Paul Ryan telur sjálfvirkan niðurskurð taka gildi í mars! Skuldaþaki verður sennilega lyft 3 hvern mánuð!

Eftirfarandi er haft eftir Paul Ryan, formanni fjárlaganefndar efri deildar Bandaríkjaþings - "We think these sequesters will happen because the Democrats have opposed our efforts to replace those cuts with others and they've offered no alternative,":

  • Það sem er áhugavert við þennan sjálfvirka niðurskurð.
  • Upp á eittþúsund og tvöhundruð milljarða dollara. 
  • Er að stór hluti hans fellur á varnarmál.

Það er mjög áhugavert að Repúblikanar virðast vera að sætta sig við þá útkomu, að varnarmál sennilega verði einna helst fyrir barðinu á útgjalda niðurskurði - þessa árs.

Þetta er eitthvað, sem maður hefði talið afskaplega ólíklegt fyrir forsetakosningarnar fyrir rúmlega 4. árum síðan, þegar McKain og Repúblikana töluðu um að styrkja herinn - veita meira fé til varnarmála.

House budget chief: automatic spending cuts "going to happen"

US faces fresh financial shock

Budget battles and careless cuts

Paul Ryan sagði fleira - ""No one is talking about shutting the government down," Ryan said"

Skv. frétt Financial Times:

"At the same time, Republicans in the House led by Mr Ryan are preparing a 2014 budget that is expected to be far tougher in spending cuts than the controversial budget they previously passed that revamped Medicare. This time, Republicans have said they will balance the budget in a decade."

Ég tek orðum Ryan þess efnis, að það standi ekki til að láta alríkið verða greiðsluþrota, þannig.

Að Boehner leiðtogi Repúblikana á þingi, ætli að lyfta skuldaþakinu, eins og var samþykkt um sl. jól að lyfta því um 3 mánuði; og mig grunar að það verði formúlan, að lyfta því á 3. mánaða fresti.

Þannig ætli Repúblikanar á Bandaríkjaþingi sér, að halda svipunni að Demókrötum.

Ná fram þeim útgjaldaniðurskurðar áformum, sem þeir stefna að.

  • Skv. frétt FT þíðir 1.200ma.$ niðurskurður skv. úreikningi óháðs aðila, ca. 0,6% minnkun á hagvexti 2013.
  • Þau áhrif bætast ofan á útgjalda-aðgerðir sem samþykktar voru sl. jól. 

Sá aðili telur samt að hagvöxtur verði á bilinu 1,5-2%. Eða sbr. og sl. ár.

Það finnst mér dálítið bjartsýnt - mat. 

En þá hlýtur sá aðili að gera ráð fyrir að annars hefði hagvöxtur verið milli 3-4%. 

  • Kannski er raunveruleikinn nær því, að Bandaríkin haldi rétt svo sjó, á bilinu 0,5-1%.

Sem sjálfsagt er allt í lagi.

Ef það verða ekki frekari efnahagsáföll.

 

Frekari áföll geta sannarlega átt sér stað!

En ef þ.e. svo, að Repúblikanar ætla sér að viðhalda óvissunni, með því að lyfta skuldaþakinu einungis á 3. mánaða fresti, a.m.k. ekki lengra fram í tímann en 6 mánuði.

Þá getur sú óvissa ein og sér, verið skaðleg.

Að auki er ekki gott að sjá út enn, hvaða áhrif ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar Japans um seðlaprentun, til að virðisfella jenið, mun hafa.

En möguleg áhrif eru m.a. að minnka möguleika í Evrópu til þess að vinna sér þá nýju útflutningsmarkaði í Asíu, sem vonast er eftir að verði þáttur í að lyfta Evrópu úr kreppu.

Þetta getur haft samlegðaráhrif með minni hagvexti í Bandaríkjunum þetta ár.

Þannig að til samans leiði það til - dýpri kreppu í Evrópu en t.d. stofnanir ESB gera ráð fyrir.

Þannig hraðari aukningu atvinnuleysis.

En - dýpri kreppa í Evrópu, getur einnig haft neikvæð áhrif til baka, yfir til Bandar.

---------------------------------

Ekki síst er hættan innan Evrópu fólgin í aukinni hættu á átökum innan samfélaganna. T.d. er 10 daga verkfalli nú lokið í Grikklandi, eftir að lögregla braut sér leið inn, og handtók verkfallsmenn: Athens 10-day metro strike ends

Ríkisstjórn Grikklands ákvað að beita "neyðarlögum" sem takmarka verkfallsrétt. Gera lögreglu heimilt, að brjóta upp verkföll og handtaka þá sem eru í verkfalli. Í þetta sinn var þeim beitt til að stöðva tiltekið verkfall - sem hafði mjög lamandi áhrif á almenningssamgöngur.

En útlitið er sídökknandi, og mér virðist líklegra að slík biturð grafi frekar um sig heldur en að ástandið fari að skána úr þessu, þannig að þetta sé líklega einungis fyrsta skiptið sem þessum neyðarlögum verði beitt á verkfall.

Slík beiting, auðvitað mun enn frekar grafa undan "samfélagssáttmálanum" í Grikklandi.

Suður Evrópa er í "depression" ekki "recession" og það var einmitt eitt af einkennum heimskreppunnar sálugu, slík - setuverkföll. 

Og beiting lögreglu til að brjóta þau upp.

---------------------------------

Ef hagvöxtur í Bandaríkjunum verður minni miðað við árið í fyrra, auk þess að japönsk fyrirtæki fara að taka markaði af evrópskum fyrirtækjum í Asíu; í krafti lægra gengis jens.

Þá grunar mig að full ástæða geti verið að óttast ástandið í S-Evrópu. Það geti reynt á "samfélagssáttmálann" þetta ár.

 

Niðurstaða

Evrópa getur verið við það að fá 2-högg á sig. Það er, minni hagvöxtur í Bandaríkjunum þetta ár en það sem er liðið. Og það að japönsk fyrirtæki, höggvi skörð í tilraunir Evrópu að auka útflutning til Asíu. Til að mæta minnkandi eftirspurn innan Evrópu.

Til samans þíði það að kreppan í Evrópu verði líklega dýpri þetta ár, en annars hefði verið.

Hve djúp, verður að koma í ljós.

En miðað við það hve hræðilegt ástandið er þegar í Grikklandi, og mjög slæmt einnig á Spáni. Þá held ég að full ástæða sé til þess, að hafa áhyggjur.

Grimm setuverkföll af því tagi sem lögreglan var að brjóta á bak aftur í Aþenu, sem voru eitt af einkennum heimskreppunnar á 4. áratugnum. Geta orðið reglulegir atburðir eins og þá.

Ekki endilega einungis í Grikklandi - heldur getur þetta dreifst víðar, um Spán og Ítalíu einnig

Auk þess, þ.s. þá einnig sást - fjölmennar óeirðir milli verkamanna og lögreglu. Og auðvitað, sífellt vaxandi fylgi öfgaflokka bæði til hægri og til vinstri.

Minnkandi fylgi við miðjuflokka að sama skapi. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

House of Representatives controlled by the Republicans has already passed the raising the debt limit last Wednesday.

This 3 month deferral was to allow for a budget from the Senate to be introduced, which the Senate has not done for over 4 years, even though they are required to do so, by law.

Now it is up to the Senate controlled by the Democrats to pass what the House of Representatives has already passed.

And of course Barack Hussein Obama needs to sign it.

Tax and spend just does not work for ever, especially when the revenue income does not cover all the spending.

Eventually the spending needs to be cut or BNA will become like Greece.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.1.2013 kl. 04:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Til hve langs tíma er sú framlening sem Demókrötum er boðið upp á?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2013 kl. 12:14

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Three months, Senate should have a budget published by law within these three months.

If I remember correctly budgets should be published by April from both Chambers of Congress.

There is a poison pill in the House version, no budget no paycheck. Will be interesting to see what will come out of the Senate.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.1.2013 kl. 19:12

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk, eins og mig grunaði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2013 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 846643

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 651
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband