann 5/4 stækkar gosið, ca. 2-faldast er ný sprunga myndast NA-við fyrra gos.
Loftmyndin sýnir vel hve nærri hin nýja sprunga er fyrri eldstöð, sem enn er virk!
Síðan var eftirfarandi mynd tekin af jarðfræðingum rétt fyrir myrkur.
Spurningin er; getur gosið stækkað aftur - kannski ítrekað?
- Við vitum ekki hve mikil kvika hefur safnast undir jarðskorpunni þarna undir á sl. 6-8þ. árum, en síðast gaus á Fagradals-elstöðvarkerfinu fyrir 6.000 árum ca. sbr. Keilir.
- Skv. mínum skilningi, mynda gos jafnvægi milli kviku-þrýstings að neðan vs. hve mikinn þrýsting þarf til að viðhalda gosinu, koma kvikunni upp.
- Vegna þess að enginn veit hve mikil kvika er þarna djúpt undir á 20km. dýpi.
Getur enginn heldur vitað, hver uppsafnaður þrýstingur allrar þeirrar kviku er. - Gosið væntanlege hefur stækkað þannig.
A)Að berglög er liggja meðfram sprungunni er liggur lóðrétt upp.
Bráðna smám saman - vegna þess að kvikan er afar heit.
B)Sú bráðnun berglaga er sleikja kvikuna er hún leitar upp.
Væntanlega smám saman víkkar þann gang eða sprungu er liggur lóðrétt. - Kenningin er þá sú, að sú víkkun á lóðrétta ganginum/sprungunni, haldi áfram.
A)Þannig, er sú víkkun verður aukist lóðrétta uppflæðið aftur.
B)Aftur fari kvika að safnast saman þarna rétt undir yfirborði.
C)Því núverandi sprunga upp á yfirborð sé þá ekki nægilega víð, fyrir allt það er vill upp er lóðrétta flæðið heldur smám saman áfram að vaxa.
D)Þannig að smám saman myndist nýr kviku-þrýstingur rétt undir yfirborði er ójafnvægið milli streymisins frá 20km. dýpi og þess hve opna leiðin upp á yfirborð getur tekið við; vex. - Þannig að hugsanlega aftur að nokkrum vikum liðnum -- geti ný sprunga opnast í annað sinn, þar með leiðin upp á yfirborð víkkað á nýjan leik; gosið vaxið í annað sinn.
- Ef aftur á móti, kvikuþrýstingurinn frá 20km. viðhelst enn öflugur -- heldur það ferli sem ég nefni ef til vill áfram, að kvikan á leið upp bræðir út frá sér, víkkar ganginn eða sprunguna er liggur lóðrétt frá 20km. upp í ca. 1km. -- sem sagt upp að svæðinu rétt undir gosinu sjálfu.
Ef síðan það magn er vill upp, aftur verður meira en gosið getur hleypt upp.
Þá geti sagan endurtekið sig í 3-ja sinn.
--Kannski oftar, máski mörgum sinnum.
Megin ábendingin sé, enginn veit hver kvikuþrýstingurinn þarna niðri er.
Falleg mynd tekin í gær, 5/4 - sömu gígar og á fyrri mynd!
Rétt að benda samt á, að þó gosið stækki nokkrum sinnum er það ekki risagos!
Skv. upplýsingum um Holuhrauns-gos, var mesta flæði þess: 350rúmm./sek.
Þó að dæmigert flæði hafi verið nær ca. 100-150rúmm./sek.
Sjá: Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands10. mars 2017
- Gosið á Reykjanesi nú áætlað: 10rúmm./sek.
- Svo það er kannski ekki ástæða að fara algerlega á taugum, þó gosið geti stækkað frekar.
- En á móti kemur, að er gosið nær loks jafnvægi milli kviku-uppstreymis og þrýstings er þarf til að viðhalda því.
- Er samt hugsanlegt að verulega stækkað gos standi árum saman!
Aftur sami punkturinn að engin leið er að vita hve mikið magn af kviku er þarna 20km. niðri.
Lokin mynd er úr lofti er sýnir nýja gosið horft til þess gamla enn í gangi!
Niðurstaða
Nú auglýsi ég eftir einhverjum með jarðfræði-þekkingu, er geti lagt dóm á sennileika minna vangavelta, þó mig gruni þær séu sennilegar má vera jarðfræðingur hafa aðra sýn!
Til að róa fólk aðeins, þá var Holuhrauns-gos skv. upplýsingum á bilinu 100-150rúmm./sek. lengst af, þó það hafi toppað um tíma upp í 350rúmm./sek.
--Enda stærsta gos á Íslandi síðan ca. 1780.
Til samanburðar við það - er núverandi gos þó stækkað í 10rúmm./sek. enn afar lítið.
Það væri enn lítið, þó það stækkaði í 15rúmm./sek. og jafnvel 20rúmm/sek.
--Auðvitað á einhverjum punkti gæti það hætt að teljast lítið.
Jafnvel stækkað gos gæti staðið lengi, þó jafnvel það stækki frekar - töluvert frekar jafnvel.
Vísa eina ferðina enn í það að enginn veit hve mikil kviku-uppsöfnun hefur orðið þarna 20km. niður, sl. 6000-8000 ár, magn kviku og kviku-þrýstingur þarna niðri séu hvorar tveggja óþekktar stærðir.
--Þessi atburðarás getur því reynst afar spennandi og áhugaverð!
Auðvitað vekur það eðlilega ugg, hve nálægt byggð gosið er.
Þó líklegast virðist að gosið ógni henni ekki með beinum hætti.
Jafnvel þó það hugsanlega færðist til í annað, jafnvel 3ja sinn.
--Hver veit hve oft það getur gerst, það hugsanlega vaxið í hvert sinn.
Möguleikinn er samt til staðar, svo yfirvöld þurfa vera á varðbergi.
Ég skil af hverju aðgengi að svæðinu var bannað. Eftir allt saman sýndi tilfærsla goss í gær, fram á hve hættulegt svæðið er -- eftir allt saman, hjóluðu tveir einstaklingar yfir dalinn þ.s. ný sprunga myndaðist í gær einungis mínútum á undan, án þess að vera varir við nokkra jarðhræringu - er gosið kom upp kannski 20 mín. síðar.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mér virðist flest benda til að Joe Biden sé að standa sig - frábærlega í embætti, en mér virðist útlit fyrir að hin nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna muni ná að takast að kveða kófið niður í Bandaríkjunum rétt u.þ.b. er árið er hálfnað, ef mið er tekinn af þeim árangri ríkisstjórn Bidens þegar hefur náð - sbr. takmarkið að bólusetja 100 millj. náðist á 59. degi, því uppfærði Biden takmarkið í 200 milljón innan 100 daga frá setningu í embætti.
- Nú segir Biden, að á nk. 3-vikum, muni 90% Bandaríkjamanna öðlast aðgengi að tækifæri til bólusetninga innan 5-mílna radíus frá eigin heimili!
- Það ætti að þíða, að hraðinn í bólusetningum aukist til mikilla muna -- svo að það ætti að vera gerlegt, að ná að klára 90% takmarkið í maí.
--Svo fremi að ekki sé fjölmennur hópur er alfarið hafni öllum bólusetningum.
Sama hve mikið sé leitast við að dekstra þá til að mæta til bólusetningar.
Varðandi Trumpara-röfl um meinta andlega veikleika Bidens, bendi ég Trumpara er setur inn athugasemd á að lesa þetta: MAGA World says Biden's lost it. Republican senators disagree.
- Í umfjöllun Politico, er rætt við fjölda Repúblikana - er hafa rætt sjálfir við Biden.
Sá hópur er einfaldlega ekki sammála -- vinsælum fullyrðingum - Trumpara.
Ég bendi Trumpara er hugsanlega leggur orð í belg, að lesa þau ummæli.
Allt virðist ganga Biden í hag
Skv. umfjöllun skal 90% Bandaríkjamanna öðlast aðgengi að bólusetningum innan skamms
- For the vast, vast majority of adults, you won't have to wait until May 1. You'll be eligible for your shot on April 19 -- sagði Biden!
- As of last week, the pace of U.S. vaccinations has been averaging about 2.5 million doses per day. If that rate is maintained, Biden's 200 million target would be hit in about five weeks, or around April 23.
Það mundi þíða að 100 milljón mundu hafa verið bólusett á milli föstudags 26/3 sl. og 23/4.
M.ö.o. 100 milljón manns á tæpum mánuði!
--Það þíddi, að fyrir lok maí, ætti ríkisstjórnin auðveldlega ná 90% takmarkinu.
- Íbúar Bandar. eru 328 milljón.
90% af þeirri tölu er -- 295 milljón.
Þannig að mér virðist - fremur örugglega stefna í að ríkisstjórn Bidens sennilega nái 90% takmarkinu fyrir maí lok.
------------
Meira að segja Repúblikanar -- eru ekki almennt að rífast um þann punkt.
Að efnahagur Bandaríkjanna stefni á flutak seinni part árs!
- Með kófið úr sögunni!
- Með kóf -stimulus- pakka Bidens þegar samþ.
- Líklega að auki, mun Biden ná fram - infrastrúktúr pakka upp á 3tn. dollara að auki fyrir þann tíma.
Er ekki eiginlega með nokkrum skynsömum sanngjörnum hætti unnt að efa!
Að Bandaríkin stefna á efnahagslegt flugtak!
Biden Hails Vaccine Progress While Warning of New Virus Wave
Biden vows to expand vaccine access as CDC chief raises alarm
Internal CDC data shows virus regaining foothold as Biden urges states to pause reopening
90 Percent of Americans Will Be Vaccine Eligible by Mid-April
Varðandi vinsælt Trumpara-röfl um meint Trump-kraftaverk, þá hafa 5 lönd þróað bóluefni innan 12 mánaða frá því Kófið hófst!
- Það sem gerðist var ekki - Trump-kraftaverk - að bóluefnin urðu til svo fljótt.
- Það sem gerðist var, að þjóðir heims greinilega ákváðu að sleppa kröfunni um langtímaprófanir bóluefna.
Þetta er afar einfalt, bóluefnin voru alls staðar heimiluð, eftir 3-ja stigs prófanir.
Það þíðir, að þau voru heimiluð alls staðar, án þess að uppfylltar væru kröfur um lang-tímaprófana-ferli.
Þegar fólk á fyrri hl. sl. árs -- spáði því að nokkur ár tæki að þróa bóluefni.
Var það fólk að miða við þær reglur er voru í gildi, er gerðu ráð fyrir -- langtíma prófunar-ferli.
--Eðli sínu skv. þarf lang-tíma-prófunar-ferli að taka - langan-tíma.
Með því að -veifa- kröfunni um langtíma-prófanir, þá auðvitað -- styttist rosalega tíminn.
Sagan um - Trump-krafta-verkið er auðvitað ein af þessum furðu-sögum, er ganga um sem sann-leikur -truthi-ness- meðal Trumpara!
Niðurstaða
Ég held að Biden stefni á ofur-vinsældir - rökrétt má ætla að þegnar landsins muni þakka Biden fyrir að kveða kófið svo hratt niður sem sannarlega stefnir í - að auki fá þegnar landsins peninga í vasann í boði Bidens 2000 ef viðkomandi er atvinnulaus annars 1600, tekjutengingar geta þó minnkað þá upphæð - síðan vænkast hratt aðgengi fólks að störfum; aukin bjartsýni fólks vegna mun bjartari horfa og loka kófsins -- rökrétt leiða til aukinna vinsælda!
--Ég ætla að spá því að Biden fari í rýflega 60% approval rating seinni hl. árs.
Það getur síðan verið að hann haldi 60% töluvert í kjölfarið.
En rökrétt verður hraður hagvöxtur seinni part þessa árs, a.m.k. hraður fram til miðs nk. árs -- er sennilega hægir á er Bandaríkin ná slakanum af hagkerfinu.
Eftir svokallaðan - catch-up growth - þá rökrétt hægir hagkerfið sennilega á svipaðan meðalhraða hagkerfið hafði sl. 7-8 ár á undan, m.ö.o. rúmlega 2%.
- Ég hugsa þetta dugi samt til þess að Demókratar standi mjög sterkir fyrir þingkosningar á nk. ári. Ég spái góðum úrslitum þar!
En ríkisstj. er ekki rökrétt refsað nema illa gangi -- allt ætti að ganga vel.
Obama tapaði sambærilegum þingkosningum, því atvinnuleysi hélst lengi.
Öflugur -stimulus- Bidens, ætti að tryggja að það endurtaki sig ekki.
--Þ.e. hinn eiginlegi tilgangur þeirrar aðgerðar, að tryggja örugga kosningu '22.
Biden er eiginlega afar heppinn, m.ö.o. tekur við Bandar. er þau þegar hafa botnað í niðursveiflu, þannig að hann græðir á því er hagkerfið hefur uppsveiflu að nýju.
Og að auki, tekur hann við, eftir að heimurinn hefur tryggt - tilvist bóluefna.
--Það þíðir að hann líklega hefur einstakt tækifæri til að tryggja sér og ríkisstj. vinsældir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.3.2021 | 16:59
Forvitnileg krísa varðandi strandaða risaskipið í Súezskurði - sýnir einhverju leiti áhættuna af því veröldin er svo háð tveim skipaskurðum, Súez og Panama!
Skipið, Ever Given, er það stórt að umfangið er ekki auðvelt að gera sér í hugarlund, sbr. 224.000 tonn skipið sjálft, ber síðan 20.000 gáma er hver um sig getur borið á bilinu 10-20 tonn, m.ö.o. erum við að tala um mögulegan burð upp á 200.000 tonn.
Er gefur mögulegan heildarþunga vel yfir 400.000 tonn - ef allt er tekið með.
- Lengd: 399,94m.
- Breidd: 59m.
- Ristir: 15,7m.
Gerfihnattamynd!
Skipið sem sagt, þverar algerlega skurðinn - fremri 1/3 skips er fastur á grunni.
Meðan aftari 2/3 er fljótandi.
--Það skýrir björgunarplanið, sbr. stendur til að toga aftan og framan, samtímis.
Skemmtileg mynd er sást á mörgum miðlum!
Hersing af skipum býður eftir að sigla um skurðinn!
Ever Given séð frá öðru skipi!
Fréttir:
Fresh bid to dislodge stranded Suez Canal container ship gets under way
How are they trying to free the Ever Given?
- Ef tilraun um helgina ber ekki árangur!
- Yrði næst leitast við að fjarlæga gáma af Even Given.
Slík aðgerð yrði auðvitað tímafrek þ.s. líklega þarf þá að beita krönum á fljótandi prömmum, þ.s. á landi er mið eyðimörk þ.s. enginn er vegur akkúrat á þeim stað, né nokkur aðstaða til að koma fyrir gámum þar!
Það þíðir auðvitað, að þá þarf einnig hersingu af fljótandi flutninga-prömmum, svo unnt sé að taka við gámum af skipinu.
Talað er um í frétt, að fjarlægja gáma að framan-verðu, væntanlega vegna þess að skipið er fast á fremsta 1/3.
Heyrst hafa aðvaranir að aðilar þurfi að gæta sín á að búa til of mikið misvægi í þyngd, sbr. aðvaranir að það geti hugsanlega brotnað í tvennt.
En prinsippið er dæmigert er kemur að losun strandaðra skipa, þ.e. að létta þau svo þau fljóti ofar á sjónum og þar með auðveldara verði að koma þeim aftur á flot.
Prinsippið það sama, Ever Given aftur á móti er svo ótrúlega stórt skip.
Alls konar blaður hefur verið, að heimurinn eigi ekki vera þetta háður verslun!
Ég er a.m.k. algerlega viss, að það er fullkomlega ópraktískt -- að leitast við að brjóta upp þær gríðarlega flóknu viðskipta-keðjur er hafa byggst upp.
Vandinn er einfaldlega sá, of margir aðilar eru of háðir hverjum öðrum, þ.e. geta ekki sjálfir framleitt alla vöruna!
Þau viðskipti þurfa að fara heimshluta á milli.
Punkturinn er einfaldur, að höggva á keðjurnar - þíddi nánast fulla stöðvun.
Ekki bara smá kreppu - nær allt mundi stöðvast.
Financial Times sagði um daginn ótrúlega sögu um -- TSMC
how a Taiwanese chipmaker became a linchpin of the global economy
Þetta fyrirtæki framleiðir nærri 90% heims-framleiðslunnar af kísil-örtölvu-kubbum.
Sem hannaðir eru af öðrum aðilum!
M.ö.o. fyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða fyrir aðra.
Sérhannaðir kubbar eru m.a. notaðir af bifreiða-framleiðendum.
- Saga fyrirtækisins líkist um sumt sögu Google og FaceBook, þ.e. það hefur náð forskoti á alla keppi-nauta í sömu grein -- m.ö.o. náð slíku umfangi enginn getur keppt við það.
- TSMC er alls ekki að yfirbjóða, málið er að kostnaður þess er lægri en allra keppi-nauta, m.ö.o. þ.e. samt rekið með hagnaði -- sýnir að stærðar-hagkvæmni er raunverulegt fyribæri.
En það eru margir að stinga saman nefjum um það, að kannski sé það óvarlegt að 90% heimframleiðslunnar á sérhönnuðum kísil-örtölvu-kubbum, sé á litlu svæði á Tævan!
- Hinn bóginn, ef fyrirtækið væri brotið upp - yrðu kubbarnir dýrari.
- Vegna þess, að þ.e. ekki að hindra samkeppni með nokkrum öðrum hætti en þeim, að enginn ræður við að framleiða á þeim verðum sem þeir geta boðið.
--Samt eru þeir með mikinn hagnað per ár.
Það sem ég bendi á er, að þ.e. ekki lýgi - að sérhæfing fyritækja er verður möguleg, með opnum viðskiptum heiminn vítt - skapi aukna hagkvæmni.
M.ö.o. þ.e. ekki lýgi, að opin hnattræn viðskipti skapi hærri lífskjör.
Vegna þess að í mun minna hagkvæmu fyrirkomulagi, yrði allt mun dýrara.
Auðvitað er ekkert fyrirkomulag galla-laust.
Hinn bóginn, hafa hnattræn lífskjör mannkyns aldrei sögulega séð verið hærri.
- Þ.s. menn hnýta í, eru minniháttar gallar.
- M.ö.o. kjör fólks á Vesturlöndum, hækka ekki lengur eins hratt og þau áður gerðu, m.ö.o. stöðnun í launaþróun -- hinn bóginn, erum við að njóta ótrúlegt aðgengis að sífellt hraðari tækni-þróun sem borin er uppi af hnattrænum risa-fyrirtækjum.
--Það fer enginn að segja mér, þó laun hafi ekki hækkað eins hratt sl. 20 ár og 20 árin þar á undan, að gríðarlegar tæknibyltingar sl. 20 ár hafi ekki bætt líf fólks.
Ef menn í pyrringi leitast við að brjóta upp heiminn eins og hann virkar.
Yrðu fyrstu megin áhrifin - ef það tækist, gríðarlegt kjara-hrap -- hin, atvinnuleysi í stærðum er ekki hafa sést síðan ca. 1930.
Þ.e. vegna þess, að þ.e. mun auðveldara að skemma en byggja upp - en nýja framleiðslu í staðinn, tæki óhjákvæmilega langan tíma að byggja upp - kjarahrapið væri líklega varanlegt því þá væri einnig svissað yfir í mun óhagkvæmara fyrirkomulag.
Ég er ekki alveg að sjá þó launa-kjör hafi verið stöðug tiltölulega að það sé slæmt.
Kjör eru ekki bara laun!
--Ekki einungis tækni-bylting hefur orðið.
--Muna einnig, bæði verðbólga og vextir eru lægri í dag.
Í því að borga fyrir lægri verðbólgu + lægri vexti, felast raunverulegar kjarabætur.
- Ath. hærra húsnæðisverð -- er rökrétt afleiðing lægri verðbólgu ásamt lægri vöxtum.
Lægri vaxtagjöld þíða, menn hafa efni á stærra láni!
Það þíðir hærra húsnæðisverð - því menn hafa efni á að bjóða meir.
Er allur markaðurinn það gerir - þá eðlilega hækkar verðið.
--Já ég skil, það einnig þíðir hærri leigu. Það fylgist að við hærra húsnæðisverð.
- Húsnæðisverð og leiga hefur því rökrétt hækkað á öllum vesturlöndum.
Þ.s. verðbólga og því vaxtagjöld hafa lækkað seinni ár jafnt og þétt.
Þetta rökrétt helst í hendur, eins og útskýrt.
Mikið af óánægjunni virðist tengjast þessu!
Tæknilega getum við lækkað húsnæðisverð aftur með að keyra upp verðbólgu og þar með vaxtagjöld.
- Þ.e. auðvitað smávægileg kaldhæðni, sbr. margir vilja lægri vexti.
- En samtímis, leiða lægri vaxtagjöld óhjákvæmilega til hærra húsnæðisverðs -- þar með dýrari leigu.
--Megin ábendingin er hve flókin keðja lífið oft er. Einnig að þó það séu einhverjir gallar, ættum við að fara varlega í það að íhuga að brjóta þær keðjur niður.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með því hvort og hvenær tekst að koma risaskipinu aftur á flot. Líklega er það nærri eða alveg óskemmt vegna þess að aðstæður á strandstað virðast sendnar ekki gríttar, þar fyrir utan gætir flóðs og fjöru - en í skurðinum virðast skipin alfarið varin fyrir öllum áhrifum af öldu. Þannig séð fer líklega vel um skipið, m.ö.o. það sé ekki beint í hættu á strandstað. Á móti kemur að strandið eru stórar búsifjar fyrir mjög marga aðra aðila er lenda í vanda ef ekki fljótlega leysist úr málum!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef maður mundi tína saman röksemdir þess að þetta gos gæti orðið langt:
- Er sjálfsagt rétt að fyrst nefna, að vikurnar áður en gosið hefst var eins og allir vita virkni á gangi er kvíslaðist fyrst í NV-frá Fagradalsfjalli með stöðugum jarðskjálftum í átt að Keili.
Síðan stoppaði sá gangur, þá fer annar gangur að kvíslast frá Fagradalsfjalli til SA-einnig með stöðugri jarðskjálftavirkni, sú virkni stóð einnig yfir rúma viku sá gangur stöðvast einnig.
Þá færist virkni-miðjan aftur í meginfjallið, Fagradalsfjall -- sú virkni varir í um tæpa viku áður en gos hefst. Það sem markar það 3-ja stig, skjálftar smærri - en einnig færri yfir daginn.
--En flest benti til þess, allan tímann hafi flæði af kviku inn í eldstöðvarkerfið verið svipað, þ.e. svipað vatnsflæði Elliðaár.
Nú er gos er hafið, virðist flæðið enn ca. það sama, þ.e. flæði Elliðaár.
--Þ.e. sá stöðugleiki í aðstreymi kviku til kerfisins yfir rúmlega 3ja vikna tímabil ég vísa til, sem hugsanlega vísbendingu 1) að gos gæti varað nokkurn tíma. - Síðan eru þekkt gos er voru ekki stór per dag sem þó náðu að standa yfir árum saman!
--Svipað stórt gos per dag í fjallinu, Kilauea Hawaii, stóð yfir frá janúar 1983 - sept. 2018. Lengsta samfellda gos sem vísindin hafa fylgst með!
--Surtseyjar gos hefst líklega 13. nóv. 1963 talið lokið 5. júní 1967 -- það gos var aldrei risa stórt; en ég er ekki viss nákvæmlega hversu stórt samaborið við núverandi. Heildar-rúmmál þess goss, deilist auðvitað á öll árin sem það stóð yfir, þannig að dag fyrir dag var það líklega aldrei mjög stórt. - Á Íslandi eru til nokkrar dyngjur sem taldar eru myndaðar eftir gos er stóðu mörg ár, þ.e. myndast af gríðarlega mörgum hraunlögum - slíkt gos þarf ekki vera mjög stórt per dag - einungis að vera nægilega stöðugt nægilega lengi - til að senda frá sér stöðugt nýtt lag af efni yfir eldstöðina er þá smám saman hleðst upp skref fyrir skref hærra.
--Ef um er að ræða langt hraun-gos, endar eldstöðin hugsanlega sem dyngja.
--Ef dyngju-gos er samt smátt per dag, þá þurfa hraunin ekki endilega að streyma langar leiðir, enda þarf hraun að glíma við storknun/kólnun - það kólnar/storknar að ofan, en einnig í endann -- sem kannski þíðir að sennilegra væri frekar að stöðin ítrekað sendi frá sér nýtt hraunlag ofan á, þannig að hraunin á endanum yrðu þikk, en ekki endilega að þau næðu mjög langar leiðir frá eldstöðinni. - Þetta eru auðvitað einungis vangaveltur - en á grunni þeirrar þekkingar ég hef.
Vísindin á Íslandi hafa aldrei séð dyngjugos - nema hugsanlega Surtseyjar-gos hafi orðið dyngja ef það hefði orðið á landi.
Ég er alls ekki að spá því að gosið verði langt.
Einungis að benda á það sem möguleika!
Eiginlega að segja, allt sé opið er kemur að spurningu um lengd goss.
Bæti þessari áhugaverðu frétt við: Hugsanlegt að hrauntjörn myndist í dalnum.
Fjórar myndir!
Mynd tekin 20/3/2021
Mynd tekin 21/3/2021
Mynd tekin 22/3/2021 - greinilega fullt af eldgosamóðu í dalnum!
Mynd tekin 23/3/2021 - mikil eldgosamóða!
Mjög áhugavert að gos komi í Fagradalsfjalli!
Myndin er sókt á Vísindavefinn!
- Sannarlega er það rétt að ekki hafi gosið á landi á Reykjanesskaga síðan 1240.
En það eiginlega nær ekki alveg yfir - hversu merkilegt Fagradalsfjallsgosið er. - Málið er, að þetta kerfi hefur ekki gosið í heil 6.000 ár.
Yngsta eldstöðin í kerfinu þar á undan er -- Keilir.
Keilir er einmitt u.þ.b. 6000 ára.
- Punkturinn er auðvitað sá, að við höfum eiginlega enga hugmynd um það hvernig þetta eldstöðva-kerfi hagar sér.
Við heyrðum öll vísindamenn benda á hversu tiltölulega lítil þau hraungos voru er komu upp á Reykjanesi í jarðeldum er stóðu frá miðri 12. öld fram til 1240.
--Sem auðvitað er engin ástæða til að véfengja.
Það sem ég bendi á, að það sé hugsanlega opin spurning hvort sá samanburður.
Gefi raunverulega vísbendingu um hegðan kerfis, sem hafði enga sýnilega virkni þetta lengi!
Mynd af Fagradalsfjalli sjálfu!
Niðurstaða
Það að nú skuli gjósa í eldstöðva-kerfi sem ekki hefur gosið úr í 6000 ár. Eiginlega segir manni að við á Íslandi getum ekki afskrifað nokkra eldstöð á Íslandi sem er nokkurs staðar nærri því rekhryggjakerfi er liggur í gegnum landið.
Hengillinn sem dæmi hefur ekki gosið í langan tíma, en er alveg örugglega virkur.
Nýja gosið í Fagradalsfjalli þó lítið - virðist stöðugt, auk þessa auðsýna sambærilegt flæði ca. rennsli Elliða-ár og jarðfræðingar töldu sig greina samfellt rúmar 3-vikur á undan er virkni var í gangi er orsakaði gríðarlegan fjölda jarðskjálfta.
Að heildar-kviku flæði sé enn það sama og talið var vera vikurnar 3-á undan, gæti verið vísbending þess að þetta gos gæti ef út í það er farið hugsanlega staðið í langan tíma.
Að sjálfsögðu er allt opið þar um, ef núverandi gosrás lokast en kvikuaðsteymi héldist enn þarna undir, gæti gosið þá hugsanlega færst m.ö.o. opnast á öðrum stað dögum jafnvel vikum síðar.
Eða að gosið einfaldlega viðhelst þarna, vikum - mánuðum - jafnvel árum saman.
Ef það yrði mjög langt, gæti það alveg fyllt upp þann dal þ.e. nú statt í, og hraun farið að flæða út fyrir -- hinn bóginn ef framleiðsla gossins væri áfram lítil per dag, ef maður hefur í huga að kvika kólnar stöðugt um leið og hún hefur yfirgefið gig - þá þarf ekki vera að hraun geti runnið langan veg út af kólnun.
Kannski mundi frekar hlaðast upp sirpa af endurteknum hraunlögum ofan á nokkurn veginn sömu hraunin.
Þetta á auðvitað allt eftir að koma í ljós, en síðast sviðsmyndin væri þá sennilega svokallað -- dyngjugos. Að gosrásin endaði fyrir rest sem dyngja. En hraunin frá henni yrði í þykkum bunka hraun ofan á hrauni ofan á hrauni.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 23.3.2021 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.3.2021 | 13:35
Endar Trump í fangelsi? Rannsókn á símtali Trumps við embættismenn í Georgiu fylki, beinist að kenningu um vísvitandi kosningasvindl tilraun!
Alla tíð síðan afar áhugavert símtal sem Trumps átti við Raffensperger - yfirmann kosninga-eftirlits Georgíu-fylkis þ.s. Trump sagði Raffensperger beinlínis að leita uppi 11.780 atkvæði; sem er þá tekin sem þrýstingur Trumps á Raffensperger um vísvitandi fölsun.
--Hefur mig grunað að símtalið gæti orðið málið er kemur Trump í fangelsi!
Eigin færsla frá 4/1/2021: Hefur Trump landað máli er kemur honum í fangelsi?.
Nýlegar fréttir:
- Trump's chief of staff could face scrutiny in Georgia criminal probe
- Exclusive: Georgia prosecutor probing Trump taps leading racketeering attorney
Út af fullyrðingum í athugasemdum, set ég símtalið inn: Trump pressures Georgia Secretary of State.
Stuttur formáli, síðan kemur símtalið óstytt.
Menn geta hlustað og heyrt, að Trump sannarlega segir allt þ.s. hann er sakaður um!
Ég verð eiginlega að segja langt er seilst í fullyrðinga-þvælingi er því er haldið fram að logið sé upp á Trump í þetta sinn, eftir allt saman liggur símtalið fyrir í fullri lengt og hefur allan tímann svo verið, auk þessa að gríðarlegur fjöldi manna um heim allan hlustaði á búta úr því eða jafnvel í heild.
Það getur alls enginn vafi verið að þetta er ekki nokkur fölsun eða lýgi.
Málið er nú rannsakað sem - racketeering - skipulögð svindl tilraun!
Persónulega hef ég átt erfitt með að ákveða mig, hvort Trump trúir sjálfur á kosninga-svindl ásakanir sem hann hefur varpað fram gegn Biden -- eða hvort Trump veit að hann tapaði er einfaldlega þetta rosalega cynical, m.ö.o. til í að nota slíkar svindl ásakanir í pólit. tilgangi eingöngu.
--Vandinn er, þ.e. hægt að rökstyðja hvort tveggja!
Kenning sakamálsins gegn Trump, er greinlega um -- vísvitandi svindl tilraun!
M.ö.o. kenningin um ofur cynical Trump!
--Síðan auðvitað ef málið fer fyrir rétt, er það ákærendur er þurfa sína fram á slíkt skipulagt svindl.
- Þ.e. enginn vafi hvað Trump sagði í hljóðrituðum símtölum.
- Spurningin gæti á endanum oltið á því - hvort hægt sé að sanna að Trump hafi hljótað að vita hvað hann var að gera!
--En hin kenningin, hann trúði sjálfur að svindlað hefði verið á honum, væri eiginlega vörnin -- Trump hafi ekki fyllilega verið fær um að greina rétt og rangt, eiginlega verið - viti fyrrtur.
Bendi fólki á að Trump gat ekki fengið nokkurn dómstól í 62 dómsmálum fyrir almennum rétti í Bandaríkjunum, til að kaupa kenningu hans um -- stolnar kosningar.
Greinilegt var einnig á 2-frávísunum Hæstarétts Bandar. að sá réttur trúði því ekki heldur.
- Ég get því ekki séð, að Trump geti haft sigur í dómsmáli um símtalið fræga, er mundi byggjast á því -- að hann hafi verið í góðri trú, m.ö.o. trúað að svindlað hafi verið á honum; og samtímis verið fullkomlega óbrjálaður.
- Hann yrði þá hugsanlega að taka, ég var brjálaður vörn, ekki fær um að greina rétt og rangt, til að sleppa við hugsanlega langan fangelsisdóm.
Þá endaði sakamálið í deilu um það, hvort Trump væri sane eða insane.
--Og sérfræðingar í geðsjúkdómum væru kvaddir til, til að rannsaka Trump og kveða upp sinn úrskurð.
En ég get alveg mögulega trúað því, að Trump sé nærri þeim mörkum að vera - insane.
M.ö.o. hann trúi gegn öllum sönnumum, kenningu um stolnar kosningar.
--Það gæti því verið áhugavert, ef sakamálið þarf að sanna Trump sé -sane- svo unnt sé að dæma hann í fangelsi, en ef rétturinn úrskurðar hann brjálaðan, væri hann sendur á geðspítala í staðinn - ekki fangelsi; ef maður gerir ráð fyrir að fyrir dómi teljist ólögleg tilraun til að hafa áhrif á kosninga-útkomu í Georgíu full sönnuð.
En sannast sagna er ég á því að slík málalok, að ákærendur sanni vísvitandi tilraun um svindl sé afar líkleg að ná fram að ganga; einfaldlega vegna þess hve örugg gögn gegn Trump í því tiltekna máli virðast mér alltaf hafa verið frá því ég fyrst frétti um símtalið fræga.
--Frá þvim punkti, hef ég samfellt grunað að það mál geti verið málið er komi Trump í fangelsi, það verði af hverju hann geti ekki farið fram 2024 m.ö.o. hann sé þá fangi.
Dómsmálið hefur til aðstoðar frægan lögfræðing sem er sérfræðingur í því að keyra svindl mál til sigurs!
Það virðist því ljóst, að fókus málsins er á -- vísvitandi kosninga-svindl tilraun Trumps, með aðstoð helsta aðstoðarmanns hans á þeim tíma, Mark Meadows.
Málið hefur úr miklu að moða, enda er mikið nú - public. Ekki leynd yfir gögnum!
Þeir ætla einnig að krefjast gagna frá öllum máls-aðilum, ef þeir ráða yfir gögnum er ekki hafa komið fyrir sjónir almennings.
- Málið er að -racketeering- varðar við allt að 20 ára fangelsi í Georgíu.
Og ekki síst, að skilgreining laga í Georgíu á - racketeering - er það víð, að þrýstingur á embættismenn af því tagi sem Meadows og Trump beittu - auðveldlega fellur undir þau lög.
--Racketeering fókus málsins, sé því skýr atlaga að því að koma Trump í fangelsi!
Niðurstaða
Eins og sagt er frá í fréttum Reuters, eru a.m.k. 4 önnur sakamál í gangi gegn Trump persónulega, en aftur á móti virðist mér - símtalsmálið það líklegasta til að landa Trump í fangelsi. Sú hefur skoðun mín verið samfellt frá því fyrstu viku í janúar 2021.
En þá frétti ég af mögnuðu símtali Trumps við embættismenn í Georgíu, lekinn á símtalinu gæti einmitt reynst það alvarlegur fyrir Trumps eins og mig þá strax grunaði að hann geti ekki varist þeirri málsókn og verði því innan fárra mánaða kominn í steininn!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.3.2021 kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Rétt að benda á ríkisstjórn Bretlands heldur því fram að ástandið muni skána síðar á þessu ári er betur náist utan um -- tollmeðferð milli ESB landa, þ.e. af hálfu aðildarlanda ESB og Bretlands sjálfs!
Stjórnin m.ö.o. meini að kerfislægir flöskuhálsar komi inn í mynd, er allt í einu gildi að varningur til Bretlands og frá Bretlandi er gangi þarna á milli -- þurfi tollmeðferð.
- Hvað sem satt er um það, þá a.m.k. eru tölurnar sláandi!
40,7% samdráttur útflutnings til ESB landa heilt yfir. - Hinn bóginn koma sumar greinar mun verr út en aðrar.
83% minnkun í útflutningi ferskra-matvæla.
63% minnkun í útflutningi matvæla heilt yfir. - 56,6% samdráttur í útflutningi á efna-varningi, þrátt fyrir að vera klassískur iðnvarningur.
- Bendi á, að útflutningur Breta til landa utan ESB, minnkar ekki í janúar.
Þannig að þ.e. ekki hægt að kalla þessa miklu sveiflu - COVID tengda.
Ef það héldist þannig ástandið í matvæla-greinum -- væri áfallið óskaplegt fyrir, allan matvæla-iðnað í Bretlandi.
Þá vísa ég til sjávar-útvegs, sem landbúnaðar.
- Bendi á að þ.e. rökrétt að matvæla-iðnaður komi mjög harkalega út.
- Því ríkisstjórn Bretlands, gerði afar takmarkaðan samning við ESB.
- M.ö.o. einungis um -- klássískar iðnaðar-vörur.
- Sem matvæla-framleiðsla fellur ekki udnir -- m.ö.o. lendir þá öll, í háum tollflokkum.
Það væntanlega þíðir, að matvæla-framleiðsla líklega réttir ekki að ráði við.
Stærðin á áfallinu fyrir þær greinar, sem birtist í þessum tölum.
--Gæti einfaldlega verið þ.s. blasir við til framtíðar.
UK exports to EU slump as Brexit hits trade
Líklega birgir COVID kreppan íbúum Bretlands nokkuð sýn!
Meina, að almenningur líklega heldur alla kreppu akkúrat núna, COVID - kreppu.
En, þ.s. sennilega gerist að sérstaklega í matvæla-greinum, sé að tapast mikill fjöldi starfa a.m.k. til langs tíma; en hugsanlega varanlega.
Iðngreinar gætu komið skár út, þ.s. samningurinn við ESB nú í gildi, tryggir lág-tolla fyrir klassískan iðnvarning!
Hinn bóginn, ef um er að ræða - eins og líklega á við - stórfellt áframhaldandi tap starfa í matvæla-greinum; þá auðvitað fer almenningur að veita því athygli, fljótlega eftir að COVID kreppan hættir.
Before Brexit, about 30 per cent of lorries returning to the EU were typically empty. French port data have suggested that the figure has risen to 50 per cent in the first two months of this year ...
UK goods are slower-moving, much more expensive and way more hassle, and EU customers are buying less. -- Shane Brennan, chief executive of the Cold Chain Federation which represents the perishable products industry.
Eins og þekktur aðili innan matvæla-geirans bendir á, þá er það ekki einungis tafir við toll-meðferð, heldur mun hærri verð sem bresku fyrirtækin nú þurfa, sem séu slæmar fréttir fyrir matvælaframleiðendur.
--En rökrétt, ef fyrirtæki þarf að borga háan toll, leggst sá ofan á söluverð.
- Það bendi til þess, að matvæla-iðnaður hljóti að vera bíða stórfellt tjón í Bretlandi, þ.e. mikið af störfum tapist og þau líklega komi ekki aftur - a.m.k. ekki í nokkurri skammt-tíma sviðsmynd.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með Bretlandi áfram -- en þetta er í fyrsta sinn sem maður sér tölur yfir það hvernig Brexit er raunverulega að virka fyrir Bretland.
Það held ég er ekki nokkur lyfandi maður til sem e-h hefur fylgst með Brexit umræðu, er ekki veit -- að Bretland býður töluvert efnahags-tjón af Brexit.
Hinn bóginn virðist hafa verið bjartsýni hjá Brexiterum að það yrði lítið annars vegar og hins vegar að það mundi fljótt líða hjá.
Aftur á móti virðast stærðirnar í samdrætti sína annað, að tjónið sé stórfellt og að líklega standi það lengi -- m.ö.o. vegna umfangs þess, taki langan tíma að bæta fyrir það.
Ef maður gefur sér að það takist yfir höfuð.
- En að vinna nýja markaði, í stað tapaðra - er hvorki atriði er gengur hratt fyrir sig né er það ódýrt.
- Þar fyrir utan, er engan veginn hægt að halda því fram, að það sé öruggt að slík leið gangi upp.
Ríkistjórn Bretland virðist enn njóta vinsælda, hinn bóginn má vera að almenningur sé ekki enn að fatta tjónið, en eftir að kófið hættir að villa sýn -- geti vart annað verið en að almenningur veiti athygli því að líklega standi Bretar eftir með fremur stórfellt tap í formi starfa í matvælagreinum.
--Hugsanlega má líkja því við það högg, er kola-iðnaður Breta varð fyrir í tíð Thatcher.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.3.2021 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bendi Trumpurum á - að þetta háa -approval rating- er trúverðugt.
Það sé ekki ástæða að efa að Biden sé virkilega þetta vinsæll núna!
Né að hann geti ekki orðið enn vinsælli hugsanlega síðar!
--Eftir allt saman tryggir pakkinn, 1.600 Dollara ofan á atvinnuleysisbætur, svo fremi viðkomandi hafi verið í lágtekjum. En upphæðir skilst mér tekjuskerðast.
- Þetta séu einhverju leiti a.m.k. þar af leiðandi, keyptar vinsældir.
- Hinn bóginn, sé ekki endilega útilokað, að Biden geti haldið þeim síðar meir.
Það fari eftir því hver framvindan síðar meir akkúrat verður.
--En segjum, að pakkinn tryggi að efnahagsleg endurreisn Bandaríkjanna verði afar hröð eftir kófið fer fyrir rest að dala að ráði, og að sú endurreisn nær fljótt til almennings. Þá gæti það alveg farið svo að Biden viðhaldi langt yfir 50% jafnvel svo mikið sem 60% stuðningi.
- Veðmál Bidens er auðvitað - að þannig fari.
- Og að pakkin tryggi, að Demókratar hafi sigur í '22 þingkosningunum.
Og auðvitað ef Biden heldur þetta öflugum vinsældum, væri endurkjör '24 nánast formsatriði, burtséð hver færi á móti honum.
Rétt að benda Trumpurum á, að langt oftast nær verja sitjandi forsetar titilinn.
--Trump líklega tapaði einungis, vegna kófs kreppunnar!
- Punkturinn er sá, almenningur kennir alltaf sitjandi ríkisstjórn um, ef illa fer - oft burtséð frá hvort sitjandi ríkisstjórn á það skilið - en á móti fær sitjandi ríkisstjórn oft plús - burtséð frá einnig hvort hún á það skilið - ef vel gengur og almenningur er sæmilega ánægður.
Sitjandi forseti hefur einnig ákveðið forskot, að vera stöðugt í fréttum sem forseti.
--Þannig lagt saman, er alger undantekning ef sitjandi forseti tapar.
Þannig að ég tel mig ekki taka of mikið upp í mig er ég segi!
--Að ef fer svo að 1,9tn.$ er álitinn af almenningi hafa átt þátt í hve sterk efnahagleg uppbygging Bandaríkjanna síðar varð, þá mundi Biden fá -kredit- fyrir það ofan á hefðbundið -kredit- sem almenningur alltaf gefur sitjandi ríkisstjórn, ef vel gengur.
- Þannig að þ.e. alveg rökrétt að ætla Biden líklega öruggan 2024 ef áætlun Demókrata gengur algerlega upp.
- Auðvitað eru hugsanleg óveðurs-ský.
Það eru sannarlega til þeir, er spá slæmum útkomum!
--Sannast sagna kaupi ég ekki dökkar spár um háan verðbólgukúf.
- Það komi til af því, að verðbólga hélst lág 2017-2018 í gegnum -economic stimulus- Trumps, þó að það -stimulus- hafi dottið inn á sjálfan efnahagslegan hápunkt sl. hagsveiflu.
- Núna séu Bandaríkin í efnahagslegum dal - með verulegt atvinnuleysi - með framleiðslutæki van-nýtt, og heilmikinn efnahagslegan slaka.
--Ég held því að megin-áhrif pakkans, verði þau að stuðla að hraðri fjölgun starfa, m.ö.o. eiginlega beinn stuðningur við neyslu þannig að þjónustu-störfum ætti þá að fjölga hratt. En þeim ættu einnig að fylgja framleiðslu-störf, enda eitt og annað framleitt fyrir neytendur innan Bandaríkjanna.
Þannig að ég eiginlega held að það séu sæmilega góðar líkur á að - veðmál Demókrata virki!
Sérstaklega vegna neikvæðni Trumps!
Vegna þess að Trump nýlega kallaði -- fyrstu vikur forsetatíðar Bidens þær verstu í sögunni.
Rétt að nefna, að rétt fyrir forsetakosningar -- vildi Trump sjálfur stærri björgunarpakka!
Þó Trump nú tali eins og Demókratar geri allt það versta, þá er sannleikurinn sá -- mörgu leiti er hugmyndin stolin frá Trump sjálfum! Það er að sjálfsögðu ekkert athugavert við að ræna hugmyndum frá andstæðingum, gera að sínum!
- Trump vildi sem sagt einnig, að almenningur fengi 2000 Dollara greiðslur, þegar allt er talið saman! Þá venjulegar atvinnuleysis-bætur plús viðbót upp á 1.600 Dollara.
- Kostnaðarhlutinn af því að styrkja almenning svo háum upphæðum.
Er einn og sér, áætlaður -kúl- ein trilljón Dollarar.
--Það kostar sem sagt, rétt rúmlega helming heildar-pakkans. - Þar fyrir utan, bætast við nokkur hundruð milljón í styrkjum til einstakra fylkja.
Hvernig talað er um þá styrki er hreinlega - andstyggilegt. En fylkin fengu enga beina fjárhagslega styrki í tíð Trumps. Mörg þeirra hafa orðið fyrir afar djúpum efnahagslegum skaða af völdum COVID. Fyrir utan, að bróður-partur kostnaðar af því að berjast við fárið, hefur lent á þeim.
--Ef menn eru að huga um, efnahagslega uppbyggingu Bandaríkjanna í kjölfarið, þá skiptir miklu máli, hvort fylkin hafa fjárhagslega burði til að halda uppi þeirri þjónustu sem þeim ber.
**Þó að enhver fylki séu undir stjórn pólitískra andstæðinga - eru þau ekki óvinalönd.
**En slíkt er eitrið í umræðunni, að það hljómar sem að menn séu að senda blóðpeninga til svæða undir -occupation- óvina, ekki til landsvæða þ.s. búa Bandaríkjamenn. - Endurreisn fjárhags fylkja - er því ekki atriði án mikilvægis. En ef hún færi ekki fram, mundi halla mjög á fylki með verri fjárhag - eftir að efnahags-uppbygging fer fram, m.ö.o. fylki með verri fjárhagsstöðu gætu síður tekið þátt í þeirri uppbyggingu.
--Og íbúar þeirra mundu líða fyrir það.
**Þ.e. litið svo á af Demókrata-flokknum nú, að til þess að binda endi á víðtæka óánægju almennings uppsafnaða í gegnum árin, þurfi efnahags-uppbygging að vera eins jöfn yfir Bandaríkin, og mögulegt er.
**Styrkir til fylkja eru þá -- stór hluti þeirrar áherslu.
Almenningur veit auðvitað vel af þessum pakka!
Eftir rifildið um hann, er hann ákaflega vel kynntur!
--Hvort sem menn eru sammála þessu eða ósammála!
- Þá hljóta þeir að skilja, að almenningur er hlynntur þessum 2.000$ styrkjum.
Sem eiga að fara til venjulegs vinnandi fólks! - Auðvitað fá menn ekki alla styrk upphæðina, nema viðkomandi sé án atvinnu - og með fremur lágar tekjur áður.
Þess vegna auðvitað, þá er rökrétt að þetta lyfti -approval rating- Biden forseta!
--Einnig rökrétt, að deilan hafi verið að lyfta stuðningi við Biden undanfarið.
Þess vegna er ekki órökrétt, þó einhver Trumpari hugsanlega mótmæli því --> Að Biden sé vissulega fremur vinsæll meðal almennings núna!
Approval rating - Biden 60%!
Þetta er nýjasta könnunin: Associated Press.
60% Bandaríkjamanna gefa Biden -- fingurinn upp.
Áhugavert að 22% Repúblikana gera það einnig!
--Það er áhugaverðara, en að vita að stór meirihluti Demókrata geri slíkt.
- Í ljósi þess, að -approval rating- er líklega sveiflukennd, eftir því hvernig almenningi lýður þá stundina!
- Og að stríðið um samþykki -pakkans- stóð yfir dagana fyrir og um helgina.
--Þá held ég að rökrétt sé að ætla að -approval rating- sé að sveiflast upp.
- En það komu kannanir dagana á undan, er virtust sína hana rétt rúmlega 50%.
Bendi á að tveir vefir er birta meðaltal kannana!
- FiveThirtyEigt: 53,6%.
- RealClearPolitics: 55,3%.
Slík meðaltöl taka auðvitað ekki -- nýjustu sveifluna.
--Ég tel líklegt að Biden sé ívið vinsælli núna, út af því að loforðið um 2000$ er virkilega að komat til framkvæmda, loforð er njóti víðtækra vinsælda - for good or for worse.
Ég hugsa því að það geti vel verið rétt, sbr. AP -- að Biden sé rétt mældur nú: 60%.
Niðurstaða
Eins og bent er á, er risaveðmál Demókratans Joe Biden núverandi forseta Bandaríkjanna að komast til framkvæmda, en nánast er öruggt talið að Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki þær breytingar á pakkanum er Öldungadeild innleiddi, er þíða að framlögin hætta ívið fyrr en stefnt var að þ.e. september og að tekjuskerðingar koma inn ívið fyrr.
Það leiði til þess að kostnaður við framlög til almennings minnka miðað við áður stefnt að, þó að heildar-upphæð pakkans hafi ekki lækkað, m.ö.o. þeim peningi verði líklega varið í annað.
Senate approves Bidens $1.9tn stimulus plan
Biden rides a Keep It Simple, Stupid strategy to early success
Ef dæmið gengur upp eins og ætlast er til, tryggir pakkinn - hraðari uppsveiflu hagkerfis Bandaríkjanna, en ekki síst að sú uppsveifla skilar sér fyrr í vasa almennra launþega; og ekki síst að sú uppsveifla verði jafn-dreifðari en annars líklega.
--Og það verði ekki veruleg verðbólga eins og sumir spámenn halda fram.
- Hræðsla um verðbólgu, snýst stærstum hluta um það -- að stærstur hluti peninganna fer beint í vasa almennings!
- Það er áhugavert, að slík umræða var ekki hávær, er peningurinn fór stærstum hluta til aðila á WallStreet og fyrirtækja.
Hugmyndin er sem sagt sú, að þessi -stimulus- aðgerð stuðli ekki að auknu tekju-misrétti.
Eins og upplyfun margra er, að fyrri -stimulus- aðgerðir hafi.
Draumurinn eiginlega að hún hafi öfug áhrif, þ.e. peningur í vasa almennings.
Þeir sem hræðast verðbólgu, eru hræddir við mikið eyðslu-fyllerý.
Hinn bóginn er enn mikið atvinnuleysi -- ég er því ekki alveg að sjá að fólk enn í þannig óvissu, fari í stórfellda spanderingu.
--En þetta gæti sannarlega flýtt því, að atvinnulaus hætti að vera atvinnulaus. Þá auðvitað, er eyðsla á styrkari grundvelli - en þá fljótlega skerðast framlög til viðkomandi duglega.
- Þegar að auki efnahagslegur slaki er tekinn með í reikning.
- Og menn muna að -stimulus Trumps- á hápunkti sl. efnahagssveiflu, leiddi ekki til verðbólgu, og hún var lág í gegnum alla þá uppsveiflu.
Þá eiginlega efa ég að slíkar spár rætist.
--Ekki gleyma verðbólgan er mjög lág nú, vel innan við 2%. Þó verðbólga færi í 2,5% hugsanlega, væri það ekki e-h sem ég mundi nefna verulega verðbólgu.
En auðvitað hækka einhver verð, ef hjól atvinnulífs fara hratt af stað, og eftirspurn þá vex.
--En verðbólga er mjög lág vegna þess að mörg verð fóru niður er eftirspurn hrundi af völdum COVID kreppunnar.
Þau gætu hækkað e-h hraðar um tíma, þegar eftirspurn vex nokkuð hraðar en hún annars geri.
--En pakkinn er líka tíma-takmarkaður, er búinn ca. nk. haust.
- Ef kófið er ekki almennilega búið í Bandar. fyrr en um mitt nk. ár, fer hagkerfið vart að kippa við sér af miklum krafti fyrr en seinni part árs hvort sem er.
--Þá fyrst og fremst brúar pakkinn bilið frá nú og fram á haust. - Sem mig grunar að sé sennilegasta útkoman.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þetta er rakið ágætlega í eftirfarandi frétt: Pope, top Iraq Shiite cleric hold historic, symbolic meeting.
Ef marka má fréttina, hefur Sistani ekki sent frá sér formlegar yfirlýsingar um nokkra hríð, er páfi hittir hann á heimili Sistani.
Áhugavert, að Sistani á ekki formlega þá íbúð - hún er sögð án íburðar, hann hafi búið þar í áratugi.
--Páfi gekk síðustu metrana að henni, fór úr skóm við inngöngu skv. íslömskum sið, síðan drukku þeir te - bann við áfengisdrykkju skv. Íslam.
Sistani og Frans páfi á heimili Sistani!
Ef marka má fréttir, reis Sistani upp er og heilsaði páfa, að Sistani stóð upp - sé formleg merking um stöðu og virðingu gagnvart þeim hann tekur á móti.
--Sistani sé sagður nánast aldrei rísa upp, heldur sitja er hann tekur á móti aðila.
Síðan ef marka má frétt og aðrar fréttir, gaf Sistani út - fatwa - á þann veg, að Shítar í Írak ættu að líta á kristna íbúa Írak sem bræður sína og jafningja, ekki beita þeim óþarfa harðræði að nokkru leiti.
--Páfi á móti, boðaði vonir um frið milli heims-trúarbragðanna.
Páfi fór síðar til fundar nærri fornum rústum borgarinnar -- Úr. Þar sem sagt er að Abraham - sagður forfarðir heimstrúarbragðanna, Gyðingdóms, Kristni og Íslam - hafi fæðst.
Rústir hinnar fornu Úr
Ómögulegt að segja hvað ef nokkuð kemur frá þessu!
A.m.k. einhver von að kristnir Írakar frái betri vernd og meðferð í kjölfarið, en Shíta Íslamistar taka mikið mark á Sistani - hann er sagður vera sá lifandi klerkur meðal Shíta er njóti mestrar virðingar -- þar á meðal ef maður telur alla klerka Írans.
--Sistani hafi þó engin formleg völd, meðan æðsti klerkur Írans sannarlega hafi slík.
Sistani hafi örugglega áhrif og virðingu inn í Íran, þó öll hans áhrif séu óformleg.
Og hans megin áhrif séu innan Íraks.
- Líkur á betri vist kristinna í Írak.
- Þar fyrir utan, gæti þetta bætt líkur á samkomulagi milli Vesturvelda og Írans.
En undir deilunum öllum krauma heitar tilfinningar, alltaf spurning hvort hinir reiðu ráða meir eða þeir sem -- vilja viðhafa minni tilfinningasemi.
--Vantraust er afar skiljanleg afstaða.
- Það er einfaldlega veikleiki lýðræðis-ríkja þegar kemur að afstöðu til samninga, að þ.e. alltaf möguleiki á því að það nái einhver kjöri, sem sé andvígur samningi X.
Það sé ekki möguleg nokkur alger trygging. - Bendi fólki á, að svipað gildi ef maður geri samning við einræðis-ríki.
En einræðis-herra getur að sjálfsögðu skipt um skoðun.
Frægt er auðvitað, hvernig Pútín fyrir nokkrum árum -- sveik harkalega samning við Úkraínu, er var gerður nokkrum árum fyrr, er kvað á um loforð Rússlands að virða landamæri Úkraínu og Rússlands um alla framtíð.
--Ég hugsa að þau svik séu ekki síður spurningamerki fyrir aðila er gera samninga um heitar deilur -- en þau svik sem má hugsanlega líta sem svik - er Trump gekk út úr samningi við Íran, og setti viðskipta-þvinganir á fullt að nýju.
Það sem þeir atburðir sína, að alþjóða-samningar eru alltaf erfiðir.
Að traust er erfitt að byggja upp - samtímis auðvelt að brjóta.
--Eftir að traust hefur verið brotið, sé enn erfiðara á eftir að lækna sár.
A.m.k. er nýr forseti í Bandaríkjunum -- er virðist hafa áhuga á friði að nýju.
Hvort að Shítar í Mið-Austurlöndum geta lært að treysta Vesturlöndum á ný.
--Kemur í ljós.
En traust verður lengi á eftir brothætt, ef maður gefur sér að önnur tilraun til varanlegs friðar milli Shíta í Mið-Austurlöndum og Vesturvelda verði framkvæmd.
- Ég efa að sár milli Rússlands og Úkraínu, séu læknanleg - svo lengi a.m.k. að sá sem framkvæmdi svikin, Pútín -- er enn við völd í Rússlandi.
--Alltaf einhver von um frið að nýju, er svikarinn er ekki lengur að völdum.
Niðurstaða
Draumur um raunverulegan frið í Mið-Austurlöndum þarf ekki að vera vonlaus tálsýn. Það sé orðið ljóst, að sú stefna að leitast við að brjóta á bak aftur -- Shíta í Mið-Austurlöndum geti einungis talist vera stríðsstefna. Það er hvað ég hef statt og stöðugt bent Trumpurum á, að Trump tók þann valkost að -- stíga frá stefnu um frið. Og það var raunverulega slík stefna.
Í staðinn, valdi hann að styðja með krafti við Súnníta ríki er hafa átt í striði við Miðausturlanda Shíta nú í um 40 ár. Auðvitað orsakaðir sú ákvörðun, verulega neikvæðni meðal Shíta gagnvart Vesturlöndum -- sú neikvæðni hefur líklega bitnað á kristnum á svæðum Shíta.
Það sé hugsanlegt að einstök heimsókn páfa, geti hjálpað við að snúa þeirri þróun við, m.ö.o. er virtist ákvörðun Trumps -- um allsherjar átök við Mið-austurlanda-shíta, þar með velja þá áhættu um sífellt aukið gagnkvæmt hatur sem því mundi fylgja, þar með hryðjuverka- og aukinni stríðshættu.
Það geti verið, að með heimsókn sinni, skapist bætt tækifæri til að snúa þeirri þróun aftur til baka, þar með að skipta um sviðsmynd -- þ.e. frá stríðs-stefnu yfir í friðar-stefnu.
--Vonandi tekst það, þó eins og ég bendi á verði mjög erfitt að byggja upp traust.
Ef einhver telur skilgreininguna -stríðs-stefnu- ósanngjarna, bendi ég viðkomandi á, að átökin í Yemen -- hafa verið 10-sinnum mannskæðari, en átök í Líbýu. Og að átök í Yemen séu -- hrein og tær trúar-átök, m.ö.o. Shítar vs. Súnnítar.
--Ef einhver virkilega sér ekki hættuna við beina þátttöku í trúar-stríði með því að blanda sér í átök helstu trúarfylkinga Íslams innan Mið-Austurlanda, þá er ég á því að sá þurfi að láta skoða heilabúið í sér.
M.ö.o. bein íblöndun í trúar-stríð Shíta við Súnníta, sé ca. síðasta aðgerðin er geti talist skynsöm.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Nýlega kynntur samstarfsamningur Írans/Kína klárlega styrkir ...
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósigrinum - á f...
- Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækk...
- Bandaríkjastjórn gæti náð því að bólusetja nær alla Bandaríkj...
- Forvitnileg krísa varðandi strandaða risaskipið í Súezskurði ...
- Upphaf gossins í Fragradalsfjalli Reykjanesi sýnir hve erfitt...
- Endar Trump í fangelsi? Rannsókn á símtali Trumps við embætti...
- Útflutningur Breta til ESB landa virðist hafa minnkað heil 40...
- Approval rating - Biden forseta kominn í 60%, Trump náði aldr...
- Fundur hins 84 ára Frans páfa með 90 ára Grand Ayatollah Ali ...
- Gos getur verið yfirvofandi á Reykjanesskaga - í rás atburða ...
- Biden nýtur 57% stuðnings skv. fyrstu mælingu meðan Trump náð...
- Bóluefni BioNTech/Phizer afar virkt skv. 4-stigs prófun er fó...
- Trump virðist hafa líst Mitch McConnell -- óvin. Spurning hvo...
- Öðru ákæruferli þingsins bandaríska gegn Trump lauk einnig án...
Nýjustu athugasemdir
- Nýlega kynntur samstarfsamningur Írans/Kína klárle...: Ég held að það sé afar ólíklegt að samningur Kínverja og Íran i... 17.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: https://youtu.be/AG1Vk-1Jplw 16.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Theódor Norðkvist. Einar er greinilega harður demókrati, sem mé... 16.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Einar, hvað hefurðu fyrir þér að ég sé einhver Trumpisti. Það e... 15.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Birgir Loftsson , ekki fannstu neitt athugavert við það er Trum... 14.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Theódór Norðkvist , það er ekki til fólk líkari Marxistum en fu... 14.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Gott hjá þér Birgir, en ég held að Joe Biden verði ekki í neinu... 13.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Ég ætla að enda þessa umræðu af minni hálfu með sýnishorn af st... 13.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Einar minn, það munar ekkert um það. Hvenær á ég að mæta í fyrs... 13.4.2021
- Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósig...: Þó þessi merki maður Trump forseti taki sér nú hvíld eftir fjög... 13.4.2021
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
gudjonelias
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 27
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1115
- Frá upphafi: 771783
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 693
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar