Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

AGS ráðleggur Seðlabanka Evrópu að hefja sem allra fyrst - prentunaraðgerð!

Mjög áhugaverð greiningarskýrsla á ástandinu á Evrusvæði er nú komin út, og hvet ég alla sem mögulega geta, til að lesa það plagg:

Greiningarskýrsla AGS á ástandi mála á evrusvæði!

Lesning skýrslunnar er allsherjar upptalning á því fjölmarga sem er að!

Ekki síst er áhugavert - að AGS telur að eins fljótt og mögulega er unnt, verði að hrinda í gang áætlunum um "Bankasamband."

En AGS skefur ekki af - þegar stofnunin segir það krísístk mikilvægt, að brjóta upp vítahringinn milli stórra banka sem eru of stórir til að heima ríkið geti komið þeim til bjargar, staðreynd sem samtímis grefur undan tiltrú á bæði stöðu heimaríkis og þarlendra bankastofnana.

Til þess þurfi ekkert minna, en sameiginlegt innistæðutryggingakerfi, sameiginlegt forræði á helstu bankastofnunum, og sameiginlega baktryggingu allra ríkjanna.

Þetta eru stórir bitar - og öflug andstaða er meðal meðlimaríkja evrusvæðis við hvert og eitt þessara atriða, en innan Evrópu gegna bankar sama hlutverki og lífeyriskerfið hér á Íslandi gegnir, að vera helsti kaupandi skuldabréfaútgáfa ríkisins - og þannig að tryggja því eyðslufé.

Mjög líklegt er að lönd sem telja sig sjálf ekki í vanda, sjái ekki af hverju þau þurfa að gefa eftir þessa "slush funds" - enda skapar það augljóst óhagræði að vera algerlega háður duttlungum markaðarins um sölu skuldabréfa, líklega að lántökukostnaður geti hækkað og því halli viðkomandi ríkissjóðs.

Að auki, er það stór biti að ákveða að baktryggja innistæður evrusvæðis sameiginlega sem allt í allt eru í kringum 1,8 þjóðarframleiðslur evrusvæðis sem heild, eða bankakerfið sem er að heildarumfangi kringum 3,5 þjóðarframleiðslu evrusvæðis sem heild.

Þjóðir sem standa tiltölulega vel, munu þurfa þá að undirgangast verulega mikla aukningu á skuldbindingum - sem getur reynst þrautin þyngri að fá skattgreiðendur heima fyrir að samþykkja - þegar má sjá merki um bakslag frá kjósendum í hollandi þ.s. kosningar fara fram í haust, og helstu flokkar hægramegin sem vinstramegin þar í landi, hafa sagt ekki koma til greina að undirgangast frekari eftirgjöf fullveldis.

Galli við þá hugmynd að beita ESM eða framtíðar björgunarsjóð evrusvæðis til bankabjörgunar ofan á allt þ.s. hann á að gera, er að sá sjóður hefur "bara" 500m.€. Þó það sé í augum flestra óskaplega gríðarleg upphæð - þá bendi ég fólki á að skoða bls. 1 þ.s. sjá má mynd yfir fjármögnunarþörf aðildarríkja - þá myndi það éta mjög hratt upp þann sjóð ef hann þyrfti að kaupa upp skuldabréfaútgáfur Spánar og Ítalíu sem dæmi, punkturinn er - að sjóðurinn er alltof lítll augljóslega miðað við umfang skuldavanda aðildarríkja sem hugsanlega lenda í vanda, án þess að bæta þar ofan á kvöð um að standa við bakið á bönkum aðildarríkja.

En það stendur einmitt til.

Að auki bendir ekkert til að ESM fái meira fé.

"46. There was broad agreement that a concerted move toward a banking union is urgently needed to ensure the viability of the monetary union. The authorities emphasized that this should encompass area-wide supervision, and deposit insurance and resolution frameworks with common backstops...Discussions also showed broad agreement that the flexibility embedded in the ESM treaty could and should be used to establish new financial instruments within the framework, including allowing the ESM to directly inject equity into banks.

Síðan kemur vel fram í skýrslunni hve hættulegt ástandið er í S-Evrópu, sérstaklega hve atvinnuástandið grefur undan mögulegum framtíðarhagvexti, sem auðvitað samtímis grefur undan greiðslugetu sömu landa.

Ástandið fer með öðrum orðum stöðugt versnandi, svo þ.e. framreiknanlegt í einhvers konar hrun sem erfitt er að tímasetja, en þó gerir AGS enn ráð fyrir að það muni ekki eiga sér stað, þ.e. það hrun. En eins og vel kemur í ljós þegar skýrslan er lesin, er erfiðleikastigið ef á að afstíra því hruni orðið afskaplega hátt.

Þeir aftur og aftur segja að það sé þörf fyrir "clarity" þ.e. að aðildarríkin sem fyrst gangi frá einhverju stóru skrefi, og eyði óviss um framhaldið að einhverju verulegu leiti. Þá benda þeir á "banking union" eða bankasamband sem upphafspunkt. En síðan er heilmikil umræða í skýrslunni um framhalds aðgerðir, sem vísa beint í að umbreyta evrusvæði í samanbsríki.

Það segir auðvitað að ef þetta "clarity" fæst ekki frekar fljótt - þá muni ástandið áfram versna. Þeir tala um hættu á hruni. En þeir leggja ekki beint í að - spá hruni.

"50. The financial and economic environment continues to deteriorate. Investors are
withholding funding from member states most in need, moving capital to safe havens and driving risk premiums to new records. Demand is weakening and unemployment increasing across the euro area. Lower growth and heightened market stress are compounding the difficulties in reducing debt burdens. The risk of stagnation and long-term damage to potential growth will increase as unemployed workers lose skills and new workers find it difficult to join the active labor force."

Ég verð að segja, að ég sé þetta ekki gerast.

En þarna eru þeir að tala um myndun sambandsríkis sem næsta skref á eftir myndun "bankasambands." En "risk sharing" ef maður skoðar þekkt samanbsríki tekur margvísleg form, en þau almennt séð hafa tæki til að koma einstökum fylkjum til aðstoðar þá frá sambandsríkinu sjálfu ekki einstökum fylkjum og/eða með lánum frá sameiginlegum seðlabanka. Að auki er gjarnan um að ræða tilfærslu á fé í gegnum skattkerfi, t.d. að í Bandaríkjunum eru atvinnuleysisbætur "federal" - svo þá verða þær form af innstreymi fjár frá alríkinu inn á svæði í tímabundnum atvinnuvanda. 

"55. More fiscal integration, with risk sharing supported by stronger central governance,
can reduce the tendency for economic shocks in one country to spill over to the euro area as a whole. Ultimately, this could mean sufficiently large resources at the center, matched by proper democratic controls and oversight, to help insure budget shortfalls at the national level. Getting to this endpoint will take time. But the process can start with a commitment to a broad-based dialogue about what a fuller fiscal union would imply for the sovereignty of member states and the accountability of the center. This should deliver a schedule for discussion, decision, and
implementation."

 

Fyrir aftan sjálfa skýrsluna er plagg sem inniheldur formlega tilkynningu AGS, þ.s. niðurstöður eru teknar saman, og þar kemur fram hvað AGS leggur til að gert sé án tafar:

  1. "First, crisis measures, financing under the enlarged European firewall facilities, and
    continued official funding support. Directors welcomed the authorities’ commitment to
    use EFSF/ESM resources flexibly. They looked forward to early progress toward a
    single supervisory mechanism for euro area banks, paving the way for direct
    recapitalization of banks by the ESM. Directors agreed that the ECB will have to
    continue to play a role in the crisis response, including through liquidity provision and
    securities purchases. A few Directors also noted that clarifying the seniority status of
    sovereign debt holdings by the ECB would help address market concerns."
  2. "Second, supportive monetary policy. Noting fundamentally weak inflationary pressures,
    Directors generally saw scope for further monetary easing, especially if downside risks
    to growth materialize, including through additional non-standard measures in view of
    the impaired monetary transmission mechanism."
  3. "Third, fiscal consolidation that is as growth friendly as possible and at a differentiated
    pace based on individual countries’ circumstances. To deal with growth surprises in the
    short term, Directors encouraged member states to focus on structural fiscal targets
    and exploit the flexibility built into the Fiscal Compact."

Í skýrslunni er einnig umfjöllun um sömu atriði - punkturinn er ekki síst sá að endurskipulagning vinnumarkaða og hagkerfa tekur tíma.

Að auki, tekur tíma fyrir þær aðgerðir að fara að skila jákvæðum árangri.

Til skamms tíma gjarnan leiða þær til frekari aukningar atvinnuleysis, og frekari samdráttar.

Þar sem ríkin í vanda eru þegar í erfiðri pressu, hvetja þeir til beitingar tækja Seðlabanka Evrópu, skv. greiningu þeirra myndi frekari lækkun vaxta litlu skila. Svo, aðalaðgerðin yrði að vera fjármögnuð af prentun sbr. "QE."

Þeir voru að biðja Seðlabanka Evrópu að hegða sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna, þegar Bandaríkin lentu í sinni efnahagsdýfi 2007 og 2008.

Ég held að það sé algerlega ljóst, að ESM er langt - langt í frá fært að gegna því hlutverki sem honum er ætlað, einfaldlega vegna þess - að aðildarríkin líklega geta ekki eða a.m.k. treysta sér ekki til að baktryggja allt klabbið.

Svo þ.e. í reynd eingöngu Seðlabankinn sem getur - hefur þann "fræðilega" styrk, til að halda hlutum á floti.

Þýskaland á sínum tíma gat reddað sér með auknum útflutningi - það gat Svíþjóð einnig á sínum tíma, og nú virðist að Írland ætli að gera slíkt hið sama.

Ég aftur á móti sé ekki ríki S-Evrópu fylgja þeim fordæmum, en samt þarf eitthvað að koma á móti, meðan hagkerfi þeirra draga sig saman, meðan atvinnulíf þar minnkar umsvif, og almenningur einnig - meðan á sama tíma ríkið einnig það gerir.

Þegar allir eru að minnka við sig samtímis - - þarf stórt ankeri á móti. Ég sé ekki þá risa-útflutningsmarkaði á plánetunni, sem gætu skaffað það ógnarfjármagn. Einungis Seðlabanki Evrópu er fær um það.

En fær hann heimild ríkjanna til að beita sér af fullu afli?

 

Niðurstaða

Þetta hefur verið ljóst lengi, að Seðlabanki Evrópu þarf að hegða sér eins og "Federal Reserve." Að auki er ljóst, að S-Evrópa þarf fjárhagsaðstöð ef S-Evrópa á að vinna niður ójafnvægið sem var búið að hlaðast upp, en skv. skýrslu var samanlagður viðskiptahalli innan svæðisins 20% af þjóðarframleiðslu svæðisins í heild, meðan að viðskipta-afgangur þess var einnig að sjálfsögðu 20%. 

Þessar tölur koma fram í skýrslunni. Þetta er ekkert annað en bólan sem búin var til á evrusvæði. Þ.s. 40% af þjóðarframleiðslu var skv. þessu loftbóla sem búin var til, með því að A lánaði B til að kaupa af A. Svo hefjast vandræði þegar B kemst í vanda vegna upphleðslu skulda. 

Skv. skýrslunni, þá hefur hallinn minnkað í 10%. En þó ekki meir en það, nemur þá enn 10%. Sem þá að sjálfsögðu þíðir að hagnaðurinn hefur einnig smættast í 10%. Svo ójafnvægið hefur helmingast. Skv. skýrslunni er þetta að gerast með samdrætti í löndum sem voru með viðskiptahallann.

Akkúrat, þannig hagsögulega séð gerist þetta alltaf - og sögulega séð fylgja slíku bólukrassi gjarnan skuldavandræði. Í reynd virðist að sá meinti aukni hagvöxtur sem til staðar var á sl. áratug á evrusvæði, sem svo mjög var rómaður af áhangendum evru - - hafi einfaldlega verið þessi bóla.

Með auknum samdrætti munu restin af þessum 20% einnig hverfa, nema að skuldirnar sitja eftir. Og ef þær eru ekki afskrifaðar, mun skuldakreppan íta löndunum sem voru með viðskiptahallann stöðugt dýpra og dýpra í klassíska "debt depression."

Það sýnist mér einmitt vera að gerast.

Löndin sem lánuðu munu þurfa að gefa eftir - ef löndin sem skulda eiga ekki að fara rakleiðis á hausinn.

En hótun þeirra er einföld og mjög skilvirk - að yfirgefa evruna, verða greiðsluþrota.

 

Kv.


Verður verðhrun á evrópskum fiskmörkuðum á næsta ári?

Ég velti því fyrir mér hvort stefnir í verðhrun á fismörkuðum, í ljósi frétta af fyrirsjáanlega miklum afla í Barentshafi á næsta fiskveiðiári, skv. fréttum. Það sem vakti athygli mína á málinu, var umfjöllun Spegilsins á Rás2 RÚV um fyrirhugaða stóraukna veiði á Þorski í Barentshafi, og líklegar afleiðingar þeirrar aukningar - í ljósi þess að Ísland hefur einnig gefið út aukna kvóta fyrir næsta fiskveiðiár.

Munum að auki, að Evrópa er í kreppu - verð hafa þegar lækkað miðað við þ.s. þau fóru hæst í fyrra.

Sú kreppa fer frekar en hitt versnandi, sem þíðir að verð eru frekar en hitt líkleg að lækka frekar, burtséð frá auknu framboði á mörkuðum.

En þegar hvort tveggja þróunin fer saman - velti ég fyrir mér hvað gerist?

 

Verður fullkominn stormur á evrópskum fiskmörkuðum á nk. ári?

Sjá Spegillinn: Stóraukin þorskveiði

"Aukningin á þorski á markaði gæti numið um 15 prósentum á næsta ári.  Mikið af þessum fiski kemur frá Noregi og Rússlandi þar sem kvótar í Barentshafi nálgast núna milljón tonn. Norskir sérfræðingar segja að þennan umframafla verði að selja ferskan. Þar mun slagurinn um maga neytenda standa. Það eru nýjar og miklar fréttir af þorski.  Stjórnmálamenn þakka sér vegna aðhalds í veiðum en aðrir þakka hlýnun jarðar en samt:  Það er mun meira af þorski í sjónum núna en var fyrir fáum árum.  Aukningin er nokkur á Íslandsmiðum en það er full ástæða til að fylgjast náið með því sem er að gerast í Norð-Austuratlantshafi, það er að segja Barentshafi. Þar segja fiskifræðingar að stofninn hafi ekki verið svo sterkur frá árinu 1946 eftir veiðistöðvun í síðari heimstyrjöld.  Og fyrir vikið er hægt að auka kvóta um nær 20 prósentGísli Kristjánsson í Ósló segir frá þorski í Spegli dagsins."

Þetta passar við erlendar fréttir - sem komu upp þegar ég gerði netleit!

"This would be the Barents Sea cod fishery’s largest catch in 40 years, according to Norwegian Fisheries Minister Lisbeth Berg-Hansen"

Scientists recommend 25 pc rise for Barents Sea cod quota

2013 BARENTS SEA COD QUOTA INCREASE IS SIGN OF SUSTAINABILITY SUCCESS

Increase set for 2013 Barents Sea cod quota

Á sama tíma hefur Steingrímur J. ákveðið að gefa auknar aflaheimildir í þorski á nk. fiskveiðiári við Íslandsstrendur - Óskynsamlegt að auka þorskkvótann.

  • " Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í gær að heimilt verði að veiða 195.400 tonn af þorski á næsta fiskveiðiári.
  • Þetta er rúmum 18.000 tonnum meira en nú er."

Auðvitað er aukning okkar smámunir - miðað við það gríðarlega aukna magn sem stefnir í að komi frá Barentshafi.

Þar sem þorskveiði virðist stefna í að vera aukin úr ca. 750þ. tonnum, í um ca. milljón tonn.

Sjálfsagt hefur Steingrímur J. hugsað sér að fá smá "búst" á kosninga-ári.

En þess í stað - sýnist mér stefna mjög augljóslega í VERÐHRUN.

En ef marka má frétt Spegilsins, þá er líklegt að mikið af þessu komi einmitt inn á markaðinn fyrir ferskann fisk.

Það er erfitt að ímynda sér annað - en verðið muni láta verulega undan, sérstaklega í ljósi þess að samtímis, er kreppan á evrusvæðinu að toga niður lífskjör.

 

Niðurstaða

Fyrirsjáanlegt verðhrun á evrópskum fiskmörkuðum á nk. ári, eru auðvitað alvarleg tíðindi fyrir okkur íslendinga. Í kaldhæðni örlaganna, eru þau þó sennilega einnig sérstaklega slæm fyrir ríkisstjórnarflokkana. En verðhrun þíðir að sjálfsögðu - að gengi krónunnar mun lækka, sennilega hressilega. En það verður óhjákvæmilegt, því verðhrun er jafnt og útflutningstekjuhrun.

Spurning um - hvað ef nokkuð er unnt að gera?

Skipuleggja t.d. að senda eitthvað af fiskinum, annað?

 

Kv.


Hætta á að fullkominn stormur skelli á heimshagkerfinu!

Stóru hætturnar tvær eru, evrukrísan - og verður að segjast - bandaríkjaþing. En meðan evrusvæði er í vanda, sem erfitt verður úr að komast. Þá er krísan á bandaríkjaþingi pólitísks eðlis, en getur verið fullfær um að búa til nýja kreppu í Bandaríkjunum. Ef þær tvær kreppur skella á samtímis - þá myndi fullkominn stormur hefjast í heimshagkerfinu. Skellur samtímis í Evrópu og Bandaríkjunum.

 

Ný hagspá AGS!

Það merkilega við spá AGS, er hve ótrúlega bjartsýn hún enn er! Þetta sést best, ef hin nýja spá er borin við spá AGS frá því í janúar sl., en þá var AGS í nokkru svartsýniskasti - en hífði svo spá sína upp allnokkuð snemma í vor, einungis miðað við þá spá er hin nýja svartsýnni. Sjá umfjöllun mína um spá AGS frá jaúnar: Dökk hagspá AGS fyrir Evrusvæði!

Mín skoðun er einfaldlega að, það hafi í reynd engar forsendur verið fyrir því að hífa upp spána frá sl. janúar - rámar í apríl/máí.

Það reyndar kom tímabundin lægð í evrukrísuna - en hún hefur svo sannarlega gosið síðan í júní upp á ný af krafti, og er ástandið síst betra en í janúar.

Eins og sést hefur AGS kosið að gera í reynd litlar breytingar á grunn spá - en eins og fram kemur í texta, hefur ógnunum við jákvætt framhald vaxið ásmegin.

Bæði vaxandi hætta á evrusvæði en AGS vonaðist eftir fyrr á árinu, og erfiðari aðstæður hagvaxtarlega í Bandaríkjunum - en AGS taldi áður líklegast.

En AGS ákveður a.m.k. enn sem komið er, að halda sig við það - að reikna með því að aðstæður á evrusvæði muni smá skána þrátt fyrir allt á seinni hluta árs, að það muni ekki hægja frekar á vexti í Bandaríkjunum - að Asíulönd muni nokkurn veginn halda dampi.

"“More worrisome than these revisions to the baseline forecast is the increase in downside risks,” said Olivier Blanchard, the IMF chief economist and director of the IMF’s Research Department, which prepares the WEO."

"The IMF emphasized that the relatively minor setback to the global outlook under its baseline projections is based on three important assumptions:

  • that there will be enough policy action for financial conditions in the so-called euro area periphery, which includes Greece and Spain, to ease gradually through 2013;
  • that U.S. fiscal policy does not tighten sharply in 2013; and
  • that steps by some major emerging markets to stimulate growth gain traction."

Það sem er í gangi - er að vandinn á evrusvæði er að drepa hagvöxt í heiminum.

Að skapa vaxandi hættu á viðsnúningi til baka - í heimskreppu!

"The IMF said the most immediate risk to the global recovery is that delayed or insufficient policy action will further escalate the euro area crisis. “Simply put, the euro periphery countries have to succeed,” said Blanchard."

Svo eru það fíflin á bandaríkjaþingi, á meðal Repúblikana - sem virðast beinlínis ætla sér að búa til efnahagslegar hamfarir, í hreinni blindri trú á að það verði einmitt nú að skera harkalega niður. 

Það áhugaverða er, að þarna hugsa haukarnir meðal Repúblikana ótrúlega svipað, og haukarnir í flokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, sem hafa verið að þvinga á Evrópu harkalegan útgjaldaniðurskurð nánast samtímis í öllum meðlimaríkjum evrusvæðis.

Sá samræmdi niðurskurður, er að þrísta hagkerfi Evrópu dýpra inn í kreppu.

En sambærilegur skellur getur nú átt sér stað sinni part þessa árs í Bandaríkjunum.

"The WEO update also cited the possibility that growth in the United States would stall...“In the extreme, if policymakers fail to reach consensus on extending some temporary tax cuts and reversing deep automatic spending cuts,” the U.S. economy could face a steep decline of more than 4 percent of GDP in its fiscal deficit in 2013."

"Growth has slowed in a number of major emerging economies, especially Brazil, China, and India...Overall, though, emerging markets have weathered the crisis well."

Það er veruleg hætta á því, að útgjaldahaukar meðal Repúblikana - framkalli svokallað "fiscal cliff" sem margir hagfræðingar eru að vara við - en þeir hafa verið að spila með þá staðreynd, að þ.e. bandaríkjaþing sem skaffar alríkinu peninga - þ.e. heimildir til að verja fé skattgreiðenda.

Sl. ár neiddu þeir upp á Obama samkomulag, um minnkun hallareksturs alríkisins. Skv. lögum sem voru samþykkt, mun algerlega sjálfvirkt koma til mjög harkalegs niðurskurðar - "tightening of $600bn or 4pc of GDP" - nema samkomulag náist milli Demókrata og Repúblikana um einhvers konar millilendingu.

En þ.e. fyrirsjáanlegt - eins og AGS segir - að ef ekkert slíkt samkomulag næst, og útgjaldahaukarnir meðal Repúblikana láta drakonískann niðurskurð útgjalda alríkisins gerast - að þá detti bandaríska hagkerfið inn í sambærilegann niðurspíral - - > og sá sem S-Evrópa er nú stödd í.

En sá niðurspírall verður þá algerlega búinn til, af þinginu sjálfu. Pólitísk framkvæmd. En ef það gerist, á sama tíma og ástand mála er slæmt og versnandi í Evrópu.

Er alvarleg hætta á að - FILLKOMINN STORMUR SKELLI Á HEIMSHAGKERFINU, Á SÍÐUSTU MÁNUÐUM ÞESSA ÁRS.

 

IMF World Forecast

.......................................2012...2013....2012.....2013

World Output......................3.5.....3.9......–0.1......–0.2

Advanced Economies...........1.4.....1.9......–0.0......–0.2

United States......................2.0.....2.3.......-0.1......–0.1

Euro Area..........................–0.3.....0.7.......0.0........-0.2

Germany.............................1.0.....1.4.......0.4.......-0.1

France................................0.3......0.8......-0.1.....–0.2

Italy.................................–1.9.....–0.3......0.0.......0.0

Spain................................–1.5.....–0.6......0.4.....–0.7

United Kingdom...................0.2.......1.4......–0.6.....1.4

Central and Eastern Europe...1.9.......2.8.......0.0.....–0.1

Russia................................4.0........3.9.......0.0.....–0.1

Canada...............................2.1.......2.2.......0.1......0.0

Japan.................................2.4.......1.5.......0,4......-0.2

China.................................8.0.......8.5......–0.2.....–0.3

India.................................6.1........6.5......–0.7.....–0.7

ASEAN-5............................5.4........6.1.......0.0......–0.1

Brazil.................................2.5.......4.6......–0.6......–0.5

Mexico...............................3.9........3.6.......0.3........0.0

Middle East and North Africa.5.5........3.7......1.3........0.0

Sub-Saharan Africa..............5.5.........5.3......–0.3.....–0.2

 

Niðurstaða 

Það má ekki milli sjá hvort snillingarnir í ríkisstjórn Þýskalands, eða útjgladahaukarnir á Bandaríkjaþingi, eru hættulegri. En báðir hóparnir þ.e. útgjaldahaukarnir í flokki Angelu Merkel, og útgjaldahaukarnir meðal þingmanna Repúblikana. Eru í aðstöðu til að búa til heimskreppu.

Og hættan er einmitt að þeir það geri.

Þá skellur hún á af krafti undir lok þessa árs.

 

Kv.


Ofstæki Þorsteins Pálssonar

Þorsteinn Pálsson hefur ritað enn eina hómílíu sína um aðildarmál, og enn sem fyrr - heggur hann í knérunn andstæðinga aðildar. En samtímis ásakar hann Samfylkinguna um linkind í aðildarmálinu. Sem eiginlega er áhugaverða hliðin - en það gefur vísbendingu um, að Þorsteinn sé í reynd harðari aðildarsinni en jafnvel þeir sem stýra málum innan Samfylkingar, og er þá miklu til jafnað!

Sjá grein Þorsteins: Eintal um Evrópu.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/_orsteinn_palsson.jpg

Áður en ég fer í umfjöllun um grein Þorsteins Pálssonar, ætla ég aðeins að tæpa á annarri og miklu mun merkilegri umfjöllun, sjá: Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe

Þessi grein er rituð af miklum eðal evrópusinnum, og tveir ágætir herramenn rita formála - engir aðrir en Jacques Delors og Helmut Schmidt. Þeir róma þessa skýrslu, þ.e. þá greiningu sem á sér það stað og að auki þær tillögur til úrbóta sem höfundar hennar koma fram með.

Það er mjög áhugavert áður en ég fer í grein Þorsteins, að tæpa aðeins á nokkrum atriðum úr skírslunni - en lýsing þeirra á ástandinu er í reynd afskaplega sanngjörn:

"Today, the members of the “Tommaso Padoa-Schioppa Group” consider that the European social contract is at risk. A break-up of the euro area can no longer be excluded. We are concerned that a possible process of monetary disintegration, once started, could prove impossible to stop and would therefore run the risk of leading to the process of political and economic disintegration in the euro area and the European Union." - bls. 1 í skýrslu.

Þetta finnst mér afskaplega sanngjarnt af þeim. En þ.e. einmitt rökrétt, að viðurkenna ástandið eins og það er - en þessir menn vilja bjarga evrunni. En til að geta glímt við sjúkdóm, þarf fyrst að viðurkenna hver sjúdkómseinkennin eru. Þessir ágætu herramenn, hið minnsta sjá vandann.

"The principle of monetary stability in Europe, as reflected in the original architecture of economic and monetary union of the Maastricht Treaty, is currently confronted with three dangerous scenarios: (I) First, there is a non-negligible risk of a return to national currencies... (II) Second, there is considerable risk in the banking sectors of several euro area countries... (III) Third, the stability of the euro itself is seen by many as being put at risk in the context of rescue or stabilization efforts that might involve a far-reaching monetization of debt." - bls. 2.

Ég held að þetta svari ágætlega tali Þorsteins Pálssonar um "hræðsluáróður." Sannleikurinn er sá, að evran er í alvarlegum tilvistarvanda. Sá þarf ekki að lykta með endalokum hennar. En það er ekkert gagn af afstöðu, sem afneitar vandanum sem er til staðar.

Það þvert á móti eykur líkur á slæmri útkomu.

Þess vegna er þessi skírsla svo áhugaverð, því hún afneitar ekki vandanum og hitt þ.e. hverjir mæla með henni. Þess vegna ættu allir aðildarsinnar að lesa þetta plagg.

"The principle of an equitable distribution of the gains in economic welfare in Europe, as reflected in the widely-agreed framework of the social market democracy (Soziale Marktwirtschaft) is currently put at risk. Inequalities, both within countries but even more so across countries are on the rise. Youth unemployment now affects more than half of the workforce in several euro area countries. A continued crisis in the euro area or a break-up of the single currency would be likely to further accentuate societal divisions in Europe." - bls. 2.

Þetta er akkúrat rétt, að kreppan er að skapa hratt vaxandi gap á milli þeirra sem hafa það tiltölulega gott, og þeirra sem hafa það tiltölulega slæmt.

Svo er það alvarlega samfélagsrof sem felst í því að í nokkrum ríkjum sé atvinnuleysi yngra fólks rúmlega 50% niður í rúml. 30%, eða á bilinu þar á milli.

Það er að eiga sér stað mjög alvarleg samfélagsþróun - sem ef fram sem horfir. Getur endað með ósköpum.

Það hefur ekkert upp á sig, að afneita vandanum, að horfa á hann eins og hann er, er virðingarvert.

Virðing mín fyrir Jacques Delors and Helmut Schmidt hefur vaxið, við það að þeir skuli íta þessari greiningu að fólki.

"(I) The crisis itself has already had a significant negative effect on growth in the euro area. That trend is likely to continue in a context of uncertainty if there is no forward-looking, sustainable and long-term response to the crisis anytime soon. (II) A break-up of the euro area is likely to lower the degree of interconnectedness between economic agents in Europe. We would expect such a development to significantly hamper growth performance in the coming years (má deila um það atriði en eðlilegt að ESB sinnar sjái þetta þannig). (III) The continued focus on short-term debt and deficit reduction runs the risk of lowering overall growth prospects in the euro area in the short to medium term. While excessive debt levels are neither desirable nor sustainable, we see the risk that excessive austerity could translate into a lost decade for growth in the euro area." - bls. 3.

Algerlega sammála atriði 1. En þ.e. einmitt málið, að það stendur yfir mjög alvarleg efnahagskrísa, og miklar líkur eru á að hún fari versnandi - ekki batnandi.

Ég er einnig algerlega sammála fyrri hluta atriðis 2, þ.e. að uppbrot evrunnar geti framkallað baksnúning á samrunaferlið. En ég hef einmitt verið að segja, að möguleikinn sé algerlega raunhæfur að vandræðin yrðu slík í kjölfarið - að sjálft samrunaferlið geti liðið undir lok.

Þetta er ekki hræðsluáróður, heldur kaldur veruleikinn.

Ég er gersamlega sammála punkti 3, tek heils hugar undir það, að sú efnahagsstefna sem verið er að keyra yfir aðildarlöndin - sem felur í sér stefnu mjög krapps niðurskurðar; sé stórfellt hættuleg.

En hún getur einmitt og ég reynd fullyrði að hún muni það gera, þ.e. kalla yfir Evrópu mjög erfiða og langvarandi kreppu. Það þíðir að hættan á samfélagslosi og öfgum, stigmagnast eftir því sem á líður.

Útkoman í heild, getur bundið enda á samrunaþróunina. Ég segi þetta ekki sem andstæðingur þeirrar samrunaþróunar. En ég er ekki andstæðingur ESB, ekki einu sinni evrunnar. Þó svo ég telji aðild ekki hentuga fyrir Ísland, hvorki af ESB né evru.

"The root cause of the current crisis lies in the contradiction between a single, supranational currency and the continuation of nation-state-based economic policies." -bls. 5.

Nákvæmlega, þ.s. þeir sem hafa varað við evrunni hafa sagt frá upphafi.

"During the first decade of the common currency, price differentials

  • in the euro area were more persistent than initially foreseen.
  • As a consequence, the interest rate set by the European Central Bank was “one size fits none”:
  • it had adverse and even self-enforcing pro-cyclical effects on most Member States.
  • This led to excessive cyclical divergences and imbalances.
  • The real exchange rate effect did not trigger a sufficient degree of price convergence and thus failed to stop the imbalances.

Í þessu felst mjög harður áfellisdómur á stýringu Seðlabanka Evrópu á evrunni á sl. áratug. Og ég er 100% sammála. Þetta var einmitt þannig.

Vextir voru of lágir fyrir lönd eins og Írland - Spán - Grikkland - Ítalíu. Það er stór hluti ástæðunnar af hverju, það urðu fjárfestingar- og húsnæðisbólur í þeim löndum. 

Því aðhaldið af vöxtum var ekki nægilegt. Í reynd skv. greiningu OECD voru raunstýrivextir neikvæðir fyrir sum aðildarríkin á sl. áratug, sjá greiningu: OECD economic survey 2010. Mjög skemmtileg myndræn framsetning OECD á bl. 8. En skírsla OECD er mjög áhugaverð, þess vegna setti ég bookmark á hana á sínum tíma, en hún er einnig áfellisdómur yfir hagstjórn evrusvæðis á sl. áratug.

Skv. myndinni á bls. 8 þá voru raunstýrivextir að meðaltali neikvæðir fyrir: Írland, Ítalíu, Grikkland, Portúgal og Spán. Einmitt ríkin í vanda.

Þ.e. mjög erfitt að glíma við hagstjórn ef þú ert staddur í evrunni, ef stýrivextir eru alltof lágir til að henta þínu hagkerfi. En þá þarf að kæla hagkerfið með öðrum úrræðum - fræðilega mögulegt - þ.e. hækka skatta, knýgja fram launalækkanir, ríkið getur rekið sig með miklum og vaxandi afgangi. En þessar aðgerðir þurfa að vera frekar grimmar - þ.e. ef launalækkanir fást ekki, þá verða tekjuskattar að fara nægilega upp, til að skerða lífskjör að nægilegu marki til að draga úr neyslu. Það væri virkilega mjög óvinsælt - myndi líklega vera pólit. séð mjög erfitt í framkvæmd. Að ríkið sé rekið með afgangi eitt sér dugar ekki. En innan svo galopins kerfis, myndi ekki virka að auka bindisskildu banka, því þú ræður ekki yfir bönkum frá öðrum aðildarlöndum - sem einnig eru að lána til aðila innan þíns hagkerfis. Þess vegna - er hækkun skatta nánast eina mögulega úrræðið.

Það fór saman að ríkisstjórnir landanna nú í vanda voru sofandi á sl. áratug fyrir vandanum, og það að peningastjórnin innan evrunnar - hentaði þeirra hagkerfis aðstæðum alls, alls ekki.

"As euro area members issue their debt in a currency over which they do not have full control, a liquidity crisis in these countries cannot be solved through devaluation but increases the likelihood of default." - bls. 6.

Amen - segi ég. Þarna viðurkenna þessi ágætu herramenn, þessi ágætu ESB sinnar og evrusinnar, að evran skapi í reynd þann vanda sem felst í þeirri hættu tiltekinna aðildarríkja, að þau verði gjaldþrota vel hugsanlega.

Þetta er engin smávegis viðurkenning.

"The third challenge derives from the paradoxical set-up of financial markets. Due to the interdependency of banking systems in the euro area, contagion risks are high. At the same time, Member States are individually responsible for banking supervision and potential bailouts. The nexus between national banks and national sovereigns has a self-enforcing effect with strong negative externalities on the rest of the currency union."

Nákvæmlega, til staðar er bankakreppa á evrusvæði sem að miklu leiti hefur orðið til fyrir tilverknað skuldakreppu aðildarríkjanna sjálfra, en á sama tíma víxlverkar vandi bankanna baka til þeirra sömu aðildarríkja - grefur undan tiltrú beggja og skuldastöðu viðkomandi ríkissjóðs.

Í reynd eru þeir ríkissjóðir og bankar, eins og tveir drukknandi menn sem hanga á sama plankanum. Vita báðir að þeir drukkna báðir samtímis, ef þeir haldast ekki á floti.

 

Skoðum síðan grein Þorsteins Pálssonar, hvernig umfjöllun hans gengisfellur mjög harkalega í samanburði!

Áfellisdómur Þorsteins á Samfylkingunni: "Forysta flokksins hefur á hinn bóginn algjörlega brugðist í því að standa í pólitískri sókn og vörn fyrir þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild."

Mér finnst áhugavert hvernig Þorsteinn ræðst að ríkisstjórninni, annarsvegar vegna þess að efnahagsstefnan með áframhaldandi höftum samrímist ekki aðild að evrunni en þar virðist Þorsteinn þó a.m.k. viðurkenna það augljósa að Ísland verður að losa höftin áður en af aðild getur orðið, og hinsvegar fyrir það að Samylkingin sé ekki að standa sig í stykkinu sem talsmenn aðildar.

Mér sýnist af Þorsteini, að hann telji því ríkari ástæðu að sækjast eftir aðild.

Eftir því sem efnahagskrísan í Evrópu versnar - sbr. orð hans þess efnis, að efnahagsvandi verði best leystur sameiginlega.

Svo hann gapir af forundran að því er virðist, að það skuli hugsanlega vera svo - að aðildarsinnum sé að svella móður, þegar vandinn á evrusvæði er svo herfilega slæmur orðinn sem hann er.

Þarna virðist Þorsteinn í reynd afhjúpa sjálfan sig, sem einn mesta harðlínumann Íslands í aðildarmálinu, en miðað við rök hans - getur í reynd ekkert sannfært hann um annað en að aðild sé málið.

Hann mun rökstyðja það, sama hve kreppan versnar mikið, og hann myndi einnig rökstyðja það ef hún væri allt í einu að leysast.

Einungis raunverulegt hrun myndi lækna hann af þessari "fixation"!

 

Áfellisdómur Þorsteins á stjórnarandstöðunni: "Nú líta þeir svo á að málið sé úr sögunni vegna efnahagsörðugleika sumra evruríkja. Skiljanlega hagnýta aðildarandstæðingar þær aðstæður til hræðsluáróðurs." - "Annað er að þeir sem segjast nota þessi rök í alvöru gegn aðild eru ekki samkvæmir sjálfum sér nema viðurkenna um leið að Ísland eigi aldrei að vera í skipulögðum félagsskap með þjóðum sem eiga á hættu að lenda í efnahagsörðugleikum." -"Talsmenn aðildarandstöðunnar eru því annað hvort einangrunarsinnar eða að nota þessar aðstæður í tímabundnum hræðsluáróðri. Hvorug skýringin er góð fyrir þá; en sú seinni þó skárri."

Varðandi tal Þorsteins um hræðsluáróður - vísa ég á greinina að ofan og tilvitnanir mínar úr henni, þá sem Jacques Delors og Helmut Schmidt mæla með, og róma.

Þarna afhjúpar Þorsteinn ofstækið í sjálfum sér. En meðan Jacques Delors og Helmut Schmidt viðurkenna vanda evrusvæðis eins og hann er, þ.e. í tilvistarkreppu, að það þurfi meiriháttar lagfæringar á uppsetningu evrusvæðis ef evran á að vera til frambúðar; þá talar Þorsteinn um hræðsluáróður.

Meðan afstaða Jacques Delors og Helmut Schmidt er sanngjörn og málefnaleg, er afstaða Þorsteins það klárt ekki. Þess vegna álykta ég - að þar afhjúpist ofstæki Þorsteins Pálssonar.

Vandi þeirra sem eru sjálfir fastir í ofstækisfullri sýn, er að sýn viðkomandi er þá vörpuð. Þeir draga undarlegar ályktanir, en finnst þær sanngjarnar. Meðan, að þeim finnst þeir sem ekki eru þeim sammála - tja, vera ofstækisfullir.

En það tal þeirra um ofstæki þeirra sem ekki eru aðildarsinnar, er náttúrulega það - að stara á flísina í auga náungans meðan þeir sjá ekki bjálkann í eigin.

En svart/hvít sýn sú sem Þorsteinn kemur fram með, þ.e. "einangrun" vs. aðild, er annað dæmi. Ég hef aldrei séð Þorstein eða nokkurn aðildarsinna skilgreina hvað þeir eiga við með einangrun. Það er eins og að sýn þeirra sé öll miðuð við Evrópu.

Eins og restin af heiminum sé sett á afskriftarreikning.

 

Umfjöllun Þorsteins um efnahagsmál: "Hagtölur sýna að Ísland er komið út úr þeirri kreppu sem nú skellur á sumum öðrum Evrópuþjóðum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við höfum lokað erlent fjármagn inni í landinu með höftum og ríkið gengur í lífeyri landsmanna á lægri vaxtakjörum en mögulegt er að fá á alþjóðlegum mörkuðum. En þetta er bara tímabundin ósjálfbær lausn."

Sko varðandi höftin, þá er það augljóslega rétt - að þau forðuðu frekara efnahagshruni sem orðið hefði, ef það fé sem fast er hérlendi hefði fengið að yfirgefa landið óáreitt.

Til samanburðar getum við horft á Írland, en tilraun írskra stjv. að tryggja allar eignir bankanna var tilraun til að stöðva fjármagnsflótta sem þá var hafinn frá írsku bönkunum, en síðan varð sá ekki stöðvaður - og bankarnir hrundu.

Grikkland stendur frammi fyrir sama vanda og nú Spánn, þ.e. að í galopnu peningakerfi er ekki unnt að stöðva peningaflótta. 

Þetta grefur undan ríkissjóðum viðkomandi landa, en þau bera ábyrgð á bönkum sem tilheyra eigin landi, og sú ábyrgð einmitt verður akkílesarhæll þegar óstöðvandi peningaflótti neyðir ríkissjóðina til að taka risastór björgunarlán, svo hruni banka verði forðað.

En hluti neyðarlána Grikklands er til endurfjármögnunar banka, og öll neyðarlán Spánar og Írlands - eru til að endurfjármagna banka sem eru við það að rúlla eða hafa rúllað vegna flótta innistæðna.

------------------------------

Ég tek undir að það má setja spurningu við sjálfbærni okkar ástands - - en sannarlega er ekki ástandið á evrusvæði skárra hvað sjálfbærni varðar.

Ef evrusvæði tekst ekki að stöðva þá stigmögnun peningaflótta sem hefur verið í gangi, getur farið svo að evran brotni upp - þ.e. að höft verði tekin upp af löndum til að stöðva þessa hingað til stjórnlausu þróun.

 

Spurning Þorsteins til sjálfstæðissinna: "Andstæðingar Evrópusambandsaðildar þurfa að svara hvernig þeir hyggjast tryggja pólitíska og efnahagslega hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma. Á að einangra landið? Ef ekki, hver er þá lausnin? Þögnin um þetta er dýpri en hljóðlaus málsvörn Samfylkingarinnar fyrir aðild."

Svarið við því er það, að það er einfaldlega ekki til neitt sem getur tryggt til lengri tíma framtíð þjóðar.

Það er fullkomin ímyndun að aðild sé slík trygging.

Það er einnig fullkomin ímyndun að slík trygging sé yfirleitt til nokkurs staðar.

Þorsteinn er að spyrja eftir því sem ekki er til, jafnvel verður aldrei.

En samkeppnishæfni sem dæmi er stöðugt á hreyfingu, því þjóðir eru stöðugt að keppa innbyrðis. Þjóð sem vegnar vel á einum áratug, getur vegnað ílla á þeim næsta, svo vegnað aftur vel; og öfugt. 

Ein ríkisstjórn getur sökkt þjóð með framkv. stórra mistaka í margra ára vanda, þetta er atriði sem aldrei verður unnt að útiloka.

Kall Þorsteins eftir öryggi - er því endaleysa. Því eitt er víst, að það eina sem öruggt er í heimi hér, er að lífið tekur enda. 

Lífsbaráttan er endalaus - þ.e. hún tekur aldrei enda, nema hjá hverjum og einum. En þjóðir hafa eða geta haft eilíft líf.

 

Niðurstaða

Þorsteinn Pálsson stendur engan samjöfnuð við Jacques Delors og Helmut Schmidt. Það er ljóst þegar umfjöllun Þorsteins Pálssonar annars vegar og hins vegar umfjöllun Jacques Delors og Helmut Schmidt er skoðuð, og borin saman.

Meðan þeir heiðursmenn vaxa, er Þorsteinn stöðugt að minnka.

Ákall hans eftir aðild, verður stöðugt aumkunarverðara - eftir því sem ástand mála versnar í Evrópu.

En málið með Evrusvæði er, að eini möguleikinn að það geti gengið upp. Er að mjög mikið verði gefið eftir hvað varðar rétt þjóða til að skulda. En sannast sagna er ákaflega margt líkt með Japan í kjölfar hrunsins síðla árs 1989 og Evrópu. En í Japan féll einnig risastór efnahagsbóla. Við tók mikill bankavandi og skuldavandi þjóðfélagsins sjálfs. Japanska ríkið leysti þau mál eftir bestu getu, með stöðugt aukinni skuldsetningu. Þannig forðaði japanska ríkið því að japanska hagkerfið myndi algerlega niðurbráðna.

Það er ekki samtímis unnt fyrir aðildarríki evrusvæðis að tryggja að ekki verði bankahrun, og svo í kjölfarið líklega endalok evrunnar; og skera niður skuldir sömu ríkissjóða.

Þau markmið að halda bönkunum á floti og að lækka skuldir ríkissjóða. Útiloka fullkomlega hvort annað.

Einfaldlega - verður annað hvort markmiðið að láta undan, að viðhalda evrunni eða að lágmarka skuldir. En fræðilega geta evruríki farið leið Japans, að halda bönkunum uppi og hagkerfinu með sívaxandi skuldsetningu.

Við tekur síðan japönsk kyrrstaða, ásamt neikvæðri fólksfjöldaþróun eins og í Japan - þetta er líklegasta útkoman, ef evran hefur það af. Japan hefur verið fast í þessu ástandi alla tíð síðan.

Evrópa yrði það líklega einnig - þ.e. föst í sameiginlegri skuldasúpu. Ef markmið þeirra sem vilja gera allt sameiginlegt, verða ofan á.

Þetta ástand er ekki eins og Þorsteinn segir það, skammtíma fyrirbæri. Heldur er það gersamlega fyrirsjáanleg þróun til langframa, að Evrópa verði ekki neitt tiltakanlega spennandi.

---------------------------------

Það eru til flr. leiðir: A)Prentunarleið, að prenta svo mikið af evrum að lífskjör og virði peninga eyðist upp samtímis, þar með virði skulda. B)Gjaldþrotaleið, þ.e. að nær flest aðildarríkin verði gjaldþrota, í leiðinni verði uppbrot evrunnar, við taki sjálfsstæðir gjaldmiðlar á ný.

Leið B) er eignlega óhákvæmileg, ef ekki tekst að brjótast út úr spennitreyjustefnu þeirri sem Angela Merkel hefur verið að setja aðildarríki evru undir, í gegnum svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála." En ég tel þann sáttmála í reynd gulltryggja endalok evrunnar, ef hann er ekki brotinn á bak aftur. 

 

Kv.


Ekki útlit fyrir tilslakanir gagnvart Grikklandi!

Gríska ríkisstjórnin vill fá meiri tíma til að standa við "skuldbindingar" Grikklands, sérstaklega að niðurskurði verði dreift á lengri tíma. En vandinn við þetta er, að þá þurfa aðildarríkin að láta Grikkland fá meiri peninga - mætti kalla það, "björgun 3." En enginn vilji virðist til þess að standa í slíku eina ferðina enn gagnvart Grikklandi, sérstaklega þegar Spánn er í vandræðum - kann að vera að miklum fjármunum þurfi að verja til að halda því landi á floti.

  • Vandinn er ekki síður, að ímsir telja nú - að rétt sé að láta Grikkland krassa, sem aðvörun til annarra landa innan evrusvæðis.
  • Svo má ekki gleyma heldur, að trúverðugleiki stjórnenda Grikklands er í algeru lágmarki, margir telja að það verði að halda svipunni hátt á lofti.
  • Svo vilja sumir meina, að tilslakanir gagnvart Grikklandi, væri það að umbuna slæma hegðun.

Það var alltaf fyrirframljóst - að það myndi vera á brattann að sækja fyrir grísk stjórnvöld, að fá fram nokkrar hinar minnstu tilslakanir.

Á sama tíma, virðist nú næsta öruggt - að Grikkland þ.e. grísk stjv. geta ekki fylgt fram hinni svokölluðu "björgunaráætlun."

Þetta segir eiginlega að - það geti verið að styttast í hið endanlega gríska krass.

Sjá Der Spiegel International: Germany Rejects Greek Plea for More Time

Skv. frétt þá hefur Spiegel heimildir fyrir því, að ekki komi til greina sbr. Spán, sem hefur fengið 1 árs frest, að veita nema í besta falli - greiðslufrest í nokkrar viðbótar vikur.

Það sé allt og sumt sem sé slakinn í áætluninni, sem fjármögnuð er skv. láni - frekari frestir krefðust því frekari fjármögnunar, sem enginn vilji sé fyrir.

"Greece has committed itself to saving an additional €11.5 billion ($14 billion) over the two-year period from 2013 to 2014, but is having difficulties coming up with ways to make further cuts in addition to the massive austerity measures it has already passed."

Sterkar líkur virðast um það, að fulltrúar svokallaðrar "þrenningar" (AGS, Seðlab.Evr., Björgunarsjóður evrusvæðis - í eigu og undir stjórn aðildarríkjanna) sem eru að skoða þessa dagana stöðu mála í Grikklandi, muni skila skýrslu þess efnis - að Grikkland sé ekki að standa sig.

Enda hefur nánast alger upplausn ríkt, tvær þingkosningar átt sér stað í sumar, því í reynd nánast ekkert gerst í um tvo mánuði.

En svokölluð björgunaráætlun, er með mjög þröngan tímaramma - og stífar kröfu uppi um mjög umtalsverðan viðbótar niðurskurð, þegar á þessu ári - niðurskurður sem ekki er búinn að eiga sér stað.

Ég er mjög skeptískur á að Grikkland endist mikið lengur.

En ég á mjög bágt með að trúa, að ríkisstjórn með minnihluta kjósenda að baki sér - geti farið í slíkar aðgerðir, þegar ástand mála er nú orðið svo hörmulegt sem það er, nú þegar.

En ljóst má vera, að kjósendur munu telja að flokkarnir hafi gengið á bak orða sinna, en þeir lofuðu að semja um það, að slakað yrði á gagnvart Grikklandi.

Í því ástandi sem rýkir, getur verið mjög grunnt núna - á alvarlega óeyrðir og aðra upplausn.

-------------------------------------

Líkur eru þó á því, að Grikkland verði ekki gjaldþrota þegar fyrir nk. mánaðamót, en lausn virðist vera að Grikkland gefi út skammtíma bréf þ.e. til 3 mánaða - til að greiða útborgun á skuld við Seðlabanka Evrópu, en sú stofnun hefur gefið út að hún mun ekki gefa nokkurn aflsátt.

Greece to sell 1.25 bln eur 3-month T-bills July 17

En það frestar bara greiðslunni um 3 mánuði. Svo kemur ofan á, krafan um harkalegan niðurskurð - sem Grikkland stendur enn frammi fyrir - > á að framkvæma STRAX.

Á sama tíma, var ríkisstjórn Grikklands búin að segja - að það muni ekki verða af þeim uppsögnum fj. ríkisstarfsm. sem einmitt er krafa um.

Ef hún bakkar með það loforð - sem hún gaf einungis fyrir nokkrum vikum, og önnur kosningaloforð - þá er hætt við sprengingu í samfélaginu.

 

Niðurstaða

Grikkland hefur heldur farið út úr fókus, vegna þess að nú er Spánn land sem mun meir munar um í vanda, þá allt í einu virðist Grikkland minna mikilvægt. Það hafa einnig verið raddir uppi þess efnis, að lofa Grikkjum að verða gjaldþrota.

En áhættan er sú, að ef Grikkland krassar úr evrunni - er rofið tapúið að upptaka evru sé ekki afturkallanleg.

En það hefur einmitt verið talið eitt af lykilatriðum að baki trúverðugleika evrunnar, að hún væri óafturkræf - þ.e. ekki unnt fyrir ríki að bakka til baka út úr henni síðar.

Ef það tabú er rofið, verður evran einfaldlega mjög niðurnjörvað gjaldmiðilssamstarf.

Þetta fordæmi getur því breitt í reynd öllu.

Því með því er þá nýtt fordæmi skapað, að það sé víst hægt að fara út. Og ef Grikkland fær áfram að vera í ESB, en ég sé ekki nokkra praktíska leið til að reka land þaðan sem ekki sjálf vill fara, þá er það fordæmi komið að lönd innan evru geti einfaldlega bakkað aftur út úr henni, og haldið samt fullri aðild að Evrópusambandinu.

Þannig, að í reynd ef mönnum er í reynd alvara með það, að vilja verjast hugsanlegri eða líklegri upplausn evrusvæðis, þá eiginlega má ekki skapa þetta fordæmi.

 

Kv.


Lánshæfi Ítalíu lækkað af Moody's!

Þetta er frétt sem kom fram sein í gærkveldi á vef Moody's og á vef Reuters fréttaveitunnar. En Moody's er búið að lækka lánshæfismat sitt á Ítalíu úr A3 í BAA2, eða skv. Moody's um tvö þrep. Skv. frétt Reuters er þetta tveim þrepum ofan við "rusl."

Italy’s government bond rating downgraded to Baa2 from A3, negative outlook maintained

UPDATE 2-Moody's downgrades Italy by two notcheswarns might cut further!

 

Moody's telur Ítalíu í hættu á niðurspíral! 

"The decision to downgrade Italy's rating reflects the following key factors:
  1. Italy is more likely to experience a further sharp increase in its funding costs or the loss of market access than at the time of our rating action five months ago due to increasingly fragile market confidence, contagion risk emanating from Greece and Spain and signs of an eroding non-domestic investor base. The risk of a Greek exit from the euro has risen, the Spanish banking system will experience greater credit losses than anticipated, and Spain's own funding challenges are greater than previously recognized. 
  2. Italy's near-term economic outlook has deteriorated, as manifest in both weaker growth and higher unemployment, which creates risk of failure to meet fiscal consolidation targets. Failure to meet fiscal targets in turn could weaken market confidence further, raising the risk of a sudden stop in market funding.  

"At the same time, Moody's notes that the sovereign's current Baa2 rating is supported by significant credit strengths relative to other euro area peripheral economies, including (1) maintenance of a primary surplus, (2) large and diverse economy that can act as an important shock absorber in the current crisis, and (3) substantial progress on the structural reforms which, if sustained in the coming years, could improve the country's competitiveness and growth potential over the medium-term."

Ég tek undir með starfsm. Moody's að Ítalía er lang sterkasta hagkerfið af evr. hagkerfum við Miðjarðarhaf, og Ítalía á mikið af mjög góðum samkeppnishæfum fyrirtækjum.

Ítalía á ímsa möguleika - lengra fram litið.

En hættan er fyrir hendi, að núverandi kringumstæður hratt versni og keyri landið í þrot.

Það ekki síst vegna, hratt versnandi efnahagsástands á Spáni - sem síst batnar nú þegar enn harkalegar á að skera þar niður.

Og nú er ljóst einnig, að Grikkland á ekki hina minnstu möguleika á að uppfylla skilirði svokallaðrar þrenningar þ.e. Seðlab. Evr. - AGS og björgunarsjóður evrusvæðis. 

 

Það er ekki síst ástandið í löndunum í kring sem skaðar Ítalíu! 

  • "Moody's believes that the normalisation of sovereign debt markets could take a number of years, with political event risk and the risk of sovereign defaults increasing as the crisis persists." 
  • "Moreover, events in Greece have deteriorated materially since the beginning of 2012, and the probability of a Greek exit from the euro area has materially increased in recent months."
  • "Likewise, an increased likelihood that Spain might require further external support against the backdrop of economic weakness and increased vulnerability to a sudden stop in funding."  
  • "In this environment, Italy's high debt levels and significant annual funding needs of €415 billion (25% of GDP) in 2012-13, as well as its diminished overseas investor base, generate increasing liquidity risk."

Ég sé enga ástæðu til að efast um það, að það sé rétt - að "normalísering" ástandsins, mun í besta falli taka mörg ár til viðbótar, Það sé ekki síst útlitið að það verði langvarandi - sem magnar hættu á ríkisþrotum. Þetta er besta útkoma, að krísan haldi áfram í mörg ár - síðan smám saman lagist ástandið.

En augljóst eru miklar og vaxandi líkur á því, að ástandið í staðinn verni áfram og ríkisþrot eigi sér stað mun fyrr. Eins og þeir benda á, hafa líkur á brotthvarfi Grikklands úr evru aukist á síðustu mánuðum. 

Hratt versnandi ástand mála á Spáni, er einnig mjög skaðlegt fyrir Ítalíu.

Miðað við það hver slæmt ástandið er í löndunum í kring, þá sé ekki unnt að útiloka að Ítalía lendi í greiðsluvanda. 

 

Svo er ástand efnahagsmála á Ítalíu - versnandi! 

  • "The second driver of today's rating action is the further deterioration in the Italian economy, which is contributing to fiscal slippage. Moody's is now expecting real GDP growth to contract by 2% in 2012, which will put further pressure on the country's ability to meet its fiscal targets, which were scaled back when the country published its Stability Programme in April. "
  • "Although its goal of achieving a structural budget balance in 2013 has not changed, the government now expects to achieve a nominal balanced budget in 2015, two years later than it expected when adopting a package of fiscal adjustment measures in December 2011." 
  • "More broadly, Moody's believes that Italy's fiscal goals will be challenging to achieve, particularly given the more adverse macroeconomic environment. " 

Ítalska hagkerfið að hluta til er að skaðast vegna ástandsins í nágrannalöndum, en einnig er Ítalía sjálf stödd inni í niðurskurða- og endurskipulagningar ferli. 

Moody's telur að í ljósi versnandi ástands í löndunum í kring, versnandi efnahagsástand á Ítalíu einnig; muni það vera erfið þrekþraun fyrir ítalska ríkið að ná útgjaldamarkmiðum sínum.

------------------------

Ég sé ekki ástæðu til að vera eins kurteis og starfsm. Moody's. Ég held að krystal klárt sé Ítalía í stórfelldri hættu, á að lenda í eigin niðurspíral. Eins og Spánn.

Þó líklega verði sá ekki endilega eins skelfilegur og á Spáni, þ.s. ástand mála á Ítalíu að mörgu leiti er mun skárra; þá flækir það málið hve ítalska ríkið skulda óskaplega mikið.

4 stærstu ríkisskuldir í heimi, ef miðað er við upphæðir. 

Vegna þess hve þær eru herfilega miklar fyrir - þá má Ítalía ekki við miklum efnahagssamdrætti.

Þegar ríki skuldar 120% þegar, þá spíralar skuldahlutfallið miðað við landsframleiðslu mjög hratt upp, ef efnahagssamdráttur á sér stað. 

 

Almenningur á Ítalíu er orðinn þreittur á kreppunni! 

  • "The negative outlook reflects our view that risks to implementing these reforms remain substantial. Adding to them is the deteriorating macroeconomic environment, which increases austerity and reform fatigue among the population. The political climate, particularly as the Spring 2013 elections draw near, is also a source of implementation risk. "
Þreitu og vaxandi óþols vegna niðurskurðar aðgerða núverandi ríkisstjórnar, sem beitt er ofan í versnandi efnahagsástand, hefur verið að gæta í hratt vaxandi mæli undanfarið á Ítalíu.
 
Berlusconi formaður stærsta stjórnmálaflokksins á þingi "Forca Italia" lýsti því nýlega yfir, að Ítalía ætti að draga sig út úr evrunni, sem allra fyrst.
 
Töluvert líklegt er að Berlusconi muni gera þetta að sínu kosningamáli.
 
Það má vel vera, að honum takist að endurnýgja umboð sitt hjá ítölskum kjósendum, það hafi í reynd verið snjall leikur hjá honum, að fara frá - og láta Mario Monti taka sviðsljósið um hríð.
 
Ég er ekki alveg klár á því hvenær kosningar eiga að fara fram, en þ.e. einhverntíma á næstu mánuðum.
 
 
Niðurstaða
Enn eitt áfallið fyrir evrusvæði, ofan á langa röð áfalla. Moody's hefur fellt lánshæfi Ítalíu. Nú er ástand mála svo, að Spánn er einu þrepi ofan við rusl en Ítalía tveimur. Bæði lönd eru metin á "neikvæðum" horfum. Sem þíðir skv. reglum fyrirtækisins, að jafnar líkur séu á því að matið verði fellt frekar næstu 6 mánuði. En, það á við um venjulegt ástand.
 
Ástandið nú er allt annað en venjulegt. Við getum því séð bæði Ítalíu og Spán lenda í rusli, einhverntíma um næsta haust. Jafnvel fyrr.
 
 
Kv. 

Mariano Rajoy framkvæmir skipanir veitenda neyðarláns um niðurskurð!

Eins og fram kom í helstu fjölmiðlum heims á miðvikudag, hefur forsætisáðherra Spánar kynnt um viðbótar niðurskurðar-aðgerðir, ofan í þær sem hann hafði áður ákveðið að innleiða snemma á árinu. En það þarf einmitt að muna, að Rajoy var þegar farinn að beita hörku. Fyrri aðgerðir fólu einmitt í sér skerðingar á tekjum ríkisstarfsmanna, niðurskurð hjá ráðuneytum, og hækkanir skatta. Nú heggur Rajoy aftur í sama knérunn, þ.e. frekari skerðingar tekna opinberra starfsmanna, auk þess að skattar eru hækkaðir enn frekar. Þetta kemur ofan í ástand þ.s. vaxandi kreppa rýkir.

  • "Mr Rajoy said VAT will rise from 18pc to 21pc – though a 4pc rate will remain for food"
  • "Unemployment benefits will be cut."
  • "Interest on mortgages will no longer be tax deductable."
  • "Public employees will lose their Christmas bonus – a de facto pay cut – and will have to work longer..."
  • "Fiscal tightening will amount to 2.7pc of GDP this year, 2.5pc next and 1.9pc in 2014 in the midst of a deep slump without monetary stimulus or devaluation to cushion the blow."

Það er mjög umdeit hagfræðilega - hvað skal gera í aðstæðum sem þessum. En ég er sammála þeim sem lýsa kreppuástandinu á Spáni sem "balance sheet depression."

En það vísar til þess, að um er að ræða meir skuldakreppu hagkerfisins - en ríkisins sjálfs.

Þ.e. að kreppan í hagkerfinu, skapar vanda ríkissjóðs - ekki öfugt.

Vandinn er, að þær aðgerðir sem Spánn er þvingaður til að beita - miða út frá þeirri hugsun, að vandi Spánar sé ríkisútgjalda-legs eðlis, því rétt greining að skera niður útgjöld og hækka skatta.

Þarna greina menn á um - hver grunn vandinn er.

En þ.e. algerlega ljós í mínum huga, að í ástandi því sem ríkir á Spáni, er mjög neikvætt eða rangt að beita þeim úrræðum sem verið er að þvinga upp á Spán.

Spain bows to EU ultimatum with drastic cuts

Spain Piles On Austerity Measures

EU Leaders Fail to Convince

Spain steps up austerity amid protests

Debate rages over benefits of fiscal austerity

 

Það sem þarf að hafa í huga - er að úrræði þurfa að taka mið af því samhengi sem rýkir!

  • Ef ríkissjóður er skuldsettur t.d. eftir sukk einhver ár á undan.
  • Og ef á sama tíma, þ.e. ekki til staðar útbreiddur skuldavandi meðal almennings.
  • Og að auki, ef atvinnulíf er ekki heldur mjög verulega skuldsett.

Þá er algerlega sjálfsagt að beita þeim úrræðum, að einfaldlega skera niður.

En segjum, í ástandi þ.s. þjóðfélagið eða hagkerfið sjálft er lítt skuldsett, en annað á við um ríkið.

Þá er tiltölulega lítið mál fyrir aðila innan hagkerfisins, að stíga inn í myndina - þegar ríkið stígur til baka.

Þá er auðvelt að einkavæða, því nægt svigrúm er til staðar hjá atvinnulífinu að taka yfir.

Almenningur almennt séð lendir ekki í alvarlegum vanda við slíkar aðstæður, þó tekjur lækki tímabundið.

Við slíkar aðstæður, þá verða engin sérstök vandamál af því, að ríkir sker niður - getur meira að segja skilað meiri skilvirkni, ef atvinnulíf með hröðum hætti tekur við einhverri þeirri starfsemi sem ríkið áður ástundaði.

 

Hvaða ástand aftur á móti rýkir á Spáni?

  1. Það var húsnæðisbóla á Spáni alveg eins og á Írlandi og Íslandi, sem sprakk með látum. Alveg eins og hérlendis, og á Írlandi. Fylgdi þessu gríðarleg aukning skuldsetningar almennings. Og þegar nú tekjur skreppa saman - þá skapast erfið víxlverkan milli lána og launa, sem skilar hratt vaxandi skuldavandræðum hjá almenningi. Sem að sjálfsögðu, hefur mjög neikvæð áhrif á neyslu - sem er í miklum samdrætti, og vaxandi. En í svona stóru landi, skiptir neysla mjög miklu máli, er hátt hlutfall veltu sjálfs hagkerfisins. Frekari samdráttur neyslu - er því bein tilvísun á frekari hagkerfissamdrátt, og enn frekari aukningu atvinnuleysis, vegna tapaðra starfa meðal þjónustufyrirtækja.
  2. Alveg eins og á Íslandi og Írlandi, var einnig mjög mikil fjárfestingarbóla meðal atvinnulífs, skilst mér að skuldir þess séu mun meiri en skuldir ríkisins þ.e. e-h yfir tveim þjóðarframleiðslum, meðal skuldir almennings eru rúml. þjóðarframleiðslan. Samanlagt skuldir almennings og fyrirtækja, rúmar 3 þjóðarframleiðslur. Meðan ríkið sjálft skulda milli 80-90%.
  • Það er því alveg klárt að meginvandinn - er skuldavandi sjálfstæðra aðila innan hagkerfisins, sem og einstaklinga.
  • Bæði almenningur og fyrirtæki, fyrir utan þau sem eru í útflutningsstarfsemi, eru að draga sig saman - spara sem mest, að leitast við að greiða niður skuldir.

Við þessar aðstæður er alveg klárt, að atvinnulíf getur ekki komið inn á móti, er ríkið dregur sig til baka.

Almenningur sem sjálfur er í vanda, er ekki heldur fær um það.

Þannig að í reynd er ríkið að umtalsverður leiti halda hagkerfinu uppi - með hallarekstri sínum.

Með því að eyða umfram - meðan aðrir eru að spara.

Ég get með engu móti séð aðra útkomu en þá, að ef ríkið við þessar aðstæður - framkvæmir samtímis harðan niðurskurð, sem og hækkar neysluskatta, dregur enn frekar úr kaupum á þjónustu af einkaaðilum; þá muni óhjákvæmilega hagkerfis samdrátturinn magnast upp enn frekar.

Það sem verður að muna, að ef hagkerfið skreppur saman - þá hækkar skuldir ríkisins sem hlutfall þjóðarframleiðslu, því hún minnkar en skuldirnar ekki.

80% skuldir við 10% minnkun þjóðarframleiðslu, verða þá að kringum 100% skuld.

Að ranglega greina vanda Spánar - og neyða upp á Spán aðgerðum, sem í reynd henta við vanda af annars konar tagi, getur skapað mjög alvarlegt vandræða ástand.

Mér lýst virkilega ílla á þetta!

 

Niðurstaða

Því miður virðast "útgjalda haukar" ráða of mikli innan stofnana ESB, og einnig tiltekinna meðlimaríkja sem hafa yfir peningunum að ráða. Útgjalda haukar einmitt einblína á ríkisútgjöld, og telja að hagstjórn snúist nánast um ekkert annað en að passa upp á útgjalda- og skuldastöðu ríkisins sjálfs.

En við tilteknar aðstæður eins og þær sem rýkja núna, og einnig rýktu síðast í kjölfar "the roaring tventies" þá getur grunnafstaða útgjaldahauka leitt til mjög varasamrar þróunar.

Þetta sáum við í Þýskalandi, sem á 4. áratugnum var í mjög líku ástandi og Spánn, ríkisstjórn Þýskalands 1930-1932 beitti gríðarlega harkalegum niðurskurði. 

Ekki mjög ósvipað því sem nú er verið að þvinga Spánn til.

Afleiðing var kosningasigur nasista 1932, og valdataka árið eftir.

Síðan gripu nasistar til aðgerða sem útrýmdu að miklu leiti atvinnuleysinu, sem þá var í Þýskalandi rúmlega 30% - þ.e. með hervæðingu.

Þ.e. einmitt hættan, að sá niðurspírall sem Spánn er nú þvingaður inn í, muni keyra Spán inn í mjög þjóðfélagslega hættulegt ástand. 

---------------------------------

Tek fram þó, að ég er ekki að leggja til að spænska ríkið auki útgjöld - fari í "stimulu."

Eingöngu það, að það bíði með niðurskurð - meðan sjálfstæðir aðilar innan hagkerfisins eru enn ekki búnir að klára sinn.

En um leið og sjálfstæðir aðilar og einstaklingar, hafa náð eitthvað aðeins að laga sína stöðu, farið að örla á aukningu umsvifa þeirra - þá getur ríkið farið að minnka við sig.

Ekki fyrr! Ekki eins og málum er háttað á Spáni!

 

Kv.


Spánn kominn í björgunarprógramm!

Þó svo að ríkisstjórn Spánar leitist við að gera sem minnst úr þeim skilyrðum sem Spánn þarf að undirgangast, þá virðist ljóst af framkomnum fréttum erlendra fjölmiðla. Að Spánn er að undirgangast umtalsverða "fullveldis-skerðingu" sem sjálfsagt á að vera tímabundin. Að auki, virðist pakkanum fylgja krafa um viðbótar aðhaldsaðgerðir spænska ríkisins - þó svo að á sama tíma sé samþykkt að Spánn fái til 2014 í stað 2013, til að ná markmiðum um ríkishalla. En ekki síst, mun Spánn vera settur undir ársfjórðunglega skoðun og mat þeirra aðila sem veita lánin.

Þá er lítill munurinn orðinn á þessari björgun Spánar og þeim hinum!

Spain must produce two-year reform blueprint to get eurozone money

Spain pressed to inflict losses on savers

Eurozone draws up Spanish aid blueprint

A Euro-Zone Strategy Shift

Spain vows to use bank bailout for deep clean-up

EU gives Spain more time on deficit, sets bank aid

 

Þá eru 4 aðildarríki evrusvæðis komin í björgun, það fimmta á leiðinni!

Það fimmta er Kýpur, en skv. niðurstöðu fundar fjármálaráðherra aðildarríkja evrusvæðis, sé ég ekki betur en að, túlka verði mál svo - að Spánn sé kominn í björgun.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, mun spænska ríkið veita móttöku 30ma.€ greiðslu fyrir nk. mánaðamót - en skv. neðangreindu á spænska ríkið að koma fram með mótaða efnahagsáætlun þ.s. fram kemur í ítarlegum skrefum hvernig spænska ríkið ætlar að uppfylla markmiðið um ríkishalla árið 2014. 

Mig grunar að sú áætlun muni þurfa að fá samþykki utanaðkomandi aðila, til þess að 30ma.€ greiðslan raunverulega fáist.

Síðan á innan næstu tveggja mánaða að ljúka uppgjöri á spænsku bönkunum, ásamt svokölluðum "stressprófum."

Mun Spænska ríkið hafa stofnanir ESB andandi niður hálsmálið á sér, þegar það ferli er í gangi - og munu þeir aðilar þurfa að kvitta fyrir þau uppgjör og niðurstöður, svo næsta greiðsla fáist í reynd "greidd."

Síðan kemur fram, að spænska ríkið neyddist til að undirgangast ársfjórðungslegt eftirlit með starfsáætlun ríkisstjórnarinnar, eins og í tilviki Írlands og Portúgals.

Ekki virðist enn frágengið hvort eða hvernig, ábyrgð af lánveitingunni verði færð af spænska ríkinu, yfir á sameiginlega sjóði, né hver mun akkúrat bera ábyrgð á því tapi sem kann að verða.

En spænska ríkið virðist þó hafa náð einu fram - að það sleppur við það, að bókhald sjálfs spænska ríkisins sé undir utanaðkomandi eftirliti - en má velta fyrir sér hve lengi Adam mun vera í þeirri paradís!

  1. "The Spanish government has until the end of the month to produce a persuasive two-year blueprint of structural reforms in order to qualify for a €100bn (£79bn) eurozone rescue of its distressed banking sector." - ""Spanish authorities should present by end-July a multi-annual budgetary plan for 2013-14, which fully specifies the structural measures that are necessary to achieve the correction of the excessive deficit," the draft states."
  2. "The conditions imposed will also see a transfer of supervisory power from the Bank of Spain to the European Commission, IMF and European Central Bank, with the Spanish central bank required to provide them with regular updates on the liquidity of bailed out banks, and asked to launch a review of its own supervisory procedures."
  3. "The rescue loans, conditional on reforms by specific banks and Spain’s broader financial sector, will include quarterly monitoring missions by officials from the European Commission, European Central Bank, and International Monetary Fund, Mr Rehn said. But these reviews will not cover Spain’s sovereign books as they have in other eurozone bailouts."
  • "The draft agreement fails to specify what rate will be charged for the eurozone loans and also makes no mention of the key point that emerged at the Brussels meeting – who might be liable for eventual losses from the injection of eurozone bailout capital into Spanish banks."
  • "Mr Rehn reiterated that bailout loans from the new eurozone rescue fund, the European Stability Mechanism, will eventually be injected directly into Spanish banks, allowing Madrid to take the bank liability off its national books...But Wolfgang Schäuble, the German finance minister, said on Tuesday morning that no formal decision had been taken on how that would work and left open the possibility that Spain could still be asked to guarantee the ESM against losses if the bailed-out banks defaulted on their rescue loans."

Það er auðvitað mjög stórt atriði - hvort spænska ríkið verður endanlega ábyrgt eða ekki!

Það virðist vera uppi mjög mikil tregða, hjá t.d. Þýskalandi, að veita samþykki sitt fyrir því, að þýskir skattgreiðendur verði látnir taka tjón á sig - vegna spænskra banka.

Og sú tregða er ekki bara innan Þýskalands - en fjármálaráðherra finna heimtar "veð" eða með öðrum orðum, sérstakt skjól fyrir finnska skattgreiðendur. Annars muni finnar ekki skrifa upp á nokkurn hlut.

Þetta atriði á að útkljá á næstu mánuðum!

Skv. samkomulagi, á ábyrgð spænska ríkisins að færast af lánveitingunni - þegar embætti sameiginlegs bankaeftirlits, sem á að staðsetja innan Seðlabanka Evrópu, hefur verið formlega stofnað.

En eftir fundahöld undanfarinna daga liggur nú fyrir að ekki getur orðið af því á þessu ári, það verður því áhugavert að fylgjast með umræðunni um þau mál.

En einungis ef markaðir raunverulega trúa því, að af því verði - að þessi ábyrgð verði tekin af spænska ríkinu, munu markaðir hætta að taka tillit til þeirra auknu skuldar.

Að sama skapi, að ef deilur halda áfram - sem virðist mjög líklegt - þá auðvitað mun markaðurinn líta á neyðarlánið sem skuld spænska ríkisins, og sú skuldahækkun mun þá gera lánskjör spænska ríkisins "enn verri."

 

Niðurstaða

Þá eru; Grikkland, Írland, Portúgal og Spánn - komin í björgun. Kýpur er vitað, að er rétt handan við hornið. 

Skv. samkomulaginu hefur spænska ríkið neyðst til að gefa töluvert eftir af sjálfstæði Spánar, þó svo til standi að það sé einungis tímabundin viðbótar tilfærsla sjálfstæðis Spánar til stofnana ESB.

Þar sem deilur um málið eru líklegar til að halda áfram næstu mánuði - og vera að auki lítt spennandi - hugsa ég að fókus muni færast yfir á spænsk efnahagsmál.

En skv. samkomulaginu á spænska ríkið að koma fram með trúverðuga efnahagsáætlun fram til ársloka 2014, fyrir nk. mánaðamót. Svo ég reikna með að starfsm. ráðuneyta spænska ríkisins verðir mjög önnum kafni næstu dagana.

Treysta má því fullkomlega, að þeirri áætlun muni fylgja viðbótar niðurskurðaraðgerðir.

Spánn er kominn með beisli og axlabönd - þó svo að enn sem komið er sleppi ríkisstjórn Spánar við það, að þurfa að heimila fulltrúum stofnana ESB að hnýsast í bókhald spænska ríkisins sjálfs.

En spænska hagkerfið er komið í svokallaðan "dauða spíral."

Við höfum séð slíkann áður í Grikklandi.

Viðbótar niðurskurður hefur alltaf framkallað enn frekari samdrátt á Grikklandi - og það mun örugglega einnig gerast í tilviki Spánar.

Því má líklega einnig treysta, að Spánn muni eftir ársfjórðungsleg uppgjör - standa frammi fyrir nýjum kröfum um niðurskurð, því eins og í Grikklandi muni sífellt hraðari niðursveifla hagkerfisins íta markmiðum um ríkishalla lengra í burt. Það muni þá í hvert sinn, alveg eins og í tilviki Grikklands, framkalla kröfur um enn frekara niðurskurð.

Mig grunar sterklega að Spánn verði kominn með í kringum 30% atvinnuleysi jafnvel á fyrstu mánuðum nk. árs. - þá mun enn ekki vera búið að færa lánin af spænska ríkinu.

Eftir því sem hagkerfinu elnar sóttin, mun sífellt meir þurfa að dæla af fé í spænsku bankana, þannig að sífellt meir af lánum muni þurfa að koma til.

Ef Spánn verður ekki "hruninn" í millitíðinni með einhverjum öðrum hætti, munu mál á Spáni líta virkilega mjög ílla út snemma á nk. ári.

 

Kv.


Verður lokahálmstráið, að gera tilraun til að stofna nýtt ESB utan um evruna?

Þegar ég skrifa þetta aðfaranótt þriðjudags, þá liggur fyrir að fundur fjármálaráðherra evrusvæðis endaði án nokkurs sjáanlegs árangurs - fyrir utan að fyrir virðist liggja samþykki flestra þeirra fyrir því, að Spánn fái til 2014 að lækka ríkissjóðs halla í 3% - í stað árið 2013 sem er skipunin sem almennt gildir, og önnur aðildarríki þau sem undirritað hafa "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar segjast ætla að standa við.

Spain given extra time to cut deficit

Spanish bailout talk returns as bond yields leap

Euro Zone to Ease Budget Demand on Spain

ECB pledges action as southern Europe buckles

Fjármálaráðherrarnir ætla aftur að funda á þriðjudag 10. júlí, en þá skal gerð atlaga að því að ná fram samkomulagi sem ekki tókst að ljúka, þ.s. formlega er gengið frá því að Spánn fái til 2014.

Svo fundurinn á mánudag, gat ekki einu sinni gengið frá þessu atriði.

Öll önnur mál virðast í háa lofti - og samkomulagið frá föstudeginum vikuna á undan, reddingin sem átti að halda Spáni á floti - - er greinilega hrunið. Verður líklega ekki bjargað úr þessu.

 

Skýrar vísbendingar um aukna paník á mörkuðum komu því fram!

Allt í einu hefur vaxtakrafan á ríkisbréfum Frakklands hrunið - þetta hefur verið að gerast sl. tvær til þrjár vikur.

En talið er að, þetta beri merki að flóðbylgja flótta-fjármagns frá Spáni til Frakklands sé hafin, og þeir sem séu að færa peninga til Frakklands, telji sig vera komnir í hlutfallslegt öryggi.

En í núverandi ástandi, er "öryggi" mjög afstætt hugstak.

Franska ríkið seldi bréf á mánudag, og þau fóru á verði sem hingað til hefur bara sést á þýskum ríkisbréfum - að vaxtakrafan falli svona skyndilega fyrir Frakkland, sýnist mér sýna að paník stigið er komið á nýtt og óþekkt stig.

France sells treasuries at negative yield : "The weighed average yield of the six-month bills was minus 0.006 per cent...The three-month bills were sold at a negative 0.005 yield and the one-year bills returned 0.0013 per cent."

  1. Eins árs bréf fóru á -0,0013%.
  2. 6 mánaða bréf fóru á -0,006%.
  3. 3 mánaða bréf fóru á -0,005%.

Svo þessir fjármagnseigendur sem eru að flýja inn í hlutfallslega öruggara Frakkland, eru til í að borga fyrir þau herlegheit, að eiga frönsk skammtímabréf.

"Germany paid an average yield of -0.0344pc to get an auction of six-month debt away this morning. This compares with a yield of 0.007pc at a similar auction in June.

In January, it sold six month debt at an average yield of -0.00122pc."

Svo þýsk ríkisbréf eru einnig komin dýpra inn í neikvæða vexti, og takið eftir, þeir eru hærra neikvæðir en í janúar. Svo það staðfestist aftur, að vaxtakrafan fyrir þýsk bréf sýnir einnig hærra óttastig fjárfesta.

Að þeir séu tilbúnir að greiða þýska ríkinu enn meir fyrir að fá að eiga þess skuldir.

-------------------------------

Svo fór vaxtakrafan fyrir 10 ára spönsk ríkisbréf, aftur í rétt rúmlega 7%.

Ítölsk 10 ára eru í rétt rúml. 6%.

 

Ræða Mario Draghi var skemmtilega hysterísk!

Introductory Statement by Mario Draghi, President of the ECB, Brussels, 9 July 2012

Hann útlistar mjög fegraða mynd af stöðu mála finnst mér, hvað varðar stöðu ríkja annars vegar í björgunarprógrammi og hins vegar stöðu Spánar og Ítalíu.

Eins og hann setur þetta fram, sé það trygging fyrir því að löndin nái að snúa til baka til hagvaxtar, að innleiða af krafti - allan þann niðurskurð og launalækkanir sem þeim ber að innleiða skv. aðgerðaáætlun.

Hann setur mál sitt fram að því er virðist með sannfæringarkrafti, að ef prógramminu er fylgt út í æsar, þá komi hluti til með að lagast.

"Since financial assistance can only be temporary, the quality of the reforms and their implementation are absolutely essential. It is this quality that ultimately determines the success of a programme."

Hann getur ekki sagt það skýrar - árangurinn snýst um gæði innleiðingarinnar.

Þetta er þ.s. maður er ítrekað búinn að sjá sbr. gríska prógrammið, að skýringin er alltaf - að ekki sé nóg að gert. 

Ef hlutir ganga ekki nægilega vel, er ekki verið að skera nægilega ákveðið niður.

---------------------------------

"The design and monitoring of programmes in the euro area is done jointly by the European Commission, the ECB and the IMF. The ECB provides input through its expertise, not least with respect to the financial sector but also with regard to country surveillance. Our experience with this set-up has been very good, and the cooperation with the Commission and the IMF has been excellent."

Ég held að einhverjir séu ósammála hans lýsingu á þeirri aðferð, sem fylgt hefur verið þ.e. "björgun."

-----------------------------------

"A critical success factor is ownership of the programmes by governments, parliaments and ultimately the citizens of the countries concerned. An essential precondition for ownership is that policy-makers communicate clearly about the economic rationale for adjustment..."This process has started. Increasingly, national policy-makers make the case for reform strongly. They point to past developments in explaining the background of adjustment and now highlight the many beneficial elements of reforms."

Ríkisstjórnirnar eiga sem sagt, að tala við fólkið af sannfæringarkrafti, segja því að ef farið er eftir áætlun hinna vitru spekinga, muni hlutir einhverntíma verða betri.

Ég velti fyrir mér, hve vel sá boðskapur mun ganga í spánverja á nk. ári, þegar atvinnuleysi verður sennilega að nálgast 30%?

----------------------------------- 

Áhugaverðasti hlutinn, er sennilega þar sem hann útlistar - hvað þarf til að evran lifi af!

  • In my view, the core of the report submitted by President Van Rompuy is the identification of four building blocks:
  1. "First, a financial market union that elevates responsibility for supervision of banks to the euro area level."
  2. "Second, a fiscal union that reinforces oversight of budgetary policies at the euro area level and also provides some fiscal capacity to support the functioning of the currency area."
  3. "Third, an economic union with sufficient mechanisms to ensure that countries can achieve sustained prosperity without excessive imbalances."
  4. "And finally a political union that strengthens the legitimacy of EMU among euro area citizens and deepens its political foundations."
  • "In my view, three issues deserve particular attention:"
  1. "First, we need to move towards a further sharing of sovereignty in the fiscal, financial and economic domains. There can be no shortcuts in establishing a sound and stable EMU."
  2. "Second, EMU is an integral part of the Treaty. This calls on all relevant bodies and actors to engage constructively on improving its functioning, not only at Union but also at national level. To call for an impeccable application of the Treaty and at the same time refuse closer union mentioned in Article 1 of the Treaty is inconsistent, to say the least."
  3. "Third, we need to accompany deeper euro area integration with significant progress on democratic legitimacy and accountability. There is no doubt that you and your colleagues – the members of the European Parliament, the directly elected representatives of the citizens of Europe – will continue to play a central role in the steps towards political union."


Það er í reynd ekkert nýtt í ræðu Draghi, þetta er allt áður komið fram. Varðandi þau skref sem hann talar um, þá hafa t.d. pólitíkusar bæði hægra og vinstrameginn í Hollandi, sagt algerlega á móti frekari eftirgjöf fullveldis.

Ákveðin andstaða hefur komið fram í Þýskalandi, við það að gefa eftir yfirumsjón þýskra banka til sameiginlegra stofnana, og þýskir stjórnmálamenn taka ekki í mál - að leggja eigin skattgreiðendur að veði á móti bankakerfum hinna landanna.

Það er nefnilega málið, að þ.s. er að gerast sl. daga er, að andstaðan hefur verið að gjósa upp á yfirborðið við hvert þessara markmiða sem hann nefnir.

Og þau eru þess eðlis, að þau geta ekki náð fram innan samhengis núverandi sáttmála, nema að allir samþykki.

Fullkomlega virðist augljóst - að það getur ekki náðst fram.

Þá er einungis eftir einn fræðilegur möguleiki, að búa til nýjan sáttmála, nýtt samband - sjóða saman sáttmála með þeim löndum sem raunverulega eru til í að taka öll þessi skef.

Það gæti verið loka atlagan að því að bjarga evrunni, að reyna að búa í reynd til nýtt samband utan um hana.

 

Niðurstaða

Það er ljóst að spennandi tímar eru uppi. Mario Draghi kemur fram eins og einhverskonar æðsti páfi, flytur boðskap sinn til þeirra sem vilja trúa. En mig grunar að í stað þess að róa markaðinn.

Sannfæri ræða hans markaðinn enn frekar um það, að mál séu á leið til andskotans.

Því öflug andstaða er nú komin fram við hvert eitt og einasta þeirra atriða, sem Draghi tók fram að væru nauðsynleg.

Meira að segja Þýskaland vill ekki gefa suma af þeim mikilvægu þáttum eftir.

Fræðilega er unnt að búa til nýtt ESB, þá með færri ríkjum. Þá nýr sáttmáli með öllu því sem hann er að tala um.

En sá myndi líklega ekki innihalda nein af meðlimaríkjum við Miðjarðarhaf.

 

Kv.


Er ekki til betri leið en að setja upp bláar sorptunnur hjá okkur öllum?

Mér lýst eiginlega ekki á þá hugmynd, þó hún hafi ótal erlendar fyrirmyndir, að krefjast þess að Reykvíkingar flokki pappír í sérstakar tunnur fyrir utan hjá sér, sem þýðir að fjölga þarf tunnum. Ég á ekki einungis við að víða er ekki endilega pláss fyrir aðra tunnu. Heldur, að þó svo þessi leið hafi verið farin í miklum fjölda borga í Evrópu, þá tel ég vera til staðar önnur og mun snjallari aðferð.

Sjá tilkynningu á vef borgarinnar: Meira val í endurvinnslu hjá Reykjavíkurborg

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/blar_sorptunna.jpg

Hvað legg ég til í staðinn?

Bendi á að kostnaður hlýtur að vera umtalsverður, þó nefndur sé meintur sparnaður - þá kostar að kaupa allar þessar tunnur, síðan mun vera lagður kostnaður og óþægindi á almenning, við það að gera þær breytingar sem þarf svo flr. tunnum sé viðkomið þ.s. ekki er gert ráð fyrir plássi fyrir flr.

Svo er það viðurlögin sem krefjast eftirlits - ekki bara með sorptunnum almennings, heldur með sorpmeðferð í sorptílát borgarinnar víða dreif um borgarlandið.

Ég legg til að sleppa öllu þessu dæmi:

  1. Engar bláar tunnur.
  2. Engin sorplögga.
  3. Ekkert nýtt eftirlit með viðurlögum.
  4. Umtalsverður sparnaður fyrir almenning.
  • Setjum skilagjald á pappír!

Að hafa skilagjald á gosdósum og öðrum endurnýtanlegum drykkjarílátum hefur virkað mjög - mjög vel, og fjöldi fólks hefur tekjur af því að tína þær úr sorpílátum borgarinnar.

Og að auki, almenningur og fyrirtæki sjá sér hag af því, að safna slíkum ílátum og mæta með á söfnunarstað.

Það sama er mjög vel unnt að gera fyrir pappír.

Að setja á hann skilagjald - en líklega væri hentugast að borga skv. kílóverði.

  1. Í stað þess að skapa óþægindi og kostnað fyrir almenning, setja upp dýrt eftirlitskerfi á vegum borgarinnar.
  2. Er skapað sambærilegt umhverfi og rýkir um gosdrykkjarílát, þ.s. fjöldi sjálfstæðra aðila sér hag í því, að safna og mæta með þ.s. safnað hefur verið á söfnunarstað, gegn greiðslu.
  • Það er ekki nokkur minnsta ástæða að ætla að þetta fyrirkomulag myndi ekki virka eins vel.
  • Eftirlit, boð og bönn verða óþörf; því það mun stórfellt minnka eins og á við um gosílát að þeim sé hent; þó eitthvað verði um það.
  • En þá í staðinn, má reikna með því að þeir sem safna úr sorptunnum borgarinnar, fari þá einnig að hirða úr þeim pappír.


Niðurstaða

Ég held að borgarfulltrúar séu örlítið að vaða blint í að fylgja erlendu fordæmi, án þess að íhuga hvort ekki sé til betri leið. En fjölgun sorptunna er alls staðar þ.s. þeirri aðferð er beitt - umdeild. Þó sannarlega njóti sú leið víða hvar umtalsverðs samþykkis íbúa á móti. Þá sýnist mér líklegt að þetta sé bara fyrsta skrefið. Næst verði bætt við brúnni síðan kannski bleikri. Í sumum borgum í Evr. eru menn jafnvel með 3-5 tunnur.

Í staðinn tel ég mun heppilegra að setja skilagjald á pappír.

Hann hækkar þá eðlilega eitthvað í verði - þ.e. skilagjaldið verður hluti af kaupverði á pappír hverju sinni alveg eins og á við um þegar fólk kaupir sér gos.

En skilagjaldsaðferðin hefur reynst vel - sannarlega er ekki hirt 100%, en hlutfallið hérlendis hefur verið harla gott, og ég sé ekki ástæðu til annars en að fólk myndi sjá sér hag í því, að safna pappír og mæta með og fá pening í staðinn; eins og reynslan hefur verið með hirðu gosíláta.

Þetta fyrirkomulag er einnig miklu mun minna íþyngjandi fyrir almenning.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband