Yfir 270.000 Rohingyar hafa flúið Myanmar á tveim vikum - SÞ hefur beðið ríki heims um aðstoð

Um virðist að ræða skipulagðar þjóðernishreinsanir/þjóðarmorð á Rohingya fólkinu frá Rakhine héraði nærri landamærum Bangladesh. Öruggar heimildir sýna að ríkisstjórn Myanmar - hernaðaryfirvöld landsins og embættismenn; eru sjálf að skipuleggja verknaðinn. Herveitir virðast skipulega brenna Rohingya þorp í Rakhine héraði.
--270þúsund er viðbót við þá sem áður höfðu flúið, þíðir að nærri helmingur allra Rohingya eru nú alþjóðlegir flóttamenn.
--Líklega er nú innan við milljón Rohingyar eftir í Myanmar!

  1. Það skiptir engu máli þó að það hafi risið upp skæruhreyfing Rohingya - en miðað við fréttir virðist hún litlu sem engu hafa áorkað - um 6 hermenn eru sagðir hafa fallið; meðan að nokkur hundruð "ARSA" eru sagðir vegnir.
  2. Á sama tíma, er skipulega verið að hreinsa Rohingya íbúa Myanmar á stóru svæði í Rakhine héraði og hrekja úr landi.

--Slíkt teljast ekki, réttmæt viðbrögð skv. alþjóðalögum!
--Ríki hafa rétt til að berja á vopnuðum skæruhópum.
--En skv. alþjóðalögum, ber þeim alltaf að verja óbreytta borgara - algerlega óháð því hvort grunað er að einhver hluti þeirra geti haft samúð með slíkum hóp.

Að hreinsa íbúana sem grunaðir eru um slíka samúð - úr landi. Telst ekki ásættanleg aðferð!

  • En þ.e. algerlega öruggt að mikill fjöldi Rohingya hefur látið lífið.
    --Hugsanlega þúsundir!
  • Þetta er því eins ljótt, og aðfarir ISIS í Írak gegn minnihlutahópum þar.
    --Þ.s. ISIS reyndi skipulega að útrýma minnihlutum er ekki voru Múslimar á sínum svæðum.
  • Skipuleg þjóðarmorð eru ekki ásættanleg.
    --En þetta virðist einmitt slíkur atburður!

Þúsundur Rohingya líklega hafa látið lífið

UN: We lack the resources to handle the Rohingya crisis

U.N. appeals for aid as Myanmar refugee exodus nears 300,000

Einfalt að rökstyðja það - en liðsmenn SÞ-hafa rætt við mikinn fjölda þeirra sem hafa flúið á náðir alþjóðlegra hjálparsamtaka; og sagan virðist alltaf svipuð.
Þ.e. að ráðist sé á þorpið þeirra af hermönnum stjórnvalda Myanmar -- hermenn skjóti hvern þann sem andhæfi, öðrum sé leyft að leggja á flótta. Þorpið sé síðan brennt af hermönnum eða íbúum nærhéraða sem ekki eru Rohingya - sem aðstoða hermennina.
--Fólkið leitar síðan skjóls í hitabeltis frumskóginum á svæðinu, þ.s. það er án matar.
--Heldur síðan humátt í átt til landamæra Bangladesh.

  • Rohingya flóttamenn segjast hafa verið á göngu án matar á bilinu 3-7 daga.

Það er einfalt mál, að slíka göngu ráða ekki aldraðir eða sjúkir við.
Aldraðir og sjúkir hljóta því að bera beinin í frumskóginum á leiðinni.
Ef maður miðar við 270.000 - þá gætu aldraðir og sjúkir hæglega hafa verið 30.000.
--Sem líklega hafa allir látið lífið eða eru smám saman enn að veslast upp og deygja.

UN: We lack the resources to handle the Rohingya crisis

  • Sþ-hefur sent út alþjóðlega hjálparbeiðni.
  • Skv. því ber öllum meðlimalöndum SÞ-að senda aðstoð að því marki sem þau lönd ráða við.

Skv. frásögn starfsmanna SÞ-hafa íbúar Bangladesh hlaupið undir bagga, þar sem í augnablikinu ræður SÞ-ekki við málið, vegna þess að flóttamönnum fjölgar það hratt.
En Bangladesh er fátækt land, og þarf aðstoð til að ráða við málið!
Þess vegna óskar svæðisbundin stjórn flóttamanna-aðstoðar SÞ eftir frekari aðstoð að utan!

 

Það er afskaplega sérstakt að skv. lögum Myanmar eru Rohingya réttlausir algerlega

Rétt fyrir 1980 voru sett lög sem skilgreindu Rohingya - ólöglega aðkomumenn, m.ö.o. ekki íbúa Myanmar. Það þrátt fyrir að vitað sé að Rohingyar hafi lifað þarna á svæðinu í aldir.

Gjarnan þegar yfirvöld í Myanmar ræða krísuna - tala þau um "Bengala vandann" sem hljómar dálitið líkt því er yfirvöld Nasista töluðu um "gyðingavandamálið" á sínum tíma.
--En yfirvöld í Myanmar neita að nefna Rohingya neitt annað en, Bengala.

Vilja meina að Rohingyar séu raunverulega - Bangladeshar.
--Það getur vel verið að - fyrir 200 árum síðan, hafi þetta fólk sest þarna að frá því svæði er þá nefndist Bengal.
--En ef menn fara að leita aftur aldir með þessum hætti, þá t.d. má nefna að nær allir Bandaríkjamenn hafa sest að í Bandaríkjunum á sl. 200 árum.

  1. Þetta þíði að Rohingyar séu réttlausir með öllu skv. lögum Myanmar, m.ö.o. hafa ekki rétt á nokkurri þjónustu frá hinu opinbera - sbr. heilsugæsla, skólar, fá enga lagavernd af nokkru tagi.
  2. Þannig að þegar herforingi sagði að meðferð mála væri í samræmi við lög Myanmar - var það raunverulega líklega rétt, þ.s. ekkert skv. lögum Myanmar í strangasta skilningi líklega bannar þá meðferð sem Rohingya eru að sæta.

--Þetta er alveg einstakt ástand, eftir því sem ég best veit -- að minnihlutahópur í landi sem lifað hefur í því landi í aldir.
--Sé gersamlega réttlaus skv. lögum þess lands og sé skipulagt ofsóttur af stjórnvöldum þess lands.

  • Síðast þegar þess konar atburður var í gangi, var Rvanda á 10. áratugnum.
    --Er stjórn svokallaðra Hútúa hóf skipulagðar ofsóknir á hóp svokallaðra Tútsa.

Einfalt mál - aðfarir stjórnvalda Myanmar gegn Rohingya hljóta að flokkast sem glæpur gegn mannkyni skv. alþjóðalögum!

 

Niðurstaða

Skipulagðar þjóðernishreinsanir eru eitt af því allra ljótasta sem mannkyn á til að gera. Því miður gerast slíkir atburðir alltaf við og við.
--Þekktur er atburðurinn er varð í Rvanda á 10. áratugnum.
--Síðar kemur skipulagt morð á Bosníumúslima karlmönnum í Bosníustríðinu.
--Ég hef talið líklegt, að gríðarlegur fjölda flótti þ.e. 5-6 milljón manns í Sýrlands stríðinu, bendi til skipulagðra hreinsana.
--Það má einnig nefna þjóðernishreinsanir er framkvæmdar voru á Þjóðverjum undir lok Seinni Styrrjaldar er yfir 10 milljónir voru hraktar frá Austur-Prússlandi og Súdetasvæðinu í Tékklandi.

Það er erfitt að fremja verra brot á eigin þegnum skv. alþjóðalögum, en það að skipulega þjóðernishreinsa hluta þeirra.

Alþjóðlegi stríðsgæpadómstóllinn var stofnaður í kjölfar stríðanna í fyrrum Júgóslavíu, til þess að dæma einmitt um mál af þess konar tagi.
--Mér sýnist að stjórnvöld í Myanmar séu augljóslega sek um glæpi gegn mannkyni skv. skilgreiningum alþjóðalaga.

Það sé þá sjálfsagt að byrja að senda út ákærur.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. september 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband