Spánn kominn í björgunarprógramm!

Þó svo að ríkisstjórn Spánar leitist við að gera sem minnst úr þeim skilyrðum sem Spánn þarf að undirgangast, þá virðist ljóst af framkomnum fréttum erlendra fjölmiðla. Að Spánn er að undirgangast umtalsverða "fullveldis-skerðingu" sem sjálfsagt á að vera tímabundin. Að auki, virðist pakkanum fylgja krafa um viðbótar aðhaldsaðgerðir spænska ríkisins - þó svo að á sama tíma sé samþykkt að Spánn fái til 2014 í stað 2013, til að ná markmiðum um ríkishalla. En ekki síst, mun Spánn vera settur undir ársfjórðunglega skoðun og mat þeirra aðila sem veita lánin.

Þá er lítill munurinn orðinn á þessari björgun Spánar og þeim hinum!

Spain must produce two-year reform blueprint to get eurozone money

Spain pressed to inflict losses on savers

Eurozone draws up Spanish aid blueprint

A Euro-Zone Strategy Shift

Spain vows to use bank bailout for deep clean-up

EU gives Spain more time on deficit, sets bank aid

 

Þá eru 4 aðildarríki evrusvæðis komin í björgun, það fimmta á leiðinni!

Það fimmta er Kýpur, en skv. niðurstöðu fundar fjármálaráðherra aðildarríkja evrusvæðis, sé ég ekki betur en að, túlka verði mál svo - að Spánn sé kominn í björgun.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, mun spænska ríkið veita móttöku 30ma.€ greiðslu fyrir nk. mánaðamót - en skv. neðangreindu á spænska ríkið að koma fram með mótaða efnahagsáætlun þ.s. fram kemur í ítarlegum skrefum hvernig spænska ríkið ætlar að uppfylla markmiðið um ríkishalla árið 2014. 

Mig grunar að sú áætlun muni þurfa að fá samþykki utanaðkomandi aðila, til þess að 30ma.€ greiðslan raunverulega fáist.

Síðan á innan næstu tveggja mánaða að ljúka uppgjöri á spænsku bönkunum, ásamt svokölluðum "stressprófum."

Mun Spænska ríkið hafa stofnanir ESB andandi niður hálsmálið á sér, þegar það ferli er í gangi - og munu þeir aðilar þurfa að kvitta fyrir þau uppgjör og niðurstöður, svo næsta greiðsla fáist í reynd "greidd."

Síðan kemur fram, að spænska ríkið neyddist til að undirgangast ársfjórðungslegt eftirlit með starfsáætlun ríkisstjórnarinnar, eins og í tilviki Írlands og Portúgals.

Ekki virðist enn frágengið hvort eða hvernig, ábyrgð af lánveitingunni verði færð af spænska ríkinu, yfir á sameiginlega sjóði, né hver mun akkúrat bera ábyrgð á því tapi sem kann að verða.

En spænska ríkið virðist þó hafa náð einu fram - að það sleppur við það, að bókhald sjálfs spænska ríkisins sé undir utanaðkomandi eftirliti - en má velta fyrir sér hve lengi Adam mun vera í þeirri paradís!

  1. "The Spanish government has until the end of the month to produce a persuasive two-year blueprint of structural reforms in order to qualify for a €100bn (£79bn) eurozone rescue of its distressed banking sector." - ""Spanish authorities should present by end-July a multi-annual budgetary plan for 2013-14, which fully specifies the structural measures that are necessary to achieve the correction of the excessive deficit," the draft states."
  2. "The conditions imposed will also see a transfer of supervisory power from the Bank of Spain to the European Commission, IMF and European Central Bank, with the Spanish central bank required to provide them with regular updates on the liquidity of bailed out banks, and asked to launch a review of its own supervisory procedures."
  3. "The rescue loans, conditional on reforms by specific banks and Spain’s broader financial sector, will include quarterly monitoring missions by officials from the European Commission, European Central Bank, and International Monetary Fund, Mr Rehn said. But these reviews will not cover Spain’s sovereign books as they have in other eurozone bailouts."
  • "The draft agreement fails to specify what rate will be charged for the eurozone loans and also makes no mention of the key point that emerged at the Brussels meeting – who might be liable for eventual losses from the injection of eurozone bailout capital into Spanish banks."
  • "Mr Rehn reiterated that bailout loans from the new eurozone rescue fund, the European Stability Mechanism, will eventually be injected directly into Spanish banks, allowing Madrid to take the bank liability off its national books...But Wolfgang Schäuble, the German finance minister, said on Tuesday morning that no formal decision had been taken on how that would work and left open the possibility that Spain could still be asked to guarantee the ESM against losses if the bailed-out banks defaulted on their rescue loans."

Það er auðvitað mjög stórt atriði - hvort spænska ríkið verður endanlega ábyrgt eða ekki!

Það virðist vera uppi mjög mikil tregða, hjá t.d. Þýskalandi, að veita samþykki sitt fyrir því, að þýskir skattgreiðendur verði látnir taka tjón á sig - vegna spænskra banka.

Og sú tregða er ekki bara innan Þýskalands - en fjármálaráðherra finna heimtar "veð" eða með öðrum orðum, sérstakt skjól fyrir finnska skattgreiðendur. Annars muni finnar ekki skrifa upp á nokkurn hlut.

Þetta atriði á að útkljá á næstu mánuðum!

Skv. samkomulagi, á ábyrgð spænska ríkisins að færast af lánveitingunni - þegar embætti sameiginlegs bankaeftirlits, sem á að staðsetja innan Seðlabanka Evrópu, hefur verið formlega stofnað.

En eftir fundahöld undanfarinna daga liggur nú fyrir að ekki getur orðið af því á þessu ári, það verður því áhugavert að fylgjast með umræðunni um þau mál.

En einungis ef markaðir raunverulega trúa því, að af því verði - að þessi ábyrgð verði tekin af spænska ríkinu, munu markaðir hætta að taka tillit til þeirra auknu skuldar.

Að sama skapi, að ef deilur halda áfram - sem virðist mjög líklegt - þá auðvitað mun markaðurinn líta á neyðarlánið sem skuld spænska ríkisins, og sú skuldahækkun mun þá gera lánskjör spænska ríkisins "enn verri."

 

Niðurstaða

Þá eru; Grikkland, Írland, Portúgal og Spánn - komin í björgun. Kýpur er vitað, að er rétt handan við hornið. 

Skv. samkomulaginu hefur spænska ríkið neyðst til að gefa töluvert eftir af sjálfstæði Spánar, þó svo til standi að það sé einungis tímabundin viðbótar tilfærsla sjálfstæðis Spánar til stofnana ESB.

Þar sem deilur um málið eru líklegar til að halda áfram næstu mánuði - og vera að auki lítt spennandi - hugsa ég að fókus muni færast yfir á spænsk efnahagsmál.

En skv. samkomulaginu á spænska ríkið að koma fram með trúverðuga efnahagsáætlun fram til ársloka 2014, fyrir nk. mánaðamót. Svo ég reikna með að starfsm. ráðuneyta spænska ríkisins verðir mjög önnum kafni næstu dagana.

Treysta má því fullkomlega, að þeirri áætlun muni fylgja viðbótar niðurskurðaraðgerðir.

Spánn er kominn með beisli og axlabönd - þó svo að enn sem komið er sleppi ríkisstjórn Spánar við það, að þurfa að heimila fulltrúum stofnana ESB að hnýsast í bókhald spænska ríkisins sjálfs.

En spænska hagkerfið er komið í svokallaðan "dauða spíral."

Við höfum séð slíkann áður í Grikklandi.

Viðbótar niðurskurður hefur alltaf framkallað enn frekari samdrátt á Grikklandi - og það mun örugglega einnig gerast í tilviki Spánar.

Því má líklega einnig treysta, að Spánn muni eftir ársfjórðungsleg uppgjör - standa frammi fyrir nýjum kröfum um niðurskurð, því eins og í Grikklandi muni sífellt hraðari niðursveifla hagkerfisins íta markmiðum um ríkishalla lengra í burt. Það muni þá í hvert sinn, alveg eins og í tilviki Grikklands, framkalla kröfur um enn frekara niðurskurð.

Mig grunar sterklega að Spánn verði kominn með í kringum 30% atvinnuleysi jafnvel á fyrstu mánuðum nk. árs. - þá mun enn ekki vera búið að færa lánin af spænska ríkinu.

Eftir því sem hagkerfinu elnar sóttin, mun sífellt meir þurfa að dæla af fé í spænsku bankana, þannig að sífellt meir af lánum muni þurfa að koma til.

Ef Spánn verður ekki "hruninn" í millitíðinni með einhverjum öðrum hætti, munu mál á Spáni líta virkilega mjög ílla út snemma á nk. ári.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, Hvenær kemur að Ítalaíu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 09:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eftir því sem ástand Spánar versnar, víxlverkar það til baka til Ítalíu. Þetta er eitt af því sem maður getur ekki vitað með nákvæmni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.7.2012 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 847160

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 481
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband