Norður Kórea sprengir sína öflugustu kjarnorkusprengju fram að þessu

Skv. "US Geological Survey" orsakaði sprengingin jarðskjálfra upp á 6,3 Ricther meðan að Suður-Kórea taldi jarðskjálftann vera að stærðinni 5,7.
--Hvort sem er rétt þá er um að ræða langsamlega öflugustu sprengjuna fram að þessu.

Miðað við bandarískar mælingar, er stígandinn umfangi sprenginganna mælt í kílótonnum:

  1. 9. Oct. 2006: 0,5-1Kt.
  2. 25. Maí 2009: 2-4Kt.
  3. 12. Feb. 2013: 6-9Kt.
  4. 6. Jan. 2016: 7-9Kt.
  5. 9. Sept. 2016: 10Kt.
  6. 3. Sept. 2017: 100Kt.
  • Eða, skv. mælingu SK: 70-80Kt.

Burtséð frá því hvort miðað er við áætlun stjv. SK eða Bandar. - er um að ræða dramatískt öflugari sprengju en fyrri skiptin.

  1. Stærð sprengingarinnar virðist ekki umfram það sem unnt er að ná fram með kjarnaklofnunarsprengju eða "nuclear fission bomb": Nuclear weapon yield.
  2. Fyrir bragðið eru sérfræðingar efins um fullyrðingar SK að um vetnissprengju eða "Hydrogen Bomb" hafi verið að ræða, enda sprengiaflið þá vanalega miklu meira.

    "Kim Dong-yub, a defense analyst at the Institute for Far Eastern Studies at Kyungnam University in Seoul, said he believed the device that North Korea detonated on Sunday was a “boosted” atomic bomb. He said the estimated explosive yield of 60 to 80 kilotons was too low for a bona fide hydrogen bomb, which can pack more than 1,000 times the destructive power of an ordinary nuclear weapon."

North Korea confirms sixth nuclear test

North Korea detonates sixth and most powerful nuclear test

North Korea detonates its most powerful nuclear device yet

North Korea claims test of missile-ready hydrogen bomb

 

Mynd sem yfirvöld NK birtu, engin leið að vita hvort myndin sýnir raunverulegu sprengjuna eða eftirlíkingu

Kim Jong Un virðist telja að Bandarísk stjórnvöld séu þegar búin að stíga öll þau skref sem þau geta stigið, án stríðs -- m.ö.o. Bandaríkin geti ekkert frekar gert, nema hefja stríð!

  1. “Kim Jong Un now understands that Washington does not have the ability to crank up its maximum pressure strategy any further,”
  2. “He understands Washington does not realistically have a military option. The only option is for Washington to recognise North Korea as a nuclear state and hope to contain it like with the Soviet Union.” - "...Bong Young-shik, an authority on North Korea at Seoul’s Yonsei University, said..."

Kim Jong Un telji sig m.ö.o. geta ótrauður haldið áfram með sína kjarnorkuvopna-áætlun.
Bandaríkin muni ekki hefja stríð af fyrra bragði.
--Bandaríkin hafi engan raunhæfan valkost sem dugar til að stöðva Norður Kóreu.

 

Vandamálið með stríð - að manntjón yrði óskaplegt

  1. Ef NK nokkru sinni er líkleg að beita kjarnavopnum, þá er það einmitt við þær aðstæður að Bandaríkin ákveddu að hefja stórfelldar árásir á NK.
  2. Ég held að það sé ekki óhætt að reikna með öðru en að Kim Jong Un beiti kjarnavopnum við þær aðstæður.
  3. NK ræður yfir skammdrægum og meðaldrægum flaugum, er geta borið vopn til Suður-Kóreu, og Japans -- þó verið getia að NK hafi einnig einhvern fj. langdrægari flauga.
    --Þá virðist NK eiga mun fleiri skammdrægar og meðaldrægar flaugar.
  4. NK ætti a.m.k. að geta beitt kjarnavopnum á Kóreuskaga.

Þannig að niðurstaða stríðs yrði líklega eyðilegging beggja Kóreuríkjanna.
Og sennilega manntjón mælt í milljónum - auk geislamengunar er getur borist með vindum víðar, þess vegna yfir til Kína eða Japans, jafnvel Rússlands. Háð vindáttum ríkjandi þá dagana.

Þetta er auðvitað hvað - James Mattis átti við, er hann kallaði stríð "catastrophic."

Þannig að einfaldlega hefur Kim Jong Un sennilega rétt fyrir sér!
Að Bandaríkin muni ekki hefja stríð af fyrra bragði.
Að Norður Kórea geti haldið fram sinni kjarnorkuvopnaáætlun ótrauð.

 

Niðurstaða

Þó að stríð virðist ekki líklegt, þá er líklega rétt að segja - að nk. daga verði stríðshætta sennilega í hámarki. En Bandaríkin virðast hafa teigt sig eins langt og þau geta, án stríðs. Þannig að í kjölfar kjarnorkutilraunar Norður Kóreu, sem kemur ofan í ítrekaðar tilraunir með langdrægar eldflaugar - þar með talið eldflaug er féll í hafið rétt handan við Japan um daginn.
--Má reikna með að Donald Trump muni raunverulega íhuga spurninguna um stríð nk. daga.

En í ljósi þess óskaplega tjóns og manntjóns sem slíku stríði mundi fylgja.
Er ég enn á því þrátt fyrir allt að stríð sé ólíklegt!

Þannig að líklega komist NK upp með það að klára uppsetningu síns kjarnorkuvopnavígbúnaðar.
Sem auðvitað þíði, að Bandaríkin neyðist þá þess í stað að leggja áherslu á frekari framþróun gagnflaugakerfa - ekki er algerlega vitað t.d. enn hversu áreiðanlegt "THAAD" raunverulega er.
--En Bandaríkin geta lagt áherslu á þróun fullkomnari gagneldflauga!

  1. Ég er á því enn sem fyrr að Kim Jong Un sé að standa í þessu til þess að tryggja sín völd til frambúðar.
  2. Að áhersla hans á kjarnavopn sé til þess að tryggja það að stór herveldi búin kjarnaorkuvopnum, þori ekki að hefja hernaðarátök við Norður Kóreu af fyrra bragði.

Rétt að ryfja upp morðið á hálf bróður Kims Jong Un, sem Kom Jong Un án vafa fyrirskipaði - en hálf bróðirinn var myrtur á flugstöð í Malasíu fyrir rúmu ári. Sennilegast virðist að morðið hafi haft þann tilgang, að ryðja úr vegi hugsanlegum keppinaut um völdin í NK.
--M.ö.o. hegðan Kims Jong Un bendi til ofuráherslu hans á það að tryggja eigin völd.

Það væri skv. því órökrétt af honum að ráðast á Bandaríkin af fyrra bragði, því slík aðgerð leiddi líklega til dauða hans sjálfs og endaloka hans valdaferils þar af leiðandi - auðvitað eyðileggingar NK.
--Þannig að mitt rökstudda mat er að Kim Jong Un sé ólíklegur að fyrirskipa kjarnorkuárás af fyrra bragði.
--Þannig að fæling muni örugglega virka gagnvart NK.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gefum okkur að NK myndi senda kjarnorkuflaug á GUAM;

hvernig finndist þér að BANDAMENN ættu að bregðast við því?

Með kjarnorkuárás á höfuðborgina í NK eða myndu venjulegar sprengjur nægja á öll hernaðarmannvirkin í NK?

Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 14:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, afar ólíkleg sviðsmynd en Kína hefur látið NK vita, að ef NK ræðst á af fyrra bragði - muni Kína enga tilraun gera til að stöðva Bandaríkin. Þannig að þá er útkoman örugg - eyðilegging NK, og Bandar. fá frýtt spil til þess frá Kína.
Á sama tíma hefur Kína varað Bandar. við því - að tilraun af fyrra bragði til þess að sameina Kóreuríkin með valdi, verði ekki umborin.
--Ég tek því sem hótun Kína til Bandar. um fulla þátttöku í Kóreustríði ef Bandar. ráðast þar inn, án þess að NK hafi startað stríðinu af fyrra bragði.

    • Kim Jong Un myrti frænda sínn, síðar hálf bróður sinn - til að útiloka að unnt væri að nota þá í valdaplotti gegn honum.

    • Kim Jong Un virðist vera að leitast við að tryggja sín völd - kjarnavopnin hafi líklega þann tilgang, að útiloka hernaðarárás á NK - þar með útiloka tilraun til þess að steypa stjórn hans með innrás eða hernaði.

    --Meðan að árás af hans hálfu af fyrra bragði, mundi tryggja eyðileggingu ríkis hans og setja líf hans sjálfs í mikla hættu.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 3.9.2017 kl. 15:06

    3 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Spurnigunni er ennþá ósvarað;

    Myndi USA senda kjarnorkusprengju beint á höfuðborgina í NK                          eða reyna bara að eyðileggja helstu hernaðartólin í NK með venjulegum sprengjum?

    (Ef að svo ólíklega vildi til að NK sendi eldflaug beint á GUAM):

    Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 15:15

    4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

    Skynsamlegast fyrir USA að bregðast ekki við hótunum NK gagnvart þeim.  Aðrar þjóðir nær eru í meiri hættu.  Trump er í þeirri stöðu að vera "damned if you do and damned if you don´t".  Heppilegra að láta nágrannana ákveða viðbrögðin - ekki síst Kína sem ber þó nokkra ábyrgð á ástandinu.

    Kolbrún Hilmars, 3.9.2017 kl. 15:35

    5 identicon

    Einar, svona "orðrómur" er ekki við hæfi í svona málum ...

    Svo er þessi hugmynd um að kjarnorkusprengjur þurfi að vera stórar, lítið annað en kunnáttuleysi.  Það sem "þarf" til að búa til vetnissprengju er "fission-fusion-fission" device ... með öðrum orðum, þú notar kjarnorkusprengju til að gefa þann hita, sem þarf til að "fusion" verði í vetni. Þannig að það er spurning, hvort tilvitnun í N.Kóresu sé ekki röng ... að hann sé að tala um að hafa "efnið" til að búa til vetnissprengju.  En ef þetta var í raun 100kt, þá er það nokkuð líklegt.

    Í langan tíma hafa menn keppst við að búa til "Tactical nuclear weapon", sem eru "low yielding".  Sem dæmi má nefna "cobolt" sprengju Rússa, sem mun eyða öllu lífi þar sem hún spryngur.  En hún er í tundurskeyti, og er "dirty" nuclear device ... eða "salted weapon".  Hugmyndin er ekki að drepa þig með stórri sprengingu, heldur með eitruninni sem af henni kemur.  Síðan eru "gravity bomb", sem kaninn var að prófa um daginn.  Þetta eru einnig "low yielding", og er ætlað að nota í venjulegum hernaði þar sem eigin hermenn eru einnig í námunda við sprengjuna.

    Siðan er alveg hægt að segja það að kauði hefur rétt fyrir sér, þó klikkaður sé ... eina leiðin fyrir N.Kóreu að vernda sig ... er að eiga "deterrant", eða sprengju og "delivery" til að geta haft "dead mans hand" í höndunum. Því miður.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 17:01

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Bjarne, svokallaðar "tactical" sprengjur eru alltaf "nuclear fission" af eðlilegum orsökum þ.s. vetnissprengja notar kjarnasprengjur sem "detonators."
    --Þ.e. ekki nóg af hafa tvær kjarnaklofnunarsprengjur til að búa til kjarnasamruna.
    --Ég held að þrjár sé absolút lagmarksfj. þ.s. vetnið þarf að ná nægum þrýstingi þá þarf hann að algeru lágmarki að vera úr 3. áttum.

    Talið um "cobolt" sprengjur eða er fyrst og fremst orðrómur.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 3.9.2017 kl. 17:18

    7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

    Eg held að það skynsamlegasta sé að gera ekki neitt. Hugsa að N- Kórea sé á brauðfótum efnahagslega og staða Kims sem leiðtoga byggist eingöngu á að gera sig breiðan. Öll viðbrögð um ótta verða túlkuð honum í hag og mjög ólíklegt er að hann hefji kjarnorkustríð af fyrra bragði.

    Jósef Smári Ásmundsson, 3.9.2017 kl. 17:20

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jón, Bandaríkin munu alltaf svara með eyðileggingu NK, ef NK ræðst á Bandar. af fyrra bragði. Það veit enginn hvort Bandar. mundu nota kjarnavopn eða bara venjulegar sprengjur.
    --Rökin fyrir venjulegum sprengjum væri þá fyrst og fremst, ótti við dreifingu geislavyrkni um víðan veg.
    --Það væri þá fyrst og fremst af ótta við að eitra nágranna lönd NK - sem Bandar. kannski beita ekki kjarnavopnum í slíku tilviki.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 3.9.2017 kl. 17:21

    9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jósef, hann notar krísuna til að þjappa þjóðinni.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 3.9.2017 kl. 17:21

    10 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Það er stóra spurningin hvort að USA myndi eyða höfuðborg NK með 1 kjarnorkusprengju til að lama landið sem mest í 1 skoti eða hvort að þeim myndi nægja að eyðileggja allar herstöðvar í NK með venjulegum sprengjum án kjarnorku?

    (Ef að svo ólíklega vildi til að NK sendi eldflaug beint á GUAM):

    Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 17:52

    11 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Það má líka velta því upp hvað framk.st. SAMEINUÐUÞJÓÐANNA myndi leggja til

    ef að  NK sendi eldflaug beint á GUAM?

    Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 18:40

    12 identicon

    Þetta er ekkert rétt, að "tactical" séu í eðli sínu "fission".  Þsð er ekkert það lögmál til,sem segir að kjarnorkusprengja þurfi að vera stór ... hinar eldri sprengjur voru illa hannaðar, og ekki nema hluti efnisins varð fyrir "fission" og úrfallið skapast af úrani sem ekki varð fyrir "fission" heldur dreifðist um eins og gerist þegar bandaríkjamenn skjóta "úran" kúlum, sem notaðar eru í skriðdrekum og anti-equipment vopnum. Þ.e. fyrst og fremst geislun frá þessum ögnum sem eru hættuleg ... þetta sannar Nagasaki, Hiroshima ásamt Júgóslavía og Írak. Börnin í Fallujah urðu fyrir meiri skaða, en fólk í Nagasaki ... og þær hörmungar sem notkun úrans hefur skapað í Írak, er stór glæpur gegn mankyninu.

    Þannig að hugur þinn um að kaninn noti ekki kjarnorkusprengjur, er ekkert annað en bull trúarofstækismanns, sem ekki horfir í augu við staðreyndir.

    Kórea - Bandaríkjamenn beittu "biologocial weapons", sem er aðal ástæða haturs N.Kóreumanna á vesturlöndum.  Þú mátt alveg trúa þvi, littli vinur ... að þær hafa ástæðu fyrir hatrinu.

    Vietnam - Agent Orange.

    Irak/Júgóslavía - Úran skot (þyngd úrans er miklu meira en blý, en það verður að púðri og dreifist um allt).

    Ef þú heldur að bandaríkjamenn hafi ekki vitað af afleiðingum Úran kúlna ... ertu ekki með á nótunum um málið.  Farðu á netið og sláðu inn "Highway of death" ... glæpaverk, brot á Genf og Haag.  Skoðaðu "Children of Fallujah", og kynntu þér málið um það "getuleysi" sem almennt hefur dreift sig um mið-austurlönd sem afleiðing.  Þú kanski kemst að því, af hverju Imamarnir séu svona hatursfullir í þinn garð, og minn.

    Kaninn væri ekki að þróa "Gravity bomb", nema af því að hann ætlar að nota hana ... maður býr til "vetnissprengju", til þess að þurfa aldrei að nota hana.  Maður býr til "tactical" vopn, til að GETA notað þau.  Meðal "tactical" vopna, eru "bunker busters" ... sem allir halda að verði að vera stórt sveppamoln til að vera kjarnorkuvopn ... rangt.  Menn sjá alltaf fyrir sér Szar Bomba, sem er tífallt stærri en nokkur kjarnorkusprengja kananum hefur tekist að búa til.

    Að búa til kjarnorkusprengju, og meira að segja vetnissprengju er barnaleikur ... vandamálið er ekki að sprengja þetta, heldur að sjá til þess að þetta sé það stöðugt að það spryngi ekki upp í andlitið á þér. Þegar menn, beita árum og áratugum í að byggja "stóra" sprengju, þá er það til þess gert að þurfa aldrei að nota hana.

    Bandaríkjamenn hafa beitt "tactical" vopnum í öllum sínum stríðum.  Og þú getur séð likin, og eiturgufuna leggja um hálfan heiminn í kjölfar styrjalda þeirra.  Til dæmis er notkun efnavopna í Sýrlandi nánast algerlega af hálfu skæruliða ... einugis fyrsta skiptið, er mögulegt að Sýrlandsher hafi notað það ... því "efnavopn", notarðu einungis þar sem þú ætlar ALDREI að fara inn ... þú dreifir því ekki fram fyrir mennina þína.  Það er einungis sá sem hörfar, sem notar slíkt ... þetta er "tactical" weapon, og þú notar það í ákveðnum tilgangi ... skapa "no mans land", til að koma í veg fyrir að árásarherinn komist lengra.  Af sömu ástæðu notar herinn við "full metal jacket" kúlur.  Þsð er ekki til að spara líf, heldur til þess að óvina herinn þurfi að nota meira lið til að sjá um særða á vellinum.  Með öðrum orðum "tactical".  Notkun bandaríkjamanna á Agent Orange, var til að "eyða" skóginum í Víetnam ... littlu skipti um þær miljónir manna sem létu lífið af eitrinu.

    Til dæmis, er mjög líklegt að allt þetta fár í kringum Norður Kóreu sé fyrst og fremst Bandaríkin sjálf sem eru að reyna að koma vopnum sínum í sölu.  Bandaríkin eru í gjaldþroti, örþurfa ... enda geta þeir ekki lengur rænt Rússa á Möltu.  Bandaríkin eru með trilljónir í skuldir ... landið að grotna upp. Ekki einu sinni tekjur af "GOT" hjá HBO nær að bæta eitt gat í peningapyngjunni ...

    Nú er ég ekki að segja að svo sé, en kaninn er að ganga um og reyna allt til að hræða aumingjana í heiminum ... til þess að "kaupa" frá sér vernd.  Svona svipað og Al Capone, í gamallri mafíu mynd.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 20:23

    13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Bjarne, vetnissprengja notar kjarna-klofnunar-sprengjur sem hvell hettur. Slíkt sprengja þarf a.m.k. að hafa 3 rámar mig í því að það þarf að þjappa vetninu saman undir svakalegum þrýstingi til að kalla fram -- samruna.
    --Það er einfaldlega svo að ekki er mögulegt að smækka kjarnaklofnunar sprengjur niður fyrir það lágmarks efnismagn sem þarf svo að kjarnaklofnun geti átt sér stað -- um er að ræða abslút eðlisfræðilegt lágmar.

    Þannig er einfaldlega fullkomlega ómögulegt að búa til smáa vetnissprengju þannig að vígvalla vopn hljóta alltaf að vera "nuclear fission."
    --Þ.e. einfaldlega þannig.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 3.9.2017 kl. 20:56

    14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jón, þ.e. nánast öruggt að kjarnavopnum yrði beitt í Kóreustríði - jafnvel þó kanar mundu ekki beita þeim mundi NK án vafa beita sínum vopnum áður en þau yrðu eyðileggingu að bráð.
    --Þannig að ef kanar hefja átök við NK -- má einnig kissa bæ bæ til SK.
    --En NK án vafa hendir kjarnasprengjum sennilega nokkrum yfir SK.
    Og tryggir þar með samtímis eyðileggingu SK.
    ______________
    Ég sé enga leið framhjá því, sé ekki að kanar geti hindrað þá útkomu - þ.e. ef stríð hefst þíði það gersama eyðileggingu beggja ríkjanna, og manntjón upp á margar milljónir auk þess að geislamegnun líklega berst víðar -- sennilega til Kína, hugsanlega lengra svo sem til Japans mögulega eða A-Rússlands -- fer eftir ríkjandi vindáttum þegar kjarnasprengingarnar fara fram.

      • Þetta er ástæða þess af hverju ég met stríð ólíklegt - vegna óskaplegs manntjóns.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 3.9.2017 kl. 21:00

      15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Maður fer nú að rifja upp apaplánetuna þar sem fangar frá jörðinni sá Empire states mara í kafi sandauðnar,eða nei minnismerkið sem Frakkar gáfu USA.-- ?? 

      Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2017 kl. 23:16

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Mars 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30
      31            

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (29.3.): 1
      • Sl. sólarhring: 2
      • Sl. viku: 28
      • Frá upphafi: 845416

      Annað

      • Innlit í dag: 1
      • Innlit sl. viku: 27
      • Gestir í dag: 1
      • IP-tölur í dag: 1

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband