AGS ráðleggur Seðlabanka Evrópu að hefja sem allra fyrst - prentunaraðgerð!

Mjög áhugaverð greiningarskýrsla á ástandinu á Evrusvæði er nú komin út, og hvet ég alla sem mögulega geta, til að lesa það plagg:

Greiningarskýrsla AGS á ástandi mála á evrusvæði!

Lesning skýrslunnar er allsherjar upptalning á því fjölmarga sem er að!

Ekki síst er áhugavert - að AGS telur að eins fljótt og mögulega er unnt, verði að hrinda í gang áætlunum um "Bankasamband."

En AGS skefur ekki af - þegar stofnunin segir það krísístk mikilvægt, að brjóta upp vítahringinn milli stórra banka sem eru of stórir til að heima ríkið geti komið þeim til bjargar, staðreynd sem samtímis grefur undan tiltrú á bæði stöðu heimaríkis og þarlendra bankastofnana.

Til þess þurfi ekkert minna, en sameiginlegt innistæðutryggingakerfi, sameiginlegt forræði á helstu bankastofnunum, og sameiginlega baktryggingu allra ríkjanna.

Þetta eru stórir bitar - og öflug andstaða er meðal meðlimaríkja evrusvæðis við hvert og eitt þessara atriða, en innan Evrópu gegna bankar sama hlutverki og lífeyriskerfið hér á Íslandi gegnir, að vera helsti kaupandi skuldabréfaútgáfa ríkisins - og þannig að tryggja því eyðslufé.

Mjög líklegt er að lönd sem telja sig sjálf ekki í vanda, sjái ekki af hverju þau þurfa að gefa eftir þessa "slush funds" - enda skapar það augljóst óhagræði að vera algerlega háður duttlungum markaðarins um sölu skuldabréfa, líklega að lántökukostnaður geti hækkað og því halli viðkomandi ríkissjóðs.

Að auki, er það stór biti að ákveða að baktryggja innistæður evrusvæðis sameiginlega sem allt í allt eru í kringum 1,8 þjóðarframleiðslur evrusvæðis sem heild, eða bankakerfið sem er að heildarumfangi kringum 3,5 þjóðarframleiðslu evrusvæðis sem heild.

Þjóðir sem standa tiltölulega vel, munu þurfa þá að undirgangast verulega mikla aukningu á skuldbindingum - sem getur reynst þrautin þyngri að fá skattgreiðendur heima fyrir að samþykkja - þegar má sjá merki um bakslag frá kjósendum í hollandi þ.s. kosningar fara fram í haust, og helstu flokkar hægramegin sem vinstramegin þar í landi, hafa sagt ekki koma til greina að undirgangast frekari eftirgjöf fullveldis.

Galli við þá hugmynd að beita ESM eða framtíðar björgunarsjóð evrusvæðis til bankabjörgunar ofan á allt þ.s. hann á að gera, er að sá sjóður hefur "bara" 500m.€. Þó það sé í augum flestra óskaplega gríðarleg upphæð - þá bendi ég fólki á að skoða bls. 1 þ.s. sjá má mynd yfir fjármögnunarþörf aðildarríkja - þá myndi það éta mjög hratt upp þann sjóð ef hann þyrfti að kaupa upp skuldabréfaútgáfur Spánar og Ítalíu sem dæmi, punkturinn er - að sjóðurinn er alltof lítll augljóslega miðað við umfang skuldavanda aðildarríkja sem hugsanlega lenda í vanda, án þess að bæta þar ofan á kvöð um að standa við bakið á bönkum aðildarríkja.

En það stendur einmitt til.

Að auki bendir ekkert til að ESM fái meira fé.

"46. There was broad agreement that a concerted move toward a banking union is urgently needed to ensure the viability of the monetary union. The authorities emphasized that this should encompass area-wide supervision, and deposit insurance and resolution frameworks with common backstops...Discussions also showed broad agreement that the flexibility embedded in the ESM treaty could and should be used to establish new financial instruments within the framework, including allowing the ESM to directly inject equity into banks.

Síðan kemur vel fram í skýrslunni hve hættulegt ástandið er í S-Evrópu, sérstaklega hve atvinnuástandið grefur undan mögulegum framtíðarhagvexti, sem auðvitað samtímis grefur undan greiðslugetu sömu landa.

Ástandið fer með öðrum orðum stöðugt versnandi, svo þ.e. framreiknanlegt í einhvers konar hrun sem erfitt er að tímasetja, en þó gerir AGS enn ráð fyrir að það muni ekki eiga sér stað, þ.e. það hrun. En eins og vel kemur í ljós þegar skýrslan er lesin, er erfiðleikastigið ef á að afstíra því hruni orðið afskaplega hátt.

Þeir aftur og aftur segja að það sé þörf fyrir "clarity" þ.e. að aðildarríkin sem fyrst gangi frá einhverju stóru skrefi, og eyði óviss um framhaldið að einhverju verulegu leiti. Þá benda þeir á "banking union" eða bankasamband sem upphafspunkt. En síðan er heilmikil umræða í skýrslunni um framhalds aðgerðir, sem vísa beint í að umbreyta evrusvæði í samanbsríki.

Það segir auðvitað að ef þetta "clarity" fæst ekki frekar fljótt - þá muni ástandið áfram versna. Þeir tala um hættu á hruni. En þeir leggja ekki beint í að - spá hruni.

"50. The financial and economic environment continues to deteriorate. Investors are
withholding funding from member states most in need, moving capital to safe havens and driving risk premiums to new records. Demand is weakening and unemployment increasing across the euro area. Lower growth and heightened market stress are compounding the difficulties in reducing debt burdens. The risk of stagnation and long-term damage to potential growth will increase as unemployed workers lose skills and new workers find it difficult to join the active labor force."

Ég verð að segja, að ég sé þetta ekki gerast.

En þarna eru þeir að tala um myndun sambandsríkis sem næsta skref á eftir myndun "bankasambands." En "risk sharing" ef maður skoðar þekkt samanbsríki tekur margvísleg form, en þau almennt séð hafa tæki til að koma einstökum fylkjum til aðstoðar þá frá sambandsríkinu sjálfu ekki einstökum fylkjum og/eða með lánum frá sameiginlegum seðlabanka. Að auki er gjarnan um að ræða tilfærslu á fé í gegnum skattkerfi, t.d. að í Bandaríkjunum eru atvinnuleysisbætur "federal" - svo þá verða þær form af innstreymi fjár frá alríkinu inn á svæði í tímabundnum atvinnuvanda. 

"55. More fiscal integration, with risk sharing supported by stronger central governance,
can reduce the tendency for economic shocks in one country to spill over to the euro area as a whole. Ultimately, this could mean sufficiently large resources at the center, matched by proper democratic controls and oversight, to help insure budget shortfalls at the national level. Getting to this endpoint will take time. But the process can start with a commitment to a broad-based dialogue about what a fuller fiscal union would imply for the sovereignty of member states and the accountability of the center. This should deliver a schedule for discussion, decision, and
implementation."

 

Fyrir aftan sjálfa skýrsluna er plagg sem inniheldur formlega tilkynningu AGS, þ.s. niðurstöður eru teknar saman, og þar kemur fram hvað AGS leggur til að gert sé án tafar:

  1. "First, crisis measures, financing under the enlarged European firewall facilities, and
    continued official funding support. Directors welcomed the authorities’ commitment to
    use EFSF/ESM resources flexibly. They looked forward to early progress toward a
    single supervisory mechanism for euro area banks, paving the way for direct
    recapitalization of banks by the ESM. Directors agreed that the ECB will have to
    continue to play a role in the crisis response, including through liquidity provision and
    securities purchases. A few Directors also noted that clarifying the seniority status of
    sovereign debt holdings by the ECB would help address market concerns."
  2. "Second, supportive monetary policy. Noting fundamentally weak inflationary pressures,
    Directors generally saw scope for further monetary easing, especially if downside risks
    to growth materialize, including through additional non-standard measures in view of
    the impaired monetary transmission mechanism."
  3. "Third, fiscal consolidation that is as growth friendly as possible and at a differentiated
    pace based on individual countries’ circumstances. To deal with growth surprises in the
    short term, Directors encouraged member states to focus on structural fiscal targets
    and exploit the flexibility built into the Fiscal Compact."

Í skýrslunni er einnig umfjöllun um sömu atriði - punkturinn er ekki síst sá að endurskipulagning vinnumarkaða og hagkerfa tekur tíma.

Að auki, tekur tíma fyrir þær aðgerðir að fara að skila jákvæðum árangri.

Til skamms tíma gjarnan leiða þær til frekari aukningar atvinnuleysis, og frekari samdráttar.

Þar sem ríkin í vanda eru þegar í erfiðri pressu, hvetja þeir til beitingar tækja Seðlabanka Evrópu, skv. greiningu þeirra myndi frekari lækkun vaxta litlu skila. Svo, aðalaðgerðin yrði að vera fjármögnuð af prentun sbr. "QE."

Þeir voru að biðja Seðlabanka Evrópu að hegða sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna, þegar Bandaríkin lentu í sinni efnahagsdýfi 2007 og 2008.

Ég held að það sé algerlega ljóst, að ESM er langt - langt í frá fært að gegna því hlutverki sem honum er ætlað, einfaldlega vegna þess - að aðildarríkin líklega geta ekki eða a.m.k. treysta sér ekki til að baktryggja allt klabbið.

Svo þ.e. í reynd eingöngu Seðlabankinn sem getur - hefur þann "fræðilega" styrk, til að halda hlutum á floti.

Þýskaland á sínum tíma gat reddað sér með auknum útflutningi - það gat Svíþjóð einnig á sínum tíma, og nú virðist að Írland ætli að gera slíkt hið sama.

Ég aftur á móti sé ekki ríki S-Evrópu fylgja þeim fordæmum, en samt þarf eitthvað að koma á móti, meðan hagkerfi þeirra draga sig saman, meðan atvinnulíf þar minnkar umsvif, og almenningur einnig - meðan á sama tíma ríkið einnig það gerir.

Þegar allir eru að minnka við sig samtímis - - þarf stórt ankeri á móti. Ég sé ekki þá risa-útflutningsmarkaði á plánetunni, sem gætu skaffað það ógnarfjármagn. Einungis Seðlabanki Evrópu er fær um það.

En fær hann heimild ríkjanna til að beita sér af fullu afli?

 

Niðurstaða

Þetta hefur verið ljóst lengi, að Seðlabanki Evrópu þarf að hegða sér eins og "Federal Reserve." Að auki er ljóst, að S-Evrópa þarf fjárhagsaðstöð ef S-Evrópa á að vinna niður ójafnvægið sem var búið að hlaðast upp, en skv. skýrslu var samanlagður viðskiptahalli innan svæðisins 20% af þjóðarframleiðslu svæðisins í heild, meðan að viðskipta-afgangur þess var einnig að sjálfsögðu 20%. 

Þessar tölur koma fram í skýrslunni. Þetta er ekkert annað en bólan sem búin var til á evrusvæði. Þ.s. 40% af þjóðarframleiðslu var skv. þessu loftbóla sem búin var til, með því að A lánaði B til að kaupa af A. Svo hefjast vandræði þegar B kemst í vanda vegna upphleðslu skulda. 

Skv. skýrslunni, þá hefur hallinn minnkað í 10%. En þó ekki meir en það, nemur þá enn 10%. Sem þá að sjálfsögðu þíðir að hagnaðurinn hefur einnig smættast í 10%. Svo ójafnvægið hefur helmingast. Skv. skýrslunni er þetta að gerast með samdrætti í löndum sem voru með viðskiptahallann.

Akkúrat, þannig hagsögulega séð gerist þetta alltaf - og sögulega séð fylgja slíku bólukrassi gjarnan skuldavandræði. Í reynd virðist að sá meinti aukni hagvöxtur sem til staðar var á sl. áratug á evrusvæði, sem svo mjög var rómaður af áhangendum evru - - hafi einfaldlega verið þessi bóla.

Með auknum samdrætti munu restin af þessum 20% einnig hverfa, nema að skuldirnar sitja eftir. Og ef þær eru ekki afskrifaðar, mun skuldakreppan íta löndunum sem voru með viðskiptahallann stöðugt dýpra og dýpra í klassíska "debt depression."

Það sýnist mér einmitt vera að gerast.

Löndin sem lánuðu munu þurfa að gefa eftir - ef löndin sem skulda eiga ekki að fara rakleiðis á hausinn.

En hótun þeirra er einföld og mjög skilvirk - að yfirgefa evruna, verða greiðsluþrota.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fara ekki Þjóðverjar í örgustu fýlu ef það á að fara að prenta Evrur?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 09:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög líklega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2012 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 847155

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 476
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband