Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Jón Gnarr, hefur nú í viðtölum í kjölfar kosninga, róað aðeins þá sem höfðu áhyggjur af því, hvað róttækni hans þíðir.
En, það var ekki endilega augljóst að andófinu hans, væri einungis beint gegn flokkakerfinu.
En, úrslitin í Reykjavík þ.s. Besti Flokkurinn fær 34,7% atkvæða, hlítur að skoðast sem pólitískur jarðskjálfti.
Úrslit í Reykjavík (Sjá MBL.IS)
Atkvæði | % | Fulltrúar | ||||||
B - Framsókn | 1.629 | 2,7 | 0 | |||||
D - Sjálfstæðisflokkur | 20.006 | 33,6 | 5 | |||||
E - Reykjavíkurframboð | 681 | 1,1 | 0 | |||||
F - Frjálslyndir | 274 | 0,5 | 0 | |||||
H - Framboð um heiðarleika | 668 | 1,1 | 0 | |||||
S - Samfylking | 11.344 | 19,1 | 3 | |||||
V - Vinstri græn | 4.255 | 7,1 | 1 | |||||
Æ - Besti flokkurinn | 20.666 | 34,7 | 6 | |||||
Á kjörskrá: 85.808 Kjörsókn: 63.019 (73,4%) | Talin atkvæði: 63.019 (100,0%) |
Fer Besti Flokkurinn inn í landsmálin?
Þetta virðist mér liggja alveg þráðbeint fyrir. En, óvarlegt væri að álíta svo, að Besti Flokkurinn sé einhver bóla, sem bara muni koðna, svo við hinir þurfum ekkert að bregðast við honum.
Slík viðhorf, geta einfaldlega leitt til þess að Besti Flokkurinn endurtaki leikinn, sem landsmálaflokkur.
Krafan er augljós til stjórnmálaflokkanna, þ.e. endurnýjið ykkur eða sumir ykkar munu hverfa!
- Að skipta um fólk í brúnni, einstaka þingmenn, er ekki endilega þ.s. ég á við og kjósendur. Þó í tilvikum þurfi sennilega einstaklingar að víkja af vettvangi.
- Þetta snýst fremur um, að læra af mistökum hrunsins, og sannfæra kjósendur um, að slík fyrn séu ekki líkleg til að endurtaka sig aftur.
- Við erum því fremur að tala um, vinnubrögð - þá er ég að vísa til þess, sem kallað er "karp" þ.s. almenningur virðist orðinn mjög víðtækt leiður á, þ.e. að þ.s. virðist vera orðið nánast ritúalískt að aðilar skiptist í stjórn og stjórnarandstöðu - þ.s. stjórnarflokkar séu alltaf að því er virðist sjálfvirkt á móti því sem stjórnarandstaðan leggur til, og gagnkvæmt að stjórnarandstaðan sé alltaf sjálfvirkt á móti því sem stjórnin leggur til. Þ.e. allavegna upplifun fólksins, að svona sé þetta. Í einni setningu er ákallið eftir því; að vinna saman, þvi þjóðin sé í vanda. Ákallið er sem sagt eftir því sem kallað er "Leadership" - þ.e. stjórnmálaforingjarnir, fari í landsföðurs-/móðurs-legar stellingar, og leiði "okkur" út úr klandinu. Fólkið er orðið hrútleitt á deilunum.
- Einnig erum við að tala um, að setja sér starfsreglur - til að draga úr líkum á endurtekningu fyrri mistaka. Þá er ég að vísa til að flokkarnir setji sér strangar siðareglur.
- Að lokum, er það vinnubrögð innan flokkanna sjálfra, þ.e. vöndun málsmeðferðar innan sjálfra flokkanna. En, flokkarnir þurfa að bæta getu sína til að vinna ný mál með þeim hætti, að kostir og gallar séu leiddir fram, svo að hætta í mistökum í stefnumálum sé lágmörkuð. Hérna er ég m.a. að vísa til 90% lánanna, sem í dag eru talin mistök, en voru sett fram af Framsóknarflokknum, sem eitt af bindandi stefnumiðum flokksins á nú ófrægu landsþingi hans.
Hér eftir í þessari tilteknu bloggfærslu er orðum mínum beint til Framsóknarmanna
- Framsóknarflokkurinn, þó svo hann heilt yfir landið standi fylgislega að meðaltali svipað og síðast, þá er ekki rétt að hrósa sér af því sem árangri.
- En, síðustu sveitastjórnarkosningar, þ.e. úrslit þeirra fyrir Framsókn, voru eftir allt saman mjög slæm, þannig að í aðalatriðum endurtekning þeirrar stöðu, er ekki hægt að skilgreina sem eitthvert hól fyrir núverandi forystu flokksins.
- En, hafa ber í huga, að Framsóknarflokkurinn er í stjórnarandstöðu við ríkisstjórn, sem hefur ítrekað reynt að þröngva í gegn svokölluðum Icesave samningi, gegn mjög víðtækri og harðri andstöðu þjóðarinnar. Þ.e. mjög einkennilegt - svo ekki sé meira sagt - að Framsóknarflokknum hafi ekki tekist að græða á því fylgi, að í því stóra máli að hafa staðið með vilja þjóðarinnar.
- Hreint út sagt, að ekki hafi tekist að vinna flokknum aukið fylgi í andstöðu við Icesave stjórnina - sem í ofanálag þverneitar að koma með nægilegum hætti til móts við gríðarlega alvarlega skuldastöðu fjölmargra heimila, en þ.e. hreinlega stórfurðulegt að forystu flokksins hafi einnig mistekist að ræna stjórnarflokkana fylgi út á það mál; þá verð ég að segja, að forysta flokksins, verður að taka sér tak, fara að skila betra starfi - annars alveg á sama hátt og við værum að tala um þjálfara knattspyrnuliðs sem ekki væri að vinna nægilega marga leiki - þá verður að skipta um! Ég reikna með að einhver taki þetta óstinnt upp, en þetta er staðan, eins og ég sé hana, og ég stórefa um að ég sé sá eini. Forystan verður nú, að fara að skila meira fylgi til flokksins því annars mun flokkurinn rísa upp aftur og skipta um á ný. Ég held að forystu flokksins - annars - hljóti að vera þetta ljóst, einkum Sigmundi Davíð.
- En, full ástæða er að ætla að Besti Flokkurinn hafi séns í landsmálin, og ef við lítum svo á að kosningahegðun í tilteknum stórum sveitarfélögum geti gefið vísbendingu; þá verður Framsóknarflokkurinn að taka þá ógn alvarlega.
-----------------------------------------------------------hvað getur flokkurinn gert?
Ráðstefna um framtíð íslenskra stjórnmála / ráðstefna um framtíð Framsóknarflokksins!
Ég vil frekar að ráðstefnan hafi hina almennari skýrskotun!
- Eitt er öruggt, að afsökunarbeiðni sú sem Sigmundur Davíð (alveg burtséð frá hve einlægt hann meinti hana) kom fram með í ræðu á síðasta miðstjórnarfundi, hefur hvergi nær dugað til. Miklu - miklu meira, klárlega þarf til.
- En, málið er ekki að sannfæra þá Framsóknarmenn, sem þegar eru sannfærðir um ágæti flokksins, heldur kjósendur - á þeirra sannfæringu mikið upp á vantar.
Ég er sannfærður um, að það besta sem Framsóknarflokkurinn getur gert, sé að setja endurskoðunar-, endurhugsunarferlið beint á torg, þ.e. fyrir allra augum.
Þ.e. ekki í nefnd, sem vinnur á bakvið luktar dyr, og gefur síðan út niðurstöðu einhvern tíma eftir dúk og disk. (Munum, málið er sannfæring fólksins þarna úti en ekki þegar sannfærðra flokksmanna)
Réttast sé að blása til ráðstefnu:
- Því almennari skírskotun, því betra; en ég á við, að betra væri að þetta myndi verða ráðstefna um framtíðar vinnubrögð í ísl. stjórnmálum, fremur en eingöngu ráðstefna um framtíðarvinnubrögð framsóknarflokksins.
- Munum, að flokknum vantar að sannfæra kjósendur, sem æpir á samstöðu og leiðsögn. Ráðstefnan, myndi því skila mun meira, ef hún innibæri málsmetandi aðila í þjóðfélaginu, sem væru ekki endilega einungis Framsóknarmenn. Sem myndu taka fullan þátt í málefnavinnu þeirri, sem fram færi.
Flokknum vantar að sannfæra kjósendur um:
- Hann sé ekki spilltur -
- Við erum að tala um siðareglur, þ.e. því mikilvægt að bjóða til ráðstefnu málsmetandi aðilum í þjóðfélaginu, sem einmitt hafa tjáð sig mikið um þetta atriði. Hafa hugmyndir, um heppilegar siðareglur.
- Síðan væri þeim hleypt inn í vinnuhópa - en punkturinn er að útkoman fái sem víðtækasta skírskotun, þannig að hún öðlist hámarksskírskotun til sem allra -allra flestra.
- Hann sé nútímalegur flokkur -
- Þetta snýst einnig um vinnubrögð. Hér væri gott að fá til liðs, stjórnmálaskýrendur og rína, sem hafa tjáð sig um slík mál, sem ekki eru endilega i Framsóknarflokknum.
- Ég ítreka hið mikilvæga atriði um víðtæka skýrskotun - þ.e. þörfina á að sannfæra þjóðina, enn ekki einungis innanbúðarfólk sjálfs flokksins.
- En, útkoman væri þá - hvað er stjórnmálaflokkur framtíðarinnar? Framsóknarflokkurinn, myndi þá ákveða að tileinka sér þá þætti, sem taldir eru af rínendum, þær aðferðir sem ráðstefnan telur vera vinnuaðferðir stjórnmála 21. aldarinnar.
- Málsmeðferð innan flokksins sé vönduð -
- Ég mynni á 90% lánin, sem varð á sínum tíma, útkoma nú ófrægs landsþings flokksins.
- En, leiðir þarf að finna, til að minnka líkur á endurtekningu slíkra mistaka. En, sterk vísbending er um, að vinnuaðferðir þær sem tíðkast á Landsþingi, séu of veikar.
- Eins og við vitum, er flokkstarf sjálfboðaliða starf, að lang-mestu leiti. Þó talað sé um, flokkana sem ryksugu fyrir fjármagn - þá er staðreyndin sú, að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi, eru veikar stofnanir.
- Þ.e. einfaldlega til staðar, alvarlegur skortur á getu til sjálfstæðrar stefnumótunar, innan íslenskra stjórnmálaflokka.
- Þetta er ein stærsta ástæða þess, að mínu mati, hve áhrif þrýstihópa hafa verið sterk - en, það er mjög oft svo að þrýstihópar úti í samfélaginu vinna ákveðna málefnavinnu, sem þeir láta svo fulltrúa sína innan stjórnmálaflokkanna hrinda í framkvæmd.
- Það fyrirkomulag, hentar mjög þeim tilteknu þrýstihópum, sem í reynd hafa átt tiltekna flokka - sögulega séð og síðan einnig í krafti þeirra áhrifa, tiltekin ráðuneyti.
- Þ.e. því ein meginforsenda þess, að draga úr áhrifum þrýstihópa innan sjálfra stjórnmálaflokkanna, að auka sjálfstæða getu þeirra sem stofnana til stefnumótunar.
- Það siðan, er svo ein meginforsenda þess, að hægt verði einnig að draga úr áhrifum þeirra tilteknu þrýstihópa, innan ísl. stjórnmála.
- Ég er þeirrar skoðunar, vegna smæðar Íslands, þá verðum við að beita "Internetinu" - því það sé eina leiðin til að viðhalda stöðugri og samfelldri málefnavinnu, í sjálfboðaliðastarfi.
- Ég er að tala um, að málefnavinnan verði sett á vefinn - með aðgangstakmörkunum. Þá sé hægt, að viðhalda málefnavinnunni sem sjálfboðaliða starfi - að auki nýta starfskrafta áhugsamra, hvar sem er og hvenær sem er.
- Málefnahóparnir - muni héðan í frá starfa, stöðugt.
- Þeir beri ábyrgð, hver á sínum málefnaflokki - og vinnan verði á þeim "kaliber" að þangað geti þingmenn leitað, til að fá aðstöð við að vinna frumvörp og önnur þingmál. Að auki, þegar flokkur fer í ríkisstjórn, sé leitað í málefnahópana, eftir einstaklingum í stöður aðstoðarmanna ráðherra, ráðgjafa - o.s.frv. Það auðvitað tekur tíma, að byggja upp svo vandaða vinnu, en sagt er - hálfnað verk er þegar hafið er. Einhverntíma, þarf að hefja það verk - þá vinnu!.
----------------------innskot
Eins og sést af þessu, hef ég nokkrar hugmyndir um - hvernig bæta má ísl. stjórnmálastarf.
Smæðin er okkur fjötur um fót - þ.s. hún veldur því að stofnanir verða veikar og of lítið eða þröngt framboð verður af sérfræðingum, um hvert málefni.
En, "Internetið" er fram komið - og ég sé ekkert athugavert við að beita aðferðum þeim sem kallaðar eru "outsourcing".
---------------------------innskoti lokið
- Að lokum, þarf Framsóknarflokkurinn, að bjóða upp á einhverja tiltekna leiðsögn þ.e. stefnu um, hverskonar Ísland við viljum til framtíðar.
- Ljóst er að þetta verður ekki gert án uppgjörs um, hvor Ísland á að vera meðlimur að Evrópusambandinu eða ekki.
- En, mjög áhugavert er að fylgjast með vandræðum Evrusvæðisins.
- Í grunninn er vandinn sá - að tiltekin lönd innan Evrusvæðisins hafa haft síversnandi viðskiptahalla við tiltekin önnur meðlimalönd Evrusvæðisins. Þetta er það ójafnvægi, sem er að ógna tilvist Evrunnar.
- Vandinn er sá, að viðskiptahalli veldur söfnun skulda - í reynd hafa löndin með viðskipta-afgang verið að verulegu leiti að lifa á eyðslu íbúa Evrulandanna með viðskipta-halla. Á sama tíma, hafa bankar í löndunum með viðskipta-afgang, lánað gríðarlegt fé til íbúa landanna með viðskipta- halla, og þannig einnig að mjög verulegu leiti fjármagnað þá ofneyslu íbúa þeirra landa. Þetta er ástæða vandræða Spánverja og Portúgala, að stærstu leiti. En, spænska ríkið sjálft skuldar lítið - en, eins og hérlendis, er það einkum skuldavandi fyrirtækja og einstaklinga, sem mun halda landinu í viðvarandi kreppu ef ekki e-h stórt breitist. Vandi Grikkja, er einnig þessi vandi að hluta, en við þennan vanda bætist einnig óráðsýgja grískra stjórnvalda - en, Grikkland hefur öll vandamálin; of miklar skuldir ríkisins, of miklar skuldir almennings og of miklar skuldir fyrirtækja. Þannig séð, getum við einnig nokkuð speglað okkur í vanda Grikklands.
- Út af því, að bankakerfin í löndunum með viðskipta-afganginn, hafa að verið svo dugleg að fjármagna ofneyslu landanna með viðskipta-hallann, þá verður vandi landanna með skuldirnar sem skapast hafa fyrir tilverknað viðskipta-hallans, einnig vandi landanna með viðskipta-afgang - því þeirra bankar eiga að stórum hluta þær skuldir og hrun fyrir landanna með viðskipta-hallann er því raunveruleg ógnun við bankakerfi landanna með viðskipta-afgang.
- Það hve vandinn víxlverkar milli landanna með viðskipta-halla og viðskipta-afgang, sem í reynd gerir hann sameiginlegann, er ástæða þess að hann verður ekki leystur með öðrum hætti - þ.e. sameiginlega.
- En hvaða lærdóm eigum við að draga af þessu?
- Löndin í S-Evrópu lentu í sama vanda og við, þ.e. krónan á tímabili var of sterk fyrir okkar útflutnings atvinnuvegi, svo útflutningi hnignaði um skeið með sama hætti og Evran var í reynd of sterk fyrir útflutnings atvinnuvegi landanna á Evrusvæðinu með vaxandi viðskipta-halla, þannig að útflutnings atvinnuvegum þeirra hnignaði þar einnig með nákvæmlega sama hætti og hérlendis.
- Á sama tíma, alveg eins og hérlendis þá orsakaði of sterkur gjaldmiðill fyrir hagkerfið, því að kaupmáttur íbúa var í reynd falsaður. En, þegar gengi er of hátt skráð fyrir þarfir tiltekins hagkerfis, þá verður kaupmáttur launa of hár fyrir hagkerfið, sem byrtist í því að innflutningur verður of mikill - þ.e. innflutningur verðmæta verður meiri en útflutningur verðmæta, með öðrum orðum viðskipta-halli skapast.
- Viðskipta-halli óhjákvæmilega veldur söfnun skulda í viðkomandi hagkerfi, því allt kostar eitthvað - með öðrum orðum, eitthvað þarf að borga fyrir þennan umfram innflutning.
- Hérlendis var ríkið ekki að safna skuldum - það var ekki heldur ríkissjóður Spánar, né ríkissjóður Írlands. En, á Spáni og á Írlandi, sköpuðust einnig eins og hér, bóluhagkerfi.
- Bóluhagkerfið í reynd falsaði tekjur ríkissjóða - Íslands, Írland og Spánar, sem í öllum 3. löndum borguðu niður skuldir sinna ríkissjóða, sem voru reknir með tekjuafgangi. En, í öllum 3. löndum, skapaði bóluhagkerfið ríkissjóðunum miklar veltutekjur um tíma.
- Verðfall krónunnar, hefur sennilega dregið úr því atvinnuleysi sem annars hefði orðið, og með mjög auðveldum hætti, lækkað launakostnað útflutnings atvinnuvega.
- Áhinn bóginn, ef við hefðum búið við Evru, hefðu ekki skuldir 2.faldast eins og skuldir þeirra er skulda í öðrum gjaldmiðlum gerðu þegar krónan féll.
- Vextir eru einnig mun lægri en hérlendis.
- Hmm -fræðilega getum við afgreitt þær erlendu skuldir með þeim hætti, að setja þá sem skulda í erlendum gjaldmiðli í þrot - þannig að þær skuldir afskrifist að mestu með skjótum hætti.
- En, þetta er hugsanlega fær leið einmitt vegna þess að megnið af þeim skuldum eru í eigu nú erlendra aðila.
- Við getum ákveðið að lækka vexti og það mikið - en, þ.e. alveg hægt að gera með lagasetningu, þ.e. tímabundið sé sjálfstæði Seðlabanka afnumið og vextir lækkaðir því með stjórnvalds aðgerð.
- Það ætti alveg að vera óhætt, því engin verðbólgu spenna er til staðar í því samdráttar ástandi sem nú ríkir. En, verðbólgu spenna skapast við þenslu - eingöngu.
- En, verðbólgan sem nú mælist, skapast ekki fyrir slíka spennu heldur eingöngu vegna gengisfalls.
- Frekara gengisfall mun þá fara fram - að einhverju marki. En, krónan mun þá þar eftir staðnæmast við sitt raunverulega markaðs virði - miðað við astæður. Þaðan í frá, ætti því ekki að verða eins erfitt að halda henni stöðugri, því eftir allt saman - þá eru hér enn flutt út verðmæti og meðal langtíma verðmæti krónu ætti skv. fræðikenningum ekki öllu að jafnaði að sveiflast um langan tíma langt frá mati markaðarins á þeim raun-heildar-verðmætum, sem sköpuð eru innan hagkerfisins okkar.
- Þá fara margir sem skulda í erlendum gjaldmiðli í þrot - sem er ekki endilega slæmar fréttir að öllu leiti, því þeirra þrot og afkrift þeirra erlendu gjaldmiðils lána þá dregur úr streymi fjármagns í erlendum gjaldmiðli úr landi. Þá verður fyrir bragðið, meiri gjaldmiðill eftir í landinu til annarra hluta.
- En, nettó útstreymi gjaldmiðils úr okkar hagkerfi er því miður til staðar, þ.e. halli á gjaldmiðils jöfnuði landsins. Þann halla þarf að afnema sem fyrst, - (en hann er ástæða þess að talið hefur verið þörf á að taka lán hjá AGS til að setja inn á okkar sameiginlega gjaldeyrisreikning til að skapa þar nægilegt borð fyrir báru á meðan unnið er að endurreisn hagkerfisins, með það að markmiði að auka tekjur þess) þ.e. hægt að gera með því að erlendir aðilar afskrifi lán til hérlendra aðila í tengslum við gjaldþrot þeirra innlendu aðila - annars vegar - og - hins vegar - með því að leitast sé við að auka tekjur þjóðarbúsins í erlendum gjaldmiðli.
Eitt er þó hið minnsta ljóst, að ekki getur Ísland tekið upp Evru á allra næstu árum - svo þ.e. ekki valkostur um annað, en að miða endurreisn okkar efnahags lífs, við það að við höldum áfram að vinna innan krónu hagkerfis.
Af skoðun á vanda þeirra landa sem hafa lent í efnahags vanda innan Evrusvæðisins, sést að upptaka Evru krefst mjög strangrar efnahags stjórnunar:
- Þ.s. ekki er möguleiki á að fella gengi, verður að halda öllum launahækkunum í skefjum.
- Í reynd, ef Evran hækkar, þá þurfa launin að lækka.
- En, niðurstaðan verður að vera sú, að viðhalda verður inn-/útflutnings-jöfnuði. Ergo - þannig að launastig verður að markast af þörfum útflutnings atvinnuvega.
- Ef, þ.e. ekki gert, þá verður sú vegferð sem nokkur lönd þau sem nú eru í vandræðum innan Evrusvæðis, endurtekin. Þ.e. vaxandi viðskiptahalli - skuldasöfnun - síðan hrun.
-----------------------------------------------innskot
(Á myndinni, sést óhagstæð þróun sem átt hefur sér stað meðal meðlima landa Evrusvæðisins, Þýskaland er neðsta línan, Grikkland er eftst. Þ.s. þetta sýnir, er að verðbólga hefur verið hærri, í flestum löndum Evrusvæðisins en í Þýskalandi, þannig að samkeppnishæfni þeirra vs. Þýskaland, hefur verið að dala, öll árin eftir að Evran var tekin upp. Afleiðingin, að ójafnvægi milli hagkerfanna, hefur farið vaxandi, í stað þess að minnka. Þetta ójafnvægi, er raunverulega þ.s. er að drepa Evruna)
En flest löndin, þ.s. laun hækkuðu meira en í Þýskalandi, lentu í spíral vaxandi viðskipta halla.
-------------------------------------------innskoti lokið
- Þ.s. þarf í reynd gera, er að "benchmark"-a Þýskaland.
- En, þ.s. Evrópski Seðlabankinn, stjórnar Evrunni skv. þýskum hagsmunum, verður að miða launastig- og einnig verðbólgustig, við þ.s. gerist og gengur í þýska hagkerfinu.
- Þetta verður að vera lærdómur þeirra ríkja, er lentu í vandræðum.
- Að vera innan Evrunnar, verður mjög harður skóli - og ég hef miklar efasemdir um, að ísl. hagstjórn sé fær um þetta. Höfum í huga, að hagstjórn landanna innan Evrusvæðisins, lenti einnig í vandræðum þ.e. hún brást í reynd eins og sést á myndinni að ofan. Þannig, að þetta er raunverulega erfitt í framkvæmd.
- Þetta er of alvarlegt mál, til að mönnum megi heimila, að skauta yfir þetta.
----------------------------------innskot
Sjá seminar Stiglitz: Stiglitz - fundur.
- Stiglitz, á 75-87 mínútu, leggur áherslu á, að við höldum krónunni, og spilum með hana af skynsemi. Telur höft ekki vandamál, ef framkvæmd þeirra sé vandlega íhuguð. Hafta stjónun, sé alltaf lifandi ferli. Hann, leggur til að gróði af gengishagnaði, sé skattlagður sérstaklega - sem hann telji, draga úr tilhneygingu fjárfesta, til að framkalla litlar sveiflur til að græða á þeim.
- 88-101 mínútu minnist hann á Thailand og Ísland, telur þ.s. hann kallar þriðju leið, vera sú ákjósanlegustu fyrir okkur.
- Þó svo að það hafi marga galla, að vinna áfram með krónuna - er það einnig auðveldara til mikilla muna í framkvæmd.
- Það verða sennilega áfram að vera gjaldeyrishöft - en ég minni á að Stiglitz taldi ekki að þau ættu að þurfa að vera alvarleg hindrun fyrir atvinnulíf.
- Ég minni einnig á að kínv. stj.v. þau stýra gengi sýns gjaldmiðils, sem þíðir að þau geta þurft í tilvikum að grípa inn flæði á gjaldeyri. En, þ.s. gjaldeyrissjóðir kínv. eru svo gríðarlega stórir, hafa þeir svo mikið borð þar fyrir báru, að inngrip af því tagi verða fyrir bragðið ólíkleg.
- En, með svipuðum hætti og þeir hafa gert, þurfum við að byggja upp gjaldeyris-varsjóð. En, hann verður sennilega aldrei risastór - en samt, ef við getum kúplað yfir í að viðhalda alltaf einhverjum afgangi, þá mun smám saman verða hægt að byggja upp sístækkandi varsjóð. Með honum verður þá hægt að sveiflujafna - þegar þess er þörf. Að auki, verður hann vogunarsjóður ef í framtíðinni þarf að redda bankakerfinu.
- Síðan, er einnig auðveldar, með krónunni, að bregðast við óvæntum sveiflum sem því miður verða, jafnvel þó allt sé rétt gert í hagstjórn. En við erum sem smátt hagkerfi sérlega viðkvæmt fyrir sveilfum, einmitt vegna smæðarinnar og einhæfs útflutnngs. En, innan Evru yrðum við nauðug- viljug að lækka launastig grimmt eða þá í staðinn að lenda í atvinnuleysi. En, Stiglitz leggur áherslu á, að sveiflujafna frekar með gjaldmiðli en atvinnustigi - því svo mikilvægt sé að viðhalda hámarks verðmætasköpun innan samfélags með hámörkun nýtingar vinnandi handa.
- Hvernig sem veltur, þurfum við að beita þeirri langtíma stefnu, að auka útflutning. En, þá eykst það sem til er í landinu af gjaldeyri - ergo, þá hægt að kaupa meira inn.
- Eitt af því allra mikilvægasta, er að auka virðisauka stig okkar útflutnings - þá á ég við, þann virðisauka hráefna sem til verður fyrir tilverknað framleiðslunnar hérlendis.
- Það getum við gert með því að auka verðmæti þeirra vöru, sem hérlendis er framleidd.
- Þ.e. síðan einnig forsenda þess, að hér sé hægt að borga há laun -
- Einnig að auki forsenda þess, að hér verði hægt að viðhalda mjög dýru þjónustu kerfi við almenning.
- -en, fyrir alla opinbera þjónustu og laun þarf eftir allt saman að borga, með útflutningi. Og, ef verðmætastig útfluntings er aukið, þá er hægt að hafa efni á meira. Flóknara er það ekki.
Þetta verður ekki þó leyst úr hendi með hraði - en, aukning verðmætastigs útflutnings, er nauðsynlegt burtséð frá því hvort við búum áfram við krónu eða tökum upp Evru -
- En, það auðveldar þó til muna að búa við Evru, því þá verður okkar hagkerfi samkeppnishæfara við þýska hagkerfið, sem er það "benchmark" sem þarf að viðhafa, ef Evra verður einhverntíma tekinn upp.
- En, þýska hagkerfið - í samanburði við það ísl. framleiðir á mun hærra virðisaukastigi sbr. dýrar vélar og tæki - en á Íslandi er dæmigerð framleiðsla lág-virðisauka sbr. ferskfisksútflutningur og óunnið ál. En, hér innanlands er ekkert framleitt úr áli og að auki, er megnið af fiski fluttur út óunninn. Þessu þarf að umbreyta - því annars þarf alltaf að hafa hér lægra launastig en í þýskalandi, til að vega upp minni tekjur per útflutnings einingu.
- Mín skoðun í dag, er sú að við eigum að einbeita okkur að því að bæta hagstjórn
- Borga niður skuldir Íslands, eða endurskipuleggja þær.
- Auka verðmætastig útflutnings og auka einnig magn hans.
Þetta eru þó langtímaverkefni.
Evra verður að valmöguleika - en, þ.e. langt í hana. Mikli meira en 4. ár skv. bjartsýnustu hugmyndum. 20 ár, er ef til vill ekki fjarri lagi.
Ég sé það ekki heldur, sem neitt aðal-atriði að ganga í ESB. Eins og ég sé það, breitir það afskaplega litlu - hvað varðar getu okkar til hagvaxtar, til framtíðar.
- Eins og sést af því hvað kom fyrir tilteknar þjóðir innan Evrusamstarfsins, sem nú eru í vanda.
- Er ekkert því til fyrirstöðu, að framkvæma nokkurn veginn öll þau sömu hagstjórnar mistök og framkvæmd voru hérlendis, þar innan. Eða, ekkert fram að þessu, hefur verið því til fyrirstöðu.
- Hvort reglum Evrusamstarfsins, verður breitt e-h umtalsvert, vegna lærdóms af kreppunni, er annað mál. En, öll ríki Evrusamstarfsins, munu þurfa að samþykkja breytingar á því. Það getur því reynst örðugt, að koma þeim í gegn. En, án verulegra breytinga, getur Evran raunverulega liðið undir lok.
Sumir virðast einhvern veginn halda, að ESB muni rétta allt hér við, koma reglu á þá hluti sem þarf að koma reglu á - þ.e. þeir rétti okkur einhverja formúlu, sem síðan verði einfaldlega farið eftir, þannig verði okkar mál leyst.
Mér finnst slík hugsun, ekki vera neitt sérlega raunhæf. Eins og ég sé það, þá er enginn þarna úti, sem mun leysa okkar mál fyrir okkur, þau þurfum við öll leysa sjálf.
Þannig, ESB reddar okkur ekki - það er okkar verkefni. Það, kemur okkur ekki endilega heldur í kolll. En, við skulum segja einfaldlega, að þ.s. gróðinn er nær enginn af því að vera þar fyrir innan, þá getum við allt eins staðið fyrir utan - ef út í þ.e. farið.
- Þ.e. ljóst, að markaðurinn hefur lært sína lexíu - það verður því ekki endurtekið að öll Evruríki fái nánast sömu vaxtakjör, fyrir skuldabréf óháð því um hvaða Evruríki er að ræða.
- Algerlega að lágmarki, verða reglur um Evrusamstarfið, túlkaðar mun þrengra en áður - ef það þá dugar. Sem gerir það mjög óraunhæft, að reikna með undanþágum fyrir Ísland.
- Líklegra er að einhvers konar sameiginlegum hagstjórnar markiðum, verði komið á fót - með einhvers konar virkri eftirfylgni. En, það á allt eftir að koma í ljós.
Ps: Að lokum, fyrir Framsóknarflokkinn - þá þarf hann að taka að sér eitthver mikilvægt deilumál, og leisa það - þannig að sanna að hann skipti máli. En, í dag íja ímsir að áhrifaleysi hans.
- Ég legg til, að það verði kvótamálið. Enda, þarf að leisa það í samvinnu við hagsmuna-aðila, þ.e. svokallaða kvótaeigendur - sjómenn - og vinnslu.
- Með lausn þess, með hætti sem þjóðin getur sætt sig við - þá myndi hagur Framsóknarflokksins styrkjast mikið.
- Ríkisstjórnin er þegar búin að gefast upp í því máli - svo það má segja, að nú geti hver sem er tekið upp þann bolta.
- Það gæti verið snjallt fyrir Framsóknarflokkinn, sem sagður er bera ábyrgð á kerfinu.
Ég þakka þeim fyrir sem lásu sig í gegnum þetta :)
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2010 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2010 | 01:41
Fylgistap ríkisstjórnar flokkanna, er það athyglisverðasta, sem að mínu mati kemur fram í könnun Capacent!!
Ská frétt um könnun Capacent: Besti flokkurinn fengi 6 fulltrúa
Förum svo yfir niðurstöður:
Sjálfstæðisfl: 30% 5 fulltrúar
Besti Flokkurinn: 39% 6 fulltrúa
Samfylking: 21% 3 fulltrúa
Vinstri Grænir: 6% 1 fulltrúa
Framsókn: 3,5% 0 fulltrúa
En vísbendingar eru þess efnis, að Besti Flokkurinn sé að fá hvað hæsta hlutfalls óánægjufylgis frá þeim sem kusu ríkisstjórnarflokkana.
En, vitað er að gríðarleg óánægja er innan grasrótar VG yfir því, að ráðherrar VG skuli hafa tekið þátt með Samfylkingunni ákvörðunum eins og: Icesave samningnum, umsókn um aðild að ESB og nú síðast, mál tengd sölu á rétti til nýtingar auðlinda Íslands til langs tíma til tiltekins erlends fyrirtækis.
Úti um samfélagið, heyri ég mjög oft umkvartanir að lofor stjórnmálaflokka, skipti engu máli - ekkert að marka þau - og því sé réttast að kjósa Besta Flokkinn.
En, hegðun ráðherra VG er sennilega eftirmynnilegasta dæmið um loforða-svik, sem mér kemur upp í hugann. Margir kjósendur sjá nú engan mun á VG lengur, og öðrum af svokölluðum 4. flokki.
-----------------------------------
Ekki veit ég hvað þetta þíðir - en ef til vill er það vísbending um að Besti Flokkurinn sé líklegri til samstarfs við vinstri flokkana, en þá til hægri.
- Ef svo verður reyndin, mun hann óhjákvæmilega fá stimpilinn "vinstri flokkur" í huga kjósenda með kosninga-hegðun, sem hallar til hægri. Því ekki fá lengur óánægjufylgi úr þeirri átt.
- En, hann getur einnig valið að standa á hliðarlínunni, og verða þ.s. einn vinur minn, aðdáandi Besta Flokksins, kallar Besta-andstaðan.
Ég verð samt að segja, að með kosningu Besta Flokksins, er dálítið verið að ana út í óvissuna, þ.s. enginn í reynd veit, hvað Besti Flokkurinn stendur fyrir.
En, sú skoðun að ádeila hans sé beint að svokölluðum 4. flokki - er einfaldlega útbreitt skoðun, þ.e. alls ekki endilega víst að hún sé rétt.
En, Besti Flokkurinn þ.e. Jón Gnarr, hefur talað um Besta Flokkinn sem ádeilu á ísl. stjórnmál -
- Kosningahegðun er óhjákvæmilega hluti af stjórnmálum.
- Þannig, að mér hefur dottið í hug, að ádeila á stjórnmál þíði að Besti Flokkurinn, sé einnig ádeila á ísl. kjósendur.
Einhvern veginn, virðist að upp komin sé nýtt dæmi um ísl. hjarðhegðun - en hið fyrra alræmda var þegar flestir studdu í reynd útrásina og voru útlendingum reiðir fyrir að gagnrína hana þá gagnrýni sem allir í dag eru náttúrulega sammála í dag, ekki satt - en, mér sýnist að sú hjarðhegðun sem virðist hafa myndast í kringum Besta Flokkin sé ekki endilega augljóslega betur ígrunduð.
Getur verið, að Jón Gnarr - sem er gamall anarkisti, andkerfissinni par excellence; sé fyrir bragðið einmitt áhugasamur um anarkí?
En, með því að taka ekki bara flokkakerfið "for a ride" heldur einnig kjósendur, gera hvort tveggja að fíflum; þá gæti hann einmitt með mjög öflugum hætti, látið gamla anarkisma drauma rætast - sbr. viðtal við Jón Gnarr sjá ( Áhugavert viðtal við Jón Gnarr, í Reykjavík Grapevine. )
Hvort er ráðandi hjá Jóni Gnarr - lýðveldisinninn eða anarkistinn?
Ég er hreinlega ekki viss - svo ég get ekki annað, en sagt að uppgangur Jóns Gnarr fylli mig í og með smá beig!
Kv.
27.5.2010 | 21:18
Steinhissa - Svíþjóð með sárt ennið í Evróvisíon! Með þetta annars ljúfa, ágæta lag :(
Svona gerast hlutir stundum á eyrinni!
En, mín skoðun er að sænska lagið í ár, sé mun betra en lagið þeirra í fyrra - sem það lag hefði þá mátt sytja eftir.
Mun skemmtilegra, en danska lagið.
------------------
Sáttur við það Tyrkneska - það Armenska - og ég held einnig, það Úkraínska.
En, það lag hefur verið að vaxa í áliti hjá mér, við frekari hlustun. Hljómaði ekkert sérstakt fyrst, en síðan líkar mér það heldur betur nú.
Powerballaða, sem jaðrar við að vera rokkballaða - en hef alltaf verið frekar veikur fyrir rokkballöðum, og rokklögum yfirleitt, ef út í það er farið.
Fínt lag frá Ísrael - hugsanlega besta ballaðan í ár, betir hið minnsta en ballaðan frá Írlandi. En, það lag hefði alveg mátt sytja heima fyrir Svíþjóð.
--------------------
Svona er þetta, - þori engu um að spá um úrslitin á laugardag.
Finnst svo mörg lög hafa möguleika.
Kv.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 17:27
Er Evrusvæðið, gjaldþrota?
Þetta er spurning, sem Wolfgang Münchau hjá FT.com varpar fram, og nefnir þar nokkur íhugunarverð atriði:
"The first thing to note is that you cannot answer that question with a cursory reference to the debt-to-gross domestic product ratios of eurozone countries. This macro perspective is of little use here. Those numbers tell us that the eurozone is in a better position than the US, the UK or Japan."
Með öðrum orðum, að villandi sé að skoða einungis skuldastöðu Evrópuríkjanna, skv. opinberum tölum yfir skuldir vs. þjóðarframleiðslu, því skv. þeim sé Evrópa í betri málum en Bandar. og Japan - en, ljóst er að þ.e. ekki rétt.
"The problem is that those headline numbers exclude contingent debt and the interconnectedness of financial flows....European Union governments have effectively guaranteed the liabilities of their entire banking sectors. They have guaranteed all bank deposits up to a certain limit. The eurozone member states guaranteed Greek debt for the next three years, and then extended the scheme to the rest of the eurozone. And those guarantees will probably have to be doubled again."
Þær tölur, taki ekki með í reikninginn, þær stórfelldur ábyrgðir sem ríki Evrópu hafa gengist undir, síðustu 2. ár - þ.e. :
- Ábyrgjast skuldir bankakerfa sinna.
- Ábyrgjast öll innlán, upp að vissri upphæð.
- Ábyrgjast skuldir Grikklands, fyrir næstu 3. ár.
- Nú síðast, öll meðlimaríki Evrusvæðisins, samþykktu sameiginlega ábyrgð allra skulda Evruríkja, upp að 750 milljörðum Evra.
Wolfgang, spáir því að sá heildarábyrgðar-pakki, verði sennilega 2. faldaður, áður en yfir líkur.
En, slíkar ábyrgðir í reynd, innibera stórfellda skulda-aukningu, meðlimaríkja Evrusvæðisins.
"Before the start of monetary union in 1999, EU countries borrowed at different interest rates, the spreads reflecting expectations about future exchange rate realignments and default probabilities. With the arrival of the euro, spreads almost disappeared. Just as subprime CDOs enjoyed triple A ratings because of the way they were constructed, the entire eurozone enjoyed a triple A rating on the back of Germanys. This produced a massive credit boom in Spain and Portugal, and those credits were recycled through the eurozone banking system."
"So, given what happened to those subprime CDOs, what hypothetical rating should we then attach to that 440bn eurozone SPV(special purpose vehicle)? A triple A?"
Hérna gerir Wolfgang áhugaverðan samanburð, en hann mynnir okkur á að á sínum tíma, hafi skuldavöndlar sem búnir hafi verið til, þ.s. blandað var saman mismunandi skuldum í einn pakka, sem talið var dreifa áhættunni - sem sú ályktun var þá af dreginn að þar með væri áhættan lækkuð.
Slíkir skuldavöndlar, fengu mjög lágt áhættumat hjá matsfyrirtækjum, sem orsakaði að þeir voru mjög vinsælir fjárfestinga-kostir, á ákveðnu tímabili.
En, síðan við "sub-prime" kreppuna, átta menn sig allt í einu á því, að með því að mixa upp lánunum með þessum hætti, þá er einnig orðið erfiðara að átta sig á hver akkúrat áhættan er fyrir hvert lán fyrir sig.
Allt í einu, umbreytist sýn markaðarins, á þessa vöndla - og markaðurinn fer að upplifa þá sem eytraðann pening, þ.e. í stað þess að dreifa áhættunni, magni þeir hana upp - þ.e. vöndull er ekki lengur séður hafa meðaláhættu, heldur er áhættan metinn á grunni versta lánsins í pakkanum.
Þessi vöndlar, eftir kreppuna, urðu nánast óseljanlegir, og eigendur þeirra töpuðu svimandi upphæðum á þeim - sem fór með margann fjárfestinn, jafnvel heilu bankana, á hausinn.
--------------------------------------
Spurningin er sem sagt, með því að gera áhættuna sameiginlega, gildir þá allt í einu það sama um Evrusvæðið, að þ.e. einungis eins sterkt og veikasti hlekkurinn?
- Eru fjárfestar að afskrifa beinlínis, Evrusvæðið? Eða, er raunveruleg hætta þar um?
- Gerist þá það sama, með skuldir einstakra Evru-svæði ríkja, hvert við annað, að þær verðfalla, þannig að þau ríki sem eiga mikið af þeim - með svipuðum hætti - tapa ógnarupphæðum?
"The Credit Suisse report asked whether the slowdown in global growth might have the same effect on the eurozone that the slowdown in the US housing market had on subprime CDOs. As long as the eurozone governments can generate sufficient tax revenues, all is well. But if that were to stop, the eurozones debt edifice might break down like a house of cards."
Síðan mynnir hann okkur á einn vandann enn, þ.e. möguleikar til hagvaxtar.
- En, á Evrusvæðinu verða þeir mjög skertir, næstu árin.
- Þ.e. auðvitað hin hliðin á vandanum, þ.e. tekjuhliðin.
En, ef Evrusvæðið sekkur aftur í kreppu, þ.e. samdrátt tekna ríkissjóða, sé veruleg hætta á að skuldavandi einstakra ríkja vaxi þeim hratt yfir höfuð, og allt klabbið falli eins og spilaborg.
----------------------------------hvað um okkur?
Ísland:
- Þetta er auðvitað sama vandamálið og hérlendis, þ.e. skuldavanda verður að skoða í samhengi við tekjumyndun. Ég á við, að villandi er eins og Gylfi Magnússon stöðugt gerir, að einblína eingöngu á skuldahliðina.
- En, þ.s. setur ríkissjóð Íslands í þrot, mun verða léleg tekjumyndun - þ.e. áframhaldandi samdráttur.
- En, ekki er hægt að starta hér hagvexti - hvað sem ríkisstjórnin segir, Gylfi Magnússon sérstaklega - ef ekki verður af tilteknum risaframkvæmdum.
- En, risaskuldir almennings.
- Risaskuldir fyrirtækja.
- Ásamt, of háum vöxtum - sem magna upp skuldavandann.
- Auk þess, að skattar hafa verið hækkaðir.
- Gera hagvöxt fullkomlega útilokaðann - án risaframkvæmda.
- En, ekkert sérstakt bendir ti, að af þeim framkvæmdum verði.
- Enginn þeirra hefur enn verið fjármögnuð.
- LV og OR munu þurfa að afla erlendra lána, á hagstæðum vöxtum -
- En, ríkissjóður Ísl. hefur ekki getað fengið lán á viðráðanlegum kjörum, síðan hrunið átti sér stað, október 2008.
- LV og OR geta ekki haft betra lánsmat, en eigendur þeirra - og að auki, eru bæði fyrirtækin stórskuldug fyrir.
- Ofan á allt þetta, gerir ástandið á erlendum lánamörkuðum, fjárfesta hvekkta og sérstaklega neikvæða gagnvart öllum ríkjum, sem skilgreind eru í áhætt-hópi.
- Í reynd, er áhættufælni fjárfesta á uppleið erlendis, sem gerir þá enn síður líklega en áður, að veita okkur eða ísl. aðilum, viðráðanleg lánskjör.
- Ergo - mun líklegra en ekki - að ekki verði af þeim stórframkvæmdum á næstunni.
- Afleiðin, efnahagsplanið hrynur - þ.s. ekki verður af tekjuaukningu ríkissjóðs, sem á að gera honum kleyft að standa undir sínum skuldum.
Þetta er raunástæða þess, að ég hef verið alla tíð síðan hrunið átti sér stað, og er enn - hef fremur en hitt styrkst í þeirri trú; að Ísland sé einnig eins og Evrópa gjaldþrota.
En, við á hinn bóginn, höfum betri möguleika til að rétta okkur við - og getum það, í krafti okkar auðlynda, -
- Vaxtastig verður að fara niður - og það mikið.
- Skattar líka - en, rétt að nota lækkanir til að hvetja til útflutnings, þ.e. til þeirra sem ætla að skapa nýjan útflutnings.
- Við höfum til cirka ársloka 2011 - jafnvel út 2012, þ.e. sá tími sem við höfum til að snúa hlutum við, og komast hjá gjaldþroti.
- Það verður að gera, með því að auka útflutning. En, leið erlendrar lántöku til að kosta stórvirkjanir, er lokað sund. Lánamarkaðir eru og verða lokaðir.
- Svo, í staðinn, verðum við að beita leiðum - 1. og 2.
Með smá heppni og mikilli sparsemi í notkun gjaldeyris, er hugsanlegt að þessi tími dugi til slíks viðsnúnings.
Kv.
24.5.2010 | 16:36
Áhugavert viðtal við Jón Gnarr, í Reykjavík Grapevine.
Þegar flett er á vefsíður Grapevine.is, er hægt að nálgast frýtt eintak - sem í vantar vissar lykilfærslur.
Sjá hér: Nýjasta tölublað Reykjavik-Grapevine
Viðtalið, er greinilega á bls. 15 - en, formálann að því má sjá á bls. 14.
En Illugi Jökulsson, hefur verið svo góður, að birta þídda útgáfu af því viðtali á eigin bloggi.
Sjá, þítt viðtal við Jón Gnarr: VIÐTAL VIÐ NÆSTA BORGARSTJÓRA?
Ég sé ekki ástæðu, til að endurbirta það í heild, heldur tek ég stuttar tilvitnanir - sem vekja áhuga minn. Þ.s. ég er að reyna að rína í, er hvers konar stjórnandi Jón Gnarr, mun huganlega verða.
""Eee, ja, ég er sjálfmenntaður listamaður og hef tekið þátt í ýmsum verkefnum gegnum tíðina. Ég hef leikið, skrifað, leikstýrt, unnið við auglýsingagerð og búið til gommu af gamanþáttum. Og ég hef leikið stór hlutverk í nokkrum bíómyndum...- ég hef enga formlega menntun."
Ég tek fram, að ólíkt flestum öðrum, er ég ekki aðdáandi grínsins hans Jóns Gnarr. Þ.e. ekki þannig, að mér leiðist hann, frekar að ég svona - rétt brosa þegar aðrir skella upp úr. Sennilega er ég ekki alveg á sömu línu, húmorslega séð. En, burtséð frá því - er ljóst að hann er mjög hæfilíkaríkur listamaður og það hve hann skemmtir mörgum, þættirnir hans virka eftir allt saman í augum margra, þá er það fullkomin sönnun þess, að þarna fer maður með hæfileika.
Ég staldra þó við viðurkenndan skort á menntun - enda margsannað í gegnum tíðina, að þekkingarskortur getur verið til trafala, þegar verið er að taka ákvarðanir þ.e. orsök og afleiðing er flókin.
"Þegar ég var ellefu ára gafst ég upp á skólanum. Ég neitaði að læra margföldunartöfluna, dönsku - eiginlega allt sem ég sá ekki fram á að geta haft hagnýt not af. Mig langaði að verða trúður í sirkus. Þegar ég var þrettán ára var ég alveg hættur í skólanum og var sendur í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn og unglinga að Núpi í Dýrafirði. Þar fékk ég mikinn tíma og pláss til að sinna því sem mig langaði."
En, mjög líklega er eitt af því sem orsakaði hrunið, að okkar bankamenn einmitt spiluðu á "þekkingarskort" ísl. stjórnmálamanna. En, margt bendir til, að þeir sem voru við völd, hafi hreinlega ekki skilið líklegar afleiðingar þeirra ákvarðana sem þeir voru að taka.
Ég bendi á, að núverandi ríkisstjórn virðist mér einnig birtingarmynd sama vanda. En, ljóst virðist að Hollendingar og Bretar, hafi einmitt spilað á þekkingarskort núverandi ráðherra, talið þeim trú um að bráðabirgðasamningur, gerður af fyrri ríkisstjórn um lausn Icesave, væri einnig bindandi fyrir nýja ríkisstjórn - og þ.s. í reynd var ný samningalota. Þarna, sem sagt, hreinlega plata embættismenn ríkisstj. Hollands og Bretl. samninganefnd og ráðherra Íslands - og úr verður sá hörmungarsamningur, sem mjög naumlega tókst að stöðva.
"Ef við fáum meirihluta, þá tökum við bara stjórnartaumana og ráðum öllu. Og við myndum láta þrautþjálfað fagfólk í að reka borgina. Ég lít á borgina sem einingu og innri bygging hennar er alveg fullfær um að reka sig sjálf, án hjálpar stjórnmálamanna. Þeir eru hvort sem hálfan daginn bara að vinna í þágu flokksins síns.""
- Sko - ég bendi á þetta vandamál með þekkingarskortinn, því þetta er raunverulegt vandamál og þ.e. ekki endilega lausn að ráða einfaldlega fólk sem þekkir til verka - því ef þú hefur ekki næga þekkingu sjálfur til að meta valkostina sem þeir bjóða þér upp á þá ertu algerlega á valdi þeirra sem þú réðir til verksins.
- Málið er, ef þín þekking er virkilega mjög takmörkuð, hefur þú þá nokkuð vit á að ráða rétta fólkið - ég meina, hvernig getur þú þekkt á milli einstaklings sem hljómar vel á yfirborðinu eða þess sem raunverulega hefur djúpstæða þekkingu, ef þú sjálfur hefur ekki næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna eða meta svörin?
- Klassíska vandamálið, er hvernig getur þú treyst þeim, sem þú ræður til verka - þegar maður les þetta viðtal við Jón Gnarr, kemur fram mjög sterk "anty authority" hugsun. Honum leiðast "authority típur". Honum leiðast stjórnmál. Það getur bent til þess, að hann muni ekki nenna því seinna meir, að pæla mjög mikið í þessu. Hugsunin geti verið, ráða einhverja til verksins og síðan, láta þá um það. Í því getur falist hætta - þ.e. skortur á eftirfylgni.
- Mörg dæmi eru um, að ráðinn forstjóri eða framkvæmdastjóri, steli frá eigin fyrirtæki. Með öðrum orðum, þá er ekki nóg að ráða einhvern sem þú heldur góðan, þú þarft einnig að fylgjast með hans/hennar verkum og að auki, helst hafa nægilegt vit til svo þú getir áttað þig á hvenær þeir eru ekki að sinna sínum störfum.
- Engin starfsemi, bara rekur sig sjálf - en skortur á eftirfylgni einmitt býður hættunni heim. En, ef forstjórinn eða framkvæmdastjórinn, tekur eftir því að enginn er að fylgjast með hans/hennar störfum, eru mörg söguleg dæmi til um að þá fari viðkomandi að haga rekstrinum skv. eigin persónulega hag. Dæmigerð hegðun, er einmitt hjá forstjóra fyrirtækis að búa til skammtímagróða, "casha-út" í formi árangurstengdra greiðsla - svo ertu farinn áður en allt hrynur. Hjá hinu opinbera, getur spilling orðið til vegna þessa t.d. með þeim hætti, að þú kemur því fyrir þannig, að þú græðir persónulega þegar verkefnum er úthlutað - a)Þér er greitt beint undir borðið. b)Þú færð greiðslur með einhverjum óbeinum leiðum, t.d. þannig að reikningur er opnaður í erlendri skattaparadís á þitt eignarhaldsfélag. - Þetta er í reynd svipuð spilling og pólit. fulltrúar stundum leiðast í; en hún getur einnig átt sér stað innan embættiskerfis í topp stöðum innan þess, ef pólit. fulltrúar eru ekki að fylgjast með hvað á sér stað innan starfseminnar.
- Sem sagt - þú verður óviljandi fórnarlamb þeirra sem notfæra sér fávisku þína - sbr. ríkisstjórnin núverandi vs. Bretland/Holland í tengslum v. Icesave, umliðnar ríkisstjórnir vs. ísl. útrásarvíkingar - en flest bendir til að síðustu 4. árin fyrir hrun hafi útrásarvíkingarnir reynd stjórnað landinu - en upphaf þess ástands sannarlega má rekja til fávisku þeirra sem stjórnuðu þegar bankarnir lentu í þeirra höndum - en vart er ástæða að reikna með því að þeir fávísu stjórnmálamenn hafi planað þá útkomu, og nú ætla Reykvíkingar að afhenda borgina í hendur á einstaklingi sem viðurkennir nær algerann skort á skólagöngu. Er verið að bjóða hættuni heim - eða hvað?
- Fólk virðist segja - stjórnmálamenn eru hvort sem er trúðar - svo, látum raunverulegann trúð stjórna! Er þetta ekki smávegis bilað?
Hverjir hafa reynst honum vel?
"Og svo eru bissnissmennirnir sem hafa í raun og veru gert mér kleift að vinna við það sem ég vil vinna við. Jón Ásgeir er einn af þeim og hann virðist eiga Stöð 2, sem hefur veitt mér fullt af tækifærum til að vinna og skapa - en reyndar á frekar einhliða skilmálum. Ég á ekki höfundarréttinn á neinu sem ég hef skapað. Jón Ásgeir á hann."
Jón Ásgeir - sá bissnessinn í því sem hann var að gera.
Merkilegt, að hann skuli vera velgjörðarmaður hanns?
- Verða þá einhverjir bissness-menn ráðnir, til að stjórna borginni, meðan Jón Gnarr spókar sig sem Borgarstjóri, skrifar undir þ.s. honum er rétt - sbr. "Yes minister - Yes Primeminister".
Það greinilega blundar níhílisti í Jóni Gnarr -
"Þegar ég var þrettán ára var ég alveg hættur í skólanum og var sendur í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn og unglinga að Núpi í Dýrafirði."
"Fjórtán ára gamall var ég virkur félagi í mörgum alþjóðasamtökum sem var verið að stofna um þær mundir - Baráttusamtökunum fyrir kjarnorkuafvopnun, Svarta fánanum, Greenpeace - ég gekk í fullt af róttækum samtökum og var meira að segja partur af herferð um að skrifa bréf til fangelsaðra stjórnleysingja. Ég hafði nógan tíma til að sinna svonalöguðu."
"ég hef aldrei haft áhuga á stjórnsýslu eða pólitík. Ég er algjörlega andvígur þeirri hugmynd að eitthvað fólk úti í bæ geti skipt sér af lífi þínu, sú hugsun ergir mig." ... "Ég hef aldrei horft á Silfur Egils eða hlustað á umræðuþætti í útvarpinu. Ég þekki ekki einu pólitíkusana. Ég hitti Hönnu Birnu í settinu á einhverjum sjónvarpsþætti og ég hafði ekki hugmynd um hver hún var."
"Öll kerfi eru á móti skapandi hugsun, því þau eru fullmótuð og búin að koma sér fyrir í sinni skúffu, og eru stolt af því."
""Skapandi hugsun ógnar þeim. Ógnar skólastarfinu sem byrjar á að kenna okkur að skapandi hugsun sé einskis virði þangað til þú ert orðinn fullorðinn. Þú þarft að eyða bestu árum ævinnar í að læra um eitthvað sem einhver annar skapaði, svo geturðu farið að gera eitthvað. Það passa ekki allir inn í þetta mót, sem skapar þörf fyrir hugtök og "vandamál" sem þarf að skilgreina og þá erum við komin að geðlæknum og sálfræðingum."
""Ja, ég þekki ekki skattkerfið, það er mjög flókið. Ef ég fengi að ráða myndi enginn borga skatta. Mér leiðist að borga skatta. Ég er alltaf í skuld við skattinn og kerfið hefur leikið mig mjög illa. Kerfið er óréttlátt og ég vil breyta því."
"Þetta er allt dautt. Skattstofan er dauð, tollurinn er dauður, RÚV er dautt. Þetta eru stofnanir sem mynda hryggjarstykkið í samfélaginu og þær eru allar dauðar. Blaaaah!""
Ég velti því fyrir mér, hvernig einstaklingur sem gat ekki þroskast innan skólakerfisins - segist á móti kerfum - hljómar dæmigert ofvirkur - getur haldist við á hrútleiðinlegum borgarstjórnarfundum þ.s. þarf að fjalla um mál, afgreiða mál, fjalla um þau vandamál sem alltaf koma upp; taka ákvarðanir? Hætt við að athyglin verði löngu farin e-h annað :)
Þ.e. nefnilega töluverð vinna í því falinn, að kynna sér mál að nægilegu marki, svo hægt sé með vitrænum hætti að velja á milli þeirra valkosta, sem embættismennirnir bjóða upp á.
Ég meina - í alvöru talað - er það vitrænt val að svara því vandamáli að stórfellt klúður varð fyrir tilverknað óvandaðra vinnubragða og fíflsku - sem margir hafa túlkað með þeim hætti að það fólk sem er að taka ákvarðanir sé ekki með næga þekkingu til að ráða við þau mál sem þau eiga að sjá um; að þá einmitt að taka fegins hendi einstaklingi sem viðurkennir "enga þekkingu", "engan áhuga", "lifir í núinu", "með mjög takmarkaða þolinæði", "ætlar sér að skúbba málum í hendur einhverra "sérfræðinga" en viðurkennir þó algert hatur á sérfræðiþekkingu sbr. engan áhuga á þekkingu sem aðrir hafa búið til"?
Er það þá ekki einfaldega þ.s. við uppskerum - hrun borgarinnar?
Jón Gnarr - er með nokkrar jákvæðar hugmyndir!
"Okkar pólitíska veröld er mótuð af einhvers konar samtryggingu sem er inngróin í okkur af því við erum svo fá."
- Þarna kemur hann inn á kjarna sannleik, þ.e. við erum að tala um örríkið Ísland, sem þíðir að hópar þeir sem eru að vasast með stjórnun mála - eru smáir.
- og, ég er 100% sammála, að samtrygging er ein birtingarmynd - afleiðing - þeirrar smæðar.
"Og hér koma pólitísku flokkarnir í staðinn - þeir mynda bandalög sem verða eins konar feðraveldi eða lénsveldi. Við erum með fjóra flokka - sósíalista, íhaldsmenn, bændur og jafnaðarmenn - þeir skipta stundum um nöfn en kjarni þeirra er alltaf sama lénsskipulagið sem hefur alltaf stjórnað okkur."
- Mín persónulega hugmynd að lausn - er beint lýðræði.
- Vegna smæðar, verður alltaf mjör erfitt hér, að koma í veg fyrir tilurð fákeppnisfyrirkomulags þ.s. örfáir ráða og skipta markaðinum á milli sín - sbr. olíufélögin, tryggingafélögin, bankarnir o.m.flr. Sjálfsögðu stjórnmálaflokkarnir - sem eins og olíufélögin, skipta kjósenda markaðinum á milli sín.
- Það eina sem ég sé, sem raunverulega mögulega raunbreitingu, er beint lýðræði - þá á ég við þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag sbr. Sviss.
"Ég held að við verðum að hætta að flytja inn olíu og nota rafmagn í staðinn."
- Þarna kemur hann inn á grunnþörf - þ.e. við þurfum að draga úr því sem við verðum að flytja inn. Rafmagnsbílar eru þó ekki eina lausnin - en, einnig er hægt að knýja sprengihreyfla beint með öðrum vökvum eða gastegundum - sbr. metan, vetni eða alkohóli.
- Grunnvandi, að þetta kosta peninga. En, við erum að tala um breitingu sem þarf hvort sem er að eiga sér stað yfir e-h árabil.
- Það tók 2. áratugi að útrýma að mesti olíuhitun, hita með vatni þess í stað.
""Já, ég vona að við fáum menningarbyltingu hér. Að við förum að upplifa okkur sem þjóð á nýjan hátt. Og ég hef nokkrar hugmyndir þar að lútandi. Eins og í sambandi við sjálfstæði þjóðarinnar. Mér finnst sjálfstæðinu ógnað. Við þurfum að leggja nýja áherslu á það, og þar gæti ný áhersla á rafmagnsbíla leikið sitt hlutverk. Með því að skilgreina og leggja áherslu á það sem er sérstakt við okkur, með því að leiða nýsköpun á sumum sviðum. Þar eru möguleikar - við gætum orðið fyrirmynd annarra þjóða á þessu sviði.""
- Þarna er ég eiginlega hálf hissa á sjálfum mér - því ég er 100% sammála.
- Sjálfstæðinu er sannarlega ógnað - Icesave samningurinn hefði algerlega bundið á það enda.
- Rafbílavæðing - getur verið góður hlutur. En, ég víl horfa aðeins víðar á - tala um að innleiða "innlenda orkugjafa". En, metan - metanól - vetni, eru aðrir möguleikar og þá er hægt að nota áfram sprengihreyfla og nokkurs konar bensínstöðvar. En, stóri kosturinn er að ekki þarf þá að bíða marga klukkutíma eftir því að geymirinn hlaði sig. Að auki, getur drægið verið sambærilegt og við bensínbíl.
- Já, við þurfum að finna okkur eitthvað, sem við getum gert sem sé sérstakt. Ekki nóg að hafa bara - fisk, ál og ferðamenn. En, útflutningsafurðir okkar eru bagalega "low tech" sem einnig þíðir virðisauki er lágur sem veldur því að erfitt verður að halda uppi þeim lífskjörum, sem við viljum búa við. En, allt kosta eitthvað. Uppbygging alþjóðlegrar fjármálamiðstöðvar mistókst. Það var stóra hugmynd síðasta áratugar. Okkur vantar annað í staðinn - og það getur ekki orðið meira ál. Vandinn við álið, er að það býr til tiltölulega fá störf. Virðisaukinn sem hér verður eftir, er einnig fremur lítill.
- Sko - ég hef sett mínar hugmyndir fram áður, og þær eru eftirfarandi:
- Þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag ala Sviss.
- Stórfelld lækkun vaxta - ekki meira en 2-3%.
- 50% afsláttur á sköttum í 5-10 ár til; a)Fyrirtækja sem vilja umbreyta rekstri í form sem skilar þaðan í frá gjaldeyristekjum, b)Þeirra sem stofna til alveg nýs rekstrar er skili gjaldeyristekjum - - tilgangur, að hvetja til aukningar gjaldeyristekna.
- Ég er þeirrar skoðunar, að óhjákvæmilegt sé - meðan versta kreppan gengur yfir - að skera mikið niður rekstur og þjónustu ríkisins. En, reka verði ríkið sem næst núllinu - ekki í mínus.
- Síðar þegar uppgangur hefst, verði að reka það í plús - til að minnka skuldir svo smám saman sé hætt þeirri vitleysu að senda okkar skattfé til erlendra fjármagnseigenda. Þetta þíði að aðhald í rekstri, haldi áfram þó góðæri komi. Þá á ég við, að haldið sé í við aukningu útgjalda þegar tekjur aukast þannig, að alltaf verði afgangur.
Hverjum líkar Jóni Gnarr við?
Greinilega ekki framsóknarmenn -
"Ég myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum og ég vona að sá flokkur snúi bara upp tánum og hætti að vera til, að minnsta kosti í Reykjavík."
Ekki heldur sjálfstæðismenn - en hann hljómar sem að honum sé hlýtt til VG.
"Ef ég er í heimsókn á skrifstofu Vinstri-grænna og við förum að tala um The Wire og þau eru öll sammála um það sé besti sjónvarpsþáttur allra tíma, og svo kemur einhver frá Sjálfstæðisflokknum og hefur aldrei heyrt minnst á The Wire, þá veit ég hverjir eru skemmtilegir og ég er búinn að komast að því með hverjum ég vil helst vinna."
En, vísbendingu í þá átt, má einnig sjá í áður fram kominni róttækni - en í VG er helst að finna þá hópa, sem aðhyllast vinstri sinnað stjórnleysi - en, þó vill hann ekki titla sig stjórnleysingja.
"Og á hinu pólitíska litrófi, þá er anarkisminn til vinstri. En ég er á móti þeirri pólitík sem kveður á um hvað maður eigi að gera. Bannar hluti. Bannar nektarklúbba og internet-aðgang. Ég get ekki skrifað undir það. Hvað kemur það mér við ef einhver kýs að eyða tíma sínum í nektarklúbbum eða hanga á netinu í leit að klámi? Ég held að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi séu komnir í blindgötu. Þeir eru búnir að vera."
Klárlega er þarna "anarkísk" hugsun - en er hún vinstri- eða hægri-sinnuð?
- Vinstri sinnaðir anarkistar vilja fara beint í ríkislausa kommúnsismann sem lofað var sem endapunkti af Karli Marx - þ.s. allir væru jafnir, enginn yfir aðra hafinn, þ.s. hlutir virka samt "af því bara". En, ég hef aldrei séð neina sannfærandi röksemdafærslu þar um.
- Hægri sinnaðir anarkistar, leggja ofuráherslu á frelsi án takmarkana. Þetta er hin endalega sjálfselsku stefna -- sem snýst um að enginn má banna mér neitt. Ég á að hafa rétt að gera hvað sem ég vil. Ég er voða reiður og pirraður, ef ég fæ ekki að gera allt hvað þ.s. ég óska mér að gera, framkvæma, þegar ég vil það framkvæma. Einhverjar boð og bann maddömur, geta bara farið og í skít og kanel.
Mér sýnist, að Jón Gnarr, sé ekki að stefna á kommúnisma þ.s. enginn á neitt.
Frekar, að hann sé pirraður á boðum og bönnum, sem hljómar sem að hafi verið hans persónulega einkenni allt frá bernsku.
Ergo - hann er frekar að tala um e-h sem nálgast að vera "Hægi anarkismi" en "Vinsti anarkismi".
En, hægri "libertarianistar" vilja einnig, enga - alls engar - hömlur á hvað einkaframtak má og má ekki gera. En, þetta hljómar ekki alveg eins og línan hans Jóns Gnarr.
Svo, í mínum augum, hljómar anarkisminn hans Jóns Gnarr, frekar "confused".
Einhvers konar and-"authority" án þess, að vera líklega mjög djúpt pældur.
- Helstu velgjörðarmenn hans, hafa þó verið bissness menn!
- Titlar sig - and pólitík - and kerfi.
Niðurstaða
Ég held að Jón Gnarr sé almennt séð góðviljaður - hann vill vel.
- En sagan er full af fólki, sem var góðviljað, en minna gott fólk færði sér í nyt. Sbr. orð Leníns um nytsama sakleysingja, sem hjálpuðu honum að komast til valda, en hann síðan varpaði í fangabúðir.
- Jón Gnarr, verður að vara sig á öllum þeim tækifæris-sinnum, sem munu hópast í kringum hann, bjóða þjónustu sína - taka undir hugmyndir um að nauðsynlegt sé að breita - reyna að ræna byltingunni hans.
- Þarna er ég að benta á augljósann menntunarskort - augljósann skort á þolinmæði og áhuga á pólit. sem veldur samanlagt einmitt ótta hjá mér um að hann geti orðið fórnarlamb tækifærissinna.
- En, mér sýnist að mjög freystandi verði fyrir hann, að afhenda þetta einhverjum öðrum, og sinna svo því sem hann hefur áhuga á hverju sinni. Það væri sambærilegt við konunginn, sem lét ráðgjafana stjórna - og þeir stjórnuðu eins og þeim hentaði.
- Við skulum muna eftir fyrsta forsætisráðherra Rússlands, eftir fyrstu byltinguna 1917, sem síðan var steypt af minna góðviljugum mönnum, sem stálu í reynd byltingunni.
Auðvitað þarf þetta ekki að fara ílla - kannski velur Jón Gnarr einungis gott fólk til verka - svo verður allt í lagi þó hann hafi lítinn fókus á þau mál sem þeir sjái um fyrir hann - og hann getur einbeitt sér að því, að útfæra nánar byltingar hugmyndir sínar.
En, vitin til varnaðar í heimssögunni, eru því miður svo mörg.
Ég er sammála honum um sumt, en ég hef áhyggjur af þessum "anty-authority" tendensum hans - og greinilegum alvarlegum þekkingarskorti.
Sagan hefur því miður tilhneygingu til að endurtaka sig, því þegar til kemur - halda menn að þeirra aðstæður séu það sérstæðar að reynsla annarra skipti ekki máli eða þeir einfaldlega hafa ekki áhuga á að velta sér upp úr hver reynsla annarra var.
Kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2010 | 16:30
Er óhætt að kjósa Besta-Flokkinn?
Nú þegar ný könnun sýnir Besta Flokkinn, með 44% fylgi og meirihluta, skömmu fyrir kosningar. Þá er ekki undarlegt, að nokkurs titrings gæti.
En, spurningin að ofan, er alvöru spurning!
Tilvitnanir:
--------------------
Hallgrímur Helgason: Förum úr einu bullinu í annað
Líkir Besta flokknum við framboð Berlusconi
Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum.
"Hallgrímur Helgason rithöfundur líkir framboði Besta flokksins til borgarstjórnarkosninga nú í vor við framboð Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu þegar hann komst fyrst til valda. Hann segir að þjóðin eigi eftir að enda með mun meiri þynnku en nú, ef hún kjósi flokkinn yfir sig."
"Hallgrímur nefndi að framboð Berlusconi hafi í upphafi verið fyndið en síðar snúist upp í andhverfu sína."
"Þetta er fólk sem þagði allan góðæristímann og var hvergi sjáanlegt í búsáhaldabyltingunni. Þetta framboð er bara skrum, svipað og á Ítalíu þegar Berlusconi kom fram, það þótti fyndið fyrst. Málið er bara að grínið er ekkert fyndið lengur þegar það er komið í meirihluta. Þjóðin á eftir að enda með miklu meiri þynnku ef hún ætlar að kjósa þetta yfir sig, sagði Hallgrímur í þættinum Vikulokunum í útvarpinu."
--------------------
Jón Trausti Reynisson, segir - "...þessi mikli stuðningur við Besta flokkinn er annað, meira og verra en yfirlýsing gegn gömlu flokkunum. Hann sprettur úr skorti á siðferði og ábyrgð í íslenskri menningu...Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, hefur sagst vilja verða borgarstjóri til að hafa það náðugt. Jón segir hreinskilnislega frá því að hann muni misnota aðstöðu sína sjálfum sér í hag. Ef hann kemst til valda mun hann svíkja kosningaloforðin sín. Hann hefur þegar sagt að hann muni gera það, þannig að erfitt verður að gagnrýna hann fyrir það....Besti flokkurinn er einkennandi fyrir firringuna og afneitunina á siðferði sem einkenndi Ísland í góðærinu fyrir hrun. Fólk getur kosið hann og hlegið að gömlu flokknum, en á endanum snýr ádeilan að kjósendunum sem gerðu uppreisn gegn vanhæfri ríkisstjórn og kusu síðan til valda ábyrgðarlausan sprelligosa.
- Ég held að allir viti, að Besti Flokkurinn, mun ekki setja froska í Tjörnina eða Ísbjörn í Húsdýragarðinn, o.s.frv.
- Það virðist ljóst, að komið er verulegt fyrringar ástand, í íslenskt þjóðfélag.
- Maður sér setningar á blogginu, eins og að það mætti alveg eins setja górilluapa eða asna, í stað núverandi þingmanna.
- Einnig heyrir maður fullyrðingar þess efnis, að ekki geti ástandið mögulega versnað - allir hinir hvort sem er svíki þau loforð er þeir gefa - ekki hafi þeir sem á bak við Besta Flokkinn, klúðrað málum landsmanna.
Það virðist ríkja nokkurs konar nýhilismi - þ.e. allt er betra en þ.s. við höfum í dag.
Ég óttast að ef kjósendur upplifa síðar meir, að þeir hafi gert mistök, er þeir kusu Besta Flokkinn - þá muni þessi nýhilisma tendens ágerast - jafnvel brjótast út í útbreiddri borgaralegri óhlýðni.
En, Ísland er "post" áfall samfélag - og upplifunin, er að allt hafi brugðist.
En, sögulega séð - þegar önnur lönd sem upplifað hafa áföll eru skoðuð - þá verður ljóst, að slíkt ástand er hættulegt.
------------------------------
En, því getur lyktað - sbr. önnur lönd:
- borgarastyrrjöld - upplausn samfélags (versta mögulega útkoma)
- endalokum lýðræðis, við taki populísk einræðisstjórn - karísmatískur einstaklingur sem leiði hana, lofi að endurskapa þjóðfélagið, en til þess þurfi að víkja öllum reglum til hliðar.
- upplausnarástand vari tímabundið, breytingar verði á flokkakerfi og imsar aðrar nauðsynlegar breytingar, lýðræði rís sterkara aftur eftir.
Góð útkoma er alls ekki örugg.
Eitt af því klassíska sem þarf einmitt að varast - við síkar aðstæður - er upprisa popúlískra hreyfinga.
Ég er ekki að segja að Besti Flokkurinn, sé slík varasöm hreyfing - aðeins að þær hættur sem sögulega séð hafa alltof of reynst vera raunverulega fyrir hendi.
-------------------------------------
Ég öfunda reyndar ekki Besta Flokkinn, ef hann vinnur slíkann sigur:
Það eru nefnilega ekki óendalegir möguleikar í stöðunni, þvert á móti eru þeir mjög takmarkaðir.
- Fjárhagsstaða Borgarsjóðs er þung - en, með varfærinni stjórnun, ekki endilega óviðráðanleg.
- En, mjög mögulegt er, með röð slæmra ráðstafanna, að koma honum í þrot.
- Orkuveita Reykjavíkur, er í um cirka 16% eiginfjárstöðu og með mjög erfiða greiðslustöðu í erlendum gjaldmiðlum.
- Þær skuldir geta lent á borgarsjóði.
- Sjálfstæðisflokkur + Framsóknarflokkur, telja minst varasömustu leiðina, vera varfærna stjórnun með niðurskurði kostnaðar og framkvæmda, á sama tíma og söfnun frekari skulda er lágmörkuð.
- Samfylking og Reykjavíkurframboð, vilja slá lán - og framkvæma. Bæði lofa að binda enda á atvinnuleysi og kreppu í borginni, með því fjármagni sem tekið er að láni.
- VG vill einnig auka eitthvað framkvæmdir, en fyrst og fremst sleppa niðurskurði - og nefnir útsvarshækkun sem leið í stað niðurskurðar.
Þetta eru þær aðferðir sem standa til boða.
Ég get ekki séð nokkra leið fyrir Besta Flokkinn, að velja einhverra þessara leiða, án þess að einhver hluti kjósenda Besta Flokksins, fari í fílu.
- Ef þ.e. rétt, að Jón Gnarr er laumuhægrimaður, eins og sumir bloggarar halda fram, þá ef til vill stendur honum nær, að halda áfram að beita svipuðum stjórnunaraðferðum og nú eru stundaðar - þ.e. sparnaður og niðurskurður.
- En, þá fara kjósendur flokksins af vinstri vængnum í fílu.
- Ef Jón Gnarr, velur leið skuldasöfnunar - þ.e. útríma atvinnuleysinu, veðja á að Ísland sé á leið úr kreppu eins og ríkisstj. lofar, og allt verði því í lagi seinna.
- Þá fara óhjákvæmilega hægri sinnaðir kjósendur Besta flokksins í fílu.
- Ef Jón Gnarr, hækkar skatt.
- Þá er það sama sagan.
Mín skoðun er reyndar, að besta útkoman fyrir Besta Flokkinn, væri að verða eini flokkurinn í andstöðu - þ.e. Besta andstaðan eins og einn vinur minn orðaði það.
Ef aftur á móti, hann Jón Gnarr verður borgarstjóri - þá verða ekki ákvarðanir er orka tvímælis umflúnar - alveg sama hvað hann gerir, einhver mun fara í fílu.
Ef út í það er farið - væri það einmitt besta útkoman fyrir hina flokkana - því þ.eru landsmálin sem raunverulega skipta máli - og ef Besti Flokkurinn hrekur ímsa í burtu vegna ákvarðana tekna við stjórn borgarinnar - þá minnkar hættan fylgislega séð fyrir hina flokkana.
Þetta verður allt að koma í ljós:
- Ef til vill er Jón Gnarr nýtt leiðtogaefni.
- Ef til vill, mun Besti Flokkurinn einfaldlega springa eftir kosningar, á sama hátt og Borgarahreyfingin.
Eitt er þó víst - enginn veit hvaða áhættu Íslendingar eru að taka - með Besta Flokknum.
Að vera óskrifað blað - þarf ekki endilega að vera gott - þó það geti verið svo.
Hvað sem gerist - þá verða úrslitin söguleg - þ.e. víst.
Við skulum vona að þetta verði til góðs - þó svo að heimssagan kenni okkur að hætturnar raunverulega eru fyrir hendi - og það virkilega getur verið svo - að Íslendingar séu á leiðinni úr vissri ösku í eld.
En, ef til vill - verður þetta upphafið að einhverju nýju og stóru. Besti Flokkurinn, verði upphaf einhvers konar nýs Íslands.
En, það upphaf getur bæði verið gott og slæmt upphaf - sbr. að ofan.
Kv.
21.5.2010 | 22:24
Hætta á verðhjöðnun í Bandaríkjunum!
Verstu fréttirnar, virðast vera búnar í bili í Evrópu. Evran rétti aðeins við sér, í dag - föstudag, 21:05. En, stóri léttirinn var að þýska þingið, samþykkti aðgerða pakkann fyrir sitt leiti, sem ákveðinn var á mánudaginn fyrir viku.
Málun í Evrópu, verða að fá að gerjast aðeins lengur. En, Evran er samt sem áður, um 10% lægri en fyrir mánuði.
En, fréttin frá Bandaríkjunum, sem ég vísa til, er sú að -
Tame price rise figures raise fears over deflation
"The shifting nature of risks in the US economy from inflation to deflation was neatly captured by Michael Feroli of JPMorgan in the headline to a research note this week."
""Goodbye Weimar, hello Japan," he wrote after data showed that core consumer prices - which exclude volatile food and energy costs - rose 0.9 per cent in the year to April, the slowest pace in 44 years."
"The core personal consumption expenditures in-dex - the Fed's preferred measure of inflation - rose only 0.6 per cent in the first quarter, compared to a 1.8 per cent increase in the fourth quarter of last year, which was at the middle of the Fed's ideal range for inflation between 1.5 per cent and 2 per cent."
""[Deflation] is not going to be an issue if the economy continues to grow solidly. But if the economy were to relapse, then there would be less room to stimulate the economy," said Jim O'Sullivan, chief economist of MF Global."
Sem sagt, ef Evrópa dettur aftur niður í kreppu, þarf ekki mikið viðbótarbrems á Bandaríkin, til að þau þá fylgi með - einnig.
Kv.
20.5.2010 | 12:12
Eru skortsölur, rangar?
Hugakið skortsölur, sbr. "short selling" er nokkuð undir smásjánni í dag.
í Evrópu, hamast pólitíkin gegn markaðinum, þ.s. fram að þessu, hefur verið heimilt, að taka svokallaðar skortstöður, gegn hverju sem er, alveg óháð því hvort þú átt hlut í viðkomandi eða ekki.
Um daginn, bannaði Þýskaland svokallaðar "naktar skortstölur" sbr. "naked short-selling".
- Þetta er, að kaupa skortstöðu á t.d. hlutabréf fyrirtækis, sem þú átt ekki sjálfur hlut í, eða þá á gjaldmiðil, þótt þú eigir sjálfur ekkert af honum.
- En, bannið þíðir, að skorstöður eru þá aðeins heimilar, fyrir þá sem hafa keypt hluti í viðkomandi, en þá er litið á það sem nokkurs konar baktryggingu.
Þetta er á vissan hátt skemmtilegt deiluefni - áhugavert líka.
Það má líka varpa fram þeirri spurningu, hvor evrópskir pólitíkusar, séu ekki að hengja bakara fyrir smið, en skorstöður - þ.e. veðmálið um að e-h tiltekið muni falla í verði, virkar best þegar markaðurinn skynjar veikleika.
- Enron - sem dæmi, þá uppgötvaði maður nokkur, spekúlant á markaði, að strategía Enron, hafði mjög alvarlega veikleika, og sá tók skorstöður gegn Eron, sem hann græddi síðan á seinna meir, mikið - (viðtal við þann mann, þ.s. hann kvartar undan afstöðu Evr. pólit. - Political tide turns on regulation )(Hans skoðun, að slíkar aðferðir séu hluti af eðlilegu hlutverki markaðarins, og auðveldi rétta verðmyndun). Síðan, bendi ég á örltið önnur viðhorf, en það virðist að "naktar skorstölur" séu bannaðar í Hong Kong, og svo hafi verið um árabil - ( HK vindicated by naked shorting ban )
- En, þ.e. ef til vill, ekki undarlegt að pólitíkin vilji - ef til vill - beina sjónum annað, en að sjálfri sér.
- Staðreyndin er sú, að öll Evrópuríkin án undantekninga, eru með halla á sínum ríkissjóðum. Í tilvikum, er það ekki alvarlegt mál þ.s. skuldir eru ekki mjög miklar, en í mörgum tilvikum - og þá á ég við mun fleiri ríki en bara Grikkland - Spán og Portúgal, þá eru ríki að nálgast augljós varúðarmörk - þ.e. með erfiðan halla + augljósa veikar framtíðarhorfur um hagvöxt + ásamt því að stutt er í mannfækkun hefjist af alvöru.
- Þegar við leggjum saman, hækkandi meðalaldur og fækkandi vinnandi höndum - sem veldur því að langtímakostnaður er á uppleið á sama tíma og tekjumöguleikar framtíðar eru augljóslega ekki góðir, á sama tíma og skuldir fara ört hækkandi og halli virðist lítt viðráðanegur í mörgum ríkjum -
- Þá er ef til vill, ekki stórfurðulegt, að markaðurinn skynji veikleika.
- Reyndar - það furðulega, er að hann hafi ekki brugðist við fyrr!
- Skorstöður myndu ekki virka svo vel, ef ekki væru til staðar þessir augljósu veikleikar.
Þannig, að það má sannarlega velta því fyrir sér hvort hamagangurinn í Evr. fjölmiðlum, um stjórnlausa markaði, sem séu að hóta því að varpa ríki eftir ríki fram af bjargbrúninni - séu ekki einmitt klassískt dæmi um að hengja bakara fyrir smið.
Schäuble interview: Berlins strictures
Merkel warns markets over regulation
Kv.
19.5.2010 | 11:03
Fyrstu mótbárur gegn hugmyndum um samevrópska fjármálastjórnun, berast - slík andstaða getur minnkað líkur á að Evran lifi!
Eins og fram kemur í umfjöllun minni:
Stórríkið Evrópa - er það á næsta leiti?
- þá er sennilega eina leiðin til að bjarga Evrunni, sú að taka upp eitthvert form samevrópskrar fjármálastjórnunar þ.e. sameiginleg fjármálaráðuneyti Evrópu.
Þá ertu kominn langleiðina, með það að hafa samevrópska ríkisstjórn.
Svo, ég varpaði fram þeirri spurningu, hvort nú væri Evrópuríkið á næstu grösum.
- Nú, eru fyrstu mótbárurnar fram komnar.
- Það mátti reikna með að fram myndu koma mótbárur.
- En, að sjálfsögðu er ljóst, að það þarf mjög mikinn þrýsting, til að yfirvinna líklega andstöðu, til að koma málinu í höfn.
- En, þrátt fyrir hættuna sem skapast, ef Evran hrynur, þá er alls ekki víst, að þau ríki sem hafa engan áhuga á, fjármálayfirstjórn frá Brussel, séu til í að láta af þeirri andsstöðu.
- Að sjálfsögðu, eykur þetta líkur þess, að Evran hrynji raunverulega.
Um þessar mundir, dúkkar hver spekúlantinn upp eftir öðrum, segir það ólíklegt að Evran hrynji - ég legg til, að slíkum orðum sé tekið með saltkornum. Staðreyndin er, að enginn getur kastað á þetta líkum.
- Þetta er ennþá snemma í ferlinu - deilurnar raunverulega ekki enn hafnar fyrir alvöru.
- Nú eru aðilar einfaldlega að tilkynna um afstöðu sína sem heitir á ensku "positioning".
- Stundum þíðir það einfaldlega að, menn vilja einhvern stórann bitling á móti - með öðrum orðum, ekki endilega, að um sé að ræða skilyrði meitluð í stein.
Dutch Finance Minister Jan Kees de Jager said May 18 that it would be very difficult to accept a proposal from the EU Commission that national budgets be submitted for peer review by other EU member states. The Dutch opposition to the proposed EU reforms the ostensible purpose of which is to prevent a potential repeat of the current eurozone sovereign debt crisis, comes after Swedish Prime Minister Fredrik Reinfeldt said the changes did not make sense for states like Sweden, which are a shining exception with good public finances.
The mounting opposition to the reforms could scuttle German plans to enhance oversight over EU member state fiscal budgets."
Á meðan heldur Evran áfram að lækka, í gær náði hún 4. ára lægð gagnvart dollar.
Höldum áfram að fylgjast með fréttum!
Kv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2010 | 19:43
Eigum við að taka upp lög, sem banna hallarekstur ríkissjóðs skv. þýskri fyrirmynd?
Þjóðverjar í dag, skoruðu á stjórnvöld annarra ríkja Evrópusambandsins, að taka upp sambærileg lög kölluð "Schuldenbremse" eða skuldabremsa.
Berlin calls for eurozone budget laws
"Germany last year enshrined in its constitution a law that prohibits the federal government from running a deficit of more than 0.35 per cent of gross domestic product by 2016. German states will not be allowed to run any deficit after 2020."
Lög af sambærilegu tagi, tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna, þ.s. einfaldlega er ekki heimilt að enda fjárlög með halla, jafnvel miðaða við "0%". Dæmi, Kalífornía.
Íslensk framkvæmd gæti verið:
- Bannað frá árinu 2015 að skila fjárlögum, með halla umfram 0,35%
- Sveitarfélögum, frá 2020 bannað með öllu, að skila halla á bæjar-/sveitarsjóðum.
Þetta væri óneitanlega dramatísk aðgerð!
- Það þíðir að sjálfsögðu, að ekki er val um hallarekstur, þegar kreppa skellur á - sem felur í sér höfnun þeirrar kenningar, að reka eigi ríkið með halla þegar ílla árar.
- Á móti, hefur pólitíkusum oft gengið mjög ílla, að standa sig þegar vel árar - að tryggja að þá sé afgangur af rekstri, eins og kenning Kains kveður á um. En, ef kenningunni er fylgt, þá ber að sveiflujafna með sparnaði - þegar vel árar, borga þá niður skuldir, einmitt til þess að mögulegt sé seinna að stunda umframeyðslu, þegar ílla árar. Þ.e. Kaine gerðir ráð fyrir að á heildina litið, væri rekstur skynsamur.
- En, vandi er sá, að vanalega fer þetta ekki þannig, heldur er góðæri nýtt ílla, einfaldlega eytt þá enn meira, þjónusta og framkvæmdir blásnar út - þannig, að þegar ílla árar kemur stjórnlaus hallarekstur. Nefnum dæmi, gjaldþrota sveitarfélag - Álftanes. Klassíkst dæmi um þessa tilteknu hegðun, þ.e. hallarekstur í góðæri, stjórnlaus skuldasöfnun og síðan þrot.
- Sem sagt, er þá tillaga þjóðverja ef til vill eftir allt saman, góð hugmynd - þegar betur er athugað?
- En, fyrst að pólitíkinni gengur svo ílla, að tryggja afgang þegar vel árar - svo skuldastaða ríkissjóða sé lág, og hins opinbera einnig, þegar næsta kreppa kemur -
- Þá ef til vill er þetta eina leiðin - að setja beisli og axlabönd á pólitíkina.
--------------------------------
- En, hafa ber í huga, að skuldir valda því að í stað þess að standa undir þjónustu, er ríkið - og hið opinbera - þess í stað að henda stórfé í aborganir lána - fé sem þá nýtist með alls engum hætti, til eigin rekstrar.
- Söfnun skulda, með öðrum orðum, grefur undan þeirri þjónustu sem ríkið og hið opinbera eiga að sinna.
- Því hærri sem skuldirnar eru, því minna fé er eftir í afgang, til að standa undir rekstri mikilvægrar þjónustu, þannig að þ.e. alveg þráðbeint samband milli hárrar skuldastöðu og versnandi þjónustu ríkisins og hins opinbera, við samborgarana.
- En, vandinn er sá, að vegna þess að pólitíkusum hættir oft til þess popúlisma, að vilja fresta vandanum, þangað til einhvern tíma seinna - þegar þeir sjálfir eru ekki lengur við völd.
- Og, að auki, að þeim hættir einnig til þess, að sjá þ.s. hagstæðan kost að slá stór lán, til að framkvæma e-h sem eykur þeirra vinsældir til skamms tíma, þ.e. skuldadagar koma ekki fyrr en seinna þegar þeir eru ekki lengur við völd.
- Þá er góð spurning, hvort "Schuldenbremse" væri ekki - þegar allt ofangreint er haft í huga, góð hugmynd.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar