Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Ég vona heitt og innilega að ríkisstjórnin hafi vit á að fara frá núna!

Ég var niður á Austurvelli, gekki í gegnum þvöguna, ræddi við fólk sem ég hitti, á ímsum aldri - lögreglumenn einnig, og það var alveg sama við hvern ég talaði, allir á einu máli að ríkisstj. verður að fara frá.

Hugsa sér, að á sama tíma, eru ritúalískar umræður á Alþingi í gangi eins og þetta sér bara normal starfsdagur.

En, ef ríkisstjórnin hunskast ekki frá - núna?

Ef salan ofan af fjölskyldunum verður ekki stöðvuð?

Ef ekkert á samt að breytast?

Þá fer eitthvað alvarlegt að gerast - ég sver það, svo fjölmenn voru mótmælin í kvöld, að hindanir fyrir framan Alþingi hefði ekki átt nokkurn séns á að stöðva þvöguna - ef hún hefði farið af stað.

Lögreglumenn ættu ekki séns í hana heldur, kilfur - táragas - piparúði, hefði einungis pirrað þvöguna enn frekar.

Ekkert slíkt gerist sennilega í kvöld - en, búast má við áframhaldandi mótmælum nú dag eftir dag kvöld eftir kvöld - og ef ekki verður stöðvuð strax salan ofan af gjaldþrota fjölskyldum - og síðan ríkisstj. fer frá; þá bíð ég ekki í það hvað getur gerst eitt kvöldið.

Ég er að tala um spontant byltingu - sem raunverulegann möguleika.

Síðan mjög raunverulega hættu á alvarlegu stjórnleysi.

 

Kv.


Hvernig getum við leyst húsnæðis kreppuna? og bankakreppuna?

Ég legg til að öll verðtryggð húsnæðislán séu færð frá bönkunum yfir í Íbúðalánasjóð.

Eðlilega þarf þá Íbúðalánasjóður innspýtingu fjármagns. En, í dag er hann við gjaldþrot.

En, þ.s. ég hef í huga er að breita Íbúðalánasjóði tímabundið í sambærilega húsnæðisumsýslustofnun og Roosevelt forseti setti á fót í Bandaríkjunum í kreppunni miklu.

Að auki vil ég afnema verðtryggingu - eins og hún hefur verið stunduð hérlendis undanfarin 20 ár og að auki þá tegund jafngreiðslulána sem hafa verið tíðkuð hér samhliða verðtryggingu.

 

Bankakerfið er Zombíbankakerfi

Landsbankinn er með milli 30-40% af slæmum lánum þannig að í reynd er eiginfjárstaða hans neikvæð, ef miðað er við að öll þau lán séu verðlaus eða verðlítil

Ofan á þetta, í ljósi þess að yfirtökuverð þegar nauðungaruppboð eiga sér stað, eru langt undir núverandi skráðu markaðsvirði, þá er það vísbending þess að markaðsverð húseigna hér sé langt frá réttu.

 

Fara inn á Þjóðskrá:
http://www3.fmr.is/Markadurinn/Visitala-ibudaverds
Gerið eftirfrandi:
Hlaðið inn Excel skránni um vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1994
Horfið á gluggann verð í sérbýli. Það kemur fra eftirfarandi
Verð janúar 1994 100% fram á mitt ár 1999 já í 5 ár.
janúar 1999 109%
janúar 2000 128%
janúar 2001 150%
janúar 2002 156%
janúar 2003 159%
janúar 2004 181%
janúar 2005 244%
janúar 2006 304%
janúar 2007 345%
janúar 2008 398%
janúar 2009 377%
janúar 2010 334%
... ágúst 2010 328% 

 

Eins og sést að ofan, hefur húsnæðisverð hér hækkað mjög - mjög mikið umfram verðbólgu. Lækkun fram að þessu, ef maður hugsa málið, er langtum minni en ástandið gefur til kynna.

Ábendingin, er að yfirtökuverðin sem eru langt undir þessu, geta raunverulega verið hin réttu verð hafandi í huga, að ef allar þær eignir þ.e. hundruðir, sem bankarnir eiga tómar þ.e. íbúum hefur verið hent út, væru settar í sölu í einu.

Þetta er önnur vísbending um veikleika bankakerfisins, þ.e. verð á eignum sem er skráð miðað við svokallað markaðsvirði er sennilega langt yfir raunverulegu markaðsvirði - sem felur í sér annað ofmat á eiginfjárhlutfalli bankastofnana.

 

Leggjum áherslu á að viðhalda a.m.k. einum banka og tryggja stöðu fólksins í landinu!

Allt verði lagt til þess, að einn banki starfi að algeru lágmarki, þ.e. ríkið þvoi hendur sínar af því hvort Arion banki og Íslands banki komi til með að starfa áfram eða ekki, þ.e. það verði ákvörðun kröfuhafa og slitastjórna.

Að auki, að stöðva það ferli sem er í gangi, að fjöldi íbúðaeigenda og fjölskylda sé varpað á guð og gaddinn, hús standi tóm þ.s. fólk geti ekki borgað markaðssleigu fremur en sín lán.

Landsbanka verði skipt í góðan og slæmann banka, þ.e. búinn til Nýji Landsbankinn 2 og Nýji Landsbankinn gerður að þrotabúi og leystur upp smám saman.

NLB2 fái innlán úr NLB, auk þess skuldabréf frá ríkinu til að framkalla jákvæða eiginfjárstöðu - svo hann geti hafið útlánastarfsemi.

Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).

Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota NLB yfir í íbúðalánasjóð.

Bannið við að úthýsa fólki, verði hvatning til Arion banka og Íslands banka um að semja við ríkið um yfirtöku íbúðalána þeirra svo þau lán verði einnig færð yfir í Íbúðalánasjóð.

  • Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti. 
  • Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
  • Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
  • Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
  1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
  2. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
  • En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.


Legg að auki til aflagningar verðtryggingar

Verðtrygging verpir eða "warps" ástand á lánamarkaði, þ.s. það færir áhættuna til, þ.e. minnkar til muna áhættu lánaeigenda þ.e. þeirra er veita lán, á sama tíma og nær öll áhættan er sett á þá er taka lán.

  • Með þessu er búið til óeðlilegt ástand, þ.s. að með því að minnka áhættu A þá um leið er áhættusækni A að sama skapi aukin.
  • Ef einhver var að velta fyrir sér, hvaðan sú mikla áhættusækni banka og fjármálastofnana á Íslandi er komin.

 

  • Síðan eins og þessi verðtryggðu jafngreiðslulán virka, þá er byrðinni af greiðslu vaxtagjalda þ.e. verðbótum og vöxtum, skipt á milli greiðlu hverju sinni og höfuðstóls.
  • Þetta sér hver sem greiðir af verðtryggðu láni á því, að þ.e. hvort tveggja verðbætur og vextir á greiðsluna sem innt er af hendi mánaðarlega og sjálfan höfuðstól lánsins - sem hækkar vegna verðbótanna og reiknaðra vaxta.
  • Þessu er skipt nokkurn veginn 50/50. Þannig að 50% hækkunar fer beint á höfuðstólinn og 50% dreifist á afborganir.

 

  • Stór vandi í þessu samhengi er sá, að þ.s. álaginu á vaxtagjöld er dreift þá þarf hærri stýrivexti þ.e. 50% hærri, til að hafa áhrif á hegðun neytenda.
  • Þetta er sennilega ástæðan fyrir viðvarandi mjög háu vaxtastigi hér síðustu 20 árin, þ.e að meðaltali 6% raunvöxtum, sem er algerlega galið.
  • En að sjálfsögðu lýður allt atvinnulífið fyrir svo háa vexti - sem er sennilega ástæða þess, að nær allt atvinnulífið á umliðnum áratug leitaði yfir í gengistryggð lán með alvarlegum afleiðingum.
  • En, þ.s. raunvextir eru svo háir, gríðarlega háir, þá magnar það einnig áhættusækni fjárfestinga - ef einhver var að velta fyrir sér af hverju allt atvinnulífið hefur verið svo ævintýralega áhættusækið undanfarin ár.
  • En, með svona gríðarlega hátt vaxtastig þarf hver fjárfesting að skila meiri arði - og þ.e. þráðbein skírskotun til þess, að mikla áhættu þarf þá af sama skapi að taka.

 


Eina leiðin til að lækka þessa gríðarlegu ávöxtunarkröfu, er að afnema verðtryggingu.

Yfirfærsla í Íbúðalánasjóð einfaldar það að afnema verðtryggingu. Þá er aðeins eftir að eiga við hagsmuni lífeyrissjóða. Þ.e. auðvitað hinn stóri bitinn.

Með afnámi verðtryggingar, batnar líka peningsstjórnun hérlendis:
  • Verðtrygging eins og útskýrt að ofan, minnkar skilvirkni vaxtatækis til að stýra hegðun neitenda, þ.e. vextir þurfa að vera cirka 50% hærri en ella, til að vextir nái fram sambærilegum áhrifum á hegðun neytenda, og ef engin verðtrygging væri til staðar þannig að kostnaður við vexti kæmi alltaf fram að fullum þunga á neytendur.
  • Sko þ.e. nefnilega villandi sem sumir halda fram, að verðtrygging sé góð fyrir lánþega, þá vísa þeir til að vaxtagjöldum er skipt 50/50 - en þess í stað, neyðast stjórnvöld í staðinn að viðhalda hærra vaxtastigi, svo hagstjórn hafi einhvern séns til að virka.
  • Svo, raunafleiðingin er þess í stað sú, að eigendur lána græða þ.s. þeir fá þessa háu vexti. Að auki, fara lán þ.e. skuldir stöðugt hækkandi.
  • Kerfið blæst stöðugt út - skuldir hækka stöðugt - fólkið verður að skuldaþrælum, en eigendur lána verða gríðarlega ríkir.


Þetta kerfi mun óhjákvæmilega hrynja með brauki og bramli fyrir rest - mun betra er að taka það niður með skipulegum hætti, áður en að þeim tímapunkti kemur.

 

Verðtrygging var til þess að verja lánveitendur gegn hinni pólit. stétt

  • Menn muna ekki margir hverjir eftir samhengi því, er henni var komið á fót.
  • Þegar hún var sett, já margir muna að þá höfðu neikvæðir vextir ríkt um hríð.
  • En, þ.s. margir muna ekki er, af hverju þeir voru neikvæðir um hríð.
  • Ástæðan var sú, að á þeim árum voru allir bankar í eigur ríkisins.
  • Að auki, vextir - þ.e. allir vextir, ekki bara stýrivextir, voru ákveðnir niðri ráðuneyti.
  • Takið eftir þessu - allar vaxtaákvarðanir pólitískar.


Þegar vextir voru neikvæðir um hríð, var það vegna þess að verðólgan fór á flug - en á sama tíma var ekki pólit. vilji til að hækka vexti að sama skapi. Hreyfingar á vinnumarkaði, börðust gegn hækkun vaxta og pólit. lét undan.

Nú, að sjálfsögðu þurrkaði þetta upp sparifé og allir reyndu hvað þeir gátu til að taka lán, sem voru þá gjaffé og oft úthlutað til vina og vildarmanna, og reyndu að binda þetta í steynsteypu.

Að lokum, lá við algeru hruni, og þá loks var sem neyðaraðgerð sett á verðtrygging.


Athugið aftur samhengið, þ.e. allar vaxtaákvarðanir pólit.

Verðtrygging var til að verja eigendur lánsfjár fyrir spillingu hins pólit. valds.


Þannig, að þegar vaxtaákvarðanir viðskiptabankanna voru gerðar frjálsar - og þegar Seðlabankinn fékk sjálfstæði, missti verðtrygging sinn eiginlega tilgang.

Þ.s. nefnt er í dag sem ástæða, er ekki raunverulega upphafleg ástæða, heldur tilraun þeirra sem vilja hana áfram, hvað sem tautar og raular, vegna þess, að þeir eða þeirra umbjóðendur græða á því ástandi, að verðtrygging sé áfram til staðar.


Ísland getur orðið normal land

  • Staða lántakenda og lánveitenda, verður jafnari og ástandið hvetur ekki lengur veitendur lána, til að taka ofuráhættu þ.s. ekki er lengur verið að dreifa þeirra áhættu sem þeir að öllu réttlátu eiga að bera á lántakendur.
  • Þ.s. vextir skila sér þráðbeint inn í vaxtagjöld, þ.e. þú borgar alla vexti áfallna þegar í stað, í stað þess að dreifa þeim 50/50 á milli afborgana og láns, þá þarf lægri vexti til að stýra hegðun neitenda.
  • Þ.e. einmitt þ.s. okkur vantar, þ.e. lægri vexti.
  • Þ.s. vextir verða skilvirkara tæki til að stýra eftirspurn í hagkerfinu, alveg eins og þeir eru í öðrum löndum, þá mun eins og í öðrum löndum, mun lægri vextir duga til að hafa stjórn á eftirspurn.
  • Að lokum, lægri vextir minnka áhættusækni þeirra er fjárfesta á grundvelli lánsfjár, þ.s. vaxtagjöld verða lægri per lánsupphæð og því ekki þörf á eins mikilli áhættusækni í fjárfestingum, þ.s. fjárfestingar þurfa ekki lengur að skila eins miklum arði.


Þetta ætti að draga úr því stöðuga tjóni sem er alltaf að verða, að menn spenna bogann hátt og falla svo með miklu fjárhagstjóni.

 

Niðurstaða

Það þarf að endurskipuleggja bankakerfið aftur. Það gengur ekki að hér sé bankakerfi sem þjónar ekki hagkerfinu, heldur þess í stað mergsýgur hvort tveggja í senn fyrirtækin og almenning, verður sem dauð hönd á hagkerfinu fyrir bragðið - allt lamandi.

  • Það dugar því ekkert minna en önnur endurskipulagning.
  • Að auki þarf að bjarga fjölskyldum landsins úr þeirri helför sem er í gangi, þ.s. hundruðum fjölskylda og stefnir í að verði þúsundir, er varpað á guð og gaddinn. Slík meðferð gengur ekki - getur skapað þjóðfélagslegt uppreisnar ástand. Ekkert er hættulegra en sú útkoma, að virðing fyrir lögum og stofnunum landsins hverfi. Það einfaldlega verður að stöðva það ferli og það strax.
  • Síðan þarf að afnema verðtryggingu svo nokkur von sé til þess að fjármálalíf herlendis, geti orðið eðlilegt þ.e. sambærilegt við þ.s. tíðkast annars staðar.

Kv.


Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!

Ég reikna með að ráðleggingar Robert Mundell komi áhugamönnum um Evru nokkuð á óvart. En, hann er þekktur fyrir hugmyndir og ráðleggingar, og höfðu þær mikil áhrif þegar þeirri humynd skaut rótum að mynda samevrópskt gjaldmiðilssvæði.

En hann telur alveg að Ísland og íslendingar geti haldið áfram að hafa eigin gjaldmiðil.

Hann ráðleggur þó að tengja þann gjaldmiðil við stærra gjaldmiðilssvæði - telur fljótandi gegni á svo smáum gjaldmiðli ekki geta staðist.

Það áhugaverða, er að hann telur ekki mikilvægt atriði í vali á svæði, hvort svæðið við höfum meiri viðskipti við.

Hann ráðleggur tengingu við dollar þ.e. gera krónuna hluta af dollarasvæðinu, fremur en Evrusvæðinu.

Síðan telur hann galla fyrir Evrusvæðið - sem dragi úr skilvirkni þess - að það hafi ekki eina sameiginlegan fjármálamiðstöð - en aðalfjármálamiðstöð Evrópu sé í London utan við Evrusvæðið, en Dollarasvæðið hafi megin fjármálamiðstöð í New York.

Segir það fela í sér smærri skuldbindingar fyrir Íslendinga og því geri ég ráð fyrir að hann meini, auðveldari um leið kostnaðarminni aðgerð.

En, fyrir utan þessi atriði, sé valið fyrst og fremst að hans mati spurning um pólitík.

 

-------------------------Viðtal við Robert Mundell tekið af Jóni Helga Egilssyni

JHE: Let’s go back to Iceland. From 2004-2008 the local currency appreciated due to carry trade, fueled by the central bank’s inflation targeting policy. The local currency got too strong, purchasing power increased and it built incentive to borrow in foreign currencies, since debt in foreign currency was lowered measured by the local currency. The banking system collapsed in 2008, and carry traders wanted out, but had to be locked in with capital controls. Debt, measured by the local currency, skyrocketed causing bankruptcies and related problems. So, given this recent history, what is your advice to Iceland and its 300 thousand inhabitants?

RM: I think that Iceland should fix its currency to one of the two big currency areas, the dollar area or the euro area. I think Iceland has no business having a floating exchange rate, a country that small. Well, you can a have your currency, but that should be rigidly fixed to one of the two big currency areas. Like Hong Kong is fixed to the dollar or African countries are fixed to the euro.

JHE: So, Iceland should fix its currency since it is too small to have a floating currency?

RM: Well you have Bill Gates and with his wealth he could buy up money supply of hundred countries like Iceland. You have no possibility of having a free market exchange rate that isn’t going to be dominated by big corporations or hedge funds. No possibility. Then you end up with a tremendous pressure on the central bank, or whoever is managing it, to keep sure of all the politics and corruption that go with these weird movements.

JHE: So, if I understand you correctly you are saying that countries that have small economies are so fragile that a limited number of companies or even one company can manipulate the exchange rate. Therefore they should give up the hope of having a floating currency?

RM: It’s like the The Isle of Tonga in the Pacific or one of these currencies. The idea that they have separate currencies ... well historically small countries in the past have always fixed themselves usually to some big empire like the French or the British Empire.

You can keep the currency, but fix it to another area. Then don‘t have any monetary policy. Let that be your monetary policy, like Hong Kong. Population of Hong Kong is 25 times Iceland. Iceland is a very rich country, very lucky country because it got all that wonderful water around it and those geysers and fishing rights all those things inside and outside of Iceland. A great country and you want to keep it, but you want to minimize the risk. The big question when I say you should fix it to one of the two currency areas, is which one? I think if you fix it to the euro area there are some emotional reasons for doing that. But from the standpoint of culture, stand point of language, and the stand point of capital market integration you are in a way closer and better off with the US dollar.

JHE: What about the fact that we trade more with the euro area?

RM: It doesn’t matter. It is like Britain is half a dollar country and half a euro country. It is true that there is a problem for Iceland. If the dollar or euro exchange rate would be fixed there wouldn‘t be any problem … there wouldn‘t be any problem at all. But because it is not fixed then whenever there is a big fluctuation then there is a problem for Iceland, the way there is a problem for Britain. But I think you end up getting more out of it. You see in New York, the US has a capital market, but the euro area doesn’t have a capital market. It is in London. It is outside the euro zone. Maybe if Britain joined the euro zone, the argument for joining the euro zone would be higher, much higher.

But the thing is if you join the euro zone you are making a deeper political commitment than you have to if you joined the dollar area. I was asked this question earlier by your government, about which area Iceland should fix to, and I said that basically I didn’t want to make a recommendation on it because so much of it is a political decision rather than economical. There are some advantages to the dollar area because New York is very well defined and clearly you have got the capital market there, you have got all those things there.

JHE: Back to the question of labor mobility, how would that affect this choice?

RM: What would the people of Iceland prefer? Would they prefer to have labor mobility with the US or with Europe?

JHE: Would you let that decide?

RM: I was asking you a question. I would like to hear your answer?

JHE: In some ways Icelandic working culture is more like the US than European. Research has shown that Iceland is closer to the US for example in terms of job participation in certain age groups, working hours pr. week, attitudes towards women participating in the labor market, importance of a job, trust and so forth. But the main pro-euro argument is that approximately 60% of our trade is with Europe and we are a part of the EEA.

RM: Well, I could also ask you what Icelanders prefer. Do they prefer watching French or German or American movies and television?

JHE: What? (laugh) Would you let that decide?

RM: I am not anti-American, I am Canadian ... but I think ... and I live in Europe as well as here ... I have lived for some time in Europe so I am pro-European as I am pro-American.

-------------------------

 

Varðandi ráðleggingar Mundell

Ég ætla alls ekkert að vísa þeim út í hafsauga. Mér finnst það mjög vel koma til greina eins og hann leggur til, að tengja krónuna við Dollar. 

Röksemd fyrir því að tengja fremur við Evru, snýr að gengisóvissu sem veldur alltaf einhverjum kostnaði. Á hinn bóginn, er gengisóvissa milli Dollars og Evru mun lægri, en á milli Evru og Krónu eða Dollars og Evru.

Þannig, að það má vel vera rétt hjá Mundell, að með tengingu við Dollar verði gengiskostnaður óveruleg stærð hvort eð er, og því ekki atriði sem ætti að skipta verulegu máli í vali á því, við hvorn gjaldmiðilinn ætti að tengja krónuna.

Varðandi punktinn um einn sameiginlegann fjármálamarkað þ.e. fjármálamiðstöð, þá skilst mér að hagfræðingar séu hrifnir af slíku, því þær auki skilvirkni í verðmyndun sem vísar til þess, að verð séu oftar rétt - verðlag verði gegnsærra og næmara fyrir sveiflum frá umhverfinu. Rétt verðmyndun er talin vera mikilvæg upplýsingagjöf til allra aðila starfandi á markaðinum, þannig að aðilum sem ekki séu að standa sig sé refsað um leið og öðrum umbunað einnig um leið.

Punkturinn um að lítil mynnt standist ekki í hafróti risamynta hefur verið margtugginn einkum af ESB sinnum, sem vilja að við göngum í ESB og tökum upp Evru með tíð og tíma.

Þess vegna, kemur þ. að vissu marki sem ferskur vindur inn í umræðuna, þegar Mundell segir það sama en á sama tíma, ráðleggur tengingu við Dollar í staðinn. 

 

Varðandi tengingu við aðra mynnt:

Eðlilega hefur slík tenging takmarkaðann trúverðugleika - þ.s. engin þjóð heldur slíkri tengingu í rauðann dauðann, ef efnahagslífið er að hrynja, og æpir á gengisfellingu.

  • En, - takmarkað - þarf ekki að þíða, lítinn trúverðugleika.
  • Hugsa ber trúverðugleikann, sem línu yfir frá mjög litlum yfir í mjög mikinn.

Það sannarlega hefur komið fyrir öðru hvoru í gegnum árin, að þjóðir hafa neyðst til að falla frá fastgengisstefnu og fella gengið - sbr. upphaflegu fullyrðingu að engin þjóð ver þetta fram í rauðann dauðann.

  • Styrkur trúverðugleikans - fer algerlega eftir gæðum þeirrar hagstjórnar, er stendur á bakvið.

ESB sinnar að sjálfsögðu benda á að einungis upptaka Evru hafi á endanum trúverðugleika.

En á hinn bóginn - má benda á móti á, að svo sannarlega hafa atburðir undanfarinna 2ja ára sannað, að Evruaðild er engin endanleg trygging fyrir því, að klúðra ekki eigin hagstjórn.

Kosturinn við fastgengisstefnu, er einmitt sá að í algerri neyð - ef allt um þrítur, er hægt að hverfa frá henni tímabundið.

Þú hverfur ekki svo glatt frá Evruaðild þ.e. - flest bendir til, að kostnaður við slíkt sé gríðarlegur.

Að sjálfsögðu er það einmitt ástæða þess, að fastgengis stefna hefur takmarkaðann trúverðugleika - þó hægt sé með elju og vinnu, að ná honum vel upp.

En á hinn bóginn, eins og gengisfall Evrunnar gangvart Dollar um rúm 20% á þessu ári sýnir, þá kemur það einfaldlega niður á hinu sameiginlega gjaldmiðilssvæði í staðinn, ef einstök ríki komast upp með slæma syði. Síðan, geta þau ríki er komu sér í vandræði, einungis aðlagað sig á löngum tíma - þ.e. með verðhjöðnun sbr. Írland þ.s. AGS reiknað með að hún standi yfir um 4 ár. Allan þann tíma er hún stendur yfir, er verðhjöðnunin að skaða þeirra hagvaxtargetu og skaða atvinnustig.

Þannig, eins og ég sé það, þá er áhættan við tengingu og fastgengisstefnu smærri - þegar allt er skoðað.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 439
  • Frá upphafi: 847086

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 416
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband