Hvernig getur nokkuð samfélag staðist það, að 60% ungs fólsk sé án atvinnu?

Hörmungarnar á Spáni hafa magnast enn eina ferðina. Og ekkert bendir til annars, en þessi sorgarsaga stigmögnunar haldi áfram. En atvinnuleysi er nú 26,02% heilt yfir, en 60% hjá fólki yngra en 25.

Spanish unemployment hits record high

Spanish joblessness climbs again, no relief in sight

  • "Number of jobless hits 5.97 million"
  • "Unemployment for people under 25 years old hits 60 percent"

Og þróunin í átt að vaxandi atvinnuleysi er langt í frá búin að ná botni.

Skv. AGS verður ívið meiri samdráttur í Spáni þetta ár: Modest Growth Pickup in 2013, Projects IMF

C:\Users\mprimorac\AppData\Local\Microsoft\Windows\Temporary Internet Files\Content.Outlook\W5PDEZDR\WEOtbl_Jan2013 (4).jpg

 Sjáið hve efnahagsástandið er langverst í heiminum - í Evrópu!

Eins og fram kemur, er AGS þrátt fyrir allt bjartsýnt - telur að viðsnúningur verði á Spáni nk. ár, og það sama eigi við Evrópu; að efnahagsáætlanirnar þ.e. fórnirnar muni skila sínu.

Jafnvel þó það væri rétt, þarf miklu mun meiri hagvöxt en skv. þeirri spá, til að minnka atvinnuleysi að nokkru ráði.

Og þegar kemur fram á það ár, getur það staðið í rúmlega 30%.

Þetta er "Depression" ekki "Recession" sem er í gangi á Spáni - Grikklandi einnig.

Persónulega er ég ekki bjartsýnn sem þetta, um hagvöxt 2014.

En höfum í huga, að Evrópa er langstærsti eigandi - AGS.

Það getur verið einhver "bías" í þeirra spám um Evrópu.

 

Niðurstaða

Það má vera að hlutfall af ungu fólki sé í svartri vinnu. En þegar bætur fara lækkandi, þurfa menn að bjarga sér einhvern vegin. Á hinn bóginn, er slíkt ástand. Þ.s. líkur á vinnu eru þá afskaplega litlar. Klassísk gróðastía "glæpa." En þ.e. ekki tilviljun grunar mig, að bandar. mafían reis hæst - í heimskreppunni á 4. áratugnum. Þegar hreysahverfi stóðu meðfram bandar. borgum. Atvinnuástand var svipað og nú er á Spáni. 

Ætli að svipuð þróun muni eiga sér stað á Spáni - að fólk sem sér enga von í löglegri starfsemi, leiti í ólöglega í vaxandi mæli. Og skipulögð glæpastarfsemi, verði hratt vaxandi vandamál?

Glæpir og spilling, er auðvitað form af samfélagslegu niðurbroti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Neðanjarðarhagkerfið á Spáni er afar viðamikið. Kannanir benda til þess að það samsvari 20-25 af hundraði þjóðarframleiðslunnar og skapi störf fyrir 4-5 milljónir manna, eða nánast jafnmarga og skráðir eru atvinnulausir. Það er því óhætt að fullyrða að raunatvinnuleysi sé ekki nærri eins mikið og opinberar tölur sýna, en jafnframt verður hið opinbera af miklum skatttekjum vegna þessa.

Hér er um að ræða rótgróið vandamál því að „svört“ atvinnustarfsemi hefur tíðkast í miklum mæli á Spáni um langa hríð. Stjórnvöld viðurkenndu vandann ekki nema í orði fyrr en kreppa fór að fyrir nokkrum árum.

Birnuson, 25.1.2013 kl. 11:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hafðu í huga að þú hefur ekki sbr. öryggi um starf þitt í neðanjarðarhagkerfinu, þetta er neyðarbrauð alveg pottþétt fyrir marga, og það leiðir til þess að þeir sem veita þess konar ólögleg störf, fá aukin áhrif innan samfélagsins. Varðandi fj. starfa sem þú nefnir vs. skráð atvinnuleysi - þá vantar hjá þér að taka tillit til þess, að innan neðanjarðarhagkerfisins eru örugglega megnið af ólöglegum innflytjendum sem eru fjölmargir á Spáni. En þeir eru líklega ekki inni í tölum yfir atvinnulausa þ.s. þeir eru þá ekki skráðir sem spænskir ríkisborgarar. Þeir geta verið þarna á aðra jafnvel þriðju milljón. Þannig séð verið góður helmingur þess sem þú nefndir. Kreppan á Spáni hefur fækkað mjög mikið löglegum störfum, skráð atvinnuleysi fór lægst í milli 6-7%. Ef ólöglega hagkerfið á sama tíma hefur verið sbr. stórt miðað við þ.s. þú segir, þarf til að dekka það umfang, að gera ráð fyrir miklum fj. ólöglegra innflytjenda í svörtum störfum. Þ.e. alveg örugglega þannig, að þeir sem hafa bæst v. tölur yfir atvinnulausa síðan kreppan hófst, eru flestir raunverulega án atvinnu. En á hinn bóginn, mun neyðin eftir því sem hún vex að líkum, knýja marga þeirra til að leita inn í neðanjarðarhagkerfið. Þannig að það eins og ég sagði að ofan - - stækki og eflist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2013 kl. 11:50

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er þetta ekki bara dæmi um lélega hagstjórn þarna hjá þeim sem kemur í ljós þegar þeir fá ekta peninga til að sýsla með. svona gæti gerst hjá okkur líka. það er samt mín skoðun að við þurfum að fá ekta peninga hingað asap til að takast á við vandann (sem vissulega er til staðar) hjá okkur.

Rafn Guðmundsson, 25.1.2013 kl. 16:22

4 Smámynd: Birnuson

Tölurnar, sem ég nefndi um stærð neðanjarðarhagkerfisins á Spáni, miðast við stöðu mála núna, ekki fyrir kreppu. Þensla á þeim vettvangi undanfarin ár hefur fyrst og fremst dregið til sín fólk með löglega búsetu í landinu.

Óskráðir innflytjendur eru vissulega margir og þeim hefur sannarlega fjölgað eftir að efnahagur landsins fór að þrengjast. Því fer hins vegar fjarri, ef spænskar hagtölur eru ekki falsaðar frá upphafi til enda, að þessi hópur sé uppistaðan í vinnuafli neðanjarðarhagkerfisins. Samkvæmt opinberum tölum er áætlað að óskráðir innflytjendur hafi verið um 300 þúsund árið 2007 en að þeim hafi síðan fjölgað í 500-600 þúsund. Fjöldinn var talinn vera um 1,3 milljónir árið 2005 en þá fengu um 700 þúsund þeirra pappíra og síðan fækkaði þeim enn næstu 2-3 ár á eftir. Jafnframt hefur eftirlit með ólöglegum innflutningi verið hert til muna.

Okkur er því óhætt að gera ráð fyrir að flestir sem vinna „svart“ á Spáni hafi þar löglega búsetu. Ekki er gott að segja hversu margir þeirra þiggja jafnframt atvinnuleysisbætur, en þótt aðeins þriðjungur þeirra geri það kann það að vera vísbending um að raunatvinnuleysi sé aðeins 15-20 af hundraði.

Ekki má gleyma því að mjög mikið atvinnuleysi veldur yfirleitt ólgu í samfélaginu. Væri fjórðungur Spánverja í raun atvinnulaus (og meira en helmingur ungmenna) mætti búast við miklum óróa með þjóðinni. Þar sem þessa hefur ekki orðið vart getur það verið önnur vísbending um að raunatvinnuleysi sé lægra en opinberar tölur sýna.

Birnuson, 25.1.2013 kl. 17:16

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rafn - hvaða vanda akkúrat leysir það? Eins og ég skil okkar vanda, sníst hann um skuldir vs. tekjur séu of óhagstæðar. Ef v. berum okkur við önnur mjög skuldsett lönd. Þá eru þau ekkert að gera sig neitt betur en við hérna.

Ef v. ætluðum t.d. að taka upp einhliða, þá þarf að kaupa þann gjaldmiðil, auk þess að einnig - fyrst að semja við alla sem eiga aflandskrónur. Svo það væri frá, þegar nýr myndi taka við.

Þá værum v. stödd í mjög aukinni skuldastöðu, og líklega miðað v. nú, umtalsvert lækkuð lífskjör.

Ef v. erum að tala um drauminn um evru. Þá þarf fyrst að lækka skuldir. Ekki gleyma, að síðan er því markmiði er náð. Þarf að halda gengi fullkomlega stöðugu v. evru í 2 ár samfellt. Áhætta - hvað ef það kemur hagsveifla á röngum tíma.

Mig grunar, að það dugi ekki að lækka skuldir - ná jafnvægi, heldur þurfi að eiga einhvern umtalsverðan eignasjóð í handraðanum, svo unnt sé að verja tenginguna, ef slíkt á sér stað. Of áhættusamt væri að beita leiðinni, að taka lán hjá ECB í því tilviki. 

Þá erum v. að tala um umtalsvert lengri tímaramma, en þeir sem eru dreymnastir halda fram.

Á hinn bóginn - - þá eins og við höfum séð af löndum í vanda, þá er þetta engin trygging gegn nýjum kollsteypum. Og ég er ekkert viss. Að það sé þægilegra að taka eina slíka inni í evru.

Verð að segja eins og er, að ég hef ekki mikla trú á að okkar stjórnendur, hafi gæfu til að komast hjá einnig slíkri. Og þá sjáum v. til sbr. þá hagmingju sem Grikkir, Portúgalir og Írar, búa við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2013 kl. 21:43

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Birnuson - þ.e. ljótann ef þ.e. rétt hjá þér. Að neðanjarðarhagkerfið sé svo svakalega uppblásið hjá þeim. Það getur verið eins og þú segir, að það skýri af hverju ekki hefur orðið samfélagslos þarna.

Ég átti von á því, að um væri að ræða samtryggingu stórfjölskyldunnar. Að fólk væri upp á stórfjölskylduna komið. Það væri að halda hlutum frá stærri vandræðum.

En svo stækkað neðanjarðarhagkerfi, getur farið að vera þjóðfélaginu "varasamt." Má líta á það sem form af samfélagslegu niðurbroti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2013 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband