Lönd evrusvæðis náðu hugsanlega mikilvægu samkomulagi á föstudagsmorgun!

Það er ný frétt á Financial Times: Spain wins restructuring deal for banks

Þjóðverjar virðast hafa veitt hugsanlega mikilvæga eftirgjöf! Þetta gerðist á morgunfundi föstudagsmorgun!

  1. 100 ma.€ lán það sem Spánn hefur verið að óska eftir, mun ekki lengur vera á ábyrgð spænska ríkisins.
  2. Heldur, fari það beint og milliliðalaust til bankanna spænsku. 
  3. Ítalía og Frakkland, muni geta fengið einnig slík milliliðalaus lán fyrir eigin banka.
  4. En skv. samkomulaginu, verður þó einhver bið á því að þessi möguleiki opnist því "the leaders agreed it would come only after the eurozone set up a single banking supervisor to be run by the European Central Bank."

Slíkt sameiginlegt bankaeftirlit, mun þá taka yfir eftirlit með tilteknum kerfilega mikilvægum bönkum. 

Það verður að koma í ljós hversu mikilvægt það samkomulag reynist vera!

Væntanlega kemur meira fram um þetta í fréttum síðar í dag!

En eitt af því sem margir hafa bent á, er þörfin fyrir að aftengja fjármálakrísuna og skuldakrísu aðildarríkjanna.

En fjármálahrun er stóra hættan - sem fellt getur evruna!

Fyrstu viðbrögð markaða virðast jákvæðs skv. frétt!

------------------------------------------

Financial Times er með stöðuga vakt á fundi leiðtoga ESB sem hófst á fimmtudag. Skv. því sem þar kemur fram, þegar ég skrifa þetta, hafa aðilar gengið fúlir og reiðir út af fundarstað.

Fundur hefst aftur á föstudagsmorgun.

Engin niðurstaða náðist í gær, og miðað við ástandið sem rýkti á fundinum - hafa menn ekki nálgast samkomulag. 

Mikil fýla rýkti skv. "a eurozone diplomat said the Italian tactics had soured the summit before Friday’s session, when proposals for short-term measures were to be discussed. “The atmosphere is horrid,” said the diplomat.""

En Mario Monti - Mariano Rajoy og François Hollande, hafa greinilega staðið við fyrirheit þau sem þeir gáfu fyrir fundinn; að beita ítrasta þrýstingi.

Þannig, að það virðist að fulltrúar þjóðverja á fundinum, hafi ekki getað hindrað, að þeirra hugmyndir um að styðja Ítalíu og Spán; væru teknar til umræðu.

Skv. fréttum, funduðu í gær embættismenn fjármálaráðuneyta aðildarríkjanna um málið. 

Ekkert liggur fyrir um það - hvort af slíkri aðstoð verður.

Eða - hvaða form hún myndi taka.

En þ.s. fundi lauk í gær án niðurstöðu, verður málið væntanlega rætt áfram á föstudag.

 

Ítalía og Spánn heimta aðstoð! Strax!

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með, þá vill Mario Monti að björgunarsjóður evrusvæðis verði nýttur, til að kaupa ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu á markaði, til að halda niðri vaxtakröfu beggja landa.

Á fimmtudag stóð krafa fyrir 10 ára bréf í um 7% fyrir spönsk ríkisbréf, og rúml. 6% fyrir ítölsk. 

Hvort tveggja talið ósjálfbært til lengdar.

Annar valkostur er að láta Seðlabanka Evrópu sjá um slík kaup!

Fræðilega getur hann keypt bréf án takmarkana - ef hann prentar fé til slíkra kaupa.

En þjóðverjar fram að þessu, hafa ekki verið til í að umbera kaup fyrir prentað fé.

Hin aðferðin að láta björgunarsjóðinn kaupa - hefur einnig galla, því þá þurfa ríkin að tryggja sjóðnum nægilegt fé.

En óvíst er að - ESFS myndi geta fjármagnað svo umfangsmikil kaup sjálfur á markaði, miðað við núverandi ástand.

Svo má ekki gleyma því, að slík kaup verða mjög - mjög dýr, ef þau standa lengi.

Sjá mjög áhugaverða mynd sem hagfræðingurinn Gavyn Davies birti nýlega á eigin bloggi!

 

Takið eftir að upphæðirnar sem myndi þurfa til ef halda á þessum löndum uppi - eru all svakalegar! Í milljörðum evra!

 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img.jpg

  • Eins og sést, þá þarf Spánn að fjármagna á þessu ári 20,8% af þjóðarframleiðslu, þegar búinn að fjármagna a.m.k. helming þess.
  • Og Ítalía þarf að fjármagna samtals á þessu ári 28,8% af þjóðarframleiðslu.
  • Svo bætist við, ef 2013 er bætt við og síðan 2014. Samtalst út 2014 gerir þessa svakalegu tölu.

Ég held það sé ekki einu sinni fræðilegur möguleiki að þjóðverjar samþykki nokkuð umfram - mjög takmarkað prógramm.

Maður getur ímyndað sér, að tiltekin upphæð verði tekin út fyrir sviga, og lögð ESFS til - svo sjóðurinn geti nýtt hana, til að aðstoða þessi 2 lönd við baráttu þeirra við þ.s. annars er yfirvofandi gjaldþrot.

Því lægri sen sú upphæð er - því minni áhrif mun slíkt útspil hafa!

Upphæðin þarf að nema a.m.k. nokkur hundruð milljörðum evra - tel ég - ef á að kaupa einhvern umtalsverðan tíma, segjum 500ma.€ geti hugsanlega frestað vandanum fram yfir áramót.

 

Þetta er þ.s. stóð til að ganga frá, á fundinum í gær. Og var það fyrst kynnt! En þegar á reyndi, varð ekki einu sinni þetta mál klárað!

EU Approves Jobs, Growth Plan With 10 Billion-Euro EIB Boost

"European Union leaders approved a 120 billion-euro ($149 billion) plan to promote growth in the 27-nation bloc that includes a capital boost for the European Investment Bank." - "The government chiefs agreed on a 10 billion-euro capital increase for the EIB today as a centerpiece of the long-term growth plan, which includes infrastructure financing, tax-policy pledges and more focused use of EU funding. It also calls for project bonds and support of small and medium-sized businesses."

Þetta er auðvitað einungis dropi í hafið - munið að björgunarlán skv. "björgun2" Grikklands, er upp á rúmlega 100ma.€. Sjáið að ofan, hvað myndi kosta að halda uppi Spáni og Ítalíu.

En þetta inniheldur í reynd litla nýja peninga, megnið af þessu fé var þegar til á sjóðum sambandsins, en var ekki notað ekki síst vegna þess, að krísan hefur raskað fjölda fjárfestingaráforma innan Evrópu.

Ekki það að nýta þá peninga geri ekki nokkuð gagn, en miða við umfang vandans - munu áhrifin vart mælast.

----------------------

En þetta gefur ef til vill einhverja hugmynd um umfang þess, sem ríkin ef til vill verða til í að ákveða, þegar kemur að því, að aðstoða Ítalíu og Spán - vegna "tímabundins" vanda á mörkuðum.

 

Italy Withholds EU Growth Pact Approval as It Seeks Debt Deal

"Italian Prime Minister Mario Monti may block the 120 billion-euro ($149 billion) growth initiative announced by European Union President Herman Van Rompuy without an effort to reduce its borrowing costs, two Italian officials said."  - "Italy is withholding its official endorsement as it pushes for collective action at an EU summit in Brussels to push down its bond yields, said the officials who spoke on the condition that they not be named."

Það er augljós örvænting í þessari hótun Monti, að hindra að þetta "útspil" nái fram að ganga.

En sjálfsagt veit hann mæta vel, að ofangreind upphæð skiptir nær engu máli.

En pólitískt myndi það líta ílla út, ef fundurinn endar - og ekki einu sinni þetta útspil, kemur fram.

Sjálfsagt hefur sú hótun því einhverja vikt, þó ekki líklega mikla.

En þetta sýnir þó sennilega, að Monti ætlar að standa við stóru orðin, og berjast fyrir málstað Ítalíu.

 

Skv. frétt Financial Times, enduðu fundahöld dagsins á þessum punkti: 

  1. Engin niðurstaða liggur enn fyrir.
  2. Og Ítalía og Spánn, blokkera litla útspilið að ofan - sem samningsútspil.

 

Niðurstaða

Fundahöld gærdagsins enduðu í algerri sundurþykkju. Rýkti reiði og gagnkvæmar ásakanir. Ástand sem minnkar enn meir ástæðu til nokkurrar bjartsýni um niðurstöðu fundahalda - föstudagsins.

Á leiðinni út af fundarstað, sagði Hollande að umræðum um hugsanlegar stórar breytingar á skipulagi evrusvæðis, hefði verið frestað til nk. október. Þetta lítur ekki vel út.

Sjá einnig frétt Telegraph: Italy and Spain threaten to block 'everything' at tense EU summit

Ég hvet alla til að lesa þessa mjög svo áhugaverðu skýrslu, en ef maður lítur framhjá rósamáli, þá viðurkennir hún í meginatriðum þá gagnrýni sem evran hefur verið undir, í gegnum árin:

Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe

----------------------------

Skv. nýjustu fréttum hafa þjóðverjar veitt hugsanlega mikilvæga eftirgjöf á fundi snemma á föstudagsmorgun.

Það verði heimilað að lána beint og milliliðalaust til banka í vandræðum, þegar búið verður að setja upp sameiginlegt eftirlitsfyrirkomulag með tilteknum kerfislega mikilvægum bönkum, sem Seðlabanki Evrópu myndi þá sjá um.

Þetta er ein tillagan í skýrslu, sem hlekkjað er á að ofan - sem Delors ritaði formála fyrir.

Ekki er enn búið að setja upp þetta eftirlit!

Einhvern tíma mun taka að setja það upp.

Ekki enn ljóst hvenær það verður!

Svo samkomulagið tekur ekki gildi strax.

En svo lengi sem markaðurinn trúir því, að 100ma.€ skuldin muni ekki vera á ábyrgð spænska ríkisins, í framtíðinni, þá mun hún hætta að hafa neikvæð áhrif á vaxtakjör spænska ríkisins.

Svo það virðist að Ítalía, Spánn og Frakkland hafi náð fram því lágmarks samkomulagi sem þau töldu sig þurfa.

Þetta bindur þó að sjálfsögðu ekki nokkurn enda á skuldakrísu ríkissjóðanna.

En ef til vill - a.m.k. um hríð, bjargar evrunni frá því sem var farið að líta út sem yfirvofandi fall!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki málið að Evran er komin  á endastöð með reddingar? Ef hún á að lifa þurfi grundvallar strúktúr breytingar og spurning hvort vilji sé til þess meðal Evru ríkjanna, það myndast ekki þjóðríki í kring um gjaldmiðil einan og sér og ríki evrópu eru svo ósamhverf að óvíst er hvort  samruni  þeirra sé raunhæfur möguleiki.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 07:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef þú hefur tíma til, gluggaður í gegnum skýrsluna "Completing the Euro" en enginn annar en Delors skrifar formála. En þar eru allir gallarnir í reynd viðurkenndir - en lagt til hvað þarf, svo dæmið geti haldið áfram.

En það virðist einmitt málið, að viljinn þ.e. í pólitísk hvers lands fyrir sig, sé ekki nægur.

Þá eins og er Sovét rúllaði einn daginn, þá getur þ.s. innanbúðarmenn enn vilja ekki trúa mögulegt eða líklegt allt í einu gerst, sá atburður sem menn vilja ekki trúa að gerist.

Í Bandaríkjunum 1790 var svipuð krísa leyst. En þeir voru nýlega búnir að ganga í gegnum sameiginlegt stríð. Þeir sameiginlega óttuðust afskipti Evrópuveldanna. Það var trúverðugur ótti.

Sameiginlegur óvinur - sameiginlegt tungumál, hjálpaði örugglega.

Að auki, voru vandræða skuldirnar sem einstök fylki voru að glíma við, stríðsskuldir - sem nutu meiri samúðar, það örugglega hjálpaði einnig til að samkomulag náðist, um að búa til sameiginlegann ríkissjóð, sem fékk heimild til að skattleggja alla íbúa landsins og gefa út skuldir á heildina; svo tók sameiginlegi sjóðurinn yfir vandræða stírðsskuldirnar enda voru þær tilkomnar vegna sameiginlegu baráttunnar rétt á undan.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2012 kl. 08:12

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján - var að gá hvað er nýjast í fréttum. Og það virðist loks hafa náðst áhugavert útspil.

Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum t.d. Íra. En þeir munu örugglega heimta svipaða meðferð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2012 kl. 08:34

4 identicon

það er vonandi eitthvað meira en ein bótin enn á stagbætta flík.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 09:41

5 identicon

Eru suður-Evrópu ríkin kannski að ná saman undirtökunum á Evrusvæðinu og Þjóðverjar komnir á undanhald Einar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 09:58

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er ekki útilokað að svo geti verið. Hvað það þíðir hugsanlega í framhaldinu, verður að koma í ljós. En þetta eitt og sér stöðvar ekki kreppuna né hefur það breitt efnahagsstefnunni. Þetta er langt í frá síðasta dramað. Má reikna með, að í framaldinu leitist þau við, að knígja fram frekari tilslakanir.

Það þarf ekki endilega vera að þau heimti e-h sem kostar þjóðverja - strax, það gæti verið, t.d. tilslakanir varðandi ríkishalla. Að þau megi fresta markmiðum um hann, um einhver ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2012 kl. 10:59

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Málið er, að Spánn þarf frekari tilslakanir en þetta eitt. Mér sýnist skv. fréttum af markaði að vaxtakrafan hafi lækkað nokkuð, en hún ætlar enn að haldast vel yfir 6%. Sem skv. mati hagræðinga er enn of hátt.

Þarf meira til, ef Spánn á að hafa það af.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband