Til hamingu Ísland með sigurinn í Icesave. Aðild að ESB tryggir ekki sjálfbært fjármálakerfi! Uppsögn EES?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að vinningslíkur Íslands væru a.m.k. ekki lakari en helmingur á móti helming. Lögin um innistæðutryggingar hefði í reynd verið skír. Það að, innistæðukerfi væru fjármögnuð af bönkunum sjálfum. Að ríkið væri ekki með bakábyrgð.

Megin óvissan væri hugsanlega í tengslum við þá aðgerð, að Ísland tryggði allar innistæður á Íslandi. En ekki með sambærilegum hætti innistæður í útibúum á erlendri grundu. Dómurinn virðist ekki beint taka á þeirri spurningu. Fræðilega er hægt að taka það atriði upp. Þó ég sjái ekki að hagsmunir Breta og Hollendinga séu í þá átt, þ.s. sigur í slíku máli myndi þíða að þar með væru þeirra lönd ábyrg á innistæðum banka skráðir í þeirra löndum hvar sem þær innistæður væri að finna innan ESB.

Né væri það hagsmunir ESB aðildarríkja, að fá slíka dómsniðurstöðu. Því umfang bankakerfa evrusvæðis sem slíks skilst mér að sé rúmlega 3 þjóðarframleiðslur aðildarríkja evrusvæðis þegar allt er lagt saman. Um innistæður, þá séum við að tala um heildarumfang nærri 1,8 þjóðarframleiðslum. Það gæti haft verulega neikvæð áhrif á lánshæfi aðildarlandanna, ef það yrði staðfest. Að hvert og eitt þeirra væri með 100% bakábyrgð á innistæðum bankastofnana sem skráðar eru í hverju landi fyrir sig.

Fræðilega getur samt hugsanlega ESA tekið það atriði upp. Þó það sé gegnt hagsmunum allra. En ég tel það afskaplega ólíklegt.

Sjá nokkur dæmi um eldri umfjallanir:

10.8.2009 - Verður Icesave gjaldfellt?

19.10.2009 - Icesave 2!

13.12.2010 - Braut Ísland reglur um innistæðutryggingar? Það er áhugavert sjónarmið Tobias Fuchs um það, að hvaða leiti það má vera, að Ísland hafi brotið reglur EES.

1.3.2011 - Hvað gerist ef Icesave fer fyrir EFTA dómstólinn og Ísland tapar? Um þetta atriði er búin að standa undarleg ritdeila á opinberum vettvangi!

 

Hvað á ég við með spurningunni um EES?

Þetta snýr að því hvernig unnt er að forða því að slíkt mál geti endurtekið sig nokkru sinni. En ennþá er EES samningurinn í gildi sjá: Lög um Evrópska efnahagssvæðið. Enn gildir reglan um jafnræði í báðar áttir þ.e. að innlend fyrirtæki hafa sjálfvirkan rétt til að fjárfesta innan ESB og öfugt. Þetta nær einnig yfir bankastofnanir og veitir ísl. bönkum enn þann rétt að stofna til útibúa í ESB aðildarríkjum, út á ísl. innistæðutryggingakerfi. 

Svo fremi sem þeir hafa starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu.

  • Einhver segir ef til vill, að þá eigum við að ganga inn í ESB og gerast meðlimir að hinu samevrópska tryggingakerfi, sem til standi að stofna.

En þ.s. verið er að ræða núna, mun einungis tryggja milli 20-30 stærstu bankana. Að auki stendur ekki til annað en að innistæðutrygging sé fjármögnuð af bönkunum sjálfum.

Okkar bankar verða aldrei þetta stórir - að þeir nái nokkru sinni inn í svo takmarkað kerfi.

Sannarlega vilja margir innan ESB, útvíkka þær hugmyndir svo að allir bankar séu tryggðir. En munið ábendingu mína að ofan um heildarumfang banka innan evrusvæðis.

  • Ég tel að einungs baktrygging Seðlabanka Evrópu myndi verða trúverðug, vegna þess að heildarumfang banka evrusvæðis alls sé rúmar 3 þjóðarframleiðslur þess, auk þess að sjálfar innistæðurnar séu rúmar 1,5 þjóðarframleiðsla -  heyrt töluna 1,8. 

Fyrir utan, að Þjóðverjar standa mjög fastir fyrir gagnvart hugmyndum um slíka útvíkkun.

Leið B sem ég sting upp á, myndi þíða fjármögnun með prentun, sem í augum Þjóðverja er algerlega óásættanleg.

Allsherjar ábyrgð myndi á móti geta skort trúverðugleika, eða geta sett lánstraust Evrópuríkja í hættu eða jafnvel evrusvæðis sem heildar.

--------------------------------------

  • Það sem ég er að velta uppi, er að sú aðferð að ríkin ábyrgist innistæðurnar sé líklega ekki fær.
  • Jafnvel í samhengi allsherjar ábyrgðar allra.

Höfum að auki í huga, að aðild að ESB myndi fela í sér líklega umfangsmikið afsal fullveldis - þá mun meira afsal en miðað við það hvernig ESB hefur verið á sl. áratug.

Til viðbótar, að skuldakreppa Evrópu verður líklega langvarandi - sbr. að Japan er enn í skuldavanda þó vandinn hafi hafist síðla vetrar 1989.

En núverandi ástand Evrópu minnir um mjög margt á útlit Japans, snemma á 10. áratugnum. Líkur virðast miklar á svipaðri útkomu þ.e. langvarandi skuldavanda og langvarandi mjög hægum hagvexti. Þar með, eins og Japan hefur gengið í gegnum, hlutfallsleg hnignun. 

Ég sá einhvers staðar mat á Japan, að framreiknuð staða Japans miðað við forsendur þær sem menn töldu fyrir hrun að væru fyrir hendi, að þá ætti japanska hagkerfið að vera ca. 3-falt stærra en í dag.

Við getum verið að tala því um, að Evrópa verði miklu lakar stödd til langframa, en menn töldu á sl. áratug að yrði líkleg framvinda.

  • Að ganga inn í ESB - sé ekki efnahagslega séð - áhugavert! 

--------------------------------------

  1. Ef við erum ekki að ganga inn í ESB.
  2. Sé sennilega rökrétt að segja upp EES.
  • Fyrir utan eins og ég benti á að ofan, að algerlega óvíst er að við myndum hafa gagn af sameiginlegu evr. tryggingakerfi - þ.s. útlit er fyrir að það verði það takmarkað að líklega nýtist það okkur ekki.
  • Aðild sé því líklega ekki lausn á þeim vanda.

Það geti verið nauðsynlegt að segja upp EES - því annars standi Ísland stöðugt frammi fyrir þeim möguleika að sbr. mál við Icesave geti átt sér stað aftur í framtíðinni.

En ég sé ekki að Ísland miðað við núverandi reglur, geti tryggt að það verði ekki aftur sbr. útrás ísl. banka - þ.e. að þeir á ný stofni útibú erlendis út á ísl. innistæðutryggingar.

En mismunun er bönnuð í báðar áttir þ.e. gagnvart erlendum fyrirtækjum en einnig gagnvart innlendum, ef það væri leitast við að hindra rétt þann sem ísl. bönkum er í reynd tryggður skv. EES - þá sé ég þann möguleika að þeir kæri ísl. ríkið fyrir EFTA dómstólnum.

Það væri alveg krystal tært mál, þ.s. mismunun er raunverulega bönnuð í báðar áttir.

  • Ef aftur á móti EES er sagt upp.
  • Þá gildir gamla reglan, að ísl. fyrirtæki þar með ísl. bankar, verða að fá heimild yfirvalda í hverju Evrópulandi fyrir sig.
  • Þar með væru ísl. bankar háðir heimild fjármálaeftirlits hvers lands fyrir sig, og ef þeir fengu starfsheimild - væru þeir þar með á ábyrgð fjármálaeftirlits þess lands er veitti þá heimild, að auki að þá væri sú starfsemi alfarið á ábyrð þess lands. Aldrei Íslands.

 
Væri uppsögn EES tilræði við almenning?

Nei - þ.s. margir virðast ekki vita er að flest aðildarlönd ESB eru meðlimir að "W.T.O." eða Heims Viðskipta Stofnuninni.

Ísland er einnig meðlimur - - og það þíðir. Að Ísland hefur aðgang að markaði allra aðildarlanda "W.T.O." þar á meðal þeirra meðlimaríkja ESB sem einnig eru meðlimir. Sem eru öll ríku löndin ásamt öllum stærri löndum ESB. Með öðrum orðum, öll okkar viðskiptalönd innan Evrópu.

Þetta er sá sami aðgangur sem lönd eins og Japan, Kína, Tævan, S-Kórea, Bandaríkin, Kanada, Brasilía og mörg, mörg fleiri hafa að Evrópumarkaði. Og hafa ekki hingað til verið í neinum vandræðum.

  • Munum einnig, að vegna þess að Evrópa er komin í langvarandi skulda- og efnahagskreppu.
  • Þá er aðild að EES ekki eins efnahagslega mikilvæg fyrir Ísland í framtíðinni, og væri ef framvinda Evrópu hefði verið sú, sem talin var líkleg áður.
  • En þ.s. hagvöxtur verður minni í Evrópu að flestum líkindum en alls staðar annars staðar í heiminum, munu verð smám saman verða óhagstæðari fyrir okkar afurðir þar en á öðrum heimssvæðum.

Það er því útlit fyrir að fríverslun við Evrópu verði að sífellt minnkandi mikilvægi á næstu áratugum.

  • Svo er vert að muna að tollar skv. "WTO" staðli eru lágir, mun lægri en alþjóðlegt tollaumhverfi var er fyrst var stofnað til evrópska tollabandalagsins fyrir áratugum.
  • Við erum ekki að tala í dag um þá víðu gjá sem var til staðar, þegar "G.A.T.T" var við lýði. 

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá að efnahagslegu rökin fyrir ESB aðild eru hrunin. Vegna efnahagskreppunnar í Evrópu, og skuldakreppunnar sem Evrópa hefur einnig lent í. Þegar haft er í huga að Evrópa er einnig með óhagstæða fólksfjölgunarþróun, sem þíðir minnkandi hagvaxtargetu. Þá virðist ljóst að Evrópa er stödd í nærri sömu stöðu og Japan var v. upphaf 10. áratugarins. Og Japan er enn í skuldavanda mörgum árum síðar, og enn í mjög hægum hagvexti eða stöðnun. Hlutfallsleg hnignun Japans hefur verið mjög mikil - heyrt hef ég að landsframleiðsla Japans væri 3-föld ef ekki hefði þessi vandi skollið yfir sem svo þrálátur hefur reynst vera.

Að auki bætist við, að ég er stórfellt efins um trúverðugleika sameiginlegrar innistæðutryggingar allra aðildarlanda evrusvæðis - vegna þess hve rosalega stórt bankakerfi evrusvæðis er orðið. Umfangið sé það mikið, að meira að segja sameiginleg trygging sé virkilega á ystu nöf þess mögulega. Hafandi í huga að meðalskuld ríkissjóða er þegar ca. 90%.

Auk þess að ekkert bendir til þess að afstaða Þjóðverja til sameiginlegs innistæðukerfis muni breytast - þ.e. þeir vilja að einungis allra stærstu bankarnir séu tryggðir. Og sú trygging sé fjármögnuð af bönkunum sjálfum. Slíkt kerfi myndi aldrei gagnast Íslandi með nokkrum hætti þ.s. ísl. bankar verða aldrei það stórir, meira að segja fyrir hrun voru þeir ekki nægilega stórir.

Aðild sé því ekki leið fyrir okkur til að tryggja sjálfbært fjármálakerfi.

Á hinn bóginn, innan EES eða ESB geti Ísland líklega ekki tryggt að sbr. mál v. Icesave geti aldrei aftur skollið yfir landsmenn, þ.s. skv. reglum ESB sem gilda hér í gegnum EES hafi ísl. fyrirtæki rétt til að fjárfesta í aðildarlöndum ESB, skýlausan rétt - þar með rétt til að reka starfsemi þar ef þeim sýnist svo.

Ef þau eru skráð hér og hafa gilt starfsleyfi. Sé ekki unnt að hindra nýja útrás. Meðan landið sé enn meðlimur að EES og/eða ef það verði meðlimur að ESB. 

  • Eina leiðin sé sennilega uppsögn EES.
  • Eina leiðin til að tryggja að þetta geti aldrei aftur gerst - - sé að ísl. ríkið hafi rétt til að mismuna fyrirtækjum eftir því hvort þau séu innlend eða erlend. Í þessu tilviki innlendum á kostnað erlendra.
  • Að auki, án EES og án aðildar. Þurfi ísl. fyrirtæki að sækja um heimild til að starfa erlendis. Þá sé það á ábyrgð þess ríkis sem veitir þá heimild.

Þetta ætti ekki að vera hindrun fyrir ísl. fyrirtæki í annarri starfsemi sem starfa innan ESB aðildarlands í dag, að fá að starfa áfram ætti að ganga greiðlega fyrir sig.

Þ.s. þetta myndi tryggja, er að Icesave deila geti aldrei framar átt sér stað.

Þetta myndi ekki setja landsmenn út á guð og gaddinn, þ.s. Ísland hefur aðgang að markaði Evrópu í gegnum aðild Íslands að Heims Viðskipta Stofnuninni.

Þeir lágu tollar sem þar eru til staðar - hafa ekki hindrað t.d. Kína eða S-Kóreu eða Japan. Við það verk að dreifa ódýrum varningi um heim allan.

Með það í huga hve fyrirsjáanleg hnignun Evrópu sé - þá er það augljóst að framtíðarmikilvægi fríverslunar við Evrópu. Sé hratt minnkandi.

-----------------------------

Ekki síst að án EES. Þá geta t.d. Kínverjar ekki lengur farið þá hjáleið að stofna fyrirtæki t.d. í Svíþjóð, og notað það sem lepp til þess að mega gera hvað sem þeir vilja hérlendis.

Þá getum við sett reglur sem í dag eru bannaðar, t.d. um forgang Íslendinga til starfa o.s.frv.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir þitt framlag í þessum sigri í Icesave málinu Einar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 23:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir það með Friðriki,hjartans þakkir Einar.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2013 kl. 03:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Athyglisverður punktur þetta með Heimsviðskiptastofnunina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 15:24

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir innlitið gott fólk. Já Heimsviðskiptastofnunin veitir okkur sama aðgang að öllum aðildarlöndum, þeim einnig að okkur. Þ.e. ekki tollfrelsi. En tollar eru lágir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2013 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband