Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Þýskaland reiknar með 800.000 flóttamönnum í ár

Miðað við að Þýskaland vanalega tekur við e-h í kringum 40% heildar fj. flóttamanna er streyma til ESB landa. Þá stefnir í algert metár í fjölda flóttamanna til ESB aðildarríkja.

Þeir virðast koma úr nokkrum áttum:

  1. Flóttamenn frá A-Evrópu, þeim löndum sem ekki eru hluti af ESB.
  2. Síðan eru það flóttamenn er streyma upp í gegnum Balkanskaga.
  3. Þriðja meginleiðin, flóttabátar yfir Miðjarðarhaf.
  • Meginstraumurinn virðist koma frá N-Afríku og Mið-austurlöndum.

Germany Announces Plan to Cope with Migrant Influx

 

Ég kem ekki auga á neina góða lausn! Áströlsk leið, er langt í frá auðframkvæmanleg við þær aðstæður sem eru við Miðjarðarhaf

  1. Líbýa þaðan sem flest bátafólk virðist streyma, er sjálf í verulegri ringulreið, með 2-fylkingar sem berjast um völdin í landinu. Hvor um sig rekur - sína hvora ríkisstjórnina, ásamt þingi - forseta og öllu klabbinu, og auðvitað her. Hvor um sig krefst þess að vera viðurkennd - sem hin lögmæta ríkisstjórn landsins.
  2. Við þurfum vart að nefna, hve hræðilegt ástandið er í Sýrlandi eða N-Írak.

Það áhugaverða er, að megnið af þeim sem sigla frá Líbýu, virðast ekki vera - landsmenn. Heldur viðhalda glæpagengi þar skipulagðri smyglstarfsemi, og þeir hópar ganga svo langt að auglýsa með mjög grófum og afar villandi hætti, að þeir flytji fólk til Evrópu í löndum t.d. sunnan við Líbýu t.d. Chad og Mali, þ.s. gríðarleg fátækt er. Og einnig í löndunum í kring.

Meðan Líbýa er í -kaosi- þá er enginn þar sem ræður við þessa hópa. Fyrir utan að mig grunar, að þeir borgi - til beggja hópa er berjast um völdin. Til að fá að vera í friði.

  1. Að senda fólk til baka til Líbýu, væri líklega út í opinn dauðann. Þ.s. það land mjög sennilega ræður ekki í núverandi ástandi við það að brauðfæða þann fjöld sem þar streymir í gegn - - ef það fólk færi að safnast þar fyrir.
  2. Tæknilega gæti Evrópa, sent herlið til þess að -hersetja hluta af strönd landsins- í þeim tilgangi að setja þar upp, búðir fyrir flóttafólk þar - í líkingu t.d. við Gaza ströndina. Sem yrðu endanleg heimili þá flestra. Þá yrði auðvitað að tryggja - fólkinu mat, og skjól. Væntanlega krefjast mannréttindasáttmála að auki, að haldið yrði uppi skólum.
  3. Þetta gæti orðið nokkuð kostnaðarsamt, auk þess að líkur eru á að - herlið mundi sæta árásum frá margvíslegum öflum á svæðinu.

Málið með áströlsku leiðina - er að ríkin nærri Ástralíu, eru ekki með sambærilegum hætti, niðurbrotin. Þannig að - þegar fólk er sent til baka, er það ekki út í opinn dauðann.

Síðan einnig vegna þess, að samfélags rof er ekki eins alvarlegt, er auðveldar fyrir fréttir að berast -sbr. þá hugmynd, að það fréttist að Ástralía taki ekki við.

  • Ég er nefnilega alls ekki viss, fréttir -berist svo auðveldlega þangað, þaðan sem fólk streymir frá N-Afríku til Evrópu.
  • Þ.s. eftir allt saman, við erum að tala um fólk, er kemur annað af tvennu frá mjög fátækum og vanþróuðum stöðum, kannski ekki einu sinni -læsir eða skrifandi- eða þeim þ.s. rof samfélags er á háu stigi.

Þá er alls ekki víst -að skilaboðin berist.

Eitt virðist þó líklegt - að flóttamannastraumurinn komi til með að setja þrýsting á samstarf þjóða innan ESB. Kannski brotnar niður, samstarf um - frjálst flæði á fólki.

 

Niðurstaða

Nánast það eina sem maður virðist geta verið viss um, virðist vera að flóttamanna straumurinn haldi áfram að aukast. Og því vandamálin að áfram að hrannast upp. Augljóst þarf eitthvað að gera. En engin lausn er auðveld í framkvæmd.

Að einfaldlega - setja upp múra og reyna að loka landamærum. Gæti skaðað samskipti við nágrannalönd. Fyrir utan, að þú setur ekki svo glatt múr á Miðjarðarhaf.

Þá auðvitað er Líbýa í þannig ástandi, að senda allan hópinn sem streymir til Evrópu í gegnum það land - aftur til baka, og láta síðan þann straum hrannast upp í því landi. Mundi sennilega á enda framkalla - meiriháttar hungursneyð þar.

Það að senda her til Líbýu - getur vart talist aðlaðandi.

Alveg sama hvaða lausn er íhuguð - þá blasir við sægur erfiðra vandamála, ef feta á þann tiltekna farveg.

 

Kv.


Fer stríðið í A-Úkraínu í fullan gang aftur?

Að sumu leiti minnir atburðarásin á það þegar síðast Úkraínustríðið fór aftur í fullan gang. En það hefur undanfarið verið - mun meir en vanalega um gagnkvæma stórskotahríð milli hers Úkraínu og liðssveita andstæðinga stjórnarhersins í A-Úkraínu.

Og eins og mátti reikna með, kenna báðir hinum um!

Stjv. Úkraínu hafa þó sagt að 200 hermenn hafi látið lífið og 2000 særst síðan vopnahlé var undirritað í sept. 2014.

Eftirlitsmenn OECD hafa staðsfest, að óvenju mikið hafi verið um sprengingar þ.s. af er þessari viku.

Fighting Intensifies Along Eastern Ukraine Cease-Fire Line

Russia prepares to force the pace in Ukraine

"A house destroyed in heavy fighting between Ukrainian government forces and Russian-backed separatists in the village of Sartana, near Mariupol, in eastern Ukraine."

 

Flestir fréttaskýrendur virðast telja - að markmið sé ekki að hefja átök að nýju, heldur að beita stjórnvöld Úkraínu þrýstingi!

  1. Mikilvægasti hluti deilunnar um - friðarferlið er hófst í sept. 2012.
  2. Snýr auðvitað að kröfum um sjálfræði Luhansk og Donetsk héraða.

Gott og vel, Úkraínustjórn er í reynd búin að fallast á þann punkt.

En heimtar að - almennar kosningar fari fyrst fram í héruðunum tveim, áður en lög sem veita þeim héruðum verulega aukið sjálfssforræði, taka gildi.

Þetta finnst mér afar eðlileg afstaða, enda voru þær kosningar sem -haldnar voru af hálfu svokallaðra uppreisnarmanna- gríðarlega mikið og stórfellt gallaðar.

  1. Mikilvægasti punkturinn, ekkert framboð á vegum andstæðinga uppreisnarmanna, fékk að taka þátt. En það eru kosningar að -sovéskum hætti- ef þ.e. einungis eitt framboð heimilað.
  2. Uppreisnarmenn heimta að það verði fullt tillit tekið til þeirra réttinda - þá má að sjálfsögðu ekki halla á móti. Réttindi ganga að sjálfsögðu ekki í eina átt.
  3. Það voru auðvitað flr. gallar: að stór hluti íbúa var á flótta þar á meðal ein milljón rúm flúin inn á svæði undir stjórn stjórnarhersins og gátu ekki tekið þátt, þær fóru fram með mjög litlum fyrirvara og sára lítil kynning fór fram -meira að segja uppreisnarmenn hafa viðurkennt að þátttaka hafi verið sára lítil, nærri 20%. Og þær fóru auðvitað aðeins fram á svæðum undir þeirra stjórn einungis.
  • M.ö.o. þær kosningar geti ekki talist nothæf viðmið.

--------------

Uppreisnarmenn heimta að kosningar þær sem þeir héldu haldi gildi sínu. Og að þeir fái að stjórna áfram þeim svæðum - sem þeirra sveitir halda.

  1. Það verður auðvitað að muna, að þetta er áróðurrstríð - ríkisstjórn landsins og þing, býður nú að - héröðin sem heild fái sjálfssforræði er verði verulega meira en áður.
  2. En tekur ekki í mál, að þau svæði sem uppreisnarmenn halda, verði sér sjálfsstjórnar einingar innan héraðanna tveggja.
  • Þetta auðvitað - - svarar fullkomlega kröfunni sem hefur verið haldið á lofti, að þau svæði sem eru meirihluta byggð Rússum, verði sérstök sjálfsstjórnarsvæði.

Þannig að þegar uppreisnarmenn, hafna því að - kosið sé í héröðunum í heild skv. lýðræðis reglum - þeir fái að taka þátt að sjálfsögðu - en verði þá að bjóða sig fram í héruðunum sem heild, ekki bara á þeim svæðum sem þeir stjórna - og þeir fá ekki að stjórna framkvæmd þeirra kosninga.

  1. Þá væntanlega afhjúpa þeir um leið - - > Að málið snýst í reynd ekki um sjálfsforræði A-Úkraínu. Það sé einungis yfirvarp. Líklega að auki það, að sennilega hafa þeir hópar er standa að baki uppreisninni - afar lítinn stuðning íbúa.
  2. Heldur vilji Pútín, tryggja að innan Úkraínu séu umtalsverð svæði undir stjórn manna, sem lúti hans stjórn og því hans fyrirmælum. Og fá úkraínsk stjv. til að sætta sig við þá útkomu.
  • Það mundi leiða til þess, að Pútín gæti alltaf - - gefið skipanir um æsingar í A-Úkraínu, ef Úkraína ætlaði sér að gera eitthvað, Pútín ekki að skapi.
  • Þannig væri Pútín búinn að koma -ólum eða böndum- á Úkraínu. Minnka sjálfsforræði þess lands.

Það tel ég að hafi alltaf verið - - útgangspunktur Pútíns.

Að takmarka sjálfsforræði Úkraínu - - tryggja að Pútín hafi neitunarvald, um tiltekin lykilatriði utanríkisstefnu Úkraínu.

Stjórnvöld Úkraínu séu á hinn bóginn, algerlega staðráðin í að - hindra þá útkomu. M.ö.o. svipta Pútín sigri af þessu tagi.

  • Og ef þau hafa sitt fram, að kosið verði í héruðunum í heild, þ.e. Luhansk og Donetsk, áður en aukið sjálfsforræði tekur gildi. Þannig að nýir stjórnendur mundu vera lýðræðislega kjörnir.
  • Þá mundi stjv. Úkraínu takast að hindra þann sigur Pútíns.

 

Þá er spurning hvernig Pútín ætlar að sigra?

Ég er eiginlega farinn að hallast að því - að Pútín þurfi að hætta á það, að stríðið hefjist að nýju. Láta uppreisnarmenn sækja aftur fram, taka einhverja 2 eða 3 staði.

Tilgangurinn þá, að beita stjv. Úkraínu nægum þrýstingi, svo þau gefi á endanum eftir þann punkt - - að vildarvinir Pútíns fái áfram að stjórna svæðum innan landsins. Svo að Pútín nái fram þessu - neitunarvaldi á ákvarðanir Úkraínu um eigin mál.

  • Þetta er m.ö.o. - sjálfstæðismál fyrir Úkraínu í sinni tærustu mynd.

Það mundi auðvitað leiða til - enn hertra refsiaðgerða á Rússland.

Og að auki Pútín mundi taka þá áhættu, að hugsanlega bili andstaðan í Evrópu við það, að vopna með beinum hætti her Úkraínu.

M.ö.o. gæti Pútín lent innni í "Proxy" stríði sem hann mundi sennilega ekki geta unnið.

  1. Á hinn bóginn, getur verið að hann geti ekki pólitískt séð, lifað það af að bakka algerlega í málinu - þ.e. uppskera ekki neitt fyrir allan kostnaðinn við það að halda uppi herjum svokallaðra uppreisnarmanna, og auðvitað þeirra stjórnum.
  2. Hann m.ö.o. sé búinn að bakka sér inn í það horn, að hann geti ekki bakkað - verði að taka hina stórfelldu áhættu.

Þannig að kannski, þvert ofan á þ.s. flestir fréttaskýrendur halda - að stríðið hefjist ekki að nýju. Þá ef til vill er stutt í að það fari aftur af stað af fullum dampi.

Og í þetta sinn, verði sókt fram - þangað til stjv. í Kíev, gefast upp.

Eða að Vesturveldi fara að vopna Úkraínustjórn - en það mundi gera það vonlaust fyrir Pútín að hafa sigur.

Hann gæti ákveðið að hætta á það, að anstaðan við það að vopna Úkraínu, haldi.

 

Niðurstaða

Kannski er stríðið í A-Úkraínu við það að fara í fullan gang að nýju. Að sjálfsögðu vona ég ekki. En Úkraínustjórn hefur ágæta lausn í boði. Þ.e. lýðræðislega kosningar í Luhansk og Donetsk héruðum í heild. Síðan taki lög um verulega aukna sjálfsstjórn gildi.

Það svari öllum sanngirniskröfum þess efnis, að þau svæði hafi rétt til aukins sjálfsforræðis.

 

Kv.


Rússland gæti reynst brothætt, á sama tíma og mannfjölda tímasprengja dynur yfir Rússland á nk. árum

John Thornhill á Financial Times fjallaði um Rússland, hann benti á hvernig Pútín hefur tekist að -þjappa völdunum- um sína persónu. Það í meira mæli en nokkur leiðtogi Rússlands hefur gert í langan tíma. Það dæmi sem næst komi hvað valdaþjöppun varðar, sé Stalín - leiðtogi Sovétríkjanna: Fear Vladimir Putin’s weakness not his strength

En hvað aðra leiðtoga Sovétríkjanna varðaði, voru þeir aldrei einráðir -þeir sem komu eftir Stalín hafi alltaf haft æðstaráð Sovétríkjanna- er alltaf hafði raunveruleg völd, eftir tíð Stalíns.

En Pútín virðist hafa náð að takmarka völd allra þeirra stofnana og aðila er vanalega tékka af völd ráðamanna sbr. þing, dómstóla, ráðuneyti, fjölmiðla, héröð Rússlands, pólitíska andstæðinga.

  • Það séu því engar ýkjur að kalla hann, einræðisherra.
  1. En veikleiki þess fyrirkomulag, að þjappa öllum völdum um eina persónu.
  2. Er hvað gerist, ef sú persóna deyr af einhverjum orsökum.

Málið er, að þegar til staðar eru sterkar stofnanir, sem deila völdum með ráðamönnum eða ráðamanninum, þá hefur það mun minna hættulega afleiðingar - þegar ráðamaðurinn deyr eða eitthvað veldur því að sá missir völdin.

Þá halda þær stofnanir áfram að sjá um sín hlutverk, og hindra að - fall ráðamannsins eða dauði, valdi ringulreið.

  • En með því, að skipulega -draga tennurnar úr öllum þeim aðilum innan kerfisins sem áður deildu völdum með stjórnvaldinu í miðjunni í Kreml- hafi Pútín ef til vill, skapað hættu á alvarlegri ringulreið innan Rússlands - ef eitthvað veldur því að hann annað af tvennu tapar völdunum óvænt eða lætur lífið.

Patients with newborns in the House

Það var líka vitnað í áhugaverða umfjöllun í rússneskum fjölmiðli, um þann mannfjöldavanda sem Rússland stendur frammi fyrir: Umfjöllun á rússnesku. Googletranslate: Hér.

"Despite the improvement of fertility and reduced infant mortality, Russia waiting for the problem in demography. The fact that now in the reproductive age take people who were born in the mid-1990s, during the period of demographic hole. The report "In 10 years it will be late," published in 2014, says that a dozen years to halve the number of women of reproductive age (20-29 years), and this will reduce the number of births."

Ekki tölvuþýðing án vandkvæða - en eins og ég skil textann. Þá mun konum á barneignar aldri fækka um -helming- úps á nk. 10 árum.

""The decline in the birth rate in the 1990s was much bigger than even the demographic hole of the Second World War. In other words, the number of Russians who are not born as a result of the catastrophic decline in fertility in the late 1980s - early 1990s, several times the number of Russians who are not born in the Second World War, "- says the report," "

Akkúrat, mannfjölda tímasprengjan sem er að skella yfir Rússland - mun valda mun stærri gjá í mannfjöldaþróun -> Heldur en gríðarlegt manntjón sem Rússland varð fyrir í Seinni Styrrjöld.

" If the situation does not improve, the country can expect problems in the economy, global competitiveness, and in the long term and in geopolitics."

  1. Ég held að allir ættu að geta séð það - sbr. það verða ekki nægilega margir til að manna allar þær hersveitir sem rússneski herinn hefur verið vanur að viðhalda. Þannig að rússn. hernum augljóst hnignar á komandi árum - sem veikir valdastöðu Rússlands auðsjáanlega á komandi árum.
  2. Að auki mun Rússland skorta mjög mannafla til að sinna nauðsynlegum störfum, þannig að efnahag landsins hlýtur að hraka - í framtíðinni.
  3. Og ekki síst, að það verður skortur á -hæfni- þannig að Rússland dregst enn frekar aftur úr í rannsóknum og þróun.

Og ofan í allt þetta, hefur Rússland ekkert -plan B- þegar olíu og gasi sleppir.

Ég held að Rússland sé m.ö.o. brothætt í flr. en einum skilningi.

Mér virðist það ekki beint vera þ.s. sé snjallast í formi viðbragða af hálfu Rússlands, að vera að verja verulegum fjármunum í - - ný átök við Vesturveldi.

  • En megintjónið af refsiaðgerðunum, getur verið það - að Rússland mun ekki fá neina erlenda fjárfestingu frá Vesturlöndum.
  • Og engan aðgang að tækni Vesturlanda.
  1. Og ofan í allt saman - - hefur Pútín veikt grunnstoðir stjórnkerfis Rússlands.
  2. Með því að þjappa öllum völdum í kringum sína persónu.

Einmitt þegar í framtíðinni, þær grunnstoðir verða undir gríðarlegum þrýstingi - þegar mannfjölda þróunarsprengjan dynur yfir Rússa - nk. 10 ár.

Sennilega er mesta tjónið fyrir Rússland samt - af stjórn Pútíns. Að hann skuli ekki hafa gert neitt - ég meina virkilega ekki neitt. Til þess að umpóla rússn. hagkerfinu frá því að vera algerlega háð útflutningi á olíu og gasi.

  1. En hvað ætlar Rússland að gera?
  2. Ef veröldin er virkilega að umpóla á nk. 25 árum í umhverfisvænni orkugjafa?
  • Eins og ég sagði, ekkert -plan B.

 

Niðurstaða

Mig grunar þvert ofan í þ.s. aðdáendur Pútíns virðast halda. Að saga Rússlands síðar meir eigi eftir að fara mjög hörðum höndum um hann sem leiðtoga Rússlands. Manninn sem gerði ekkert til að stemma stigu við þeirri alvarlegu mannfjöldaþróun í Rússlandi er hófst á 10. áratugnum. Og enn alvarlegra hefur ekkert gert til þess að umpóla rússn. hagkerfinu frá olíu og gasi - en enn er það 70% ca. gjaldeyristekna eins og í tíð Jeltsín. Það skilur Rússland með ekkert -plan b- þegar mannfjölda tímasprengjan nú hellist yfir Rússland á allra næstu árum. Og heimurinn er að hefja það langa ferli - að skipta yfir í aðra orkugjafa. Sem getur haft þau áhrif á verð á olíu og gasi, að þau verð haldi áfram að lækka.

Og ofan í allt saman, hefur hann veikt innviði rússn. stjórnvalds - með því að þjappa völdum um sína persónu.

Þannig að ef hann annað af tvennu deyr skyndilega eða missir völd - tekur sennilega við kaos, þegar mismunandi fylkingar takast á um völdin, sem getur ákaflega vel orðið blóðugt ferli - jafnvel mjög blóðugt. Innanlands átök gætu þá bæst ofan á allt saman - til að kóróna hamfarir Rússlands.

 

Kv.


Ég hef tekið eftir þeirri afstöðu meðal stuðningsmanna Pútíns, að þeim finnst sjálfsagt að landamæri verði færð svo rússneskumælandi verði innan landamæra Rússlands

Því verður ekki móti mælt, að þetta minnir á deilur Þýskalands frá og með 1935 við Tékkóslóvakíu. Út af svokölluðum -Súdetaþjóðverjum. Fjölmiðlar undir stjórn nasista fóru hamförum yfir - meintu glæpsamlegu atferli stjórnvalda í Tékkóslóvakíu gagnvart þessu fólki. Á sama tíma, stóðu flugumenn nasistastjórnarinnar fyrir skipulögðum aðgerðum til að standa fyrir æsingum meðal Súdetaþjóðverja.

Þannig að stjórnvöld Tékkóslóvakíu, voru nauðbeygð til að beita - herlögreglu til að skikka til friðs. Brjóta niður mótmæli, með klassískum aðgerðum - sérsveita lögreglu.

Á endanum eins og þekkt er, lögðust - Frakkland og Bretland, á Tékkóslóvakíu - - gegn loforði frá Hitler að ef Þýskaland fengi Súdetahéröðun. Þá mundi þar með friður vera tryggður.

 

Það sem þeir stuðningsmenn, sem telja alveg sjálfsagt að landamærin séu færð, taka ekki tillit til

  1. Er að sjálfsögðu að Rússland á 10. áratugnum, undirritaði samkomulag ásamt Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi - þ.s. 5-veldin samþykktu að ábyrgjast og virða landamæri Úkraínu. Þ.e. það samkomulag, er sannfærði Úkraínu um - að afhenda kjarnavopn sín til eyðingar. Virkilega grunar mig að Úkraínumenn sakni kjarnavopna sinna í dag.
  2. Síðan er það brot á alþjóðasáttmálum, m.a. stofnsáttmála SÞ. Að lönd breyti landamærum við - næsta land. Með valdi. Jafnvel þó að fólk er talar sama tungumál, er þjóðernis minnihluti í næsta landi.
  3. En eins mikilvægasta grunn regla þess samkomulags er hefur ríkst frá stofnun Sameinuðu Þjóðanna. Er að - landamæri séu heilög.
  • Áður fyrr voru styrrjaldir um - hvar landamæri eiga að liggja, mjög algengar.
  • Gjarnan var einnig ráðist á lönd, til að breyta landamærum - til að færa verðmætar auðlyndir yfir.

Það sem tryggir að landamæri séu almennt virt.

Eru þessir sáttmálar.

En mikilvægara - að stórveldin sjálf virða þá.

 

Ef maður ímyndar sér að Rússland komist upp með að færa Donbass svæðið inn fyrir landamæri sín

Þegar hafa Rússar brotið þá alþjóðasáttmála og samkomulagið að þeir tryggi landamæri Úkraínu einu sinni - með tilfærslu Krím-skaga yfir landamærin. En ef þeir gera þetta í annað sinn - færa landamæri sín við Úkraínu um fleiri hundruð Kílómetra.

Þá væri með harkalegum hætti, grafið undan - trúverðugleika alþjóðasáttmála þeirra sem samþykktir voru skömmu eftir lok Síðari-Heimsstyrrjaldar.

En þeir hafa ekki traust - nema að þeir séu virtir.

  1. Það er ekki svo, að hvergi annars staðar séu landamæri sem ríki gætu hugsað sér að væru með öðrum hætti.
  2. Það eru örugglega mörg svæði í heiminum, sem tilheyra tiltölulega veikum löndum - sem sterkari ríki gætu hugsað sér að eignast, sér til hagsbótar.
  • Flest stríð fortíðar, snerust einmitt um slíka - græðgi.

Hvaða möguleika hafa smáþjóðir í heimi?

Ef stærri lönd, fara að nýju, að beita vopnavaldi til að færa til landamæri?

 

Kort sýnir kolalögin kennd við Donbass

http://www.globalsecurity.org/military/world/para/images/map-donbass-2014.jpg

Geta auðlindir skipt máli?

Ég hef nefnilega þann grun - að í raun og veru að líkindum, snúist stríðið að stórum hluta um græðgi af hálfu Rússlands.

Ég hef bent á nokkrar staðreyndir, eins og að í svokallaðri Donbass kvos, þ.s. en hún skiptist milli Luhansk og Donetsk héraða. Eru gríðarleg kolalög. Þau kolalög hafa verið grundvöllur iðnaðarins í þeim tveim héröðum. En þau eru ákaflega iðnvædd - en í gamaldags klassískum "sovéskum stíl" þ.e. þungaiðnaður.

Ef þessi héröð eru færð inn fyrir landamæri Rússlands - þá tilheyra kolalögin aftur Rússlandi, og iðnaðarsvæðið sem er í Donbas að auki.

Sá iðnaður enn í dag, er með mikla framleiðslu - fyrir Rússland. Þar eru t.d. framleiddar Antonov flutningavélar, enn megin flutningavélar Rússlands. Og að auki skriðdrekar - - meira að segja Zenith flaugar er geta skotið upp gerfihnöttum.

Á hinn bóginn, síðan 1991 hefur iðnaðurinn í Donbass vaxandi mæli, flutt stál til þriðju landa, þ.e. Evrópu og landa lengra í burtu, jafnvel Asíu.

Það áhugaverða, er að sennilega er það íbúum Donbas hagfelldara að tilheyra Úkraínu áfram: Síðan 1991 hafði iðnaðurinn í Donbass, í vaxandi mæli - - framleitt fyrir aðra markaði en Rússland. Það þíddi ekki að sala til Rússlands hafi endilega minnkað. Heldur að aðrir markaðir voru viðbót.

  1. Sem hluti af -innra markaði ESB- þ.e. sambærilegur samningur og Ísland hefur er nefnist EES. Þá hefur Úkraína þar með fulla fríverslun við ESB. Og því einnig Donbass svæðið.
  2. Einhver segir kannski að gildistöku samningsins milli ESB og Úkraínu hafi verið frestað. Þ.e. ekki rétt nema að hluta. Því að - - fríverslun Úkraínumanna við ESB aðildarríki tók gildi strax. Aftur á móti, hafa ákvæði um fríverslun aðildarríkja ESB við Úkraínu, verið frestað - meðan reynt er að ná samkomulagi við Rússland.
  3. Síðan hefur Donbas svæðið getað flutt út í gegnum Odessa, með skipum - sem siglt hafa með varning t.d. alla leið til Asíu.

Ef þessi svæði eru með valdi færð yfir landamæri Rússlands:

  1. Þá tapa íbúarnir mörkuðum - fyrir utan Rússland. En af hálfu Rússlandsstjórnar er það kannski allt í himna lagi. Þ.s. stjv. Rússlands ráða þá aftur iðnsvæðinu í Donbass og kolalögunum þar.
  2. Að auki tapa íbúarnir öllum þeim fríðindum sem þeir fengu, sérstaklega - ellilaun og bætur. Þeir sjóðir sem þeir borguðu í, eru þeim tapaðir. Líklega að auki missa þeir sitt sparifé.
  • Það ætti að vera augljóst - að þetta mundi leiða til djúps efnahagsáfalls fyrir svæðið, sem líklega yrði varanlegt.
  • En reikna má með því að í kjölfar, yrði viðskiptabann sem Vesturveldi hafa sett, viðhaldið um komandi ár - áratug eftir áratug.
  • Samgöngukerfi Rússlands er einfaldlega ekki það burðugt, að Rússland geti flutt varning í gegnum vega- og lestakerfi frá Donbass til Kína t.d.
  • Ef þeir vilja flytja það sjóleiðina - þá það NATO landið Tyrkland sem ræður því hvort rússn. skip fá yfirhöfuð að sigla.

Ég get því við bætt - að sennilega er lagaleg vernd.

Betri en í Rússlandi, þ.e. réttarstaða sé nær nútímasniði en t.d. tíðkast í Rússlandi.

  • Ég er því á því að það sé algerlega öruggt að Pútín er ekki að standa í þessu, út af væntumþykju til íbúa Donbass.

 

Niðurstaða

Öfugt við það sem oft er haldið fram. Er örugglega mun betra fyrir rússnesku mælandi íbúa Úkraínu að tilheyra Úkraínu áfram. En til viðbótar því sem ég nefni að ofan. Þá er enginn vafi á að efnahagshrun hefur orðið á Krím-skaga síðan landamæri Rússlands voru færð þannig að sá skagi sé nú Rússlands megin. Íbúar þess svæðis séu til muna fátækari í dag en áður. En Krím-skagi hefur mjög fallega náttúru og góðar sólarstrendur að auki. Mjög þægilegt loftslag.

Þangað var töluverður straumur ferðamanna frá Evrópu-en Úkraína hafði auglýst upp skagann. Þ.e. að sjálfsögðu allt farið í dag. Auk þess að íbúar hafa verið sviptir - ellilaunum og bótum.

Átökin í Luhansk og Donetsk hafa eyðilagt stórum hluta efnahag þeirra svæða. Þann sem hafði byggst upp síðan 1991. Þó svo að átök tæku enda - mundi þurfa margra ára uppbyggingu.

Og ef þau eru færð yfir landamærin - þá tapa þau eins og Krím-skagi, aðgengi að Vestrænum mörkuðum. Og aukin fátækt er sennilega - varanleg afleiðing.

En samgöngukerfi Rússlands, ræður ekki við það - - að flytja þær afurðir landleiðina sem Donbass svæðið hefur verið vant að selja til þriðju landa.

-------------

Samtímis með tilfærslunni - væri Rússland að grafa undan þeim alþjóðasáttmálum.

Er eftir Seinna Stríð - hafa tryggt það ástand, að það hafa ekki tíðkast landvinningastríð.

Ef í framtíðinni - þeir samningar verða ekki lengur virtir - verður tilvist smáríkja miklu mun erfiðari en hún hefur verið undanfarna áratugi.

 

Kv.


Þó að ráðherrar evrusvæðisríkja hafi samþykkt 3-björgun Grikklands, er ég áfram afar skeptískur á slíkt framhaldsprógramm

Fjármálaráðherrar aðildarríkja evrusvæðis hafa samþykkt 3-björgun Grikklands, upp á 86 milljarða evra. En enn neita Þjóðverjar að formlega ræða - eftirgjöf skulda. Þó að AGS hafi í sumar lýst skuldir Grikklands - gersamlega ósjálfbærar. Og Lagarde hafi undirstrikað þennan punkt í þessari viku: “I remain firmly of the view that Greece’s debt has become unsustainable and that Greece cannot restore debt sustainability solely through actions on its own.

Þýski fjármálaráðherra, sagði eitthvað á þá leið - - "...the eurogroup ministers were “assuming” that the fund would decide in October to make “a financial contribution”"

  • "In an effort to win over the IMF, the finance ministers agreed to consider debt relief at a later date “if necessary”."
  1. Vandinn við þá yfirlýsingu ráðherranna - - er að þeir lofuðu mjög svipuðu í nóv. 2012.
  2. Ég efa að AGS falli í þá gildru í annað sinn, að samþykkja -óformlegt- loforð í annað sinn án allra skuldbindinga, enda hefur síðar komið á daginn - - að enn stendur neitun Þjóðverja að formlega skoða afskriftir.
  • Miðað við yfirlýsingu stjórnar AGS frá því fyrr í sumar, þá mun AGS endurskoða afstöðu sína til þátttöku í - - frekari björgun Grikklands í október. En af þeirri yfirlýsingu mátti ráða, að við þá endurskoðun - - >> Mundi vera tekið tillit til þess, að hvaða marki kröfum AGS til hafi verið mætt.

Sem má skoða sem svo - - að án staðfests og bindandi loforðs um afskriftir, þá muni AGS sennilega ekki taka þátt!

Óvissan um þátttöku AGS í 3-prógramminu. Getur aukið verulega andstöðu gegn 3-björgun Grikklands innan Þýska þingsins.

  1. En þar er rík andstaða við það að afskrifa - - ég efa virkilega að AGS slái af sinni kröfu.
  2. En málið er, að AGS er nú undir miklum þrýstingi frá Asíu löndum, að sýna meiri hörku. En afstaða þar virðist vera, að AGS hafi sýnt alltof mikla linkind fram að þessu.
  • Trúverðugleiki stofnunarinnar, virðist vera í húfi.

Þess vegna held ég að AGS muni ekki gefa eftir - í þetta sinn.

Og því að deilur um - > 3-björgun Grikklands, geti dregist langt fram á haust.

Eurozone Finance Ministers Approve Greek Bailout

Eurozone approves €86bn Greek bailout

  • Evrusvæði á hinn bóginn - getur ekki beðið fram í október með að endurfjármagna grísku bankana.
  • En þá væri sennilega gríska hagkerfið komið í nokkurs konar - eyðimerkur ástand.

Aðildarlöndin verða því sennilega, að ákveða nú í ágúst, að taka þá endurfjármögnun að sér, í fullkominni óvissum um þátttöku AGS síðar meir. Þannig að taka þá áhættu að sitja eftir með allan kostnaðinn.

En ef bankarnir eru ekki endurfjármagnaðir sem fyrst - - þá heldur -fjárþurrð- áfram í gríska hagkerfinu. Þegar búin að standa í rúman mánuð!

Hún má ekki standa lengur - enn er kannski unnt að binda enda á fjárþurrðina, án þess að um algert hrun gríska hagkerfisins sé að ræða.

Það er því nóg drama enn framundan, þegar kemur að 3-björgun Grikklands.

 

 

Niðurstaða

Það að fjármálaráðherrar aðildarríkja evru, samþykkja 3-björgun Grikklands, þar með 86 milljarða evra viðbótar fjármögnun - sem Grikkland mun heldur aldrei greiða fremur en nú útistandandi lán - - > Sýnir mjög sennilega að þessi gerningur er fyrst og fremst - pólitískur. Þ.e hafi lítt með efnahagslegan veruleika að gera.

Þetta gerist nú - eftir að AGS hefur marg ítrekað, að skuldir Grikklands séu fullkomlega ósjálfbærar, það án þess að bætt sé við þessum 86 milljörðum evra.

Evrópskir pólitíkusar vísa til þess, að þetta sé ekkert vandamál - því að Grikkland fái 10-ára greiðslupásu á skuldir í eigu aðildarlandanna. Þannig að þær skuldir séu engin ógn við stöðu Grikklands á meðan.

Á hinn bóginn ætlast evrusvæði samt til að Grikkland beiti sig hörðu - sem fyrst, og verði með stóran afgang af ríkisútgjöldum þegar eftir 4 ár.

  • Hinn bóginn, er þessi afstaða á svig við lánareglur AGS.
  • Sem gera ráð fyrir því, að land - - geti náð aftur inn á alþjóðlega lánamarkaði innan 20 ára. Ella verði að skera af skuldum, til að ná fram því markmiði.

Augljóst er að miðað við núverandi stefnu aðildarríkjanna, þá væri Grikkland sennilega ekki enn komið inn á alþjóðlega lánamarkaði eftir 40 ár.

AGS getur ekki endalaust farið á svig við eigin reglur - og haldið trúverðugleika.

 

Kv.


Er fólksfækkun framundan í heiminum?

Ég sá nýlega umfjöllun um Portúgal, land sem statt er í alvarlegum fólksfjölda-þróunar vanda, sbr: Pressures on  Portuguese  working families  ha ve seen fertility slump over a generation. Fyrir utan þetta OECD plagg, var einnig nýverið fjallað um þennan vanda í Financial Times: Portugal faces ‘perfect demographic storm’.

Það sem gerir Portúgal áhugavert, er m.a. að þar má skoða þróun í rauntíma - sem getur átt eftir að breiðast út mjög víða á nk. árum og áratugum.

Mynd skönnuð úr skjali OECD

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/portugal.jpg

  • Eins og sést, er fjöldi barna per konu orðin afskaplega lágur í Portúgal.

Ísland er mikið betur statt, með kringum rétt rúm 2 börn per konu.

  1. Við skoðun á vandamálinu, þá beinast sjónir að - - vanda ungs fólks að afla sér vinnu?
  2. Og tiltölulega slökum stuðningi við barnafjölskyldur, sem og skort á dagvistun.

 

Skortur á störfum fyrir ungt fólk getur leitt til fólksfækkunar - vegna

Ég vísa til óvissunnar um framtíðina, en það virðist að fólk eignist börn stöðugt síðar á lífsleiðinni - en skortur á störfum fyrir ungt fólk, virðist leiða til þess að það flytur stöðugt seinna úr foreldrahúsum.

Að auki halda margir lengur áfram í námi, vegna þess að ekki er vinna í boði - í von um að námið auki möguleika síðar meir. Sem er þannig séð skynsamt, en það virðist einnig verulegt atvinnuleysi meðal - ungra háskólamenntaðra.

Í Portúgal virðist það ekki algengt að konur eigi engin börn, en mjög algengt að þær eigi einungis 1-barn. Barni 2 sé stöðugt frestað meðan að óvissa er til staðar um tekjur hvort sem ástæðan er léleg vinna eða engin, eða veruleg óvissa um að halda vinnu.

  • En það hefur orðið mikil fjölgun á - skammtíma ráðningum, týpískt til 6-mánaða. Sem viðheldur stöðugri óvissu.
  • Samningar gjarnan endurnýjaðir á 6-mánaða fresti.

M.ö.o. sé atvinnuleysi.

Og óvissa um starfið sem þú ert í.

Hvatning til að - - fresta barneignum þar til síðar.

 

Hvers vegna gæti þetta orðið -hnattrænn vandi?

Það hefur undanfarið gætt umræðu - um róbót væðingu starfa, að skammt sé í að hröð útbreiðsla verði á slíkri róbót væðingu, og mörg framleiðslustörf hverfi þar af leiðandi.

Margir spá því, að ekki séu mörg ár í þetta - og að þegar sú bylgja rís fyrir alvöru, þá verði hröð útbreiðsla á atvinnuleysi. Þau störf sem tiltölulega lítt menntaðir verkamenn vinna í dag, hverfi.

Það eru ekki allir með færni til að tileinka sér menntun á háskólastigi. Það gæti því skapast hópur - er væri fjölmennur, er væri viðvarandi atvinnulaus.

Það ástand mundi verða til staðar í þróuðum löndum almennt.

  1. Með þetta í huga, vegna þess að reynsla t.d. Portúgals virðist vera, að óvissa um störf, og atvinnuleysi - - letji fólk til að eignast barn nr. 2.
  2. Þá gæti slíkri hnattrænni bylgju aukningar atvinnuleysis - einnig fylgt samdráttur í barneignum, jafnvel þróun eins og í Portúgal yfir í ástand - sem stefnir í umtalsverða fólksfækkun í því landi.

Þannig gæti hugsanlega eftir 30-40 ár fólksfækkun verið orðin nær almennur vandi.

Í þróuðum löndum á þessum hnetti.

  1. Sjálfsagt telur einhver það - bara fínt.
  2. En höfum í huga, að fólksfækkun muna fylgja vandi t.d. vandi með fjármögnun ellilífeyris, skuldavandi landanna sennilega ágerist - því að þróunin eðlilega minnkar framtíðar hagv0xt, því að fólksfækkun minnkar þá eftirspurn innan þeirra landa sem er möguleg. Samtímis sem að það fjölgar stöðugt þeim sem ríkið þarf að - halda uppi.
  • Ástand sem við höfum orðið vitni að í Evrópu.

Þ.e. skortur á atvinnu - samtímis fólksfjölgunarþróun sem stefnir í fækkun - og óhjákvæmilegur vandi sem þeim vandamálum þá fylgir, í formi - lélegs hagvaxtar, og líklega vaxandi hallarekstrar vanda hins opinbera og skuldavanda þess.

------------------

Róbótvæðing - - gæti auk þessa ýtt frekar nýlega iðnvæddum þjóðum í þetta ferli.

Löngu áður en lífskjör þar eru komin nærri evrópskum eða bandarískum standard.

Breitt út þau vandamál sem Evrópa er að upplifa, þ.e. stöðnun og fólksfækkun, til þeirra einnig.

 

Niðurstaða

Ef róbótvæðing skapar sambærlegt atvinnuleysis vandamál í öllum iönvæddum sem tiltölulega ný iðnvæddum löndum. Þá gæti hún einnig leitt til stöðnunar á fjölgun fólks. Og jafnvel alla leið til fækkunar. Þannig að eftir nokkra áratugi - verði lönd er innihalda meir en helming mannkyns komin yfir í fækkun.

Slík útbreiðsla á fækkun - mundi eðlilega draga úr heildarfjölda mögulegra neytenda.

Þannig minnkað mögulega eftirspurn.

Þannig að þó svo að róbótískar verksmiðjur væru mjög skilvirkar fyrir eigendur, þá gæti róbót væðing hugsanlega - dregið úr mögulegum hagvexti í þeim löndum þ.s. hún verður tekin upp.

Einmitt með því að útrýma gríðarlegum fjölda starfa, vegna þeirra hliðaráhrifa á fólksfjöldaþróun sem útbreitt varanlegt atvinnuleysi mundi sennilega hafa.

Fækkun fólks leiði síðan til - fækkunar þeirra er geta neytt varnings.

 

Kv.


Rannsakendur segjast hafa fundið brak úr eldflaug sem talin er hafa grandað risa farþegavél yfir A-Úkraínu

Hollensku sérfræðingarnir segja ekki mikið - en þó það, að um hafi verið að ræða stóra eldflaug skotið frá Jörð. Þar með útiloka þeir þær sögusagnir, að malasísku vélinni sem fórst 17/7/2014 hafi verið grandað af herflugvél.

Ekki láta þeir uppi, hvernig þeim áskotnaðist brak úr eldflauginni - fer auðvitað eftir því hvaða hlutir hafa fundist; en ef einhver þeirra innihalda -framleiðslunúmer- þá getur verið unnt að rekja eldflaugina beint til baka til þeirrar verksmiðju er framleiddi hana.

Malaysia Airlines Crash Investigators May Have Found Missile Clues in Ukraine

 

Mjög merkileg mynd tekin bersýnilega örskömmu eftir að vélin kom niður

Devastating scene ... A video grab made shortly after Malaysian Airlines flight MH17 was shot down over Ukraine. Picture: Supplied

Hér er síðan stórmerkilegt -vídeó- sem áströlsk sjónvarpsstöð sýndi nýverið, og myndin að ofan er -einn rammi- úr því vídeói:

Hér er fréttaumfjöllun - um þetta vídeó: Never-before-seen footage reveals Russian-backed rebels arriving at the wreckage of MH17

Sjálfsagt verða bornar brigður á þetta videó af einhverjum, en mér virðist það afar sannfærandi - - en það sýnir úkraínska uppreisnarmenn mæta á svæðið, skoða brakið - örskömmu eftir að vélin kom niður. Þeir greinilega segja vélina skotna niður. En ekki af hverjum. Þannig að sjálfsagt má hártoga hvort að sjálf vídeóið sé sönnun.

Að það er örskömmu eftir, sést af eldunum og gufunum sem sveima yfir öllu í vídeóinu.

Og það má sjá þá skoða brakið úr vélinni, og átta sig á að þetta er leyfar -farþegavélar-.

  1. En það hefur mér lengi virst augljóst, að uppreisnarmenn hafi -óvart- grandað farþegavélinni, í misgripum.
  2. Enda flaug hún yfir Kíev borg, augljós mistök, því þá leit það svo út frá sjónarhóli uppreisnarmanna, að hún væri að koma frá Kíev.
  3. Sannfærðir um að um væri að ræða enn eina herflutningavélina, hafi þeir grandað henni.

Það sé til mikilla mun minna sennilegt að úkraínskir hermenn hafi grandað henni, en í fyrsta lagi þekkti úkraínski herinn flugleið hennar, enda flugleiðsögu-yfirvöld í stöðugu sambandi við hana, úkraínsk yfirvöld vissu af því að faþegavélar flugu þarna yfir reglulega.

Í öðru lagi, kemur vélin niður mjög nærri landamærum við Rússland. Langt inni á svæði uppreisnarmanna.

Öll spjótin beinist því að uppreisnarmönnum - - síðan sáu blaðamenn frá erlendum fjölmiðli -BUK- skotvagn á leið nærri þeim slóðum, nokkrum dögum á undan. 3-dögum fyrr var Antonov vél skotin niður í 22þ.fetum, meðan malsíska vélin 3-dögum síðar flaug í rúmum 30þ.fetum og er miklu mun stærri, þá væntanlega hverfur sjónrænn munur á stærð vélanna í hæðarmuninum frá Jörðu niðri séð, og malasíska vélin var einnig 2-ja hreyfla.

Ég held að engum detti í hug - að nokkur maður hafi ætlað sér að granda malasísku vélinni. Þetta hafi verið -óhapp- vegna þess að búnaður skotvagnsins var ekki nægilega fullkominn, til að bera kennsl á vélar sem miðað var á. Radar hans einungis til þess að aðstoða við miðun, og hjálpa flauginni að finna skotmarkið. Til séu sérstakir -radar vagnar- með stærri og öflugari radar, með færni til að bera kennsl á mismundandi flugvélar, sem hægt sé að tengja við slíka skotvagna, til að forða slíkum óhöppum. En líklegast hafi slíkur -radar vagn- ekki verið til staðar. Þannig að þetta óhapp hafi orðið, vegna -ófullkomins búnaðar.

 

Niðurstaða

Þó að hollensku sérfræðingarnir fullyrði ekki hver hafi átt flaugina sem skotið var frá Jörðu. Þá virðist mér einungis einn raunhæfur möguleiki til staðar. Að um -slysaskot- sé að ræða af hálfu uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Óreyndir einstaklingar, hafi verið með í höndum skotvagn, með nægilega langdrægum flaugum. Þeir hafi ekki tekið tillit til þess möguleika, að um annars konar vél gæti verið að ræða, en herflutningavél. Þeirra búnaður hafi ekki haft nægilega góðan radar, til að bera kennsl á flugvélar. Þegar þeir sáu 2-ja hreyfla flugvél - - koma úr beinni stefnu í átt til Kíev. Hafi þeir verið fullvissir að um flutningavél úkraínskra stjórnvalda væri að ræða. Og skotið hana niður - - síðan megi sjá á videóinu að ofan. Þegar A-úkraínskir uppreisnarmenn, skoða verksummerki skömmu eftir að brakið kom niður. Og sjá að þetta var farþegavél - eftir allt saman.

 

Kv.


Gríðarlega skeptískur á nýtt samkomulag um Grikkland

Útlínur þess sagðar vera samþykktar skv. fréttum, þá verður Grikkjum lánaðar 86 milljarðar evra, ofan á fyrri skuldir - - sem AGS var búið að tjá þjóðum ESB að væru þegar ósjálfbærar.

Fyrir utan þetta, síðan Seðlabanki Evrópu skrúfaði fyrir frekari neyðarlán til grískra banka í byrjun júlí sl., hefur gríska hagkerfið verið í frjálsu falli.

Markit Greece Manufacturing PMI

July saw factory production in Greece contract sharply amid an unprecedented drop in new orders and difficulties in purchasing raw mate rials. The headline seasonally adjusted    Markit Greece Manufacturing Purchasing Managers’ Index®( PMI ® ) – a single - figure   measure of overall business conditions – registered 30.2, well below the neutral 50.0 mark and its lowest ever reading.

Til að útskýra þetta á mannamáli, þá þíðir PMI 30,2 - - > 19,8% samdrátt í júlí!

19,8 samdráttur í pöntunum - mesti mældi samdráttur af hálfu Markit í Grikklandi nokkru sinni - hlýtur að benda til mjög stórfellds efnahags-samdráttar í júlí.

Sá heldur að sjálfsögðu enn áfram - og þ.e. ekki víst að samkomulagið verði endanlega frágengið innan, ágúst. Það gæti dregist auðveldlega fram í miðan september.

Og áfram heldur þá gríska hagkerfið í frjálsu falli.

Sem eðlilega setur fram - > Vissar efasemdir um að áætluð framvinda Grikklands sé rétt.

Greece strikes outline of debt deal with creditors

  1. "The outline deal calls for adopting a supplementary budget for 2015, projecting a 0.5 per cent primary deficit, before making payments on debt, instead of the primary surplus of 3.0 per cent of national output forecast in the current budget."
  2. "The primary surplus forecasts for 2016 and 2017 are also significantly lower at 0.5 per cent and 1.75 per cent of national output instead of 4.5 per cent in both years."
  3. "With the economy in crisis, output is set to decline by 2.1–2.3 per cent this year and another 0.5 per cent in 2016 with growth projected to resume in 2017."
  • "The government must first implement more than 30 specific reforms dubbed “prior actions” which are due to be approved by parliament on Thursday."

Hætta er eðlilega sú - að enn eina ferðina sé verið að vanmeta hve illa statt Grikkland er. En þ.e. veruleg hætta á að gögn um það hve alvarleg núverandi efnahagskrísa er - séu ekki enn farin að seitla í gegnum opinbera kerfið.

Að viðmiðin -eins og síðast- séu þegar orðin úrelt.

Þó svo að bakkað sé frá - viðmiðum þeim er áður var miðað við.

Mér finnst það afar varfærin spá - > Miðað við gríðarlegan samdrátt sem gögn Markit sýna fram á, að samdráttur verði bara 2,1-2,3%.

Höfum í huga, að kröfur eru um - verulega herrta skattheimtu. Núverandi krísa, eðlilega gerir það að verkum - að margir verða sennilega í vandræðum með það akkúrat að greiða skatta.

Sennilega fela kröfur um - afgang af ríkisrekstri, þó slegið hafi verið af fyrri kröfum. Hafandi í huga hinn nýja samdrátt í Grikklandi. Í sér töluverð sjálfstæð samdráttaraukandi áhrif.

Enn er Grikkland að elta skottið á sjálfu sér - - og nú með 86 ma. evra til viðbótar í skuld. Ofan á þær skuldir sem AGS þegar telur ósjálfbærar.

Það áður en núverandi krísa í Grikklandi - er hefur gert efnahagsástandið þar enn verra, skall á.

Eigum við ekki að segja, að það sé afar vægt til orða tekið að segja mig skeptískan.

 

Niðurstaða

Ég verð að segja, að ég er haldinn megnustu vantrú varðandi það samkomulag sem kvá vera í spilunum. Grikkir eiga formlega eftir að ganga frá sinni hlið - en algeran uppgjafartón virðist gæta í röðum grískrar pólitíkur. Þannig að sennilega mun gríska þingið - hlýða.

Þá er eftir að fá þing einstakra aðildarríkja til að samþykkja, en það gæti reynst raunveruleg þrautarganga í nokkrum tilvikum. Sérstaklega vegna þess, að ég er örugglega langt í frá sá eini sem er djúpt skeptískur.

Þetta gæti tekið nokkrar vikur til viðbótar - neytt ESB til að gefa út, enn eitt svokallað brúarlán svo Grikkland lendi ekki í "greiðsluþrots atburði á meðan."

Og á meðan væri gríska hagkerfið enn í frjálsu falli - því ekki opna bankarnir fyrr en samkomulagið er í höfn.

 

Kv.


Rússland virðist stefna í að tapa á gassölu til Kína

Þetta kom fram í frétt á netsíðu Financial Times:

Gazprom’s China contract offers no protection against low prices:en skv. spurningu beint að Pavel Oderov, forstjóra Gazprom, þá er engin innbyggð vörn í samning um sölu á Gasi til Kína til 30 ára sem undirritaður var í maí 2014 - gagnvart þeim möguleika að heims markaðsverð á olíu verði lágt til langs tíma. En þegar samningurinn var undirritaður, stóð heims markaðsverð í rúmlega 100 Dollurum per fat, en 2-mánuðum síðar - - hófst mikið verðfall á olíu. Og við upphaf þessa árs var olíuverð orðið um 50% lægra en það var í maí 2014 er sölusamningurinn á gasi var undirritaður milli Gazprom og kínverska ríkis-gasdreifingarfyrirtækisins.

Pavel Oderov - “We have registered high risk appetite for this contract and we do not envisage such an event.”

  • "Gazprom confirmed on Monday that the gas price under the contract with CNPC would be linked to a basket of oil product benchmarks."

Það þíðir, að verðið fylgir þá verðlagi á olíu - - og fyrir bragðið þá væntanlega er það miklu mun lægra nú, verðið sem kínverska ríkisfyrirtækið á að greiða fyrir gasið.

  • "Analysts estimate that the gas price implied by the contract was around $350/thousand cubic metres when it was signed; given the 50 per cent decline in oil prices since then “it could be as low as $175/thousand cubic metres — clearly a lossmaking level”, Mr Davletshin said."

Höfum í huga, að skv. samningnum er byggð leiðsla milli Rússlands og Kína. Svo sennilega er gasið ekki enn farið að streyma.

En þetta eðlilega hefur ákaflega neikvæð áhrif á framreiknaða afkomu af samningnum, enda kostar það Gazprom verulegt fé að reisa þessa nýju leiðslu - - síðan er verðið mun lægra en gert var ráð fyrir.

  1. Mun þá ekki gas-verð hækka í framtíðinni? Munum eftir því að á nk. ári fara refsiaðgerðir gegn Íran niður.
  2. Íranar eiga skv. fréttum rúmlega 30 milljón föt af olíu í tankskipum, birgðir sem hafa safnast upp - vegna þess að erfiðlega gekk að selja olíuna af völdum refsiaðgerða.
  3. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að þessi olía verði seld - og salan hefjist þegar á útmánuðum nk. árs, þó sennilega verði sölunni dreift yfir tímabil. En áhrifin til lækkunar olíuverðs eru þó augljós.
  4. Síðan ætlar Íran að auka framleiðslu í 5 milljónir tunna per dag, sem ætti að vera ákaflega gerlegt. En í dag er til tækni t.d. lárétt borun, sem getur aukið mjög dælt magn úr brunnum. Með nýjum búnaði við núverandi brunna, hugsa ég að það takmark sé mjög praktístk mögulegt - og taki ekki mjög langan tíma heldur.
  • M.ö.o. blasi sennilega við nokkurs konar fullkominn stormur þessum sölusamningi.

"According to a document published by the Kremlin on Monday, president Vladimir Putin ordered the Russian government to draw up by the start of September a “comprehensive action plan to ensure government support for the construction of gas transport infrastructure, including the Power of Siberia pipeline”."

Þetta er túlkað svo að rússnesk stjv. viti af því, að sennilega verði tap á þessum viðskiptum -og til standi að bjarga Gazprom ef með þarf.

  1. Það verður tæpast þó þægilegt, þegar lækkandi olíuverð mun sennilega samtímis, vera að minnka gjaldeyristekjur Rússlands - í annað sinn.
  2. Staða Rússlands gæti því orðið áhugaverð, á nk. ári.

 

Niðurstaða

Ég verð að segja eins og er, að sölusamningurinn til Kína - er farinn að hljóma sem meiriháttar mistök af hálfu rússneskra stjórnvalda. En þó Gazprom sé rekið sem fyrirtæki eiga rússnesk stjv. það í stórum meirihluta. Og þau ráða því hverjir aðal stjórnendur Gazprom eru.

Nýtt fjárhagslegt áfall er ekki beint það sem rússnesk stjórnvöld þurftu á að halda.

 

Kv.


Rán og gripdeildir á grunn-nauðsynjum fara vaxandi, þegar 4-mánuðir eru enn til þingkosninga í Venesúela

Blaðamður frá Venesúela birti á síðu fjölmiðils síns, áhugavert vídeó sem sýnir eitt af þeim dæmum um rán og gripdeildir örvæntingarfulls fólks, þegar það rænir mat af flutningabíl.

Looting Sweeps Venezuela as Hunger Takes Over

Looting and violence on the rise in Venezuela supermarkets

Venezuela is tilting toward a major social crisis

 

Efnahagskrísan í Venesúela er sennilega sú versta í heimi

Vandamálið liggur í því gríðarlega efnahagshruni ásamt því sem verður að teljast -alvarleg efnahagsóstjórn- sem landið er að ganga í gegnum. En sennilega hefur ekkert land lent verr í því en Venesúela, þegar heims olíuverð lækkaði um 50% síðan sumarið 2014.

En rétt er að hafa í huga, að landið var þegar á leið í vandræði - áður en hrunið í verðlagi á olíu varð. En landið var þá þegar með vaxandi viðskiptahalla - hluta til vegna þess að út af skorti á fjárfestingum í olíuvinnslu, hefur framleiðsla í Venesúela verið í hægri hnignun.

Hún var 3,3 milljón tunna á Dag, þegar Hugo Chavez komst til valda 1998, en hefur síðan hnignað í 2,8 milljón tunna á dag. Þó 16% samdráttur sé ekki hrun.

En meira máli hefur sennilega skipt, gjaldeyrisskuldsöfnun landsins yfir sama tímabil, en stjórnarflokkurinn hefur haft mikil fjárfestinga-áform, sem mörg hver virðast ekki hafa orðið að veruleika - af óþekktum ástæðum. En féð samt verið tekið að láni, einhvern veginn gufað upp síðan.

  • Vandi við þessa skuldasöfnun er - að hún virðist ekki hafa farið til nýrrar uppbyggingar í efnahagsmálum - > Því í eðli sínu efnahagslega ósjálfbær.

Loforð um að reisa gríðarlegt magn af húsnæði fyrir snauða - þó falleg á pappírnum, geta verið hluti af þessu; en vegna þess að landið virðist ekki geta framleitt nándar nærri nógu mikið af sementi og steypu, né járni eða stáli, né öðru til bygginga. Þá kalli þessi bygginga-áform á mikla innflutningsþörf.

  • Þetta er skýr vísbending um það, að eitthvað mikið sé að í rekstri þeirra fyrirtækja sem ríkið tók yfir - m.a. sementframleiðslu og steypu, sem og járn og stál.

Það hafa líka komið fram harkalegar ásakanir um - - spillingu, t.d. orð fyrrum ráðherra í stjórn Chavezar.

“The design of the political economy here only benefits the corrupt,” - “This is a mafia cartel.”

Ekki fylgdi sögunni hvað sá heitir - en ásökunin er sú, að opinbert gengi 6,3 "bolívares" á móti Dollar þear - unnt er að selja nú á markaði "bolívares" á 1/700.

Sé einkum tekjulind fyrir innanbúðarmenn, sem þá geta nálgast - gjaldeyri á spottprís.

Þeir séu aðilar -innan hersins- þess stuðning stjórnarflokkurinn þurfi á að halda, sem og innanbúðar lykilmenn innan sjálfs stjórnarflokksins.

Maduro - ráði ekki við þessa aðila. Sé lamaður og ráðalaus fyrir krísunni af þess völdum m.a.

Höfum í huga, að gjaldeyris-sjóðir landsins eru í hnignun.

Skv. nýlegum skoðanakönnunum:

"In June, pollster Datanálisis found that 84 per cent of Venezuelans think the country is going in the wrong direction. More than half said they will vote for the opposition and only 30 per cent for the Socialist party."

Stjórnin heldur í dag nokkrum fjölda þekktra pólitískra andstæðinga - í varðhaldi.

En miðað við ástandið, blasir við að stjórnarflokkurinn muni loks - tapa í kosningum. Nema að annað af tvennu - kosningum verði aflýst, tekið upp einræði. Eða að stórfelld kosningasvik fari fram.

  • Eins og ég hef sagt áður.
  • Óttast ég það versta í þessu landi.
  • Þar á meðal, að landið geti endað í borgarastríði.

En hættan á átökum, mundi verða augljóst - ef stjórnarflokkurinn annað af tvennu, svindlar til að halda völdum, eða, aflýsir kosningum t.d. setur á formlegt neyðarástand - án skilgreindra tímamarka. En lög um neyðarástand - hafa nokkrum sinnum í heimssögunni verið misnotað í því skyni að koma á einræði.

 

Niðurstaða

Með einum eða öðrum hætti, virðist sósíalisma bylting Hugo Chavez vera komin að endapunkti. En tekjuhrap í landinu er slíkt - að lágmarkslaun eru nú þau lægstu í S-Ameríku. Ekki miðað við opinbert gengi, heldur miðað við markaðsgengi Bólivarsins. Samtímis er verðbólga í landinu sú hæsta í heimi. Og fátt bendi annað en til þess að hún eigi eftir að aukast frekar. Þetta þíðir auðvitað að kjör landsmanna eru í hraðri hnignun áfram.

Ég reyndar sé ekki að þetta land sleppi við -algert efnahagshrun. Sama hvernig kosningarnar eftir 4-mánuði fara.

En flest bendir til þess að heims markaðsverð á olíu, muni lækka á nk. ári - vegna samninganna við Íran. En Íranar eiga byrgðir af olíu sem þeir hafa ekki getað selt, rúmlega 30 milljónir tunna geymd í tank-skipum. Sem má þá fastlega reikna með, að Íranar muni byrja að dreifa inn á markaði þegar í upphafi nk. árs.

Að auki hafa Íranar mikil áform um - aukna framleiðslu. Sem ég reikna fastlega með að gangi eftir.

Það sé því ekkert sem úr því sem komið er, muni bjarga Venesúela frá þjóðargjaldþroti - - sem sennilega verður á nk. ári.

  • Spurning einnig hvernig Rússlandi mun vegna á nk. ári - en lækkun olíuverðs mun að sjálfsögðu einni bitna á stjórn Pútíns í Rússlandi.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 846660

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband