Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Seðlabanka Rússlands, geta gert 640 milljarða gjaldeyrisforða Rússlands nær einskis nýtan, nær öll NATO lönd hafa lofað vopnasendingum til Úkraínu! Tyrkland segist ætla hindra rússneskar herskipaferðir um Bosporus sund!

Skv. nýrri frétt, ætlar Tyrkland að - hindra ferðir herskipa Rússlands um Bosporus.
Þetta hlýtur að teljast - stórfrétt:

At the beginning, what Russia was doing was an attack, -- We assessed it with experts, soldiers, lawyers. Now, this has turned into a war. -- Turkey had always implemented the Montreux agreement to the letter, -- In these conditions we will also implement the Montreux Convention.

Utanríkisráðherra Tyrklands segir m.ö.o. að Tyrkland túlki nú stöðu NATO vs. Rússland, sem formleg átök -- ergo, að skv. gömlu samkomulagi um Bosporus, sé Tyrkland skulbundið til að loka sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs fyrir rússn. herskipaumferð.
Svo lengi sem formleg átök milli NATO og Rússlands standa yfir.
----------------

Viðbrögð Vesturlanda gegn grimmri innrás Rússlandshers inn í Úkraínu, eru að reynast þær sem mig dreymdi um - þ.e.:

See the source image

  1. Grimmar refsiaðgerðir, nokkrir rússn. bankar hafa verið lokaðir frá SWIFT viðskiptakerfinu - mikilvægast, ákveðið var að loka á aðgengi Seðlabanka Rússlands, að gjaldeyris-viðskiptum í vestrænum gjaldmiðlum - þess fyrir utan, stendur til að leita uppi allar eigur einstaklinga er tengjast Pútín og frysta þær hvar sem þær finnast á Vesturlöndum, þarf ekki að nefna öll fyrirtæki sem viðkomandi eiga er nú óheimilt viðskipti í gjaldmiðlum vesturlanda!
    --Fyrir utan, ekki voru settar refsiaðgerðir á olíu og gas-útflutning Rússlands.
    Það þíðir að aðgerðirnar duga ekki til að slökkva á hagkerfi Rússlands!
    Líklega er aðgerðin gegn Seðlabankanum mikilvægust.
    --En hún líklega þíðir, að 640 milljarða gjaldeyris-forði er orðin nær gagnslaus eign a.m.k. svo lengi sem aðgerðin stendur yfir:
    U.S., EU Cut Some Russian Banks From SWIFT, Target Central Bank
  2. Sinnaaskipti Þýskalands er sennilega mikilvægasta breytingin innan NATO.
    En þjóðverjar ákváðu í gær - að hætta að hindra sendingar á vopnum frá NATO vopnageymslum til Úkraínu, sem og að vopn sem þeir hafa sent til NATO landa séu send til Úkraínu -- þess fyrir utan að þeir sjálfir hafa lofað litlu magni af skriðdreka-bönum og loftvarnaflaugum.
    --Í kjölfar sinnaskipta Þjóðverja, liggja nú fyrir loforð nær allra NATO landa um vopnasendingar til Úkraínu.
    Stríðið þó mun gera vopnasendingarnar flóknar í framkvæmd, þó alls ekki ómögulegar: Efforts to supply weapons to Ukraine face multiple obstacles.
  3. Helsti veikleiki Úkraínuhers, gæti hreinlega verið -- magn skotfæra og annarra vopna t.d. skriðdreka-flauga, sérstaklega í tilvikum er hersveitir eru að berjast í umkringdum borgum, svo sem Odessa og Mariupol.
    Þess vegna er það mjög mikilvægur liður að senda þeim þau skotfæri sem þeir þurfa, ekki síst - meir af skriðdreka-flaugum, og loftvarnaflaugum.
    --Eins og mig grunaði, hefur komið í ljós að loftvarnakerfi Úkrainu virkar.
    Það er kerfi sem er frá Sovét-tímanum, en þ.s. flugvélar Rússlands eru ekki stealth vélar - þá virkar það samt sem áður, og ef marka má fréttir hefur kerfið reynst fært um að skjóta niður í tilvikum ballistískar flaugar og nokkurn fjölda cruise-flauga, fyrir utan nokkur fjöldi rússneskra bardagaflugvéla virðist hafa verið skotinn niður.
    --Þetta virðist þíða þ.s. ég vonaðist eftir, að Rússland hefur ekki algerlega frjálsan lofthernað innan landsins, eins og t.d. í Sýrlandi.
  4. Þess fyrir utan, hefur Úkraínuher - gert þ.s. rökrétt var - þ.e. hörfa undan sókn Rússlands-hers að borgum, og þær eru að sést verður - notaðar sem tappar til að stöðva framrás Rússlandshers.
    --Skv. fréttum er nú hart barist um borgina, Kharkiv:
    Russian troops enter Ukraine's Kharkiv -Ukrainian official.
    Það verður að koma í ljós hvort Kharkiv stendur eða fellur.
    En Úkraínuher virðist nota borgina sem tappa.
    Sem hindrar framrás Rússlandshers úr þeirri átt inn í landið.
    --Þess fyrir utan er nú fjöldi smærri borga umkringdar.
    Rússlandsher virðist tregur til að sækja inn í þær a.m.k. til þessa.
    Enda mannfall í borgar-átökum líklegt að vera mjög mikið.

    Úkraínuher heldur því töluverður landi enn milli stórra borga.
    Þ.s. borgirnar eru þá tappar er virka a.m.k. nokkru leiti til að hindra hina rússnesku innrás.
    --Rússlandsher á líklega engan valkost annan, en að sækja inn í Kharkiv og Kíev, tvær stærstu borginar og mikilvægustu tapparnir.
    --Um þær verða líklega hörðustu bardagarnir.

See the source image

Það verður auðvitað að koma í ljós - hvort Úkraínuher getur áfram haldið vörn sinni.
Mikilvægasti bardagi sunnudagsins, er líklega orrustan um Kharkiv.
Næst stærstu borg Úkraínu!
--Að tapa þar væri bagalegt, því Kharkiv borg heldur framrás fjölmenns Rússnesks hers úr þeirri átt inn í landið, m.ö.o. mikilvægur tappi.

Í kjölfarið yrði Úkraínuher þar, líklega að hörfa langt undan!
En hingað til virðist Úkraínuher, halda tengingu við Kíev.
--Þ.e. Kíev er ekki umkringd, vörnin í Kharkiv er líklega einn megin grundvöllur þess að Úkraínuher nær enn að halda slatta af landi á milli borganna, sem eru í ágætis fjarlægð.

  • Ég geri því ráð fyrir að Úkráinuher muni gera allt til að brjóta á bak aftur árásina á Kharkiv bog, hlusta á fréttir kvöldsins um það hvernig fór.

Orð Zelenskis nú orðin heimsfræg: the fight is here. I need ammunition, not a ride.

See the source image

Eitt sem Úkraínustjórn - gerði síðustu dagana fyrir innrás!
Var að opna vopnabúr Úkraínuhers, til að dreifa vopnum til borgara landsins.
Fjölda mynda hafa nú birst á netinu af venjulegum íbúum, að þiggja vopn, að munda vopn.
Þess fyrir utan, hefur ríkisstjórn Úkraínu, dreift leiðbeiningum til borgara landsins um það, hvernig má búa til margvísleg -makeshift- vopn, t.d. til að bana bryndrekum.

  1. Tilmæli Pútíns til íbúa Úkraínu: Að leggja niður vopn. Eru greinilega höfð að gengu.
  2. 2. Sambærileg tilmæli til Úkraínuhers, greinilega einnig virt af vettugi.
  • Ef Pútín virkilega trúði því að Úkraínufólk mundi taka við innrásinni, sem frelsun -- þá virkilega var og er Pútín eins einangraður í fyrru.
    --Og George W. Bush var rétt fyrir Íraksstríð 2003.
  • Afar sérkennilegt tal um -de-nazification- er Zelenski forseti er gyðingur.

 

Niðurstaða
Það er undir Úkraínuher og þeim borgurum Úkraínu er berjast með sínum her komið hvort að - loforð um vopnasendingar frá NATO löndum koma að notum. Hið minnsta þarf Úkraína að halda út - út nk. viku mundi ég halda. Til þess að fyrstu vopnasendingarnar hafi möguleika á að hafa náð að berast til þeirra.
--En ef Úkraína heldur út nk. viku, þá á ég von á að það versta sé yfirstaðið.

En frá þeim punkti, ætti vera stöðugt flóð vopna.
Nk. vika er einnig mikilvæg, því að skv. skipun Pútíns um að beita öllu innrásarliði Rússlands, en ca. helmingur þess var enn við landamærin, þá standa varnir Úkraínu í nk. viku frammi fyrir ítrekuðum árásum, þegar þær hersveitir sem enn voru ekki komnar inn í átökin mæta á svæðið og leggja til atlögu.
--Ef Úkraínuher heldur vikuna út, þá mun hann hafa staðist þá atlögu þ.s. að öllum innrásarhernum sé beitt.

  • Ef hann heldur það út, þá væri möguleiki til þess að stríðið breyttist í pattstöðu.
  • Með NATO stöðugt útvegandi næg vopn til að halda Úkraínuher gangandi.

Ég hugsa því að Pútín hafi nk. viki til að ná fram þeim sigri hann stefnir að.
Hinn bóginn, væri sá sigur líklega -- Fyrrískur.

  1. Ég á ekki von á að Kína - veiti Rússlandi aðstoð til að brjóta á bak aftur refsiaðgerðir Vesturlanda!
  2. Vegna þess að - sérhverja viku veltir hagkerfi Kína trilljónum í Vestrænum gjaldmiðlum - sérhvern mánuð getur verið að velta Kína í vestrænum miðlum sé að umfangi stærra en allt hagkerfi Rússlands.
    --M.ö.o. séu hagsmunir Kína innan Vestrænna gjaldmiðla, margfalt verðmætari en nemur verðmæti gervalls hagkerfis Rússlands.

Samstaða Vesturlanda um að refsa Rússlandi sé orðin alger!
Pútín hefur tekist að sameina þ.s. var sundurlaus her Vesturlanda í einn hramm.

Ef Pútín hélt að samstöðuleysi mundi hindra möguleika á samstöðu.
Það virðist að innrásin í Úkraínu - hafi skapað slíkt ofsareiði að samstaða myndaðist. Skorturinn á samstöðu, er var allt að fyrsta innrásar-degi, hefur nú dagana síðan innrásin hófst horfið eins og dögg fyrir sólu.
--Pútín hlýtur að hafa vanmetið þá reiðibylgju er gæti myndast.

Meira að segja Þýskaland er lengt hélt úti.
Hefur nú gefið eftir - gagnvar þeim vilja er reiðin hefur framkallað.

Nýlega sagði ég eftirfarandi: Ætlar Pútín að gera innrás í Úkraínu? Enn sama spurning! Hræðsla í hámarki þessa daga, vegna heræfinga Rússlandshers í Hvíta-Rússlandi, og æfinga Rússlandsflota í Svartahafi

Ég er alveg viss, að Úkrínuher verður fastur fyrir - þó ég eigi ekki von á að her Úkraínu muni verjast mjög framarlega!
Þ.e. rökrétt muni Úkraínuher standa fastur fyrir á þéttbýlustu svæðum landsins, sem og þeim svæðum þ.s. verðmætustu auðlyndir þess eru - og mikilvægustu borgir.
--Ef af innrás verði, muni því Rússlandsher geta sókt fram - á sumum svæðum án umtalsverðar mótspyrnu, því hratt fram á slíkum svæðum.

Mig grunaði m.ö.o. að Úkraínu-her gæti ekki varist framarlega.
Yrði að verjast nærri eða við þéttbýli. Ef maður hugsar út í það að rússneski herinn er til muna stærri, var klárlega ekki raunhæft að mæta innrásinni - með vörn nærri landamærum.
Og vegna skorts á landslagi sem skapar varnarskilyrði, voru það eiginlega einungis varnir við og í þéttbýli er komu til greinar.
--Hvernig Úkraínuher stjórnar vörnum virðist því það eina sem var mögulegt.

-----------
Ps: Í nýrri frétt, hafa stjórnvöld Þýskalands ákveðið að hækka hernaðarútgjöld yfir 2% af þjóðarframleiðslu í skrefum!: Chancellor Olaf Scholz -- With the invasion of Ukraine, we are in a new era, - He vowed to invest €100bn this year in a special fund to modernise Germany’s military -- in the coming years, to boost annual defence spending above 2 per cent.
--Þetta getur verið fyrsta skrefið í nýrri öldu hækkunar hernaðarútgjalda hjá aðildarlöndum NATO.
PS2: Raðir við hraðbanka í Rússlandi, er íbúar Rússlands leitast eftir því að taka út af gjaldeyris-reikningum, út af ótta um hugsanlega lokun aðgengis að þeim reikningum. Alls ekki órökréttur ótti, ef stjórn Rússlands færi að skammta gjaldeyri.

Ekaterina, a Moscow resident.-- I want to have a month-worth of cash in case there are technical glitches with cards. I already had problems paying for a taxi with Google pay yesterday, - I believe my bank is not under sanctions, and I doubt my money will disappear altogether, but there is a risk I won’t be able to buy food,

said a banker at a western bank in Moscow -- People are panicking, - But their cash withdrawals are harming Russia, the banks’ liquidity is falling.

Ég væri ekki hissa ef - aðgengi verður einmitt takmarkað að eigin reikningum.
Að ótti íbúanna sem hafa raðast að hraðbönkum sé á rökum reistur.

PS3: Rússar hafa tapað orrustunni um Kharkiv skv. nýjum fréttum.
Þannig að Úkraínuher a.m.k. heldur næst stærstu borg Úkraínu, enn um sinn.

PS4: Evrópusambandið er að íhuga að kaupa vopn fyrir Úkraínu fyrir andvirði 450 milljóna Evra -- sem væri í fyrsta sinn ESB keypti vopn fyrir nokkurn.

PS5:Stórfrétt, Tyrkland segist ætla að hindra ferðir herskipa Rússlands um Bosporus sund -- það þíðir að floti Rússlands í Svartahafi verður þá einangraður.
------------

Fréttir um líklegt mannfalla Rússneska hersins a.m.k. meir en 5000.
Eru líklega trúverðugar!
Rússn. ríkið heldur enn áfram að nefna engar mannfallstölur.

 

Kv.


Getur verið Pútín sé búinn að blása af hugsanlega innrás í Úkraínu? Í dag tilkynntu HvítRússnesk stjórnvöld, 30þ. rússn. hermenn í HvítaRússlandi verði þar áfram til óákveðins tíma!

Virðist enginn vafi að - tilkynning frá Minsk.
Sé cirka sama og að hún komi frá - Moskvu.
Þar sem, staða Lukashenko er örugglega í dag.
Einungis staða svokallaðs -- puppet.

Meina, ríkisstjórn hans - ríki skv. vilja Rússlands.
Eftir almenna uppreisn þarlendis sem Rússland 'aðstoðaði' við að brjóta niður.
Sé staða Lukashenko -- smættuð niður í, stöðu rússnesks lepps.

  • Þannig, að yfirlýsingin frá Minsk.
    Megi taka þannig, að hún komi frá Moskvu.
  • Að auki kemur fram, að Pútín og Lukashenko hafi rætt málið.

See the source image

Ætla velta fram þeirri kenningu, Pútín sé búinn að gefast upp!

Við séum að sjá upphaf -- Plan B.

  1. 30þ. hermenn verði áfram í Hvíta-Rússlandi.
    Til ótilgreinds tíma, líklega út valdatíð Pútíns.
  2. 100þ. hermenn, verði áfram nærri landamærum Rússlands við Úkraínu.
    Einnig til ótilgreinds tíma, líklega út valdatíð Pútíns.
    Getur verið þeir hermenn séu nú, ívið flr. en 100Þ.

Með þessu, sendi Pútín fingurinn til - NATO, Evrópu, Úkraínu, Bandar.
Hinn bóginn, ef ég les þetta rétt!
Er það í sjálfsögðu veikleika-merki að Pútín þorði ekki.

  • Þá vil ég meina, aðgerðir NATO hafi -hugsanlega- virkað, að:
  1. Vopna Úkraínu.
  2. Að hóta grimmilegum refsiaðgerðum.
  • Til samans, hafi þetta útreiknað -hugsanlega- verið orðið of dýrt.

Því sé Pútín -hugsanlega- hættur við.

Sjá frétt: Belarus says Russian troops to stay in country indefinitely

  1. Belarusian defence minister Viktor Khrenin on Sunday said Russian president Vladimir Putin and his Belarusian counterpart Alexander Lukashenko made the decision to extend the drills for an unspecified period because of -- increasing military activity on [the countries’] eastern borders and the worsening situation in the Donbas -- in eastern Ukraine.
  2. Ef marka má Khrenin - er það vegna, aðstoðar NATO við Úkraínu.
    Þ.e. vegna vopnasending NATO til Úkraínu.
    Að Pútín hafi tekið þá ákvörðun.
    Samþykki Lukashenko - sem rússn. leppur, formsatriði einungis.
  3. Dmitry Peskov, Putin’s spokesman, told state television on Sunday that -- tensions have been ramped up to the maximum [on] the contact line. -- We are appealing to reason. Ask yourselves the question: what’s the point for Russia to attack anyone?
  4. Ég tek þetta í þeirri merkingu - að lið Rússa innan eigin landamæra nærri landamærum við Úkraínu, verði sennilega einnig -- staðsett þar áfram, til ótilgreinds tíma.

Skv. mati Vesturlanda - er heildarliðssafnaður Rússa nú: ca. 190.000.
Líklega er liðssafnaður Rússlands-megin orðinn, ívið meiri en, 100þ.

 

Að viðhalda þeim liðssafnaði áfram ótilgreint!
Viðheldur þrýstingi á Úkraínu, sem og lönd nærri - Hvíta-Rússlandi.
Þá ekki síst, Eystrasalt-lönd.

Hinn bóginn yfir tíma, mun NATO mæta þeirri uppbyggingu án vafa.
Með frekari uppbyggingu til móts við uppbyggingu Rússlands.

Og Úkraína án vafa, heldur áfram að styrkja sínar liðssveitir.
Þannig, að áhrifin af því ég held sé ákvörðun Rússlands!
--Fjara út yfir tíma!

Ég efa að Rússland geti bætt miklu við þetta!
Ath. herafli Rússlands er ca. 900.000.
Ath. einnig, Rússland hefur mörg svæði til að gæta.
Einnig önnur landamæri.

Þar fyrir utan, er afar dýrt að viðhalda fjölmennum liðsafla.
Í nær stöðugu ástandi - tilbúinn til átaka.
--Það sé takmörkunum háð, hve mikinn slíkan kostnað Rússland geti borið.

Auðvitað þó pyrrandi, þá sé það mun skárra!
Að Pútín sendi Vesturlöndum fingurinn með þessum hætti.

 

Niðurstaða

Það sem ég segi að ofan eru allt - túlkanir á nýrri atburðarás.
Hinn bóginn, virðist mér þær túlkanir afar sennilegar.
Einnig fullkomlega rökréttar í núverandi samhengi atburða.

Hinn bóginn, er ekkert sem útilokar að Pútín ákveði að ráðast inn.
Þrátt fyrir að slík aðgerð virðist - flestum, óskynsamt.

-----------

PS. Símafundir Macrons of Pútín hefur verið í fréttum!

  1. Skrifstofa Pútíns og Macrons.
  2. Virðast segja mjög ólíkt frá þeim fundi.

Skv. frásögn skrifstofu Pútíns, er engu minnst á loforð.
Sem skrifstofa Macrons segir Pútín hafa veitt.

Sjá frétt:
Kremlin lashes out at Ukraine and NATO after call with Macron

Ps2: Ríkisstjórn Bandaríkjanna, hefur ítrekað að undirbúningur undir stríð.
Sé í fullum gangi - skv. þeirra mati.

 

Kv.


Ætlar Pútín að gera innrás í Úkraínu? Enn sama spurning! Hræðsla í hámarki þessa daga, vegna heræfinga Rússlandshers í Hvíta-Rússlandi, og æfinga Rússlandsflota í Svartahafi

Æfingarnar í Hvíta-Rússlandi, ca. 30Þ. hermenn, og á Svarta-Hafi sbr. flotaæfing.
Þíða að herafli nærri Úkraínu er nú í algeru sögulegu hámarki, eftir 1993.
Útskýrir hræðsluna, sbr. þjóðir hvetja nú eigið fólk til að flíta sér frá Úkraínu.
Að aldrei áður hefur Rússland haft þvílíkan herafla þetta nærri Úkraínu.

  1. Skv. því getur innrás verið í 3-áttum.
  2. Stór-innrás ca. 100Þ. frá landamærum Rússlands.
    30Þ. nú í Hvíta-Rússlandi, er hugsanlega ættu að taka Kíev.
    Og landganga við Svarta-Hafs strönd Úkraínu.
    Kannski ætlað að taka eina af borgunum þar, Mariupol eða Odessa.

Möguleikinn er sannarlega fyrir hendi.
Þ.s. liðssafnaðurinn er sannarlega nægur.
Til að hefja stór-stríð.

 

Skv. tölum Financial-Times er heildarherafli Úkraínu/Rússlands!

  1. Landher 261þ. Úkraína vs. 900þ. Rússland.
  2. Flugher 98 Úkraína vs. 1.511 Rússland.
  3. Þyrlur 34 Úkraína vs. 544 Rússland.
  4. Skriðdrekar 2.596 Úkraína vs. Rússland 12.420.
  5. Brynvagnar 12.303 Úkraína vs. Rússland 30.122.
  6. Fallbyssur 2.040 Úkraína vs. Rússland 7.571.
  7. Skip 16 Úkraína vs. Rússland 220.

Skv. því er her Úkraínu - einn sá stærsti í Evrópu.

  1. Þessar tölur segja ekki ástand tækja, en mikið af dóti beggja herja er líklega gamalt til afar gamalt, þ.e. dreggjar frá Kalda-stríðinu.
  2. Ég á von á því, einungis hluti beggja herja - sé í reynd með uppfærða tækni.
    Rússland, ef það hefur innrás, auðvitað notar - hluta hers síns sem er uppfærður.
  • Úkraína, mundi nota allt sitt - bæði uppfært, nýtt frá NATO, og gamalt.
  • Rússland mundi aldrei beita nema, fræðilega mesta lagi, helming heildar-herafla.

Vegna þess Rússland hefur önnur landamæri, önnur svæði er geta orðið óróleg.

Megnið af skriðdrekum Úkraínuhers -- sennilega eru T64.
Kalda-stríðs hertól, megin-þorri lítt eða ekki uppfærður.
--Úkraína hefur T64 skrið-dreka-verksmiðju.
Arfleifð frá Sovétríkjunum. Getur því viðhaldið þeirri tegund skriðdreka.

In 2020, Ukraine had over 720 T-64BV 2017, T-64BM Bulat and T-64BV in service, and 578 T-64 in storage. -- Ef hægt er að treysta á Wikipedia.
Þá eru 720 af T64 drekum Úkraínuhers full-uppfærðir tæknilega 2020.

  1. T64 er ekki eins úreltur og halda mætti, þ.s. þeir voru bestu skriðdrekar Sovétríkjanna á sínum tíma - þeir höfðu bestu tæknina sem Sovétið átti, bestu brynvörnina o.s.frv.
    --Þess vegna seldi Sovétið aldrei T64 skriðdreka.
  2. Það framleiddi einnig, T72 er var einfaldaður ódýrari til útflutnings.
    Gríðarlega mikið selt af þeim til margra staða. Auki einnig framleiddir fyrir þá sjálfa í miklu magni.
    --T72 voru fyrir - sveitir er voru cannon fodder - meðan T64 sveitirnar voru sérstakar betur þjálfaðar ætlaðar til að brjótast í gegn þ.s. mesta vörnin væri.
  • Rússneskir T90 -- eru í reynd. Uppfærðir T72, þ.e. ný framleiðsla en á grunni T72, með nýjum tölvum (skilst kínverskum tölvum) - betri forritum - því nákvæmari en áður, með sömu hæfni og M1 bandaríski hvað varðar nákvæmni í skothyttni.
  • Hinn bóginn, ekki betur brynvarðir en áður - sannarlega er til staðar á turni -counter explosive- brynvörn svokölluð, þ.e. pakkar af auka-brynvörn sem inniheldur sprengi-efni og ætlað að núlla út -shaped charge warheads- þ.e. sprengi-kúlu-skot sem sérstaklega eru hönnuð til að eyðileggja skriðdreka.
    -------------------------------------------------------------------------
    Hinn bóginn hefur NATO löngu búið til -counter- á þetta.
    Eldflaugar NATO hafa - málmpinna framan á sem hittir rétt á undan.
    Sá triggerar sprengi-hleðsluna sem er utan á turninum, þannig sú eyðir afli sínu - þar eftir springur eigin sprengihleðsla skriðdreka-flaugarinnar.
    -------------------------------------------------------------------------
    Rétt að benda á, þessar sprengi-hleðslur - duga hver um sig bara eitt skipti.
    Þannig að næsta flaug er hittir, ef hún hittir sama stað - þá er vörnin farin.
  • Og rétt að benda á, þessi tegund af vörn -- dugar ekki gegn -penetrators- þ.e. skotum sem eru málmur í gegn, klassísk skriðdreka-skot með öðrum orðum.
    Sumar tegundir skriðdreka-flauga eru einnig -kinetic- þ.e. treysta á hraðann og þéttni málmhlutar til að komast í gegn. Þá virka - sprengi-hleðslurnar- ekki heldur.
  • Brynvörn T90 er ekki þykkari né sterkari en brynvörn T72. Þ.e. málmbrynvörnin.

Það hefur alltaf gert mun á rússneskum/Sovéskum skriðdrekum vs. Vestræna.
Þ.e. val Sovét-ríkjanna síðan Rússlands, á þunnri brynvörn.
Þess vegna eru skriðdrekarnir allt að 30 - tonnum léttari en Vestrænir.
--Dæmigerður Rússneskur er 40tonn - meðan M1 er 70-80tonn.

  • Miklu mun þykkari brynvörn, þíðir Vestrænir geta tekið -direct hit.-
  • En Rússneskir - geta það ekki.

Hin þunna brynvörn rússneskra skriðdreka mun skipta máli.
Ef Rússland gerir innrás.
En þunna brynvörnin heldur mun síður - þetta var útreikningur Sovétsins gamla.
Að Sovétið taldi sig hafa efni á mannfalli, treysti á fjöldann.
Rússland hefur hinn bóginn, ekki breytt um stefnu hvað þykkt brynvarnar varðar.

  1. Það einfaldlega þíðir, að ef skriðdreka-sveit sækir fram.
  2. Verður góður slatti af árásinni, sallaður niður í brotajárn.

En sú útkoma er nær örugg, eftir að Úkraínu var gefið þúsundir af NATO flaugum.
NATO skrið-dreka-flaugarnar muni pent fara í gegnum T90 eins og hnífur gegnum smjör.

T64BV Úkraínuhers 2017! Sjá má fullt af counter-explosive auka brynvörn!

 

Mun Rússland ráðast inn?

  1. Ok, ég er ekki endilega ósammála - skynsemis rökunum gegn því.
    Hinn bóginn.
    --Veikleiki þeirra er einmitt að þau snúast um skynsemi.
    Þ.e. alveg rétt, skynsemin mæli gegn innrás.
    Því - NATO mun virkilega styðja Úkraínu.
    Úkraínu-her skv. tölum á alveg séns gegn stór-innrás Rússlandshers.
  2. Gjöf NATO á þúsundum af eftir 2000 skrið-dreka-flaugum.
    Undirstrikar þetta, því sú gjöf - vs. þunn brynvarðir rússn. skriðdrekar.
    Þíðir, að alls-herjar-árás gegn varnarlínu Úkraínuhers.
    Yrði afar banvæn fyrir árásina!
  • Verð eiginlega að líkja því við -- fyrra stríð.
  • Er hermenn ruddust gegn vélbyssum.

Sé það sama fyrir mér, að þúsund skriðdrekar ryðjast fram.
Og 500 liggja í valnum eða meir - kannski ná 400 í gegn.
En þá eru þeir í návígi við skriðdreka Úkraínhers, og allar þær gildrur og sprengjur er varnarlínan hefði. Fyrir utan, að hermenn gætu enn skotið að þeim flaugum.

T64BM2Bulat - nýjasta form uppfærslu Úkraínuhers á T64. Sjá annað form á aukabrynvörn!

 

Það er einfaldlega óþekkt hvort ríkisstjórn Rússlands er skynsöm!

Ég ætla því hvorki að spá innrás - né spá henni ekki.

Íraks-innrás George W. Bush.

  1. Hegðan Bush stjórnarinnar, er dæmi um það - er ríkisstjórn er óskynsöm!
    Bush stjórnin aldrei leyndi því að ætla að ráðast inn.
    Þannig umræðan snerist um aðra hluti.
    --Þ.e. hvað mundi gerast ef af innrás yrði.
  2. Málið er, að umræðan hafði í öllum atriðum rétt fyrir sér.
    Bush stjórnin var vöruð margsinnis við, og hún hundsaði það allt.
    --Bush stjórnin var vöruð við því, að hafsjór haf hatri væri í Írak.
    Og ef Bush stjórnin steypti Saddam Hussain, yrði það hatur stjórnlaust.
    --Að mikið af því hatri beindist að Bandaríkjunum sjálfum.
    En að samtímis, væri gríðarlegt haturs-ástand milli íbúahópa landsins.
  3. Bush stjórnin - hundsaði allar þær aðvaranir.
    Það kom engum á óvart, að stjórnleysi skylli yfir landið.
    --Nema Bush stjórninni.
    Það kom engum heldur á óvart, það dyndi yfir skæru-stríð.
    --Nema Bush stjórninni.
    Og það kom engum heldur á óvart, að borgara-styrrjöld skylli á.
    --Nema Bush stjórninni.
  4. Bush stjórnin var eins og í eigin heimi.
    Trúandi furðu-sögum án nokkurs raunveruleika-samhengis.
    --M.ö.o. klassískt group-think.
    Innan hennar var þröngur hópur -neoconcervatives- er hafði eigin hugmyndafræði.
    Og hundsaði allt sem ekki passaði við eigin kenningu.
    --Bush virtist einfaldlega - vilja-lítill -- lélegasti forseti líklega í sögu Bandar.

-------------------------------------------------------------------------
Ég set dæmi Bush stjórnarinnar fram. Til að benda á, ríkisstjórnir.
Eru ekki endilega alltaf skynsamar!

 

Það getur vel verið - Pútín sé með leikrit, pakki síðan saman!

En ég ætla ekki að ákveða, augljóslega - sé hann ekki að undirbúa innrás.
Vegna þess að innrás væri óskynsöm!
Því ég ætla ekki að gefa mér að -- hann sé augljóslega enn skynsamur.

Ég meina, að hugsanlega sé hann ekki, skynsamur lengur.

  • Það eru vísbendingar, að hugsanlega sé hann það ekki lengur!
  1. Upphaf Úkraínu-deilu:
    Viktor Yanukovych - er var forseti er deilan hófst.
    Stóð fyrst í stað fastur fyrir, er Rússland hóf þrýsting á hans ríkisstjórn.
    Það snerist um viðskipta-samning við ESB - sambærilegan við EES er Ísland hefur.
    Pútín - beitti sér gagn samþykki hans - er sá samningur var nær fullkláraður.
    Pútín beitti Úkraínu þrýstingi - þ.e. viðskipta-þvingunum.
    Auk þess, að nota - vinveitta Rússlandi hópa til að reisa upp háreisti.
    --Þetta stóð um nokkra hríð, um skeið stóð Yanukovych fastur fyrir.
    Þá hófust mótmæli í Úkraínu. Beint gegn Rússlandi. Ekki Yanukovych.
    --Mótmæla-hreyfingin snerist ekki gegn Yanukovych á þeim punkti.

    Rétt að benda á, þau misseri ríkti mikil bjartsýni um Rússland.
    Stórfelld fjárfestinga-áform uppi. Forseti Kína heimsókti Evrópu vorið 2014.
    Lest kom í gegnum Rússland til Þýskalands, tekin við henni með pomp og prakt.
    Forseti Kína talaði um -- silkileið.
    --Rætt var um miklar fjárfestingar á hinni - nýju fyrirhuguðu, verslunarleið.
    **Gríðarleg tækifæri fyrir Rússland virtust blasa við.

    Allt það varð síðan að engu!
    Ég vil meina að -- þarna hafi Pútín verið óskynsamur.
    Því er hann hóf deilur um Úkraínu.
    --Þá samtímis fórnaði Pútín -- öllum þeim tækifærum er blöstu við.
    En öllum þeim áformum var kastað í ruslið.

    Það er alls ekki þannig, að Úkraínu-deilan hafi kostað Rússland lítið.
    Þvert á móti, eru lífskjara-fórnirnar sem Pútín ákvað að framkvæma.
    Stórfelldar fyrir rússneska alþýðu.
    Að auki sé efnahagur Rússlands án vafa mikið minni, en hann gat verið.
    Ef allar þær fyrirhuguðu fjárfestingar hefðu farið fram.

    Ég lít á það sem -- vísbendingu 1.
    Fyrir því að Pútín sé hugsanlega óskynsamur.
    Það að hann ákvað að hefja deilu við Vesturlönd um Úkraínu.
    --Vegna þess hversu gríðarlega takmarkandi fyrir efnahag Rússlands, afleiðingar deilunnar hafa verið.
    **Rússland hefur verið í netto kreppu milli 2014 og 2021.
    **Og að auki, það tapaði af gríðarlegum tækifærum.

    Vegna þess, að Pútín ákvað að fara í paník - út af vaxandi vestrænum áhrifum.
    Mér virðist það - einfaldlega snúast um það atriði.
    --Hann hafi óttast um eigin völd, ef Vestræn áhrif mundu vaxa áfram.

  2. Ég held það sé rétt túlkun.
    En allt þ.s. Pútín hefur síðan gert -- má kalla, baráttu við Vestræn áhrif.


    Hvort þ.e. það að - styðja við stjórnina í Hvíta-Rússlandi.
    Gegn fjölda-mótmæla-hreyfingu er þar reis upp.

    Eða stuðningur við - stjórnina í Kasakstan - þ.s. einnig reis upp hreyfing.

    Eða hvernig hann sjálfur barði hart niður - mótmæla-hreyfingu innan Rússlands sjálfs, fyrir ca. 1 og hálfu ári síðan.

    --Mig grunar, hann sé í fullkominni paník.
    Gegn því sem hann líti á sem - Vestrænar tilraunir til að steypa honum.
    **Jafnvel þó einungis sé um að ræða - sjálfs-sprottnar hreyfingar innan hvers lands, túlki hann allt þ.s. Vestrænar árásir.
    **Þá meina ég - að fólk sjái Vesturlönd sem fyrirmynd. Frekar en að Vestræn lönd sem slík séu að beita sér. Meðan Pútín, líklega ímyndar að - allt sem gerist sem Pútín álíti neikvætt, sé runnið undan stjv. Vesturlanda.

  3. Mig grunar, að þessi paník hans hafi vaxið stig af stigi.
    Og hún geti verið orðin slík.

    Að Pútín sé ekki lengur fullkomlega rational.

 

Vegna þess að ég óttast Pútín geti verið að sé ekki lengur fullkomlega með sjálfum sér.
Treysti ég mér ekki til að útiloka innrás.
--Þó svo það væri augljóslega óskynsöm aðgerð.

 

Niðurstaða

Vegna þess að ég tel mig hafa ástæðu að ætla, að Pútín sé ekki hugsanlega lengur að sjá hlutina - í köldu rökrænu ljósi. Tel ég ástæðu að ætla, að hann geti tekið ákvörðun um innrás, þó svo að slík ákvörðun væri afar slæm fyrir Rússland.
--Slæmar ákvarðanir geta orðið, þegar landstjórnendur - glata að hluta glórunni.

Mig grunar að hugarástand Pútíns geti hafa þróast sl. ár í þá átt.
Að hann sé í slíkri paník, vegna vaxandi trúar á meintar tilraunir Vesturlanda til að grafa undan honum -- að hann líti jafnvel á innrás sem nauðvörn!

Það sé að sjálfsögðu allt út frá hans persónu!
Ekkert að gera með - eiginlega hagsmuni Rússlands sem slíks.
--En ekki gera þau mistök, að kalla persónulega hagsmuni Pútíns, hagsmuni landsins.

Ég held að nú sé það orðið svo, að um margt - séu persónulegir hagsmuni Pútíns.
Í þversögn við eiginlega landshagmuni Rússlands, sem og þjóðarhagsmuni Rússa.

-------------------------------------------------------------------------
Þrátt fyrir þau orð, ætla ég ekki að spá innrás í Úkraínu.
Þó svo að uppbygging hermáttar Rússlands sé nú í algeru hámarki.

Ég bendi þó á, að það sá hernaðarmáttur sé nú í hámarki.
Geri innrás líklegasta, ef af verður.
--Meðan liðssafnaður er í því hámarki, dagana sem heræfingarnar standa yfir.

  • Það kemur síðan í ljós hvort af innrás verður eða ekki.

Ég er alveg viss, að Úkrínuher verður fastur fyrir - þó ég eigi ekki von á að her Úkraínu muni verjast mjög framarlega!
Þ.e. rökrétt muni Úkraínuher standa fastur fyrir á þéttbýlustu svæðum landsins, sem og þeim svæðum þ.s. verðmætustu auðlyndir þess eru - og mikilvægustu borgir.
--Ef af innrás verði, muni því Rússlandsher geta sókt fram - á sumum svæðum án umtalsverðar mótspyrnu, því hratt fram á slíkum svæðum.

En þegar hann mæti, þéttum varnarlínum - sem hann fyrir rest mæti.
Þá sé ég ekki að Rússlandsher geti vaðið í gegnum slíkar.
Án stórfellds manntjóns fyrir Rússlandsher sjálfan!

Það komi til, vegna þess að rússneskir skriðdrekar hafi þunna brynvörn.
Mun þynnri en Vestrænir, þannig að skriðdreka-flaugar eigi mun léttari leik.
Það þíði, að ólíkt því er Bandar.her var í Írak!
--En afar þykk brynvörn M1 þíddi, að Bandar. misstu ekki einn M1.

Þá muni miklu mun þynnri brynvörn Rússn. dreka ekki halda gegn skriðdreka-vopnum.
Þess vegna líki ég - charge - við Fyrra-Stríðs blóðfall.
--Því ég virkilega held, að sérhver árás á sterka varnarlínu, verði þannig blóðug.

  • Gjafir á þúsundum nýlegra Vestrænna skriðdreka-flauga gulltryggi slíka útkomu.


Plott Vesturlanda verður þá augljóslega:
Gera Úkraínu að Víetnam Pútíns.
En þó svo það allt blasi við. Þá þíði það ekki endilega.
Að Pútín augljóslega ákveði að pakka saman og senda herina heim.
Þ.s. óvíst sé að Pútín sé fullkomlega rökréttur!

 


Kv.


Mun vopnakapphlaup risaveldanna leiða til geimvopnakapphlaups? Eitt svar við þróun vopna er geta snúið á - varnarflaugar, er að færa varnarkerfi upp í geim!

Meira að segja Norður-Kórea hefur prófað undanfarið - vopn ætlað að draga úr virkni svokallaðra ABM (Anti Ballistic Missile)flauga sem ætlað er að skjóta niður óvina eldflaugar: Kim doesn’t just want more missiles, he wants better ones.

  1. On January 5, North Korea’s Academy of National Defense Science oversaw the launch of a rocket fitted with a conical manoeuvring re-entry vehicle(MaRV)
  2. According to North Korean state media, the vehicle made a -120km lateral movement in the flight path- 
  3. Six days later, a leather-clad Kim attended the test of a rocket fitted with a “hypersonic gliding warhead that made a “gliding re-leap” and 240km lateral manoeuvre before hitting its target.

Þetta bendir til þess, að eldflauga-prófanir Norður-Kóru undanfarið.
8 prófanir nú á 25 daga tímabili, séu prófanir á nýrri tegund af - warhead.

  • Svokallað -re-entry vehicle- er lítið geim-hylki, er ver sprengjuna.
  • Alveg eins og í tilviki geimhylkis er ver fólk, er til staðar - hitaskjöldur.
    Svo sprengjan eyðileggist ekki af hitanum við innkomu í lofthjúp.
  • Líklega þ.s. NK er að prófa.
    Er að geimhylkið hafi -- litla vængi.
    Þá getur það svifið einhverja vegalengd.
    Auk þess, að geta tekið hugsanlega einhverjar beygjur.

Munur á - svif vegalengd - getur bent til prófana á mismunandi formum á vængjum.

Kína hefur undanfarið gert sambærilegar prófanir!
Sem hafa vakið athygli í Bandaríkjunum:
sbr. googla Chinese-hyper-speed-glide-vehicle.

  1. Höfum samt í huga, að svif er samt sem áður takmarkað.
    En getur þó framlengt drægi eldflaugar þannig hún nái lengra.
  2. Eða, verið notað til að gera vopni mögulegt að taka sveigjur.
    Til að losna við að vera skotið niður af ABM flaug.
  • Höfum samt sem áður í huga.
    Hvert sinn sem vopn sem ekki hefur kný - beygir.
    Missir það hraða og þar með einnig hæð.
  • Þ.s. því takmarkað hve oft það getur beygt.
    Áður en það hefur misst það mikla hæð.
    Að vopnið missir af sínu skotmarki.

Rétt að hafa í huga - Bandaríkin hafa svokallað early warning kerfi.
Það byggist á gerfihnöttum -- og er hannað til að sjá, öll geimskot.

  • Ergo, þ.e. ekki hægt að fela - lóðrétt geimskot, sem ballistic missile skot alltaf eru.
  • Þannnig, að rökrétt væru varnarkerfi alltaf búin að fá aðvörun.

Patriot skotpallar - geta skotið nokkrum Patriot flaugum í einu.
Þannig, grunar mig að 4-slíkar mundu annað af tvennu!

  • Skjóta niður flaug er væri stöðugt að beygja.
  • Eða mundu þvinga slíka niður í Jörð, þannig skotmark slyppi.

Vegna þess, eins og ég benti á, sérhver beygja - eykur tap á hæð.
Því fleiri beyjgur, því meira tap á hæð.
Þannig að þ.e. vel hugsanlegt að ef flaug tekur 4 beygjur, missti hún af skotmarki.
Vegna hæðar taps - færi í Jörð marga km. frá því.

 

Augljóst svar Bandaríkjanna eru þó, geimvarnarkerfi!

Undir lok Kalda-Stríðsins vann ríkisstjórn Reagan forseta að slíkum kerfum. Hinn bóginn, lauk kalda-stríðinu áður en slík voru full þróuð.

  1. Síðan þá eru slatti af árum liðin -- tækni andstæðinga Bandaríkjanna er nú betri en áður.
  2. Tækni Bandaríkjanna hefur samtímis einnig batnað.

Ég er að tala um kostnað við að koma 1kg. upp á sporbaug Jarðar.
Ef það er rétt, er það byltingarkennd breyting.
Það sem heldur aftur af geimvarna-kerfum er gríðarlegur kostnaður, hingað til.

  1. En ef Elon Musk minnkar þann kostnað stórfellt, verða geimvarnakerfi mun praktískari en hingað til.
  2. Elon Musk, ætlar að selja bandar. ríkinu mörg eintök af StarShip1.
    Þar á meðal, ætlar PENTAGON að kaupa, útgáfu sem ætlað verður til flutninga milli punkta á Jörð, þannig að PENTAGON mun geta fært her til um þúsundir km. á einni klst.
  • Við þetta blasir við, Bandaríkin öðlast stórfellt forskot í geim-tækni.
  1. Besti tíminn til að skjóta niður - kjarnorku-flaugar, er einmitt í geimnum!
  2. Vængir virka einungis í lofthjúp.

Geimvarnarkerfi gæti skotið niður flaugar - áður en, þær hefja innreið í lofthjúp.
Þannig núllað algerlega út, tilraunir - er fókusa á að vængja slíkar flaugar.

  1. Bendi fólki á, að tilgangslaust væri að gera þær færar um hreyfingar í geim.
    Ef notast væri við - laser gerfihnetti.
  2. Því ekki er mögulegt að beygja undan laser.
    Laser mundi virka vel í geim.
    Því svokallað -scattering- er miklu minna vandamál þar uppi.
  • Bendi auk þessa á, Bandar. gætu haft efni á 2-földu kerfi.
    Ef Elon Musk virkilega lækkar kostnað um 9/10.
  • Þ.s. laser kerfi.
    Og einnig, staðsett í geimnum, ABM kerfi.

Laserinn mundi skjóta fyrst, eldflaugar taka þ.s. einhverra hluta vegna laser gæti ekki eitt. Tæknilega er hægt að gera yfirborð flauga að nær fullkomnum spegli. Einnig nota hitaþolin efni í þær.
En það þíddi á móti, flaugarnar yrðu miklu mun dýrari í smíðum.
Og andstæðingar Bandar. hefðu efni á mun færri slíkum.

 

Niðurstaða

Það blasir eiginlega ekki við mér neitt gott svar fyrir andstæðinga Bandaríkjanna.
En í framtíðinni, gæti verið mögulegt fyrir Bandaríkin!
Að skjóta niður 100% af t.d. flaugum Rússlands!

Er gerði tæknilega mögulega svokallaða - fyrstu árás.
Bandaríkin gætu þar með komist upp með mun meiri þvinganir á þau lönd.

Það væru líklega megin áhrifin, að Bandar. þyrðu frekar að þvinga þau.
Þyrðu að ganga lengra í slíkum þvingunum.

Því þau væru í framtíðinni, líklega nær örugg gegn árásum.
Meðan að andstæðingarnir væru það greinilega ekki.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 846681

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband