Lánshæfi Ítalíu lækkað af Moody's!

Þetta er frétt sem kom fram sein í gærkveldi á vef Moody's og á vef Reuters fréttaveitunnar. En Moody's er búið að lækka lánshæfismat sitt á Ítalíu úr A3 í BAA2, eða skv. Moody's um tvö þrep. Skv. frétt Reuters er þetta tveim þrepum ofan við "rusl."

Italy’s government bond rating downgraded to Baa2 from A3, negative outlook maintained

UPDATE 2-Moody's downgrades Italy by two notcheswarns might cut further!

 

Moody's telur Ítalíu í hættu á niðurspíral! 

"The decision to downgrade Italy's rating reflects the following key factors:
  1. Italy is more likely to experience a further sharp increase in its funding costs or the loss of market access than at the time of our rating action five months ago due to increasingly fragile market confidence, contagion risk emanating from Greece and Spain and signs of an eroding non-domestic investor base. The risk of a Greek exit from the euro has risen, the Spanish banking system will experience greater credit losses than anticipated, and Spain's own funding challenges are greater than previously recognized. 
  2. Italy's near-term economic outlook has deteriorated, as manifest in both weaker growth and higher unemployment, which creates risk of failure to meet fiscal consolidation targets. Failure to meet fiscal targets in turn could weaken market confidence further, raising the risk of a sudden stop in market funding.  

"At the same time, Moody's notes that the sovereign's current Baa2 rating is supported by significant credit strengths relative to other euro area peripheral economies, including (1) maintenance of a primary surplus, (2) large and diverse economy that can act as an important shock absorber in the current crisis, and (3) substantial progress on the structural reforms which, if sustained in the coming years, could improve the country's competitiveness and growth potential over the medium-term."

Ég tek undir með starfsm. Moody's að Ítalía er lang sterkasta hagkerfið af evr. hagkerfum við Miðjarðarhaf, og Ítalía á mikið af mjög góðum samkeppnishæfum fyrirtækjum.

Ítalía á ímsa möguleika - lengra fram litið.

En hættan er fyrir hendi, að núverandi kringumstæður hratt versni og keyri landið í þrot.

Það ekki síst vegna, hratt versnandi efnahagsástands á Spáni - sem síst batnar nú þegar enn harkalegar á að skera þar niður.

Og nú er ljóst einnig, að Grikkland á ekki hina minnstu möguleika á að uppfylla skilirði svokallaðrar þrenningar þ.e. Seðlab. Evr. - AGS og björgunarsjóður evrusvæðis. 

 

Það er ekki síst ástandið í löndunum í kring sem skaðar Ítalíu! 

  • "Moody's believes that the normalisation of sovereign debt markets could take a number of years, with political event risk and the risk of sovereign defaults increasing as the crisis persists." 
  • "Moreover, events in Greece have deteriorated materially since the beginning of 2012, and the probability of a Greek exit from the euro area has materially increased in recent months."
  • "Likewise, an increased likelihood that Spain might require further external support against the backdrop of economic weakness and increased vulnerability to a sudden stop in funding."  
  • "In this environment, Italy's high debt levels and significant annual funding needs of €415 billion (25% of GDP) in 2012-13, as well as its diminished overseas investor base, generate increasing liquidity risk."

Ég sé enga ástæðu til að efast um það, að það sé rétt - að "normalísering" ástandsins, mun í besta falli taka mörg ár til viðbótar, Það sé ekki síst útlitið að það verði langvarandi - sem magnar hættu á ríkisþrotum. Þetta er besta útkoma, að krísan haldi áfram í mörg ár - síðan smám saman lagist ástandið.

En augljóst eru miklar og vaxandi líkur á því, að ástandið í staðinn verni áfram og ríkisþrot eigi sér stað mun fyrr. Eins og þeir benda á, hafa líkur á brotthvarfi Grikklands úr evru aukist á síðustu mánuðum. 

Hratt versnandi ástand mála á Spáni, er einnig mjög skaðlegt fyrir Ítalíu.

Miðað við það hver slæmt ástandið er í löndunum í kring, þá sé ekki unnt að útiloka að Ítalía lendi í greiðsluvanda. 

 

Svo er ástand efnahagsmála á Ítalíu - versnandi! 

  • "The second driver of today's rating action is the further deterioration in the Italian economy, which is contributing to fiscal slippage. Moody's is now expecting real GDP growth to contract by 2% in 2012, which will put further pressure on the country's ability to meet its fiscal targets, which were scaled back when the country published its Stability Programme in April. "
  • "Although its goal of achieving a structural budget balance in 2013 has not changed, the government now expects to achieve a nominal balanced budget in 2015, two years later than it expected when adopting a package of fiscal adjustment measures in December 2011." 
  • "More broadly, Moody's believes that Italy's fiscal goals will be challenging to achieve, particularly given the more adverse macroeconomic environment. " 

Ítalska hagkerfið að hluta til er að skaðast vegna ástandsins í nágrannalöndum, en einnig er Ítalía sjálf stödd inni í niðurskurða- og endurskipulagningar ferli. 

Moody's telur að í ljósi versnandi ástands í löndunum í kring, versnandi efnahagsástand á Ítalíu einnig; muni það vera erfið þrekþraun fyrir ítalska ríkið að ná útgjaldamarkmiðum sínum.

------------------------

Ég sé ekki ástæðu til að vera eins kurteis og starfsm. Moody's. Ég held að krystal klárt sé Ítalía í stórfelldri hættu, á að lenda í eigin niðurspíral. Eins og Spánn.

Þó líklega verði sá ekki endilega eins skelfilegur og á Spáni, þ.s. ástand mála á Ítalíu að mörgu leiti er mun skárra; þá flækir það málið hve ítalska ríkið skulda óskaplega mikið.

4 stærstu ríkisskuldir í heimi, ef miðað er við upphæðir. 

Vegna þess hve þær eru herfilega miklar fyrir - þá má Ítalía ekki við miklum efnahagssamdrætti.

Þegar ríki skuldar 120% þegar, þá spíralar skuldahlutfallið miðað við landsframleiðslu mjög hratt upp, ef efnahagssamdráttur á sér stað. 

 

Almenningur á Ítalíu er orðinn þreittur á kreppunni! 

  • "The negative outlook reflects our view that risks to implementing these reforms remain substantial. Adding to them is the deteriorating macroeconomic environment, which increases austerity and reform fatigue among the population. The political climate, particularly as the Spring 2013 elections draw near, is also a source of implementation risk. "
Þreitu og vaxandi óþols vegna niðurskurðar aðgerða núverandi ríkisstjórnar, sem beitt er ofan í versnandi efnahagsástand, hefur verið að gæta í hratt vaxandi mæli undanfarið á Ítalíu.
 
Berlusconi formaður stærsta stjórnmálaflokksins á þingi "Forca Italia" lýsti því nýlega yfir, að Ítalía ætti að draga sig út úr evrunni, sem allra fyrst.
 
Töluvert líklegt er að Berlusconi muni gera þetta að sínu kosningamáli.
 
Það má vel vera, að honum takist að endurnýgja umboð sitt hjá ítölskum kjósendum, það hafi í reynd verið snjall leikur hjá honum, að fara frá - og láta Mario Monti taka sviðsljósið um hríð.
 
Ég er ekki alveg klár á því hvenær kosningar eiga að fara fram, en þ.e. einhverntíma á næstu mánuðum.
 
 
Niðurstaða
Enn eitt áfallið fyrir evrusvæði, ofan á langa röð áfalla. Moody's hefur fellt lánshæfi Ítalíu. Nú er ástand mála svo, að Spánn er einu þrepi ofan við rusl en Ítalía tveimur. Bæði lönd eru metin á "neikvæðum" horfum. Sem þíðir skv. reglum fyrirtækisins, að jafnar líkur séu á því að matið verði fellt frekar næstu 6 mánuði. En, það á við um venjulegt ástand.
 
Ástandið nú er allt annað en venjulegt. Við getum því séð bæði Ítalíu og Spán lenda í rusli, einhverntíma um næsta haust. Jafnvel fyrr.
 
 
Kv. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 847155

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 476
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband