Verður verðhrun á evrópskum fiskmörkuðum á næsta ári?

Ég velti því fyrir mér hvort stefnir í verðhrun á fismörkuðum, í ljósi frétta af fyrirsjáanlega miklum afla í Barentshafi á næsta fiskveiðiári, skv. fréttum. Það sem vakti athygli mína á málinu, var umfjöllun Spegilsins á Rás2 RÚV um fyrirhugaða stóraukna veiði á Þorski í Barentshafi, og líklegar afleiðingar þeirrar aukningar - í ljósi þess að Ísland hefur einnig gefið út aukna kvóta fyrir næsta fiskveiðiár.

Munum að auki, að Evrópa er í kreppu - verð hafa þegar lækkað miðað við þ.s. þau fóru hæst í fyrra.

Sú kreppa fer frekar en hitt versnandi, sem þíðir að verð eru frekar en hitt líkleg að lækka frekar, burtséð frá auknu framboði á mörkuðum.

En þegar hvort tveggja þróunin fer saman - velti ég fyrir mér hvað gerist?

 

Verður fullkominn stormur á evrópskum fiskmörkuðum á nk. ári?

Sjá Spegillinn: Stóraukin þorskveiði

"Aukningin á þorski á markaði gæti numið um 15 prósentum á næsta ári.  Mikið af þessum fiski kemur frá Noregi og Rússlandi þar sem kvótar í Barentshafi nálgast núna milljón tonn. Norskir sérfræðingar segja að þennan umframafla verði að selja ferskan. Þar mun slagurinn um maga neytenda standa. Það eru nýjar og miklar fréttir af þorski.  Stjórnmálamenn þakka sér vegna aðhalds í veiðum en aðrir þakka hlýnun jarðar en samt:  Það er mun meira af þorski í sjónum núna en var fyrir fáum árum.  Aukningin er nokkur á Íslandsmiðum en það er full ástæða til að fylgjast náið með því sem er að gerast í Norð-Austuratlantshafi, það er að segja Barentshafi. Þar segja fiskifræðingar að stofninn hafi ekki verið svo sterkur frá árinu 1946 eftir veiðistöðvun í síðari heimstyrjöld.  Og fyrir vikið er hægt að auka kvóta um nær 20 prósentGísli Kristjánsson í Ósló segir frá þorski í Spegli dagsins."

Þetta passar við erlendar fréttir - sem komu upp þegar ég gerði netleit!

"This would be the Barents Sea cod fishery’s largest catch in 40 years, according to Norwegian Fisheries Minister Lisbeth Berg-Hansen"

Scientists recommend 25 pc rise for Barents Sea cod quota

2013 BARENTS SEA COD QUOTA INCREASE IS SIGN OF SUSTAINABILITY SUCCESS

Increase set for 2013 Barents Sea cod quota

Á sama tíma hefur Steingrímur J. ákveðið að gefa auknar aflaheimildir í þorski á nk. fiskveiðiári við Íslandsstrendur - Óskynsamlegt að auka þorskkvótann.

  • " Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í gær að heimilt verði að veiða 195.400 tonn af þorski á næsta fiskveiðiári.
  • Þetta er rúmum 18.000 tonnum meira en nú er."

Auðvitað er aukning okkar smámunir - miðað við það gríðarlega aukna magn sem stefnir í að komi frá Barentshafi.

Þar sem þorskveiði virðist stefna í að vera aukin úr ca. 750þ. tonnum, í um ca. milljón tonn.

Sjálfsagt hefur Steingrímur J. hugsað sér að fá smá "búst" á kosninga-ári.

En þess í stað - sýnist mér stefna mjög augljóslega í VERÐHRUN.

En ef marka má frétt Spegilsins, þá er líklegt að mikið af þessu komi einmitt inn á markaðinn fyrir ferskann fisk.

Það er erfitt að ímynda sér annað - en verðið muni láta verulega undan, sérstaklega í ljósi þess að samtímis, er kreppan á evrusvæðinu að toga niður lífskjör.

 

Niðurstaða

Fyrirsjáanlegt verðhrun á evrópskum fiskmörkuðum á nk. ári, eru auðvitað alvarleg tíðindi fyrir okkur íslendinga. Í kaldhæðni örlaganna, eru þau þó sennilega einnig sérstaklega slæm fyrir ríkisstjórnarflokkana. En verðhrun þíðir að sjálfsögðu - að gengi krónunnar mun lækka, sennilega hressilega. En það verður óhjákvæmilegt, því verðhrun er jafnt og útflutningstekjuhrun.

Spurning um - hvað ef nokkuð er unnt að gera?

Skipuleggja t.d. að senda eitthvað af fiskinum, annað?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Veiðar á Þorski í dag, þrátt fyrir þessa "gríðarlegu aukningu" í Barentshafi, eru rétt helmingur til 1/3 af því sem talið var "eðlilegt" frá 1950 til 1990. Eftir að Þorskveiðar minnkuðu upp úr 1990 þá hefur markaðurinn leitað í aðrar og ódýrari tegundir sem hefur haldið verðhækkunum niðri.

Það eru miklir ónýttir markaðir fyrir Þorsk bæði í Evrópu, Ameríku og Asíu. Aukning á veiði í Barentshafi, sem er dropi í hafið, mun líklega ekki valda verðhruni þar sem eftirspurnin mun aukast um leið og verð fara að lækka.

Fiskmarkaðir eru í eðli sínu eins og aðrir (hrávöru)markaðir þar sem framleiðslan leitar þangað sem best er borgað í það og það skiptið. Jafnvel viðskiptabann, eins og Bandaríkjamenn hótuðu Íslendingum og Norðmönnum, hefur ekki nema takmörkuð áhrif á sölu á Þorski frá þessum löndum og engin áhrif til lengri tíma litið.

Tækifæri Íslendinga liggja eftir sem áður í gæðum og eru ófá tækifærin í þeim efnum enn ónotuð.

Líklega eru dómstagsspár um verðhrun á Þorski stórlega ýktar.

http://www.fao.org/fishery/species/2218/en
http://tinyurl.com/c4brku9

Eggert Sigurbergsson, 30.7.2012 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 847163

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband