Rússneska rúbblan virðist hafa fallið í kringum 30% síðan í maí

Ég sá frétt um það að Medvedev væri að skipta rússneskum ríkisfyrirtækjum að styrkja Rúbbluna með sölu gjaldeyris í þeirra eigu: Russia piles pressure on exporters to sell foreign currency.

En það getur a.m.k. tímabundið lyft gengi hennar, eða að lágmarki - frestað eða jafnvel stöðvað frekara fall.

Gengi Rúbblu miðað við Dollar

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ruble.jpg

Skv. XE.com þá fór gengi Rúbblunnar hæst í 0,02055 í maí. Núverandi staða er 0,01449.

Það gerir 29,49% gengisfall.

 

Það er áhugavert að sjá hvernig gengi Rúbblunnar jó-jóar í takt við verðlag olíu

En einmitt þegar gengi Rúbblunnar stóð áður lægst í janúar, þá voru heimsmarkaðsverð olíu að sveiflast milli 40-50 USD. Síðan kom hækkunarferli í verðlag á olíu, og hagur Rúbblunnar fór að vænkast. Eins og sjá má á kortinu - - hæst fór olíuverðið í nærri 60 USD per fatið akkúrat um svipað leiti og gengi Rúbblunnar toppar.

Síðan eins og sjá má, er gengi Rúbbblunnar aftur að fylgja verðlagi á olíu niður. Og er heims olíuverð nú aftur og svipuðum slóðum og það var statt í - - sl. janúar. Sem væntanlega skýrir af hverju gengi Rúbblunnar hefur aftur farið niður í ca. svipað far og þá.

  1. Eitthvað væri nú vælt hér á landi.
  2. Ef gengi krónunnar væri að rokka með þessum hætti.

 

Eins og ég benti á í mínum síðasta pistli: Sannleikurinn er sá að Rússa markaðurinn er líklega hvort sem er hruninn á nk. ári

Þá mun Rúbblan væntanlega - hrynja töluvert til viðbótar á nk. ári. Þegar heims markaðsverð á olíu -mjög líklega- lækkar verulega til viðbótar.

  1. Það stafar af því að þá fara refsiaðgerðir á Íran af.
  2. Og Íranar eiga 40 milljón föt af olíu í uppsöfnuðum birgðum af völdum erfiðleika við útflutning vegna refsiaðgerðanna.
  3. Sem fastlega má því reikna með að Íranar - hefji sölu á um leið og bannð fer af við upphaf nk. árs.

 

Ég hef heyrt -hauka er styðja Rússland- tala um "olíudollar" en þeir hafa þá kenningu að olía sé grundvöllur Dollars

Á hinn bóginn hef ég ekki orðið þess vitni að heims markaðsverðlag á olíu - hafi nein tilfinnanleg áhrif á verðlag á Dollar. Ef eitthvað er - - þá virkar það í öfuga átt. Að lægra verðlag a olíu - - hefur stöku sinnum virst skapa aðeins hærra gengi dollars. Og öfugt ef olíverð hækkar. Ekki er um að ræða - - stórar sveiflur í gengi Dollars.

  • En Rúbblan rokkar upp og niður.
  • Og það eru stórar sveiflur.

Mér virðist augljóst að Rúbblan sé - olíugjaldmiðill.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með málefnum Rússlands. En verðbólga hefur verið á niðurleið í sumar. En þess má vænta að aftur fari hún nú í aukana. Til viðbótar þessu, hafði staða gjaldeyrissjóðs Rússlands - náð nokkrum stöðugleika að nýju. En nú má vænta þess að hann fari aftur að minnka.

  1. Síðan nk. ár - þegar Íranar hefja sölu sinna olíubirgða.
  2. Guð blessi Rússland, segi ég.

Afleiðingarnar verða harkalegar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég verð víst að taka það að mér einu sinni enn að útskýra fyrir þér hvað petro dollar er.

Petro dollar er samningur á milli Saudi Arabiu og Bandaríkjanna að Saudar taki ekki við greiðslu fyrir olíu nema hún sé reidd af hendi í dollurum.Í staðinn tryggja bandaríkjamenn að það verði ekki ráðist á Sauda.Saudar komu svo þessari reglu á innan OPEC.

Samningar Bandaríkjmanna við Íran er brot á þessum samningi, að mati Sauda, og kann að reynast US dýrkeyft,en það er önnur saga.

.

.Eftir Viet Nam stríðið voru Bandaríkin í raun gjaldþrota og þá kom að mig minnir Henry Kissinger fram með þessa snilldar hugmynd.

Árangurinn af þessari snilldar hugmynd var sá að nú þurftu allir sem kaupa olíu af OPEC ríkjunum að kaupa dollara til að geta greitt fyrir olíu.Öðruvísi fengu þeir enga olíu.

Setum sem svo að Japani vanti olíu. Til að geta borgað fyrir olíuna þá þurfa þeir að kaupa dollara. En þeir fá ekki bara afhenta dollara si svona,þeir þurfa að borga fyrir þá með annað hvort yenum eða vörum.

Hvað gera Bandaríkjamenn,þeir fara og prenta dollara og afhenda Japönum.Nú er komin upp sú staða að bandaríkjamenn hafa eignast 100.000 Landkrusera og fjórar japannskar gufutúrbínur og  ekki þurft að borga fyrir þá nema sem nemur kostnaðinum við að prenta dollarana.

.

Bandaríkjamenn þurfa engar áhyggjur að hafa, af því að dollararnir koma ekki aftur heim nema sem kaup á skuldaviðurkenningum US og eitthvað svolítið af vöru og eignakaupum,afgangurinn fer til að borga fyrir vörukaup Sauda í öðrum löndum. Þannig tókst bandaríkjamönnum að borga fyrir hluta af vörukaupum sínum bara með því að prenta seðla áratugum saman.

Þetta lagði grunninn að heimsveldi Bandaríkjanna. Alltaf þegar olía hækkaði í verði ,þá þurfti meiri dollara og bandaríkjamenn fengu vörur eða gjaldeyri fyrir ekkert.Seinna náði þetta yfir fleiri vörutegundir.

Síðan gerist það um síðustu aldamót að markaðurinn fyrir dollara er nær mettur,Bandaríkjamenn þurfa nú að greiða fyrir nær allar vörur sem þeir kaupa með dollurum sem þeir hafa unnið fyrir hörðum höndum eða láta skrifa hjá sér.

Nú hefst gríðarleg skuldasöfnun sem við getum séð ef við skoðum línurit yfir skuldastöðu Bandaríkjanna.Skuldir þeirra sem fram að þessu höfðu verið litlar hrannast nú upp.

Heimsveldið er ekki tilbúið til að rifa seglin.

.

 Nú kemur fram á sjónarsviðið maður að nafni Saddam Hussein. Hann var harðstjóri hinn vesti sem stjórnar mjög stóru olíuríki ,en hafði samt verið lengi undir handarjaðri US.

Nú hafði skorist í odda milli Saddam og US vegna Kúvæt en Saddam sloppið með áminningu.

Saddam er ekki ánægður með þessa meðferð og ákveður að gera US þá skráveifu sem þeim þykir verst,hann ákveður að fara taka evrur sem greiðslu fyrir olíu.

Nú fatta Bandaríkjamenn allt í einu að Saddam muni vera stórhættulegur enda sé allt vaðandi í "weapon of mass destruction" í því vanheilaga landi .

Stuttu síðar er Saddam dauður og komin miklu heilbrigðari ríkisstjórn sem dettur ekkert annað í hug en taka eingöngu dollara sem greiðslu fyrir olíu.

.

Stuttu síðar andast Ghaddafi sem hafði verið að spekúlera í að koma á Afríku Dinar og taka hann sem greiðslu fyrir olíu.

.

Nú er á dauðadeild maður að nafni Assad sem hefur verið að gæla við að selja olíu gegn gulli.

.

En vandræðin voru ekki á enda. Nú hófst samdráttur í heimsviðskiftum sem augljóslega mundi leiða til verðlækkunar á olíu og öðrum hrávörum.

Nú minnkar þörfin fyrir dollara af því allt er orðið ódýrara og nú er hætta á að Japaninn fyrrnefndi fari að birtast á tröppunum hjá Obama og tjá honum að nú sé hrávara orðin svo ódýr að hann þurfi ekki lengur að eiga svona mikla dollara ,hvort ekki sé hægt að skifta þessu í evrur eða yen.

.

Nú er voði á ferðum af því það liggur nú fyrir að 2014 verði fyrsta árið í áratugi sem Us þarf að innleysa fleiri dollara en þeir afhenda.

Með öðrum orðum ,bandaríkjamenn þurfa að fara borga af skuldum sínum.

.

Nú kemur fram maður sem gengur undir nafninu Vladimir Putin. Putin þessi fer fyrir Rússlandi sem hafði orðið illa fyrir barðinu á US.

Rússland hafði nú rétt verulega úr kútnum ,en þrátt fyrir það ekki fengið inni meðal siðaðra þjóða þrátt fyrir ákafar beiðnir frá Putin.

.

Putin kemst að þeirri niðurstöðu að hans eina von til að fá inni sé að ganga milli bols og höfuðs á heimsveldi US.

Hann sér jafnframt að hann getur ekki ráðist á US af því það er óvinnandi.

Heimsveldið hefur þó einn veikan blett og það er dollarinn eins og fram hefur komið.Ef eftirspurn eftir dollurum á heimsmarkaði minnkar er voðinn vís fyrir Bandaríska heimsveldið,það verður að dragast saman af því það hefur nærst á því að draga að sér auð annarra þjóða í gegnum petro dollarann.

Frá því um aldamót hefur heimveldið verið sívaxandi baggi á bandarísku þjóðinni sem lýsir sér í óhemju skuldasöfnun og síversnandi lífskjörum almennings.

Evrópubúar draga sífellt lappirnar í þessu sambandi og ég held að það séu bara tvær þjóðir sem uppfylla skilyrði NATO í þessum efnum.Það er Grikkland sem á einskis úrkosta vegna þess að þeir eru háðir IMF og Litháen.Kannski eru einhverjar fleiri þjóðir sem ég veit ekki um.

Þessi slóðaháttur Evrópuþjóða stafar ekki af nísku einni saman,megin ástæðan er að það stafar engin ógn að þessum ríkjum og þau vilja ekki eyða pening í vitleysu.

Nú er þetta kannski að breytast af því að US pressar nú mjög fast á Evrópuþjóðir að greiða til heimsveldisins.

Bandaríkin eru vissulega ekki einráð í NATO,en ef þeim þykir liggja mikið við þá ráða þeir, punktur.

Þetta eru veilurnar sem Putin er að skarka í ,hann hefur komið því til leiðar að nokkrar þjóðir,sumar nokkuð stórar,eru að fikra sig frá dollarnum yfir í eigin mynt í verslun sín á milli. Þetta er ekki mikið ennþá,en vaxandi og sífellt fleiri þjóðir eru að hugsa í þessa veru af því að þeim finnst ekki eftirsóknarvert að þurfa sífellt að greiða tíund af öllum viðskiftum til bandaríkjamanna.

Síðasta seðlaprentun bandaríkjamanna upp á 4 trilljónir fór beint út í verðbólgu og olli gríðarlegri bólu á hlutabréfamarkaði en ekki almennri verðbólgu ,enda var aurunumm aldrei hleyft út til almennings.

.

Þeir dagar eru liðnir að US geti prentað peninga án þess að valda verðbólgu eða bólumyndun.Þessi bólumyndun ásmt óvissu í heimsmálum hefur svo enn á ný dregið að sér fjármuni annara þjóða og komið í veg fyrir að dollaraskiftajöfnuðurinn fari í mínus

Þetta stríð er þegar tapað fyrir heimsveldið ,en það er bara spurning hvort það fellur friðsamlega eða hvort þeir í einhverjum óvitaskap eða óviljandi starti gereyðingarstríði.

Það  er því mikilvægt að þetta gerist rólega þannig að það myndist aldrei afgerandi tímapunktur þar sem þeim finnst svo að sér vegið að þeir verði að starta heimsstyrjöld.

Vissulega munu Bandaríkin verða áfram stórveldi eftir smá aðlögun og dollarinn mikilvægur,en heimsveldið er að fjara út. 

.

Þetta er í stuttu máli hvernig pedro dollarinn varð til,hvernig hann virkar og hver örlög hans verða og af hverju.

Þetta skýrir líka af hverju Bandaríkin verja hann af svona mikilli hörku.

Undanfarin tuttugu ár sérstaklega hafa Bandarísk yfirvöld ekki alltaf umgengist aðrar þjóðir af nærgætni.Það er nokkur hætta á að í einhverfum tilfellum muni þessar þjóðir vila ná sér niður á þeim með einhverjum hætti ,þegar þeim stafar ekki lengur ógn af heimsveldinu.

Fyrir okkur vesturlandabúa er alls ekki eftirsóknarvert að Bandaríkin skreppi saman í kreppu og verði áhrifalaus af því þau eru um margt fyrirmyndar ríki,en það er mikilvægt að þessu heimsvalda brölti linni af því það er ekki ásættanlegt að þetta ríki fari um heimsbyggðina og rústi heilu þjóðunum af minnsta tilefni.

Engin þessara þjóða hafði neina getu né vilja til að ráðast á US ,þær voru einungis að reyna að hagræða sínum málum til að þær væru ekki ofurseldar duttlungum heimsveldisins.

.

Þá veistu þetta Einar.

Borgþór Jónsson, 24.8.2015 kl. 00:15

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eftir á að hyggja er rétt að hnykkja á að samningurinn gerði ekki einungis ráð fyrir að olía væri verðlögð í dollurum,heldur þurfti beinlínis að greiða hana með dollurum,annars var enga olíu að hafa.

Þarna er reginn munur á og það var þetta skilyrði sem skapaði þessa gríðarlegu eftirspurn eftir dollurum.

Borgþór Jónsson, 24.8.2015 kl. 00:32

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er eiginlega sprenghlægileg kenning að það sé Bandar. nokkur hin minnsta hætta af því að - ríki kaupi olíu í öðrum gjaldmiðlum. 

    • Þessi olíu-dollara-kenning er eiginlega öll eins og hún leggur sig, sprenghlægileg.

      • Skuldasöfnun Bandar. sl. 30 ár er mjög auðskýranleg, og tengist í engu þinni fullyrðingu.

      • Málið með hana er einfaldlega það - að Bandaríkin hafa yfir sama tímabil, haft -viðskiptahalla.

      • Viðskiptahalli skapar einmitt - stöðugt hækkandi skuldir. Og þær hækka því lengur sem viðskiptahallinn varir.

        • Bandaríkin hafa haft viðskiptahalla samfellt í 30 ár.

        • Það er fullkomlega nægjanleg skýring.

        Þessi olíudollara kenning - er ekki 2-skildings virði.

          • Þegar bundinn var endir á Víetnam stríðið, þá voru Bandar. skuldug vegna -Bretton Woods- kerfisins er þá var nýbúið að afnema.

          • Þá var gullforði Bandar. nokkurs konar trygging að baki gjaldmiðlum ríkja er voru í bandalagi við Bandaríkin. Þetta fyrirkomulag reyndist alltof dýrt fyrir Bandaríkin - er á leið. Sérstaklega þegar kostnaði við Víetnam stríð var við bætt.

            • Þ.e. samt algerlega út í hött, að segja Bandaríkin hafa verið gjaldþrota, eða í nokkurri hættu þar um.

            • Staðreyndin er sú, að Bandaríkin geta ekki mögulega orðið gjaldþrota.

            Vegna þess að allar skuldir þeirra eru í eigin gjaldmiðli.

            Megin hættan af stórfelldri skuldsetningu - er að þá getur virði dollars lækkað verulega.

            Sem væri óheppilegt þegar um er að ræða megin viðskipta gjaldmiðil heimsins.

            En slíkt rugg, þ.e. ef við erum að tala um stórt rugg niður á við, er að sjálfsögðu ekki hættulegt fyrir bandar. hagkerfið - ef eingöngu er horft til þess hagkerfis í einangrun.

            En stórt rugg á dollaranum alltaf skapar veruleg vandræði í alþjóðakerfinu, því það raskar viðskiptajafnvægi milli landa.

              • En á þessum tíma - - þá þurftu Bandaríkin á auknum fjárfestingum innan Bandaríkjanna að halda.

              • Þ.e. "kúpið" að baki samningum við olíuríkin. 

              Sem er í raun og veru, að þau noti Dollar - en fjárfesti síðan innan Bandaríkjanna.

              -------------------

                • Það er algerlega út í hött, að Bandaríkin fari í herferðir gegn löndum. Til þess að forða því að þau ríki noti aðra gjaldmiðla en Dollar í viðskiptum tengdum olíu.

                • Staðreyndin er sú, að samningur Bandar. og Saudi Arabíu -um varnir- snerist alls ekkert um að þeir noti dollar gegn því að Bandar. verji Saudi Arabíu. Enda hefur vörn Saudi Arabíu ekkert með dollarann "per se" að gera, heldur um vörn sjálfrar olíunnar - bæði vegna mikilvægis fyrir Bandar. sjálf en ekki síður að það að Bandaríkin hafa her við Persaflóa einnig gefur Bandar. "leverage" gagnvart 3-ríkjum.

                Menn eru greinilega að stórfellt misskilja út á hvað samningur við Sauda um Dollaraviðskipti gengur!

                  • Þetta er viðskiptasamningur - kemur öryggismálum ekki við.

                  • Hann tryggir gagnkvæman gróða, Bandar. og Sauda.

                  • Þ.e. Saudar græða á þessu með því, að þeir fjárfesta Dollarana sína innan Bandar. - eignast hluti í fyrirtækjum og fjárfestingasjóðum, fá greiddan arð. Að auki hafa þeir eignast verulega mikinn fjölda þingmanna á Bandar.þingi.

                  • Bandaríkin tryggja sér það, að geta keypt alla sína olíu með eigin gjaldmiðli.

                  • Og þau fá meiri fjárfestingu inn í hagkerfið.

                    • Þessi samskipti eru í alls engri hættu vegna samningsins við Íran - - enda eiga Saudar í dag gríðarlega óskaplegar Dollara-eignir.

                    • Þeir væru þar með, allra - allra síðustu aðilarnir er mundu vilja - - rugga andvirði Dollars.

                    Þannig séð, ef það eru einhverjir aðilar er virkilega vilja viðhalda samningnum - þá eru það olíuríkin við Persaflóa sjálf.

                    En með því, að veita þeim fullar heimildir til fjárfestinga innan Bandar., sem hefur leitt til þess að ráðandi fjölskyldur í ríkjum Araba á svæðinu, hafa eignast geigvænleg auðæfi í Dollurum.

                      • Þá eru araba-olíuríkin, orðin langsamlega traustustu bandamenn Bandaríkjanna, hvað varðar það að - viðhalda dollarakerfinu.

                      • Ég get ekki ímyndað mér, vegna þess að gríðarleg dollara-eign þeirra væri í húfi, að þeir mundu vilja rugga því grunnkerfi.

                      ---------------

                      Fyrir Bandaríkin sjálf - - væri stórt verðfall Dollars ekki íkja varasamt.

                        • En skuldir Bandar. eru í dollurum - andvirði þeirra þá lækkar, ef dollarinn fer niður. Sum lönd einmitt beita slíkum trixum til að lækka sínar skuldir, að eyða skuldum upp með verðbólgu.

                        • Ef Dollarinn lækkaði mikið, mundi sannarlega verða mikill samdráttur í neyslu - - en á móti mundi viðskipta-jöfnuður Bandar. snúast við. Og framleiðslu-iðnaður innan Bandar. yrði mun samkeppnishæfari um verð. Höfum í huga að Kína hefur einmitt beitt því trixi að skrá sinn gjaldmiðil lágt til þess að það skapi samkeppnisforskot fyrir útflutning - gamalt trix.

                        • Ef Dollarinn lækkaði mikið. Væri megin efnahagsáfallið í þriðju löndum. Sem eru háð því að selja varning til Bandar.

                        En fyrir aðila er eiga gríðarlegar peningalegar eignir bundnar í Dollar, ekki síst olíu-arabana, er sannarlega eiga gríðarlega peninga-eignir í Dollar - - eru mjög rýkir hagsmunir í húfi að Dollarinn haldi virði sínu.

                          • Bandaríkin gerðu því - alls ekki samning, um Dollar gegn vörnum - - heldur mjög ísmeygilegan samning, um Dollar gegn því að þeir hefðu fullt athafnafrelsi til að fjárfesta innan Bandar.

                          Dollara-auðæfin síðan binda þá aðila mjög djúpum hagsmunaböndum við Bandaríkin.

                          ------------------

                            • Heimsveldi Bandar. er í alls engri hættu, þó að dollarakerfið tengt olíuviðskiptum mundi hrynja. Þ.e. hlægileg kenning sem heldur slíku fram.

                            • Stóru tapararnir væru olíu-arabarnir og aðrir þeir sem eiga gríðarlegar eignir bundnar í dollurum.

                            Ítreka að ef Dollarinn yrði miklu ódýrari en áður, þá mundi útflutningur Bandar. verða mjög samkeppnishæfur.

                            Kína hefur einmitt byggt upp sitt veldi, sem öflugt útflutningsland. Bandaríkin -ef dollarinn yrði mjög ódýr- yrðu þá aftur framleiðsluland, og nettó útflutningsland.

                            Og færu þá í staðinn, að eignast - eignir í öðrum gjaldmiðlum. 

                              • Allt sem tengist hergangaiðnaðir Bandar. er í Dollarakerfinu.

                              • Hergögn verða ekkert dýrari fyrir bandar. stjv. ef Dollarinn yrðí ódýrari. 

                              • Ég sé ekki hvernig, þeirra herstöðvar í slíku samhengi yrði "unaffordable" eða þeirra hergagnaiðnaður.

                              Ég blæs því algerlega á þá hugmynd.

                              Að Bandaríkin verði að verja olíu-viðskipti með Dollar, annar sé úti um þau.

                              Og að sjálfsögðu á þá kenningu, að Bandaríkin hafi e-h mótíf að ráðast á lönd, sem íhuga að nota annað en Dollar í viðsk. með olíu.

                              Kv.

                              Einar Björn Bjarnason, 25.8.2015 kl. 20:55

                              Bæta við athugasemd

                              Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                              Um bloggið

                              Einar Björn Bjarnason

                              Höfundur

                              Einar Björn Bjarnason
                              Einar Björn Bjarnason
                              Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                              Apríl 2024
                              S M Þ M F F L
                                1 2 3 4 5 6
                              7 8 9 10 11 12 13
                              14 15 16 17 18 19 20
                              21 22 23 24 25 26 27
                              28 29 30        

                              Eldri færslur

                              2024

                              2023

                              2022

                              2021

                              2020

                              2019

                              2018

                              2017

                              2016

                              2015

                              2014

                              2013

                              2012

                              2011

                              2010

                              2009

                              2008

                              Nýjustu myndir

                              • Mynd Trump Fylgi
                              • Kína mynd 2
                              • Kína mynd 1

                              Heimsóknir

                              Flettingar

                              • Í dag (27.4.): 2
                              • Sl. sólarhring: 89
                              • Sl. viku: 437
                              • Frá upphafi: 847084

                              Annað

                              • Innlit í dag: 2
                              • Innlit sl. viku: 414
                              • Gestir í dag: 2
                              • IP-tölur í dag: 2

                              Uppfært á 3 mín. fresti.
                              Skýringar

                              Innskráning

                              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                              Hafðu samband