Efa Píratar fái nokkurn til að starfa með sér - upp á að aftur verði kosið eftir nokkra mánuði

Eins og fram kemur í -ræðu Birgittu- og skv. fréttum að aðalfundur Pírata hafi samþykkt - Píratar vilja tvö mál á stutt þing - þá samþykktu Píratar þá hugmynd Birgittu. Að næsta þing mundi sitja einungis í 9 mánuði, þar af að það starfaði í 6. Og á því væru einungis 2-þingmál, þ.e. að samþykkja nýja stjórnarskrá, væntanlega - tillaga Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá: Frumvarp til stjórnskipunarlaga, til samanburðar sjá einnig; Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands - og að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort á að hefja að nýju viðræður um aðild að ESB.

Það eru reyndar til fordæmi fyrir því að ríkisstjórnir sitji í skamman tíma, til þess að koma í gegn tiltekinni breytingu: Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, Emilía, sat í skamma hríð í skjóli Sjálfstæðisflokksins 1959.

Sú stjórn hafði þann tilgang að framkvæma breytingar á kosningakerfi landsins, síðan var kosið aftur skv. þeim breytingum - og við tók svokölluð "Viðreisnarstjórn."

En þá voru Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. þegar búnir að semja um samstarf eftir þær kosningar.

 

Ég hef heyrt þá hugmynd, að ræða við aðildarsinnaða flokka!

Segjum að Píratar hefji formlegar viðræður við Bjarta Framtíð, og Samfylkingu. Báðir flokkar ákaflega áhugasamir um aðild Íslands.

  1. Þá finnst mér afar afar ósennilegt - að þeir samþykki stutt kjörtímabil.
  2. Því augljóslega ætla þeir þá að starta viðræðum að nýju, og gera tilraun til þess að landa samningi innan kjörtímabilsins.

Ef maður les ræðu Birgittu - er eins og að hún átti sig ekki á þessu atriði. En þ.e. eins og að hún sé einungis að miða - starfstíma þings, við þau 2-atriði. Að atkvæðagreiðslan sé haldin, og að þingið taki stjórnarskrármálið fyrir, geri þær breytingar sem taldar séu bráðnauðsynlegar - afgreiði það mál síðan sem lög frá Alingi. Þingið hætti störfum þegar þessu tvennu sé aflokið - að halda atkvæðagreiðsluna og koma í gegn nýrri stjórnarskrá.

  • Hún talar niður fyrirbærið stjórnarsáttmála, vegna þess að þá þurfa flokkar að gefa eftir sín stefnumál að einhverju leiti a.m.k.
  • Talar um bútasaums aðferð, þegar breytingar eru gerðar án þess að ferli sé heildar-endurskoðað.

En þ.e. sannarlega rétt að mun algengara er að lagfæringar séu gerðar innan ferlis, heldur en að það sé allt tekið upp - heildarendurskoðað. En punkturinn er auðvitað sá - - að mun auðveldara er að gera mistök þegar menn heildarendurskoða, en þegar tilteknar afmarkaðar breytingar eða lagfæringar á kerfi eru unnar.

En þumgalfingursregla er sú, að því stærri breytingu sem þú vilt gera.

Því meiri hætta sé á mistökum, og að þú þurfir eftir á að framkvæma lagfæringar.

Síðan finnst mér það harkaleg afstaða, að heimta heildarendurskoðun í hvert sinn, í stað þess eins og er venja að einstök atriði atriði eru skoðuð ef vankantar hafa komið upp í ferli eða kerfi - til að lagfæra þá, sbr. bútasaum.

En það eðli sínu skv. er mun líklegra til að valda mistökum, að taka allt kerfið upp í heild, en að lagfæra á því einstaka vankanta - þegar þeir birtast, einfaldlega vegna þess að heildarendurskoðun er miklu mun flóknara ferli. Fyrir utan að þ.e. mun tafsamara og til mikilla muna kostnaðarsamara, að fara í þá vinnu - að taka heildarendurskoðun.

 

Mér finnst þetta dálítið hljóma sem svo, Píratar eru öðruvísi flokkur, þess vegna þarf hann að haga sér öðruvísi - - ekki endilega vegna þess að öðruvísi sé betra

Það verður merkilegt að fylgjast með því - hvernig Pírötum gengur með sína hugmynd.

Það er til ágætt máltæki - - "If it aint broke, don't fix it."

Mér finnst þetta ágætis svar við tali Birgittu, bersýnilega með nokkurri fyrirlitningu, um bútasaumsaðferð.

En samfélagið er síbreytilegt - þess vegna er eðlilegt að það komi upp vankantar, gjarnan vegna þess einfaldlega að samfélagið er síbreytilegt. Það sem virkaði í gær, smám saman hættir að virka.

Vegna þess að Birgitta hugsar svo mikið tengt tölvum - - þá er ágætt að nota líkingu við forrit. En flestir forritarar, beita -bútasaumsaðferð- þ.e. þeir skrifa ekki alfarið nýtt forrit í hvert sinn, þegar gallar koma upp eða að einhver annar hugbúnaður breytist svo að forritið virkar ekki lengur sem skildi.

  • Heldur uppfæra þeir sín forrit.
  • Oft eru forrit uppfærð oft og mörgum sinnum, löngu áður en íhugað er að skrifa alfarið nýtt.

Gamalt forrit er ekki endilega ónýtt - ef það virkar enn. Svo fremi sem það hefur alltaf verið uppfært reglulega.

Það þíðir að það þá inniheldur það enn að stórum hluta gamla kóðann. En uppfærslur eru gjarnan eins og plástrar á forrit: Skoða t.d. hvernig gamla stjórnarskráin hefur verið marguppfærð -  Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

  1. Menn gera þetta með þessum hætti -vegna þess að þ.e. miklu mun kostnaðarsamara að skrifa alfarið nýtt.
  2. Heldur en að lagfæra það gamla.
  3. Að auki bendi ég fólki að íhuga, hvort að það muni nokkru sinni eftir flóknu forrits kerfi, sem var - nýtt. Sem virkaði alveg án galla frá fyrsta degi?
  4. Þurfti ekki strax að lagfæra sand af göllum, sem komu í ljós?

Málið er að þetta á allt saman einnig við þau atriði sem Birgitta gagnrýnir.

Hún nefnir t.d. Tryggingastofnun, þar er sannarlega til staðar afar flókið kerfi. Og alveg með sama hættinum, og ef þú værir með afar stórt og flókið forritunarkerfi, þá vex mönnum í augum að -skrifa alfarið nýtt- heldur er það valið að framkvæma "bútasaum."

En það sama heldur, að ef þú ákveður að semja alfarið nýtt kerfi - vegna þess hve þau mál eru flókin - - > Þá er nærri alfarið öruggt, að nýtt kerfi væri verulega gallað, einfaldlega vegna þess hve þessi mál eru flókin þá er erfitt að sjá fullkomlega fyrir hvernig mál víxlverka. Þannig að eins og að ef nýtt forritunarkerfi væri innleitt - þá mundi fljótlega í kjölfarið þurfa að hefja "bútasauminn" svo kerfið raunverulega virki eins og það á að gera.

  • M.ö.o. virðist mér Birgitta vera að hníta í aðferðafræðina, án þess að gera sér grein fyrir því, að það eru góðar og gildar ástæður fyrir því - að menn leiðast í þá tilteknu aðferð. Að gera litlar breytingar, bútasaum, heldur en að skrifa upp alfarið nýtt stýrikerfi fyrir það kerfi sem menn eru að vinna með.

Það má ef til vill líta á Stjórnarskrána sem stýrikerfi landsins.

Síðan er Tryggingastofnun með sitt eigið.

  1. Ef ég væri spurður, þá sé ég ekkert óframkvæmanlegt við það að gera lagfæringar á núverandi stjórnarskrá - - en þó svo að margt í textanum sé gamalt, þá þíðir það ekki endilega að sá texti sé nærri alltaf úreltur. T.d. er mannréttinda hluti hennar frá 10. áratug sl. aldar. M.ö.o. ca. 25 ára. Þannig hefur hún verið smá uppfærð í gegnum árin. Þ.e. ekki svo að Ísland hafi verið að nota hana í marga marga áratugi, án þess að uppfæra þ.s. þurft hefur nauðsynlega að uppfæra.
  2. En þ.e. mikilvægur punktur, að fjöldi dóma liggur fyrir sem byggja á núverandi texta stjórnarskrárinnar - sem skíra þann texta. Þ.s. dææmt hefur verið í málum - - en lögfræðingar hafa bent á að ef sá texti er algerlega endurskrifaður jafnvel þó sá sé efnislega svipaður að innihaldi, þá mundi þurfa ný dómsmál að skera úr því hvort að sá nýi texti - hafi nákvæmlega sömu merkingu.
  3. M.ö.o. er ég að segja, að heppilegra væri að láta gamla textann eftir óbreyttan -ef texti "Tillögu um Stjórnarskrá" er efnislega að segja það sama. En ný stjórnarskrá skilgreinir flestu leiti sömu atriði og sú gamla - - og þegar maður les hana í gegn. Er í reynd ekki mjög margt sem er nýtt. En margt er endursagt í öðrum orðum, og köflum er raðað upp með öðrum hætti.
  4. Síðan eru innan um raunveruleg ný atriði - - það væri unnt að taka þau fyrir sérstaklega. Og fella inn í stjórnasrkána, skipta út gömlum köflum eða setja inn nýja í þeim tilvikum að fjallað er um mál sem ekki er um fjallað í þeirri gömlu.

Mér finnst alltof mikið sem að fólk tali illa um stjórnarskrána.

Mér finnst mjög oft ekki mikil hugsun að baki slíku tali.

 

Niðurstaða

Mér finnst Birgitta og Píratar vera töluvert úti á túni með þá hugmynd, að ætla láta næsta þing starfa í 6 mánuði, kjósa aftur að 9. mánuðum liðnum.

En fyrir utan þau atriði er ég nefndi, þá mun samstarfsflokkur alltaf hafa sín eigin baráttumál, sem sá vill koma í gegn. Þetta hljómar pínu, eins og að Píratar séu að segja - að hvað hinn flokkurinn leggur til skipti ekki máli.

Eins og t.d. að hugsa ekki það atriði, að ef farið er í kjör um það að hefja kannski aftur viðræður ef þjóðin segir já - að þá detti ekki Birgittu eða öðrum Pírötum í hug, að þá mundi líklegur samstarfsflokkur heimta að þingið starfaði a.m.k. þangað til að aðildarviðræðum væri lokið, og samningur í höfn - svo að unnt væri að leggja samning fyrir þjóðina; eins og aðildarsinnar tala alltaf um að þeir vilji gera.

Ég held því að afar ósennilegt sé að þeir fái samstarfsflokk með sér, upp á þau býti að þing starfi bara í 6-mánuði.

Eða að þeir sleppi frá því að fara í samninga um gerð stjórnarsáttmála til 4-ára. Eiginlega eins og Pírataflokkurinn og Birgitta talar, þá mundi hann þurfa að fá hreinan meirihluta.

Þá þarf hann ekki að semja við neinn, ekki gefa neitt eftir af sínu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fjögurra ára kjörtímabil er bundið í stjórnarskrá.  Vissulega hafa verið kosningar, þegar kjörtímabili er ólokið en ástæðan hefur í ÖLLUM tilfellum verið sú að viðkomandi ríkisstjórn hefur misst meirihluta sinn á Alþingi og því ekki verið í stakk búin að sinna lögbundnum verkefnum sínum.  Hitt er svo einsdæmi að nokkuð stjórnmálafl í landinu skuli HVETJA til stjórnarskrárbrota eins og Píratar gera með þessari tillögu sinni.

Jóhann Elíasson, 31.8.2015 kl. 13:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

4. ára kjörtímabil er skilgreint hámark. Ekki lágmark - eins og ég skil ákæðið í stjórnarskránni. M.ö.o. að þing geti ekki setið lengur en í 4 ár í senn.

Það eru engar takmarkanir við því sem ég veit til, á rétti forsætisráðherra að - óska eftir þingrofi af forseta.

En þ.e. eitt þekkt dæmi, svokallað -þingrofsmál- að forsætisráðherra fór fram á þingrof, af pólitískum ástæðum ekki efnahagslegum: Þingrofsmálið - http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1077278/

Þá var deila um skiptingu atkvæða og fyrirkomulag kjördæma.

Það var þá ekki efnahagskrísa.

    • Píratar gætu tæknilega notað það fordæmi.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 31.8.2015 kl. 15:30

    3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Information Society - pure energy: https://www.youtube.com/watch?v=ijAYN9zVnwg

    Information Society - "Walking Away"

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 1.9.2015 kl. 18:40

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (18.4.): 6
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 810
    • Frá upphafi: 846638

    Annað

    • Innlit í dag: 6
    • Innlit sl. viku: 746
    • Gestir í dag: 6
    • IP-tölur í dag: 6

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband