Er óhætt að kjósa Besta-Flokkinn?

Nú þegar ný könnun sýnir Besta Flokkinn, með 44% fylgi og meirihluta, skömmu fyrir kosningar. Þá er ekki undarlegt, að nokkurs titrings gæti.

En, spurningin að ofan, er alvöru spurning!

 

Tilvitnanir:

--------------------

Hallgrímur Helgason: Förum úr einu bullinu í annað

Líkir Besta flokknum við framboð Berlusconi

„Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum.

"Hallgrímur Helgason rithöfundur líkir framboði Besta flokksins til borgarstjórnarkosninga nú í vor við framboð Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu þegar hann komst fyrst til valda. Hann segir að þjóðin eigi eftir að enda með mun meiri þynnku en nú, ef hún kjósi flokkinn yfir sig."

"Hallgrímur nefndi að framboð Berlusconi hafi í upphafi verið fyndið en síðar snúist upp í andhverfu sína."

"„Þetta er fólk sem þagði allan góðæristímann og var hvergi sjáanlegt í búsáhaldabyltingunni. Þetta framboð er bara skrum, svipað og á Ítalíu þegar Berlusconi kom fram, það þótti fyndið fyrst. Málið er bara að grínið er ekkert fyndið lengur þegar það er komið í meirihluta. Þjóðin á eftir að enda með miklu meiri þynnku ef hún ætlar að kjósa þetta yfir sig,“ sagði Hallgrímur í þættinum Vikulokunum í útvarpinu."

--------------------

Siðleysið og Jón Gnarr

Jón Trausti Reynisson, segir - "...þessi mikli stuðningur við Besta flokkinn er annað, meira og verra en yfirlýsing gegn gömlu flokkunum. Hann sprettur úr skorti á siðferði og ábyrgð í íslenskri menningu...Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, hefur sagst vilja verða borgarstjóri til að hafa það náðugt. Jón segir hreinskilnislega frá því að hann muni misnota aðstöðu sína sjálfum sér í hag. Ef hann kemst til valda mun hann svíkja kosningaloforðin sín. Hann hefur þegar sagt að hann muni gera það, þannig að erfitt verður að gagnrýna hann fyrir það....Besti flokkurinn er einkennandi fyrir firringuna og afneitunina á siðferði sem einkenndi Ísland í góðærinu fyrir hrun. Fólk getur kosið hann og hlegið að gömlu flokknum, en á endanum snýr ádeilan að kjósendunum sem gerðu uppreisn gegn vanhæfri ríkisstjórn og kusu síðan til valda ábyrgðarlausan sprelligosa.

  • Ég held að allir viti, að Besti Flokkurinn, mun ekki setja froska í Tjörnina eða Ísbjörn í Húsdýragarðinn, o.s.frv.
  • Það virðist ljóst, að komið er verulegt fyrringar ástand, í íslenskt þjóðfélag.
  • Maður sér setningar á blogginu, eins og að það mætti alveg eins setja górilluapa eða asna, í stað núverandi þingmanna.
  • Einnig heyrir maður fullyrðingar þess efnis, að ekki geti ástandið mögulega versnað - allir hinir hvort sem er svíki þau loforð er þeir gefa - ekki hafi þeir sem á bak við Besta Flokkinn, klúðrað málum landsmanna.

Það virðist ríkja nokkurs konar nýhilismi - þ.e. allt er betra en þ.s. við höfum í dag.

Ég óttast að ef kjósendur upplifa síðar meir, að þeir hafi gert mistök, er þeir kusu Besta Flokkinn - þá muni þessi nýhilisma tendens ágerast - jafnvel brjótast út í útbreiddri borgaralegri óhlýðni.

En, Ísland er "post" áfall samfélag - og upplifunin, er að allt hafi brugðist.

En, sögulega séð - þegar önnur lönd sem upplifað hafa áföll eru skoðuð - þá verður ljóst, að slíkt ástand er hættulegt.

------------------------------

En, því getur lyktað - sbr. önnur lönd:

  • borgarastyrrjöld - upplausn samfélags (versta mögulega útkoma)
  • endalokum lýðræðis, við taki populísk einræðisstjórn - karísmatískur einstaklingur sem leiði hana, lofi að endurskapa þjóðfélagið, en til þess þurfi að víkja öllum reglum til hliðar.
  • upplausnarástand vari tímabundið, breytingar verði á flokkakerfi og imsar aðrar nauðsynlegar breytingar, lýðræði rís sterkara aftur eftir.

Góð útkoma er alls ekki örugg.

Eitt af því klassíska sem þarf einmitt að varast - við síkar aðstæður - er upprisa popúlískra hreyfinga.

Ég er ekki að segja að Besti Flokkurinn, sé slík varasöm hreyfing - aðeins að þær hættur sem sögulega séð hafa alltof of reynst vera raunverulega fyrir hendi.

-------------------------------------

Ég öfunda reyndar ekki Besta Flokkinn, ef hann vinnur slíkann sigur:

Það eru nefnilega ekki óendalegir möguleikar í stöðunni, þvert á móti eru þeir mjög takmarkaðir.

  • Fjárhagsstaða Borgarsjóðs er þung - en, með varfærinni stjórnun, ekki endilega óviðráðanleg.
  1. En, mjög mögulegt er, með röð slæmra ráðstafanna, að koma honum í þrot.
  • Orkuveita Reykjavíkur, er í um cirka 16% eiginfjárstöðu og með mjög erfiða greiðslustöðu í erlendum gjaldmiðlum.
  1. Þær skuldir geta lent á borgarsjóði.
  • Sjálfstæðisflokkur + Framsóknarflokkur, telja minst varasömustu leiðina, vera varfærna stjórnun með niðurskurði kostnaðar og framkvæmda, á sama tíma og söfnun frekari skulda er lágmörkuð.
  • Samfylking og Reykjavíkurframboð, vilja slá lán - og framkvæma. Bæði lofa að binda enda á atvinnuleysi og kreppu í borginni, með því fjármagni sem tekið er að láni. 
  • VG vill einnig auka eitthvað framkvæmdir, en fyrst og fremst sleppa niðurskurði - og nefnir útsvarshækkun sem leið í stað niðurskurðar.

Þetta eru þær aðferðir sem standa til boða.

Ég get ekki séð nokkra leið fyrir Besta Flokkinn, að velja einhverra þessara leiða, án þess að einhver hluti kjósenda Besta Flokksins, fari í fílu.

  • Ef þ.e. rétt, að Jón Gnarr er laumuhægrimaður, eins og sumir bloggarar halda fram, þá ef til vill stendur honum nær, að halda áfram að beita svipuðum stjórnunaraðferðum og nú eru stundaðar - þ.e. sparnaður og niðurskurður. 
  1. En, þá fara kjósendur flokksins af vinstri vængnum í fílu.
  • Ef Jón Gnarr, velur leið skuldasöfnunar - þ.e. útríma atvinnuleysinu, veðja á að Ísland sé á leið úr kreppu eins og ríkisstj. lofar, og allt verði því í lagi seinna.
  1. Þá fara óhjákvæmilega hægri sinnaðir kjósendur Besta flokksins í fílu.
  • Ef Jón Gnarr, hækkar skatt.
  1. Þá er það sama sagan.

Mín skoðun er reyndar, að besta útkoman fyrir Besta Flokkinn, væri að verða eini flokkurinn í andstöðu - þ.e. Besta andstaðan eins og einn vinur minn orðaði það.

Ef aftur á móti, hann Jón Gnarr verður borgarstjóri
- þá verða ekki ákvarðanir er orka tvímælis umflúnar - alveg sama hvað hann gerir, einhver mun fara í fílu.

Ef út í það er farið - væri það einmitt besta útkoman fyrir hina flokkana - því þ.eru landsmálin sem raunverulega skipta máli - og ef Besti Flokkurinn hrekur ímsa í burtu vegna ákvarðana tekna við stjórn borgarinnar - þá minnkar hættan fylgislega séð fyrir hina flokkana.

Þetta verður allt að koma í ljós:

  • Ef til vill er Jón Gnarr nýtt leiðtogaefni.
  • Ef til vill, mun Besti Flokkurinn einfaldlega springa eftir kosningar, á sama hátt og Borgarahreyfingin.

Eitt er þó víst - enginn veit hvaða áhættu Íslendingar eru að taka - með Besta Flokknum.

Að vera óskrifað blað - þarf ekki endilega að vera gott - þó það geti verið svo.

Hvað sem gerist - þá verða úrslitin söguleg - þ.e. víst.

Við skulum vona að þetta verði til góðs - þó svo að heimssagan kenni okkur að hætturnar raunverulega eru fyrir hendi - og það virkilega getur verið svo - að Íslendingar séu á leiðinni úr vissri ösku í eld. 

En, ef til vill - verður þetta upphafið að einhverju nýju og stóru. Besti Flokkurinn, verði upphaf einhvers konar nýs Íslands.

En, það upphaf getur bæði verið gott og slæmt upphaf - sbr. að ofan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hallast að því að breytingin verði til góðs til langs tíma litið.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 18:38

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sé ekkert að því að kjósa Besta Flokkinn..í þessum flokki er fólk eins og í öðrum flokknum...afskaplega sorgleg staða sem 4-flokkurinn er kominn í og þurr..það kemur nýtt málgagn inn..og þau hafa ekkert málefnalegt sér til framdráttar..annað en að tala niður til flokksins..sorglegt pakk.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 10:38

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ég kýs ekkert þennan "besta flokk", en ég skil fólk sem batt vonir við að núverandi ríkisstjórn myndi einhverju breyta.....

... en sviknu loforðin hafa tæplega nokkru sinni verið fleiri - sérstaklega hjá vonsviknum kjósendum VG......

Það bendir allt til þess að "fjórflokkurinn" fái ærlegan rassskell....

og ég tel að þeir hafi alveg unnið til þess....

vanvirðingin við grundvallaratriði í stjórnarskrá hafa aldrei verið meiri.... -

einkum vað varðar fjármálaákvæði stjórnarskrár - og atvinufrelsisákvæði - sbr. "bann við dragnótaveiðum" - út i loftið...

og afturkallaðar reknetaveiðar á makríl - með reglugerð  eftir að hafa samþykkt sértök lög í vetur - til að leyfa makrílveiðar í reknet....

hvoru tveggja 100% brot á stjórnarskrá - ef það kemur til framkvæmda.

Icesave málið allt og margvíslegt fjármálasukk ráðuneyta ( án formlegrar heimildar á fjárlögum)....

er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur - hjá:

  • fyrrverandi ríkisstjórn
  • "bráðabirgðastjórninni" - varinni af Framsókn - illu heilli...
  • núverandi stjórn - sem er sýnu alverst...

Niðurstaðan er að "Besti flokkurinn" verði notaður til almennra mótmæla við úrelt vinnubrögð fjórflokksins -

... um  nánast algera niðurlægingu Alþingis Íslendinga - með því að ráðherrar stjórnarráðsins hagi sér eins og þeir hafa gert...

sbr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

"auk þess legg ég til að það frábæra fólk sem vann skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis ....

verði fastráðið í að gera "gul spjöld" á framkvæmdavaldið - á 4. mánaða fresti...

og hafi aðsetur til þess hjá hjá Umboðsmanni Alþingis..

fastráðið þar til annað verður ákveðið.

Það er ekkert skrítið að almenningur sé reiður... og ætli að refsa fjórflokknum...

besta setningin þegar Rannsóknarnefnd Alþingis var hjá Sigríði Benediksdóttur - þegar hún sagði þetta með viðeigandi tilfinningahita og áherslu:

"það er engu líkara en að Stjórnarráð Íslands hafi verið haldið pólitískri lömunarveiki í aðdraganda bankahrunsins"......

mitt sjónarmið er að  "pólitíska lömunarveiki" hafi  enn versnað   með núverandi ríkisstjórn....

en reynt virðist óspart að fela það með  alls skyns siðlausri pólitískri sýndarmennsku....

eins og ætla nú að "fækka ráðuneytum"... bara til að geta rekið alla í stjórnarráðinu.....

og ráðið "sitt fólk´"  í - "nýju ráðuneytin"...

skítalyktin er þvílík - að ég er ekki   hissa á velgegni "Besta flokksins" - það er þó ný von hjá einhverjum....

pílitísk siðblind er varla neittbetri en

Kristinn Pétursson, 23.5.2010 kl. 13:14

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

bankasiðblindan

Kristinn Pétursson, 23.5.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 259
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 342
  • Frá upphafi: 846980

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 327
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband