Það getur verið að evran sé við það að kveðja okkur eftir allt saman!

Það er ekki nema ein vika síðan að kynnt var samkomulag milli Angelu Merkel, François Hollande, Mariano Rajoy og Mario Monti - þess efnis að björgunarsjóður evrusvæðis myndi veita lán til spánskra banka beint og milliliðalaus. Sem sagt, það stóð til að spænska ríkið losnaði við það að bera ábyrgð á þeim lánveitingum.

Skv. samkomulaginu átti þó það fyrirkomulag ekki að taka gildi fyrr en sameiginlegt bankaeftirlit hefði verið stofnað, og gefin vilyrði um að það yrði fyrir nk. áramót.

En þetta samkomulag virðist - hugsanlega vera að leysast upp.

Hið minnsta hafa vaknað verulegar efasemdir um þetta samkomulag!

 

Neikvæð viðbrögð markaðarins!

Markaðir brugðust við þessum auknu efasemdum, og hækkaði vaxtakrafa fyrir spænsk og ítölsk ríkisbréf all verulega á nýjan leik - fór um hríð upp í rétt rúml. 7% fyrir 10 ára ríkisbréf, en endaði daginn í 6,97%. Krafan fyrir ítölsk 10 ára, fór í rétt rúmlega 6%.

Það vantar ekki mikið upp á að mál Spánar verði orðin eins afleit og var fyrir fundinn í sl. viku.

Það varð einnig allverulegt verðfall!

  • The British FTSE 100 has lost 0.57pc,
  • the German DAX has dropped 1.95pc and
  • the French CAC ended 1.78pc lower.
  • The Spanish IBEX slipped 3.14pc and
  • the Italian FTSE MIB is off by 2.53pc.

Markaðir eru enn eitthvað ofan við stöðu föstudags sl. viku, en ekki nema rétt svo - alveg eins og að vaxtakrafa Spánar er ekki enn alveg eins há og hún var orðin, en þó ekki mikið lægri.

Ekki síst - evran lækkaði töluvert, hefur ekki verið lægri gagnvart dollar í rúml. 2 ár sbr.:

"The euro fell 1 percent to a two-year low of $1.2264 before rebounding to $1.2296, off 0.77 percent."

Komin niður fyrir 1,3 á móti dollar.

Euro vs US Dollar Intraday Forex Chart

 

Það verður mikilvægur fundur nk. mánudag!

En það eru komnar nýjar efasemdir um þann fund!

Doubts Emerge in Bloc's Rescue Deal

Euro doubts fuel leap in bond yields

Ég get náttúrulega ekki selt þessar upplýsingar dýrar en ég keypti þær, en þetta er Wall Street Journal, ekki einhver héraðsfréttasnepill.

"Euro-zone countries would still have to guarantee the loans their banks receive from the region's permanent bailout fund, the European Stability Mechanism, even if it directly recapitalizes them, a senior European Union official with direct knowledge of the situation said."

"I need to make clear what the ESM can do: The ESM is able... to take an equity share in a bank. But only against full guarantee by the sovereign concerned," - "He added that while the member state's guarantee wouldn't directly show on the government's official debt burden, the loan "remains the risk of the sovereign."

Ef þetta er rétt, þá eyðileggur það tilganginn með samkomulaginu - en markaðurinn mun fyrir bragðið taka full tillit til þessara skuldbindinga.

Og víxlverkunin milli skuldakreppu ríkja og bankakreppu, er þá ekki rofin eftir allt saman.

En við skulum ekki strax lýsa samkomulagið ónýtt.

En það verður "ónýtt" ef þetta er raunverulega útkoman.

Fundurinn nk. mánudag á að fjalla um þessi mál.

"The official also said a second supposed breakthrough of the leaders' summit, the creation of a central euro-area banks supervisor involving the European Central Bank, won't be up and running before the second half of 2013."

Ef þetta er rétt hjá þessum ónefnda háttsetta embættismanni, þá er þetta annar líkistunaglinn í ofangreint samkomulag, en þ.e. alltof langur tími fram á mitt nk. ár, fyrir samkomulagið í reynd að taka gildi.

Þá á ég við, að Spánn hefur ekki þetta langan tíma.

Ef samkomulagið hrynur, þá eru mál aftur stödd í þeim fullkomna voða, sem þau voru stödd í - í sl. viku, er leit út fyrir að hrun myndi geta hafist þá og þegar.

"As a result of the delay, the official said it was highly unlikely that Spain's bailout would come from the ESM. Instead, it will likely be paid out from the transitional bailout fund, the European Financial Stability Facility, which requires all decisions to be made by unanimity."

Ef þetta þriðja atriði er einnig rétt, þá er ekki meir að fjölyrða um málið, að samkomulagið er dautt.

En ef féð þarf að koma úr ESFS þ.e. núverandi björgunarsjóði evrusvæðis, en það gilda aðrar reglur um hann en framtíðar björgunarsjóðinn ESM sem enn hefur ekki tekið gildi - en gildistaka hans dregst um óákveðinn tíma meðan Stjórnlagadómstóll Þýskalands fjallar um það hvort eins og hann er uppbyggður stenst þýsku stjórnarskrána.

Ekki vitað akkúrat hvenær dómstóllinn í Karlsruhe verður búinn að fella sinn úrskurð.

En ástæða þess, að ef féð þarf að koma úr ESFS drepur málið - er afstaða ríkisstjórnar Finnlands.

Fjármálaráðherra Finnlands - Jutta Urpilainen

Finland could leave the eurozone rather than pay other nations' debts, says Jutta Urpilainen

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/jutta_urpilainen.jpg

Hún fer afskaplega nærri því að hóta að Finnland dragi sig út úr evrunni!

"Finland is committed to being a member of the eurozone, and we think that the euro is useful for Finland. Finland will not hang itself to the euro at any cost and we are prepared for all scenarios."

Collective responsibility for other countries' debt, economics and risks; this is not what we should be prepared for. We are constructive and want to solve the crisis, but not on any terms.

"As part of its tough stance, Finland has said that it will begin negotiations with Spain next week in order to obtain collateral in exchange for taking part in a bailout for ailing Spanish banks"

Þetta er mjög harkalega afstaða - en er í takt við fyrri afstöðu ríkisstjórnar Finnlands, þegar kom að vandræðum Grikklands og Portúgals, þá heimtuðu finnar einnig veð.

Ég á ekki von á því að ríkisstjórn Spánar taki slíkri kröfu fagnandi - þvert á móti mun þeim líklega sýnast krafan meira en lítið frek. En Spánn hefur verið að krefjast öðruvísi framkomu, tja - vegna þess að það er Spánn sem er í vandræðum.

Að finnar krefjist þess sama af þeim og þeir áður hafa krafist, mun virkilega ífa mál upp.

En málið er - að ef peningarnir koma frá ESFS, þá hafa Finnar neitunarvald!

Í reynd er hinn laglegi finnski ráðherra, að hóta að beita því!

Mér sýnist hún í reynd segja - að við erum frekar til í að krassa evrunni - en að samþykkja ábyrgðir sem hugsanlega falla á finnska skattgreiðendur!

Eða hvað sýnist ykkur?

  • Finnar eru auðvitað í allt annarri aðstöðu en margir aðrir, en nýtt finnskt mark yrði sterkur gjaldmiðill, vegna þess hve Finnland stendur vel - með litlar skuldir og öflugt atvinnulíf.
  • Að krassa evrunni væri því ekki, ferleg áhætta fyrir finna.
  • Það auðvitað eykur trúverðugleika slíkrar hótunar.
  • Það virðist ljóst - að allt í einu eru mál orðin spennandi á ný.
  • Stefnir í að fundurinn nk. mánudag, sé allt í einu orðinn - SPENNUFUNDUR!

 

Niðurstaða

Allt í einu, eins og hendi sé veifað, virðist sem að samkomulagið frá föstudeginum í sl. viku, sé allt að holast upp, og jafnvel falla eins og það hafi aldrei verið gert. Enn getur þetta verið svo, að um storm í vatnsglasi sé að ræða. Að mánudagsfundurinn verði ekki eftir allt saman óskaplega dramatískur, og niðurstaða hans verði sú að samkomulagið haldi eftir allt saman.

En ef frétt Wall Street Journal er rétt, og frétt Financial Times, þá má vera að ofangreint samkomulag sé við það að falla.

Allt í einu er útlit fyrir að fundur ráðherra evrusvæðis nk. mánudag sé orðinn, ENN EINN SPENNUFUNDURINN.

Ef samkomulagið leysist upp - þá er allt í voða á nýjan leik.

Óvissan mun þá aftur hrannast upp með hraði - nema að í þetta sinn, verða aðilar á markaði enn tregari til að taka nokkuð mark á leiðtogum Evrópu.

Þá getur verið að evran sé við það að kveðja okkur - eftir allt saman!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki málið að Finnar búa Euro þjóða lengst frá suður Evrópuríkjunum og þeirra hugsunarháttur er kannski ólíkastur hugsunarhætti suður evrópu þjóðanna þannig að það sé hugsanlega óframkvæmanlegt að bræða þetta saman í einn pott. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 07:53

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Gengi á evrunni er að fara niður fjallshlíðina er núna kringum $1,226. Þá er spurningin hvenær kemur sú stund (eða viðmið) að fjárfestar fara að losa sig við evruna, til að taka ekki á henni þá er nefnilega allt búið.

Ómar Gíslason, 7.7.2012 kl. 10:55

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svo er eitt að S-Evr. þjóðirnar græða á því ef hún gengisfellur. Ein fræðileg redding fyrir þær væri einmitt að hún myndi fara niður á gengi á móti dollar á bilinu 0,8 - 1,0. Því lægra því betra.

En ég hef einhverntíma áður sagt, að rökrétt gengi hennar - sé gengisstaða þ.s. Spánn og Ítalía gengur upp, ef N-Evr. þjóðirnar treysta sér ekki til að gera þ.s. til þarf, svo gengið haldist hærra.

Spurningin væri að ef svo fer að hún fellur duglega, hvað gera N-Evr. þjóðirnar þá, er þær standa frammi fyrir verðbólguskelli, eins og við lentum í?

Þetta er ein hugsanleg sviðsmynd, að hún gengisfalli nægilega mikið til þess að S-Evr. þurfi ekki að fara út. En það hugsanlega í staðinn hvetur N-Evr. þjóðirnar til a' kveðja evruna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.7.2012 kl. 11:02

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar: hvers virði yrði Evran ef 0.8 miðað við $ USA, ef tekið er tillit til þess hve mikið $ USA féll, vegna Bush og efnahagsstríðs USA undir hans stjórn við Kína, það sem þú ert að lýsa með slíku falli er hrun í söluverðmæti sjáfarafurða okkar, um rúmlega 30% ef mið er tekið af deginum í dag, og ennþá meira ef horft er til gengisfals $ USA????

Magnús Jónsson, 7.7.2012 kl. 20:58

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er alveg rétt, enda ber ekki að taka mjög alvarlega þær efnahagsspár sem hafa verið að birtast hérlendis undanfarna daga og vikur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.7.2012 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 846
  • Frá upphafi: 849000

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 777
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband