Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump - Trump segir Bannon hafa tapað glórunni

Það er óhætt að segja að kastast hafi í kekki milli Steve Bannon fyrrum samstarfsmanns Donalds Trumps forseta, eftir að áhugaverð ummæli höfð eftir Bannon í nýrri bók "Fire and Fury" - Þar sem hann fer hæðnisorðum um fund sonar Trumps, Trump Jr. með rússneskum lögfræðingi -- kallar fundinn, landráð.
--Það virðist augljós túlkun frekari tilvitnana að Steve Bannon telji að Donald Trump eigi ekki möguleika gegn rannsókn sérstaks saksóknara, Mueller.

Trump statement on former White House strategist Bannon

Viðbrögð Donalds Trump forseta:

"Steve Bannon has nothing to do with me or my Presidency. When he was fired, he not only lost his job, he lost his mind."

Takið eftir í yfirlýsingunni í framhaldinu af fyrstu setningunni - hvernig Trump nú gerir lítið út hlutverki Bannons - sem þó var gerður að sérstökum ráðgjafa Trumps um hríð innan Hvítahússins.

Ef þetta eru ekki vinslit -- veit ég ekki hvað vinslit eru. En Trump á alveg örugglega ekki eftir að fyrirgefa Bannon þau ummæli sem eftir honum eru höfð.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/7b/Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg/1200px-Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg

Hvað á ég við er ég segi, Steve Bannon hafa líklega afskrifað Trump: Trump Tower meeting with Russians 'treasonous', Bannon says in explosive book

Bálreið viðbrögð Trumps sýna greinilega að Trump er sannfærður um að rétt sé haft eftir Bannon - þau ummæli sem höfð eru eftir honum í hinni nýju bók "Fire and Fury."

  1. Hvað segir Bannon um fund sem sonur Trumps, Donald Trump yngri hafði með rússneskum lögfræðingi í Trump turni, rétt fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2016?
    "The three senior guys in the campaign thought it was a good idea to meet with a foreign government inside Trump Tower in the conference room on the 25th floor – with no lawyers. They didn’t have any lawyers."
    "Even if you thought that this was not treasonous, or unpatriotic, or bad shit, and I happen to think it’s all of that, you should have called the FBI immediately."
    Takið eftir að Bannon segir það sama um þann umdeilda fund og margir - að starfslið framboðs Trumps hefði átt að hringja í FBI -- í stað þess að mæta á slíkan fund.
  2. Hvernig segir Bannon að nálgast hefði átt málið í staðinn?
    "...if any such meeting had to take place, it should have been set up in a Holiday Inn in Manchester, New Hampshire, with your lawyers who meet with these people".
    "Any information, he said, could then be “dump[ed] … down to Breitbart or something like that, or maybe some other more legitimate publication".
    "You never see it, you never know it, because you don’t need to … But that’s the brain trust that they had."
    Ég er fullkomlega sammála þessu - að það hafi verið á hæsta máta heimskulegt að mæta persónulega á fundinn af hálfu Trumps Jr. - Jared Kushner og Paul Manaford voru einnig viðstaddir - og fundurinn fór fram í Trump turni.
  3. Hvað segir Bannon að muni gerast?
    "You realise where this is going," - "This is all about money laundering. Mueller chose [senior prosecutor Andrew] Weissmann first and he is a money-laundering guy. Their path to fucking Trump goes right through Paul Manafort, Don Jr and Jared Kushner … It’s as plain as a hair on your face."
    Og Manaford sætir akkúrat kærum í tengslum við peningaþvætti - þó hann geri sitt besta til að sprikla sbr: Trump's ex-campaign manager Manafort sues Special Counsel Robert Mueller.
  4. Og Bannon heldur áfram.
    "It goes through Deutsche Bank and all the Kushner shit. The Kushner shit is greasy. They’re going to go right through that. They’re going to roll those two guys up and say play me or trade me."
    Þetta passar allt - Mueller hefur samið við Flynn nú þegar. Og ekki fyrir löngu fréttist af því að Mueller hefði fengið afrit af gögnum frá Deutche Bank, sé farinn að rannsaka fjárreiður Trumps sjálfs.
  5. Bannon heldur síðan enn áfram nú með spádómi!
    "They’re going to crack Don Junior like an egg on national TV."
    Bannon er greinilega að vísa til formlegra réttarhalda - með Trump Jr. ákærðan formlega --: Þennan möguleika benti ég á einnig, sbr.
    Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump
    Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum
    Ég persónulega á erfitt með að sjá að Trump Jr. eigi þægilega undankomu auðið, þegar fyrir rest líklega - Mueller hjólar í hann.
    En Bannon virðist ekki reikna með því að Mueller gangi á son Trumps, fyrr en hann hefur fyrst farið í gegnum Manaford og eiginmann Invönku, Kushner.
  6. Bannon klikkir síðan út með eftirfarandi.
    "The chance that Don Jr did not walk these jumos up to his father’s office on the twenty-sixth floor is zero."
    Það gæti einfaldlega verið rétt tilgetið -- þannig að kannski fyrir rest væri veðjað á að Donald Trump brotni niður í beinni útsendingu, biðjist vægðar -- og segi frá því að hann hafi rætt málið við pápa.
  7. Bannon endar með tilvísun til núverandi Hvítahúss.
    "They’re sitting on a beach trying to stop a Category Five."
    Bannon á greinilega ekki von á að Hvítahúsinu takist að stoppa Mueller.

--Mér virðist Bannon líklega hafa afskrifað forsetatíð Trumps.
--Að í orðum Steve Bannons felist sá spádómur að Trump verði fyrir rest, úthýst úr Hvítahúsinu.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með því 2018 hvort að spádómur Bannons rætist - en eins og ég skil orð þau sem höfð eru eftir Steve Bannon - þá virðist hann reikna með því að Donald Trump forseti verði undir þeirri skriðu sem fór af stað, í kjölfar þess að Bandaríkjaþing skipaði sérstaka saksóknara til að rannsaka ásakanir gagnvart framboði Donalds Trumps forseta um meint óeðlileg/ólögleg tengsl hans framboðs við aðila á vegum stjórnvalda Rússlands - fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 er Donald Trump núverandi forseti og hans samstarfsmenn enn höfðu einungis réttarstöðu almenns borgara.

Skv. orðum Bannons, sé stór akkílesarhæll fundurinn sem fór fram í Trump turni.
Sem Bannon segir að hefði átt að hafa farið fram með allt öðrum og mun afneitanlegri hætti.
Ég held að ég verði að samþykkja greiningu Bannons, að fundurinn hafi verið augljós og sennilega að auki ótrúlega heimskuleg mistök.

--Eins og ég hef ítrekað sagt, er óvíst að Trump klári sitt kjörtímabil.
Það má meira að segja vera að hann endist ekki í gegnum þetta nýhafna ár.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þú veður um í villu og svima. Plottið er rétt að byrja!

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.1.2018 kl. 06:32

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hefur Trump einhvern möguleika á að stöðvar starf þessarar nefndar?

Ef farið verður að þjarma verulega að Trump, þá er spurning hvort hann verði ekki ennþá hættulegri í alþjóðamálunum?

Sveinn R. Pálsson, 4.1.2018 kl. 10:50

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn R. Pálsson, hann getur tæknilega rekið Mueller - er væri sambærilegt við lokamánuði Nixons í embætti: Saturday Night Massacre. Sá brottrekstur var síðan dæmdur ólöglegur af Hæstarétti Bandar. - en úrskurður sagði að Nixon hefði þurft að finna alvarlegar ávítur á saksóknarann.
--Þess hefur gætt sl. mánuði, að stuðningsmenn Trumps hafa einmitt verið að leita rauðu ljósi að göllum á rannsókn Muellers -- sbr. tíðar ásakanir um að hópurinn í tengslum við Mueller sé ekki hlutlaus, Mueller hefur a.m.k. rekið einn eða tvo úr sínum hóp.

Þetta bendi til þess, að úrskurðurinn frá 1972 standi enn, að Trump verði að finna alvarlega galla á rannsókn Muellers. Þannig að líklega getur Hvítahúsið ekki stoppað rannsóknina.

Nixon reyndi einnig að skipa sér hliðhollan aðila yfirmann FBI - en þá reis upp í staðinn: Trump gæti lent í fleiri -> Lekamálum..

Þ.e. sennilega of seint fyrir Trump að gera slíka tilraun fyrir utan að þingið þarf að samþykkja tilnefningu forseta, sem sé sennilega ólíklegt úr þessu að Trump geti vísvitandi skipað sinn fylgismann fyrst að klárlega er til staðar víðtækur stuðningur á þinginu við rannsókn Muellers og FBI.
-----------------

Þessu hafa ímsir velt fyrir sér hvort Trump geti gripið til örþrifaráða í utanríkismálum, ef nálgast þann tíma hann verði líklega sviptur embætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2018 kl. 11:25

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Egill Guðnason, Dóri mér virðist Bannon vera með þessu - að gæta þess að honum verði ekki kennt um fall Trumpsins. Þetta sé komið í "who'se to blame."
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2018 kl. 13:08

5 Smámynd: Snorri Hansson

Í máli saksóknara á   Clinton forseta þá gat hann sannað gerðir Clintons. Hann Játaði og síðan var sönnunargagn, blettur á kjól !!! Uss og svei.

En það eru nú eingar játningar og engir blettir. Bara ályktanir og dylgjur.

Erindi Rússneska lögfræðingsins í Trump turninn var sögð vera vegna fatlaðrar stúlku sem hafði verið ættleidd og reynt var að skyla aftur. Hvað það hafði með Trump að gera er spurning. nema Helv. hann Putin  og allt það.   Mér finnst öll æsingafroðan eins og hún leggur sig örvæntingarfullar krampateigur þeirra sem töpuðu kosningunum. Aðal kjörfylgið kom frá lítilsygglum svæðum en stórborgirnar þar sem 90 prósent studdu frú Clinton  og allir fjölmiðlarnir eru töpuðu og liðið trilltist.  

Og svo var allt í einu kjörinn forseti sem alls ekki getur tjáð sig skammlaust, hvorki í löngum né stuttum setningum. Og það er bömmer fyrir stóra þjóð sem telur sig vera eitthvað.

Snorri Hansson, 5.1.2018 kl. 02:24

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri Hansson, Don Jr. viðurkenndi að hafa átt þennan fund. Enda komust fjölmiðlar yfir -- persónulega e-maila frá honum, sem hann -- neitaði ekki að væru hans eigin.
--Af hverju er þetta þá dylgjur, ef Donni viðurkenndi að hafa hitt viðkomandi aðila á fundi?
Eina sem hann þrætir fyrir - og sá lögfræðingu, akkúrat um hvað sá fundur snerist.
**Af hverju heldur þú þá að svo harkalega sé hjólað í Manaford sem einnig var á þessum fundi, og greinilega er verið að rannsaka fjárreiður eiginmanns Invönku Trumps? Greinilega er verið að leita uppi mál, sem unnt er að nota til að beita þá þrýstingi -- til að viðurkenna fyrir rétti að fundurinn hafi snúist um þá þætti, sem ásakanir liggja um.
--Þegar þær játningar liggja fyrir, væri auðvelt eins og Bannon bendir á -- að beita Donna Jr. þrýstingi í beinni, ég dreg ekki efa ályktun Bannons að Donni Jr. líklega brotni niður í beinni.

    • "Í máli saksóknara á   Clinton forseta þá gat hann sannað gerðir Clintons. Hann Játaði og síðan var sönnunargagn, blettur á kjól !!! Uss og svei."

    Þ.e. munur á ásökunum um framhjáhald - eða ásökunum um landráð. Framhjáhald er aumingjaskapur en það skaðar ekki ríkið -- en landráð sem ásakanir liggja fyrir um, þ.e. hægt í Bandaríkjunum að dæma menn til dauða fyrir slíkar sakir.
    --Ég á von á því, að Trump muni fyrir rest enda fyrir dómi -- eiga von á mjög löngum fangelsisdómi; að liðið í kringum hann sleppi með vægari refsingu ef þeir samþykkja að vitna gegn honum.

    Þetta sé líklega endanlegt markmið rannsóknarinnar. Ég held að Bannon mundi ekki í dag vera þessari greiningu ósammála.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 5.1.2018 kl. 15:12

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.4.): 1
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 712
    • Frá upphafi: 846642

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 650
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband