Atvinnuleysi 11,1% á evrusvæði - óvæntur samdráttur iðnframleiðslu í Bandaríkjunum, samdráttur pantana japanskra og kínverskra iðnfyrirtækja!

Mánudag komu fram fullt af tölum sem allar segja sömu sögu - minnkun. Kreppan á evrusvæði er mjög bersýnilega farin að hafa umtalsverð neikvæð áhrif á framvindu efnahagsmála - heiminn vítt. Samdráttur pantana iðnfyrirtækja í Asíu er örugglega vegna samdráttar í eftirspurn frá Evrópu. Hinn óvænti samdráttur - þ.e. hagfræðingar áttu ekki von á honum - sem átti sér stað í iðnframleiðslu í Bandaríkjunum, er örugglega einnig af völdum þeirrar óvissu sem vandræðin á evrusvæði hafa búið til.

Síðan komu einnig fram efnahagstölu frá Evrópu sjálfri, sem allar sýna aukinn samdrátt.

Aukning í atvinnuleysi enn einn mánuðinn í langri röð!

Eurostat: Euro area unemployment rate at 11.1%

FT: Eurozone unemployment hits record high

FT: US manufacturing contracts in June

Reuters: Manufacturing shrinks, first time in nearly three years

Reuters: Slump in export orders hits Asian factories

Reuters: Euro zone factories hit hard in June, job cuts rise

 

Um aukningu atvinnuleysis!

Þetta eru auðvitað skelfilegar tölur - en þ.s. verst er í því, að ekkert annað fyrirsjáanlega er framundan en enn frekari aukning atvinnuleysis.

En enginn viðsnúningu er sýnilegur innan Evrópu þetta árið, líklega ekki það næsta heldur, svo við erum að tala um væntanlega að aukning atvinnuleysis haldi áfram mánuð eftir mánuð a.m.k. næstu 12 mánuði.

Eins og fram kemur í öðrum fréttum - eru afurðaverðslækkanir hafnar, atriði sem íslendingar hafa þegar séð í formi lækkandi fiskverðs.

En þetta gerist alltaf þegar eftirspurn dregst stöðugt saman - það þíðir einnig að vænta má frekari afurðaverðslækkana í framtíðinni.

 

Óvænt minnkun í iðnframleiðslu í Bandaríkjunum í júní!

Þetta er reyndar ekki mikil minnkun, þ.e. stuðullinn var 53,5 í maí en reyndist vera 49,7 í júní.

Það þíðir að aukning var 3,5% í maí en minnkun um 0,3% í júní.

En mönnum bregður samt í brún við þetta, því skv. tölum frá sl. mánuði hefur hægt svo á nýmyndun starfa í Bandaríkjunum, að atvinnuleysi getur verið farið að aukast í næst þegar tölur um það koma fram.

Slæmar fréttir fyrir Obama forseta - minnkar líkur á endurkjöri hans. Vatn á millu frambjóðanda Repúblikana.

Á sama tíma sýna tölur yfir pantanir, að úr þeim dregur enn meir þ.e. júní talan er 47,8% eða með öðrum orðum, samdráttur pantana upp á 2,2%.

Pantanir spá fyrir um minnkun framleiðslu næsta mánaðar.

Fram kemur í fréttinni að almennt er talið að ef iðnframleiðsluvísitalan fer í 47% þ.e. 3% samdrátt, þá samsvari það samdrætti í hagkerfinu, en að svo lítill samdráttur iðnframleiðslu sem nú mælist samsvari kringum 1% hagvexti.

Þá auðvitað hljóta tölur yfir pantanir að valda áhyggjum.

 

Mikill samdráttur framundan á evrusvæði!

Tölurnar eru mjög ljótar - sbr. Markit Eurozone Manufacturing PMI, yfirlit yfir pantanir:

  • Undir 50 er minnkun, yfir 50 er aukning, jafnt og 50 er kyrrstaða!
  1. Ireland 53.1 14-month high
  2. Austria 50.1 6-month low
  3. Netherlands 48.9 2-month high
  4. France 45.2 2-month high
  5. Germany 45.0 36-month low
  6. Italy 44.6 2-month low
  7. Spain 41.1 37-month low
  8. Greece 40.1 4-month low

Það er eiginlega Írland sem sker sig úr, en útflutningur þeirra hefur verið í aukningu, á Írlandi er einna helst að finna stór bandarísk fyrirtæki sem hafa verið að notfæra sér mjög lága skattlagningu á fyrirtæki - sem er mun lægri en bæði í Bandaríkjunum og almennt í Evrópu.

Það sem einna helst er áhugavert er hve samdráttur pantana er mikill meðal Þýskra iðnfyrirtækja, en í sl. mánuði mældist í fyrsta sinn aukning í atvinnuleysi, en samfellt hagvaxtartímabil hefur ríkt innan Þýskalands síðan um mitt ár 2010.

Þýskaland hefur verið "vélin" í Evrópu, hafa menn sagt, en nú er vélin klárlega að bræða úr sér.

Áhugavert er einnig hve samdrátturinn á Spáni er mikill - en ástandið þar er greinilega eins og sést að nálgast grískt samdráttarástand.

Ekkert af því kemur á óvart, en fj. hagfræðinga hafa akkúrat verið að vara við því, að ríkjandi stefna myndi einmitt keyra Spán í grískt far - mér sýnist tölurnar sýna að það sé akkúrat að gerast.

Ef atvinnuleysið á spáni er slæmt nú, kringum 25,6% þá getur það verið komið í 30% á nk. ári.


Gríðarlegar samdráttaraðgerðir framundan í Frakklandi!

France needs ‘unprecedented’ spending cuts

Ég velti fyrir mér hvort Hollande sé að undirbúa að tilkynna um harkalegann niðurskurð, en akkúrat nú þegar þingkosningum er ný lokið, kemur fram mjög dökk skýrsla!

"...the national auditor...Cour des Comptes spelt out the scale of the task..."The budgetary equation will be more difficult than expected because of the worse economic situation"..."The government must simultaneously cut not one but two deficits, in the public finances and in its competitiveness."..."Estimating that savings of 33bn.€ will be needed to hit the 2013 3% deficit target, the auditor said France could see its public debt hit 90% of GDP this year."...""The country is in the danger zone. The risk of a surge in the debt can't be excluded."..."It will require both an unprecedented curb on public expenditure and increase in taxes," Mr Migaud said."

Tímasetning framkomu skýrslu Hagstofu Frakklands vekur athygli - er klárt ekki tilviljun.

Skv. ofangreindu, verður Frakkland í svipaðri skuldastöðu við árslok og Spánn.

Þar sem ný ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi á eftir að kynna fjárlög, það er þess tíma sem eftir er af árinu. Þá bendir margt til þess, að tónn þeirra fjárlaga verði sambærilegur við tón fjárlaga ríkisstjórnar Spánar.

Nema, væntanlega verði leitast við að setja fram einhverja framkvæmdaáætlun - til að halda niðri atvinnuleysi.

Sem annars mun aukast stöðugt!

 

Niðurstaða

Framvindan í Evrópu virðist mér "SKELFILEG." Áhrif "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkel eru akkúrat þau, að kalla nær samtímis á viðbótar niðurskurð nær hvers einasta aðildaríkis evrusvæðis. Vegna þess að nær öll skulda meir en 60% og samtímis hafa þau nær öll halla umfram 3%.

Skipunin til þeirra allra, er að ná hallanum niður í 3% fyrir árslok 2013. Nema að Spánn hefur fengið eins árs frest. Og Grikkland sjálfsagt allir vita, mun aldrei ná því markmiði.

Að auki, eiga öll löndin sem skulda umfram 60% að lækka þær umframskuldir með hraði, þ.e. yfir árin eftir 2013.

Þetta virðist sjálfsagt ímsum rökrétt - A)Ef land hefur of mikinn halla, skera niður. B)Ef land skuldar of mikið, skera niður og greiða niður skuldir.

Vandinn er, að þetta á sér stað samtímis í svo mörgum löndum.

Auk þess, að á sama tíma eða svipuðum, eru fyrirtæki í sömu löndum einnig að greiða niður skuldir - þannig að fjárfesting einkaaðila er í lágmarki, því ekki líkleg að taka upp slakann sem ríkið skilur eftir.

Það er mjög mikilvægt atriði!

Svo bætist við, að á sama tíma, er almenningur víða hvar í sömu löndum, einnig skuldum vafinn og er að draga úr neyslu, því ekki heldur líklegur til að taka upp slakann sem ríkið skilur eftir.

Það er einnig mikilvægt atriði.

--------------------------

Þarna er því þrisvar höggið í sama knérunn! Sem skv. ísl. fornspeki er hættulegt.

Í reynd er enginn innan evrópsku hagkerfanna fær um að koma til skjalanna, til að taka upp þann slaka sem ríkissjóðirnir munu skilja eftir - þegar þeir draga sig til baka, á sama tíma og: almenningur, fyrirtæki auk þess bankar einnig samtímis eru að draga sig til baka.

Þess vegna getur sá niðurskurður einungis haft eina afleiðingu.

Aukinn samdrátt.

Sá mun víxlverka við aðstæður atvinnulífs og almennings, kalla á frekari samdrátt fyrirtækja og síðan einnig enn frekari minnkun neyslu.

Sem aftur mun kalla á frekari samdrátt hjá ríkinu, og síðan koll af kolli - hring eftir hring.

Þetta er niðurspírall sem kenndur er við "debt depression."

Ef hann er ekki stöðvaður - verður óhjákvæmilega mjög alvarlegt atvinnuástand fyrir rest, við sáum það í Þýskalandi 1932. Þá komust nasistar til valda í kjölfarið.

Og þeir störtuðu risastóru eyðluprógrammi - hervæðingu. Það virkaði til að stórfellt draga úr atvinnuleysi. Mun sagan endurtaka sig, að samdráttaraðgerðir kalli á kosningu öfgafullra ríkisstjórna?

Sem síðan grípa til eyðsluprógramma sem ekki má framkvæma skv. þeirri hagfræði trú sem nú rýkir.

Sem einmitt er merkilega lík þeirri hagfræði trú sem rýkti á kreppuárunum, og Kanes kenndi að miklu leiti um það hve kreppan varð djúp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fer Evru ferlið ekki að verða óviðráðanlegt úr þessu? Eru ekki að verða síðustu forvöð að fara að reyna að stýra henni í controlled crash, og síðan að skera Brusselítuna niður við trog það má örugglega spara stórar fjárhæðir með því einu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 20:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eru greinilega all nokkur drömu eftir, það virðist fullljóst.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.7.2012 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 844
  • Frá upphafi: 848998

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 775
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband