Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
17.10.2010 | 21:12
Hvað á ég við þegar ég tala um forsendubrest?
Ég rökstyð forsendubrest ekki með algerlega sama hætti og hann vinur okkar Marínó G. Njálsson gerir. Þ.s. ég einblýni á, er glæpastarfsemin sem hefur afhjúpast í tengslum við bankana og á hinn bóginn spillingin er hefur afhjúpast innan okkar pólitíska kerfis.
- Þ.e. sannarlega rétt, að gengistryggð lán voru áhættusöm. Fólk átti að búast við að þau gætu hækkað, jafnvel verulega. En, í hagsögu Íslands eru nokkrar stórar gengisfellingar, þó sennilega sé sú er átti sér við hrunið 2008 sennilega sú stærsta í mjög langan tíma, jafnvel stærsta nokkru sinni. Hún er hið minnsta sú stærsta er átt hefur sér stað, meðan ég hef lifað og dregið andann á þessari Jörð.
- Þ.e. einnig rétt að fólk átti einnig að gera ráð fyrir möguleikanum á að verðtryggð lán geti hækkar skv. sömu forsendum og nefndar eru að ofan.
Þrátt fyrir þetta, tala ég um forsendubrest
Rifjum upp orð William Black: Accounting control fraugt : "looting of the firm by the COs for their own benefit and for the beneft of their cronies - and it leads to the destruction of the firm, but the COs and their cronies make out very well indeed".
Klippur úr fyrirlestri William Black
Accounting control fraugt: Weapon of choice for financing firms
- grow like crazy - Check
- make really really bad loans with high yelds - Check - for every dollar loaned 67 cents lost.
- extraordinary levarage - Check
- no meaningful loss reserves- Check
Ponchy Scemes - segir Black.
- Einnig dæmigert, að þegar hallaði undan fæti - þá var reynt að vaxa enn hraðar.
- Að auki, að búa til froðupeninga sbr. þegar starfsmönnum var lánað til að búa til eigið fé.
Þ.s svindlið snerist um, var að búa til froðu gróða - með því að láta líta út sem þessar lántökur væru mjög arðvænlegar - og síðan að borga mjög háa bónusa og arð - sem síðan stjórnendur og vinir, gátu tekið út sem raunverulega peninga. Þeir voru eftir - bónusunum og arðinum.
- Fyrir þá, var auðvitað frábært, að fá heimsþekkt bókhalds fyrirtæki, til að sjá um bókhaldið - þeir gátu síðan falið sig á bakvið þeirra "góða" nafn.
- Og, að auki, að matsfyrirtæki gefa þeim, AAA einkunn alveg fram á 2008 - sem þeir einnig, veifuðu fram í okkur og banka úti um heim.
Þetta er þ.s. ég á við með forsendubresti
Rekstur bankanna var ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi, með það að markmiði að gera eigendurnar ofsalega ríka - á sama tíma og þjóðin var skipulega rúin inn að skinni.
- Það er algerlega ósanngjarnt, að ætlast til að fólk hafi séð þetta fyrir.
- Ef fólk hefði haft hinn minnsta grun, að stjórnendur bankanna væru glæpamenn - skipulega að vinna að því að gera landslýð að öreigum, hefði almenningur ekki tekið nein lán af bönkunum né hefði hann lagt fé sitt inn í bankana.
- Þ.e. með engum hætti hægt að halda því með sanngyrni fram, að almenningur hefði átt að geta séð í gegnum þessa svikamyllu, þegar ekki nokkur sérfræðingur er kom fram og ræddi mála bankanna í gegnum árin fyrir fall þeirra, sá nokkuð er benti til að þeir væru þaulskipulagðar svikamyllur.
- Að sjálfsögðu þ.e. þetta voru "accounting control fraught" þá var skipulega verið að þenja þá út með ofsahraða, dæla út eins mikið af lánum og hægt var, logið var skipulega að almenningi - gengið hart að honum að taka frekari lán - leggja peninga inn á vafasama sparnaðareikning. Margir létu plata sig, vegna þess að engin reiknaði með þeim möguleika að þarna færu svikahrappar með mál.
- Sannarlega var rekstur bankanna augljóslega áhættusamur, en eftir 2006 þá fylgdist ég mjög vel með þeirri umræðu er átti sér stað - allar greinar sem fjölluðu um málið, hvort sem um var að ræða erlenda eða innlenda fjölmiðla, töluðu um að bankarnir væru að reina að koma sér í skjól. Fyrir utan að KB banki ætlaði sér enn, að taka yfir enn einn bankanna en hætti við að lokum. Ég las ársskýrslu Glitnis frá 2007, og hún virtist lýsa góðri og batnandi stöðu bankans. Umræðan um þá skýrlsu í fjölmiðlum var lofsamleg - það var einnig umræða fjölmiðla um aðrar árskýrslu bankanna um það leiti, sem allar sýndu hagnað af rekstri, og stöðu eiginfjár sem var a.m.k. ekki verri en gerðist og gekk með banka erlendis. Ég persónulega, var farinn að róast aðeins aftur eftir að hafa verið áhyggjufullur um stöðu þeirra mánuðina á undan. Enda, höfðu þeir þá staðið af sér oldurótið í alþjóðahagkerfinu í um 1 og hálft ár, meðan bankar víða annars staðar höfðu verið að falla. Þannig, að staða þeirra virtist ekki skv. þeim upplýsingum er þá láu fyri vera neitt vonlaus. Þ.e. alls ekki þannig, að fólk hafi þá verið í einhverri augljósri aðstöðu til að sjá að þeir voru það. Slíkt er eftir-á-speki.
- Þ.s. ég taldi sennilegt á þeim tíma, var að okkar bankamenn væru djarfir - jafnvel fífldjarfir kaupsýslumenn, en ég taldi sennilegt fyrra hluta árs 2008 að þeim hefði orðið hverft við 2006 er litla kreppan varð, og væru síðan að leitast við að sigla skipum sínum í var. Ég taldi þá, ekki öruggt, en var byrjaður að vera smávegis vongóður um, að þeir myndu hafa það af - þ.e. bankarnir. En, aldrei hafði ég þá hinn minnsta græna grun um, að á sama tíma væru eigendur á fullu, að tæma þá sömu banka og koma því fjármagni undan á leynireikninga í útlöndum. Þannig að hrunið er það varð, kom mér á óvart - og örugglega öllum á landi hér.
- Svo ég get ekki séð sanngyrnina í þeim fullyrðingum byggðum á eftir-á-speki, að fólk eigi ekki samúð skilið - vegna þess að það hefði verið fífl að taka þessi lán - þ.s. það hefði átt að sjá fallið fyrir.
- Málið er þ.s. reksturinn var svikamylla, þá reigðu bankarnir sig skipulega hærra en nokkur forsenda var fyrir - þ.e. dældu hingað inn meira fé en nokkrar eðlilega rekstrarforsendur voru fyrir - sem hækkaði krónuna enn meira en ella - dældu út enn meira magni lána en forsendur voru fyrir.
- Ef þetta hefði verið eðlilegur rekstur - þ.e. áhættusamur en ekki svikamylla - þá hefðu bankarnir ekki náð þessum hæðum á svo skömmum tíma - sem hefði þítt minna magn af lánsfé í hagkerfinu okkar og einnig lægri krónu áður en fallið kom; þannig minna tjón.
- Þ.s. ég er að segja, er að svikamyllan orsakaði því umframtjón miðað við þ.s. eðlileg krafa er til, að neytendur geti hafa fyrirséð - þ.s. þeirra forspá hlýtur að miða við eðlilegan rekstur sé að ræða - þannig því gátu þeir ekki reiknað með eins miklu falli krónunnar og varð reyndin eða því að bankarnir væru svo svakalega holir að innan og varð reyndin. Þannig að tjón þeirra varð meira þ.e. stærra, en þeir höfðu forsendur til að fyrirsjá er þeir voru á sínum tíma að taka ákvörðun um lántöku.
- Þannig, að svikin leiddu til áfalls umfram þ.s. rökrétt er að krefjast að hagsýnir neytendur geti séð fyrir.
Síðan bætist við augljós spilling embættis- og stjórnkerfis, og landspólitíkur
Þarna kemur enn eitt málið - en fyrir hrun naut innlend pólitík umtalsverðs trausts. Fólk treysti raunverulega Geira og Sollu.
En, Geir sem sprenglærður hagfræðingur, fjármálaráðherra til margra ára á undan, hans orð nutu raunverulegs trausts þegar hann laug því ítrekað að þjóðinni, að bankakerfið væri traust og að almenningur ætti að vera rólegur, og halda áfram að taka lán og legga peninga sína inn í bankana.
Solla, tók undir sama kórinn - þó hún sennilega hafði hún mun minni vitneskju en Geir um gang mála. En, Geir var treyst, einmitt vegna þess að talið var að menntun hans og reynsla, væri öruggur gæðastimptill á stöðu mál.
Fólk uggði ekki að sér - vegna þess að ekki einungis bankarnir sögðu mál vera í lagi - og sérfræðingar sem bankarnir höfðu keypt til að segja þjóðinni að allt væri í lagi, stjórnvöld tóku fullan þátt í leiknum.
Þess vegna, er fólk eðlilega svo svakalega reitt - þ.s. fólkinu eðlilega finnst það svikið í tryggðum.
Ég bendi eftir-á-spekinga kórnum, sem í dag heldur því fram, að fólk hefði átt að sjá allt fyrir og því eigi fólk ekkert gott skilið, þ.s. það var svo heimkst - á að þeir eru komnir langt út fyrir ramma sanngirni.
- Í dag er full ástæða að ætla, að eigendur bankanna hafi borið fé á flokkana með skipulegum hætti, til að gera þá sér handgengna.
- Þ.e. engin sanngyrni að krefjast þess af almenningi, að hann hafi átt að sjá að pólitíkin var orðin spillt - að landsstjórnendur voru að ljúga í nánast hverju orði þegar þeir ræddu mál bankanna síðasta starfsár þeirra - og þannig voru að því er virðist fullir þátttakendur í samsæri eigenda bankanna um að, rýja þjóðina inn að skinni eins og búfénað.
- Því miður virðist núverandi ríkisstjórn, ekki vera minna spillt en sú fyrri - allt virðist stefna á ný í hrun - þ.s. kemur fram í 3. skýrslu AGS segir allt sem segja þarf, þ.e. að 45% lána bankanna skv. "Book value" þ.e. bókfærði virði, séu "non performing" þ.e. ekki að skila bönkunum tekjum.
- Samt kemur Steingrímu J. fram í viðtali eftir viðtali, og segir að allt gangi ljómandi vel - bankarnir skili hagnaði, ekkert þurfi að óttast. En, tilfinning manns segir manni allt annað.
- "Deja vu" - þ.e. þ.s. tilfinning mín segir mér, að ég hafi séð þetta áður. Þ.e. sama lygin og var í Geira og Sollu.
- Fólkinu er sagt að éta þ.s. úti frýs. Það virðist boðskapur landsherranna - en þjóðinni er sagt, að ekki megi lagfæra hennar stöðu því það kosti of mikið, en á sama tíma verður hún vör við að hver ofsaríki einstaklingurinn eftir annan fær milljarða eða hunduð milljóna niðurfellingu.
Niðurstaða
Reiði - þ.e. niðurstaðan. Bankarnir virðast hafa verið skipulagðar svikamyllur og stjórnkerfið ásamt stjórnmálum verið samsekt.
Þ.s. veldur reiðinni í dag - er að enn virðist sama ástand ríkja, þ.e. spilling innan bankakerfisins - en sterkur grunur er uppi að enn séu þeir skipulagðar svikamyllur, þar fari fram hreinlega skipulög glæpastarfsemi, með fullri vitneskju landsherra og stjórnkerfis.
En, heyrst hefur að:
- Hús séu tekin eignarnámi undirverði - það staðfest. En síðan sterkur orðrómur uppi að sérvaldir aðilar fái að kaupa, selja áfram fyrir gróða, sem sé síðan skipt milli aðila persónulega er skipuleggja það svindl.
- Bílar teknir eignarnámi, en uppi er sambærilegur orðrómur um svindl, þ.e. einnig handvaldir aðilar kaupi og selji til þriðju aðila fyrir hagnað, og skipuleggjendur svikamyllu skipti milli sín gróða.
- Síðan, svik með sölu fyrirtækja, en bankarnir liggja með tugi fyrirtækja sem eru óseld og skuldir þeirra verðlausar en samt óafskrifaðar, en nokkrar sölur hafa verið gagnrýndar fyrir að vera grunsamlegar, þ.s. valdir aðilar fái gegn hagstæðum kjörum - spurning um hvert gróðinn fari.
Þetta get ég ekki selt dýrar en ég keypti. En, slík er tortryggnin að manni finnst slíkur orðrómur ekkert augljóslega tortryggjanlegur. En, sem dæmi - af hverju eru bankarnir að tæma hundruðir íbúða? Heyrst hafa fréttir um að þeir séu að velta fyrir sér, að selja íbúðir til ofsaríkra einstaklinga á einu bretti. Einnig handvaldra - er tilheyra klíkunni.
Þetta er einmitt þ.s. manni sýnist, að bankarnir séu í dag skipulögð glæpastarfsemi og að núverandi stjórnvöld, séu samsek.
Ég treysti því engu sem bankarnir segja - né því sem stjórnvöld segja.
Geri mitt besta í því að lesa á milli lína í því sem heyrist.
Niðurstaðan er - að reiðin magnast og magnast!.
Þ.e. reyndar komið svo - að mér langar til að taka allt klabbið niður - þó að ég viti að þá þurfi að framkalla nýtt hrun sem einnig er líklegt til að valda manni sjálfum tjóni. En, maður er til í það, ef það tekur þá niður líka.
Hérna er leið til þess, sem raunverulega getur virkað: Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Ég lofa því að þetta virkar - en afleiðingarnar eru einnig hressilegar!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 13:50
Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings, og orðum Júlíusar Sólnes!
- Vandi sé að þetta 3,5% raunvaxtaviðmið setji gólf á raunvexti í þjóðfélaginu - þar á meðal fyrir Íbúðalánasjóð.
- Lífeyrissjóðirnir séu bundnir af því að fjárfesta einungis í þáttum sem gefa ekki minna en 3,5% raunvexti.
- En, þegar kemur að því að þeir láni sjálfir, þá séu þeir einnig bundnir af þessu viðmiði - þeir þurfi einnig vaxtamun, svo útkoman er að verðtryggð lífeyrissjóðs lán beri um 5% raunvexti.
- Ottó B. Ottóson, vill lækka raunvaxtaviðmið fyrir sjóðina í 2,2% - þannig að þeir geti lækkað vexti á lánum til lánþega í 3%.
- Hann telur heildarupphæð innlendra íbúðalána vera 1200 milljarðar - þar af 770 í eigu Íbúðalánasjóðs. Meðalvextir þessara lána séu 4,8%.
- Vaxtabyrði 40 ára verðtryggðs láns sem tekið var í ársbyrjun 2005 myndi lækka um 37% og greiðslubyrði um 27%. Engu öðru sé breytt um lánið en vöxtunum.
- Sé viðbótar úrræðum bætt við eins og "Aðlögun skulda að eignastöðu" yrði lækkun greiðslubyrði enn stærri sbr. veðsetning orðin 150% - sama lán og áðan - veðsetning færð í 110%, þá myndi lækkun vaxta í 3% fela í sér lækkun greiðslubyrði um 47%.
Að hans mati er kostnaðurinn við þessa aðgerð þ.e. lækkun vaxta íbúðalána í 3% óverulegur, þ.e. cirka 22 milljarðar á fyrsta ári, 14 milljarðar af því beri Íbúðalánasjóður.
Lægri fjármögnunarkostnaður muni koma á móti og síðan lækki hann smám saman eftir því sem árin líða og greiðslur af lánum skila sér inn.
Þessar aðgerðir ættu að hafa jákvæð áhrif á greiðslugetu fólks, aukið kaupmátt þess. Það myndi síðan skila sér til hagkerfisins og aukning umsvifa í hagkerfinu, skila sér í aukningu veltuskatta fyrir ríkissjóð. Ríkið hefði þá vel efni á að rétta Íbúðalánasjóð af vegna þess taps er hann verður fyrir. Jafnframt ætti lægri fjármögnunar kostnaður að auka fjárfestingu.
-------------------------------------
Ég held að hugmyndir Ottós séu allrar athygli verðar:
Ég bendi á að hann er klárlega að biðla til ríkisstjórnarinnar með því að ræða þetta á þeim nótum, að hugmyndir hans séu mun ódýrari en 20% leiðin - því skilvirkari.
Gott og vel - en augljósa ábendingin er sú, að þ.s. hann leggur til + 18% lækkun yfir línuna; yrði mjög öflugt þegar allt er tekið saman.
Þetta er góður maður - ég hef rætt við hann, hann vill afnema verðtryggingu.
Þ.s. hann hefur sagt við mig, er að 3,5% raunvaxtakrafa fyrir lífeyrissjóði sé búin að valda þjóðfélaginu stórkostlegu tjóni í gegnum árin:
- Því að með því að sjóðirnir þurfa 3,5% raunvexti skv. lögum þá hafi útkoman orðið sú, að allir lánavextir á húsnæðislánum og öðrum lánum, hafi tekið mið af þeim vöxtum sem sjóðirnir bjóða þ.e. 4,8-5%. Aðrir bjóða það sama eða hærra.
- Meðalraunvextir síðustu 20% ára hafi verið cirka 6% sem ekkert stendur undir nema - dæmið sem hann tók var smygl eyturlyfja og ræktun kannabis.
- Vandinn sé að allar fjárfestingar þurfa að standa undir þessum vöxtum, og því skila miklum hagnaði - sem keyrir upp áhættusækni í fjárfestingum og eykur líkur á að fyrirtæki í nýrekstri fari i þrot.
- Á 9. áratugnum, var farið í nokkrar fjárfestinga hrynur þ.s. í hvert sinn rýkti mikil bjartsýni, en svo duttu aðilar á rassinn með allt saman, fjöldagjaldþrot urðu.
- Í hve mörgum tilvikum, spilaði hin gríðarlega háa raunvaxtabyrði rullu? En, flest þessara fyrirtækja voru rekin fyrir lánsfé og þau hrundu, vegna þess að þó náðu ekki fram nægilegu tekjustreymi til að standa undir þeim skuldum.
- Fiskfeldið, miklu fjármagni var dælt í það, stöðvar spruttu um hvippinn og hvappinn, mikil bjartsýni kom fram, bent var á gríðarlega framleiðslu Norðmanna, allir fyrðir áttu að hafa eldisstöð, margir aðilar fóru af stað, erfiðleikar við eldið komu fram sem orsökuðu tekjubrest, tekjur dugðu ekki fyrir lánum og stöðvar urðu upp til hópa gjaldþrota.
- Minka/refarækt, en það var eins og fiskeldisævintýrið að mörgu leiti, þ.e. mikil stemming skapaðist, verð voru líka á tímabili há, með sama hætti komu fram margir áhugasamir, lán voru veitt í gríð og erg með svipuðum hætti í gegnum pólit. þrýsting, en sagan varð líka nánast hina sama þ.e. margir fóru af stað meira af kappi en forsjá, verð á skinnum reyndust lægri en vonast var til m.a. vegna þess að það tekur tíma að læra á eldið og ná þeim árangri að full verð fáist fram, fj. aðila gat því ekki staðið við afborganir lána er miðuð höfðu verið við 100% árangur strax, fjöldagjaldþrot urðu í greininni og flest hinna nýju búa lögðu upp laupana og framleiðslu var hætt víðast hvar.
- Hátækni iðnaðurinn, en á 9. áraturinn er þekktari í hugum margra fyrir hátækni-bóluna er endaði í svokallaðri "dot com" bólu og skelli. Við Íslendingar tóku fullan þátt í því, fjölmargir mjög bjartsýnir nýútskrifaðir tölvunnarfræðingar komu fram, og þóttust geta sigrað heiminn helst daginn áður, mjög bjartsýn plön um stórfelldan vöxt fyrirt. voru lögð fram og fengu lánsfjármögnun auk þess að hlutafé var selt fyrir dýra dóma. Sama sagan endurtók sig enn eina ferðina, þ.e. í flestum tilvikum var kappið meira en forsjá, miklu fjármagni var varið í allskonar hugbúnaðargerð en í flestum tilvikum með litlum árangri, að lokum lögðu flest fyrirtækin upp laupana og lánin urðu verðlaus.
Hve mörg þessara fyrirtækja hefðu lifað - þ.e. komist yfir hinn erfiða hjalla þegar verið var að læra að fullu inn á hina nýju starfsemi - og því væru í dag öflugir atvinnurekendur, færandi björg í bú fyrir Ísl. þjóðfélag?
EF RAUNVEXTIR HEFÐU EKKI VERIÐ SVO BRJÁLÆÐISLEGA HÁIR OG ÞEIR ERU! OG HAFA VERIÐ SÍÐUSTU 20 ÁR!
Að lokum vek ég athygli á orðum Júlíusar Sólnes
Sjá Spegillinn: 15.10.2010
- 1200 milljarða skuldir heimila. 20% kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
- En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
- Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
- Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
- Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
- Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
- Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
- Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
Niðurstaða
Ég tek undir hugmyndi Ottós B. Ottósonar, en bendi á að þær myndu virka mjög vel einnig, í samhengi við 18% lækkun yfir línuna.
Ég tek undir, að mjög nauðsynlegt er að lækka raunvexti í þjóðfélaginu, og er sammála honum um það, að þeir hafi í gegnum árin valdið Íslandi og íslendingum miklum búsifjum.
Kominn tími til að hugsað sé í langtímalausnum.
Júlíus Sólnes kemur fram með mjög áhugaverða þætti um vísitöluna og hvernig hægt er að lagfæra lán með breytingu á henni, og það sé að auki gamall hæstaréttar dómur sem stimpli það allt löglegt!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2010 | 17:39
Er ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í býgerð? Álver á Reykjanesi á næsta leiti skv. frétt!
Er verið á bakvið tjöldin að mynda nýja stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks?
Það virðist stefna í ný átök út af álmálinu. En, skv. sterkum orðrómi sem mér hefur borist til eyrna, hafa öfl innan Samfylkingar verið að ræða við Ross Beatty um möguleika Magma Energy, til að fjármagna virkjanir fyrir álver á Reykjanesi.
Ég held að það sé ljóst að þó VG sé tilbúinn til að gleypa margt, þá sé VG ekki til í að gleypa það að Roos Beatty fái að eiga risavirkjun sem sjái risaálveri í Helguvík fyrir rafmagni, þannig að hann og hans fyrirtæki fái til sín megnið af arðinum af háhitaauðlindum á Reykjanes-skaga.
Þannig, að þessu máli getur Samfó sennilega einungis náð fram með samstarfi við Sjálfstæðisflokk. En eins og örugglega einhverjir muna, þá bauð formaður Sjálfstæðisflokk Samfylkingu nýlega að þeir tveir flokkar myndu rugla saman reitum á ný.
Spurningin er því hve langt leyniviðræður eru komnar á milli flokkanna?
Er það einhver vísbending að MBL skuli koma með þessa frétt akkúrat í dag?
Sjá frétt MBL óstytta:
Álver að komast á skrið
Skriður virðist aftur kominn á undirbúning álvers við Helguvík. Á samráðsfundi sem iðnaðarráðuneytið efndi til í gær kom til að mynda fram að tilraunaborun á Reykjanesi gæfi góðar vonir og háhitasvæðið ætti að standa undir fyrirhugaðri stækkun Reykjanesvirkjunar.
Stjórnendur Norðuráls hafa ákveðið að einbeita sér að því að reisa álverið í Helguvík í þremur 90 þúsund tonna áföngum. Verður árleg framleiðslugeta þess þá 270 þúsund tonn. Fyrirtækið hefur til þessa miðað við 360 þúsund tonna álver en Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að unnið verði að fjórða áfanganum þegar aðstæður leyfa.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Norðuráli ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir um leið og samkomulag um orkukaup og nauðsynleg leyfi liggja fyrir.
Ross Beatty - Magma Energy
Þ.s. ég hef heyrt varðandi lausnina á fjármögnun framkvæmda - en engin leið virðist vera til að opinber virkjana fyrirtæki fái erlenda lánsfjármögnun, er að samningur verði gerður við Magma Energy.
Magma muni fá lán fyrir orkuframkvæmdum, muni eiga þær virkjanir að fullu, því fá til sín hagnaðinn af þeim. En, með þessu verði hægt að koma þessari álversframkvæmd af stað.
Sannarlega tekur Magma Energy nokkra fjárhagslega áhættu - en á móti er líklega um að ræða samning um eign á viðkomandi virkjunum til mjög langs tíma, þ.e. eitthvað sambærilegt við 65+35 ára samning Reykjanesbæjar, þ.e. 100 ár.
Virðisaukinn fyrir þjóðfélagið til lengra litið verður lítill - þ.s. Magma fær hagnaðinn af orkusölu, eigandi þess fær að flytja hann út. Þeir greiða einungis skatta, sem eru lágir á Ísl. til fyrirt. Síðan auðlindagjald, sem einnig er lágt.
Erlenda álfyrirtækið, sannarlega reisir batterýið - og meðan á framkv. stendur skapast nokkur fj. starfa. En, þessa framkv. verður að bjóða út á Evr. efnahagssvæðinu, og óvíst að ísl. fyrit. fái verkið.
En veita verður verkið skv. reglum EES þeim sem býður lægst, þó að í mati á tilboðum felist nokkur svigrúm til túlkunar, er þetta þó fremur stíf regla. Erlendur aðili er líklegur til að koma til landsins með eigin starfsm. til að vinna verkið.
Þetta getur því farið svo, að mun færri störf skapist við verkið en stjv. reikna með - en fjárfestingin skilar ríkinu tekjum það árið sem aðalfjárfestingin á sér stað - sennilega er ríkið ekki að hugsa um annað en þá aukningu tekna í eitt skipti.
Síðan eiga eigendur álvers rétt á að flytja hagnað úr landi - innflutningur súráls verður að draga frá aukningu útflutnings, vegna framleiðslu þess. Virðisaukinn er fyrst og fremst, skattar og laun sem fyrirt. greiðir.
Heildarframkv. skilar þá einungis til Íslands - lengri tíma litið:
- Skattar sem öll fyrirt. greiða.
- Lágt auðlinda gjald.
- Laun.
- Síðan hugsanleg kaup á þjónustu af innlendum aðilum - "that's it".
Skv. Hagstofu Íslands, var skipting útflutnings þessi 2009:
- Fiskur 42%
- Orkufrekur iðnaður 36%
En, draga ber frá innflutning á súráli, þ.e. hráefnið til álveranna.
Þannig, að raun hagnaður er mun minni en þessi 36% tala gefur til kynna.
Þannig að í reynd er fiskur aftur mikilvægasta starfsemin á Íslandi.
Er stjórnarmyndun í gangi, bakvið tjöldin?
Ég neita að trúa því að VG gefi sig með álmálið, hafandi í huga að eina leiðin til að starta álframkvæmdinni er að erlend eignaraðild sé um virkjunina einnig.
Þetta verður auðvitað stórt stílbrot þ.s. fram að þessu hefur verið þjóðarsátt um að virkjanir séu í ísl. eigu þ.s. um er að ræða notkun okkar mikilvægra auðlinda í eigu þjóðarinnar.
Þannig, að ég reikna með stjórnarslitum á næstu dögum eða vikum vegna þessa máls.
Hvenær þau verða, hlýtur að standa á því hve hratt og vel viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn ganga.
Þær viðræður geta reyndar orðið nokkuð snúnar.
- Í reynd eru þarna helstu elítur þjóðfélagsins að semja sín á milli og hagsmunir almennings komast líklega ekki að á því samningsborði.
- Spurning hvort LÍÚ - Sjálfstæðisflokkur og banka-/fjármálamenn - Samfó, nái samkomulagi sín á milli.
- Samfó er klárlega sterkari aðilinn í því samstarfi þ.s. útgerðin stendur höllum fæti gagnvart fjármálalífinu vegna skuldamála.
- Bankamenn vilja ESB aðild - mál 1 og 2. Mál 3 er - engin eftirgjöf gagnvart almenningi.
- LÍÚ vill að kvótinn verði áfram hjá þeim, og engin raunveruleg breiting verði gerð. LÍÚ er á móti ESB aðild. En, LÍÚ er veikari aðilinn þ.s. útgerðin er svo skuldug.
- Útgerðin þarf nægar afskriftir lána, svo hún lifi áfram. En bankamenn vilja ekki gefa meira eftir en svo, að áfram renni stór hluti tekna hennar til bankanna.
- Klárlega þarf Sjálfstæðiflokkurinn að samþykkja að viðræður við ESB haldi áfram - en LÍÚ getur sennilega fengið að vera með á samningafundum.
- Sennilega komast flokkarnir að samkomulagi um óbreytt ástand í kvótamálum - á sama tíma og Samfó tryggir að núverandi bankar starfi áfram óbreyttir, þ.e. þeir haldi áfram að vera atvinnubótastarfsemi fyrir þeirra bakhjarla - bankamenn. Þannig að áfram haldi þeir að blóðmjólka fyrirtækin og almenning.
- Ég reikna með að Samfó fái í gegn, að engin eftirgjöf verði til handa almenningi.
- Flokkarnir verða sammála um álverið á Reykjanesi og einnig um að Ross Beatty muni eignast þá virkjun, um það efast ég ekki. Stórvirkjanir og ál, verður þá helsta trompið í atvinnumálapakka beggja.
Hversu líklegt er þetta?
Ég neita því ekki, að þetta er spekúlering. En, mér finnst þetta líklegt. Bendi á að formaður Sjálfstæðisfl. greinilega kom með tilboð til Samfóa. Síðan, að Samfóar eru klárlega pirraðir á VG - hafa lengi verið.
En, á sama tíma er klárt, að Samfó vill að ríkisstj. sé myndið á grunni sem samrímist þeirra vilja.
Einnig, Samfó klárlega er sterkari aðilinn og vill að tryggt sé að svo sé áfram.
- Þ.e. ESB mál nr. 1.
- Tryggja stöðu bankamanna, virðist mál nr. 2.
Sjálfstæðifl. þarf að fá í gegn, að staða LÍÚ þ.e. útgerðarinnar sé tryggð.
- Það að Norðurál ætli að reisa 90þ. tonna áfanga - getur bent til að það sé sú stærð sem Ross Beatty treysti sér að standa undir, varðandi aðgang hans fyrirtækis að lánsfé.
- Það að þetta hefur komið fram, getur verið vísbending þess, að samningar séu mjög langt komnir.
- Þá er bara eftir að skipta um stjórn.
- Engum skal láta það detta sér í hug, að þeir sem stjórna Samfó, hafi nokkra hina minnstu samvisku af því, að skipta á einni hækju fyrir aðra.
Hvernig tekur almenningur þessu?
Það er stóra óvissu atriðið - en miðað við talsmáta bloggliðs Samfó á netinu undanfarna daga, virðast þeir halda, að með því að hafa sett 5 mánaða viðbótar bann við sölum á húsum undan fólki, hafi þeim tekist að komast hjá uppreisn almennings.
Þeir skilgreina uppreisnina sem uppreisn gegn þeim sölum, en ekki sem gagnrýni á þá eða þeirra stefnu.
Mér finnst sem almenningur hljóti að upplifa samstjórn þessara flokka, sem eins og þeir hafi rétt almenningi fingurinn.
- Klárlega snýst hún um samtryggingu valdahópanna - gegn almenningi.
- Erfitt að sjá annað en að almenningur muni sjá hana sem hina samspilltu stjórn.
En Samfylkingin - er ekki lengur vinstriflokkur, heldur nýr hægri flokkur í þeim anda sem Sjálfstæðisflokkur var á fyrri árum.
En, það var stórt "coup" að Samfó hefur tekist, að ná fjármálaelítunum yfir til sín frá Sjálfstæðisflokknum. Það eru þær sem klárlega ráða öllu innan Samfó.
Við erum í reynd með 2 íhaldsflokka. 2 valdaflokka, og átök þeirra, eru átök valdapólanna fjármálaaflanna vs. útgerð.
Andstaðan við slíka stjórn - verður mjög hrein og tær andstaða almennings við samtryggingu valdaaflanna í þjóðfélaginu, ofsaríku elíturnar - sem eru að reyna að samtryggja sína hagsmuni.
Þetta verður mjög merkilegt tímabil - spurning hvort það endar með byltingu eða ekki?
Hvað haldið þið - kæru lesendur?
Hvað mun gerast - þegar þessi stjórn tekur við?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2010 | 20:36
Hvað kostar að gera ekki neitt? Síðustu dagana kemur fram maður eftir mann, og segir flatann niðurskurð óframkvæmanlegann!
Þetta er einmitt spurningin sem aldrei heyrist - þ.e. hvað kostar að framkvæma ekki flatann niðurskurð?
En, þessa dagana hamast fjölmiðlar landsins, við það að leita uppi hvern hagfræðinginn á fætur öðrum, bankamann eftir bankamann, forsvarsmenn lífeyrissjóða - til að segja þjóðinni að flatur niðurskurður sé ómögulegur.
Þetta virðist greinilegur undirbúningur fyrir það - að blása allt samann af, tilkynna þjóðinni að mál haldi áfram óbreytt eftir sem áður þrátt fyrir mótmælin um daginn - fyrir utan nýtt 5 mánaða bann við því að selja ofan af fólki.
Nokkur dæmi:
- Útvarpsþátturinn Spegillinn 14.10.2010, fyrirsögn: Hagfræðingar trúa ekki á flatan niðurskurð húsnæðisskulda. Takið eftir, fyrirsögnin er ekki hagfræðingur heldur hagfræðingar - áróðurinn undirliggjandi að öll stétt hagfræðinga hérlend telji flatann niðurskurð fásinnu.
- Frétt Eyjunnar: Fleiri hagfræðingar leggjast mót skulda- niðurfærslu. Nýtist skuldugum illa Sú er reyndar ekki eins óbilgjörn, þ.e. ekki verið að gefa í skyn að verið sé að túlka sýn allra hagfræðinga landsins.
- Frétt Eyjunnar: Guðmundur Ólafsson: Skuldaniðurfærslur hreint lýðskrum stjórnvalda Þarna er þó tekið fram að þetta sé skoðun þessa tiltekna hagfræðings.
"Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn ekki þola flata lækkun á húsnæðislánum."
"Lífeyrissjóðirnir hafa ekki leyfi til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána sem þeir hafa veitt, enda skerðir það lífeyri félagsmanna í framtíðinni, segir Sigurbjörn Sveinsson, stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum."
- Síðast en ekki síst, frá ríkisstjórninni í dag: Flöt niðurfelling kostar 216 milljarða króna
"Ef farið yrði í 18% niðurfellingu skulda myndi það fela í sér 216 milljarða króna niðurfærsla sem myndi dreifast á allar fjármálastofnanir. Hjá Íbúðalánasjóði einum og sér myndi það þýða 107 milljarða króna niðurfellingu skulda, 109 milljarðar króna myndu síðan falla á banka og lífeyrissjóði."
Hvað kostar að gera ekki neitt?
Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson er annarrar skoðunar - enda hefur hann ekki fengið að koma í viðtalsþátt, eða verið gerður út blaðamaður til að spyrja hann, en hann er búinn að skrifa bloggfærslu, sjá: Allt í plati...
Hvað kostar það þjóðarbúið ef 20% heimila verða gjaldþrota?
- "Í landinu eru alls tæplega 80 þúsund heimili,"
- "þannig að við erum að tala um 16 þúsund heimili,"
- "Ef við gerum ráð fyrir að 80 prósent þessara heimila eigi sitt húsnæði myndu fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir fá í fangið tæplega 13 þúsund íbúðir."
- "Meðalíbúðin kostar í dag eitthvað um25-30 milljónir, þannig að verðmætið hleypur á bilinu 325-390 milljarðar."
- "Íbúðalánasjóður er með bestu veðin er nánast undantekningalaust á 1. veðrétti og fengi því nánast allt sitt, en sæti uppi með svo sem eins og einn Kópavog og kannski Garðabæ með, sem hann getur ekki með góðu móti selt eða gert sér að tekjulind."
- "Bankarnir fengju eitthvað í sinn hlut en lífeyrissjóðir eru gjarnan á 2. og 3. veðrétti með sitt og þyrftu því að borga upp lán ÍLS og bankanna til að tryggja kröfur sínar, en tapa þeim ella. Þetta myndi þýða stórkostleg fjárútlát hjá lífeyrissjóðunum og óvíst um endurheimtur vegna þess að markaðsverð húsnæðis hefur hrapað."
- "Hvaða áhrif hefði svo þessi eignatilfærsla á húsnæðisverð í landinu? Í einu vetfangi væru 13 þúsund íbúðir komnar í eigu fjármálastofnana og lífeyrissjóða. Markaðsverð fasteigna myndi hrynja enn frekar en orðið er."
- "Jafnvel ráðdeildarsama fólkið, sem eignaðist sérhæðina sína í vesturbænum með óverðtryggðum lánum á óðaverðbólgutímum og horfir út um gluggann sinn í gegnum blúndugardínurnar til að hneykslast á unga fólkinu, sem steypti sér í verðtryggðar eða jafnvel gengistryggðar skuldir til að koma þaki yfir höfuðið, er orðið eignalaust."
- "Þegar hengja 13 þúsund óseldra íbúða hangir yfir húsnæðismarkaðinum verða allar íbúðir verðlausar þær verða óseljanlegar. Þá gagnast fólki lítið að eiga sína íbúð skuldlausa og hafa ekki einu sinni keypt flatskjá eins og óreiðukálfarnir."
Hvað hefur þetta í för með sér? - "Allar tryggingar banka, fjármálastofnanna og lífeyrissjóða fyrir útlánum hrapa í verði þegar íbúðarhúsnæði á Íslandi verður óseljanlegt. Þá erum við ekki að tala um 220 milljarða, eins og talið er að 18 prósent afskriftir húsnæðislána muni kosta. Nei, við getum margfaldað þá tölu með tveimur eða þremur."
- "Og það eru aðeins beinu áhrifin. Erfiðara er að leggja mat á óbeinu áhrifin. Hvernig ætli veltan í hagkerfinu þróist þegar húsnæðismarkaðurinn botnfrýs til lengri tíma?"
Við þ.s. Ólafur Arnarson bendir á, get ég bætt við: Hvað kostar ef það verða almenn uppþot, jafnvel bylting og stjórnleysi á Íslandi?
En, þegar ég var á fjöldafundinum mánudagskvöldið í síðustu viku, þ.s. Austurvöllur var fullur af venjulegu fjölskyldufólki í bland við eldra fólk og eitthvað af ungmennum, og trumbuslátturinn ómaði um.
Þá áttaði ég mig á að ef mannfjöldinn hefði ákveðið að labba af stað inn á Alþingi - þá hefðu hindranirnar umhverfis þinghúsið mátt sín lítils - ekki hefðu lögreglumennirnir nokkrir tugir náð að stöðva þann mannfjölda heldur með kylfum eða piparúða.
Eina ráðið hefði verið táragas - og hvað þá um börnin er voru á svæðinu? Hve margir hefðu troðist undir og látið lífið?
Hvað síðan - með líkhús og sjúkrahús borgarinnar full, myndi þá ekki koma ljótleiki í mótmælendur líka? Þ.e. ekki lengur verið að gríta eggjum eða bara grjóti, heldur Molotov kokteilum?
Uppboðin hús tekin herskildi af mótmælendum - vígbúin, fj. slíkra yfirtaka.
Blóðug slagsmál á götum borgarinnar daglegur viðburður í ofanálag.
Hvenær myndi lögreglan milli 100-200 bogna og brotna undan álaginu?
Hvenær myndu fjölskyldur þeirra gera það?
Myndu þeir standa með stjórnvöldum í gegnum hvað sem er - hafandi ekki enn að mig minnir kjarasamning? Eða myndi allt í einu löggæslan einn daginn, bogna og brotna?
Hve mikið tjón yrði af stjórnleysi - þ.e. rán og gripdeildir - brenndandi opinberar byggingar - þær myndi sýndar í alþjóðlegum fjölmiðlum - ferðamenn hætta að koma! - jafnvel bylting?
Síðan að lokum langar mig til að nefna eftirfarandi frétt sem ég rakst á: Nær 45% allra uppboðsbeiðna koma frá ríki og sveitarfélögum
"138 uppboðsbeiðendur standa að uppboðunum 92 sem auglýst eru í þessari viku og standa ríki og sveitarfélög að 25% þeirra og Íbúðalánasjóður, sem er í eigu ríkisins, með 20% og eru þessir aðilar því með um 45% eða nærri helming allra uppboðsbeiðna.
Bankar standa á bak við 14% uppboðsbeiðna, Sparisjóðir og dótturfélög þeirra með 10% og tryggingafélög með 16%."
Þetta voru einungis uppboð vikunnar. Áhugavert að á tíma velferðarstjórnarinnar standa opinberir aðilar á bakvið 45% uppboðsbeiðna. Þó það sé einungis þessi tiltekna vika - þá grunar mig að þetta sé ekki endilega stórfelld undantekning.
Niðurstaða
Samanborið við ábendingar Ólafs Arnarsonar og sbr. mínar einnig, er kostnaðurinn sem stjórnvöld, fylgismenn stjórnarflokkanna, bankamenn - forsvarsmenn lífeyrissjóða og stuðningsmenn stjórnarflokkanna á meðal hagfræðinga; einungis skítur og kanell!
Þetta er ódýrt samanborið við það, hver kostnaðurinn af öllu hinu getur orðið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.10.2010 kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2010 | 19:42
Breytingar framundan á gjaldþrotalögum. Kröfur fyrnast á fjórum árum!
Ef þ.e. rétt að Ögmundur Jónasson áformi að leggja fram frumvarp þ.s. réttur almennings sem stendur frammi fyrir kröfu um gjaldþrotsúrskurð verði bætt stórum, skv. neðangreindu - þá er það gott!
En þá myndi stykjast mjög samningsaðstaða skuldara gagnvart bönkum og fjármálastöfnunum!
Það myndi fela í sér mjög stóra tilfærslu valda til handa almenningi!
Breytingar framundan á gjaldþrotalögum. Kröfur fyrnast á fjórum árum
"Dómsmálaráðherra, Ögmundur Jónasson, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi fljótlega þar sem lögum um gjaldþrotaskipti verður breytt á þann veg að kröfur fyrnist á fjórum árum. Eftir þann tíma verður því ekki hægt að ganga að fólki en í dag getur slíkt fylgt fólki til æviloka."
En í dag virðist mögulegt að halda áfram að endurnýja kröfur í það endalausa - meira að segja dæmi um að kröfur hafi verið lögð fram í dánarbú.
Þannig, að hér hefur aldrei verið tekin upp sú regla er gildir almennt í siðuðum þjóðfélögum þ.e. "limited liability" - sbr. Bandar. og ríki Evrópu. Misjafnt þó hvar mörkin eru akkúrat sett.
En, Ísland er klárlega eina landið í hópi þeirra landa er við berum okkur saman við, sem hefur svo barbarísk gjaldþrotslög - þ.s. réttur einstaklinga virðist nær enginn - en réttur kröfuhafa nær takmarkalaus.
En eru nokkrar líkur þess að þetta náist fram?
Í dag virðast banka- og fjármálastofnanir nánast hafa neitunarvald, um hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda til að bæta hag skuldugra í landinu.
Hefur alltaf stöðugt komið fram mjög öflug andstaða gegn hverskonar hugmydum í þát átt -
En, þetta frumvarp myndi hafa í för með sér, að allt í einu verði það valkostur fyrir skuldara að hóta af fara sjálfur fram á gjaldþrot - því þ.s. ef ofangreind breiting næst fram, þá losnar viðkomandi við sínar skuldir eftir einungis 4. ár.
Það sýnist mér mun betri díll - en sá er stjórnvöld hafa fram að þessu verið að bjóða skuldurum Íslands - sama hvort þ.e. kallað Greiðslujöfnun, Frysting eða Greiðsluaðlögun - þ.s. engar af hinum leiðunum bjóða upp á fulla skulda afskrift.
Þannig að ef þetta næst fram, þá muni hefjast allsherjar steypiregn óska um eigin gjaldþrot - þ.s. þúsundir heimila sjálf muni óska eftir slíkri meðferð.
En skv. AGS er bankakerfið þegar á barmi gjaldþrots - sbr. : IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing".
- Þ.e. reyndar skv. bókfærðu verði - en miðað við upphaflegt verðgildi sem bankarnir rukka skv. þá eru þau lán andvirði 63% heildarlána.
- En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.
Ég sé fram á það að bankakerfið myndi allt hrynja með brauki og bramli - og það með hraði, ef almenningur fengi slíkt vopn í hönd gagnvart þeim!
Sem er einmitt ástæða þess að ég held að ekki verði af þessu!
En, fram að þessu hefur bönkum og fjármálastofnunum alltaf tekist að stöðva allar mikilvægar tillögur til réttindabóta fyrir skuldara - sem reynt hefur verið að leggja fram, m.a. svokallað lyklafrumvarp.
Á þessari stundu, eru fjármálastofnanir að hamast við að stöðva annað mál - þ.e. tillögu Hagsmuna samtaka Húsnæðiseigenda (HH) - sem gerir ráð fyrir einungis 18% leiðréttingu lána.
Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn ekki þola flata lækkun á húsnæðislánum.
Mega ekki lækka höfuðstól lána
"Lífeyrissjóðirnir hafa ekki leyfi til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána sem þeir hafa veitt, enda skerðir það lífeyri félagsmanna í framtíðinni, segir Sigurbjörn Sveinsson, stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum."
Mjög varfærnar tillögur - en nú gengur hver forsvarsmaður fjármálastofnana fram og segir sína stofnun ekki geta þetta - talsmaður lífeyrissjóða hafa einnig mótmælt þesusm hugmyndum o.s.frv. - þannig að mér virðist stefna í að þær nái ekki fram að ganga - en fram að þessu hafa núverandi stjv. án undantekninga lippast niður gagnvart vilja okkar fjármálastofnana.
Því miður er vart að reikna með öðru en að útkoman verði hin sama - ef og þegar Ögmundur Jónasson mun reyna að koma sinni mikilvægur breytingu í gegn!
Niðurstaða
Tillaga Ögmundar Jónassonar myndi verða mjög mikilvæg efling réttinda skuldara gagnvart fjármálastöfnunum landsins, og bæta mjög samningsstöðu þeirra gagnvart þeim fyrirtækjum og stofnunum - sem er einmitt ástæða þess að vænta að þær nái ekki fram; enda hefur þessi ríkisstj. fram að þessu virst alltaf og ætíð bugta sig og beygja gagnvart vilja þeirra stofnana þegar á hefur reynt.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2010 | 12:27
Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Þessari aðferð var reyndar beitt á árum áður fremur óviljandi en viljandi, þá er ég að vísa til tímabilsins á 8. áratugnum er vextir voru neikvæðir og lán því gjaffé!
Í dag er einmitt vandi, að þörf er á að lækka skuldir - og rifrildið snýst um hvort á að afskrifa flatt eða ekki, eða eins og Þórólfur Matthíasson leggur til þ.s. hann kallar LÍN leið -
Hagfræðiprófessor segir tillögur um almenna skuldaniðurfærslu galnar
Ég hef talað fyrir því að tekin verði upp svokölluð Lín-lánaleið varðandi húsnæðislánin í staðinn fyrir það að þú sért að borga fasta krónutölu á mánuði að þá sértu að borga fast hlutfall af tekjum þínum. Ef tekjurnar detta niður í ekki neitt þá borgarðu ekki neitt án þess að eiga á hættu að fá fógetann í heimsókn.
- en hún er ekki án alvarlegra galla, þ.s. hún myndi skapa gríðarlega öflugann hvata fyrir fólk til að vinna svart, til að hækka sín lífskjör án þess að greiðslur af skuldum fari upp.
Hver er aðferðin sem ég sting uppá?
Hún er, að:
1. Afnema verðtryggingu - 1,2 og 3.
2. Frysta vexti og þá alla vexti í þjóðfélaginu um tíma.
3. Síðan aflétta höftunum.
Eins og allir vita, þá fer fram stór verðfelling á krónunni þ.s. svokölluð krónubréf einnig kölluð jöklabréf streyma út úr hagkerfinu - gjaldeyrir streymir út en krónur inn á sama tíma, og krónan verðfellur stórt vegna þeirrar aukningar peningamagns!
- Ef allir vextir eru viljandi frystir yfir það tímabil er ný verðbólgubylgja mun ganga í gegn.
- Þá verða þeir klárlega neikvæðir um tíma.
- Þá auðvitað endurtekur sig þ.s. átti sér staða á 8. áratugnum:
- Lán.
- Inneignir.
- Hvort tveggja verðfellur.
En það tvennt þarf sennilega hvort sem er að haldast í hendur - þ.e. inneignir og lán, svo bankakerfið rúlli ekki dúndrandi á hausinn.
En, ef lán eru lækkuð þá minnka eignir í bankakerfinu, þ.e. frá sjónarhóli þess þ.s. lán eru þess aðaleign. En, frá sjónarhóli bankakerfisins eru inneignir skuldir þess við inneignareigendur, þannig að ef lán eru lækkuð án þess að inneignir lækki einnig, þá er erfitt að sjá hvernig bankakerfinu verði forðað frá hruni.
En skv. AGS er bankakerfið þegar á barmi gjaldþrots - sbr. : IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing".
- En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.
Niðurstaða
Þ.e. enginn vafi á að ofangreind leið er möguleg þ.s. eftir allt saman hefur hún verið farin áður. Að lækka jafnharðan lán og inneignir getur verið eina mögulega leiðin, þ.s. þá versnar ekki staða bankakerfisins sem er á gjaldþrots brúninni nú þegar skv. AGS þ.s. skuldir og eignir eru lækkaðar um sama hlutfall.
Athugasemdir vel þegnar!
--------------------------Gallar?
Helsti gallinn er sennilega sá - að að gjaldeyrisvarasjóður mun þá líklega hafa minnkað um 400 milljarða þ.e. úr liðlega 700 í cirka 300.
Við munum eiga einskis annars úrkosti en að fara í samninga við kröfuhafa Íslands um endurskipulagningu skulda - en þeir 300 milljarðar munu vart duga út 2013.
En krónu-/jöklabréfin verða farin - og krónan verður aftur komin á markaðsgengi.
Einhver hugsanleg lagaleg vandkvæði geta verið á þessari leið - en ég held samt að hún standist eignarréttar ákvæði stjórnarskrár þ.s. um er að ræða að gengið falli sem lækkar eignir viðkomandi en ekki að sú lækkun per se sé framkvæmd með beinni stjórnvalds aðgerð.
Fyrirtæki sem skulda í erlendu geta rúllað þegar skuldir þeirra hækka í krónum talið - sem getur orsakað viðbótar samdrátt hagkerfisins og aukningu atvinnuleysis.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.10.2010 | 16:11
Erfitt að afgreiða fjárlög og niðurskurð - er það málið, þarf Ísland að íhuga greiðsluverkfall við útlönd?
Kannski finnst einhverjum þetta langsótt, þ.e. greiðsluverkfall við útlönd vegna þess, að það sé erfitt að skera niður.
En, þessi spurning er ekki sett fram af mér í einhverju kæruleysi eða gamni. Heldur ábending um að Ísland stendur frammi fyrir grimmum valkostum.
Skuldabyrði Íslands er mikil, vaxtakostnaður ríkisins veldur því að það þarf að skera niður útgjöld umfram þ.s annars þarf, svo hægt verði að reka ríkið til lengri tíma litið.
Spurning hvort greiðsluverkfall geti auðveldað útgjalda-aðlögun ísl. ríkisins?
Þetta er spá ríkisstjórnarinnar um framvindu mála fyrir ríkissjóð næstu árin
*Tölur teknar af bls. 27 - 48.
Milljarðar króna 2011 2012 2013 2014
Heildartekjur 404* 477,4 533,2 599,4 629,3 - tekj. og gj. 2010 bætt við
Hækkun í % 14% 10% 11% 5%* - takið eftir tekuaukningu í %
Heildargjöld 444* 513,8 526,8 550,5 579,9
Fjármagnskostnaður 75,1 78,8 83,5 86,4
Rekstrarhalli/afgangur* -36,4 6,4 48,9 49,4
Halli/afg. af tekj. %* -10% -7,6% 1,2% 8,2% 7,9%
Kostnaður vs. tekjur* 18,6% 15,7% 14,8% 13,9% 13,7%
Forsendubrestur fjárlagafrumvarpsins er sá, að álver eru mjög sennilega ekki á leiðinni að koma eins og fjárlög reikna þó með.
- Halli er því til muna meiri á fjárlögum næstu árin að óbreittu - en skv. forsendum fer hann úr -10% 2010 í + 7,9% 2014.
- En, miðað við hve hæpið er að af þeirri tekjuaukningu verði sem á að framkalla þessa breitingu, er óvarlegt að gera ráð fyrir öðru en að þær tekjur muni ekki skila sér.
- Þá stöndum við frammi fyrir allt - allt öðru dæmi, en þarna kemur fram!
- Ég bendi einnig á að miðað við tölurnar eru vaxtagjöld ríkisins 18,6% í ár sbr. skv. OECD eru vaxtagjöld Grikklands 2010 rúm 11%.
Lykiltölurnar:
- Halli 10%
- Vaxtagjöld 18,6%
Þess vegna set ég fram þessa spurningu - þurfum við að íhuga greiðsluverkfall við útlönd sem valkost?
- Vaxtagjöld af erlendum skuldum detta þá út - sem er jákvæði parturinn.
- Engin ástæða til að ætla að útflutningur sjávarafurða og stóryðju sem skv. tölum Hagstofu Íslands er samtals 78% útflutnings 2009, raskist.
Á hinn bóginn verða afleiðingar einnig:
- Aðgangur að lánsfé erlendis frá hverfur - ekki fyrir fullt og allt en um nokkun tíma - sem sennilega mun einnig bitna á innlendum framleiðendum. Á hinn bóginn hefur sá aðgangur verið mjög takmarkaður síðan 2008 en þó var LV nýlega að taka lán til að endurnýja annað gamalt.
- Allan innflutning þarf að staðgreiða - sem mun valda einna helst vandræðum hjá þeim fyrirtækjum sem ekki stunda útflutning eða hafa aðgang að gjaldeyri í gegnum sölu til ferðamann.
- Þetta mun því líklega framkalla samdrátt slíkrar starfsemi og þannig nokkuð aukið atvinnuleysi og að auki nokkurn viðbótar samdrátt hagkerfisins.
En síðan staðar nem - þ.e. nýtt jafnvægi kemst á þ.s. ríkissjóður nýtur þess að borga ekkert af erlendum lánum - en á móti minnka tekjur hans eitthvað við afleiðingar greiðsluþrotsins þegar hagkerfið dregst nokkuð saman vegna minnkunar umsvifa þjónustu starfsemi sem ekki hefur eigin gjaldeyristekjur.
Hann hefur þó enn kostnað af innlendum lánum er á honum hvíla!
Spurningin er hvernig þetta kemur út í heild?
Skv. fjárlagafrumvarpinu eru skuldir ríkisin eftirfarandi: bls. 52
- Gjaldeyrisforðalán252,7 mia.kr.20%
- Önnur erl. lán124,8 mia.kr.10%
- Endurfjárm. banka210,0 mia.kr.16%
- Endurfjárm. SÍ165,7 mia.kr.13%
- Halli 2008-10234,7 mia.kr.18%
- Önnur innl. lán297,2 mia.kr.23%
Klárlega er meginþorri skulda innlendur - og stærsti einstaki liðurinn er skuldir vegna uppsafnaðs halla.
Þannig að greiðsluþrot vegna erlendra skulda er kannski ekki allsherjar björg fyrir ríkið - svo lengi sem hallarekstur þess heldur áfram að sama krafti og áður.
En, ákveðnu trikki er hægt að beita á skuldir í eigin gjaldmiðli þ.e. að prenta seðla og búa til verðbólgu, og þannig hreinlega verðfella þær.
Þeirri leið er þó hentugra að beita - ef ríkið þarf ekki að hafa áhyggjur af erlendum skuldum á sama tíma.
Mér sýnist þó að mjög mikill niðurskurður verði óhjákvæmilegur hvernig sem fer - þ.e. haldið verður áfram að greiða af erlendum skuldum líka eða að ákveðið verður að lísa sig greiðsluþrota gagnvart útlöndum.
En, það má vera að hann verði eitthvað minni - ef hætt verður að greiða af erlendum lánum.
Niðurstaða
Grimmir valkostir sem við stöndum frammi fyrir. Mér sýnist íhugunarvert að fara í greiðsluþrot gagnvart útlöndum. Þ.e. þó ekki góður valkostur í nokkrum skilningi, nema ef til vill í samanburði við hinn valkostinn að halda áfram að greiða af þeim.
Megin-spurningin er hvor afleiðingin er verri - að greiða af þeim áfram, eða að hætta að greiða af þeim.
Hugsanlega er hægt að losna við einhvern útgjalda niðurskurð hjá ríkinu. Þá meina ég, að með því að taka út erlend vaxtagjöld, þá minnki niðurskurðar þörf sú sem framkölluð er vegna vaxtagjalda ríkisins.
Að auki, er vert að muna að fjármagn sem varið er til að borga af erlendum skuldum, gagnast hagkerfinu nákvæmlega ekki neitt - en greiðslur af innlendum skuldum fara til innlendra aðila er hafa skattskylda starfsemi hérlendis eftir allt saman.
Þannig, að innlendar greiðslur eru aldrei hreint hagkerfistap.
Útgjalda niðurskurður ríkisins mun samt þurfa að vera mikill - sennilega samt meiri en þ.s. núverandi fjárlagafrumvarp talar um.
En síðast en ekki síst, er þetta spurning um afleiðingar fyrir atvinnulífið?
Það verður óþægilegt fyrir það að hafa ekki aðgang að lánsfé!
En á hinn bóginn - þarf hvort eð er hérlendis að minnka þjónustutengda starfsemi og auka útflutnings tengda - en hún mun óhjákvæmilega minnka ef farið er leið greiðsluþrots - og samhliða henni verður að taka upp áherslu á aukning útflutnings af hvaða tagi sem er - færa þannig smám saman vinnuafl úr þjónustu yfir í útflutning.
Til lengri tíma litið verður sú umbreyting jákvæð - þ.s. þ.e. einmitt þörf á auknum útflutningi hér svo við getum á móti haft efni á meiri innflutningi.
Í stöðu greiðsluþrots verður sú staða mjög skýr - þ.e. fyrir innflutning þarf að greiða með útflutningi.
Mig er farið að gruna - að við verðum að taka þessa aðlögun - og greiðslufall geti þjónað sem aðferð eða hrossalækning sem þá hristir okkur í þá átt sem við þurfum að fara til lengri tíma litið - þ.e. að auka útflutning.
---------------------
Leiðirnar við það að glíma við skuldirnar eftir greiðsluþrot skiptast í tvennt:
- Verðbólga.
- Niðurskurður.
- Bil beggja.
Gengisfelling um t.d. önnur 50% myndi verðfella innlendar skuldir ríkisins á sama tíma og gjaldeyristekjur lækka ekki.
Niðurskurðarleið snýst um að skera nægilega mikið niður, svo að ríkið verði rekið með afgangi svo skuldir séu smám saman greiddar niður.
Hægt væri auðvitað að fara millileið, þ.s. minna hlutfall er skorið niður þannig að stefnt sé að smærri afgangi, en verðbólga notuð samt til að lækka skuldirnar svo lækkaðar skuldir lækki samt miðað við lægra viðmið um afgang.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2010 | 00:58
Það þarf að tryggja það að íslenskar fjölskyldur lendi ekki á götunni. Það má alls ekki gerast, að hér byggist upp tötrahverfi!
Í heimskreppunni á 4. áratugnum voru einmitt tötrahverfi í útjaðri Reykjavíkur. Þá á ég við lélega skúra þ.s. fjölskyldur hrófluðu upp, og bjuggu í m.a. í Elliðaárdal. Þetta er dagsatt.
Eftir seinna stríð, flutti þetta fólk yfir í hermannabragga. Þau hverfi hurfu ekki fyrr en á 7. áratugnum.
Annað sem er lítið þekkt í dag, er að börn í tötrahverfum hérlendis voru vannærð - sbr. "undanrennubörn". Þau voru þekkt fyrir að vera ívið lágvaxnari, fölari yfirlitum, grönn og ílla til fata.
Það eru áratugir síðan þetta ástand hvarf á Íslandi, en ég held að síðustu braggarnir er voru notaðir sem íbúðahúsnæði hafi horfið snemma á 8. áratugnum - vannæring hvarf um miðan 7. áratuginn.
Fátækt er ekkert grín
Þetta er þ.s. við vorum búin að gleima, þ.e. sár og alvarleg fátækt sem var blessunarlega horfin hér frá og með 8. áratugnum.
En, nú er þessi gamli fjandi að byrtast á ný. Í gamla daga, tíðkuðust matarmiðar til handa fátækum fjölskyldum.
Slíkt hefur ekki verið tekið upp - þess í stað er fólk sem á ekki fyrir mat, að leita til almennra borgara, sem veita aðstoð sem ríkið réttilega ætti að veita, án þess að taka fyrir það krónu.
Það er einhver afneitun í gangi gagnvart ástandinu.
Þegar ég geng á fólk innan vinstri flokkanna, fórnar það höndum og segir "Íslendingar eru rík þjóð" - eins og það sé svar!
En þ.e. einmitt fátækt og það jafnvel sár fátækt, þ.e. að eiga ekki fyrir mat er bara upphafið. Því fylgir einnig, að eiga ekki fyrir fötum á barnið. Ef við gætum okkur ekki, fara aftur að sjást fljótlega tötraklædd börn í grunnskólum. Jafnvel vannærð börn.
Það verður að taka á skuldamálum almennings!
Ég hef efasemdir um að 18% lækkun dugi eins og baráttusamtökin Hagsmunasamtök Heimilanna berjast fyrir. Þ.e. rétt, að það tekur að stórum hluta þá breytingu er varð vegna vísitölunnar, lagar það.
En, hér á landi hefur einnig orðið mikil tekjuskerðing.
Að auki fer húsnæðisverð enn lækkandi - og heldur sennilega áfram að lækka næstu 2-4 árin.
Mig grunar reyndar, að húsnæðisverð muni detta aftur niður þ.s. það var, með tilliti tekið til verðbólgu, árið 2000.
Fara inn á Þjóðskrá:
http://www3.fmr.is/Markadurinn/Visitala-ibudaverds
Gerið eftirfrandi:
Hlaðið inn Excel skránni um vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1994
Horfið á gluggann verð í sérbýli. Það kemur fra eftirfarandi
Verð janúar 1994 100% fram á mitt ár 1999 já í 5 ár.
janúar 1999 109%
janúar 2000 128%
janúar 2001 150%
janúar 2002 156%
janúar 2003 159%
janúar 2004 181%
janúar 2005 244%
janúar 2006 304%
janúar 2007 345%
janúar 2008 398%
janúar 2009 377%
janúar 2010 334%
... ágúst 2010 328%
Eins og sést af tölum að ofan - en verðbólga þessa tímabils var tiltölulega lítil þannig að hrein hækkun er mjög mikil a.m.k. hrein 2-földun; með öðrum orðum þetta var fasteignabóla.
18% lækkun lána mun því ekki duga til þess að fj. þeirra sem eru í neikvæðri eigna/skulda stöðu fækki til mikilla muna - sú breyting ef framkvæmd fljótlega hjálpar á þessu ári, en síðan sígur aftur á ógæfuhliðina.
En, muna verður að hagvöxtur næsta árs verður ekki 3,3% skv. spá ríkisstj. heldur nær spá Arion Banka cirka 0,5%.
En ástæðan er sú að álverin munu ekki koma - sennilega aldrei.
Þannig, að þá rætist ekki sú spá ríkisstj. að eignaverð hætti að falla þegar á næsta ári - né heldur sú spá hennar að atvinnuleysi nái hámarki á þessu ári.
Hvort tveggja heldur áfram a.m.k. 2-4 ár til viðbótar þ.e lækkun eignaverðs og aukning atvinnuleysis - þ.s. hagvöxtur verður of lítill.
En, búast má við að hann smá saman aukist, þ.e. með hraða snigilsins - t.d. úr 0,5% í ef til vill liðlega 1%, síðan aðeins upp í t.d. milli 1% og 2%.
Ástæðan er að skuldakreppa þjóðfélagsins - skapar mjög öflugt ankeri á getu til hagvaxtar.
Svo lengi sem ekki er tekið á þeirri skuldakreppu með einhverri stórri aðgerð - þá í besta falli hjaðnar hún einungis á einhverju árabili.
Á sama tíma og hún hjaðnar smám saman - þá skilar sér hagvaxtargetan einnig til baka smám saman.
Eina leiðin til að breyta þeirri þróun - koma einhverjum hraðari gír á hlutina, er að framkvæma öfluga skuldalækkun.
- Útgangspunkturinn hjá mér er sem sagt að auka hagvaxtargetu -:
- Hún eykst með því að endurskipuleggja bankakerfið í annað sinn, svo nýir bankar í annað sinn, loks geti farið að þjóna atvinnulífinu.
- Lækkun skulda fyrirt. og afskrift að því marki sem mögulegt er, skapar aukið svigrúm til fjárfestinga - sem annars verða sáralitlar um fj. ára.
- Lækkun skulda almennings, ein stór aðgerð, eykur neyslu og því þátttöku almennings í hagkerfinu.
- Á endanum skilar þetta sér til þjóðarinnar einnig því bætt hagvaxtargeta er hraðasta leiðin til að útrýma fátækt aftur.
Þ.s. þarf að gera er að umbreyta Íbúðalánasjóð
í umsýslustofnun um íbúðahúsnæði.
Þurfum að hætta þessum stöðugu skammtíma aðgerðum.
- Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).
- Íbúðalán, verði færð úr raun-gjaldþrota NLB yfir í íbúðalánasjóð.
Bannið við að úthýsa fólki, verði hvatning til Arion banka og Íslands banka um að semja við ríkið um yfirtöku íbúðalána þeirra svo þau lán verði einnig færð yfir í Íbúðalánasjóð.
- Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti.
- Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
- Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
- Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
2. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
- En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.
--------------------------
Þ.e. auðvitað hægt að hugsa sér tilbrigði:
- Það þarf ekki endilega að byggja á Íbúðalánasjóði - en þar er að finna starfsfólk með reynslu, sem ég held að myndi nýtast.
- Spurning líka hvernig er tekið á lánum þegar þau eru færð yfir í Íbúðalánasjóð.
- Þ.e. alveg valkostur að afskrifa lán ekki - heldur setja þau í svokallaða kyrrstöðu, þá á ég við að engir vextir séu reiknaðir á þau.
- Einnig getur frysting verið valkostur, þ.e. engar afborganir inntar af hendi fyrir utan greiðslu vaxta.
- En, þetta geta líka verið valkostir sem nýttir eru eftir tilvikum og Íbúðalánasjóði falið að meta.
- En þ.e. einn kostur við að taka lán yfir gegn því að fá húseign til eignar á móti - síðan greidd leiga í staðinn, og leiga fari eftir greiðslumati - sem er sá, að þá er hægt að búa til ný lán síðar.
Stóri kosturinn við það er að þá er einnig hægt að skipta um lánsform - þ.e. beita þessu úrræði sem þætti í áætlun um afnám verðtryggðra lána eins og þau hafa tíðkast hérlendis.
Niðurstaða
Við verðum að skilja að þ.e. hætta á mjög alvarlegri fátækt stórs hluta almennings - ef ekki verður að gert til að stöðva þá þróun.
Þeirri fátækt munu fylgja mörg slæm félagsleg vandamál er ekki hafa sést hérlendis um áratugi.
Þ.e. mjög mikils virði að stöðva þá öfugþróun og eftir megni - snúa við.
Að auki þarf að skapa hagvöxt - og þ.e. einnig almannahagur.
Þetta fer þó sem betur fer saman þ.e. sömu aðgerðirnar er nýtast til að endurreisa getu hagkerfisins til hagvaxtar geta einnig nýst til að útrýma þeirri ömurlegu fátæktargildu sem alltof margir eru komnir í eða á leið í.
Kv.
Öfugt við þ.s. Steingrímur J. ítrekað heldur fram, er Ísland enn mjög svo djúpt á kafi í alvarlegri efnahags krísu - sem fer versnandi / ekki batnandi.
Hugmyndir Steingríms J. á grundvelli hugmynda um 3,3% hagvöxt á næsta ári eru í besta falli lélegur brandari - en, skv. Arion Banka verður hagvöxtur næsta árs ekki nema 0,5%.
En, Arion Banki reiknar ekki með álverum á næsta fremur en á þessu ári.
Þ.e. sanngjörn afstaða þ.s. því miður ekkert bendir til þess að álver í Helguvík á Reykjanesi verði að veruleika á næsta ári, og sennilega aldrei. En um það veldur fjármögnunar vandi, sem virðist jafn óleysanlegur í dag og við upphaf þessa árs.
Á hinn bóginn, erum við einnig í bankakrísu!
Já því miður, en að neðan eru upplýsingar sem finna má stað í 3. áfangaskýrslu AGS, sem er nýkomin út.
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing".
- En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.
Þ.e. einungis með því að spila þann þykjustu leik að slæmu lánin hafi það skráða virði í bókum bankanna, þ.e. 45% af virði heildarklána, sem bankarnir geta skoðast með jákvæða eiginfjárstöðu.
Skoðum núverandi ástand í samanburði við sögu bankakrísa í SA-Asíu:
Banking Crises in East and South Asia (19802002)
Economy.............Period.........Non performing loans
Bangladesh.........19851996...........20%
China.................1990..................50%
Indonesia...........19972002............70%
Japan.................1991..................35%
Korea.................19972002...........35%
Malaysia.............19972001............30%
Nepal.................1988.....................29%
Philippines..........19831987............19%
Philippines..........1998...................20%
Sri Lanka............19891993............35%
Taiwan...............19971998............26%
Thailand.............19972002............33%
Vietnam..............1997..................18%
Iceland...............2010....................45% (bæti Íslandi inn)
Eins og sést af samanburðinum er Ísland svo sannarlega enn djúpt í viðjum alvarlegrar bankakrísu.
Hvað ber að gera?
Við vorum með bankamann í heimsókn á málefnafund í síðustu viku hjá Framsókn, og hann taldi þessar tölur þíða, að nauðsynlegt væri að framkvæma aðra endurskipulagningu bankakerfisins, nánar tiltekið búa til Nýja Landsbankann 2 - gera Nýja Landsbankann að "bad bank".
- Hann talaði um, að stofna NLB 2 og færa innlán þangað.
- Síðan, að sá fengi skuldabréf frá ríkinu til eignar fyrir nægilega stórri upphæð, til að geta farið að lána.
- Þ.e. þó íhugunarvert, á hvaða virði á að færa innlán - en því hærra því stærra þarf skuldabréf ríkisins vera.
- Þ.e. takmörk fyrir því, hve mikið ríkið getur skuldað og höndlað að reka sína starfsemi.
- Mér grunar sterklega - að ekki sé fjárhagslega mögulegt að framkvæma aðra endurskipulagningu, án þess að færa umtalvert niður virði innlána t.d. um helming þ.e. yfirfærsluvirði 0,5.
Svo alvarleg er staðan, að miðað við þessar upplýsingar held ég að skortur á aðgerðum frá bönkunum, til handa fjölskyldum stafi af því:
- Að eiginfé þeirra er í reynd ekkert.
- Þ.e. sennilega nær því að vera neikvætt en jákvætt.
Þetta kemur heim og saman við hegðun þeirra:
- Afskrifa einungis skuldir sem þeir vita að eru óinnheimtanlegar.
- En, ríghalda í allt annað - verða í reynd blóðsuga á hvort tveggja í senn, atvinnulífinu og almenningi.
- En, miðað við sína stöðu, verði þeir að kreysta hverja krónu sem þeir geta úr öllu og öllum - sem er akkúrat þ.s. þeir hafa verið að gera.
- Því miður held ég að Hagmunasamtök Heimilanna munið ekki hafa erindi sem erfiði, í því að semja við ríkisstjórnina um svokallaða leiðréttingu lána, einfaldlega vegna þess að bankarnir þurfa annað af tvennu - stóra eiginfjárinnspýtingu eða að fara í gjaldþrotameðferð.
- Ríkisstjórnin sé ekki enn til í að viðurkenna, að endurreisn bankanna sé runnin út í sandinn.
Niðurstaða
Við búum við raungjaldþrota bankakerfi. Eina leiðin til að framkvæma svokallaða leiðréttingu lána, er tel ég í gegnum þá aðgerð, að endurskipuleggja bankana í annað sinn.
Því miður held ég, að ekki sé valkostur um annað, þ.e. fjárhagur ríkisins eins og komið er leyfi ekki meira, en að fókusa á að tryggja að í algeru lágmarki verði einn banki starfandi hér.
Með öðrum orðum, Arion Banki og Íslands Banki verði látnir róa. Þ.e. ríkið þvoi hendur sínar af þeim. Þeir lifi eða farist, eftir því hvort kröfuhafar Glitnis og Kaupþings Banka telja sig hafa hag af því að tryggja rekstur þeirra eða ekki.
Ég myndi þó ekki veðja stórum upphæðum um það, að þeir ákveði að tryggja þeirra áframhald!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2010 | 02:21
Gagnrýni á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar! En skoðun á frumvarpinu sýnir glökkt hve mikið verk er framundan hjá okkur!
Eftir atburði þriðjudags kvölds, 4. október, má velt því fyrir sér hvort umræðan um þetta fjárlagafrumvarp er ekki þ.s. kallað er "stillborn." En verulegar líkur virðast til þess, að ríkisstj. hrökklist frá með skömm á næstunni þannig að ekkert verði af því að þetta fjárlagafrumvarp verði samþykkt.
En, á hinn bóginn - ber það nokkurt vitni um þá galla sem voru við þá ríkisstj. sem nú er að fara frá, þannig að ég set samt inn færsluna, sem ég hef verið að vinna síðan um helgi:
-----------------------------------------
Þegar farið er yfir fjárlagafrumvarpið hans Steingríms J. kennir ímissa göfugra markmiða, ekki síst þeirra að verja velferðarkerfið, viðhafa niðurskurð með þeim hætti að sem minnst tjón verði innan þess. Að auki, segist hann miða skattstefnu sína við það markmið, að auka virkni skattkerfisins sem tækis við það markmið að auka jöfnuð - þannig séu skattahækkunum fremur beint að hátekjuhópum en lægri-tekjuhópum fremur hlýft, o.s.frv.
Augljósa gagnrýnin á frumvarpið, beinist að grunnforsendum um væntingar til hagvaxtar þ.e. 3,3% á næsta ári, sem verður að segjast, að mjög ólíklegt virðist úr því sem komið er að verði af. Arion Banki skv. spár er hann kynnti í vikunni, spáir sem dæmi einungis 0,5% hagvexti á næsta ári - en sú spá reiknar ekki með nokkrum álversframkvæmdum.
Síðan þegar kemur að sköttum, þá er spurningin hvert er grunnhlutverk skattkerfis? En, eins og ég skil það, þá er hlutverk þess fyrst og fremst tekjuöflun fyrir ríkið. Margir fræðimenn, telja skattkerfi ekki sérlega skilvirk í notkun við það að þjóna fleiri markmiðum en tekjuöflun, þ.s. hætta sé á að tekjuöflunarmarkmiðinu sé að einhverju marki fórnað þá á altari annarra markmiða.
Betra sé þá að þjóna slíkum markmiðum með öðrum hætti, þ.e. í gegnum endurgreiðslur frá bóta og þjónustukerfum sem haldið sé akkúrat uppi með skatttekjum. Það sé almennt séð besta, að hámarka skilvirkni skattkerfis, þannig að þá í staðinn, afli það nægra tekna til að standa undir endurdreifingur í gegnum þjónustukerfi ríkis og sveitarfélaga.
Það sé mjög mikilvægt að passa sig á því, að breytingar á skattkerfi er hafi göfug markmið í forgrunni, minnki ekki skilvirkni skattkerfisins til tekjuöflunar, því slíkt hljóti að skaða þá í beinu framhaldi þann tekjugrunn sem þjónustukerfi ríkis- og sveitarfélaga hafi til að endurdreifa með.
Ég bendi á bloggfærslu frá því í sumar: Óháð umfjöllun um skýrslu AGS um ísl. skattakerfið og þær tillögur AGS um skattbreytingar sem þar fram koma!
Skýrsla AGS um ísl. skattkerfið:
Improving the Equity and Revenue Productivity of the Icelandic Tax System
"Nordic countries have put more of the responsibility for redistribution on the benefit system and have chosen to finance the large public expenditures required by efficient but not particularly redistributive taxes.""Effective redistribution through the benefit system, in turn, typically requires relatively high tax collections which results in tax systems geared towards revenue productivity rather than redistribution."
*Tölur í töflu, hlutfall af þjóðarframleiðslu. - bls. 15
Iceland Denmark Finland Norway Sweden EU 15 OECD
Total tax 40.9 48.7 43.0 43.6 48.3 39.7 35.8
Income taxes 18.5 29.0 16.9 21.0 18.7 14.0 13.2
Property taxes 2.5 1.9 1.1 1.2 1.2 2.1 1.9
Consumption taxes 16.5 16.3 12.9 12.4 12.9 11.6 10.9
- Eins og sést þarna eru skattar á Íslandi háir - einungis í samanburði við skatta á Norðurlöndum almennt, er hægt að tala um þá sem lága í einhverju samhengi.
- "Eins og þetta fjárlagafrumvarp ber með sér getur ríkið ekki risið undir hækkunum á launum starfsmanna sinna á næsta ári...Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir að launakjör verði óbreytt á næsta ári" - bls. 8
- "...Á sama hátt gerir frumvarpið ráð fyrir að engar hækkanir verði á grunnfjárhæðum bóta-kerfa, s.s. almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga, barnabótum, vaxtabótum og fæðingarorlofsgreiðslum." - bls.8
- "Hér er um að ræða heildstæða ráðstöfun vegna launa og bóta sem gerð er af illri nauðsyn til að koma í veg fyrir aukningu útgjalda sem ríkissjóður getur ekki staðið undir." - bls. 9
- "Í frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum aðgerðum til að bæta afkomu ríkissjóðs frá því sem ella hefði orðið sem nema um 44 milljörðum kr." - bls. 9
- "Er það í samræmi við markmið um að frumjöfnuður ríkisrekstrarins, þ.e. þegar vaxtatekjur og -gjöld eru undanskilin, verði orðinn jákvæður á næsta ári." - bls. 9
- "Gert er ráð fyrir ráðstöfunum til aukinnar tekjuöflunar sem nemi 11 mia.kr. og til samdráttar í útgjöldum sem nemi 33 mia.kr. miðað við mat á horfum að óbreyttu." - bls. 9
- "Í samræmi við forgangsröð ríkisstjórnarinnar um að leitast við að hlífa eins og kostur er velferðarþjónustu og tekjutilfærslum til þeirra sem búa við lökustu kjörin var ákveðið að aðhaldsaðgerðir á útgjaldahlið væru af þrennum toga." - bls. 10
- "Í fyrsta lagi verði ekki um að ræða sérstakar hækkanir á launum ríkisstarfsmanna né á grunnfjárhæðum bótakerfa. Áætlað er að það lækki útgjaldahorfur að óbreyttu um a.m.k. 5 mia.kr." - bls. 10
- "Í öðru lagi verði gerðar sértækar ráðstafanir til lækkunar á nokkrum útgjalda-þungum liðum sem nemi 10 mia.kr., s.s. vegaframkvæmdum, vaxta-bótum og fæðingarorlofi." - bls. 10
- "Að samanlögðu gerir þetta tvennt kleift, í þriðja lagi, að ekki þurfi að skerða beinlínis bætur almannatrygginga líkt og nú er talið óhjákvæmilegt í ýmsum öðrum Evrópuríkjum og að unnt er að setja almenn markmið um aðhald í útgjaldaveltu ráðuneyta þar sem gengið er út frá mun lægri hlutfallslegri hagræðingarkröfu í sjúkratryggingum, eða 3%, velferðarþjónustu, framhaldsskólum og lög-gæslu, eða 5%, en í almennri stjórnsýslu, eða 9%. Ráðuneytin hafa út-fært þær ráðstafanir í frumvarpinu með margvíslegri forgangsröðun og áformum um endurskipulagningu verkefna og er þeim aðgerðum ætlað að skila 18 mia.kr. sparnaði." - bls. 10
- "Annað árið í röð verður því helmingi minni skerðing á framlögum til velferðarmála en til stjórnsýslu og almenns rekstrar á vegum ríkisins. Samtals er þannig gert ráð fyrir að draga úr útgjöldum eða koma í veg fyrir útgjaldahækkanir sem nema 33 mia.kr. í fjárlagafrumvarpinu." - bls. 10
- "Mikið er í húfi að það takist að ná þessum markmiðum frumvarpsins á næsta ári. Gangi það eftir verður staða ríkisfjármálanna orðin allt önnur en þegar ríkisstjórnin tók við og viðfangsefni sem gæti hafa virst vera nánast óvinnandi verk væri auðsjánlega orðið viðráðanlegt. Umskipti í
frumjöfnuði ríkissjóðs frá árinu 2009 gætu þannig verið orðin um 117 milljarðar kr. á næsta ári. Það væri til marks um styrk tök á ríkisfjármálunum." bls 10-11
- Efnahagslífið nálgast nú jafnvægisstöðu eftir margra ára óstöðugleika og getur tekið að vaxa á nýjan leik á þeim grundvelli. Viðskiptahalli hefur snúist í afgang, verðbólga hefur hjaðnað mikið, stýrivextir lækkað jafnt og þétt, dregið hefur úr atvinnuleysi og það er minna en spáð var á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst talsvert, sérstaklega gagn-vart evru. Með hæstaréttardómi um svonefnd gjaldeyrislán hefur óvissu verið eytt að miklu leyti um áhrif þeirra á hag heimilanna og fjárhags-stöðu fjármálafyrirtækja. Vísbendingar eru um að efnahagsbatinn sé hafinn þótt eðlilega verði ennþá nokkur óvissa um framvinduna næstu misserin. Útlit er fyrir að á næsta ári fari hagkerfið að taka vel við sér eftir þá djúpu lægð sem gekk yfir það í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008. Samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í júní sl., sem fjár-lagafrumvarpið byggist á, er reiknað með að vöxtur landsframleið-slunnar verði um 3,2% á næsta ári og um 3,4% árið 2012 eftir 6,5% samdrátt á árinu 2009 og 2,9% á yfirstandandi ári. bls. 11
Annar ársfjórðungur 2010, Hagstofa Íslands
Einkaneysla, - 3,2% Samneysla, + 1,0% Fjárfesting, - 4,7% Útflutningur, + 2,8% Innflutningur, - 5,1%
Þjóðarútgj., - 7,4% Hagvöxtur, - 3,1%Samanburður á 2. ársfjórðungi 2009 við annan ársfjórðung 2010
- Einkaneysla -2,1%
- Samneysla -1,9%
- Fjárfesting -26,3%
- Birgðabreytinga -2,8%
- Þjóðarútgj, alls -8,8%
- Útflutn. vöru og þj. +3,2%
- Innfl. vöru og þj. +5,0%
- Verg landsframl. -8,4%
- Þ.e. augljóst ósamræmi milli hinna nýrri talna Hagstofu Íslands, og þess sem haldið er fram í fjárlagafrumvarpinu, byggt á eldri tölum.
- En nýrri tölurnar benda ekki til þess að sú sýn er fram kemur í frumvarpinu sé rétt.
- Það að auki, bendi ekki til þess að sú sýn er þar kemur fram um halla næsta árs, sé líkleg til að standast.
Skv. Orðum Seðlabanka ( Peningamál, 18. ágúst 2010 ):
"Skatttekjur ríkissjóðs voru 14 ma.kr. undir áætlun á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lægri tekjur af veltusköttum skýra frávikið að mestu"
"...kann það að hafa áhrif á fjárlagavinnu fyrir næsta ár þar sem markmiðinu um jákvæðan frumjöfnuð verður að ná á næsta ári samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."
----------------------------------innskoti lokið
- Rauntölur um skráð atvinnuleysi að undanförnu gefa til kynna að atvinnuleysi í ár gæti jafnvel orðið minna en gert er ráð fyrir í spá Hag-stofunnar frá því í júní sl. en þar var reiknað með 9,1% atvinnuleysi. Í ágúst sl. mældist skráð atvinnuleysi 7,3% eða að meðaltali rúmlega 12 þúsund manns.. Á næsta ári er gert ráð fyrir í spá Hagstofunnar að atvinnuleysi verði 8,3% og að það lækki síðan smám saman í 6,3% árið 2012 og í kringum 5% árin 2013 og 2014. - bls. 14
----------------------------------innskot
Skv. Orðum Seðlabanka ( Peningamál, 18. ágúst 2010 ):
"Atvinnuleysi, eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun, minnkaði um tæpa prósentu milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi og mældist 8,3%."
"Atvinnuleysi er þó líklega jafn mikið eða meira en það var á sama tíma í fyrra þar sem breytingar á aðferðum við útreikning atvinnuleysis og breytingar á atvinnuleysisbótarétti hafa í för með sér að atvinnuleysi mælist um ½-1 prósentu minna en ella í ár."
Dálítið "sneeky" af ríkisstjórninni að breyta reglum og tala síðan um árangur við það að útrýma atvinnuleysi.
Að auki bendi ég á að þúsundir manna hafa flutt af landi brott, síðustu 2 árin - sem einnig lækkar tölur atvinnulausra - en fj. brottfluttra eru að ég held svipaður og fj. atvinnulausra í dag.
Hagstofa Íslands: Vinnumarkaður á 2. ársfjórðungi 2010
"Atvinnuleysi 8,7%
Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 16.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,7% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 8% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2009 til annars ársfjórðungs 2010 fækkaði atvinnulausum um 500 manns."
- Þ.e. eins og að Fjármálaráðuneytið sé að miða við gamlar tölur - þ.e. tölur skv. spá Hagstofu Íslands frá því snemma í sumar. En, tölur hennar virðast síðan sýna ívið lakari útkomu.
----------------------------------innskoti lokið
- Gert er ráð fyrir að þegar þetta frumvarp er lagt fram hafi þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins farið fram. Þar með muni vera farin að skapast skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta að því er varðar gjaldeyrisforða og þjóðhagslegan stöðugleika. Það mun í sjálfu sér skapa eðlilegri og betri skilyrði fyrir viðskiptum við aðrar þjóðir og þar með fyrir vexti landsframleiðslunnar. bls. 15
- "Mikið hefur áunnist frá því að núverandi stjórnvöld tóku við. Ljóst er að traust á stefnu stjórnvalda hefur aukist, t.d. hefur skuldatryggingar-álag á ríkissjóð lækkað mikið, krónan hefur styrkst á árinu án inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaðinn, endurfjármögnun bankakerfisins er lokið og gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að aðstoðar heimilum og fyrirtækjum í vanda. Gera má ráð fyrir að athyglin muni á næstunni beinast enn meira að ríkisfjármálunum en áður enda ljóst að um gífurlega vandasamt verk er að ræða við að koma þeim í viðunandi horf. Án þess er til lengra tíma litið ólíklegt að Íslendingar muni búa við efnahagslegan stöðugleika og öflugt velferðarkerfi. Næstu árin er því líklegt að trúverðugleiki endurreisnar efnahagslífs landsins verði að stórum hluta metinn út frá stöðu ríkisfjármála og þeirra fyrirætlana sem unnið er eftir á því sviði á hverjum tíma." bls. 24
----------------------------------innskot
Skv. Orðum Seðlabanka ( Peningamál, 18. ágúst 2010 ):
"Undirliggjandi viðskiptaafgangur, bætt viðskiptakjör og lækkun áhættuálags á fjárskuldbindingar ríkissjóðs hafa að undanförnu stuðlað að styrkingu krónunnar."
"Enn ríkir mikil óvissa um framgang áætlaðra stóriðjuframkvæmda. Í þeirri spá sem hér er birt er reiknað með að framkvæmdir sem áætlað var í maí að yrðu við Helguvíkurverksmiðjuna í ár flytjist að mestu leyti yfir á næsta ár. Framkvæmdum sem áætlaðar voru á árunum 2011 og 2012 hefur einnig verið hliðrað til í tíma um sem nemur u.þ.b. einu ári. Þá er einnig ljóst að nokkuð dregur úr framkvæmdum við orkuvinnslu í ár. Samanlagt hefur þetta í för með sér að fjárfesting í stóriðju verður svipuð í krónum talið í ár og á síðasta ári en að magni til er gert ráð fyrir um 15% aukningu milli ára í stað 45% í maí. Þessi tilfærsla gerir það að verkum að aukningin verður meiri en ella á næsta ári en heldur minni árið 2012. Aukning í útflutningi stóriðjuafurða seinkar með samsvarandi hætti."
- Eins og kemur skýrt fram hjá Seðlabanka, reikna efnahagspár almennt enn með stórframkvæmdum í virkjana- og álmálum á næsta ári, fyrst þær fóru ekki af stað á þessu.
- Ábending Seðlabanka um óvissuna þar um, er sama og segja að svo mikil óvissa sé um hagvöxt næsta árs. Því þær tekjur fyrir ríkissjóð sem sá hagvöxtur átti að skapa.
- Varðandi skuldatryggingaálagið - þá er augljósa ábendingin, að enn er ekki að ganga fyrir stjv. á Íslandi að endurfjármagna þau mjög svo óhagstæðu lán, sem á Íslandi hvíla. Ekki tókst að koma álframkvæmdum af stað á þessu ári, vegna vandræða við það að útvega lánsfé. Sem sagt, lánadrottnar treysta ekki Íslandi fyrir lánsfé miðað við núverandi aðstæður!
----------------------------------innskoti lokið
- "Miðað við afkomu ársins 2009 á rekstrargrunni og áætlaða afkomu í ár sem birt er í frumvarpinu verður bati á frumjöfnuði á árinu 2010 rétt um 4%,...Á næsta ári er stefnt að því að batinn á frumjöfnuðinum verði litlu minni, eða 3,8%, og að hann verði síðan nálægt 2,5% árið 2012 og um 2% árið 2013." bls. 24
- "Á árinu 2013 er því gert ráð fyrir að afgangur á frumjöfnuði verði orðinn ríflega 5% af VLF og að afgangur á heildar-jöfnuði verði um 2,5%. Eftir það verði leitast við að halda afkomunni í því sem næst óbreyttu horfi þannig að jafnt og þétt verði unnt að lækka skuldabyrðina og draga þar með úr vaxtakostnaði." bls. 24
----------------------------------innskot
Þetta er spá ríkisstjórnarinnar um framvindu mála fyrir ríkissjóð næstu árin
Milljarðar króna 2011 2012 2013 2014
Heildartekjur 404,6* 477,4 533,2 599,4 629,3 - tekj. og gj. 2010 bætt við
Hækkun í % 14% 10% 11% 5%* - takið eftir tekuaukningu í %
Heildargjöld 448,6* 513,8 526,8 550,5 579,9
Fjármagnskostnaður 75,1 78,8 83,5 86,4
Rekstrarhalli/afgangur* -36,4 6,4 48,9 49,4
Prósent halla/afg. af tekj.* -7,6% 1,2% 8,2% 7,9%
Kostnaður vs. tekjur*18,6% 15,7% 14,8% 13,9% 13,7%
Ég hef sjálfur reiknað þ.s. er stjörnumerkt, þ.s. það eru mikilvægar tölur.
- Áætlaður viðsnúningur frá 7,6% halla á fjárlögum 2011 í um 8% afgang 2014.
- Takið eftir að viðsnúningur er vegna áætlaðrar tekuaukningar, þ.s. heildargjöld hækka.
- Vaxtagjöld lækka sem hlutfall af tekjum frá 18,6% 2010 í 13,7% 2014
- Takið eftir hér, að sama gildir hér, að gjöld sem hlutfall tekna lækka vegna tekjuaukningar. Þau teljast samt vera mjög há í samhengi við þ.s. tíðkast hjá öðrum þjóðum, þó svo þau lækki niður fyrir 14% af tekjum.
Hér fyrir neðan í samanburði, eru tölur frá OECD sem áhugavert er að skoða, þ.s. þá fæst samhengi við vaxtagjöld sem ísl. ríkið borgar og önnur ríki.
- Takið eftir vaxtagjöldum grísku ríkisstjórnarinnar sem hlutfalls eigin tekna!
- Sem sagt, jafnvel 2014 erum við í verri stöðu en Grikkland.
- Þó er ástæða að draga tölur ríkisstj. í efa, þ.s. ólíklegt er að áætlanir um ofangreinda aukningu tekna komi til með að standast! Þá lækka vaxtagjöld ekkert sem hlutfall tekna, heldur þvert á móti fara hækkandi. Jafnvel tekjur 2011 byggjast á álversframkvæmdum sem eru í stórfelldri óvissu.
----------------------------------innskoti lokið
- "Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps ársins 2011 er byggð á þjóðhagsspá frá Hagstofu Íslands sem gefin var út 15. júní sl."
- "Í spánni er reiknað með að hægur efnahagsbati hefjist á seinni hluta þessa árs."
- "Spáð er að einkaneysla nái sér vel á strik á árinu 2011 með 3,4% raunaukningu og að fjárfesting muni aukast um fjórðung."
- "Nýjum tekjuöflunaraðgerð-um á árinu 2011 er ætlað að skila 11 mia.kr. tekjum eins og nánar er fjallað um í kafla 3.3.2. Að teknu tilliti til þeirra, endurmats á tekju áætlun fjárlaga fyrir þetta ár og þjóðhagsspá fyrir næsta ár er reiknað með að skatttekjur ríkissjóðs nái að verða svipað hlutfall af landsframleiðslu á árinu 2011 og árin 2009 og 2010, eða 25,9%." Bls. 30-31.
- "Samkvæmt spá Hagstofunnar mun einkaneyslan taka enn frekar við sér á næstu árum eftir 3,4% raunaukningu á árinu 2011. Þannig er gert ráð fyrir að hún aukist um 4,4% á árinu 2012 og um 3% og 2,5% á árunum 2013 og 2014."
- "Þá dregur jafnt og þétt úr atvinnuleysi sem verður komið niður í 4,8% árið 2014 gangi spá Hagstofunnar eftir með jákvæðum áhrifum á ráðstöfunartekjur heimilanna."
- "Verðbólgan er talin haldast nokkuð svipuð út tímabilið, kringum 2,5% að jafnaði."
- "Þessi þróun mun ef að líkum lætur endurspeglast í vaxandi skatttekjum ríkissjóðs á næstu árum, bæði af tekju- og veltusköttum, sem tekið höfðu mikla dýfu í kjölfar hrunsins." Bls. 31
----------------------------------innskot
Skv. Orðum Seðlabanka ( Peningamál, 18. ágúst 2010 ):
"Innlend eftirspurn dróst saman um 2% milli ára."
"Að öllu samanteknu er því spáð að vöxtur einkaneyslu verði heldur minni á þessu ári en spáð var í maí eða um 0,5%..." - "Sé litið til árstíðarleiðréttrar einkaneyslu dróst hún einnig lítillega saman frá fyrri ársfjórðungi, eða um 0,6%" - "Í uppfærðri spá er áfram reiknað með árssamdrætti á öðrum fjórðungi sem nemur 1,5%."
Takið eftir að fyrri helming árs hefur verið samfelldur samdráttur neyslu svo að heildaraukning um 0,5% á árinu byggist á spá um upphaf hagvaxtar á 3. ársfj.
"...áætlað er að fjármunamyndun í heild dragist saman um tæplega 4% í ár..." Þ.e. fjárfesting.
"Eins og áður hefur komið fram mældist 6,9% árssamdráttur landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi ársins. Uppfærð spá gerir ráð fyrir að smám saman muni draga úr árssamdrættinum eftir því sem líður á árið og á þriðja fjórðungi taki hún að vaxa á ný frá fyrra ári í fyrsta skipti frá öðrum ársfjórðungi árið 2008."
- Hin gríðarlega aukning fjárfestingar þ.e. 25% á næsta ári vekur athygli sbr. samdrátt um 4% á þessu ári. En, sennilega eru þetta álversframkvæmdirnar langþráðu í Helguvík - sem reyndar skv. nýlegum fréttum álfyrirtækið er að íhuga að hætta við, og fátt bendir til að fari í reynd af stað.
- Frumvarpið er að mörgu leiti skemmtileg fantasía - má skoða sem "what if scenario".
----------------------------------innskoti lokið
Skattahækkanir mia.kr.
Fjármagnstekjuskattur ........................................................................................ 1,5
Tekjuskattur lögaðila ......................................................................................... 0,5
Erfðafjárskattur ................................................................................................. 1,0
Auðlegðarskattur ............................................................................................... 1,5
Áfengis- og tóbaksgjald ...................................................................................... 1,3
Kolefnisgjald ..................................................................................................... 1,0
Bifreiðagjald ..................................................................................................... 0,2
Gjald á fjármálastofnanir .................................................................................... 1,0
Alls án séreignarsparnaðarheimildar ..................................................................... 8,0
Ný heimild til úttektar séreignarsparnaðar ............................................................. 3,0
Alls með séreignarsparnaðarheimild ................................................................... 11,0
Bls. 39.
Aðhaldsaðgerðir 2010, hagræn skipting
Rekstrargrunnur, milljarðar kr. lækkun velta lækkun%
Rekstur ............................................................................. -14,0 198,9 -7,0%
Tilfærslur .......................................................................... -15,9 206,0 -7,7%
Viðhald og stofnkostnaður ................................................... -13,9 43,7 -31,8%
Samtals ............................................................................. -43,8 448,6 -9,8%
Bls. 47
Aðhaldsaðgerðir 2011, hagræn skipting
Rekstrargrunnur, milljarðar kr. lækkun velta lækkun%
Rekstur ............................................................................-12,7 204,8 -6,2%
Tilfærslur .........................................................................-11,4 211,5 -5,4%
Viðhald og stofnkostnaður ....................................................-3,9 27,7 -14,1%
Samtals ............................................................................-28,0 444,0 -6,3%
Bls. 48
"Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011 er áformað að lækka útgjaldahorfur um samtals 33 mia.kr. til viðbótar með nýjum aðhaldsaðgerðum. Til að ná fram þeim samdrætti í ríkisútgjöldum hefur verið ákveðið að farin verði leið sem í stórum dráttum er samsett úr þremur þáttum.
- Í fyrsta lagi er ekki gert ráð fyrir hækkunum á launakostnaði ríkisins né á viðmiðunarfjárhæðum helstu bóta- og styrkjakerfa, s.s. almannatrygginga, atvinnuleysisbóta, barnabóta o.fl. Áætlað er að með þeirri ráðstöfun verði útgjöld a.m.k. um 5 mia.kr. lægri en reiknað hafði verið með í langtímaáætlun um ríkisfjármálin.
- Í öðru lagi hafa verið teknar ákvarðanir um sértækan útgjaldasparnað sem nemur 10 mia.kr. á fáum en útgjaldaþungum liðum. Þar af verði 3 mia.kr. lækkun á framlögum til vegaframkvæmda. Þá hefur verið ákveðið á ráðast í aðgerðir sem miða að því að draga úr útgjöldum vegna nokkurra stórra bóta- og styrkjakerfa, en þar er um að ræða greiðslur vegna fæðingarorlofs, barnabóta og vaxtabóta.
- Slíkar sértækar útgjaldaaðgerðir gera hins vegar kleift í þriðja lagi að ekki þurfi að skerða beinlínis bætur almannatrygginga og að hægt er að setja almenn markmið um aðhald í útgjaldaveltu ráðuneyta þar sem gengið er út frá mun lægri hlutfallslegri hagræðingarkröfu annars vegar fyrir sjúkratryggingar (3%) og hins vegar velferðarþjónustu, framhaldsskóla og löggæslu (5%) en í rekstri almennra þjónustu-, stjórnsýslu- og eftirlitsstofnana ásamt ýmsum úthlutunarliðum og öðrum almennum tilfærsluframlögum (9%). Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir dragi úr útgjöldum sem nemi 18 mia.kr. Á næsta ári skila því beinar aðhaldsaðgerðir samtals 28 mia.kr. lækkun frá veltu fjárlaga og 5 mia.kr. lækkun á útgjöldum sem annars hefðu fallið til. Nánar er fjallað um aðhaldsráðstafanir ársins 2011 í kafla 3.2.3 í seinna hefti frumvarpsins." Bls. 47
"Í lok árs 2009 námu skuldir 1.176 m.kr. og áætlað er að skuldir muni nema 1.285 m.kr. í lok árs 2010. Hlutfall af VLF nái hámarki árið 2010 og verði um 80% af VLF. Gangi áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum eftir þannig að umtalsverður bati verði á afkomu ríkissjóðs munu skuldir lækka jafnt og þétt á næstu árum og verða um 60% af VLF í lok árs 2014." Bls. 51
"Ýmsar aðstæður valda því að brýnt þykir að aðlögun fjármála hins opinbera þurfi að verða hraðari hér á landi en í þessum ríkjum. Má það í stórum dráttum rekja til þriggja þátta.
- Í fyrsta lagi eru skuldir hins opinbera hér á landi hærri en í þessum löndum þar sem ríkissjóður varð að taka á sig hlutfallslega meiri byrðar vegna fjármálakreppunnar en nágrannaríki okkar.
- Hins vegar geta a.m.k. ríki á borð við Bandaríkin og Bretland fjármagnað hallarekstur sinn með útgáfu skuldabréfa í eigin mynt til erlendra fjárfesta. Aðgangur þeirra að alþjóðlegu fjármagni á ásættanlegum kjörum er því mun auðveldari en fyrir íslenska ríkið. Þetta tvennt hefur í för með sér
- í öðru lagi að vaxtakostnaður hins opinbera á Íslandi verður miklu meiri og getur stefnt ríkisfjármálunum í óefni á fáum árum.
- Í þriðja lagi gerir umfang og fjölbreytni hagkerfa fjölmennra ríkja þeim til muna betur fært að standa af sér áhættu af ýmsum opinberum útgjaldaskuldbindingum, s.s. ríkisábyrgðum eða lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, og af ófyrirséðum þrengingum í einstökum atvinnugreinum eða mörkuðum." Bls. 69
- "Opinberar heildarskuldir Íslands í lok 2009, þ.e. bæði ríkisins og sveitarfélaga, eru áætlaðar um 88% af landsframleiðslu sem er töluvert umfram opinberar skuldir hinna Norðurlandanna. Opinberar skuldir Írlands og Bretlands voru einnig lægri í lok síðasta árs en eru þó taldar hækka í tæp 100% af landsframleiðslu í lok næsta árs.
- En ef fer fram sem horfir og endurreisnaráætlun stjórnvalda og AGS gengur eftir verða opinberar skuldir Íslands ekki verulega hærri en í flestum nágrannaríkjum okkar innan örfárra ára.
- Ekki er ósennilegt að opin- berar skuldir Írlands og Bretlands verði jafnvel hærri en hér á landi áður en langt um líður ef þessi lönd herða ekki tökin á opinberum fjár-málum sínum." Bls. 70
Þjóðhagsforsendur
Magnbreytingar, % 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Einkaneysla ......................................-14,6 -0,1 3,4 4,4 3,0 2,5
Samneysla .........................................-3,0 -3,8 -3,8 -1,8 -0,4 2,0
Fjármunamyndun ..............................-49,9 -14,5 25,2 18,0 0,2 1,9
Þjóðarútgjöld alls ..............................-20,1 -3,3 4,0 5,0 1,7 2,3
Útflutningur vöru og þjónustu ................6,2 0,7 1,8 2,4 3,6 3,2
Innflutningur vöru og þjónustu ............-24,0 0,6 3,2 5,5 3,2 3,2
Landsframleiðsla .................................-6,5 -2,9 3,2 3,4 2,1 2,3
Viðskiptajöfnuður (% af VLF) ................-3,8 0,5 -0,9 -2,2 -1,2 -4,6
Tekju- og verðlagsbreytingar, %
Ráðstöfunartekjur á mann......................-7,7 -1,6 8,1 5,5 3,8 2,8
Launabreytingar....................................0,6 4,1 5,2 5,5 5,1 5,2
Kaupmáttur ráðstöfunart. á mann..........-17,7 -7,2 4,4 2,9 1,2 0,2
Verðbólga (vísitala neysluverðs) ...........12,0 6,0 3,5 2,5 2,5 2,6
Gengisvísitala, stig...............................34,2 -0,6 -0,6 -1,3 -0,2 -0,4
Atvinnuleysi, hlutfall af mannafla.............8,0 9,1 8,3 6,3 5,1 4,8
Bls. 76
Hvað getum við gert?
Grunnvandamálin eru 2:
- Ísland skv. tölum frá 2009, 42% útflutnings fiskur og 36% útfl. ál/málmblendi = 78%.
- Ísland skuldar of mikið.
- Þ.e. nefnilega engin fljótleg leið í boði, til að auka útflutningstekjur - nema:
- Meira ál.
- Veiða meira.
- Meira ál, er komið í vandræði vegna þess, að fjármögnun verkefna er ekki að ganga.
- Meiri veiði er umdeilt atriði - en, frá mínum bæjardyrum séð væri sennilega réttlætanlegt að auka veiðar um 100.000 tonn næstu 2-3 árin, til að hjálpa til, meðan einhver önnur plön eru að komast í gang.
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing".
- Þ.e. einungis með því að spila þann þykjustu leik að þau hafi það skráða virði þ.e. 45% af virði heildarklána, sem bankarnir geta skoðast með jákvæða eiginfjárstöðu.
- En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.
- Skoðið síðan bls. 52 í AGS skýrslunni, og takið eftir neðst á þeirri bls. vinstra megin, þ.e. rauða ferlinum. Þ.e. eina skiptið í skýrslunni, þ.s. AGS kýs að sýna með nokkrum hætti, hvað gerist ef ekki verður af álverum.
- Einhverra hluta vegna, kjósa þeir síðan ekki aftar í skýrslunni þ.s. þeir keyra nokkur tilbrigði, að keyra horfur Íslands án álversframkvæmda - sbr. "DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS" frá bls. 76.
- Einhver óljós grunur kemur að mér, að ég viti af hverju þeir kjósa ekki að birta í skýrslunni sinni, keyrslu á framvindu á grunni þess tilbrigðis :)
Einhverra hluta vegna virðast Íslendingar ekki átta sig á, að það þarf að skera niður? En, akkúrat hve mikið fer eftir tilteknu stóru vali!
- Því miður - ég sé ekki nokkra undankomu frá umtalsverðum niðurskurði, sama hvað hún vinkona okkar Lilja Mósesd. segir. Ég tek fram, að ég er sammála henni um margt og líkar almennt við hana.
- Sá skattur sem Sjálfstæðismenn hafa lagt til, og hún leggur til að nýta - sannarlega getur nýst til að brúa tiltekið bil.
- En munum að með honum erum við að rýra frekar okkar lífeyrissjóði því þ.e. frá því fé sem í þá streymir, sem það skattfé er tekið.
- Það getur samt verið ásættanlegt um tíma - ef forsendur eru til staðar fyrirsjáanlega til að rétta hlut sjóðanna í því seinna.
- Vandinn í þessu samhengi, er að þ.e. ekki hægt að auka hagvöxt hér með miklu hraði - án áls og án aukinna veiða, þ.e. ef við ætlum að forðast frekari skuldsetningu.
- Nánast allar aðrar aðgerðir fela í sér, að efla annan atvinnurekstur, sem klárlega getur endanlega skilað einhverju verulegu, en er ólíklegur til að skila því með einhverjum leyfturhraða.
- Sem hugsanlegan 3. möguleika, að það finnist einhverjir aðrir stórir fjárfestingakostir, sem erlendir aðila kunna að hafa áhuga á - en þ.e. einungis hægt að umbreyta ofangreindum horfum, með stórum erlendum fjárfestingum.
- Án slíkra þá verður hagvaxtar framvinda Íslands döpur næstu árin.
- Ég held að glæný spá Arion Banka um 0,5% hagvöxt á næsta ári sé sýst of svartsýn.
Sko - ef framvindan er til muna lakari en rýkisstjórnin hefur verið að spá, og AGS hefur verið að reikna með, er það fullkomlega óhjákvæmilegt að niðurskurður útgjalda ríkisins, verður að vera enn meiri en ríkisstjórnin með Steingrím í fylkingarbroddi er að tala um!
- Ljóst er að allt er brjálað út af þeim niðurskurðar áformum, sem fram hafa komið.
- Mín skoðun er þó, að ríkisstjórnin hafi verið sjálfri sér verst - en, hún hefði átt fyrir löngu síðan, að bjóða stjórnendum þeirra stofnana þarna úti, sem niðurskurður mun verst bitna á, þátttöku í ferlinu við það að ákveða hvað ber að gera.
- Þ.e. einungis með víðtæku samstarfi, með því að spilin séu lögð á borðið, raunstaðan lögð fyrir eins og hún er svo allir geti séð - sem nokkur hinn minnsti möguleiki hefði verið á, að skapa víðtækann skilning á þörf ríkisins fyrir niðurskurð.
- Því miður, virðist vera að það fólk sem starfar í efstu stöðum, geti ekki fengið sig til, að starfa fyrir opnum tjöldum. Það síðan skapar tortryggni. Skortur á víðtækum skilningi, síðan magnar þá andstöðu er skapast.
- Stóra ástæða útgjaldavandans eru greiðslur af skuldum sbr. vaxtagjöld sem skv. tölum ríkisstj. virðast vera í ár 18,6% af tekjum ríkissjóðs. Útgjaldahallinn er nálægt 8%.
- Þá kemur hin spurningin - getum við borgað þessar skuldir?
- Þ.e. ekki framhjá því vikist - að standa undir þeim krefst mikils niðurskurðar útgjalda ríkisins og því samdráttar í þjónustu?
Stóra spurningin sem við þurfum því að svara - viljum við borga hafandi í huga þær gríðarlegu fórnir sem þarf að færa?
Ég er að tala um greiðslufall sem valkost - afleiðingar þess verða óþægilegar?
- Allan innflutning þyrfti að staðgreiða.
- Enginn möguleiki væri á að fá lán fyrir framkvæmdum erlendis frá.
- Við yrðum að miða rekstur þjóðfélagsins við það að halda innflutningi og útflutningi a.m.k. í járnum þ.e. þeim stærðum sem næst jafnstórum.
- ESB aðild er þá úr sögunni þ.s. Bretar og Hollendingar haldast fúlir vegna þess að við munum þá sennilega aldrei borga þeirra Icesave kröfu nema að hluta með eignum þrotabús LB.
- Hagvöxtur er samt mögulegur við þessar aðstæður.
- En, hann þarf þá að koma frá eigin fjármunamyndun atvinnulífsins í gegnum útflutningstekjur.
- Útflutning getum við þó einungis aukið með því að auka við útflutnings starfsemi hérlendis - ef við gefum okkur að miðin séu fullnýtt. En, þ.e. umdeilt atriði.
- Atvinnuleysi myndi aukast umtalsvert þ.s. samdráttur yrði í starfsemi er ekki hefur eigin útflutningstekjur.
- Því fylgdi einnig efnahags samdráttur - á meðan sú starfsemi er að fara niður á það bil þ.s. hún mun haldast, og nokkurt tekjutap ríkisins.
- Ríkið heldur áfram að borga af innlendum skuldum, þ.e. við erum ekki að tala um innri greiðslufall heldur einungis ytra.
- Halli þess minnkar samt tel ég þ.s. það hættir að greiða af erlendum skuldum, en ég legg áherslu á að það felur samt í sér útgjalda niðurskurð fyrir ríkið - þ.s. við aðstæður greiðslufalls væri stórlega varasamt að viðhalda hallarekstri af nokkru tagi, þ.s. forsenda hagvaxtar við þær aðstæður er að sem mest af því fjármagni sem atvinnulífið skapar sé haldið innan einkahagkerfisins svo fyrirtækin hafi það til umráð til að fjárfesta í aukningu eigin rekstrar. En, vart verður annað fjármagn í boði.
Til að forða misskilning, þá er ég með engum hætti að sjá greiðslufall sem jákvæðan atburð - einungis minna grimman en núverandi stefna.
Þann tíma þurfum við að nýta á meðan, til að endurskipuleggja okkar atvinnulíf - :
- Þurfum nýja banka - en engin leið er til að þeir standi, en þegar við förum í greiðslufall mun fjölga lánum í veseni úr 45% um e-h umtalsvert. Ég legg áherslu á að tryggja a.m.k. einn banki starfi, þ.e. búum til Nýja Landsbankann 2 (NLB 2) með því að færa innlán úr NLB yfir í NLB 2, og veita honum skuldabréf frá ríkinu sem eign svo hann geti lánað. Þ.e. auðvitað peningaprentunar ígyldi en þ.s. svo mikill samdráttur verður á móti er engin hætta að það skapi verðbólgu. Síðan er NLB gerður gjaldþrota.
- Sennilega verður nauðsynlegt að yfirfæra innlán sinnum 0,5 þ.s. ólíklegt verður að teljast að hægt verði að ábyrgjast þau gegn núverandi andvirði.
- Síðan þarf að hefja allsherjar átak - þvert yfir þjóðfélagið - til að skapa meiri útflutning.
En hér eftir þurfum við að miða við það að halda inn-/útflutningi sem næst jafnmiklum:
- Svo lengi sem við flytjum meira út en inn - söfnum við eignum.
- Svo lengi sem við flytjum meira inn en út - söfnum við skuldum.
- Þessi regla virkar fyrir Ísland vegna þess að Ísland er míkró hagkerfi:
- Það hefur mjög óverulegann innra markað - svo lítinn að hann skiptir litlu máli í þessu samhengi.
- Og hitt, útflutningur er einhæfur þ.e. 78% stóryðja og fiskur.
- Nánast öll önnur starfsemi en sú er flytur út, er háð innflutningi um nánast allt.
- Það eina sem getur ruglað e-h í þeirri mynd sem ég dreg upp er:
- Erlend fjárfesting.
- Upphleðsla fyrir einhverra hluta sakir, á verðmætum sem hægt er að koma í verð með skjótum hætti ef á þarf að halda, sem framleidd eru hér. T.d. fiskur sem ekki er seldur strax.
Erlend fjárfesting er meginatriðið - hitt þ.e. upphleðsla byrgða, væri fremar skammtímafyrirbrigði þ.s. það myndi vera upphleðsla á einhverju sem við getum flutt út og því samdráttar valdandi um útflutning.
- Á hinn bóginn, þá spilar sú staðreynd að við erum míkró hagkerfi rullu hér - þ.s. það þíðir að fjárfestingar kostir eru einnig fáir og einhæfir.
- Þannig - að erlend fjárfesting er líklegt til að sveiflast mikið milli ára.
- Það myndi því vega gegn markmiðum um jafnvægis hagstjórn, að miða við hana - þegar við erum að taka til þau viðmið sem eðlilegt er að miða útfrá þegar markmiðssetning vegna skynsamrar jafnvægishagstjórnar er höfð í fyrirrúmi.
- Ég á við, að ef ríkið fær sem dæmi 20% meiri tekjur eitt árið - þá væri rangt að eyða 20% meira það árið.
- Heldur væri rétt að dreifa aukningunni yfir lengra tímabil.
- Til að tryggja gagnvart ofþenslu, þyrfti líka að hækka stýrivexti jafnvel skatta líka meðan stór fjárfesting er í gangi og sennilega væri líka rétt að ríkið myndi draga tímabundið úr framkvæmdum á eigin vegum.
- Höfðuáherslan væri - jafnvægi.
- Hagvöxtur væri alltaf innan temmilegra marka sem að mínu mati, ætti að nást fram, með því markmiði að miða við það, að innflutningur/útflutningur, sé sem næst jafnmikill.
Við erum ekki að tala um mjög mikinn hagvöxt að jafnaði - segum 3% + en nokkru meiri fyrsta kastið eftir kreppu, meðan unnið er út úr efnahags slakanum og mesta atvinnuleysinu.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar