Hvað kostar að gera ekki neitt? Síðustu dagana kemur fram maður eftir mann, og segir flatann niðurskurð óframkvæmanlegann!

Þetta er einmitt spurningin sem aldrei heyrist - þ.e. hvað kostar að framkvæma ekki flatann niðurskurð?

En, þessa dagana hamast fjölmiðlar landsins, við það að leita uppi hvern hagfræðinginn á fætur öðrum, bankamann eftir bankamann, forsvarsmenn lífeyrissjóða - til að segja þjóðinni að flatur niðurskurður sé ómögulegur.

Þetta virðist greinilegur undirbúningur fyrir það - að blása allt samann af, tilkynna þjóðinni að mál haldi áfram óbreytt eftir sem áður þrátt fyrir mótmælin um daginn - fyrir utan nýtt 5 mánaða bann við því að selja ofan af fólki.

 

Nokkur dæmi:

"Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn ekki þola flata lækkun á húsnæðislánum."

"Lífeyrissjóðirnir hafa ekki leyfi til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána sem þeir hafa veitt, enda skerðir það lífeyri félagsmanna í framtíðinni, segir Sigurbjörn Sveinsson, stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum."

"Ef farið yrði í 18% niðurfellingu skulda myndi það fela í sér 216 milljarða króna niðurfærsla sem myndi dreifast á allar fjármálastofnanir. Hjá Íbúðalánasjóði einum og sér myndi það þýða 107 milljarða króna niðurfellingu skulda, 109 milljarðar króna myndu síðan falla á banka og lífeyrissjóði."

 

Hvað kostar að gera ekki neitt?

Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson er annarrar skoðunar - enda hefur hann ekki fengið að koma í viðtalsþátt, eða verið gerður út blaðamaður til að spyrja hann, en hann er búinn að skrifa bloggfærslu, sjá: Allt í plati...

Hvað kostar það þjóðarbúið ef 20% heimila verða gjaldþrota?

  • "Í landinu eru alls tæplega 80 þúsund heimili,"
  • "þannig að við erum að tala um 16 þúsund heimili,"
  • "Ef við gerum ráð fyrir að 80 prósent þessara heimila eigi sitt húsnæði myndu fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir fá í fangið tæplega 13 þúsund íbúðir."
  • "Meðalíbúðin kostar í dag eitthvað um25-30 milljónir, þannig að verðmætið hleypur á bilinu 325-390 milljarðar."
  • "Íbúðalánasjóður er með bestu veðin – er nánast undantekningalaust á 1. veðrétti – og fengi því nánast allt sitt, en sæti uppi með svo sem eins og einn Kópavog og kannski Garðabæ með, sem hann getur ekki með góðu móti selt eða gert sér að tekjulind."
  • "Bankarnir fengju eitthvað í sinn hlut en lífeyrissjóðir eru gjarnan á 2. og 3. veðrétti með sitt og þyrftu því að borga upp lán ÍLS og bankanna til að tryggja kröfur sínar, en tapa þeim ella. Þetta myndi þýða stórkostleg fjárútlát hjá lífeyrissjóðunum og óvíst um endurheimtur vegna þess að markaðsverð húsnæðis hefur hrapað."
  • "Hvaða áhrif hefði svo þessi eignatilfærsla á húsnæðisverð í landinu? Í einu vetfangi væru 13 þúsund íbúðir komnar í eigu fjármálastofnana og lífeyrissjóða. Markaðsverð fasteigna myndi hrynja enn frekar en orðið er."
  • "Jafnvel ráðdeildarsama fólkið, sem eignaðist sérhæðina sína í vesturbænum með óverðtryggðum lánum á óðaverðbólgutímum og horfir út um gluggann sinn í gegnum blúndugardínurnar til að hneykslast á unga fólkinu, sem steypti sér í verðtryggðar eða jafnvel gengistryggðar skuldir til að koma þaki yfir höfuðið, er orðið eignalaust."
  • "Þegar hengja 13 þúsund óseldra íbúða hangir yfir húsnæðismarkaðinum verða allar íbúðir verðlausar – þær verða óseljanlegar. Þá gagnast fólki lítið að eiga sína íbúð skuldlausa og hafa ekki einu sinni keypt flatskjá eins og óreiðukálfarnir."

    Hvað hefur þetta í för með sér?
  • "Allar tryggingar banka, fjármálastofnanna og lífeyrissjóða fyrir útlánum hrapa í verði þegar íbúðarhúsnæði á Íslandi verður óseljanlegt. Þá erum við ekki að tala um 220 milljarða, eins og talið er að 18 prósent afskriftir húsnæðislána muni kosta. Nei, við getum margfaldað þá tölu með tveimur eða þremur."
  • "Og það eru aðeins beinu áhrifin. Erfiðara er að leggja mat á óbeinu áhrifin. Hvernig ætli veltan í hagkerfinu þróist þegar húsnæðismarkaðurinn botnfrýs til lengri tíma?"

 

Við þ.s. Ólafur Arnarson bendir á, get ég bætt við: Hvað kostar ef það verða almenn uppþot, jafnvel bylting og stjórnleysi á Íslandi?

En, þegar ég var á fjöldafundinum mánudagskvöldið í síðustu viku, þ.s. Austurvöllur var fullur af venjulegu fjölskyldufólki í bland við eldra fólk og eitthvað af ungmennum, og trumbuslátturinn ómaði um.

Þá áttaði ég mig á að ef mannfjöldinn hefði ákveðið að labba af stað inn á Alþingi - þá hefðu hindranirnar umhverfis þinghúsið mátt sín lítils - ekki hefðu lögreglumennirnir nokkrir tugir náð að stöðva þann mannfjölda heldur með kylfum eða piparúða.

Eina ráðið hefði verið táragas - og hvað þá um börnin er voru á svæðinu? Hve margir hefðu troðist undir og látið lífið? 

Hvað síðan - með líkhús og sjúkrahús borgarinnar full, myndi þá ekki koma ljótleiki í mótmælendur líka? Þ.e. ekki lengur verið að gríta eggjum eða bara grjóti, heldur Molotov kokteilum?

Uppboðin hús tekin herskildi af mótmælendum - vígbúin, fj. slíkra yfirtaka. 

Blóðug slagsmál á götum borgarinnar daglegur viðburður í ofanálag.

Hvenær myndi lögreglan milli 100-200 bogna og brotna undan álaginu?

Hvenær myndu fjölskyldur þeirra gera það?

Myndu þeir standa með stjórnvöldum í gegnum hvað sem er - hafandi ekki enn að mig minnir kjarasamning? Eða myndi allt í einu löggæslan einn daginn, bogna og brotna?

Hve mikið tjón yrði af stjórnleysi - þ.e. rán og gripdeildir - brenndandi opinberar byggingar - þær myndi sýndar í alþjóðlegum fjölmiðlum - ferðamenn hætta að koma! - jafnvel bylting?

 

Síðan að lokum langar mig til að nefna eftirfarandi frétt sem ég rakst á: Nær 45% allra uppboðsbeiðna koma frá ríki og sveitarfélögum

"138 uppboðsbeiðendur standa að uppboðunum 92 sem auglýst eru í þessari viku og standa ríki og sveitarfélög að 25% þeirra og Íbúðalánasjóður, sem er í eigu ríkisins, með 20% og eru þessir aðilar því með um 45% eða nærri helming allra uppboðsbeiðna.

Bankar standa á bak við 14% uppboðsbeiðna, Sparisjóðir og dótturfélög þeirra með 10% og tryggingafélög með 16%."

Þetta voru einungis uppboð vikunnar. Áhugavert að á tíma velferðarstjórnarinnar standa opinberir aðilar á bakvið 45% uppboðsbeiðna. Þó það sé einungis þessi tiltekna vika - þá grunar mig að þetta sé ekki endilega stórfelld undantekning.

 

 

 

Niðurstaða

Samanborið við ábendingar Ólafs Arnarsonar og sbr. mínar einnig, er kostnaðurinn sem stjórnvöld, fylgismenn stjórnarflokkanna, bankamenn - forsvarsmenn lífeyrissjóða og stuðningsmenn stjórnarflokkanna á meðal hagfræðinga; einungis skítur og kanell!

Þetta er ódýrt samanborið við það, hver kostnaðurinn af öllu hinu getur orðið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Árnason

Ríkið velur dýrari leiðina því miður...

Kristinn Árnason, 14.10.2010 kl. 21:04

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Haarde heilkennið lætur ekki að sér hæða?

Góð samantekt Einar!

Kristján H Theódórsson, 15.10.2010 kl. 09:07

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Orð í tíma töluð, það er eins og umræða um þetta sé frekar einhliða, lítur helst út fyrir að menn reikni með að verði höfuðstóll lána leiðréttur, verði lífeyrissjóðir, bankar og Íbúðalánasjóður að reiða fram rúmar 200 miljarða króna. í stað þess að þetta dreifist á líklega 25 til 38 ár.

Kjartan Sigurgeirsson, 15.10.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 447
  • Frá upphafi: 847094

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 424
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband