Trump tekur mjög umdeilda ákvörðun að leggja af innflytjenda prógramm fyrir innflytjendur er komu til Bandaríkjanna ólöglega á barns aldri

Þessir svokallaðir "dreamers" kvá nærri 800þ. talsins, meirihlutinn í dag ungt fullorðið fólk. Þar sem að viðkomandi komu sem börn, séu þeir einstaklingar ekki í tengslum við upphaflegt heimaland. Þekki ekki það land - eru uppaldir Bandaríkjamenn, að öllu öðru leiti en að vera ekki ríkisborgarar!
--Það er út af þessu atriði, sem mörgum finnst það ógeðslegt að afleggja þetta prógramm!

Trump Ends DACA Program, No New Applications Accepted

  1. Þeir sem telja þetta rangt - benda á að þessir einstaklingar hafi ekki sjálfir tekið ákvörðun um að koma til Bandaríkjanna.
  2. Þeir hafi ekki borið ábyrgð á því að þeir komu ólöglega til Bandaríkjanna.
  3. Það standist líklega ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna - vilja sumir meina - að refsa einstaklingum fyrir ákvörðun; sem þeir voru of ungir til að bera ábyrgð á, og var fyrir utan tekin af þeirra foreldrum - ekki þeim sjálfum.
  • Fyrir utan að þessi ákvörðun er líkleg að skapa úlfúð meðal spænskumælandi hluta Bandaríkjanna -- draga úr möguleikum Repúblikana til að sækja þangað fylgi í framtíðinni.
  • Hinn bóginn, fagna innflytjendahaukar þessu -- líta á þetta sem það, að framfylgja lögum.
  • M.ö.o. kjósa þeir, að líta á þessa einstaklinga sömu augum -- og einstaklinga sem á lögræðisaldri tóku meðvitaða ákvörðun um að smygla sér til Bandaríkjanna!
  • Vilja líklega, reka þessa einstaklingar úr landi!

Repúblikanaflokkurinn virðist þverklofinn í afstöðu til málsins!
--Það er, hluti þingmanna flokksins gagnrýnir ákvörðunina harkalega.
--Sumir aðrir þingmenn, styðja hana!

Trump Moves to End DACA

Donald Trump: “Before we ask what is fair to illegal immigrants, we must also ask what is fair to American families, students, taxpayers, and job seekers,”

Trump ends ‘Dreamers’ immigration programme

Trump’s ‘Dreamers’ move marks victory for immigration hardliners

John McCain - “I strongly believe that children who were illegally brought into this country through no fault of their own should not be forced to return to a country they do not know.”

Orrin Hatch - Like the president, I've long advocated for tougher enforcement of our existing immigration laws. But we also need a workable, permanent solution for individuals who entered our country unlawfully as children through no fault of their own and who have built their lives here,”

Paul Ryan - "he hoped Congress could find consensus on a permanent legislative solution that includes ensuring that those who have done nothing wrong an still contribute as a valued part of this great country”.

Peter King - “Ending Daca now gives chance [to] restore Rule of Law. Rule of Law. Delaying so [Republican] Leadership can push Amnesty is Republican suicide,”

Nokkur fjöldi aðila úr viðskiptalýfinu lýsti yfir andstöðu!

Business voices outrage at Trump immigration move

Mark Zuckerberg, Facebook - This is a sad day for our country,” - “The decision to end [the programme] is not just wrong. It is particularly cruel to offer young people the American Dream, encourage them to come out of the shadows and trust our government, and then punish them for it.”

Tim Cook, Apple - “I am deeply dismayed that 800,000 Americans — including more than 250 of our Apple co-workers — may soon find themselves cast out of the only country they’ve ever called home.”

Lloyd Blankfein, Goldman Sachs - “Immigration is a complex issue but I wouldn’t deport a kid who was brought here and only knows America.”

Brad Smith, Microsoft - “We need to put the humanitarian needs of these 800,000 people on the legislative calendar before a tax bill,” - “As an employer, we appreciate that Dreamers add to the competitiveness and economic success of our company and the entire nation’s business community.” 

Jamie Dimon, Jp Morgan: “when people come here to learn, work hard and give back to their communities, we should allow them to stay in the United States”.

Dara Khosrowshahi, Uber - “against our values to turn our backs on #DREAMers.”

 

Lagatæknilega kom þetta fólk ólöglega til Bandaríkjanna!

Hinn bóginn virðist lauslega áætlað 80% þessa fólks hafa atvinnu - þ.s. það hefur búið í Bandar. frá barns aldri; þá er það Bandaríkjamenn að uppeldi og siðum.

Barn getur eðli sínu skv. og í samræmi við Vestræna lagahefð -- ekki verið glæpamaður.
--Börn eru alltaf saklaus, m.ö.o.

Áhugaverð spurning hvort þessi börn eru - ríkisborgarar þeirra landa sem foreldrar þeirra voru frá; lagatæknileg atriði sem ég þekki ekki.
--A.m.k. þekkir þetta fólk ekki þau uppruna lönd, kann sennilega ekki málið heldur.

  1. Fullyrðing Sessions að þetta fólk hafi tekið störf frá Bandaríkjamönnum - efa ég að haldi vatni.
  2. Enda er atvinnuleysi í Bandaríkjunum - í minna lagi og minnkandi vegna hagvaxtar, mun minna en í flestum löndum Evr.

--Hæft fólk með þekkingu og einhverja reynslu, á alltaf að geta fengið vinnu.
--Það sé ekki, slíkur skortur á störfum að það sé sennilegt að þetta fólk hindri Bandaríkjamenn frá því að fá starf.

Ég er ekki að kaupa það að til staðar séu verulegur fj. bandarískra fórnarlamba er séu án starfs vegna þessa einstaklinga.

  • Ef veggurinn hans Trumps virkar --> Þá sé ekki hætta á því að heimila þessu fólki að vera; valdi auknu aðstreymi yfir landamærin.
  1. Ég held það sé rökrétt að heimila fólki varanlega búsetu, er hefur atvinnu - ekki setið inni fyrir lögbrot.
  2. Og hefur búið í Bandaríkjunum frá barns aldri!

Það ætti ekki að vera flókið fyrir Bandaríkjaþing að mæla fyrir slíkri útkomu.
Það virðist vera þingmeirihluti fyrir slíkri útkomu - ef lagðir eru saman Repúblikanar er hafa talað í slíka átt, og þingmenn Demókrata

 

Niðurstaða

Mér finnst reyndar að það hafi verið óþarfi af Trump að hafa lagt niður fyrirkomulagið sem Obama kom á fyrir hönd þeirra einstaklinga er hafa búið í Bandaríkjunum frá barns aldri - en komu þó ólöglega til þeirra í upphafi.

En ekkert hindraði þingið í því að setja eigin lög um málið - án þess að tilskipunin væri fyrst aflögð.
--En miðað við viðbrögð þingheims í Bandar. virðist geta verið til staðar meirihluti fyrir því að heimila þessum einstaklingum að vera áfram innan Bandaríkjanna.
--Svo fremi að Donald Trump beiti ekki neitunarvaldi.

Ég mundi segja að rétt væri siðferðislega séð að leyfa þessu fólki að vera áfram, a.m.k. þeim hluta sem sannarlega hafa reynst vera góðir borgarar.

 

Kv.


Donald Trump virðist ætla að herða refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu - þrátt fyrir að James Mattis segði frekari hótunum frá Norður Kóreu yrði mætt með yfirgnæfandi hernaðarmætti

Ummæli Trumps sem ég bendi á eru eftirfarandi: Mattis warns of 'massive military response'

Donald Trump: "The United States is considering, in addition to other options, stopping all trade with any country doing business with North Korea.”

Sama dag, sagði James Mattis - varnarmálaráðherra Bandar:

James Mattis - "Any threat to the United States or its territories, including Guam, or our allies, will be met with a massive military response — a response both effective and overwhelming," - "We are not looking to the total annihilation of a country, namely North Korea, but as I said, we have many options to do so."

Það sem síðan vakti athygli mína eru ummæli Nikki Haley: Kim Jong Un 'begging for war'

Nikki Haley - “We have kicked the can down the road long enough,” - “There is no more road left.” - "Enough is enough," - "We have taken an incremental approach, and despite the best of intentions, it has not worked." - "War is never something the Unites States wants -- we don't want it now," - "But our country's patience is not unlimited. We will defend our allies and our territory." - Now is the time to take measures that are strong and robust enough to compel North Korea to seriously engage in dialogue," - "The new resolution must include not only additional measures to further block funds that could possibly flow into North Korea's illegal nuclear program, but also truly biting and robust measures that Pyongyang finds very painful."

En miðað við hvað Trump og Haley segja -- er stefnan klárlega á nýjar harðari refsiaðgerðir.
Frekar en að yfirvofandi sé að Donald Trump fyrirskipi stríð gegn Norður Kóreu!

U.S. envoy says North Korean leader 'begging for war' as U.N. mulls sanctions

 

Miðað við það eru Bandaríkin ekki við endann á veginum - enn sé greinilega hægt að sparka dósinni áfram þann veg!

Ég er ekkert hissa á þessu - afleiðingar stríðs yrðu óskaplegar, þ.e. eyðilegging líklega beggja Kóreuríkjanna samtímis, og óskaplegt manntjón.
--Þ.e. manntjón er gæti orðið meir en samanlagt af öllum hernaðarátökum Kalda-stríðsins!

  1. Ef mark er takandi á orðum Nicki Hailey - þá stendur til að skoða nánar viðskipti einstakra landa og fyrirtækja við Norður Kóreu.
  2. Og beita þau lönd - þrýstingi að hætta þeim viðskiptum.

Ef tekið er mið af hótun Trumps -- þá komi bersýnilega til greina af hálfu Bandaríkjanna!
Efnahagslegar refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjanna -- á slík ríki.
Og væntanlega má reikna með því -- að fyrirtæki geti einnig reiknað með refsingum eða bönnum frá Bandaríkjastjórn.

--Hinn bóginn taka refsiaðgerðir alltaf verulegan tíma að virka!
--Það sé ósennilegt að Bandaríkin treysti sér í efnahagsaðgerðir gegn Kína, er leiddu óhjákvæmilega strax til viðskiptastríðs.

Bandaríkjastjórn - gæti reynt að refsa einstökum kínverskum fyrirtækjum, hugsanlega ríkisfyrirtækjum -- ef þau stunda viðskipti við Norður Kóreu

Það sé hins vegar óvíst hve mikið bit slíkar aðgerðir hefðu -- þ.e. óvíst væri endilega að kínverskt ríkisfyrirtæki er væri kaupandi á t.d. kolum frá NK - hefði nokkur viðskipti við Bandar.

  1. Bandaríkin virðast nú vera að leita eftir mun harðari samþykktum frá SÞ.
  2. Þ.s. að Kína hefur neitunarvald -- þá verði ályktun líklega aldrei harðari en svo að Kína geti sætt sig við.

--Ég er m.ö.o. efins að nýjar refsiaðgerðir komi til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda Norður Kóreu.
--Hinn bóginn, gæti Bandaríkjastjórn sagst hafa gert eitthvað -- þannig sparkað dósinni áfram.

 

Niðurstaða

Ég stórlega efa að nýjar refsiaðgerðir stuðli að stefnubreytingu stjórnvalda Norður Kóreu. En þar sem þær alltaf taka tíma að skila þeim áhrifum sem þær geta haft. Þá geta stjórnvöld beitt þeim sem nokkurs konar biðleik - þegar þau eru í reynd gersamlega ráðþrota um aðrar lausnir.
--Það sé líklega hvað Donald Trump stendur frammi fyrir.
--Að hann sé lentur á sama punkti og Obama, að stríð sé alltof áhættusamt, meðan að ekkert annað sé í boði en - refsiaðgerðir.

Þannig að þrátt fyrir orð Haley að ekki sé unnt að sparka dósinni áfram veginn!
Þá sé það einmitt líklegasta niðurstaðan að enn verði henni sparkað fram!

 

Kv.


Norður Kórea sprengir sína öflugustu kjarnorkusprengju fram að þessu

Skv. "US Geological Survey" orsakaði sprengingin jarðskjálfra upp á 6,3 Ricther meðan að Suður-Kórea taldi jarðskjálftann vera að stærðinni 5,7.
--Hvort sem er rétt þá er um að ræða langsamlega öflugustu sprengjuna fram að þessu.

Miðað við bandarískar mælingar, er stígandinn umfangi sprenginganna mælt í kílótonnum:

  1. 9. Oct. 2006: 0,5-1Kt.
  2. 25. Maí 2009: 2-4Kt.
  3. 12. Feb. 2013: 6-9Kt.
  4. 6. Jan. 2016: 7-9Kt.
  5. 9. Sept. 2016: 10Kt.
  6. 3. Sept. 2017: 100Kt.
  • Eða, skv. mælingu SK: 70-80Kt.

Burtséð frá því hvort miðað er við áætlun stjv. SK eða Bandar. - er um að ræða dramatískt öflugari sprengju en fyrri skiptin.

  1. Stærð sprengingarinnar virðist ekki umfram það sem unnt er að ná fram með kjarnaklofnunarsprengju eða "nuclear fission bomb": Nuclear weapon yield.
  2. Fyrir bragðið eru sérfræðingar efins um fullyrðingar SK að um vetnissprengju eða "Hydrogen Bomb" hafi verið að ræða, enda sprengiaflið þá vanalega miklu meira.

    "Kim Dong-yub, a defense analyst at the Institute for Far Eastern Studies at Kyungnam University in Seoul, said he believed the device that North Korea detonated on Sunday was a “boosted” atomic bomb. He said the estimated explosive yield of 60 to 80 kilotons was too low for a bona fide hydrogen bomb, which can pack more than 1,000 times the destructive power of an ordinary nuclear weapon."

North Korea confirms sixth nuclear test

North Korea detonates sixth and most powerful nuclear test

North Korea detonates its most powerful nuclear device yet

North Korea claims test of missile-ready hydrogen bomb

 

Mynd sem yfirvöld NK birtu, engin leið að vita hvort myndin sýnir raunverulegu sprengjuna eða eftirlíkingu

Kim Jong Un virðist telja að Bandarísk stjórnvöld séu þegar búin að stíga öll þau skref sem þau geta stigið, án stríðs -- m.ö.o. Bandaríkin geti ekkert frekar gert, nema hefja stríð!

  1. “Kim Jong Un now understands that Washington does not have the ability to crank up its maximum pressure strategy any further,”
  2. “He understands Washington does not realistically have a military option. The only option is for Washington to recognise North Korea as a nuclear state and hope to contain it like with the Soviet Union.” - "...Bong Young-shik, an authority on North Korea at Seoul’s Yonsei University, said..."

Kim Jong Un telji sig m.ö.o. geta ótrauður haldið áfram með sína kjarnorkuvopna-áætlun.
Bandaríkin muni ekki hefja stríð af fyrra bragði.
--Bandaríkin hafi engan raunhæfan valkost sem dugar til að stöðva Norður Kóreu.

 

Vandamálið með stríð - að manntjón yrði óskaplegt

  1. Ef NK nokkru sinni er líkleg að beita kjarnavopnum, þá er það einmitt við þær aðstæður að Bandaríkin ákveddu að hefja stórfelldar árásir á NK.
  2. Ég held að það sé ekki óhætt að reikna með öðru en að Kim Jong Un beiti kjarnavopnum við þær aðstæður.
  3. NK ræður yfir skammdrægum og meðaldrægum flaugum, er geta borið vopn til Suður-Kóreu, og Japans -- þó verið getia að NK hafi einnig einhvern fj. langdrægari flauga.
    --Þá virðist NK eiga mun fleiri skammdrægar og meðaldrægar flaugar.
  4. NK ætti a.m.k. að geta beitt kjarnavopnum á Kóreuskaga.

Þannig að niðurstaða stríðs yrði líklega eyðilegging beggja Kóreuríkjanna.
Og sennilega manntjón mælt í milljónum - auk geislamengunar er getur borist með vindum víðar, þess vegna yfir til Kína eða Japans, jafnvel Rússlands. Háð vindáttum ríkjandi þá dagana.

Þetta er auðvitað hvað - James Mattis átti við, er hann kallaði stríð "catastrophic."

Þannig að einfaldlega hefur Kim Jong Un sennilega rétt fyrir sér!
Að Bandaríkin muni ekki hefja stríð af fyrra bragði.
Að Norður Kórea geti haldið fram sinni kjarnorkuvopnaáætlun ótrauð.

 

Niðurstaða

Þó að stríð virðist ekki líklegt, þá er líklega rétt að segja - að nk. daga verði stríðshætta sennilega í hámarki. En Bandaríkin virðast hafa teigt sig eins langt og þau geta, án stríðs. Þannig að í kjölfar kjarnorkutilraunar Norður Kóreu, sem kemur ofan í ítrekaðar tilraunir með langdrægar eldflaugar - þar með talið eldflaug er féll í hafið rétt handan við Japan um daginn.
--Má reikna með að Donald Trump muni raunverulega íhuga spurninguna um stríð nk. daga.

En í ljósi þess óskaplega tjóns og manntjóns sem slíku stríði mundi fylgja.
Er ég enn á því þrátt fyrir allt að stríð sé ólíklegt!

Þannig að líklega komist NK upp með það að klára uppsetningu síns kjarnorkuvopnavígbúnaðar.
Sem auðvitað þíði, að Bandaríkin neyðist þá þess í stað að leggja áherslu á frekari framþróun gagnflaugakerfa - ekki er algerlega vitað t.d. enn hversu áreiðanlegt "THAAD" raunverulega er.
--En Bandaríkin geta lagt áherslu á þróun fullkomnari gagneldflauga!

  1. Ég er á því enn sem fyrr að Kim Jong Un sé að standa í þessu til þess að tryggja sín völd til frambúðar.
  2. Að áhersla hans á kjarnavopn sé til þess að tryggja það að stór herveldi búin kjarnaorkuvopnum, þori ekki að hefja hernaðarátök við Norður Kóreu af fyrra bragði.

Rétt að ryfja upp morðið á hálf bróður Kims Jong Un, sem Kom Jong Un án vafa fyrirskipaði - en hálf bróðirinn var myrtur á flugstöð í Malasíu fyrir rúmu ári. Sennilegast virðist að morðið hafi haft þann tilgang, að ryðja úr vegi hugsanlegum keppinaut um völdin í NK.
--M.ö.o. hegðan Kims Jong Un bendi til ofuráherslu hans á það að tryggja eigin völd.

Það væri skv. því órökrétt af honum að ráðast á Bandaríkin af fyrra bragði, því slík aðgerð leiddi líklega til dauða hans sjálfs og endaloka hans valdaferils þar af leiðandi - auðvitað eyðileggingar NK.
--Þannig að mitt rökstudda mat er að Kim Jong Un sé ólíklegur að fyrirskipa kjarnorkuárás af fyrra bragði.
--Þannig að fæling muni örugglega virka gagnvart NK.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband