Með árás á Kúrda í Afrin héraði í Sýrlandi réttir Erdogan upp fingurinn til Trumps

Einungis örskömmu eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna um daginn lýsti því yfir að Bandaríkin ætluðu að vera í Sýrlandi til frambúðar - hóf her Tyrklands árásir á Afrin hérað.
--Eins og sést er Afrin svæðið afskekkt.
--Þannig að kúrdar á svæðum Austar í Sýrlandi, eiga ekki hægan leik með að koma Kúrdum í Afrin til aðstoðar.
--Sjálfsagt hvers vegna Erdogan velur að ráðast að Afrin.
En sjálfsagt ræður einnig miklu að Bandaríkin hafa enga herstöð í Afrin.
Erdogan er greinilega ekki tilbúinn að hætta á bein átök við bandaríska hermenn.

En samt sem áður, vart er unnt að líta með öðrum hætti á þetta, en að þessi árás sé beint a.m.k. að verulegum hluta gegn því sem nú virðist yfirlýstur tilgangur Bandaríkjanna í Sýrlandi - þ.e. að viðhalda her sér hliðhollur innan Sýrlands.
--Sbr. yfirlýsingu utanríkisráðherra Bandaríkjanna um daginn, að Bandaríkin mundu þjálfa rúmlega 30þ. manna liðssveitir til að verja landamæri þess svæðis - sem Bandaríkin virðast taka sér sem "protectorate."

Tyrkland hefur hins vegar valið að taka þetta afar óstinnt upp svo vægt sé sagt:

Moscow holds sway in Syria’s proxy battles: "How would you feel about your allies arming your enemies and asking you not to fight against them?"

Tyrknesk stjórnvöld skilgreina sýrlenska Kúrda - óvini. Það er algerlega skýrt, og reyndar virðist - síðan átök hófust aftur í Tyrklandi sjálfu, að fullur fjandskapur sé aftur milli Tyrkja og Kúrda í Tyrklandi sjálfu.

Síðan tala tyrkensk hernaðaryfirvöld og embættismenn -- alltaf með þeim hætti, sem að sveitir Kúrda sem njóta stuðnings Bandaríkjanna - séu hryðjuverkasveitir.

Turkey kills at least 260 Kurdish, Islamic State fighters in Syria offensive -military  (Það er að sjálfsögðu ekkert Islamic State þarna, Tyrkir með klassískt "misinformation"):"Our goal is not to clash with Russians, the Syrian regime or the United States, it is to battle the terrorist organization..." - "Terrorists in Manbij are constantly firing provocation shots. If the United States doesn’t stop this, we will stop it,"

Cavusoglu var þarna með skýrar hótanir um að ráðast að öðru svæði -- en hótanir Tyrkja ganga það langt, að þeir hóta að eyða sveitum Kúrda í Sýrlandi hvar sem þær sé að finna.

Síðan um samskipti við Bandaríkin:

"The future of our relations depends on the step the United States will take next,"

Cavusoglu virðist segja Bandaríkin verði að velja milli Kúrda og Tyrkja ("ultimatum").
En Tyrkir virðast nú ákaflega ákveðnir í því -- að kremja sveitir Kúrda.

Í því virðist blossa að nýju upp afstaða Tyrklands að halda Kúrdum niðri - en sá möguleiki að hérað Kúrda innan Sýrlands gæti byggst sig upp sem "de facto" sjálfstætt - virðast Tyrkir álíta algerlega óásættanlegt.
--Hinn bóginn, er alveg klárt að Bandaríkin vilja áfram geta haft not af sveitum Kúrda, er hafa reynst mjög skilvirkar í því að fást við "Islamic State."

Og aðgerðir gegn ISIS virðast enn standa yfir, sbr:

Strikes kill 150 Islamic State militants in Syria: U.S.-led coalition: "The precision strikes were a culmination of extensive intelligence preparation to confirm an ISIS headquarters and command and control center in an exclusively ISIS-occupied location in the contested middle Euphrates River Valley,"

Innan Tyrklands fóru síðan fram fjöldahandtökur á fólki, sem reyndi að mótmæla aðgerðum Tyrklandshers í Afrin - einnig var fjöldi blaðamanna handteknir fyrir þ.s. tyrkensk stjórnvöld kölluðu að dreifa áróðri hryðjuverkamanna, en blaðamennirnir virðast hafa verið að benda á aðrar söguskýringar en þær sem stjórnvöld Tyrklands halda á lofti:

Turkey arrests scores over social media ‘propaganda’ on Syria offensive

Sem sagt, ef þú segir eitthvað í fjölmiðli sem passar ekki við þá frásögn sem tyrknesk stjórnvöld halda frammi - máttu búast við snarlegri handtöku.

Kortið er úrelt að því leiti að umráðasvæði ISIS eru miklu minni nú en þarna er sínt - m.ö.o. er ISIS nærri alveg þurrkað út, einnig eru umráðasvæði Kúrda stærri en þarna er sínt -- umráðsvæði Kúrda og súnní hersveita er Bandaríkin hafa þjálfað nær nú að Efrat á, og eru nú ca. 1/3 Sýrlands - enda sveitir bandamanna Bandar. nú í Dar-el-Zour og Raqqa!

Skv. frétt ætlar Donald Trump að ræða við Erdogan yfir síma - bandarískir embættismenn hafa farið fram á að Tyrkir bindi enda á sína aðgerð hið fyrsta!

Trump to speak soon with Turkey's Erdogan on Syria offensive

Afstaða Tyrkja virðist sú að ISIS sé ekki lengur veruleg ógn - þess í stað skilgreinir Tyrkland sveitir sýrlenskra Kúrda sem þá helstu ógn sem stafar að Tyrklandi á Miðausturlandasvæðinu.

  1. Hinn bóginn, hafa Kúrdar reynst nytsamir bandamenn fyrir Bandaríkin - ef Bandaríkin draga sig úr Sýrlandi, þá missa Bandaríkin þar með öll áhrif á rás atburða innan Sýrlands.
  2. Síðan mundi Sýrland, óhjákvæmilega - eftir að Tyrkir mundi kremja sveitir Kúrda, þá tilheyra aftur bandamanni Írans -- og þar með gervallt að nýju verða áhrifasvæði Írans.
  3. Niðurstaðan væri þá að staða Írans hefði styrkst -- því stjórnin í Damaskus er miklu veikari aðili en áður og nú algerlega háð Íran, fyrir utan að Íran er nú með fjölmenn herlið sem það áður ekki hafði innan Sýrlands.
  4. Þetta gengi þvert gegn yfirlýstri stefnu Donalds Trumps -- að veikja Íran. Að álíta Íran megin andstæðing Bandaríkjanna á Miðausturlandasvæðinu.
  5. En á sama tíma, virðist Erdogan hafa samið við - Pútín og væntanlega hefur hann þar með einnig óformlegt samþykki Írans; fyrir því að berja Kúrda niður: Moscow holds sway in Syria’s proxy battles.

 

Klárlega eru markmið Tyrkja og Bandaríkjanna nú á skjön!

Ég sé enga lausn á þessu - nema að Tyrkir takmarki aðgerðir við Afrin.

Það sé auðvelt að sjá hvað vakir fyrir Pútín að heimila aðgerð Tyrkja í Afrin - en Rússland virðist hafa dregið herflokka sem Rússland var með innan svæðisins í burtu, en um hríð virtist Rússland einnig gera sér dælt við Kúrda.
--En tækifærið að rústa endanlega bandalagi Bandaríkjanna og Tyrklands - sé líklega einfaldlega of gott til að sleppa.

  1. En ég kem ekki auga á hvernig það bandalag geti lifað af, nema að annaðhvort Bandaríkin lyppist niður gegn Tyrklandi Erdogans -- en ég mér virðist ekki Trump maður til slíks.
  2. Eða að Erdogan slái af kröfum sínum, og takmarki aðgerðir Tyrklandshers við Afrin - bindi síðan fljótlega endi á þær aðgerðir.

Hinn bóginn virðist margt benda til þess að endalok bandalags Bandaríkjanna og Tyrklands blasi við.

  1. Enda eru Tyrkir að gera sér dælt við Íran - meðan Trump skilgreinir Íran óvin nr. 1.
  2. Og Tyrkir skilgreina sýrlenska Kúrda sinn óvin nr. 1 - meðan að Bandaríkin hafa fullan hug á að halda áfram stuðning við svæði Kúrda, þó það væri ekki nema til þess að halda því svæði utan áhrifasvæðis Írans.

Skilgreindir hagsmunir virðast ganga algerlega þvert!
Rússland mundi að sjálfsögðu fagna mjög vinslitum milli Tyrkja og Bandaríkjanna!

En erfitt er að sjá hvernig NATO aðild Tyrklands getur gengið áfram í því kjölfari.
Hinn bóginn þíðir það ekki endilega að Erdogan fari í bandalag við Rússland.

ESB mund líklega áfram leitast við að viðhalda samskiptum við Tyrkland - sennilega mundu lönd sem Frakkland og Ítalía, a.m.k. gera tilraun til að halda með einhverjum hætti í bandalag við Tyrki.

Vegna þess að þeim löndum er mjög á um að halda Rússum frá Miðjarðarhafi - um það hefur bandalagið við Tyrki alltaf snúist. Hinn bóginn sé óvíst að Bandaríkin mundu taka þá þróun eins alvarlega og Suður-Evrópa.
--Bandaríkin horfa á sína hagsmuni í stærra samhengi.

Það virðist þó líkur á að endalok bandalags Bandaríkjanna og Tyrkja blasi nú við.
En varla samþykkir Trump að raunverulega afhenda þau svæði sem Bandaríkin nú halda uppi innan Sýrlands -- beint yfir til Írans, sem það þíddi að heimila Erdogan að eyða sveitum Kúrda innan Sýrlands; en Erdogan virðist þar um hafa einhvers konar skilning við Íran og Rússland -- sem líklega felur það í sér að Tyrkland mundi síðan draga sitt herlið til baka og þá væntanlega bandamaður Írans taka svæðið aftur yfir.
--Trump hefur verið mjög andstæður Íran, hefur lagt áherslu á það að þrengja að Íran.

Þannig að ég á erfitt með að sjá það gerast að Donald Trump samþykki útkomu er mundi án vafa þíða að staða Írans væri sterkari en áður.
--Sama tíma og Bandaríkin yrðu áhrifalaus innan Sýrlands!

 

Niðurstaða

Það hefur komið manni að sumu leiti á óvart hversu hratt er að fjara undan bandalagi Tyrklands og Bandaríkjanna -- rétt að ryfja upp á seint á sl. ári tóku Tyrkir þrjá bandaríska sendiráðsstarfsmenn í Tyrklandi í -gíslingu- þ.e. þeir voru handteknir og kærðir fyrir sakir sem augljóslega eru kjaftæði -- sem líklega þíðir að þeir væru afhendir bandarískum stjórnvöldum, ef Bandaríkin gerðu eitthvað tiltekið sem Tyrkland vill.
--Um nokkra hríð bundu Bandaríkin enda á afgreiðslu á "VISA" til Bandar. innan Tyrklands.

Nýjasta deilan, kemur síðan fljótlega í kjölfar hinnar deilunnar - en ég hef ekki frétt að Bandaríkin séu enn búin að fá sitt fólk frá Tyrklandi.

Tyrkland er greinilega að setja Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar - það verður að koma í ljós eftir samtal Trumps og Erdogans hvernig fer.

  1. En Trump blasir ekki við mér að sé líklegur að samþykkja kröfur Tyrkja - sem eru ekki smærri en þær að Bandaríkin hypji sig snarlega frá Sýrlandi.
  2. Í reynd virðist mér Tyrkland hafa "delivered an ultimatum." Annaðhvort veljið þið bandalag við Tyrki - eða Kúrda.

Eins og ég bendi á, þíddi eftirgjöf gagnvart kröfum Tyrkja að heimila Tyrkjum að ráðst fram í Sýrlandi til að kremja sveitir Kúrda þar -- Erdogan virðist hafa óformlegt samkomulag við Pútín og Íran; sem heimili slíka aðgerð -- en væntanlega gegnt því að Tyrkir síðan dragi sig til baka.
--Pútín hefur sagt, að sjálfstæði Sýrland verði að virða - sem skorast einnig sem krafa að Bandaríkin hipji sig -- en útkoman yrði án vafa sú að aftur yrði allt Sýrland undir stjórn bandamanns Írans.

Sú útkoma gengur þvert á stefnu Trumps - að veikja stöðu Írans; en sú útkoma hefði akkúrat öfug áhrif að gera stöðu Írans sterkari á Miðausturlandasvæðinu en nokkru sinni áður.
--En Trump hefur eins og er kunnugt skilgreint Íran óvin no. 1 innan Miðausturlanda.

Nú séu markmiðin sjáanlega fullkomlega ósamræmanleg!
Ef Trump neitar að bakka, og Erdogan einnig - er erfitt að sjá annað en endalok bandalags við Tyrki blasa við; er væri mjög stór alþjóðapólitískur atburður.

Sá atburður þíddi ekki endilega að Erdogan hæfi bandalag við Rússland - en það mundi líklega binda endi á NATO aðild Tyrklands í kjölfarið, og það væri þá algerlega undir vilja Tyrkja komið hvort þeir mundu hleypa rússneskum herskipum óhindrað um Bosporus eða ekki.
--Pútín yrði auðvitað himinlifandi yfir slíkri útkomu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Þetta er mjög erfið ástand þarna. Kurdarna vill naturlega fá sín stað - sitt hemland ef þú vilt. Erdogan finnst það all ekki gott - á landamærum þeirra. Bandaríkin naturlega þarf að hugsa til þeirra bandamenn - kurdarna. 

Erdogan er meira eða minna farinn úr NATO og eru farinn að taka Rússka loftvarnakerfið - sem virkar ekki við NATO kerfið - er líka vingjarnlegur við Íran. 

Tyrkland getur hætta hugsa um að koma in í Evrópu nú, og eru að sýna sanna litir þeirra- eins og þau hefur alltaf verið - en expansionist Muslim ríki. Muslim.

Merry, 24.1.2018 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 810
  • Frá upphafi: 846638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband