Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Það getur verið að evran sé við það að kveðja okkur eftir allt saman!

Það er ekki nema ein vika síðan að kynnt var samkomulag milli Angelu Merkel, François Hollande, Mariano Rajoy og Mario Monti - þess efnis að björgunarsjóður evrusvæðis myndi veita lán til spánskra banka beint og milliliðalaus. Sem sagt, það stóð til að spænska ríkið losnaði við það að bera ábyrgð á þeim lánveitingum.

Skv. samkomulaginu átti þó það fyrirkomulag ekki að taka gildi fyrr en sameiginlegt bankaeftirlit hefði verið stofnað, og gefin vilyrði um að það yrði fyrir nk. áramót.

En þetta samkomulag virðist - hugsanlega vera að leysast upp.

Hið minnsta hafa vaknað verulegar efasemdir um þetta samkomulag!

 

Neikvæð viðbrögð markaðarins!

Markaðir brugðust við þessum auknu efasemdum, og hækkaði vaxtakrafa fyrir spænsk og ítölsk ríkisbréf all verulega á nýjan leik - fór um hríð upp í rétt rúml. 7% fyrir 10 ára ríkisbréf, en endaði daginn í 6,97%. Krafan fyrir ítölsk 10 ára, fór í rétt rúmlega 6%.

Það vantar ekki mikið upp á að mál Spánar verði orðin eins afleit og var fyrir fundinn í sl. viku.

Það varð einnig allverulegt verðfall!

  • The British FTSE 100 has lost 0.57pc,
  • the German DAX has dropped 1.95pc and
  • the French CAC ended 1.78pc lower.
  • The Spanish IBEX slipped 3.14pc and
  • the Italian FTSE MIB is off by 2.53pc.

Markaðir eru enn eitthvað ofan við stöðu föstudags sl. viku, en ekki nema rétt svo - alveg eins og að vaxtakrafa Spánar er ekki enn alveg eins há og hún var orðin, en þó ekki mikið lægri.

Ekki síst - evran lækkaði töluvert, hefur ekki verið lægri gagnvart dollar í rúml. 2 ár sbr.:

"The euro fell 1 percent to a two-year low of $1.2264 before rebounding to $1.2296, off 0.77 percent."

Komin niður fyrir 1,3 á móti dollar.

Euro vs US Dollar Intraday Forex Chart

 

Það verður mikilvægur fundur nk. mánudag!

En það eru komnar nýjar efasemdir um þann fund!

Doubts Emerge in Bloc's Rescue Deal

Euro doubts fuel leap in bond yields

Ég get náttúrulega ekki selt þessar upplýsingar dýrar en ég keypti þær, en þetta er Wall Street Journal, ekki einhver héraðsfréttasnepill.

"Euro-zone countries would still have to guarantee the loans their banks receive from the region's permanent bailout fund, the European Stability Mechanism, even if it directly recapitalizes them, a senior European Union official with direct knowledge of the situation said."

"I need to make clear what the ESM can do: The ESM is able... to take an equity share in a bank. But only against full guarantee by the sovereign concerned," - "He added that while the member state's guarantee wouldn't directly show on the government's official debt burden, the loan "remains the risk of the sovereign."

Ef þetta er rétt, þá eyðileggur það tilganginn með samkomulaginu - en markaðurinn mun fyrir bragðið taka full tillit til þessara skuldbindinga.

Og víxlverkunin milli skuldakreppu ríkja og bankakreppu, er þá ekki rofin eftir allt saman.

En við skulum ekki strax lýsa samkomulagið ónýtt.

En það verður "ónýtt" ef þetta er raunverulega útkoman.

Fundurinn nk. mánudag á að fjalla um þessi mál.

"The official also said a second supposed breakthrough of the leaders' summit, the creation of a central euro-area banks supervisor involving the European Central Bank, won't be up and running before the second half of 2013."

Ef þetta er rétt hjá þessum ónefnda háttsetta embættismanni, þá er þetta annar líkistunaglinn í ofangreint samkomulag, en þ.e. alltof langur tími fram á mitt nk. ár, fyrir samkomulagið í reynd að taka gildi.

Þá á ég við, að Spánn hefur ekki þetta langan tíma.

Ef samkomulagið hrynur, þá eru mál aftur stödd í þeim fullkomna voða, sem þau voru stödd í - í sl. viku, er leit út fyrir að hrun myndi geta hafist þá og þegar.

"As a result of the delay, the official said it was highly unlikely that Spain's bailout would come from the ESM. Instead, it will likely be paid out from the transitional bailout fund, the European Financial Stability Facility, which requires all decisions to be made by unanimity."

Ef þetta þriðja atriði er einnig rétt, þá er ekki meir að fjölyrða um málið, að samkomulagið er dautt.

En ef féð þarf að koma úr ESFS þ.e. núverandi björgunarsjóði evrusvæðis, en það gilda aðrar reglur um hann en framtíðar björgunarsjóðinn ESM sem enn hefur ekki tekið gildi - en gildistaka hans dregst um óákveðinn tíma meðan Stjórnlagadómstóll Þýskalands fjallar um það hvort eins og hann er uppbyggður stenst þýsku stjórnarskrána.

Ekki vitað akkúrat hvenær dómstóllinn í Karlsruhe verður búinn að fella sinn úrskurð.

En ástæða þess, að ef féð þarf að koma úr ESFS drepur málið - er afstaða ríkisstjórnar Finnlands.

Fjármálaráðherra Finnlands - Jutta Urpilainen

Finland could leave the eurozone rather than pay other nations' debts, says Jutta Urpilainen

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/jutta_urpilainen.jpg

Hún fer afskaplega nærri því að hóta að Finnland dragi sig út úr evrunni!

"Finland is committed to being a member of the eurozone, and we think that the euro is useful for Finland. Finland will not hang itself to the euro at any cost and we are prepared for all scenarios."

Collective responsibility for other countries' debt, economics and risks; this is not what we should be prepared for. We are constructive and want to solve the crisis, but not on any terms.

"As part of its tough stance, Finland has said that it will begin negotiations with Spain next week in order to obtain collateral in exchange for taking part in a bailout for ailing Spanish banks"

Þetta er mjög harkalega afstaða - en er í takt við fyrri afstöðu ríkisstjórnar Finnlands, þegar kom að vandræðum Grikklands og Portúgals, þá heimtuðu finnar einnig veð.

Ég á ekki von á því að ríkisstjórn Spánar taki slíkri kröfu fagnandi - þvert á móti mun þeim líklega sýnast krafan meira en lítið frek. En Spánn hefur verið að krefjast öðruvísi framkomu, tja - vegna þess að það er Spánn sem er í vandræðum.

Að finnar krefjist þess sama af þeim og þeir áður hafa krafist, mun virkilega ífa mál upp.

En málið er - að ef peningarnir koma frá ESFS, þá hafa Finnar neitunarvald!

Í reynd er hinn laglegi finnski ráðherra, að hóta að beita því!

Mér sýnist hún í reynd segja - að við erum frekar til í að krassa evrunni - en að samþykkja ábyrgðir sem hugsanlega falla á finnska skattgreiðendur!

Eða hvað sýnist ykkur?

  • Finnar eru auðvitað í allt annarri aðstöðu en margir aðrir, en nýtt finnskt mark yrði sterkur gjaldmiðill, vegna þess hve Finnland stendur vel - með litlar skuldir og öflugt atvinnulíf.
  • Að krassa evrunni væri því ekki, ferleg áhætta fyrir finna.
  • Það auðvitað eykur trúverðugleika slíkrar hótunar.
  • Það virðist ljóst - að allt í einu eru mál orðin spennandi á ný.
  • Stefnir í að fundurinn nk. mánudag, sé allt í einu orðinn - SPENNUFUNDUR!

 

Niðurstaða

Allt í einu, eins og hendi sé veifað, virðist sem að samkomulagið frá föstudeginum í sl. viku, sé allt að holast upp, og jafnvel falla eins og það hafi aldrei verið gert. Enn getur þetta verið svo, að um storm í vatnsglasi sé að ræða. Að mánudagsfundurinn verði ekki eftir allt saman óskaplega dramatískur, og niðurstaða hans verði sú að samkomulagið haldi eftir allt saman.

En ef frétt Wall Street Journal er rétt, og frétt Financial Times, þá má vera að ofangreint samkomulag sé við það að falla.

Allt í einu er útlit fyrir að fundur ráðherra evrusvæðis nk. mánudag sé orðinn, ENN EINN SPENNUFUNDURINN.

Ef samkomulagið leysist upp - þá er allt í voða á nýjan leik.

Óvissan mun þá aftur hrannast upp með hraði - nema að í þetta sinn, verða aðilar á markaði enn tregari til að taka nokkuð mark á leiðtogum Evrópu.

Þá getur verið að evran sé við það að kveðja okkur - eftir allt saman!

 

Kv.


Mario Draghi lækkar vexti Seðlabanka Evrópu, og markaðir falla!

Áhugaverð viðbrögð markaða í gær, en það virðist sem ræða Mario Draghi, seðlabankastjóra evrusvæðis, hafi feykt í burtu því bleika skýi sem markaðir hafa verið staddir í siðan um sl. helgi. En markaðir hækkuðu mikið sl. mánudag, og svo hækkuðu þeir einnig sl. þriðjudag og miðvikudag. En viðbrögð þeirra við ræðu Draghi, var fall.

  • Hvað sagði hann sem var svo mikið áfall?
  • Einfaldlega það, að hlutir væru erfiðir.
  • Framvindan óviss.
  • Dökk skýr væru að hrannast upp.

Eða þannig má túlka hans ræðu á íslensku, og þ.e. eins og þetta hafi komið einhverjum á óvart :)

Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 July 2012

 

Punktar úr ræðunni:

  1. "Based on our regular economic and monetary analyses, we decided to cut the key ECB interest rates by 25 basis points."
  2. "Inflationary pressure over the policy-relevant horizon has been dampened further as some of the previously identified downside risks to the euro area growth outlook have materialised."
  3. "Consistent with this picture, the underlying pace of monetary expansion remains subdued."
  4. "Inflation expectations for the euro area economy continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2% over the medium term."
  5. "At the same time, economic growth in the euro area continues to remain weak, with heightened uncertainty weighing on confidence and sentiment."

Aðeins meira um efnahagsástandið:

  1. "On a quarterly basis, euro area real GDP growth was flat in the first quarter of 2012, following a decline of 0.3% in the previous quarter.
  2. Indicators for the second quarter of 2012 point to a renewed weakening of economic growth and heightened uncertainty.
  3. Looking beyond the short term we expect the euro area economy to recover gradually, although with momentum dampened by a number of factors. In particular, tensions in some euro area sovereign debt markets and their impact on credit conditions, the process of balance sheet adjustment in the financial and non-financial sectors and high unemployment are expected to weigh on the underlying growth momentum."

Takið eftir því hvað orðalagið er milt - hann segir að enginn hagvöxtur hafi mælst á evrusvæði á fyrsta ársfjórðungi.

Síðan, í reynd segir hann að líklega sé samdráttur á öðrum fjórðungi, en klárt er af orðalaginu þó hann segi það ekki beint, að útkoma annars ársfjórðungs er lakari en útkoma þess fyrsta.

En hann forðast greinilega eins og heitan eldinn, að nota orðið "samdráttur" eða "contraction."

Svo í þriðja lagi - skautar hann mjög létt yfir, talar um óvissu - en þá er hann að tala um það hratt vaxandi kreppuástand sem rýkir í S-Evrópu. Og enn greinilega hefur Seðlabankinn ekki yfirgefið þá afstöðu - að ástandið muni lagast.

Hið minnsta er auðlesið úr þessum stutta texta - að Seðlabankastjóri Evrópu hafi staðfest samdrátt á evrusvæði sem heild, á öðrum fjórðungi ársins.

Það er líklega ástæða þess, að markaðir féllu.

 

Sjá fréttir:

Euro, Stocks Retreat With Italy, Spain Bonds on ECB

ECB Cuts Main Rate to Record Low, Deposit Rate to Zero

Three central banks take action in sign of alarm

Central banks take action over growth

ECB Interest Rate Cut Inspires Little Hope

Það vakti athygli fjölmiðla, að seðlabanki Kínaveldir - lækkaði einnig vexti sama dag.

En það hefur verið að hægja verulega á innan Kína, þó enn mælist þar verulegur vöxtur heilt yfir, virðist að samdráttur geti verið hafinn á sumum svæðum, svæðisbundnar húsnæðisbólur geta verið að springa.

Þetta vekur aftur upp ótta um svokallaða "harða lendingu" í Kína.

Seðlabanki Bretlandseyja, ákvað að halda áfram að dæla peningum í breska hagkerfið svokallað "QE."

Í reynd þíðir það, að bankinn kaupir skuldabréf á markaði innan Bretlandseyja, m.a. útgáfur breska ríkisins - þannig að breska ríkið fær peningana í dag nærri ókepis.

  • Mjög áhugaverð ákvörðun Seðlabanka Danmerkur, en nú kostar að eiga fé á reikningi í vörslu Seðlabanka Danmerkur - "The Danish central bank took this step one stage further taking its deposit rate into negative territory for the first time, imposing a 0.2 per cent annual charge on certificates of deposit."
  • Þetta er greinilega ráðstöfun, til að hægja á flótta fjármagns til Danmerkur - en vandi sá sem það veldur, er að þá vill krónan hækka í virði á móti evrunni. En danski seðlabankinn viðheldur tengingu. Sú tenging getur fallið - með þeim hætti að evran falli gagnvart dönsku krónunni.

Málið er að evrukrýsan hefur ekki lagast - en það sést m.a. einnig á því hvað gerðist fyrr í vikunni er ríkisstjórn Spánar seldi skuldabréf, sbr.: "Just what that means for Spain was once again underlined this week. The country issued €3 billion ($3.73 billion) worth of bonds on Thursday, including €747 million worth of 10-year bonds. Despite solid demand, Madrid had to pay a rate of 6.43 percent on the 10-year bonds, up from the 6.04 percent it paid in its last such issue a month ago."

Þetta er þrátt fyrir það útspil sem átti sér stað á leiðtogafundi ESB á sl. viku.

 

Niðurstaða

Aðgerðir seðlabankanna sýna það að ástand efnahagsmála hefur versnað erlendis, sem eru auðvitað mjög slæmar fréttir fyrir okkur íslendinga. En undanfarna daga og vikur hefur hver hagspáin komið fram á Íslandi sem spáir góðum hagvexti nk. ár hér á landi. Alveg eins og, menn geri ekki ráð fyrir öðru en því, að mál með einhverjum óútskýrðum hagfræðilegum töfrabrögðum lagist á evrusvæði.

En ég get ómögulega séð hvernig þær hagspár geta ræst. En þær spár hljóta að gera ráð fyrir því, að viðsnúningur til hins betra eigi sér stað. Í stað þess sem blasir við, að evrusvæði er statt í versnandi niðurspíral inn í sífellt harðnandi kreppuástand.

Sýn "Bank of England" er a.m.k. mun jarðbundnari, en fyrir stuttu síðan sagði Seðlabankastjóri Bretlandseyja, að kreppan myndi standa a.m.k. 5 ár til viðbótar.

Ég held ég taki frekar mark á Mervyn King.

 

Kv.


Hollande ákveður að skattleggja hina ríku - nýjar vísbendingar um samdrátt í Evrópu!

Francois Hollande hefur ákveðið að leggja viðbótar skatta á stóra banka og ímis önnur stór fyrirtæki, auk þess að lagður er 75% skattur á árstekjur tekjur yfir 1 milljón evra, en ekki síst eru einnig lagðir nýir skattar á fasteignir í eigu útlendinga.

Best að halda til haga að skattarnir á banka og stórfyrirtæki virðast eiga að vera einungis þetta eina skipti.

Sennilega er ekki margt unnt að gera, til að minnka hallann nú þegar það er þegar hálfnað.

Sparnaður þarf einhvern lágmarks undirbúning, svo aðgerða í þær áttir - er sennilega ekki að vænta, fyrr en fjárlög næsta árs verða kynnt, sennilega við lok þessa árs eða upphaf þess næsta.

France Raises Taxes on Rich, Companies to Narrow Budget Gap

France targets rich with €7.2bn in tax rises

Francois Hollande announces French tax grab on holiday homes

France: Ready to jump ship

 

Augljósar vangaveltur:

  1. Hvaða áhrif mun skattlagningin hafa á virði sumarhúsa í Frakklandi, sem mörg eru í eigu útlendinga, sem fá nú þessa umtalsverður skattahækkun? En það hefur verið fasteignabóla í Frakklandi, vísbendingar upp á síðkastið - að virði eigna sé farið að lækka.
  2. Spurning hvaða áhrif skattlagning tekna allt að 90% þegar reiknað er með jaðaráhrifum, sem sannarlega eru hátekjur, mun hafa á samkeppnishæfni Frakklands - en frönsk fyrirtæki eins og önnur fyrirtæki, keppa um hæfa einstaklinga - auk þess að eigendur smærri fyrirtækja, sem eiga og reka þau á eigin reikning, geta leitast við að flýgja í skattaparadýsir. Forsætirráðherra Bretlands, hefur lofað:
  3. "David Cameron - I think it's wrong to have a completely uncompetitive top rate of tax. If the French go ahead with a 75 per cent top rate of tax we will roll out the red carpet and welcome more French businesses to Britain."
  4. Svo auðvitað, ef það ákveðið væri t.d. á næsta ári, að halda áfram með þann "one off" skatt sem nú hefur verið lagður, á stærstu fyrirtæki Frakkl. - væri það ekki beint að hvetja þau til fjárfestinga, akkúrat þegar Frakkland virðist komið í samdrátt.

Svo er útlit fyrir að ríkisstjórnin muni vera knúin til að skera verulega niður útgjöld á nk. ári.

Það verður áhugavert að sjá, hvort Frakkland er á leið í spænskan niðurspíral.

 

Nýjar vísbendingar um samdrátt í Evrópu!
Enn á ný vísa ég til "Pöntunarstjóra Vísitölunar" en MARKIT hefur nú gefið út endanlegar tölur fyrir júní, og þær tölur eru í ljótari kantinum, hvort sem litið er á PMI fyrir iðnfyrirtæki eða þjónustufyrirtæki. Þegar þær vísitölur eru svo lagðar saman, og tekið meðaltal - fæst þessi "composite" vísitala, eða samsetta vísitala.

Lesendur geta síðan borið saman tölurnar, eftir því hvort það er PMI iðnfyrirtækja, eða þjónustufyrirtækja, eða hin samsetta vísitala!

Munið að pantanir horfa aðeins inn í framtíðina - þ.s. þær eru vísbending um framleiðslu eða sölu næsta mánaðar. Þetta segir að júlí verði slæmur.

Undir 50 er minnkun, yfir 50 er aukning, jafnt og 50 er kyrrstaða!

Markit Eurozone Composite PMI (June)

Nations ranked by all-sector output growth (June)

  1. Ireland 51.4 3-month high
  2. Germany 48.1 36-month low
  3. France 47.3 3-month high
  4. Italy 43.3 2-month low
  5. Spain 42.0 2-month high 

Markit Eurozone Services-sector PMI (June)

  1. Ireland 49.7 in June, from 48.9 in May.
  2. Germany 49.9 in June, down from 51.8 in May.
  3. France 47.9 (45.1 in May), 3-month high.
  4. Italy 43.1 in June, up from May’s reading of 42.8,
  5. Spain 43.4 in June, from 41.8 in May,

Markit Eurozone Manufacturing PMI (June):

  1. Ireland 53.1 14-month high
  2. Austria 50.1 6-month low
  3. Netherlands 48.9 2-month high
  4. France 45.2 2-month high
  5. Germany 45.0 36-month low
  6. Italy 44.6 2-month low
  7. Spain 41.1 37-month low
  8. Greece 40.1 4-month low

Þar sem ég var að fjalla um Frakkland að ofan, þá er áhugavert að bera saman tölur fyrir frönsk iðnfyrirtæki annars vegar og frönsk þjónustufyrirtæki hins vegar.

  • Skv. PMI júní, segir að pantanir iðnfyrirtækja í Frakklandi hafi minnkað milli mánaða um 4,8% meðan sömu tölur fyrir þjónustuiðnað þann mánuð er minnkun um 2,1%.
  • Þjónusta er þannig séð að standa sig betur. Neysla innan Frakklands er ekki að minnka eins hratt. En minnkar þó.

Sama sagan er um Þýskaland, að þar er neysla að halda hlutum ívið uppi, en þar má þó einnig sjá, að neytendur eru farnir að hægja á sér - PMI Þýskalands fyrir þjónustu, sýnir stöðnun cirka.

Meðan PMI fyrir iðnframleiðslu Þýskal., sýnir samdrátt um 5%. Sem er töluverð minnkun.

Síðan eins og sést er samdrátturinn enn meiri á Spáni og Ítalíu. Ég veit ekki af hverju MARKIT er bara með PMI fyrir iðnað á Grikklandi, en samdráttur þar gerir áhugaverðan sbr. við samdráttartölur sérstaklega á Spáni. 

En Spánn virðist vera að nálgast samdráttarástand það sem rýkir á Grikklandi, og Ítalía virðist ekki mjög langt undan.

Það hvort tveggja eru mjög slæmar fréttir fyrir evrusvæði.

Ekki síst vegna þess, að bæði ríkisstjórn Ítalíu og Spánar, eru með töluvert hressilegar viðbótar sparnaðar aðgerðir í farvatninu - svo vart er þess að vænta annað en að, hraðinn á niðursveiflunni í báðum löndum eigi eftir að aukast.

Líkur fara að því er séð verður vaxandi á því, að bæði löndin stefni beint í það "debt depression" ástand sem rýkir í Grikklandi.

 

Niðurstaða

Nálgun nýrrar ríkisstjórnar sósíalista í Frakklandi á vandann heima fyrir virðist í takt við dæmigerð viðbrögð vinstri sinnaðra ríkisstjórna, þegar staðið er frammi fyrir útgjalda-vanda ríkisins.

Áhuga vekur að, ekkert bólar á aðgerðum til að endurskipuleggja atvinnulífið, þar. En viðbrögð nýs ráðherra atvinnumála eru ekki beint uppörvandi sbr.: "Strong appeals from Medef, the employers’ confederation, for relief from high social charges on employment have met the response that labour costs are not the primary cause of declining competitiveness."

Það verður auðvitað að koma í ljós hvað af verður í Frakklandi, en skattahækkunarstefna mun ekki vera sérlega vel til þess fallin, að örva atvinnulífið.

Hollande hefur talað um þörf á auknum hagvexti.

--------------------------------

Eins og sést af tölum MARKIT að ofan, er atvinnulífið í Evrópu ekki í góðu ástandi.

Vísbendingar eru skýrar um dýpkandi kreppu.

 

Kv.


Þýskaland virðist fljóta um á rósrauðu skýi!

Í ljósi þess að það geysar mjög alvarleg efnahagskrýsa á evrusvæði, er áhugavert hve bjartsýn glæný skýrsla AGS er - um þ.s. þeir telja líklega framvindu þýskra efnahagsmála!

GERMANY - 2012 ARTICLE IV CONSULTATION

Sjá einnig stutta samantekt - German Economy Fares Well But Reform Agenda Still Unfinished

Þetta er einnig áhugavert: Transcript of a Conference Call on Germany Article IV Consultation

Frétt FT: Germany ‘pivotal’ to rebalancing eurozone

 

AGS gerir ráð fyrir eftirfarandi!

Þessi skýrsla miðar út frá því, að mál á evrusvæði fari nú smám saman að lagast - lönd muni ná stjórn á eigin fjármálum, smám saman dragi úr samdrætti, tiltrú snúi til baka rólega. Síðan muni betri tíð hægt og rólega koma á ný.

Ég tek fram, að ég hef ekki séð svo jákvæðar væntingar um framvindu efnahagsmála á evrusvæði í allnokkurn tíma.

Grunar að afstaða eða sýn aðila innan þýska stjórnkerfisins, liti þessa niðurstöðu umtalsvert.

En þjóðverjar virðast sjálfir trúa því, að sú spennitreyja sem þeir hafa sett evrusvæði í, muni raunverulega skapa forsendur næsta viðsnúnings.

En hver er framvinda Þýskalands miðað við þessar "bjartsýnu forsendur"?

Bendi fólki að skruna á bls. 34 í skýrslu AGS. Þar kemur fram spá AGS um hagvöxt.

Hann er ekkert gríðarlegur, eða 1,3% að meðaltali nk. ár.

Markast af því, að AGS telur ekki mögulegt fyrir Þýskaland almennt séð að vaxa hraðar - vegna þess að Þýskaland er samfélag sem er að eldast mjög hratt, þ.e. því ekki lengur fjölgun á vinnumarkaði og þ.e. einmitt einn meginpunktur AGS, að þeir vilja hvetja hærra hlutfall þjóðverja til að vinna en sem nú það gera, svo unnt verði að hífa mögulegann vöxt í cirka 1,4%.

Þá þarf væntanlega að fá eitthvað af fólki á eftirlaunum til að taka hlutastarf.

Að auki vilja þeir að stjv. Þýskalands, standi ekki í vegi fyrir hækkunum launa, svo neysluaukning sem sést hefur stað, geti haldið áfram.

 

Hvað segir svo AGS að geti gerst?

Það er reyndar mjög litlu púðri varið í útlistanir á þ.s. ég myndi kalla raunhæfari spá um framvindu mála á evrusvæði.

En AGS nefnir að, ef mál fara verr- getur Þýskaland lent í snöggri, snarpri kreppu.

Þó er ekki teiknuð nein kreppu-sviðsmynd, en fram kemur að yfirvöld í samtali töldu slíkt afskaplega ólíklega útkomu, slógu á að þörf væri fyrir að undirbúa einhverjar sérstakar aðgerðir til að bregðast við því sem hugsanlega getur gerst.

Þetta sýnir þ.s. ímsir óháðir hagfræðingar hafa bent á, að þýska stjórnkerfið er svífandi á bleiku skýi - með allt, allt aðra sýn á líklega framvindu mála á evrusvæði, en t.d. hagfræðingar eins og Stiglitz.

En þeir sjá "Stöðugleika Sáttmálann" sem góðann hlut.

Nú sé loks verið að taka á málum.

Og það er bjartsýni um að, það muni skjótlega framkalla endurkomu tiltrú á hagkerfum Evrópu, og síðan endurkomu hagvaxtar innan árs héðan í frá.

Mér virðist alveg ljóst - að hin líklega útkoma að "Stöðugleika Sáttmálinn" sé að íta Evrópu inn í hratt versnandi kreppu; sé alls ekki þ.s. stjv. Þýskalands eiga von á.

 

Ég veit ekki hvað þarf til að rjúfa það rósrauða ský!

Allar hagtölur innan Evrópu sýna vaxandi samdrátt. Fyrir utan örfá lönd sem enn eru í hagvexti, að þá hægir á. 

Skv. þessari AGS skýrslu, mun Þýskaland sleppa við kreppu þetta ár, og mjög líklega skýn þarna í gegn afstaða þýska embættismannakerfisins - sem starfsm. AGS unnu þessa skýrslu í samvinnu við.

En þó skv. tölum sl. mánaðar, varð aukning á atvinnuleysi í Þýskalandi í fyrsta sinn um nokkurn tíma.

Sl. tvo mánuði hefir dregið úr iðnframleiðslu í Þýskalandi.

Síðan vekur athygli mikill samdráttur í pöntunum til þýskra iðnfyrirtækja í júní, sem er vísbending að júlí verði enn slakari - þ.e. enn meiri samdráttur iðnframleiðslu en í júní.

Þetta er svokölluð Pöntunarstjóra Vísitala: Tölur fyrir júní!

  • Undir 50 er minnkun, yfir 50 er aukning, jafnt og 50 er kyrrstaða!
  1. Ireland 53.1 14-month high
  2. Austria 50.1 6-month low
  3. Netherlands 48.9 2-month high
  4. France 45.2 2-month high
  5. Germany 45.0 36-month low
  6. Italy 44.6 2-month low
  7. Spain 41.1 37-month low
  8. Greece 40.1 4-month low

Skv. þessu er 5% samdráttur í pöntunum iðnfyrirtækja í Þýskalandi.

Takið eftir því, að þessar tölur eru þær verstu fyrir Þýskaland í 36 mánuði.

Miðað við þetta er það bjartsýnt að telja Þýskaland líklega vera með jákvæðann hagvöxt á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Mig grunar sterklega, að það sem við séum að sjá - sé þ.s. ég hef reiknað með síðan "Stöðugleika Sáttmálinn" var undirritaður snemma á þessu ári, að hann sé einmitt að dýpka kreppuna á evrusvæði.

Ástæður eru:

  1. Hann hefur knúið fram viðbótar sparnaðar aðgerðir ríkissjóða nær allra aðildarríkja evrusvæðis.
  2. Þetta telja þjóðverjar vera "að taka á sínum málum" - en þar virðist sýnin afskaplega einföld, að ef þ.e. halli, skera niður - ef það eru of miklar skuldir, skera meir niður og greiða þær niður.
  3. Vandinn við þetta sem ég tel þjóðverja ekki taka nægilega tillit til, er að ekki síst í Evrópu sunnanverðri fer saman við skuldavanda ríkissjóða, ásamt útgjaldavanda þeirra - að sjálf þjóðfélögin þ.e. almenningur er skuldum vafinn eftir fjárfestingabólu sl. áratugar og er sjálfur að draga saman seglin, leitast við að greiða niður sín lán, og það sama á við um atvinnulíf, að það er einnig að rifa seglin og greiða niður skuldir.
  4. Það veldur vanda fyrir markmið "Stöðugleika Sáttmálans" vegna þess, að við slíkar aðstæður er almenningur ekki líklegur til að auka neyslu - eða fyrirtæki að auka fjárfestingar; þegar ríkissjóðirnir einnig ákveða að rifa segl, draga úr eyðslu.
  5. Það er, þegar allt þetta þrennt fer saman - skuldavandi fyrirtækja, skuldavandi almennings og síðan ríkisstjórna; að þegar allir rifa seglin í einu. Hefst fullkominn stormur.
  6. Ég get ómögulega séð hvernig þetta getur haft aðra afleiðingu en þá, að hagkerfin þá spírala niður. Skuldirnar verði síðan hengingaólin - sameiginlega, það sem þá lætur undan fyrir rest, sé bankakerfið í ríkjum S-Evr. þegar slæm lán fara yfir krítískann þröskuld, og bankarnir byrja að rúlla.
  7. Að sjálfsögðu þá magnast atvinnuleysi, en þegar einkahagkerfið getur ekki komið inn í staðinn, ekki almenningur heldur; þá óhjákvæmilega bælist eftirspurn enn frekar, og ríkið þarf sífellt að framkvæma endurteknar nýjar niðurskurðaraðgerðir þegar hagkerfið lætur undan síga, og tekjur ríkisins minnka hratt. Þetta ferli sáum við á Grikklandi. Eins og tölurnar að ofan sýna, er atvinnulíf á Spáni að stefna í grískan samdrátt sbr. tölur yfir minnkun pantana á Spáni og Grikklandi.

Ég á von á því að þjóðverjar muni uppskera harða lendingu á seinni hluta árs.

Vegna þess að enn er það svo, að rúml. 40% af þeirra útflutningi fer til annarra Evrópuríkja.

Hrun eftirspurnar hlýtur að ná í skottið á þýskum hagvexti.

Þ.s. ég les úr skýrslunni er - að Þýskaland virðist sofandi fyrir þessari hættu.

 

Niðurstaða

Þessa dagana eru markaðir dálítið fljótandi á rósrauðu skýi eftir útkomu helgarinnar, þ.s. Angela Merkel virtist hafa veitt mikilvæga eftirgjöf. Markaðir hafa hækkað mikið í þessari viku, mesta hækkun síðan á fyrstu mánuðum ársins. En sú eftirgjöf er sýnd veiði ekki gefin.

Því málið er í reynd algerlega ófrágengið. Ríkisstjórnir Hollands og Finnlands hafa t.d. báðar lýst yfir andstöðu við samkomulagið. Andstaða þeirra er þó ekki nóg, þ.s. reglur ESM eða hinn nýja björgunarsjóð evrusvæðis eru aðrar en gilda um ESFS þ.e. þann sjóð sem enn er starfar, en tafir hafa orðið á gildistöku ESM sem taka á við af ESFS. En skv. reglum ESM geta eigendur cirka 90% fjármagns, krafist atkvæðagreiðslu og þá ræður sá stækkaði meirihluti. Svo Finnland og Holland geta ekki stöðvað málið.

Á hinn bóginn, á eftir að ganga frá því -- akkúrat hvaða bankastofnanir í Evrópu, geta fengið lán frá ESM, miðað við samkomulag þess efnis að ESM megi lána bönkum beint milliliðalaust.

Samtímis, hefur fjármagn til ESM ekki verið aukið. Þ.e. einungis 500ma.€ meðan kostnaður við uppihald Spánar í 3 ár, er í kringum þá fjárhæð - ef Spánn þarf á björgun að halda. Svo, ef Spánn kemst í vandræði, cirka verður sjóðurinn þurrausinn.

Eða, ef vandræðin á evrusvæði, kalla eftir mun meira fé út úr sjóðnum, til að halda bankastofnunum í S-Evr. á floti, þá getur sjóðurinn einnig tæmst frekar hratt.

------------------------------------

Ég er á því að framvindan á evrusvæði, verði sú - að kreppan haldi áfram að magnast upp.

Sem þýði, að slæmum lánum mun áfram fjölga - þannig að bankar í S-Evr. muni í stöðugt meira mæli þurfa á aðstoð að halda.

Og ef þeirri aðferð verður beitt, að þess í stað að láta Spán í björgunarprógramm, verði ESM peningum varið í kaup á útgefnum skuldabréfum spænska ríkisins.

Þá verður það spurning - hvort ESM dugar í heilt ár, eða hvort hann verður þurrausinn hraðar en það.

Ef það er "hraðar" þá getur aftur verið spenna á evrusvæði þegar nálgast nk. áramót.

Ekki má heldur gleyma því, að líklegt er að Írland þurfi björgun 2, sama á við um Portúgal. Sennilega næsta haust eða fyrir jól, og það fé mun einnig fara úr ESM.

Síðan þegar á seinni hluta ársins mig grunar ljóst verður að Þýskaland einnig verður komið í samdrátt.

Þá held ég að þjóðverjar verði mjög tregir cirka við nk. áramót eða á fyrstu mánuðum nk. árs, til að bæta við frekara fjármagni í björgunarsjóðinn.

Nk. áramót eða fyrstu mánuðir nk. árs, getur þá verið nk. "crunch time."

 

Kv.


Atvinnuleysi 11,1% á evrusvæði - óvæntur samdráttur iðnframleiðslu í Bandaríkjunum, samdráttur pantana japanskra og kínverskra iðnfyrirtækja!

Mánudag komu fram fullt af tölum sem allar segja sömu sögu - minnkun. Kreppan á evrusvæði er mjög bersýnilega farin að hafa umtalsverð neikvæð áhrif á framvindu efnahagsmála - heiminn vítt. Samdráttur pantana iðnfyrirtækja í Asíu er örugglega vegna samdráttar í eftirspurn frá Evrópu. Hinn óvænti samdráttur - þ.e. hagfræðingar áttu ekki von á honum - sem átti sér stað í iðnframleiðslu í Bandaríkjunum, er örugglega einnig af völdum þeirrar óvissu sem vandræðin á evrusvæði hafa búið til.

Síðan komu einnig fram efnahagstölu frá Evrópu sjálfri, sem allar sýna aukinn samdrátt.

Aukning í atvinnuleysi enn einn mánuðinn í langri röð!

Eurostat: Euro area unemployment rate at 11.1%

FT: Eurozone unemployment hits record high

FT: US manufacturing contracts in June

Reuters: Manufacturing shrinks, first time in nearly three years

Reuters: Slump in export orders hits Asian factories

Reuters: Euro zone factories hit hard in June, job cuts rise

 

Um aukningu atvinnuleysis!

Þetta eru auðvitað skelfilegar tölur - en þ.s. verst er í því, að ekkert annað fyrirsjáanlega er framundan en enn frekari aukning atvinnuleysis.

En enginn viðsnúningu er sýnilegur innan Evrópu þetta árið, líklega ekki það næsta heldur, svo við erum að tala um væntanlega að aukning atvinnuleysis haldi áfram mánuð eftir mánuð a.m.k. næstu 12 mánuði.

Eins og fram kemur í öðrum fréttum - eru afurðaverðslækkanir hafnar, atriði sem íslendingar hafa þegar séð í formi lækkandi fiskverðs.

En þetta gerist alltaf þegar eftirspurn dregst stöðugt saman - það þíðir einnig að vænta má frekari afurðaverðslækkana í framtíðinni.

 

Óvænt minnkun í iðnframleiðslu í Bandaríkjunum í júní!

Þetta er reyndar ekki mikil minnkun, þ.e. stuðullinn var 53,5 í maí en reyndist vera 49,7 í júní.

Það þíðir að aukning var 3,5% í maí en minnkun um 0,3% í júní.

En mönnum bregður samt í brún við þetta, því skv. tölum frá sl. mánuði hefur hægt svo á nýmyndun starfa í Bandaríkjunum, að atvinnuleysi getur verið farið að aukast í næst þegar tölur um það koma fram.

Slæmar fréttir fyrir Obama forseta - minnkar líkur á endurkjöri hans. Vatn á millu frambjóðanda Repúblikana.

Á sama tíma sýna tölur yfir pantanir, að úr þeim dregur enn meir þ.e. júní talan er 47,8% eða með öðrum orðum, samdráttur pantana upp á 2,2%.

Pantanir spá fyrir um minnkun framleiðslu næsta mánaðar.

Fram kemur í fréttinni að almennt er talið að ef iðnframleiðsluvísitalan fer í 47% þ.e. 3% samdrátt, þá samsvari það samdrætti í hagkerfinu, en að svo lítill samdráttur iðnframleiðslu sem nú mælist samsvari kringum 1% hagvexti.

Þá auðvitað hljóta tölur yfir pantanir að valda áhyggjum.

 

Mikill samdráttur framundan á evrusvæði!

Tölurnar eru mjög ljótar - sbr. Markit Eurozone Manufacturing PMI, yfirlit yfir pantanir:

  • Undir 50 er minnkun, yfir 50 er aukning, jafnt og 50 er kyrrstaða!
  1. Ireland 53.1 14-month high
  2. Austria 50.1 6-month low
  3. Netherlands 48.9 2-month high
  4. France 45.2 2-month high
  5. Germany 45.0 36-month low
  6. Italy 44.6 2-month low
  7. Spain 41.1 37-month low
  8. Greece 40.1 4-month low

Það er eiginlega Írland sem sker sig úr, en útflutningur þeirra hefur verið í aukningu, á Írlandi er einna helst að finna stór bandarísk fyrirtæki sem hafa verið að notfæra sér mjög lága skattlagningu á fyrirtæki - sem er mun lægri en bæði í Bandaríkjunum og almennt í Evrópu.

Það sem einna helst er áhugavert er hve samdráttur pantana er mikill meðal Þýskra iðnfyrirtækja, en í sl. mánuði mældist í fyrsta sinn aukning í atvinnuleysi, en samfellt hagvaxtartímabil hefur ríkt innan Þýskalands síðan um mitt ár 2010.

Þýskaland hefur verið "vélin" í Evrópu, hafa menn sagt, en nú er vélin klárlega að bræða úr sér.

Áhugavert er einnig hve samdrátturinn á Spáni er mikill - en ástandið þar er greinilega eins og sést að nálgast grískt samdráttarástand.

Ekkert af því kemur á óvart, en fj. hagfræðinga hafa akkúrat verið að vara við því, að ríkjandi stefna myndi einmitt keyra Spán í grískt far - mér sýnist tölurnar sýna að það sé akkúrat að gerast.

Ef atvinnuleysið á spáni er slæmt nú, kringum 25,6% þá getur það verið komið í 30% á nk. ári.


Gríðarlegar samdráttaraðgerðir framundan í Frakklandi!

France needs ‘unprecedented’ spending cuts

Ég velti fyrir mér hvort Hollande sé að undirbúa að tilkynna um harkalegann niðurskurð, en akkúrat nú þegar þingkosningum er ný lokið, kemur fram mjög dökk skýrsla!

"...the national auditor...Cour des Comptes spelt out the scale of the task..."The budgetary equation will be more difficult than expected because of the worse economic situation"..."The government must simultaneously cut not one but two deficits, in the public finances and in its competitiveness."..."Estimating that savings of 33bn.€ will be needed to hit the 2013 3% deficit target, the auditor said France could see its public debt hit 90% of GDP this year."...""The country is in the danger zone. The risk of a surge in the debt can't be excluded."..."It will require both an unprecedented curb on public expenditure and increase in taxes," Mr Migaud said."

Tímasetning framkomu skýrslu Hagstofu Frakklands vekur athygli - er klárt ekki tilviljun.

Skv. ofangreindu, verður Frakkland í svipaðri skuldastöðu við árslok og Spánn.

Þar sem ný ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi á eftir að kynna fjárlög, það er þess tíma sem eftir er af árinu. Þá bendir margt til þess, að tónn þeirra fjárlaga verði sambærilegur við tón fjárlaga ríkisstjórnar Spánar.

Nema, væntanlega verði leitast við að setja fram einhverja framkvæmdaáætlun - til að halda niðri atvinnuleysi.

Sem annars mun aukast stöðugt!

 

Niðurstaða

Framvindan í Evrópu virðist mér "SKELFILEG." Áhrif "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkel eru akkúrat þau, að kalla nær samtímis á viðbótar niðurskurð nær hvers einasta aðildaríkis evrusvæðis. Vegna þess að nær öll skulda meir en 60% og samtímis hafa þau nær öll halla umfram 3%.

Skipunin til þeirra allra, er að ná hallanum niður í 3% fyrir árslok 2013. Nema að Spánn hefur fengið eins árs frest. Og Grikkland sjálfsagt allir vita, mun aldrei ná því markmiði.

Að auki, eiga öll löndin sem skulda umfram 60% að lækka þær umframskuldir með hraði, þ.e. yfir árin eftir 2013.

Þetta virðist sjálfsagt ímsum rökrétt - A)Ef land hefur of mikinn halla, skera niður. B)Ef land skuldar of mikið, skera niður og greiða niður skuldir.

Vandinn er, að þetta á sér stað samtímis í svo mörgum löndum.

Auk þess, að á sama tíma eða svipuðum, eru fyrirtæki í sömu löndum einnig að greiða niður skuldir - þannig að fjárfesting einkaaðila er í lágmarki, því ekki líkleg að taka upp slakann sem ríkið skilur eftir.

Það er mjög mikilvægt atriði!

Svo bætist við, að á sama tíma, er almenningur víða hvar í sömu löndum, einnig skuldum vafinn og er að draga úr neyslu, því ekki heldur líklegur til að taka upp slakann sem ríkið skilur eftir.

Það er einnig mikilvægt atriði.

--------------------------

Þarna er því þrisvar höggið í sama knérunn! Sem skv. ísl. fornspeki er hættulegt.

Í reynd er enginn innan evrópsku hagkerfanna fær um að koma til skjalanna, til að taka upp þann slaka sem ríkissjóðirnir munu skilja eftir - þegar þeir draga sig til baka, á sama tíma og: almenningur, fyrirtæki auk þess bankar einnig samtímis eru að draga sig til baka.

Þess vegna getur sá niðurskurður einungis haft eina afleiðingu.

Aukinn samdrátt.

Sá mun víxlverka við aðstæður atvinnulífs og almennings, kalla á frekari samdrátt fyrirtækja og síðan einnig enn frekari minnkun neyslu.

Sem aftur mun kalla á frekari samdrátt hjá ríkinu, og síðan koll af kolli - hring eftir hring.

Þetta er niðurspírall sem kenndur er við "debt depression."

Ef hann er ekki stöðvaður - verður óhjákvæmilega mjög alvarlegt atvinnuástand fyrir rest, við sáum það í Þýskalandi 1932. Þá komust nasistar til valda í kjölfarið.

Og þeir störtuðu risastóru eyðluprógrammi - hervæðingu. Það virkaði til að stórfellt draga úr atvinnuleysi. Mun sagan endurtaka sig, að samdráttaraðgerðir kalli á kosningu öfgafullra ríkisstjórna?

Sem síðan grípa til eyðsluprógramma sem ekki má framkvæma skv. þeirri hagfræði trú sem nú rýkir.

Sem einmitt er merkilega lík þeirri hagfræði trú sem rýkti á kreppuárunum, og Kanes kenndi að miklu leiti um það hve kreppan varð djúp.

 

Kv.


Forsetakosningarnar sýna hve hugmyndir um persónukjör eru óraunhæfar, jafnvel barnalegar!

Eitt sem vert er að hafa í huga að forsetakosningar á Íslandi, eru kosningar um persónur. Þannig, þetta er það margrómaða persónukjör sem nokkur hópur landsmanna, ekki endilega meirihluti, hefur haft svo mikinn áhuga á.

 

Ég hef bent á tiltekna galla - sem mér finnst afskaplega augljósir!

  1. Þeir sem eru þekktir fyrir hafa augljóst forskot.
  2. Mætir frambjóðendur, þó þeir hafi margt til málanna að leggja, eiga enga möguleika eða fjarskalega litla, ef þeir hafa ekki mikið fjármagn að baki sér. 
  3. Yfirgnæfandi líkur eru á að, einstaklingar sem eru þekkt andlit hafi sigur. Tilvör geta þá einfaldlega verið fyrirfram æfð. Enda sjónvarpsfundir yfirleitt afskaplega klipptir og skornir. Viðkomandi þarf ekki að hafa mikið til brunns að bera. Snjalli frambjóðaninn með litla peninga, ekki fyrirfram-æfð tilsvör, er langlíklegastur til að verða undir.
  • Þetta er ekki sett upp sem gagnrýni á Ólaf Ragnar, enda eins og þeir sem eru þekkt andlit t.d. leikarar, fréttamenn, sjónvarpsstjörnur; þá auðvitað hefur sytjandi forseti einnig stórt forskot fyrir - að vera eins og slíkt fólk, einnig þekktur fyrir.
  • Málið er að, þjóðin getur ekki tekið mark á þeim, sem hún ekki þekkir. 
  • Þeir sem ekki eru þekktir fyrir, hafa það alltaf á móti sér - að þurfa fyrst að kynna sig, því reynslan sýnir og margsannar, að ekki fyrr en fólk veit af viðkomandi - fer það að veita orðum viðkomandi nokkra hina minnstu eftirtekt.
  • Ég held að forsetakosningarnar sýni einmitt þessa klassísku galla persónukjörs - að hinir frambjóðendurnir, höfðu aldrei nokkurn raunhæfann möguleika.
  • Það voru turnarnir tveir - þ.e. sjónvarpsstjarnan og sytjandi forseti.
  • Kosningabaráttuna í gegn, var það aldrei öðruvísi.

Þessi mynd blasti við frá upphafi. 

Hún breyttist ekki neitt - alveg frá upphafi og til enda! 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/forsetakosningar_-_fylgi.jpg 

Persónkjör yrði því óhjákvæmilega "celebrity politics."

Þ.e. hinna ríku eða frægu - eða hvort tveggja.

Einungis með því að banna auglýsingar með öllu í þjóðfélaginu á meðan kosningabarátta væri í gangi, þ.e. bann við auglýsingum allra aðila - væri unnt að kippa út áhrifum þeirra sem eiga peninga, og því næga til að auglýsa upp.

En þá yrði forskot "þekktra andlita" enn meira, hinir frægu myndu þá algerlega dóminera pólitík.

Pólitík yrði þá enn meiri egó tripp en þ.s. við erum vön í dag!

Það snerist allt um tiltekna mjög fáa vinsæla einstaklinga - stjörnurnar, leiðtogana.

Ég sé það ekki sem framför - yfir það, að baki stjórnmála standi flokkar sem hópar fólks standa að baki.

 

Úrslit kosninganna, eru góður sigur fyrir Ólaf Ragnar! 

Lokatölur komu um 8 leitið í morgun, og ljóst er að Ólafur Ragnar Grímsson náði því sem margir telja mikilvægt, rúmlega 50% atkvæða. En það gefur sterkar líkur fyrir því að Ólafur hefði unnið einnig, ef ríkti sambærilegt fyrirkomulag t.d. við Frakkland, þ.s. eru tvær umferðir síðari milli þeirra sem fengu mest.

Það er auðvitað ekki unnt að skjóta því algerlega föstu - en forskot hans á frambjóðanda númber 2, Þóru Arnórsdóttur er það mikið, en hún fékk á landsvísu 33,16% að líkurnar virðast mjög miklar.

Kjörsókn um 69,2%. Það telst léleg kjörsókn á Íslandi.

  1. Norðvesturkjördæmi: 71,8%.
  2. Norðausturkjördæmi: 72%.
  3. Suðurkjördæmi: 68,3%
  4. Suðvesturkjördæmi: 69,9.
  5. Reykjavík Suður: 68,8%.
  6. Reykjavík Norður: 66,5%

Það virðist þó ekki rétt hjá Ólafi, að það kjörsókn sé "áberandi minnst" í Reykjavík. En mér finnst munurinn ekki það mikill, til að hann teljist umtalsverður. 

 

Yfirlit úrslita:

 Ólafur Ragnar Grímsson:

  • Landið allt: 52,78%.
  1. Norðvesturkjördæmi: 58,16%.
  2. Norðausturkjördæmi: 50,61%.
  3. Suðurkjördæmi: 63,57%
  4. Suðvesturkjördæmi: 52,97.
  5. Reykjavík Suður: 49,55%.
  6. Reykjavík Norður: 46,26%
Þóra Arnórsdóttir:
  • Landið allt: 33,16%
  1. Norðvesturkjördæmi: 29,08%.
  2. Norðausturkjördæmi: 34,31%.
  3. Suðurkjördæmi: 23,88%.
  4. Suðvesturkjördæmi: 33,28%.
  5. Reykjavík Suður: 36,04%.
  6. Reykjavík Norður: 38,05%.
Ari Trausti Guðmundsson:
  • Landið allt: 8,64%
  1. Norðvesturkjördæmi: 7,3%
  2. Norðausturkjördæmi: 9,18%.
  3. Suðurkjördæmi: 7,77%
  4. Suðvesturkjördæmi: 8,7%
  5. Reykjavík Suður: 9,05%
  6. Reykjavík Norður: 9,13%
Herdís Þorgeirsdóttir:
  • Landið allt: 2,63%.
  1. Norðvesturkjördæmi: 2,19%.
  2. Norðausturkjördæmi: 2,85%.
  3. Suðurkjördæmi: 2,44%.
  4. Suðvesturkjördæmi: 2,45%.
  5. Reykjavík Suður: 2,63%.
  6. Reykjavík Norður: 3,11%.
Andrea Ólafsdóttir:
  • Landið allt: 1,8%.
  1. Norðvesturkjördæmi: 1,18%.
  2. Norðausturkjördæmi: 1,7%.
  3. Suðurkjördæmi: 1,46%.
  4. Suðvesturkjördæmi: 1,88%.
  5. Reykjavík Suður: 1,95%.
  6. Reykjavík Norður: 2,11%.
Hannes Bjarnason:
  • Landið allt: 0,98%.
  1. Norðvesturkjördæmi: 2,08%.
  2. Norðausturkjördæmi: 1,35%.
  3. Suðurkjördæmi: 0,88%.
  4. Suðvesturkjördæmi: 0,71%.
  5. Reykjavík Suður: 0,7%.
  6. Reykjavík Norður: 0,83%.
 
Hvað með það, hverjir kusu Ólaf Ragnar?
Það er óneitanlega rétt að benda á það, að það er mjög sérstakt að fylgi Ólafs skuli hafa færst til með þeim hætti sem það virðist hafa gert. Ólafur sannarlega setti sína kosningabaráttu fram með mjög snjöllum hætti. Og hann hafði fullan sigur.
 
En það eru ekki þeir sömu nema að litlu leiti sem kjósa hann nú, og er kusu hann síðast.  
 
Ég held að stóra málið sé - aðildarmálið.
 
Ég get sosum ekki sannað þetta - en mig grunar samt sem áður, að aðildarsinnar hafi kosið Þóru.
 
Að sjálfstæðissinnar hafi kosið Ólaf Ragnar.
 
Það skýrir þá fullkomlega af hverju fólk frá öllum flokkum kemur að framboði Þóru, það eru þá aðildarsinnar allra flokka.
 
Meðan að sjálfstæðissinnar standa mun meir með Ólafi.
 
Málið er að aðildarmálið er það sterkt - að það er í augum sjálfsstæðissinna þessa stundina þegar kemur að forsetaembættinu, mikilvægara atriði en í reynd "Hægri/Vinstri."
 
Það skýrir hverjir kjósa Ólaf - vegna þess að sjálfsstæðissinnar eru mjög fjölmennir meðal kjósendahópa þeirra sömu tilteknu flokka.
 
Það má vera að í fylgi Þóru megi sjá að einhverju leiti fylgi aðildarsinna þ.e. rúmlega 30%. En ég hef sett það nokkrum sinnum fram, að líklega sé það um 35% eða rétt neðan, eða rétt ofan. 
 
 
Niðurstaða
Öruggur sigur hjá Ólafi Ragnari, það er það sem stendur upp úr. Auðvitað vekja margir athygli á því að samsetning fylgis Ólafs er óneitanlega mjög sérstök miðað við söguna. En ég held að, andstaða Ólafs Ragnars við aðild, hafi skapað grundvöll þess fylgis. Ólafur sem sjálfsstæðissinni fær fylgi þaðan þar sem sjálfsstæðissinnar eru fjölmennastir.
 
Mig grunar að fylgi Þóru sé einkum fylgi aðildarsinna, og geti hugsanlega verið mæling á þeirra fylgi á landsvísu. Sé jafnvel vísbending um líklegt fylgi við aðildarsamning, þegar hugsanlega að slíkri kosningu myndi koma.
 
Síðan varðandi punktinn um persónukjör, þá held ég að það sé mikill misskilningur hjá því marga góða fólki sem heldur að slíkt fyrirkomulag væri svo augljóslega mikið betra.
 
Því miður finnst mér gæta meðal áhugamanna um persónukjör gjarnan afskaplega óraunhæfra væntinga.
 
En ég tel að kosningarnar sýni einmitt fram á að ég hef algerlega rétt fyrir mér með það, hvernig persónukjör myndi virka ef því væri einnig beitt í landsmálum t.d. ef við búum til Efri Deild á Alþingi, og höfum persónukjör skv. fyrirmynd forsetakjörs.
 
Fólk getur einfaldlega ekki dúkkað upp - lítt þekkt, þó það sé með góðar hugmyndir, og búist við að ná kjöri.
 
Það er hinn bitri sannleikur!
 
Það þarf að koma sér fyrir innan fjölmennari samtaka sbr. stjórnmálahreyfingar, eða líma sig við einhvern þekktan, sannfæra viðkomandi um þau sjónarmið.
 
Þannig hefur það alltaf verið! 
 
 
Kv. 

« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 847157

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 478
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband