Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017

Gos í Öræfajökli yfirvofandi? Öræfajökulsgos gæti valdið manntjóni!

Vandamálið með Öræfajökul - er möguleikinn á sprengigosi, eins og 1362. En þá hófst gosið með óskaplegri sprengingu er þeytti miklu magni af ofsaheitri gjósku og kleprum yfir nærsveitir. Í því gosi fórust allir í byggðum nærri fjallinu, svæði sem þá var byggt og heitir í dag Öræfi en áður nefndist, Litla-Hérað: Growing seismic activity in Iceland's tallest peak has scientists worried.

https://www.stjornufraedi.is/media/jordin/popup/kviarjok26638h.jpg

Síðast varð heimurinn vitni af sprengigosi, er Mount St. Helens í Bandaríkjunum, sprakk - fullyrði ekki að Öræfajökulsgos verði akkúrat svona, en myndirnar sýna vel hve sprengigos eru hættuleg fyrirbæri - þ.e. ekki vitað hvort að gúlpur af þessu tagi myndast í Öræfajökli fyrir sprengingu, nútíma-eldfjallarannsóknir hafa ekki orðið vitni af Öræfajökulsgosi - hafið í huga Öræfajökulsgosið 1362 var miklu stærra en Mt.St.Helens gosið 1980:

Punkturinn er náttúrulega sá, að Öræfasveitin eins og leggur sig - verður samstundis hættusvæði og vitað er að gos er við það að hefjast, sérstaklega ef um er að ræða sprengigos eitthvað í líkingu við 1362 - 1727 gosið var miklu smærra, ekkert manntjón þekkt af því gosi.
--Hinn bóginn hafa mannaferðir nærri gosstöðvum verið miklu minni að umfangi 1727 en í dag, og það ár bjó enginn nærri fjallinu - eins og fyrir gosið 1362, það gos eyddi byggða svæðinu næst fjallinu, sem aldrei hefur með sambærilegum hætti byggst síðan.

Það sé þá ekki mögulegt að fullyrða að nærsvæði fjallsins séu ekki stórhættuleg, þó svo gosið yrði sambærilegra við 1727 gosið en 1362 gosið.
--Í dag sé mikið um gönguferðir um nærsvæðin og um Öræfi almennt.
--Hópar erlendra ferðamanna geti verið á svæðinu.

Flogið yfir Öræfajökul

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

Earthquake swarm in Öræfajökull volcano

Powerful earthquake in Öræfajökull glacier, Iceland's tallest peak

Mynd með færslu

Skv. fréttum hefur fundist nýr sigketill innan öskjunnar í Öræfajökli - ekki er vitað nákvæmlega hvað þarna er í gangi, en vísbendingar hafa þó verið um kvikuhreyfingar undir fjallinu sem sjáist á landrisi - eins og jarðfræðingar hafa útskýrt, að landris vegna aðstreymis kviku skapi þenslu eða úttútnun á landinu og við það opnist glufur - þangað sem vatn getur leitað, komist í tengsl við kviku - ofsahitnað og leitað upp.
--Við það myndast jarðhitasvæði.

Sennilegt virðist að jarðhitasvæði hafi myndast á botni öskjunnar.
Það sé nýtt miðað við ástandið sem verið hefur.
Það ásamt landrisi og nýlegum skjálftum sé skýr vísbending þess eldfjallið sé að vakna.
--M.ö.o. það styttist líklega í gos.

  • Það geti þó enn verið fleiri ár í það gos.

En það líklega þíði, að ég á eftir að upplifa gos í Öræfajökli, að við sem erum á lífi í dag, eigum eftir að upplifa Öræfajökulsgos.

 

Niðurstaða

Útlitið virðist vera að innan nokkurra næstu ára gæti komið nýtt Öræfajökulsgos. Þó það sé þannig séð ekki öruggt að fjallið gjósi innan nk. 10 ára - geti á hinn bóginn dregið mun örar til tíðinda en það. Einfaldlega sé það óþekkt, hve snögg atburðarásin er. Hvorki 1362 né 1727 hafi sjónarvottar verið af aðdraganda goss - uppi á fjallinu sjálfu. Né hafi verið skjálftamælar eða aðrar þær græjur nútímavísinda sem við höfum í dag.

Þannig að það sé í reynd ekkert hægt að segja - hverstu stuttur eða langur aðdragandinn kann að vera, þannig að þess vegna getur verið að gjósi á þessu kjörtímabili.
--Að í annað sinn verðum við vitni af gosi í fjalli sem síðast gaus á 18. öld.

Hinn bóginn séu Öræfajökulsgos sögulega séð mun hættulegri fyrirbæri, en Eyjafjallajökulsgos.

 

Kv.


Nýir valdhafar Zimbabwe ætlast til þess að Robert Mugabe og fjölskylda fari af landi brott, í kjölfar afsagnar gamla mannsins

Myndin af því sem við tekur í kjölfar valdaráns innan Zimbabwe með þátttöku hers landsins - virðist vera að byrja að skýrast. En skv. fréttum er þrýst á Robert Mugabe, 93. ára - að hætta af sjálfsdáðum sem forseti landsins, og að hann samþykki að fara úr landi ásamt fjölskyldu sinni.
--Karlinn aftur á móti þráast við.
Hinn bóginn virðist ljóst að það valdakerfi sem hann hafði byggt upp utan um sjálfan sig, er algerlega hrunið -- í kjölfar þess að mikilvægir einstaklingar innan flokksins Zanu PF virðast hafa snúist gegn honum.
--Það virðist algerlega á tæru nú, að aðrir hafa tekið við.

Zimbabwe's Mugabe, coup chief meet with smiles and handshakes

South Africa envoys meet Mugabe in bid to end Zimbabwe crisis

 

Robert Mugabe og Grace Mugabe

https://www.newsday.co.zw/wp-content/uploads/2017/08/Grace-and-Robert-Mugabe.jpg

Fjölmiðlar hafa bent á að valdaránið virðist hafa verið þrautskipulagt!

Það fer fram fullkomlega að því er best verður enn séð, án blóðsúthellinga.
Það áhugaverða er, að allt hefur verið með kyrrum kjörum í höfuðborginni.
Almenningur virðist vongóður og frekar en hitt - fagna útkomunni.
--Ef miðað er við viðtöl blaðamanna við fólk á ferli í Kampala.

Það geti bent til þess, að Mugabe hafi verið - einnig rúinn stuðningi meðal landsmanna.
--Það eru einhverjar vísbendingar þess, að eiginkona hans sé afar illa þokkuð, hún sé þekkt fyrir afar kostnaðarsamar verslunarferðir til útlanda - það var skemmtilegt grín þegar hún fékk doktorgráðu frá háskólanum í Kampala, ritgerðin greinilega ekki skrifuð af henni - hún hafi einnig látið byggja vel utan um fjölskylduna -- þessi eyðsla virðist mælast illa fyrir.
--Auk þess, virðist hún hafa haft hratt vaxandi pólitískan metnað í seinni tíð -- sterkur orðrómur þess, að hreinsanir innan Zanu PF er höfðu verið í gangi í nokkrar vikur - hafi verið í þeim tilgangi að ryðja henni leið að embætti forseta, að hún yrði arftaki Mugabe.

  • Ef aftur á móti, mat fréttaskýranda er benda á það hversu vel útfært valdaránið sé -- bendi til lengri undirbúnings en nokkrar vikur - er rétt.

Sumir leggja til að það geti hafa verið í undirbúningi í allt að ár.

Þá hefur málið haft lengri aðdraganda en mér virtist er ég skrifaði færslu í gær.

Einn áhugaverður punktur er - að megin stjórnarandstöðuleiðtoginn, Morgan Tsvangirai - virðist hafa flogið heim frá London, þ.s. hann kvá hafa verið í krabbameins meðferð.

https://www.newsday.co.zw/wp-content/uploads/2016/06/morgan-tsvangirai.jpg

Morgan Tsvangirai returns to Zimbabwe

Það getur verið, að honum standi til boða, að taka þátt í samsteypu-bráðabirgðastjórn.
Sem mundi vera afar jákvæð skilaboð til heimsins!

En það liggur á að koma böndum á efnahagsmál - er stefna aftur í kalda kol.

  • Endurkoma hans til landsins, er a.m.k. áhugaverð vísbending - líklega jákvæð.

 

Niðurstaða

Miðað við nýjustu fréttir af málum í Zimbabwe getur verið að mál horfi til betri vegar - megin vísbending þess að svo geti verið, sé endurkoma megin stjórnarandstöðu leiðtogans til landsins - er hafði hrakist úr landi um skeið.
--Hvað það akkúrat þíðir, kemur í ljós.

Eins og ég sagði, ef mynduð verður breið samsteypustjórn með takmarkað umboð, til að hrinda í verk nauðsynlegum bráða-aðgerðum í efnahagsmálum -- sem einnig sægi um undirúning nýrra kosninga.
--Þá væru það mjög jákvæð skilaboð til umheimsins.

Ef Mugabe fer ekki fljótlega sjálfviljugur úr landi - mundi ekki koma mér á óvart, að honum verði einfaldlega pakkað upp í flugvél ásamt fjölskyldu - sendur t.d. til Suður-Afríku þ.s. forseti þess lands án vafa mundi veita honum hæli, enda gamall aðdáandi Mugabe sá maður.

 

Kv.


Getur vart verið slæmt að Mugabe virðist ekki lengur við völd í Zimbabwe

Fyrir nokkrum vikum hóf Robert Mugabe hreinsanir innan valdaflokks landsins, Zanu PF. Skv. sterkum orðrómi, var tilgangurinn að rýma fyrir eiginkonunni - Grace Mugabe, sem ef marka mátti frásögn fjölmiðla Robert Mugabe fyrirhugaði að gera að arftaka sínum.

En þegar Mugabe fyrir tveim vikum formlega rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa sem hefur það sjarmerandi gæluheiti - krókódíllinn, sem að sú skriða sem nú virðist hafa steypt Mugabe af stóli virðist hafa farið af stað.

Emmerson Mnangagwa virðist ekki endilega líklegur til að vera meiri lýðræðisinni en Mugabe, enda stjórnaði hann árum saman öryggissveitum Mugabes - þeim sem hann beitti til að berja á sínum pólitísku andstæðingum.

Hann er að auki einn þeirra er barðist með Mugabe á sínum tíma, er Mugabe fór fyrir hópi skæruliða gegn því sem á árum áður - var minnihlutastjórn hvítra.
--Það verður að ætla að tengsl Mnangagwa við herinn og sérsveitir landsins, hafi skapað honum öfluga persónulega valdastöðu.
--Fyrst að hann virðist nú vera búinn að taka yfir völdin í landinu!

Robert Mugabe og Grace Mugabe

https://www.newsday.co.zw/wp-content/uploads/2017/08/Grace-and-Robert-Mugabe.jpg

Eyes on the 'Crocodile' as Zimbabwe military sweeps to power

Zimbabwe military's statement after seizing power

Zimbabwe's army seizes power, Mugabe confined but "safe"

 

Ef marka má yfirlýsingar - er tilgangurinn að steypa hópi er myndast hefur í kringum eiginkonu Mugabe, Grace Mugabe!

Skv. því er þetta, valdabarátta innan valdaflokksins, ekki stjórnarbylting.
--Herinn hefur neitað því, að rétt sé að tala um - stjórnarbyltingu.

  • Það má ímynda sér, að Robert Mugabe verði formlega enn, forseti landsins.

En á hinn bóginn, miðað við þau hörðu orð er hann hafði látið dagana á undan falla um þá aðila sem hann hafði ákveðið að reka úr valdastöðum - Emmerson Mnangagwa, sem hann hafði m.a. sakað um - skort á trúnaðartrausti.

Hafandi í huga, að hingað til hefur manni virst Mugabe - alltaf lítt líklegur til að fyrirgefa.

  • Þá virðist manni óhjákvæmilegt annað, en að karlinum hafi raunverulega verið ítt til hliðar.

Hann gæti verið varðveittur í stofufangelsi - látinn koma fram á mikilvægum athöfnum flokksins - verið leiðtogi hans áfram að nafni til.

Ég held nefnilega að Mugabe sé þannig maður, að Emmerson Mnangagwa - geti ekki gefið eftir völdin að nýju, einmitt vegna þess að Mugabe fyrirgefi ekki.

Það verður að koma í ljós hvort nokkuð breytist í landinu, umfram það að völdin eru nú í höndum yngri manns -- 75 ára í stað 93.

  1. En hlutirnir þurfa að breytast, en aftur hallar á landið efnahagslega - stefnir í nýja óðaverðbólgu.
  2. Það sé líklega ekki enn of seint að bregðast við.

En Robert Mugabe virðist aldrei hafa haft nokkurn skilning á efnahagsmálum.
Það sé sennilega hin mikla ógæfa landsins, að það sé sennilega miklu fátækara í dag - en áður en Mugabe komst til valda fyrir rúmlega 30 árum.
--En ekki er ómögulegt fyrir þetta land, að snúa til baka.

  • Það á eftir að koma í ljós, hvort Mnangagwa reynist skynsamari stjórnandi.
    --Hann þarf ekki að vera sérlega fær, til að vera skárri en Mugabe.

 

Niðurstaða

Það var virkilega meir en löngu kominn tími á Robert Mugabe - þó sannarlega fyrr hefði verið. Það sýni vel hversu gersamlega ófær stjórnandi hann hefur alltaf verið - að í annað sinn er landið statt í dýfu ofan í ástand hratt vaxandi verðbólgu og efnahagsóreiðu. Þetta hefur verið ljóst í meira en ár. Á hinn bóginn virðast efnahagsmál ekki hafa spilað inn í fall Mugabes -- heldur græðgi eiginkonu hans í völd.
--Fall karlsins hafi komið til vegna hreinsana innan Zanu PF er virtust hafa þann megin tilgang, að ryðja sviðið fyrir eiginkonuna.

Þ.e. í sjálfu sér engin sérstök ástæða til að bera virðingu fyrir þeim, sem karlinn var að ryðja úr vegi -- þeir líklega hafa notið góðs af valdatengslunum innan flokksins í gegnum árin; hinn bóginn óvíst að betra hefði tekið við - með hópnum í kringum eiginkonuna.

Það sé áhugavert, að orðin "þjófagengi" sé beitt á þann hóp, af þeim er líklega hafa lengi verið þjófar sjálfir.

Það áhugaverða er, að það getur verið eitthvað til í þessu, að svo yfirgengileg hafi eiginkonan verið og hópurinn í kring -- að meira að segja gömlu þjófunum hafi blöskrað:
Sjá ->
Grace Mugabe.

 

Kv.


Getur Reykjavík beitt lausn Vancouver borgar til lausnar skorti á leiguhúsnæði?

Eins og flestir ættu a.m.k. að hafa frétt af, hefur leigumarkaðurinn í Reykjavík verið afar erfiður allra síðustu árin - leiga orðið afar dýr - það dýr, að til staðar er nú hópur Reykvíkinga sem mætti skilgreina húsnæðisfátæka.

Vancouver imposes sharp restrictions on Airbnb, homesharing sites

http://www.traveller.com.au/content/dam/images/g/m/z/z/b/r/image.related.articleLeadwide.620x349.gmzyec.png/1486092870406.jpg

Húsnæðisverðlag í Vancouver kvá hafa hækkað 75% á 5 árum, leiga einnig snarhækkað.
--Húsnæðisverð og leiguverð hafi af þessa völdum, orðið stórt þrætuefni meðal íbúa Vancouver borgar - kröfur sífellt háværari um virkar aðgerðir.

Skv. takmörkunum Vancouver borgar á leigu fasteigna í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Er einungis heimilt að leigja herbergi út frá íbúð eða húsnæði þ.s. þú býrð í að staðaldri.
  2. Eða leigja út húsnæði þitt í takmarkaðan tíma - meðan þú ert í frýi.

Óheimilt verði hér eftir að leigja í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Heila íbúð þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þó svo hún sé hluti af þinni fasteign - sbr. kjallaraíbúð sem er hluti af þinni fasteign sem þú býrð í.
  2. Ekki heldur, leigja út afmarkaða séreign þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þú sú sé innan þinnar eignarlóðar - t.d. annað hús eða smáhús innan þinnar lóðar.
  3. Ekki heldur leigja út heilu fasteignirnar, hvort sem þeim væri skipt í leiguherbergi eða leigðar sem heild, sem eru staðsettar annars staðar en sú eign þ.s. þú býrð.

Ég held að flestir þekki til þess, að í Reykjavík hefur allra síðustu ár verið í hratt vaxandi mæli stundað að leigja eignir í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.

--Til séu fasteignabraskarar sem í dag eiga fjölda húseigna hér og þar, hvort sem það eru einstaka íbúðir annars staðar en þeir búa eða heilu húsin - sem séu í þannig útleigu.
--Hjá óþekktum fjölda aðila, sé þetta orðin líklega nokkuð umsvifamikil atvinnustarfsemi.
--Til eru að auki þess dæmi, fólk reisi til útleigu smáhýsi á sínum eignalóðum.
--Auðvitað að afmarkaðar leiguíbúðir hluti af þeirra fasteign, séu þannig leigðar.

Enginn vafi að það sama hefur verið í gangi og í Vancouver að leiguíbúðir hafa verið að hverfa af almenna leigumarkaðnum - inn í útleigu þess í stað í gegnum AirBNB og sambærilegar síður.

Það hefur verið bent á að þessi þróun geti verið mikilvægur þáttur í því að verðlag á húsaleigu hefur hækkað mjög hratt og mjög mikið sl. 5 ár - alveg eins og í Vancouver.
--Alveg eins og í Vancouver, er risin alda óánægju.

  • Spurning því - hvað skal til bragðs að taka?

 

Niðurstaða

Lausn Vancouver borgar er auðvitað stórfellt inngrip í starfsemi þess fólks sem hefur í vaxandi mæli, gert það að sinni atvinnu að leigja húsnæði í sinni eigu út í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.
Það getur vart verið nokkur vafi að sambærilegar aðgerðir mundu geta skilað töluverðu auknu aðgengi fólks á almenna leigumarkaðnum að húsnæði til útleigu.
Að auki sé rökrétt að bætt framboð mundi skila a.m.k. einhverri verulegri lækkun á leigu.

--Spurning hvort að Reykvíkingar eiga að þrýsta á svipaða lausn og Vancouver borg hefur gripið til?

 

Kv.


Formlegir úrslitakostir til handa Lýbanon virðast liggja fyrir frá Saudi-Arabíu

Forsætisráðherra Lýbanon sem hefur verið í haldi Sauda síðan 3/11 sl. var notaður til að flytja boðskapinn - en sá er eftirfarandi: Saad Hariri plans return to Lebanon within days

Saad al-Hariri forsætisráðherra!

https://english.almanar.com.lb/framework/includes/uploads/2016/10/manar-00378980014769814785.jpg

  1. “We know there are American sanctions but should we add to them Arab sanctions as well? What is in our interest as Lebanese?”
  2. “We cannot continue in this way, where we say we want a policy of disassociation at the same time that we see an actor in Lebanon is working in Yemen and other places,”
  3. “Disassociation is the foundation of Lebanon’s interest . . . Where do we export our goods? Is it not Arab states? Where do our sons work?”
  4. “We must work to preserve this interest, and this interest was threatened, and that is why I did what I did.”

Krafa Sauda skv. þessu er skýr - að Hezbollah dragi sig til baka og hætti afskiptum af málefnum Mið-Austurlanda.
Saudar skv. þessu líta svo á að Lýbanon hafi ekki staðið við gamalt samkomulag, um engin afskipti af málefnum Mið-Austurlanda, vegna aðgerða Hezbollah - sem eru orðnar mjög miklar að umfangi síðan hreyfingin hóf þátttöku í átökum innan Sýrlands 2013.

Hinn bóginn kem ég ekki auga á nokkurn hinn minnsta möguleika fyrir aðra Lýbana -- að þvinga Hezbollah að hlýta þessum úrslitakostum Sauda.
Augljóslega er Hezbollah miklu hernaðarlega sterkara -- en restin af Lýbönum.
Þannig að Hezbollah mundi gersigra í átökum, hverskonar tilraun annarra Lýbana, til að hrinda úrslitakostum Sauda í framkvæmd.

Fears for Lebanese economy if Saudis impose Qatar-style blockade

Þetta bendi til þess að yfirvofandi séu refsiaðgerðir Sauda á Lýbanon.

  1. Hundruðir þúsunda Lýbana starfa í Arabaríkjum við Persaflóa - án vafa yrði skorið á þá líflínu af hálfu Sauda og bandalagsríkja Sauda.
  2. Að auki má vænta að lokað yrði á ferðamennsku frá Persaflóa Arabaríkjunum, fyrir banka- og fjármálaviðskipti, sem og önnur efnahags samskipti.

--Ég kem á hinn bóginn ekki auga á að slík "collective" refsing á alla Lýbana, mundi styrkja stöðu Sauda í nokkru.
--Hljómar frekar sem hefnd Sauda, þegar þeim sjálfum sé orðið ljóst að þeir hafi tapað fyrir Íran í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

En með þeim aðgerðum yrði samtímis skorið á hver þau áhrif sem Saudar enn hafa innan Lýbanon.

  • Lýbanon þá óhjákvæmilega hallar sér meir að Íran.
  • Lýbanon enn hefur samskipti við Frakkland, og arabaríki við Miðjarðarhaf - þau samskipti líklega halda áfram, Sisi af Egyptalandi t.d. hefur þegar hafnað þátttöku í aðgerðum gegn Lýbanon.
  • Að auki virðist blasa við að Lýbanon geti átt samskipti við Rússland sem og Tyrkland.

En það efnahagstjón sem Lýbanon verður fyrir mun vart snögglega lagast.
--Hinn bóginn, gæti þessi verknaður fært Lýbana nær hverjum öðrum, dregið úr líkum á framtíðar átökum þeirra í milli.

 

Niðurstaða

Þær refsiaðgerðir sem flest bendi til að Saudi-Arabía fyrirhugi að leggja á Lýbanon. Séu ólíklegar að stuðla að auknum hróðri Saudi-arabískra stjórnvalda. Frekar að óbeint með þessu sé Saudi-Arabía að viðurkenna sinn endanlega ósigur í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Það að Saudi-Arabía eigi ekki lengur möguleika á að ógna valdastöðu Írans á því svæði, er virðist nú orðin afar traust þar.
--Eiginlega er ekki unnt að sjá margt sem hefur farið þannig að styrki stöðu Saudi-Araba.
--Frekar að Saudi-Arabía hafi leikið hvern afleikinn eftir annan.
Og ekki vera að læra af reynslunni!

 

Kv.


Enginn vafi virðist á því að forsætisráðherra Lýbanons sé í haldi í Saudi-Arabíu, og að afsögn Saad al-Hariris hafi verið merkingarlaus

Forseti og ríkisstjórn Lýbanon hafa tekið þá afstöðu, að afsögnin sé merkingarlaus þar til að Saad al-Hariri hafi haft tækifæri til að snúa til baka til Lýbanon og skýra sína afstöðu.
Frásögnin af því hvað gerðist er Saad al-Hariri forsætisráðherra Lýbanons, lenti í grennd við Riyadh þann 3/11 sl., hefur smám saman verið að afhjúpast umliðna daga.
Reuters fjallaði um málið í þessari áhugaverðu frétt: Exclusive: How Saudi Arabia turned on Lebanon's Hariri.

Saad al-Hariri

https://english.almanar.com.lb/framework/includes/uploads/2016/10/manar-00378980014769814785.jpg

Laugardaginn 4/11 sl. var alþjóðafjölmiðlum sent myndskeið af Saad al-Hariri, þ.s. hann hélt stutta tölu, þar á meðal - lýsti yfir afsögn sinni sem forsætisráðherra Lýbanons. Auk þessa, gagnrýndi hann Íran og Hezbollah með afar harkalegum hætti.
--Þetta kom allt eins og þruma úr heiðskýru lofti, enginn átti von á þessu í Lýbanon - þaðan af síður ráðgjafar Hariri né fjölskylda!

Skv. Reuters eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir ljós!

  1. Saad al-Hariri, hafði sagt ráðgjöfum sínum innan ríkisstjórnar Lýbanon, að þeir mundu aftur taka upp þráðinn varðandi málefni þau sem ríkisstjórnin væri með á sinni könnu - mánudaginn 6/11 sl. Greinilega ætlaði Hariri þá vera kominn til baka.
  2. Hann hafði sagt fjölmiðlum að hann mundi ræða við fulltrúa þeirra á Sharm al-Sheikh sunnudaginn 5/11 sl., þegar hann átti fyrirfram ákveðinn fund með Abdel Fattah al-Sisi.
  3. Hariri hafði heimsókt Saudi-Arabíu einungis fáeinum dögum fyrr, hitt þá krónprins Saudi-Arabíu og Thamer al-Sabhan sem er ráðherra í ríkisstjórn Saudi-Arabíu er hefur um málefni Persaflóa að gera.
    --Hariri hafi látið taka mynd af sér með Sabhan, þ.s. báðir sjást brosandi.

Reuters segist hafa rætt við ráðgjafa Hariri í Lýbanon - og sá hafi eftirfarandi kenningu um fundinn sem Hariri átti í Saudi-Arabíu, nokkrum dögum fyrr.

  1. What happened in those meetings, I believe, is that (Hariri) revealed his position on how to deal with Hezbollah in Lebanon: that confrontation would destabilize the country. I think they didn’t like what they heard,
  2. "The source said Hariri told Sabhan not to “hold us responsible for something that is beyond my control or that of Lebanon.”"
  3. "But Hariri underestimated the Saudi position on Hezbollah, the source said. “For the Saudis it is an existential battle. It’s black and white. We in Lebanon are used to gray,” the source said."

Mér finnst þetta mjög áhugavert frásögn - en skv. henni hafi Saad al-Hariri verið spurður af krónprinsinum og Saban, hvort hann hygðist beita sér gegn - Hezbollah.

Og Saad al-Hariri hafi sagt, að það væri ekki á færi stjórnarinnar í Lýbanon að mæta kröfum landstjórnenda í Saudi-Arabíu.

  • Augljóslega sé það rétt!

Frá þeim punkti, hafi landstjórnendur í Saudi-Arabíu undirbúið að koma Saad al-Hariri frá.
--Ef marka má Reuters, er eldri bróðir Saad - Bahaa al-Hariri í Saudi-Arabíu.
--Segja meðlimir Hariri stórfjölskyldunnar, hafa borist kröfur Saudi-Araba að Hariri klanið mundi lýsa yfir hollustu við, Bahaa al-Hariri í stað Saad al-Hariri.

Hinn bóginn er Saad al-Hariri kjörinn forsætisráðherra Lýbanon!
Haft er eftir meðlimum Hariri fjölskyldunnar að það virki ekki þannig innan Lýbanon, að skipt sé um forsætisráðherra með þeim hætti - að menn falli á hné og lýsi yfir hollustu.

  • Baha al-Hariri er sagður hafa aðra afstöðu til Hezbollah, en Saad al-Hariri.
    --En gengið hafi verið framhjá eldri bróðurnum, er Saad al-Hariri varð fyrir valinu, sem frambjóðandi Hariri fjölskyldunnar síðast er kosið var til forsætisráðherra í Lýbanon.

Sjálfsagt afar sennilegt, að sveigjanlegri afstaða Saad - hafi eitthvað með það haft að gera.
Alls ekki ólíklegt að sá bróðirinn hafi verið valinn, er líklegri hafi verið til að geta viðhaft samvinnu við Hezbollah.
--En þegar Hezbollah er greinilega sterkari aðilinn, þá má segja að valið sé ekkert.
--En krafa Sauda um "confrontation" þíddi líklega einfaldlega það, að Hezbollah mundi aftur - eins og fyrir um áratug, senda herlið sitt inn í Beirut og taka borgina.

En þá studdu Saudar uppþot Súnní-Araba í Lýbanon gegn Hezbollah, átti Hezbollah ekki í miklum vandræðum með að hafa betur. Augljóst virðist að sú saga mundi einungis endurtaka sig.

  1. Fátt bendi til annars, en að Hezbollah mundi sigra með skjótum hætti, í endurnýjuðum borgaraátökum innan Lýbanon.
  2. Það gæti leitt til harmleiks, þ.e. landflótta a.m.k. að einhverju verulegu leiti þeirra hópa er stæðu hugsanlega að slíkri uppreisn gegn Hezbollah.

Líklega skilja Lýbanir mæta vel, að veikari hóparnir innan Lýbanons - eiga sennilega enga möguleika að mæta kröfum Saudi-Arabíu. Hinn bóginn, virðist fátt benda til þess að stjórnendur í Riyadh ætli að auðsýna skilning á stöðu mála innan Lýbanons - á þeim takmörkunum sem staða annarra hópa en lýbanska Shíta er háð.

Eins og ég benti á um daginn, geti einungis Ísrael breytt stöðunni: Er stórhætta á nýju Miðausturlanda-stríði?.

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á um daginn, virðist mér algerlega ljóst að Saudi-Arabar eiga einungis einn möguleika - ef þeir ætla að breyta að einhverju verulegu leiti stöðunni innan Lýbanons og Sýrlands.
--Það er að fá Ísrael í lið með sér!

Einungis herlið Ísraels hafi þann styrk sem mundi til þurfa, ef ætti að veikja stöðu Hezbollah og Írans - í Sýrlandi og Lýbanon. Innlendir aðilar í Lýbanon, megni það engan veginn að setja hömlur á getu Hezbollah að beita sér gegn hagsmunum Saudi-Arabíu.

Það sé því sennilega engin von til þess, að Saudi-Arabía geti beitt þannig þrýstingi á Lýbanon - að leiðtogar lýbanskra Súnníta breyti sinni afstöðu - sem Saad al-Hariri sé fulltrúi fyrir.

Þannig að ef Saudi-Arabía lokar á samskipti við Lýbanon, beitir landið efnahagsþvingunum - þá hafi það líklega einungis þau áhrif að binda endi á áhrif Sauda alfarið innan Lýbanons.

--Einungis ef Ísrael er tilbúið að hefja stríð gegn hagsmunum Írans og Hezbollah, geti sú útkoma breyst!
--Það þíddi auðvitað að Ísrael væri komið þá í stríð við Íran.

  1. Ísrael getur auðvitað flæmt Íran frá Sýrlandi, hernumið hvort tveggja Sýrland og Lýbanon.
  2. Ef Ísrael væri tilbúið að færa þær mannfórnir sem til þess mundi þurfa, hafi Ísrael herstyrk til þeirra hluta.

En Ísrael mundi ekki geta knúið Íran til að hætta styrrjaldarátökum. Rétt að muna að Íran barðist við Saddam Hussain árin 1980-1988, og sýndi að Íran var tilbúið til mjög verulegra mannfórna.
--Veikleiki Ísraels "in war of attrition" er að Ísrael hefur líklega ekki langt úthald.

Íran mundi líklega skipuleggja gríðarlega víðtækan skæruhernað innan Sýrlands og Lýbanons.
Áætlunin einfaldlega sú "to bleed Israel dry."
--Sem gæti einfaldlega virkað.

Það eru megin rökin fyrir Ísrael að hika, að óvíst er að Ísrael yrði sigurvegarinn í slíkri rimmu.
Í löngu og mannskæðu stríði sigrar yfirleitt landið sem hefur lengra úthald.
--Ef Ísrael fæst ekki með í leik, kem ég ekki auga á neitt sem Saudi-Arabía getur afrekað.

 

Kv.


Lýbönsk yfirvöld telja forsætisráðherra landsins gísl Saudi-Araba

Forsætisráðherra Lýbanon, Saad al-Hariri, er sonur annars Hariri er var lengi forsætisráðherra Lýbanons. En fyrir fólk sem ekki veit, er í gildi í Lýbanon - kerfi þ.s. forsætisráðherrann er alltaf Súnní-Arabi. Meðan að forseti landsins, er alltaf frá hópi kristinna Maróníta. Á sama tíma, fær fjölmennur hópur Shíta um 40% landsmanna, alltaf nokkra ráðherra í ríkisstjórninni, samtímis sitt hlutfall þingmanna.
--En þ.s. Hezbollah hreyfingin, er eina Shíta hreyfingin í Lýbanon sem nokkru máli skiptir, og stjórnar raunverulega algerlega Shíta-svæðum innan Lýbanon, og er auk þessa - hernaðarlega séð, sterkari en hinn formlegi her Lýbanons.
--Hefur Hezbollah hreyfingin óhjákvæmilega gríðarlega mikil raunveruleg völd.

Ættaveldi virðast skipta miklu máli í þessu landi þess fyrir utan, og Hariri ættaveldið virðist drottnandi pólitískt séð meðal Súnní-Araba innan Lýbanons.
Þannig að það væri langt í frá einfalt, að skipta um forsætisráðherra - sem skv. valdaskiptafyrirkomulaginu, sem læst er í stjórnarskrá landsins - verður að vera Súnní-Arabi.

Þetta hefur að sjálfsögðu stjórnvöldum Saudi-Arabíu verið kunnugt!
Það hafi því verið öflug aðgerð, ef menn vilja valda veseni innan Lýbanon, að setja Hariri í varðhald - og þvinga hann að því er virðist, til að gefa út yfirlýsingar er hann gaf út sl. mánudag um afsögn þ.s. hann auk þess gagnrýndi Hezbollah með hætti sem ósennilegt væri að hann hefði ákveðið sjálfur að gera --> Sjá eldri færslu mína:
Saudi-arabísk stjórnvöld segja Lýbanon hafa líst yfir stríði

Fréttir:

France's Macron flies to Riyadh to see crown prince

Lebanon believes Saudi holds Hariri, demands return

Gulf states advise citizens against traveling to Lebanon

Lebanese 'decide who represents us'

Hezbollah calls on Saudi Arabia to cease interfering in Lebanon

Riyadh calls on Saudis to leave Lebanon ‘as soon as possible

Middle East tensions rise as Iran and Saudi Arabia jostle for power

https://english.almanar.com.lb/framework/includes/uploads/2016/10/manar-00378980014769814785.jpg

Emmanuel Macron ákvað í skyndi að heimsækja Riyadh frá Dubai þ.s. hann var staddur!

Umræðuefni heimsóknarinner 2: Lýbanon og Yemen. Macron sagði blaðamönnum í Dubai áður en hann steig upp í flugvél til Ryiadh, að hann legði áherslu á stöðugleika Lýbanons og að lýbanskir stjórnmálamenn ættu að vera frjálsir í Lýbanon. Til viðbótar sagði hann, að Saudi-Arabar yrðu að heimila hjálparflug til Yemen þ.s. mikill mannfjöldi sé háður erlendri mataraðstoð.

Macron m.ö.o. ætlast til að Ryiadh heimili Hariri að snúa heim. Forseti Lýbanons hefur sagt - ekki viðurkenna afsögn Hariris, nema að Hariri sjálfur staðfesti hana í eigin persónu eftir heimkomu til Lýbanon.

  1. Stefna Saudi-Arabíu virðist vera að byrtast, sbr. yfirlýsingar frá Saudi-Arabíu og bandamönnum Saudi-Arabíu við Persaflóa, þ.s. þeirra fólki var sagt að drífa sig heim frá Lýbanon - að auki voru gefnar út yfirlýsingar þ.s. þeirra þegnar voru varaðir við því að ferðast til Lýbanons.
  2. Innan Lýbanons virðast pólitíkusar álíta Hariri í gíslingu í Saudi-Arabíu, og krefjast þess að hann verði látinn laus og fái fararleyfi til Lýbanon.

Á sama tíma hafa helstu hópasamtök Lýbana, kvatt til stillingar í landinu.
Ekki hefur borið á mótmælum eða látum á götum úti vegna málsins.

  1. Það að Saudi-Arabar og bandamenn, ætla greinilega að binda endi á túrisma þeirra landsmanna innan Lýbanons, er augljóst form efnahagslegra refsiaðgerða.
  2. Ef mið er tekið af aðgerðum þeirra landa gegn Quatar - þá væntanlega fylgja frekari efnahagslegar refsiaðgerðir í kjölfarið.

--Þá væntanlega hefur Saudi-Arabía ekki samkomulag við Ísrael um hugsanlegt stríð, eins og ég velti fyrir mér í gær: Er stórhætta á nýju Miðausturlanda-stríði?.
--Sem betur fer að sjálfsögðu, því það síðasta sem Mið-austurlönd þurfa á að halda, er frekari óreiða.

 

Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, krónprins Saudi-Arabíu heldur að slíkar aðgerðir styrki stöðu Saudi-Arabíu í Lýbanon, þá skilur krónprinsinn líklega ekki venjulegt fólk!

  1. En efnahagsaðgerðir sem ætlað er að stuðla að veikingu efnahags Lýbanon - sem "collective" refsing til Lýbana, fyrir það að Hezbollah hreyfingin hafi risið upp þeirra á meðal.
  2. Slíkar aðgerðir munu að sjálfsögðu hafa þveröfug áhrif, að auka enn frekar áhrif Írana í því landi.

En Lýbanar verða þá að leita að viðskiptum í aðrar áttir - en til Persaflóa-araba. Þ.s. Sisi af Egyptalandi ætlar að hafna allri þátttöku í aðgerðum gegn Lýbanon, þó hann hafi tekið þátt í aðgerðum gegn Quatar t.d. - þá væntanlega haldast samskipti Egyptalands og Lýbanons þau sömu áfram.

Lýbanar geta einnig leitað eftir viðskiptum til Tyrklands - sem er áhugavert að nefna, að hefur herstöð í Quatar, og þar með raunverulega ver Quatar gagnvart Saudi-Arabíu.

Auk þessa, að augljóslega standa frammi fyrir þeim kosti, að leita í vaxandi mæli til Írana.

  • Þvert á móti, þá líklega innsigli aðgerðir Saudi-Araba, fullan aðskilnað milli Lýbanons og Saudi-Arabíu - en á árum áður var Saudi-Arabía mjög áhrifamikil í Lýbanon.

M.ö.o. sé ég ekki með hvaða hætti þær aðgerðir geta þjónað markmiðum krónprinsins, að veikja stöðu Írans -- reyndar er erfitt að koma auga á nokkra þá stefnu sem krónprinsinn hefur viðhaft sl. 2-3 ár síðan sól valda hans fór að rísa innan Saudi-Arabíu, sem hafi skilað tilætluðum árangri.

--En stríðið í Yemen hefur þróast í pattstöðu, sigur Saudi-Araba virðist fjarlægjast frekar en hitt.
--Aðgerðir Saudi-Arabíu, virðast einfaldlega hafa flýtt fyrir þeirri þróun sem þeir óttuðust sem möguleika, að Húthí fylkingin svokallaða gerðist náinn bandamaður Írans.
--En árásarstríð Saudi-Araba sem núverandi krónprins hóf, hafði þá afleiðingu að Húthar urðu að leita á náðir Írana, og eru þar með í dag - þ.s. Saudar óttuðust "self fulfilling prophecy."
--Aðgerðir sem krónprinsinn einnig fyrirskipaði gegn Quatar, eru ekki heldur að skila nokkrum sjáanlegum árangri - Quatar líklega einnig hefur þurft að sækja meir til Írans.

  • M.ö.o. virðist mér allt virka öfugt hjá krónprinsinum - og hann virðist ekkert læra af reynslunni.

 

Niðurstaða

Sem betur fer virðist mér ekki að stjórnin í Ryiadh hafi það spil í hendi að hefja nýtt stríð. Það þíði að Ryiadh hafi líklega einungis þau sömu aðgerðaspil í hendi og gegn Quatar. Sem hingað til, vegna stuðnings Tyrklands sérstaklega - auk þess að Bandaríkin auk Tyrklands einnig hafa þar herstöð; hefur engu sjáanlegu skilað fyrir Ryiadh enn sem komið er og fátt bendi til þess að Quatar sé í uppgjafarhugleiðingum.

Slíkar efnahags refsiaðgerðir í tilviki Lýbanons séu ólíklegar að hafa í nokkru þau áhrif að veikja stöðu Hezbollah innan Lýbanons, né sé það sennilegt að slíkar aðgerðir veiki áhrif Írans innan Lýbanons.
--Þvert á móti, þá væntanlega tryggi þær aðgerðir endalok áhrifa Saudi-Araba í því landi.

Mér virðist smám saman verða betur ljós, að krónprins Saudi-Arabíu sé einfaldlega ekki sérdeilis snjall stjórnandi - en ég virkilega kem ekki auga á nokkurt utanríkisstefnuatriði þegar kemur að deilum Saudi-Arabíu við Íran eða önnur lönd innan Mið-Austurlanda, sem hægt er að líta svo á að hafi spilast stjórnendum Saudi-Arabíu í hag.

  • Ef Saudi-Arabía hefur ekki Ísrael með sér, þá sé það nánast ekki neitt sem máli skipti, sem Saudi-Arabía geti gert Lýbanon eða Hezbollah hreyfingunni.
    --Aðgerðir Saudi-Arabíu sýni þá einfaldlega fram á veikleika Ryiadh, sem snjallara hefði sennilega verið að láta vera að auðsýna.

 

Kv.


Er stórhætta á nýju Miðausturlanda-stríði?

Ný krísa í samskiptum Saudi-Arabíu og Lýbanons hefur vakið athygli heimsins. En á mánudag, sagði ráðherra í ríkisstjórn Saudi-Arabíu. Að ríkisstjórn Lýbanons - hefði líst yfir stríði gagnvart Saudi-Arabíu. Með því að standa sig ekki í því, að halda aftur af - Hezbollah hreyfingunni.
--Með fylgdi krafa þess efnis, að stjórnvöld Lýbanon tryggði afvopnun hreyfingarinnar, og áhrifaleysi í náinni framtíð.
--Krafa sem augljóst er út í hött. Svo gersamlega, að Sisi leiðtogi Egyptalands - taldi sig knúinn til að lýsa því yfir daginn eftir, að þ.s. skipti máli í Lýbanon, væri að viðhalda stöðugleika í því landi, auk þess að hann benti á það - að Mið-Austurlönd þyrftu ekki á meiri óstöðugleika að halda.
--Það er áhugavert að Sisi skyldi tjá slíkt til alþjóðafjölmiðla, því Saudi-Arabía studdi hann til valda á sínum tíma, auk þess að styrkja stjórn hans mjög rýflega fjárhagslega - fyrsta kastið.

Sjá umfjöllun um daginn: Saudi-arabísk stjórnvöld segja Lýbanon hafa líst yfir stríði.

The Mideast war risk Trump can’t ignore

 

Kort er sýnir hópaskiptingu Lýbanons

http://gulf2000.columbia.edu/images/maps/Lebanon_Ethnic_lg.png

En stundum setja menn fram -absúrd- kröfur sem menn vita að verða ekki uppfylltar, sem tilliástæðu fyrir að hefja stríð!

Það blasir ekki við að stjórnvöld Saudi-Arabíu, geti ógnað verulega stöðu Hezbollah, sem hefur gríðarlega sterka stöðu í Lýbanon. Nema að Ísrael fáist til að taka þátt!

Augljóslega lýst Ísrael illa á stöðuna, enda er niðurstaða átakanna í Sýrlandi að skila stórfellt öflugra Hezbollah. Íran virðist ætla að takast að tryggja algerlega öruggar samönguleiðir milli Írans og Sýrlands - þaðan til Lýbanon.

Íranski lýðveldisvörðurinn hefur tekið fullan þátt í átökum innan Sýrlands - sl. 2 ár. Og er til staðar innan Sýrlands, greinilega í verulegum fjölda, m.ö.o. íranskur her.

Í flestum sömu bardögum hefur Hezbollah einnig verið til staðar, auk þess að Hezbollah var fullur þátttakandi frá 2013 eða tveim árum fyrr. Hezbollah virðist hafa tekist að tryggja alger umráð yfir landamærasvæði innan Sýrland - í framhaldi af Bekha svæðinu í Lýbanon.

Hezbollah liðar virðast hafa mjög nærri svipaða stöðu í Sýrlandi í dag, og þeir hafa töluvert mikið lengur haft í Lýbanon.

  1. Ísrael hefur nú í nokkur skipti gert loftárásir innan Sýrlands, til að eyðileggja vopnasendingar til Hezbollah - og í eitt skipti lét íranskur hershöfðingi lífið, yfirmaður lýðveldisvarðarins í Sýrlandi í það skiptið.
  2. Ísrael hefur opinberlega sagt fjölmiðlum að þeir hafi vitneskju um það - hver yfirmaður lýðveldisvarðarins í Sýrlandi sé í dag.

--Sem felur í sér augljósa hótun.

  • En spurningin er hvort það séu verulegar líkur á stríði með þátttöku Ísraels, í samvinnu við Saudi-Arabíu, ætlað að veikja verulega Hezbollah samtökin?
  • Þessari spurningu er ómögulegt að svara.

En enginn vafi er að Ísrael metur hratt vaxandi styrk Hezbollah sem alvarlega ógn.
Að auki, að Ísrael meti staðsetningu fjölmenns íransks herliðs í Sýrlandi, einnig sem ógn.
Ekki síst, að Ísrael án vafa metur þá samsetningu, sem vaxandi ógn!

  1. Ástæðan til að velta þessu fyrir sér, er að sögulega hefur Ísrael oft brugðist við því sem metið er - alvarleg ógn, með stríði.
  2. Og að þ.e. mjög áhugavert, að Saudi-Arabía skuli vera að beita sér gegn Lýbanon akkúrat núna.

Einungis Ísrael hefur nægilega öflugan her akkúrat rétt staðsettan til að skipta máli.
Ísrael getur mæta vel, ráðist inn í Lýbanon og Sýrland, hefur landher til þess og flugher
.
Meðan að Saudi-Arabía getur í raun og veru afar lítið aðhafst.

 

Niðurstaða

Ef Ísrael hefur hafið stríð, hefur það hingað til alltaf gerst mjög snöggt. Hinn bóginn mundi innrás í Lýbanon og Sýrland, vera töluvert stór ákvörðun - en nú er svo komið að vart mundi duga að ráðast einungis inn í Lýbanon, ef tilgangurinn væri að veikja verulega Hezbollah auk þess að veikja þá aðstöðu sem Íran hefur byggt sér upp innan Sýrlands sl. 2 ár.

En þetta þíddi ekki einungis bein átök við Hezbollah, heldur íranska lýðveldisvörðinn - sem er í raun og veru, íranskur her. Og það væri spurning hver viðbrögð Rússa mundu vera.

Á hinn bóginn, virðist manni afar þíðingarlítið fyrir Saudi-Arabíu að hefja atlögu gegn Lýbanon, ef Ísrael er ekki með í för. Enda afar lítt sem Saudi-Arabía getur gert. Enda her Saudi-Arabíu langt í burtu. Og mundi ekki geta komist á vettvang.

Einungis eitt land ræður yfir þeim herstyrk sem getur skipt máli. Og það sama land er einnig rétt landfræðilega staðsett. Þetta eru auðvitað vangaveltur -- það þarf ekki að vera að stríð sé yfirvofandi. En það getur svo sannarlega verið svo!

 

Kv.


Meðlimir Damaskus stjórnarinnar - hóta að ráðast að liðssveitum bandamanna Bandaríkjanna, er ráða ca. þriðjungi sýrlensks landssvæðis

Eins og sést á kortinu að neðan, hafa hersveitir sem styðja stjórnina í Damaskus sjá rauðu svæðin, sókt fram gegn ISIS - frá einum bakka Efrat fljóts.
Meðan Súnní liðssveitir sem Bandaríkin hafa þjálfað í þjálfunarbúðum á umráðasvæðum Kúrda, studdar af flughversveitum Bandaríkjanna - hafa sókt fram gegn ISIS á hinum bakka Efrats.

  • Það hefur leitt til þeirrar freystandi ályktunar, að skipting Sýrlands blasi við.

Kort af víggstöðunni, sept. 2017!

https://southfront.org/wp-content/uploads/2017/09/15sep_syria_war_map.jpg

  1. En eftir snöggar ófarir Íraskra Kúrda í sl. mánuði þ.s. þeir misstu töluverð landsvæði yfir til hersveita sem styðja ríkisstjórnina í Bagdad.
  2. Virðist þeirri hugmynd hafa skotið rótum í Damaskus -- að það væri ef til vill ástæða að láta reyna á það, að leggja í liðssveitirnar sem Bandaríkin hafa búið til.

Það hafa nú a.m.k. tvisvar borist skýrar hótanir - í sl. viku frá liðsmanni íranska lýðveldisvarðarins, og nú frá Damaskus -- að lagt verði fljótlega til atlögu gegn þeim liðssveitum sem Bandaríkin hafa búið til, og styðja.

--Það mun auðvitað, ef slík atlaga hefst, þvinga bandarísk stjórnvöld til að ákveða sig - hvort þær ætla að tryggja skiptingu Sýrlands til frambúðar!
--Eða heimila liðssveitum Damaskus stjórnarinnar, væntanlega með fullum stuðningi Írans og íranska lýðveldisvarðarins -- að hertaka þau svæði sem hersveitir sem Bandaríkin nú styðja, þar með hersveitir Kúrda, ráða yfir.

Assad adviser says Turkish, U.S. forces 'illegal invaders' in Syria

Assad says Syria war does not end in Deir al-Zor

  1. Skv. ofrangreindri frétt vill greinilga stjórnin í Damaskus, ekki viðurkenna samkomulag milli Pútíns og Erdogans - sem gert var fyrir skömmu, þ.s. virtist sem Pútín heimilaði Erdogan fyrir sitt leiti, að hefja aðgerðir í Idlib héraði.
  2. Og fulltrúar Damaskus stjórnarinnar, nota sama "hryðjuverka-öfl" orðalag til að lýsa þeim sveitum sem Bandaríkin styðja - hvort sem um er að ræða hersveitir Kúrda eða Súnní Araba sveitirnar sem Bandaríkin bjuggu til úr sýrlenskum flóttamönnum, og þeir t.d. nota yfir liðsmenn ISIS.

En ég held að þessar hótanir þurfi að taka fullkomlega alvarlega!
Bandaríkin geta að sjálfsögðu mjög auðveldlega stoppað slíka framrás hersveita Damaskus stjórnarinnar - yfir Efrat fljót, með sínum flughersveitum, er því er að skipta.
--En það liggur óljóst fyrir, hvað stjórnin í Washington ætlar að gera.

Washington virðist í seinni tíð, tala um "federalization" þ.e. að Sýrland yrði skipt í sjálfstjórnarsvæði.
En Damaskus líklega með stuðningi Írana, virðist nú dreyma um að brjóta alla vopnaða andstöðu gegn Damaskus og Íran - innan Sýrlands, á bak aftur.

  1. Mér skilst að það sé stefna Donalds Trump að veikja Íran.
  2. Að gefa þessi landsvæði eftir, mundi gera Bandaríkin algerlega áhrifalaus innan Sýrlands - staðfesta Sýrland sem leppríki Írans, full yfirráð bandamanna Írans á því svæði.

--Sem klárlega gengi gegn markmiði yfirlýstu af hálfu Trumps að veikja stöðu Írans.
Hinn bóginn virðist í seinni tíð, nálgun Washington gjarnan í tilvikum vera "schizophrenic."

 

Niðurstaða

Eftir 2ja ára aðstoð Rússa, og fullri þáttöku íranska lýðveldisvarðarins í Sýrlandsstríðinu, ásamt Hezbolla liðssveitum - nær umráðasvæði bandamanna Írans nú yfir meira en helming landsvæðis Sýrlands. Á þessu ári hafa svæði undir stjórn ISIS skroppið hratt saman, undan sókn bandamanna Írans annars vegar og sókn bandamanna Bandaríkjanna hinsvegar.
--En þó svo að sín hvor fylkingin hafi sókt fram á sitt hvorum bakka Efrats.
--Hefur lengi blasað við hætta á átökum milli þessara fylkinga.
Það mundi að sjálfsögðu fara mjög nærri beinum hernaðarátökum Bandaríkjanna við Íran, ef Bandaríkin mundu stöðva hugsanlega eða jafnvel líklega árás liðssveita bandamanna Írans á liðssveitir bandamanna Bandaríkjanna með loftárásum.

Hótun um slíka árás er nú skýr og fullkomlega ástæða að taka alvarlega.
Óljóst þó hverjar fyrirætlanir Washington eru.
En ef þeir gefa þessi svæði eftir, þar með svíkja sína bandamenn, munu bandamenn Írans alveg örugglega með fullum stuðningi Írans - ná þeim svæðum öllum, líklega með töluverðu blóðbaði; og ekki ósennilega því - hugsanlega nokkrum viðbótar flóttamannastraum.

  • Bandaríkin þurfa líklega að ákveða sig mjög fljótt.
    --En ef þeir svíkja sína bandamenn, munu fáir treysta á Bandaríkin á átakasvæðum í framtíðinni.

 

Kv.


Saudi-arabísk stjórnvöld segja Lýbanon hafa líst yfir stríði

Verð að segja að þetta tónar á mig sem létt eða jafnvel meira en létt geggjuð umræða. En það virðist blasa við ný staða í samskiptum Lýbanons og Saudi Arabíu - eftir að virðist sem að forsætisráðherra Lýbanon Saad al-Hariri hafi verið þvingaður til afsagnar - staddur í opinberri heimsókn í Riyadh.
Hariri virðist hafa flogið til Riyadh sl. föstudag, um sl. helgi hefst síðan atburðarás sem líkja þarf væntanlega við hreinsanir innan Saudi-Arabíu.
--Hvernig sem að fjölskylda Hariri tengist þessu, en hún virðist hafa gömul sambönd við al Saud valdafjölskylduna, þá virðist nú birtast miklu mun harðari afstaða stjórnvalda Saudi Arabíu gagnvart Lýbanon.
--Þetta virkar á mann með þeim hætti, að þeir sem ráða nú í Riyadh, ætli sér ekki lengur að sætta sig við það ástand sem hefur nú lengi verið til staðar í Lýbanon; að Hezbollah sé þar nánast allsráðandi.

En hvernig núverandi yfirvöld Saudi-Arabíu þykjast ætla að nálgast það atriði, að smætta til mikilla muna áhrif Hezbollah -- blasir ekki beint við!
Það virðist a.m.k. ekki líklegt til að fara friðsamlega fram!

Saudi Arabia says Lebanon declares war, deepening crisis

Saudi Arabia says Lebanon has declared war on it

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/saudi_arabia_pol_2003.jpg

Krónprins Saudi-Arabíu, Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, er greinilega mikill andstæðingur Írans

Hann hefur rekið mannskætt stríð í Yemen - eftir 2 ár af kostnaðarsömum hernaði, blasir sigur ekki við. Þessi átök hafa greinilega þróast yfir í - "proxy war" milli Írans og Saudi Arabíu.

Deila sem krónprinsinn hóf við Quatar á þessu ári, hefur einnig ekki virst ætla skila tilætluðum árangri, að leiða fram þá niðurstöðu - sem krónprinsinn æskir.

  • Ég velti fyrir mér hvað krónprinsinn er að hugsa!

En nú er hann með í gangi - eitt kostnaðarsamt stríð, og aðra stóra milliríkjadeilu; hvort tveggja sem hann ákvað að starta.
Meðan að átökin í Sýrlandi, sem hófust árum áður en hann komst til valda, virðast ætla að skila því sem kalla verður -- íranskur sigur.

--Niðurstaða stríðsins í Sýrlandi, blasir við að efli frekar hvort tveggja í senn, völd og áhrif Írans - sem og völd og áhrif bandamanns Írans, Hezbollah.
--En nú saka stjórnvöld í Riyadh ríkisstjórn Lýbanons fyrir að vera meðsek Hezbollah, þar með fyrir að hafa - hafið stríð gegn Saudi Arabíu; vegna þess að þau hafi ekki staðið sig í því að hindra aðgerðir Hezbollah sem að mati núverandi stjórnenda í Riyadh skaða hagsmuni Saudi Arabíu.

  • Mér virðist þessi nýja afstaða Riyadh - hrein geggjun.

Áhugaverð ummæli:

Purge of Saudi princes, businessmen widens, travel curbs imposed
"“The kingdom is at a crossroads: Its economy has flatlined with low oil prices; the war in Yemen is a quagmire; the blockade of Qatar is a failure; Iranian influence is rampant in Lebanon, Syria and Iraq; and the succession is a question mark,” wrote ex-CIA official Bruce Riedel."

Ummæli CIA mannsins benda á þá staðreynd - að utanríkisstefna krónprinsins sé ekki beinlínis, skýnandi ljós árangurs.
--Aðgerðir hans gegn hluta elítunnar í Saudi Arabíu, gæti þannig séð allt eins verið ætlað að kæfa andstöðu við stefnu krónprinsins, sem gæti vel hafa verið til staðar.

En það má vel spyrja sig þess hvort 32 ára krónprinsinn sé almennilega fyllilega að skilja hugsanlegar neikvæðar afleiðingar sinnar stefnu.
--Ný afstaða gagnvart Lýbanon, sérstaklega ef henni fylgja frekari aðgerðir af hálfu Saudi Arabíu, gætu hugsanlega kollvarpað þeim litla stöðugleika sem til staðar hefur verið í Lýbanon síðan borgarastríðinu þar lauk á 10. áratugnum.

Nýtt Lýbanon stríð er ekki endilega það sem Mið-Austurlönd þurfa á að halda!

 

Niðurstaða

Í ljósi nýjasta útspils stjórnvalda Saudi Arabíu - velti ég fyrir mér hvor krónprins landsins, Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, sé haldinn geggjun. En hafandi í huga utanríkisstefnu prinsins síðan hann var fyrst skipaður utanríkisráðherra 2015, tók síðan við sem krónprins í hallarbyltingu í sumar - þ.e. stríðið í Yemen sem undir hans stjórn Saudi Arabía hefur tekið nú fullan þátt í - í 2 ár án niðurstöðu. Krísan í samskiptum við Quatar sem krónprinsinn ákvað að hefja fyrr á þessu ári, það mál einnig án niðurstöðu a.m.k. fram að þessu.
--Þá lyktar ný stefna Riyadh gagnvart Lýbanon alls ekki vel.

Hljómar nánast eins og Riyadh íhugi að opna nýjar víggstöðvar í "proxy" stríðum við Íran.
--Lýbanon yrði þá fórnarlamb, ásamt íbúum.

Trump auðvitað twítaði stuðning sinn í dag við innanlandsaðgerðir krónprinsins - sjálfsagt mundi hann einnig twíta stuðning við slíka opnun nýrra víggstöðva: Trump praises Saudi rulers.

Nýtt stríð í Mið-austurlöndum er ekki þ.s. heimurinn þarf á að halda, né Mið-austurlönd sjálf.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband