Fyrirhuguð opinber heimsókn Trumps til Saudi Arabíu og Ísraels - virðist líkleg að snúast um, samstöðu gegn Íran

Rétt að minna á það að í kosningabaráttunni, kallaði Trump --> Íran hættulegasta ríkið í Mið-austurlöndum, og það ríki sem ætti mestan þátt í útbreiðslu hryðjuverka!
--Afstaða sem auðvitað hljómar vel í eyru ráðamanna í Riyadh og Jerúsalem.

Auk þessa, gagnrýndi Trump - Obama fyrir þ.s. Trump vildi meina að hefði verið, slök samstaða ríkisstjórnar Obama með bandamönnum Bandaríkjanna!
--Þá átti trump án vafa við - Íran og Saudi Arabíu.

  • Í ljósi þesa -- fannst mér alltaf merkileg gagnrýni þeirra er fullyrtu að Hillary Clinton, ef hún hefði náð kjöri, að hún hefði verið svo hættulegur forseti.
    --Fremur skopleg afstaða í ljósi fundar Trumps sem fyrirhugaður er!

En ljóst virðist t.d. að Trump er þegar að ganga mun lengra en ríkisstjórn Obama gerði, í því að styðja stríð Saudi Arabíu -- í Yemen.

Að auki virðist sennilegt, að Trump formlega samþykki að selja svokallaðar -nákvæmnis sprengjur- til Saudi Arabíu -- sem Obama hafði neitað að selja, vegna stríðsins í Yemen.

Saudi Arabia says Trump visit to enhance cooperation in fighting extremism

Trump to visit Saudi Arabia and Israel on first foreign trip

http://shoebat.com/wp-content/uploads/2014/10/Saudi_Peninsula_Map_Circled-e1413642854522.jpg

Það virðist ljóst að umtalsverður stefnumunur er að koma fram á ríkisstjórn Donalds Trump, í samanburði við stjórn Obama!

En ríkisstjórn gagnrýndi töluvert stríðsrekstur Saudi Arabíu í Yemen -- vegna gríðarlegs mannfalls almennra borgara í loftárásum Saudi Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna á svæði í Yemen undir stjórn svokallaðrar -- Hútí fylkingar og araba hers undir stjórn fyrrum forseta landsins, Saleh.
--Þess vegna setti Obama bann á sölu - nákvæmnis sprengja.

En síðan Trump tók við, hafa Bandaríkin framið a.m.k. 2-umdeild strandhögg í landinu, annað sem leiddi til töluverðs mannfalls almennra borgara og nokkurs manntjóns þeirra sérsveitarmanna er framkvæmdu það strandhögg.

Og það virðist ljóst, að Trump mun afnema bann Obama við sölu - nákvæmnis sprengja til Saudi Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna.

  • Trump hefur alltaf sagt samkomulag það sem ríkisstjórn Obama gerði við Íran -- svokallaður 6-velda samningur um kjarnorkumál -- herfilega slæmt.
    --Trump meira að segja hefur látið vinna rannsókn, þ.s. rannsaka átti hvort Obama fór gegn hagsmunum bandarísku þjóðarinnar í málinu - ég hef þó ekki frétt af niðurstöðu þeirrar rannsóknar.
  • Fram að þessu, hefur Trump þó ekki slegið af þátttöku Bandar. í samkomulaginu.
    --Þrátt fyrir harða gagnrýni á það.

Trump virðist vera að endurreisa fyrri afstöðu Bandaríkjanna til Írans.
--En hlutfallsleg þíða gagnvart Íran ríkti í tíð Obama, eftir gerð 6-velda samkomulagsins.

Aftur sé talað um, Íran sem hættulegasta land Mið-austurlanda, og nauðsyn um samstöðu með Ísrael og arabalöndunum við Persaflóa - gegn Íran.
--Þá afstöðu má rekja alla tíð aftur til írönsku byltingarinnar 1979.

Ég var að vonast til þess, að Clinton næði kjöri --> Og að hún mundi halda áfram með nokkurn veginn stefnu Obama í málinu.
--Þannig að þíðan milli Bandar. og Írans, gæti skotið frekari rótum.

Þess í stað - virðist Trump venda Bandaríkjunum til baka, til fyrri afstöðu - þá sem lengst af hefur verið ríkjandi síðan 1979.

Norður vs. Suður Yemen -- fyrir sameiningu landsins 1990!

Image result for northern southern yemen map

Staða stríðsins í Yemen ca. í dag!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/9/96/Yemeni_Civil_War.svg/1200px-Yemeni_Civil_War.svg.png

Niðurstaða

Þrátt fyrir að Donald Trump virðist vera að vinda klukkunni í Washington aftur til baka - til stefnu þeirra forseta gagnvart Íran er ríktu á undan Obama forseta.
--Þá á ég alls ekki von á því að aðgerðir Trumps gegn Íran -- verði harðari en aðgerðir fyrirrennara Trumps.

M.ö.o. ekkert stríð gegn Íran!

Líklega þíði þetta þó, að auknar líkur séu á því að Bandaríkin skipti sér með stórfellt auknum mæli, að stríðinu í Yemen -- þ.s. Yemen virðist nokkurn veginn aftur klofið í Norður og Suður Yemen.
--Eins og var fyrir 1990.

Takið eftir hvernig skipting Yemen í Norður og Suður Yemen, hefur risið aftur -- í ljósi þess að þau svæði sem bandalag Húthí fylkingarinnar og arabahers undir stjórn Saleh fyrrum forseta hins sameinaða Yemen; fara mjög nærri því að vera akkúrat sömu landsvæðin og áður hétu Norður Yemen.
--Mér virðist augljóst blasa við - að réttast væri að skipta landinu að nýju.

Það gæti bundið endi á átökin!
--Þetta fólk geti greinilega ekki búið saman í friði - í sameinuðu landi!

Punkturinn varðandi Norður og Suður Yemen -- sé það að íbúar þess svæðis er áður hét Norður-Yemen, virðast klárlega standa með þeim her, þ.e. bandalag Hútha og hermanna hliðhollum Saleh fyrrum forseta, sem verji það svæði nú gegn Saudi Arabíu og Sameinuðu-furstadæmunum.
--Þannig að ef Bandaríkin mundu senda her á svæðið, gætu þau blandað sér í átök --> Sem séu átök milli þjóðahópa.

Það gæti alveg endað sem sambærileg reynsla fyrir slíkan bandarískan her.
--Og þegar Ísrael hersat stór svæði í Lýbanon milli 1980 og 1990.

  • Spurning hvort að Donald Trump -- kemur Bandaríkjunum inn í nýtt langvinnt stríð í múslimalandi?

A.m.k. hafði Obama vit á því að forðast slíkt.
--M.ö.o. hann sendi engan her til nokkurs Múslimalands í Mið-austurlöndum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Þá átti trump án vafa um - Íran og Sádi Arabíu.

Eitthvað er skritið við þessa fullyrðingu hjá þér Einar, veit ekki betur en að Íran hafi ekki verið á hryðjuverkalista hjá USA, en ekki verið á bandamanna lista USA.

Það er svo Barack Benito Hussein Obama sem að var að kyssa afturendan á Írönumð til að fá gjör ónýtan kjarnorkuvopna samning við Iran, bara til að geta sagt "sjáið hvað ég gat gert."

Ég spái því að innan 20 ára þá kemur Barack Benito Hussein Obama til með að segja "ég gerði ekki þennan ónýta samning við Íran, það var Hildiríður Clinton og Kerry skúffukjaftur sem gerðu þetta, ég vissi ekkert um þessa vitleysu."

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.5.2017 kl. 06:03

2 identicon

Sæll Einar Björn

Það er alveg greinilegt hvað stendur til þarna í Miðausturlöndum, nú og það er áfram hérna "Greater Israel Project" fyrir Bank og vopnaframleiðenda- elítuna, svo og  Chabad Mafíuna: 

GREATER ISRAEL PROJECT

The Greater Israel Project explained

The Oded Yinon Plan to destabilize the Middle East

ROGUE NATION Being Run by a CHABAD MAFIA - The Oded Yinon Plan Phase 3

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2017 kl. 08:51

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, ég er að vitna í það hvernig Trump talaði um Íran. Hann örugglega tékkaði ekki fyrst á því hvort að Íran var þá á hryðjuverkalista Bandar. er hann í kosningabaráttunni, hélt því fram að Íran væri það land er mest stundar að dreifa hryðjuverkastarfsemi.
--Ef þú ert að segja að stefna Trumps varðandi Íran - sé órökrétt, þá get ég verið sammála því.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.5.2017 kl. 09:27

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, eina ferðina enn - þ.e. ekkert "greater Israel project" né "Oded Yinon plan"-- í síðasta sinn, annars loka ég á þig, hættu að endurtaka ný-nasista áróður. En þaðan eru þessi tegund fullyrðinga upphaflega kominn.
--Ef þú kemur eina ferðina enn með tilvitnanir í þetta - nýnasista rugl, þá loka ég á þig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.5.2017 kl. 09:29

5 identicon

Sæll aftur Einar Björn 

Hérna hefur þú Oded Yinon's planið: "A Strategy for Israel in the Nineteen Eighties" á PDF-skjali frá Zíonistum, en þaðan þetta plan upphaflega komið:

Oded Yinon's "A Strategy for Israel in the Nineteen Eighties"

Published by the Association of Arab-American University Graduates, Inc.

Belmont, Massachusetts, 1982 Special Document No. 1

(ISBN 0-937694-56-8)

 

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2017 kl. 10:01

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sem sagt starfsmaður í utanríkisráðuneyti Israels - skrifar ritgerð sem birt er í timariti. Ha, ha, ha, ha - hópar kjana gera risa ulfalda ur þeirri myflugu

Þetta staðfestir þ.s. eg hef sagt að ekkert slikt plan er til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.5.2017 kl. 17:34

7 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þetta er nú ekki alveg svona einfalt, því að þó að þetta hafi verið háttskrifaður starfsmaður í Utanríkisráðuneyti Ísraels, þá hefur allt sem gerst á síðustu árum í Miðausturlöndum algjörlega ræst samkvæmt þessu plani frá 1982, hvað varðar með að koma á óstöðuleika (destabilise) í Írak, Líbýu og Sýrlandi, og er það ekki athyglisvert fyrir "Stærra Ísrael", þú? 

"Oded Yinon's article which appeared in Kivunim (Directions), the journal of the Department of Information of the World Zionist Organization. Oded Yinon is an Israeli journalist and was formerly attached to the Foreign Ministry of Israel. To our knowledge, this document is the most explicit, detailed and unambiguous statement to date of the Zionist strategy in the Middle East. Furthermore, it stands as an accurate representation of the "vision" for the entire Middle East of the presently ruling Zionist regime of Begin, Sharon and Eitan. Its importance, hence, lies not in its historical value but in the nightmare which it presents." 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2017 kl. 20:13

8 identicon

The term Yinon Plan refers to an article published in February 1982 in the Hebrew journal Kivunim ("Directions") entitled 'A Strategy for Israel in the 1980s'.[1] Kivunim was a quarterly periodical[2] dedicated to the study of Judaism and Zionism which appeared between 1978 and 1987,[3] and was published by the World Zionist Organization's department of Information in Jerusalem.[4] The article was penned by Oded Yinon, a former senior official with the Israeli Foreign Ministry[5][6][7][8] and journalist for the Jerusalem Post.[9] It is cited as an early example of characterizing political projects in the Middle East in terms of a logic of sectarian divisions.[10]

https://en.wikipedia.org/wiki/Yinon_Plan

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2017 kl. 20:18

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, nei  þ.e. fullkomlega út í hött, að halda fram nokkurri minnstu tengingu milli hugmynda starfsmanna utanríkisráðuneytis Ísraels -- sem koma fram í ísraelskum fjölmiðli á 6. áratug 20. aldar.

Og atburárásar sem verður --> Áratugum síðar í Mið-austurlöndum.

Algerlega snargalið að ímynda sér -- tengingu á milli þeirra skrifa og seinni tíma atburða.

    • Þú gætir allt eins talað um - áhrif Tunglsins.

    Ég hafna því fullkomlega sem fullkominni klikkun.
    Að hugmyndir þess starfsmanna -- hafi nokkra hina minnstu tengingu við nútímann, eða sinni tíma.

    Það sé m.ö.o. fullkomin tilviljun -- ef einhverjir atburðir.
    Séu að falla að draum þess starfsmanna utanríkisráðuneytis Ísraels.

    Það geti ekki verið annað en það -- tilviljun.
    Ef seinni tíma atburðir í nokkru -- eru að falla að því, sem sá maður sá sem óskastöðu fyrir 50 árum.

      • Það geti ekki verið orsakasamhengi milli þeirra skrifa -- og þeirra atburða.
        --Það sé fullkomlega útilokað.

      Það sé ekkert Oded Yinon - plan eða áætlun.
      --Þetta séu allt saman --> Ótengdir atburðir.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.5.2017 kl. 11:20

      10 identicon

      Sæll aftur Einar Björn

      Í ríkisstjórn hans George W. Bush, yngri voru m.a. þeir hérna Richard Perle, David Wurmser og Douglas J. Feith er allir þrír höfðu áður verið í  ríkisstjórn hans Benjamin Netanyahu í Ísrael, og þessir sömu menn komu svo inn þessu plani "A Clean Break: A New Strategy for Securing the Realm" er gekk út á það m.a. að koma á óstöðuleika og/eða hefja stríð gegn Írak, svo og með koma Saddam Hussein frá völdum, nú og einnig eins og í Yinon Plan  planinu, með að skipta Írak upp í þrennt. Það er ekki langt í þennan stríðsáróðu fyrir "Stærra Ísrael" hjá þessum Zíonistum, þú?

      Þeim tókst að búa til góða lyga átyllu (Pretext) til hefja stríð gegn Írak 2003 , nú og eyðileggja og rústa Írak algjörlega í spað, síðan hafa þeir ekki verið að tala um annað en að skipt Írak upp í þrennt algjörlega samkvæmt bæði "Clean Break.." og Yinon Planinu, þú?

      Þannig að þetta Yinon Plan stendur fyrir sínum með koma á óstöðuleika í Miðausturlöndum fyrir Stærra Ísrael, og ekki bara í Írak, Líbýu, Sýrlandi, heldur einnig núna Yemen.

      Nú og hvað var það sem að hann General Wesley Clark karlinn sagði: “We’re going to take out 7 countries in 5 years: Iraq, Syria, Lebanon, Libya, Somalia, Sudan & Iran..” þannig að Íran er ennþá eftir, en heldur þú að hann Wesley Clark kalinn geti eitthvað stöðvað næsta stríð gegn Íran með þessari vefsíðu sinni "Stopiranwar.com"???

      Kv.  

      Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.5.2017 kl. 19:37

      11 identicon

      Related image

      Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 11:05

      12 identicon

      Image may contain: 8 people, text

      Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 16:58

      13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      "The bankers want war" og þeir fá það með kjöri Macaroni.

      Kveðja frá Las Vegas

      Jóhann Kristinsson, 8.5.2017 kl. 21:27

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (24.4.): 0
      • Sl. sólarhring: 3
      • Sl. viku: 26
      • Frá upphafi: 0

      Annað

      • Innlit í dag: 0
      • Innlit sl. viku: 26
      • Gestir í dag: 0
      • IP-tölur í dag: 0

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband