Ofstæki Þorsteins Pálssonar

Þorsteinn Pálsson hefur ritað enn eina hómílíu sína um aðildarmál, og enn sem fyrr - heggur hann í knérunn andstæðinga aðildar. En samtímis ásakar hann Samfylkinguna um linkind í aðildarmálinu. Sem eiginlega er áhugaverða hliðin - en það gefur vísbendingu um, að Þorsteinn sé í reynd harðari aðildarsinni en jafnvel þeir sem stýra málum innan Samfylkingar, og er þá miklu til jafnað!

Sjá grein Þorsteins: Eintal um Evrópu.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/_orsteinn_palsson.jpg

Áður en ég fer í umfjöllun um grein Þorsteins Pálssonar, ætla ég aðeins að tæpa á annarri og miklu mun merkilegri umfjöllun, sjá: Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe

Þessi grein er rituð af miklum eðal evrópusinnum, og tveir ágætir herramenn rita formála - engir aðrir en Jacques Delors og Helmut Schmidt. Þeir róma þessa skýrslu, þ.e. þá greiningu sem á sér það stað og að auki þær tillögur til úrbóta sem höfundar hennar koma fram með.

Það er mjög áhugavert áður en ég fer í grein Þorsteins, að tæpa aðeins á nokkrum atriðum úr skírslunni - en lýsing þeirra á ástandinu er í reynd afskaplega sanngjörn:

"Today, the members of the “Tommaso Padoa-Schioppa Group” consider that the European social contract is at risk. A break-up of the euro area can no longer be excluded. We are concerned that a possible process of monetary disintegration, once started, could prove impossible to stop and would therefore run the risk of leading to the process of political and economic disintegration in the euro area and the European Union." - bls. 1 í skýrslu.

Þetta finnst mér afskaplega sanngjarnt af þeim. En þ.e. einmitt rökrétt, að viðurkenna ástandið eins og það er - en þessir menn vilja bjarga evrunni. En til að geta glímt við sjúkdóm, þarf fyrst að viðurkenna hver sjúdkómseinkennin eru. Þessir ágætu herramenn, hið minnsta sjá vandann.

"The principle of monetary stability in Europe, as reflected in the original architecture of economic and monetary union of the Maastricht Treaty, is currently confronted with three dangerous scenarios: (I) First, there is a non-negligible risk of a return to national currencies... (II) Second, there is considerable risk in the banking sectors of several euro area countries... (III) Third, the stability of the euro itself is seen by many as being put at risk in the context of rescue or stabilization efforts that might involve a far-reaching monetization of debt." - bls. 2.

Ég held að þetta svari ágætlega tali Þorsteins Pálssonar um "hræðsluáróður." Sannleikurinn er sá, að evran er í alvarlegum tilvistarvanda. Sá þarf ekki að lykta með endalokum hennar. En það er ekkert gagn af afstöðu, sem afneitar vandanum sem er til staðar.

Það þvert á móti eykur líkur á slæmri útkomu.

Þess vegna er þessi skírsla svo áhugaverð, því hún afneitar ekki vandanum og hitt þ.e. hverjir mæla með henni. Þess vegna ættu allir aðildarsinnar að lesa þetta plagg.

"The principle of an equitable distribution of the gains in economic welfare in Europe, as reflected in the widely-agreed framework of the social market democracy (Soziale Marktwirtschaft) is currently put at risk. Inequalities, both within countries but even more so across countries are on the rise. Youth unemployment now affects more than half of the workforce in several euro area countries. A continued crisis in the euro area or a break-up of the single currency would be likely to further accentuate societal divisions in Europe." - bls. 2.

Þetta er akkúrat rétt, að kreppan er að skapa hratt vaxandi gap á milli þeirra sem hafa það tiltölulega gott, og þeirra sem hafa það tiltölulega slæmt.

Svo er það alvarlega samfélagsrof sem felst í því að í nokkrum ríkjum sé atvinnuleysi yngra fólks rúmlega 50% niður í rúml. 30%, eða á bilinu þar á milli.

Það er að eiga sér stað mjög alvarleg samfélagsþróun - sem ef fram sem horfir. Getur endað með ósköpum.

Það hefur ekkert upp á sig, að afneita vandanum, að horfa á hann eins og hann er, er virðingarvert.

Virðing mín fyrir Jacques Delors and Helmut Schmidt hefur vaxið, við það að þeir skuli íta þessari greiningu að fólki.

"(I) The crisis itself has already had a significant negative effect on growth in the euro area. That trend is likely to continue in a context of uncertainty if there is no forward-looking, sustainable and long-term response to the crisis anytime soon. (II) A break-up of the euro area is likely to lower the degree of interconnectedness between economic agents in Europe. We would expect such a development to significantly hamper growth performance in the coming years (má deila um það atriði en eðlilegt að ESB sinnar sjái þetta þannig). (III) The continued focus on short-term debt and deficit reduction runs the risk of lowering overall growth prospects in the euro area in the short to medium term. While excessive debt levels are neither desirable nor sustainable, we see the risk that excessive austerity could translate into a lost decade for growth in the euro area." - bls. 3.

Algerlega sammála atriði 1. En þ.e. einmitt málið, að það stendur yfir mjög alvarleg efnahagskrísa, og miklar líkur eru á að hún fari versnandi - ekki batnandi.

Ég er einnig algerlega sammála fyrri hluta atriðis 2, þ.e. að uppbrot evrunnar geti framkallað baksnúning á samrunaferlið. En ég hef einmitt verið að segja, að möguleikinn sé algerlega raunhæfur að vandræðin yrðu slík í kjölfarið - að sjálft samrunaferlið geti liðið undir lok.

Þetta er ekki hræðsluáróður, heldur kaldur veruleikinn.

Ég er gersamlega sammála punkti 3, tek heils hugar undir það, að sú efnahagsstefna sem verið er að keyra yfir aðildarlöndin - sem felur í sér stefnu mjög krapps niðurskurðar; sé stórfellt hættuleg.

En hún getur einmitt og ég reynd fullyrði að hún muni það gera, þ.e. kalla yfir Evrópu mjög erfiða og langvarandi kreppu. Það þíðir að hættan á samfélagslosi og öfgum, stigmagnast eftir því sem á líður.

Útkoman í heild, getur bundið enda á samrunaþróunina. Ég segi þetta ekki sem andstæðingur þeirrar samrunaþróunar. En ég er ekki andstæðingur ESB, ekki einu sinni evrunnar. Þó svo ég telji aðild ekki hentuga fyrir Ísland, hvorki af ESB né evru.

"The root cause of the current crisis lies in the contradiction between a single, supranational currency and the continuation of nation-state-based economic policies." -bls. 5.

Nákvæmlega, þ.s. þeir sem hafa varað við evrunni hafa sagt frá upphafi.

"During the first decade of the common currency, price differentials

  • in the euro area were more persistent than initially foreseen.
  • As a consequence, the interest rate set by the European Central Bank was “one size fits none”:
  • it had adverse and even self-enforcing pro-cyclical effects on most Member States.
  • This led to excessive cyclical divergences and imbalances.
  • The real exchange rate effect did not trigger a sufficient degree of price convergence and thus failed to stop the imbalances.

Í þessu felst mjög harður áfellisdómur á stýringu Seðlabanka Evrópu á evrunni á sl. áratug. Og ég er 100% sammála. Þetta var einmitt þannig.

Vextir voru of lágir fyrir lönd eins og Írland - Spán - Grikkland - Ítalíu. Það er stór hluti ástæðunnar af hverju, það urðu fjárfestingar- og húsnæðisbólur í þeim löndum. 

Því aðhaldið af vöxtum var ekki nægilegt. Í reynd skv. greiningu OECD voru raunstýrivextir neikvæðir fyrir sum aðildarríkin á sl. áratug, sjá greiningu: OECD economic survey 2010. Mjög skemmtileg myndræn framsetning OECD á bl. 8. En skírsla OECD er mjög áhugaverð, þess vegna setti ég bookmark á hana á sínum tíma, en hún er einnig áfellisdómur yfir hagstjórn evrusvæðis á sl. áratug.

Skv. myndinni á bls. 8 þá voru raunstýrivextir að meðaltali neikvæðir fyrir: Írland, Ítalíu, Grikkland, Portúgal og Spán. Einmitt ríkin í vanda.

Þ.e. mjög erfitt að glíma við hagstjórn ef þú ert staddur í evrunni, ef stýrivextir eru alltof lágir til að henta þínu hagkerfi. En þá þarf að kæla hagkerfið með öðrum úrræðum - fræðilega mögulegt - þ.e. hækka skatta, knýgja fram launalækkanir, ríkið getur rekið sig með miklum og vaxandi afgangi. En þessar aðgerðir þurfa að vera frekar grimmar - þ.e. ef launalækkanir fást ekki, þá verða tekjuskattar að fara nægilega upp, til að skerða lífskjör að nægilegu marki til að draga úr neyslu. Það væri virkilega mjög óvinsælt - myndi líklega vera pólit. séð mjög erfitt í framkvæmd. Að ríkið sé rekið með afgangi eitt sér dugar ekki. En innan svo galopins kerfis, myndi ekki virka að auka bindisskildu banka, því þú ræður ekki yfir bönkum frá öðrum aðildarlöndum - sem einnig eru að lána til aðila innan þíns hagkerfis. Þess vegna - er hækkun skatta nánast eina mögulega úrræðið.

Það fór saman að ríkisstjórnir landanna nú í vanda voru sofandi á sl. áratug fyrir vandanum, og það að peningastjórnin innan evrunnar - hentaði þeirra hagkerfis aðstæðum alls, alls ekki.

"As euro area members issue their debt in a currency over which they do not have full control, a liquidity crisis in these countries cannot be solved through devaluation but increases the likelihood of default." - bls. 6.

Amen - segi ég. Þarna viðurkenna þessi ágætu herramenn, þessi ágætu ESB sinnar og evrusinnar, að evran skapi í reynd þann vanda sem felst í þeirri hættu tiltekinna aðildarríkja, að þau verði gjaldþrota vel hugsanlega.

Þetta er engin smávegis viðurkenning.

"The third challenge derives from the paradoxical set-up of financial markets. Due to the interdependency of banking systems in the euro area, contagion risks are high. At the same time, Member States are individually responsible for banking supervision and potential bailouts. The nexus between national banks and national sovereigns has a self-enforcing effect with strong negative externalities on the rest of the currency union."

Nákvæmlega, til staðar er bankakreppa á evrusvæði sem að miklu leiti hefur orðið til fyrir tilverknað skuldakreppu aðildarríkjanna sjálfra, en á sama tíma víxlverkar vandi bankanna baka til þeirra sömu aðildarríkja - grefur undan tiltrú beggja og skuldastöðu viðkomandi ríkissjóðs.

Í reynd eru þeir ríkissjóðir og bankar, eins og tveir drukknandi menn sem hanga á sama plankanum. Vita báðir að þeir drukkna báðir samtímis, ef þeir haldast ekki á floti.

 

Skoðum síðan grein Þorsteins Pálssonar, hvernig umfjöllun hans gengisfellur mjög harkalega í samanburði!

Áfellisdómur Þorsteins á Samfylkingunni: "Forysta flokksins hefur á hinn bóginn algjörlega brugðist í því að standa í pólitískri sókn og vörn fyrir þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild."

Mér finnst áhugavert hvernig Þorsteinn ræðst að ríkisstjórninni, annarsvegar vegna þess að efnahagsstefnan með áframhaldandi höftum samrímist ekki aðild að evrunni en þar virðist Þorsteinn þó a.m.k. viðurkenna það augljósa að Ísland verður að losa höftin áður en af aðild getur orðið, og hinsvegar fyrir það að Samylkingin sé ekki að standa sig í stykkinu sem talsmenn aðildar.

Mér sýnist af Þorsteini, að hann telji því ríkari ástæðu að sækjast eftir aðild.

Eftir því sem efnahagskrísan í Evrópu versnar - sbr. orð hans þess efnis, að efnahagsvandi verði best leystur sameiginlega.

Svo hann gapir af forundran að því er virðist, að það skuli hugsanlega vera svo - að aðildarsinnum sé að svella móður, þegar vandinn á evrusvæði er svo herfilega slæmur orðinn sem hann er.

Þarna virðist Þorsteinn í reynd afhjúpa sjálfan sig, sem einn mesta harðlínumann Íslands í aðildarmálinu, en miðað við rök hans - getur í reynd ekkert sannfært hann um annað en að aðild sé málið.

Hann mun rökstyðja það, sama hve kreppan versnar mikið, og hann myndi einnig rökstyðja það ef hún væri allt í einu að leysast.

Einungis raunverulegt hrun myndi lækna hann af þessari "fixation"!

 

Áfellisdómur Þorsteins á stjórnarandstöðunni: "Nú líta þeir svo á að málið sé úr sögunni vegna efnahagsörðugleika sumra evruríkja. Skiljanlega hagnýta aðildarandstæðingar þær aðstæður til hræðsluáróðurs." - "Annað er að þeir sem segjast nota þessi rök í alvöru gegn aðild eru ekki samkvæmir sjálfum sér nema viðurkenna um leið að Ísland eigi aldrei að vera í skipulögðum félagsskap með þjóðum sem eiga á hættu að lenda í efnahagsörðugleikum." -"Talsmenn aðildarandstöðunnar eru því annað hvort einangrunarsinnar eða að nota þessar aðstæður í tímabundnum hræðsluáróðri. Hvorug skýringin er góð fyrir þá; en sú seinni þó skárri."

Varðandi tal Þorsteins um hræðsluáróður - vísa ég á greinina að ofan og tilvitnanir mínar úr henni, þá sem Jacques Delors og Helmut Schmidt mæla með, og róma.

Þarna afhjúpar Þorsteinn ofstækið í sjálfum sér. En meðan Jacques Delors og Helmut Schmidt viðurkenna vanda evrusvæðis eins og hann er, þ.e. í tilvistarkreppu, að það þurfi meiriháttar lagfæringar á uppsetningu evrusvæðis ef evran á að vera til frambúðar; þá talar Þorsteinn um hræðsluáróður.

Meðan afstaða Jacques Delors og Helmut Schmidt er sanngjörn og málefnaleg, er afstaða Þorsteins það klárt ekki. Þess vegna álykta ég - að þar afhjúpist ofstæki Þorsteins Pálssonar.

Vandi þeirra sem eru sjálfir fastir í ofstækisfullri sýn, er að sýn viðkomandi er þá vörpuð. Þeir draga undarlegar ályktanir, en finnst þær sanngjarnar. Meðan, að þeim finnst þeir sem ekki eru þeim sammála - tja, vera ofstækisfullir.

En það tal þeirra um ofstæki þeirra sem ekki eru aðildarsinnar, er náttúrulega það - að stara á flísina í auga náungans meðan þeir sjá ekki bjálkann í eigin.

En svart/hvít sýn sú sem Þorsteinn kemur fram með, þ.e. "einangrun" vs. aðild, er annað dæmi. Ég hef aldrei séð Þorstein eða nokkurn aðildarsinna skilgreina hvað þeir eiga við með einangrun. Það er eins og að sýn þeirra sé öll miðuð við Evrópu.

Eins og restin af heiminum sé sett á afskriftarreikning.

 

Umfjöllun Þorsteins um efnahagsmál: "Hagtölur sýna að Ísland er komið út úr þeirri kreppu sem nú skellur á sumum öðrum Evrópuþjóðum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við höfum lokað erlent fjármagn inni í landinu með höftum og ríkið gengur í lífeyri landsmanna á lægri vaxtakjörum en mögulegt er að fá á alþjóðlegum mörkuðum. En þetta er bara tímabundin ósjálfbær lausn."

Sko varðandi höftin, þá er það augljóslega rétt - að þau forðuðu frekara efnahagshruni sem orðið hefði, ef það fé sem fast er hérlendi hefði fengið að yfirgefa landið óáreitt.

Til samanburðar getum við horft á Írland, en tilraun írskra stjv. að tryggja allar eignir bankanna var tilraun til að stöðva fjármagnsflótta sem þá var hafinn frá írsku bönkunum, en síðan varð sá ekki stöðvaður - og bankarnir hrundu.

Grikkland stendur frammi fyrir sama vanda og nú Spánn, þ.e. að í galopnu peningakerfi er ekki unnt að stöðva peningaflótta. 

Þetta grefur undan ríkissjóðum viðkomandi landa, en þau bera ábyrgð á bönkum sem tilheyra eigin landi, og sú ábyrgð einmitt verður akkílesarhæll þegar óstöðvandi peningaflótti neyðir ríkissjóðina til að taka risastór björgunarlán, svo hruni banka verði forðað.

En hluti neyðarlána Grikklands er til endurfjármögnunar banka, og öll neyðarlán Spánar og Írlands - eru til að endurfjármagna banka sem eru við það að rúlla eða hafa rúllað vegna flótta innistæðna.

------------------------------

Ég tek undir að það má setja spurningu við sjálfbærni okkar ástands - - en sannarlega er ekki ástandið á evrusvæði skárra hvað sjálfbærni varðar.

Ef evrusvæði tekst ekki að stöðva þá stigmögnun peningaflótta sem hefur verið í gangi, getur farið svo að evran brotni upp - þ.e. að höft verði tekin upp af löndum til að stöðva þessa hingað til stjórnlausu þróun.

 

Spurning Þorsteins til sjálfstæðissinna: "Andstæðingar Evrópusambandsaðildar þurfa að svara hvernig þeir hyggjast tryggja pólitíska og efnahagslega hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma. Á að einangra landið? Ef ekki, hver er þá lausnin? Þögnin um þetta er dýpri en hljóðlaus málsvörn Samfylkingarinnar fyrir aðild."

Svarið við því er það, að það er einfaldlega ekki til neitt sem getur tryggt til lengri tíma framtíð þjóðar.

Það er fullkomin ímyndun að aðild sé slík trygging.

Það er einnig fullkomin ímyndun að slík trygging sé yfirleitt til nokkurs staðar.

Þorsteinn er að spyrja eftir því sem ekki er til, jafnvel verður aldrei.

En samkeppnishæfni sem dæmi er stöðugt á hreyfingu, því þjóðir eru stöðugt að keppa innbyrðis. Þjóð sem vegnar vel á einum áratug, getur vegnað ílla á þeim næsta, svo vegnað aftur vel; og öfugt. 

Ein ríkisstjórn getur sökkt þjóð með framkv. stórra mistaka í margra ára vanda, þetta er atriði sem aldrei verður unnt að útiloka.

Kall Þorsteins eftir öryggi - er því endaleysa. Því eitt er víst, að það eina sem öruggt er í heimi hér, er að lífið tekur enda. 

Lífsbaráttan er endalaus - þ.e. hún tekur aldrei enda, nema hjá hverjum og einum. En þjóðir hafa eða geta haft eilíft líf.

 

Niðurstaða

Þorsteinn Pálsson stendur engan samjöfnuð við Jacques Delors og Helmut Schmidt. Það er ljóst þegar umfjöllun Þorsteins Pálssonar annars vegar og hins vegar umfjöllun Jacques Delors og Helmut Schmidt er skoðuð, og borin saman.

Meðan þeir heiðursmenn vaxa, er Þorsteinn stöðugt að minnka.

Ákall hans eftir aðild, verður stöðugt aumkunarverðara - eftir því sem ástand mála versnar í Evrópu.

En málið með Evrusvæði er, að eini möguleikinn að það geti gengið upp. Er að mjög mikið verði gefið eftir hvað varðar rétt þjóða til að skulda. En sannast sagna er ákaflega margt líkt með Japan í kjölfar hrunsins síðla árs 1989 og Evrópu. En í Japan féll einnig risastór efnahagsbóla. Við tók mikill bankavandi og skuldavandi þjóðfélagsins sjálfs. Japanska ríkið leysti þau mál eftir bestu getu, með stöðugt aukinni skuldsetningu. Þannig forðaði japanska ríkið því að japanska hagkerfið myndi algerlega niðurbráðna.

Það er ekki samtímis unnt fyrir aðildarríki evrusvæðis að tryggja að ekki verði bankahrun, og svo í kjölfarið líklega endalok evrunnar; og skera niður skuldir sömu ríkissjóða.

Þau markmið að halda bönkunum á floti og að lækka skuldir ríkissjóða. Útiloka fullkomlega hvort annað.

Einfaldlega - verður annað hvort markmiðið að láta undan, að viðhalda evrunni eða að lágmarka skuldir. En fræðilega geta evruríki farið leið Japans, að halda bönkunum uppi og hagkerfinu með sívaxandi skuldsetningu.

Við tekur síðan japönsk kyrrstaða, ásamt neikvæðri fólksfjöldaþróun eins og í Japan - þetta er líklegasta útkoman, ef evran hefur það af. Japan hefur verið fast í þessu ástandi alla tíð síðan.

Evrópa yrði það líklega einnig - þ.e. föst í sameiginlegri skuldasúpu. Ef markmið þeirra sem vilja gera allt sameiginlegt, verða ofan á.

Þetta ástand er ekki eins og Þorsteinn segir það, skammtíma fyrirbæri. Heldur er það gersamlega fyrirsjáanleg þróun til langframa, að Evrópa verði ekki neitt tiltakanlega spennandi.

---------------------------------

Það eru til flr. leiðir: A)Prentunarleið, að prenta svo mikið af evrum að lífskjör og virði peninga eyðist upp samtímis, þar með virði skulda. B)Gjaldþrotaleið, þ.e. að nær flest aðildarríkin verði gjaldþrota, í leiðinni verði uppbrot evrunnar, við taki sjálfsstæðir gjaldmiðlar á ný.

Leið B) er eignlega óhákvæmileg, ef ekki tekst að brjótast út úr spennitreyjustefnu þeirri sem Angela Merkel hefur verið að setja aðildarríki evru undir, í gegnum svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála." En ég tel þann sáttmála í reynd gulltryggja endalok evrunnar, ef hann er ekki brotinn á bak aftur. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru fleiri en Delors og Schmidt sem eru óttaslegnir.

Ekki fyrir löngu síðan lýsti fyrrum forstjóri Volkswagen áhyggjum sínum yfir framtíð evrunnar, reyndar lýsti hann einnig forundran á að Ísland skuli enn vera með aðildarumsóknina opna.

Fyrir tveim dögum sagði svo Hans-Olaf Henkel, fyrrverandi formaður samtaka þýskra atvinnurekenda, að sennilega þyrfti atburð sem jafnaðist á við kjarnorkuslys, svo ráðamenn fengjust til að viðurkenna evruvandann. Henkel sagðist hafa verið eindreginn stuðningsmaður evrusamstarfsins, en snúist snarlega hugur þegar ljóst var að stjórnmálamenn stóðu ekki við þau loforð sem gefin voru við upptöku þess samstarfs. Þá bennti hann á að ríki evrunnar væru þegar farin að brjóta hinn nýja ríkisfjármálasamning, þó hann væri í raun enn ekki orðinn fullgildur!!

Um Þorstein Pálsson er fátt að segja. Ekkert mun fá hann til að skipta um skoðun, ekki einu sinni atburðir í líkingu við kjarnorkuslys. Hann er kominn á eyðieyju og hnýtist þaðan í allt og alla! Það kæmi ekki að sök, nema fyrir þá staðreynd að hann er einn þeirra sem eiga að gæta hagsmuna Íslands í aðildarviðræðunum. Það er skelfileg tilhugsun þegar maður í þeirri stöðu telur að stjórnvöld og aðildarsinnar séu ekki nægilega áfram um aðild!!

Slíktir menn eru gjarnan sagðir kaþólskari en páfinn!!

Gunnar Heiðarsson, 14.7.2012 kl. 22:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er einmitt rétt, að segja Þorstein kapólskari en páfann. Sennilega til að hrista í honum, dugar ekkert minna en að allr hrynji - meira að segja sjálft ESB. Eftir það væri hann sjálfsagt andlega séð lifandi lík. Tek undir að sorglegt er að hafa slíkann mann í svo mikilvægri stöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.7.2012 kl. 23:42

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála því sem þú hér setur fram Einar Björn eins og oft áður og sannarlega stórnauðsynlegt að draga þessi sjónarmið manna fram.

kærar þakkir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.7.2012 kl. 01:32

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það hefur verið stórmerkilegt að fylgjast með skrifum Þorsteins Pálsonar (og kanski líka Ólafs Stephensen) í Fréttablaðinu undanfarin misseri.

Þetta eru vel meinandi menn sem trúðu því að í  evru og esb væri björt framtíð ísland.

þeim er hinsvegar að skiljast nú að þeir höfðu rangt fyrir sér og þeir gera sér full ljóst að þeir eru í raun að afhjúpast fyrir þjóðinni sem trúarleiðtogar en ekki fræðimenn sem þeir þóttust vera.

Skrif þeirra eru nú á pari við skrif presta gegn nútíma vísindum.

Guðmundur Jónsson, 15.7.2012 kl. 12:01

5 Smámynd: Elle_

Ofstæki Ólafs og Þorsteins.  Veit ekki hversu vel meinandi þeir eru, Guðmundur, frekar en aðrir ofstækismenn úr Jóhönnuliðinu.

Elle_, 15.7.2012 kl. 19:28

6 identicon

Þorsteinn Pálsson er löngum kominn í úrgang sem stjórmálamaður og það hlustar enginn á hann lengur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 19:34

7 Smámynd: Elle_

Segi það sama og Gunnar í lokin: > Það er skelfileg tilhugsun þegar maður í þeirri stöðu telur að stjórnvöld og aðildarsinnar séu ekki nægilega áfram um aðild!! <
Það er ekki bara sorglegt, heldur skelfilegt.

Elle_, 15.7.2012 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 847163

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband