Önnur kynslóð Nissan Leaf - mest selda rafbíls í heimi, býður upp á betra drægi og bætta aksturseiginleika

Nissan Leaf hefur ekki fengið eins mikla fjölmiðlaathygli eins og Tezla bílar -- en Elon Musk hefur sannað sig sem frábær sölumaður, og hefur reynst einkar snjall í því að halda Tezla fyrirtækinu í heimsfréttum. Hinn bóginn, er vandi Tezla að þær bifreiðar eru seldar í lúxusbílaklassa á sambærilegum verðum við stóran Range Rover eða stóran Mercedes Bens.
--Hinn bóginn, er mest seldi rafbíll í heimi, Nissan Leaf seldur á verðum miklu mun nær því sem fólk almennt hefur efni til --: Nissan.is.verðlistar.
--Eins og sést ef menn kíkja á verð, eru þau samkeppnisfær við verð fjölskyldubíla af sambærilegri stærð knúnir með sprengihreyfli.
--Það auðvitað skýrist af því, að ríkið enn sem komið er tekur engin gjöld.
--Það verður að sjálfsögðu ekki þannig alltaf, en líklegt er talið að eftir því sem meiri reynsla kemst á bætta rafhlöðutækni og framleiðsla vex frekar, þá batni smám saman stærðarhagkvæmni þeirrar framleiðslu - þannig að verðin á endanum verði í framtíðinni samkeppnisfær án slíkrar eftirgjafar af sköttum.

Nissan Leaf

Hvert er drægi?

Menn eiga að leiða hjá sér tölur frá Evrópu eins og hvern annan brandara - þ.e. hins evrópska staðals en skv. honum á ný og bætt rafhlaða 2018 Nissan Leaf að vera 235 mílur eða 380km.
--En þetta er þvættingur sem menn eiga að leiða hjá sér, þó svo að umboðið á Íslandi muni nota þær tölur.

Réttari tölur eru skv. alþjóðlegum staðli er heitir -- "WLTP" og sá gefur upp 168 mílur, eða 270km.
--Þetta virðist standast ef marka á prófanir óháðra aðila!

Vandamálið virðist vera að hið evrópska prófunarkerfi sé meira eða minna undir stjórn evrópskra bílaframleiðenda - er hafi leitt til þess að opinberar tölur frá ESB um drægi eða eyðslu bifreiða sé - fantasía frekar en veruleiki.
--Bílarnir séu prófaðir við aðstæður sem séu fullkomlega óraunhæfar, en innan ESB hefur lengi staðið til að innleiða bættan staðal -- sem mætt hafi andstöðu framleiðenda.

Nissan Leaf 2018 review

Nissan Leaf

"Our test drive suggested you should expect more like 160- to 170 miles from this car between charges, in mixed real-world use."

Sem er akkúrat í samræmi við "WLTP" staðalinn.

Enn langdrægari rafhlaða kvá þó vera í farvatninu - getur verið að sú verði í boði innan nk. tveggja ára, grunar mig að þá gagnvart hærra verði -- fyrir þá sem kjósa að borga meira fyrir bíl með stærri hlöðunni -- meðan að sú sem boðið verður upp á frá byrjun verði þá áfram í boði í ódýrari útgáfum.

  1. Þetta þíðir að maður er ekki enn að aka alla leið til Akureyrar í einu.
  2. Heldur þarf að stoppa í Hrútafyrði borða þar meðan bifreiðin hleður sig.

En samt þetta kvá vera nokkrir tugir kílómetrar til viðbótar - við það raunverulega drægi sem hefur fram að þessu verið í boði.

  • 270 km. raunverulegt drægi þíðir væntanlega að óþarfi er að hlaða sérhvern dag ef bifreiðin er notuð á höfuðborgarsvæðinu í daglegum rúntum.
  • Eða unnt er að aka þægilega rúnta um nærsveitir borgarinnar án þess að hafa áhyggjur.

Það verður áhugavert síðar að vita hversu gott drægi sú rafhlaða sem á eftir að koma fram síðar mun hafa.

Nissan Leaf rear

Ef marka má erlendar prófanir eru aksturseiginleikar betri og bifreiðin er hljóðlátari í akstri en áður!

Veg og vindhljóð kvá hafa minnkað - þannig að bifreiðin er hljóðlátari en áður á ferð úti á vegum. Bifreiðin er einnig aflmeiri en áður þannig að hröðun er bætt, er ætti að gera bílinn ákaflega lipran innanbæjar vegna afleiginleika rafmótora. Bættir aksturseiginleikar eru síðan rjóminn ofan-á.

  1. Eiginlega er helst spurningin sem eftir er hjá mér -- af hverju er ekki boðið upp á "Leaf station" - "Leaf Sedan" - einungis "Leaf Hatchback."
  2. En ef framleiðendum er alvara með að bjóða upp á rafbíla fyrir almenning, eiga þeir að bjóða upp á allar sambærilegar týpur og t.d. eru í boði af sambærilegum bifreiðum með sprengihreyfli.

 

Niðurstaða

Meðan aðdáendur Tezla reikna með því að Elon Musk taki allt yfir - þá hefur hið risastóra Renault/Nissan fyrirtæki framleitt miklu fleiri rafbíla af gerðunum "Zoe" og "Leaf." Þó svo að líkur séu á að rafbílar Tezla fyrirtækisins séu þekktari -- þá er rétt að benda á að risastórir framleiðendur sem vanir eru að framleiða bifreiðar í milljónum eintaka per ár, að slíkt þíðir að þeir framleiðendur eru væntanlega síður líklegir að lenda í þeim vanda sem Tezla fyrirtækið nú hefur lent í er það er nú að markaðssetja bifreið á lægri verðum en það hefur áður boðið upp á.
--Mér skilst að biðlistar séu allt að 2-ár nú.

En á meðan, munu þeir sem kaupa Leaf geta fengið sinn afhentan með miklu mun skemmri fyrirvara. Og án vafa verða mun fleiri Leaf framleiddir, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar eiganda Tezla.

Og á endanum þegar menn velta fyrir sér rafvæðingu verður það geta framleiðenda að bjóða upp á bifreiðar á mannsæmandi verðum og í nægu magni - er mun mestu skipta um rafvæðingu framtíðarinnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Einar.

Það er mikið rétt hjá þér, tölur framleiðenda um drægi rafbíla er hreint og klárt rugl. Óháðar mælingar eru nær raunveruleikanum, þar sem þær mælingar fara fram. Hér á landi er drægi jafnvel enn lægri en svokallaður WLTP staðall segir til um. Þar kemur einkum veðurfar við sögu, en einnig landslag. Hér á landi er meðalhiti mun lægri en meðalhiti Evrópu og kuldi hefur afgerandi áhrif á rafgeyma, bæði geymsluþol þeirra og endingu. Við höfum valið að leggja hér vegi yfir fjöll, meðan flestar aðrar þjóðir fara gegnum þau, þ.e. þær þjóðir sem búa við þá dásemd að hafa fjöll.

Hitt er rétt, að ný kynslóð rafgeima er "handan við hornið", áætlað að þeir komi á markað á næstu tveim til þrem árum. Svo hefur verið nú um nokkurra ára skeið!

Elon Musk er töframaður, svona eins og þeir töframenn sem ferðuðust með sirkusum og töldu fólki trú um að þeir gætu sagað fólk í sundur. Eins og þú bendir á, hefur honum, á einhvern hátt tekist að ná fjölmiðlum á sitt band, meðan aðrir rafbílaframleiðendur eiga erfitt uppdráttar á þeim vettvangi. Elon Musk hefur tekist að halda hverja sirkussýninguna af annarri og fjölmiðlar eru duglegir að koma þeim á framfæri.

Það er engin sérstök tækni sem Tesla notar, umfram aðra rafbílaframleiðendur. Sömu mótorar, sambærileg stýrikerfi og nákvæmlega eins rafgeimar. Drægnina eykur Tesla með því einu að fjölga rafgeimum og ofurhraðskreiðu bílana framleiða þeir einfaldlega með stærri rafmótorum. Kostnaðurinn er eftir því og einungis á færi þeirra sem mjög vel eru settir að eignast slíka bíla. Tesla er hins vegar að setja á markað minni rafbíla, ætlaða fyrir almenning. Þeir verða að öllu leyti sambærilegir við þá bíla sem aðrir framleiðendur hafa sett á markað, hvað varðar stærð, afl og drægi.

Fyrir stuttu hélt Elon Musk enn eina stór- sirkussýningu. Kom akandi inn á sviðið á 18 hjóla trukk, knúnum rafmagni. Honum láðist þó að segja áhorfendum frá því að þyngd þessa trukks var slík að lítinn farm var hægt að flytja með honum. Þyngd á fulllestuðum 18 hjóla má vera allt að 40 tonn. Það þarf mikið afl til að flytja slíkt ferlíki milli staða. Því þurfa mótorar þess að vera stórir og öflugir og enginn vandi að útvega slíka rafmótora. En þeir þurfa orku, mikla orku. Hana þarf að geyma á einhvern hátt og sú tækni er enn svo forn að þyngd rafgeyma sem þarf til að knýja slíka mótora áfram um einhverja lágmarks vegalengd, er gífurleg. Svo mikil að flutningsgeta minnkar úr 28 tonnum niður í c.a. 7 tonn!  Og nú hefur Elon Musk boðað til nýs sirkuss, þar sem hann ætlar að kynna pallbíl af amerískum stærðarflokki. Hver flutningsgeta hans verður er eftir að sjá.

Rafbílar eru vissulega framtíðin, einhvertímann. Vissulega er þessi tækni þegar orðin frambærileg fyrir borgarakstur og styttri vegalengdir, en langt er í land með að þessi tækni geti nýst til lengri leiða, eins og t.d. hér á landi, utan stór-höfuðborgarsvæðisins. Tvær leiðir eru færar til að svo geti orðið; betri tækni við geymslu rafmagns eða veruleg þétting hraðhleðslustöðva.

Ný og betri tækni á sviði rafgeyma er "handan við hornið", svona eins og allan síðasta áratug. En það þarf ekki einungis betri tækni á því svið, það þarf algera byltingu. Byltingu sem mun auka geymsluþol rafgeyma gífurlega ásamt því að létta þá um nærri 90%. Hugsanlega mun tæknin fara einhverja allt aðra leið, þóríum?. En slíkar byltingar eru hins vegar vandséðar og fáir þorað að lofa þeim.

Þá er eftir sú leið að þétta kerfi hleðslustöðva. Ef við gefum okkur að allur bílaflotinn væri rafbílavæddur er ljóst að gífurlega orku þarf til að knýja hann áfram. Fjölga þarf virkjunum og umfram allt að efla verulega dreifikerfið. Þá er ljóst að einungis dýrust einkabílarnir munu hafa einhverja alvöru drægi, almennir rafbílar munu aldrei ná yfir 300km hér á landi og stórir bílar, flutningabílar og rútur, munu hafa enn minna drægi, svo hægt sé að flytja þann farm sem þeim er ætlað. 

Þú minntist á Staðaskála í Hrútafirði í þinni grein. Svo vill til að ég þekki nokkuð vel til á þeim ágæta stað, stoppa þar oft og fer enn oftar framhjá. Þar má búast við að flestir munu stoppa til að hlaða sína bíla, sem eru að ferðast norður. Í dag stoppar þarna fjöldi bíla og mun auðvitað fjölga verulega ef allir þurfa að fá orku á bílinn sinn. Ekki er óalgegnt að þarna séu allt að 20 fólksbíla og jeppar stopp á sama tíma. Það þarf mikla orku til að hlaða slíkan fjölda samtímis. Þá á eftir að telja upp rútur og vörubíla, sem flestir stoppa á þessum stað. Vegna stærðar rafmótora í þeim þarf gífurlega orku til að hlaða þá. Gera verður ráð fyrir að hleðsla taki innanvið 30 mínútur, svo orkumagn hverja mínútu við hleðslu fyrir jafn orkufrekan bíl og flutningabíl, er gífurleg, hvað þá ef 6-8 slíkir bílar eru í hleðslu á sama tíma. Ljóst er að engin venjulegur sveitarafstrengur dugir til að flytja slíkt magn orku.

En eins og áður segir, rafbílar eru framtíðin, einhvertímann. Hvernig vandamálin verða leyst er ekki enn séð. Sú tækni sem til er og sú tækni sem unnið er að, mun ekki duga.

Meðan slík staða er, er fáránlegt að ætla að setja einhverja refsitolla á bíla með sprengimótor. Slíkir tollar eiga að bíða þar til tæknin hefur náð því marki að raunhæft sé fyrir alla að skipta yfir í rafbíla.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2018 kl. 09:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar Heiðarsson, skv, minni þekkingu er kuldi kostur frekar en ókostur fyrir "Lithium ion" rafgeyma - en þeir ganga heitir og þurfa kælibúnað, minni orka fer í kælingu þeirra í kulda -- þess vegna berast fréttir við og við af því að kvikni í slíkum hlöðum; sem getur gerst ef kælibúnaður þeirra bilar.
--Öfugt við blýgeyma, þá sé það frekar kostur en hitt að kalt sé á Íslandi.
Það sé frekar þörf fyrir notkun rafknúins hitara til að hita rúðu og/eða loftið í bílnum þegar kalt er í veðri, sem minnkar drægi að vetri til - en eðlilega minnkar öll viðbótar notkun á rafmagni drægi rafbíls -- 270km. drægi miðað við alþjóða staðalinn nýja - sé raunhæft sýna óháðar prófanir við aðstæður þegar hitastig úti við segjum það sé snjór, krefjast þess ekki að önnur rafmagnsnotkun en sú sem tilheyrir því beint að aka bílnum sé veruleg.
--Drægi er alltaf að sjálfsögðu minna við verstu aðstæður að vetri til - bensín/dísil bílar eyða þá einnig meira.
En það sé sem greinileg framför að við góð skilyrði sé hin nýi Leaf með sæmilega örugga 270km. svo fremi að ökumaður hagi annarri rafmagnsnotkun í hófi og aki af skynsemi.
------------------
Þessir nýjur rafgeymar eru virkilega skilst mér á leiðinni á nk. tveim árum. Það sé ekkert plat.

"Meðan slík staða er, er fáránlegt að ætla að setja einhverja refsitolla á bíla með sprengimótor. Slíkir tollar eiga að bíða þar til tæknin hefur náð því marki að raunhæft sé fyrir alla að skipta yfir í rafbíla."

Rafbílar munu hafa sambærilegt innan örfárra ára.

"Fjölga þarf virkjunum og umfram allt að efla verulega dreifikerfið. Þá er ljóst að einungis dýrust einkabílarnir munu hafa einhverja alvöru drægi, almennir rafbílar munu aldrei ná yfir 300km hér á landi og stórir bílar, flutningabílar og rútur, munu hafa enn minna drægi, svo hægt sé að flytja þann farm sem þeim er ætlað. "

Innan örfárra ára munu þeir hafa drægi á bilinu 400-500km. Það mun einnig virka hér - skv. sömu reglu að nota annað rafmagn sparlega.

"Gera verður ráð fyrir að hleðsla taki innanvið 30 mínútur, svo orkumagn hverja mínútu við hleðslu fyrir jafn orkufrekan bíl og flutningabíl, er gífurleg, hvað þá ef 6-8 slíkir bílar eru í hleðslu á sama tíma. Ljóst er að engin venjulegur sveitarafstrengur dugir til að flytja slíkt magn orku."

Það getur staðist að öflugari streng þurfi þangað í náinni framtíð.
En hafðu í huga þann gríðarlega þjóðfélagslega sparnað sem verður fyrir rest - í formi minnkaðs innflutnings á eldsneyti.

"Fyrir stuttu hélt Elon Musk enn eina stór- sirkussýningu. Kom akandi inn á sviðið á 18 hjóla trukk, knúnum rafmagni. Honum láðist þó að segja áhorfendum frá því að þyngd þessa trukks var slík að lítinn farm var hægt að flytja með honum. Þyngd á fulllestuðum 18 hjóla má vera allt að 40 tonn. Það þarf mikið afl til að flytja slíkt ferlíki milli staða. Því þurfa mótorar þess að vera stórir og öflugir og enginn vandi að útvega slíka rafmótora. En þeir þurfa orku, mikla orku. Hana þarf að geyma á einhvern hátt og sú tækni er enn svo forn að þyngd rafgeyma sem þarf til að knýja slíka mótora áfram um einhverja lágmarks vegalengd, er gífurleg. Svo mikil að flutningsgeta minnkar úr 28 tonnum niður í c.a. 7 tonn!  Og nú hefur Elon Musk boðað til nýs sirkuss, þar sem hann ætlar að kynna pallbíl af amerískum stærðarflokki. Hver flutningsgeta hans verður er eftir að sjá."

Musk lofar því að drægi trukksins stóra sé 800km - að 500km. drægi sé unnt að ná fram með 30 mín. hleðslu. Til þess að það standist þarf vissulega nokkurra tonna rafhlöðu og síðan afar öfluga hleðslustöð -- öflugari en þær sem í dag eru til. Sem þíðir ekki að slík sé tæknilega ómöguleg.
--En Musk þarf þá betri rafhlöðutækni sem kemur á markað innan nk. tveggja ára til þess að drægið sé samt mögulegt ef miðað er við nokkurra tonna hlöðu.

Erlendir sérfræðingar draga ekki í efa að þetta geti mögulega staðist, að nýja kynslóð rafhlaða á leiðinni - mér skilst hún virkilega sé á leiðinni núna, en þ.e. ekki bara Tezla sem segist fá þær hlöður á næstunni Nissan/Renault segir það einnig -- ég held ekki að Nissan/Renault séu að plata.

Þegar þær hlöður koma, þá fá rafbílar drægi á bilinu 300km plús upp í 400-500km. Án þess að vera með hlöður sem vega meira en tonn.
--Byltingin er einfaldlega að fara að gerast.
--Enn ein tæknibyltingin það er.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2018 kl. 10:53

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er alls ekki "gífurleg orka" sem rafbílaflotinn myndi nota. Forstjóri Orku náttúrunnar giskar á að það verði að hámarki 3% heildarorkunnar hjá okkur, sem eru smámunir miðað við stóriðjuna. Varðandi alla rafbíla er forsenda að hlaða þá djúpt og lengi að minnsta kosti einu sinni á tveggja vikna fresti og helst að nota hraðhleðslustöðvar sem minnst. Of mikil notkun þeirra rýrir getu geymanna. 

EPA mæling Bandaríkjamanna er nokkuð nálægt lagi, en orkurýmd geymanna fellur um eitt prósent við hvert hitastig undir 20 stigum á Celsius.  Það þýðir 15 prósenta fall miðað við meðalhitann hér á landi. 

Þar að auki tekur miðstöðvarupphitun mun meira hlutfallslega orku í rafbíl en í jarðefnaeldsneytisbíl. Ástæðan er fyrst og fremst falin í orðinu "ELDSneyti", orkan er búinn til með því að kveikja eld, en slíkt fyrirbæri er ekki í rafhreyfli. 

Ég fylgist náið og stanslaust með eyðslunni á bílum sem ég ek, og rafbíllinn er lang viðkvæmastur. Renault gefur upp 100 km drægi á Renault Twizy en viðurkennir, að við hressilegan akstur í kulda geti drægnin fallið um helming. Er þó aðeins rafhitun á framrúðu að fá í þeim bíl. 

Litli Tazzari bíllinn minn hefur komist 70 til 90 kílómetra á hleðslu í kuldunum að undanförnu. Ef ég væri alltaf á kraftmestu stillingunni, gæfi alltaf hressilega í og með miðstöðina á fullu allan tímann, færi drægnin niður í 50 km. 

Framleiðandinn gefur upp, að á 50 km hraða komist bíllinn 140 kílómetra. Þetta er gríðarlegur munur og framleiðandinn gefur upp 100 kílómetra í 20 stiga hita. . 

Á leiðinni til Akureyrar er nyrðri hlutinn óhagstæðari vegna þess að fjallvegirnir eru tveir. 60 kílóvattstuna Leaf myndi komast léttilega til Staðarskála, 163 km, en þaðan eru 225 km til Akureyrar og í Varmahlíð yrði að vera öruggt að eiga nóg, annars að stansa og hlaða. 

Við hornið er tækni til að hraðhlaða á 2 mínútum í stað 30. Það er óhemju mikilvæg bylting, því að aðstaða til hleðslu og þyngd rafgeymanna eru helstu þröskuldarnir í rafbílavæðingunni. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2018 kl. 13:34

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er alls ekki "gífurleg orka" sem rafbílaflotinn myndi nota. Forstjóri Orku náttúrunnar giskar á að það verði að hámarki 3% heildarorkunnar hjá okkur, sem eru smámunir miðað við stóriðjuna. Varðandi alla rafbíla er forsenda að hlaða þá djúpt og lengi að minnsta kosti einu sinni á tveggja vikna fresti og helst að nota hraðhleðslustöðvar sem minnst. Of mikil notkun þeirra rýrir getu geymanna. 

EPA mæling Bandaríkjamanna er nokkuð nálægt lagi, en orkurýmd geymanna fellur um eitt prósent við hvert hitastig undir 20 stigum á Celsius.  Það þýðir 15 prósenta fall miðað við meðalhitann hér á landi. 

Þar að auki tekur miðstöðvarupphitun mun meira hlutfallslega orku í rafbíl en í jarðefnaeldsneytisbíl. Ástæðan er fyrst og fremst falin í orðinu "ELDSneyti", orkan er búinn til með því að kveikja eld, en slíkt fyrirbæri er ekki í rafhreyfli. 

Ég fylgist náið og stanslaust með eyðslunni á bílum sem ég ek, og rafbíllinn er lang viðkvæmastur. Renault gefur upp 100 km drægi á Renault Twizy en viðurkennir, að við hressilegan akstur í kulda geti drægnin fallið um helming. Er þó aðeins rafhitun á framrúðu að fá í þeim bíl. 

Litli Tazzari bíllinn minn hefur komist 70 til 90 kílómetra á hleðslu í kuldunum að undanförnu. Ef ég væri alltaf á kraftmestu stillingunni, gæfi alltaf hressilega í og með miðstöðina á fullu allan tímann, færi drægnin niður í 50 km. 

Framleiðandinn gefur upp, að á 50 km hraða komist bíllinn 140 kílómetra. Þetta er gríðarlegur munur og framleiðandinn gefur upp 100 kílómetra í 20 stiga hita. . 

Á leiðinni til Akureyrar er nyrðri hlutinn óhagstæðari vegna þess að fjallvegirnir eru tveir. 60 kílóvattstuna Leaf myndi komast léttilega til Staðarskála, 163 km, en þaðan eru 225 km til Akureyrar og í Varmahlíð yrði að vera öruggt að eiga nóg, annars að stansa og hlaða. 

Við hornið er tækni til að hraðhlaða á 2 mínútum í stað 30. Það er óhemju mikilvæg bylting, því að aðstaða til hleðslu og þyngd rafgeymanna eru helstu þröskuldarnir í rafbílavæðingunni. 

Helsti kosturinn við nýju geymana á Leaf verður, að þeir taka jafn mikið rými og þeir gömlu, En verða hins vegar talsvert þyngri, því miður. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2018 kl. 13:36

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég leifi mér að efast um að "ný tækni" í rafhlöðum muni koma á markað innan 2ja ára. Við höfum hlustað á þann söng svo lengi. Kannski mun verða einhver þróun en vart svo drægi bíla nái 500km. almennt.

Ekki hef ég heyrt, fyrr en nú, að Lithum Ion rafgeymar séu betri í frosti, þetta er alveg nýtt fyrir mér. Hef hvergi rekist á þá fullyrðingu fyrr en á þessari síðu. Verið getur að þeir séu ekki eins viðkvæmir fyrir kulda og blýgeymar.

Drægi minnkar auðvitað þegar fleiri rafknúnir hlutir eru notaðir í bílnum. Miðstöðin ein er frekur orkunotandi. Og auðvitað verður að gera ráð fyrir að notuð séu ljós hér á landi, þurrkur ef rignir og allir vilja hafa notalega hlýtt í bílnum sínum. Reyndar er orkunotkun ljósa hverfandi, með led tækni, en þurrkur þurfa sitt og eins og áður segir, er miðstöðin orkufrek. Það er ekki bara blásarann sem þarf að knýja, einnig þarf að orku til að framleiða sjálfan hitann. Þá má ekki gleyma skemmtanagildinu. Í dag er enginn bíll með bílum nema hann sé búinn fullkominni tölvu, þar sem hægt er að ná sér í skemmtiefni og að sjálfsögðu þarf að vera hægt að tengja við hana símann sinn. En þetta er allt svo sjálfsagt að varla þarf að eyða orðum á það.

Þá breytir engu hversu mikil mikla tækni er hægt að ná fram í rafgeymum og hversu mikla drægi hægt er að ná með því. Orkuþörfin sjálf er alltaf söm, einungis spurning hvort sjaldnar þurfi að hlaða. Það er ekki verið að tala um að minka orkuþörf bílanna, heldur að finna upp rafgeyma sem geti tekið við meiri orku í minna rúmtaki. Því er alltaf þörf á meiri framleiðslu orkunnar, við getum aldrei sparað á móti þeirri þörf. Menn hafa talað um að stýra hleðslu bílanna yfir á næturnar, þegar önnur notkun er í lágmarki. Að þetta væri hægt að gera með verðlagningu. En ég held menn átti sig ekki almennt á hversu mikla orku við erum að tala um. Þegar búið verður að skipta öllum fólksbílaflotanum yfir í rafbíla og allir myndu stinga í samband að kvöldi til, þarf orku sem svarar nokkrum Járnblendiverksmiðjum eins og á Grundartanga til að hlaða þann flota! Þetta er ekkert smáræði og þá einungis verið að tala um fólksbíla og jeppa. Og vissulega þarf að efla dreifikerfið. T.d. þarf blokk með 20 íbúðum að anna a.m.k. 132kW orkunotkun, ef einn bíll er á íbúð.

Vörubílar og rútur eru aftur annar kafli, sér kafli. Þar er orkuþörfin margföld á við fólksbíl. Hugsanlega mun einhverntíman í framtíðinni koma tækni sem getur gert slíka bíla nothæfa, utan þéttbýlis. Það er þó fjarri því að svo geti orðið með Lithium Ion tækni, veruleikinn er þar svo víðsfjarri. Elon Musk fullyrti að T-Semi hefði drægi upp á allt að 800km. Hann hefði sennilega getað nefnt 1000km, en þá væntanlega ekki verið neitt pláss eftir fyrir varning. Miðað við 800km þá má þessi trukkur flytja rétt um 7 tonn af varningi. Vissulega má auka eitthvað flutningsgetuna með því að fækka rafgeymum og minnka þannig drægnina. Og vel gæti svo farið að einhverntíman komi á markað svo léttir og orkumiklir rafgeymar að flutningsgetan skerðist lítið, með viðunnandi drægi. Eftir stendur að orkan sem þarf til að færa svona flykki milli staða er gífurleg.

Ég ítreka að það er erfitt að trúa sama söngnum endalaust. Allan síðasta áratug hefur verið hamrað á því að "ný tækni" í rafgeymum séu handan við hornið. Vissulega hefur orðið bót, þegar skipt var úr blýgeymum yfir í Lithium Ion, en það var ekki ný tækni. Þar var einfaldlega farið yfir í tækni sem var þekkt, tækni sem hefur þan vankant að hráefni fyrir framleiðslu slíkra rafgeyma er afar takmarkað hér á jörðu. Þegar talað er um nýja tækni, verður það að vera eitthvað annað en það sem þegar er þekkt. Við höfum heyrt ýmsar sögur gegnum tíðina, um allskyns hugmyndir. Jafnvel að þær séu á lokametrunum. En svo hverfa þær bara. Fyrir nokkrum árum þóttust sérfræðingar á rannsóknarstofu fyrir Westan, vera að ná tökum á rafgeymum sem byggðu á notkun saltvatns, áttu að vera mun léttari en Lithium Ion og geymslupláss þeirra á átti að vera ævintýralegt miðað við rúmtak. Þessir sérfræðingar töldu þá að einungis væri spursmál um einhverjar vikur þar til þessi bylting yrði að veruleika. En svo hefur ekkert heyrst, væntanlega komið upp eitthvað sem var óyfirstíganlegt. Reyndar ekki alveg ný tækni að hægt sé að búa til rafgeyma sem notast við saltvatn, vandinn við þá hefur hingað til verið léleg nýtni og mikill þungi per orkueiningu.

Rafbílar eru engin tæknibylting. Byggja í raun á tækni sem fundin var upp áður en sprengimótorinn kom fram í dagsljósið. Vandinn hefur alltaf legið í geymslu orkunnar fyrir rafbílana. Frá upphafi voru blýgeymar eina lausnin, lausn sem þróaðist nokkuð á þeirri rúmu öld sem þeir hafa verið í notkun. Tilkoma Lithium Ion rafgeyma var vissulega nokkuð stökk, en fjarri því að vera einhver bylting. Vandinn við þá er að fyrirséð er að einungis tæki nokkur ár að klára allt hráefni fyrir slíka rafgeyma, ef bílafloti heimsins verður allur rafvæddur. Því er nauðsynlegt, ef við ætlum að rafvæða bílaflota heimsins, að bylting verði í þessari tækni og þá meina ég bylting en ekki einhverjar plástralausnir. Það er engin slík tæknibylting sjáanleg í náinni framtíð, því miður.

Það er fjarri því að ég sé einhver andstæðingur rafbíla. Rafbílar hafa marga kosti umfram hefðbundna bíla, nærtækast að nefna viðhald. Enginn sprengimótor með tilheyrandi bilanatíðni, engin gírkassi og í bestu rafbílunum er engin drifrás, heldur koma rafmótorar beint á hjólnafið. Þá er augljós sá hagnaður sem þjóðarbúið getur haft, þó varla megi gera ráð fyrir að hagnaður bíleigenda vari lengi. Ríkið þarf sitt og það fé sem það hefur í dag af innflutningi og rekstri bíla með sprengimótor, verður að sjálfsögðu innheimtur með einhverjum hætti að eigendum rafbíla. Sjálfur væri ég fljótur að kaupa mér rafbíl, ef ég aðeins gæti nýtt mér slíkan bíl.

Að lokum vil ég bara endurtaka fyrri orð mín; rafbílar eru framtíðin, einhvertímann. Hvernig vandamálin verða leyst er ekki enn séð. Sú tækni sem til er og sú tækni sem unnið er að, mun ekki duga.

Meðan slík staða er, er fáránlegt að ætla að setja einhverja refsitolla á bíla með sprengimótor. Slíkir tollar eiga að bíða þar til tæknin hefur náð því marki að raunhæft sé fyrir alla að skipta yfir í rafbíla.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2018 kl. 14:31

6 Smámynd: Alfreð Dan Þórarinsson

Sælir strákar.

Ég hef verið að bíða eftir að álgeymirinn yrði brúkhæfur en það hefur ekki gengið eftir, nú um þessar mundir virðast flestar fréttir snúast um grafítgeyma sem virðast vera raunhæfir enda eins gott að eitthvað sé handan við hornið því að við verðum líklega búin með allt auðvinnanlegt lithíum innan þriggja ára.

kv.

Alli

Alfreð Dan Þórarinsson, 19.1.2018 kl. 15:05

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkuð skemmtilegt myndband, sem allir ættu að skoða:

https://www.youtube.com/watch?v=LlvYv1SJJEY

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2018 kl. 15:20

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar Heiðarsson: "Ég leifi mér að efast um að "ný tækni" í rafhlöðum muni koma á markað innan 2ja ára. Við höfum hlustað á þann söng svo lengi. Kannski mun verða einhver þróun en vart svo drægi bíla nái 500km. almennt."

Ætla að leyfa mér að trúa því að Nissan/Renault séu ekki vísvitandi að ljúga að okkur -- síðan ganga fullyrðingar forstjóra Tezla um 800km. drægi vörubílsins sem hann ætlar að setja í framleiðslu 2020, ekki nema að þeir verði búnir þessum - næstu kynslóðar geymum.

Þannig að annaðhvort eru þessir aðilar að ljúga að okkur -- eða þeir eru virkilega á leiðinni; þannig að eðlilegt drægi rafbíla virkilega verði við bestu aðstæður - sambærilegt við drægi bensínbíls þ.e. á bilinu 400-500km. 

Bæði fyrirtækin eru með sinn orðstír í húfi, þannig ég reikna með því að þetta standist -- að þeir verði komnir eftir ca. 2 ár á markað.
--Að upp frá því fjölgi tegundum rafbíla á markaði hratt, að næsta kynslóð rafbíla frá þeim tíma hafi fullkomlega samkeppnishæft drægi.

    • Drægi rafbíla verður alltaf viðkvæmt fyrir allri annarri rafmagnsnotkun -- þannig bílstjórar framtíðar þurfa ætíð að hafa það í huga er þeir heimila notkun annars rafknúins búnaðar.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 19.1.2018 kl. 15:20

    9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

    Þú ert alveg ágætur Einar minn og síðasta setning þín í athugasemdinni hér fyrir ofan alveg gulls ígildi!!

    Gunnar Heiðarsson, 20.1.2018 kl. 08:29

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Gunnar Heiðarsson, hún er fullkomlega rökrétt - ef þú setur í gang rafdrifinn búnað meðan þú ekur þá að sjálfsögðu tekur sá búnaður hluta þess rafmagns sem er á rafhlöðunni er knýr bílinn. Því fleiri rafdrifinn tæki sem sett eru í gang, sem taka rafmagn af rafhlöðu bifreiðarinnar -- því meiri áhrif á drægi. 
    --Þannig að þeir sem aka rafbifreið hljóta alltaf að þurfa að íhuga þá notkun rafmagns sem þeir heimila farþegum, og leyfa sjálfum sér. En í dag er unnt að stinga í samband margvíslegum aukabúnaði - frá símum, tölvum, upp í hátalara. Fyrir utan þann rafbúnað sem bílinn sjálfur er búinn.

    Þannig að ef bíllinn hefur mögulegt drægi við bestu aðstæður upp á 270km. Þá að sjálfsögðu minnkar það því meir sem rafmagn er notað til annars en aksturs.
    --Þannig að ef þú ekur til Akureyrar - eins og Ómar benti á er seinni hlutinn frá Hútafirði rúmir 200km. Þannig, ef ökumaður nýtir rafmagn verulega til annars en aksturs. 
    --Þarf sá væntanlega að gera ráð fyrir öðru stoppi á leiðinni.
    Annars mundi bíllinn geta klárað leiðina með eitt stopp!
    Einfaldlega val viðkomandi, hversu oft sá vill stoppa.
    Hvað miklum tíma sá vill verja til ferðarinnar.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 20.1.2018 kl. 11:05

    11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

    Dásamleg rökfærsla hjá þér, Einar.

    Gunnar Heiðarsson, 20.1.2018 kl. 16:21

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Gunnar Heiðarsson, bentu mér á veikleikana í röksemdafærslunni að ofan - ef þú getur. Annars verð ég að taka athugasemd þinni sem hóli fremur en kaldhæðni.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.1.2018 kl. 01:00

    13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

    Þitt er valið!

    Gunnar Heiðarsson, 21.1.2018 kl. 08:33

    14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Gunnar Heiðarsson, ef þú vilt ekki benda á slíka veikleika skv. þínu mati, þá hættir það að vera val.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.1.2018 kl. 12:51

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.4.): 4
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 715
    • Frá upphafi: 846645

    Annað

    • Innlit í dag: 4
    • Innlit sl. viku: 653
    • Gestir í dag: 4
    • IP-tölur í dag: 4

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband